LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 7. júní 2019. Mál nr. 616/2018 : Ákæruvaldið ( Hrafnhildur M. Gunnarsdóttir saksóknari ) gegn X ( Valgeir Kristinsson lögmaður , Steinbergur Finnbogason lögmaður, 2. prófmál ) (Guðmundur Ágústsson réttargæslumaður) Lykilorð Líkamsárás. Hótun. Sönnun. Skilorð. Miskabætur. Útdráttur X var sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 fyrir að hafa veist að dóttur sinni, A, og tekið hana kverkataki. Var refsing X ákveðin fangelsi í tvo mánuði en fullnustu refsingarinnar var frestað skilorðsbundið í tvö ár. Þá var X gert að greiða A miskabætur. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Ragnheiður Harðardóttir og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 25. júní 2018 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 25. október 2017 í málinu nr. S - 307 /2017 . 2 Ákæruvaldið krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms. 3 Ákærði krefst aðallega sýknu en til vara refsilækkunar. Þá krefst ákærði þess að miskabótakröfu brotaþola verði vísað frá dómi, til vara að hann verði sýknaður af henni en að því frágengnu að tildæmdar miskabætur verði lækkaðar. 4 Brotaþoli, A , krefst þess aðallega að ákærða verði gert að greiða sér miskabætur 800.000 krónur ásamt nánar tilgreindum vöxtum en til vara að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um greiðslu miskabóta. 5 Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti var spiluð mynd - og hljóðupptaka af fr amburði vitnisins C fyrir héraðsdómi. 2 Niðurstaða 6 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. 7 Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og þóknun réttargæs lumanns brotaþola, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði, X , greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, samtals 530.085 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjan da síns, Valgeirs Kristinssonar lögmanns, 300.000 krónur, og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Guðmundar Ágúst ssonar lögmanns, 200.000 krónur . Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S - 307/2017: Mál þetta, sem dómtekið var 13. október 2017, var höfðað með ákæru lögreglustjórans á veist að dóttur sinni A, kt vegg, allt með þeim afleiðingum að A hlaut eymsli í vöðvum beggja vegna við háls og verk í hálsi, þótti sárt að kyngja með vægum dreifðum roða í koki, og jafnfra mt á sama tíma hótað henni, sagst ætla að drepa hana og var þetta til þess fallið að vekja hjá A ótta um líf sitt og velferð. Telst þetta varða við 1. mgr. 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 4. gr. laga nr. 23, 2016 og 233. gr. sömu la ga. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkröfur: Í málinu gerir Ólöf Heiða Guðmundsdóttir hdl. f.h. brotaþola, , kröfu um miskabætur úr hendi ákærða að fjárhæð kr. 800.000, með vöxtum skv. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38, 2001 um vexti og verðtryggingu, frá 10.05.2016 en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þ essi er birt til greiðsludags. Einnig er þess krafist að kærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt siðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að Verjandi gerir þær kröfur aðallega að ákærði verði sýknaður en til vara að refsing verði felld niður en til þrautavara að ákærða verði dæmd vægasta refsing er lög leyfa. Þá krefst hann hæfilegra málsvarnarlauna að mati dómsins sem greiðist úr ríkissjóði að öllu leyti eða hluta. Hann krefst þess að bótakröfunni verði vísað frá dómi, til vara að henni verði hafnað, en til þrautavara að hún verði stórlega lækkuð . I. Þann 10. maí 2016 kom brotaþoli á lögreglustöð til þess að leggja fram kæru á hendur ákærða, sem er faðir hennar, en h ún kvað hann hafa ráðist á sig á vinnustað sínum fyrr um daginn. Kvað hún ákærða 3 hafa verið mjög reiðan og ráðist strax á hana, ýtt henni upp að vegg og tekið utan um hálsinn á henni með hægri hendi. Hann hafi auk þess sagt að hann myndi drepa hana. Brotaþ oli taldi að líkleg ástæða líkamsárásarinnar væri sú að ákærði hefði reiðst henni eftir símtal sem hún átti við hann daginn áður. Brotaþoli kvað samstarfskonu sína hafa verið vitni að árásinni. Teknar voru ljósmyndir af hálsi brotaþola og segir í skýrslu rannsakanda að þar hafi ekki verið að sjá yfirborðsáverka. Haft er eftir brotaþola að hún fyndi mjög til, væri aum og ætti erfitt með að kyngja. Á meðal gagna málsins er vottorð B læknis en brotaþoli leitaði til hans samdægurs. Í vottorðinu er haft eftir henni að ákærði hefði tekið hana hálstaki með annarri hendi framan um háls og sagt að hann ætlaði að drepa hana. Hafi þetta staðið í um 30 sekúndur. Brotaþoli væri aum og henni þætti sárt að kyngja. Í koki hafi verið vægur dreifður roði. Við skoðun hafi e kki verið að sjá ytri áverkamerki á hálsi, roða eða bláma. Brotaþoli fyndi til og gæti ekki beygt höfuðið alveg fram. Ákærði var yfirheyrður vegna málsins 17. maí 2016. Hann kannaðist við að hafa komið á vinnustað brotaþola og hefðu þau rifist heiftarlega . Kvaðst ákærði hafa tekið í bol hennar við hálsmál. Hugsanlega hafi hann tekið í hálsinn á henni en hann kvaðst ekki muna það enda hafi hann verið svo reiður. Ákærði lýsti jafnframt aðdraganda þess að hann hefði farið á vinnustað brotaþola. II. Verður nú gerð grein fyrir framburði ákærða og vitna við aðalmeðferð málsins, að því marki sem nauðsynlegt þykir til úrlausnar þess. Ákærði kvað ákærðu hafa hringt í sig kvöldið fyrir atvikið og hellt sér yfir hann. Hún hafi ekki viljað að hann væri að skipta sér af hennar málum. Hann hafi ákveðið að fara á vinnustað hennar næsta dag og ræða við hana. Þegar þangað var komið hafi hann séð hana og gengið rakleiðis til hennar. Kannaðist hann við að hafa verið í nokkru uppnámi og misst stjórn á sér. Hann haf i gripið í fatnað hennar í bringuhæð. Nánar spurður og borinn undir hann framburður hans hjá lögreglu, kannaðist hann við að hafa gripið í hálsmál hennar og haldið henni þannig nokkra stund. Hann hafi svo sleppt og farið út. Ákærða hafi komið á eftir honum og hótað að hringja á lögregluna. Ákærði kvaðst ekki hafa hótað henni lífláti en hann hafi verið í uppnámi vegna þess hvernig hún hefði komið illa fram við eiginkonu hans og hafi hann því verið hávær. Þá rakti hann að nokkru forsögu málsins og kvaðst hafa tekist á við brotaþola í gegnum tíðina. Ákærði kvað aldrei hafa komið til handalögmála á milli þeirra áður. Brotaþoli kvaðst hafa talað við eiginkonu ákærða í síma kvöldið áður. Það hafi verið á rólegum nótum. Þegar borinn var undir hana framburður henna r hjá lögreglu um að hún hefði hringt í ákærða og verið reið, kvaðst hún hafa rætt við hann á Scype. Brotaþoli lýsti atvikinu svo að ákærði hefði komið að henni. Hann hafi augljóslega verið reiður vegna samskipta hennar við eiginkonu hans. Hann hafi gripið fast um háls hennar með annarri hendi og gengið nokkur skref með hana í því taki. Hann hafi hótað henni sleppt og farið út en hún öskraði á eftir honum að hún myndi hringja á lögregluna. Brotaþoli kvaðst hafa talað við samstarfskonu sína strax á eftir. Aðspurð kvaðst brotaþoli ekki gera sér grein fyrir því hvað hann hafi haldið henni lengi og nefndi hún í því sambandi 10 - 30 sekúndur. Kvaðst brotaþoli hafa verið slæm í hálsinum eftir þetta og næsta dag. Hún hafi átt erfitt með að tala. Þá hafi hún verið í miklu uppnámi yfir því sem gerðist. Leitaði hún einu sinni til læknis vegna þessa. Brotaþoli kvað ákærða aldrei hafa lagt hendur á hana fyrr eða hótað h enni með þessum hætti. Hún lýsti sambandi sínu við ákærða og kvað það ekki gott. Hefði hún farið til hans einhverju fyrir þennan atburð og beðið hann um að hætta afskiptum af fjölskyldu hennar. C kvaðst hafa verið samstarfsmaður brotaþola á þeim tíma sem um ræðir. Hún kvaðst hafa heyrt eitthvert hljóð og þá séð hvar ákærði var kominn og hélt um kverkar brotaþola með annarri hendi. Þau hafi staðið úti á gólfi nokkru frá henni. Kvaðst hún þó hafa séð atvikið mjög greinilega enda hlaupið í áttina til þeirra. að drepa hana. Hann hafi ekki haldið brotaþola lengi, sleppt takinu og farið út. Brotaþoli hafi farið á eftir 4 honum út að inngangi verslunarinnar en vitnið kvaðst ekki muna hvort hún hefði sagt eitthvað við ákærða. Kvað hún brotaþola hafa grátið mikið á eftir og verið í sjokki. Sá vitnið roða á hálsinum og fingraför. B læknir gerði grein fyrir vottorði sínu og staðfesti það sem þar kemur fram. Hann staðfes ti jafnframt að brotaþoli hefði ekki borið ytri áverka er hann skoðaði hana en hún hafi kvartað undan eymslum. Roði í koki hafi að hans mati ekki átt rætur að rekja til hinnar meintu árásar. Hér fyrir dómi kvað hann það ekki vera algilt að kverkatak skildi eftir sig áverkamerki. Skipti máli hversu fast væri haldið um háls og hversu lengi. Kverkatak sem ekki skildi eftir sig áverka gæti þó haft í för með sér andnauð en þar hefði áhrif hvernig takið um hálsinn væri. Brotaþoli hafi ekki borið merki um að hafa lent í andnauð, en algengt væri að slíkt sæist í augum. Hann taldi ólíklegt miðað við lýsingu á atlögunni að um lífshættulega árás hafi verið að ræða. Þá taldi hann ekki útilokað að þau einkenni er brotaþoli lýsti gætu stafað af því að tekið væri í hálsmál upp við háls en þá hefði gerandinn þurft að hafa kippt brotaþola eitthvað til. Kannaðist hann ekki við að brotaþoli hefði komið í eftirfylgni. D og E gerðu grein fyrir aðkomu sinni og staðfestu lögregluskýrslur sínar. Ekki þykir ástæða til þess að rekja framburð þeirra. III. Niðurstaða Ákærði hefur játað að hafa veist að brotaþola á vinnustað hennar. Hann kvað atvik þó ekki hafa verið með þeim hætti sem í ákæru greinir, heldur hafi hann þrifið í hálsmál brotaþola og tekið þannig í hana. Hann hafi misst stjórn á sér en þó ekki hótað henni lífláti. Aðdragandann megi að hluta til rekja til símtals þeirra á milli daginn áðu r. Hefur ákærði borið á sama veg frá upphafi hvað þetta varðar. Framburður brotaþola hefur á hinn bóginn ekki verið að öllu leyti stöðugur. Hér fyrir dómi kannast hún ekki við að aðdragandi máls hefði verið með þeim hætti sem hún lýsti áður. Þá kannaðist hún ekki við að ákærði hefði ýtt henni upp að vegg er hann tók hana kverkataki. Kvað hún ákærða hafa gengið rakleiðis að henni, tekið hana kverkataki og haldið henni þannig. Framburður brotaþola um þetta fær stoð af vitnisburði samstarfskonu hennar. Ekkert er fram komið sem gefur ástæðu til að rengja framburð þess vitnis um þetta atriði og lýsti hún því með trúverðugum hætti hér fyrir dómi. Brotaþoli kærði atvikið strax í kjölfarið og leitaði til læknis. Eins og fram kemur í vottorði B læknis og framburði hans fyrir dómi var enga ytri áverka að sjá á hálsi brotaþola eða annars staðar og atlagan ekki talin lífshættuleg. Þegar litið er til samhljóma framburðar brotaþola og vitnisins C svo og með hliðsjón af vitnisburði B telst sannað að ákærði hafi ráðist á b rotaþola með því að taka hana kverkataki. Með skírskotun til framburðar þeirra verður ákærði sýknaður af því að hafa við það tækifæri ýtt henni upp að vegg. Þá er til þess að líta að brotaþoli er ein til frásagnar um að ákærði hafi beinlínis hótað henni lí fláti. Verður ákærði því jafnframt sýknaður af þeim hluta ákæru. Dómurinn telur á hinn bóginn að háttsemi ákærða verði ekki heimfærð undir 1. mgr. 218. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í athugasemdum í greinargerð með lögum um breytingu á almennu m hegningarlögum nr. 23/2016, segir að ákvæðinu sé fyrst og fremst ætlað að ná yfir háttsemi sem staðið hefur yfir í lengri eða skemmri tíma. Þó sé ekki útilokað að einstakt brot geti fallið undir ákvæðið ef það nær tilteknu alvarleikastigi. Við mat á gróf leika og þar með hvort brot sé stórfellt skal sérstaklega litið til þess hvort stórfellt líkams - eða heilsutjón eða bani hafi hlotist af. Því var ekki fyrir að fara í þessu tilviki. Þá er ekki unnt að leggja til grundvallar með hliðsjón af fyrirliggjandi g ögnum að kverkatak ákærða hafi verið þess eðlis að verknaðurinn verði heimfærður undir 218. gr. almennra hegningarlaga. Verður háttsemin því heimfærð undir 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga. Dómurinn telur ekki skilyrði fyrir hendi til þess að fella refsinguna niður. Við ákvörðun refsingar er til þess litið að ákærði hefur ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Þrátt fyrir að um einstakt tilvik hafi verið að ræða var háttsemin afar vítaverð. Ákærði er faðir brotaþola og eru tengsl þeirra til þess fallin að auka á grófleika verknaðarins. Verður því litið til 3. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga við ákvörðun refsingar. Jafnframt er litið til 1., 3. og 6. gl. 1. mgr. 70. gr. 5 sömu laga. Engin efni eru til þess að líta til refsilækkunarheimildar 4. tl. 1. mgr. 74. gr. almennra hegningarlaga enda ekki um stundarbrjálæði að ræða. Þykir hæfileg refsing ákærða vera tveggja mánaða fangelsi en þegar litið er til sakarferils ákærða skal fullnustu refsingarinnar frestað og falli hún niður að liðnum tveimu r árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955 . Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir líkamsárás gagnvart brotaþola. Verknaðurinn er til þess fallinn að valda brotaþol a miska. Ber honum að greiða henni miskabætur í samræmi við 26. gr. skaðabótalaga sem þykja hæfilega ákveðnar 300.000 krónur. Krafan ber vexti og dráttarvexti eins og í dómsorði greinir. Upphafsdagur dráttarvaxta telst vera mánuði eftir að bótakrafan var k ynnt ákærða, sem var við þingfestingu málsins 23. júní 2017. Með hliðsjón af niðurstöðu málsins skal ákærði greiða ¾ hluta alls sakarkostnaðar, sem er málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Steinbergs Finnbogasonar hdl., 369.770 krónur og þóknun réttargæsl umanns brotaþola Ólafar Heiðu Guðmundsdóttur hdl., 210.800 krónur, en ¼ hluti þess sakarkostnaðar greiðist úr ríkissjóði. Sigríður Hjaltested héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákærði, X, sæti fangelsi í tvo mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955 . Ákærði greiði A 300.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 10. maí 2016 til 23. júlí 2017 en þá með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2017 frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Steinbergs Finn bogasonar hdl., 369.770 krónur og þóknun réttargæslumanns brotaþola Ólafar Heiðu Guðmundsdóttur hdl. , 210.800 krónur að ¾ hlutum, en ¼ hluti greiðist úr ríkissjóði.