LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 7. júní 2019. Mál nr. 877/2018: A (Helgi Birgisson lögmaður, Sölvi Davíðsson lögmaður, 4. prófmál) gegn Sjóvá - Almennum tryggingum hf. (Kristín Edwald lögmaður) Lykilorð Líkamstjón. Örorka. Bifreiðar. Skaðabætur. Matsgerð. Sératkvæði. Útdráttur A og S hf. deildu um bótaskyldu S hf. vegna áverka sem A hlaut þegar bifreið var ekið aftan á bifreið hennar í maí 2016. S hf. hafnaði bótaskyldu og taldi að rekja mætti einkenni A til annars umferðarslyss sem hún varð fyrir á árinu 2014. A reisti kröfu sína á matsgerð eins læknis, sem A aflaði án aðkomu S hf., en hann mat varanlega örorku A 2% og varanlegan miska 4 stig. S hf. aflaði matsgerðar dómkvadds matsmanns um hraða bifreiðarinnar sem ekið var aftan á bifreið A og taldi matsma ðurinn að líklegasti hraði hennar hefði verið 8,5 km/klst. við áreksturinn. Í dómi Landsréttar kom fram að einkennum A hefði í matsgerðinni verið lýst á svipaðan hátt og í læknisvottorði sem ritað var tæpum fjórum mánuðum fyrir síðara umferðarslysið. Með v ísan til þess að árekstur bifreiðanna hefði verið mjög vægur og að virtum afleiðingum þess líkamstjóns sem A varð fyrir í umferðarslysi á árinu 2014 staðfesti Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms um að A hefði ekki sýnt fram á að orsakatengsl væru milli umfer ðarslyssins í maí 2016 og þeirra einkenna sem lýst væri í matsgerðinni. Var S hf. því sýknað af kröfu A. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Ingveldur Einarsdóttir , Sigurður Tómas Magnússon og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 28. nóvember 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 1. nóvember 2018 í málinu nr. E - 3302/2017 . 2 Áfrýjandi krefst þess að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og breytt á þann veg að st efndi verði dæmdur til að greiða sér 1.254.847 krónur með 4,5% vöxtum af 423.160 krónum frá 27. maí 2016 til 27. ágúst sama ár, en af 1.234.159 krónum frá þeim degi til 19. maí 2017, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og 2 verðtryggin gu nr. 38/2001 af 1.254.847 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur og að áfrýjandi verði dæmdur til að gr eiða sér málskostnað fyrir Landsrétti. Til vara krefst stefndi þess að kröfur áfrýjanda verði lækkaðar verulega og að málskostnaður falli niður. Niðurstaða 4 Eins og rakið er í hinum áfrýjaða dómi kemur fram í læknisvottorði 2. febrúar 2016 vegna umsóknar áfrýjanda um örorkubætur að hún hefði í kjölfar umferðarslyss á árinu 2014 glímt við verulega verki frá hálsi og hrygg og ætti við aukið svefnleysi að stríða. Sá læknir sem ritaði læknisvottorðið taldi hana hafa verið óvinnufæra frá 16. júlí 2012. Í matsgerð B læknis 29. mars 2017, um afleiðingar líkamstjóns sem áfrýjandi varð fyrir í umferðarslysi 27. maí 2016 kemur fram að áfrýjandi hefði í slysinu hlotið væg a hálstognun og tognun á brjósthrygg og að fyrri einkenni hefðu ýfst upp og versnað. Var varanleg örorka áfrýjanda metin 2% og varanlegur miski 4 stig. Einkennum hennar var þannig lýst í matsgerðinni á svipaðan hátt og lýst er í framangreindu læknisvottorð i sem ritað var tæpum fjórum mánuðum fyrir síðara umferðarslysið. 5 Með vísan til þeirra forsendna héraðsdóms að árekstur bifreiðar áfrýjanda og bifreiðarinnar 27. maí 2016 hafi verið mjög vægur og að virtu því sem að framan hefur verið rakið um afleiðin gar þess líkamstjóns sem áfrýjandi varð fyrir í umferðarslysi á árinu 2014 hefur hún ekki sýnt fram á að orsakatengsl séu milli umferðarslyssins 27. maí 2016 og þeirra einkenna sem lýst er í framangreindri matsgerð. Að þessu gættu, en að öðru leyti með vís an til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. 6 Rétt er að málskostnaður fyrir Landsrétti falli niður. Dómsorð : Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Sératkvæði Vilhjálms H. Vilhjálmssonar 7 Ég er ekki sammála forsendum og niðurstöðu meirihluta dómenda. 8 Áfrýjandi byggir dómkröfur sínar á matsgerð B læknis, 29. mars 2017, en matsgerðin er sérfræðilegt álit um örorku - og/eða miskastig tjónþola samkvæmt skaðabótalögum nr. 50/1993. Í matsgerðinni er lý st ítarlegri læknisskoðun á áfrýjanda, árekstri bifreiðanna, einkennum áfrýjanda eftir líkamstjón í fyrri aftanákeyrslu og einkennum eftir hina seinni. Einnig reifar matsmaðurinn PC - Crash - útreikning a J 5. júní 2016, 3 sem þá lá gu fyrir í málinu og stefnda by ggði synjun bótaskyldu á. Í matsgerðinni kemur fram að matsmaðurinn hefur k ynnt sér útreikningana sem byggjast á formbreytingum (tjóni) á ökutækjunum með hliðsjón af gagnagrunni í sambærilegum tjónum. Matsmaðurinn segir slíka útreikninga geta veitt vísbend ingu um hvort líkamstjón hafi hlotist af árekstri en einnig verði að líta til þess að um líkindaútreikning sé að ræða þar sem metinn sé líklegasti hraði bílsins við áreksturinn en annað ekki svo sem ekki líkamlegt ástand tjónþola eftir slysið. Matsmaðurinn bendir einnig á að áreksturspróf í tilraunaskyni nái ekki að endurskapa aðstæður við raunverulega árekstra en þar séu ökumenn ekki viðbúnir árekstrinum og því í mjög mismunandi líkamlegu ástandi til að þola afleiðingar hans ólíkt ökumönnum í tilraununum. Þannig komi fjölmargir aðrir þættir en eðlisfræðilegir til við mat á því að ákvarða umfang hins líkamlega skaða. 9 Þessar athugasemdir matsmannsins eiga einnig við um eðlisfræðilegan útreikning H , dómkvadds matsmanns, í matsgerð 4. maí 2018 , en hún er bygg ð á sömu forsendum. 10 Það er rökstudd niðurstaða matsmannsins að í umferðarslysinu 27. maí 2016 hafi áfrýjandi hlotið væga hálstognun og tognun á brjósthrygg og að fyrri einkenni hafi ýfst upp og versnað. Varanlegur miski áfrýjanda er svo metinn 4% og við ma tið stuðst við töflu örorkunefndar um miskastig, að teknu tilliti til fyrra heilsufars tjónþola eins og segir í matsgerðinni. Matsmaðurinn telur því læknisfræðilegt orsakasamhengi vera milli árekstursins og aukins miska áfrýjanda. Þá kemur einnig fram að m atsmaður telur ekki útilokað að áfrýjandi hefði getað átt afturkvæmt á vinnumarkað þrátt fyrir fyrri einkenni. Afleiðingar seinna slyssins séu til þess fallnar að draga úr þeirri getu og varanleg örorka hennar af þess völdum því metin 2%. 11 Matsmaður kom fyr ir héraðsdóm, staðfesti matsgerðina og svaraði spurningum lögmanna aðila og dómara. Meðal annars kom þar fram að hann teldi framlagða PC - skýrslu um áreksturinn og matsgerð H ekki breyta niðurstöðu matsgerðar sinnar. Virtist matsmaðurinn H reyndar fyrir dómi taka undir þá skoðun að það væri ekki hans í endurriti af þinghaldinu. 12 Engu a ð síður var matsgerð Ármanns það gagn sem héraðsdómur lagði til grundvallar sýknudómi sínum. Héraðsdómur, sem var ekki skipaður sérfróðum meðdómendum, taldi því að áreksturinn 27. maí 2016 hefði verið svo vægur að ósannað væri að áfrýjandi hefði orðið fyr i r líkamstjóni af völdum hans. Héraðsdómur vék þannig fyrirliggjandi matsgerð læknis á læknisfræðilegum afleiðingum árekstursins á áfrýjanda til hliðar með eigin mati. Hraði jeppabifreiðarinnar var þó metinn á bilinu 7 - 11 kílómetrar á klukkustund við árekst urinn og reyndist afturstuðari bifreiðar áfrýjanda aflagaður eftir hann auk þess sem formbreyting varð á hægri hluta stuðarans eftir höggið eins og getið var hér að framan. Slíkur hraði við aftanákeyrslu hefur verið talinn nægilegur til þess að valda óviðb únum ökumanni varanlegu líkamstjóni, sbr. 4 dóm Hæstaréttar í sambærilegu máli nr. 542/2012 þar sem ökuhraði við árekstur var í eðlisfræðilegu mati talinn vera 6 , 1 km . á klukkustund. 13 Áfrýjandi krafði stefnda um greiðslu skaðabóta á grundvelli fyrrnefndrar l æknisfræðilegrar matsgerðar sem er fullgilt sönnunargagn samkvæmt 10. gr. skaðabótalaga, bæði um mat á áhrifum fyrri áreksturs og um orsakasamhengi, en héraðsdó mur komst að annarri niðurstöðu án fullnægjandi rökstuðnings. Stefndi ákvað að nýta sér ekki hei mild 10. gr. skaðabótalaga til að bera matsgerðina og niðurstöðu hennar undir örorkunefnd og óskaði ekki eftir dómkvaðning u matsmanna til að hnekkja matsgerðinni . Með henni telst því sannað að áfrýjandi varð fyrir líkamstjóni í á rekstrinum 27. maí 2016 og ber þess vegna að taka kröfur áfrýjanda fyrir Landsrétti til greina eins og Hæstiréttur hefur ítrekað gert þegar fyrirliggjandi örorkumati hefur ekki verið hnekkt með álitsgerð örorkunefndar eða mati dómkvaddra matsmanna, sbr. mál nr. 386/2004 og 104/2012. Ekki er tölulegur ágreiningur með aðilum . Samkvæm t framansögðu tel ég því að fallast beri á kröfu áfrýjanda og dæma stefnda til að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 1. nóvember 2018 Mál þetta var höfðað með birtingu stefnu 23. október 2017 og dómtekið að lokinni aðalmeðferð 30. Almennum tryggingum hf., Kringlunni 5, Reykjavík. Stefnandi krefst þess að stefndi greiði henni 1.254.847 krónur með 4,5% vöxtum af 423.160 krónum frá 27. maí 2016 til 27. ágúst 2016, en þá af 1.234.159 krónum frá þeim degi til 19. maí 2017, en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 af krónum 1.254.847 krónur frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar eins og mál þetta væri ekki gjafsóknarmál. Af hálfu stefnda er krafist sýknu og að stefnandi verði dæmd til greiðslu málskostnaðar, en til vara er farið fram á að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega og málskostnaður í því tilviki felldur niður. I. Málsatvik eru þau stefnandi varð fyrir umferðarslysi 27. maí 2016. Stefnandi var ökumaður aftan á hana. Lagðar hafa verið fram myndir af bifreiðunum sem sýna vægar skemmdir á þeim. Við áreksturinn kveðst stefnandi hafa fengið hnykk á líkamann. Í kjölfar slyssins, eða um 15 - 30 mínútum síðar, kveðst stefnandi hafa fundið fyrir vaxandi höfuðverk og verk aftur í hálsi. Leitaði hún á slysadeild Landspítalans og var þar greind með tognun og ofreynslu á hálshrygg. Stefnandi tilkynnti um tjón sitt til stefnda með tilkynningu 31. maí 2016. Stefnandi leitaði til lögmanns 18. október 2016 sem tilkynnti um hagsmunagæslu til stefnda með bréfi og tölvupósti, dags. 21. október 2016. Af hálfu stefnda var bótaskyldu hafnað samdægurs og síðar ítrekað að félagið hygðist ekki greiða kostnað vegna málsins. Stefnandi vildi ekki una við þessa afstöðu félagsins þar sem hún taldi að varanlegar afleiðingar hefðu hlotist af slysinu. Í því skyni að sýna sýna fram á afleiðingar slyssins var með matsbeiðni 3. mars 2017 óskað eftir því að B læknir legði mat á afleiðingar slyssins á grundvelli skaðabótalaga nr. 50/1993. Niðu rstöður matsmanns, sbr. matsgerð 29. mars 2017, voru þessar: Tímabundið atvinnutjón skv. 2. gr.: Ekkert Tímabil þjáningarbóta skv. 3. gr.: Ekkert Varanlegur miski skv. 4. gr.: 4 stig Varanleg örorka skv. 5. gr.: 2% 5 Stöðugleikapunktur: 2 7. ágúst 2016. Með kröfubréfi 19. apríl 2017, fór stefnandi fram á það við stefnda að félagið greiddi bætur í samræmi við niðurstöður matsgerðarinnar. Með tölvupósti 29. maí 2016 hafnaði stefndi greiðslu bóta með svohljóðandi rökstuðningi: Við höfum farið yfir matsgerð B, læknis vegna afleiðinga slyss A þann 27. maí 2016. Við munum ekki hlíta matinu þar sem við erum ekki sammála matsmanni um að orsakatengsl séu til staðar milli slyssins og þeirra einkenna sem umbj. þinn rekur til þess. Matsg erð B, læknis var einhliða aflað af umbj. þínum án aðkomu félagsins og hefur því lítið sem ekkert sönnunargildi. Áreksturinn var mjög vægur og ekki til þess fallinn að valda varanlegum einkennum. Einkenni umbj. þíns eru mjög almenn og hrjá mjög marga án þ ess að slys komi til. Þá hefur umbj. þinn sögu um sömu einkenni sem hún rekur til slyss í árslok 2014. Hún hefur því ekki sýnt fram á að hún hafi orðið fyrir varanlegu líkamstjóni sem hægt er að rekja til slyssins þann 27. maí 2016 Að svari stefnda móttek nu höfðaði stefnandi mál þetta til greiðslu bóta úr ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar II. Stefnandi byggir skaðabótakröfu sína á 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 þar sem fram kemur að sá sem ábyrgð ber á skráningarskyldu vélknúnu ökutæki skuli bæta t jón sem hlýst af notkun þess. Stefnandi telur ljóst að orsakatengsl séu á milli tjóns hennar og slyssins. Því til stuðnings vísar stefnandi til þess að afleiðingar slyssins hafi verið metnar með matsgerð B læknis og henni ekki verið hnekkt. Fyrir liggi að stefndi hafi neitað að koma að mati á afleiðingum slyssins. Vegna afstöðu félagsins eigi stefnandi ekki annarra kosta völ en að höfða mál þetta á hendur stefnda til greiðslu bóta úr ábyrgðartryggingu ökutækis grundvelli 1. mgr. 44. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga. Stefnandi sundurliðar bótakröfur sínar með eftirfarandi hætti: 1. Bætur skv. 1. gr. skbl.: 5.033 + 600 + 400 + 1.200 + 4.502 + 8.953 kr. 20.688, - 2. Bætur skv. 4. gr. skbl.: 4.000.0 00 x (8680/3282) x 4% kr. 423.160, - 3. Bætur skv. 5. - 7. gr. skbl.: 1.200.000 x (8615/3282) x 12,873 x 2% kr. 810.999, - Samtals: kr. 1.254.847, - Kröfugerð stefnanda miðast við matsgerð B læknis 29. mars 2017. Krafa stefnanda um bætur vegna sjúkrakostnaðar og annars fjártjóns byggir á 1. gr. skaðabótalaga. Kröfufjárhæð tekur mið af framlögðum reikningum sem sýna útlagðan kostnað stefnanda vegna slyssins. Krafa stefnanda um bætur vegna varanlegs miska byggir á 4. gr. skaðabótalaga og áðurgrein du mati um 4 stiga varanlegan miska. Fjárhæð bótanna tekur mið af grunnfjárhæðinni 4.000.000 kr., uppfærðri miðað við lánskjaravísitölu í apríl 2017, sbr. 15. gr. laga nr. 50/1993. Krafa um bætur vegna varanlegrar örorku tekur einnig mið af framangreindri matsgerð. Var varanleg örorka talin hæfilega metin 2% og miðast kröfugerð stefnanda við þá niðurstöðu. Við útreikning bóta er tekið mið af aldursstuðlinum 12,873 samkvæmt skaðabótalögum, en á stöðugleikapunkti var stefnandi 29 ára og 332 daga gömul. Við ák vörðun bóta vegna varanlegrar örorku er tekið mið af grunnfjárhæð 3. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1993, 1.200.000 kr., uppfærðri miðað við lánskjaravísitölu í ágúst 2016, sbr. 15. gr. sömu laga. Um vexti vísar stefnandi til ákvæða laga nr. 50/1993 og laga nr. 3 8/2001 um vexti og verðtryggingu. III. Stefndi byggir sýknukröfu sína aðallega á því að orsakatengsl milli þeirra einkenna og verkja sem stefnandi býr við í dag og umferðarslyssins 27. maí 2016 séu ósönnuð. Stefnandi beri sönnunarbyrðina 6 fyrir orsök og umfangi tjóns síns en hafi ekki sannað að einkenni hennar megi rekja til umrædds umferðarslyss. Stefndi telur að engar líkur séu á því að umrætt umferðarslys hafi valdið stefnanda tímabundnu eða varanlegu líkamstjóni með þeim hætti sem stefnandi heldur fra m. Stefndi telur í fyrsta lagi að kraftur í umræddum tjónsatburði hafi ekki verið nægur til þess að valda skaða á líkama stefnanda eða nokkurs farþega í sömu bifreið. Tjónsatburðurinn þurfi að hafa haft það sem megi kalla næga tjónseiginleika. Í því felist að stefnandi þurfi að að hafa lent í atburði sem hafi haft nægilega krafta til að bera, til að valda þeim varanlegu einkennum sem stefnandi rekur til slyssins. Samkvæmt svonefndri PC Crash skýrslu 5. júní 2016 hafi höggið á bifreið stefnanda í árekstrinum verið mjög vægt. Nánast engar skemmdir hafi orðið á bifreiðunum. Skemmdir á þeirri bifreið sem stefnandi ók hafi orðið þær einar að plaststuðarakápa á afturstuðara bifreiðarinnar gekk lítillega inn og lakkskemmdir orðið á stuðaralista. Skemmdir á þeirri b ifreið sem ekið var aftan á bifreið stefnanda hafi orðið þær einar að lítil beygla myndaðist á númeraplötu á framstuðara og lakk á stuðarakápu rispast. Samkvæmt PC Crash útreikningum hafi aftari bifreiðin verið á 4,9 til 6,6 km/klst. hraða þegar hún rakst aftan á bifreið stefnanda. Líklegasti hraði hafi verið talinn 5,6 km/klst hraði. Þyngdarhröðun af högginu sem kom á bifreið stefnanda í árekstrinum hafi verið mæld á bilinu 0,96G til 1,21G. Líklegasta gildi samkvæmt ofangreindum mælingum hafi verið talið 1 ,05G. Stefndi bendir á að fjölmargar rannsóknir hafi sýnt að þegar um vægt högg af árekstri sé að ræða, eins og í þessu tilfelli, sé ómögulegt að ökumaður eða farþegar í þeirri bifreið sem fékk á sig höggið hafi orðið fyrir varanlegu líkamstjóni. Samkvæmt framlagðri rannsókn Castro og meðhöfunda hafi engir fjölmargra sjálfboðaliða orðið fyrir varanlegum áverkum í aftanákeyrslum þar sem munur á hraða fremri og aftari bifreiðar hafi verið á bilinu 10 til 15 km/klst. Þetta jafngilti því að þyngdarhröðun fremri bifreiðarinnar hafi verið á bilinu 2,1 til 3,6G og þyngdarhröðun á höfuð sjálfboðaliðana á bilinu 4,9 til 9,0G. Allir sjálfboðaliðarnir hafi verið búnir að ná sér eftir viku og enginn sýnt merki um varanlega áverka. Þá hafi komið fram í niðurstöðum rannsó knarinnar að tognun á hálsvöðvum vegna yfirréttu verði ekki ef hraðamunur á fremri og aftari bifreið í aftanákeyrslu er minni en 15 km/klst. Í árekstri stefnanda 27. maí 2015 hafi hraðamunur á bifreiðunum verið um það bil 5 km/klst. Áreksturinn 27. maí 201 6 hafi verið mun vægari en þeir árekstrar sem voru framkvæmdir vegna ofangreindrar rannsóknar. Þá sé þyngdarhröðun á höfuð ökumanns eða farþega í bifreiðum sem ekið er aftan á reiknuð í ákveðnu margfeldi af þyngdarhröðun sem bifreiðin verður fyrir af höggi nu. Þyngdarhröðun á bifreið stefnanda í umræddum árekstri hafi verið helmingi minni en þyngdarhröðun í vægustu árekstrunum í ofangreindri rannsókn. Sökum margfeldisáhrifanna hafi því þyngdarhröðun á höfuð stefnanda í árekstrinum 27. maí 2016 verið margfalt minni en þyngdarhröðun á höfuð sjálfboðaliðanna í vægustu árekstrum rannsóknarinnar. Frásögn ökumanns aftari bifreiðarinnar í umræddum árekstri styður að mati stefnda niðurstöðu PC - Crash skýrslunnar um að höggið af árekstrinum hafi verið smávægilegt. Í t jónstilkynningu 27. maí 2016 skrifaði hann orðrétt: Stefndi telur samkvæmt ofangreindu að tjónsatburðurinn sem stefnandi rekur einkenni sín til hafi alls ekki haft næga krafta til þess að valda varanlegu líkamstjóni og því sé ómögulegt og ósannað að einkenni stefnanda verði rakin til umrædds árekstrar 27. maí 2016. Stefndi telur í öðru lagi að einkenni sem stefnandi rekur til umrædds umferðarslyss séu þau sömu og hún þjáðist af fyrir 27. maí 2016 og rekja megi til annars umferðarslys sem stefnandi varð fyrir 16. október 2014. Samkvæmt matsgerð þeirra C, læknis og D hrl. 23. nóvember 2015 hafi va ranleg einkenni stefnanda vegna hálstognunar eftir árekstur 16. október 2014 verið metin til 5 stiga miska og 5% varanlegrar örorku. Einnig hafi einkenni frá mjóbaki verið metin til 3 stiga miska og 3% örorku. Þá komi fram í vottorði vegna umsóknar stefnan da um örorkubætur 2. febrúar 2016 að stefnandi hafi lent í aftanákeyrslu í lok árs 2014 og síðan þá glímt við verulegt verkjavandamál í hálsi og hrygg. Við læknisskoðun 2. febrúar 2016 hafi stefnandi haft skerta hreyfingu í hálsi við hreyfingu höfuðs fram og aftur og við hliðarhreyfingar. Þá hafi stefnandi verið með eymsli í hnakkafestum og hálsvöðvum. Ofangreint læknaviðtal og skoðun hafi farið fram aðeins rúmlega þremur mánuðum áður en stefnandi lenti í árekstrinum 27. maí 2016. 7 Á slysdegi hafi stefnandi lýst verkjum aftan í hálsi og vaxandi höfuðverk á bráðamóttöku sbr. vottorð E læknis 27. maí 201. Stefnandi hafi næst leitað til læknis 20. júní 2016, sbr. vottorð F læknis 9. desember 2016. Þá hafi hún fundið til verkja í hálshrygg sem leiddu niður í brjó sthrygg og haft skerta hreyfingu við færslu höfuðs bæði fram og aftur og til hliðanna. Á matsfundi sem fór fram í lok mars vegna örorkumats B á afleiðingum umferðarslyss 27. maí 2016 lýsti stefnandi verkjum og hreyfiskerðingu í hálshrygg og herðum sem leid du niður í brjóstbak. Einkenni sem stefnandi lýsi eftir áreksturinn 27. maí 2016 séu því sömu og/eða svipuð og þau sem hún hafi lýst mjög skömmu áður hjá lækni vegna umsóknar um örorkubætur og á matsfundi þar sem afleiðingar umferðarslyss 16. október 2014 voru metnar. Stefndi telur í þriðja lagi að einkenni stefnanda séu ekki sértæk fyrir afleiðingar umferðarslyss heldur sé um að ræða sömu einkenni og hrjá tugþúsundir Íslendinga án þess að slys hafi komið til. Stefndi telur að matsgerð B læknis frá 29. mar s 2017, þar sem afleiðingar umferðarslyssins 27. maí 2016 voru metnar til 4 stiga miska og 2% varanlegar örorku vegna þess að fyrri einkenni hafi versnað, ekki hafa nokkuð sönnunargildi um orsakatengsl milli slyssins og þeirra einkenna sem stefnandi rekur til þess. Matsgerðarinnar hafi í fyrsta lagi verði aflað einhliða af stefnanda og í öðru lagi aðeins verið unnin af einum lækni en ekki lækni og lögfræðingi eins og venja sé með örorkumöt vegna uppgjörs úr tryggingum þar sem uppgjörið fer fram samkvæmt ska ðabótalögum nr. 50/1993. Bæði ofangreind atriði rýri sönnunargildi matsgerðarinnar að svo verulegu leyti að á henni verði ekki byggt. Matsgerðin sé einnig haldin verulegum göllum sem snúi að því að matsmaður sé ekki löglærður. Samt sem áður svari hann til um lögfræðileg álitaefni eins og orsakatengsl og varanlega örorku og fullyrði að orsakatengsl séu milli umferðarslyssins 27. maí 2016 og að einkenni stefnanda hafi versnað þó svo engin af skilyrðum um orsakatengsl í líkamstjónamálum séu uppfyllt. Þegar um jafn vægan árekstur sé að ræða og í þessu tilfelli verði að gera enn strangari kröfur um sönnun á líkamstjóni eins og t.d. að ný einkenni eða veruleg og marktæk versnun á fyrri einkennum komi fram skömmu eftir slys. Þá byggi vottorð lækna og matsgerð B ein göngu á frásögn stefnanda og frásögnin sé ekki studd af neinum hlutlægum rannsóknum. Ekkert af skilyrðum um sönnun á orsakatengslum milli umrædds áreksturs og þess líkamstjóns sem stefnandi rekur til þess atburðar séu uppfyllt í þessu máli. Tjónsatburðurin n hafi ekki haft næga krafta til þess að valda líkamstjóni, ný einkenni hafi ekki komið fram fljótlega eftir slys og einkenni sem stefnandi reki til slyssins séu ekki sértæk fyrir umræddan árekstur heldur aðeins almenn einkenni frá hálsi og herðum. IV. Vi H dósent. Gerð verður grein fyrir því sem fram kom í skýrslum þeirra eftir því sem tilefni er til. Fyrir liggur að stefnandi þessa máls lenti í umferðars lysi 16. október 2014, en þá var ekið aftan á bifreið sem hún ók. Ekki er um það deilt að hún hafi við það slys hlotið hálstognun, sem með matsgerð X læknis og D lögmanns 23. nóvember 2015 var metin til miska og örorku. Í nefndri matsgerð var lýst eymslum yfir vöðvum í hálsi og herðum stefnanda, eymslum yfir vöðvum í mjóbaki og lítillega skertri hreyfingu í hálsi. Í samantekt og áliti matsmanna kom fram að stefnandi hafði ekki fengið neinn bata í sjúkraþjálfunarmeðferð. Af hálfu stefnanda hefur undir rekst ðu læknisvottorði I 2. febrúar 2016 vegna umsóknar stefnanda um örorkubætur kemur fram að hún hafi lent í síðastgreindu vottorði kemur fram að við læknisskoðun Í matsgerð B læknis 29. mars 2017, sem unnin var að beiðni stefnanda, var komist að þeirri niðurstöðu að stefnandi hafi í árekstrinu m 27. maí 2016 hlotið væga hálstognun og tognun á brjósthrygg og að fyrri Svo sem rakið hefur verið hér að framan hafa komið fram gögn sem sýna að stefnandi haf ði fyrir áreksturinn 27. maí 2016 lýst verkjum og skertri hreyfigetu sem sett voru í samhengi við fyrrnefndan árekstur í októbermánuði 2014. Þetta er tíundað hér þar sem allar framkomnar upplýsingar um áreksturinn 8 27. maí 2016 benda til þess að þar hafi ve rið um mjög vægt samstuð að ræða. Þannig sýna ljósmyndir af bifreið stefnda aðeins lítilfjörlega dæld í plastkápu afturstuðara og lakkskemmdir á stuðaralista. Hvað aftari bifreiðina áhrærir sýna ljósmyndir litla beyglu á númeraplötu. Í gögnum málsins er au k þess talað um ristu á stuðarakápu aftari bílsins. Í skýrslu sinni við aðalmeðferð málsins lýsti ökumaður bifreiðarinnar Meðal dómskjala er matsgerð H, dósents vi ð tækni - og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, sem dómkvaddur var að beiðni stefnda til að meta líklegasta hraða bifreiðarinnar sem ók aftan á bíl stefnanda 27. maí 2016, auk þess að leggja mat á þann þyngdarkraft sem verkað hafi á stefnanda í umrætt si nn. Í niðurstöðum matsgerðar H kemur fram að líklegasti hraði aftari bifreiðarinnar þegar hún rakst á bíl stefnanda 27. maí 2016 hafi verið 8,5 km/klst og að líklegasta hröðun sem verkaði á matsþola í umrætt sinn hafi samsvarað 1,6g. Spurður nánar út í þes mjög há hröðun. Að þessum upplýsingum virtum þykir sýnt að áreksturinn 27. maí 2016 hafi ver ið svo vægur að ósannað sé að stefnandi hafi orðið fyrir líkamstjóni af þeim völdum. Hefur dómurinn í því samhengi litið til þeirrar staðreyndar að stefnandi hafði lýst samsvarandi óþægindum í tengslum við umsókn um örorkubætur vegna fyrri árekstrar sem hú n lenti í á árinu 2014. Stefnandi hefur ekki lagt fram nein gögn sem rennt gætu stoðum undir að hún hafi verið búin að fá bót þeirra meina þegar síðari áreksturinn varð. Með því að orsakatengsl eru samkvæmt þessu ósönnuð milli þeirra einkenna sem stefnandi hafði áður lýst og þess væga samstuðs sem varð í umrætt sinn 27. maí 2016 verður stefndi sýknaður af kröfum stefnanda. Eftir atvikum þykir rétt að hvor aðili beri kostnað af rekstri málsins. Innanríkisráðuneytið veitti stefnanda gjafsóknarleyfi 2. febrúa r 2018. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist því úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar svo sem getur í dómsorði og hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Sjóvá - Almennar tryggingar hf., er sýkn af kröfum stefnanda, A. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, Ingibjargar Pálmadóttur, 700.000 krónur.