LANDSRÉTTUR Úrskurður miðvikudaginn 1. mars 2023 . Mál nr. 120/2023 : Ákæruvaldið (Sigurður Ólafsson aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Andrés Már Magnússon lögmaður) ( Auður Hörn Freysdóttir réttargæslumaður) Lykilorð Ákæra. Kærumál. Endurupptaka. Frávísunarúrskurður staðfestur. Sératkvæði. Útdráttur Ákæruvaldið kærði úrskurð héraðsdóms þar sem vísað var frá dómi ákæru héraðssaksóknara 6. janúar 2023 á hendur X. Héraðssaksóknari ákvað 7. október 2021 að fella niður þa nn hluta málsins gegn X er laut að ætluðu broti gegn 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga. Þann 7. september 2022 tilkynnti sækjandi héraðsdómi að héraðssaksóknari hefði ákveðið að endurupptaka þann hluta málsins með heimild í 145. gr., sbr. 3. mgr. 57. gr., laga um meðferð sakamála. Fram hefði komið skriflegt samkomulag brotaþola og ákærða sem teldist nýtt sakargagn eða eftir atvikum leiddi að því líkum að frekari sakargögn kæmu fram. Í úrskurði Landsréttar var rakið að við beitingu endurupptökuheimild arinnar yrði sérstaklega að gæta að ákvæði 2. mgr. 4. gr. 7. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. 5. tölulið 1. gr. laga nr. 62/1994, sbr. einnig 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans, en í ákvæðinu væri sérstaklega vísað til nýrra eða nýupplýstra sta ðreynda. Þar sem fyrir lá samkvæmt gögnum málsins að 15. september 2021 hefði lögregla haft vitneskju um tilvist og efni skjalsins var ekki talið að með framlagningu þess í sakamálinu hefðu komið fram nýjar eða nýupplýstar staðreyndir. Var hinn kærði úrsku rður því staðfestur. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Kristinn Halldórsson , Ragnheiður Bragadóttir og Símon Sigvaldason kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 10. febrúar 2023 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 13. sama mánaðar . Kærður er úrskurður 9. febrúar 2023 í málinu nr. S - /2021 þar sem vísað var frá dómi ákæru 2 héraðssaksóknara 6. janúar 2023 á hendur varnaraðila. Kæruheimild er í t - li ð 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Málsatvik 4 Málsatvikum er lýst með viðhlítandi hætti í hinum kærða úrskurði. Málsástæður aðila Málsástæður sóknaraðila 5 Sóknaraðili reisir kröfu sína á því að ákæruvaldi og lögreglu hafi samkvæmt 3. mgr. 57. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 145. gr. sömu laga, verið heimilt að taka upp á ný rannsókn á þeim hluta málsins sem ákæra héraðssaksóknara 6. janúar 2023 taki til. Sóknaraðili byggir á því að samkomulag sem brotaþoli og varnaraðili hafi gert með sér í febrúar 2021, og sá síðarnefndi undirritað 10. þess mánaðar, teljist nýtt sakargagn eða að með því hafi líkur verið leiddar að því að frekari sakargögn kæmu fram. 6 Af hálfu sóknaraðila er einnig til þess vísað að hvergi hafi komið fram í tölvupósti fyrri verjanda varnaraðila, sem innihaldið hafi svör verjandans við spurnin gum lögreglu um samkomulagið, að varnaraðili eða verjandinn hefðu frumrit eða afrit af því í sínum fórum. Þvert á móti hafi af svörum verjandans mátt ráða að brotaþoli hefði fengið varnaraðila til að skrifa skjalið upp svo hún gæti tekið það með sér. Hverg i hafi verið á það minnst að varnaraðili ætti skjalið á skriflegu formi. Sú staðreynd hafi verið nýjar upplýsingar og skjalið sjálft einnig nýtt gagn í eðli sínu. 7 Sóknaraðili bendir á að við rannsókn málsins áður en það var að hluta fellt niður hafi brotaþ oli gefið skýrslu að nýju hjá lögreglu 6. september 2021. Þá skýrslu hafi brotaþoli gefið eftir að hún og ákærði gerðu með sér umrætt samkomulag og við skýrslutökuna hafi hún í engu minnst á tilvist þess. Varnaraðili hafi heldur aldrei upplýst að hann hefð i samkomulagið undir höndum á skriflegu formi. 8 Þá segir sóknaraðili að eftir framlagningu samkomulagsins í ákærumálinu hafi mátt telja líklegt að ný gögn kæmu fram við frekari rannsókn, enda hafi hvorki varnaraðili né brotaþoli fram að þeim tíma tjáð sig u m samkomulagið né heldur rannsókn málsins tekið mið af tilvist þess. Við rannsóknina hafi síðan komið fram tvö önnur handskrifuð blöð um samkomulag brotaþola og varnaraðila þar sem fram hafi komið að ákærði hefði nauðgað brotaþola. Málsástæður varnaraðila 9 Varnaraðili reisir kröfu sína á því að ákvörðun ákæruvalds um niðurfellingu máls feli í sér endanlega niðurstöðu og óheimilt sé að taka ákvörðunina upp að nýju, sbr. 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. 5. tölulið 1. gr. laga nr. 3 62/1994, er leggi bann við tvöfaldri sakamálameðferð, sbr. 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans og 70. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. lög nr. 33/1944. 10 Af hálfu varnaraðila er á því byggt að rannsókn málsins hafi ekki verið hætt heldur hafi málið verið fell t niður á grundvelli 145. gr. laga nr. 88/2008, eins og skýrlega hafi komið fram í bréfi héraðssaksóknara til varnaraðila 7. október 2021. Heimild 3. mgr. 57. gr. sömu laga taki einungis til ákvarðana lögreglu um að taka rannsókn máls upp á ný en ekki til endur skoðunar ákvarðana ákæranda um að fella niður fullrannsakað mál. Lögjöfnun frá ákvæðinu geti ekki talist tæk heimild til endurupptöku máls sem ákærandi hafi fellt niður á grundvelli 145 . gr. Til endurupptöku máls eftir að slík ákvörðun liggur fyrir þu rfi skýra lagaheimild en slíka heimild sé ekki að finna í núgildandi löggjöf. 11 Komist Landsréttur að þeirri niðurstöðu að heimilt sé að taka upp rannsókn máls sem ákærandi hafi fellt niður á grundvelli 145. gr. laga nr. 88/2008 með lögjöfnun frá 3. mgr. 57. gr. laganna er á því byggt af hálfu varnaraðila að skilyrði til endurupptöku þess þáttar málsins sem ákæra héraðssaksóknara 6. janúar 2023 taki til hafi ekki verið uppfyllt. Endurupptaka máls verði í meginatriðum að byggja á því að nýjar eða nýupplýstar s taðreyndir hafi komið fram og að þær séu þess eðlis að þær geti haft áhrif á úrslit málsins. Ekki sé nægjanlegt að fram sé komið eitthvert gagn heldur verði það gagn að fela í sér nýjar upplýsingar eða nýjar staðreyndir er þýðingu hafi þegar leyst er úr má linu. Dómstólum beri að meta sjálfstætt hvort fram hafi komið nýjar upplýsingar um staðreyndir sem þýðingu hafi við úrlausn máls svo með réttu verði talið að taka megi rannsókn upp að nýju. 12 Varnaraðili vísar til þess að tilvist samkomulags hans og brotaþol a hafi verið lögreglu ljós eigi síðar en 13. september 2021. Jafnframt hafi allar þær upplýsingar sem skjalið hafi að geyma verið lögreglu ljósar í síðasta lagi 15. sama mánaðar, þar með talið að itt [ brotaþola ] nánar Varnaraðili segir að við framlagningu skjalsins hafi engar nýjar upplýsingar komið fram sem jafngilt geti nýju sakargagni. Varnaraðili hafi hvorki staðið í vegi fyrir frekari rannsók n né að skjalið yrði lagt fram og hann spurður út í efni þess. Enn fremur hafi ekkert hindrað lögreglu í að rannsaka nánar þær upplýsingar sem hún hafi haft undir höndum, til dæmis með því að taka skýrslu af brotaþola eða óska eftir að fá skjalið afhent. L ögregla og ákæruvald hafi ekkert aðhafst frekar til rannsóknar á málinu þrátt fyrir að hafa vitað um tilurð skjalsins og efni þess og 7. október 2021 hafi ákæruvaldið fellt málið niður á grundvelli 145. gr. laga nr. 88/2008. 13 Þá heldur varnaraðili því fram að skjalið sjálft geti aldrei haft þýðingu við úrlausn málsins heldur einungis tilvist þess og þær upplýsingar sem það hafi að geyma. Þær upplýsingar hafi verið lögreglu og ákæruvaldi kunnar þegar málið var fellt niður 7. október 2021 samkvæmt framansögðu. Málið hafi því ekkert breyst við framlagningu skjalsins heldur hafi ákæruvaldið tekið nýja ákvörðun byggða á sömu upplýsingum 4 og fyrir lágu er málið var fellt niður. Það hafi ákæruvaldinu ekki verið heimilt. Samkvæmt því og öðru framangreindu beri að stað festa hinn kærða úrskurð. Niðurstaða 14 Samkvæmt gögnum málsins hefur varnaraðili í skýrslutöku hjá lögreglu neitað þeim sakargiftum sem ákæra héraðssaksóknara 6. janúar 2023 tekur til. Þá er upplýst að undir rannsókn málsins, eftir að það var endurupptekið m eð bréfi héraðssaksóknara 7. september 2022, lagði varnaraðili fram kæru á hendur brotaþola vegna ætlaðs brots hennar gegn 251. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa neytt hann til að gera við hana það samkomulag sem um ræðir í málinu. 15 Ein s og fram kemur í hinum kærða úrskurði getur ákæruvaldið að tilteknum skilyrðum uppfylltum endurupptekið mál sem fellt hefur verið niður á grundvelli 145. gr. laga nr. 88/2008 samkvæmt lögjöfnun frá 3. mgr. 57. gr. laganna, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstarét tar 17. október 2014 í máli nr. 673/2014. Við beitingu þeirrar heimildar verður sérstaklega að gæta að ákvæði 2. mgr. 4. gr. 7. viðauka við mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. 5. tölulið 1. gr. laga nr. 62/1994, sbr. einnig 1. mgr. 6. gr. mannréttinda sáttmál ans. Samkvæmt ákvæði 2. mgr. 4. gr. 7. viðauka stendur 1. mgr. sama ákvæðis, þar sem kveðið er á um bann við tvöfaldri málsmeðferð, endurupptöku máls ekki í vegi ríkis ef fyrir hendi eru nýjar eða nýupplýs tar staðreyndir, eða ef megingalli hefur verið 16 Fyrir liggur samkvæmt gögnum málsins að 15. september 2021 hafði lögregla vitneskju um tilvist og efni samkomulags brotaþola og varnaraðila. Með f ramlagningu samkomulagsins í þinghaldi 1. september 2022 geta í því ljósi ekki talist hafa komið fram nýjar eða nýupplýstar staðreyndir. Samkvæmt þ ví og öðru framangreindu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur . Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sératkvæði Símonar Sigvaldasonar 1 Svo sem nánar er rakið í atkvæði meiri hluta dómenda snýr mál þetta einkum að skýringu á 3. mgr. 57. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, en umrætt ákvæði tilheyrir VII. kafla laganna sem mælir fyrir um almennar reglur um rannsóknir lögreglu. Ákvæðið kveður á um að hafi rannsókn á hendur sakborningi verið hætt af hálfu lögreglu vegna þess að sakargögn hafi ekki þótt nægileg til ákæru eigi ekki að taka lögreglurannsókn upp á ný gegn honum nema ný sakargögn séu fram komin eða 5 líklegt sé að þau komi fram. Ef rannsókn gegn sakborningi hafi verið hætt skuli lögregla tilkynna honum það og eigi hann rétt á að fá það staðfest skriflega. 2 Samkvæmt 145. gr. laga nr. 88/2008, en umrætt ákvæði er í XXII. kafla laganna um almennar reglur um saksókn, athugar sækjandi hvort sækja skuli sakborning til sakar eða ekki þegar hann hefur fengið gögn máls í hendur og gengið úr skugga um að rannsókn sé lokið. Ef hann telur það sem fram er komið ekki nægilegt eða líklegt til sakfellis lætur hann við svo búið standa en ella höfða r hann mál á hendur sakborningi skv. 152. gr., sbr. þó 146. gr. laganna. 3 Í dómi Hæstaréttar 17. október 2014 í máli nr. 673/2014 var niðurstaðan sú að beita mætti 3. mgr. 57. gr. laga nr. 88/2008 um heimild til að taka mál upp að nýju ef ný sakargögn væru komin fram með lögjöfnun í þeim tilvikum þegar mál hefði verið fellt niðu r af hálfu ákæruvaldsins á grundvelli 145. gr. laga nr. 88/2008. Um þá lögskýringu vísaði Hæstiréttur til fyrri dóms réttarins í máli nr. 228/1997 á blaðsíðu 1890 í dómasafni þess árs. Samkvæmt þessu liggja fyrir afdráttarlaus fordæmi Hæstaréttar um að lög jöfnun í þessum tilvikum er tæk. 4 Í máli þessu háttar þannig til að brotaþoli mætti á lögreglustöð 11. desember 2020 til að leggja fram kæru á hendur varnaraðila fyrir kynferðisbrot í tveim nánar tilgreindum tilvikum. Gaf hún skýrslu hjá lögreglu við það tækifæri. Var annars vegar um að ræða atvik sem átti sér stað á heimili ákærða um mitt ár 2017. Var það mál rannsakað með hliðsjón af 1. mgr. 199. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hins vegar var um að ræða annað atvik sem einnig átti sér stað á heim ili ákærða um mitt ár 2017. Var það mál rannsakað með hliðsjón af 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga. Brotaþoli mætti aftur á lögreglustöð 25. janúar 2021 og óskaði eftir því að falla frá kæru í málinu. Nokkru síðar, eða 4. maí 2021, sendi brotaþoli l ögreglu yfirlýsingu þess efnis að óskað væri eftir því að málið yrði rannsakað. Með bréfi héraðssaksóknara 7. október 2021 var varnaraðila og brotaþola tilkynnt um að sá hluti málsins sem sneri að ætluðu broti gegn 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga v æri fellt niður á grundvelli 145. gr. laga nr. 88/2008. 5 Þann 21. sama mánaðar gaf héraðssaksóknari út ákæru á hendur ákærða fyrir brot gegn 1. mgr. 199. gr. almennra hegningarlaga vegna fyrra tilviksins. Var ákærða gefið að sök að hafa á þáverandi heimili sínu, án samþykkis brotaþola, tekið ljósmynd af rassi og kynfærum þáverandi sambýliskonu sinnar, brotaþola, eftir að hafa dregið frá nærbuxur hennar þar sem hún lá sofandi í rúmi. Var sú háttsemi talin til þess fallin að særa blygðunarsemi brotaþola. Við aðalmeðferð þess máls fyrir héraðsdómi 1. september 2022 lagði verjandi varnaraðila fram handskrifað skjal sem innihélt undirritað samkomulag á milli varnaraðila og brotaþola 10. febrúar 2021 þar sem fram kom meðal annars að varnaraðili skyldi greiða brota þola 10.000.000 króna með nánar tilgreindum hætti. Í skýringum fyrir greiðslunni kom fram að um væri að ræða miskabætur til handa brotaþola þar sem varnaraðili hefði beitt brotaþola ofbeldi. Væru miskabæturnar, svo sem fyrir brot á persónuverndarlögum, bly gðunarsemisbrot fyrir 6 að taka mynd af kynfærum brotaþola og jafnframt fyrir nauðgun. Að framkomnu þessu skjali óskaði sóknaraðili eftir að hlé yrði gert á aðalmeðferðinni. Tilkynnti sóknaraðili í framhaldi héraðsdómi og verjanda varnaraðila að ákveðið hefð i verið að nýta heimild 3. mgr. 57. gr. laga nr. 88/2008 til að taka rannsókn málsins upp að nýju. Undir rannsókn málsins lagði varnaraðili fram kæru á hendur brotaþola vegna ætlað brots gegn 251. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa neytt hann til a ð gera umrætt samkomulag. 6 Að rannsókn lögreglu lokinni gaf héraðssaksóknari út ákæru 6. janúar 2023 á hendur varnaraðila þar sem honum var gefið að sök brot gegn 2. mgr. 194. gr. og 1., sbr. 2. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga fyrir að hafa um mitt ár 2017 á þáverandi heimili sínu haft endaþarmsmök við brotaþola, þáverandi sambýliskonu sína, gegn vilja hennar með því að notfæra sér á sérstaklega meiðandi hátt að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar og þannig á alvarlegan hátt ógnað heilsu eða velferð hennar. Í hinum kærða úrskurði var ekki fallist á að hið skjalfesta samkomulag frá 10. febrúar 2021 sem verjandi varnaraðila lagði fram við aðalmeðferð málsins 1. september 2022 væri nýtt gagn í skilningi 3. mgr. 57. gr. laga nr. 88/2008 þannig að heimilt hafi verið að endurupptaka málið. Hefði lögregla haft vitneskju um samkomulagið og inntak þess allt frá 15. september 2021. Ekki væri um að ræða að varnaraðili hefði staðið því í vegi að leggja umrætt samkomulag fram eða veit a frekari upplýsingar um efni þess. 7 Brot samkvæmt ákærunum 21. október 2021 og 6. janúar 2023 eiga undir XXII. kafla almennra hegningarlaga um kynferðisbrot og eru ekki háð kröfu þess sem misgert er við. Var það því alfarið á forræði sóknaraðila að ákveða hvort mál yrðu rannsökuð og ákæra gefin út. Það er sammerkt brotum gegn kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga að sönnun er jafnan örðug því yfirleitt er ekki fyrir að fara öðrum sönnunargögnum en framburðum sakbornings og brotaþola. Af því sem fram e r komið í málinu er einboðið að ákvörðun um að fella niður málið sem sneri að grun um ætlaða nauðgun varnaraðila, í kjölfar þess að brotaþoli dró kæru sína til baka, hafi fyrst og fremst komið til vegna þess að án atbeina brotaþola væri málið ekki líklegt til sakfellis. Annað gilti um grun um ætlað kynferðisbrot sem fólst í myndatöku af brotaþola. Var það enda þannig að eftir að brotaþoli dró kæru sína til baka 25. janúar 2021 felldi sóknaraðili einungis niður þann hluta málsins er sneri að ætlaðri nauðgun. 8 Þó svo sóknaraðili hafi fyrir niðurfellinguna 7. október 2021 haft vitneskju um að varnaraðili og brotaþoli hafi gert samkomulag um greiðslu miskabóta til handa brotaþola ber málið með sér að skjalið sjálft var ekki í höndum sóknaraðila fyrr en í aðalmeð ferðinni 1. september 2022. Er að mínu mati einsýnt að sóknaraðili hefði ekki fellt niður rannsókn á ætlaðri nauðgun varnaraðila ef þær upplýsingar hefðu legið á borði sóknaraðila 7. október 2021. Að mínu mati eru þær lýsingar sem fram koma í samkomulaginu , þar sem sóknaraðili viðurkennir nauðgun, nýjar af nálinni og þar með nýtt sönnunargagn eða sakargagn í skilningi 145. gr., sbr. 3. mgr. 57. gr. laga nr. 7 88/2008. Þá ræður ekki úrslitum, að mínu mati, að lögregla hafi ekki kallað eftir samkomulaginu á sín um tíma, sbr. og dóm Hæstaréttar 26. október 2001 í máli nr. 403/2001 og úrskurð Landsréttar 6. ágúst 2020 í máli nr. 420/2020. Var sóknaraðila því að mínu mati heimilt að taka rannsókn þessa þáttar málsins upp á ný og gefa út ákæru í málinu. Ég tel því að fella beri hinn kærða úrskurð úr gildi um að vísa frá dómi ákæru héraðssaksóknara 6. janúar 2023 á hendur varnaraðila. Úrskurður Héraðsdóms 9 . febrúar 2023 1 Mál þetta, sem var tekið til úrskurðar 1. febrúar sl., var höfðað með ákæru héraðs saksóknar a, dagsettri 21. október 2021, á hendur X , kt. , mitt ár 2017 á þáverandi heimili sínu að , án samþykkis, tekið ljósmynd af rassi og kynfærum þáverandi sambýliskonu sinnar, A kt. , eftir að hafa dregið frá nærbuxur hennar þar sem hún lá sofandi í rúmi en framangreind háttsemi var til þess fallin að særa blygðunarsemi A gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. áður 209. gr. sömu laga. 2 Þ brot í nánu sambandi með því að hafa um mitt ár 2017 á þáverandi heimili sínu að , haft endaþarmsmök við A , kt. , þáverandi sambýliskonu sína, gegn vilja hennar með því að notfæra sér á sérstaklega meiðandi hátt að hún gat ekki spornað við verknaðnum sökum svefndrunga og ölvunar og þannig á 21 8. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 3 Í báðum ákærum er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er bótakrafa brotaþola tekin upp í báðum ákærum. 4 Ágreiningur í þessum þætti málsins lýtur aðeins að síðar i ákærunni. Í þinghaldi 1. febrúar sl. var málið flutt og tekið til úrskurðar um kröfu ákærða um að þeirri ákæru verði vísað frá dómi. Af hálfu ákæruvalds er þess krafist að frávísunarkröfu ákærða verði hrundið og málið tekið til efnislegrar meðferðar. Má lavextir 5 Þann 22. október 2020 leitaði brotaþoli til lögreglu og tilkynnti að ákærði hafi farið inn á samfélagsmiðla hennar. Þá tilkynnti hún um hótanir af hans hálfu 4. desember 2020 en kvaðst ekki reiðubúin að gefa skýrslu. Þann 8. desember hafði hún samband að n ýju og kvaðst reiðubúin að gefa skýrslu, hún hafi tekið upp samtal sitt við ákærða sem hefði viðurkennt að hafa nauðgað henni og tekið myndir af kynfærum hennar á meðan hún svaf. Þann 11. desember gaf brotaþoli skýrslu hjá lögreglu og lagði fram kæru á hen dur ákærða fyrir kynferðisbrot og að hafa farið inn á samfélagsmiðla hennar. Þann 25. janúar 2021 kom brotaþoli á lögreglustöð og kvaðst falla frá kæru sinn á hendur ákærða en kvaðst þó hafa greint rétt frá í fyrri skýrslu sinni. Með yfirlýsingu dags. 4. m aí 2021 kvaðst brotaþoli vilja halda kærunni til streitu og að málið yrði rannsakað að fullu. Hún gaf aftur skýrslu hjá lögreglu 6. september 2021. 6 Fyrir liggur afrit af tölvupóstsamskiptum rannsóknarlögreglumanns og verjanda ákærða undir rannsókn málsins . Þann 13. september 2021 sendi rannsóknarlögreglumaðurinn verjandanum tölvupóst og vísaði til samtals þeirra fyrr sama dag þar sem komið hafi fram að ákærði og brotaþoli hafi gert með sér samkomulag sem hann óski nánari skýringa á og setur fram fjórar spu rningar. 7 Þann 15. sama mánaðar svaraði verjandinn spurningunum þannig: . 1. Hvert var samkomulagið um greiðslu fjármuna frá sakborningi til brotaþola, s.s. upphæðin, hvað hefur verið greitt og hver er skýring þessarar greiðslu. Samkomulagið kvað á um að X skyldi greiða A kr. 10.000.000, - . Fyrst kr. 7.000.000 eigi síðar en 1. mars 2021, sem var á þeim tíma aleiga X . Ennfremur kvað samkomulagið á um að X skyldi 8 greiða eftirstöðvar þess eigi síðar en að sex árum liðnum. Greiðslur í dag, 15.09.2021 nema kr. 7.300.000, - Skýring þessarar greiðslu var að X átti að greiða þessa fjárhæð í miskabætur fyrir að hafa beitt A ofbeldi, s.s. fyrir brot á persónuverndarlögum, b lygðunarsemisbrot fyrir að taka mynd af kynfærum A og jafnframt fyrir nauðgun. Það skal tekið fram að X hefur neitað sakargiftum um nauðgun í skýrslutöku. 2. Hvenær var þetta samkomulag gert. Hér er óskað eftir nánari skýringum á því hvenær unnið var að samk omulaginu, komu lögmenn aðila að því og hvenær gengið var frá samkomulaginu. Samkomulagið er gert í byrjun febrúar 2021 og undirritað 10. febrúar 2021. X staðfestir að engir lögmenn komu að gerð samkomulagsins fyrir hans hönd. Hann getur ekki sagt neitt ti l um hvort A hafi notið aðstoðar einhvers, en hún kom með samkomulagið skrifað til hans og bað hann að skrifa það upp með sinni skrift, til þess að hún hefði eintak frá honum. 3. Voru einhver skilyrði sett vegna þessa samkomulags með tilliti til kæru brotaþol a á hendur sakborningi sem var til rannsóknar hjá lögreglu. Skilyrði samkomulagsins voru þau að A myndi fella niður kæru á hendur X hjá lögreglu og jafnframt ekki taka það upp aftur né ræða það við nokkurn mann. Ef hún myndi brjóta það þá skyldi hún greiða Tók verjandinn fram að ákærði hefði skrifað undir samkomulagið undir miklum þrýstingi frá brotaþola, sem hafi ítrekað hótað honum að valda honum mannorðshnekki, tala um kæru á hendur honum á samfélagsmiðlum og við forel dra hans. 8 Með bréfi héraðssaksóknara, dags. 7. október 2021, var ákærða tilkynnt um niður fellingu hluta málsins. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. áður 209. gr. sömu laga. Gögn málsins hafa verið yfirfarin og telst rannsókn lokið. Með hliðsjón af rannsóknargögnum, sbr. 145. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, verður ekki talið að það sem fram er komið sé nægilegt eða líklegt til sakfellis er varðar brot gegn 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og er málið fellt niður hvað þann þátt varðar. Héraðssaksóknari hefur enn til afgreiðslu þann þátt málsins er snýr að broti gegn 1. mgr. 199. gr. a. 9 Ákæra veg na brots gegn 199. gr. a almennra hegningalaga (fyrri ákæra málsins) var gefin út 21. október 2021 og málið þingfest 18. janúar 2022. Aðalmeðferð var ákveðin 2. júní 2022 en frestaðist þar sem ekki hafði tekist að boða öll vitni. Aðalmeðferð hófst 1. septe mber 2022. Að loknum skýrslum ákærða og brotaþola lagði ákærði fram handskrifað skjal, svohljóðandi: Ég X kt: heiti því að greiða A kt: 10.000.000 (Tíumilljónir) 7000.000 milljónir þann 1. mars 2021 og síðan rest eins fljótt og auðið er en aldrei yfir 6 ára tímabil. Þessi fjárhæð er hugsuð sem miskabætur fyrir þau brot sem ég X hef valdið A . Þau brot eru andlegt ofbeldi í formi hótana og þvingana. Brot á persónuverndarlögum þar sem X braust inn á samfélagsmiðla A . Blygðunarbrot þar sem X tók mynd af kynfærum A í leyfisleysi þegar hún var sofandi og nauðgun í endaþarm þegar A var sofandi áfengisdauða. Þegar þessum samningi verður fullnægt þá heitir A að taka þetta mál ekki upp aftur né ræða þetta við nokkurn mann. Ef hún brýtur gegn því greiðir hún alla ofangreinda upphæð til baka að fullu. X . A 10 Sækjandi krafðist þess þá að aðalmeðferð yrði frestað til að meta mætti áhrif skjalsins á málið. Þann 7. september 2022 tilkynnti sækjandi dóminum að héraðssaksóknar i hefði ákveðið að taka upp rannsókn málsins á ný, sbr. 3. mgr. 57. gr. og 145. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Þar sem umrætt skjal hafi í aðalmeðferðinni orðið hluti af málsgögnum í máli S - 433/2021 og ekki lægi fyrir hvert rannsókn málsins mynd i leiða væri farið fram á að málinu yrði frestað ótiltekið þar til það lægi fyrir. 9 Málsástæður ákærða 11 Ákærði byggir á því að málið hafi verið fellt niður 7. október 2021 og skilyrði fyrir endurupptöku séu ekki fyrir hendi. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram sem geti haft áhrif á úrslit málsins. Gögn málsins beri með sér að lögreglu hafi verið fullkunn ugt um tilvist samkomulagsins og efni þess, ákærði hafi sjálfur upplýst lögreglu um það við rannsókn málsins. Ákærði hafi þó ekki verið spurður hvort hann ætti samkomulagið og/eða gæti afhent lögreglu það. Lögregla hafi ákveðið að rannsaka það ekki frekar heldur fellt málið niður. Framlagning skjalsins hafi ekki falið í sér neinar nýjar upplýsingar sem geti réttlætt endurupptöku málsins. Þá hafi ákærði mátt treysta því að niðurstaða um niðurfellingu væri endanleg. Málsástæður ákæruvalds 12 Af hálfu ákæruvald s er vísað til 3. mgr. 57. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála þar sem fram komi að taka megi rannsókn máls sem hefur verið fellt niður upp ef fram koma ný sakargögn eða líklegt er að þau komi fram. Þær upplýsingar sem legið hafi fyrir á rannsóknarsti gi, þar sem verjandi ákærða svaraði spurningum lögreglu um innihald samkomulagsins hafi ekki sama vægi og skjalið sjálft eða framburður ákærða þar um. Lögregla hafi mátt gera ráð fyrir að verjandi myndi senda skjalið hefði hann það undir höndum í stað þess að svara spurningum um efni þess. Þá hafi lögregla aflað frekari gagna við rannsókn málsins eftir að hún var tekin upp að nýju. Um sé að ræða nýtt skjal sem geti haft ríkt sönnunargildi. Þá er vísað til þess að niðurfelling máls jafngildi ekki sýknu, slík niðurstaða sé ekki endilega endanleg. Niðurstaða 13 Þann 7. október 2021 ákvað héraðssaksóknari að fella niður þann hluta málsins er að laut að broti gegn 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, þ.e. þann hluta sem sú ákæra sem hér er deilt um tekur til. Var vísað til þess að með hliðsjón af rannsóknar gögnum, sbr. 145. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, væri ekki talið að það sem fram var komið varðandi þann þátt málsins væri nægilegt eða líklegt til sakfellis. 14 Þótt mál hafi verið fellt niður á grundvelli 145. gr. laga nr. 88/2008 stendur það því ekki fortakslaust í vegi að það verði endurupptekið af hálfu ákæruvalds á grundvelli nýrra gagna samkvæmt lögjöfnun frá 3. mgr. 57. gr. sömu laga. 15 Af hálfu ákæruvalds er byggt á því að ofangreint samkomulag aðila sem var lagt fram við upphaf aðalmeðferðar 1. september 2022 hafi verið nýtt sakargagn og því hafi verið uppfyllt skilyrði 3. mgr. 57. gr. laga nr. 88/2008 fyrir endurupptöku málsins. 16 Þann 15. september 2021 hafði lögregla vitne skju um tilvist samkomulagsins og inntak þess. Þó voru hvorki ákærði né brotaþoli yfirheyrð um þetta, svo sem um hvort þau hefðu gert slíkt samkomulag og þá hvers efnis, hvort þau gætu framvísað skjalinu og hvort ákærði hefði greitt brotaþola þær fjárhæðir sem þar er getið . Ekki er um það að ræða að ákærði hafi staðið í vegi fyrir því að leggja skjalið fram eða veita frekari upplýsingar þar um. 17 Með vísan til framangreinds verður ekki fallist á að skjalið sé nýtt gagn sem geti heimilað endurupptöku málsi ns á grundvelli 3. mgr. 57. gr. laga um meðferð sakamála, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 17. október 2014 í máli nr. 673/2014. Ákæru á hendur ákærða, dags. 6. janúar sl., verður því vísað frá dómi. Arnbjörg Sigurðardóttir héraðsdómari kveður upp úrsku rð þennan. Úrskurðarorð: Vísað er frá dómi ákæru héraðssaksóknara frá 6. janúar 2023 á hendur ákærða.