LANDSRÉTTUR Úrskurður fimmtudaginn 3. júlí 2025 . Mál nr. 507/2025 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Árni Bergur Sigurðsson aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Sigurður Freyr Sigurðsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. A - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 . Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a - lið ar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála . Úrskurður Landsréttar L andsréttardómararnir Kristinn Halldórsson og Ragnheiður Bragadóttir og Eyvindur G. Gunnarsson , settur landsréttardómari, kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 1. júlí 2025 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 1. júlí 2025 í málinu nr. R - [...] /2025 þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, þó ekki lengur en til þriðjudagsins 29. júlí 2025, klukkan 12. Kæruheimild er í l - lið 1 . mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur í gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hi ns kærða úrskurðar verður hann staðfestur . Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 1. júlí 2025 Mál þetta var þingfest og tekið til úrskurðar 1. júlí 2025. 2 Sóknaraðili er Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Varnaraðili er X , kt. . Dómkröfur Þess er krafist að X , kt. , sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, til þriðjudagsins 29. júlí 2025, kl. 16:00. Málsatvik Í greinargerð sóknaraðila er atvikum lýst svo: Þann 11. apríl 2025 barst lögreglu tilkynning um aðila sem var meðvitundarlaus á heimili sínu að í . Þegar lögregla kom á vettvang lá brotaþoli A , kt. , meðvitundarlaus í anddyri húsnæðisins. Kona hans, B , kt. , var að reyna að aðstoða hann. Dóttir þeirra, varnaraðili X , stóð innan við forstofuna. A reyndist vera í hjartastoppi og hófst endurlífgun á vettvangi, en hann lést síðar sama dag. Voru báðir brotaþolar, A og B , með mikla áverka og jafnframt mátti sjá blóðslettur víðsvegar um húsið, m.a. á veggjum. A ð mati lögreglu hafði mikið gengið á í húsinu. Við komu lögreglu á vettvang mátti m.a. sjá hvar brotaþoli B var með áberandi mikla áverka á andliti, [...] . Þá var hún með [...] og einnig áverka á hálsi og fótum. Jafnframt mátti sjá hvar brotaþoli A var me ð mikið af marblettum víðsvegar um líkama og áberandi áverka á andliti, bólgu, glóðurauga og skurð á höfði. Fleiri áverkar hafi síðan komið í ljós þegar sjúkraflutningamenn klipptu af honum fötin, t.d. mar neðarlega hægra megin á kvið ásamt mari á vinstri síðu. Ástand brotaþola beggja benti þannig til þess að ásamt nýlegum áverkum hafi þau verið með fleiri og eldri áverka. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu kannaðist varnaraðili ekkert við áverkana á móður sinni og kvaðst ekki vita hvernig hún hafi fengið þá. V arnaraðili var handtekin á vettvangi grunuð um saknæma aðild að málinu og sjá mátti að hún var með marblett á vinstri úlnlið, gulleitan marblett á vinstri framhandlegg, marblett á hægri upphandlegg og klórför á bringu hægra megin rétt fyrir ofan brjóst. Teknar hafa verið skýrslur af varnaraðila þar sem hún neitar sök. Í skýrslutöku þann 11. apríl kvaðst hún hafa verið inn í svefnherbergi sínu þegar hún heyrði dynk. Hún hafi síðan komið fram og séð brotaþola A liggjandi á gólfinu. Kvaðst hún halda að hann hafi dottið. Aðspurð um áverka á móður sinni taldi hún mögulegt að þeir hafi komið til er hún datt nýlega eða almennt rekið sig í. Í skýrslutöku þann 15. apríl sl. greindi varnaraðili frá því að til handalögmála hafa komið á [...] hennar þann [...] . Aðspur ð kvað hún þau öll hafa ýtt hvoru öðru. Þá kvaðst hún hafa slegið frá sér til beggja brotaþola og hafi höggin lent m.a. í andliti þeirra. Þann 14. og 22. apríl sl. var framkvæmd útvíkkuð réttarkrufning á brotaþola A . Á líkinu voru útbreiddir, djúpir og gr unnir áverkar, einkum á höfði, hálsi og brjóstkassa. Fram kemur að útlit marblettanna, húðblæðinganna, sáranna á höfðinu og beinbrotanna bendir sterklega til þess að þessir áverkar hafi komið til fyrir sljóan kraft, á meðan útlit skrámanna og annarra minni sára bendir til þess að þær hafi orðið til við sljóan skrapandi kraft; það á þó ekki við um punktlaga grunnu sárin eða skrámurnar á bolnum. Heildarmynd áverkanna bendir sterklega til þess að annar einstaklingur, eða einstaklingar, hafi veitt honum allfles ta áverkana þar sem útlit og staðsetning þeirra bendir sterklega til þess að krafturinn sem olli þeim hafi verið margvíslegur í eðli og komið á í mörgum brögðum, á mismunandi tímum og undir ólíkum hornum, þar sem marblettirnir og sum sárin og skrámurnar ge ta hafa orðið til í kjölfar högga, sparka, íslaga gegn hörðum yfirborðum eða flötum og mögulega gripa eða taka með útlim eða útlimum. Þá kemur fram að dánarorsökin séu ekki enn kortlögð á nægilega heildstæðan hátt og því enn ekki þekkt en hins vegar hefur ekkert komið fram við rannsóknina sem bendir til þess að dánarorsökin hafi verið bráður sjúkdómur. Jafnframt kemur fram að áverkarnir séu þess eðlis að þeir hafi getað valdið dauða og þar megi íhuga óhikað þann möguleika að dauðsfallið hafi verið manndráp. 3 Teknar hafa verið skýrslur af vitnum sem hafa lýsti ofbeldishegðun varnaraðila gegn brotaþolum. Þá liggja fyrir gögn frá fagaðilum þar sem fram kemur að varnaraðili hafi verið að beita brotaþola ofbeldi, vísast nánar til meðfylgjandi rannsóknargagna hvað þetta varðar. Varnaraðili er undir sterkum grun um að hafa veitt brotaþolum mikla og alvarlega áverka, sem leiddi m.a. til andláts brotaþola A . Af gögnum málsins er ljóst, einkum réttarkrufningu af líki brotaþola A , sem og bráðabirgðaskýrslu réttarlæknis af áverkum brotaþola B að áverkar þeirra voru af hendi annars einstaklings. Af gögnum málsins verður jafnframt ráðið að þau voru ein í húsinu og greindi brotaþoli B frá því í skýrslutöku að slagsmál hafi átt sér stað í aðdraganda andlátsins. Af gögnum mál sins má einnig ráða að brotaþolar hafa þurft að leita sér læknisaðstoðar vegna langvarandi heimilisofbeldis og áverka af hendi varnaraðila yfir langt tímabil. Þá hefur komið fram í skýrslutöku af varnaraðila hjá lögreglu að ofbeldisástand hafi verið á heim ilinu síðan hún var barn. Nánar um þessi atriði og grun lögreglu um langvarandi ofbeldi í garð brotaþola vísast til gagna málsins. Þann 11. apríl sl. var varnaraðila gert að sæta gæsluvarðhaldi og einangrun til 16. apríl klukkan 16:00 með úrskurði Héraðsd óms Reykjaness í máli nr. R - [...] /2025. Gæsluvarðhald varnaraðila var framlengt til 7. júní á grundvelli a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. R - [...] /2025. Þá var gæsluvarðhald varnarað ila framlengt til 3. júní 2025 á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. R - [...] /2025, sem staðfest var með úrskurði Landsréttar nr. 347/2025. Gæsluvarðhald varnaraðila var framlengt til 1. júlí á s ama grundvelli með úrskurði héraðsdóms Reykjaness í máli R - [...] /2025, sem staðfest var með úrskurði Landsréttar nr. 415/2025. Rannsókn málsins er afar umfangsmikil eins og framlögð rannsóknargögn bera með sér og hefur rannsókninni miðað ágætlega, en ljóst er að mjög mikilvægir rannsóknarþættir standa enn eftir svo unnt verði að upplýsa málið með fullnægjandi hætti. Enn er beðið niðurstöðu lokaskýrslu krufningar en skýrslan hefur grundvallarþýðingu í málinu. Þegar horft er til bráðabirgðarkrufningarskýrslun nar verður að telja að sterkur grunur er uppi um að andlát brotaþola hafi komið til af áverkum sem séu af völdum varnaraðila. Um er að ræða flókna krufningu, sem jafnframt er tímafrek en vænta má niðurstöðu í júlí og vísast til fyrirliggjandi tölvupósts ré ttarlæknis hvað það varðar. Þá er einnig beðið eftir endanlegu áverkavottorði vegna áverka brotaþola B , en ljóst er að hún var með margvíslega áverka á andliti og líkama. Lagarök Í greinargerð er krafa sóknaraðila rökstudd þannig: Með vísan til framangrei nds og gagna málsins er varnaraðili undir sterkum grun um brot gegn 2. mgr. 218. gr. og 2. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem varðar allt að 16 ára fangelsi og eftir atvikum 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem varðar allt a ð ævilöngu fangelsi. Þá hafa dómstólar ítrekað fallist á að varnaraðili er sterklega grunuð um þann verknað sem nú er til rannsóknar og hefur ekkert fram komið í málinu sem er til þess fallið að draga úr þeim grun. Þvert á móti hefur grunur gegn varnaraðil a orðið sífellt sterkari eftir því sem rannsókninni vindur fram. Gögn málsins, einkum bráðabirgðarkrufningarskýrsla og ummerki á vettvangi gefa lögreglu sterkan grun um að varnaraðili hafi beitt brotaþolum alvarlegum líkamsmeiðingum og ljóst er að brotaþoli A lét lífið þann 11. apríl 2025. Auk þessa bera gögn málsins með sér að um langvarandi ofbeldisástand hafi verið að ræða. Svo sem rakið er að framan er til rannsóknar stórfellt brot í nánu sambandi, stór felld líkamsáras og eftir atvikum manndráp. Um er að ræða ofsafengna atlögu að lífi og heilsu beggja brotaþola með því að veitast að þeim með margvíslegu ofbeldi yfir langt tímabil. Eins og að framan greinir standa verulega mikilvægir rannsóknarþættir enn eftir svo unnt verði að ljúka rannsókn málsins og upplýsa það með fullnægjandi hætti, svo sem með öflun og greiningu á læknisfræðilegum gögnum. 4 Að fengnum niðurstöðum úr lokaskýrslu krufningar brotaþola A og áverkavottorði brotaþola B er þörf á frekari sk ýrslutöku af brotaþola B , sem jafnframt er lykilvitni í málinu. Að mati lögreglustjóra er fullt tilefni til að bera undir hana það sem fram kemur í skýrslunni varðandi áverka hennar og brotaþola A og þá fá frekari framburð. Framburður B er varðar ofbeldið sem átti sér stað í umrætt sinn og í aðdraganda andláts A hefur verið með ólíkindablæ og hefur auk þess ekki verið í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Í skýrslutöku þann 15. apríl var hún spurð hvort mikið ofbeldi hefði átt sér stað og þá sagði hún til að m ynda: ,, [...] [...] , en sú frásögn fer ekki heim og saman við fyrirliggjandi vettvangsrannsókn og skýrslu þar um, sem er á meðal gagna málsins. Þessu til viðbótar er fullt tilefni til að taka aðra skýrslu af varnaraðila, þegar lokaniðurstaða krufningar og áverkavottorð liggur fyrir. Varnaraðili hefur neitað að hafa verið valdur af öllum þeim áverkum sem fundust á hinum látna. Hefur varnaraðili jafnframt talið nær útilokað að þeir áverkar sem hún gæti hafa valdið honum, hafi verið þess eðlis að geta leitt til andláts hans. Af þeim sökum er fullt tilefni til að bera undir hana niðurstöður skýrslunnar og fá ítarlegri framburð. Brýnir rannsóknarhagsmunir eru í húfi og ljóst er að fái varnaraðili óskert frelsi til athafna er hún í þeirri stöðu að geta hæglega torveldað rannsókn málsins með þeim hætti sem henni hugnast, svo sem með því að hafa áhrif á framburð brotaþola og lykilvitnis í málinu, sem og að hafa áhrif á framgang rannsóknarinnar að öðru leyti. Eins og framlögð gögn bera með sér hefur brotaþoli og l ykilvitnið B búið við viðvarandi ógnarástand af hálfu varnaraðila og hefur lífi hennar, heilsu og velferð verið ógnað í það minnsta frá 22. febrúar 2025 til 11. apríl 2025. Bera gögn málsins jafnframt með sér að varnaraðili hafi haft stjórn á lífi þessa ly kilvitnis og því er að mati lögreglustjóra augljós og veruleg hætta á því að varnaraðili hafi áhrif á framburð hennar. Þá mun varnaraðili jafnframt hafa raunverulegan möguleika á að hafa áhrif á önnur vitni fái hún óskert frelsi, sem og tækifæri til að haf a áhrif á aðra þætti rannsóknar málsins. Varnaraðili hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 11. apríl 2025. Lögreglustjóri gerir nú kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald í fjórar vikur og því ljóst að gæsluvarðhaldið mun standa yfir lengur en í tólf vikur og byggir krafa lögreglustjóra því meðal annars á 4. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Samfélagslegir hagsmunir krefjast þess að málið verði upplýst eins og kostur er og að mati lögreglustjóra og ákæruvalds standa rannsóknarhagsmunir því í vegi að v arnaraðili gangi laus líkt og rakið hefur verið. Vegur þar þungt að lokaniðurstaða krufningar og áverkavottorðs liggja ekki fyrir og ljóst er að taka verður aðrar skýrslur af bæði varnaraðila og lykilvitninu B og bera undir þær niðurstöðurnar. Í þessu samh engi er m.a. vísað til úrskurðar Landsréttar í máli nr. 539/2023 sem staðfestur var með vísan til forsendna úrskurðar Héraðsdóms Suðurlands frá 14. júlí 2023. Þar var því slegið föstu að í ljósi þess að lokaniðurstaða krufningar, ásamt frekari rannsókn á e fnisinnihaldi raftækja lægi ekki fyrir, var fallist á rannsóknarhagsmunir væru í húfi og því var sakborningi gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi fram yfir 12 vikur. Einnig er vísað til úrskurðar Landsréttar í máli nr. 454/2023, þar sem staðfest var a ð sakborningur sætti áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Byggði Landsréttur á upplýsingum sóknaraðila um að endanlegrar krufningarskýrslu væri þá ekki að vænta fyrir en eftir þrjár til sex vikur og að einnig væri beðið eftir að sérfræðingar lykju vinnu við öflun og skoðun rafrænna gagna. Að fengnum niðurstöðum um þessa þætti væri þörf á ítarlegri skýrslu af varnaraðila og vitnum. Var það mat Landsréttar að sóknaraðili hefði fært nægjanleg rök fyrir því að ástæða væri til að ætla að varnaraðili myndi torvelda rann sókn málsins yrði ekki fallist á kröfu um gæsluvarðhald. Þá vísast einnig til úrskurðar Landsréttar nr. 265/2022 þar sem fallist var á að brýnir rannsóknarhagsmunir voru fyrir hendi þannig að varnaraðila í því máli var gert að sæta gæsluvarðhaldi lengur en í 12 vikur. Var þar meðal annars vísað til þess að beðið væri niðurstöðu rannsóknar á skotvopni og kúlu úr kvið brotaþola auk þess sem niðurstaða DNA - rannsóknar og fingrafaraleitar lá ekki fyrir. Jafnframt að skýrslutökum var ekki lokið í málinu. Að viðbæ ttum þeim brýnu rannsóknarhagsmunum sem fyrir hendi eru, að þá þykir brot varnaraðila vera þess eðlis að það sé sérstaklega alvarlegt og það sé óforsvaranlegt að varnaraðili gangi laus eins og sakir standa. Er það mat lögreglustjóra að lausn varnaraðila my ndi misbjóða réttlætiskennd almennings og það væri til þess fallið að valda hneykslun og óróa í samfélaginu að aðili sem sterklega er grunuð um svo 5 alvarlegt ofbeldisbrot gegn nákomnum aðilum gangi laus áður en málinu er lokið með dómi. Í dómaframkvæmd hef ur verið lagt til grundvallar að ríkir almannahagsmunir standi til þess að aðilar sem sterklega eru grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot gangi ekki lausir. Vísast í því sambandi meðal annars til dóms Hæstaréttar í máli nr. 774/2017 og úrskurða Landsréttar í m álum nr. 716/2019 og 776/2023. Í ljósi alls þessa telur lögreglustjóri brýnt að lögreglu og ákæruvaldi verði veitt svigrúm til að afla lykilsönnunargagna og framkvæma framangreindar rannsóknaraðgerðir og þar með ljúka rannsókn málsins að fullu. Ekki er hæg t að útiloka að varnaraðili geti haft eða muni hafa áhrif á framburð vitna málsins og því brýnt að fallist verði á kröfuna eins og hún sé fram sett enda verði rannsóknarhagsmunir ekki tryggðir með vægari hætti. Kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir var naraðila byggir lögreglustjóri á því að skilyrðum 2. mgr. 95. gr. og a. liðar 1. mgr. 95. gr., sbr. 4. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 sé fullnægt. Niðurstaða Varnaraðili hefur setið í gæsluvarðhaldi óslitið frá 11. apríl sl., í upphafi á grundvelli a - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála en á grundvelli 2. mgr. 95. gr. sömu laga frá 7. maí sl. Krafa sóknaraðila um áframhaldandi gæsluvarðhald er byggð á a - lið 1. mgr. 95. gr., 2. mgr. 95. gr. og 4. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Krafa sók naraðila, verði hún samþykkt, leiðir til þess að gæsluvarðhald varnaraðila stendur lengur en tólf vikur. Samkvæmt 4. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 er ekki heimilt að úrskurða sakborning til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema að mál hafi ver ið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess, sbr. a - lið 1. mgr. sömu greinar. Mál hefur ekki verið höfðað gegn varnaraðila og því getur áframhaldandi gæsluvarðhald aðeins stuðst við a - lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Samkvæmt 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 er það skilyrði þess að sakborningur verði úrskurðaður í gæsluvarðhald að fram sé kominn rökstuddur grunur um að hann hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við. Því til viðbótar þarf min nst eitt þeirra skilyrða sem tilgreind eru í stafliðum a - d í 1. mgr. 95. gr. að vera uppfyllt. Samkvæmt a - lið ákvæðisins er heimilt að gera sakborningi að sæta gæsluvarðhaldi ef ætla má að hann muni torvelda rannsókn málsins, svo sem með því að afmá merk i eftir brot, skjóta undan munum ellegar hafa áhrif á samseka eða vitni. Fyrir liggur að Landsréttur hefur í úrskurðum 12. maí 2025 í máli nr. 347/2025 og 5. júní 2025 í máli nr. 415/2025, talið að varnaraðili sé undir sterkum grun um brot gegn 2. mgr. 218 . gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en brot gegn því ákvæði varðar fangelsi allt að 16 árum. Verður þannig ótvírætt talið uppfyllt það almenna skilyrði 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 að varnaraðili sé undir rökstuddum grun um háttsemi er fangelsisr efsing liggur við. Hvað varðar skilyrði um að brýnir rannsóknarhagsmunir séu fyrir hendi vísar er af hálfu varnaraðila vísað til þess að við flutning á máli nr. R - [...] /2025 þann 16. maí 2025, er snéri að kröfu varnaraðila um að felld yrði niður ákvörðun s óknaraðila um takmarkanir í gæsluvarðhaldsvist, hafi sóknaraðili upplýst um að ekki væru lengur til staðar rannsóknarhagsmunir í málinu. Um sé að ræða bindandi málflutningsyfirlýsingu af hálfu sóknaraðila en á þeim tíma hafi bráðabirgða krufningarskýrsla l egið fyrir þar sem fram hafi komið að dánarorsök brotaþolans A væri enn ekki þekkt. Af hálfu sækjanda er bent á að fyrri ákvörðun hans um að krefjast gæsluvarðhalds á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, í stað a - liðar 1. mgr. ákvæðisins útiloki e kki að skilyrði þess ákvæðis hafi verið fyrir hendi eða í því falist afstaða sóknaraðila til þess atriðis. Rannsókn málsins sé enn í gangi og beðið sé eftir lykilsönnunargagni í málinu sem brýnt sé að bera undir varnaraðila og vitnið B . Ekki hafi verið ger t ráð fyrir því að umrætt gagn myndi ekki liggja fyrir innan tólf vikna. Þar sem gagnið hafi enn ekki borist sé 6 að mati sóknaraðila, eins og sakir standa, ljóst að brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess að fallist verði á kröfu hans. Sækjandi bendir á að gagnið komi meðal annars til með að hafa úrslitaáhrif varðandi heimfærslu brotsins. Ljóst er að rannsókn máls þessa er ekki lokið. Í gögnum málsins koma fram skýringar á því að lokaniðurstöður krufningar liggja ekki enn fyrir en skýrslan er væntanleg fyr ir lok þessa mánaðar. Á það er fallist með sóknaraðila að skýrslan hafi grundvallarþýðingu í málinu og eins og mál þetta liggur fyrir sé brýnt að unnt sé að bera niðurstöður skýrslunnar undir varnaraðila og brotaþola B og fá ítarlegri framburð þeirra. Með vísan til framangreinds og annars þess sem rakið er í greinargerð sóknaraðila og fram kemur í rannsóknargögnum, er fallist á með sóknaraðila að ástæða sé til að ætla að varnaraðili muni torvelda rannsókn málsins með þeim hætti sem í a - lið 1. mgr. 95. gr. greinir, verði ekki fallist á kröfur hans. Að framangreindu virtu telst uppfyllt skilyrði a - liðar 1. mgr. 95. gr., sbr. 4. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 fyrir áframhaldandi gæsluvarðhaldi varnaraðila. Verður krafa sóknaraðila því tekin til greina eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Margrét Helga Kr. Stefánsdóttir, settur héraðsdómari, kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð Varnaraðili, X , kt. , skal sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi, þó ekki lengur en til þriðjudagsins 29. júlí 2025, kl. 12:00.