LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 28. júlí 2020. Mál nr. 448/2020 : A ( Leifur Runólfsson lögmaður ) gegn v elferðarsvið i Reykjavíkur borgar ( Dagmar Arnardóttir lögmaður) Lykilorð Kærumál. Lögræði. Sjálfræði. Fjárræði. Lögræðissvipting. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem A var sviptur lögræði í tvö ár. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason og Oddný Mjöll Arnardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut m álinu til Landsréttar með kæru 17. júlí 2020 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 23 . sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. júlí 2020 í málinu nr. L - /2020 þar sem sóknaraðili var sviptur lögræði í tvö ár. Kæruheimild er í 1 . mgr. 16 . gr. lögræðis laga nr. 71/1997. 2 Sóknaraðili krefst þess að allega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að lögræðissviptingu verði markaður skemmri tími. Þá krefst ha nn þóknunar til handa verjanda sínum fyrir Landsrétti. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 4 Í kröfu varnaraðila um lögræðissviptingu er ekki getið nafns móður sóknaraðila né er þar upplýst hvort henni sé kunnugt um kröfuna, sbr. f - lið 1. mgr. 8. gr. lögræðislaga. Þrátt fyrir þennan annmarka þykja ekki efni til að vísa málinu frá héraðsdómi. 5 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar er staðfest niðurstaða hans um nauðsyn lögræðissviptingar sóknaraðila. 6 Í hinum kærða úrskurði er gerð grein fyrir vottorði B geðlæknis. Þar er geðsaga sóknaraðila rakin og kemur þar meðal annars fram að hann hefur í fjögur skipti verið sviptur sjálfræði vegna sjúkdóms síns, fyrst til sex mánaða árið 2011, en síðan þrívegis ti l tveggja ára árin 2012, 2014 og 2018, auk þess sem hann var árið 2014 sviptur 2 fjárræði til tveggja ára. Þá hafi hann verið sviptur fjárræði á ný árið 2019 að eigin ósk en sú svipting sé nú runnin út. Að framangreindu virtu, og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar, eru ekki talin efni til að lögræðissviptingu sóknaraðila verði markaður skemmri tími en tvö ár. 7 Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist kærumálskostnaður úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs verjanda sóknara ðila, og ákveðst hún að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir. 8 Það athugast að í hinum kærða úrskurði er ranglega greint frá kröfugerð varnaraðila, sóknaraðila í héraði. Hið rétta er að krafist var sviptingar lögræðis en ekki einungis sjálfræðis. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Kærumálskostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila, Leifs Runólfssonar lögmanns, 160.580 krónur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. júlí 2020 Með beiðni, sem barst dóminum 9. júlí sl. hefur sóknaraðili, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, með vísan til a - og b - liða 4. gr. og 1. mgr. 5. gr. lögræðislaga nr. 71/1997 sviptur sjálfræði tímabund ið í tvö ár. Um aðild sóknaraðila vísast til d - liðar 2. mgr. 7. gr. sömu laga . Varnaraðili andmælir kröfunni og krefst þess að henni verði hafnað. Þá er þess krafist af hans hálfu að þóknun til handa skipuðum verjanda varnaraðila greiðist úr ríkissjóði í s amræmi við 1. mgr. 17. gr. laga nr. 71/1997. Málið var þingfest og tekið til úrskurðar í dag. Í kröfu um sjálfræðissviptingu kemur m.a. fram að hafi fyrst lagst inn á geðdeild fyrir 20 árum og hafi síðan þá reglulega lagst inn á geðdeild. Í málinu liggur frammi vottorð B geðlæknis. Í vottorðinu er sjúkra - og geðsaga varnaraðila ítarlega rakin. Í niðurstöðukafla vottorðsins kemur m.a. fram að varna raðili sé alvarlega veikur og bæði komi sér undan lyfjameðferð og neyti örvandi fíkniefna. Þá komi hann sér undan lyfjameðferð nú. Hann sé með versnandi ran ghugmyndir með mikilmennskuinnihaldi. Hann vanti innsæi í veikindi sín, telji sig ekki þurfa á geðrofslyfjum að halda og sé með þá ranghugmynd að örvandi fíkniefni séu honum gagnleg. Ekki hafi náðst að lækna hjá honum innsæisleysið varðandi veikindin og sé þörf á að svipta hann sjálfræði til að tryggja lyfjameðferð. Þá kemur fram í vottorðinu að varnaraðili hafi sjálfur óskað eftir fjárræðissviptingu í janúar 2019 þar sem hann hafi farið illa með fé sitt með fíkniefnakaupum og hafi hann viðurkennt dómgreind arleysi í fjármálum. Meti læknirinn það svo að enn sé þörf á fjárræðissviptingu þar sem varnaraðili sé enn í fíkniefnaneyslu. Í vottorðinu leggur læknirinn til að varnaraðili verður sviptur sjálfræði og fjárræði til tveggja ára. Varnaraðili gaf skýrslu fyr ir dóminum. Hann var mjög æstur en taldi sig ekki eiga við nein andleg veikindi að stríða. Hann kvaðst ekki vilja taka lyf en honum liði betur án þeirra. Hann kvað það hafa 3 verið mistök að óska fjárræðissviptingar sjálfur, en hann geti vel séð um eigin fjá rmál. Hann væri því alfarið mótfallinn kröfunni. B geðlæknir gaf símaskýrslu fyrir dóminum. Hann staðfesti og skýrði vottorð sitt og svaraði spurningum um heilsufar varnaraðila. Greindi hann frá því að varnaraðili væri haldinn alvarlegum knisjúkdómi. Hann hefði verið sviptur sjálfræði og fjárræði þangað til í byrjun júní sl. Eftir það hefði hann mætt einu sinni í lyfjagjöf en hefði svo hætt því. Ástand hans hefði versnað mjög eftir það og væri nú þannig að hann þyrfti á innlögn á geðdeild að halda. Þá væri hann dómgreindarlaus í fjármálum og dæmi væru um hann hefði selt eignir sínar fyrir fíkniefnum. Engin önnur úrræði væru tæk fyrir varnaraðila. Ef hann yrði ekki sviptur sjálfræði yrði hegðun hans áfram ógnandi og alvarleg. Dæmi væru um að hann hefði beitt líkamlegu ofbeldi inni á geðdeild. Þá hefði hann endurtekið hótað fólki lífláti. Því væri lögræðissvipting nauðsynleg til að tryggja að varnaraðili afþakki ekki þá lyfjagjöf og þjónustu sem honum standi til boða. Svipting til tveggja ára sé algert lágmark til þess að nægilegur árangur náist. Niðurstaða Með framangreindu vottorði geðlæknisins B og vætti hans hér fyrir dómi, en einnig með hliðsjón af öðrum gögnum málsins, þykir vera nægilega sýnt fram á það að varnaraðili glími við Hann er mótfallinn lyfjagjöf en telur örvandi fíkniefni geta gagnast sér. Fyrir liggur mat geðlæknis um það að varnaraðili þurfi læknisaðstoð og lyfjagjöf til þess að takast á við geðsjúkdóm sinn. Fái hann ekki viðeigandi meðferð stofni hann he ilsu sinni í voða, en við þær aðstæður hafi hann iðulega farið í sturlunarástand. Ástand hans hafi farið versnandi undanfarið eftir að hann hætti að taka lyf sín. Virkt og stöðugt aðhald mun vera forsenda þess að árangur geti náðst við meðhöndlun varnaraði la. Ljóst er að hann skortir innsæi í sjúkdóm sinn til að viðhalda lyfjameðferð eftirlitslaust. Þá má ráða af vottorði læknisins og vætti fyrir dóminum að varnaraðili sé nú ekki fær um að sinna sínum fjárhagslegu málefnum. Telur dómurinn því nægjanlega sýn t fram á að brýna þörf beri til þess að varnaraðili verði tímabundið sviptur sjálfræði og fjárræði vegna heilsubrests og eru hans eigin hagsmunir og velferð þar hafðir í huga. Skilyrði a - og b - liða 4. gr., sbr. og 1. mgr. 5. gr., lögræðislaga teljast samk væmt því vera uppfyllt til þess að verða við kröfu sóknaraðila um tímabundna lögræðissviptingu varnaraðila til tveggja ára. Með vísan til afdráttarlauss framburðar læknis hér fyrir dómi eru vægari úrræði ekki tæk og verður með hliðsjón af gögnum málsins fa llist á hana svo sem nánar greinir í úrskurðarorði. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. laga nr. 71/1971 ber að greiða úr ríkissjóði allan kostnað af rekstri málsins, þar með talda þóknun skipaðs verjanda varnaraðila, Leifs Runólfssonar lögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin 150.000 krónur. Barbara Björnsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Ú R S K U R Ð A R O R Ð: Kostnaður af málinu, þ.m.t. þóknun skipaðs verjand a varnaraðila, Leifs Runólfssonar lögmanns, 150.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.