LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 31. mars 2023 . Mál nr. 153/2023 : 105 Miðborg slhf. (Ásgeir Þór Árnason lögmaður og Bjarki Þór Sveinsson lögmaður ) gegn Íslensk um aðalverkt ökum hf. ( Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Dómkvaðning matsmanns. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem fallist var á beiðni Í hf. um dómkvaðningu tveggja matsmanna í máli sem félagið rekur gegn 1 slhf. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Hervör Þorvaldsdóttir , Ragnheiður Harðardóttir og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 22. febrúar 2023 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 15. mars sama ár . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. febrúar 2023 þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um dómkvaðningu tveggja matsmanna í máli sem hann rekur á hendur sóknaraðila. Kæruheimild er í c - lið 1. mgr. 143. gr . laga nr. 91/1991 um meðferð einkamál a. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og beiðni varnaraðila um dómkvaðningu matsmanna verði hafnað. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar þykja ekki vera efni til að meina varnaraðila að afla matsgerðar í samræmi við beiðni hans þar um. Verður úrskurðurinn því staðfestur. 5 Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað e ins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Sóknaraðili, 105 Miðborg slhf., greiði varnaraðila, Íslenskum aðalverktökum hf., 350.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. febrúar 2023 Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 24. janúar 2023 um ágreining málsaðila um framkomna matsbeiðni, var höfðað með stefnu birtri 30. apríl 2021 og 3. maí 2021 af hálfu Íslenskra aðalverktaka hf., , á hendur 105 Miðborg slhf. og Íslandssjóðum hf., báð um til heimilis að . Dómkröfur aðalstefnanda í efnisþætti málsins í aðalsök eru aðallega þær að stefndu verði sameiginlega gert að greiða aðalstefnanda 3.829.205.938 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryg gingu frá 19. apríl 2021 til greiðsludags. Þess er til vara krafist að stefndu verði sameiginlega gert að greiða aðalstefnanda 3.266.962.500 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 19. apríl 2021 til greiðsludags. Þess er ti l þrautavara krafist að stefndu verði sameiginlega gert að greiða aðalstefnanda 3.132.841.159 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 19. apríl 2021 til greiðsludags. Í öllum tilvikum er krafist málskostnaðar úr hendi stefndu sameiginlega. Í aðalsök krefst gagnstefnandi 105 Miðborg slhf. aðallega sýknu en til vara lækkunar á kröfum aðalstefnanda. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar. Í aðalsök krefst stefndi Íslandssjóðir hf. aðallega sýknu en til vara lækkunar á kröfum aðalstefnanda. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar. Með gagnstefnu, sem birt var 4. júní 2021, höfðaði gagnstefnandi 105 Miðborg slhf. gagnsök á hendur aðalstefnanda. Í efnisþætti gagnsakar krefst gagnstefnandi þess að aðalstefnanda verði gert að greiða honum 3.878.596.655 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af þeirri fjárhæð frá 4. júní 2021 til greiðsludags auk málskostnaðar. Þá er þess krafist að krafa gagnstefnanda komi til skuldajöfnunar við kröfu aðalstefnanda í aðalsök að því marki sem til þarf, ef krafa aðalstefnanda verður að einhverju leyti tekin til greina, en hún verði að öðru leyti tildæmd gagnstefnanda úr hendi aðalstefnanda. Þess er jafnframt krafist að verði krafa aðalstefnanda í aðalsök að einhverju leyti tekin til greina og samþykkt verði að kröfur gagnstefnanda komi að hluta til skuldajöfnunar við hana þá beri sá hluti krafna gagnstefnanda, sem til skuldajöfnunar kemur, dráttarvexti frá sama tímamarki og krafa aðalstefnanda. Í efnisþætti gagnsakar krefst aðalstefnandi sýknu og málskostnaðar. Gagnstefnandi höfðaði framhaldssök í gagnsök í málinu 10. mars 2022. Í efnisþætti framhaldssakar krefst gagnstefnandi þess að aðalstefnanda verði gert að greiða sér 358.364.847 krónur til viðbótar áður fram se ttri fjárkröfu í gagnsök, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 10. mars 2022 til greiðsludags. Einnig er krafist málskostnaðar. Þá krefst gagnstefnandi þess að framhaldssökin verði sameinuð gagnsök í m álinu og eru þá endanlegar dómkröfur gagnstefnanda í gagnsök þær að aðalstefnanda verði gert að greiða gagnstefnanda 4.236.961.502 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, af 3.878.596.655 krónum frá 4 . júní 2021 til 10. mars 2022, en af 4.236.961.502 krónum frá þeim degi til greiðsludags, auk málskostnaðar. Loks er þess krafist að krafa gagnstefnanda í framhaldssök komi til skuldajöfnunar við kröfur aðalstefnanda í aðalsök að því marki sem til þarf, ef kröfur aðalstefnanda í aðalsök verða að einhverju leyti teknar til greina, ef áður fram sett krafa samkvæmt gagnstefnu hrekkur ekki til og þá með dráttarvöxtum frá sama tímamarki og krafa aðalstefnanda, en hún verði að öðru leyti tildæmd gagnstefnanda úr hendi aðalstefnanda. Í efnisþætti framhaldssakar í gagnsök krefst aðalstefnandi sýknu og málskostnaðar. Í þessum þætti málsins er til úrlausnar ágreiningur málsaðila um matsbeiðni aðalstefnanda, dags. 4. janúar 2023, á dskj. nr. 388. 3 Dómkröfur málsaðila í þessum þætti málsins eru eftirfarandi. Gagnstefnandi krefst þess að beiðni aðalstefnanda um dómkvaðningu verði hafnað. Stefndi Íslandssjóðir hf. gerir sömu dómkröfu og gagnstefnandi. Aðalstefnandi mótmælir kröfum gagnstefnanda og stefnda Íslandssjóða hf. og krefst þess að matsbeiðnin nái fram að ganga. Í þinghaldi 24. janúar 2023 fór fram munnlegur málflutningur um fyrrgreindan ágreining. Að málflutningi loknum var málið tekið til úrskurðar. I Hinn 1. desember 2017 ger ðu málsaðilar með sér samning þar sem aðalstefnandi var nefndur verktaki og gagnstefnandi verkkaupi, en vísað var til stefnda Íslandssjóða hf. sem rekstraraðila verkkaupa. Í grein 1.1 í samningnum segir að verkkaupi hafi ákveðið að byggja íbúðir, versluna r - og þjónustuhúsnæði ásamt bílakjallara á þremur lóðum (B, C og D) á Kirkjusandi í Reykjavík. Heildarfermetrafjöldi samkvæmt samningnum sé 34.560. Þess skal getið að fasteignir á lóð B eru kenndar við Sjávarborg, fasteignir á lóð C eru kenndar við Sólborg og fasteignir á lóð D eru kenndar við Stuðlaborg. Um hlutverk aðalstefnanda segir í grein 1.2 í samningnum að hann taki að sér sem verktaki fyrir verkkaupa að undirbúa kostnaðar - og verkáætlanir og framkvæma framangreinda uppbyggingu á lóðunum þremur. Ve rktakan verði í formi stýriverktöku, sem felist í því að aðalstefnandi stýri og sé ábyrgur fyrir öllum framkvæmdum við uppbygginguna ásamt áætlanagerð, hvort sem um sé að ræða vinnu aðalstefnanda eða undirverktaka, en gert sé ráð fyrir því að verulegur hlu ti framkvæmdanna sé unninn af undirverktökum undir stjórn aðalstefnanda. Hann muni einnig vinna frumáætlanir kostnaðar og verkáætlun í samvinnu við verkkaupa fyrir 2. áfanga verksins á reit F. Síðan segir að verkið skuli unnið í samræmi við skilalýsingu, sem sé fylgiskjal með samningnum, og feli meðal annars í sér jarðvinnu, uppsteypu, ísetningu glugga og hurða, einangrun og klæðningar utanhúss, þakfrágang, frágang innanhúss ásamt lagnakerfum (raf - , pípu - og loftræsikerfi) og lyftum. Aðalstefnandi sjái um lokafrágang húsnæðis ásamt lóðarfrágangi. Hann sjái um útvegun á öllu efni sem þurfi til verksins og rekstur vinnustaðarins, öryggismál ásamt allri stjórnun á byggingarstað. Hann setji upp þær vinnubúðir og aðstöðu sem þurfi á byggingarstað í samráði við verkkaupa. Aðalstefnandi útvegi öll tæki vegna verkefnisins, krana, vinnulyftur, vinnupalla og alla þá aðstöðu og nauðsynlegar öryggisráðstafanir sem þurfi til að vinna verkið. Því næst segir að aðilar muni hafa samstarf um efnisval, útboð, kaup og samnin ga, svo sem nánar sé tilgreint í grein 4.4 í samningnum. Aðilar muni tryggja fyllstu hagkvæmni í verkinu með hliðsjón af byggingarkostnaði og gæðum með það að markmiði að halda verki innan kostnaðaráætlunar. Aðalstefnandi skili verkinu útteknu og hreinu ás amt því að hönnunarstýra verkinu og rita fundargerðir hönnunarfunda. Loks segir í ákvæðinu að gagnstefnandi sjái sem verkkaupi um sölu húsnæðisins, öll samskipti við kaupendur og afhendingu húsnæðisins, en fulltrúi aðalstefnanda verði viðstaddur úttekt h úsnæðisins með fulltrúa gagnstefnanda og kaupendum. Í 4. kafla samningsins er fjallað um greiðslur vegna verksins en í 5. kafla er fjallað um greiðslufyrirkomulag. Í 8. gr. samningsins er fjallað um verðbreytingar. Í 9. gr. er fjallað um tímasetningar. Þa r segir að verkframkvæmdin sjálf skuli hefjast eigi síðar en 2. mars 2018 og að gert sé ráð fyrir verklokum í september 2020. Í grein 10.1 segir að aðalstefnandi hafi byggingar - og verkefnastjóra til daglegrar stjórnunar á verkinu á byggingarstað, sem full trúi verkkaupa geti leitað til. Ýmis ágreiningsmál komu upp meðan á framkvæmd verksins stóð. Fór svo að gagnstefnandi lýsti yfir riftun samningsins með bréfi til aðalstefnanda, dags. 19. febrúar 2021. Því bréfi var svarað af hálfu aðalstefnanda með bréfi, dags. 22. febrúar 2021. Þar var riftun verksamningsins lýst ólögmæt. Aðalstefnandi höfðaði í framhaldinu mál þetta og byggir á því að hann hafi neyðst til að fjármagna kostnað við verkframkvæmdina að fjárhæð um 2,6 milljarðar króna án virðisaukaskatts um fram greiðslur sem borist hafi frá stefndu. Málið snúist í grunninn um það að aðalstefnandi fái sanngjarnt og eðlilegt endurgjald fyrir það verk sem hann hafi nú skilað í hendur stefndu. Stefndu hafi að sögn aðalstefnanda 4 tekið þá ákvörðun að rifta samning num, en þar af leiðandi þurfi að meta heildstætt hvaða verki aðalstefnandi hafi skilað í hendur stefndu, hvert sé verðmæti þess, ágóði stefndu af því og hvernig skuli meta verklaun til aðalstefnanda fyrir það verk sem þegar hafi verið afhent stefndu. Höfuð stóll aðalkröfu aðalstefnanda nemur, eins og áður segir, 3.829.205.938 krónum. Gagnstefnandi og stefndi Íslandssjóðir hf. mótmæla alfarið kröfum aðalstefnanda. Með matsbeiðni á fyrri stigum málsins fór aðalstefnandi þess á leit að dómkvaddir yrðu tveir óv lóð B, C og framkvæmdarinnar, skaðabætur vegna riftunar verksamnings, sanng jarnt og eðlilegt endurgjald til matsbeiðanda fyrir vinnu við verkið og tengd atriði. Nánar tiltekið hafi verkframkvæmdin vikið verulega frá þeim forsendum sem legið hafi til grundvallar þegar samningur hafi verið gerður og frá efni samningsins sjálfs. Þrj ú atriði hafi þar gegnt lykilhlutverki, með þeim afleiðingum að kostnaður aðalstefnanda, umfram það sem hann hefur fengið greitt frá stefndu, hafi orðið gríðarlegur. Þeirri matsbeiðni mótmæltu gagnstefnandi og stefndi Íslandssjóðir hf. að stærstu leyti. Sú matsbeiðni var umorðuð með bókun í þinghaldi 8. júní 2022 og féllst héraðsdómur á beiðnina í því horfi með úrskurði í þinghaldi 5. júlí 2022. Þann úrskurð kærði gagnstefnandi til Landsréttar. Með úrskurði Landsréttar 27. september 2022 í máli nr. 468/20 22 staðfesti rétturinn hinn kærða úrskurð að öðru leyti en því að matsspurningar nr. 2 að undanskildum staflið b, 3, 4, 7, 8 að hluta, 9, 10, 16, 21 stafliður a, 38, 40, 41, 42 og 45 yrðu ekki lagðar fyrir dómkvadda matsmenn. Töldust þær matsspurningar sem Landsréttur hafnaði ýmist fjalla um lögfræðileg málefni, sem heyrir undir dómara að skera úr um, byggjast á óljósum forsendum eða vera óskýrar. Með nýrri matsbeiðni aðalstefnanda, dags. 13. október 2022, á dskj. 381 freistaði hann þess að fá fram viðbóta rmat þar sem tveimur dómkvöddum matsmönnum yrði falið að meta nokkur þeirra atriða sem leitast var við að spyrja um í fyrri matsbeiðni hans, en með öðru orðalagi. Tilgangur matsspurninga í þeirri viðbótarmatsbeiðni var, að sögn aðalstefnanda, að varpa ljós i á nokkur þeirra ágreiningsefna sem fjallað hefði verið um í matsbeiðni á dskj. nr. 369 en Landsréttur hefði hafnað því að spurt yrði um með þeim hætti sem þar greindi. Með úrskurði 24. nóvember 2022 féllst héraðsdómur á matsbeiðnina að undanskilinni ma tsspurningu nr. 4, sem var ætlað að undirbyggja kröfulið 27 í stefnu aðalstefnanda. Í úrskurði héraðsdóms kom fram að aðalstefnanda hefði borið, sbr. einkum forsendur fyrrgreinds úrskurðar Landsréttar í máli nr. 468/2022, að tilgreina með skýrum hætti í sp urningu sinni hverja og eina kröfu gagnstefnanda um lagfæringar sem aðalstefnandi teldi óréttmæta og hafa valdið sér kostnaði, þar með talið með umfjöllun um þær lagfæringar sem framkvæmdar hefðu verið af hans hálfu í kjölfarið. Þar sem þetta hefði ekki ve rið gert yrði að telja að spurningin uppfyllti ekki skilyrði 1. mgr. 61. gr. laga nr. 91/1991 um skýrleika matsspurninga. Var matsspurningunni því hafnað. Aðalstefnandi ákvað að una úrskurði héraðsdóms en hefur með nýrri matsbeiðni, dags. 4. janúar 2023, á dskj. nr. 388, umorðað matsspurningu nr. 4 úr fyrri matsbeiðni. Hin umþrætta spurning er eftirfarandi: - 43, 49, 52, 53, 128, 384, 385 og 387, hvaða atriði hann taldi sér skylt að lagfæra eftir úttektir á verkinu og hvaða athugasemdir matsþola matsbeiðandi taldi ganga lengra en hefðbundin viðmið í stöðlum og venjum við úttektir byggingarframkvæmda. Óskað er matsgerðar á því: a) Hvort nákvæmniskröfur, úttektaraðferðir og athugasemdir í úttektarskýrslum mats þola, sjá dskj. 384 og 385, hafi gengið lengra en hefðbundin viðmið, venjur og staðlar um úttektir byggingarframkvæmda kveða á um? b) Komist matsmenn að þeirri niðurstöðu að nákvæmniskröfur, úttektaraðferðir og athugasemdir í úttektarskýrslunum, hafi að e inhverju leyti gengið lengra en hefðbundin viðmið, venjur og staðlar um úttektir byggingarframkvæmda kveða á um er þess óskað að matsmenn leggi mat á hver kostnaður matsbeiðanda var vegna þessara frávika, þ.e. vegna lagfæringa matsbeiðanda á atriðum 5 á grun dvelli athugasemda sem hefðu ekki komið fram ef hefðbundnum viðmiðum, venjum og Fram kemur einnig í matsbeiðninni að þess sé óskað að matsmenn sundurliði niðurstöður sínar um allt framangreint. Þá sk uli uppgefnar kostnaðartölur taka til alls efnis og vinnu, auk þess að vera gefnar upp með og án virðisaukaskatts þar sem slíkt eigi við. Í matsbeiðninni kemur fram að afhending íbúðanna á Kirkjusandi hafi hafist í maí 2020. Sú krafa hafi verið höfð uppi að aðalstefnandi lagfærði öll þau atriði sem bent væri á í úttektum Eflu verkfræðistofu. Aðalstefnandi hafi bent á það á verktímanum að þær kröfur um nákvæmni og úttektaraðferðir væru óréttmætar og leiddu til krafna um lagfæringar sem gengju lengra en almennt væri tíðkað samkvæmt stöðlum, venjum og viðmiðunum í byggingariðnaði á Íslandi. Í því skyni að halda verkinu gangandi og afhenda verkið hafi aðalstefnandi framkvæmt lagfæringar sem honum hefði í raun ekki verið skylt að framkvæma. Hann hefði því áskilið sér rétt til þess að krefjast greiðslu fyrir þann kostnað sem af þessu hlytist. Þessi atriði skipti hundruðum ef ekki þúsundum, en um þ að bil 10 til 15 starfsmenn á vegum aðalstefnanda hafi unnið 130 til 250 tíma á mánuði við lagfæringar í tæpa fjóra mánuði. Í dskj. 384 og 385 megi finna úttektarskýrslur stefndu, yfirfarnar á verktímanum af aðalstefnanda, þar sem hann hafi merkt við þau a tilvikum hafi hann einnig ritað í hverju lagfæringin hefði falist eða athugasemdir um lagfæringuna. Í öðrum vegna ekki væri ráðist í lagfæringu. Um sé að ræða samtímaskráningar á þeim lagfæringum sem séu andlag matsspur ningar aðalstefnanda. Matsbeiðnin lúti að mati á þeim lagfæringum sem matsbeiðandi hafi framkvæmt á grundvelli framangreindra úttektarskýrslna, þ.e. þeirra atriða í úttektarskýrslunum sem matsbeiðandi hafi merkt með úttektarskýrslurnar að hann hefði framkvæmt. Nánar tiltekið lúti matsbeiðnin að því hvort i) kröfur matsþola um að matsbeiðandi lagfærði þessi atriði hafi verið í samræmi við viðmið, venjur og staðla sem a lmennt gilda um úttektir og nákvæmniskröfur í byggingariðnaði, og ef svo er ekki, ii) hvaða kostnað matsbeiðandi hafi haft af því að ráðast í lagfæringar umfram áðurnefnd viðmið. II Stefndu í aðalsök byggja mótmæli sín við matsbeiðninni að meginstefn u á því að þrátt fyrir umorðun matsspurningarinnar hafi aðalstefnandi í reynd ekki bætt nægilega úr þeim vanköntum sem hafi verið á spurningunni. Hún sé því ótæk með vísan til röksemda í fyrri úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu 24. nóvember 2022, sbr . umfjöllun dómsins um þann úrskurð hér að framan. Við þetta bætist meginreglur réttarfars um hraða og afdráttarlausa málsmeðferð sem feli í sér að takmörk hljóti að vera á því hversu oft sé unnt að æskja dómkvaðningar um sama atriðið. III Aðalstef nandi hafnar alfarið málatilbúnaði stefndu. Byggir hann á því að engir slíkir annmarkar séu á hinni umþrættu matsspurningu sem komi í veg fyrir að hún nái fram að ganga. IV Enda þótt fallast megi á það með stefndu í aðalsök málsins að meginreglur e inkamálaréttarfars um málshraða og afdráttarlausa málsmeðferð feli í sér takmörk á því hversu oft aðili geti krafist dómkvaðningar sem beinist að sama atriði, er það mat dómsins að atvik séu ekki með þeim hætti að til slíkrar takmörkunar geti nú komið. Ski ptir einkum máli í þeim efnum að aðalstefnandi hefur brugðist hratt við fyrri úrskurðum til að bæta úr vanköntum eldri matsbeiðna að þessu leyti auk þess sem þegar hafa verið 6 dómkvaddir matsmenn á grundvelli annarra matsbeiðna í málinu, sem eru umfangsmikl ar og fyrirséð er að þó nokkurn tíma mun taka að vinna úr. Verður hinni umþrættu matsbeiðni því ekki hafnað með vísan til fyrrgreindra tveggja meginreglna einkamálaréttarfars. Matsbeiðni stefnanda inniheldur eina matsspurningu og er henni ætlað að undirby ggja kröfulið 27 í stefnu aðalstefnanda, en þar fer hann fram á að stefndu verði dæmdir til að greiða honum 330.040.011 krónur vegna óréttmætra krafna þeirra um lagfæringar meðan á verkinu stóð. Hin umþrætta matsspurning á rætur að rekja til matsspurninga r nr. 4 í fyrri matsbeiðni aðalstefnanda, dags. 13. október 2022, á dskj. nr. 381, sem héraðsdómur hafnaði, eins og áður segir, með fyrri úrskurði í málinu 24. nóvember 2022. Þeim úrskurði ákvað aðalstefnandi að una. Þar kom fram að aðalstefnanda hefði bor ið, sbr. einkum forsendur fyrrgreinds úrskurðar Landsréttar í máli nr. 468/2022, að tilgreina með skýrum hætti í spurningu sinni hverja og eina kröfu um lagfæringar sem aðalstefnandi teldi óréttmæta og hafa valdið sér kostnaði, þar með talið með umfjöllun um þær lagfæringar sem framkvæmdar hefðu verið af hans hálfu í kjölfarið. Þess skal getið að fyrrgreind ummæli í úrskurðinum útilokuðu ekki að aðalstefnandi myndi í nýrri matsbeiðni vísa til umræddra atriða með almennum hætti, svo fremi sem ekki færi milli mála hvaða atriði skyldu sæta mati. Við úrlausn ágreinings aðila um hina umþrættu matsbeiðni ber einkum að líta til þess að samkvæmt 1. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991 hafa málsaðilar forræði á sönnunarfærslu í málum eins og því sem hér um ræðir og ráða þv í þar með hvernig þeir færa sönnur fyrir atvikum sem þar er um deilt. Í samræmi við það hefur aðilum að slíkum málum verið játaður víðtækur réttur til að afla matsgerða til að færa sönnur á staðhæfingar sínar, enda þótt sá réttur takmarkist af öðrum meginr eglum einkamálaréttarfars, sbr. dóm Hæstaréttar 21. október 2011 í máli nr. 558/2011 og til hliðsjónar úrskurð Landsréttar 29. júní 2022 í máli nr. 296/2022. Aðalstefnandi hefur nú lagt fyrir dóminn ítarlegar úttektarskýrslur Eflu verkfræðistofu, með inn færðum athugasemdum starfsmanna aðalstefnanda, og vísar til þeirra atriða sem þar eru rakin í matsspurningunni. Að mati dómsins er þessi tilgreining nægjanleg, en eins og lögmaður aðalstefnanda benti á í málflutningi þá hefði sérstök tilgreining á sérhverj u atriði sem þar er undir leitt til þess að spurningin hefði þurft að innihalda mörg þúsund liði. Verður að virtum síðastnefndum dómskjölum að fallast á að fram sé komið með nægilega skýrum hætti til hvaða atriða matið tekur, þannig að aðalstefnanda sé unn t að fá fram slíkt mat, en hann ber sjálfur kostnað af matsgerðinni og áhættu af því hvort hún komi honum að notum, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 30. ágúst 2012 í máli nr. 487/2012. Í þessari niðurstöðu felst jafnframt að því verður að mati dómsins e kki slegið föstu fyrir fram að útilokað sé fyrir dómkvaddan matsmann að taka saman matsgerð um þau atriði sem falla undir matsspurninguna, en matsbeiðni verður ekki hafnað af þeirri ástæðu að torvelt kunni að vera fyrir matsmann að svara einstökum atriðum, heldur er það matsmanns að taka afstöðu til þess hvort svo hátti til, sbr. dóm Hæstaréttar 18. mars 2016 í máli nr. 163/2016 og úrskurð Landsréttar 13. maí 2019 í máli nr. 301/2019. Að því leyti sem dómkvaðning matsmanns leiðir ekki til annars hefur hann raunar frjálsar hendur um það hvaða sjónarmið hann leggur til grundvallar og eftir atvikum hvaða gagna hann aflar sér til afnota við matið, en matsþolar eiga þess kost á matsfundi að koma að athugasemdum sínum og ábendingum um framkvæmd mats, sbr. 2. mgr. 62. gr. laga nr. 91/1991 og til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 8. desember 2011 í máli nr. 619/2011. Telji matsmaður aftur á móti ekki unnt að svara einstökum atriðum sem falla undir matsspurninguna þá verður þess getið með rökstuddum hætti í matsgerðinni, sbr . til hliðsjónar fyrrnefndan úrskurð Landsréttar í máli nr. 296/2022. Ber aðalstefnandi þá hallann af því auk þess að bera kostnað af matinu, eins og áður greinir. Að öllu framangreindu virtu ber að fallast á kröfu aðalstefnanda um að dómkvaðning samkvæm t framlagðri matsbeiðni nái fram að ganga. Af hálfu aðalstefnanda flutti málið um þennan ágreining Magnús Ingvar Magnússon lögmaður. Af hálfu gagnstefnanda flutti málið um þennan ágreining Ásgeir Þór Árnason lögmaður. Af hálfu stefnda Íslandssjóða hf. f lutti málið um þennan ágreining Þórir Júlíusson lögmaður. Arnaldur Hjartarson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Ú R S K U R Ð A R O R Ð: 7 Fallist er á kröfu aðalstefnanda , Íslenskra aðalverktaka hf., um að dómkvaðning samkvæmt framlagðri matsbeiðni á dskj. nr. 388 nái fram að ganga.