LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 17. nóvember 2020. Mál nr. 644/2020 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Ásta Björk Eiríksdóttir lögmaður ) Lykilorð Kærumál. Nálgunarbann. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem felld var úr gildi ákvörðun L um að X skyldi sæta nánar tilgreindu nálgunarbanni í fjóra mánuði á grundvelli laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararni r Jón Höskuldsson , Kristbjörg Stephensen og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 13. nóvember 2020 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 10. nóvember 2020 í málinu nr. R - /2020 þar se m hafnað var kröfu sóknaraðila um að staðfesta ákvörðun hans 3. sama mánaðar um að varnaraðili sætti nánar tilgreindu nálgunarbanni til miðvikudagsins 3. mars 2021 klukkan 16. Kæruheimild er í 3. mgr. 15. gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili. 2 Sóknaraðili krefst þess a ð hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að framangreind ákvörðun hans verði staðfest. 3 Varnaraðili krefst aðallega st aðfestingar hins kærða úrskurðar en til vara að nálgunarbanni verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann þóknunar til handa skipuðum verjanda sínum. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 5 Þóknun verjanda varnaraðila fyrir Landsrétti, sem ákveðin er að meðtöldum virðisaukaskatti eins og greinir í úrskurðarorði, greiðist úr ríkissjóði samkvæmt 38. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 14. gr. laga nr. 85/2011. 2 Úrskurðarorð: Hinn kær ði úrskurður er staðfestur. Þóknun verjanda varnaraðila, Ástu Bjarkar Eiríksdóttur lögmanns, 136.400 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 10. nóvember 2020 Mál þetta, sem barst héraðsdómi föstudaginn 6. nóvember sl., var þingfe st og tekið til úrskurðar Sóknaraðili krefst þess að héraðsdómur staðfesti ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum frá 3. rði gert að sæta nálgunarbanni til miðvikudagsins 3. mars 2021 kl. ns. Jafnframt að lagt verði bann við því að hann veiti A eftirför, nálgist hana á almannafæri, hringi í heima - , vinnu - eða farsíma hennar, sendi henni tölvupóst eða setji sig á annan hátt í beint samband við hana. Varnaraðili krefst þess að synjað verði u m staðfestingu ákvörðunar sóknaraðila, en til vara að nálgunarbanni verði markaður skemmri tími. Þá krefst verjandi varnaraðila þóknunar úr ríkissjóði. Af hálfu brotaþola, A, er tekið undir kröfugerð sóknaraðila. Úlfar Guðmundsson lögmaður var skipaður ré ttargæslumaður brotaþola og krafðist hann þóknunar vegna meðferðar málsins. I. Sóknaraðili vísar til þess að þann 30. október sl. hafi brotaþoli, sem er barnshafandi að barni hennar og varnaraðila, komið ásamt vinkonu sinni á lögreglustöðina í Reykjanesbæ . Hafi hún lýst því að hún væri hrædd við varnaraðila og að hann væri óútreiknanlegur. Þá hafi hún lýst ætluðum brotum varnaraðila í nánu sambandi gegn henni, m.a. ætlaðri nauðgun. Enn fremur að hún væri hrædd um að varnaraðili myndi vilja ná sér niður á [ borist upplýsingar um að varnaraðili hefði í vörslum sínum skammbyssu á verkstæði sínu. S kömmu síðar, eða klukkan 20:07 sama dag, hafi lögreglu borist tilkynning um eld í bifreið. Þegar lögregla hafi komið á vettvang hafi hún hitt fyrir varnaraðila sem kvaðst hafa verið að aka bifreiðinni þegar hann hefði fundið brunalykt. Hann hefði þá stöðva ð bifreiðina úti í vegakanti, farið út úr henni og tekið rafgeyminn úr. Um lögreglu skilaboð sem varnaraðili hefði sent brotaþola skömmu áður þar sem han n hefði sagt frá bílbrunanum og í framhaldi sent brotaþola mynd af bifreiðinni alelda. Í bráðabirgðaniðurstöðu tæknideildar lögreglu komi fram að ætla megi að eldsupptök hafi verið íkveikja af manna völdum. Í kröfu sóknaraðila er þess næst getið að rannsó kn fyrrgreindra mála sé í fullum gangi. Sé varnaraðili grunaður um að hafa beitt brotaþola ofbeldi í nánu sambandi, sbr. 194. gr. almennra 164. gr. sömu laga. Hafi sóknaraðili rökstuddan grun til að ætla að varnaraðili hafi látið verða af ætluðum Sóknaraðili vísar til þess að brotaferill varnaraðila sé langur eða frá árinu 2005. Hafi lögregla ítrekað haft af honum afskipti og hafi varnaraðili í alls 8 skipti hlotið dóm ásamt því sem hann hafi gengist undir eina viðurlagaákvörðun og eina lögreglustjórasátt. Hann hafi hlotið 5 dóma vegna ofbeldisbrota og í fjölmörg skipti gerst sekur um brot geg n umferðarlögum. Nú þegar liggi fyrir í héraðsdómi þrjár ákærur sem varði fjölmörg brot varnaraðila gegn umferðarlögum nr. 77/2019. Auk þessa liggi fyrir að varnaraðili degi síðar. Sé XXII. og XXIV. kafla almennra hegningarlaga, n.t.t. 218. gr. b og 233. gr. ásamt ákvæðum 3 barnaverndarlaga nr. 80/2002. Umrædd mál sæti nú l ögreglurannsókn. Loks hafi varnaraðila áður verið sinni, í nánu sambandi svo og almannahættubroti með íkveikju. Þá hafi va rnaraðili verið ákærður fyrir fjölda umferðarlagabrota sem bíði fyrirtöku í héraðsdómi Reykjaness auk þess sem hann sé grunaður um og brottvísun af heimili að því leyti að rökstuddur grunur sé uppi um að varnaraðili hafi framið brot gegn 164. gr. og ákvæðum XXII., XXIII. og XXIV. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, n.t.t. 194. gr., 218. gr. b. og 233. gr. og ákvæðum barnaverndarlaga, sbr. einku m 98. og 99. gr. þeirra laga. Þá sé hætta á að varnaraðili muni áfram brjóta gegn brotaþola og friðhelgi hennar. Verði friðhelgi brotaþola ekki veitt vernd með öðrum og vægari hætti. II. Varnaraðili krefst þess að kröfu um staðfestingu nálgunarbannsins verði hafnað. Ekkert liggi fyrir um að hann hafi raskað friði brotaþola eða á annan hátt brotið gegn henni. Hann hafi gengist við að hafa sent henni skilaboð og að öllu leyti svarað fyrir þæ r sakir sem á hann hafi verið bornar. Hann sjái eftir að hafa sent brotaþola skilaboð og sé sjálfur meðvitaður um að hafa gengið yfir strikið hvað varði tilfinninga - og skapstjórn. Því fari þó fjarri að hann hafi hótað brotaþola eða með öðrum hætti gefið í skyn að brotaþoli þurfi að óttast hann. Þá sé með öllu rangt að hann hafi kveikt í umræddri bifreið. Þvert á móti hafi hann reynt að slökkva eldinn og gert hvað hann gat til að forða tjóni. Engin ástæða sé til að beita varnaraðila nálgunarbanni. Hann hafi ekki í huga að hafa frekara samband við brotaþola, en hann sjái þó fyrir sér að biðja afsökunar á framferði sínu hingað til. Aðgerðir lögreglu séu úr hófi og sé ljóst að meðalhófs hafi á engan hátt verið gætt. Verði því að hafna fram kominni kröfu. III. Í máli þessu er krafist staðfestingar á ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum frá 3. nóvember sl., þar sem varnaraðila var gert að sæta nálgunarbanni í fjóra mánuði gagnvart brotaþola, A. Varnaraðili undirritaði ákvörðunina 3. nóvember en degi síðar mun lögmaður hans hafa beint þeirri kröfu til sóknaraðila að ákvörðunin yrði borin undir dómstóla, sbr. 2. mgr. 12. gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Krafa sóknaraðila var send dómnum 6. nóvember sl. ásamt gögnum málsins. Varnaraði li mætti ekki við fyrirtöku málsins, en fyrir liggur útivistarfyrirkall undirritað af verjanda varnaraðila ásamt umboði honum til handa. Hefur formreglna 12. og 13. gr. laga nr. 85/2011 þannig verið gætt og fjarvera varnaraðila á dómþingi stendur því ekki í vegi fyrir því að úrskurðað verði í málinu. Samkvæmt 4. gr. laga nr. 85/2011 er heimilt að beita nálgunarbanni ef rökstuddur grunur er um að sakborningur hafi framið refsivert brot eða raskað á annan hátt friði brotaþola eða ef hætta er á að viðkomandi brjóti gegn brotaþola með þeim hætti. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því er varð að lögum nr. 85/2011 kemur fram að við matið á því hvort hætta verði talin á að maður muni fremja refsivert brot eða á annan hátt raska friði brotaþola verði að líta t il fyrri háttsemi þess manns sem krafan beinist gegn og samskipta hans við þann sem banninu er ætlað að vernda. Er í því sambandi vísað til þess að fyrri hótanir, ögranir og önnur samskipti sem veitt geta rökstudda vísbendingu um það sem í vændum sé geti k omið til álita við matið. Á hinn bóginn sé ekki nægjanlegt að búast megi við smávægilegum ama af viðkomandi. Í 6. gr. sömu laga er gert ráð fyrir meðalhófi við beitingu úrræða laganna. Þannig segir í 1. mgr. ákvæðisins að nálgunarbanni og/eða brottvísun af heimili verði aðeins beitt þegar ekki þykir sennilegt að friðhelgi brotaþola verði vernduð með öðrum og vægari hætti. Skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til. Við matið sé heimilt að líta til þess hvort sakborningur haf i áður þurft að sæta nálgunarbanni og/eða brottvísun af heimili sem og þess hvort háttsemi hans á fyrri stigum hafi verið þannig háttað að hætta sé talin á að hann muni fremja háttsemi sem lýst sé í 4. gr. og 1. mgr. 5. gr. Í athugasemdum við ákvæðið í fru mvarpi því er varð að lögum nr. 85/2011 segir að heimilt sé að líta til sömu atriða og nefnd séu í skýringum við 4. gr. frumvarpsins, en við það mat geti það haft sérstaka þýðingu hvort viðkomandi hafi áður verið gert að sæta nálgunarbanni eða hvort öðrum úrræðum hafi áður verið beitt í stað þess að beita nálgunarbanni eða brottvísun. Í 3. mgr. 6. gr. segir síðan að ríkissaksóknari geti gefið út 4 almenn fyrirmæli um vægari úrræði samkvæmt 1. mgr., þ. á m. hver slík úrræði geti verið, hvaða skilyrði þurfi að vera fyrir hendi og hvernig staðið skuli að framkvæmd þeirra. Segir nánar um skýringu þessa lagaákvæðis í frumvarpi nr. 12/2019 um breytingu á lögum nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili að 1. mgr. 6. gr. laga nr. 85/2011 feli í sér sérstaka meðalhófsreglu. Ekki hafi hins vegar verið skilgreint hvað felist í vægari úrræðum og hafi einstökum lögregluembættum verið falið mat um það hver þau geti verið. Þannig hafi sum þeirra gripið til þess að nýta óformfestar yfirlýsingar sakbornings um að hal da sig frá brotaþola og setja sig ekki í samband við hann sem vægara úrræði. Sé slíkum vægari úrræðum ekki fylgt geti það síðan orðið frekari grundvöllur fyrir beitingu nálgunarbanns. Verður ekki ráðið að slíkar reglur hafi verið settar. Af fyrirliggjandi gögnum verður ráðið að tildrög máls þessa séu þau að brotaþoli kom á lögreglustöðina í Reykjanesbæ og kvaðst vera óttaslegin við varnaraðila. Hún mun einnig hafa lýst ætluðum brotum varnaraðila í nánu sambandi, m.a. ætlaðri nauðgun. Þá kvaðst brotaþoli ót tast að mun hafa verið í vörslum varnaraðila og hitt i lögregla varnaraðila fyrir á vettvangi brunans. Þrátt fyrir að fallast megi á það með lögreglu að fyrir liggi rökstuddur grunur um eignaspjöll og almannahættubrot varnaraðila liggur ekkert fyrir um brot varnaraðila gagn v art brotaþola sjálfum í gögnum má lsins. Þannig er hvorki fyrir að fara gögnum sem styðja ásakanir um ætlað ofbeldi gegn varnaraðila né upplýsingar um hótanir eða önnur ummæli sem gætu verið til þess fallin að valda brotaþola ótta um öryggi sitt. Þá verður af gögnunum ráðið að lögregla hef ur aldrei verið kölluð út vegna ætlaðs ofbeldis eða borist kæra frá brotaþola vegna háttsemi varnaraðila í hennar garð. Ekki er heldur að sjá að skýrsla hafi verið tekin af varnaraðila um ásakanir brotaþola um ætlað ofbeldi gegn sér í nánu sambandi eða hót anir í gegnum síma eða samskiptamiðla. Í ljósi þessa verður ekki talið að rökstuddur grunur sé uppi um að varnaraðili hafi framið refsivert brot gegn brotaþola í skilningi a. liðar 1. mgr. 4. gr. laga nr. 85/2011. Til þess er hins vegar að líta að varnara ðili virðist á nokkurra daga tímabili í kringum mánaðarmótin október - nóvember 2020 hafa sent brotaþola fjölda skilaboða. Flest lúta skilaboðin að því að brotaþoli skili fartölvu sem varnaraðili kveður í sinni eigu og að hún veiti varnaraðila upplýsingar um því sjálfur hver eigi í hlut geti það meintan tölvustuld varnaraðila til lögreglu skili hún ekki tölvunni og að hann hati hana. Fallast má á að umrædd skilaboð beri vott um visst ójafnvægi varnaraðila og að þau kunni að vera b rotaþola til ama eða óþæginda. Þá er ljóst að ítrekuð skilaboð í þessa veru til lengri tíma gætu verið til þess fallin að raska friði brotaþola. Eins og skilaboðin í máli þessu eru úr garði gerð, og í ljósi þess að ekki er um lengra tímabil að ræða, verður á hinn bóginn ekki séð að þau feli í sér slík veruleg eða ítrekuð óþægindi eða hótanir að þau geti talist hafa raskað friði brotaþola í skilningi a. liðar 1. mgr. 4. gr. laga nr. 85/2011. Þá verða þau að mati dómsins ekki talin geta rennt stoðum undir að hætta sé á að varnaraðili brjóti gegn brotaþola í skilningi b. liðar 1. mgr. 4. gr. laga nr. 85/2011. Í ljósi framangreinds og þess að sóknaraðili hefur ekki gert sennilegt að rökstudd ástæða sé til að ætla að varnaraðili muni brjóta gegn brotaþola er það mat dómsins að ekki hafi verið sýnt fram á að nauðsynlegt sé að beita nálgunarbanni eins og málum er hér háttað. Þótt brotaþoli hafi orðið fyrir óþægindum vegna varnaraðila teljast þau ekki þess eðlis að tilefni sé til nálgunarbanns á þessu stigi. Í öllu falli hefur ekki verið sýnt fram á að ekki sé unnt að grípa til vægari úrræða til þess að tryggja öryggi og frið brotaþola, en eins og áður greinir skal við beitingu á úrræðum samkvæmt 4. gr. laga nr. 85/2011 ekki farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar Íslands 23. janúar 2015 í máli nr. 67/2015. Með hliðsjón af öllu framangreindu er kröfu sóknaraðila um staðfestingu nálgunarbanns gegn varnaraðila hafnað. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með tali n málsvarnarlaun skipaðs verjanda varnaraðila og réttargæslumanns brotaþola, sem ákveðinn er að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir. 5 Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Kröfu sóknaraðila um staðfestingu ákvörðunar lögreglustjórans á Suðurnesjum frá 3. nóvember er hafnað. Þóknun skipaðs verjanda varnaraðila, Ástu Bjarkar Eiríksdóttur lög manns, 148.800 krónur, og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Úlfars Guðmundssonar lögmanns, 99.200 krónur, að virðisaukaskatti meðtöldum, greiðist úr ríkissjóði.