• Arngrímur Ísberg, settur frá 20. ágúst til 31. desember 2019

    Fæddur 1952, settur landsréttardómari frá 20. ágúst til 31. desember 2019.

     

    Stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1971.

    Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1977.

    Framhaldsnám í sjórétti við Nordisk Institutt för Sjörett í Osló 1978.

    Framhaldsnám í réttarsögu við Leopold Wenger Institut für Rechtsgeschichte í München 1978–1979.

     

    Fulltrúi sýslumannsins í Húnavatnssýslu með hléum 1977–1980.

    Fulltrúi sýslumannsins í Barðastrandarsýslu 1980–1982.

    Fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík 1982–1986.

    Skipaður sakadómari í Reykjavík 1986–1992.

    Skipaður héraðsdómari í Reykjavík frá 1992.

     

    Helstu aukastörf:

    Í fuglafriðunarnefnd 1984–1994.

  • Ása Ólafsdóttir, sett frá 25. febrúar 2020 til 30. júní 2020

    Fædd 1970, sett landsréttardómari frá 25. febrúar 2020 til 30. júní 2020.

     

    Stúdent frá Verzlunarskóla Íslands 1990.

    Frönskunám við stofnun Alliance Francaise í París í Frakklandi 1990–1991.

    Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1996.

    Meistarapróf (LL.M.) frá Cambridge-háskóla á Englandi 2000.

     

    Fulltrúi á Lögfræðistofu Jóhanns H. Níelssonar hrl. 1996.

    Lögmaður og eigandi Lögfræðistofu Jóhanns H. Níelssonar hrl. 1997–2003.

    Lögmaður og eigandi, JP lögmanna 2003–2008.

    Aðstoðarmaður Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra 2009–2010.

    Lektor (2006), dósent (2012) og síðar prófessor (2018) við lagadeild Háskóla Íslands.

     

    Helstu aukastörf:

    Í kærunefnd jafnréttismála 2003–2007.

    Formaður áfrýjunarnefndar neytendamála 2005–2009.

    Formaður úrskurðarnefndar um félagsþjónustu og húsnæðismál 2010–2012.

    Ritstjóri og í ritstjórn Lagasafns frá 2011.

    Formaður gjafsóknarnefndar 2012–2015, varaformaður frá 2015.

    Í óbyggðanefnd 2012–2016, formaður frá 2016.

    Í réttarfarsnefnd frá 2012.

    Formaður nefndar um skráningu trúfélaga 2013–2015.

    Í nefnd um dómarastörf frá 2013.

    Varadómari við EFTA-dómstólinn frá 2013.

    Formaður stjórnar Lagastofnunar frá 2017.

  • Ásgerður Ragnarsdóttir, sett frá 8. maí til 20. ágúst 2023.

    Fædd 1979, sett landsréttardómari frá 8. maí til 20. ágúst 2023.

  • Björg Thorarensen, sett frá 1. janúar 2020 til 30. júní 2020

    Fædd 1966, sett landsréttardómari frá 1. janúar 2020 til 30. júní 2020.

     

    Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1985.

    Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1992.

    Meistarapróf (LL.M) frá lagadeild Háskólans í Edinborg 1993.

    Starfsnám við mannréttindanefnd Evrópu í Strassborg 1993.

     

    Lögfræðingur í dóms- og kirkjumálaráðuneyti 1991–1992 og 1994–1996.

    Stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands 1994–2002.

    Skrifstofustjóri löggæslu- og dómsmálaskrifstofu í dóms- og kirkjumálaráðuneyti 1996–2001.

    Umboðsmaður ríkisstjórnar Íslands við Mannréttindadómstól Evrópu 1999–2005 og 2009–2011.

    Skrifstofustjóri lagaskrifstofu í dóms- og kirkjumálaráðuneyti 2001–2002.

    Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands frá 2002.

    Deildarforseti lagadeildar Háskóla Íslands 2007–2010.

     

    Helstu aukastörf:

    Formaður stjórnar Persónuverndar frá 2011.

    Í stjórn Hins íslenska bókmenntafélags frá 2018.

    Í nefnd um vandaða starfshætti í vísindum frá 2019.

    Formaður stjórnar Hafréttarstofnunar Íslands frá 2016. 

  • Eggert Óskarsson, settur frá 1. september 2019 til 31. desember 2019

    Fæddur 1943, settur landsréttardómari frá 1. september 2019 til 31. desember 2019, varadómari í einstaka málum frá 1. janúar 2020.

     

    Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1963.

    Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1970.

     

    Fulltrúi sýslumannsins í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 1970–1971.

    Lögfræðingur hjá Brunabótafélagi Íslands 1971–1975.

    Fulltrúi sýslumannsins í Rangárvallasýslu 1975–1982.

    Borgardómari í Reykjavík 1982–1992.

    Skipaður héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur 1992–2013, varadómstjóri frá 2003.

    Starfandi dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur 2011–2012.

     

    Helstu aukastörf:

    Í stjórn stéttarfélags lögfræðinga í ríkisþjónustu 1983–1985.

    Stundakennari og prófdómari við lagadeild Háskóla Íslands frá 1986.

    Í stjórn Dómarafélags Reykjavíkur frá 1989, formaður 1990–1992.

    Varaforseti Félagsdóms 1993–1998.

    Í stjórn Dómarafélags Íslands 1997–2003 og 2006–2009, varaformaður 1999–2003, formaður 2006–2009.

    Forseti Félagsdóms 1998–2010.

    Varadómari við Hæstarétt frá 2011.

    Í kærunefnd greiðsluaðlögunarmála 2014–2016.

    Í úrskurðarnefnd velferðarmála 2016–2019.

  • Hildur Briem, sett frá 11. janúar til 30. júní 2021

    Fædd 1973, sett landsréttardómari frá 11. janúar 2021 til 30. júní 2021.

  • Hjörtur O. Aðalsteinsson, settur frá 1. janúar 2020 til 30. júní 2020

    Fæddur 1952, settur landsréttardómari frá 1. janúar 2020 til 30. júní 2020.

     

    Stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1972.

    Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1977.

    Stundaði nám í Comparative European Law við King‘s College í London 1983–1984.

    Dvaldi í Strassborg í sex mánaða námsleyfi 2016–2017 og kynnti sér starfsemi Mannréttindadómstóls Evrópu.

     

    Fulltrúi hjá yfirsakadómaranum í Reykjavík 1977, aðalfulltrúi 1989.

    Settur sakadómari með hléum 1985–1989.

    Skipaður sakadómari í Reykjavík 1989.

    Skipaður héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur 1992.

    Skipaður héraðsdómari við Héraðsdóm Suðurlands frá 2004, dómstjóri frá 2006.

     

    Helstu aukastörf:

    Fulltrúi dómstjóra í dómstólaráði um nokkurra ára skeið, lausn að eigin ósk í október 2016.

    Formaður Dómarafélags Íslands 2011–2013.

    Ritstörf: Miskabætur fyrir kynferðisbrot gegn börnum (Hinn launhelgi glæpur, Háskólaútgáfan, Reykjavík 2011, ritstjóri Svala Ísfeld Ólafsdóttir).

  • Ingimundur Einarsson, settur frá 1. janúar 2022 til 31. mars 2022.

    Fæddur 1953, settur landsréttardómari frá 1. janúar 2022 til 31. mars 2022.

  • Kjartan Bjarni Björgvinsson, settur frá 9. október 2023.

    Fæddur 1976, settur landsréttardómari frá 9. október 2023. 

  • Kristinn Halldórsson, settur frá 8. apríl 2022 til 30. júní 2022.

    Fæddur 1972, settur landsréttardómari frá 8. apríl til 30. júní 2022.

  • Sandra Baldvinsdóttir, sett frá 2. mars til 16. apríl 2020.

    Fædd 1970, sett landsréttardómari frá 2. mars til 16. apríl 2020.

  • Sigríður Ingvarsdóttir, sett frá 15. ágúst 2019 til 31. desember 2019

    Fædd 1949, sett landsréttardómari frá 15. ágúst 2019 til 31. desember 2019, varadómari í tilteknum málum frá 1. janúar 2020.

     

    Stúdent frá Kennaraskóla Íslands 1971.

    Embættispróf frá lagadeild Háskóla Íslands 1977.

    Meistarapróf í lögfræði (LL.M) frá UCLA í Kaliforníu 1980.

     

    Skipuð héraðsdómari við bæjarfógetaembættið í Kópavogi 1984–1992.

    Skipuð héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur 1992–2013.

    Formaður rannsóknarnefndar Alþingis um fall sparisjóðanna 2011–2012.

    Formaður kærunefndar barnaverndarmála 2013–2015.

    Formaður kærunefndar greiðsluaðlögunarmála 2013– 2016.

     

    Helstu aukastörf:

    Stundakennari í félagsvísindadeild Háskóla Íslands 1984–1987.    

    Í stjórn Íslandsdeildar Amnesty International 1983–1987, þar af formaður 1986–1987.

    Formaður barnaverndarráðs 1986–1991.

    Í stjórn Dómarafélags Íslands 1990–1993.

    Í stjórn Lögfræðingafélags Íslands 1992–1995.

    Formaður barnaverndarráðs 1993–1997.

    Í dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti héraðsdómara 1998–2004.

    Prófdómari í kvennarétti við lagadeild Háskóla Íslands 2002–2011.

    Varamaður í nefnd um dómarastörf 2014–2020.

    Í úrskurðarnefnd velferðarmála 2016–2020.

  • Skúli Magnússon, settur frá 1. janúar til 31. mars 2021

    Fæddur 1969, settur landsréttardómari frá 1. janúar 2021 til 31. mars 2021.