LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 18. október 2019. Mál nr. 928/2018 : Molden Enterprises Ltd. ( Einar Hugi Bjarnason lögmaður ) gegn 66North Holding LUX S.Á.R.L. ( Óttar Pálsson lögmaður) Lykilorð Kaupsamningur. Hlutafé. Þriðjamannslöggerningur. Útdráttur Árið 2011 gerðu S slhf. og E Inc. með sér samning um kaup þess fyrrnefnda á 51% hlutafjár í S hf., en M Ltd. og 66 S.Á.R.L. tóku síðar hvort um sig yfir réttindi og skyldur kaupanda og seljanda samkvæmt þeim samningi. Í samningnum var meðal annars ákvæði þ ess efnis að seljandi ábyrgðist gagnvart kaupanda að kaupréttur fyrrum forstjóra S hf. væri fallinn úr gildi og að forstjórinn ætti ekki kröfur á hendur S hf. Með dómi Hæstaréttar 25. september 2014 í málinu nr. 84/2014 var staðfest að kaupréttur fyrrum fo rstjórans hefði ekki fallið úr gildi og var félaginu gert að greiða honum tiltekna fjárhæð auk vaxta og málskostnaðar. S hf. gerði kröfuna upp í kjölfarið og höfðaði af því tilefni dómsmál gegn M Ltd. Með dómi Hæstaréttar 23. mars 2017 í málinu nr. 464/201 6 var því máli vísað frá héraðsdómi þar sem S hf. væri ekki aðili að kaupsamningnum og gæti því ekki höfðað mál í skjóli varnarþingsákvæðis hans. Að svo búnu höfðaði 66 S.Á.R.L. mál þetta til heimtu þess kostnaðar sem á S hf. féll vegna framangreinds dóms Hæstaréttar í málinu nr. 84/2014. Í dómi Landsréttar var vísað til þess að málið væri ekki vanreifað af hálfu 66 S.Á.R.L. þótt ekki hefði verið vísað til fræðilegra hugtaka á borð við þriðjamannsloforð eða þriðjamannslöggerning í stefnu og að héraðsdómari hefði ekki farið út fyrir heimildir sínar samkvæmt 2. mgr. 111. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála með því að vísa til þess að um þriðjamannsloforð hefði verið að ræða. Þá væri að lögum ekkert sem kæmi í veg fyrir að tveir aðilar gerðu samning sín á milli í því skyni að veita þriðja aðila, sem ekki væri aðili að samningnum, tiltekin réttindi. Þar sem 66 S.Á.R.L. hefði yfirtekið réttindi og skyldur kaupanda samkvæmt þeim samningsákvæðum sem á reyndi í málinu hefði 66 S.Á.R.L. augljósa lögvarða hagsmun i af því að láta reyna á efndir þeirra fyrir dómi og skorti því hvorki slíka hagsmuni né með réttu aðild að dómsmáli um kröfu þar um. Af því leiddi einnig að 66 S.Á.R.L. hefði getað höfðað mál um hagsmuni S hf. á grundvelli varnarþingsákvæðisins. Þá væri e ngin lagastoð fyrir því að nauðsynlegt hefði verið að gefa S hf. kost á að gæta hagsmuna sinna í málinu og ekki væri um óskipt réttindi 66 S.Á.R.L. og S hf. að ræða þótt 66 S.Á.R.L. gæti á grundvelli samningsins, til hagsbóta fyrir S hf. sem þriðja aðila, haft uppi kröfu sína 2 í málinu. Því var kröfu M Ltd. um ómerkingu héraðsdóms, frávísun málsins frá héraðsdómi og sýknu á grundvelli aðildarskorts hafnað. Loks vísaði Landsréttur meðal annars til þess að túlka yrði kaupsamninginn á þann veg að umþrætt ákvæð i hans lyti í heild sinni að því að tryggja kaupanda skaðleysi vegna deilna S hf. við fyrrum forstjóra félagsins. Því var staðfest niðurstaða héraðsdóms um greiðsluskyldu M Ltd. gagnvart S hf. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Oddný Mj öll Arnardóttir og Sigurður Tómas Magnússon og Eggert Óskarsson , settur landsréttardómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 20. desember 2018 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 30. nóvember 2018 í málinu nr. E - 51/2018 . 2 Áfrýjandi krefst þess aðallega að héraðsdómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar, til vara að öllum kröfum stefnda verði vísað frá dómi , að því frágengnu að áfrýjandi verði sýknaður af öllum kröfum s tefn da en að öðrum kosti að dómkröfur stefnda verði lækkaðar verulega. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst þess að öllum kröfum áfrýjanda verði hafnað og að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Þá krefst hann málskost naðar fyrir Landsrétti. Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Í máli þessu krafðist stefnandi í héraði, BH Holding ehf., þess að áfrýjanda yrði gert að greiða Sjóklæðagerðinni hf. 171.976.408 krónur með nánar tilgreindum vöxtum. Byggði félagið kröfu sína á 3. mgr. 4 . gr., sbr. 11. gr. kaupsamnings 9. ágúst 2011 um kaup á 51% útistandandi hlutafjár í Sjóklæðagerðinni hf. Ágreiningslaust er að stefndi hefur tekið yfir réttindi og skyldur kaupanda og áfrýjandi réttindi og skyldur seljanda samkvæmt framangreindum ákvæðum kaupsamningsins, líkt og nánar er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Stefndi er nú eigandi alls hlutafjár í Sjóklæðagerðinni hf. 5 kaupanda að kaupréttur fyrrum forstjóra félagsins sé fallinn úr gildi og að forstjórinn eigi ekki kröfur á hendur félaginu. Komi til kostnaðar vegna starfsloka fyrrum fors tjóra, umfram það sem leiðir af uppgjöri ráðningarsamnings við hann, bætir seljandi félaginu þann kostnað að fullu. Kæmi til málaferla af hálfu fyrrum forstjóra Ágrei átt við Sjóklæðagerðina hf. 6 hans skal lúta íslenskum lögum og réttarframkvæmd. Komi upp ágreinin gur milli 3 aðila í tengslum við kaupsamning þennan ber þeim skylda til að leitast við í góðri trú að setja slíkan ágreining niður. Lánist þeim það ekki skal reka mál vegna slíks 7 Eins og rakið er í hinum áfrýjaða dóm i var með dómi Hæstaréttar 25. september 2014 í máli nr. 84/2014 staðfest að kaupréttur fyrrum forstjóra Sjóklæðagerðarinnar hf. hefði ekki verið fallinn úr gildi og var félaginu gert að greiða forstjóranum 109.577.514 krónur með nánar tilgreindum vöxtum a uk málskostnaðar. Sjóklæðagerðin hf. gerði upp kröfuna og höfðaði í kjölfarið dómsmál á hendur áfrýjanda til heimtu þess kostnaðar. Með dómi Hæstaréttar 23. mars 2017 í máli nr. 464/2016 var því máli vísað frá héraðsdómi þar sem Sjóklæðagerðin hf. væri ekk i aðili að framangreindum kaupsamningi og gæti þess vegna ekki höfðað mál í skjóli varnarþingsákvæðis hans. Í því máli nýtti áfrýjandi rétt sinn samkvæmt niðurlagi 3. mgr. 4. gr. kaupsamningsins til þess að halda uppi vörnum fyrir Sjóklæðagerðina hf. Í töl vubréfi 15. mars 2012 áréttaði þáverandi lögmaður áfrýjanda að áfrýjandi vildi halda á málinu í samræmi við ákvæði kaupsamningsins enda væri áhættan hans en ekki stefnda. 8 Í kjölfar síðastnefnds dóms Hæstaréttar höfðaði stefndi mál þetta til heimtu þess ko stnaðar sem á Sjóklæðagerðina hf. féll vegna framangreinds dóms Hæstaréttar 25. september 2014 í máli nr. 84/2014. Við meðferð málsins í héraði gerði áfrýjandi kröfu um frávísun þess frá dómi á þeim grundvelli að stefndi ætti ekki lögv arða hagsmuni af úrla usn þess , að það væri van reifað af hálfu stefnda og að stefndi og Sjóklæðagerðin hf. ættu samaðild til sóknar í því . F rávísunarkröfunni var hafnað með úrskurði 17. maí 2018. 9 Við málflutning í Landsrétti var því lýst yfir af hálfu áfrýjanda að ekki væri gerður ágreiningur um fjárhæð kröfu stefnda. Niðurstaða 10 Áfrýjandi byggir ómerkingarkröfu sína á því að í úrskurði héraðsdóms 17. maí 2018, þar sem frávísunarkröfu áfrýjanda var hafnað, hafi verið byggt á því að ákvæði 3. mgr. 4. gr. framangreinds kaupsamn ings sé eiginlegt þriðjamannsloforð. Stefndi hefði hvergi vísað til þeirrar málsástæðu í skriflegum málatilbúnaði sínum og því hafi dómari ekki mátt byggja á henni, sbr. 2. mgr. 111. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 11 Af héraðsdómsstefnu er ljóst að stefndi, sem nú hefur tekið yfir réttindi og skyldur kaupanda samkvæmt 3. mgr. 4. gr. kaupsamningsins, krefst greiðslu til handa þriðja aðila, Sjóklæðagerðarinnar hf., á grundvelli þess samningsákvæðis. Ljóst er að málsóknin var frá upphafi byggð á þeim málsástæðum að samningsákvæðið fæli í sér réttindi til handa þriðja manni sem þó var ekki aðili að samningnum, að samninginn bæri að efna sem slíkan og að stefndi gæti krafist samningsefnda í þágu Sjóklæðagerðarinnar hf. Breytir engu í því sambandi þótt f ræðilegra hugtaka á borð 4 við þriðjamannsloforð eða þriðjamannslöggerning hafi ekki verið getið berum orðum í stefnu. Er því ekki fallist á það með áfrýjanda að héraðsdómur hafi farið út fyrir heimildir sínar samkvæmt 2. mgr. 111. gr. laga nr. 91/1991 með þ ví að vísa til þess að um þriðjamannsloforð hafi verið að ræða. 12 Frávísunarkrafa áfrýjanda er í fyrsta lagi á því byggð að málið sé vanreifað af hálfu stefnda þar sem hvergi sé vísað til þriðjamannslöggernings í stefnu. Hvorki hafi verið gerð nægilega skýr grein fyrir því á hvaða grundvelli stefndi höfðaði málið í sínu nafni til hagsbóta fyrir Sjóklæðagerðina hf., sbr. e - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991, né fyrir því til hvaða lagaákvæða og réttarreglna stefnandi vísi um málatilbúnað sinn, sbr. f - lið sa ma ákvæðis. 13 Af sömu ástæðum og greinir í efnisgrein 11 hér að framan verður ekki fallist á það með áfrýjanda að stefna í málinu uppfylli ekki kröfur 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Verður málinu því ekki vísað frá héraðsdómi af þeim sökum . 14 Áfrýjandi byg gir frávísunarkröfu sína einnig á því að stefndi hafi ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins þar sem hann sé ekki réttur eigandi þeirra hagsmuna sem málið varði. Af sömu ástæðu telur áfrýjandi einnig að fallast beri á kröfu sína um sýknu vegna aðildarsk orts, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. Frávísunarkrafa áfrýjanda er enn fremur á því byggð að málið sé höfðað á röngu varnarþingi, en heimilisvarnarþing áfrýjanda sé á Möltu. Þar sem einungis Sjóklæðagerðin hf. geti krafist efnda samkvæmt 3. mgr. 4. gr. kaupsamningsins geti stefndi ekki neytt réttarfarshagræðis 11. gr. samningsins vegna þeirrar kröfu. Hæstiréttur hafi 23. mars 2017 í máli nr. 464/2016 dæmt að Sjóklæðagerðin hf. geti ekki höfðað mál um kröfuna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og stefndi ge ti ekki öðlast betri rétt að þessu leyti. Þá sé andstætt meginreglum réttarfars að í dómsmáli milli tveggja aðila sé dæmt um kröfur þriðja aðila, sbr. 1. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991, nema samið hafi verið um slíkt sérstaklega, auk þess sem nauðsynlegt h efði verið að gefa Sjóklæðagerðinni hf. færi á að gæta hagsmuna sinna í málinu. Loks hefði verið nauðsyn samaðildar til sóknar í málinu, sbr. 18. gr. laga nr. 91/1991. 15 Að lögum er ekkert sem kemur í veg fyrir að tveir aðilar geri samning sín á milli í því skyni að veita þriðja aðila, sem ekki er aðili að samningnum, tiltekin réttindi. Þá leiðir af meginreglu samningaréttar um skuldbindingargildi samninga að samningsaðili getur að öðru jöfnu krafist efnda viðkomandi samnings. Gildir einu í því sambandi hvort þriðja aðila, sem ekki er aðili að samningnum, hafi verið veitt sjálfstæð heimild til að krefjast efnda eða ekki. 16 Stefndi hefur sem fyrr segir tekið yfir réttindi og skyldur kaupanda samkvæmt ákvæðum 3. mgr. 4. gr., sbr. 11. gr. kaupsamnings um 51% hlut í Sjóklæðagerðinni hf. Í fyrrnefnda samningsákvæðinu felst að bæta skuli þriðja aðila, Sjóklæðagerðinni fyrrum forstjóra, umfram það sem leiðir af uppgjöri ráðningarsamnings v 5 í því síðarnefnda felst að reka skuli ágreiningsmál vegna samningsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 17 Stefndi hefur samkvæmt framangreindu augljósa lögvarða hagsmuni af því að láta reyna á efndir 3. mgr. 4. gr. kaupsamningsins fyrir dómi. Verður því hvorki fallist á með áfrýjanda að stefnda skorti lögvarða hagsmuni af úrlausn sakarefnisins né að hann eigi ekki með réttu aðild að dómsmáli um kröfu sína. 18 Af framangreindu leiðir einnig að stefndi getur höfðað mál um hagsmuni Sjóklæðagerðarinnar hf. á grundvelli varnarþingsákvæðis 11. gr. kaupsamningsins frá 9. ágúst 2011. Þá er engin lagastoð fyrir þeirri málsástæðu áfrýjanda að nauðsynlegt hefði verið að gefa Sjóklæðagerðinni hf. kost á að gæta hagsmuna sinna í málinu. Loks er ekki um að ræða óskipt réttindi stefnda og Sjóklæðagerðarinnar hf. þótt stefndi geti á grundvelli 3. mgr. 4. gr. kaupsamningsins, til hagsbóta fyrir Sjóklæðagerðina hf. sem þriðja aðila, haft uppi kröfu sína í máli þessu. 19 Með vísan til alls hins framangreinda verður kröfum áfrý janda um frávísun málsins frá héraðsdómi og sýknu vegna aðildarskorts hafnað. 20 Áfrýjandi byggir sýknukröfu sína einnig á því að engin krafa hafi stofnast á grundvelli 3. mgr. 4. gr. kaupsamningsins. Ákvæðið kveði einungis á um að bæta skuli Sjóklæðagerðin starfskjörum hans hjá Sjóklæðagerðinni hf. hafi kostnaður við uppgjör kaupréttarins verið hluti af uppgjöri ráðningarsamningsins. 21 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er fallist á það með héraðsdómi að túlka verði orðalag 3. mgr. 4. gr. kaupsamningsins þannig að ákvæðið lúti í heild sinni að því að tryggja kaupanda skaðleysi vegna deilna Sjóklæðagerðarinnar hf. við fyrrum forst jóra félagsins vegna kaupréttar hans. Er í því sambandi einnig til þess að líta að önnur gögn málsins bera með sér að sá hafi verið sameiginlegur skilningur samningsaðila. Samkvæmt því og þar sem ekki er tölulegur ágreiningur um kröfu stefnda í málinu verð ur áfrýjandi dæmdur til greiðslu hennar. 22 Áfrýjandi mótmælir upphafstíma dráttarvaxta og vísar til þess að stefndi hafi ekki lagt fram gögn um hvenær greiðslur voru inntar af hendi frá Sjóklæðagerðinni hf. til fyrrum forstjóra félagsins. Eina skjalið sem st yður upphafstíma dráttarvaxtakröfu stefnda er óundirritað skjal með útreikningum . Þar kemur fram að krafan hafi verið gerð upp í hlutum á ótilgreindum dögum á árunum 2014 til 2016 en jafnframt að vextir til 28. febrúar 2015 séu hluti af höfuðstól kröfu ste fnda í máli þessu . Er því ekki unnt að fallast á dráttarvaxtakröfu stefnda af hluta höfuðstólsins frá 1. janúar 2015 eins og krafist er í stefnu. Stefndi krefst aftur á móti dráttarvaxta af allri stefnufjárhæðinni frá birtingu stefnu til greiðsludags og me ð vísan til 4. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu verður fallist á þá kröfu. 6 23 Eftir þessum úrslitum verður áfrýjanda gert að greiða stefnda málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti, sem ákveðst í einu lagi eins og nánar greinir í dómsorð i. Dómsorð: Áfrýjandi, Molden Enterprises Ltd., greiði Sjóklæðagerðinni hf. 171.976.408 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 19. október 2017 til greiðsludags. Áfrýjandi greiði stefnda, 66North Holding LUX S.Á.R.L., samtals 2.500.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur föstudaginn 30. nóvember 2018 1. Mál þetta, sem var dómtekið 23. október sl., var höfðað með birtingu stefnu þann 19. október 2017. Stefnandi var BH Holding ehf., Miðhrauni 11 í Garðabæ, og stefndi er Molden Enterprises Limited, Ground Floor, Palace Court, Church Street, St. Julians STJ á Möltu. 2. Stefnandi gerir þá dómkröfu að stefndi verði dæmdur til að greiða Sjóklæðagerðinni hf. 171.976.408 krónur. Stefnandi krefst dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, aðallega af 105.985.575 krónum, frá 1. janúar 2015 til greiðsludags, en af allri stefnufjárhæðinni frá deginum þegar stefna þessi var birt til greiðsludags, en til vara af allri stefnufjárhæðinni frá þeim degi til greiðsludags. Að auki krefst stefnandi greiðslu málskostnaðar úr hendi stefnda. 3. Stefndi krefst aðallega fráv ísunar málsins frá dómi, til vara sýknu af öllum kröfum stefnanda en til þrautavara að kröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Í öllum tilvikum krefst hann greiðslu málskostnaðar úr hendi stefnanda. 4. Með úrskurði dómsins, kveðnum upp 17. maí sl., var fr ávísunarkröfu stefnda hafnað. Í þinghaldi 23. október sl. lagði stefnandi, BH Holding ehf., fram samning þar sem fram kemur að það félag hafi framselt til 66North Holding LUX S.Á.R.L og tekið við hvers konar réttindum og kröfum BH Holding ehf. sem mál þett a lýtur að á hendur stefnda. 66North Holding LUX tók þar með við aðild stefnanda í máli þessu, sbr. 1. mgr. 22. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Hefur heiti málsins af þessum sökum verið breytt. I. 5. Ágreiningur máls þessa á rætur að rekja til samnings sem gerður var 9. ágúst 2011 á milli SF II slhf. og Egusar Inc. um kaup þess fyrrnefnda á 51% hlutafjár í Sjóklæðagerðinni hf. SF II varð að BH Holding ehf. með samruna þessara félaga, samkvæmt samrunaætlun sem tók gildi 29. desember 2015, þar se m hið síðarnefnda var yfirtökufélagið og fyrrnefnda félaginu var slitið án skuldaskila. Egus Inc. heitir nú Molden Enerprises Ltd. Ágreiningslaust er í málinu að BH Holding ehf. og stefndi hafi hvor um sig tekið yfir réttindi og skyldur kaupanda og seljand a samkvæmt nefndum kaupsamningi. 6. Kaupverð hinna seldu hluta var samkvæmt 1. mgr. 4. gr. kaupsamningsins 765.000.000 króna. Í 3. mgr. 4. gr. er að finna svofellt ákvæði: Seljandi ábyrgist gagnvart kaupanda að kaupréttur fyrrum forstjóra félagsins sé fallinn úr gildi og að forstjórinn eigi ekki kröfur á hendur félaginu. Komi til kostnaðar vegna 7 starfsloka fyrrum forstjóra, umfram það sem leiðir af uppgjöri ráðningarsamnings við hann, bætir seljandi félaginu þann kostnað að fullu. Kæmi til málaferla af hálfu fyrrum forstjóra skal seljandi eiga rétt til þess að halda uppi vörnum fyrir félagsins hönd í slíku máli. 7. Þá er í 11. gr. samnings aðila ákvæði þess efnis að samningurinn og túlkun hans lúti íslenskum lögum og réttarframkvæmd. Segir jafnframt í söm u grein að komi upp ágreiningur í tengslum við samninginn beri aðilum skylda til að reyna að leysa hann í góðri trú en lánist það ekki skuli reka mál vegna slíks ágreinings fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 8. Með dómi Hæstaréttar 25. september 2014, í máli nr. 84/2014, komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að kaupréttur fyrrum forstjóra Sjóklæðagerðarinnar hf. hefði ekki verið fallinn úr gildi þegar hann sendi félaginu tilkynningu um innlausn hluta. Var Sjóklæðagerðinni hf. gert að greiða fyrrum forstjóra félagsin s 109.577.514 krónur á grundvelli þess kaupréttarsamnings, auk dráttarvaxta og málskostnaðar. 9. Sjóklæðagerðin hf. hefur greitt kröfu forstjórans samkvæmt dómi Hæstaréttar og krafið stefnda um endurgreiðslu á grundvelli tilvitnaðs ákvæðis í kaupsamningi hin na upphaflegu aðila þessa máls. Stefndi hafnaði greiðsluskyldu og höfðaði Sjóklæðagerðin hf. mál á hendur stefnda fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til heimtu þeirrar kröfu. Með dómi Hæstaréttar 23. mars 2017, í máli nr. 464/2016, var málinu vísað frá dómi að k röfu stefnda þar sem dómurinn taldi málið vera höfðað á röngu varnarþingi, en stefndi á heimilisvarnarþing á Möltu. Vísaði rétturinn til þess að Sjóklæðagerðin hf. reisti kröfu sína á hendur áfrýjanda, þ.e. stefnda þessa máls, á ákvæði 3. mgr. 4. gr. áðurn efnds kaupsamnings frá 9. ágúst 2011 og ákvæði þess samnings um varnarþing, sbr. 3. mgr. 42. gr. laga nr. 91/1991. Segir í niðurstöðu dómsins að Sjóklæðagerðin hf. sé ekki aðili að þeim kaupsamningi þótt samningurinn varði hagsmuni félagsins og verði áfrýj anda ekki gert að sæta því að Sjóklæðagerðin hf. reki mál á hendur honum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í skjóli varnarþingsákvæðis samningsins. 10. Dómkrafa stefnanda í þessu máli lýtur að því að stefnda verði gert að greiða þriðja aðila, þ.e. Sjóklæðagerðinni hf., dæmda fjárhæð ásamt nánar greindum kostnaðarliðum og dráttarvöxtum. Byggir stefnandi kröfu sína á ákvæði 3. mgr. 4. gr. í samningi aðila og hvað varnarþing varðar vísar hann til 11. gr. samningsins. Samkvæmt upplýsingum úr hlutafélagaskrá, sóttum 4. júlí 2017, er BH Holding ehf. eigandi alls hlutfjár í Sjóklæðagerðinni. Ekki er ágreiningur í málinu II. 11. Stefnandi byggir kröfu sína á því að stefndi hafi ábyrgst gagnvart BH Holding ehf. að kaupréttur fyrrum forstjóra Sjóklæðagerðarinnar væri fallinn úr gildi og að forstjórinn ætti ekki kröfur á hendur félaginu. Annað hafi komið á daginn. Þá hafi stefndi lofað að kæmi til kostnaðar vegna starfsloka fyrrum forstjóra, umfram það sem leiddi af uppgjöri ráðningarsamnings við hann, eins og raunin varð, myndi stefndi bæta Sjóklæðagerðinni þann kostnað að fullu. Við það hafi stefndi ekki staðið. Ábyrgðaryfirlýsing stefnda og loforð hans gagnvart kaupanda hlutafjárins séu skuldbind andi og stefnandi eigi því kröfu á hendur stefnda um efndir. 12. Þá byggir stefnandi á því að BH Holding ehf. hafi lögvarða hagsmuni af úrlausn þess sakarefnis sem ágreiningur stendur um í máli þessu. Samkvæmt kaupsamningi aðila frá 9. ágúst 2011 hafi það fé lag sem síðar hafi orðið að BH Holding ehf. verið kaupandi og stefndi seljandi hlutafjár í Sjóklæðagerðinni. Samkvæmt fyrsta málslið 3. mgr. 4. gr. kaupsamningsins ábyrgist stefndi 8 fallinn úr gildi og kaupverð hinna seldu hluta. Við blasi því að réttarstaða Sjóklæðagerðarinnar gagnvart fyrrum forstjóra hafi verið forsenda fyrir kaupverð inu; ábyrgð stefnda á skaðleysi kaupanda, kæmi til frekari kostnaðar félagsins vegna uppgjörs við hann, hafi því haft bein áhrif á fjárhæð kaupverðsins. Kröfugerð stefnanda miði efnislega að því að gera kaupanda eins settan og hefði umrædd forsenda hans vi ð kaupsamningsgerðina gengið eftir. 13. BH Holding ehf. sé í dag eigandi alls hlutafjár í Sjóklæðagerðinni. Verðmæti þess hlutafjár ráðist meðal annars af fjárhagslegri stöðu Sjóklæðagerðarinnar. Nái krafa stefnanda fram að ganga aukist verðmæti þess hlutafj ár sem BH Holding ehf. á í Sjóklæðagerðinni og hafi hann því beina hagsmuni af úrlausn málsins. 14. Varðandi greiðsluskyldu stefnda byggir stefnandi á því að með dómi Hæstaréttar í máli nr. 84/2014 hafi Sjóklæðagerðin verið dæmd til að greiða fyrrum forstjóra félagsins 109.577.514 krónur með nánar greindum dráttarvöxtum auk málskostnaðar. Sjóklæðagerðin hafi staðið skil á greiðslu þessarar kröfu með því að greiða forstjóranum fyrrverandi 23.500.000 krónur þann 21. október 2014, 58.985.576 krónur þann 17. nóvem ber 2014, 23.500.000 krónur þann 29. desember 2014, 23.500.000 krónur þann 3. febrúar 2015, 25.650.995 krónur þann 2. mars 2015, 15.359.442 krónur þann 16. janúar 2016 og 1.480.396 krónur þann 6. desember 2016. Stefnandi byggir á því að stefnda beri, í sam ræmi við ábyrgð og gefið loforð, að bæta Sjóklæðagerðinni allan þennan kostnað og vísar í því efni einkum til orðalags 3. mgr. 4. gr. kaupsamningsins og réttrar túlkunar hans, m.a. í ljósi atvika fyrir, við og eftir samningsgerðina. 15. Greiðsluskyldu stefnda leiði í fyrsta lagi af skýru og ótvíræðu orðalagi 3. mgr. 4. gr. kaupsamningsins. Fyrsti málsliður þeirrar greinar feli beinlínis í sér yfirlýsingu af hálfu stefnda þess efnis að kaupréttur fyrrum forstjóra Sjóklæðagerðarinnar hafi v erið úr gildi fallinn. Svo hafi ekki verið, eins og rakið hafi verið. Yfirlýsingu stefnda um þetta atriði verði vitaskuld að ljá efnislega þýðingu í réttarsambandi aðila. Í öðrum málslið 3. mgr. 4. gr. kaupsamningsins sé síðan mælt fyrir um hvernig hlutur kaupanda skuli réttur við það að viðbótarkostnaður vegna starfsloka forstjórans falli á Sjóklæðagerðina með tilheyrandi verðmætarýrnun fyrir kaupanda félagsins. Það skuli gert með því að stefndi bæti félaginu þann kostnað að fullu. Af orðanna hljóðan, svo og innra samhengi fyrsta og annars málsliðar 3. mgr. 4. gr. kaupsamningsins, orki ekki tvímælis að uppgjör kaupréttar forstjórans skuli teljast til kostnaðar vegna starfsloka hans í þessum skilningi. 16. Til stuðnings túlkun sinni á 3. mgr. 4. gr. kaupsamning sins vísar stefnandi í öðru lagi til atvika fyrir samningsgerðina. Við gerð kaupsamningsins hafði uppgjör vegna ráðningarsamnings fyrrum forstjóra félagsins, Halldórs Gunnars Eyjólfssonar, nýlega farið fram en eftir hafi hins vegar staðið ágreiningur um ka upréttinn. Atvik fyrir samningsgerðina gefi því sterklega til kynna að 3. mgr. 4. gr. kaupsamningsins hafi einmitt verið ætlað að taka til kostnaðar Sjóklæðagerðarinnar, sem leitt gæti af þeirri stöðu að kaup - og söluréttur fyrrum forstjóra félagsins væri ekki fallinn niður, líkt og gengið var út frá við samningsgerðina. Ákvörðun fyrrum forstjóra félagsins um að segja starfi sínu lausu 8. nóvember 2010 hafi hann tekið í beinu framhaldi af því að honum var tilkynnt, með bréfum 19. október og 2. nóvember s.á. , að stjórnin liti svo á að kaupréttur hans væri fallinn niður. Málsaðilum hafi verið fyllilega ljós ágreiningur um þetta atriði enda hafi forstjórinn fyrrverandi sent tilkynningu um nýtingu kaup - og söluréttarins til stjórnar Sjóklæðagerðarinnar 12. febrú ar 2011 og ítrekað kröfu sína með bréfi dagsettu 12. apríl sem stjórnin hafi hafnað mánuði síðar, eða 12. maí 2011. Við samningsgerðina, bæði í júní 2011 og í ágúst sama ár, hafi því legið fyrir að forstjórinn fyrrverandi teldi rétt sinn ekki fallinn niður , öfugt við afstöðu Sjóklæðagerðarinnar. Loks beri orðalag 3. mgr. 4. gr. kaupsamningsins skýr merki 9 þess að málsaðilum hafi ekki aðeins verið kunnugt um ágreining fyrrum forstjórans og Sjóklæðagerðarinnar og að líkur væru á að dómsmál yrði rekið um hann, heldur einnig að þeir hafi beinlínis af þeim sökum gert ráðstafanir til að tryggja að áhættan sem af hlytist hvíldi áfram á stefnda að kaupunum frágengnum. 17. Í þriðja lagi þá verði af háttsemi stefnda eftir samningsgerðina ótvírætt ráðið að hann hafi ávallt litið svo á að kostnaður vegna kaup - og söluréttar fyrrum forstjóra Sjóklæðagerðarinnar teldist til kostnaðar vegna starfsloka forstjórans sem hann bæri ábyrgð á. Í þriðja málslið 3. mgr. 4. gr. kaupsamningsins er kveðið á um rétt stefnda til að halda upp i vörnum í málaferlum. Ekki orki tvímælis að með ákvæðinu hafi stefndi leitast við að tryggja að hann þyrfti ekki að sæta ábyrgð á grundvelli fyrsta og annars málsliðar sömu málsgreinar nema að hafa áður sjálfur átt þess kost að halda til haga öllum vörnum í viðkomandi dómsmáli. Á grundvelli tilvitnaðrar heimildar í samningnum hafi stefndi haldið uppi og staðið straum af kostnaði við varnir, bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, í málinu sem var til lykta leitt með dómi Hæstaréttar í máli nr. 84/2014. Stefndi hafi því sjálfur litið svo á að honum bæri að standa Sjóklæðagerðinni skil á kostnaði af kröfu fyrrum forstjórans vegna kaup - og söluréttar ef til þess kæmi að hún fengist dæmd. Stefnda hafi einnig mátt vera ljóst að sú væri afstaða Sjóklæðagerðarinnar end a hefði það félag að öðrum kosti ekki haft neina ástæðu til að láta málsvarnir í hendur stefnda líkt og gert var. Loks beri yfirlýsingar stefnda, sem birtist í skriflegum samskiptum hans í tengslum við málaferlin gegn fyrrum forstjóranum, óyggjandi vitni u m framangreindan skilning á ákvæði samningsins. Vísar stefnandi í þessu efni til tölvuskeyta lögmanns stefnda, Gunnars Jónssonar, til stjórnar Sjóklæðagerðarinnar essu þar sem þeim skilningi er lýst að áhættan af málarekstrinum og kostnaður af mögulegri kröfu fyrrum forstjórans hvíli á stefnda. Stefndi byggir á því að Gunnar Jónsson lögmaður hafi ávallt komið fram sem fulltrúi stefnda, setið í stjórn Sjóklæðagerðarinnar fyrir hans hönd, undirritað kaupsamninginn fyrir hönd stefnda samkvæmt umboði, verið tilgreindur sem viðtakandi tilkynninga fyrir hönd stefnda samkvæmt kaupsamningnum, haft milligöngu í samskiptum málsaðila fyrir, við og eftir kaupsamningsgerðina og loks tekið við greiðslu kaupverðsins úr hendi stefnanda. Enn fremur hafi lögmaðurinn séð um málsvarnir fyrir stefnda. Verði því að ætla að stefnda hafi fyllil ega verið kunnugt um framangreind samskipti og yfirlýsingar lögmannsins og hafi stefndi hvorki gert athugasemdir né sett fyrirvara við þær. Af hálfu stefnanda er á því byggt að framangreind samskipti séu ekki aðeins óyggjandi um rétta túlkun og sameiginleg an skilning málsaðila á 3. mgr. 4. gr. kaupsamningsins heldur feli þau einnig í sér skuldbindandi viðurkenningu stefnda á ábyrgð hans í málinu. 18. Krafa stefnanda er sundurliðuð með eftirfarandi hætti: Dæmd krafa fyrrverandi forstjóra 109.577.514 kr. Málskos tnaður í héraði og í Hæstarétti 6.523.131 kr. Vextir greiddir á laun 30.718.992 kr. Lífeyrissjóðsiðgjöld 15.359.442 kr. Tryggingagjald 8.316.993 kr. Lokauppgjör 1.480.396 kr. Heildarhöfuðstóll 171.976.408 kr. 19. Dómkrafan samsvari þeim kostnaði sem Sjóklæða gerðin hafi orðið fyrir vegna þess að kaup - og söluréttur fyrrum forstjóra félagsins hafi ekki verið niður fallinn. Dráttarvextir hafi verið reiknaðir af höfuðstól tildæmdrar kröfu frá 20. apríl 2011, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 84/2014, af málskostnað i í héraði frá 25. janúar 2014 (dómsuppkvaðning í héraði) og af málskostnaði í Hæstarétti frá 10. október 2014 (dómsuppkvaðning í Hæstarétti). Greitt hafi verið inn á kröfuna 10 á dögum sem að framan sé lýst, lífeyrissjóðsiðgjald hafi verið greitt 6. desember 2016 og og tryggingagjald 17. nóvember 2014. Stefnandi krefjist dráttarvaxta, skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, af 105.985.575 krónur, sem er sú fjárhæð sem þegar hafði verið greidd fyrrum forstjóra þegar Sjóklæðagerðin skoraði á stefnda að greiða með kröfubréfi dags. 1. desember 2014, beri dráttarvexti frá 1. janúar 2015, sbr. 3. mgr. 5. gr. sömu laga, en af allrif fjárhæðinni frá stefnubirtingardegi til greiðsludags, sbr. 4. mgr. sömu greinar. Til vara sé þess krafist að öll fjárhæðin beri dráttarvex ti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá stefnubirtingardegi til greiðsludags, sbr. 4. mgr. 5. gr. sömu laga. III. 20. Stefndi byggir sýknukröfu sína í fyrsta lagi á aðildarskorti. Stefnandi sé bersýnilega ekki eigandi hinnar ætluðu kröfu á grundvelli 3. mgr. 4. gr. samningsins frá 9. ágúst 2011. Í nefndu ákvæði sé því lýst hvernig með skuli fara ef svo færi að kaupréttur forstjóra Sjóklæðagerðarinnar hf. væri ekki niður fallinn og til kostnaðar kæmi af þeim sökum. Þar komi skýrt fram að bæta skuli Sjóklæðagerðina hf. Hugsanleg greiðsluskylda stefnda á grundvelli skaðleysisákvæðisins sé því eingöngu gagnvar t Sjóklæðagerðinni hf. en ekki stefnanda. Beri því að sýkna stefnda af dómkröfum stefnanda með vísan til hinnar ólögfestu reglu um aðildarskort, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. 21. Verði ekki fallist á framangreint byggi stefndi á því að samkvæmt skýr um orðum 3. mgr. 4. gr. samnings aðila beri stefnda aðeins að bæta kostnað umfram það sem leiði af uppgjöri ráðningarsamnings við fyrrum forstjóra. Kaupréttur fyrrum forstjóra félagsins hafi verið hluti af starfskjörum hans hjá Sjóklæðagerðinni hf. og kost naður við uppgjör hans sé hluti af uppgjöri ráðningarsamnings við hann. Samkvæmt ótvíræðu orðalagi tilvitnaðs samningsákvæðis beri því beri að sýkna stefnda af krö fum stefnanda. 22. Til frekari rökstuðnings vísar stefndi til þess að Sjóklæðagerðin hf. hafi gert ráðningarsamning við fyrrum forstjóra félagsins 1. júlí 2006 með gagnkvæmum sex mánaða uppsagnarfresti. Sama dag hafi verið undirritaður sérstakur samningur, ka llaður viðauki við ráðningarsamning, um rétt fyrrum forstjórans til kaupa á hlutum í Sjóklæðagerðinni hf. sem þar hafi verið kölluð 66. Augljóst sé af þessu að kaupréttur fyrrum forstjórans hafi verið hluti af ráðningarsamningi hans enda grundvallist réttu r hans á sérstökum viðauka sem gerður hafi verið við upphaflegan ráðningarsamning. Þá sé í aðfaraorðum viðaukans vísað til þess að kveðið sé á um kjör fyrrum forstjórans í ráðningarsamningnum en til viðbótar því sem þar komi fram hafi aðilar komist að samk omulagi um kauprétt forstjórans að hlutum í félaginu. 23. Í dómi Hæstaréttar 25. september 2014, í máli nr. 84/2014, hafi verið leyst úr ágreiningi Sjóklæðagerðarinnar hf. og forstjórans fyrrverandi um kauprétt samkvæmt framangreindum viðauka. Í héraðsdóminum , sem Hæstiréttur staðfesti með vísan til forsendna, komi m.a. fram að fyrirsvarsmenn Sjóklæðagerðarinnar hf. hafi litið á kauprétt forstjórans fyrrverandi sem hluta af launakjörum hans. Af málatilbúnaði forstjórans fyrrverandi megi enn fremur ráða að hans skilningur stefnanda að umræddur 10% kaup - og söluréttur væri hluti samningsbundinna við ráðningarsamninginn litið svo á að kaupréttur forstjórans væri hluti af launakjörum hans. 24. Hið umdeilda ákvæði kaupsamningsins frá 9. ágúst 2011 sé skýrt um að stefnda beri einungis að bæta kostnað umfram það sem leiði af uppgjöri ráðningarsamnings vi ð forstjórann fyrrverandi. 11 25. Samkvæmt framangreindu byggir stefndi á því að kostnað vegna uppgjörs kaupréttarins þurfi Sjóklæðagerðin/stefnandi sjálf að bera enda hluti af launakjörum forstjórans fyrrverandi og því sérstaklega undanskilinn samkvæmt 3. mgr. 4. gr. kaupsamningsins. Ekki sé unnt að gefa ákvæðinu aðra og víðtækari merkingu en leiði af hefðbundinni orðskýringu. 26. Til vara krefst stefndi þess að dómkrafa stefnanda verði lækkuð stórlega. Ósannað sé að lagaskylda hafi staðið til greiðslu tryggingag jalds, auk þess sem fjárhæð og útreikningum gjaldsins sé mótmælt. Þá sé upphafstíma dráttarvaxta og fjárhæð þeirra mótmælt. Stefndi eigi ekki að þurfa að bera hallann af því að Sjóklæðagerðin hf. hafi greitt kröfufjárhæðina á um sex mánaða tímabili, í stað þess að gera hana upp í einu lagi í kjölfar dóms Hæstaréttar. IV. 27. Í máli þessu er deilt um greiðsluskyldu stefnda á grundvelli samnings frá 9. ágúst 2011 um sölu hlutafjár í Sjóklæðagerðinni hf. Ágreiningslaust er í málinu að BH Holding ehf. og Molden Enterprises Ltd. hafi hvor um sig tekið yfir réttindi og skyldur kaupanda og seljanda samkvæmt nefndum kaupsamningi sem í öndverðu var gerður af SF II og Egus Inc. 28. Stefndi byggir sýknukröfu sína í fyrsta lagi á því að BH Holding ehf. sé ekki réttur aðili að málinu og beri því að sýkna stefnda á grundvelli 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. Í því efni vísar stefndi til þess að í umdeildum samningi sé í 3. mgr. 4. gr. fjallað um mögulega skyldu stefnda til að bæta stefnanda. Frávísunarkrafa stefnda, sem dómurinn hafnaði með úrskurði þann 17. maí 2018, var byggð á sömu forsendu og jafnframt á þeirri málsástæðu að stefnandi hefði ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn u m ágreining um greiðsluskyldu stefnda gagnvart Sjóklæðagerðinni hf. 29. BH Holding ehf. höfðaði þetta mál til að knýja stefnda til efnda á skuldbindingu samkvæmt 3. mgr. 4. gr. í samningi aðila. Efni þess ákvæðis er rakið í atvikalýsingu dómsins. Svo sem úrl ausn dómsins um frávísunarkröfuna byggir á, þá er það niðurstaða dómsins að umrætt samningsákvæði feli í sér eiginlegt þriðja manns loforð. Verði fallist á greiðsluskyldu á grundvelli þriðja manns loforðs, felst í því að bæði samningsaðli og þriðji aðili g etur hvor um sig með sjálfstæðum hætti krafist efnda, þ.e. greiðslu til þriðja manns. Jafnframt er réttarstaðan sú að krafa beggja, þ.e. samningsaðila og þriðja manns, fellur niður, efni aðili loforð sitt með greiðslu til þriðja manns. Þá er í áðurnefndum frávísunarúrskurði fallist á það með stefnanda að málið sé réttilega höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á grundvelli 11. gr. samnings aðila. 30. Sjóklæðager ðarinnar. Með vísan til þess sem rakið er í málsgreininni að framan er sú málsástæða stefnda þýðingarlaus fyrir úrlausn málsins að greiðsluskylda stefnda sé gagnvart því félagi en ekki stefnanda. Stefnandi hefur að mati dómsins, svo sem að framan er rakið, heimild til að knýja á um efndir samnings milli aðila, og það þótt efndir samningsins felist í greiðslu til þriðja aðila. Er því vafalaust að stefnandi hefur lögvarða hagsmuni af efnislegri úrlausn þess hvort greiðsluskylda stefnda hafi stofnast á grundve lli samnings aðila og hver fjárhæð þeirrar kröfu er. Er því hafnað kröfu stefnda um sýknu á grundvelli aðildarskorts stefnanda. 31. Stefndi byggir sýknukröfu sína jafnframt á því að túlka beri 3. mgr. 4. gr. samnings aðila á þann veg að í því felist ekki skylda til að bæta Sjóklæðagerðinni tjón sem hlaust af greiðslu þess til fyrrverandi forstjóra félagsins vegna kaupréttar hans. Ákvæð ið vísi einvörðungu til mögulegs kostnaðar sem sé umfram það sem leiði af uppgjöri ráðningarsamnings forstjórans. Umræddur 12 kaupréttur forstjórans hafi verið hluti af ráðningarsamningi hans og kostnaður sem af honum hlaust sé því ekki meðal þess sem stefndi hafi ábyrgst að greiða samkvæmt nefndu ákvæði. 32. Dómurinn felst ekki á framangreinda málsástæðu. Orðalag 3. mgr. 4. gr. er skýrt og hefst á yfirlýsingu um að seljandi ábyrgist gagnvart kaupanda að kaupréttur fyrrum forstjóra Sjóklæðagerðarinnar sé fallinn niður. Sú yfirlýsing verður merkingarlaus verði sá skilningur sem stefndi byggir sýknukröfu sína á lagður til grundvallar skýringu ákvæðisins. Auk þess verður þá með öllu óskiljanlegt ákvæðið um að stefnda sé heimilt að halda uppi vörnum í máli forstjóran s gagnvart Sjóklæðagerðinni, sbr. lokamálslið greinarinnar. Þá benda atvik máls, bæði fyrir, við og eftir samningsgerðina eindregið til þess að sameiginlegur skilningur aðila hafi verið sá að málsgreinin í heild lyti að skaðleysisábyrgð stefnda vegna deiln a við fyrrum forstjórann um kauprétt hans. Er í því efni vísað til þess sem rakið er um það efni í II. kafla dómsins. Loks hefur stefndi ekki lagt fram neina haldbæra skýringu á því hvert hafi verið tilefni eða efnislegt inntak framangreinds ákvæðis, hafi það átt að vera annað en það sem stefnandi byggir á. 33. Með framangreindum rökstuðningi verður krafa stefnanda tekin til greina. Ekki er hald í þeirri málsástæðu stefnda að lækka beri kröfuna sem nemi greiðslu tryggingagjalds þar sem ósönnuð sé greiðsluskyl da og fjárhæð gjaldsins. Stefndi byggir ekki á því að greiðsla gjaldsins hafi ekki verið innt af hendi og hefur heldur ekki fært fram lagarök fyrir því að greiðsluskylda sé ekki fyrir hendi. Meginreglan samkvæmt lögum um tekjuskatt nr. 90/2003 er sú að hag naður af nýtingu kaupréttar sem forstjóranum fyrrverandi var dæmdur er tekjur í skilningi 1. töluliðar A - liðar 7. gr. laganna, sbr. 9. gr. sömu laga, og myndar stofn til tryggingagjalds skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 113/1990 um tryggingagjald. Fjárhæð gjald sins nam 7,59%, sbr. 2. gr. sömu laga og tilkynningu frá Ríkisskattstjóra um skatthlutföll og fjárhæðir fyrir árið 2014. Er því hafnað varakröfu stefnanda um lækkun dómkröfu stefnanda. Þá verður fallist á aðalkröfu stefnanda um upphafstíma dráttarvaxta af 105.985.575 kr. frá 1. janúar 2015, en þá var mánuður liðinn frá því að stefndi var krafinn um greiðslu, og stefnufjárhæðinni í heild frá stefnubirtingardegi, sem var 19. október 2017, með vísan til 3. og 4. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2011. 34. Með hliðsjón af ú rslitum málsins verður stefnda gert að greiða stefnanda málskostnað, sbr. 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. Með tilliti til umfangs málsins og þeirra hagsmuna sem um er teflt er málskostnaður hæfilega ákveðinn 2.100.000. krónur. 35. Dóminn kvað upp Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari. Óttar Pálsson lögmaður flutti málið fyrir stefnanda og Einar Hugi Bjarnason lögmaður fyrir stefnda. Gætt var ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. Dómsorð: Stefndi, Molden Enterprises Ltd., greiði Sjóklæðagerðinni hf. 17 1.976.408 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af 105.985.575 krónum frá 1. janúar 2015 til 19. október 2017, en af stefnufjárhæðinni frá þeim degi til greiðsludags. Þá skal stefndi greiða stefnanda, 66North Holding LUX S.Á.R.L , 2.100.000 krónur í málskostnað.