LANDSRÉTTUR Úrskurður mánudaginn 24. október 202 2 . Mál nr. 644/2022 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Unnsteinn Örn Elvarsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. A - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 . Einangrun . Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi og einangrun á meðan því stendur. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Ásmundur Helgason , Jóhannes Sigurðsson og Kristinn Halldórsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 21. október 2022 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 21. októbe r 2022 í málinu nr. R - / 2022 þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 28 . október 2022 klukkan 16 og einangrun meðan því stendur. Kæruheimild er í l - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og að því frágengnu að gæsluvarðhald verði án takmarkana samkvæmt 99. gr. laga nr. 88/2008. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 21. október 2022 Mál þetta var þingfest og tekið til úrskurðar 21. október 2022. Sóknaraðili er Lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Varnaraðili er X , kt. . Dómkröfur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum krefst þess að X , kt. , verði með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi, til föstudagsins 28. október 2022, kl. 16:00, og verði gert að sæta einangrun á meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Málsatvik Í greinargerð með kröfu lögreglustjóra kemur fram að embætti hans hafi til rannsóknar innflutning á töluverðu magni af sterkum ávana - og fíkniefnum. Fram kemur að hinn 27. september síðastliðinn hafi lögregluyfirvöld í haft samband við lögregluyfirvöld hér á landi vegna sendingar sem væri væntanleg til landsins og innihéldi fíkniefni. Pakkinn hafi verið stöðvaður í í og tekin n til frekari skoðunar. Pakkinn hafi verið gegnumlýstur og við nánari skoðun hafi komið í ljós að hann innihélt kaffivél. Inni í vélinni hafi fundist hvítt efni falið í málm íláti. Rannsókn á efninu hafi leitt í ljós að um 1965,61 grömm af kókaíni var að r æða. Skráður móttakandi sendingarinnar hafi verið Z , , Island. ( ). Þá kemur fram að á frumstigi rannsóknar málsins hafi vaknað rökstuddur grunur um að Y , kt. , sonur skráðs móttakanda sendingarinnar, væri sá aðili sem raunverulega stæði á bak við innflutning fíkniefnanna. Í samstarfi við löggæsluyfirvöld í hafi pakkinn verið fluttur til Íslands þar sem íslensk löggæsluyfirvöld hafi tekið við honum. Efnagreiningu rannsóknarstofu Háskóla Íslands sé lokið og sé styrkur kókaíns í sýninu 85%, sem s amsvari 95% af kókaínklóríði. Eftir að pakkinn hafi borist til Íslands hafi hann verið afhentur áðurgreindum Z , föður Y , að í hinn 6. október 2022 en Z hafi við móttökuna greitt viðeigandi gjöld vegna sendingarinnar. Að kvöldi þess 6. október 2022 hafi Y komið ásamt syni sínum akandi á bifreiðinni að heimili Z og sótt pakkann. Í kjölfarið hafi þeir feðgar beint að í , en Y hafi það hús til umráða. Þegar þangað hafi verið komið hafi þeir flutt pakkann inní hú sið. Skömmu síðar hafi varnaraðili komið akandi að í . Saman hafi þeir þrír, varnaraðili, Y og sonur hans reynt að opna pakkann en látið staðar numið. Þeir Y og sonur hans hafi í framhaldinu verið handteknir við en varnaraðili á Reykjanesbraut. Enn fremur kemur fram að teknar hafi verið framburðarskýrslur af varnaraðila bæði 7. og 13. október síðastliðinn. Varnaraðili hafi við þær skýrlsutökur neitað sök. Í fyrstu yfirheyrslu þann 7. október hafi varnaraðili kvaðst hafa farið til Y umrætt kvöld til að koma með flot því Y stæði í framkvæmdum. Hann hafi kvaðst hafa ætlað að koma með flotið en hafi ekki getað gert það þar sem hann væri slasaður á putta. Aðspurður hafi varnaraðili neitað að upplýsa um hvað hann og Y hefðu rætt að umrætt kvöld. Fr amburður varnaraðila hafi verið ótrúverðugur að mati lögreglu. Meðferðis við handtöku hafi varnaraðili haft farsíma sem lögregla hafi haldlagt en varnaraðili ekki veitt heimild til að rannsaka innihald hans. Hafi lögregla því aflað úrskurðar héraðsdóms ti l að rannsaka innihald farsímans og Landsréttur staðfest þann úrskurð, sbr. úrskurð réttarins frá 11. október síðastliðnum í máli nr. /2022. Við rannsókn á farsímum og rafrænum gögnum í eigu varnaraðila, sem sé ekki enn lokið, hafi m.a. komið í ljós að skömmu eftir að varnaraðili fór frá þann 6. október 2022 hafi hann fengið send skilaboð sem lögregla telji að snúi að pakkanum og hvernig eigi að opna hann og sækja fíkniefnin. Í síðari yfirheyrslu þann 13. október síðastliðinn hafi varnaraðili að fjár hagsstaða sín væri slæm. Hann hefði margoft fengið lánaða peninga hjá Y og skuldaði honum töluverðar fjárhæðir. Þá hafi varnaraðili enn neitað að tjá sig um hvað hann og Y hefðu rætt að þann 6. október síðastliðinn og hvort Y hefði sagt eitthvað um pakkann. Þá hafi varnaraðili sagst ekkert kannast við pakkann en í farsíma hafi fundist skjáskot með rakningarupplýsingum sendingarinnar send frá ótilgreindum aðila. Aðspurður hafi varnaraðili neitað að tjá sig um þann aðila. 3 Varnar aðili hafi verið ósamvinnuþýður við rannsókn málsins, hafnað heimild til húsleitar, afléttingu bankaleyndar og rannsókn á rafrænu innihaldi töluverðs magns haldlagðra muna. Lögregla hafi því þurft að afla dómsúrskurða viðvíkjandi öllum þessum rannsóknarþát tum. Afstaða varnaraðila hafi því valdið umtalsverðum töfum á rannsóknum á fyrrnefndum munum. Við húsleit á heimili varnaraðila hafi lögregla m.a. fundið fíkniefni og áhöld og umbúðir fyrir sölu fíkniefna, vopn og talsvert af fjármunum en lögregla telji að varnaraðili stundi sölu og dreifingu fíkniefna auk þess að tengjast fjármögnun á innflutningi fíkniefna hingað til lands. Eiginkona Y hafi verið yfirheyrð og aðspurð hafi hún viðurkennt að hafa í vinnuferð til tekið út 689.496 krónur í evrum og afhen t óþekktum aðila að beiðni Y . Umræddur peningur hefði verið greiðsla skuldar fyrir varnaraðila. Rannsókn á bankagögnum varnaraðili sé í fullum gangi en hafi þegar leitt í ljós að heildarinnborganir á reikninga varnaraðila á viðkomandi tímabili séu alls um 56 milljónir króna. Yfirgnæfandi meiri hluti heildarinnkomu hans sé að mati lögreglu óútskýrð innkoma. Varnaraðili hafi sætt gæsluvarðhaldi frá 8. október síðastliðnum, samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. R - /2022, sem staðfestur hafi ver ið af Landsrétti, sbr. úrskurð réttarins í máli nr. 609/2022, og úrskurði Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. R - /2022, sem staðfestur hafi verið af Landsrétti, sbr. úrskurð réttarins í máli nr. 626/2022. Framangreindu til fyllingar vísist nánar til fyrirli ggjandi rannsóknargagna. Lagarök Kröfu sinn i til stuðnings vísar lögreglustjóri til þess að rannsókn málsins sé í fullum gangi og auk annars verið að rannsaka umfangsmikið innihald hinna haldlögðu muna sem lögregla ætli að séu í eigu varnaraðila og annarra sem málinu tengist. Lögregla leggi áherslu á, líkt og gögn málsins beri með sér, að um gríðarlegt magn gagna sé að ræða sem gefa þurfi lögreglu færi á að yfirfara og rannsaka. Lögregla ætli að þeir munir, sem haldlagðir hafi verið, kunni að innihal da upplýsingar um aðdraganda sendingar pakkans með fíkniefnunum hingað til lands, tengsl varnaraðila við sendinguna, hugsanlega vitorðsmenn á Íslandi og eftir atvikum erlendis, auk annarra atriða og því sé nauðsynlegt með tilliti til umfangs málsins að lög reglu gefist lengri tími til að yfirfara þau gögn og bera undir varnaraðila og aðra sem málinu tengjast áður en þau fá færi á að samræma framburði sína. Að mati lögreglustjóra leiki grunur á að varnaraðili hafi ekki staðið einn að umræddum innflutningi og að hann búi yfir upplýsingum um hverjir ætlaðir samverkamenn hans séu. Afar brýnt sé því að lögreglu gefist ráðrúm til að rannsaka málið og upplýsa það frekar. Magn framngreindra fíkniefna þykir eindregið benda til þess að þau hafi verið ætluð til sölu og dreifingar hér á landi og að háttsemi varnaraðila kunni að varða við ákvæði 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 auk ákvæða laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni. Lögreglustjóri telji einsýnt að ætla megi að varnaraðili kunni að torvelda ranns ókn málsins og hafa áhrif á samseka eða vitni gangi hann laus. Þá telji lögreglustjóri hættu á að varnaraðili kunni að verða beittur þrýstingi af hugsanlegum samverkamönnum og að reynt verði að hafa áhrif á hann gangi hann laus. Lögreglustjóri telji því sk ilyrði a - liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála til að gera varnaraðila að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi vera uppfyllt. Í ljósi framangreindra rannsóknarhagsmuna sé þess einnig krafist að varnaraðila verði gert að sæta einangrun á meðan gæsluv arðhaldi stendur, sbr. b - lið 1. mgr. 99. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Með vísan til alls framangreinds, a - liðar 1. mgr. 95. gr. og b - liðar 1. mgr. 99. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, 173. gr. a. og 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og laga nr. 65/1974 um ávana og fíkniefni telji lögreglustjóri brýna rannsóknarhagsmuni standa til þess að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi og einangrun í samræmi við kröfu hans þar að lútandi. Niðurstaða Samkvæmt 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 er það skilyrði þess að sakborningur verði úrskurðaður í gæsluvarðhald að fram sé kominn rökstuddur grunur um að hann hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við. Því til viðbótar þarf minnst eitt þeir ra skilyrða sem tilgreind eru í stafliðum málsgreinarinnar að vera uppfyllt. Líkt og að framan greinir er krafa lögreglustjóra reist á a - lið 1. mgr. 95. gr. Samkvæmt umræddum lið er heimilt að gera sakborningi að sæta gæsluvarðhaldi ef ætla 4 má að hann muni torvelda rannsókn málsins, svo sem með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum ellegar hafa áhrif á samseka eða vitni. Samkvæmt framansögðu og fyrirliggjandi rannsóknargögnum málsins er að mati dómsins ljóst að varnaraðili er undir rökstuddum g run um að hafa gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við. Rannsókn á málinu er yfirstandandi og hefur lögregla meðal annars haldlagt ýmsa muni, þar á meðal tölvur og símtæki sem tilheyra varnaraðila og öðrum þeim er málinu tengjast, og aflað dómsúrskurða um heimild til rannsóknar á rafrænu innihaldi þeirra muna. Samkvæmt fyrirliggjandi rannsóknargögnum er umfang þess rafræna innihalds verulegt og telur lögregla að það kunni að hafa að geyma upplýsingar um undirbúning pakkasendingar hingað til lands, sem innhélt tæp tvö kíló af kókaíni, sem og um hugsanlega samverkamenn þeirra sem þegar hafa verið handteknir vegna málsins bæði hér á landi og eftir atvikum erlendis. Ætla verður lögreglu tilhlýðilegt ráðrúm til að ljúka yfirferð þessara gagna og bera undir þá sem handteknir hafa verið vegna málsins og mögulega aðra sem hafa átt aðild að því, áður en þeim gefst færi á að samræma framburði sína. Að framansögðu virtu verður því fallist á það með lögreglustjóra að skilyrði a - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 fyrir gæsluvarðhaldi varnaraðila séu enn fyrir hendi og umkrafinn tími gæsluvarðhaldsvistar varnaraðila ekki lengri en efni standa til með hliðsjón af eðli málsins og áðurgreindu umfangi. Þá þykir enn fremur nauðsynlegt af sömu ástæðum að varn araðili sæti einangrun á meðan á gæsluvarðhaldi stendur, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 98. gr. sömu laga. Að þessu gættu og með vísan til annars þess sem að framan er rakið þykir fullnægt skilyrðum a - liðar 1. mgr. 95. gr. og 2. málsl. 2. mgr. 98. gr. laga nr. 88 /2008 um meðferð sakamála til að taka kröfu lögreglustjóra til greina eins og hún er fram sett og nánar greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð Varnaraðili, X , kt. , skal sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi, þó ekki lengur en til föstudagsins 28. október 2022, kl. 16:00. Varnaraðili sæti einangrun á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur.