LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 3. nóvember 2020. Mál nr. 606/2020 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Unnsteinn Örn Elvarsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. A - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. C - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. D - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Gæsluvarðhaldsúrskurður felldur úr gildi. Útdráttur Felldur var úr gildi úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæt a gæsluvarðhaldi á grundvelli a - , c - og d - liða 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Jón Höskuldsson , Kristbjörg Stephensen og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 31. október 2020 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 2. nóvember 2020 . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 31. október 2020 í málinu nr. R - /2020 þar sem varnar aðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 27. nóvember 2020 klukkan 16. Kæruheimild er í l - lið 1 . mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar . 3 Varnaraðili krefst þess aðalleg a að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Niðurstaða 4 Að virtum gögnum málsins eru ekki fyrir hendi rannsóknarhagsmunir til þess að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Á sama grunni telst sóknaraðili ekki hafa fært viðhlítandi rök fyrir því að skilyrði c - eða d - lið ar 1. mgr. sömu greinar séu uppfyllt . Samkvæmt þessu verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi . 2 Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 31. október 2020 Sóknaraðili er Lögreglustjó Reykjanesbæ. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 27. nóvember 2020 kl. 16:00. Varnaraðili mótmælir kröfunni og krefst þess að henni verði h afnað en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími en krafa sóknaraðila gerir ráð fyrir. I kærða og að hann væri óútreiknanlegur. Lýsti A ætluðu brotum kærða í nánu sambandi gegn henni. Þá bárust lögreglu einnig upplýsingar um að kærði hefði í eld í bifreið. Á vettvangi var kærði sem sagðist hafa verið að aka bifreiðinni þegar hann hefði fundið brunalykt, stöðvað bifreiðina út í vegakanti, farið út úr henni og tekið rafgeyminn úr henni. Var um að mann á leiðinni á lögreglustöð kvaðst kærði hafa verið með tvær bensínflöskur í framsæti bifreiðarinnar og að hugsanlega hefði kviknað í annarri þeirra. Upplýst var, að kærði sem áður hafði haft í hótunum við A, sendi henni mynd af alelda bifreiðinni. Í fr skammbyssu. Sóknaraðili segir að rannsókn málsins sé á frumstigi. Kærði sé grunaður um að hafa beitt A ofbeldi í nánu sambandi, sbr. 194. gr. og 218. gr. b. almen nra hegningarlaga nr. 19/1940 og að hafa af ásetningi Er það mat sóknaraðila að kærði kunni að torvelda rannsókn málsins, svo sem með því að hafa áhrif á vitni, ve rði honum ekki gert að sæta gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn málanna stendur. Með vísan til þessa telur lögreglustjóri að skilyrðum a. liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 sé fullnægt. Brotaferill kærða sé langur eða frá árinu 2005. Lögregla hafi ítrekað haft afskipti af honum og hann hafi í alls átta skipti hlotið dóm og gengist undir eina viðurlagaákvörðun og eina lögreglustjórasátt. Hafi kærði hlotið fimm dóma vegna ofbeldisbrota og í fjölmörg skipti gerst sekur um brot gegn umferð arlögum. Nú þegar liggja fyrir í dóminum þrjár ákærur, sem varða fjölmörg brot kærða, gegn umferðarlögum nr. 77/2019. Vísast til meðfylgjandi ákæruskjala, dags. 19. október sl., 7. september sl. og 13. júlí sl. Þá liggi fyrir að kærði sæti nú nálgunarban og varði þau brot við ákvæði XXII. og XXIV. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, n.t.t. 218. gr. b. og 233. gr. og ákvæði barnaverndarlaga nr. 80/2002, einkum 98. og 99. gr. Þau mál sæti lögreglurannsókn. Þá hafi kærða áður verið gert að sæta nálgunarbanni en þá gegn D . Vísast til meðfylgjandi ákvörðunar um nálgunarbann. Lögregla meti málið þannig að kærði hafi einbeittan brotavilja og virðist ekkert lát vera á brotastarfsemi hans. Telur lögreglustjóri nauðsynlegt að stöðva brotastarfsemi kærða og þá sérstaklega þar sem brotahrina hans ógnar hagsmunum annarra. Með vísan ti l framangreinds og sakaferils kærða telur lögregla yfirgnæfandi líkur á því að hann muni halda brotastarfsemi sinni áfram sé hann frjáls ferða sinna 3 og því nauðsynlegt að hann sæti gæsluvarðhaldi meðan rannsókn mála hans stendur yfir og meðan á meðferð þei rra fyrir dómi stendur. Telur lögreglustjóri því skilyrðum fyrir gæsluvarðhaldi á grundvelli c. - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 fullnægt. Með vísan til alls framangreinds, rökstudds grunar um brennu og almannahættubrot svo og um ítrekuð ofbeldisbr ot og sakaferils kærða telur lögreglustjóri aukinheldur að skilyrðum d. - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 sé fullnægt og að nauðsynlegt sé að kærði sæti gæsluvarðhaldi til að verja aðra fyrir árásum hans og ofbeldi. Með vísan til alls framangreinds, gagna málsins, a., c. og d. - liða 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, 164., 194., 218. gr.b., og 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, vopnalaga nr. 16/1998, umferðarlaga nr. 77/2019 og barnaverndarlaga nr. 80/2002, telur lögreglus tjóri brýna hagsmuni standa til þess að kærða verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 27. nóvember 2020, kl. 16.00. II. Varnaraðili er undir rökstuddum grun um að hafa framið brot sem varðað geta fangelsisrefsingu samkvæmt almennum hegningarlögum og sérrefsilögum og eru málin enn í rannsókn. Meint brot varða er í eigu þriðja aðila. Kærði á langan sakaferil að baki sem nær allt af tur til ársins 2005 og hefur hann m.a. hlotið fimm refsidóma vegna ofbeldisbrota. Nú munu vera til meðferðar þrjár ákærur á hendur ákærða og þá hefur kærða áður verið gert að reiðarinnar. Samkvæmt skýrslu tæknideildar lögreglu var opinn eldur í ökumanns - og farþegarými bifreiðarinnar og ekki var að sjá að eldur hafi komið upp í vélarúmi hennar. Lögreglan ætlar að kviknað hafi í bifreiðinni af mannavöldum. Þá hafnar kærði því að þar sem hann búi . Í þessu sambandi verður ekki litið framhjá rannsóknargögnum málsins þ.e. þau sem varða nálgunarbann sem kærði nú sætir. Með vísan til framanritaðs, sv o og gagna málsins, og loks framangreinds rökstuðnings sóknaraðila er fallist á það að skilyrði séu til að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi á grundvelli a., c. og d. - liða 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/20089 um meðferð sakamála. Samkvæmt því skal varnaraðili s æta gæsluvarðhaldi svo sem krafist er og nánar greinir í úrskurðarorði. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: 16:00.