LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 16. október 2020. Mál nr. 134/2019 : Ákæruvaldið (Guðrún Sveinsdóttir , settur saksóknari ) gegn X (Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður , Leifur Runólfsson lögmaður, 3. prófmál ) ( Ómar Örn Bjarnþórsson réttargæslumaður) Lykilorð Sönnun. Brot í nánu sambandi. Vopnalagabrot. Einkaréttarkrafa. Miskabætur. Hótanir. Dráttur á máli. Skilorð. Útdráttur X var sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi með því að hafa veist að A með ofbeldi, slá hana ítrekað í andlitið með flötum lófa, halda h enni niðri með líkamsþunga sínum, veita henni áverka á læri með nánar tilgreindum hætti og ítrekað hóta henni og C líkamsmeiðingum. Voru brotin talin varða við 1. mgr. 218. gr. b og 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Auk þess var hann sakfellur f yrir vopnalagabrot. Refsing X var ákveðin fangelsi í sjö mánuði en fullnustu fjögurra mánaða refsingarinnar var frestað skilorðsbundið í tvö ár vegna dráttar á meðferð málsins auk þess sem honum var gert að greiða A 400.000 krónur í miskabætur. Dómur Lan dsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Ásmundur Helgason , Davíð Þór Björgvinsson og Ragnheiður Bragadóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 5. febrúar 2019 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 14. janúar 2019 í málinu nr. S - 2018 . 2 Ákæruvaldið krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms hvað varðar sakfellingu ákærða en að hann verði auk þess sakfelldur fyrir efti rtalin ákæruatriði sem tilgreind eru í ákærulið 1, að halda brotaþolanum A í gólfinu með líkamsþunga sínum, meðal annars með því að sitja ofan á henni, að slá A margsinnis með krepptum hnefa, skóhorni og/eða kylfu í lærin og fyrir að hóta brotaþolanum C ít rekað líkamsmeiðingum. Að auki er þess krafist að brot ákærða gegn A verði heimfærð undir 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og að refsing ákærða verði þyngd. Þá er þess 2 krafist að upptaka á grárri kylfu, sem hald var lagt á við rannsókn málsins, verði staðfest. 3 Ákærði krefst aðallega sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins en til vara að refsing hans verði milduð. Þá krefst hann þess að einkaréttarkröfu verði vísað frá héraðsdómi en til vara sýknu af henni. 4 Brotaþoli, A , krefst þess að ákærði verði dæmdur til að greiða henni miskabætur að fjárhæð 1.500.000 krónur ásamt þeim vöxtum sem greinir í hinum áfrýjaða dómi. Til vara krefst hún staðfestingar hins áfrýjaða dóms um greiðslu miskabóta. Málsatvik og sönnunarfærsla 5 Ákæru 23. maí 2018, málavöxtum og framburði ákærða, meðákærða í héraði, brotaþola og annarra vitna fyrir héraðsdómi eru gerð skil í hinum áfrýjaða dómi. Þar var ákærði sakfelldur fyrir að slá brotaþolann A með flötum lófa eins og í ákæru greinir og hóta henni líkamsmeiðingum aðfaranótt og að morgni mánudagsins 27. júní 2016 á heimili þeirra að í Reykjavík. Brotin voru talin varða við 1. mgr. 217. gr. og 233. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði var í héraðsdómi einnig sakfelldur fyrir vopnalagabrot með því að hafa haft kylfu í vörslum sínum á sama tíma. Að öðru leyti var ekki talið sannað að ákær ði hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákærunni. 6 Ákæruvaldið krefst staðfestingar á sakfellingu ákærða í héraðsdómi auk þess sem farið er fram á að hann verði sakfelldur fyrir fleiri atriði í ákæru eins og rakið er í kröfugerð ákæ ruvalds. Þá telur ákæruvaldið að brot ákærða gegn A eigi undir 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga. Af þessum sökum beri að þyngja refsingu hans. Ákæruvaldið unir hins vegar sýknudómi um annað en fram kemur í kröfugerð fyrir Landsrétti og koma þau ák æruatriði því ekki til álita. 7 Ákærði krefst sýknu af öllum ákæruatriðum þar sem ekki hafi verið færðar sönnur á refsiverða háttsemi hans fyrir dómi. Hefur ákærði dregið í efa sönnunargildi lýsingar brotaþola á atburðum næturinnar meðal annars með vísan til þess að þær hafi verið undir áhrifum fíkniefna auk þess sem brotaþoli A hafi í tölvupósti til ákærða lýst því að hún hafi borið hann röngum sökum. 8 Með hinum áfrýjaða dómi var meðákærði í héraði, Y , sakfelldur fyrir að hafa hótað báðum brotaþolum líkamsmei ðingum og fyrir að hafa gripið í hár brotaþola C og borið hníf að hálsi hennar og síðan kinn. Hann var að öðru leyti sýknaður af sakargiftum samkvæmt ákærunni. Brot hans voru talin varða við 1. mgr. 217. gr. og 233. gr. almennra hegningarlaga. Málinu á hen dur honum hefur ekki verið áfrýjað til Landsréttar. 9 Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti gaf ákærði viðbótarskýrslu. Við upphaf skýrslutökunnar var spiluð upptaka í hljóði og mynd af framburði hans fyrir 3 héraðsdómi. Þá voru spilaðar í heild upptökur í hljóði og mynd af framburði vitnanna A og C í héraði og af hluta framburðar meðákærða Y . Niðurstaða 10 Frásögn þeirra, sem voru á sameiginlegu heimili ákærða og brotaþola A umrædda nótt, eru í meginatriðum ólíkar um það sem þar gerðist þótt þeim beri saman u m sumt. Eins og rakið er í héraðsdómi hafa ákærði og meðákærði lýst atvikum á þann veg að engu ofbeldi eða hótunum hafi verið beitt gegn brotaþolunum A og C . Hafi ákærði og A einungis verið að rífast um peninga sem ákærði bar að hún hefði tekið frá sér. Br otaþolar segja aftur á móti báðar að ákærði hafi beitt A hótunum og líkamlegu ofbeldi til að fá upplýsingar um peningana. Hafi ákærði einnig hótað C líkamlegu ofbeldi ef A vísaði honum ekki á þá. 11 Brotaþoli C greindi vinum og foreldrum frá því sem gerðist umrædda nótt um hádegi sama dag. Foreldrar hennar komu fyrir dóm í héraði og lýstu því sem hún hafði sagt þeim um atburði næturinnar. Sú lýsing samræmist frásögn C fyrir dómi um að ákærði og meðákærði hafi haldið þeim föngnum í íbúðinni, að A hafi verið be itt líkamlegu ofbeldi og verið hótað auk þess sem C hafi verið hótað að hún yrði skorin á háls ef peningunum yrði ekki skilað. Þá báru þau að dóttir þeirra hefði grátið í kjölfar atvika og lengi glímt við sálrænar afleiðingar áfallsins sem hún hafi orðið f yrir. 12 Í málinu liggur fyrir skýrsla sálfræðings um að brotaþoli C hafi uppfyllt öll greiningarskilmerki fyrir áfallastreituröskun í kjölfar ætlaðs ofbeldis. Sálfræðingurinn staðfesti greiningu sína fyrir dómi og lýsti þeirri sálfræðimeðferð sem brotaþoli h efði fengið. 13 Fyrrverandi kærasti brotaþola C , K , bar einnig fyrir dómi um það sem hún greindi honum frá um atvik síðar sama dag. Sú lýsing er einnig í samræmi við frásögn brotaþola fyrir dómi. Þá lýsti vitnið því að brotaþoli hefði verið skelkuð og í uppná mi eftir nóttina. Enn fremur greindi hann frá ítrekuðum tilraunum sínum til að ná símasambandi við C umrædda nótt. Hafi hún svarað tvisvar en þá verið mjög ólík sjálfri sér og greinilega ekki viljað tala við sig. Þessi lýsing er í samræmi við frásögn brota þola um að henni hafi tvívegis verið leyft að svara í símann til að K hætti að hafa samband. 14 Samkvæmt framburði vinkonu brotaþola A fyrir dómi, I , hringdi brotaþoli í vitnið eftir að hún slapp úr íbúðinni. Kvað vitnið hana hafa greint sér frá því að henni og C hefði verið haldið í gíslingu í íbúðinni í hátt í 12 klukkustundir. Þar hafi verið reynt ákærða. Fyrir liggur að vitnið fór með brotaþola á bráðamóttöku Landspítalans samd ægurs. Samkvæmt læknisvottorði sem liggur fyrir í málinu var hún greind með aðalmeðferð m álsins í héraði var tekin símaskýrsla af sérfræðilækni á bráðamóttöku 4 sem gaf út vottorðið. Þar staðfesti hann vottorðið og það sem þar kemur fram um að áverkanir geti samrýmst lýsingu brotaþola á því sem gerðist. 15 Þegar litið er til þess sem hér hefur ver ið rakið verður að meta frásögn ákærða og meðákærða ótrúverðuga um að þeir hafi á engan hátt brotið gegn brotaþolum í íbúðinni. Síðari samskipti ákærða og brotaþola A , sem enduðu með því að hún sendi sér niðri á ákærða, eru ekki til þess fallin að breyta því mati. Er þá litið til þess að samkvæmt smáskilaboðum sem liggja fyrir í málinu leitaði A eftir því í júní sama ár að ákærði greiddi henni skaðabætur gegn því að hún dragi kæru sína til baka. Þegar það ekki lengur en nei ætla ekki að brotaþoli hafi þó áfram talið sig þurfa að leita á náðir ákærða með fjárstuðning. Ákærði stakk þá ítrekað upp á að hún sendi tölv upóst þar sem því væri lýst yfir að ákæran væri röng. Fyrir dómi bar brotaþoli A skilaboð sem hún hafi sent til að fá ákærða til að láta sig í friði. Þótt undanfarandi samskipti þeirra gefi til kynna að fleira búi þar a ð baki sýna þau jafnframt að hún sendi póstinn ekki í þeim tilgangi að leiðrétta fyrri rangfærslur sínar. 16 Það sem fram kemur í fyrrgreindum tölvupósti brotaþola A getur engan veginn dregið úr sönnunargildi frásagnar brotaþola C af því sem gerðist í íbúðin ni. Að mati dómsins var hún trúverðug í lýsingu sinni á brotum ákærða. Stöðug frásögn beggja brotaþola fær enn fremur stuðning af því sem fyrir liggur um þá áverka sem voru á brotaþola A , lýsingu vitna á því sem brotaþolar greindu frá um atvik þegar í kjöl far þeirra og því sem fyrir liggur um það áfall sem brotaþoli C varð fyrir. Ekki er á það fallist að fíkniefnaneysla brotaþola umrædda nótt sé til þess fallin að draga úr trúverðugleika framburðar þeirra. 17 Samkvæmt framansögðu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms ber að staðfesta niðurstöðu hans um að ákærði hafi umrædda nótt á sameiginlegu heimili hans og brotaþola A hótað henni líkamsmeiðingum og að þær hótanir hafi verið til þess fallnar að vekja hjá henni ótta um líf sitt og heilbr igði. Enn fremur verður staðfest niðurstaða héraðsdóms um að sannað sé að ákærði hafi slegið brotaþolann í andlitið með flötum lófa eins og lýst er í ákæru, það er fyrst á hægri vanga og síðan, eftir að hún var komin í gólfið, að minnsta kosti í tvígang í andlitið. 18 Báðir brotaþolar lýstu því fyrir dómi að ákærði hefði setið ofan á A er hann beitti hana ofbeldi. Með þeim trúverðuga framburði er sannað að ákærði hafi haldið brotaþolanum niðri í gólfinu með líkamsþunga sínum eins og fram kemur í ákæru. Því be r að sakfella hann einnig fyrir þá háttsemi. 19 Brotaþoli A lýsti því fyrir dómi að ákærði hefði kýlt sig með krepptum hnefa í lærin meðan hann sat ofan á henni. Aðspurð hvort hann hafi slegið hana með einhverju 5 áhaldi svaraði hún að hún myndi það ekki en gat þess að verkfærakassi hefði verið á staðnum sem hún hefði heyrt mikið í. Í lögregluskýrslu greindi hún frá því að ákærði hefði einnig barið sig með grárri kylfu í lærið. Sú lýsing var ekki borinn undir hana við skýrslugjöf fyrir dómi. Brotaþoli C skýrði f rá því fyrir dómi að hún hefði séð ákærða lemja A í lærið með skóhorni. Af framburði hennar verður ráðið að hún hafi hins vegar ekki orðið vör við að ákærði hefði kýlt A . Samkvæmt framangreindu vottorði læknis var A meðal annars með áverka á báðum lærum. Í því ljósi og að teknu tilliti til framangreinds framburðar beggja brotaþola þykir hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi veitt A þessa áverka á læri með því að slá hana þar oftar en einu sinni með krepptum hnefa og/eða með áhaldi eins og skóhorni eða kylfu. 20 Í hinum áfrýjaða dómi er í fyrstu slegið föstu að sannað sé að ákærði hafi hótað báðum brotaþolum líkamsmeiðingum. Síðar kemur þar fram að ákærði sé sakfelldur fyrir að hóta brotaþola A án þess að vikið sé að hótunarbroti gagnvart hinum brotaþolan um. Báðir brotaþolar lýstu því fyrir dómi að ákærði hefði á ýmsan hátt hótað C líkamsmeiðingum. Þykir sannað að það hafi hann gert ítrekað og á þann veg að það hafi vakið ótta hjá henni um líf sitt og heilbrigði. Því ber að sakfella hann einnig fyrir brot á 233. gr. almennra hegningarlaga gegn brotaþola C . 21 Samkvæmt 218. gr. b varðar það fangelsi allt að sex árum ef maður endurtekið eða á alvarlegan hátt ógnar lífi, heilsu eða velferð núverandi eða fyrrverandi maka síns eða sambúðaraðila með ofbeldi, hótunum , frelsissviptingu, nauðung eða á annan hátt. Ákvæðinu var bætt inn í almenn hegningarlög með 4. gr. laga nr. 23/2016 en lögin öðluðust gildi 5. apríl 2016. Í almennum athugasemdum með frumvarpi til þeirra laga segir að með hinu nýja ákvæði sé horfið frá þ ví að líta á ofbeldi í nánum samböndum sem samansafn einstakra tilvika og athyglin færð á þá viðvarandi ógn og andlega þjáningu sem það hefur í för með sér. Virða eigi ofbeldisbrot í nánum samböndum heildstætt og eftir atvikum án þess að sanna þurfi hvert og eitt tilvik. Væri ákvæðinu þannig fyrst og fremst ætlað að ná yfir háttsemi sem staðið hefði yfir í lengri eða skemmri tíma þótt því yrði jafnframt beitt um einstök alvarleg tilvik. 22 Í málinu er sannað að ákærði hafi ítrekað veist að þáverandi sambúðark onu sinni og barnsmóður, brotaþola A , með ofbeldi og hótun um ofbeldi. Þótt héraðsdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að ásetningur ákærða og meðákærða til frelsissviptingar væri ósannaður liggur fyrir að brotaþolar upplifðu ástandið þannig. Stóð ofbeld i ákærða gagnvart A yfir í nokkrar klukkustundir. Í þessu ljósi verður háttsemi ákærða gagnvart henni talin varða við 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga sem tæmir sök í málinu að því leyti . 23 Staðfesta ber niðurstöðu hins áfrýjaða dóms um að ákærði ha fi haft í sinni vörslu kylfu sem fannst við leit á heimili hans og brotaþola A . Telst það varða við c - lið 2. mgr. 30. gr. vopnalaga nr. 16/1998, sbr. 1. mgr. 36. gr. sömu laga. 6 24 Með vísan til röksemda héraðsdóms fyrir refsingu ákærða og að teknu tilliti ti l 1. og 6. töluliðar 1. mgr. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í sjö mánuði. Ákæra í málinu var gefin út 23. maí 2018. Þá voru tæp tvö ár liðin frá því atvik urðu en lögreglurannsókn hófst þá þegar . Nokk ur dráttur varð því á rannsókn inni sem ákærða verður ekki kennt um. Með hliðsjón af því þykir rétt að skilorðsbinda fjóra mánuði af refsingu ákærða eins og nánar greinir í dómsorði. 25 Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku grárrar kylfu er staðfest. 26 Þótt ekker t skriflegt liggi fyrir um áhrif hinnar saknæmu háttsemi ákærða á líðan brotaþola A var hún til þess fallin að valda henni miska. Ber að staðfesta niðurstöðu hins áfrýjaða dóms um fjárhæð einkaréttarkröfu hennar. 27 Staðfest er ákvæði hins áfrýjaða dóms um gr eiðsluskyldu ákærða, óskipt með meðákærða, á þeim hluta sakarkostnaðar sem fólst í þóknun að fjárhæð 906.440 krónur til skipaðs réttargæslumanns brotaþola A . Ákærði greiði ¾ hluta annars sakarkostnaðar fyrir héraðsdómi, samtals að fjárhæð 2.436.080 krónur, þar með talið þóknanir verj e nda ákærða sem þar voru ákveðnar. Að öðru leyti greiðist sakarkostnaður í héraði úr ríkissjóði. 28 Ákærða verður gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun verj e nda s inna og þóknun réttargæslumanns brotaþola, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Ákærði, X , sæti fangelsi í sjö mánuði en fullnustu fjögurra mánaða af refsingunni skal frestað og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákvæði hins áfrýjaða dóms skal vera óraskað um upptöku á kylfu, einkaréttarkröfu brotaþola, A , og þóknun til skipaðs réttargæslumanns brotaþola í héraði. Ákærði greiði ¾ hluta annars sakarkostnaðar fyrir héraðsdómi, sem samtals nemur 2.436.080 krónum, þar með talið þóknanir skipaðs og tilnefnds verjanda ákærða, sem þar voru ákveðnar. Að öðru leyti greiðist sakarkostnaður í héraði úr ríkissjóði. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað mál sins, 2.114.296 krónur, þar með talin málsvarnarlaun verjenda sinna fyrir Landsrétti, lögmannanna Oddgeirs Einarssonar og Sögu Ýrar Jónsdóttur, 806.000 krónur til hvors þeirra, og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Ómars Arnar Bjarnþórssonar lögmanns, 434. 000 krónur. 7 Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 14. janúar 2019 Árið 2019, mánudaginn 14. janúar, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Guðjóni St. Marteinssyni héraðsdómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. S - Ákæruvaldið gegn Y og X, en málið var dómtekið samdægurs. Málið er höfðað með ákæru héraðssaksóknara, dagsettri 22. mars 2018 á hendur: fyrir eftirgreind hegningarlaga - og umferðarlagabrot, framin að kvöldi miðvikud agsins 15. júní 2016 í Reykjavík: 1. Fyrir hættubrot og umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreiðinni , sviptur ökurétti og ófær um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist MDMA 170 ng/ml og amfetamín 70 ng/ml), án nægilegrar tillitssemi og varúðar og án þess að miða ökuhraða við aðstæður sem hér greinir: Ákærði ók norður Lækjargötu að Austurstræti, þar sem hann virti ekki umferðarmerki og tók U - beygju, ók suður Lækjargötu, jók hraðann og ók gegn rauðu ljósi á gatnam ótum Lækjargötu og Skólabrúar, án þess að sinna stöðvunarmerkjum lögreglu, ók á mikilli ferð suður Lækjargötu og beygði til vinstri á gatnamótum við Skálholtsstíg þvert í veg fyrir mótumferð, og ók áfram austur Skálholtsstíg, gegn einstefnu og ók þar upp á gangstétt til að komast framhjá bifreið er ekið var á móti, áfram yfir gatnamótin við Laufásveg, þar sem ökumaður bifreiðar úr gagnstæðri átt vék og stöðvaði akstur til að forðast árekstur, og áfram yfir gatnamótin við Miðstræti og Þingholtsstræti og ál eiðis að Grundarstíg, þar sem ökumaður bifreiðar úr gagnstæðri átt vék upp á gangstétt til að forðast árekstur, yfir gatnamótin við Grundarstíg, og ók ákærði áfram austur Bjargarstíg, gegn einstefnu að gatnamótunum við Bergstaðastræti og viðstöðulaust og á mikilli ferð yfir gatnamótin, en stöðvunarskylda er á umferð um Bjargarstíg, áfram á mikilli ferð austur Bjargarstíg, yfir gatnamót við Óðinsgötu, og ók ákærði áfram austur Freyjugötu, gegn einstefnu, yfir gatnamót Baldursgötu og Válastígs, áleiðis að Bra gagötu og á mikilli ferð suður Bragagötu, og yfir gatnamót við Nönnugötu, Urðarstíg og Bergstaðastræti og að gatnamótum við Laufásveg, og ók áfram austur Laufásveg að gatnamótunum við Njarðargötu, þar sem hann ók upp á gangstétt og tók hægra megin framúr b ifreið og ók viðstöðulaust og gegn stöðvunarskyldu yfir gatnamótin, en umferð var um gatnamótin í umrætt sinn, ók áfram austur Laufásveg á mikilli ferð að gatnamótum við Barónsstíg og suður Barónsstíg, að Gömlu - Hringbraut, ók vinstra megin við umferðareyju við gatnamót Barónsstígs og Gömlu - Hringbrautar, en umferð var um gatnamótin, austur Gömlu - Hringbraut á mikilli ferð, gegn rauðu ljósi á gatnamótum Gömlu - Hringbrautar og Bústaðavegar, áfram suður Bústaðaveg, þar sem hann ók svigakstur á milli bifreiða án þ ess að gefa merki, og til móts við Suðurhlíð ók ákærði upp á og eftir umferðareyju milli akreina og beygði til vinstri og ók yfir báðar akreinar umferðar úr gagnstæðri átt, en töluverð umferð var í umrætt sinn, og upp á grasflöt og úti í móa austan við Veð urstofuna, þar sem akstri lauk og yfirgaf ákærði bifreiðina án þess að sinna lögboðnum skyldum sínum. Með akstrinum raskaði ákærði umferðaröryggi á alfaraleið og stofnaði á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu B, sem var farþegi í bifreið hans, í hættu, svo o g annarra vegfarenda, þar á meðal lögreglumanna sem reyndu að stöðva aksturinn. Telst þetta varða við 1. mgr. 168. gr. og 4. mgr. 220. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og við 1., og 3. mgr. 5. gr., 1. mgr. 10. gr., 1. mgr. 13. gr., 4. mgr. 14. gr., 1., 2. og 5. mgr. 25. gr., 2. mgr. 31. gr., 1. mgr. og a, c og e liðar 2. mgr. 36. gr., 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a og 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðalaga nr. 50/1987. 2. Fyrir nytjastuld, með því að hafa ekið bifreiðinni , eins og lýs t er í ákærulið 1, heimildarlaust, en ákærði hafði komist yfir lykla bifreiðarinnar, sem tilkynnt var stolin frá bifreiðstæði á Höfða í Reykjavík á tímabilinu júní til júlí 2016. 8 Telst þetta varða við 1. mgr. 259. gr. almennra hegningarlaga. 3. Fyrir hylmin gu með því að hafa haft í vörslum sínum GPS staðsetningartæki að gerðinni Garmin Nüvi, bílahleðslutæki, 66°N felulitaða dúnúlpu af gerðinni Þórsmörk, bílskúrshurðaopnara af gerðinni Hörmann, ýmsa lykla, dælulykla, bæði frá Atlantsolíu og Orkunni, tvenn ben sínkort - inneignarkort frá Orkunni, hamar af gerðinni Great Neck - Drop force, hníf af gerðinni Wincherster multi - tool, dúkahníf, koparlitað armband, hársnyrtivörur af gerðinni John Freida, fern sólgleraugu, Red Bull gleraugnahlustur, eitt vegabréf, fimm debe t - og kreditkort og tvö ökuskírteini í eigu ýmissra aðila og lyfseðil fyrir lyfinu Risolid, en munirnir fundust í bifreiðinni við leit lögreglu í henni, og þannig haldið munum ólöglega frá eigendum sínum fram til þess dags þrátt fyrir að ákærða væri lj óst að um þýfi var að ræða. Telst þetta varða við 1. mgr. 254. gr. almennra hegningarlaga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttinda samkvæmt 102. gr. umferðarlaga nr. 50 Héraðssaksóknari gaf út ákæru hinn 23. maí 2018 á hendur: 1. fyrir eftirfarandi brot gegn almennum hegningarlögum, framin í félagi aðfaranótt og að morgni ákærðu báðum fyrir frelsissviptingu og hótanir og að auki á hendur Y fyrir líkamsárás og á hendur X fyrir stórfellt brot í nánu samba ndi, með því að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð A, með ofbeldi, hótunum og frelsissviptingu, sem hér greinir; Ákærði X tók símann af C, hótaði henni og A ítrekað líkams meiðingum og veittist að A með ofbeldi, sló hana á hægri vanga með flötum lófa og eftir að hún var komin í gólfið hélt hann henni í gólfinu með líkamsþunga sínum, m.a. með því að sitja ofan á henni, sló hana a.m.k. í tvígang í andlit með flötum lófa, ásamt því að slá hana margsinnis með krepptum hnefa, skóhorni og/eða kylfu víðsvegar um líkamann, tók hana ítrekað kverkataki og þrengdi að, kleip með töng í fingur A, skar hár hennar með eggvopni og ákærðu báðir tróðu peysu í og yfir munn hennar. Þá hótaði ákærði Y símleiðis að beita A og C ofbeldi og kynferðisofbeldi og eftir að hann kom á vettvang hótaði hann báðum stúlkum ítrekað líkamsmeiðingum, meðal annars greip í hár C, bar hníf að hálsi hennar og síðan að kinn og hótaði henni að vinna A mein með því að standa yfir A með hamar á lofti og varna þannig að C myndi í sí mtali gera fyrrverandi kærasta sínum viðvart um ástandið og kleip með töng í tá A. Er A og C náðu að yfirgefa íbúðina, í kjölfar þess sem að ofan er lýst, höfðu þær verið sviptar frelsi í u.þ.b. 4 - 6 klukkustundir. Af öllu þessu hlaut A sár á neðri vör og í munnholi, mar á öxl og vinstri upphandlegg, mar utanvert á vinstra læri og framanvert á hægra læri og opið sár á stórutá hægri fótar. Teljast þessi brot ákærðu X og Y, varða við 1. mgr. 226. gr. og 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, brot ákærða Y auk þess við 1. mgr. 217. gr. sömu laga og brot ákærða X að auki við 1. mgr. 218. gr. b. sömu laga. 2. Á hendur X fyrir vopnalagabrot með því að hafa, á sama tíma og stað sem greinir í ákærulið 1, haft í vörslum sínum gráa kylfu sem lögreglan fann við 9 Telst þetta varða við c. lið 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess einnig krafist að grá kylfa, sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins, verði gerð upptæk samkvæmt 1. mgr. 69. gr. a almennra hegningarlaga. Einkaréttarkröfur fjárhæð kr. 1.500.000 ásamt vöxt um af fjárhæðinni skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 27. júní 2016 en síðan dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærðu verði gert að greiða málskostnað skv. síðar framlögðum málskostnaðarreikningi eða að mati réttarins, að viðbættum virðisaukaskatti. fjárhæð kr. 1.00.0 00 auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 27. júní 2016 en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er birt til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærðu verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum Hinn 15. júní 2018 gaf héraðssaksóknari út svofelld a framhaldsákæru: Með skírskotun til 1. mgr. 153. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 er framhaldsákæra þessi gefin út til að bæta úr augljósri villu sem varð við útgáfu ákæru þann 23. maí 2018, á hendur: X, ke Hinn 18. september 2018 gaf lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu út ákæru á hendur: fyrir eftirtalin hegningar - og sérrefsilagabrot framin í Reykjavík á árinu 2016, nema annað sé tekið fram: I. Þjófnaði og fjársvik, með því að hafa: 1. Laugardaginn 11. júní, utandyra við , farið inn í bifreiðina og stolið bensínúttektarlykli að óþekktu verðmæti og í kjölfar þess svikið út vörur í þremur færslum í verslun N1 Bústaðarvegi, samtals að verðmæti kr. 24.591, með því að hafa framvísa þar í blekkingaskyni og án heimildar 10 bensínúttektarlykli D til að grei ða fyrir vörurnar og látið þannig skuldfæra andvirði varanna á kortareikning hennar. (Mál nr. 007 - 2016 - ) 2. Miðvikudaginn 15. júní, á bifreiðastæði við versluninni 10 - 11 að Hagasmára 9 í Kópavogi, farið inn í bifreiðina og stolið sjónauka, lyklum af sumarbústað og skiptimynt allt að óþekktu verðmæti. (Mál nr. 007 - 2016 - ) 3. Þriðjudaginn 25. október farið inn í skrifstofuhúsnæði við í Kópavogi og stolið bíllyklum, húslyklum og veski E, kt. , sem innihélt m.a. kreditkort, debetkort, inneignarkort, lottómiði með kr. 1.000 vinning og ökuskírteini, í kjölfar þess svikið út vörur í tveimur verslunum, samtals að verðmæti kr. 77.136, fyrst í verslun N1 Ártúnshöfða að verðmæti kr. 25.967 og síðan í verslun N1 Bíldshöfða við Bíldshöfða 2 að verðmæti kr. 51.169, með því að framvísa í blekkingarskyni og án heimildar greiðslukorti E kt. , og látið þannig skuldfæra andvirði varanna á kortareikning hans. (Mál nr. 007 - 2016 - ) 4. Þriðjudaginn 1. nóvember á bifreiðastæði við Holtagarða, brotist inn í bifreiðina , með því að brjóta rúðu í hurð við sæti ökumanns og stolið úr bifreiðinni tveimur kartonum af sígarettum samtals að verðmæti kr. 22.000. (Mál nr. 007 - 2016 - ) 5. Nytjastuld og þjófnað, þriðjudagin n 8. nóvember á bifreiðastæði verslunarinnar 10 - 11 við í Hafnarfirði tekið bifreiðina og ekið henni heimildarlaust um götur höfuðborgarsvæðisins, uns lögregla hafði afskipti af ákærða miðvikudaginn 9. nóvember s.á. við Mjóddina í Reykjavík þar sem bifreiðin fannst á bifreiðastæði og á því tímabili stolið úr bifreiðinni tveimur borvélum, barnavagni sem í var svefnpoki, svunta og beisli og barnabílstól ásamt festingu, samtals að verðmæti kr. 405.179. (Mál nr. 007 - 2016 - ) 6. bifreiðinni og stolið úr bifreiðinni Garmin leiðsögutæki að verðmæti kr. 36.900, skiptimynt að fjárhæð kr. 2.500 og aksturnótum. (Mál nr. 007 - 2016 - ) 7. Miðvikudagi óþekktu verðmæti. (Mál nr. 007 - 2016 - ) 8. í Hafnarfirði og stolið um kr. 10.000 í reiðufé og gjafabréfi að verðmæti um kr. 2.000 . (Mál nr. 007 - 2016 - ) Teljast brot þessi varða við 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og brot í 1. og 3. lið að auki við 248. gr. sömu laga og brot í lið I.5 að auki við 259. gr. sömu l aga. II Fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa: 1. henni örugglega vegna ávana - og fíkniefna (í blóði mældist 60 ng/ml af metýlfenídat) um Láland, uns lögregla stöðvaði aksturinn. 11 (Mál nr. 007 - 2016 - ) 2. ökuréttinda og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 75 ng/m l og metýlfenídat 85 ng/ml og að auki mældist afskipti af ákærða. (Mál nr. 007 - 2016 - ) Teljast þessi brot varða við 1. mgr. og 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sbr. 5. gr. laga nr. 66/2006. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar skv. 101. gr. og 102. gr. nefndra umferðarlaga, sbr. 25. gr. laga nr. 44/1993 og 18. gr. laga nr. 66/2006. Einkaréttarkröfur: 1. 542.079 auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 8. nóvember 2016 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga að liðnum mánuði frá birtingu kröfunnar til greiðsludags. 2. dæmdur til að greiða honum kr. 469.400 auk vaxta samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 9. nóvember 2016 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfunnar, en síðan dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. sbr. 9. gr. sömu laga að Hinn 15. október 2018 gaf héraðssaksóknari út svofellda framhaldsákæru: - lið 1. mgr. 152. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 er framhaldsákæra þessi gefin úr til að bæta úr augljósri villu í ákærutexta sem varð við útgáfu ákæru þann 23. maí 2018, á hendur: Eftirfarandi lagfæring er gerð á ákærutexta í ofangreindri ákæru: í Málin voru sameinuð. Verjandi ákærða Y krefst sýknu af þeim sakargiftum þar sem ákærði Y hefur neitað sök en að öðru leyti er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að refsivist verði skilorðsbundin. Þess er aðallega krafist að bótakröfum verði vísað frá dómi en til vara að þær sæti lækkun. Málsvarnarlauna er krafist samkvæmt tímaskýrslu o g einnig er krafist þóknunar vegna vinnu verjandans f.h. ákærða X undir rannsókn málsins. Verjandi ákærða X krefst aðallega sýknu en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa. Aðallega er krafsist frávísunar einkaréttarkafna en til vara sýknu af þeim. Málsv arnarlauna er krafist úr ríkissjóði samkvæmt málskostnaðarreikningi. 12 Ákæra dagsett 22. mars 2018 Ákæruliður 1 Undir rekstri málsins var fallið frá þeim hluta 1. liðar ákæru er lýtur að því að hafa stofnað lífi og heilsu B, sem var farþegi í bifreið ákærða, í hættu. Að teknu tilliti til þessarar breytingar á 1. lið ákærunnar stendur eftir skýlaus játning ákærða. Er því sannað með skýlausri játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að hann hafi gerst sekur um háttsemina sem í þessum ákærulið greinir og eru brot hans rétt færð til refsiákvæða í ákærunni. Skírskotað er til ákærunnar um lýsingu málavaxta. Ákæruliður 2 Ákærði neitar sök. Hann kvaðst ekki beint hafa verið með bifreiðina sem um ræðir að láni, heldur hefði hann verið að geyma hana fyrir konu sem heiti H og hún hefði afhent ákærða bíllyklana. Eftir að ákærði eyðilagði sinn bíl hefði hann tekið þessa bifreið og notað hana. Vitnið B vissi ekki um eignarhald á bifreiðinni sem um ræðir í þessum ákærulið. Vitnið H kvað bíllykla bifreiðarinnar sem um ræðir í þessum ákærulið hafa verið á heimili vinkonu sinnar og systur ákærða. Hann hefði tekið lyklana þaðan og stolið bílnum. Ákærði hefði ætlað að kaupa bílinn en hætt við og því ekki hafi heimild leyfi til að taka bílinn greint sinn. Niðurstaða ákæ ruliðar 2 Ákærði neitar sök. Hann sýndi hvorki fram á eignarhald né umráðarétt eða heimild til notkunar bifreiðarinnar greint sinn. Sannað er með trúverðugum vitnisburði H, gegn neitun ákærða, að hann hafi gerst sekur um háttsemina sem í þessum ákærulið gr einir og er brot hans þar rétt fært til refsiákvæðis. Ákæruliður 3 Ákærði neitar sök. Hann kvaðst muna þetta illa en hann hefði vitað hver átti munina sem um ræðir og nefndi hann stúlku í því sambandi sem nú væri látin. Ákærði kvaðst ekki hafa gert sér grein fyrir því að um hefði verið að ræða þýfi og hann hefði heldur ekki vitað hvaða dót var í bakpokanum sem stúlkan átti, en hún hefði átt úlpuna sem lýst er í ákæruliðnum. Vitnið B kvaðst muna eftir að hafa verið með ákærða í bifreið á þessum tíma, en hún kvaðst muna eftir því. Hún viti ekki hver átti bifreiðina og heldur ekki hvað var í bifreiðinni, utan úlpa sem vinkona þeirra Y átti en sú sé nú látin. Úlpan hafi því ekki verið þýfi. Við skýrslutöku hjá lögreglu taldi B ákveðna muni í bifreiðinni hafa verið úr innbrotum sem þau Y hefðu framið. Munirnir sem í þessum ákærulið greinir voru bornir undir vitnið og kvaðst hún ekki muna eftir þessum tíma og ekki geta svarað því hvort Y hefði haft munina ólöglega í vörslum sínum. Niðurstaða ákæruliðar 3 Ákærði mundi lítið frá þessum tíma og vissi ekki hver átti munina sem um ræðir nema úlpuna sem vinkona hans átti. Vitnið B bar á sama veg um það. Er samkvæmt þessu ósannað að úlpan hafi verið þýfi og er ákærði sýknaður af þeim hluta ákærunnar er varðar úlpuna. E kkert liggur fyrir um það hvaða munir þetta voru og ákærði vissi ekki um eiganda þeirra. Vitnisburður B hjá lögreglu dugir ekki til sakfellingar ákærða gegn neitun hans. Engin sönnunarfærsla hefur farið fram fyrir dóminum sem leiðir það í ljós að munirnir sem um ræðir hafi verið þýfi og að ákærða hafi verið það ljóst. Er samkvæmt þessu ósannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi gerst sekur um háttsemina sem í þessum ákærulið greinir og er ákærði sýknaður af þessum sakargiftum. Ákæra dagsett 23. maí 2018 og framhaldsákærur dagsettar 15. júní 2018 og 15. október 2018 13 Ákæruliður 1 Samkvæmt frumskýrslu lögreglunnar hringdi I til lögreglu og tilkynnti atburðinn sem í þessum ákærulið greinir. Í skýrslunni er vinnu lögreglunnar í framhaldinu lýst og rannsókn málsins rakin í gögnum málsins. Ákærðu neituðu báðir sök við skýrslutökur hjá lögreglunni og verður vikið að framburði þeirra þar síðar eins og ástæða þykir og eins að vitnisburði. Nú verður rakinn framburður ákærðu og vitnisburður fyrir dómi. Ákærði Y neitar sök. Hann kvaðst hafa verið í mjög mikilli neyslu á þessum tíma. Hann hafi verið með vinum sínum og þáverandi kærustu og öll neytt fíkniefna og reynt að verða sér úti um þau. Ákærði kvað mann hafa greitt sér skuld þetta kvöld og kvaðst ákærði eftir það hafa stungið upp á því að fara heim til meðákærða, sem hann gerði, í því skyni að selja eða skipta við hann á tölvu og krossi, sem ákærði hafði fengið í hendur þetta kvöld, sem greiðslu upp í skuld, og fá í staðinn e - töflur og gras. Meðákærði hafi þeirra A en boðið ákærða inn, en samferðarfólk ákærða hefði beðið í bíl fyrir utan. Eftir að inn kom kvaðst hann hafa séð að ósætti var milli meðákærða og A, en auk þeirra hafi C verið þarna. Ákærði kvað ósættið hafa verið vegna penin ga sem meðákærði taldi A hafa tekið, auk þess sem þau hefðu rifist um margt annað, sem hann lýsti. Mikið drasl hafi verið í íbúðinni og lýsti hann því og þau sem þarna voru hafi verið - taflna og fleiri fíkniefna. Ákærði kvaðst þau C hafa setið í stofunni þar sem hann hefði sýnt henni myndir á Facebook auk þess sem þau hefðu hlustað á tónlist meðan meðákærði og A rifust, aðallega inni í herbergi en þau hefðu komið fram af og til til að reykja en farið síðan aftur inn í herbergið. Hann kvað samskipti meðákærða og A hafa verið þeim C óviðkomandi og þau allan tímann verið frammi, að því er hann teldi. Þá kvað hann þau C hafa tekið til í íbúðinni, en ákærði hafi verið orðinn þreyttur á biðinni og vinafólk hans fyrir utan hefði stöðugt spur t hvort hann væri ekki að koma. Undir morgun hafi vinir hans og unnusta, sem biðu í bíl fyrir utan, farið. Stuttu síðar hefðu meðákærði og A sæst og þau knúsast og kyssts. Stuttu síðar hafi A og C farið úr íbúðinni. Þær hafi komið aftur um hálftíma síðar a ð sækja húslykla en meðákærði ekki viljað afhenda þá. A hefði þá farið ósátt en þeir meðákærði hefðu síðan farið saman um bæinn, og lýsti hann því, uns þeir fóru aftur heim til meðákærða sem hefði verið við það að sofna af neyslu róandi efna. Ákærði hefði þá farið að beiðni meðákærða út í búð. Er hann kom til baka hefði lögreglan verið komin að heimili meðákærða. Ákærði kvaðst ekki hafa talið lögregluna hafa átt neitt erindi við sig og því gengið inn í húsið og spurt hvað væri í gangi. Lögreglan hefði þá ha ndtekið ákærða en hann ekki vitað hvaðan á sig stóð veðrið. Ákærði kvaðst aldrei í þessari atburðarás hafa séð meðákærða sitja eða liggja ofan á A. Ákærði kvað hvorugan ákærðu hafa meinað þeim A og C að fara út og ekkert slíkt hefði verið í gangi og þær he fðu ekki haft ástæðu til að ætla að þær gætu ekki farið, enda fóru þær og komu aftur eins og lýst var. Ákærði kvaðst enga skýringu hafa á áverkum A og ekkert hafa séð sem gæti skýrt þá. Samkvæmt gögnum málsins voru hnífar, tangir og kylfa í íbúðinni við k omu lögreglu. Ákærði kvaðst ekki vita neitt um þá muni. Hann hafi ekki komið með neitt af þessu með sér, en sagði að mikið Ákærði Y kvaðst hafa verið í símsambandi við J bílstjóra sem beið fyrir utan húsið meðan ákærði var þar inni, en J hefði verið að reka á eftir ákærða. Hann kvað ekki hafa verið hringt í sig um nóttina og hann hefði ákveðið sjálfur að fara til meðákærða í því skyni að verða sér úti um fíkniefni. Ákærði kvaðst ekki geta sagt til um það hvað hann dvaldi lengi í íbúðinni. Hann kvaðst ekki hafa gert neitt af því í garð stúlknanna sem lýst er í ákærunni og hið sama ætti við um sakarefnið á hendur meðákærða. Engin frelsissvipting hafi átt sér stað, líkamsárásir eða hótanir eða annað það s em í ákæru greinir. Allir efnisþættir ákærunnar voru ítarlega bornir undir ákærða og kvað hann ekkert af því sem þar er lýst hafa átt sér stað, hvorki því er hann sjálfan varðaði né meðákærða X og hann hefði hvorki hótað A né C símleiðis eins og lýst er í ákærunni og heldur ekki hótað stúlkunum eftir komu á staðinn eins og lýst er í ákæru. Ákærði X neitar sök. Hann kvaðst hafa hitt þær A, þáverandi sambýliskonu sína, og C á pool - stofu þetta kvöld. Hann mundi ekki hvenær þau fóru en taldi það hafa verið um l okun staðarins. Hann kvað þær A og 14 komið í lj ós að peningar sem ákærði átti voru horfnir og hefði hann leitað að peningunum en A og C skemmt sér á meðan. Þá hafi hann hringt í þjónustuver bankans og fengið upplýsingar um að búið væri að taka peninga út af reikningi hans. Eftir það hafi byrjað rifrild i vegna peninganna, en meðákærði Y hafi ekki verið kominn þá. Ákærði hefði haldið áfram að leita að peningunum og rætt við A inni í herbergi. Hann mundi ekki hvenær meðákærði Y kom, og hann mundi ekki hvort þeir ræddust við í síma fyrir komuna. Rifrildi þe irra A hafi lokið er kom í ljós að hún hefði tekið peningana og henni hefði liðið illa yfir því að hafa tekið þá. Við skýrslutöku hjá lögreglu kvaðst hann hafa séð eftir því að hafa sest ofan á A en hann kvaðst ekki hafa beitt hana neinu ofbeldi. Spurður u m þetta fyrir dómi kvað hann þetta skýrast af spurningum lögreglumannanna við skýrslutökuna. Ákærði kvað þau öll hafa verið í íbúðinni uns þær A og C fóru og enginn hefði meinað þeim för úr íbúðinni, en hann mundi ekki hvort Y var kominn þegar þær fóru. Þæ r hafi síðan komið aftur í leit að lyklum eða símkorti sem gleymdist og farið aftur eftir það en þær hafi farið á nálægt kaffihús þar sem A vann. Hann kvaðst hvorugri stúlknanna hafa hótað. Þá kvaðst hann ekki hafa beitt stúlkurnar ofbeldi og myndi aldrei gera það og hið sama ætti við um meðákærða. Ákærði kvaðst aldrei í þessari atburðarás hafa setið ofan á A en hann hefði setið hjá henni. Ákærði neitaði því að hafa haldið stúlkunum og svipt þær frelsi, þær hefðu komist út þegar þær vildu. Hann neitaði einn ig öðrum þáttum ákærunnar og því sem honum er gefið að sök. Hann kvað hið sama eiga við um meðákærða Y, hann hefði ekki gert neitt af því sem lýst er í ákærunni og að honum snýr. Ákærði kvaðst ekki geta skýrt áverka á A sem lýst er í ákærunni. Ákærði grei ndi frá netfangi sínu og staðfesti að hafa fengið sendan tölvupóst frá A sem rakinn verður síðar. Hann kvaðst hafa sent verjanda sínum tölvupóstinn og hann hafi ekki átt við hann, auk þess hefði hann ekki kunnáttu til þess. Hann neitaði því að hafa gefið A fyrirmæli vegna tölvupóstsins. Ákærði lýsti og taldi ákærði samskiptin hafa verið að hennar frumkvæði. Þá hafi þau hist eftir þetta. Vitnið A kvað þa aðdragandann þann að þær C, vinkona hennar, hefðu verið á pool - stofunni er ákærði X kom og hefðu þau farið öll þrjú heim til þeirra X um klukkan eitt að því er hún taldi. Eftir heimkomuna hefðu þau ákærði X og C neytt bjórs og e - taflna. X hafi verið uppfullur af ranghugmyndum og talið þær C hafa stolið peningum frá sér. Ákærði hafi leitað að peningunum og fundið peninga í veski vitnisins og C og haldið að þær hefðu stolið pening unum frá sér og falið í veskjum sínum. Ákærði hefði síðan hringt í meðákærða X, að því er hún taldi. Eftir að hann kom, að því að hún taldi milli klukkan þrjú og fjögur um nóttina, hafi þeir farið með hana inn í herbergi þar sem X hafi tekið hana niður og setið ofan á henni, tekið hana kverkataki og kýlt hana í lærin, eins og vitnið bar. Þá hafi Y haldið hníf að hálsi og kinn C og sagst ætla að skera hana á háls. Vitnið hafði ekki borið um þetta hjá lögreglu. Spurð um ástæðu þess kvaðst hún ekki vita það en hún hefði haft nægan tíma til að hugsa um þetta. Síðar í skýrslutökunni greindi vitnið svo frá að fyrst hefði X farið með hana inn í herbergið þar sem hann byrjaði að slá hana með lófanum í andlitið og síðan hefði hann kallað á Y og sagt honum að koma með C inn í herbergið. Spurð um það hvort ákærði X hefði slegið hana með öðru en lófanum kvaðst hún ekki hafa séð það en þarna inni hefði verið verkfærakassi sem hún , en Y klipið hana í tána með töng. Hún kvað ákærða Y hafa klipið hana með töng í stórutá svo sár myndaðist, en ákærði X hefði ekki klipið hana með tönginni. Hún kvaðst hafa verið klipin með áhaldi í þumalfingur og í annan fingur til, en hún hefði ekki séð hvor ákærðu gerði það. Hún kvað ákærða X hafa skorið í hár hennar og hárið sem hann skar hafi verið í rúminu. Hún kvað ákærða Y ekki hafa hótað þeim C símleiðis eins og lýst er í ákærunni. Hún mundi ekki hvort kylfu hefði verið beitt í þessari atburðarás. Vitnið bar um það hjá lögreglu að kylfu hefði verið beitt, en hún kvaðst ekki muna þetta nú. Þá hafi ákærði Y fært hana úr sokkunum og klipið hana með töng í tá og í fingur, eins og rakið var. Hún kvað ákærðu hafa hótað þeim C og fjölskyldum þeirra líflát i. Spurð um það hvort báðir hefðu hótað þessu kvaðst hún halda að ákærði Y hefði hótað mestu. Spurð hvers vegna þær C hefðu ekki farið út kvaðst hún ekki hafa áttað sig á því í fyrstu, 15 því ákærði X væri oftast mjög rólegur. Hann hafi hins vegar verið orðin n svo æstur að hún hefði ekki talið sig geta farið eins og aðstæður voru, en þær C hefðu farið út er ákærðu voru orðnir rólegir. Þær C hefðu síðan komið aftur í íbúðina til að sækja rafhlöðu í síma C, en hún kvað ákærða X hafa tekið rafhlöðuna úr síma C um nóttina. Hún mundi ekki eftir því að hamri hefði verið haldið á lofti í þessari atburðarás. Þá hafi X farið með hana inn á baðherbergi þar sem hann hefði haldið höfði hennar niðri í klósettinu. Síðan hafi hann farið með hana inn í annað herbergi þar sem h ann hefði setið ofan á henni í rúminu og klippti í hárið á henni. Ákærðu hefðu síðan farið með þær C inn í annað herbergi þar sem X hefði slegið vitnið. Ákærðu hafi farið fram eftir þetta. Hún kvaðst hafa tekið síma C og þær hlaupið út. Spurð hvort þeim h afi verið haldið nauðugum í húsnæðinu, þannig að þær hefðu ekki komist út, kvað hún svo hafa verið þar sem ákærði atburðarás hefði tekið langan tíma kvaðst hún telja að þetta hefði hafist milli klukkan þrjú og fjögur um nóttina og þær C farið út milli klukkan tíu og ellefu um morguninn. Hún kvaðst hafa verið hrædd meðan á atburðarásinni stóð og hún hafa tekið hótanirnar alvarlega. Hún lýsti áverkum sem hún hl aut í þessari atburðarás og afleiðingum þessa fyrir sig. Vitnið A lýsti samskiptum þeirra ákærða X eftir þetta, en þau væru nokkur. X hefði sagt að hann gæti aðstoðað hana fjárhagslega ef hún felldi málið niður. Hún hafi sagt að hún væri reiðubúin til þess ef hann stæði við sitt, sem hann hefði ekki gert. Meðal gagna málsins er svofellt tölvuskeyti: ,,sæll Ómar, ég hef ákveðið segja sannleikan og draga til baka kæruna, ég var undir miklum áhryfum og var mjög reið yfir hvernig sambandið var að enda þannig ég laug þessu öllu til að reyna hefna mín og særa [X], ég biðst innilegar afsökunar á þessu og ég veit að þetta var rangt og ég sé mikið eftir þessu, endilega hringdu eftir helgi og við getum fundið út hvernig er hægt að laga þetta. Vitnið A var spurð um þetta tölvuskeyti sem hún sendi ákærða X 25. ágúst 2018. Hún kvað þetta hafa er hún sendi skeytið. Hún kvað ekkert í skeytinu rétt, því það hefði verið skrifaður að beiðni ákærða X. Vitnið C kvað þau A og X hafa farið af billjardstofunni milli klukkan tvö og þrjú, að því er hún taldi, og - taflna. Hún kvaðst á þessum tíma hafa verið í símasambandi við þáverandi unnu sta sinn og ætlað að hitta hann eftir hálftíma. A hefði beðið sig að fara ekki þar sem X væri reiður vegna peninga sem hann taldi A hafa tekið. X hefði sagt að enginn fengi að fara út fyrr en hann hefði komist til botns í því hvað varð um peningana sem han n saknaði og þá hefði hann tekið síma vitnisins. Á þessum tíma hefði ekki verið hægt að ná sambandi við A sem hafði tekið inn tvær e - töflur og lýsti hún ástandi hennar. Hún kvað A eins og hafa rankað við sér eftir að ákærði X hellti yfir hana vatni. Þetta hefði verið um einni klukkustund eftir komu þeirra í íbúðina og ekkert ofbeldi verið byrjað á þessum tíma. Þá hafi X tekið upp kylfu og hótað að lemja hana í fótinn ef hún segði ekki sannleikann. Þá hafi X sagt að hann hefði fólk tilbúið til að koma og ger a mjög slæma hluti við þær A. X hafi þá, í því skyni að sanna hótanirnar, hringt í mann og haft símann á speaker og viðmælandinn, sem hún vissi ekki hver var, hafi sagst ætla að draga þær á hárinu og láta nauðga þeim. Síðar í skýrslutökunni kvað hún sér ek ki hafa verið hótað símleiðis. Stuttu síðar hefði ákærði Y komið og hefði X sagt Y að passa vitnið en farið sjálfur með A inn í svefnherbergið. Þaðan hafi hún heyrt öskur í A. Stuttu síðar hefði X viljað fá vitnið í herbergið og er þau Y komu þangað inn he fði X setið ofan á eða yfir A, haldandi á skóhorni sem hún hefði séð hann slá A með í lærið auk þess sem hann hefði slegið hana kinnhest. Þá hefði X notað töng á fingur A. Hún kvað hafa verið tekið í hárið á henni og X hafi þá sagt að ef hún segði ekki hva r peningurinn væri myndi hann skera hárið af henni. Hún kvaðst ekki vita hver hefði skorið hár af A og í lok skýrslutökunnar kvaðst hún ekki vita hvort hár hefði verið skorið af henni. A hefði þá rankað við sér og beðið X að gera þetta ekki. C kvaðst hafa þurft að kasta upp, sem hún hefði gert og er hún var komin niður á hnén hefði Y staðið fyrir aftan hana og haldið í hárið á henni og á þessum tíma hefði Y lagt hníf að hálsi hennar. X hefði sagt við A að ef hún segði ekki frá þá myndi Y skera C á háls. Hní fnum hafi verið haldið að hálsi hennar stutta stund uns hann hafi verið lagður að kinn hennar. Hún kvaðst hafa tekið 16 hótanirnar alvarlega. Þau ákærði Y hefðu farið fram eftir þetta. Síðar hefði A legið á fatahrúgu og X settist ofan á hana svo hún hefði átt erfitt með að ná andanum. Á tímabili, er X sat á A, hefði Y staðið yfir henni, haldandi hamri á lofti yfir höfði A. Hún kvað þáverandi unnusta sinn stöðugt hafa hringt í sig meðan á þessu stóð. Hún hefði síðan svarað honum og sagst myndu koma. Hún hafi sí ðan farið fram með Y og hringt í fyrrum unnusta sinn, en fram kom hjá henni að hún myndi ekki vel tímasetningu í þessum hluta atburðarásarinnar. Hún kvað töng hafa verið notaða á fingur og tær A, en hún mundi ekki hver notaði töngina en hann minnti að það hefði verið X. Hún mundi að Y tók upp verkfæri, sem hún vissi ekki hvert var, og ætlaði að beita á tær A, en þeim X hefði tekist að koma í veg fyrir það. Á einum tímapunkti í atburðarásinni hafi X og A inni á baðherbergi og hafi vitnið þá þurft að komast þ ar inn. Er hún kom þangað hafi A hnigið grátandi niður og sagt að hún yrði að komast út. Er þær komu fram hafi A sagt að þær ætluðu að fara og þá hafi verið eins og ástandið hefði breyst og ákærðu verið sama. Eftir þetta hafi A og X farið aftur inn í herbe rgi og lokað að sér. Hún hafi spurt hvort hún mætti koma þangað inn en A sagt að hún ákveðið að snúa við og fara aftur í íbúðina, sem þær gerðu, og só ttu þangað símkort og fleira. Þá hafi X knúsað hana og beðið hana fyrirgefningar á því að hún hefði þurft að lenda í þessu. Spurð hvers vegna þær hefðu ekki farið út fyrr kvað hún ástæðuna þá að X hefði sagt að enginn færi út fyrr en búið væri að komast ti l botns í málinu. Hún hefði talið að Y væri að gæta hennar og passa upp á það að hún færi ekki. Spurð hvað þau Y hefðu gert þann tíma sem þau dvöldu í íbúðinni kvað hún þau hafa spjallað saman. Hún kvað ákærða Y ekki hafa ógnað sér fyrir utan að leggja hní finn að hálsi hennar. Þá kvaðst hún hafa sýnt Y tiltekin Facebook - samskipti í símanum. Þær A hefðu síðan farið á nálægt kaffihús, vinnustað A. Hún lýsti hræðslu sem kom yfir hana þarna. Þær A hefðu sagt að þær þyrftu að kæra það sem gerðist. Hún lýsti því er faðir hennar sótti hana stuttu síðar. Hún kvaðst hafa lesið vitnisburð sinn hjá lögreglu daginn fyrir skýrslutökuna fyrir dómi og þá hefðu smáatriði rifjast upp, en skýrsla sín hjá lögreglu væri rétt. Hún lýsti líðan sinni meðan á þessu stóð og afleiðin gum þess á líf sitt, m.a. vanlíðan, áhrifum á skólagöngu og fleira. Þá hafi hún leitað sér aðstoðar, sem hún lýsti. Vitnið I kvað A hafa greint sér frá því að þeim X hefði verið haldið í hátt í tólf klukkustundir, auk þess sem reynt hefði verið að klippa af fingri og tám, kyrkingartökum og pyntingaraðferðum beitt. X hefði verið annar maðurinn, en hún þekki ekki til hins. A hefði greint henni frá þessu sama dag, en þær A hefðu verið vinnufélagar. Vitnið K lýsti því er C, þáverandi unnusta hans, hitti vinkon u sína á þessum tíma. Hann hefði ítrekað reynt að hringja í hana um nóttina en hún hefði ekki svarað. Loks hefðu hún svarað en verið ólík sjálfri sér í símanum og beðið um að hún yrði látin í friði. Hann kvaðst hafa skynjað að ekki væri allt með felldu og haldið áfram að hringja og hún svaraði einu sinni og beðið hann að láta sig í friði. Hann lýsti því er hann sá að C hafði árangurslaust reynt að hringja í hann og hann hefði þá haft samband við hana. Hún hefði þá greint honum frá því að kærasti vinkonu hen nar hefði svipt hana frelsi og henni hefði verið hótað. Annar maðurinn hefði vaktað C svo hún kæmist ekki út, meðan hinn maðurinn hefði gengið í skrokk á A. Er hann hitti C síðar þennan dag hefði hún greint frá því að vinkona hennar hefði verið pyntuð með klemmum og skóhorni. Þá hefði annar aðilinn hótað C með því að leggja hníf að hálsi hennar og hótað að skera ef A segði ekki hvar peningar væru sem höfðu horfið. Hann kvað C hafa verið í sjokki er hann hitti hana síðar þennan dag. Vitnið L, móðir C, kvað C hafa hringt upp úr klukkan ellefu að morgni 27. júní 2016 og greint frá því grátandi að fljótlega eftir SMS - samskipti þeirra mæðgna, um klukkan fjögur um nóttina, hefði X og Y haldið þeim A föngnum og pyntað A með því að kremja hana, troða upp í hana skóh orni, reyna að klippa af henni tær og fingur, auk þess að hafa haldið að hálsi C hníf og hótað að hún yrði skorin á háls ef A greindi ekki frá því hvar peningar sem saknað var væru. Þá greindi hún frá því að hamri hefði verið haldið að höfði A og hótað að hann yrði notaður á hana segði hún ekki frá. Fram kom að C hefði verið í áfalli, en hún var stödd á þáverandi vinnustað A. Hún hringdi í eiginmann sinn sem sótti C síðar. Hún lýsti vanlíðan C og áhrifum þessa atburðar á hana og að hún væri enn að vinna úr því sem gerðist. 17 Vitnið M, faðir C, lýsti því er hann sótti hana á kaffihús þar sem þær A voru staddar að morgni 27. júní 2016. C hefði verið grátandi og greint frá því sem gerðist og sagt að henni hefði verið haldið nauðugri, auk þess sem A hefði verið py ntuð og ákærði Y hefði lagt hníf að hálsi hennar og skorið í hárið á henni. Hann lýsti slæmri líðan C eftir þetta, auk aðstoðar sem hún hefði notið og væri enn í gangi. Vitnið N kvaðst þekkja ákærða X vel og kannast við A. Hann lýsti samskiptum þeirra ákær ða og X og A, sem honum var kunnugt um eftir atburðinn sem í ákæru greinir. Þá hafi hann lánað ákærða X peninga fyrir um hálfu ári, en peningana hafi ákærði notað til að lána A fyrir flugfari. Fyrir liggur sálfræðivottorð, dagsett 9. febrúar 2018, fyrir C. O sálfræðingur ritaði vottorðið sem hún skýrði og staðfesti fyrir dómi. Vitnið P kvaðst hafa verið með ákærða Y í bifreið á þeim tíma sem í ákæru greinir og þeir hefðu verið með fullt af dóti sem nota átti í skiptum fyrir dóp, eins og vitnið bar. Þeir hef í því skyni að fá fíkniefni og greiða með mununum sem þeir voru með. P kvaðst hafa beðið fyrir utan húsið eftir að ákærði Y fór þar inn og hafa rekið á eftir honum og Y komið út tvisvar sinnum meðan á dvölinni þarna stóð. að lokum eftir samtal við Y. Vitnið Q kvaðst þekkja ákærða X og A. Hann kvaðst hafa hitt þau saman fyrir stuttu, eða sl. vor, auk þess sem hann hefði hitt A á hei mili ákærða í veislu. Hann kvað það hafa komið sér á óvart og því hefði hann spurt ákærða X hvað A væri að gera á staðnum og þá hefði ákærði sagt honum að A hefði játað fyrir sér að það sem hún hefði sagt um málið væri ekki satt og að hún ætlaði að leiðrét ta það og þau hefðu virst perluvinir. Fyrir liggur læknisvottorð, dagsett 28.6.2016, fyrir A. R sérfræðilæknir ritaði vottorðið. Í vottorðinu segir um greiningar á A að greinst hafi mar á læri, mar á öxl og upphandlegg, opið sár á tá(m) án skaða á nögl og opið sár á vör og munnholi. R sérfræðilæknir skýrði vottorðið og staðfesti fyrir dómi, og kvað áverkana sem greindust geta samrýmst frásögn A af því sem gerðist. Niðurstaða ákæruliðar 1 Ákærðu neita báðir sök. Að mati dómsins er efnislýsing þessa ákærulið ar óskýr og ruglingsleg. Í ákærunni er svofelldur kafli: ,,fyrir eftirfarandi brot gegn almennum hegningarlögum, framin í félagi aðfaranótt og að morgni mánudagsins ðu báðum fyrir frelsissviptingu og hótanir og að auki á hendur Y fyrir líkamsárás og á hendur X fyrir stórfellt brot í nánu sambandi, með því að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð A, með ofbeldi, hótunum og frelsissviptingu, sem hér grein Samkvæmt þessu beinast brotin sem þarna greinir gegn A einni. Það er að hluta í andstöðu við það sem síðar er lýst í ákærunni og verður nú vikið að einstökum efnisatriðum ákæru varðandi hvorn ákærða um sig. Lýsing þeirra sem staddir voru í íbúðinni á þessum tíma er mjög ólík um margt og alveg ósamrýmanleg um sumt. Að mati dómsins er hluta skýringa á þessu að leita í fíkniefnaneyslu fólksins, eins og lýst hefur verið. Auk þess er langur tími liðinn frá þessum atburði. Að mati dómsins hefur annar vitni sburður en þeirra A og C ekki úrslitaáhrif varðandi niðurstöðuna um einstaka þætti ákærunnar og verður því ekki vikið frekar að þeim vitnisburði. Þótt vitnisburður þeirra A og C sé trúverðugur um margt er hann því marki brenndur að báðar voru undir áhrifu m fíkniefna og langur tími er liðinn frá atburðinum. Þá er tölvuskeytið sem rakið var og vitnið A sendi ákærða X til þess fallið að draga úr trúverðugleika vitnisburðar hennar. Ákærða X er gefið að sök að hafa tekið símann af C og hótað henni og A ítrekað líkamsmeiðingum og að hafa beitt A líkamsmeiðingum eins og lýst er í ákærunni. Sannað er með vitnisburði A og C, en gegn neitun ákærða X, að hann hafi hótað þeim líkamsmeiðingum. Í ákærunni er ákærða X gefið að sök að haf tekið símann af C en engin lýsi ng er á því hvort litið er á þetta sem sérstakt brot, enda getur þessi háttsemi ekki varðað við þau lagaákvæði sem lýst er í niðurlagi ákærunnar. Gegn neitun ákærða X er þetta ósannað og er hann sýknaður af þessu. 18 Vitnið A kvað ákærða X ekki hafa klipið s ig með töng í fingur en kvað ákærða Y hafa gert það. Samkvæmt þessu er ákærði X sýknaður af þeim hluta ákærunnar er varðar það að hafa klipið A með töng í fingur. Vitnið A kvað ákærða X hafa slegið sig með lófanum í andlitið en bar ekki um það að hann hefð i slegið hana öðruvísi en með lófanum. Hún bar hins vegar um það að hún hefði heyrt í verkfærakassa í íbúðinni, eins og lýst var. Vitnið C kvað ákærða X hafa slegið A kinnhest. Með vitnisburði A og C er sannað, gegn neitun ákærða X, að hann sló A með flötu m lófa, eins og lýst er í ákærunni. Gegn neitun ákærða er ósannað að hann hafi slegið A margsinnis með krepptum hnefa, skóhorni og/eða kylfu, eins og ákært er fyrir og er ákærði sýknaður af þeim hluta ákærunnar. Vitnisburður C um þetta dugir ekki til sakfe llingar gegn neitun ákæra. Vitnið A kvað ákærða X hafa sest ofan á sig og tekið sig kverkataki og einnig að ákærði hefði klippt í hárið á henni. Vitnið C kvaðst hafa séð ákærða X sitja ofan á eða yfir A, eins og rakið var, en hún vissi ekki hvort hárið var skorið af henni. Vitnið C bar ekki um að ákærði X hefði tekið A kverkataki og kvað A á einum stað í atburðarásinni hafa átt erfitt með að ná andanum. Gegn neitun ákærða X er ósannað að hann hafi ítrekað tekið A kverkataki og þrengt að og er ákærði sýknaðu r af þeim hluta ákærunnar. Þá er ósannað, gegn neitun ákærða X, að hann hafi skorið hár A og er ákærði sýknaður af þeim hluta ákærunnar. Ákærðu er báðum gefið að sök að hafa troðið peysu í og yfir munn A. Vitnið A kvað ákærða X hafa setið ofan á henni og t roðið peysu upp í hana. Ekki er annar vitnisburður um þetta. Gegn neitun ákærðu er þetta ósannað og eru þeir sýknaðir af þessum hluta ákærunnar. Ákærða Y er gefið að sök að hafa hótað A og C símleiðis eins og lýst er í ákærunni. Vitnin A og C báru báðar u m það að þetta hefði ekki átt sér stað. Ákærði Y er því sýknaður af þessum hluta ákærunnar. Ákærða Y er gefið að sök að hafa hótað stúlkunum líkamsmeiðingum og beitt ofbeldi eins og lýst er í ákærunni. Sannað er með vitnisburði A og C, en gegn neitun ákærð a Y, að hann hótaði báðum stúlkunum líkamsmeiðingum. Á sama hátt er sannað, gegn neitun ákærða Y, að hann greip í hárið á C og bar hníf að hálsi hennar og síðan að kinn. Vitnið C ber ein um hamarinn, eins og rakið var. Gegn neitun ákærða Y er ósannað að hann hafi hótað A með því að standa með hamar á lofti eins og lýst er í ákærunni og í þeim tilgangi sem þar er lýst. Ákærða Y er gefið að sök að hafa klipið með töng í tá A. Vitnið A kvað ákærða Y hafa klipið sig með töng í tá og fingur.Vitnið C kvað töng hafa verið notaða á tá og fingur A en mundi ekki hvor notaði töngina. Hana minnti að það hefði verið ákærði X. Af læknisvottorði A að dæma er líklegt að hún hafi verið klipin með töng. Engin rannsókn var gerð á töng sem lagt var hald á en það hefði e.t.v. getað varpað ljósi á þetta. Það hefur því að mati dómsins ekki verið upplýst í málinu hver er valdur að áverkanum á tá A. Ótraustur vitnisburður A um þetta dugir ekki til sakfellis gegn neitun ákærða Y og er hann því sýknaður af þessum hluta ákæru. Ákærðu er gefin að sök frelsissvipting sem hafi varað í fjórar til sex klukkustundir. Ákærðu neita því að hafa svipt stúlkurnar frelsi bentu á að þeim hefði verið frjálst að fara, sem þær gerðu, en komið sjálfviljugar til baka, eins og rakið var. Eins og rakið va r voru A og C undir áhrifum fíkniefna á þessum tíma og kann það að hafa skert dómgreind þeirra við mat á aðstæðum. Þær kunna hins vegar að hafa upplifað ástandið þannig að þeim væri ekki heimil för úr íbúðinni, og báru um það að fram hefði komið að engin f æri fyrr en kominn væri botn í peningamálin og að ákærðu hefðu stöðugt verið yfir þeim. Ákærðu er gefin að sök frelsissvipting svo varði við 1. mgr. 226. gr. almennra hegningarlaga. Ásetningur er saknæmisskilyrði samkvæmt þeirri grein. Þótt A og C hafi up plifað ástandið þannig að þær væru sviptar frelsi sínu er að mati dómsins ekki komin fram sönnun fyrir því af hálfu ákæruvaldsins, gegn eindreginni stutt u síðar, sem bendir ekki til frelsissviptingar. Samkvæmt þessu er ásetningur ákærðu til þess brots ósannaður og eru þeir báðir sýknaðir af því að hafa framið slíkt brot. Eins og rakið hefur verið er ákærði X sakfelldur fyrir að hafa slegið A með flötum ló fa, eins og rakið var, og hótað henni. Hótunin varðar við 233. gr. almennra hegningarlaga en það að slá hana með flötum lófa varðar við 1. mgr. 217. gr. sömu laga en ekki 1. mgr. 218. gr. b sömu laga. Brot ákærða Y varða við sömu lagaákvæði. 19 Ákæruliður 2 Kylfan sem hér um ræðir fannst við leit lögreglu á heimili ákærða á þeim tíma sem í ákæru greinir. Ákærði X neitar sök. Hann kvaðst ekki hafa haft þessa spýtu, sem hann kallað svo, í vörslum sínum. Niðurstaða ákæruliðar 2 Kylfan sem um ræðir fannst við leit á heimili ákærða og er þannig sannað að ákærði haft kylfuna í vörslum sínum greint sinn og hefur með því gerst brotlegur við þau ákvæði vopnalaga sem í ákæru greinir. Ákæra dagsett 18. september 2018 Sannað er með skýlausri játningu ákærða og með ö ðrum gögnum málsins að ákærði hafi gerst sekur um háttsemina sem lýst er í ákæruliðum I.2, I.4, I.7, I.8 og II.1 og eru brot hans samkvæmt þessum köflum ákæru rétt færð til refsiákvæða í ákærunni. Skírskotað er til ákærunnar um lýsingu málavaxta vegna þes sara ákæruliða. Ákæruliður I.1 Ákærði neitar sök og neitar að hafa farið inn í bifreiðina, en játar að hafa notað lykilinn. Hann kvaðst hvorki muna hvar né hvenær hann tók bensínlykilinn. Hann kvaðst ekki hafa velt því fyrir sér hvort lykillinn væri lögle ga í vörslum sínum. Hann muni þetta ekki. mundi ekki hvenær hún notaði kortið síðast. Hún kvað kortið hafa verið tekið úr bifreiðinni er farið var in n í hana inn um glugga. Niðurstaða ákæruliðar I.1 Sannað er með játningu ákærða að hann notaði bensínútektarlykilinn eins og í ákæru greinir. Ákærði kvaðst muna þetta illa og ekki muna hvar eða hvenær hann tók lykilinn. Framburður ákærða um þetta er ótrú verðugur. Sannað er með játningu ákærða að hluta, þ.e. um notkun lykilsins, og með vörslum hans á lyklinum og með vitnisburði D að ákærði hafi stolið lyklinum úr bifreiðinni svo sem í ákæru greinir. Er samkvæmt þessu sannað að ákærði hafi gerst sekur um há ttsemina sem í þessum ákærulið greinir og eru brot hans rétt færð til refsákvæða í ákærunni. Ákæruliður I.3 Ákærði játar notkun kortanna en kannast ekki við að hafa farið inn í skrifstofuna. Ákærði kvaðst ekki muna eftir þessu og ekki muna hvar hann fékk munina sem um ræðir og ekki vita hvort hann hafi fengið þá löglega í vörslur sínar. Hann hafi ekki skýringar á vörslunum. Vitnið E kvað mununum sem í ákæru greinir hafa verið stolið úr jakkavasa sínum af kaffistofu a. Hann sá ekki hver stal mununum. Niðurstaða ákæruliðar I.3 Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að hann notaði, án heimildar, greiðslukortið eins og lýst er í ákærunni. Ákærði hafði engar skýringar á vörslum sínum á greiðslukortinu. Framburður ákærða um þetta er ótrúverðugur. Sannað er með játningu ákærða að hluta, þ.e. með vörslum og um notkun kortsins, en gegn neitun að hluta, og með vitnisburði E, að ákærði hafi stolið verðmætunum á þeim stað og tíma sem í ákæru greinir og eru brot hans rétt færð til refsákvæða í ákærunni. Ákæruliður I.5 Ákærði neitar sök. Hann kvaðst hafa verið illa staddur og minningar frá þessum tíma væru í móðu og hann gæti ekki fullyrt og vissi því ekki hvort hann tók bílinn sem um ræðir. Fyrir liggja myndir úr eftirlitsmyndavél sem sýna mann fyrir utan verslun 10 - 11 á þessum tíma. Ákærði var spurður hvort hann væri maðurinn á myndunum og kvaðst hann ekki telja það og ekki kannast við 20 úlpuna sem maðurinn klæddist. Akstursnótur fundust í bílnum, sem tengjast ák ærulið I.6. Ákærði gat ekki útskýrt tilvist akstursnótanna eða greiðslukvittananna. Vitnið B kvaðst hafa verið tekin með ákærða í bílnum á þessum tíma. Hún kvaðst ekki vita hver hefði átt bifreiðina en ákærði hefði sagst hafa bílinn að láni. Spurð um muni na í bifreiðinni kvaðst hún ekki muna eftir þeim. Þau ákærði Y hafi verið handtekin í Mjóddinni, þangað sem þau komu að heiman og Y ók, og bifreiðin hafi verið þar í stæði er þau voru handtekin. Við skýrslutöku hjá lögreglu greindi B svo frá að Y hefði sót t hana á bílnum deginum áður og þá verið í bílnum barnastóll og barnavagn, en munirnir hefðu verið horfnir úr bílnum daginn eftir. Hún mundi þetta ekki, en kvað framburð sinn hjá lögreglu um þetta réttan. Hún kvað sig hafa grunað að bifreiðin væri stolin v egna viðbragða Y er hann sá til lögreglunnar. Vitnið staðfesti að myndir meðal gagna málsins, úr eftirlitsmyndavél úr versluninni 10 - 11, væru af ákærða. Vitnið F kvaðst hafa stansað í verslun 10 - hann kom út hafi bifreiðin verið horfin. Hann lýsti því er haft var samband við verslunina til að athuga með upptöku úr eftirlitsmyndavél, en vitnið hafði áður veitt athygli manni fyrir utan verslunina er hann fór þangað inn. Hann hafi séð ákærða í Mjóddin ni er ákærði var handtekinn, en hann vissi ekki hvort þetta var sami maðurinn og hann hafði áður séð fyrir utan verslun 10 - 11. Úr bifreiðinni hafi verið stolið verkfæratösku með tveimur borvélum, barnabílstól og festingu og kerru. Hann vísaði í myndir úr e ftirlitsmyndavél. hefði áður verið stolið frá bróður vitnisins. Lögreglan hefði komið og handtekið mann, en vitnið hafði bent lögreglunni á í hvaða átt ökumaðurinn hafði farið. Vitnið T lögreglumaður kvað tilkynningu hafa borist um að stolið ökutæki væri fundið og að bifreiðin væri í Mjóddinni, en þangað fór lögreglan. Tilkynnandi hefði þá komið til lögreglu og bent á karl og konu sem stóðu við Íslan dsbanka og í ljós hefði komið að þau höfðu verið á bifreiðinni, að sögn konunnar. Niðurstaða ákæruliðar I.5 Ákærði neitar sök. Hann kvaðst ekki geta fullyrt um þetta og vissi því ekki hvort hann tók bílinn sem um ræðir. Sannað er með myndum úr eftirlitsmy ndavél verslunarinnar 10 - 11 sem sýna ákærða við verslun 10 - 11 áður en bifreiðinni var stolið, með vitnisburði B hjá lögreglu og með vitnisburði F og með öðrum gögnum málsins, gegn neitun ákærða þótt hann muni þetta ekki, að hann hafi gerst sekur um háttsem ina sem hér er ákært fyrir og er brot ákærða rétt fært til refsiákvæðis í ákærunni. Ákæruliður I.6 Ákærði neitar sök en kvaðst ekkert muna frá þessum tíma. Vitnið U lögreglumaður kvaðst ekki muna eftir málinu nú en vísaði til frumskýrslu sem hann staðfes ti. Vitnið g kvað hafa verið hringt í sig eftir að íbúi í húsinu heyrði brothljóð úti. Vitnið fór út og kom að - tæki, ökunótum og peningabuddu. Hann hafi ekki fengið þessa muni ti l baka. Vitnið V kvaðst hafa vaknað á þeim tíma sem í þessum ákærulið greinir og séð station - bifreið fyrir utan húsið og bifreiðinni hefði verið ekið í burtu. Hann kvaðst hafa séð karlmann fyrir utan bíl föður síns. Þeir feðgar hafi farið út en lögreglan komið stuttu síðar. Niðurstaða ákæruliðar I.6 Ákærði neitar sök. Engin vitnisburður sem dugir til sakfellingar ákærða gegn neitun hans liggur fyrir um þetta sakarefni. Ber samkvæmt þessu að sýkna ákærða af þessum ákærulið. Ákæruliður II.2 Ákærði mundi e ftir að hafa verið í bifreiðinni en kvaðst ekki muna hvort þeirra B ók greint sinn. Hann vissi ekki hver neysla hans var og hvort hann neytti fíkniefna fyrir eða eftir aksturinn. Vitnið B mundi eftir þessu og kvaðst hafa verið í bílnum meðan ákærði braut bílrúðu við Holtagarða, sbr. ákærulið I.4. Ákærði hafi síðan ekið bifreiðinni þaðan en hún kvað bæði hafa verið undir áhrifum fíkniefna. 21 Vitnið AA kvaðst hafa verið á bílaplaninu í Holtagörðum og þá séð karlmann brjótast inn í bíl þar og taka eitthvað það an. Maðurinn hefði síðan farið inn í annan bíl og ekið hratt í burtu, en kona hefði setið í farþegasætinu frammi í bifreiðinni. Hún gaf lögreglunni upp bílnúmerið. Vitnið BB kvaðst hafa séð mann standa á bílaplaninu, haldandi á hjólatjakk og brjóta með hon um rúðu í bíl, en bifreið mannsins hefði verið lagt við hliðina á bifreiðinni sem brotist var inn í og kona setið í farþegasætinu frammi í. Vitnið CC lögreglumaður lýsti því er lögreglan fór á vettvang eftir að tilkynning barst um innbrot í bílinn sem um ræðir. Vitni gaf upp bílnúmer ökutækisins sem ekið var frá vettvangi. Eftir þetta fór lögreglan að lögheimili skráðs eiganda þeirrar bifreiða r og handtók ákærða og flutti á lögreglustöð í þágu rannsóknar vegna gruns um akstur undir áhrifum. Vitnið taldi 10 til 15 mínútur hafa liðið frá því að tilkynning um innbrotið í bílinn barst uns ákærði var handtekinn. Vitnið DD lögreglumaður fór á vettva ng í Holtagörðum. Á meðan lögreglan var þar hefðu lögreglumenn á annarri bifreið fundið bifreiðina sem ekið var af vettvangi og handtekið ákærða vegna gruns um akstur undir áhrifum og innbrot í bílinn sem um ræðir. Fyrir liggur matsgerð Rannsóknarstofu í l yfja - og eiturefnafræði, dagsett 29. nóvember 2016. Vitnið EE Niðurstaða ákæruliðar II.2 Ákærði gat ekki með vissu borið um aksturinn eða fíkniefnaneyslu sína á þessum tíma. Vitnið B bar að - og eiturefnafræði, kvaðst ekki geta sagt til um það hvenær efnanna var neytt. Með vísan til þessa er engu hægt að slá föstu um fíkniefnaneyslu ákærða á þessum tíma, hvort hann var undir áhrifum á þá hversu miklum. Ber því að sýkna ákærða af þessum ákærulið. Ákærði Y hefur frá árinu 2004 hlotið fimm refsidóma fyrir þjófnað, gripdeild, hylmingu, nytjastuld og umferðar - og fíkniefn alagabrot. Síðasti refsidómurinn er frá 18. maí 2015. Hann hefur á sama tímabili gengist undir þrjár lögreglustjórasáttir fyrir umferðar - og fíkniefnalagabrot. Refsing ákærða er ákvörðuð með hliðsjón af 77. gr. almennra hegningarlaga og þykir þannig hæfile ga ákvörðuð fangelsi í 12 mánuði. Ákærði Y er nú í þriðja sinn innan ítrekunartíma fundinn sekur um brot gegn 45. gr. a umferðarlaga. Með til þess og til tilvitnaðra ákvæða umferðarlaga í ákærum frá 22. mars 2018 og 18. september 2018 ber að svipta ákærða Y ökurétti ævilangt frá birtingu dómsins að telja. Ákærði X hefur frá árinu 2004 hlotið fimm refsidóma fyrir tollalagabrot, umferðar - og fíkniefnalagabrot, líkamsárás og umboðssvik. Hann hefur á sama tíma gengist undir sex lögreglustjórasáttir fyrir umferð ar - og fíkniefnalagabrot og eina viðurlagaákvörðun fyrir umferðarlagabrot. Síðasti refsidómur ákærða X er frá 2. febrúar 2015, 60 daga skilorðsbundinn fangelsisdómur til tveggja ára fyrir fíkniefna - og tollalagabrot. Með brotunum sem núi er sakfellt fyrir hefur hann rofið skilorð þessa dóms og er hann dæmdur upp og ákærða gerð refsing í einu lagi, sbr. 60. og 77. gr. almennra hegningarlaga. Þykir refsing ákærða X þannig hæfilega ákvörðuð fangelsi í 5 mánuði. Með vísan til 1. mgr. 37. gr. vopnalaga skal ákær ði X sæta upptöku á grárri kylfu sem lagt var hald á undir rannsókn málsins Langur tími er liðinn frá því ákærðu frömdu brot sín. Hvorugur þeirra verður sakaður um dráttinn á málinu. Að þessu virtu þykir eftir atvikum rétt að fresta fullnustu refsingar ákæ rða X skilorðsbundið og refsingu ákærða Y skilorðsbundið að hluta eins og í dómsorði greinir. Bótakröfu F fylgja engin gögn til stuðnings einstökum kröfuliðum. Krafan er ódómtæk er ber að vísa henni frá dómi. Í samræmi við niðurstöðu ákæruliðar I.6 ber a ð vísa bótakröfu G frá dómi. A á rétt á miskabótum úr óskipt úr hendi ákærðu á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þykja miskabæturnar til hennar hæfilega ákvarðaðar 400.000 krónur auk vaxta svo sem í dómsorði greinir. Þá 22 greiði ákærðu óskipt 906 .440 króna réttargæsluþóknun Ómars Arnar Bjarnþórssonar lögmanns, skipaðs réttargæslumanns A. Af niðurstöðu sakarefnis á hendur ákærða X leiðir að hann verður ekki dæmdur til að greiða C miskabætur. C á hins vegar rétt á miskabótum úr hendir ákærða Y á gr undvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þykja miskabæturnar til hennar hæfilega ákvarðaðar 400.000 krónur auk vaxta svo sem í dómsorði greinir. Þá greiði ákærði Y 906.440 króna réttargæsluþóknun Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns, skipaðs réttargæs lumanns C. Ákærðu greiði óskipt 210.900 króna sakarkostnað. Ákærði Y greiði 376.379 króna sakarkostnað. Ákærði Y greiði ¾ hluta 1.985.240 króna málsvarnarlauna Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns á móti ¼ hluta sem greiðist úr ríkisjóði. Ákærði X greið i helming 1.970.980 króna málsvarnarlauna Oddgeirs Einarssonar lögmanns á móti helmingi sem greiðist úr ríkisjóði. Þá greiði ákærði X og ríkissjóður í sömu hlutföllum 254.200 króna málsvarnarlaun Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns fyrir vinnu í þágu ákæ rða X undir rannsókn málsins Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir aðstoðarsaksóknari flutti málið fyrir ákæruvaldið. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærði, Y, sæti fangelsi í 12 mánuði. Fresta skal fullnustu 9 mánaða af refsivist ákærða Y skilorðsbundið í 2 ár frá birtingu dómsins að telja og falli sá hluti refsingarinnar niður að þeim tíma liðnum haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarl aga, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærði Y skal sviptur ökurétti ævilangt frá birtingu dómsins að telja. Ákærði, X, sæti fangelsi í 5 mánuði. Fresta skal fullnustu refsingar ákærða X skilorðsbundið í 2 ár frá birtingu dómsins að telja og falli refsingin niður að þeim tíma liðnum haldi hann almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Upptæk er dæmd grá kylfa lagt var hald á undir rannsókn málsins Bótakröfum F og G er vísað frá dómi. 00 krónur í miskabætur, auk vaxta skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 27. júní 2016 til 14. júlí 2018, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Þá greiði ákærðu óskipt 906.440 kró na réttargæsluþóknun Ómars Arnar Bjarnþórssonar lögmanns, skipaðs réttargæslumanns A. og verðtryggingu frá 27. júní 2016 til 14. júlí 2018, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Þá greiði ákærði Y 906.440 króna réttargæsluþóknun Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns, skipaðs réttargæslumanns C. Ákærðu greiði óskipt 210.900 króna sakarkostnað. Ákærði Y gre iði 376.379 króna sakarkostnað. Ákærði Y greiði ¾ hluta 1.985.240 króna málsvarnarlauna Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns á móti ¼ hluta sem greiðist úr ríkisjóði. Ákærði X greiði helming 1.970.980 króna málsvarnarlauna Oddgeirs Einarssonar lögmanns á móti helmingi sem greiðist úr ríkisjóði. Þá greiði ákærði X og ríkissjóður í sömu hlutföllum 254.200 króna málsvarnarlaun Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns fyrir vinnu í þágu ákærða X undir rannsókn málsins.