LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 17. nóvember 2020. Mál nr. 643/2020 : Ákæruvaldið (Dagmar Ösp Vésteinsdóttir aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Jón Páll Hilmarsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Vitni. Skýrslugjöf. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem fallist var á kröfu brotaþola um að X yrði gert að víkja úr dómsal á meðan hún gæfi skýrslu við aðalmeðferð málsins. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Jón Höskuldsson , Kristbjörg Stephensen og Þo rgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 11. nóvember 2020 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 13. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Austurlands 9. nóvember 2020 í málinu nr. S - /2020 þar sem fallist var á kröfu brotaþola um að varnaraðila verði gert að víkja úr þinghaldi meðan hún gefur skýrslu við aðalmeðferð málsins . Kæruheimild er í n - lið 1. mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála . 2 Sóknaraðili og brotaþoli kref ja st staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Austurlands 9. nóvember 2020 Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 3. nóvember sl., er höfðað af Héraðssaksóknara með ákæru, útgefinni 17. september 2020, á hendur að sök húsbrot, brot 2 gegn nálgunarbanni, kynferðisbrot og stórfellt brot í nánu sambandi, með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð eiginkonu sinnar A, kt. , svo sem þar er nánar rakið. Fram kemur í ákærunni að hin ætluðu brot hafi gerst seinni hluta árs 2019 og fyrri hluta árs 2020, en háttsemi ákærða er þar talin varða við 1. mgr. 194. gr., 209. gr. 1. og 2. mgr. 218. gr. b., 231. gr. og 1. mgr. 232. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Í ákærunni er einnig tilgreind einkaréttarkrafa brotaþola. Málið var þingfest 3. nóvember sl., og neitaði ákærði þá sök og verknaðarlýsingu ákæru. Í kjölfarið krafðist fulltrúi ákæruvalds þess að fr am færi aðalmeðferð máls. Við þingfestingu málsins lá fyrir að réttagæslumaður hafði krafðist þess að ákærði myndi víkja úr dómsal við skýrslugjöf brotaþola við aðalmeðferð málsins, og var þetta áréttað í þinghaldinu. Ákærði andmælti kröfu brotaþola að þes su leyti. Var sakflytjendum, skipuðum réttargæslumanni brotaþola, fulltrúa ákæruvalds og skipuðum verjanda ákærða, gefinn kostur á að tjá sig um kröfuna, en að því loknu var krafan tekin til úrskurðar. Krafa brotaþola er byggð á heimildarákvæði í 1. mgr. 123. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Brotaþoli vísar í rökstuðningi sínum til alvarleika þeirrar ætluðu háttsemi sem lýst er í ákæru og gögnum lögreglu, og að háttsemi ákærða, um margra mánaða skeið, hafi haft alvarlegar afleiðingar á andlega lí ðan hennar og líf. Við flutning málsins var og til þess vísað að brotaþoli hefði að undanförnu dvalið erlendis af ótta við ákærða. Brotaþoli byggir á því að uppfyllt séu skilyrði nefnds lagaákvæðis um að ákærða verði gert að víkja úr dómsal, en þar um vís ar hún m.a. sérstaklega til nýlegra gagna sérfræðilæknis. Við meðferð málsins lýsti fulltrúi ákæruvalds því yfir að hann tæki undir kröfu brotaþola um að ákærða verði vikið úr dómsal á meðan hún gefur skýrslu sína við aðalmeðferð málsins. Var þar um m.a. v ísað til dómafordæma Hæstaréttar Íslands. Ákærði andmælir kröfu brotaþola og krefst hann þess að henni verði hafnað. Ákærði byggir á því að skilyrði 1. mgr. 123. gr. laga nr. 88/2008 séu ekki uppfyllt í máli þessu. Hann bendir á að um sé að ræða grundvalla rréttindi, þ.e. að hann fá að vera viðstaddur umrædda skýrslutöku, og því beri að skýra lagaákvæðið þröngt. Ákærði byggir og á því að framlögð gögn, þ. á m. fyrrnefnd sérfræðivottorð, styðji ekki nægjanlega við kröfu brotaþola, en enn fremur vísar hann til dómafordæma Landsréttar. Í 1. mgr. 166. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála segir að ákærði eigi rétt á því að vera við aðalmeðferð máls. Þetta er meginregla sakamálaréttarfars, en reglan er í samræmi við 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr . og 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Í nefndu ákvæði, 166. gr. sakamálalaganna, er tekið fram að þrátt fyrir fyrrgreinda meginreglu hafi dómari heimild til að ákveða að ákærði víki af dómþingi meðan vitni gefur skýrslu í m áli. Í 1. mgr. 123. gr. laganna segir og að dómari geti að kröfu ákæranda eða vitnis ákveðið að ákærða verði vikið úr þinghaldi meðan vitni gefur skýrslu telji dómari að nærvera ákærða geti orðið vitninu sérstaklega til þyngingar og hafi áhrif á framburð þ ess. Dómurinn lítur svo á að til þess að gripið verði til ofangreinds úrræðis þurfi ríkar ástæður að vera fyrir hendi og að skýra verði fyrrnefnd tvö skilyrði 1. mgr. 123. gr. sakamálalaganna þröngt. Í máli þessu er ákærði borin alvarlegum sökum af brot aþola, en eins og fyrr var rakið er honum í ákæru gefið að sök kynferðisbrot, húsbrot, brot gegn nálgunarbanni og stórfellt brot í nánu sambandi, með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð brotaþola, eiginkonu sinnar. Ákæra ák æruvalds virðist m.a. styðjast við framburð brotaþola, en einnig læknisfræðilegar skýrslur svo og tæknileg gögn lögreglu. Ákærði neitaði sakarefninu við þingfestingu málsins, eins og áður sagði. Samkvæmt ákæru ákæruvalds, sbr. framlögð gögn, var ákærða í tvígang gert að sæta brottvísun af Ákærði st aðfesti við þingfestingu málsins fyrir dómi að umræddar gjörðir hefðu verið birtar honum og að hann hefði skilið þýðingu þeirra. Til þess er að líta að samkvæmt gögnum var ákærða enn birt ákvörðun 3 september sl., sbr. áritun ákærða á dskj. nr. 12. Bannið er víðtækara en hin fyrri og gildir auk þess í 12 mánuði frá birtingu. Í málinu liggur fyrir ítarlegt vottorð geðlæknis, dags. 24. september sl., en einnig bréf sama geðlæknis, dags. 5. október sl. Gögn þessi varða brotaþola, en þeirra var aflað af hálfu skipaðs réttargæslumanns hennar. Í vottorði geðlæknisins er að nokkru r akin heilsufars - og lífssaga brotaþola, en fram kemur að matsviðtal hafi farið fram í byrjun september sl. Í vottorðinu greinir m.a. frá því að brotaþoli sé niðurbrotin andlega og sé haldin mjög alvarlegum kvíða og þunglyndi. Að auki segir frá því í vottor ðinu að brotaþol sé haldin mjög alvarlegum einkennum áfallastreituröskunar, en sé einnig hrædd og óörugg. Þá segir í niðurstöðukafla vottorðsins m.a. um brotaþola: ,,Enginn vafi leikur á því að mikil vanlíðan hennar orsakast af mjög afbrigðilegu sambandi v álitaefnið: ,,Álit undirritaðs er að þau hjón eigi ekki að vera í réttarsal á sama tíma. Slíkt gæti haft mjög Að öllu ofangreindu virtu er að ál iti dómsins nægjanleg rökstutt af hálfu brotaþola og ákæruvalds að fyrrgreind lagaskilyrði 1. mgr. 123. gr. laga nr. 88/2008 séu uppfyllt, þ.e. að nærvera ákærða í dómsal geti orðið brotaþola sérstaklega til þyngingar og haft áhrif á framburð hennar. Verðu r því fallist á kröfuna og ákærða gert að víkja úr þinghaldi á meðan brotaþoli gefur skýrslu við aðalmeðferð málsins. Í því viðfangi er til þess að líta að ákærða verður lögum samkvæmt gert kleyft að fylgjast með skýrslutökunni um leið og hún fer fram og a ð skipuðum verjanda hans verði einnig gefin kostur á því að gagnspyrja brotaþola, sbr. ákvæði 3. mgr. 123. gr. laga nr. 88/2008. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Ákærði, X, skal víkja úr þinghaldi er skýrsla verður te kin af A, við aðalmeðferð málsins.