LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 26. júní 2020. Mál nr. 384/2019 : Ákæruvaldið (Marín Ólafsdóttir saksóknari ) gegn Olg u Sadenko (Stefán Karl Kristjánsson lögmaður , Jónína Guðmundsdóttir lögmaður, 3. prófmál ) Lykilorð Ávana - og fíkniefni. Umferðarlagabrot. Akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Akstur án ökuréttinda. Ökuréttarsvipting. Játning. Viðurlagaákvörðun. Lagaskil. Hegningarauki. Sektarákvörðun. Vararefsing. Sýkna að hluta. Útdráttur Með dómi héraðsdóms var O sakfelld fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, með því að hafa flutt hingað til lands 0,20 grömm af marijúana, og fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa í þrjú skipti ekið bifreið svipt ökurétti og í tvö skipti jafnframt undir áhrif um ávana - og fíkniefna. O játaði sök og var farið með málið samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Var því eingöngu deilt um ákvörðun viðurlaga fyrir Landsrétti. Við meðferð málsins fyrir Landsrétti var þess krafist af hálfu ákæruvaldsins að O yrði sýknuð af því að hafa brotið gegn lögum um ávana - og fíkniefni þar sem sök hennar hefði verið fyrnd og var hún þegar á grundvelli kröfugerðar ákæruvaldsins sýknuð af þeim sakargiftum. Eftir uppkvaðningu hins áfrýjaða dóms höfðu tekið gildi ný umf erðarlög nr. 77/2019 og með hliðsjón af 1. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 dæmdi Landsréttur eftir þeim. Í dóminum kom fram að samkvæmt nýjum umferðarlögum teldist nú ökumaður aðeins undir áhrifum ávana - og fíkniefna eða lyfja og óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega ef ávana - eða fíkniefni eða lyf fyndust í blóði hans. Með vísan til þess að samkvæmt einum ákærulið hefði umferðarlagabrot ákærðu eingöngu verið staðreynt með mælingu efna í þvagi var hún sýknuð af ákæru fyrir að hafa ekið undi r áhrifum ávana - og fíkniefna í umrætt sinn. Að öðru leyti staðfesti Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms um sakfellingu O. Við ákvörðun refsingar var litið til sakaferils O og þess að brot hennar voru öll hegningarauki við eldri dóm, sbr. 78. gr. almennra he gningarlaga. Samkvæmt því og með hliðsjón af 77. gr. sömu laga og áralangrar dómvenju var refsing hennar ákveðin fangelsi í 30 daga auk þess sem henni var gert að greiða sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins en sæta ella fangelsi í 14 daga. Þá var staðfest niðurstaða héraðsdóms um ævilanga sviptingu ökuréttar O og upptöku fíkniefna. 2 Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson og Jóhannes Sigurðsson og Björg Thorarensen , settur landsréttardómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 22. maí 2019 í samræmi við yfirlýsingu ákærð u um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 10. apríl 2019 í málinu nr. S - 128/2019 . 2 Ákæruvaldið krefst þes s að ákærða verði sýknuð af 1. lið ákæru 19. febrúar 2019 en að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um sakfellingu ákærðu samkvæmt 2., 3. og 4. lið hennar, sviptingu ökuréttar og upptöku fíkniefna. Þá krefst ákæruvaldið að refsing ákærðu verði þyngd. 3 Ákær ða krefst þess aðallega að héraðsdómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað en til vara að henni verði ekki gerð refsing. Að því frágengnu krefst ákærða vægustu refsingar sem lög leyfa auk þess sem sviptingu ökuréttinda verði markaður skemmri tími. Málsatvik 4 Eins og fram kemur í hinum áfrýjaða dómi játaði ákærða þau brot sem henni voru gefin að sök í fjórum liðum ákæru. Ákærða játaði sök við þingfestingu málsins og var farið með málið samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærðu hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. 5 Í hinum áfrýjaða dómi var ákærða sakfelld samkvæmt 1. tölulið ákærunnar fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 með því að hafa 13. febrúar 2017 flutt hingað til lands frá Spáni 0,20 grömm af marijúana. Þá var hún sakfelld samkvæmt 2. til 4. tölulið ákærunnar fyrir umferðarlagabrot með því að hafa í þrjú aðgreind skipti ekið bifreið svipt ökuréttindum og í tvö af þeim skiptum jafnframt undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Var ákærðu gert að sæta fangelsi í 30 daga auk þess sem hún var svipt ökurétti ævilangt og 0,20 g af marijúana gerð upptæk. Niðurstaða 6 Í greinargerð ákærðu til Landsréttar er afstaða he nnar til brotanna áréttuð en þar segir: greinargerðinni eru þó tilgreindir ýmsir annmarkar á meðferð málsins sem hún telur ýmist leiða til þess að ómerkja eigi hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar eða til þess að ekki eigi að gera henni refsingu í málinu. Var þessi afstaða jafnframt áréttuð af verjanda hennar við aðalmeðferð málsi ns fyrir Landsrétti. 3 7 Aðalkröfu sína um ómerkingu hins áfrýjaða dóms og heimvísun málsins byggir ákærða meðal annars á því að samningu dómsins sé áfátt þar sem ekki sé getið um andsvör ákærðu í hinum áfrýjaða dómi, sbr. e - lið 2. mgr. 183. gr. laga nr. 88/2 008. Þá byggir ákærða kröfu sína um ómerkingu á því að brot samkvæmt 1. lið ákæru sé fyrnt. Umrætt brot hafi verið framið 13. febrúar 2017 og ákæra gefin út 19. febrúar 2019. Brotið varði ekki þyngri refsingu en sekt og því fyrnist sök vegna þess á tveimur árum, sbr. 1. mgr. 81. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 8 Ákærða gerir þær athugasemdir við 2. lið ákærunnar að verklagsreglum lögreglu hafi ekki verið fylgt við afgreiðslu og meðhöndlun sýna þeirra sem ákærða hafi gefið við rannsókn málsins og verði því ekki á þeim byggt. Því beri að sýkna ákærðu af þessum ákæru lið. Fram kemur að athugasemdum þessum var ekki haldið fram fyrir héraðsdómi. 9 Loks byggir ákærða á því að ekki eigi að gera henni refsingu fyrir brot samkvæmt 3. lið ákærunnar þar sem í því tilviki hafi ávana - og fíkniefni eingöngu mælst í þvagi hennar en ekki í blóði en samkvæmt nýjum umferðarlögum nr. 77/2019 sé gerð krafa um að ávana - og fíkniefni mælist í blóði ökumanns til þess að unnt sé að refsa fyrir akstur undir áhrifum slíkra efna. 10 Í 183. gr. laga nr. 88/2008 er kveðið á um hvaða atriði skuli greina í dómi. Þar kemur meðal annars fram að greina skuli svo stutt og glöggt sem verða má við hvaða sönnunargögn og rök ákæra sé studd og andsvör ákærða við þeim eftir því sem þörf krefur, sbr. e - lið 2. mgr. ákvæðisins. Þá segir í 4. mgr. að þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. megi í máli sem farið sé með samkvæmt 164. gr. laganna láta nægja að skírskota í dómi til ákæru í stað þess að lýsa málsatvikum og geta þess jafnframt að málið sé dæmt með skýlausri játningu ákærða. Fyrir liggur að við meðferð málsins fyrir héraðsdómi játaði ákærða skýlaust þá háttsemi sem henni var gefin að sök í ákæru og hún var sakfelld fyrir í hinum áfrýjaða dómi , sbr. 1. mgr. 164. gr. laganna, og hefur sú afstaða hennar verið áréttuð í greinargerð til Landsréttar og af verjanda hennar vi ð aðalmeðferð málsins þar . Samkvæmt framangreindu eru því ekki efni til að ómerkja hinn áfrýjaða dóm á þeim grundvelli að andsvör hennar við ákvörðun viðurlaga hafi ekki verið reifuð í dóminum. Þá ber þingbók málsins í héraði með sér að málinu hafi verið f restað 20. mars 2019 að beiðni verjanda ákærðu í því skyni að málið yrði flutt um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga, sbr. 2. mgr. 164. gr. laga nr. 88/2008, og að verjandi ákærðu hafi tjáð sig um ákvörðun viðurlaga og málsbætur 3. apríl sama ár. 11 Sé sök veg na brota sem ákært er fyrir fyrnd verður samkvæmt 6. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga hvorki refsað fyrir háttsemina né dæmd viðurlög þau sem mælt er fyrir um í 62. til 67. gr. laganna. Samkvæmt því leiðir það til sýknu reynist sök vegna brota vera fyrn d. Verður kröfu hennar um ómerkingu á þessum grundvelli því hafnað. 12 Svo sem fram er komið tekur ákæruvaldið undir það með ákærðu að sök hennar vegna brots samkvæmt 1. ákærulið sé fyrnd og er þess krafist af hálfu ákæruvaldsins að 4 ákærða verði sýknuð af sak argiftum samkvæmt þessum lið ákæru. Leiðir af lögum að ákærða verði þegar á grundvelli kröfugerðar ákæruvaldsins sýknuð af þeim sakargiftum, sbr. dóm Hæstaréttar 27. september 2018 í máli nr. 521/2017. 13 Athugasemdir ákærðu við 2. lið ákæru lúta að því að ek ki liggi fyrir í málinu beiðnir lögreglunnar um rannsókn á sýnum þeim sem ákærða gaf við rannsókn málsins vegna þessa ákæruliðar. Í greinargerð hennar til Landsréttar segir að ætla verði að meðhöndlun sýna hafi ekki verið með þeim hætti sem áskilið er í ve rklagsreglum lögreglu. Umræddar beiðnir um sýnatöku eru meðal rannsóknargagna málsins og lágu fyrir bæði við meðferð þess fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Ekkert er fram komið sem gefur tilefni til að ætla að meðhöndlun sýnanna hafi ekki verið í samræmi við verklagsreglur lögreglu. 14 Brot ákærðu samkvæmt 2. til 4. ákærulið gegn þágildandi umferðarlögum nr. 50/1987 eru réttilega heimfærð til refsiákvæða í hinum áfrýjaða dómi. Ný umferðarlög nr. 77/2019 tóku gildi eftir uppkvaðningu hins áfrýjaða dóms. Í samræ mi við ákvæði 1. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga verður dæmt um háttsemi ákærðu eftir hinum nýju umferðarlögum, bæði um refsinæmi þeirrar háttsemi sem ákærðu er gefin að sök og um refsingu, að því gefnu að hin nýju ákvæði séu henni í hag eða inntak þeir ra hið sama og áður gildandi refsiákvæða. 15 Ákvæði 1. mgr. 58. gr. gildandi umferðarlaga er efnislega samhljóða 1. mgr. 48. gr. þágildandi umferðarlaga. Verða brot ákærðu samkvæmt 2. til 4. ákærulið, er varða akstur hennar er hún var svipt ökurétti, því hei mfærð undir 1. mgr. 58. gr. gildandi umferðarlaga. 16 Ákvæði 1. mgr. 50. gr. gildandi umferðarlaga er efnislega samhljóða 1. mgr. 45. gr. a eldri umferðarlaga að því leyti sem hér skiptir mál i. Með 2. mgr. 50. gr. gildandi laga voru aftur á móti gerðar þær b reytingar á 2. mgr. 45. gr. a eldri umferðarlaga að ökumaður telst nú aðeins undir áhrifum ávana - og fíkniefna eða lyfja og óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega ef ávana - og fíkniefni eða lyf samkvæmt 1. mgr., sbr. 6. mgr. , 48. gr. gildandi umferðarlaga , finnast í blóði hans en samkvæmt eldra ákvæðinu nægði að slík efni fyndust í blóði eða þvagi. 17 Samkvæmt framangreindu verða brot ákærðu samkvæmt 2. og 3. ákærulið, er varða akstur hennar undir áhrifum ávana - og fíkniefna, því heimfærð til 1., sbr. 2. mgr ., 50. gr. gildandi umferðarlaga. Til þess er þó að líta að brot ákærðu samkvæmt 2. ákærulið var staðreynt með mælingu efna í blóði hennar en brot hennar samkvæmt 3. ákærulið var eingöngu staðreynt með mælingu efna í þvagi. Samkvæmt því hefur þessi breyti ng á ákvæði 2. mgr. 45 gr. a eldri umferðarlaga ekki áhrif á refsinæmi verknaðar ákærð u samkvæmt 2. ákærulið en af þeirri ástæðu verður hún á hinn bóginn sýknuð af ákæru fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna samkvæmt 3. ákærulið. 18 Aðrar málsástæðu r sem ákærða teflir fram og lúta að ómerkingu hins áfrýjaða dóms eða sýknu eru haldlausar og koma ekki til álita við úrlausn málsins. 5 19 Samkvæmt framangreindu verður ákærðu gerð refsing fyrir að hafa í þrjú skipti ekið bifreið svipt ökurétti og í eitt skipt ið jafnframt óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna. 20 Sakaferli ákærðu eru gerð skil í hinum áfrýjaða dómi. Svo sem þar kemur fram voru brot ákærðu öll framin fyrir uppkvaðningu dóms Héraðsdóms Reykjavíkur 13. desember 2017 en í þeim dómi var ákærða sakfelld fyrir vörslur fíkniefna, fyrir að aka svipt ökurétti í annað sinn og undir áhrifum áfengis og ávana - og fíkniefna í þriðja sinni. Þau brot ákærðu sem hún er nú sakfelld fyrir eru hegningarauki við þann dóm, sbr. 78. gr. almennra hegningarlag a . 21 Að framangreindu virtu, þar með töldum sakaferli ákærðu, sbr. 5. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga, 77. gr. sömu laga og áralangri dómvenju verður refsing hennar ákveðin fangelsi í 30 daga. Að auki verður ákærða á grundvelli 4. mgr. 77. gr. dæmd til að greiða 200.000 krónur í sekt til ríkissjóðs, innan fjö gurra vikna frá birtingu þessa dóms en sæta ella fangelsi í 14 daga. 22 Með vísan til 3. mgr. 99. gr. gildandi umferðarlaga, sem er samhljóða 3. mgr. 101. gr. eldri umferðarlaga nr. 50/1987, verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms um ævilanga sviptingu ökurétta r ákærðu staðfest með þeim hætti sem í dómsorði greinir. Þá verður staðfest ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku fíkniefna. 23 Samkvæmt framangreindri niðurstöðu um sýknu ákærðu af hluta sakargifta og með vísan til 1. mgr. 235. gr. og 1. mgr. 237. gr. laga nr . 88/2008 verður ákærð a dæmd til að greiða 3/4 hluta sakarkostnaðar fyrir héraðsdómi, sem samtals nemur 455.232 krónu m , þar með tali n þókn un skipaðs verjanda hennar sem þar v ar ákveðin . Að öðru leyti greiðist sakarkostnaður í héraði úr ríkissjóði. 24 Ákærð a greiði 3/4 hluta áfrýjunarkostnaðar málsins, sem samtals nemur 420.421 krónu, en þar eru meðtalin málsvarnarlaun skipaðs verjanda hennar samtals 400.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. S akarkostnaður fyrir Landsrétti greiðist að öðru leyti úr ríkissj óði. Dómsorð: Ákærða , Olga Sadenko, sæti fangelsi í 30 daga. Ákærða greiði 200.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins en sæti ella fangelsi í 14 daga. Ákærða er svipt ökurétti ævilangt. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku skulu vera óröskuð. Ákærða greiði 3/4 hluta sakarkostnaðar fyrir héraðsdómi, sem samtals nemur 455.232 krónum, þar með talið þóknun verjanda sem þar var ákveðin. 6 Ákærða greiði 3/4 hluta áfrýjunarkostnaðar málsins, sem samtals nemur 420.421 krónu, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 400.000 krónur. Sakarkostnaður greiðist að öðru leyti úr ríkissjóði. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur miðvikudaginn 10. apríl 2019 Mál þetta, sem dómtekið var 3. apr íl sl., er höfðað með ákæru, útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 19. febrúar 2019, á hendur Olgu Sadenko, kt. , , Reykjavík, fyrir eftirtalin umferðar - og fíkniefnalagabrot, með því að hafa: 1. Mánudaginn 13. febrúar 2017 flutt hingað t il lands frá Spáni 0,20 g af maríjúana sem fannst við leit tollvarða í farangri ákærðu. Telst þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reg lugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002. 2. Sunnudaginn 5. nóvember 2017 ekið bifreiðinni svipt ökurétti og óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældi st metamfetamín 480 ng/ml, MDMA 20 ng/ml og tetrahýdrakannabínól 2,0 ng/ml) um Lönguhlíð í Reykjavík, uns lögregla stöðvaði aksturinn á Háteigsvegi við Reykjahlíð, Reykjavík. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. 3. Fimmtudaginn 9. nóvember 2017 ekið bifreiðinni svipt ökurétti og óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í þvagi mældist metamfetamín og tetrahýdrókannabínólsýra) um Höfðaba kka og Bæjarháls í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. 4. Þriðjudaginn 14. nóvember 2017 ekið bifreiðinni svipt ökurétti Suðurlandsveg til suðurs við Rauðavatn í Reykjavík, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1. mgr. 48. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar, til greiðsl u alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. og 102. gr. laga nr. 50/1987, sbr. 25. og 26. gr. laga nr. 44/1993, sbr. 18. gr. laga nr. 66/2006. Þá er krafist upptöku á 0,20 g af maríjúana sem hald var lagt á, verði gert upptækt samkvæ mt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Verjandi ákærðu krefst vægustu refsingar sem lög leyfa og hæfilegrar þóknunar sér til handa. Farið var með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála o g var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu þegar sækjanda og verjanda ákærðu hafði verið gefinn kostur á að tjá sig um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Ákærða hefur skýlaust játað brot sín. Sannað er með játningu ákærðu og öðrum gögnum málsins að ákærða er sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök og eru brot hennar rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. 7 Ákærða er fædd í 1981. Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 11. febrúar 2019, gekkst ákærða undir viðurlagaákvörðun hjá Héraðsdómi Reykjavíkur 2. nóvember 2016 fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Þá gekkst ákærða undir greiðslu sektar með sátt hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hinn 14. febrúar 2017 fyrir vörslur fíkniefna og fyrir að aka undir áhrifum áfengis - og ávana - og fíkniefna, svipt ökurétti. Næst var ákærðu gert að greiða sekt með sátt hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir vörslur fíkniefna hinn 27. febrúar 2017. Loks var ákærða dæmd til að greiða 1.000.000 krónur í sekt með dómi Héraðsdóms Rey kjavíkur hinn 13. desember 2017, einnig fyrir vörslur fíkniefna og fyrir að aka undir áhrifum áfengis og ávana - og fíkniefna, svipt ökurétti. Umferðarlagabrot ákærðu í hinum síðastgreinda dómi voru að hluta til hegningarauki við sáttina frá 27. febrúar 201 7 en að mati dómsins er ljóst að með þeim dómi gerðist ákærða sek um brot gegn 45. gr. og/eða 45. gr. a umferðarlaga nr. 50/1987 í þriðja sinn. Þar sem fyrir liggur í máli þessu að öll brot ákærðu sem hún er sakfelld fyrir í máli þessu voru framin áður e n framangreindur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur féll hinn 13. desember 2017, ber því nú að dæma henni hegningarauka er samsvari þeirri þyngingu refsingarinnar sem kynni að hafa orðið, hefði verið dæmt um öll brotin í fyrra málinu, sbr. 78. gr. almennra hegni ngarlaga nr. 19/1940. Með hliðsjón af framangreindu, sakarefni þessa máls, sem og dómvenju og ákvæðum 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærða svipt ökurétti ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja. Þá eru einnig með vísan til lagaákvæða í ákæru gerð upptæk til ríkissjóðs 0,20 g af maríjúana sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins. Ákærða greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 128.480 krónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, og 328.752 krónur í annan sakarkostnað. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Haukur Gunnarsson saksóknarfulltrúi. Þórhildur Líndal, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóminn. D Ó M S O R Ð: Ákærða, Olga Sadenko, sæti fangelsi í 30 daga. Ákærða er svipt ökurétti ævilangt frá birtingu dómsins að telja. Upptæk eru gerð til ríkissjóðs 0,20 g af maríjúana. Ákærða greiði málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 126.480 krónur og 328.752 krónur í annan sakarkostnað.