LANDSRÉTTUR Úrskurður fimmtudaginn 25. júní 2020. Mál nr. 355/2020 : A (Oddgeir Einarsson lögmaður ) gegn v elferðarsviði Reykjavíkurborgar ( Dagmar Arnardóttir lögmaður) Lykilorð Kærumál. Lögræði. Sjálfræðissvipting. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem A var sviptur sjálfræði í 18 mánuði. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Eiríkur Jónsson og Ragnheiður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 9. júní 2020 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 23. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 26. maí 2020 í málinu nr. L - /2020 þar sem sóknaraðili var sviptur sjálfræði í 18 mánuði . Kæruheimild er í 1 . mgr. 16 . gr. lögræðis laga nr. 71 /199 7 . 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að sjálfræðissviptingu verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann þóknunar til handa skipuðum verjanda sínum fyrir Landsrétti. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 4 Í h inum kærða úrskurði er gerð grein fyrir vottorði B geðlæknis og niðurstöðum þess. Í læknisvottorðinu er geðsaga sóknaraðila rakin og kemur þar meðal annars fram að hann hefur þrívegis verið sviptur sjálfræði vegna sjúkdóms síns, fyrst til sex mánaða árið 2 014, en síðan tvívegis til tveggja ára árin 2016 og 2018. Hann öðlaðist sjálfræði á ný í febrúarmánuði síðastliðnum en leitaði á geðdeild Landspítala 1. maí síðastliðinn og var í kjölfarið vistaður nauðugur á sjúkrahúsinu á grundvelli 2. og 3. mgr. 19. gr. lögræðislaga. Var það gert á grundvelli vottorðs C geðlæknis, sem mat sjúkdómsástand varnaraðila þannig að nauðungarvistun væri óhjákvæmileg. Samkvæmt framangreindu, en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar , verður hann staðfestur. 2 5 Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila vegna flutnings málsins fyrir Landsrétti úr ríkissjóði og ákveðst hún að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er st aðfestur. Þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila, Oddgeirs Einarssonar lögmanns, 148.800 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 26. maí 2020 Árið 2020, þriðjudaginn 26. maí, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhús inu við Lækjartorg af Guðjóni St. Marteinssyni héraðsdómara, kveðinn upp úrskurður í málinu nr. L - /2020: Velferðarsvið Reykjavíkurborgar gegn A. Málið var tekið til úrskurðar í dag. Með beiðni, sem barst dóminum 25. þ.m. hefur sóknaraðili, Velferðarsvi ð Reykjavíkurborgar, tímabundið í tvö ár, sbr. a. og b. lið 4. gr. og 1. mgr. 5. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Um aðild sóknaraðila vísast til d - liðar 2. m gr. 7. gr. sömu laga . Varnaraðili mótmælir framkominni kröfu. Krafist er þóknunar verjanda varnaraðila úr ríkissjóði. Málið var þingfest í dag og tekið til úrskurðar samdægurs að loknum munnlegum málflutningi. Meðal gagna málsins er læknisvottorð B geðlæknis. Vottorðið er dagsett 20. maí 2020. B staðfesti og skýrði vottorðið fyrir dómi og bar um heilsufar varnaraðila. Í vottorðinu er m.a. rakin fyrri geðsaga varnaraðila og innlagnir hans á geðdeild og ástæður þeirra. Er m.a. tekið fram að í aðdragand a innlagnar nú hafi varnaraðili verið í fíkniefnaneyslu í töluverðan tíma, eftir að hafa verið edrú í tvö ár þar á undan. Hann hafi komið sjálfviljugur á geðdeild en viljað útskrifa sig 2. maí sl. og hafi þá verið nauðungarvistaður. Nánar er fjallað um núv erandi innlögn varnaraðila í vottorðinu. Í niðurstaðakafla framangreinds læknisvottorðs kemur m.a. fram að varnaraðili sé greindur með og fíkniefnavanda. Veikindi hans hafi versnað mikið undanfarin 6 ár og hann hafi verið sviptur sjálfræði endurtekið t il að tryggja meðferðarheldni. Tekið er fram að varnaraðili sé haldinn alvarlegum geðsjúkdómi og að áframhaldandi meðferð sé honum nauðsynleg en án hennar stefni hann heilsu sinni í voða og spilli batahorfum. Þá kemur fram í vottorðinu að læknirinn styðji og mæli með sjálfræðissviptingu til tveggja ára. B geðlæknir bar um það fyrir dóminum að varnaraðili kynni að vera hættulegur öðrum án viðeigandi læknismeðferðar. Varnaraðili hefði lítið innsæi í veikindi sín og lýsti ranghugmyndum hans af toga. Hún k vað ekki útilokað að skemmri tími en tvö á dygði til að ná lækningu fyrir varnaraðila. Með vísan til ofangreinds læknisvottorðs, vitnisburðar B geðlæknis og annarra gagna málsins er það mat dómsins að varnaraðili sé vegna alvarlegs sjúkdóms ófær um að ráða persónulegum högum sínum, sbr. a - og b - lið 4. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Ber samkvæmt því að taka til greina kröfu sóknaraðila um að svipta varnaraðila sjálfræði þannig að varnaraðili skuli sviptur sjáfræði tímabundið í 18 mánuði. Samkvæmt 1. mgr. 17 . gr. laga nr. 71/1997 ber að greiða úr ríkissjóði allan kostnað af málinu, þ.m.t. 252.960 króna málsvarnarlaun Oddgeirs Einarssonar lögmanns, skipaðs verjanda varnaraðila, að meðtöldum virðisaukaskatti. 3 Úrskurðarorð: sjálfræði tímabundið í 18 mánuði. Allur kostnaður af málinu greiðist úr ríkissjóði, þ.m.t. 252.960 króna málsvarnarlaun Oddgeirs Einarssonar lögmanns, skipaðs verjanda varnaraðila, að meðtöldum virðisaukaskatti.