LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 2. maí 2023 . Mál nr. 311/2023 : Ákæruvaldið (Sonja Hjördís Berndsen aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Magnús Jónsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. B - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi á grundvelli b - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason og Jóhannes Sigurðsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 28. apríl 2023 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 28. apríl 2023 í málinu nr. R - [...] /2023 þar sem varnaraðila var gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi, þó ekki lengur en til fimmtudagsins 25. maí 2023 klukkan 16. Kæruheimild er í l - lið . 1. mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. 3 Varnaraðili krefst þ ess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og til vara að honum verði í stað gæsluvarðhalds gert að sæta vægari úrræðum samkvæmt 100. gr. laga nr. 88/2008. Niðurstaða 4 Fallist er á með héraðsdómi að u ppfyllt séu skilyrði b - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 þannig að varnaraðili skuli sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Þá verður að virtum gögnum málsins ekki talið að vægari úrræði samkvæmt 100. gr. sömu laga nægi til að tryggja nærveru varnaraðila hér á landi á meðan mál hans er til meðferðar fyrir dómi. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 28. apríl 2023 Mál þetta var þingfest og tekið til úrskurðar 28. apríl 2023. Sóknaraðili er Héraðssaksóknari. Varnaraðili er X , fd. [...] . Dómkröfur Þess er krafist að X , fd. [...] , sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, til fimmtudagsins 25. maí 2023, kl. 16:00. Málsatvik Í greinargerð sóknara ðila er atvikum lýst svo: Embætti héraðssaksóknara hefur til meðferðar ætlað kynferðisbrot ákærða gegn A (kæranda), kt. [...] , að kvöldi 1. janúar 2023. Ákæra var gefin út á hendur ákærða þann 9. mars sl. fyrir ætlað brot gegn 1. og 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Meint brot ákærða er talið hafa verið framið að kvöldi 1. janúar 2023 í bifreið í eigu kæranda við [...] að [...] í Reykjavík. Ákærði liggur undir rökstuddum grun um að hafa án samþykkis og með ofbeldi og ólögmætri nauðu ng, haft samræði og önnur kynferðismök við kæranda, en honum er gefið að sök að hafa þvingaði hana til að hafa við sig munnmök með því að ýta höfði hennar ítrekað niður að getnaðarlim sínum og skeytt því engu þótt hún berðist á móti, segði honum að hætta og kastaði upp. Þá er honum gefið að sök að hafa í kjölfarið haft við hana samfarir með því að notfæra sér að hún var illa áttuð og gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa kannabisefna og skeytt því engu þótt hún héldi áfram að kasta upp. Ákærði neit ar sök. Hann kveðst hafa haft samræði og önnur kynferðismök við kæranda með samþykki hennar. Við rannsókn málsins var tekin skýrsla af vitni sem sótti ákærða á [...] að [...] umrætt kvöld skömmu eftir hið ætlaða brot. Að mati sóknaraðila styður framburður vitnisins við framburð kæranda. Þá liggur fyrir meðal gagna málsins að ákærði keypti flugmiða til Bandaríkjanna í skyndi þann 2. janúar 2023. Samkvæmt framburði vitnis var ákærði á leiðinni á Keflavíkurflugvöll þegar hann gaf sig loks fram við lögreglu, se m hafði þá lýst eftir honum. Ákærði hefur ekki gefið skýringar á því hvers vegna hann hugðist fara í skyndi af landi brott, á sama tíma og hann átti miða til Póllands 9. janúar 2023. Þá hefur ákærði staðfest að hann hafi engin sérstök tengsl við landið. Varðandi frekari málavexti vísast til gagna málsins. Vísast einkum til neyðarmóttökugagna, skýrslu um rannsókn á síma kærða, upplýsingaskýrslu um upptökur úr eftirlitsmyndavél og skýrslna um rannsókn á bifreið kæranda. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur f rá 3. janúar 2023 í máli nr. R - [...] /2023, var ákærða gert að sæta farbanni til þriðjudagsins 31. janúar 2023. Sá úrskurður var staðfestur með úrskurði Landsréttar í máli nr. 18/2023 þar sem fallist var á að fyrir hendi væri rökstuddur grunur um brot ákærð a. Þá var ákærða gert að sæta áframhaldandi farbanni til 28. febrúar 2023 með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. R - [...] /2023. Sá úrskurður var staðfestur með úrskurði Landsréttar í máli nr. 83/2023. Þá var farbann framlengt til 28. mars 2023 með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. R - [...] /2023 sem staðfestur var með úrskurði Landsrétti í máli nr. 161/2023 þann 2. mars 2023. Daginn eftir að Landsréttur staðfesti síðastnefnda úrskurð um farbann, þann 3. mars sl., reyndi ákærði að 3 yfirgefa landið þrátt fyrir að hann sætti þá farbanni. Ákærði bókað sig í flug til Flórída í Bandaríkjunum seinni partinn þann dag og framvísaði neyðarvegabréfi í landamæraeftirliti á Leifsstöð en var í kjölfarið vistaður í biðklefa á Keflavíkurflugvelli grunaður um brot á farbanni. Gat ákærði eingöngu framvísað flugmiða til Bandaríkjanna en ekki til baka. Frumskýrsla vegna afskipta af ákærða liggur fyrir meðal gagna málsins undir málsnúmerinu [...]. Ákærði var handtekinn og úrskurðaður til að sæta gæsluvarðhaldi í kjölfarið á grundvelli b - liðar 1. mgr. 95. gr. sml. með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. R - [...] /2023 sem staðfestur var með úrskurði Landsréttar í máli nr. 170/2023. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 21. mars sl. undir málsnúmerinu S - [...] /2023. Ákærði neitaði sök við þingfestingu málsins. Aðalmeðferð hófst 21. apríl sl., en framhald aðalmeðferðar er á dagskrá 4. maí nk. Lagarök Í greinargerð er krafa sóknaraðila rökstudd þannig: Það er mat héraðssaksóknara að ljóst sé að mikil hætta sé á að ákærði reyni að koma sér undan saksókn í málinu og framganga hans hefur verið með þeim hætti að ákæruvaldið telur gæsluvarðhald nauðsynlegt til að tryggja nærveru hans hér á landi meðan mál hans er til me ðferðar sbr. b - lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Ákærði er [...] ríkisborgari og hefur lítil sem engin tengsl við landið. Einu tengsl ákærða við landið er dvöl hans hérlendis í sex vikur haustið 2022 þegar hann lék [...] með tilgreindu íþróttafélagi. Samkvæmt ákærða kom hann til landsins skömmu fyrir áramót 2022/2023 í því skyni einu að eyða áramótunum hérlendis og hugðist hann fara af landi brott 9. janúar 2023. Af gögnum málsins verður ráðið að ákærði sé undir rökstuddum gru n um að hafa framið alvarlegt kynferðisbrot sem fangelsisrefsing er lögð við, en meint brot eru talin varða við 1. og 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Undir það mat hafa dómstólar ítrekað tekið. Með vísan til framangreinds er þess krafi st að krafan verði tekin til greina eins og hún er fram sett, en brýnir hagsmunir standa til þess að ákærða verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi vegna málsins. Niðurstaða Eins og rakið er að framansögðu þá er ákærði grunaður um brot gegn 1. og 2. mgr. 194. gr.almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum á grundvelli b - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. En með hliðsjón af gögnum málsins og greinargerð héraðssaksóknara verður fa llist á að fyrir hendi sé rökstuddur grunur um að varnaraðili hafi gerst sekur um brot gegn 1. eða 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sem getur varðað allt að 16 ára fangelsi. Rannsókn málsins er lokið og ákæra var gefin út 9. mars sl. Má lið var síðan þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 21. mars sl. sem mál S - /2023. Ákærði neitaði sök við þingfestingu málsins. Aðalmeðferð málsins hófst 21. apríl sl., en framhald aðalmeðferðar er sett á dagskrá þann 4. maí nk. Varnaraðili hafði áður sætt farbanni vegna málsins, sbr. úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur nr. R - [...] /2023, sem staðfestur var með úrskurði Landsréttar í máli nr. 18/2023, sbr. einnig úrskurð Landsréttar í máli nr. 83/2023, sem kveðinn var upp 8. febrúar síðastliðinn. Varnaraðili var svo úrskurðaður í áframhaldandi farbann 28. febrúar síðastliðinn með úrskurði héraðsdóms í máli nr. R - [...] /2023 sem staðfest var með úrskurði Landsréttar 2. mars 2023 í máli nr. 161/2023. En í kjölfar þess að varnaraðili var úrskurðaður í farbann var han n handtekinn á Keflavíkurflugvelli, þar sem hann var á leið úr landi, að því 4 er virðist til að koma sér undan fyrirhugaðri málsókn, og þá mögulegri fullnustu refsingar í sakamáli. Í framhaldi var fallist á gæsluvarðhaldi yfir varnaraðila, sbr. úrskurð Héra ðsdóms Reykjavíkur nr. [...] /2023 frá 3. mars sl. sem staðfestur var í Landsrétti 6. mars sl. í máli nr. 170/2023, og svo áframhaldandi gæsluvarðhald á þessum sama grunni í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 31. mars sl. í máli [...] /2003. Af hálfu varnaraðila er kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald mótmælt en að til vara sé þess krafist að hann verði þá fremur látinn sæta farbanni uns mál hans er til lykta leitt en hann sé án vegabréfs sem sé í vörslum lögreglu. Ástæða þess að varnaraðili hafi reynt að komast til Bandaríkjanna hafi verið sú að [...] hafi fallið frá í febrúar sl. og hann viljað komast í jarðaför hennar í mars. Þetta hafi því verið skiljanlegur dómgreindarbrestur af hans hálfu. Varðandi flugmiða í janúar þá hafi varnaraðili ekki reynt að nota hann og farið í skýrslutöku hjá lögreglu. Þá hafi gæsluvarðhald almennt truflandi áhrif á varnir í málinu. Af hálfu sækjanda er hins vegar áréttað að Landsréttur hafi þá þegar eftir tilraun varnaraðila til að fara úr landi í trássi við farbann metið það svo að nauðsynlegt væri í ljósi reynslunnar að hafa hann í gæsluvarðhaldi, en fyrir liggur að máli hans fyrir dómi verði framhaldið 4. maí nk. og verður þá væntanlega tekið til dóms. Ljóst er með hliðsjón af framangreindu og að virtum gög num málsins að það getur spillt fyrir frekari meðferð málsins ef ekki er unnt að tryggja nærveru varnaraðila hér á landi. Fyrir liggur að hann er bandarískur ríkisborgari með takmörkuð tengsl við landið. Ekki er vitað um nein yfirstandandi eða ráðgerð star fstengsl hans við landið. Þá er einnig að líta til þess að varnaraðili virðist hafa leitast við að fara af landi brott í flýti eftir meint brot og svo aftur eftir að Landsréttur hafði staðfest farbann 3. mars sl. og var þá handtekinn eftir að hafa útvegað sér neyðarvegabréf. Ekki er þá fyrir hendi framsalssamningur milli Íslands og Bandaríkjanna sem heimilar sérstaklega framsal bandarískra ríkisborgara til landsins í þágu rannsóknar og meðferðar sakamáls fyrir dómi. Er fallist á með sækjanda að afar brýnt sé að tryggja nærveru varnaraðila hér á landi á meðan mál hans er til meðferðar hérlendis en vænta megi dóms innan tíðar. Enn fremur liggur fyrir það mat Landsréttar að rétt sé að varnaraðili sæti við svo búið gæsluvarðhaldi sbr. úrskurður réttarins í máli nr. 170/2023. Verður ekki séð að annað eigi nú við en þar er rakið um skilyrði áframhaldandi gæsluvarðhalds. Að öllu framangreindu virtu er því fallist á það að rökstuddur grunur liggi fyrir um að ákærði hafi gerst sekur um brot sem varðar fangelsis refsingu ef sök sannast, sbr. almenn skilyrði 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, sem og að enn fremur séu hér uppfyllt sérstök skilyrði b - liðar 1. mgr. 95. gr. sömu laga svo að fallast megi áframhaldandi gæsluvarðhald ákærða á þessum grunni. Þá þykir ekki á stæða til að marka gæsluvarðhaldi skemmri tíma en krafist er, né heldur verður fallist á það að vægari úrræði eins og farbann geti komið til greina eins og hér stendur. Verður því fallist á kröfu héraðssaksóknara eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Pétur Dam Leifsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð Varnaraðili, X , fd. [...] , skal sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi, þó ekki lengur en til fimmtudagsins 25. maí 2023, kl. 16:00.