LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 18. október 2022. Mál nr. 631/2022 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Steinbergur Finnbogason lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. A - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Einangrun. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi og einangrun á meðan á því stendur. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Ásmundur Helgason , Jóhannes Sigurðsson og Kristinn Halldórsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 17. október 2022 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 14. október 2022 í málinu nr. R - /2022 þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 21. október 2022 klukkan 16 og einangrun meðan á því stendur. Kæruheimild er í l - lið 1 . mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakam ála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og honum verði ekki gert að sæta einangrun meðan á því st endur. Niðurstaða 4 Á það er fallist með sóknaraðila að fram sé kominn rökstuddur grunur um að varnaraðili hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við. Því er fullnægt almennu skilyrði 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 fyrir því að varnaraði la verði áfram gert að sæta gæsluvarðhaldi. 5 Lögregla hefur haldlagt ýmsa muni, þar á meðal tölvur og símtæki sem tilheyra varnaraðila og öðrum sakborningum í málinu . Telur hún að þessi tæki geti haft að geyma upplýsingar um undirbúning pakkasendingar hingað til lands, sem varnaraðili 2 móttók og innihélt tæp tvö kíló af kókaíni, og um aðild annarra að málinu. Ætla verður lögreglu ráðrúm til að yfirfara þessi gögn og be ra undir þá sem handteknir hafa verið vegna málsins og mögulega aðra sem kunna að hafa átt aðild að innflutningnum, áður en þeim gefst færi á að samræma framburði sína. Að þessu gættu verður að fallast á með sóknaraðila að skilyrði a - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 fyrir gæsluvarðhaldi varnaraðila séu enn þá fyrir hendi. Ber því að fallast á gæsluvarðhaldskröfu sóknaraðila. 6 Jafnframt er á það fallist að nauðsynlegt sé í ljósi rannsóknarhagsmuna, sbr. a - lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, að varnar aðili sæti einangrun meðan á gæsluvarðhaldinu stendur, sbr. 2. mgr. 98. gr. og b - lið 1. mgr. 99. gr. laga nr. 88/2008. 7 Í þessu ljósi verður hinn kærði úrskurður staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 14. október 2022 Mál þetta var þingfest og tekið til úrskurðar 14. október 2022. Sóknaraðili er Lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Varnaraðili er X , kt. . Dómkröfur Þess er krafist að X , kt. , sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi með úrskurði Héraðsd óms Reykjaness, til föstudagsins 21. október 2022, kl. 16:00, og verði gert að sæta einangrun á meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Málsatvik Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur til rannsóknar innflutning á töluverðu magni af sterkum ávana og fíkniefnum með hraðsendingu. Þann 27. september sl. höfðu lögregluyfirvöld í Þýskalandi samband við lögregluyfirvöld hér á Íslandi vegna sendingar sem væri væntanleg til landsins og innihéldi fíkniefni. Pakkinn var stöðvaður í , Þýskalandi, þar sem hann var tekinn ti l frekari skoðunar. Pakkinn var gegnumlýstur og við nánari skoðun á honum kom í ljós að hann innihélt kaffivél og í henni fannst hvítt efni falið í vélinni. Efnið var forprófað og gaf það svörun á kókaíni. Móttakandi pakkans var skráður; Y , , , ehf, . ( ) Við rannsókn málsins aflaði lögregla aflað dómsúrskurða, m.a. til að hlusta símanúmer skráðs móttakanda. Í kjölfarið vaknaði rökstuddur grunur um að varnaraðili, sem er sonur móttakanda væri sá aðili sem raunverulega standi á bak við innfl utning hinna meintu fíkniefna. Í samstarfi við löggæsluyfirvöld í Þýskalandi var pakkinn fluttur til Íslands þar sem íslensk löggæsluyfirvöld tóku við honum. Efnin voru flutt til nánari rannsóknar hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er niðu rstaða þeirrar rannsóknar að um er að ræða 1965,61 grömm af kókaíni. 3 Beðið er efnagreiningar rannsóknarstofu Háskóla Íslands. Í kjölfar þess að pakkinn og efnin bárust til Íslands greip lögregla til ákveðinna rannsóknaraðgerða sem fólust meðal annars í því að þann 6. október 2022 var pakkinn afhentur Y , föður varnaraðila, að í en Y greiddi við móttökuna gjöld vegna sendingarinnar. Að kvöldi þess 6. október 2022 kom varnaraðili ásamt syni sínum akandi á bifreiðinni að heimili Y og sóttu pakkann. Í kjölfarið óku þeir beint að , , en varnaraðili hefur það hús til umráða. Þegar þangað var komið fluttu þeir pakkann inní húsið. Skömmu síðar kom annar aðili akandi að , , meðkærði Z . Saman reyndu þeir þrír, Z , varnaraðili og sonur varnaraðil a að opna pakkann. Varnaraðili og sonur hans voru handteknir við . Varnaraðili heimilaði í kjölfarið lögreglu að leita í húsnæðinu að , , og við þá leit fannst pakkinn sem um ræðir. Þann 7. október 2022 var tekin framburðarskýrsla af varnaraðila. Varnaraðili neitaði sök varðandi þá háttsemi sem honum var gefið að sök. Hann kvaðst ekkert vita um pakkann sem hann sótti. Varnaraðili hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 8. október sl. sbr. úrskurð nr. R - /2022. Sóknaraðili vísar að öðru leyti til fyrirlig gjandi rannsóknargagna. Lagarök Rannsókn málsins er í fullum gangi. Unnið er að rannsókn á innihaldi haldlagðra muna í málinu, einkum stafrænna, sem lögregla ætlar að séu m.a. í eigu varnaraðila og annarra meðkærðu. Lögregla ætlar að þeir munir kunni að in nihalda upplýsingar um aðdraganda sendingar pakkans með fíkniefnunum hingað til lands, tengsl varnaraðila við sendinguna, hugsanlega vitorðsmenn á Íslandi og/ eða erlendis, auk annarra atriða en jafnframt er grunur um að varnaraðili hafi í fleiri skipti fl utt ólögleg fíkniefni og/eða fíknilyf til landsins. Telur lögregla með vísan til framangreinds og umfangs málsins að nauðsynlegt sé að lögreglu gefist lengri tími til að yfirfara þau gögn og bera undir varnaraðila og aðra meðkærðu áður en þau fá færi á að samræma framburði sína við framburði annarra ætlaðra aðildarmanna. Að mati sóknaraðila er grunur um að varnaraðili hafi ekki staðið einn að umræddum innflutningi og mikilvægt er að rannsaka og upplýsa málið. Magn hinna meintu fíkniefna þykir eindregið bend a til þess að hin meintu fíkniefni hafi verið ætluð til sölu og dreifingar hér á landi og að háttsemi varnaraðila kunni að varða við ákvæði 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 auk ákvæða laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni. Sóknaraðili telu r að ætla megi að varnaraðili kunni að torvelda rannsókn málsins og hafa áhrif á samseka gangi hann laus. Þá telur sóknaraðili hættu á að varnaraðili kunni að verða beittur þrýstingi af hugsanlegum samverkamönnum og að reynt verði að hafa áhrif á hann gang i hann laus. Sóknaraðili byggir því á að skilyrði a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála séu uppfyllt í málinu. í ljósi framangreindra rannsóknarhagsmuna er þess einnig krafist að varnaraðila verði gert að sæta einangrun á meðan gæsluvarðhaldi s tendur, sbr. b - lið 1. mgr. 99. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Með vísan til alls framangreinds, a. - liðar 1. mgr. 95. gr. og b - lið 1. mgr. 99. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, 173. gr. a. og 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 o g laga nr. 65/1974 um ávana og fíkniefni telur sóknaraðili brýna rannsóknarhagsmuni standa til þess að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 21. október 2022, kl. 16:00, og verði gert að sæta einangrun á meðan á gæsluvarðhaldi stendur. Niðurstaða Eins og fram er komið er til rannsóknar hjá lögreglu innflutningur á miklu magni af kókaíni sem líkur standa til að hafi verið ætlað til sölu og dreifingar hér á landi. Er varnaraðili undir grun um að hafa framið brot sem varðað get ur fangelsisrefsingu, sbr. 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Rannsókn málsins er í raun á frumstigi og eftir er að rannsaka ýmsa þætti þess frekar m.a. hverjir séu hugsanlegir samverkamenn varnaraðila og eftir atvikum að taka af þeim skýrslur . Verður því að telja að varnaraðili geti torveldað rannsókn málsins verði hann frjáls ferða sinna. Að þessu gættu og með vísan til 4 framangreinds rökstuðnings sóknaraðila er fallist á að skilyrði séu til að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi á grundvelli a. - l iðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Skal gæslan vera í einrúmi, sbr. b. - lið 1. mgr. 99. gr. sömu laga. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð Varnaraðili, X , kt. , skal sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi, þó ekki lengur en til föstudagsins 21. október 2022, kl. 16:00. Varnaraðili skal sæta einangrun á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur.