LANDSRÉTTUR Úrskurður fimmtudaginn 10. september 2020. Mál nr. 383/2020 : Ingileifur Jónsson ehf . (Gestur Gunnarsson lögmaður ) gegn Landsbank anum hf. ( Hannes J . Hafstein lögmaður) Lykilorð Kærumál. Aðfarargerð. Hæfi dómara. Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem fallist var á kröfu L hf. um að vinnuvélar og eftirvagn yrðu tekin með beinni aðfarargerð úr vörslum I ehf. og afhent L hf. Í málinu hafði L hf. lýst yfir riftun á fjármögnunarleigusamningi aðila um munina og krafist þess í kjö lfarið að sér yrðu fengin umráð þeirra með vísan til 1. mgr. 78. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Við meðferð málsins fyrir Landsrétti hafði I ehf. uppi kröfu um að úrskurður héraðsdóms yrði ómerktur sökum þess að héraðsdómarann hefði brostið hæfi til að far a með málið vegna þess að hann hefði áður sem lögmaður gætt hagsmuna L hf. og þess lögaðila sem L hf. leiddi rétt sinn til hinna umþrættu muna frá. Að því er þá kröfu I ehf. varðaði vísaði rétturinn til þess að ótvírætt væri að héraðsdómarinn hefði ekki gæ tt réttar L hf. varðandi sakarefnið eða veitt L hf. ólögskyldar leiðbeiningar um það, þannig að hann væri vanhæfur samkvæmt b - lið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þá yrði ekki talið að það sem fyrir lægi um fyrri störf héraðsdómarans l eiddi til þess að fyrir hendi væru atvik eða aðstæður sem fallnar væru til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa, sbr. g - lið 1. mgr. 5. gr. sömu laga. Að því er kröfu L hf. um beina aðfarargerð varðaði skírskotaði Landsréttur meðal annars til þess að ekkert sem I ehf. hefði fært fram í málinu fengi breytt því að fyrirliggjandi gögn væru skýr og ótvíræð um að L hf. væri eigandi nefndra muna. Sem slíkur ætti hann rétt á að fá umráð þeirra enda væri ósannað að samið hefði verið um að I ehf. myndi eign ast þá eða að sú skuld sem L hf. byggði riftun sína á væri að fullu greidd. Skipti í því sambandi ekki máli hvernig lögskiptum aðila væri að öðru leyti háttað. Var hinn kærði úrskurður því staðfestur. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson , Eiríkur Jónsson og Kristbjörg Stephensen kveða upp úrskurð í máli þessu. 2 Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 23. júní 2020 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 14. júlí sama ár . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. júní 2020 í málinu nr. A - 6518/2019 þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að nánar tilgreindar vinnuvélar og eftirvagn yrðu tekin með beinni aðfarargerð úr vörslum sóknaraðila og afhent varnaraðila. Kæruheimild er í 4 . mgr. 84 . gr. laga nr. 9 0 /19 89 um aðför . 2 Sóknaraðili krefst þess að allega að hinn kærði úrskurður verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar en til vara að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og kröfum varnaraðila hafnað. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir héraðsdómi auk kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar auk kærumálskostnaðar. Niðurstaða 4 A ðalkrafa sóknaraðila um ómerkingu hins kærða úrskurðar byggist á því að héraðsdómari í málinu hafi verið vanhæfur til að fara með það samkvæmt b - og g - liðum 1. mgr . 5. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Vísar sóknaraðili til þess að héraðsdómarinn hafi gætt hagsmuna SP Fjármögnunar hf. og síðar varnaraðila í hæstaréttarmálunum nr. 629/2011, 50/2013 og 238/2013. Þá hafi hann gætt hagsmuna SP Fjármögnunar hf. og síðar varnaraðila í héraði í þessum sömu málum. 5 Ótvírætt er að héraðsdómarinn hefur ekki gætt réttar varnaraðila eða SP Fjármögnunar hf. var ðandi sakarefnið eða veitt þeim ólögskyldar leiðbeiningar um það, þannig að hann sé vanhæfur samkvæmt b - lið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 91/1991. Þá verður með hliðsjón af dómi Hæstaréttar 26. mars 2019 í máli nr. 14/2019 ekki talið að það sem fyrir liggur um fyrri störf héraðsdómarans leiði til þess að fyrir hendi séu atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að drag a óhlutdrægni hans með réttu í efa, sbr. g - lið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 91/1991. Verður ómerkingarkröfu sóknaraðila því hafnað. 6 Líkt og rakið er í hinum kærða úrskurði er málið til komið vegna kröfu varnaraðila um að sér verði fengin umráð tveggja vinnuvéla og eftirvagns á grundvelli fjármögnunarleigusamnings, en varnaraðili lýsti yfir riftun á samningnum 29. ágúst 2019. Byggist krafa varnaraðila á 1. mgr. 78. gr. laga nr. 90/1989 en af því leiðir að gögn málsins verða að vera skýr og ótvíræð um réttindi han s svo að krafan nái fram að ganga. 7 Í fjármögnunarleigusamningi sóknaraðila og SP Fjármögnunar hf., sem varnaraðili leiðir rétt sinn frá, er SP Fjármögnun hf. tilgreind sem eigandi og tekið fram að samkomulagið feli í sér framsal á afnotarétti eiganda. Í 9. gr. hinna almennu samningsskilmála, sem samkvæmt samningnum eru hluti hans, segir að eigandi eigi beinan eignarrétt á munum og notandi geti hvorki gegn eða án endurgjalds orðið eigandi muna meðan á leigutíma stendur. Í 19. gr. er eiganda veitt heimild til að rifta samningnum, greiði notandi ekki gjaldfallin leigugjöld, og skal notandi þá samkvæmt 3 21. gr. þegar í stað skila munum í hendur eiganda, krefjist hann þess. Í samningnum eða tengdum gögnum segir ekkert um að sóknaraðili eignist munina við lok leigu tímans eða eigi kost á því. Í véla - og tækjaskráningu Vinnueftirlitsins er varnaraðili skráður sem eigandi vinnuvélanna. 8 Ekkert sem sóknaraðili hefur fært fram í máli þessu fær breytt því að framangreind gögn eru skýr og ótvíræð um að varnaraðili sé eig andi nefndra muna. Sem slíkur á hann rétt á að fá umráð þeirra enda er ósannað að samið hafi verið um að sóknaraðili myndi eignast þá eða að sú skuld sem varnaraðili byggir riftun sína á sé að fullu greidd. Skiptir í þessu sambandi ekki máli hvernig lögski ptum aðila er að öðru leyti háttað, þar á meðal fjárhagsuppgjöri þeirra, enda verður ekki leyst úr þeim atriðum í aðfararmáli þessu. Samkvæmt þessu verður hinn kærði úrskurður staðfestur. 9 Rétt þykir að kærumálskostnaður falli niður. Úrskurðarorð: Hi nn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 9. júní 2020 Mál þetta hófst með aðfararbeiðni, dagsettri 31. október 2019, sem var móttekin í dóminum þann 15. nóvember 2019. Gerðarbeiðandi er sóknaraðili, Landsbankinn hf., Austurstræti 11, Reykjavík. Gerðarþoli er varnaraðili, Ingileifur Jónsson ehf., Svínavatni 2, Selfossi. Málið var tekið til úrskurðar 12. maí sl. Sóknaraðili gerir þær kröfur að umráð leigumunanna; vinnuvélarinnar Föckersperger , vinnuvélarinnar Föckersperger og eftirvagnsins , skuli veitt sóknaraðila með aðfarargerð. Þá er kra fist málskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að kröfum sóknaraðila verði hafnað, auk málskostnaðar. I SP - Fjármögnun hf. og varnaraðili gerðu með sér svokallaða fjármögnunarleigu - samninga, m.a. samning nr. , upphaflega dagsettan 8. maí 2007. Samkvæmt þeim samningi skyldi sóknaraðili framselja varnaraðila til afnota vinnuvélina Föckersperger , vinnuvélina Föckersperger og eftirvagninn . Upphaflegur leigutími var fimm ár og leiguverðið var CHF 867.795. Í samningum er jafnframt tiltekið innan sviga samtals 45.515.863 krónur. Mánaðarlegt leigugjald er tiltekið í svissneskum frönkum (CHF) og íslenskum krónum. Í samningnum er tiltekið að sóknaraðili sé eigandi að umræddum munum meðan á leigutíma stendur. Í samningnum er ákvæði um riftun ef v erulegar vanefndir verða á samningnum og eru tiltekin dæmi um slíkar verulegar vanefndir. Meðal verulegra vanefnda eru vanskil á leigugjöldum. Þann 18. nóvember 2008 var gerð skilmálabreyting á samningnum þess efnis að einungis yrðu greiddar vaxtagreiðslur á tilteknu tímabili. Samningurinn fékk þá númerið . Þann 19. júlí 2009 var aftur gerð skilmálabreyting á samkomulaginu, með því að ákveðin var föst mánaðarleg greiðsla, 1.298.955, sem skyldi greiðast á sjö gjalddögum. Í skilmálabreytingunni kemur ekki fram í hvaða mynt fjárhæðin skuli vera en tekið er fram að allar fjárhæðir séu án virðisaukaskatts og háðar gengisþróun. 4 Þann 26. nóvember 2019 gerðu SP Fjármögnun hf. og varnaraðili með sér samkomulag um að greiðslum á grundvelli verksamnings varnaraðil a við Vegagerðina yrði ráðstafað inn á samninga varnaraðila við SP Fjármögnun hf.. þ.m.t. samning nr. . Sóknaraðili tók yfir réttindi og skyldur SP Fjármögnunar hf. við samruna í janúar 2011. Þann 27. mars 2012 sendi sóknaraðili bréf til varnaraðila þar sem hann lýsir sig reiðubúinn til að skoða lausnir varðandi skuldavanda varnaraðila þegar niðurstaða liggu r fyrir um þá óvissu sem ríkti vegna fjármögnunarleigusamninga í tengslum við ólögmæta gengisviðmiðun samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Þann 14. nóvember 2012 sendi varnaraðili bréf til sóknaraðila og krafðist þess að tveimur tryggin garbréfum útgefnum 5. ágúst 1998 að fjárhæð 15.000.000 króna og að fjárhæð 13.500.000 krónur, þinglýstum 17. nóvember 1999, upphaflega gefnum út til sóknaraðila, yrði aflýst af eigninni. Með bréfi sóknaraðila þann 3. janúar 2013 til varnaraðila var beiðn i þessari hafnað með vísan til þess að við samruna sóknaraðila við SP Fjármögnun hf. hefði heildarstaða útistandandi skulda varnaraðila numið ríflega 282 milljónum króna miðað við 28. desember 2012. Með bréfi varnaraðila 1. febrúar 2013 til sóknaraðila v ar því mótmælt að kröfur SP Fjármögnunar gætu notið veðtryggingar sóknaraðila í tryggingarbréfum sem hefðu verið gefin út til bankans fyrir samrunann án samþykkis varnaraðila. Í upphaflegum samningum við SP Fjármögnun hf. hefði verið samið um það eitt að e inungis tækið sem fjármögnunin tók til væri trygging lánveitandans. Með bréfi dagsettu 13. mars 2013 hafnaði sóknaraðili beiðni um afléttingu. Með töluvuskeyti þann 30. júlí 2014 synjaði sóknaraðili beiðni varnaraðila um verktryggingu. Í tölvuskeyti næst a dag mótmælti varnaraðili þessari afstöðu sóknaraðila og vísað til þess að ágreiningur væri um rétta skuldastöðu fjármögnunarleigusamninga sem sóknaraðili hafði tekið við af SP Fjármögnun hf. Af hálfu varnaraðila var því mótmælt að um væri að ræða vanskil vegna þessara samninga. Með bréfi varnaraðila þann 30. janúar 2015 til sóknaraðila var m.a. farið yfir stöðu fjármögnunarleigusamninga sem sóknaraðili hafði yfirtekið vegna varnaraðila, þ.m.t. samning . Í bréfinu vísar varnaraðili til Hrd. 430/2013 þ ar sem litið hafi verið á sambærilegan samning sem lán en ekki leigu í íslenskum krónum með ólögmætri gengisviðmiðun. Varnaraðili vísar jafnframt til þess í bréfinu að hann telji það ágreiningslaust að samningurinn sé samningur um lán en ekki leigu. Með bréfi varnaraðila 6. febrúar 2015 til sóknaraðila var óskað eftir að ekki yrði um frekari innheimtuaðgerðir að ræða fyrr en niðurstaða lægi fyrir um þá fjármögnunar - leigusamninga sem gerðir voru við SP - fjármögnun hf. og runnu til Landsbankans 2011. Með b réfi varnaraðila þann 24. apríl 2015 var endurútreikningi vegna samnings nr. hafnað þar sem um erlent lán væri að ræða sem hefði verið greitt út í erlendri mynt. Með bréfi 28. apríl 2016 var óskað eftir því að umræddum tryggingarbréfum yrði aflétt ge gn því að tekið væri handveð í innstæðu á bankareikningi að fjárhæð 32.300.000 krónur. Samkomulag þess efnis var undirritað 4. maí 2016. Með yfirlýsingu 4. maí 2016 lýsti sóknaraðili því yfir að hann myndi ráðstafa hinni handveðsettu innstæðu til greiðs lu inn á skuldir varnaraðila við sóknaraðila, ef ágreiningur á milli þeirra yrði ekki leystur innan 10 mánaða. 5 Varnaraðili sendi sóknaraðila bréf 16. apríl 2018 með tillögu að fullnaðaruppgjöri á öllum skuldum. Í bréfinu kom fram að óvissu um lögm æti samninganna væri loks að mestu lokið í kjölfar Hrd. 22/2017, en þar var fallist á að um erlent lán væri að ræða. Varnaraðili lagði fram ákveðnar tillögur að fullnaðaruppgjöri vegna þeirrar óvissu sem hafði verið uppi um fjárhæðir og tjón sem varnaraðil i hefði orðið fyrir vegna synjunar sóknaraðila um að aflýsa tryggingarbréfum og ráðstafa handveðsettri innstæðu Með bréfi dagsettu 30. nóvember 2018 send varnaraðili tölvuskeyti til sóknaraðila, sem sóknaraðili svaraði með því að vísa til svarbréfs 24. a príl 2015. Sóknaraðili sendi innheimtubréf þann 4. febrúar 2019 sem varnaraðili svaraði með bréfi 26. mars 2019 þar sem vísað var til fyrri bréfaskrifta og óskað eftir viðræðum um raunhæfa lausn mála. Með bréfi 29. ágúst 2018 sendi sóknaraðili riftunar yfirlýsingu til varnaraðila og áskorun um greiðslu á ríflega 60 milljóna króna kröfu með dráttarvöxtum og kostnaði. Varnaraðili svaraði með bréfi 4. október 2019 þar sem riftun samnings var mótmælt og hvatt til samnings um uppgjör. II Sóknaraðili byggir kröfur sínar á því að samkvæmt 9. gr. fjármögnunarleigusamningsins eigi sóknaraðili beinan eignarrétt á þeim munum sem samningurinn tekur til. Varnaraðili geti hvorki með eða án endurgjalds orðið eigandi þeirra meðan á leigutíma stendur. Þá vísar sóknaraðili til þess að eignarhald tækjanna sé skráð með þeim hætti í opinberum skrám að hann sé tilgreindur eigandi. Sóknaraðili vísar til þess að hann hafi rift samningnum í samræmi við ákvæði hans og varnaraðili hafi því misst heimild sína t il umráða yfir tækjunum. Sóknaraðili vísar til þess að hann geti rift samningnum samkvæmt 19. gr., ef varnaraðili greiðir ekki gjaldfallin leigugjöld eða önnur gjöld sem honum er skylt. Við riftun beri varnaraðila að skila tækjunum til sóknaraðila þegar í stað. Sóknaraðili vísar til þess að lánssamningurinn sé lán í erlendri mynt, enda hafi samningsfjárhæðin verið greidd í evrum inn á bankareikning seljanda tækjanna, í samræmi við útgefna reikninga. Þetta sé að öllu leyti sambærilegt við atvik í Hrd. 22/2 017, en þar hafi niðurstaðan verið sú að um erlent lán væri að ræða. Í ljósi þess sé augljóst að varnaraðili sé í vanskilum og skilyrði riftunar uppfyllt, sem leiði til þess að varnaraðili missi rétt til umráða yfir tækjunum. Sóknaraðili hafnar öllum vör num varnaraðila um að hann hafi skapað sér bótaskyldu gagnvart gerðarþola sem röngum og þýðingarlausum. Mögulegur bótaréttur varnaraðila gagnvart sóknaraðila vegna annarra lögskipta geti ekki komið í veg fyrir innsetningu, enda yrðu heimildir 12. kafla aðf ararlaga ónothæfar þar sem gerðarþoli gæti með einhliða yfirlýsingu um meintar skaðabótakröfur komið í veg fyrir að gerðarbeiðandi gæti neytt réttinda sinna. Sóknaraðili vísar til 1. mgr. 79. gr. aðfararlaga í þessu sambandi. Sóknaraðili vísar til þess a ð máltilbúnaður varnaraðila miði að því að flækja málin og draga inn ótengd mál til að koma í veg fyrir að sóknaraðili geti sótt rétt sinn til tækjanna. Varnaraðili geti vissulega höfðað skaðabótamál á hendur sóknaraðila og kallað til vitni eða aflað matsg erðar ef hann svo kýs. Það breyti engu um rétt sóknaraðila til umræddra tækja sem hann eigi ótvíræðan eignarrétt yfir. Sóknaraðili vísar til þess að úrlausnarefnið í málinu sé hvorki svo óskýrt né svo flókið að ekki verði skorið úr því í máli sem rekið sé samkvæmt 12. og 13. kafla aðfararlaga. Öll fyrirliggjandi gögn styðji að sóknaraðili eigi þau réttindi sem hann haldi fram. Þá er bent á að ákvæði 12. og 13. kafla aðfararlaga standi því ekki í vegi að niðurstaða dómsins ráðist af túlkun flókinna lagaregl na eða flóknu sönnunarmati. 6 Loks er því mótmælt að sóknaraðili hafi misst nokkurn rétt vegna tómlætis, enda hafi afstaða hans til kröfunnar legið fyrir alla tíð og varnaraðili verið upplýstur um hana. Þá sé vandséð hvernig eignarhald tækja geti hafa færst yfir til gerðarþola, og eignarréttur sóknaraðila með því fallið niður, fyrir tómlæti. Sóknaraðili vísar til laga um aðför nr. 90/1989, einkum. 1. mgr. 78. gr. og 1. mgr. 79. gr. III Varnaraðili byggir á því að sóknaraðili geti ekki höfðað afmarkað inn setningarmál vegna eins fjármögnunarleigusamnings, og horft algjörlega fram hjá öllum öðrum sambærilegum samningum milli aðila. Til þess að hægt sé að taka afstöðu til þess hvort sóknaraðili sé réttmætur eigandi tækjanna verði að horfa á heildarmyndina, se m ekki sé mögulegt í máli sem rekið er samkvæmt 12. og 13. kafla laga nr. 90/1989. Varnaraðili byggir á því að hann hafi gert fjölda kaup - og fjármögnunarleigusamninga við SP Fjármögnun hf. á tímabilinu frá 1994 til 2008. Það hafi verið sammerkt með þessu m samningum að varnaraðili hafi eignast verðmætin í lok samningstímans. Um þessa samninga hafi ríkt fullkomið óvissuástand þar sem fjölmörg samningsform hafi verið dæmd í andstöðu við lög um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Varnaraðili hafi átt samskipt i við sóknaraðila og forvera hans á meðan þetta óvissuástand ríkti og leitast við að endurskipuleggja rekstur sinn í kjölfar efnahagshrunsins. Strax á árinu 2010 hafi SP Fjármögnun lýst yfir riftun á öllum samningum, jafnvel þótt samningar í íslenskum krón um hefðu verið í fullum skilum, en varnaraðili haldið að sér höndum varðandi samninga þar sem óvissa var um gengistryggingu. Stórum greiðslum úr verkefnum sem varnaraðili hafði með höndum hafi verið ráðstafað til sóknaraðila, þar á meðal vegna umrædds samn ings nr. . Þá hafi hluti samkomulagsins falist í skilum á beltagröfu. Eftir að sóknaraðili yfirtók réttindi og skyldur SP Fjármögnunar hf. hafi varnaraðili átt í viðræðum um endurskipulagningu á meintum skuldum sem sóknaraðili yfirtók. Þessar viðræður hafi runnið út í sandinn vegna óvissu um gengistryggingu, sbr. bréf sóknaraðila 27. mars 2012. Þrátt fyrir það hafi sóknaraðili synjað um afléttingu tveggja tryggingarbréfa með veði í fasteignum sem aldrei stóð til að tækju til skulda varnaraðila við SP Fj ármögnun, enda hafi þeir samningar verið tryggðir með samningsandlaginu sjálfu. Varnaraðili vísar til þess að sóknaraðili geti aldrei átt ríkari rétt á hendur gerðarþola en SP Fjármögnun hf. átti áður en til samrunans kom. Sóknaraðili hafi komið í veg fyri r sölu fasteignarinnar nema gegn greiðslu tryggingarbréfsins. Þetta hafi leitt til þess að varnaraðili hafi þurft að útvega handveð í innstæðu á bankareikningi til að salan gengi eftir. Varnaraðili vísar jafnframt til þess að sóknaraðili hafi synjað um að veita verktryggingu þrátt fyrir áralöng viðskipti. Allt hafi þetta valdið varnaraðila verulegu tjóni. Þá vísar varnaraðili til þess að sóknaraðili hafi tekið einhliða og ótilkynnta ákvörðun um að ganga að handveðsetta reikningnum og greiða upp meintar skuldir sem honum hafi verið fullkunnugt um að væru umdeildar. Varnaraðili byggir á því að sóknaraðili hafi ekki hagað sér með þeim hætti sem búast megi við af viðskiptabanka og sýnt af sér algjöran ruddaskap í garð varnaraðila og valdið honum stórfelldu t jóni. Sóknaraðili byggir á því að samningurinn sem um er deilt í málinu hafi falið í sér lánssamning í íslenskum krónum, bundnum gengi erlendra gjaldmiðla með ólögmætum hætti. Hann telur jafnframt að skil gerðarþola á gröfu haustið 2010 hafi falið í sér f ullnaðaruppgjör á samningnum, enda verið að endurskipuleggja fjárhag hans til að tryggja áframhaldandi rekstrarhæfi. Loks vísar varnaraðili til þess að sóknaraðili beri skaðabótaábyrgð á því tjóni sem hann hafi valdið með því að synja um afléttingu tryggin garbréfanna og ráðstafa greiðslum á handveðsettum reikningi án heimildar. Varnaraðili hafi hins vegar takmarkaða möguleika til að sýna fram á þetta tjón með þeirri takmörkuðu sönnunarfærslu sem 12. og 13. kafli laga nr. 90/1989 geri ráð fyrir. Verulegur ág reiningur sé um það hvort varnaraðili standi yfir höfuð í nokkurri skuld við gerðarbeiðanda. Varnaraðili vísar jafnframt til 3. mgr. 83. gr. laga nr. 90/1989 7 um að hafna eigi aðfararbeiðni ef varhugavert verður talið að gerðin nái fram að ganga á grundvell i þeirra sönnunargagna sem heimilt er að afla. Varnaraðili vísar til þess að til þess að leysa úr þeim ágreiningi sem er uppi í þessu máli þurfi að leiða vitni um efni samninganna, afla matsgerðar dómkvaddra matsmanna vegna þess tjóns sem gerðarbeiðandi h afi valdið gerðarþola og útreikninga sérfróðra manna um stöðu meintra krafna. Varnaraðili vísar jafnframt til þess að krafa sóknaraðila byggist að verulegu leyti á dráttarvöxtum sem séu löngu fyrndir. Sama eigi við við um vexti og höfuðstól verulegs hluta meintrar skuldar. Þá byggir varnaraðili á því að sóknaraðili hafi sýnt af sér slíkt tómlæti að hann geti ekki talist eiga neinar réttmætar kröfur á hendur varnaraðila. Samkvæmt öllu framangreindu sé meintur réttur gerðarbeiðanda svo óljós að úr honum ver ði ekki skorið með þeim gögnum sem byggt verði á í málum sem rekin sé samkvæmt 12. og 13. kafla laga nr. 90/1989. IV Sóknaraðili byggir kröfu sína á 1. mgr. 78. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Samkvæmt ákvæðinu verða réttindi þess sem krefst beinnar aðfara rgerðar að vera svo ljós að sönnur verði færðar fyrir þeim með gögnum sem aflað verður samkvæmt 83. gr. sömu laga. Í 3. mgr. 83. gr. laganna er kveðið á um að aðfararbeiðni skuli að jafnaði hafnað ef varhugavert verður talið að gerðin nái fram að ganga á g rundvelli þeirra sönnunargagna sem heimilt er að afla samkvæmt áðursögðu. Í þessu felst að gögn málsins verða að vera skýr og ótvíræð um réttindi sóknaraðila svo unnt sé að fallast á beiðni hans um beina aðfarargerð. Það er óumdeilt að sóknaraðili tók í ja núar 2011 yfir réttindi og skyldur upphaflegs leigusala, SP Fjármögnunar hf., við samruna þess félags og Avant hf. við sóknaraðila 8. júní 2011. Sóknaraðili í máli þessu krefst þess að sér verði fengin umráð tveggja vinnuvéla og eftirvagns á grundvelli fj ármögnunarleigusamnings, upphaflega nr. og síðar . Um er að ræða skráningarskyld vinnutæki og er sóknaraðili skráður eigandi þeirra samkvæmt véla - og tækjaskrá Vinnueftirlitsins. Sú skráning er í samræmi við ákvæði 9. gr. samningsins sem kveður á um að sóknaraðili eigi beinan eignarrétt á munum og varnaraðili geti hvorki gegn né án endurgjalds orðið eigandi þeirra meðan á samningstímanum stendur. Í samningnum er ekki kveðið á um hvað gerist við lok samningsins og því er ósannað að varnaraðili muni ei gnast tækin þegar samningstímanum lýkur. Umráðaréttur varnaraðila féll því niður við riftun samningsins þann 29. ágúst 2019. Mótmæli varnaraðila gegn því að krafan nái fram að ganga lúta fyrst og fremst að því að sóknaraðili hafi valdi honum tjóni vegna synjunar á afléttingu tryggingarbréfa og útgáfu handveðs í tengslum við þá afléttingu, synjunar um að veita verktryggingu og synjunar á því að samningurinn væri uppgerður með skilum á gröfu sem varnaraðili hafi afhent á árinu 2010. Þegar horft sé til heild arviðskipta milli þeirra eigi sóknaraðili enga kröfu á hendur varnaraðila. Samkvæmt 79. gr. laga nr. 90/1989 stendur það ekki í vegi aðfarargerðar þótt dómsmál sé jafnframt rekið milli sömu aðila um önnur atriði en varða réttarsamband þeirra. Varnaraðili í þessu máli hefur hvorki höfðað mál á hendur sóknaraðila né aflað matsgerðar um að háttsemi sóknaraðila hafi valdið honum tjóni. Þá verður ekki séð af gögnum málsins, hvorki handveðsyfirlýsingu dagsettri 4. maí 2016 né samkomulagi þann 20. nóvember 2010, a ð samkomulag hafi komist á milli aðila um að með skilum á gröfunni Komatsu , með fastanúmerið , teldist samningur aðila uppgerður. Í þessu máli verður ekki kveðið upp úr um hugsanlega niðurstöðu fjármunalegs uppgjörs í viðskiptum aðila eða tölulegs á greinings, heldur snýst málið um kröfu sóknaraðila sem eiganda umræddra tækja um að fá þau tekin með beinni aðfarargerð úr vörslu varnaraðila. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið er heimild sóknaraðila til að krefjast umráða yfir umræddum tækjum á grundvelli samnings aðila ekki háð því að fram fari heildaruppgjör á viðskiptum aðila. Þá getur tölulegur ágreiningur um uppgjör þeirra á milli ekki heldur staðið heimild sóknaraðila í vegi, svo framarlega sem um vanskil sé að ræða sem réttlætt hafi rif tun samningsins í samræmi við ákvæði hans. Í 8 21. gr. samningsins kemur fram að við riftun samningsins skuli varnaraðili skila tækjunum til sóknaraðila þegar í stað. Fallast verður á það með sóknaraðila að leggja verði til grundvallar að umræddur fjármög nunarleigusamningur sé lánssamningur í erlendri mynt. Samningsfjárhæðin var greidd í evrum inn á bankareikning viðskiptabanka söluaðila umræddra tækja af upphaflegum lánveitanda sem sóknaraðili leiðir rétt sinn af. Lánið var veitt til að fjármagna kaupin á tækjunum og sá sóknaraðili um að efna skuldbindinguna gagnvart söluaðilanum með tveimur greiðslum í erlendri mynt. Þessi atvik eru sambærileg þeim sem fjallað var um í dómi Hæstaréttar í máli nr. 22/2017, þar sem niðurstaða dómsins var sú að um erlent lán væri að ræða. Verður því að telja ósannað að umþrættur samningur sé lánssamningur í íslenskum krónum, bundnum gengi erlendra gjaldmiðla með ólögmætum hætti. Krafa sóknaraðila samkvæmt fyrirliggjandi beiðni dagsettri 31. október 2019 er ríflega 61 milljó n króna, þar af nemur höfuðstóll hennar rétt rúmum 56 milljónum króna. Í greinargerð varnaraðila og gögnum málsins liggur fyrir sú afstaða hans að umræddur samningur sé lánssamningur klæddur í búning leigusamnings. Höfuðstóll kröfunnar fyrnist því á 10 ár um og verður því ekki fallist á að a.m.k. sá hluti kröfunnar sé fallinn niður fyrir fyrningu. Þá eru engin gögn um annað en að afstaða sóknaraðila hafi frá upphafi legið fyrir um það að hann hygðist innheimta kröfuna og verður því ekki fallist á að hún sé fallin niður fyrir tómlæti. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið verður að fallast á að greiðslur samkvæmt samningi aðila séu í vanskilum og varnaraðili hafi ekki sinnt áskorunum sóknaraðila um greiðslu skuldarinnar. Samningi aðila hafi því verið réttilega rift af hálfu sóknaraðila þann 29. ágúst 2019. Þar sem varnaraðili hefur ekki orðið við beiðni sóknaraðila um að afhenda umrædd tæki hefur sóknaraðili réttilega krafist afhendingar þeirra með beinni aðfarargerð fyrir dóminum. Þá verður og að tel ja ljóst að greiðslur á grundvelli samnings aðila séu í vanskilum þótt ágreiningur kunni að vera milli þeirra um fjárhagslegt uppgjör samningsins og dráttarvexti. Samkvæmt framansögðu eru skilyrði 1. mgr. 78. gr. laga nr. 90/1989 um aðför uppfyllt og verðu r ekki talið varhugavert að gerðin nái fram að ganga á grundvelli þeirra gagna sem fyrir liggja í málinu, sbr. 3. mgr. 83. gr. laganna. Krafa sóknaraðila er því tekin til greina eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Með vísan til þessara málsúrslita ve rður varnaraðila gert að greiða sóknaraðila málskostnað samkvæmt 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 1. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989, sem þykir hæfilega ákveðinn 350.000 krónur. Af hálfu sóknaraðila flutti málið Þorsteinn Júlíus Árnason lögmaður, en af hálfu varnaraðila Gestur Gunnarsson lögmaður. Helgi Sigurðsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Dómarinn tók við meðferð málsins 14. febrúar sl. Úrskurðarorð: Sóknaraðila, Landsbankanum hf., er heimilt að fá vinnuvélina Föckersperger , vinnuvélina Föckersperger og eftirvagninn , tekin með beinni aðfarargerð úr vörslum varnaraðila, Ingileifs Jónssonar ehf. Varnaraðili greiði sóknaraðila 350.000 krónur í málskostnað.