LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 8. apríl 202 2 . Mál nr. 548/2020 : Ákæruvaldið (Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir saksóknari ) gegn Þorstein i Halldórss yni (Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður ) ( Erlendur Þór Gunnarsson réttargæslumaður) Lykilorð Kynferðisbrot. Börn. Tæling. Nauðgun. Miskabætur. Hegningarauki. Útdráttur Þ var sakfelldur brot gegn 1. mgr. 194. gr. og 1. og 3. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 fyrir að hafa margítrekað tælt A, sem var á aldrinum 14 til 17 ára, til að hafa við sig kynferðismök með ólögmætri nauðung með því að hafa nýtt sér yfirburði sína gagnvart honum vegna aldurs - , þroska - og reynslumunar, meðal annars með því að hafa látið A í té farsíma og greiðslukort til afnota og veitt honum tóbak, áfengi og kan nabisefni, auk þess sem Þ braut með framangreindri háttsemi gegn 18., sbr. 1. mgr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998 og 2. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Jafnframt var Þ sakfelldur fyrir brot gegn 199. gr. a og 1. mgr. 210. gr. a laga nr. 19/1940 og 3. mgr. 99. gr. laga nr. 80/2002 fyrir að hafa ítrekað tekið ljósmyndir af A sem sýndu hann á kynferðislegan hátt og haft slíkar myndir í vörslu sinni . Við ákvörðun refsingar var litið til þess að háttsemi Þ var sérlega gróf og ófyrirleitin og beindist gegn barni yfir nánast samfellt tveggja ára skeið auk þess sem brotin voru hegningarauki við eldri dóm þar sem Þ hafði verið dæmdur til fangelsisvistar í fimm ár og sex mánuði. Með vísan til framangreinds var refsing Þ ákveðin fangelsi í þrjú ár og sex má nuði en með því hafði honum verið gert að sæta fangelsisvist í samtals níu ár. Þá voru ákvæði héraðsdóms þar sem Þ var gert að sæta upptöku á farsíma og greiða A 3.000.000 króna í miskabætur staðfest. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Ásmundur Helgason , Davíð Þór Björgvinsson og Símon Sigvaldason . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 15 . september 2020 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað e r dómi Héraðsdóms Reykjaness 24. ágúst 2020 í málinu nr. S - /2019 . 2 2 Ákæruvaldið krefst þess að refsing ákærða verði þyngd og að staðfest verði niðurstaða hins áfrýjaða dóms um upptöku far síma. 3 Ákærði krefst þess aðallega að öðrum eða báðum ákæruliðum ákæru verði vísað frá dómi. Að því frágengnu játar ákærði sök samkvæmt 2. tölulið ákæru um vörslu kynferðislegs myndefnis í síma sínum, sem varðar við 1. mgr. 210. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en neitar sök að öðru leyti. Hann krefst sýknu af öðrum kröfum ákæruvaldsins en að öðrum kosti að refsing hans verði milduð. Þá krefst ákærði þess að miskabótakröfu brotaþola verði vísað frá dómi en til vara að hún verði lækkuð verulega. 4 Brotaþoli, A , kr efst þess aðallega að ákærði verði dæmdur til að greiða honum 3.000.000 króna með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi er fyrsta brot átti sér stað þar til 30 dagar voru liðnir frá birtingu kröfunnar og me ð dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Brotaþoli krefst þess til vara að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um bótakröfu hans. Málsatvik og sönnunarfærsla 5 Mál þetta var upphaflega höfðað með ákæru héraðssaksókna ra 15. ágúst 2019 þar sem ákærða var gefið að sök kynferðisbrot gagnvart brotaþola samkvæmt 1. og 2. t ölulið ákæru nnar . Brot ákærða samkvæmt 1. t ölulið ákæru voru talin varða við 1. mgr. 194. gr. og 3. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga og 1. mgr. 202. g r. laganna að því er varðaði brot ákærða framin fyrir 15 ára afmælisdag brotaþola 2015 . Að auki voru brotin talin varða við 18. gr., sbr. 1. mgr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998 og 2. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Brot ákærða samkvæmt 2. t ölulið ákæru voru talin varða við 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga að því er varðaði háttsemi ákærða fyrir 2015, en við 199. gr., til vara við 209. gr., almennra hegningarlaga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga eftir það tímamark . Loks var brot ákærða samkvæmt þessum tölulið talið varða við 1. mgr. 210. gr. a almennra hegningarlaga. 6 Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 23. janúar 2020 var að kröfu ákærða 1. tölulið ákærunnar vísað frá dómi á þeim forsendum að lýsing ákæruefna væri ekki nægilega s kýr, sbr. c - lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Með úrskurði Landsréttar 12. febrúar 2020 í máli nr. 57/2020 var frávísunarúrskurður héraðsdóms felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka 2. tölulið ákærunnar til efnisúrlausnar. Í úrskurði Landsréttar kom fram að ekki færi milli mála fyrir hvaða háttsemi ákærði væri ákærður. Þótti sakargiftum á hendur honum vera lýst með nægjanlega greinargóðum hætti til að hann gæti tekið afstöðu til þeirra og haldið uppi vörnum. 7 Með hinum áfr ýjaða dómi , sem upp var kveðinn 24. ágúst 2020, var ákærði sakfelldur samkvæmt báðum töluliðum ákæru fyrir kynferðisbrot, sem og brot gegn barnaverndarlögum og áfengislögum. Ekki þótti sannað að brot ákærða gagnvart brotaþola hafi átt sér stað fyrir 15 ára aldur brotaþola 2015 og var ákærði af þeim 3 sökum sýknaður af broti gegn 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga í 1. tölulið ákæru og af broti gegn 2. mgr. 202. gr. laganna í 2. tölulið ákæru. Að auki þótti háttsemi ákærða ekki heimfærð undir tælingar ákvæði 3. mgr. 202. gr. laganna. Með hinum áfrýjaða dómi var ákærði dæmdur í fangelsi í þrjú ár og sex mánuði, auk þess sem honum var gert að greiða brotaþola 3.000.000 króna í miskabætur. Áfrýjun ákærða til Landsréttar tekur til héraðsdóms í heild sinni u tan þess að ákærði kr e fst , sem fyrr greinir, vægustu refsingar fyrir brot gegn 1. mgr. 210. gr. a almennra hegningarlaga, að því er varðar þá háttsemi að hafa haft í vörslu sinni ljósmyndir sem sýndu brotaþola á kynferðislegan og klámfenginn hátt . 8 Mál þet ta var upphaflega þingfest fyrir Landsrétti af hálfu ákæruvaldsins í febrúar 2021. Landsréttur varð tvívegis við beiðn i ákærða um aukinn frest til greinargerðarskila , fyrst til 15. febrúar 2021 og síðan til 3. mars sama ár. Í mars 2021 var sakflytjendum tilkynnt að fyrirhug u ð aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti færi fram í maí 2021. Á dómþingi Landsréttar 25. mars 2021 var fallist á kröfu ákærða um að dómkvaddir yrðu tveir matsmenn til að meta andlegt og líkamlegt heilbrigði ákærða. Til starfans voru dóm kvaddir sem matsmenn I sálfræðingur og J geðlæknir . S kiluðu matsmenn mati sínu 3. maí 2021. 9 Hinn 30. apríl 2021 var fallist á frekari beiðni sakflytjenda um að aðalmeðferð málsins yrði frestað. Var málið í kjölfarið sett á dagskrá Landsréttar til aðalmeð ferðar 28. maí 2021. Hinn 19. maí 2021 krafðist ákærði þess að aðalmeðferð málsins yrði frestað til hausts ins 2021 af nánar tilgreindum ástæðum . Við þeirri kröfu var orðið . Í ágúst 2021 var boðað til aðalmeðferðar málsins 4. október sama ár. Hinn 22. septe mber 2021 var að kröfu ákærða enn fallist á frestun aðalmeðferðar málsins og þá á þeim grundvelli að ákærði hefði óskað eftir aðgangi að tilgreindum gögnum í þágu varnar sinnar. Í janúar 2022 gerði Landsréttur ákæruvaldi og ákærða grein fyrir því að ekki v æri unnt að verða við frekari kröfum ákærða um frestun málsins í ljósi þess tíma er liðinn væri frá áfrýjun málsins til Landsréttar. Var málið í kjölfarið sett á dagskrá Landsréttar til flutnings í mars 2022. 10 Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti voru s pilaðar í heild sinni í hljóði og mynd upptökur af framburðum ákærða og brotaþola fyrir héraðsdómi , sem og vitnisins H sálfræðings. Þá gáfu ákærði og brotaþoli viðbótarskýrslur fyrir Landsrétti. Eins gáfu skýrslu fyrir Landsrétti hinir dómkvöddu matsmenn. 11 Í viðbótarskýrslu sinni fyrir Landsrétti staðfesti ákærði að samskipti hans og brotaþola hafi hafist í janúar eða febrúar 2017. Á árinu 2016 hafi ákærði verið í samskiptum við annan ungan mann og í þeirra samskiptum komið til tals að bjóða ákærða að taka þátt í kynferðislegum athöfnum með þeim. Það skýri símasamskipti á milli ákærða og brotaþola frá því í ágúst 2016 og fram til loka þess árs. Ákærði kvaðst ekki hafa skýringar á því af hverju brotaþoli bæri á sig rangar sakir. Kvaðst hann við skýrslugjöf í málinu ítrekað hafa bent á að hann hefði ekki gefið brotaþola neinar gjafir og því hafi ekki verið um neins konar tælingu af hans hálfu að ræða. Hafi hann viljað benda 4 á þetta í ljósi fyrra sakamáls þar sem hann hafi meðal annars verið sakfelldur fyrir tæl ingu. Að því er varðaði myndir sem sendar voru úr síma ákærða til þriðja aðila og sýndu ungan mann á kynferðislegan hátt bar ákærði að brotaþoli hafi haft með höndum síma ákærða og sent þessar myndir. 12 Í viðbótarskýrslu fyrir Landsrétti staðfesti brotaþ oli að samskipti ákærða og brotaþola hafi hafist á meðan brotaþoli hafi verið í 9. bekk, 14 ára að aldri. Kvaðst brotaþoli rekja það til samkvæmis er brotaþoli hafi haldið heima hjá sér vorið 2015. Brotaþoli og vinir hans hafi slegið saman fé í púkk til að kaupa áfengi fyrir samkvæmið. Ákærði hafi keypt áfengið fyrir brotaþola, en brotaþoli aldrei látið ákærða fá féð sem hann hafi safnað saman. Þá staðfesti brotaþoli að ákærði hafi bæði tekið myndir og myndbönd á síma ákærða af brotaþola í kynferðislegum at höfnum með ákærða. Ákærði hafi gætt að því að andlit brotaþola væri ekki í mynd. Þessar myndatökur hafi einkum verið um miðbik þess tímabils sem þeir hafi átt í samskiptum. Þegar brotaþoli rifji þennan tíma upp finnist honum sem að ákærði hafi alltaf verið mættur þar sem brotaþoli hafi verið á hverjum tíma, hvort sem það hafi verið á vinnustað brotaþola eða annars staðar. Hafi brotaþoli hvergi getað flúið og verið hræddur. Hafi ákærði hótað því að rukka hann um féð sem hann hafi látið brotaþola í té ef brot aþoli vildi ekki hitta ákærða. Hafi brotaþoli ekki þorað að ræða sín mál við neinn og því ekki getað leitað sér hjálpar. Brotaþoli hafi farið í skýrslutöku hjá lögreglu daginn eftir að lögregla hafi stöðvað akstur bifreiðar ákærða og rannsókn málsins farið af stað. Hafi brotaþola liðið skringilega í skýrslutökunni og hann ekkert þorað að segja lögreglu frá því sem gerst hafði. Hafi hann einfaldlega viljað komast burt úr aðstæðunum. Við næstu skýrslutöku hjá lögreglu hafi honum liðið mun betur og hann þá gre int frá atvikum eins og þau voru. Brotaþoli kvaðst enn búa við talsverða vanlíðan tengda brotum ákærða. Enn þann dag í dag gæti hann ekki fest svefn af sjálfsdáðum á kvöldin. 13 Hinir dómkvöddu matsmenn komu fyrir Landsrétt , staðfestu matsgerðir sínar og gr eindu frá einstökum þáttum í athugunum sínum á geðhögum ákærða . 14 Rannsóknargögn máls þessa eru umtalsverð að vöxtum. Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi er upphaf rannsóknar málsins að rekja til þess að seint að kvöldi föstudagsins 22. september 2017 ba rst lögreglu tilkynning þess efnis að grunur léki á um að ölvaður ökumaður væri að aka úr Grafarvogi í Reykjavík í átt að Vesturlandsvegi. Í kjölfarið stöðvaði lögregla för bifreiðarinnar. Ákærði var ökumaður hennar en brotaþoli farþegi. Þegar í upphafi be indist grunur að kynferðisbrotum ákærða gagnvart brotaþola. Í framhaldinu hófst viðamikil rannsókn á ætluðum brotum ákærða gagnvart brotaþola og var brotaþoli yfirheyrður af lögreglu vegna málsins strax næsta dag. Greindi hann þá frá endurteknum kynferðisl egum samskiptum við ákærða en mundi ekki hvenær þau hófust. Nánar verður vikið að þessum framburði síðar. 15 Lögregla rannsakaði meðal annars farsíma ákærða, sem lagt var hald á við handtöku hans 22. september 2017. Við þá rannsókn komu meðal annars í ljós 1 .424 ljósmyndir 5 í símanum. Sumar þeirra voru myndir af nöktum karlmönnum, bæði einum sem og í samræði við aðra karlmenn. Ljósmyndir þessar eru á meðal rannsóknarganga málsins. Eins var farsími sem brotaþoli hafði meðferðis rannsakaður, en rétthafi að síman úmeri síma í fórum brotaþola var fyrirtækið K ehf., sem var í eigu ákærða. Við þessa rannsókn kom í ljós að ljósmyndir af brotaþola nöktum höfðu verið sendar úr síma brotaþola yfir í síma ákærða. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að á tímabilinu 12. apríl 2 017 til 25. sama mánaðar hafði ákærði sent brotaþola 220 símaskilaboð úr farsíma sínum í símanúmer það er brotaþoli hafði til afnota. Afrit af þessum símaskilaboðum eru á meðal rannsóknargagna málsins. 16 Eftir að brotaþoli gaf skýrslur hjá lögreglu og upplýsti um þá staði þar sem hann og ákærði hefðu stundað kynmök leitaði lögregla upplýsinga hjá L um ferðir ökutækja um sem notað hefðu skráðan á fyrirtæki ákærða, K ehf. Fram kom í svari við fyrirsp urninni að frá því var keyptur, 12. júní 2017, til 30. september 2017, hefðu verið farnar 64 ferðir . 17 Lögregla aflaði heimilda til að skoða bankagögn ákærða og félags hans K ehf. fyrir tímabilið 12. janúar 2017 til 12. janúar 2018. Rannsókn lögregl u leiddi í ljós fjölda úttekta í hraðbönkum á umræddu tímabili og mikil not á greiðslukortum við kaup í sjoppum, veitingatöðum og við símafyrirtæki. 18 Að öðru leyti en hér greinir vísast til hins áfrýjaða dóms um atvik málsins, framburða ákærða og brotaþola , sem og framburða annarra vitna er skýrslur gáfu fyrir héraðsdómi. Niðurstaða 19 Ákærði krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá dómi. Er krafan sem fyrr reist á því að sakarefnum sé ekki nægjanlega lýst í ákæru, en það fari í bága við c - lið 1. mgr. 1 52. gr. laga um meðferð sakamála. Ákærði hefur ekki teflt fram öðru til stuðnings frávísunarkröfu sinni að því er varðar efnislýsingu ákærunnar, en því er lá til grundvallar úrskurði Landsréttar 12. febrúar 2020 í máli nr. 57/2020 . Eru ekki efni til að hve rfa frá fyrri úrlausn Landsréttar um þetta efni og verður frávísunarkröfu ákærða því hafnað. 20 Í hinum áfrýjaða dómi er gerð grein fyrir mati héraðsdóms á trúverðugleika framburðar ákærða og brotaþola. Er á því byggt í héraðsdómi að framburður ákærða hafi v erið mjög á reiki um upphaf samskipta ákærða og brotaþola. Þannig hafi ákærði í fyrstu skýrslu hjá lögreglu 23. september 2017, í framhaldi af handtöku, sagt að samskipti hans og brotaþola hefðu staðið yfir í nokkra mánuði. Í skýrslutöku hjá lögreglu 15. f ebrúar 2018 hafi ákærði borið að samskiptin hefðu hafist einhvern tímann á árinu 2016. Fyrir héraðsdómi hafi ákærði hins vegar staðhæft að þau hafi hafist í janúar eða febrúar 2017. Þá er til þess að líta að undir ákærða voru borin símagögn úr sakamáli sem dæmt var endanlega með dómi Landsréttar 31. maí 2019 í máli nr. 520/2018. Þau leiddu í ljós nokkur samskipti milli ákærða og brotaþola á 6 tímabilinu ágúst til desember 2016. Bar ákærði þá að hann og brotaþoli hafi átt símasamskipti á þessu tímabili en þeir hafi þó ekki verið farnir að hittast. Samkvæmt þessu og með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms að öðru leyti hefur framburður ákærða verið mjög á reiki um upphaf samskipta ákærða og brotaþola. Er tekið undir með héraðsdómi að það sé einkennandi fyrir framburð ákærða í málinu, sem hafi breyst frá því ákærði gaf fyrst skýrslu hjá lögreglu, að ákærði hafi frá upphafi freistast til þess að gera eins lítið úr málinu og hann taldi mögulegt og síðan lagað framburð sinn að þeim gögnum sem aflað var við rannsók n málsins hjá lögreglu. 21 Þá er til þess að líta að samkvæmt þeim gögnum er fyrir liggja í málinu um símasamskipti á milli ákærða og brotaþola hefur ákærði ýtt mjög á brotaþola um samskipti þeirra og voru samskiptin einhliða að því leyti. Fær þá ekki staðis t sú staðhæfing ákærða, sem fram kom bæði undir rannsókn málsins hjá lögreglu sem og fyrir héraðsdómi, að brotaþoli hafi allt eins átt frumkvæðið að kynferðislegum samskiptum þeirra og svo virst sem brotaþoli væri að prufa sig áfram á þessu sviði. Rýrir þe tta enn frekar mat á trúverðugleika framburðar ákærða, sem metinn verður ótrúverðugur í heild sinni. 22 Héraðsdómur mat framburð brotaþola mun stöðugri en framburð ákærða. Þá þótti framburður brotaþola fá stuðning í ýmsum gögnum í málinu. Nefndi héraðsdómur til sögunnar upplýsingar um símanotkun og önnur gögn sem sýndu fram á tíð samskipti ákærða og brotaþola. Eins þótti framburður brotaþola fá stuðning í upplýsingum sem lögregla aflaði um tíð kaup ákærða á skyndibitum, sem brotaþoli hafði borið um að hafa of t snætt í boði ákærða. Þá báru gögn með sér fjölmargar úttektir ákærða úr hraðbönkum, en brotaþoli bar um að ákærði hafi annað veifið gefið sér peninga á tímabilinu. Loks þótti framburður brotaþola fá stuðning í gögnum frá barnavernd, sem og sérfræðilegum gögnum varðandi líðan brotaþola og hegðun. 23 Með vísan til þess er að framan greinir og eftir að hafa horft á framburð brotaþola fyrir héraðsdómi, auk þess að hlýða á viðbótarvitnisburð hans fyrir Landsrétti, þykir brotaþoli hafa verið einkar trúverðugur í framburði sínum. Hefur hann verið einlægur í frásögn sinni og ekki leitast við að draga upp dekkri mynd af atvikum en gögn málsins veita vísbendingar um. Brotaþoli var í sálfræðiviðtölum hjá H sálfræðingi og sótti hjá henni yfir 50 sálfræðitíma. Mat H brot aþola einnig einlægan í frásögn sinni og taldi hann ekki hafa reynt að fegra hlut sinn. Í vottorði sínu og vætti fyrir héraðsdómi lýsti hún þeirri miklu vanlíðan og skömm sem brotaþoli bjó við á þeim tíma er hann og ákærði áttu í samskiptum. Styður þetta v ið trúverðugleikamat dómsins að því er framburð brotaþola varðar. 24 Samkvæmt ákæru eru brot ákærða samkvæmt báðum töluliðum ákæru talin hafa hafist vorið 2015, fyrir 15 ára afmælisdag brotaþola, sem var 2015. Í hinum áfrýjaða dómi var ekki talið sannað að brotin hafi hafist fyrr en sumarið 2016, auk þess sem ekki þótti sannað að allra fyrstu skiptin sem ákærði og brotaþoli hittust og höfðu kynmök hafi talist fela í sér kynferðisbrot af hálfu ákærða. 7 25 Sem fyrr greinir var fyrst tekin skýrsla af brotaþol a hjá lögreglu um hádegisbil laugardaginn 23. september 2017, eftir að lögregla hafði stöðvað för hans og ákærða að kvöldi föstudagsins 22. september. Í þeirri skýrslugjöf gerði brotaþoli minna úr samskiptum sínum og ákærða en hann hefur síðar gert. Kvaðst hann ekki muna hvernig hann og ákærði hefðu kynnst, nema að þeir hefðu báðir verið inni á samskiptaforritinu Grindr. Brotaþoli var spurður að því í yfirheyrslunni hvort það hafi verið á þessu ári eða síðasta ári. Brotaþoli kvaðst ekki vita það, það gæti h afa verið á síðasta ári en hann væri ekki alveg viss. Brotaþoli svaraði því síðan aðspurður að hann hafi í fyrsta skipti veitt ákærða munnmök en síðan hafi ákærði haft endaþarmsmök við brotaþola. Brotaþoli gaf síðan ítarlega skýrslu hjá lögreglu 25. janúar 2018, að viðstöddum réttargæslumanni sínum. Í þeirri skýrslugjöf staðhæfði brotaþoli að samskipti hans og ákærða hafi hafist fyrir 15 ára afmæli brotaþola 2015. Tengdi brotaþoli það við samkvæmi er hann hafi haldið á meðan hann var í 9. bekk í grunnsk óla. Framburður brotaþola um þetta atriði hefur frá þessari skýrslugjöf verið stöðugur um þetta atriði. Sem fyrr greinir tengir brotaþoli samskiptin við þetta samkvæmi, en ákærði hafi keypt áfengi fyrir brotaþola og vini hans í tilefni þess. Móðir brotaþol a og bróðir voru spurð um þetta samkvæmi við aðalmeðferð málsins í héraði. Þau rak minni til einhvers samkvæmis er brotaþoli hafi haldið, en gátu ekki tímasett það af neinni nákvæmni. 26 Svo sem að framan greinir hefur brotaþoli að mati dómsins verið einkar trúverðugur í frásögn sinni af atvikum og ekki leitast við að gera meira úr þeim en gögn málsins veita vísbendingu um. Brotaþoli var spurður lokaðrar spurningar í fyrstu yfirheyrslunni um upphaf samskipta sinna og ákærða. Misræmi um það atriði gagnvart síð ari framburði verður ekki virt á þann veg að það dragi úr trúverðugleika framburðar brotaþola, enda kvaðst hann í fyrstu yfirheyrslunni ekki viss. 27 Ákærði hefur á móti verið ótrúverðugur um margt og því ekki við framburð hans að styðjast um þetta atriði. S em fyrr greinir hafa móðir brotaþola og bróðir staðfest að brotaþoli hafi haldið samkvæmi þar sem áfengi var haft um hönd þegar hann var táningur. Þá er til þess að líta að yfirlæknir á göngudeild Barna - og unglingageðdeildar Landspítala staðfesti með vott orði 24. júní 2020, sem frammi liggur í gögnum málsins, að yfirlæknirinn hafi fyrst hitt brotaþola 18. janúar 2017 . Brotaþoli hafi talað um að hann vildi ekki lifa, ekki séð tilgang. Hafi hann verið haldinn lífsleiða og vanlíðan síðastliðin tvö ár. 28 Með vísan til trúverðugs framburðar brotaþola, sem nýtur ákveðins stuðnings í vætti móður og bróður, og vottorðs yfirlæknis á göngudeild Barna - og unglingageðdeildar Landspítala, er að mati dómsins hafið yfir skynsamlegan vafa að fyrstu kynferðislegu samsk ipti ákærða og brotaþola hafi orðið fyrir 15 ára afmælisdag brotaþola, sem var 2015. 29 Tekið er undir með hinum áfrýjaða dómi að ákærða og brotaþola beri í veigamiklum atriðum saman um tiltekin atriði málsins. Þannig hafi þeir báðir borið að kynni hafi 8 t ekist með þeim á samskiptaforritinu Grindr. Eins er tekið undir með héraðsdómi að þeim beri einnig saman um að eftir það hafi þeir hist í fjölda skipta og haft kynmök. Þá beri lýsingu þeirra saman í aðalatriðum um það hvar og hvernig kynmökin fóru fram. Br otaþoli hefur frá upphafi staðhæft að fundum hans og ákærða hafi í fyrsta sinni borið saman á bensínstöð Olís, eftir að þeir hefðu sent hvor öðrum skilaboð á Grindr og mælt sér þar mót. Brotaþoli ber að hann hafi verið kominn þangað á undan ákærða. Hann ha fi guggnað á því að hitta ákærða og sent honum skilaboð um að hann væri hættur við. Samkvæmt lýsingu brotaþola fyrir dómi, sem er í samræmi við framburð hans hjá lögreglu 25. janúar 2018, svaraði ákærði í fyrstu með því að segja eða eitthvað í þá áttina. Brotaþoli kveðst hafa haldið áfram að senda ákærða skilaboð um að hann væri hættur við en ákærði ekki svarað. Hafi brotaþoli þá ætlað að fela sig en ákærði komið inn á staðinn. Hafi brotaþoli þá bara frosið og ekki vitað hvað han n ætti að gera. Hann hafi því næst farið með ákærða í bifreið hans og ákærði ekið að húsnæði með tómri íbúð. Þar hafi þeir í fyrsta sinn haft kynmök. Hafi ákærði látið brotaþola hafa við sig munnmök og síðan haft við brotaþola endaþarmsmök. Kvaðst brotaþol i ekki hafa verið viðbúinn þessu, verið stressaður allan tímann og ekki þorað að segja neitt. 30 Með vísan til forsendna er staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms að sannað sé að ákærði hafi á brotatímabilinu margítrekað haft kynmök við brotaþola með ólögmæt ri nauðung með því að nýta sér yfirburði sína gagnvart honum vegna aldurs - , þroska - og reynslumunar og með því að beita brotaþola þrýstingi og yfirgangi til að hitta hann og fá framgengt þeim vilja sínum að hafa við hann kynmök. Þó að brotaþoli lýsi því á þann veg fyrir dómi hann vildi hætta við þegar þeir hittust fyrst. Verður hér að líta til þess sem fyrir li ggur um þá yfirburði ákærða sem lágu í miklum aldurs - , þroska og reynslumun sem var í öndverðu meiri en þegar á leið í samskiptum þeirra. Með vísan til trúverðugs framburðar brotaþola um fyrstu kynni þeirra þykir því óhætt að slá því föstu að skilyrði 1. m gr. 194. gr. almennra hegningarlaga um ólögmæta nauðung hafi legið fyrir frá upphafi samskipta þeirra , öfugt við það sem talið var sannað í hinum áfrýjaða dómi. Þá verður staðfest með vísan til forsendna niðurstaða hins áfrýjaða dóms að sannað sé að ákærði hafi veitt brotaþola áfengi. Sem fyrr greinir var fyrsti hluti brota ákærða gagnvart brotaþola samkvæmt 1. tölulið ákæru framin fyrir 15 ára aldur brotaþola. 31 Fram er komið með framburði ákærða sjálfs og brotaþola að ákærði lét brotaþola í té farsíma og g reiðslukort til afnota. Þá er á sama hátt fram komið að ákærði gaf brotaþola margsinnis mat á veitingastöðum og ók honum á milli staða. Eins er sannað , sem fyrr greinir, að ákærði gaf brotaþola áfengi. Með hliðsjón af trúverðugum framburði brotaþola er jafnframt sannað að ákærði gaf brotaþola sólgleraugu, fatnað, tóbak og kannabisefni. Í þessum gjöfum ákærða fólst tæling er fellur undir verknaðarlýsingu 3. mgr. 202. gr. a lmennra hegningarlaga . 9 32 M e ð hliðsjón af öllu framangreindu verður ákærði sakfelldur samkvæmt 1. tölulið ákæru og er háttsemi ákærða rétt heimfærð til refsiákvæða í þeim hluta ákærunnar. 33 Í 2. tölulið ákæru er ákærða gefið að sök að hafa á sama tímabili og í 1. tölulið ákæru ítrekað tekið ljósmyndir af brotaþola sem sýndu hann á kynferðislegan og klámfenginn hátt og beðið brotaþola um að senda sér kynferðislegar myndir af honum. Þá hafi ákærði haft slíkar myndir í vörslu sinni og loks hafi hann sent slíkar m yndir til óþekktra aðila. 34 Ákærði hefur viðurkennt að hafa haft myndir af þessum toga í sínum fórum. Að öðru leyti neitar hann sök. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest niðurstaða hans um að ákærði hafi tekið myndir af brotaþola sem s ýndu hann á kynferðislegan og klámfengin hátt og að hafa haft slíkar myndir í vörslum sínum. Að öðru leyti verður staðfest niðurstaða héraðsdóms um þennan ákærulið að því er varðar verknaðarlýsingu. 35 Brotaþoli hefur ekki verið viss um hvenær þessar myndat ökur hófust, en telur það hafa verið um miðbik þess tíma er ákærði og brotaþoli áttu í samskiptum. Með hliðsjón af því verður ákærði ekki sakfelldur fyrir brot gegn 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga í þessum þætti málsins. Í háttsemi ákærða fólst kyn ferðisleg áreitni. Samkvæmt þessu varðaði háttsemi ákærða við 199. gr. almennra hegningarlaga, en á nú undir 199. gr. a laganna, sbr. 1. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga. Jafnframt á háttsemin undir 1. mgr. 210. gr. a laganna og 3. mgr. 99. gr. barnavern darlaga. 36 Háttsemi ákærða var sér lega gróf og ófyrirleitin . Brotin beindust gegn barni, voru fjölmörg og stóðu nánast samfellt yfir í rúm tvö ár . Ákærði á sér engar málsbætur. Ekki verður talið að dráttur á meðferð málsins hafi verið með þeim hætti að áhri f hafi á ákvörðun refsingar, enda má rekja frestun á meðferð þess fyrir Landsrétti til beiðna ákærða þar um. Brot ákærða eru hegningarauki við dóm Héraðsdóms Reykjaness 18. maí 2018. Þeim dómi var skotið til Landsréttar sem með dómi 31. maí 2019 dæmdi ákær ða í fangelsi í fimm ár og sex mánuði. Við þessar aðstæður ber samkvæmt 1. mgr. 78. gr. almennra hegningarlaga að dæma ákærða hegningarauka er samsvari þeirri þynging refsingar sem kynni að hafa verið dæmd, ef dæmt hefði verið um öll brotin í fyrra málinu. Með vísan til þess og niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að öðru leyti um ákvörðun refsingar ákærða, og að gættum ákvæðum 1., 2., 3. og 6. töluliðar 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga, verður refsing ákærða samkvæmt hinum áfrýjaða dómi staðfest, en með því hefur ákærði samanlagt verið dæmdur í níu ára fangelsi fyrir brot sín . 37 Af hálfu brotaþola er þess krafist að ákærð a verði gert að greiða brotaþola miskabætur að fjárhæð 3.000.000 krón a með tilgreindum vöxtum frá þeim degi er fyrsta brot ákærða átti sér s tað. Til vara er þess krafist að staðfest verði niðurstaða hins áfrýjaða dóms um miskabætur til brotaþola. Krafan er reist á b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga 10 nr. 50/1993. Í greinargerð ákærða til Landsréttar er þess aðallega krafist að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi, til vara að bætur verði lækkaðar. 38 A ð gengnum héraðsdómi 24 . ágúst 2020 tilkynnti ákærði ríkissaksóknara um áfrýjun dómsins. Í tilkynningunni sagði að héraðsdómi væri áfrýjað í því skyni að málinu yrði vísað frá dómi. Til vara að ákærð i yrði dæmdur til vægustu refsingar varðandi brot gegn 1. mgr. 210. gr. a almennra hegningarlaga en að öðru leyti sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins. Til þrautavara var þess krafist að refsing ákærða yrði milduð. Í tilkynningunni var þess á hinn bóginn ekki getið að leitað væri endurskoðunar á einkaréttarkröfu samkvæmt XXVI. kafla laga nr. 88/2008 sem dæmd hefði verið að efni til í héraði, sbr. 3. mgr. 196. gr. laganna . Samkvæmt 2. mgr. 199. gr. laga nr. 88/2008 va r það nauðsynlegt skilyrði þess að um hana yrði fjallað hér fyrir dómi að í tilkynningunni væri tekið nákvæmlega fram í hvaða skyni áfrýjað væri og hverjar dómkröfur ákærða væru varðandi kröfur samkvæmt XXVI. kafla laganna. Af þessum sökum kemur krafa ákær ða um endurskoðun á dæmdri einkaréttarkröfu í héraði ekki til úrlausnar fyrir Landsrétti nema að því leyti sem réttinum er skylt að taka afstöðu til hennar án kröfu, sbr. meðal annars dóma Hæstaréttar 27. október 2016 í máli nr. 400/2016 og 24. janúar 2008 í máli nr. 453/2007. 39 Á kvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku, miskabætur til brotaþola og sakarkostnað er staðfest að því gættu að miskabætur sem ákærða ber að greiða brotaþola bera vexti sem í dómsorði greinir . 40 Ákærða verður gert að greiða allan áfrýjunar kostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir . Dómsorð: Ákvæði hins áfrýjaða dóms um refsingu, upptöku, miskabætur til bro taþola og sakarkostnað er staðfest. Tildæmdar miskabætur bera vexti samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. júní 2015 til 15. mars 2018 en dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði, Þors teinn Halldórsson , greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 6.111.692 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, 3.627.000 krónur og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Erlendar Þórs Gunnarssonar l ögmanns, 1.116.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 24. ágúst 2020 Mál þetta, sem tekið var til dóms 30. júní sl., höfðaði héraðssaksóknari með ákæru 15. ágúst 2019 á hendur ákærða, Þorsteini Halldórssyni, kt. [...], til heimilis að [...], Kópavogi; 11 1. Með því að hafa frá árinu 2015 og fram til 21. sept. 2017, er A var 14 til 17 ára margítrekað eða í að minnsta kosti 50 skipti, á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, nágrenni þess og [...] , haft kynferðismök við A með ólögmætri nauðung með því að nýta sér yfirburði sína gagnvart honum vegna aldurs - , þroska - og reynslumunar. Ákærði gaf drengnum peninga, þar með talið með því að láta hann hafa greiðslukort til afnota, fatnað, sólgleraugu, mat á veitingastöðum, tóbak, áfengi, kannabisefni og tvo farsíma, l ét hann hafa símanúmer með gagnamagni til afnota og ók honum á milli staða. Þá beitti ákærði drenginn þrýstingi og yfirgangi til þess að hitta hann og fá framgengt vilja sínum að hafa við hann kynferðismök, með því meðal annars að hringja og senda margítre kuð skilaboð í síma og gegnum samskiptaforrit, virða að vettugi svör drengsins um að geta ekki eða vilja ekki hitta hann, mæta óvænt á staði þar sem hann var staddur og með því að krefja drenginn um endurgreiðslu peninga og gjafa er hann reyndi að slíta sa mskiptum við ákærða. Telst þetta varða við 1. mgr. 194. gr. og 3. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og 1. mgr.202. gr. sömu laga að því er varðar tilvik fram til 30. júní 2015, 18. gr., sbr. 1. mgr. 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998 og 2. mg r. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. 2. Með því að hafa á sama tímabili og stöðum og greinir í ákærulið 1, ítrekað tekið ljósmyndir af A sem sýndu hann á kynferðislegan og klámfenginn hátt, beðið drenginn um að senda kynferðislegar myndir af sér, haf t kynferðislegar myndir af honum í vörslu sinni í farsíma af gerðinni Samsung Galaxy J5, sem haldlagður var af lögreglu, og sent kynferðislegar myndir af honum til óþekktra aðila á samskiptamiðlum. Telst þetta varða við 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarl aga að því er varðar tímabilið til 30. júní 2015, en við 199. gr., til vara 209. gr., og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 eftir framangreint tímamark, sem og við 1. mgr. 210. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til þess að sæta upptöku á farsíma að gerðinni Samsung Galaxy J5 (munur nr. [...] ) skv. 1. mgr. 69. gr. a almennra hegningarlaga. Einkaréttarkrafa : A, kt. [...], gerir þá kröfu að ákærða verði gert að greiða honum miskabætur að fjárhæð kr. 3.000.000, - auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá þeim degi er brot átti sér fyrst stað, þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframt er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikn ingi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutningsþóknun, verði réttargæslumaður Kröfur ákærða: Ákærði krefst þess aðallega í málinu að hann verði sýknaður af sakagiftum samkvæmt báðum liðum ákæru. Til vara krefst ákærði þess að hann verði dæmdur til þeirrar vægustu refsingar sem lög leyfa. Hvað bótakröfu brotaþola varðar krefst ákærði þess aðallega að kröfunni verði vísað frá dómi en til vara að hún verði stórlega lækkuð. I Skömmu fyrir miðnætti föstudaginn 22. september 2017 barst lögregl u tilkynning um að ökumaður bifreiðar sem ekið væri úr Grafarvogi í Reykjavík í átt að Vesturlandsvegi væri hugsanlega ölvaður. Tilkynnandi fylgdi bifreiðinni eftir og vísaði lögreglu á bifreiðina þegar hún var komin á Höfðabakka. Þar stöðvaði lögregla bif reiðina. Ökumaður hennar reyndist vera ákærði í máli þessu. Farþegi í bifreiðinni var brotaþoli. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að ákærði hafi við athugun lögreglu reynst vera allsgáður. Ákærði hafi tjáð lögreglu að hann væri að skutla brotaþola. Brotaþ oli, sem verið hafi sýnilega ölvaður, hafi sagst vera 19 ára gamall. Þegar brotaþoli hafi gefið upp kennitölu sína hafi hins vegar komið í ljós að 12 hann var 17 ára gamall. Var það mat lögreglu að málið þarfnaðist frekari skoðunar og voru ákærði og brotaþoli því færðir á lögreglustöð. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu gaf ákærði þær skýringar á lögreglustöðinni að brotaþola þekkti hann í gegnum frænda vinar síns. Brotaþola hefði hann þekkt í nokkra mánuði. Ákærði hefði verið að skutla brotaþola frá [...] og til vina hans sem biðu hans við skemmtistaðinn [...] í Kópavogi. Brotaþoli hafi hann talsvert til að skutla sér. Þar sem skýringar ákærða og brota þola á því af hverju brotaþoli var í bifreiðinni með ákærða og þar sem lögregla vefengdi sannleiksgildi frásagnar ákærða af því hvernig og hversu lengi hann hefði þekkt brotaþola var tekin ákvörðun um að handtaka ákærða í þágu rannsóknar málsins. Brotaþola var hins vegar ekið að heimili móður hans og henni kynntir málavextir. Um hádegið laugardaginn 23. september 2018 gaf brotaþoli skýrslu vegna málsins. Sagði hann samskipti þeirra ákærða hafa hafist á samskiptaforritinu Grindr. Í kjölfarið hefðu þeir hist og haft kynmök. Taldi brotaþoli að þetta hefði gerst árið áður en hann sagðist þó ekki vera 100% viss. Brotaþoli kvað ákærða eftir þetta hafa verið ágengan og ákærði stöðugt verið að setja sig í samband við hann. Í framhaldinu hefðu þeir ítrekað hist og ha ft kynmök á ýmsum stöðum. Þegar brotþoli hefði reynt að losna undan ákærða með því að svara ekki skilaboðum hans hefði ákærði tekið að birtast á vinnustað hans og fyrir utan heimili afa hans og ömmu [...] þar sem brotaþoli hefði búið. Brotaþoli hefði á tím abilinu fengið fjölda skilaboða frá ákærða, bæði á samskiptamiðlinum Snapchat og í SMS - skilaboðum. Þá hefði ákærði einnig hringt í hann. Brotaþoli lýsti vilja sínum til þess að losna undan samskiptum við ákærða en í hvert skipti sem ákærði vildi hitta hann væri það í kynferðislegum tilgangi. Brotaþoli sagðist einungis hafa haft samband við ákærða að fyrra bragði til þess að fá hann til þess að skutla sér á milli staða. Brotaþoli sagðist ekkert hafa fengið frá ákærða sem endurgjald fyrir kynmökin. Brotaþoli gaf aðra skýrslu hjá lögreglu vegna málsins 25. janúar 2018 og lýsti hann þá samskiptum þeirra ákærða með mun ítarlegri hætti en í fyrri skýrslu. Taldi brotaþoli þá að samskipti þeirra ákærða hefðu hafist fyrir maímánuð 2015. Þá bar hann um ýmsar gjafir se m ákærði hefði gefið honum. Brotaþoli gaf þriðju skýrsluna vegna málsins 28. mars 2018. Ákærði gaf fyrst skýrslu hjá lögreglu vegna málsins að morgni laugardagsins 23. september 2017. Ákærði bar þá að samskipti þeirra brotaþola hefðu varað í einhverja mánu ði, en þau þó verið stopul. Samskiptunum lýsti ákærði svo að þeir hefðu spjallað saman í síma og einnig hist og borðað saman. Þá hefði ákærði skutlað brotaþola nokkrum sinnum. Ákærði kvaðst ekki muna hvernig samskiptin hófust og heldur ekki nákvæmlega hven ær en að það hefði verið fyrir einhverjum mánuðum. Spurður um hvort samskipti þeirra hefðu verið kynferðisleg svaraði ákærði því til að það hefðu þau nýlega orðið. Spurður um hvort hann hefði gefið brotaþola gjafir kvaðst ákærði hafa keypt handa honum skyn dibita. Ákærði gaf skýrslu að nýju kl. 16:55 þennan sama dag. Var honum þá kynntur sá framburður brotaþola að þeir væru búnir að þekkjast í rúmt ár. Kvaðst ákærði þá hafa greint lögreglu frá því í sinni fyrri skýrslu. Þá kannaðist ákærði við að hann og bro taþoli hefðu í nokkurn tíma átt í kynferðislegu sambandi en tók fram að sambandið hefði ekki verið með þeim hætti í fyrstu. Ákærði neitaði að hafa keypt áfengi og reyktóbak fyrir brotaþola en kannaðist við að hafa gefið honum munntóbak í nokkur skipti. Ákæ rði kannaðist einnig við að hafa mætt á vinnustað brotaþola en neitaði að hafa farið að húsi móður hans í [...] og húsi afa hans og ömmu [...]. Þá gekkst ákærði við að hafa tekið myndir af sér og brotaþola í kynferðislegum athöfnum en sagði það hafa verið að ósk brotaþola. Þvertók ákærði fyrir að hafa áreitt brotaþola stöðugt og misnotað hann kynferðislega. Tekin var afar ítarleg framburðarskýrsla af ákærða vegna málsins 15. febrúar 2018 og verður vikið að framburði hans þá í kafla V hér á eftir að því mark i sem dómurinn telur að hann hafi þýðingu við úrlausn málsins. Undir rannsókn málsins afritaði lögregla og rannsakaði rafrænt innihald farsíma ákærða og brotaþola. Við þá rannsókn kom í ljós mikill fjöldi skilaboða á milli ákærða og brotaþola, bæði í SMS - s kilaboðum og á samskiptaforritinu Snapchat. Lögregla aflaði sér einnig bankagagna vegna tímabilsins 12. janúar 2017 til 12. janúar 2018 er tengdust bankareikningum ákærða. Í þeim gögnum kom fram mikill fjöldi hraðbankaúttekta og fjöldi greiðslukortaúttekta vegna kaupa á veitingastöðum og í sjoppum. Þá var þar að finna talsvert um greiðslur ákærða til símafyrirtækja. 13 Rannsókn málsins lauk í apríl 2018. Héraðssaksóknari gaf síðan út ákæru á hendur ákærða 15. ágúst 2019. Mál þetta var þingfest 24. september 20 19 og 11. nóvember sama ár lagði ákærði fram greinargerð í málinu. Gerði hann þar þá kröfu aðallega að málinu yrði vísað frá dómi. Með úrskurði dómsins [...] 2020 féllst héraðsdómur á frávísunarkröfu ákærða hvað ákærulið 1 varðaði en hafnaði því að vísa ák ærulið 2 frá dómi. Ákæruvaldið kærði úrskurðinn til Landsréttar og með úrskurði réttarins 12. febrúar 2020 var frávísunarkröfu ákærða alfarið hafnað og lagt fyrir dóminn að taka málið í heild til efnismeðferðar. Áformaðri aðalmeðferð í málinu 5. maí sl. va r frestað að ósk verjanda ákærða vegna aðstæðna sem uppi voru vegna Covid - 19 faraldursins. Aðalmeðferð málsins hófst síðan 4. júní sl. og var henni fram haldið og málið tekið til dóms 30. sama mánaðar. II Ákærði kom fyrir dóminn í þinghaldi 3. október 2019 og neitaði sök samkvæmt báðum liðum ákæru. Þá hafnaði hann bótakröfu brotaþola. Við aðalmeðferð málsins áréttaði ákærði þessa afstöðu sína. Ákærði neitaði því aðspurður að hafa beitt brotaþola þrýstingi og yfirgangi í því skyni að fá hann til þess að hitt a sig og hafa við sig kynmök. Þá þvertók ákærði fyrir að hafa nauðgað brotaþola. Ákærði neitaði því einnig að hafa tælt brotaþola til kynmaka og sagði brotaþola hafa verið mjög áhugasaman um kynmökin. Í skýrslu sinni við aðalmeðferð málsins lýsti ákærði at vikum svo að kynni hefðu tekist með honum og brotaþola í janúar eða febrúar 2017 á samskiptaforritinu Grindr en báðir hefðu þeir verið með auglýsingu þar inni. Ákærði kvaðst þar hafa gefið upp nafn, aldur, hæð og þyngd en ekki sett inn mynd af sér. Í auglý singu brotaþola hefðu komið fram sambærilegar upplýsingar og hjá ákærða og hefði brotaþoli heldur ekki sett inn mynd af sér. Uppgefinn aldur brotaþola á Grindr hefði verið 18 ár. Réttan aldur brotaþola kvaðst ákærði ekki hafa vitað fyrr einhverjum mánuðum eftir að með þeim tókust kynni. Áður en kynni þeirra brotaþola hófust samkvæmt framansögðu sagðist ákærði hafa verið búinn að hitta brotaþola einu sinni. Það hefði hann gert sumarið eða haustið 2016 að tilstuðlan annars ungs manns, sem ákærði hefði síðar v erið með röngu dæmdur fyrir að brjóta gegn. Því atviki lýsti ákærði svo að þeir hefðu sótt brotaþola sem verið hefði að skemmta sér. Brotaþoli hefði hins vegar reynst vera ofurölvi og hefðu þeir því einfaldlega skutlað honum þangað sem hann vildi fara. Upp hafi samskipta þeirra brotaþola lýsti ákærði nánar svo að brotaþoli hefði haft samband við hann á Grindr og óskað eftir mynd af honum. Ákærði hefði orðið við þeirri beiðni og brotaþoli í kjölfarið sent honum mynd af sér. Í framhaldinu hefðu þeir átt almenn t spjall á samskiptaforritinu í einn eða tvo daga en síðan mælt sér mót á bensínstöð í [...] í því skyni að kynnast betur. Þeim fundi þeirra lýsti ákærði svo að hann hefði ekið bifreið sinni einn hring í kringum húsið áður en hann hefði farið inn. Þegar in n var komið hefði ákærði fljótlega komið auga á brotaþola, þeir heilsast og tekið tal saman. Sagði ákærði brotaþola hafa komið sér fyrir sjónir eins og hann hefði búist við eftir að hafa séð af honum ljósmynd og lesið fyrrgreindar upplýsingar sem hann hefð i gefið á samskiptaforritinu. Eftir að þeir höfðu rætt stuttlega saman hefði ákærði tilvitnuð orð sín svo að brotaþoli hefði áður en þeir hittust, í spjalli þeirra á Grindr, verið búinn að nefna að hann væri að leita eftir kynlífi. Ákærði og brotaþoli hefðu í kjölfarið farið út af bensínstöðinni og sest inn í bifreið ákærða. Þeir hefðu síðan ekið um í nokkra stund og spjallað saman á meðan. Þeir hefðu síðan farið að húsinu sem ákærði bjó í á þeim tíma. Þeir hefðu síðan farið inn í tóma íbúð sem var á sömu hæð í húsinu og íbúð ákærða. Um ástæðu þess að þeir fóru þar inn en ekki í íbúð ákærða gaf ákærði þá skýringu að hvorki hann né brotaþoli hefðu verið búnir að opinbera þessar hneigðir sínar og á heimili ákærða hefði sonur hans búið. Þegar inn var komið hefðu þeir háttað sig, og hvorn annan, og síðan stundað kynlíf. Því lýsti ákærði aðspurður nánar svo að um hefði verið að ræða gagnkvæm munnmök. Þá hef ði ákærði, að ósk brotþola, haft samræði við hann í endaþarm. Ákærði sagði brotþola hafa borið sig þannig að að ljóst hefði verið að kynlífsreynsla hans var heilmikil. Ákærði sagði kynmök hans og brotaþola eftir þetta fyrsta tilvik ávallt hafa verið með sa ma hætti. Brotaþoli hefði ekki viljað hafa þau með öðrum hætti. Að kynmökunum loknum þetta fyrsta kvöld taldi ákærði að þeir brotaþoli hefðu komið við á bensínstöð á bakaleiðinni og fengið sér franskar og gos og rætt saman lengi. 14 Ákærði sagðist hafa fengið skilaboð frá brotaþola hálftíma til klukkutíma eftir að hann kom heim til sín sem fylgt hefðu myndir af brotaþola þar sem hann var að koma úr baði og var uppi í rúmi. Í skilaboðunum hefði komið fram áhugi brotaþola á því að endurtaka leikinn daginn eftir. Ákærði hefði síðan kvöldið eftir sótt brotaþola að spennistöð nærri heimili hans og þeir síðan ekið að húsinu sem ákærði bjó í. Þeir hefðu síðan farið aftur inn í tómu íbúðina og haft þar kynmök. Að því loknu hefðu þeir, eins og fyrsta kvöldið, komið við á bensínstöð og rætt saman. Ákærði kvaðst meðal annars hafa innt brotaþola eftir því hvort hann hefði áhuga á frekari samskiptum við ákærða og brotaþoli svarað því játandi. Hefðu þeir bundist sammælum um það að á meðan þeir væru að hittast myndu þeir ekki vera að hitta aðra menn. Við það hefði ákærði staðið en hann hins vegar fregnað að það hefði brotaþoli ekki gert. Ákærði sagðist hafa borið það upp á brotaþola sem brugðist hefði við með því að fara í fýlu og hann í kjölfarið ekki talað við ákærða í um vik u tíma. Ákærði sagðist hins vegar hafa sæst á það að brotaþoli væri í sambandi með stúlku og hefði brotaþoli eignast kærustu sumarið 2017. Samskipti sín og brotaþola kvað ákærði hafa staðið yfir frá því snemma árs 2017 og til 23. september það sama ár. Sa mbandi þeirra lýsti ákærði sem vina - og kynlífssambandi. Frumkvæðið að því að hittast hverju sinni sagði ákærði hafa komið frá þeim brotaþola að jöfnu og hefði sambandið verið á jafningjagrundvelli. Ákærði sagði brotaþola hafa viljað vera í sambandinu og í raun og veru hefði það verið hann sem réð ferðinni í því. Þeir hefðu ekki hist nema þegar brotaþoli hafði á því áhuga. Samskipti þeirra á milli sagði ákærði hafa farið fram í gegnum síma, ýmist í símtölum eða með SMS - skilaboðum, og í einstaka tilfellum á samskiptamiðlinum Snapchat. Þá staðfesti ákærði aðspurður að þeir hefðu enn fremur átt samskipti með samskiptaforritinu Signal en ákærða hefði verið ráðlagt að notast við það forrit af vini sínum þar sem erfiðara væri að brjótast inn í það. Spurður um hver su oft þeir brotaþoli hefðu hist á fyrrnefndu tímabili sagðist ákærði ekki geta sagt nákvæmlega til um það. Ákærði taldi að þeir hefðu hist einu sinni til þrisvar í viku en þó hefðu komið vikur sem þeir hittust ekki neitt. Spurður um hvar þeir hefðu verið saman bar ákærði samkvæmt áðursögðu að í tvö fyrstu skiptin hefðu þeir verið í tómri íbúð í húsinu sem ákærði bjó í. Einu sinni hefðu þeir verið á heimili móður brotaþola þegar enginn hefði verið þar heima. Í nokkur skipti hefðu þeir verið í skrifstofuhúsn æði sem ákærði hafði aðgang að í [...] í Reykjavík. Ákærði minntist jafnframt tveggja skipta sem þeir hefðu verið saman [...] í húsbíl sem ákærði hefði haft til umráða. Mögulega hefðu þeir einnig ipti verið saman í [...] - bifreið ákærða. Hvað L , bar ákærði að þær hefðu ekki allar verið farnar til þess að hitta brotaþola. Hann hefði meðal annars farið tvisvar eða þrisva r vestur á firði, norður í land og einnig hefði hann verið að heimsækja ættingja sem hann ætti [...]. Sagði ákærði að hugsanlega hefðu tveir þriðju hlutar þessara ferða verið farnar til þess að hitta brotaþola. Þá staðfesti ákærði að hann hefði farið fáein ar ferðir [...] fyrir það tímabil sem gögnin frá L hefði ákærði keypt 12. júní 2017. Ákærði kannaðist við að hafa sótt brotaþola í nokkur skipti þangað sem hann vann. Í nær öllum þeim tilvikum hefði hann beðið fyrir utan á bílastæðinu á st að sem brotaþoli tilgreindi. Í tvígang sagðist ákærði hafa farið inn á vinnustað brotaþola. Í öðru tilvikinu hefði ákærði farið til að hitta brotaþola þar sem hann hefði þá verið búinn að hundsa ákærða í fimm daga. Tilganginn sagði ákærði hafa verið þann a ð fá fram svar hjá brotaþola við þeirri spurningu hvort sambandi þeirra væri lokið. Brotaþoli hefði svarað því neitandi og beðið ákærða afsökunar á framkomu sinni. Ákærði sagði þá ekki hafa stundað kynlíf í öllum þeim tilvikum sem þeir hittust. Stundum hef ðu þeir bara fengið sér hamborga saman, spjallað og rúntað um. Ákærði sagðist stundum hafa greitt fyrir þann mat sem þeir brotaþoli snæddu en stundum hefði það verið brotaþoli. Taldi ákærði að á hvorugan hefði hallað í því sambandi. Þá hefði ákærði stundum lagt út fyrir mat handa brotaþola og hann síðan endurgreitt ákærða síðar. Spurður um staði sem þeir hefðu snætt á nefndi ákærði Kentucky Fried Chicken, Nam á Nýbýlavegi og annan víetnömskan stað í Breiðholti. Ákærði sagðist stundum hafa lánað brotaþola lá gar fjárhæðir, nokkrar þúsundir króna. Þvertók ákærði hins vegar fyrir að hafa gefið brotaþola fjármuni. Hann hefði ávallt gengið eftir því að brotaþoli endurgreiddi honum það sem hann lánaði honum. Þá neitaði ákærði að hafa gefið brotaþola fatnað, tóbak, 15 áfengi eða kannabisefni. Framburð brotaþola í þá veru sagði ákærði vera rangan. Ákærði kannaðist við að hafa skutlað brotaþola á ýmsa staði að hans ósk en tók fram að brotaþoli hefði á móti tekið þátt í bensínkostnaði. Ákærði kannaðist jafnframt við að haf a látið brotaþola fá farsíma sem hann hafði þá nýlega keypt og var enn í umbúðunum þar sem sími brotaþola hefði verið bilaður. Ákærði sagðist einnig hafa lánað brotaþola símkort með gagnamagni, sem hann hefði átt til og verið hefði skráð á félag í eigu ákæ rða, þegar síma brotaþola hefði verið stolið. Það hefði hins vegar dregist að ákærði skilaði símkortinu. Ákærði þvertók fyrir að hafa gefið brotaþola nefndan farsíma og annan til. Hann hefði lánað brotaþola símann og hefði brotaþoli haft hann til afnota í einn eða tvo mánuði en síðan skilað honum. Um væri að ræða sama síma og krafist væri upptöku á í ákæru málsins og hefði meðal annars að geyma myndir sem brotaþoli hefði beðið ákærða um að taka af þeim á meðan þeir stunduðu kynlíf. Myndirnar hefði brotaþoli tekið á sinn eigin síma en hann síðan flutt þær yfir á símann sem ákærði lánaði honum. Ákærði þvertók fyrir að hafa sent þessar myndir til óþekktra aðila á samfélagsmiðlum. Það hefði brotaþoli gert. Ákærði sagðist aldrei hafa beðið brotaþola um að senda s ér kynferðislegar myndir af honum. Hins vegar hefði brotaþoli í nokkrum tilvikum sent ákærða slíkar myndir að eigin frumkvæði. Aðspurður kannaðist ákærði við að hafa komið því á framfæri við brotaþola þegar brotaþoli hefði sýnt af sér framkomu sem bent hef ði til þess að hann vildi slíta sambandi þeirra að ef svo væri þá þyrftu þeir að gera upp sín á milli. Tók ákærði fram að um óverulegar fjárhæðir hefði verið að ræða en hann hefði í ljósi reynslunnar viljað tryggja að ekki yrði hægt að bera á hann síðar að hann hefði verið að bera gjafir í brotaþola. Þá framsetningu í ákæru að með þessu hefði ákærði verið að þvinga brotaþola til að vera áfram í sambandinu sagði ákærði alranga. Reiðufjárúttektir í hraðbönkum samkvæmt framlögðum yfirlitum sagði ákærði engar h afa verið afhentar brotaþola að gjöf. Ákærði sagði hluta þeirra úttekta hafa verið fyrir nafngreindan vin. Sá hefði ekki verið með banka - eða greiðslukort og hann því oft fengið að millifæra peninga rafrænt á ákærða sem strax hefði tekið peningana út í hra ðbanka og afhent vini sínum. Útgjöld til símafyrirtækja skýrði ákærði svo að hann hefði greitt fyrir aðgang að alnetinu fyrir heimili sitt. Þá hefði ákærði greitt fyrir notkun síns símanúmers og dóttur sinnar. Enn fremur hefði hann lagt út fyrir notkun sím anúmersins sem hann lánaði brotaþola samkvæmt áðursögðu, en brotaþoli hefði endurgreitt honum þann kostnað. Ákærði kvað brotaþola alltaf hafa verið til í að stunda kynlíf þegar þeir hittust. Svo hefði ekki verið um ákærða en í sumum þeirra tilvika sem ákær ði hefði sótt brotaþola í samkvæmi að hans ósk hefði hann verið svo drukkinn að ákærði hefði engan áhuga haft á kynferðislegum samskiptum. Í þeim tilvikum hefði ákærði ekið brotaþola upp á [...] eða heim til móður hans. Ákærði sagði þá brotaþola hafa haldi hefði hins vegar verið með lögheimili hjá móður sinni, sem búið hefði [...] í Reykjavík, og hefði brotaþoli oft verið þar staddur. III A, brotaþoli í málinu, lýsti málsatvikum svo fyrir dómi að kynni hefðu tekist með honum og ákærða á árinu 2015 þegar brotaþoli hefði verið 14 ára gamall. Tímasetninguna sagðist brotaþoli tengja við samkvæmi sem hann he fði haldið heima hjá móður sinni í maímánuði það ár, en hún hefði þá verið stödd erlendis. Brotaþoli hefði beðið ákærða um að kaupa áfengi fyrir samkvæmið handa brotaþola og vinum hans. Aðspurður sagðist brotaþoli ekki hafa upplýst vini sína um það hvern h ann hefði fengið til að kaupa áfengið. Þegar samkvæmið var haldið hefðu ákærði og brotaþoli þegar verið búnir að hittast í nokkur skipti á þeim tímapunk ti gat brotaþoli ekki um borið. Brotaþoli kvaðst ekki geta sagt til um það hversu oft þeir ákærði hefðu haft kynmök áður en hann varð 15 ára gamall. Þau skipti hefðu þó verið nokkur. Brotaþoli sagðist hafa heyrt af samskiptaforritinu Grindr og farið inn á það af forvitni og útbúið fyrir sig prófíl. Brotaþoli kvaðst ekki hafa sett inn mynd af sér og gefið upp að hann væri 18 ára. Brotaþoli hefði fljótlega farið að spjalla við ákærða á samskiptaforritinu og þeir síðan mælt sér mót á bensínstöð Olís þetta sama kvöld. Aðspurður sagði brotaþoli að tilgangurinn með því að hittast hefði verið að stunda kynlíf. Tók brotaþoli fram að hann hefði verið forvitinn og ungur. Hann hefði einungis verið 14 ára gamall. Áður 16 en þeir ákváðu að hittast hefði ákærði verið búinn a ð senda brotaþola mynd af sér. Brotaþoli hefði hins vegar ekki vitað aldur ákærða. Aðspurður sagðist brotaþoli ekki muna hvort hann hefði verið búinn að segja ákærða aldur sinn. Hvenær ákærði hefði fengið vitneskju um raunverulegan aldur brotaþola gat brot aþoli ekki borið um. Brotaþoli tók hins vegar fram að ákærði hefði vitað að hann var í grunnskóla. Þegar brotaþoli var kominn á bensínstöðina hefði hann fengið bakþanka og hann sent ákærða skilaboð um að hann vildi hætta við. Ákærði hefði svarað og sagt að þetta yrði allt í lagi en brotaþoli ítrekað að hann vildi hætta við. Ákærði hefði þá komið inn á bensínstöðina. Við það sagðist brotaþoli hafa frosið en hann síðan farið með ákærða og sest inn í bifreið hans. Ákærði hefði síðan ekið í Kópavog og þeir fari ð inn í tóma íbúð fyrir neðan þá íbúð sem ákærði bjó í. Þar hefði brotaþoli fyrst haft munnmök við ákærða og ákærði síðan haft munnmök við hann. Í kjölfarið hefði ákærði haft endaþarmsmök við brotaþola. Meðan á þessu stóð sagðist brotaþoli hafa verið stres saður. Hann hefði ekkert þorað að segja og eiginlega verið frosinn. Aðspurður taldi brotaþoli að ákærði hefði ekki innt hann eftir aldri áður en þeir höfðu kynmök. Að þeim loknum hefði ákærði farið í sturtu. Brotaþoli hefði síðan farið heim. Brotaþoli sagð i þá hafa hist aftur tveimur eða þremur dögum síðar og taldi brotaþoli að ákærði hefði hann skildi ekki af hverju hann hefði farið aftur að hitta ákærða . Spurður um hvort honum hefði fundist Brotaþoli bar að ákærði hefði ávallt haft frumkvæðið að kynferðislegum samskiptum þeirra á milli og hefði hann orðið ágengari ef tir því sem tíminn leið. Brotaþoli sagðist ekki muna hvert þeir hefðu farið í annað skiptið sem þeir hittust en þá hefðu þeir einnig haft kynmök. Kvaðst brotaþoli raunar ekki muna eftir einu einasta skipti sem þeir hefðu hist þar sem þeir hefðu ekki stunda ð kynmök að einu tilviki undanskildu, en þá hefði ákærði skutlað brotaþola og bróður hans út á flugvöll. Spurður um hvort hann brotaþoli fram að hann hefði verið stressaður vegna samskiptanna við ákærða, hann verið hræddur og alltaf verið með í maganum. Brotaþoli kvaðst hins vegar aldrei hafa sagt ákærða frá því að hann vildi kynmökin brotaþoli. Fram kom hjá brotaþola að framan af hefðu kynmökin verið með sama hætti og í fyrsta skiptið. Eftir að þei Þegar á leið hefði ákærði oft viljað og reynt að kyssa brotaþ ola en það hefði hann ekki viljað og hann því haldið munninum lokuðum. Brotaþoli sagði það hafa verið augljóst að hann hefði engan áhuga á kossum. Spurður um hvernig hann hefði afklæðst bar brotaþoli að ýmist hefði ákærði fært hann úr fötunum eða hann gert það sjálfur. Brotaþoli bar að ákærði hefði tekið nokkrar myndir af honum, mögulega um 15 talsins, þegar hann var að hafa við hann kynmök. Ákærði hefði meðal annars tekið myndir af rassi brotaþola. Brotaþoli sagði andlit þeirra ákærða ekki hafa sést á mynd unum. Mögulega í öllum þessara tilvika, sem brotaþoli kvað hafa verið fá, kannski þrjú talsins, hefði ákærði beðið brotaþola um leyfi fyrir myndatökunni. Brotaþoli hefði svarað því til að honum væri alveg sama. Það hefði hann gert þrátt fyrir að þykja mynd atakan og myndirnar vera ógeðslegar. Myndirnar hefði ákærði bæði tekið á sinn síma og síma brotaþola. Brotaþoli kvaðst aldrei hafa haft frumkvæðið að þessum myndatökum. Hann sagði ákærða hafa sent sjálfum sér þær myndir sem hann hefði tekið á síma brotaþol a. Brotaþoli kvaðst hins vegar ekki vita til þess að ákærði hefði sent myndirnar til þriðja aðila. Aðspurður sagðist brotaþoli í upphafi samskipta þeirra ákærða hafa sent ákærða nokkrar kynferðislegar myndir af sér, að hans beiðni. Brotaþoli sagði samskipt um þeirra ákærða hafa lokið 23. september 2017 eftir að lögregla stöðvaði þá á bifreið ákærða. Samskiptum þeirra á tímabilinu frá því þeir fyrst hittust á árinu 2015 samkvæmt áðursögðu og þar til þeim lauk nefndan septemberdag lýsti brotaþoli heildstætt sv o að þau hefðu farið hægt af stað. Þegar á leið hefði ákærði orðið ágengari og hann margítrekað hringt og sent Snapchat - og SMS - skilaboð á öllum tímum sólarhrings. Ákærði hefði jafnframt ítrekað haft í frammi haldlausar ásakanir um 17 brotaþoli væri með öðrum karlmönnum. Eftir að ákærði var handtekin vegna máls, sem hann hefði síðan hlotið dóm fyrir, hefði hann farið að eiga samskipti við brotaþola á samskiptaforriti sem erfiðaðra hefði verið rekja og fylgjast með. Hefði ákærði látið brotaþola hlaða því forrit i niður í símann sinn. Ákærði hefði beðið brotaþola um stundaskrár hans og vaktaplön og hann þannig haft miklar upplýsingar um hvar hann var niður kominn hverju sinni. Brotaþoli sagðist stundum hafa reynt að loka á ákærða, blokka hann, þar sem brotaþoli he einnig beðið eftir honum fyrir utan vinnustaðinn. Ákærði hefði enn fremur beðið fyrir utan heimili brotaþola og elt hann þegar hann var með vinum sínum. Brotaþoli kvað ákærða hafa brugðist við tilraunum hans til þess að loka á samskipti við hann með því að krefja brotaþola um að skila gjöfum sem ákærði hafði gefið honum . Fram kom hjá brotaþola að ákærði hefði meðal annars gefið honum tvo síma, símkort með ótakmörkuðu gagnamagni, frelsispakka til að nota erlendis í tengslum við utanlandsferð sem brotaþoli hefði farið í, tvenn sólgleraugu, hettupeysu og vesti. Ákærði hefði einnig gefið brotaþola gjaldeyri til nefndrar utanferðar, 40 - 50.000 krónur, og þá hefði hann oft gefið brotaþola lægri fjárhæðir, um 10.000 krónur í hvert skipti. Þá hefði ákærði afhent brotaþola af mat. Mest skyndibita og mjög oft á KFC. Enn fremur hefði ákærði ítrekað veitt brotaþola bjór er þeir snæddu á kínverskum stað í Breiðholti en þangað hefðu þeir mjög oft farið. Hann hefði einnig gefið brot aþola mikið af annars konar áfengi. Þá hefði ákærði á síðari hluta árs 2016 boðið og lagt að brotaþola að reykja kannabisefni. Neysla þeirra efna hefði ákærði sagst hafa góð áhrif á kynlífið. Ákærði hefði jafnframt gefið brotaþola verkjalyf. Áfengis - og ka nnabisneysluna sagði brotaþoli hafa haft þau áhrif að honum fannst tíminn líða hraðar er ákærði hafði við hann kynmök. Brotaþoli kvaðst hafa eignast kærustu í júní 2017. Ákærði hefði ekki verið því andsnúinn. Brotaþoli sagði ákærða oft hafa skutlað sér hei m til hennar. Hann hefði beðið fyrir utan húsið og síðan skutlað brotaþola aftur upp [...]. Í þessum tilvikum hefðu þeir alltaf haft kynmök. Brotaþoli sagði ákærða hafa lýst vilja sínum til þess að þeir tveir myndu saman hitta strákinn í málinu sem ákærði hlaut síðar dóm fyrir. Því hefði brotaþoli alfarið hafnað og ekkert úr því orðið. Spurður um heildarfjölda þeirra tilvika sem þeir ákærði hefðu hist og haft kynmök kvaðst brotaþoli ekki geta sagt til um hann. Brotaþoli sagði ástandið hafa verið verst á þei m tíma sem hann bjó [...]. Ákærði hefði að lágmarki komið þangað fjórum sinnum í viku. Svo hefði virst sem ákærði hefði ekkert annað að gera en hitta brotaþola. Hann hefði beðið fyrir utan hús afa og ömmu brotaþola þar sem hann bjó. Jafnframt hefði hann v erið mættur í hádegishléi brotaþola. Í nokkur skipti hefði ákærði látið brotaþola taka rútu suður fyrir [...] þar sem ákærði hefði tekið á móti honum á [...] . Í þeim tilvikum hefðu þeir oftast haft kynmök nærri steyptum veggjum sem ekið væri framhjá áður e n komið væri á [...] . Þeir hefðu einnig nokkrum sinnum haft kynmök í húsbíl sem ákærði hefði fengið að láni hjá vinafólki sínu. Þá hefðu þeir haft kynmök í húsnæði, hálfgerðum bílskúr, nærri [...] , í tveimur skrifstofurýmum í [...] í Reykjavík og í stórri skemmu á hafnarsvæði. Um nokkur skipti hefði verið að ræða á hverjum þessara staða fyrir sig. Þeir hefðu einungis einu sinni haft kynmök heima hjá ákærða og í eitt eða tvö skipti heima hjá brotaþola er hann bjó hjá móður sinni. Brotaþoli kvað sér hafa brug ðið mjög þegar lögregla stöðvaði hann og ákærða 22. september 2017. Hann hefði ekki vitað hvernig bregðast ætti við. Hann hefði því í fáti gefið lögreglu þá skýringu að ákærði si atvik gerðust. Brotaþoli sagði mikla skömm hafa fylgt samskiptum hans við ákærða og hefði hann að öllum líkindum aldrei sagt frá samskiptum þeirra nema af því að þeir voru stöðvaðir saman af lögreglu þennan dag. Þá bar ákærði að hann hefði verið stressa ður og ekki vitað hvað hann ætti að segja þegar skýrsla var tekin af honum síðar þennan sama dag, 23. september 2017. Brotaþoli sagði ágengni ákærða í samskiptum þeirra hafa haft slæm áhrif á líðan sína og hegðun. Samskipti brotaþola við ákærða hefðu einni g haft slæm áhrif á samskipti hans við fjölskyldu sína. Ákærði hefði miklað sjálfan sig við brotaþola og talað móður hans niður. 18 Eftir að málið kom upp sagði brotaþoli sér hafa liðið mjög illa og hann skammast sín mjög. Hann hefði sagt bróður sínum frá má linu í grófum dráttum og eftir það liðið heldur betur. Það hefði hefði hins vegar verið upplifun hans að hann hefði engan til þess að segja frá því sem gerðist í samskiptum þeirra ákærða. Brotaþoli hefði ekki treyst neinum nógu vel til þess að segja honum frá atvikunum vegna þess hversu mikið hann skammaðist sín. Viðtalsmeðferð sem brotaþoli væri búinn að vera að fá í Barnahúsi hefði þó verið til bóta. Honum liði samt enn stundum ömurlega og þá leituðu sjálfsvígshugsanir á hann. Fram kom hjá brotaþola hvað það varðaði að hann hefði í eitt skipti, áður en málið kom upp, reynt að taka eigið líf. Það hefði hann gert þar sem hann hefði verið ráðalaus. B, móðir brotaþola, greindi svo frá fyrir dómi að hún hefði fyrst fengið upplýsingar um mál þetta eftir að lög regla hafði afskipti af bifreið ákærða nærri Ártúnsbrekku í Reykjavík. Brotaþoli hefði þá verið með ákærða í bifreiðinni. Í kjölfarið hefði lögregla komið með brotaþola heim til vitnisins og hefði hann þá verið ölvaður. Vitnið kvaðst hafa farið með brotaþo la í ökuferð í kjölfarið og rætt stuttlega við hann. Á meðan þau ræddu saman hefði brotaþoli brotnað niður og sagt vitninu alls konar hluti um samskipti sín við ákærða. Brotaþoli hefði gefið þá skýringu á því að hafa ekki sagt frá því hvað var í gangi að h ann hefði ekki þorað því. Þá hefði hann jafnframt verið þjakaður af skömm. Vitnið sagði brotaþola ekkert hafa sofið þessa nótt. Hann hefði verið í áfalli og grátið mikið. Daginn eftir, þegar brotaþoli var orðinn allsgáður, hefði vitnið farið með brotþola á lögreglustöð þar sem hann hefði gefið skýrslu vegna málsins. Vitnið bar að áður en málið kom upp hefði brotaþoli verið búinn að sýna mikla vanlíðan og hegðunarerfiðleika. Komið hefði fyrir að hann veittist að fjölskyldumeðlimum og þá hefði hann ítrekað re ynt að fyrirfara sér. Vitnið kvað hegðunarbreytinga fyrst hafa tekið að gæta er hann var í grunnskóla. Þá hefði námsárangur hans versnað mjög. Hegðun brotaþola almennt hefði einnig versnað og hann fjarlægst vini sína. Góð samskipti vitnisins við son sinn h efðu jafnframt breyst mjög til hins verra og þau rifist stöðugt. Brotaþoli hefði ítrekað látið sig hverfa og hann tekið að neyta áfengis í miklum mæli. Vitnið sagðist hafa leitað aðstoðar fyrir drenginn og hefði hann verið til meðferðar þar í talsverða n tíma. Brotaþoli hefði einnig gengið til sálfræðings en það hefði engu skilað, enda hefði hann ekki opnað sig um atvik málsins í þeim viðtölum. Fram kom hjá vitninu að brotaþoli hefði eitt sinn haldið mikið samkvæmi heima hjá vitninu þegar það var ekki he ima. Eftir að málið kom upphefði brotaþoli upplýst vitni um að það hefði verið ákærði sem séð hefði brotaþola og vinum hans fyrir áfengi í samkvæminu. Vitnið taldi að samkvæmið hefði verið haldið þegar brotaþoli var á fyrsta ári í menntaskóla og bjó enn h eima en taldi þó mögulegt að það hefði verið ári fyrr, þegar brotaþoli hefði verið í 10. bekk í grunnskóla. Vitnið sagðist hafa orðið vart við að brotaþoli var með nýja og fína hluti sem hann hefði gefið óljósar skýringar á. Nefndi vitnið í því sambandi ve sti, síma, mögulega tvo, úlpu og hring. Eftir að málið kom upp hefði brotaþoli tjáð vitninu að ákærði hefði gefið honum þessa hluti. Þá hefði vitnið einnig veitt því athygli að brotaþoli skipti um símanúmer sem hann hefði einnig gefið á óljósar skýringar. Vitnið sagði sig aldrei hafa grunað að skýringin á breyttri hegðun brotaþola og þeim breytingum sem á honum urðu að öðru leyti væri sú sem síðar hefði komið í ljós. Vitnið kvað ástandið hafa verið svo slæmt lengi að brugðið hefði verið á það ráð, eftir að brotaþoli hóf nám í [...] , sem gengið hefði mjög illa, að hann flytti tímabundið heim til föðurafa síns og ömmu á [...] . Á meðan brotaþoli bjó þar hefði hann verið tekinn með kannabisefni og hann þá flust til foreldra vitnisins, sem einnig hefðu búið á [.. .] . Brotaþoli hefði verið eina eða tvær annir í menntaskóla á [...] og hefði námið þar ekki gengið vel. Eftir að málið kom upp kvaðst vitnið hafa séð miklar breytingar á brotaþola og honum greinilega verið létt. Samskipti vitnisins og sonar þess hefðu laga st mikið. Brotaþoli hefði hins vegar ekki viljað ræða málið og líðan sína mikið við vitnið. Brotaþoli væri búinn að vera í meðferð hjá sálfræðingi í Barnahúsi eftir að málið kom upp og gengi sú meðferð ágætlega. Sálfræðingurinn hefði reynst brotaþola mjög vel. Það væri hins vegar ljóst að brotaþola liði enn illa og fyrir skömmu hefði vitnið þurft að fara með hann á neyðarfund hjá sálfræðingi þegar hann hefði ætlað að fyrirfara sér. 19 C, bróðir brotaþola, bar að þegar lögregla hefði komið heim með brotaþola, eftir að hafa stöðvað bifreið sem hann var í ásamt ákærða, hefði brotaþoli verið talsvert ölvaður. Brotaþoli hefði í framhaldinu komið grátandi inn til vitnisins og sagt frá því að ákærði hefði verið að misnota hann í langan tíma, mögulega tvö til þrjú ár . Vitnið sagðist minnast þess að ákærði hefði skutlað þeim brotaþola í tvígang á milli staða áður en málið kom upp. Í annað skiptið hefði hann ekið þeim suður á Keflavíkurflugvöll. Brotaþoli hefði þá kynnt Vitnið sagði brotaþola um nokkurn tíma áður en málið kom upp hafa verið búinn að hegða sér illa. Hann hefði stundum verið ofbeldisfullur og nokkrum sinnum ráðist á vitnið. Einnig hefði brotaþoli brotið hurð á heimilinu. Svo hefði virst sem hann þyrfti að fá útrás. Brot aþoli hefði verið mjög erfiður í skapi og hann rifist mikið við móður þeirra bræðra. Vitnið taldi að hegðun brotaþola hefði tekið að breytast til hins verra um tveimur árum áður en hann var stöðvaður af lögreglu ásamt ákærða samkvæmt áðursögðu. Ástandið he fði verið orðið áberandi slæmt um ári áður en málið kom upp. Vitnið kvaðst hafa skynjað létti hjá brotaþola í kjölfar þess að upp komst um málið. Þá væri hann rólegri og áfengisneysla hans miklu minni. Aðspurt kvaðst vitnið minnast þess að ákærði hefði ása mt vinum sínum eitt sinn haldið stórt samkvæmi er móðir þeirra var fjarverandi. Vitnið hefði verið allsgáð en brotaþoli og vinir hans verið ofurölvi. Vitnið taldi að brotaþoli hefði annað hvort verið í 10. bekk í grunnskóla eða 1. bekk í framhaldsskóla þeg ar þetta var. Áleit vitnið að hið fyrrnefnda væri líklegra. D lögreglumaður sagði lögreglu hafa borist tilkynning um rásandi aksturslag ökumanns skömmu fyrir miðnætti 22. september 2017. Í kjölfarið hefði bifreið ákærða verið stöðvuð við Höfðabakka í Rey kjavík. Með ákærða í bifreiðinni hefði verið farþegi, 17 ára drengur, brotaþoli í málinu, og hefði hann verið undir áhrifum. Brotaþoli hefði í fyrstu gefið upp rangan aldur og hann sagst vera 19 ára gamall. Þar sem ákærði og drengurinn hefðu að mati vitnis ins ekki gefið greinargóð svör, meðal annars um tengsl sín og hvaðan þeir væru að koma, og þar sem vitnið hefði þekkt til ákærða, hefði vitnið talið rétt að taka málið til nánari skoðunar. EF lögregluvarðstjóri kvaðst strax hafa komið að málinu þegar það kom upp í september 2017. Vitnið hefði verið kallað til eftir að lögregla hafði afskipti af bifreið sem ákærði og brotaþoli voru í. Þar sem þeir hefðu báðir sagt ósatt um tengsl sín hefði vitnið ákveðið að handtaka ákærða í þágu rannsóknar málsins. Vitnið kvaðst hafa tekið skýrslu af brotaþola síðla dags 23. september 2017 í kjölfar þess að lögregla hafði afskipti af honum og ákærða. Vitnið sagði brotaþola hafa verið undir áhrifum áfengis þegar þeir ákærði voru stöðvaðir um kvöldið. Fullyrti vitnið að brota þoli hefði verið orðinn allsgáður þegar skýrslan var tekin af honum. Vitnið sagði mál þetta hafa haft ákveðna tengingu við eldra mál ákærða. Við rannsókn þess máls hefðu komið fram vísbendingar um að ákærði hefði haft svipaða áráttu gagnvart brotaþola í þe ssu máli. Um það vísaði vitnið til ítrekaðra símasamskipta ákærða og brotaþola í ágúst/september 2016 sem komið hefðu í ljós við rannsókn á síma ákærða. Þegar eldra málið kom upp og var tekið til rannsóknar hefðu hins vegar ekki komið fram vísbendingar um að samskipti hefðu verið á milli ákærða og brotaþola eftir september 2016. Sérstaklega aðspurt þvertók vitnið fyrir að símar ákærða og brotaþola í þessu máli hefðu nokkru sinni verið hleraðir. Við rannsóknina hefði lögregla einungis fengið upplýsingar, eft ir á, um símanotkun og þá hefðu símar ákærða og brotaþola verið afritaðir. F rannsóknarlögreglumaður staðfesti fyrir dómi að hún hefði móttekið samantekt frá réttargæslumanni brotaþola sem réttargæslumaður hefði unnið út frá samtali er hann hefði átt við brotaþola 18. janúar 2018. Vitnið neitaði því hins vegar að hafa stuðst við samantektina við skýrslutöku af brotaþola 25. janúar 2018. Við þá skýrslutöku hefði vitnið viðhaft sama verklag og það viðhefði ávallt við slíkar skýrslutökur. Vitnið sagði af skýr slunni mega ráða að þannig hefði skýrslutakan farið fram. 20 Upplýsingaskýrslu, dagsetta 30. janúar 2018, kvaðst vitnið, sem sagðist fyrst á þessum tíma hafa verið að koma að málinu, hafa ritað í því skyni að útskýra hvernig á því stæði að fyrrgreind samantek t réttagæslumanns væri meðal rannsóknargagna málsins. Fram kom hjá vitninu að það hefði ekki óskað eftir þessari samantekt. Hún hefði verið meðal gagna málsins þegar vitnið kom að því. Þá gaf einnig skýrslu fyrir dómi G lögreglumaður, en hann framkvæmdi u ndir rannsókn málsins athugun á fjármálum ákærða á tímabilinu 12. janúar 2017 til 12. janúar 2018, en ekki þykir þörf á að rekja framburð hans sérstaklega. IV Í málinu liggur frammi vottorð H sálfræðings, dagsett 6. júní 2018, um meðferð sem brotaþoli sótt i hjá henni frá 17. janúar 2018 til ritunardags vottorðsins. Á því tímabili kom brotaþoli í 11 viðtöl hjá sálfræðingnum. Í samantektarkafla í niðurlagi skýrslu sálfræðingsins kemur fram að niðurstöður sjálfsmatslista sýni að brotaþoli greinist með þunglynd is - og kvíðaeinkenni, alvarleg streitueinkenni og uppfylli greiningarskilmerki áfallastreituröskunar. Áfallastreitu röskunin hafi verulega truflandi áhrif á líðan brotaþola og virkni hans í daglegu lífi. Sálfræðingurinn segir ljóst að ákærði hafi nýtt sér vanlíðan brotaþola sem til hafi verið komin vegna höfnunar föður hans og ákærði öðlast traust drengsins undir formerkjum mikillar yfirburðastöðu gagnvart honum. Þá hafi brotaþoli verið með vangaveltur um eigin kynhneigð og verið forvitinn um kynlíf með að ilum af sama kyni sem leitt hafi hann út í það að prófa það samskiptaforrit sem ákærði hafi síðan sett sig í samband við hann í gegnum. Svo virðist sem ákærði hafi í kjölfarið náð miklum tökum á brotaþola með því að gefa honum ýmis fríðindi, svo sem fatnað , peninga, aðgang að greiðslukorti, síma og margt fleira sem unglingspiltum í vanlíðan þyki mögulega ákjósanlegt. Auk þess virðist sem ákærði hafi att brotaþola út í neyslu ólöglegra fíkniefna, sem brotaþoli hafi alfarið hætt þegar slitið var á samskipti h ans við ákærða. Það hafi komið fram í frásögnum brotaþola í viðtölum hans við sálfræðinginn hversu ofboðslega ágengur ákærði var að sögn drengsins í samskiptum sínum við hann. Strax í upphafi hafi þetta verið nokkuð yfirþyrmandi en þó hafi ákærði orðið síf ellt ágengari eftir því sem á leið. Undir það síðasta hafi brotaþoli sagst hafa verið búinn að gefast algerlega upp þar sem ákærði hafi ekki látið hann í friði og ekki tekið nei hafi hegðun ákærða einungis versnað. Brotaþola hafi því fundist að hann hefði ekkert val. Sálfræðingurinn segir því ljóst að brotaþoli hafi verið í algerri klemmu og líðan hans, hegðunarvandi og samskiptavandi við móður verið í samræmi við það. Sálfræðing urinn segir brotaþola sýna fjölmörg einkenni sem þekkt séu meðal barna og unglinga sem sætt hafi kynferðislegu ofbeldi. Brotaþoli lýsi margendurteknu kynferðislegu ofbeldi yfir um það bil tvö ár, á mjög viðkvæmu þroskaskeiði í lífi unglingsdrengs. Líðan br otaþola á þessu tímabili hafi einkennst af stöðugu stressi og ótta við að ákærði hefði samband við hann eða birtist fyrirvaralaust í umhverfi hans. Pressan sem ákærði hafi sett á brotaþola hafi verið gríðarleg og stöðug og hafi drengurinn lýst algeru hjálp arleysi varðandi það að koma sér út úr þessum aðstæðum. Hann hafi aldrei þorað að greina frá að fyrra bragði og því sé ljóst að angistin og hjálparleysið hafi verið algert. Kynferðisofbeldið hafi enda haft víðtæk áhrif á líðan, hegðun og skólagöngu brotaþo la. Undir rekstri málsins fyrir dómi var lagt fram nýtt vottorð frá H, dagsett 27. apríl 2020. Var vottorðsins aflað vegna kröfu brotaþola um að ákærða yrði gert að víkja úr dómsal á meðan brotaþoli gæfi skýrslu vitnis. Í vottorðinu kemur fram að þegar það hafi verið ritað hafi brotaþoli verið búinn að sækja á fjórða tug meðferðarviðtala. Í vottorðinu er vísað til efnis fyrra vottorðs um afleiðingar hinna meintu brota á líðan brotaþola. Þar segir jafnframt að staða brotaþola sé enn afar viðkvæm. Hann glími enn við kvíða, þunglyndi og einkenni áfallastreitu. Í vottorðinu segir að meðferðarviðtöl brotaþola muni halda áfram um óákveðinn tíma. H kom fyrir dóm við aðalmeðferð málsins og staðfesti og skýrði vottorð sín. Vitnið kvað brotaþola hafa verið ákaflega t rúverðugan og samkvæman sjálfum sér í viðtölunum. Brotaþoli hefði lýst hjálparleysi 21 og þeirri gildru sem hann hefði verið fastur í í samskiptunum við ákærða. Hann hefði einnig lýst mikilli skömm vegna samskiptanna, meðal annars því að hafa þegið gjafir frá ákærða, hluti og verðmæti sem hann hefði vitað að hann væri ekki borgunarmaður fyrir. Þau áfallaeinkenni sem mest hefðu verið áberandi hjá brotaþola væru forðunareinkenni og gríðarleg skömm og sektarkennd. Vitnið sagði brotaþola lengst af ekki hafa viljað ræða mikið um brotin sjálf, kynmökin. Það hefði ekki verið fyrr en um mánuði áður en aðalmeðferð málsins hófst sem hann hefði getað lýst nákvæmlega þeim kynferðislegu athöfnum sem áttu sér stað. Fram hefði komið hjá brotaþola að þegar á leið hefði hann ve rið farinn að reyna drífa kynmökin af, sleppa því sem hann hefði kallað forleik, totti og slíku, til þess að endaþarmsmök gætu átt sér stað svo þessu væri lokið. Brotaþoli hefði þannig í raun verið farinn að kaupa sér frið. Þó svo hinni hugrænu atferlismeð ferð brotaþola væri í raun lokið hefði brotaþoli enn þörf fyrir stuðningsviðtöl. Þá væri stutt síðan að áfallastreitueinkennin hefðu aukist aftur og hefði þunglyndi verið þar mest áberandi. Þá hefði þurft að grípa aftur til þeirra verkfæra sem beitt hefði verið við hugrænu atferlismeðferðina. Vitnið sagði það sitt mat að brotaþoli þyrfti án nokkurs vafa á áframhaldandi og reglulegri sálfræðiaðstoð að halda til framtíðar. V Ákæruliður 1: Í þessum ákærulið eru ákærða gefin að sök kynferðisbrot gegn brotaþola með því að hafa frá árinu 2015 og fram til 21. september 2017, er brotaþoli var 14 til 17 ára gamall, margítrekað eða í að minnsta kosti 50 skipti, á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, nágrenni þess og [...], haft kynferðismök við brotaþola með ólögmætri n auðung með því að nýta sér yfirburði sína gagnvart honum vegna aldurs - , þroska - og reynslumunar. Ákærði hafi gefið drengnum peninga, þar með talið með því að láta hann hafa greiðslukort til afnota, fatnað, sólgleraugu, mat á veitingastöðum, tóbak, áfengi, kannabisefni og tvo farsíma, látið hann hafa símanúmer með gagnamagni til afnota og ekið honum á milli staða. Þá hafi ákærði beitt drenginn þrýstingi og yfirgangi til þess að hitta hann og fá framgengt vilja sínum til að hafa við hann kynferðismök, með því meðal annars að hringja og senda margítrekuð skilaboð í síma og gegnum samskiptaforrit, virða að vettugi svör drengsins um að geta ekki eða vilja ekki hitta hann, mæta óvænt á staði þar sem hann var staddur og krefja drenginn um endurgreiðslu peninga og g jafa er hann reyndi að slíta samskiptum við ákærða. Ákærði neitar sök. Svo sem rakið er í II. og III. kafla dómsins ber ákærða og brotaþola saman um að kynni hafi tekist með þeim á samskiptaforritinu Grindr. Þeim ber einnig saman um að eftir það hafi þeir hist í fjölda skipta og haft kynmök. Þá ber lýsingum ákærða og brotaþola á því hvar og hvernig kynmökin fóru fram saman í aðalatriðum. Fyrir dómi bar brotaþoli að samskipti þeirra ákærða hefðu hafist vorið 2015, skömmu áður en brotaþoli varð 15 ára gamall. Þegar brotaþoli gaf skýrslu hjá lögreglu 23. september 2017, í kjölfar þess að lögregla hafði afskipti af honum og ákærða, taldi brotaþoli hins vegar aðspurður að samskipti þeirra hefðu hafist árið áður, það er á árinu 2016. Brotaþoli tók þó fram hvað það varðaði að hann væri ekki alveg 100% viss um þetta. Það var síðan við skýrslugjöf hjá lögreglu 25. janúar 2018 sem fyrst kom fram framburður brotaþola um að samskiptin hefðu hafist mun fyrr og áður en hann varð 15 ára gamall. Fyrir dómi bar ákærði um upp haf samskipta þeirra brotaþola að þau hefðu hafist í janúar eða febrúar 2017. Í skýrslu fyrir lögreglu 15. febrúar 2018 sagði ákærði samskiptin hafa hafist einhvern tímann á árinu 2016. Þegar ákærði gaf fyrst skýrslu hjá lögreglu að morgni laugardagsins 23 . september 2017 bar hann hins vegar að samskipti þeirra brotaþola hefðu þá einungis verið búin að vara í einhverja mánuði. Þegar ákærða var við skýrslutöku kl. 16:55 þann sama dag kynntur sá framburður brotaþola að þeir væru búnir að þekkjast í rúmt ár va r á ákærða að skilja að ummæli hans um þetta atriði í fyrstu skýrslutökunni hefðu einmitt verið þess efnis. Samkvæmt framansögðu er ljóst að framburður brotaþola og ákærða hefur ekki verið stöðugur um hvenær samskipti þeirra hófust. Samkvæmt framburði bro taþola fyrir dómi tengdi hann tímasetningu upphafs samskipta þeirra ákærða við samkvæmi sem hann hefði haldið heima hjá móður sinni í maímánuði 2015. Að mati dómsins er ekkert í gögnum málsins sem styður að samskipti ákærða og brotaþola megi 22 rekja allt aft ur til þess tíma. Þá fær framburður brotaþola að þessu leyti ekki haldbæra stoð í vætti móður hans og bróður fyrir dómi, en bæði voru þau spurð út í samkvæmið og mögulega tímasetningu þess. Samkvæmt þessu og öðru framangreindu verður því ekki slegið föstu, gegn neitun ákærða, svo ekki verði vefengt með skynsamlegum rökum, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, að samskipti ákærða og brotaþola hafi hafist áður en brotaþoli varð 15 ára gamall. Þegar að því gættu verður ákærði sýknaður af ákæru um brot gegn 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Um það atriði hvenær samskipti ákærða og brotaþola hófust þykir mega líta til upplýsinga um símnotkun ákærða sem lagðar voru fram er aðalmeðferð málsins var fram haldið 30. júní sl. B era þau gögn með sér að ákærði og brotaþoli voru í miklum símasamskiptum frá miðjum ágúst 2016 og fram í desember sama ár. Dómurinn telur að gögn þessi sýni að framburður ákærða fyrir dómi um að samskipti hans og brotaþola hafi hafist í janúar eða febrúar 2017 getur ekki staðist. Þá telur dómurinn framburð ákærða um þetta atriði einkennandi fyrir framburð ákærða almennt í málinu en framburðurinn og það hvernig hann hefur breyst frá því ákærði gaf fyrst skýrslu hjá lögreglu ber þess merki að ákærði hafi frá upphafi freistað þess að gera eins lítið úr málinu og hann taldi mögulegt og síðan laga framburðinn að þeim gögnum sem aflað var við rannsókn lögreglu. Fyrir dómi bar brotaþoli að ákærði hefði ávallt haft frumkvæðið að kynferðislegum samskiptum þeirra á m illi og hefði hann orðið ágengari eftir því sem tíminn leið. Brotaþoli sagðist hafa verið stressaður vegna samskiptanna við ákærða. Hann hefði verið hræddur og alltaf með í maganum. Hann hefði aldrei Fram kom hjá brotaþola að framan af hefðu kynmökin verið með sama hætti og í fyrsta skiptið. Eftir að heildstætt svo að þau hefðu farið hægt af stað. Þegar á leið hefði ákærði orðið ágengari og hann margítrekað hringt og sent Snapchat - og SMS - sk ilaboð á öllum tímum sólarhrings. Ákærði hefði jafnframt ítrekað haft í frammi haldlausar ásakanir um brotaþoli væri með öðrum karlmönnum. Eftir að ákærði var handtekin vegna máls, sem hann hefði síðan hlotið dóm fyrir, hefði hann farið að eiga samskipti v ið brotaþola á samskiptaforriti sem erfiðaðra hefði verið rekja og fylgjast með. Hefði ákærði látið brotaþola hlaða því forriti niður í símann sinn. Ákærði hefði beðið brotaþola um stundaskrár hans og vaktaplön og hann þannig haft miklar upplýsingar um hva r hann var niður kominn hverju sinni. Brotaþoli sagðist stundum hafa reynt að brotaþola og reynt að ræða við hann þar. Ákærði hefði einnig beðið eftir honum fyrir utan vinnustaðinn. Ákærði hefði enn fremur beðið fyrir utan heimili brotaþola og elt hann þegar hann var með vinum sínum. Brotaþoli kvað ákærða hafa brugðist við tilrau num hans til þess að loka á samskipti við hann með því að krefja brotaþola um að skila gjöfum sem ákærði hafði gefið honum. Brotaþoli sagði ástandið hafa verið verst á þeim tíma sem hann bjó [...] . Ákærði hefði að lágmarki komið þangað fjórum sinnum í viku . Svo hefði virst sem ákærði hefði ekkert annað að gera en hitta brotaþola. Hann hefði beðið fyrir utan hús afa og ömmu brotaþola þar sem hann bjó. Jafnframt hefði hann verið mættur í hádegishléi brotaþola. Í nokkur skipti hefði ákærði látið brotaþola taka rútu suður fyrir [...] þar sem ákærði hefði tekið á móti honum [...] . Svo sem áður var getið ber ákærða og brotaþola saman um að þeir hafi hist í fjölda skipta og haft kynmök. Ljóst er af framburði ákærða og brotaþola að um tugi skipta var að ræða en eng u verður slegið föstu um nákvæman fjölda þeirra. Lýsingum ákærða og brotaþola á því hvar og hvernig kynmökin fóru fram ber í aðalatriðum saman. Að mati dómsins hefur framburður brotaþola í málinu verið mun stöðugri en framburður ákærða og fær hann í ýmsum atriðum stoð í framlögðum gögnum. Má þar nefna upplýsingar um símnotkun og önnur þau gögn sem sýna fram á tíð samskipti ákærða og brotaþola. Þá fær framburður oð í þeim bankaupplýsingum sem fyrir liggja, en þau gögn sýna tíð kaup ákærða á skyndibita á stöðum sem brotaþoli hefur borið að þeir hafi oft snætt á á kostnað ákærða. Einnig bera þau með sér fjölmargar úttektir ákærða úr hraðbönkum. Framburður ákærða þes sum atriðum tengdum ber samkvæmt áðursögðu þess merki að ákærði hefur frá upphafi freistað þess að laga framburð sinn að þeim gögnum sem lögregla aflaði 23 við rannsókn sína. Þá þykir mega líta til þess að framburður brotaþola fær að sínu leyti einnig stoð í gögnum sem stafa frá barnavernd, læknisfræðilegum gögnum, framburði móður hans og bróður varðandi líðan hans og hegðun og vottorðum og framburði H sálfræðings. Öll þessi gögn og framburðir bera með sér mikla vanlíðan brotaþola og benda til þess, sér í lagi vottorð og framburður H sálfræðings, að samskipti brotaþola og ákærða hafði staðið yfir í talsvert lengri tíma en ákærði hefur viljað kannast við. Með vísan til alls þessa telur dómurinn að slá megi því föstu að samskipti ákærða og brotaþola hafi hafist e igi síðar en sumarið 2016, en sú niðurstaða er í samræmi við fyrsta framburð brotaþola og ákærða fyrir lögreglu. Svo sem fyrr var rakið er ákærða í málinu gefið að sök að hafa haft kynferðismök við brotaþola með ólögmætri nauðung með því að nýta sér yfirbu rði sína gagnvart honum vegna aldurs - , þroska - og reynslumunar. Samkvæmt framansögðu var brotaþoli um það bil 16 ára gamall þegar kynferðisleg samskipti hans og ákærða hófust. Ákærði var miklu eldri, eða um það bil 56 ára gamall. Þegar að þessu gættu liggu r fyrir að á ákærða og brotaþola var mikill aldurs - , þroska - og reynslumunur. Ljóst er af framburði brotaþola fyrir dómi að allra fyrstu skiptin sem hann og ákærði hittust og höfðu kynmök geta ekki talist hafa falið í sér kynferðisbrot af hálfu ákærða. Af framburði brotaþola samkvæmt framansögðu má hins vegar ráða að ákærði hafi fljótlega farið að beita brotaþola þrýstingi og yfirgangi til þess að hitta hann og fá framgengt þeim vilja sínum að hafa við hann kynferðismök. Framburður brotaþola fær að þessu le yti styrka stoð í gögnum sem bera með sér tíðar símhringingar ákærða og margítrekuð skilaboð hans til brotaþola í síma og gegnum samskiptaforrit. Þá styður efni þeirra skilaboða sem fyrir liggja í málinu framburð brotaþola um að ákærði hafi virt að vettugi svör hans um að geta ekki eða vilja ekki hitta hann og að ákærði hafi mætt óvænt á staði þar sem hann var staddur. Þá liggur fyrir með framburði brotaþola og ákærða sjálfs að þegar brotaþoli reyndi að slíta samskiptum við ákærða gerði ákærði kröfu um að b rotaþoli gerði upp við ákærða það sem hann taldi sig eiga inni hjá honum, en skýringar ákærða á þeim kröfum þykja í ljósi alls þess sem að framan er rakið vera mjög ótrúverðugar. Að þessu og öðru framangreindu heilstætt virtu þykir dómnum sannað með trúver ðugum framburði brotaþola og því sem honum er til stuðnings samkvæmt framansögðu, svo ekki verði vefengt með skynsamlegum rökum, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, að ákærði hafi, með þeim hætti sem dómurinn telur sannað samkvæmt f ramansögðu, á tímabilinu ágúst 2016 til 21. september 2017, margítrekað haft kynferðismök við brotaþola með ólögmætri nauðung með því að nýta sér yfirburði sína gagnvart honum vegna aldurs - , þroska - og reynslumunar og hann beitt brotaþola þrýstingi og yfir gangi til þess að hitta brotaþola og fá framgengt þeim vilja sínum að hafa við hann kynferðismök. Með þeirri háttsemi braut ákærði gegn 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 2. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Ákærði verður með v ísan til framburðar brotaþola, og að nokkru ákærða sjálfs, einnig sakfelldur fyrir brot gegn 27. gr. áfengislaga nr. 75/1998 með því að hafa veitt brotaþola áfengi. Sú háttsemi sem ákærði telst hafa orðið sannur að samkvæmt framansögðu þykir hins vegar ekk i verða heimfærð undir 3. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga og verður ákærði því sýknaður af ákæru um brot gegn því ákvæði. Ákæruliður 2: Í þessum ákærulið er ákærða gefið að sök að hafa, á sama tímabili og stöðum og greinir í ákærulið 1, ítrekað tekið ljósmyndir af brotaþola sem sýndu hann á kynferðislegan og klámfenginn hátt, beðið drenginn um að senda kynferðislegar myndir af sér, haft kynferðislegar myndir af honum í vörslu sinni í farsíma af gerðinni Samsung Galaxy J5, sem haldlagður var af lögregl u, og sent kynferðislegar myndir af honum til óþekktra aðila á samskiptamiðlum. Staðreynd er að við rannsókn lögreglu fundust ljósmyndir á síma ákærða sem bæði brotaþoli og ákærði hafa staðfest að séu af brotaþola. Vafalaust er að mati dómsins að myndirnar sýna brotaþola á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Þá ber ákærða og brotaþola saman um að ákærði hafi tekið þessar myndir. Samkvæmt framansögðu telur dómurinn ósannað að brotaþoli hafi verið yngri en 15 ára þegar ákærði tók myndirnar. Þegar af þeirri ás tæðu verður ákærði sýknaður af þeim sakargiftum að hafa með þeirri háttsemi sem honum er gefin að sök í ákærulið 2 gerst sekur um brot gegn 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 24 Í skýrslu brotaþola fyrir dómi kom fram að í upphafi samskipta þeirra ákærða hefði hann sent ákærða, að hans beiðni, nokkrar kynferðislegar myndir af sér. Ákærði hefur neitað að þetta hafi hann gert. Þar sem framburður brotaþola fær að þessu leyti ekki stoð í gögnum málsins eða framburði vitna þykir ákæruvaldinu ekki hafa tekist að sanna, svo ekki verði vefengt með skynsamlegum rökum, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi. Ákærði verður því sýknaður af umræddum sakargiftum. Brotaþoli bar fyrir dómi að fyrr greindar myndir hefði ákærði jöfnum höndum tekið á sinn síma og síma brotaþola. Dómurinn telur ljóst af framburði brotaþola að bæði hann og ákærði hafi haft myndirnar í vörslum sínum. Þá bar brotaþoli fyrir dómi að hann vissi ekki til þess að ákærði hefði sent þriðja aðila myndirnar en það hefur ákærði neitað að hafa gert. Samkvæmt þessu og þar sem ekkert óyggjandi verður ráðið um áframsendingu myndanna af rannsóknargögnum lögreglu telur dómurinn óupplýst með hvaða hætti myndirnar komust í hendur þriðja aði la. Af þeirri niðurstöðu leiðir að sýkna ber ákærða af sakargiftum um sendingu myndanna til þriðja aðila. Fyrir liggur að brotaþoli var ekki orðinn 18 ára gamall er ákærði tók títtnefndar ljósmyndir af honum. Samkvæmt því og öðru framangreindu þykir dómnum fram komin lögfull sönnun þess að ákærði hafi með töku og eftirfarandi vörslum á myndunum gerst sekur um brot gegn 1. mgr. 210. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá verður að telja að með töku mynda af lýstum toga hafi ákærði jafnframt gerst seku r um lostugt athæfi gegn barni, en rétt þykir að heimfæra þá háttsemi hans undir 209. gr. almennra hegningarlaga og 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. VI Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins var ákærði með dómi Landsréttar, uppkveðnum 31. maí 2019, í máli réttarins nr. 520/2018, sakfelldur fyrir kynferðisbrot og honum gert að sæta fangelsi í fimm ár og sex mánuði. Brot þau sem ákærði er sakfelldur fyrir í m áli þessu framdi hann fyrir uppkvaðningu dóms Landsréttar og ber því að ákvarða refsingu hans nú sem hegningarauka við þann dóm samkvæmt fyrirmælum 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Brot ákærða gegn brotaþola voru alvarleg, margítrekuð og framin á ríflega eins árs tímabili. Var brotaþoli barn að aldri sem horfir til refsiþyngingar, sbr. a - lið 195. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Svo sem fram kemur í vottorðum H sálfræðings höfðu brotin miklar afleiðingar á andlega líðan og heilsufar brota þola. Ákærði á sér engar málsbætur en hins vegar verður ekki framhjá því horft að nokkur dráttur varð á útgáfu ákæru í málinu af ástæðum sem ákærða verður ekki um kennt. Skal til alls þessa litið við ákvörðun refsingar ákærða, sbr. 1., 2., 6. og 7. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt því og að brotum ákærða að öðru leyti virtum þykir refsing hans, samkvæmt fyrirmælum 77. og 78. gr. almennra hegningarlaga, réttilega ákveðin fangelsi í þrjú ár og sex mánuði. VII Í málinu krefst brotaþoli miskabóta úr hendi ákærða að fjárhæð 3.000.000 króna, auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá þeim degi er brot átti sér fyrst stað þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síða n dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags . Samkvæmt framansögðu hefur dómurinn slegið því föstu að ákærði hafi gerst sekur um alvarleg og langvarandi kynferðisbrot gegn brotaþola. Með hinni refsiverðu hát tsemi hefur ákærði bakað sér bótaábyrgð gagnvart brotaþola á grundvelli b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Bætur fyrir miska skulu ákvarðaðar eftir því sem sanngjarnt þykir og við mat á fjárhæð þeirra skal einkum líta til alvarleika brotsin s, sakarstigs brotamanns, huglægrar upplifunar brotaþola og loks umfangs tjónsins. Í dómaframkvæmd hefur því verið slegið föstu að brot af því tagi sem hér um ræðir séu almennt til þess fallin að valda þeim sem fyrir verður sálrænum erfiðleikum. Þá þykir við mat á miskabótum til handa brotaþola mega líta til vottorða H sálfræðings, en efni þeirra er að nokkru reifað í IV. kafla dómsins. Í vottorði sálfræðingsins frá 27. apríl 2020 segir að brot ákærða hafi haft miklar afleiðingar á andlega líðan brotaþola . Hann hafi uppfyllt greiningarskilmerki þunglyndis, kvíða, streitu og áfallastreitur öskunar, sem langan tíma hafi tekið að vinna með. 25 Samkvæmt tilvitnuðum vottorðum, og einnig að nokkru framburði móður brotaþola og bróður fyrir dómi, sbr. kafla III hér að framan, höfðu brot ákærða miklar, langvarandi og alvarlegar afleiðingar á líðan og andlegt heilsufar brotaþola. Með vísan til þess og annars framangreinds og að brotum ákærða virtum þykir rétt að ákvarða brotaþola miskabætur í samræmi við kröfu hans, e ða að fjárhæð 3.000.000 króna. Um vexti og dráttarvexti af kröfunni fer svo sem í dómsorði greinir, en samkvæmt gögnum málsins var bótakrafa brotaþola kynnt ákærða er tekin var af honum framburðarskýrsla 15. febrúar 2018. VIII Með vísan til kröfugerðar ákæ ruvalds, gagna málsins og tilgreindra lagaákvæða í ákæru verður fallist á upptökukröfu ákæruvalds. Ákærði sæti því upptöku á Samsung Galaxy J5 farsíma (munanúmer [...]). Með vísan til úrslita málsins, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakam ála, verður ákærða gert að greiða allan sakarkostnað. Ákærði dæmist því til að greiða sakarkostnað samkvæmt framlögðu sakarkostnaðaryfirliti, dagsettu 18. janúar 2019, samtals 583.586 krónur. Ákærði greiði einnig þóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Sigurðar Freys Sigurðssonar lögmanns, en þóknun verjanda og réttargæslu - manns þykir að umfangi málsins virtu og með hliðsjón af tímaskýrslum þeirra hæfilega ákveðin svo sem í dómsorði gr einir. Þá greiði ákærði ferðakostnað verjanda síns, 24.420 krónur. Dóm þennan kveður upp Kristinn Halldórsson héraðsdómari. Fyrir uppsögu dómsins var gætt 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Dómsorð: Ákærði, Þorsteinn Halldórsson, sæti fangelsi í þrjú ár og sex mánuði. Ákærði greiði þóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, 3.117.360 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum, og ferðakostnað verjanda, 24.420 krónur. Ákærði greiði einnig þóknun skipaðs réttargæslumann s brotaþola, Sigurðar Freys Sigurðssonar lögmanns, 1.953.000 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum. Þá greiði ákærði 583.586 krónur í annan sakarkostnað. Ákærði sæti upptöku á Samsung Galaxy J5 farsíma (munanúmer [...]). Ákærði greiði brotaþola, A, 3.000.00 0 króna ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. ágúst 2016 til 15. mars 2018, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags.