LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 31. mars 2023 Mál nr. 92/2022 : Ásgrímur Helgi Einarsson ( Sævar Þór Jónsson lögmaður ) gegn Íslandsbank a hf. ( Torfi Ragnar Sigurðsson lögmaður) Lykilorð Skuldamál. Stefna. Kröfugerð. Málsástæða. Vanreifun. Frávísun frá héraðsdómi. Útdráttur Í hf. höfðaði mál á hendur Á til greiðslu skuldar á grundvelli sjálfskuldarábyrgðar hans á yfirdráttarskuld á tékkareikningi H ehf. Í dómi Landsréttar kom fram að þegar upplýsingar um réttan grundvöll að fjárhæð kröfunnar komu fram u ndir rekstri málsins í héraði hafi Á þegar skilað greinargerð sinni. Hefði rétt lýsing á tilurð kröfu Í hf. legið fyrir í stefnu væri ekki hægt að útiloka að varnir Á hefðu einnig beinst að þeirri ráðstöfun sem fjárhæð kröfunnar byggðist á. Þá hafi dráttar vaxtakrafa Í hf. í stefnu ekki samrýmst 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Málatilbúnaður Í hf. í öndverðu hafi verið í brýnni andstöðu við kröfur 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála um skýran og glöggan málatilbún að, sem ekki hafi verið unnt að bæta úr undir rekstri málsins. Var málinu því vísað frá héraðsdómi af sjálfsdáðum. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason og Kristinn Halldórsson . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 22. febrúar 2022 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 25. janúar 2022 í málinu nr. E - 4055/2020 . 2 Áfrýjandi krefst sýknu af öllum kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. Málsatvik , málsástæður og sönnunarfærsla 4 Mál þetta er höfðað af stefnda á hendur áfrýjanda á grundvelli sjálfskuldarábyrgðar þess síðarnefnda 8. maí 2015 á yfirdráttarskuld á tékkareikningi Húnavalla ehf. að fjárhæð allt að þremur milljónum króna, auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar. 2 Ágreiningslaust er að á þeim tíma sat áfrýjandi í stjórn félagsins, en hann kveðst ekkert hafa komið að rekstri þess. Eins og rakið er í hérað sdómi var bú Húnavalla ehf. tekið til gjaldþrotaskipta 28. júní 2019. Um málsatvik er nánar vísað til hins áfrýjaða dóms sem og um málsástæður aðila fyrir héraðsdómi. 5 Fyrir Landsrétti vísar áfrýjandi að mestu til sömu röksemda fyrir sýknukröfu sinni og hann tefldi fram fyrir héraðsdómi. Auk þess gerir hann þá athugasemd við málarekstur stefnda að fjárhæð kröfu hans á hendur sér sé vanreifuð. Þar vísar áfrýjandi annars v egar til þess að tvær aðrar sjálfskuldarábyrgðir vegna yfirdráttarskuldar á umræddum tékkareikningi hafi verið gefnar út og hafi dómsmálum á hendur þeim ábyrgðarmönnum verið lokið með dómsátt. Engin gögn hafi aftur á móti verið lögð fram af hálfu stefnda t il að upplýsa hver núverandi staða skuldarinnar sé. Hins vegar vísar áfrýjandi til þess að ekkert sé fjallað um það af hálfu stefnda hvernig skuldin á reikningnum hafi hækkað úr 2.026.159 krónum, eins og staða hans hafi verið þegar honum var lokað, í 6.344 .962 krónur samkvæmt því sem segi stefnu. Þetta ósamræmi í gögnum málsins, sem ekki hafi verið útskýrt með frekari gagnaframlagningu af hálfu stefnda, valdi óskýrleika sem kunni að varða frávísun málsins án kröfu. 6 Í greinargerð stefnda til Landsréttar mót mælir hann röksemdum áfrýjanda fyrir sýknu með hliðstæðum hætti og hann gerði fyrir héraðsdómi. Þá svarar hann athugasemdum áfrýjanda við fjárhæð kröfunnar á þá leið að gerð hafi verið grein fyrir henni í munnlegum málflutningi fyrir héraðsdómi. Vísar stef ndi til þess að þegar bú Húnavalla ehf. hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta 28. júní 2019 hafi yfirdráttarskuld félagsins á reikningnum verið 2.673.495 krónur. Þrátt fyrir úrskurð um gjaldþrotaskipti hafi félagið haldið áfram að nota reikninginn. Með bré fi skiptastjóra þrotabúsins 24. október 2019 hafi verið farið fram á að allar innborganir á reikninginn, frá því að félagið var tekið til gjaldþrotaskipta til 25. júlí 2019, samtals að fjárhæð 4.183.873 krónur, yrðu greiddar inn á reikning skiptastjóra. Á það hafi verið fallist með greiðslu 7. nóvember 2019 er leiddi til þess að heildarskuld Húnavalla ehf. vegna yfirdráttar á tékkareikningi þess nam 6.210.032 krónum. Fram kemur að stefndi hafi í kjölfar greiðslunnar lýst kröfu að fjárhæð 4.183.873 krónur vi ð skiptin. Framangreint bréf skiptastjóra hefur verið lagt fyrir Landsrétt. 7 Um athugasemd áfrýjanda er lýtur að sjálfskuldarábyrgð annarra stjórnarmanna í Húnavöllum ehf. segir að þær ábyrgðir nemi samtals tveimur milljónum króna. Staðfest er að gerð hafi verið dómsátt í málum gegn þeim. Fjárhæð skuldarinnar á reikningnum sé hærri en samanlögð fjárhæð sjálfskuldarábyrgðanna þriggja. Skuldin hafi ekki fengist greidd og því sé áfrýjandi krafinn um greiðslu þeirrar fjárhæðar sem hann hafi gengist í ábyrgð fyri r. 8 Við aðalmeðferð málsins lagði stefndi fram skjal sem sýnir stöðu innheimtumáls vegna yfirdráttar á umræddum tékkareikningi 21. mars 2023. Þar kemur fram að höfuðstóll kröfunnar sé 6.344.962 krónur, dráttarvextir nemi 2.641.035 krónum og 3 kostnaður sé sa mtals 631.775 krónur. Greiðslur inn á kröfuna nemi samtals 2.649.915 krónum. 9 Stefndi hefur lagt fram nokkur önnur gögn í málinu. Þau tengjast meðal annars stofnun tékkareikningsins og tilefni þess að yfirdráttarheimild var veitt árið 2015, auk fleiri gagna . 10 Við aðalmeðferð málsins í Landsrétti gaf áfrýjandi aðilaskýrslu. Vitnið Gyða S. Einarsdóttir, sem var framkvæmdastjóri og stjórnarmaður í Húnavöllum ehf., gaf þar einnig skýrslu í gegnum síma. Niðurstaða 11 Í stefnu í héraði krafðist stefndi að áfrýjandi greiddi honum þrjár milljónir króna með nánar tilgreindum dráttarvöxtum af 6.344.962 krónum frá 28. júní 2019 til greiðsludags. Í þeim kafla stefnunnar sem fjallar um málsatvik og málsástæður segir að á tékkareikningi einkahlutafélagsins Húnavalla hafi inn istæðulausar færslur numið 6.344.962 krónum 28. júní 2019 og hafi reikningnum þá verið lokað. Um greiðsluskyldu áfrýjanda var vísað til sjálfskuldarábyrgðar hans samkvæmt yfirlýsingu 8. maí 2015 að fjárhæð þrjár milljónir króna ásamt vöxtum og kostnaði veg na reikningsins. Fram kemur að áfrýjanda hafi verið sent innheimtubréf 9. ágúst 2019. Í samræmi við 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu væri því krafist dráttarvaxta frá 9. september 2019. Sú lýsing er í ósamræmi við dómkröfu stefnda, þar sem krafist var dráttarvaxta frá 28. júní 2019, eins og áður segir. 12 Við þingfestingu málsins 25. júní 2020 lagði stefndi, auk stefnu og skjalaskrár, fram þrjú skjöl. Í fyrsta lagi lagði hann fram skjal sem hefur að geyma stofnupplýsingar um umræddan t ékkareikning Húnavalla ehf., í öðru lagi fyrrgreinda yfirlýsingu áfrýjanda 8. maí 2015 um sjálfskuldarábyrgð og í þriðja lagi innheimtubréf 9. ágúst 2019. Fyrstnefnda skjalið ber með sér að hafa verið sótt í kerfi stefnda 9. ágúst 2019. Þar kemur fram að r eikningurinn hafi verið læstur 22. júlí 2019 og að staða hans sé neikvæð um 2.026.159 krónur. Í síðastnefnda skjalinu er áfrýjandi krafinn um greiðslu á samtals 2.174.524 krónum, en fjárhæðinni er þar skipt í höfuðstól að fjárhæð 2.161.089 krónur, 28.220 k rónur í dráttarvexti til 9. ágúst 2019 og 142.465 krónur í innheimtuþóknun, en innborgun að fjárhæð 157.250 krónur kom til frádráttar. Efni þessara skjala fá ekki samrýmst því sem segir í stefnu málsins um fjárhæð kröfu stefnda á hendur aðalskuldara, Húnav alla ehf., 28. júní 2019. 13 Áfrýjandi lagði fram greinargerð í málinu 10. september 2020 sem þá fékk númerið 7 í dómskjölum málsins. Í þingbók segir að áfrýjandi hafi lagt fram í þinghaldinu dómskjöl númer 6 til 15, greinargerð og fylgiskjöl. Á dómskjali núm er 6 er reikningsyfirlit umrædds tékkareiknings Húnavalla ehf. á tímabilinu 1. júní til 31. desember 2019. Greinargerðin sjálf ber ekki með sér að áfrýjandi hafi lagt fram reikningsyfirlitið á dómskjali númer 6, einungis greinargerðina á dómskjali númer 7 og nánar tilgreind fylgiskjöl á dómskjölum númer 8 til 15. Þrátt fyrir framangreinda 4 bókun í þingbók verður því að leggja til grundvallar að stefndi hafi lagt reikningsyfirlitið fram, en ekki áfrýjandi. 14 Efst á framangreindu reikningsyfirliti er staða reikn ingsins sögð vera 6.211.022 krónur. Ber skjalið með sér að síðasta færsla á reikningnum hafi átt sér stað 7. nóvember 2019. Um tegund færslunnar og mótaðila segir í báðum tilvikum með því að neikvæð staða reikningsins færðist úr 2.026.159 krónum í 6.210.032 krónur. Aftur á móti er staða reikningsins í lok dags 28. júní 2019 2.673.495 krónur, en ekki 6.344.962 krónur, eins og staðhæft er í stefnu. Síðastnefnda fjárhæðin kemur raunar hvergi fram í skjalinu. 15 Í þinghaldi í málinu 29. október 2020 óskaði lögmaður stefnda að bókað yrði að krafist sé dráttarvaxta af 3.000.000 kr. frá 28. júní 2019 til greið Málinu var því næst frestað svo aðilar gætu leitað sátta. Sáttatilraunir skiluðu ekki árangri og fór aðalmeðferð fram í málinu 18. janúar 2022. Ágreiningslaust er að þar hafi stefndi gert grein fyrir fjárhæð kröfunnar að teknu tilliti til greiðsl u til skiptastjóra þrotabús Húnavalla ehf. að fjárhæð 4.183.873 krónur sem vikið er að í greinargerðum beggja aðila fyrir Landsrétti. Með hinum áfrýjaða dómi var áfrýjanda gert að greiða stefnda þrjár milljónir króna með dráttarvöxtum frá 28. júní 2019 í s amræmi við kröfugerð stefnda samkvæmt stefnu og fyrrgreind a bókun 29. október 2020. 16 Samkvæmt 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður stefnandi að gera afdráttarlausa grein fyrir dómkröfum sínum í stefnu málsins, lýsa þar málsástæðum, sem liggja til grundvallar málsókninni á gagnorðan og skýran hátt, og geta helstu sönnunargagna sem aflað hefur verið og eftir er að afla, sbr. d - , e - og g - lið greinarinnar. Með stefnu leggur stefnandi grunn að allri frekari meðferð málsins, enda getur han n almennt ekki aukið við sakarefnið með því að breyta kröfugerð eða rökstuðningi fyrir henni eftir höfðun málsins. Þessari lýsingu í stefnu er einnig ætlað að veita stefnda nauðsynlegar upplýsingar um grundvöll málsóknarinnar og röksemdir fyrir dómkröfum m álsins svo honum sé unnt að ákveða hvort og þá með hvaða rökum hann eigi að grípa til varna. Í þessu ljósi verður stefnandi meðal annars að útskýra í stefnu með hvaða rökum hann telur að varnaraðili beri þá skyldu gagnvart honum sem dómkröfur hans lúta að og umfang þeirrar skyldu. 17 Mál stefnda gegn áfrýjanda er, eins og áður segir, höfðað til greiðslu á skuld aðalskuldara, Húnavalla ehf., við stefnda á grundvelli ábyrgðar áfrýjanda. Í öllum aðalatriðum gat áfrýjandi haft uppi sömu varnir gegn kröfu stefnda o g aðalskuldari. Því var brýnt að stefndi lýsti fjárhæð þeirrar skuldar í stefnu og gerði skýra grein fyrir því hvernig hún varð raunverulega til. 18 Í stefnu málsins er umræddri kröfu ranglega lýst og gerð ófullnægjandi grein fyrir grundvelli hennar. Þar er gefið til kynna að yfirdráttarskuld að fjárhæð 6.344.962 5 krónur hafi orðið til með ráðstöfun Húnavalla ehf. á fjármunum stefnda samkvæmt yfirdráttarheimild, umfram innlagnir á tékkareikninginn, áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta 28. júní 2019. Undir rekstri málsins kom þó annað í ljós. Gögn sem stefndi lagði fram við þingfestingu málsins samræmdust ekki þessari lýsingu í stefnu, eins og vikið hefur verið að, enda gáfu þær ekki annað til kynna en að yfirdráttarskuldin hefði verið til muna lægri v ið lokun reikningsins 22. júlí 2019 en fram kemur í stefnu. Það gerði reikningsyfirlit, sem stefndi lagði fram á sama tíma og áfrýjandi lagði fram greinargerð sína , ekki heldur. Benti það yfirlit til þess að stærsti hluti yfirdráttarins hefði myndast með l eiðréttingarfærslu 7. nóvember 2019, en ekki með notkun reikningsins til 28. júní sama ár. Skýring á þessu virðist ekki hafa komið fram fyrr en við aðalmeðferð málsins í héraði. Samkvæmt henni virðist yfirdráttarskuldin hafa hækkað um 4.183.873 krónur með því að stefndi greiddi þrotabúi Húnavalla ehf. þá fjárhæð í nóvember 2019 að kröfu skiptastjóra. 19 Bréf skiptastjóra 24. október 2019, sem lagt hefur verið fyrir Landsrétt, skýrir þetta nánar. Þar kemur fram að skiptastjóri hafi í bréfi til stefnda 2. júlí s ama ár upplýst bankann um að öll ráðstöfun fjármuna Húnavalla ehf. væri óheimil án samþykkis skiptastjóra. Í bréfinu segir að þrotamaður hafi þrátt fyrir þetta fengið að nota tékkareikninginn frá 3. júlí til 25. júlí 2019 og um það vísað til yfirlits sem s kiptastjóri hafði fengið um færslur á reikningnum á þessum tíma. Þar er því haldið fram að allar greiðslur inn á reikninginn á tímabilinu, samtals að fjárhæð 4.183.873 krónur, hafi átt að greiðast til þrotabúsins og krafðist skiptastjóri greiðslu þeirra úr hendi stefnda. Á það féllst stefndi og greiddi umrædda fjárhæð, en virðist á sama tíma í reynd hafa bakfært allar sömu greiðslur inn á reikninginn. Við það hækkaði yfirdráttarskuldin sem þessu nam, enda var ekki hróflað við útgreiðslum af reikningnum á sa ma tíma. 20 Þegar framangreindar upplýsingar um réttan grundvöll að fjárhæð yfirdráttarskuldarinnar komu fram undir rekstri málsins hafði áfrýjandi skilað greinargerð sinni þar sem hann lýsti vörnum sínum. Hefði rétt lýsing á tilurð kröfu stefnda legið fyrir í stefnu, í samræmi við kröfur e - liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, er ekki hægt að útiloka að varnir hans hefðu einnig beinst að þeirri ráðstöfun sem fjárhæð kröfunnar byggist á. Hagsmunir hans af því voru ríkir, meðal annars í ljósi þess sem liggur fyrir um ábyrgð annarra, dómsáttir stefnda við þá og greiðslur þeirra inn á skuld aðalskuldara. Við þetta bætist það misræmi sem er í stefnu málsins um upphaf dráttarvaxtakröfu stefnda, en eins og sú krafa er fram sett fær hún ekki samrýmst 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001. Samkvæmt öllu framansögðu verður að álykta að málatilbúnaður stefnda hafi í öndverðu verið í brýnni andstöðu við kröfur 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um skýran og glöggan málatilbúnað, sem ekki var unnt að bæta úr undir rekstri málsin s. Verður því ekki hjá því komist að vísa málinu frá héraðsdómi af sjálfsdáðum. 21 Samkvæmt niðurlagi 2. mgr. 164. gr. laga nr. 91/1991 er kveðinn upp dómur í máli þessu um frávísun þess frá héraðsdómi. Með vísan til 2. mgr. 130. gr. sömu laga 6 verður stefnda gert að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti, eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Máli þessu er vísað frá héraðsdómi. Stefndi, Íslandsbanki hf., greiði áfrýjanda, Ásgrími Helga Einarssyni, samtals 1.700.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 25. janúar 2022 I Mál þetta, sem var höfðað með stefnu birtri 18. júní 2020, var dómtekið 18. janúar 2022. Stefnandi er Íslandsbanki hf., , Kópavogi, en stefndi er Ásgrímur Helgi Einarsson, í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð 3.000.000 króna, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 3. mgr. 5. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001 frá 28. júní 2019 til greiðsluda gs. Þá krefst stefnandi greiðslu málskostnaðar. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda, auk greiðslu málskostnaðar. II Í máli þessu er deilt um gildi yfirlýsingar stefnda hinn 8. maí 2015 um sjálfskuldarábyrgð vegna yfirdráttar á tékkareikningi Húnavalla ehf., nr. hjá stefnda, en með henni tók stefndi á sig sjálfskuldarábyrgð á greiðslu skuldar allt að 3.000.000 króna ásamt vöxtum og kostnaði vegna reikningsins. Reikningnum var lokað hinn 28. júní 2019, en þá námu innstæðulausar færslur á re ikningnum 6.344.962 krónum. Þá ritaði stefndi einnig undir samning um yfirdráttarheimild sama dag að fjárhæð 2.200.000 krónur vegna innlánsreiknings nr. sem félagið hafði einnig stofnað hjá stefnanda. Samkvæmt skráningum í hlutafélagaskrá var einkahlu tafélagið Húnavellir stofnað á árinu 2008 og var stefndi annar af tveimur stofnendum þess. Á þeim tíma sem stefndi undirritaði fyrrgreinda sjálfskuldarábyrgð voru þrír stjórnarmenn í Húnavöllum ehf. og var stefnandi meðstjórnandi. Aðrir stjórnarmenn voru Einar Haukur Einarsson stjórnarformaður og Gyða Sigríður Einarsdóttir sem einnig fór með framkvæmdastjórn félagsins auk þess að fara með prókúru fyrir það. Í skýrslu stjórnar með ársreikningi félagsins fyrir rekstrarárið 2015, sem er, dags. 8. febrúar 201 7, kemur fram að á árinu 2015 hafi starfað 12 manns hjá félaginu, ýmist í fullu eða hálfu starfi. Auk þess hafi 12 verktakar starfað fyrir félagið á árinu. Hluthafar félagsins á árinu 2015 voru tveir samkvæmt því sem þar kemur fram, þ.e. Gyða Sigríður Eina rsdóttir og Einar Haukur Einarsson. Þau voru sem fyrr segir einnig í stjórn félagsins ásamt stefnda og rituðu þau öll sem slíkir undir skýrslu stjórnar. Tilgangur Húnavalla ehf. var hótelrekstur og veitingasala, íþrótta og tómstundakennsla, sem og bókhald sþjónusta og tengd starfsemi. Með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur 28. júní 2019 var bú Húnavalla ehf. tekið til gjaldþrotaskipta. Lýstar kröfur í búið námu 28.868.665 krónum. Ekki var tekin afstaða til almennra krafna vegna eignaleysis búsins og var skipt um lokið 17. apríl 2020. III 1. Helstu málsástæður og lagarök málsaðila Stefnandi byggir kröfur sínar á meginreglum samninga - og kröfuréttar um loforð og efndir fjárskuldbindinga. Með vísan til 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 er krafist dráttarvaxta frá 9. september 2019. 7 Stefndi byggir á því að sjálfskuldarábyrgð hans sé ólögmæt í skilningi laga nr. 32/2009 um ábyrgðarmenn og því beri að ógilda hana á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936. Byggir stefndi á því að stefnanda hafi borið að gæta að skyldum sí num samkvæmt 4. og 5. gr. laga nr. 32/2009 og að ekki hafi farið fram greiðslumat á félaginu. Stefndi hafi ekki verið upplýstur um greiðslugetu félagsins áður en hann gekkst í persónulega ábyrgð með undirritun sinni á yfirlýsinguna hinn 8. maí 2015. Þá haf i stefndi hvorki verið hluthafi né virkur í stjórn þegar hann gekkst undir ábyrgðina. Hann hafi látið af störfum fyrir félagið 11. desember 2014, þ. á m. sem framkvæmdastjóri og prókúruhafi. Þá hafi hann ekki haft neinn fjárhagslegan ávinning af því að gan ga í ábyrgð fyrir fjárskuldbindingum félagsins. Frá þeim tíma hafi eigendur félagsins, Einar Haukur Einarsson og Gyða Sigríður Einarsdóttir, tekið alfarið við stjórn þess. Auk þess hafi stefndi hvorki þegið laun né annað endurgjald frá félaginu. Byggir st ekki verið fullnægt, en við það mat beri m.a. að líta til þess hvort ábyrgðarmaður hafi þegið sanngjarnt endurgjald fyrir að gangast í ábyrgð. Svo hafi ekki verið í til viki stefnda. Þá byggir stefndi einnig á því að ógilda beri ábyrgðina á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936. Að því er varði efni samnings og atvik við samningsgerðina þá hafi ábyrgð stefnda stofnast fyrir skuldum félags sem hafi verið eignalaust og ógjal dfært án þess að stefnandi gætti skyldna sinna samkvæmt 4. og 5. gr. laga nr. 32/2009. Samkvæmt ársreikningi fyrir rekstrarárið 2015 hafi rekstrartap félagsins árið 2015 numið 5.785.000 krónum. Eigið fé hafi verið neikvætt um 5.507.733 krónur í árslok 2015 og handbært fé í lok árs hafi verið 0 krónur. Staða félagsins hafi versnað milli ára og félagið ekki haft handbært fé og/eða eignir til að greiða skuldir sínar. Samkvæmt framansögðu megi leiða líkum að því að félagið hafi átt í greiðsluerfiðleikum er stefndi gekkst undir ábyrgðina. Þessu til stuðnings megi benda á að árangurslaust fjárnám hafi verið gert hjá félaginu hinn 24. apríl 2019. Samkvæmt vanskilaskrá féla gsins hjá Creditinfo hafi verið fjórar skráningar um ógjaldfærni félagsins, ein um mjög alvarleg vanskil og tvær skráningar um alvarleg vanskil. Samkvæmt framansögðu sé óumdeilt að félagið hafi verið ógjaldfært um langt skeið og hafi staðið illa fjárhagsl ega er stefndi gekkst í ábyrgðina á árinu 2015. Endurspegli framlögð gögn, þar á meðal ársreikningur, neikvæða greiðslugetu félagsins. Þegar litið sé til stöðu aðila beri að líta til þeirrar yfirburðastöðu sem stefnandi naut við samningsgerðina. Hann sé sé rfróður aðili á viðkomandi sviði og hafi haft umtalsvert sterkari stöðu gagnvart stefnda, sbr. til hliðsjónar 19. gr. laga nr. 161/2002. Stefndi hafi enga sérfræðiþekkingu eða reynslu á viðkomandi sviði. Hann hafi ekki komið nálægt eignarhaldi eða raunveru legri stjórn félagsins og enga innsýn haft í rekstur þess. Hvað varði atvik sem síðar komu til beri að líta til þess að stefndi hafi í raun borið alla áhættuna af skuld félagsins vegna ábyrgðarinnar. Félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta á árinu 2 019 og hafði rekstur þess gengið illa í allmörg ár fyrir gjaldþrotið. Samkvæmt öllu framansögðu beri að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. IV Í máli þessu er deilt um gildi sjálfskuldarábyrgðar stefnda, allt að 3.000.000 króna ásamt vöxtum og kost naði vegna yfirdráttar á tékkareikningi Húnavalla ehf., sem stefndi tókst á hendur gagnvart stefnanda með undirritun sinni á yfirlýsingu þess efnis hinn 8. maí 2015. Stefndi reisir sýknukröfu sína á því að sjálfskuldarábyrgð hans sé ógild þar sem ekki haf i verið gætt að lögum nr. 32/2009, um ábyrgðarmenn, þegar hann undirritaði hana, en hún hafi ekki verið í þágu atvinnurekstrar hans eða honum til fjárhagslegs ávinnings. Einnig byggir stefndi sýknukröfu sína á 36. gr. laga nr. 7/1936, um samningsgerð, umbo ð og ógilda löggerninga. Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laga nr. 32/2009 taka lögin til þess þegar einstaklingur gengst persónulega í ábyrgð eða veðsetur tilgreinda eign sína til tryggingar efndum lántaka enda sé ábyrgðin ekki í þágu atvinnurekstrar ábyrgðarma nns eða í þágu fjárhagslegs ávinnings hans. Þegar stefnandi ritaði undir yfirlýsingu um sjálfskuldarábyrgð vegna yfirdráttar á tékkareikningi Húnavalla ehf. ásamt umsókn um yfirdráttarheimild á innlánsreikningi félagsins hjá stefnanda var hann 8 samkvæmt f yrirliggjandi upplýsingum úr hlutafélagaskrá einn af þremur stjórnarmönnum félagsins. Í yfirlýsingunni um sjálfskuldarábyrgðina er tekið fram að stefndi hafi kynnt sér efni hennar og einnig upplýsingabækling stefnanda um sjálfskuldarábyrgð. Þá liggur fyrir að stefndi ritar undir yfirlýsinguna hvort tveggja sem sjálfskuldarábyrgðaraðili og f.h. Húnavalla ehf., sem var eigandi tékkareikningsins. Í skýrslu stjórnar í ársreikningi félagsins fyrir rekstrarárið 2015 kemur m.a. fram að á árinu 2015 hafi starfað 1 2 manns hjá félaginu, ýmist í fullu eða hálfu starfi. Auk þess hafi 12 verktakar starfað fyrir félagið á árinu. Hluthafar félagsins voru tveir á árinu, Gyða Sigríður Einarsdóttir, sem einnig var framkvæmdastjóri þess, og Einar Haukur Einarsson. Þau tvö vor u einnig í stjórn félagsins ásamt stefnda og rituðu þau öll undir skýrslu stjórnar félagsins. Samkvæmt framansögðu var stefndi einn af stjórnendum Húnavalla ehf. og bar ábyrgð á rekstrinum ásamt öðrum stjórnarmönnum og framkvæmdastjóra, sbr. 44. gr. laga um einkahlutafélög, þegar hann tókst á hendur sjálfskuldarábyrgð vegna tékkareiknings félagsins. Gagnvart stefnanda kom hann fram sem stjórnarmaður í félaginu í samræmi við opinbera skráningu í hlutafélagaskrá. Ber félagsstjórn að fara með málefni félagsin s og skal annast um að skipulag félagsins og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi. Má því leggja til grundvallar að með sjálfskuldarábyrgð þeirri sem um er deilt hafi stefndi umrætt sinn undirgengist ábyrgð í þágu eigin atvinnurekstrar. Er því ekki fa llist á að stefndi geti borið fyrir sig, eftir að hafa stofnað til ábyrgðarskuldbindingarinnar á þessum forsendum, að ábyrgðin hafi ekki verið í þágu atvinnurekstrar hans og af þeim sökum hafi stefnandi átt að fylgja fyrirmælum laga nr. 32/2009. Engu máli skiptir í þessu sambandi hvort stefndi var virkur í stjórn félagsins þegar hann gekkst undir ábyrgðina hinn 8. maí 2015 eða hafði áður látið af stöfum sem framkvæmdastjóri þess og prókúruhafi. Því ber að hafna þessari málsástæðu stefnda. Stefndi byggir ein nig á því að víkja beri ábyrgðinni til hliðar í heild á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936, sbr. ákvæði 4. og 5. gr. laga nr. 32/2009, um ábyrgðarmenn. Hér áður hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að lögin gildi ekki um stefnda. Ábyrgð stefnda verður þ ví ekki felld niður á grundvelli þessara ákvæða. Yfirlýsing stefnda um sjálfskuldarábyrgð hans var vegna starfsemi félags sem hann var í fyrirsvari fyrir, en stefndi var sem fyrr segir stjórnarmaður í félaginu þegar hann gekkst undir sjálfskuldarábyrgð í þ águ þess. Er því ljóst að stefnda mátti vera kunnugt um þær skuldbindingar sem hann gekkst undir með yfirlýsingu sinni og þýðingu hennar. Við mat á því hvort samningi skuli vikið til hliðar í heild eða að hluta með stoð í 1. mgr. 36. gr. laga nr. 7/1936, vegna þess að það sé ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig, skal samkvæmt 2. mgr. greinarinnar líta til nokkurra þátta sem þar eru nánar tilgreindir. Efni umræddrar sjálfskuldarábyrgðar og stöðu aðila við samningsgerð hefur v erið fjallað um hér að framan. Hvorki þessi atriði né önnur atvik við samningsgerð þykja gefa nægjanlegt tilefni til að beita umræddu ákvæði. Þá bera gögn málsins ekki með sér að félagið hafi átt í greiðsluerfiðleikum þegar stefndi gekkst í ábyrgðina á fyr ri hluta ársins 2015. Með skírskotun til alls þess er að framan greinir eru dómkröfur stefnanda á hendur stefnda teknar til greina með þeirri fjárhæð sem í stefnu greinir og með þeim dráttarvöxtum sem krafist er enda hefur upphafstíma þeirra ekki verið an dmælt. Eftir úrslitum málsins og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála ber stefnda að greiða stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 650.000 krónur með virðisaukaskatti. Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari kveð ur upp dóm þennan. Dómsorð: Stefnda, Ásgrími Helga Einarssyni, ber að greiða stefnanda, Íslandsbanka hf., 3.000.000 króna, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 3. mgr. 5. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., vaxtalaga nr. 38/2001, frá 28. júní 2019 til greiðsludags. Stefnda ber að greiða stefnanda 650.000 krónur í málskostnað.