LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 24. október 2023 . Mál nr. 717/2023 : Ákæruvaldið (Karl Ingi Vilbergsson saksóknari ) gegn X (Jónas Örn Jónasson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Ásgerður Ragnarsdóttir , Ragnheiður Harðardóttir og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 22. október 2023 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 20. október 2023 í málinu nr . R - /2023 þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, þó ekki lengur en til föstudagsins 17. nóvember 2023 klukkan 14. Kæruheimild er í l - lið 1 . mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kæ rða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Þá er krafist kærumálskostnaðar. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfest ur. 5 Kærumálskostnaður verður ekki úrskurðaður, sbr. 3. mgr. 237. gr. laga nr. 88/2008. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 3 4 5