LANDSRÉTTUR Úrskurður miðvikudaginn 3. janúar 2024 . Mál nr. 875/2023 : Ákæruvaldið ( Dröfn Kjærnested aðstoðarsaksóknari ) gegn X ( Leifur Runólfsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Afhending sakaðs manns. Evrópsk handtökuskipun Útdráttur Ákvörðun ríkissaksóknara um að verða við beiðni um afhendingu X til Póllands á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar var staðfest. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson , Ragnheiður Bragadóttir og Símon Sigvaldason kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 19. desember 2023 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 18. desember 202 3 í málinu nr. /2023 þar sem staðfest var ákvörðun sóknaraðila frá 15. nóvember 2023 um að verða við beiðni um afhendingu varnaraðila til Póllands á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar sem gefin var út 1. ágúst 2023. Kæruheimild er í 3 . mgr. 15 . gr. laga nr. 51 /2 016 um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverða verknaða á grundvelli handtökuskipunar. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þ á krefst hann þóknunar til handa skipuðum verjanda sínum. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 5 Samkvæmt 1. mgr. 38. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 2. gr. laga nr. 51/2016, greiðist úr ríkissjóði þóknun skipaðs verjanda varnaraðila fyrir Landsrétti sem ákveðin verður að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir. Úrsk urðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Þóknun skipaðs verjanda varnaraðila, X , fyrir Landsrétti, Leifs Runólfssonar lögmanns, 150.660 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Úrskurður Héraðsdómur Reykjaness 18. desember 2023 I. Með bréfi dags. 21. nóvember 2023 vísaði sóknaraðili, ríkissaksóknari, til héraðsdóms Reykjaness kröfu varnaraðila, X , kt. , um úrskurð um hvort uppfyllt væru skilyrði laga fyrir afhendingu, vegna ákvörðunar ríkissaksóknara 15. nóvember 2023 þess efnis að orðið skyldi við beiðni pólskra yfirvalda um afhendingu varnaraðila til Póllands á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar sem gefin hafi verið út 1. ágúst 2023. Segir í bréfi ríkissaksóknara að vísað sé til laga nr. 51/2016, einkum 2. gr. og 2. mgr. 15. gr. sem og til 1. mgr. 2. gr. sbr. XXVII. kafla laga nr. 88/2008. Vegna varnarþings sé vísað til 51. gr. laga nr. 88/2008. Sóknaraðili krefst þess að ákvörðun sín, dags. 15. nóvember 2023, um að orðið yrði við beiðni pólskra yfirvalda á grunni evrópskrar handtökuskipunar útgefinnar 1. ágúst 2023, verði staðfest. Varnaraðili krefst þess að kröfu sóknaraðila verði hafnað. Verjanda varnaraðila verði greidd þóknun úr ríkissjóði. Málið var tekið til úrskurðar 15. desember. II. Samkvæmt gögnum málsins gáfu pó lsk yfirvöld út handtökuskipun á hendur varnaraðila hinn 1. ágúst 2023, til fullnustu fangelsisrefsingar sem honum hefði verið gerð með tveimur dómum. Fyrri dómurinn hefði verið kveðinn upp 11. janúar 2005 þar sem varnaraðili hafi verið sakfelldur fyrir þj ófnað og dæmdur til átta mánaða fangelsisvistar, sem ekki hefði verið afplánuð. Síðari dómurinn hefði verið kveðinn upp 21. febrúar 2005 þar sem varnaraðili hafi verið sakfelldur fyrir þjófnað og dæmdur til tveggja fangelsisvistar. Af henni ætti varnaraðil i eftir að afplána eitt ár, ellefu mánuði og 29 daga. Að fyrirmælum ríkissaksóknara var varnaraðili handtekinn 8. nóvember 2023. Hann gaf skýrslu á lögreglustöð daginn eftir, kvaðst vera sá sem málið varðaði og kannaðist við málsatvik. Hann kvaðst ekki mun a vel eftir fyrri dóminum en muna eftir þeim síðari. Hann hafnaði afhendingu. Varnaraðili hefur síðan sætt farbanni. Hinn 15. nóvember tók ríkissaksóknari ákvörðun um afhendingu varnaraðila til Póllands. Hinn 16. nóvember fór varnaraðili fram á að ákvörðun in yrði borin undir héraðsdóm. III. Varnaraðili kom fyrir dóm. Hann kvaðst hafa komið til Íslands frá Póllandi árið 2008 en áður ekki muna efni skilor ðsins nákvæmlega en telja að það hefði verið á þá leið að hann mætti ekki brjóta af vívegis en gleymt því eftir að hann sagðist ekki hafa vitað af dóminum um átta mánaða fangelsisvist. Varnaraðili hefði verið á Íslandi frá komu sinni ár ið 2008. Hann hefði starfað á tveimur stöðum en eftir það þegið atvinnuleysisbætur og aðra félagslega aðstoð eftir að hafa farið í aðgerð á . Varnaraðili sagðist hafa búið á sama stað allan tímann hér á landi. Hann hefði byrjað að þiggja ellilífeyri fyr ir árum og væru það einu tekjur sínar. Spurður um heilsufar sitt sagði hann það vera misjafnt, en hann hefði farið í aðgerð á og hefði þar stundum verki, misjafnlega vonda. Hann mætti ekki lyfta þungum hlutum, til að hlífa . 3 Varnaraðili sagðist aldrei hafa komið við sögu lögreglu á Íslandi og aldrei brotið neitt af sér hér. Varnaraðili sagðist telja afhendingu til Póllands brjóta gegn mannréttindum sínum þar sem í henni fælist frelsissvipting og heimilisleysi fyrir sig. Hann æ tti engar eignir í Póllandi. Hann sagðist aðspurður ekki vita hvernig aðstæður væru í pólskum fangelsum, en hann hefði hvorki verið í Póllandi síðustu ár né IV. Sóknaraðili segir ákvörðun sína, dags. 15. nóvember 2023, varða evrópska handtökuskipun sem gefin hafi verið út af yfirmanni yfir héraðsdómstólnum í 1. ágúst 2023, en sóknaraðili hafi móttekið 12. september 2023. Í handtökuskipuninni hafi verið óskað eftir handtöku og afhendingu varnaraðila til fullnustu fangelsisrefsingar. Til grundvallar hafi verið tveir dómar svæðisdómstólsins í . Fyrri dómurinn sé frá 11. janúar 2005 í nánar greindu máli þar sem varnaraðili hafi verið sakfelldu r fyrir þjófnað, sbr. 278. gr. pólskra hegningarlaga, með því að hafa 6. maí 2004, í félagi við ónafngreinda aðila, á nánar tilgreindum stað í , stolið munum að verðmæti 2.023 slot. Varnaraðili hafi verið dæmdur til átta mánaða fangelsisvistar sem hann eigi eftir að afplána. Síðari dómurinn sé frá 21. febrúar 2005 í nánar greindu máli þar sem varnaraðili hafi verið sakfelldur fyrir þjófnað, sbr. 278. gr. pólskra hegningarlaga, með því að hafa 6. apríl 2004, í félagi við óþekkta aðila, á nánar greindum st að í , stolið munum að verðmæti 27.000 slot. Varnaraðili hafi verið dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar og eigi hann eftir að afplána eitt ár, ellefu mánuði og 29 daga. Sóknaraðili segist hafa farið yfir evrópsku handtökuskipunina og talið skilyrðum og form og innihald, sbr. 6. gr. laga nr. 51/2016, vera fullnægt. Handtökutilskipunin hafi verið send lögreglustjóranum á Suðurnesjum til meðferðar 7. nóvember 2023. Varnaraðili hafi verið handtekinn 8. nóvember og skýrsla tekin af honum 9. nóvember, að vi ðstöddum verjanda og með aðstoð túlks. Við skýrslutöku hafi varnaraðila verið kynnt efni handtökutilskipunarinnar og hafi hann sagt að hann kannaðist við málsatvik og að hann væri sá aðili sem tilgreindur væri í handtökutilskipuninni. Varnaraðili hafi veri ð spurður um persónulega hagi og jafnframt hafi honum verið kynntar 9. og 10. gr. laga nr. 51/2016 um synjunarástæður. Hafi honum verið gefinn kostur á að tjá sig um hvort hann teldi synjunarástæður eiga við og veittur frestur til að koma upplýsingum þess efnis á framfæri við sóknaraðila. Sóknaraðili hafi tekið ákvörðun um afhendingu varnaraðila 15. nóvember 2023. Hafi sóknaraðili metið form - og efnisskilyrð laga nr. 51/2016 uppfyllt, skilyrði 6. gr. um form og innihald, skilyrði 7. gr. um lágmarksrefsingu og skilyrði 8. gr. um tvöfalt refsinæmi. Þá hafi sóknaraðili metið málavexti svo að að ekki væru fyrir hendi ástæður til að synja afhendingar á grundvelli 9. eða 10. gr. laganna. Í ljósi meginreglu 1. mgr. 1. gr. laganna um skyldu til handtöku og afhending ar og með vísan til 1. mgr. 15. gr. laganna hafi sóknaraðili ákveðið að verða við beiðni um afhendingu. Ákvörðunin hafi verið kynnt varnaraðila 16. nóvember að viðstöddum verjanda og túlki. Sama dag hafi varnaraðli farið fram á úrskurð héraðsdóms um hvort skilyrði laga fyrir afhendingu væru uppfyllt. Sóknaraðili kveðst krefjast þess að ákvörðun sín verði staðfest. Á því sé byggt að öll skilyrði séu uppfyllt, sbr. lög nr. 51/2016, og að ekki séu komnar fram neinar upplýsingar sem gefi ástæðu til að synja bei ðninnar. Hvíli á hérlendum yfirvöldum skylda til afhendingar þegar skilyrði laganna séu uppfyllt og að við úrlausn beri að leggja til grundvallar þær upplýsingar sem fram komi í handtökuskipun nema þær séu augljóslega rangar, sbr. 1. og 3. mgr. 15. gr. lag a nr. 51/2016. V. Varnaraðili kveðst vera pólskur ríkisborgari en hafa flutt til Íslands árið 2008 í leit að betra lífi. Hann hafi búið hér síðan, stundað atvinnu og greitt skatta. Hann búi í , líði hér vel og hafi ekki brotið lög eftir komu sína hinga ð. Pólsk yfirvöld hafi gefið út evrópska handtökuskipun á hendur honum 1. ágúst 2023 þar sem farið hafi verið fram á handtöku og afhendingu varnaraðila til fullnustu fangelsisrefsingar vegna tveggja dóma sem hann hafi hlotið árið 2005 vegna þjófnaðarbrota. Sóknaraðili hafi yfirfarið handtökuskipunina og talið skilyrðum og form og innihald uppfyllt og í framhaldinu tekið ákvörðun um afhendingu. 4 Varnaraðili segist byggja í fyrsta lagi á því að um mjög gamla dóma sé að ræða vegna smávægilegra brota, sem eftir hans vitund hafi verið skilorðsbundnir. Hafi hann talið málunum að öllu leyti lokið enda hafi hann búið hér í fimmtán ár og ekkert heyrt af fyrirhugaðri afplánun dómanna. Þá hafi hann ekki farið huldu höfði hér og hafi ekki yfirgefið Pólland fyrr en næstum þremur árum eftir að dómarnir hafi fallið. Á þeim tíma hafi hann aldrei verið látinn vita að til stæði að hann afplánaði dómana. Hann sé ekki sami maður nú og verið hafi fyrir fimmtán árum. Hann hafi hafið hér nýtt líf, stundað vinnu og greitt skatta. Han n hafi ekkert brotið af sér hér og telji að afhending myndi valda sér miklum miska og tjóni, enda hafi hann engin tengsl við Pólland lengur, en hann hafi ekki komið þangað í ár. Varnaraðili segist byggja á því að skilyrði um tvöfalt refsinæmi sbr. 1. m gr. 8. gr. laga nr. 51/2016 sé ekki uppfyllt enda væru brot hans fyrnd samkvæmt lögum hér á landi, sbr. 3. tl. 1. mgr. 81. gr. laga nr. 19/1940. Telji varnaraðili að skýra beri skilyrðið með þeim hætti að það eigi einnig við þegar refsing sé niður fallin v egna sakarfyrningar hér. Þar sem sök hans væri fyrnd hér sé óheimilt að senda hann aftur til Póllands. Varnaraðili kveðst vísa til þess að samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 51/2016 skuli synja um afhendingu manns samkvæmt handtökuskipun ef afhending er í a ndstöðu við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu og samningsviðauka sem gildi hafi samkvæmt lögum nr. 62/1994. Hann kveðst einkum vísa til 3. gr. en hann telji fela í sér ómannúðlega og vanvirðandi meðferð að senda til Póllands. Hann sé gamall maður sem glím i við fjölþætt heilsufarsvandamál sem telji hann í afar viðkvæma stöðu þurfi hann að afplána dóm í pólsku fangelsi, í landi sem hann hafi ekki komið til í fimmtán ár. Telji hann aðstæður sínar og hagsmuni vega mun þyngra en hagsmuni pólskra yfirvalda af be iðninni. Dómarnir varði ekki alvarleg brot og sanngirnissjónarmið mæli gegn því að beitt sé slíkum ráðstöfunum, sérstaklega þegar horft sé til aldurs hans og heilsufars. Varnaraðli kveðst vísa til c liðar 1. mgr. 10. gr. laga nr. 51/2016 þar sem fram komi að varði handtökuskipun fullnustu refsivistar samkvæmt dómi og eftirlýstur sé búsettur á Íslandi og stjórnvöld hér skuldbindi sig til að fullnusta dóminn sé heimilt að synja beiðni um afhendingu. Sé stjórnvöldum því heimilt að hafna beiðninni og leyfa var naraðila að afplána refsingu sína hér á landi og sé þetta ákvæði í samræmi við f lið 1. mgr. 5. gr. samningsins um evrópska handtökuskipun. Í því sambandi bendi varnaraðili á að hann hafi búið hér í fimmtán ár og ekki farið til Póllands á þeim tíma og sé n ú gamall og heilsuveill. Telji hann eðlilegt og sanngjarnt að verða heimilað að afplána dómana hér á landi. Vísi hann til dóms Hæstaréttar í máli nr. 215/2010 þar sem persónulegar aðstæður varnaraðila þess máls hafi verið taldar falla undir ákvæði um mannú ðarsjónarmið. Þá hafi varnaraðili miklar áhyggjur af því hvaða áhrif afhending hefði á heilsu sína sem ekki góð fyrir. Telji hann heilsu sinni ógnað þurfi hann að afplána dóm sinn í Póllandi. Beri því að synja um afhendingu til Póllands með vísan til mannú ðarástæðna sbr. 2. mgr. 9. gr. og c lið 1. mgr. 10. gr. laga nr. 51/2016. VI. Um afhendingu manna á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar gilda lög nr. 51/2016 um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli ha ndtökuskipunar. Við úrlausn dóms um hvort skilyrði laganna séu uppfyllt skal leggja til grundvallar upplýsingar sem fram koma í handtökuskipun, nema þá aðeins að þær séu augljóslega rangar, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 51/2016. Það er meginregla samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laganna að maður sem eftirlýstur er á grundvelli handtökuskipunar skal handtekinn og afhentur til þess ríkis sem handtökuskipunina gaf út samkvæmt ákvæðum laganna. Hefur Ísland með lögunum tekið á sig slíka skyldu, nema fyrir liggi sérstak ar synjunarástæður. Þær ástæður sem valdið geta því að synjað verði um afhendingu eru taldar upp í 9. til 12. gr. laganna. Varnaraðili er pólskur ríkisborgari og fyrir liggur handtökuskipun pólskra yfirvalda. Samkvæmt 3. mgr. 15. gr. laga nr. 51/2016 er vi ð úrlausn málsins skylt að leggja til grundvallar úrskurði þær upplýsingar sem fram koma í handtökuskipuninni, nema þær séu augljóslega rangar. Ekkert hefur komið fram í málinu sem gefur til kynna að upplýsingarnar séu augljóslega rangar, en varnaraðili he fur ekkert lagt fram til stuðnings því að hann hafi einungis hlotið skilorðsbundinn dóm í heimalandi sínu. Verður 5 samkvæmt þessu að leggja upplýsingar sem fram koma í handtökuskipuninni til grundvallar. Samkvæmt þeim hefur varnaraðili tvívegis verið sakfel ldur fyrir þjófnað og dæmdur vegna þess í alls tveggja ára átta mánaða fangelsi sem hann á nær allt óafplánað. Leggja verður til grundvallar að sú háttsemi er varnaraðili var dæmdur fyrir í Póllandi sé jafnframt refsiverð hér, sbr. 244. gr. laga nr. 19/194 0. Samkvæmt yfirlýsingu pólskra yfirvalda, sem ekki hafa verið bornar brigður á, fyrnast dómar þeir sem mál þetta varðar, árið 2030 samkvæmt pólskum lögum. Varnaraðili byggir meðal annars á því í málinu að skilyrði um tvöfalt refsinæmi sé ekki uppfyllt end a væru brot hans fyrnd samkvæmt lögum hér á landi. Fram kemur í i - lið 1. mgr. 9. gr. laga nr. 51/2016 að synja skuli um afhendingu eftirlýsts manns þegar verknaður hefur verið framinn að hluta eða í heild hér á landi eða á svæði sem fellur undir refsilögs ögu Íslands og hann er annað hvort ekki refsiverður eða refsiábyrgð eða réttur til að fullnusta refsingu er fyrndur samkvæmt íslenzkum lögum. Í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 51/2016 segir að ákvæði i - liðar sé í samræmi við ákvæði í d - og g - lið 1. mgr. 5. gr. samningsins um evrópska handtökuskipun meðal annars milli Íslands og Evrópusambandsins sem undirritaður hafi verið 28. júní 2006. Eins og atvikum er hér háttað verður ekki lagt til grundvallar að refsilögsögureglur sbr. 4. - 11. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, taki til háttsemi varnaraðila. Á það eins við þó að við skýringu á efni ákvæðisins sé litið til framangreindra ákvæða samningsins sem heimila aðildarríkjum að synja um afhendingu meðal annars í þeim tilvikum sem grei nir í i - lið 1. mgr. 5. gr. laganna. Verður kröfu ríkissaksóknara því ekki hafnað vegna sjónarmiða um fyrningu. Má hér eftir því sem við á horfa til úrskurðar Landsréttar í máli nr. 312/2021. Þó allnokkur tími sé liðinn frá því dómarnir voru kveðnir upp hef ur ekki verið hnekkt yfirlýsingu pólskra yfirvalda þess efnis að hvorugur þeirra sé fyrndur samkvæmt pólskum lögum. Þetta atriði telst ekki standa í vegi afhendingar. Varnaraðili byggir á því að samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 51/2016 skuli synja um afhen dingu manns samkvæmt handtökuskipun ef afhending er í andstöðu við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu og samningsviðauka sem gildi hafi samkvæmt lögum nr. 62/1994. Vísar hann til þess að hann sé gamall maður sem glími við heilsufarsvandamál. Telji hann aðs tæður sínar og hagsmuni vega mun þyngra en hagsmuni pólskra yfirvalda af beiðninni. Vegna þessara sjónarmiða er til þess að líta að ekki verður séð, að virtum ákvæðum 9. og 10. gr. laga nr. 51/2016, að dómurinn hafi lagaheimild til þess að byggj a niðurstöðu um synjun afhendingar varnaraðila á mati á þeim ólíku hagsmunum sem varnaraðili vísar til. Má hér eftir því sem við á horfa til úrskurðar Landsréttar í máli nr. 209/2020. Ekkert handfast hefur komið fram um heilsufar varnaraðila, sjálfur tala ði hann fyrir dómi um verki í í kjölfar aðgerðar. Verður ekki séð að heilsufar varnaraðila geti ráðið úrslitum í málinu. Sama má segja um aldur hans, en ekkert aldurshámark er sett í lögunum sem verða skuli til synjunar. Ekkert hefur komið sem gefur ti l kynna að afhending manns sé sem slík í andstöðu við mannréttindasáttmála eða óheimil af öðrum ástæðum. Við munnlegan málflutning var af hálfu varnaraðila vísað til þess að í skýrslu svonefndrar CPT nefndar Evrópuráðsins til pólskra stjórnvalda árið 2 020 komi fram það álit nefndarinnar, að grípi pólsk yfirvöld ekki til afgerandi aðgerða sé líklegt að hætta á því, að einstaklingar í haldi pólskrar lögreglu verði fyrir slæmri meðferð, aukist enn á næstunni. Vísaði varnaraðili í þessu sambandi til úrskurð ar Landsréttar í máli nr. 727/2023. Í því máli var vísað til nýlegrar skýrslu CPT nefndar um alvarlegan aðbúnað í fangelsum í Rúmeníu en tekið fram að varnaraðili þess máls hefði lagt fram frekari gögn sem hann hafi talið renna stoðum undir hið sama. Fram hafi komið hjá ríkissaksóknara að hann hafi haft umrædda skýrslu undir höndum við töku ákvörðunar sinnar og taldi Landsréttur að ríkissaksóknara hefði borið að taka rökstudda afstöðu til þess hvort skyldubundin synjunarástæða samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 51/2016 og þar með efnisleg skilyrði afhendingar stæðu henni í vegi með tilliti til þess sem fram kæmi í skýrslunni, eftir atvikum að undangenginni frekari gagnaöflun. Í því máli sem hér er til meðferðar er ekki fjallað um afhendingu til Rúmeníu heldur Póllands. Því sem varnaraðili vísar til í skýrslu CPT nefndarinnar árið 2020 verður ekki, af því sem fyrir liggur í málinu, jafnað til þess vísað er til í úrskurði Landsréttar í máli nr. 727/2023. Í ákvörðun sóknaraðila 15. nóvember er rakið að Pólland ha fi, sem aðildarríki Evrópuráðsins, í kjölfar undirritunar og síðar fullgildingar mannréttindasáttmála Evrópu, skuldbundið sig til að veita öllum sem í landinu dveljast þau réttindi sem sáttmálanum er ætlað að tryggja. Pólland hafi einnig fullgilt 6 Evrópuráð ssamning um varnir gegn pyntingum og annarri grimmilegri og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð. Eftir samningnum starfi svonefnd CPT nefnd sem skipuleggi reglubundnar heimsóknir á staði og stofnanir aðildarríkjanna. Þá hafi aðildarríki Evrópuráðsins komið sér saman um ráðstafanir til að tryggja lágmarkskröfur sem kveðið sé á um í tilmælum ráðherraráðs Evrópuráðsins um reglur í fangelsum. Séu sett fram viðmið um stjórn fangelsismála og meðferð fanga í því skyni að tryggja lágmarksréttindi fanga. Sem aðildarr íki Evrópuráðsins hafi Pólland samþykkt þessi viðmið. Þegar á allt framanritað er horft þykir ekki verða lagt til grundvallar að afhending varnaraðila yrði í andstöðu við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu eða viðauka við hann. Þá hefur ekki verið sýnt fra m á að sóknaraðili hafi að þessu leyti ekki undirbúið ákvörðun sína nægilega vel. Varnaraðili vísar til þess að í c lið 1. mgr. 10. gr. laga nr. 51/2016 komi fram að varði handtökuskipun fullnustu refsivistar samkvæmt dómi og eftirlýstur sé búsettur á Ísla ndi og stjórnvöld hér skuldbindi sig til að fullnusta dóminn sé heimilt að synja beiðni um afhendingu. Sé stjórnvöldum því heimilt að hafna beiðninni og leyfa varnaraðila að afplána refsingu sína hér á landi og sé þetta ákvæði í samræmi við f lið 1. mgr. 5 . gr. samningsins um evrópska handtökuskipun. Ekki liggur fyrir í málinu að stjórnvöld hér hafi skuldbundið sig með þeim hætti sem hér er rakið. Geta þessi sjónarmið ekki orðið til þess að kröfu sóknaraðila verði hafnað. Varnaraðili vísar til dóms Hæstarét tar Íslands í máli nr. 215/2010. Sá dómur varðar framsal samkvæmt lögum nr. 13/1984 og undirbúning töku ákvörðunar um slíkt framsal. Þykir hann ekki breyta niðurstöðu í þessu máli. Ekkert hefur komið fram í málinu sem gefur til kynna að rangt sé það mat só knaraðila að skilyrði 6. gr. laga nr. 51/2016 um form og innihald handtökuskipunar, skilyrði b - liðar 1. mgr. 7. gr. um lágmarkstímalengd refsingar og skilyrði 1. mgr. 8. gr. um tvöfalt refsinæmi séu uppfyllt, eins og atvikum máls þessa er háttað. Eins og áður segir eru þau atriði, sem orðið geta til þess að kröfu sóknaraðila skuli eða megi synja, talin upp í 9. til 12. gr. laga nr. 51/2016. Ekki verður séð að nein þeirra séu fyrir hendi þannig að skylt geti verið eða heimilt að synja kröfunni. Þegar á það og allt framanritað er horft verður að staðfesta ákvörðun ríkissaksóknara. Með vísan til 2. gr., sbr. 2. mgr. 13. gr., laga nr. 51/2016 og 1. mgr. 38. gr. laga nr. 88/2008 verður verjanda varnaraðila, Leifi Runólfssyni lögmanni, ákveðin þóknun í máli þessu , 873.828 krónur með virðisaukaskatti, sem greiðist úr ríkissjóði. Af hálfu sóknaraðila fór Dröfn Kærnested aðstoðarsaksóknari með málið. Þorsteinn Davíðsson kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Ákvörðun ríkissaksóknara, dagsett 15. nóvember 2023, um að verða við beiðni um afhendingu varnaraðila, X , kt. til Póllands, á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar, sem gefin var út 1. ágúst 2023, er staðfest. Þóknun skipaðs verjanda varn araðila, Leifs Runólfssonar lögmanns, 873.828 krónur, greiðist úr ríkissjóði.