LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 11. október 2022. Mál nr. 608/2022 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ( Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Halldóra Aðalsteinsdóttir lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. Gæsluvarðhaldsúrskurður felldur úr gildi . Útdráttur Felldur var úr gildi úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og einangrun meðan því stendur. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Ásmundur Helgason , Jóhannes Sigurðsson og Kristinn Halldórsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 7. október 2022 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 10. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 7. október 2022 í málinu nr. R - /2022 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 14. október 2022 klukkan 16 og einangr un meðan á því stendur. Kæruheimild er í l - lið 1. mgr. 192. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og einangrun verði aflétt. Niðurstaða 4 Varnaraðili er einungis ára . Framlögð rannsóknargögn renna ekki stoðum undir að fram sé kominn rökstuddur grunur um aðild hans að innflutningi fíkniefna sem fundust í kaffivél sem var í pakka sem faðir varnaraðila sótti til foreldra sinna kvöldið 6. október síðastliðinn. Ekki er því fullnægt skilyrðum 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 fyrir gæsluvarðhaldi yfir varnaraðila og ber því að fella hinn kærða úrskurð úr gildi. 2 Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 7. október 2022 Mál þetta var þingfest og tekið til úrskurðar 7. október 2022. Sóknaraðili er Lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Dómkröfur Þess er krafist Héraðsdóms Reykjaness, til föstudagsins 14. október 2022, kl. 16:00, og verði gert að sæta einangrun á meðan á gæsluvarðhaldi eða vistun á viðeigandi stofnun stendur. Málsatvik Í greinargerð lögreglustjóra segir: ,,Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur til rannsóknar innflutning á töluverðu magni af sterkum ávana - og fíkniefnum með hraðsendingu. Þann 27. september sl. höfðu lögregluyfirvöld í Þýskalandi samband við lögregluyfirvöld hér á Íslandi vegana sendingar sem væri væntanleg til landsins sem inniheldur fíkniefni. Pakkinn var stöðvarður í , Þýskalandi, þar sem hann var tekinn til frekari skoðunar. Pakkinn inniheldur kaffivél. Pakkinn var gegnumlýstur og við nánari skoðun á kaffivélinni fannst hvítt efni falin í málm íláti inni í kaffivélinni. Efnin var forprófað með MMC test og gaf það svörun á kókaín en um er að ræða u.þ.b. 2000 grömm af efnum. Upplýsingar varðandi pakkann. Upplýsingar um móttakanda skv. merkingu pakkans eru, Upplýsingar um sendanda skv. merkingu pakkans eru: Lögregla hefur undir rannsókn málsins fengið heimild með dómsúrskurði til að hlusta símanúmer skráðs móttakanda. Í kjölfarið vaknaði rökstuddur grunur um að Þ, kt. Rannsókn lög reglu hefur leitt í ljós að varnaraðili er sonur Þ. Í samstarfi við löggæsluyfirvöld í Þýskalandi var pakkinn fluttur til Íslands þar sem íslensk löggæsluyfirvöld tóku við honum. Efnin voru flutt til nánari rannsóknar hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðbor garsvæðinu og er niðurstaða þeirrar rannsóknar að um er að ræða 1965,61 grömm af kókaíni. Efnin hafa verið send rannsóknarstofu Háskóla Íslands í eiturefnafræði til nánari rannsóknar, s.s. styrkleikamælingar, niðurstaða þeirrar rannsóknar liggur ekki fyrir . í kjölfar þess að pakkinn og efnin bárust til Íslands greip lögregla til ákveðina rannsóknaraðgerða sem en Y greiddi við móttökuna skatta og gjöld veg 4 Varnaraðili, X, skal sæta gæsluvarðhaldi til föstudagsins 14. október 2022, kl. 16:00. Varnaraðili skal sæta einangrun á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur.