LANDSRÉTTUR Úrskurður mánudaginn 24. mars 2025 . Mál nr. 222/2025 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Karen Lárusdóttir saksóknarfulltrúi ) gegn X (Sveinn Andri Sveinsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Rannsókn. Haldlagning. Leit. Lögjöfnun . Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðdóms þar sem heimiluð var rannsókn á rafrænu efnisinnihaldi farsíma X sem hald hafði verið lagt á í þágu rannsóknar . Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Eiríkur Jónsson , Hervör Þorvaldsdóttir og Ragnhe iður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 23. mars 2025 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 21. mars 2025 í málinu nr. R - [...] /2025 þar sem sóknaraðila var veitt heimild til að rannsaka rafrænt efnisinnihald farsíma varnaraðila, munur í munaskrá lögreglu nr. [...] , sem lögregla lagði hald á í kjölfar handtöku varnaraðila 28. febrúar 2025. Heimild in nær til leitar, skoðunar og afritunar á þeim rafrænu gögnum sem hinn haldlagði sími kann að geyma og þeim skýjaþjónustum sem hafa verið notaðar með símanum, hvort sem um er að ræða samfélagsmiðla, samskiptaforrit, tölvupósta eða gagnageymslur. Kæruheimi ld er í g - og i - lið 1 . mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskur ðar verður hann staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 3 4