LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 16. október 2020. Mál nr. 136/2019 : Ákæruvaldið (Marín Ólafsdóttir saksóknari ) gegn X (Guðmundur Ágústsson lögmaður , Haukur Freyr Axelsson lögmaður, 2. prófmál ) ( Einar Gautur Steingrímsson réttargæslumaður) Lykilorð Kynferðisbrot. Börn. Skilorð. Miskabætur. Útdráttur X var ákærður fyrir kynferðisbrot samkvæmt 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og 1. mgr. 202. gr. sömu laga með því að hafa beitt A nánar tilgreindu ofbeldi og ólögmætri nauðung og haft samræði við hana án samþykkis og gegn vilja hennar. Í dómi Landsréttar var skírskotað til þess að X hefði ávallt neitað sök í málinu og fullyrt að hann hefði haft samfarir við A með samþykki hennar. Var framburður X metinn trúverðugur og það sama gilti um framburð A, en hún neitaði eindregið að vilji hennar hafi staðið til þess að hafa samfarir við X í umrætt sinn, heldur hafi hann þröngvað henni til þeirra. Í dómi réttarins kom fram að engin vitni hefðu verið að þessum samskiptum þeirra og stæði því orð ge gn orði um hvernig atvikum hefði verið háttað. Til að unnt væri að byggja sakfellingu á framburði brotaþola þyrfti hann að fá næga stoð í framburði annarra vitna eða öðrum sönnunargögnum. Leit rétturinn til þess að framburður vitna, vottorð og skýrslur sér fræðinga væru einvörðungu byggð á endursögn A af því sem gerðist og væri ekki til að dreifa öðrum sýnilegum sönnunargögnum sem studdu framburð A. Með vísan til þess var ekki talið, gegn eindreginni neitun ákærða, að sannað væri svo að hafið væri yfir skyns amlegan vafa að X hefði gerst sekur um brot gegn 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga. Í málinu var X sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga enda lá fyrir játning hans um þá vitneskju að A hefði verið 14 ára gömul þegar atvik málsins áttu sér stað en þau voru kærustupar um þriggja til fjögurra mánaða skeið. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að er atburðir málsins gerðust vantaði A tæpa tvo mánuði í að verða 15 ára og X var rétt tæplega 17 ára. Ekkert væri fram komið se m benti til þess að áberandi þroskamunur hefði verið á milli þeirra. Með vísan til síðari málsliðar 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga var refsing X færð niður fyrir lögbundið refsilágmark þeirrar háttsemi sem hann hafði verið sakfelldur fyrir og ákvö rðun refsingar hans frestað skilorðsbundið í tvö ár. Þá var X gert að greiða A miskabætur . 2 Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson , Kristbjörg Stephensen og Þorgeir Ingi Njálsson . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 5. febrúar 2019 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjaness 23. janúar 2019 í málinu nr. S - /2018 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. 3 Ákærði krefst aðallega sýknu af háttsemi, sem í ákæru er talin varða við 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en að refsing vegna annarra sakargifta verði ákveðin eins væg og lög leyfa. Til vara krefst hann refsimildunar. Þá krefst hann þes s aðallega að einkaréttarkröfu brotaþola verði vísað frá dómi en til vara að hún verði lækkuð. 4 Af hálfu brotaþola, A , er þess krafist að ákærði greiði henni miskabætur að fjárhæð 2.500.000 krónur ásamt þeim vöxtum sem greinir í hinum áfrýjaða dómi. Málsat vik og sönnunarfærsla 5 Málsatvikum og framburði ákærða og vitna fyrir héraðsdómi er skilmerkilega lýst í hinum áfrýjaða dómi. 6 Við aðalmeðferð málsins í Landsrétti voru spilaðar í heild upptökur í hljóði og mynd af framburði ákærða og brotaþola í héraði. Nið urstaða 7 Með hinum áfrýjaða dómi var ákærði sýknaður af þeirri háttsemi að hafa tekið um háls brotaþola, slegið höfði hennar við vegg og handleikið hníf í því skyni að hræða eða ógna henni. Ákæruvaldið unir þeirri niðurstöðu og kemur hún ekki til endurskoð unar fyrir Landsrétti. 8 Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir á ákæruvaldinu sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag. Samkvæmt 109. gr. laganna metur dómari hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði v efengd með skynsamlegum rökum, sé komin fram um hvert það atriði er varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti. Tekur matið meðal annars til þess hvaða sönnunargildi skýrsla ákærða eigi að hafa sem og skýrslur vitna. 9 Ákærði hefur ávallt neitað sök í málin u og fullyrt að hann hafi haft samfarir við brotaþola með samþykki hennar. Hann hafi læst þau inni í herberginu til að tryggja að yngri systur brotaþola kæmu ekki inn og trufluðu þau, svo sem þær hefðu átt til að gera. Hann hafi verið búinn að afhenda brot aþola lykilinn að herberginu nokkru áður en að þau höfðu samfarir. Hefur framburður hans fyrir dómi og hjá lögreglu verið staðfastur og er hann metinn trúverðugur. Hið sama gildir um framburð brotaþola en 3 hún hefur eindregið neitað því að vilji hennar hafi staðið til þess að hafa samfarir við ákærða í umrætt sinn, heldur hafi hann þröngvað henni til þeirra þar sem hún var læst inni með honum. Eru í öllu falli engin efni til að gera greinarmun á framburði þeirra hvað þetta varðar sem sé ákærða í óhag. Engin vitni voru að þessum samskiptum þeirra og stendur því orð gegn orði um hvernig atvikum var háttað. 10 Til að unnt sé að byggja sakfellingu á framburði brotaþola þarf hann að fá næga stoð í framburði annarra vitna eða öðrum sönnunargögnum í málinu. Til þess er að líta að framburður vitna, sem báru um að brotaþoli hefði skýrt þeim frá ætluðu broti ákærða, var einvörðungu byggður á endursögn brotaþola af því sem gerðist. Vottorð og skýrslur sérfræðinga, sem lögð hafa verið fram í málinu, eru sama marki brennd. Ek ki er til að dreifa öðrum sýnilegum sönnunargögnum sem styðja framburð brotaþola. 11 Með vísan til þess sem að framan er rakið verður ekki talið, gegn eindreginni neitun ákærða, að sannað sé svo að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að hann hafi gerst sekur um b rot gegn 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga. 12 Samkvæmt 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga varðar það fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum að hafa samræði eða önnur kynferðismök við barn yngra en 15 ára. Ákærði hefur játað að hafa vitað að brotaþoli væri 14 ára gömul þegar atvik málsins áttu sér stað en þau voru kærustupar um þriggja til fjögurra mánaða skeið. Hefur ákærði með háttsemi sinni brotið gegn ákvæðinu. 13 Samkvæmt síðari málslið 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga má lækka re fsingu eða láta hana falla niður ef gerandi og þolandi eru á svipuðum aldri eða þroskastigi. Er atburðir þessir gerðust vantaði brotaþola tæpa tvo mánuði í að verða 15 ára og ákærði var rétt tæplega 17 ára. Ekkert er fram komið sem bendir til þess að ábera ndi þroskamunur hafi verið á milli þeirra. Þykir að þessu virtu mega færa refsingu ákærða niður fyrir lögbundið refsilágmark þeirrar háttsemi sem hann hefur verið sakfelldur fyrir. Samkvæmt þessu og að öllum atvikum málsins virtum þykir rétt að fresta skil orðsbundið ákvörðun refsingar ákærða svo sem nánar greinir í dómsorði. 14 Samkvæmt b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 er heimilt að láta þann, sem ábyrgð ber á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns, greiða miskabætur til þess sem misgert var við. Í broti ákærða fólst ólögmæt meingerð í garð brotaþola, sem eins og áður segir var 14 ára þegar atvik gerðust. Að því virtu og að gættum atvikum máls þessa verða brotaþola dæmdar 400.000 krónur í miskabætur með vöxtum eins og dæmdir voru í héraði. 15 Sakarkostnaður eins og hann var ákveðinn í hinum áfrýjaða dómi verður felldur á ríkissjóð. 16 Allur áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða og þóknun skipaðs réttargæsluman ns sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. 4 Dómsorð: Ákvörðun refsingar ákærða, X , er frestað og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. alme nnra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði brotaþola, A , 400.000 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 10. febrúar 2017 til 22. júlí sama ár en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi ti l greiðsludags. Sakarkostnaður eins og hann var ákveðinn í héraði greiðist úr ríkissjóði. Áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun verjanda ákærða, Guðmundar Ágústssonar lögmanns, 917.600 krónur, og þóknun réttargæslu manns brotaþola fyrir Landsrétti, Einar s Gauts Steingrímssonar lögmanns, 275.280 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness miðvikudaginn 23. janúar 2019 Mál þetta, sem dómtekið var 28. nóvember 2018, höfðaði héraðssaksóknari með ákæru 31. maí 2018 á hendur ákærða, X, kt. [...], [...], Reykjavík; [...], þegar A var 14 ára gömul, beitt A ofbeldi og ólögmætri nauðung með því að læsa sjálfan sig og A inni í h erbergi A og neita að opna þrátt fyrir að hún bæði hann um það, á meðan þau dvöldu í herberginu handleikið hníf sem ákærði hafði haft meðferðis þar til A náði hnífnum af honum, tekið um háls A, slegið höfði hennar við vegg, haldið henni niðri í rúmi hennar og í framhaldi haft samræði við A án samþykkis og gegn vilja hennar en A þorði ekki að veita ákærða mótspyrnu né kalla eftir hjálp á meðan á samræðinu stóð þar sem hún óttaðist ákærða vegna fyrra framferði hans og taldi að engin fullorðinn væri heima. Tel st háttsemi þessi varða við 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Af hálfu B, kt. [...], fyrir hönd ólögráða dót tur hans, A kt. [...], er krafist miskabóta úr hendi ákærða að fjárhæð 2.500.000, - krónur auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 10. febrúar 2017 þar til mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfunnar, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist greiðslu þóknunar réttargæslumanns úr hendi ákærða að mati dómara eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikning, að viðbættum virðisaukaskatti á réttargæsluþóknun. Kröfur ákærð a í málinu eru þær aðallega að hann verði sýknaður af kröfum ákæruvalds. Til vara krefst ákærði þess að honum verði gerð sú vægasta refsing sem lög leyfa. Hvað bótakröfu brotaþola varðar krefst ákærði þess aðallega að kröfunni verði vísað frá dómi en til v ara að krafan verði lækkuð verulega. Þá krefst verjandi ákærða hæfilegrar þóknunar sér til handa sem greiðist úr ríkissjóði. I Með bréfi 3. mars 2017 fór Fjölskyldusvið [...] fram á það við lögreglu að hafin yrði rannsókn á meintu kynferðisbroti ákærða geg n brotaþola. Í bréfinu kom fram að ákærði og brotaþoli hefðu átt í sambandi í skamman tíma áður en meint brot var framið. Atvik máls hefðu átt sér stað heima hjá brotaþola að loknum skóladegi, en ákærði hefði beðið brotaþola þar er hún kom heim úr skóla. 5 F aðir brotaþola, B, gaf skýrslu hjá lögreglu 14. mars 2017 vegna málsins. Hjá honum kom fram að brotaþoli hefði fyrst greint vinkonum sínum, C og D, frá meintu broti ákærða. Þær hefðu lagt hart að brotaþola að segja kennara þeirra frá atvikinu, sem hún hefð i síðan gert. Kennarinn hefði í framhaldinu haft samband við föður brotaþola og upplýst hann um málið. Við skýrslugjöf sína hjá lögreglu hafði faðir brotaþola meðal annars eftir dóttur sinni að ákærði hefði óvænt beðið eftir henni þegar hún kom heim úr skó lanum. Allt hefði verið í góðu þeirra á milli framan af en þegar brotaþoli hefði sagt ákærða að hún hefði ekki áhuga á að byrja með honum aftur hefði fas hans breyst. Ákærði hefði á einhverjum tímapunkti læst herberginu sem þau voru í og neitað að láta bro taþola fá lykilinn. Ákærði hefði viljað að þau svæfu saman en brotaþoli neitað. Ákærði hefði haldið henni niðri, hún orðið hrædd og á endanum hefði hún látið undan þrýstingi og sofið hjá ákærða með því skilyrði að hann færi að því loknu. Eftir að hafa hlýt t á frásögn brotaþola hefði B hafa farið með stúlkuna á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. Samkvæmt framlagðri skýrslu E læknis var við skoðun á neyðarmóttöku 17. febrúar 2017, viku eftir að atvik máls gerðust, eng a áverka að sjá á líkama brotaþola. Þá kvaðst brotaþoli aðspurð hvergi finna til. Í móttökuskýrslu Fl hjúkrunarfræðings kemur fram að brotaþoli hafi sagt að ákærði hefði tekið hana hálstaki. Enga áverka hafi verið að sjá við skoðun sem framkvæmd hafi verið við komu brotaþola á neyðarmóttökuna. Ákærði gaf skýrslu vegna málsins fyrir lögreglu 29. mars 2017. Í skýrslu ákærða kom fram að hann hefði hitt brotaþola fyrir utan heimili hennar umrætt sinn. Þau hefðu farið inn í herbergi brotaþola, en inn í herbergið sé gengið úr forstofu hússins. Ákærði sagði þau fljótlega hafa farið að rífast en ákærði hefði verið pirraður og reiður yfir því sem hann sagði hafa verið framhjáhald brotaþola. Meðan á rifrildinu stóð hefðu yngri systur brotaþola verið að ganga um útidyr nar og hefði ákærði því ákveðið að læsa herberginu svo þær myndu ekki ónáða hann og brotaþola. Á meðan þau rifust hefði brotaþoli krafið ákærða um lykilinn en hann neitað. Þegar þau hefðu verið orðin þreytt á að rífast og öskra hvort á annað hefðu þau sest niður í rúm brotaþola. Ákærði hefði síðan látið brotaþola fá lykilinn að herberginu og gefið henni færi á því að hún hrist hausinn. Brotaþoli hefði virst mjög óákveðin og hún ekki vitað hvað hún vildi. Þau hefðu eftir þetta rætt saman um stund á rólegum nótum og hefði ákærði síðan stungið upp á því að þau myndu stunda kynlíf einu sinni enn áður en þau héldu hvort í sína áttina. Brotaþoli hefði samþyk kt það og hún í kjölfarið klætt sig sjálf úr fötunum. Þau hefðu síðan haft kynmök og meðan á þeim stóð hefði ekkert í fari brotaþola gefið til kynna að hún væri þeim mótfallin. Að þeim loknum hefði ákærði klætt sig, brotaþoli opnað herbergisdyrnar fyrir ho num, þau faðmast og ákærði síðan farið. Ákærði gaf skýrslu að nýju hjá lögreglu 1. desember 2017. Kom þá meðal annars fram hjá ákærða að brotaþoli hefði ógnað honum með hnífi þegar hún hefði verið að reyna að fá hann til að afhenda sér herbergislykilinn sa mkvæmt áðursögðu. Brotaþoli hefði meðal annars borið hnífinn upp að hálsi ákærða. Hnífinn sagðist ákærði hafa verið með í úlpuvasa sínum fyrir tilviljun umrætt sinn. Hnífurinn hefði dottið úr vasanum þegar ákærði hefði kastað úlpunni út í horn í herberginu og brotaþoli í framhaldinu tekið hann upp. Tekin var skýrsla af brotaþola fyrir dómi í Barnahúsi vegna málsins 7. apríl 2017. Í skýrslu brotaþola kom fram að ákærði hefði um miðjan febrúarmánuð 2017, inni í herbergi brotaþola á heimili hennar, öskrað á h ana og tekið um háls hennar. Hann hefði síðan sleppt takinu með þeim afleiðingum að höfuð brotaþola hefði í kjölfarið káfað á brotaþola, fært sig úr fötunum, togað buxur brotaþola niður, sett á sig smokk og haft samfarir við brotaþola gegn hennar vilja. Kvaðst stúlkan hafa grátið meðan á samförunum stóð. Að þeim loknum hefði ákærði klætt sig aftur, hent smokknum og farið. Við rannsókn málsins tók lögregla skýrslur af móður brotaþola, kennara stúlkunnar og þremur vinkonum hennar. Rannsókn lögreglu lauk í mars 2018. Í kjölfarið gaf héraðssaksóknari út ákæru á hendur ákærða 5. apríl sama ár samkvæmt áðursögðu. 6 II Í skýrslu sinni við aðalmeðferð málsins lýsti til fjórar vikur jólin 2016. Hann og brotaþoli hefðu þá verið búin að vera saman í tvo til þrjá mánuði. Brotaþoli hefði verið 14 ára meðan að sambandið varði en ákærði 16 ára. Þau hefðu stundað ky nlíf á því tímabili og hefði brotaþoli upplýst móður sína um að svo væri. Á meðan ákærði var úti hefði hann frétt af framhjáhaldi brotaþola. Þegar hann hefði komið til baka hefði brotaþoli verið fjarlæg. Hinn 10. febrúar 2017 kvaðst ákærði hafa farið heim til brotaþola. Þau hefðu þá verið nýhætt saman. Dagana á undan hefði hann ítrekað verið búinn að krefja brotaþola svara um það með hverjum hún hefði haldið framhjá, án þess að fá við því svar. Tilganginn með heimsókninni sagði ákærði hafa verið að ræða sam band þeirra brotaþola og í raun að kveðja hana og hefði hann haft rósir og súkkulaði meðferðis. Ákærði kvaðst hafa gert boð á undan sér með því að senda brotaþola skilaboð, annað hvort með SMS - skilaboðum eða á Messenger - samskiptaforritinu. Þegar brotaþoli kom heim hefðu þau farið inn í herbergið hennar. Sérstaklega spurður út í það sem haft væri eftir honum í skýrslu hjá lögreglu, um að hann hefði hengt úlpuna sína upp áður en hann fór inn í herbergið, svaraði ákærði því til að það hefði hann venjulega gert þegar hann kom heim til brotaþola, oft til þess að gista, en í þetta skiptið hefði hann ekki hengt úlpuna upp frammi. Inni í herberginu hefðu hann og brotaþoli síðan rætt saman. Samtalið hefði fyrst verið á rólegum nótum en síðan hefðu þau farið að rífast . Þau hefðu bæði orðið mjög reið og rifrildið orðið hávært og staðið yfir í nokkurn tíma. Meðan á því stóð sagðist ákærði hafa læst þau inni. Tilganginn með því sagði ákærði hafa verið að tryggja að yngri systur brotaþola kæmu ekki inn og trufluðu þau, svo sem þær hefðu átt til að gera. Ákærði kvaðst hafa haft lykilinn á sér mestan tímann á meðan þau rifust. Fram kom hjá ákærða að meðan á rifrildinu stóð hefði hann farið úr úlpunni og kastað henni út í horn. Við það hefði hnífur sem var í einum úlpuvasanum dottið í gólfið. Hnífinn hefði brotaþoli tekið upp og lagt á kommóðu í herberginu. Ákærði sagði hníf þenn an vera þeirrar gerðar að hægt væri að hafa hann lokaðan þegar hann væri ekki í notkun. Þannig hefði hnífurinn verið í úlpuvasanum. Ákærði kvaðst hafa látið hnífinn eiga sig, enda hefði hann ekkert ætlað sér með hann þarna inni í herberginu. Spurður um ást æðu þess að hnífurinn var í vasanum svaraði ákærði því til að eftir að hann hóf að taka þunglyndislyf hefði hann oft farið inn skóg til að tálga. Það hefði róað huga hans mikið að fara út skóg nálægt þeim stað þar sem hann var í skóla og dvaldi hjá afa sín um og hlusta á niðinn í vatninu og tálga. Var á ákærða að skilja að þetta hefði vakið áhuga hans á hnífum og hann því eignast lítið hnífasafn. Þennan tiltekna hníf hefði ákærði verið nýbúinn að kaupa af félaga sínum og ætlað að hafa hann sem skrautmun uppi á hillu. Hann hefði ekki munað eftir hnífnum í úlpuvasanum fyrr en hann datt úr honum og í gólfið. Ákærði sagði brotaþola hafa krafist þess að hann afhenti henni lykilinn að herberginu. Hann hefði neitað og hún þá ítrekað reynt að ná lyklinum úr höndum h ans. Ákærði sagðist sjá núna að auðvitað hefði hann átt að afhenda brotaþola lykilinn. Er þarna var komið sögu kvaðst ákærði hafa verið orðinn hálf raddlaus eftir rifrildið og alveg búinn á því. Hann hefði því lagst niður í rúm brotaþola. Brotaþoli hefði þ á sest ofan á ákærða og lagt fyrrnefndan hníf, sem hún hefði haldið á og verið búin að opna, að þeirri hendi ákærða sem lykillinn var í til þess að reyna að fá hann til að opna lófann. Brotaþoli hefði einnig lagt hnífinn upp að hálsi hans. Brotaþoli hefði hefði niður og náð að ræða saman í stutta stu nd á rólegum nótum. Eftir þær samræður kvaðst ákærði hafa ákveðið að fara og hefði hann því afhent brotaþola herbergislykilinn. Í kjölfarið hefði hann stungið upp á því við brotaþola að þau hefðu kynmök í síðasta ði að þegar hann liti til baka fyndist honum þetta hafa verið spurningunni en þegar ákærði hefði ítrekað spurninguna hefði hún kinkað kolli. Ákærði hef ði í kjölfarið spurt hana að því hvort hún væri viss. Brotaþoli hefði lágum rómi svarað játandi og síðan kinkað kolli. Í kjölfarið hefðu þau haft kynmök. Þeim lýsti ákærði nánar svo að hann hefði sjálfur klætt sig úr fötunum. Brotaþoli hefði einnig klætt s ig að mestu leyti úr sjálf. Ákærði hefði verið með smokk sem hann hefði 7 sjálfur sett upp. Brotaþoli hefði legið á bakinu í rúminu og ákærði ofan á henni. Ákærði hefði verið með hendurnar við mjaðmir brotaþola og hefði hún haldið í þær. Kynmökin sagði ákærð i hafa borið þess merki bundið fyrir hann og h ent honum í ruslið. Ákærði fullyrti að kynmökin hefðu átt sér stað án nokkurs þrýstings af hans hálfu og hefði brotaþoli verið þátttakandi í þeim. Neitaði ákærði að ofbeldi hefði verið beitt í aðdraganda kynmakanna. Sérstaklega aðspurður sagðist ákærði hv orki hafa tekið um háls brotaþola né ýtt eða hrint henni upp að vegg og haldið henni þar. Hann neitaði því jafnframt að hafa haft í frammi hótanir í garð brotaþola. Þá kannaðist ákærði alls ekki við að brotaþoli hefði tárast eða grátið meðan á kynmökunum s tóð. Ákærði sagði brotaþola á öllum stigum hafa getað bundið enda á kynmökin hefði hún verið þeim mótfallin. Eftir að kynmökunum lauk hefðu þau setið saman í þögn en ákærði síðan tekið úlpuna sína og ætlað út. Hurðin hefði þá enn verið læst og hefði brotaþ oli komið með lykilinn og tekið dyrnar úr lás. Ákærði hefði í kjölfarið opnað dyrnar, hann klætt sig í skóna frammi í forstofu og síðan farið. Hnífinn sinn kvað ákærði hafa orðið eftir hjá brotaþola. Eftir að leiðir þeirra brotaþola skildu þarna í forstofu nni sagði ákærði þau ekki hafa talað saman aftur. Ákærði kvað engan hafa komið inn í herbergið til hans og brotaþola á meðan þau dvöldust þar um rætt sinn. Hann hefði hins vegar heyrt umgang frá litlu systur brotaþola og vinkonum hennar frammi á gangi. Þá hefði brotaþoli, sem verið hefði með símann sinn innan seilingar allan tímann, fengið símtal á meðan þau dvöldu í herberginu. Frá hverjum kvaðst ákærði ekki vita með vissu en hann taldi að símtalið hefði verið frá móður brotaþola. Brotaþoli hefði sagt viðm ælandanum að hún myndi hringja til baka. Þegar símtalið barst hefði rifrildi ákærða og brotaþola ekki verið hafið af alvöru. Ákærði sagði brotaþola einungis hafa borist þetta eina símtal á meðan hann dvaldi í herbergi hennar umrætt sinn og kannaðist hann a ðspurður alls ekki við að hafa öskrast á við vinkonu brotaþola í síma. III A, brotaþoli í málinu, sagði hana og ákærða hafa verið saman í um það bil fjóra mánuði síðla árs 2016. Þau hefðu stundað kynlíf meðan á sambandinu stóð og hefði foreldrum hennar ver ið um það kunnugt. Brotaþoli kvaðst hafa átt frumkvæðið að sambandsslitum þeirra þar sem hún hefði ekki lengur verið hrifin með fjölskyldu sinni yfir jól og áramót 2016/2017. Þegar ákærði hefði komið til baka úr ferðinni hefði hann viljað hitta brotaþola og ræða ástæðu þess að hún sleit sambandi þeirra, en það hefði hún gert á Facetime þegar ákærði var ytra. Brotaþoli hefði sa mþykkt þá beiðni ákærða. Auk þess sem síðar greinir nefndi brotaþoli í skýrslu sinni fyrir dómi, sem ástæður fyrir sambandsslitunum, að henni hefði þótt ákærði stundum sýna af sér ósæskilega hegðun er henni hefði ekki líkað, sem ekki hefði beinlínis beinst að brotaþola, en samt hrætt hana. Nefndi brotaþoli í því sambandi reiðiköst sem ákærði hefði tekið og einnig nokkurn fjölda lítilsvirðandi og niðrandi skilaboða ákærða til fyrrum unnustu hans, sem brotaþoli hefði fyrir tilviljun séð í síma ákærða. Þegar b rotaþoli hefði komið heim úr skólanum 10. febrúar 2017 hefði ákærði beðið brotaþola fyrir utan heimili hennar. Þau hefðu farið saman inn í herbergi brotaþola og hefði ákærði lokað og læst hurðinni. Tók brotaþoli fram að hún hefði í fyrstu haldið að ákærði hefði skilið lykilinn eftir í skránni. Þau hefðu síðan sest á gaflinn á rúmi brotaþola og byrjað að spjalla saman. Brotaþoli kvaðst hafa greint ákærða hreinskilnislega frá því af hverju hún hætti með honum, en hún hefði ekki lengur verið hrifin af honum og meira þótt vænt um hann sem vin. Að því sögðu hefði brotaþoli veitt því athygli að önnur hönd ákærða tók að titra aðeins. Skyndilega hefði hann kippst við og tekið brotaþola hálstaki. Ákærði hefði síðan haldið brotaþola niðri í rúminu og starað á hana. Br otaþola hefði brugðið mjög við þessa framgöngu ákærða og hefði hún ekki áttað sig á því hvað honum gekk til. Ákærði hefði síðan kippt hendinni jafn skyndilega að sér. Brotaþoli hefði sest aftur upp en ákærði þá tekið að nýju um háls hennar og ýtt henni nið ur. Brotaþoli hefði reynt að losna úr greip ákærða en það ekki tekist, enda væri hann sterkari en hún. Þegar brotaþoli kærði hélt brotaþola hefði hann kysst hana. Ákærði hefði einnig öskrað á 8 brotaþola og kennt henni um þessa hegðun sína. Um þetta leyti kvaðst brotaþoli hafa veitt því athygli að lykillinn var ekki í skráargatinu á herbergishurðinni og þá áttað sig á því að hún gæti ekki flúið út úr herberginu. Hún hefði innt ákærða eftir því hvort hann væri með lykilinn og hann svarað því játandi og bætt því við að hann hygðist ekki láta hana hafa lykilinn. Hvar ákærði geymdi lykilinn sagðist brotaþoli ekki hafa vitað. Í s kýrslu brotaþola kom einnig fram að ákærði hefði um tíma haldið á hnífi sem hún hefði náð að rífa af honum. Brotaþoli hefði sett hnífinn undir sig svo ákærði næði ekki í hann. Hnífinn sagði brotaþoli hafa verið lokaðan þegar hún náði honum af ákærða. Sérst aklega aðspurð kvaðst brotaþoli ekki minnast þess að hún hefði sjálf opnað hnífinn, líkt og ákærði hefur haldið fram. hrædd og legið varnar - og hrey fingarlaus. Kvaðst brotaþoli reka minni til þess að ákærði hefði spurt hana að því hvort hún vildi stunda með honum kynlíf. Brotaþoli, sem þá hefði verið farin að gráta, sagðist engu hafa svarað. Á einhverjum tímapunkti hefði ákærði einnig nefnt við brotaþ ýtt bol sem hún var í upp og togað buxurnar niður. Ákærði hefði síðan haft við hana samfarir um leggöng gegn hennar vil ja. Brotaþoli kvaðst hafa verið ófær um að andæfa ákærða, enda verið orðin mjög hrædd við hann. Brotaþoli hefði ekki getað kallað á hjálp þar sem einungis systur hennar tvær, sem þá hefðu verið sex og sjö, eða sjö og átta, ára gamlar, hefðu verið heima. Sp urð um með hvaða hætti ákærði hefði haft við hana samfarir bar brotaþoli að hún hefði legið á bakinu og hann ofan á henni. Ákærði hefði notað smokk sem hann setti sjálfur á sig með annarri hendi. Hinni hendinni hefði ákærði haldið um annan úlnlið brotaþola . Áréttaði brotaþoli að hún hefði engan þátt tekið í samförunum. Hún hefði bara legið og grátið. Að samförunum loknum sagðist brotaþoli hafa legið áfram í rúminu en ákærði klætt sig. Stuttu síðar hefði hann opnað herbergisdyrnar og farið. Brotaþoli lýsti l íðan sinni eftir að ákærði fór svo að hún hefði bæði verið leið og reið, en fyrst og fremst hefði hún verið í áfalli. Aðspurð kvaðst brotaþoli ekki hafa verið með símann sinn á sér þegar atvik máls gerðust. Taldi hún að síminn hefði verið í töskunni hennar . Minntist brotaþoli þess ekki að hafa fengið símtal á meðan hún og ákærði dvöldu í herberginu. Kvað brotaþoli ákærða aldrei hafa beitt sig ofbeldi áður en atvik þessi gerðust. Brotaþoli sagðist ekki hafa treyst sér til þess að segja móður sinni frá því se m gerðist, meðal annars vegna aðstæðna í lífi móður hennar á þeim tíma. Brotaþoli minntist þess ekki aðspurð að vinkonur hennar, C og D, hefðu komið til hennar að kvöldi umrædds dags. Hún kvaðst hins vegar hafa rætt við þær í síma. Um kvöldið eða daginn ef tir hefðu brotaþola borist skilaboð frá ákærða þar sem hann hefði spurt hvenær hann ætti að koma aftur. Brotaþoli hefði svarað ákærða og sagt honum að ekkert í þá veru stæði til. Ákærði hefði þá hringt í brotaþola, haft í hótunum við hana og sagt að hún gæ ti ekki stöðvað hann í því að koma aftur. Brotaþola hefði verið mjög brugðið við þetta og hefði hún í kjölfarið haft samband við G, en hún hefði verið kærasta besta vinar ákærða. G hefði í kjölfarið tjáð brotaþola að kærasti hennar hefði talað við ákærða o g sagt honum að halda sig frá brotaþola. Um það bil viku eftir atvikið í herberginu hefði brotaþoli ákveðið að fara með vinkonum sínum, C og D, til kennara þeirra og greina kennaranum frá því sem gerðist. Brotaþola minnti að hún hefði fyrst sagt vinkonum s ínum frá því sem gerðist þann sama dag. Í fyrstu hefði brotaþoli látið líta út fyrir að brotaþolinn væri einhver vinkona hennar en kennarinn hefði strax áttað sig á því að um brotaþola sjálfa væri að ræða. Hún hefði í kjölfarið sett sig í samband við forel dra brotaþola og lögreglu. Brotaþoli kvaðst vera í meðferð í Barnahúsi vegna áfallastreituröskunar sem tengdist broti ákærða gegn henni. Brotaþoli lýsti líðan sinni fyrstu mánuðina eftir að atvik máls gerðust sem hræðilegri. Líðanin hefði hins vegar farið batnandi eftir því sem frá liði. H, móðir brotaþola, kvaðst hafa heyrt af málinu í símtali sem hún hefði átt við föður brotaþola daginn sem stúlkan greindi vinkonum sínum og kennara frá því sem gerðist. Þegar vitnið ræddi við föður brotaþola hefði hann ve rið búinn að ræða við kennara stúlkunnar. Síðar þennan sama dag hefði vitnið talað við brotaþola sem greint hefði svo frá að ákærði hefði nauðgað henni inni í herbergi hennar viku áður. Þegar 9 það gerðist hefðu brotaþoli og ákærði verið tiltölulega nýhætt s aman en þau hefðu ætlað að hittast þennan dag og ræða saman. Fram kom hjá vitninu að það hefði vitað að brotaþoli hefði viljað slíta sambandi sínu við ákærða fyrr en hún gerði. Það hefði dregist þar sem brotaþoli, sem allt að einu hefði þótt vænt um ákærð a, hefði haft áhyggjur af líðan hans í kjölfar sambandsslita og viðbrögðum hans við þeim. Áhyggjur brotaþola hefðu meðal annars lotið að því að ákærði myndi mögulega skaða sjálfan sig alvarlega sliti hún sambandi þeirra. Nánar um atvikin hefði vitnið fregn að í samræðum við brotaþola, sem átt hefðu sér stað tveimur eða þremur dögum eftir að vitnið heyrði fyrst af málinu, að ákærði hefði verið ógnandi umrætt sinn og hann læst herbergisdyrunum. Ákærði hefði lýst því yfir að hann myndi ekki fara fyrr en hann væ ri búinn að fá að sofa hjá brotaþola. Ákærði hefði í kjölfarið neytt stúlkuna til samræðis, án þess að beita hana beinlínis líkamlegu ofbeldi. Brotaþoli hefði grátið og beðið ákærða um að hætta en hann horft glottandi í augun á henni. Þegar ákærði hefði ve rið búinn að ljúka sér af hefði hann farið. Vitnið kvaðst aðspurt leggja trúnað á frásögn brotaþola. Vitnið hefði almennt ekki staðið stúlkuna að ósannindum. Vitnið sagði brotaþola ekki mikið flíka tilfinningum sínum. Hún hefði hins vegar verið brothætt ef tir að atvik máls gerðust. Þá hefði hún glímt við sjálfsásakanir og tilgangsleysi. Vitnið nefndi eitt tilvik þar sem brotaþoli hefði komið grátandi heim vegna áfalls sem hún hefði orðið fyrir við að sjá ákærða fyrir tilviljun á bensínstöð. Brotaþoli hefði þegið meðferð hjá sérfræðingi í Barnahúsi vegna þess sem gerðist. Stúlkan þyrfti á meðferðinni að halda. Brotaþoli vildi sækja tímana í Barnahúsi og hún fyndi að þeir hjálpuðu henni. Vitnið staðfesti aðspurt að hafa vitað af því að brotaþoli og ákærði stun duðu kynlíf meðan á sambandi þeirra stóð. Vitnið kannaðist hins vegar ekki við að hafa rætt símleiðis við brotaþola um það leyti sem brotaþoli og ákærði voru í herbergi brotaþola umræddan dag. B, faðir brotaþola, bar fyrir dómi að honum hefði borist símta l frá kennara brotaþola viku eftir að atvik máls gerðust og hann verið beðinn um að koma í skólann og ræða við brotaþola. Vitnið hefði strax farið til fundar við brotaþola og kennara hennar í skólanum. Brotaþoli hefði þar greint vitninu svo frá atvikum að hún hefði umræddan dag komið heim og hefði ákærði þá beðið eftir henni. Á þeim tíma hefðu brotaþoli og ákærði verið tiltölulega nýhætt saman. Þau hefðu farið inn og spjallað saman. Ákærði hefði viljað að þau byrjuðu saman aftur en það hefði brotaþoli ekki viljað. Á einhverjum tímapunkti hefði ákærði læst herberginu. Hann hefði síðan lýst yfir vilja til þess að sofa hjá brotaþola. Það hefði hún ekki viljað en verið orðin hrædd við ákærða. Þetta hefði endað með því að ákærði og brotaþoli sváfu saman gegn því að ákærði færi að því loknu. Nánar spurt um hvort fram hefði komið hjá brotaþola að hún hefði veitt samþykki sitt Brotaþoli hefði hins vegar ekki nefnt sérs taklega að ákærði hefði beitt hana ofbeldi. ] og lesi af þeim sökum ekki alltaf rétt í aðstæður. Þá hefði vitnið haft vitneskju um það að brotaþoli hefði verið búin að vera lyfjalaus um tíma þegar atvik máls gerðust. Vitnið legði hins vegar trúnað á frásögn brotaþola þrátt fyrir að hafa haft þennan fyrirvara á frásögn stúlkunnar í upphafi. Frásögn brotaþola hefði verið stöðug allt frá því stúlkan greindi vitninu fyrst frá. Spurt út í hvaða ástæðu brotaþoli hefði gefið fyrir hræðslu sinni við ákærða svaraði vitnið því til að brotaþoli hefði sagt ákærð a stundum áður hafa sýnt af Eftir að hafa rætt við brotaþola í skólanum kvaðst vitnið hafa farið með hana á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. Vitnið hefði í framhaldinu farið ásamt móður brotaþola á fund hjá félagsráðgjafa hjá [...] vegna málsins. Brotaþola kvað vitnið hafa verið hrædda við að kæra þar sem hún hefði óttast að litið yrði svo á að orð stæði gegn orði og því þyrfti hún að ganga í gegnum langt ferli sem síðan kæmi ekkert út úr. Félagsráðgjafinn hefði, eftir að hafa hlýtt á reifun á atvikum málsins, hins vegar sagt málið þannig vaxið að það ætti að kæra. 10 Vitnið sagði brotaþola hafa fengið aðstoð í Barnahúsi. Br otaþoli hefði verið hrædd og ekki alveg sjálfri sér lík eftir það sem gerðist. Fram kom hjá vitninu að það hefði verið meðvitað um það á sínum tíma að brotaþoli og ákærði hefðu stundað kynlíf meðan á sambandi þeirra stóð. I var umsjónar kennari brotaþola er atvik máls gerðust. Vitnið sagði brotaþola hafa komið að máli við sig í skólanum og treyst sér fyrir því sem gerst hefði. Atvikum hefði brotaþoli lýst svo að ákærði, fyrrverandi kærasti stúlkunnar, hefði komið heim til hennar og nauðgað henni. Í aðdraga nda þess, eftir að sambandi þeirra var lokið, hefði ákærði verið búinn að ásækja hana á samfélagsmiðlum og hafa samband við vinkonur hennar. Í kjölfarið hefði vitnið haft samband við foreldra stúlkunnar. Faðir brotaþola hefði komið í skólann þar sem stúlk an hefði, að vitninu viðstöddu, greint honum frá því sem gerðist. Vitnið sagðist hafa rætt einslega við föður brotaþola eftir að stúlkan hafði lýst atvikum. Faðirinn hefði í því samtali sagt að hann væri ekki viss um hvort hann tryði frásögn stúlkunnar. Vi tnið hefði sagt að það breytti engu um að bregðast yrði við frásögn brotaþola. Ætti hún ekki við rök að styðjast kæmi það einfaldlega í ljós síðar. Úr skólanum hefðu brotaþoli og faðir hennar farið á neyðarmóttökuna. Fram kom hjá vitninu að því hefði virst brotaþola líða mjög illa þegar hún greindi frá atvikum. Stúlkan hefði skolfið og verið hálfgrátandi. Kvaðst vitnið hafa lagt trúnað á frásögn hennar. C, vinkona og skólasystir brotaþola, bar fyrir dómi að brotaþoli hefði greint henni frá atvikum máls skö mmu eftir að þau gerðust. Hvenær það var gat vitnið ekki sagt nákvæmlega til um en kvað það mögulega hafa verið sama dag eða daginn eftir. Fram kom hjá vitninu að brotaþoli hefði slitið sambandi hennar og ákærða. Ákærði hefði ekki viljað sætta sig við að sambandinu væri lokið. Brotaþoli hefði lýst málsatvikum svo að ákærði hefði læst hana inni í herberginu hennar. Brotaþoli hefði orðið hrædd og ekki vitað hverju hún ætti von á. Ákærði hefði síðan nauðgað henni. Sjá hefði mátt á brotaþola meðan hún greindi frá að hún var niðurbrotin og leið mjög illa. Nánari lýsingu brotaþola á atvikum kvaðst vitnið aðspurt ekki muna. Vitnið fullyrti að það hefði rætt við brotaþola í síma þegar hún og ákærði voru saman í herbergi brotaþola umrætt sinn. Erindi vitnisins hefði verið að láta brotaþola vita af því að vitnið kæmi ekki til hennar síðar um daginn þar sem það væri að fara á knattspyrnuæfingu. Í símtalinu hefði brotaþoli sagt vitninu að ákærði hefði komið til hennar og væri hjá henni staddur. Vitnið hefði innt brotaþo la eftir ástæðu þess fyrst þau væru hætt saman. Ástæðuna hefði brotaþoli sagt þá að ákærði hefði viljað ræða við hana. Vitnið sagði greinilegt hafa verið að ákærði hefði verið ósáttur við sambandsslitin. Meðan á símtalinu stóð hefði vitnið ítrekað heyrt br otaþola öskra á ákærða að láta sig fá lykilinn að herberginu. Einnig hefði komið fram í símtalinu að ákærði væri með hníf. Brotaþoli hefði svo sagt vitninu að hún þyrfti að fara og skellt á. Vitnið sagðist hafa komið heim til brotaþola að kvöldi þessa sama dags ásamt sameiginlegri vinkonu þeirra brotaþola, D. Hvað þá fór þeirra á milli kvaðst vitnið ekki muna. Vitnið sagðist ásamt D hafa hvatt brotaþola til þess að segja mömmu sinni frá broti ákærða. Hún hefði hins vegar ekki viljað það. Úr hefði síðan orði ð að brotaþoli sagði kennara þeirra, I, sem þær hefðu treyst mjög vel, frá því sem gerðist. Eftir að hafa hlýtt á frásögn brotaþola hefði I haft samband við foreldra brotaþola og upplýst þau um málið. Vitnið kvað líðan brotaþola hafa lagast aðeins eftir þv í sem frá atvikum máls hefur liðið. Líðan hennar væri samt sem áður enn slæm. D bar fyrir dómi að viku eftir að atvik máls gerðust hefði brotaþoli greint henni frá því að ákærði hefði nauðgað henni. Fram hefði komið hjá brotaþola að ákærði hefði komið hei m til hennar umræddan dag, frá. Vitnið kvaðst hafa lagt trúnað á frásögn hennar. Aðspurt staðfesti vitnið sem rétt það sem haft er eftir vitninu í skýrs lu þess hjá lögreglu um að brotaþoli hefði jafnframt nefnt að ákærði hefði verið með hótanir í garð brotaþola og tekið um háls hennar. 11 Aðspurt kvaðst vitnið ekki minnast þess að hafa farið í heimsókn til brotaþola ásamt C að kvöldi þess dags sem atvik máls gerðust. G kvaðst hafa frétt af atvikum máls þessa frá C nokkrum dögum eftir að þau gerðust. Skömmu síðar hefði vitnið hitt brotaþola sem sagt hefði vitninu ítarlegar frá atvikum. Vegna þess hversu langt væri um liðið kvaðst vitnið ekki muna frásögn brot aþola vel í dag. Vitnið myndi þó að brotaþoli hefði greint frá því að ákærði hefði komið til hennar eftir að þau voru nýhætt saman. Ákærði hefði viljað tala við brotaþola en hún ekki haft á því áhuga. Ákærði hefði haft í hótunum við brotaþola og læst hana inni í herberginu hennar. Í kjölfarið hefði hann nauðgað henni. Vitnið sagði brotaþola hafa verið hágrátandi þegar hún greindi frá. Sagðist vitnið hafa trúað frásögn brotaþola. F hjúkrunarfræðingur bar að hún hefði tekið á móti brotaþola 17. febrúar 2017, kl. 13:00, á neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. Þangað hefði brotaþoli komið í fylgd föður síns. Vitnið kvað brotaþola hafa lýst fyrir því atviki sem gerst hefði viku áður. Gerandinn hefði verið fyrrverandi kærast i brotaþola, sem stúlkan hefði nafngreint, ákærði í máli þessu. Vitnið hefði kallað til lækni vegna sögu brotaþola en stúlkan hefði nefnt að ákærði hefði tekið hana kverkataki og óljóst hefði verið hvort hún bæri áverka eftir það. Vegna þess hversu langt h efði verið liðið frá atvikinu hefði hins vegar ekki verið framkvæmd réttarlæknisfræðileg skoðun með tilliti til lífsýna. Fram kom hjá vitninu að brotaþoli hefði lýst atvikum svo að hún og ákærði hefðu verið par um tíma. Þau hefðu síðan hætt saman og hefði ákærði tekið sambandsslitunum mjög illa. Vitnið hefði skynjað á brotaþola hræðslu gagnvart ákærða en á sama tíma einnig vorkunn í hans garð þar sem hann hefði verið búinn að eiga í erfiðleikum. Þegar þau hefðu hist til þess að tala saman, að beiðni ákærða, hefði hann brotið gegn henni kynferðislega. Í frásögn brotaþola hefði komið fram að ákærði hefði tekið hana kverkataki með annarri hendi. Vitnið sagði brotaþola hafa borið það með sér að hafa grátið skömmu áður. Þá hefði vitnið greint mikinn kvíða hjá stú lkunni vegna þess sem hafði gerst. Vitnið kvað brotaþola hafa virkað þroskaða í frásögn sinni og hefði hún verið mjög trúverðug. E læknir bar fyrir dómi að hún hefði verið kölluð til af hjúkrunarfræðingi vegna komu brotaþola á neyðarmóttöku vegna kynferði sofbeldis á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. Vitnið hefði rætt við brotaþola en ekki framkvæmt á henni kvenskoðun vegna þess hversu langt hefði verið liðið frá atvikum. Vitnið kvað brotaþola hafa virst þroskaða miðað við ungan aldur og hefði hún gefið greinargóða sögu af atvikum. Brotaþoli hefði greint frá því að viku áður hefði fyrrverandi kærasti hennar, ákærði í málinu, neytt hana til þess að hafa við hann samfarir. Fram hefði komið hjá brotaþola að ákærði hefði tekið hana hálstaki, en ekki mjög föst u þó. Ákærði hefði tekið hana úr hlýrabol og jogging - buxum, sett á sig smokk og haft við hana samfarir, gegn hennar vilja. Staðfesti vitnið aðspurt að það sem fram kæmi í skýrslu þess um frásögn sjúklings þess efnis að ákærði hefði verið með hníf og að han n hefði neitað að afhenda brotaþola lykla að herberginu væri eftir brotaþola haft. Fram kom hjá vitninu að það hefði í ljósi sögu brotaþola skoðað háls hennar sérstaklega en enga áverka fundið á hálsinum. Áverkar hefðu heldur ekki fundist annars staðar á b rotaþola við ytri skoðun. Þá hefði brotaþoli svarað þeirri spurningu neitandi hvort hún fyndi einhvers staðar til. J, félagsráðgjafi hjá Fjölskylduþjónustu [...], bar fyrir dómi að foreldrar brotaþola hefðu komið á hans fund í kjölfar þess að barnavernd barst tilkynning um málið. Þau hefðu greint vitninu frá málsatvikum sem vitnið hefði skráð hjá sér. Fram hefði komið á fundinum að frásögn stúlkunnar hefði tekið breytingum en upphaflega hefði stúlkan lýst atvikum svo að ákærði hefði beitt hana ofbeldi en hún síðar sagst hafa gefið hefði faðir brotaþola í upphafi sett ákveðinn fyrirvara við frásögn brotaþola og hann ekki leitað til barnaverndar fyrir en hann hefði verið orðinn öruggur um að það væri rétta leiðin. Vitnið sagðist ekki hafa rætt það sem gerðist við brotaþola sjálfa. 12 Í kjölfar samtalsins við foreldra brotaþola hefði vitnið ritað lögreglu bréf. Í bréfinu hefði frásögn foreldranna af atvikum verið reifuð og þess óskað að fram færi rannsókn á meintu broti ákærða gegn stúlkunni. Þá hefði vitnið vísað brotaþola til meðferðar í Barnahúsi. IV Í málinu liggur frammi vottorð K sálfræðings, dagsett 24. janúar 2018, vegna greiningar og meðferðar brota þola. Fram kemur í vottorðinu að við gerð þess hafi brotaþoli verið búin að sækja níu viðtöl, fyrst þrjú hjá L, sérfræðingi í klínískri barnasálfræði, og síðan sex hjá vottorðsgjafa, sem tekið hefði við meðferð brotaþola af L. Í niðurlagi vottorðsins eru teknar saman helstu niðurstöður og álit sálfræðingsins. Þar segir meðal annars að brotaþola hafi greinilega liðið illa þegar meðferðarviðtölin hófust og geri enn. Stúlkan hafi lýst hratt versnandi líðanar í kjölfar meints kynferðisbrots. Brotaþoli upplifi mörg einkenni áfallastreitu. Hún hafi rætt meint brot í viðtölum og virki skýr og trúverðug í frásögn af meintu broti og afleiðingum í kjölfar þess á sína líðan og hegðun. Þegar tekið sé mið af þeim neikvæðu áhrifum sem meint brot hafi haft á brotaþola, bi rtingu og þróun einkenna og niðurstöður mats - og greiningartækja, sé það álit vottorðsgjafa að stúlkan sé að glíma við umtalsverðar sálrænar - og félagslegar afleiðingar vegna ofbeldisins. Erfitt sé að segja til um það með nokkurri vissu hversu langvarandi erfiðleikar brotaþola komi til með að verða eða hver meðferðarþörf hennar verði til lengri tíma litið en það sé mat sálfræðingsins að hún hafi verulega þörf fyrir áframhaldandi meðferð. Það sé líka algengt að erfiðleikar af því tagi sem brotaþoli glími við taki sig upp aftur í tengslum við aðra reynslu sem fólk verði fyrir og því sé ekki ólíklegt að brotaþoli þurfi á frekari meðferð að halda síðar á lífsleiðinni. K kom fyrir dóm við aðalmeðferð málsins og staðfesti og skýrði vottorð sitt. Vitnið kvaðst hafa tekið við meðferð brotaþola í Barnahúsi í tímabundnu leyfi L sálfræðings. Vitnið hefði alls hitt stúlkuna 22 sinnum. Vitnið staðfesti að brotaþoli uppfyllti skilyrði áfallastreituröskunar. Vitnið sagði brotaþola hafa lýst atvikum máls svo fyrir sér að stú lkan hefði sagt ákærða upp á Facetime meðan hann var staddur erlendis. Þegar ákærði hefði komið heim hefði ákærði viljað fá að hitta brotaþola til að fá skýringar á því af hverju brotaþoli batt enda á samband þeirra. Brotaþoli hefði samþykkt með semingi að ákærði kæmi til hennar í því skyni. Ákærði hefði í kjölfarið komið og brotaþoli hleypt honum inn. Þau hefðu spjallað eitthvað saman sem síðan hefði endað með því að ákærði hefði nauðgað brotaþola inni í herbergi hennar. Vitnið kvað brotaþola hafa virkað t rúverðuga í viðtölum og hafa sýnt aukin streituviðbrögð þegar hún ræddi um atvik málsins. Í málinu liggur einnig frammi vottorð L, sérfræðings í klínískri barnasálfræði, dagsett 19. október 2018, vegna meðferðar brotaþola. Í niðurlagi vottorðsins eru tekn ar saman helstu niðurstöður og álit sérfræðingsins. Þar kemur fram að brotaþoli hafi sótt samtals 26 viðtöl í Barnahúsi. Líðan stúlkunnar hafi farið hratt versnandi í kjölfar meints kynferðisbrots og hafi hún upplifað mörg einkenni áfallastreitu. Brotaþoli hafi virkað skýr og trúverðug í frásögn sinni af meintu broti og afleiðingum í kjölfar þess á líðan og hegðun. Þegar tekið sé mið af þeim neikvæðu áhrifum sem meint brot hafi haft á brotaþola, birtingu og þróun einkenna og niðurstöður mats og greiningartæ kja sé það álit vottorðsgjafa að stúlkan sé að glíma við umtalsverðar sálrænar og félagslegar afleiðingar vegna ofbeldisins. L kom fyrir dóm og staðfesti og skýrði vottorð sitt. Vitnið kvaðst í upphafi meðferðar hafa lagt áfallastreitulista fyrir brotaþola þar sem hún hefði greinst yfir mörkum. Hjá brotaþola hefði jafnframt komið fram að hún hugsaði mikið um atvikið, hún hefði ítrekað endurupplifað það, verið í áfalli og reið. Þá hefðu einnig komið fram sjálfsásakanir og hræðsla við ákærða. V Í málinu er ák ærða gefin að sök nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa á þeim stað og tíma sem í ákæru greinir, þegar brotaþoli var 14 ára gömul, beitt stúlkuna ofbeldi og ólögmætri nauðung með því að læsa sjálfan sig og brotaþola inni í herbergi hennar og neita að opna þrátt fyrir að hún bæði hann um það, á meðan þau dvöldu í herberginu handleikið hníf sem ákærði hefði haft meðferðis þar til brotaþoli náði hnífnum af honum, tekið um háls brotaþola, slegið höfði hennar við vegg, haldið henni niðri í rúmi hen nar og í framhaldinu haft samræði við brotaþola án samþykkis og gegn vilja hennar en brotaþoli hafi 13 hvorki þorað að veita ákærða mótspyrnu né kalla eftir hjálp meðan á samræðinu stóð þar sem hún óttaðist ákærða vegna fyrra framferði hans og taldi að engin fullorðinn væri heima. Ákærði neitar sök og segir þau brotaþola hafa haft samfarir umrætt sinn með hennar samþykki. Að virtum framburði vitna, sbr. kafla III hér að framan, og þeim skilaboðum sem fyrir liggja í málinu á milli brotaþola og ákærða telur dómu rinn upplýst að það var brotaþoli sem átti frumkvæðið að því að slíta sambandi hennar og ákærða. Jafnljóst þykir af framburði vitna og nefndum gögnum að ákærði tók sambandsslitin nærri sér og var ekki tilbúinn til þess að sleppa hendinni af brotaþola. Uppl ýst er með framburði ákærða og brotaþola að ákærði beið eftir stúlkunni við heimili hennar þegar hún kom heim að loknum skóladegi 10. febrúar 2017. Einnig liggur fyrir með framburði brotaþola, sérstaklega þeim er hún gaf fyrir dómi í Barnahúsi, að hún hafð i áður fallist á að hitta ákærða og ræða við hann. Ákærða og brotaþola ber saman um að eftir að þau komu inn í herbergi brotaþola hafi þau farið að tala saman. Fyrir dómi bar ákærði að s amtal þeirra hefði fyrst verið á rólegum nótum en síðan hefðu þau fari ð að rífast. Þau hefðu bæði orðið mjög reið og rifrildið orðið hávært og staðið yfir í nokkurn tíma. Meðan á því stóð hefði ákærði læst þau inni í því skyni að tryggja að yngri systur brotaþola kæmu ekki inn og trufluðu þau, svo sem þær hefðu átt til að ge ra. Ákærði kvaðst hafa haft lykilinn á sér mestan tímann á meðan þau rifust. Brotaþoli hefði krafist þess að ákærði afhenti henni lykilinn en hann neitað. Hún hefði þá ítrekað reynt að ná lyklinum úr höndum hans. Þessi framburður ákærða er í samræmi við og til stuðnings vætti brotaþola um að ákærði hafi, eftir að hann læsti herberginu, ítrekað neitað brotaþola um lykilinn. Samkvæmt því og að öllu framangreindu gættu þykir mega slá því föstu, jafnvel þótt fallist yrði á skýringu ákærða á því af hverju hann l æsti herbergisdyrunum í upphafi, að hann hafi með því að neita ítrekað að afhenda brotaþola lykilinn haldið henni nauðugri í herberginu. Fyrir liggur með framburði ákærða og brotaþola að ákærði kom með hníf inn í herbergið umrætt sinn. Ákærði hefur haldið því fram að hnífurinn hafi verið í úlpuvasa hans fyrir tilviljun og dottið úr vasanum þegar hann kastaði úlpunni út í horn. Hnífinn kvað ákærði hafa verið lokaðan. Brotaþoli hefði tekið hnífinn upp og lagt á kommóðu í herberginu. Ákærði sagðist hafa látið hnífinn eiga sig, enda hefði hann ekkert ætlað sér með hann þarna inni í herberginu. Brotaþoli bar við aðalmeðferð málsins varðandi hnífinn að ákærði hefði um tíma haldið á honum en hún síðan náð að rífa hann af ákærða. Hnífinn sagði brotaþoli hafa verið l okaðan þegar hún náði honum af ákærða. Hnífnum hefði hún síðan stungið undir sig svo ákærði næði ekki í hann. Í Barnahúsi bar brotaþoli á sömu leið um þetta atriði. Svo sem að framan er rakið ber ákærða og brotaþola ekki saman um öll þau atvik er hnífnum t engjast. Allt að einu er ljóst með framburði brotaþola að ákærði opnaði hnífinn ekki. Þá fær dómurinn ekki séð að ákærði hafi inni í herberginu handleikið hnífinn með þeim hætti að slegið verði föstu að það hafi hann gert í því skyni að ógna eða hræða brot aþola. Ákærði hefur neitað að hafa slegið höfði brotaþola við vegg í herberginu umrætt sinn. Við aðalmeðferð málsins bar brotaþoli um það atriði að þegar hún hefði verið að reyna að losa sig frá ákærða hefði höfuð brotaþola virtum telur dómurinn ósannað að ákærði hafi af ásetningi slegið höfði brotþola í vegg. Þá hefur ákærði einnig hafnað þeim framburði brotaþola að hann hafi tekið hana hálstaki í a ðdraganda þess að hann hafði við hana samfarir. Framburður brotaþola um það atriði fær enga haldbæra stoð í gögnum málsins. Þá hefur frásögn hennar hvað þetta atriði varðar ekki verið fyllilega stöðug. Að þessu gættu þykir, gegn eindreginni neitun ákærða, ósannað að ákærði hafi tekið brotaþola hálstaki. Ákærði hefur hafnað ásökunum brotaþola um nauðgun og heldur því fram í málinu að brotaþoli hafi verið kynmökunum samþykk. Fyrir dómi lýsti ákærði aðdraganda þess að hann hafði samfarir við brotaþola umrætt s inn svo að í kjölfar þess að hann og brotaþoli reiddust bæði mjög og til háværs rifrildis kom þeirra á milli, sem staðið hefði yfir í nokkurn tíma, hefðu þau bæði róast niður og þau síðan náð að ræða saman í stutta stund á rólegum nótum. Eftir þær samræður hefði ákærði ákveðið að fara og hann því afhent brotaþola herbergislykilinn. Í kjölfarið hefði hann stungið upp á því við brotaþola að þau hefðu kynmök í fyndist í fyrstu ekki svarað spurningunni en þegar ákærði hefði ítrekað hana hefði hún kinkað kolli. Ákærði hefði 14 í kjölfarið spurt brotaþola að því hvort hún væri viss og brotaþoli þá svarað játandi lágum rómi og síðan kinkað kolli. Í kjölfarið hefðu þau haft kynmök. Þeim lýsti ákærði nánar svo að hann hefði verið með smokk sem hann hefði sjálfur sett upp. Brotaþoli hefði legið á bakinu í rúminu og ák ærði ofan á henni. sér stað án nokkurs þrýsting s af hans hálfu og hefði brotaþoli verið þátttakandi í þeim. Framburður ákærða um það mikilvæga atriði hvernig brotaþoli hafi gefið samþykki sitt fyrir samförunum hefur ekki verið stöðugur. Í fyrri skýrslu sinni hjá lögreglu 29. mars 2017 bar ákærði að eft ir að hann hefði stungið upp á því að þau hefðu kynmök í síðasta skipti hefði brotaþoli verið þögul um stund, mögulega í eina mínútu, en síðan svarað já, að þau gætu gert það síðasta skiptið, en síðan vildi hún ekki sjá hann aftur. Í síðari skýrslu sinni h já lögreglu 1. desember 2017 sagði ákærði brotaþola hvorki hafa svarað játandi né neitandi, þótt ákærði hefði spurt hana ítrekað, mögulega þrisvar sinnum. Hún hefði hins vegar, eftir að hafa orð notað. Við aðalmeðferð málsins bar ákærði hins vegar um þetta atriði samkvæmt framansögðu að brotaþoli hefði í fyrstu ekki svarað spurningunni en þegar ákærði hefði ítrekað hana hefði hún kinkað kolli. Ákærði hefði í kjölfarið spurt brotaþola að því hv ort hún væri viss og brotaþoli þá svarað játandi lágum rómi og síðan kinkað kolli. Að heildstætt virtum framburði allra þeirra vitna sem brotaþoli greindi frá atvikum má ráða að brotaþoli hafi greint vinkonum sínum og þeim heilbrigðis starfsmönnum sem hún ræddi við frá með svipuðum eða sambærilegum hætti. Hún hafi hins vegar heldur dregið úr lýsingum á framgöngu ákærða þegar hún sagði foreldrum sínum frá atvikum. Að mati dómsins er þetta ekki til þess fallið að draga úr trúverðugleika framburðar brotaþola v arðandi það, sem hún hefur staðfastlega borið frá upphafi og hvergi hvikað frá, að hún hafi verið því mótfallin ákærði hefði við hana samfarir. Brotaþoli hefur jafnframt gefið trúverðugar skýringar á því af hverju hún greindi ekki strax frá því sem gerðist í herberginu. Þá þykir það sem fram er komið í málinu um fyrstu viðbrögð föður brotaþola við frásögn stúlkunnar heldur ekki vera til þess fallið að draga úr trúverðugleika frásagnar hennar, enda gaf faðirinn við aðalmeðferð málsins greinargóðar og trúverð ugar skýringar á þeim fyrirvara sem hann gerði í fyrstu við frásögn stúlkunnar. Eins og að framan er rakið hittust ákærði og brotaþoli heima hjá stúlkunni umrætt sinn að beiðni ákærða. Sambandi þeirra var þá lokið að frumkvæði brotaþola. Tók ákærði samband sslitin nærri sér og átti hann samkvæmt áðursögðu erfitt með að sleppa hendinni af brotaþola. Ljóst er af framburði brotaþola og ákærða, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, að þau voru saman í herbergi brotaþola umræddan dag í vel á aðra klukkustund. Ákærði h efur sjálfur borið að þau hafi rifist heiftarlega í talsverðan tíma og þá hefur hann viðurkennt að hafa læst herberginu og ekki sinnt ítrekuðum kröfum brotaþola um að hann afhenti henni lykilinn og þannig meinað brotaþola för út úr herberginu. Í ljósi alls þessa og með vísan til þess sem áður var rakið er að mati dómsins afar ótrúverðugur sá framburður ákærða að brotaþoli hafi verið því samþykk að hann hefði við hana samfarir, enda verður ekki séð að hann hafi haft nokkra réttmæta ástæðu til að ætla að svo væri. Framburður ákærða í þá veru er því að engu hafandi. Samkvæmt því og öðru framangreindu er það niðurstaða dómsins að ákærða hafi, í ljósi alls sem sem að framan var rakið og sannað þykir um aðstæður umrætt sinn, hlotið að vera ljóst að brotaþoli væri samförunum ekki samþykk og að þær væru gegn hennar vilja. Með vísan til þess og annars þess sem að framan er rakið telur dómurinn að ákæruvaldinu hafi tekist að sanna, gegn neitun ákærða, svo ekki verði vefengt með skynsamlegum rökum, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, að ákærði hafi beitt brotaþola ólögmætri nauðung á þeim stað og tíma sem í ákæru greinir með því að læsa þau inni í herbergi brotaþola og neita að opna, þrátt fyrir að brotaþoli bæði hann ítrekað um það, og hafa síðan samræði við brotaþola án hennar samþykkis og gegn vilja hennar, en brotaþoli þorði ekki að veita ákærða mótspyrnu vegna fyrra framferðis hans. Með lýstri háttsemi braut ákærði gegn 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með samræði við brota þola, sem þá var einungis 14 ára gömul, braut ákærði einnig gegn 1. mgr. 202. gr. sömu laga, svo sem réttilega er vísað til í ákæru. VI Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins hefur ákærða ekki áður verið gerð refsing. Hann var 16 ára gamall er hann framdi brot sitt. Skal litið til þessara atriða við ákvörðun refsingar ákærða, sbr. 4. og 5. tölulið 1. 15 mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 1 9/1940. Þá þykir einnig mega horfa til þess sem fyrir liggur um andleg veikindi ákærða, sbr. vottorð M geðlæknis, dags. 6. nóvember 2018. Brot gegn 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga varða fangelsi ekki skemur en í 1 ár og allt að 16 árum. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir alvarlegt kynferðisbrot. Samkvæmt því og að teknu tilliti til þess sem áður var rakið þykir refsing ákærða, eins og hér stendur á og með vísan til 1. og 2. töluliðar 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga, hæfi lega ákveðin fangelsi í tvö ár og sex mánuði. Í ljósi þess sem að framan er rakið um aldur ákærða á verknaðarstundu og hagi hans þykir mega fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. VII Í málinu krefst brotaþoli miskabóta úr hendi ákærða að fjárhæð 2.500.000 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 10. febrúar 2017, en drá ttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., sömu laga frá því ákærða var birt bótakrafan til greiðsludags. Samkvæmt framansögðu hefur dómurinn slegið því föstu að ákærði hafi brotið gegn brotaþola svo varði við 1. mgr. 194. gr. og 1. mgr. 202. gr. al mennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með hinni refsiverðu háttsemi hefur ákærði bakað sér bótaábyrgð gagnvart brotaþola á grundvelli b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Bætur fyrir miska skulu ákvarðaðar eftir því sem sanngjarnt þykir og við m at á fjárhæð þeirra skal einkum líta til alvarleika brotsins, sakarstigs brotamanns, huglægrar upplifunar brotaþola og loks umfangs tjónsins. Í dómaframkvæmd hefur því verið slegið föstu að brot af því tagi sem hér um ræðir séu almennt til þess fallin að v alda þeim sem fyrir verður sálrænum erfiðleikum. Við mat á miskabótum til handa brotaþola þykir mega líta til þess sem fram kemur í vottorðum sálfræðinganna K og L um þær afleiðingar sem brot ákærða hefur haft á líðan brotaþola, sbr. kafla IV hér að framan . Framburður þeirra vitna sem skýrslu gáfu fyrir dómi og verið hafa í samskiptum við brotaþola eftir að atvik máls gerðust er því jafnframt til stuðnings að stúlkan hafi orðið fyrir umtalsverðum miska við brotið. Með vísan til þessa og að broti ákærða virt u þykja miskabætur til handa brotaþola réttilega ákvarðaðar 1.700.000 krónur. Um vexti og dráttarvexti af kröfunni fer svo sem í dómsorði greinir, en af gögnum málsins verður ráðið að bótakrafa brotaþola hafi verið kynnt ákærða 22. júní 2017. VIII Með vísa n til sakfellingar ákærða, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður honum gert að greiða allan sakarkostnað málsins. Ákærði dæmist því til að greiða sakarkostnað samkvæmt framlögðu yfirliti héraðssaksóknara, dagsettu 12. mars 2018 , samtals 92.000 krónur. Ákærði greiði einnig þóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar Ágústssonar lögmanns, og þóknun skipaðs réttargæslu manns brotaþola, Gunnhildar Pétursdóttur lögmanns, en þóknun verjanda og réttargæslu manns þykir að umfangi málsins vi rtu og með hliðsjón af tímaskýrslum lögmannanna hæfilega ákveðin svo sem í dómsorði greinir. Dóm þennan kveður upp Kristinn Halldórsson héraðsdómari. Fyrir uppsögu dómsins var gætt 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. D Ó M S O R Ð: Ákær ði, X, sæti fangelsi í tvö ár og sex mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum þremur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði 2.621.600 krónur í sakarkostnað, þar með talda þóknun skipaðs verjanda síns, Guðmundar Ágústssonar lögmanns, 1.770.720 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum, og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Gunnhildar Pétursdóttur lögmanns, 758.880 krónur að v irðisaukaskatti meðtöldum. Ákærði greiði brotaþola, A, 1.700.000 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 10. febrúar 2017 til 22. júlí 2017 en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til grei ðsludags.