LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 26. júní 2020. Mál nr. 387/2020 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ( Alda Hrönn Jóhannesdóttir aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Úlfar Guðmundsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Nálgunarbann. Brottvísun af heimili. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta nánar tilgreindu nálgunarbanni og brottvísun af heimili á grundvelli laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Eiríkur Jónsson , Hervör Þorvaldsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 24 . júní 2020 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 24 . júní 2020 í málinu nr. R - /2020 þar sem staðfest var ákvörðun sóknaraðila 15. júní 2020 um að varnaraðili skyldi áfram sæta nánar tilgreindu nálgunarbanni og brottvísun af heimili. Kæruheimild er í 3 . mgr. 15 . gr. laga nr. 8 5 / 20 11 um nálgunarbann og brottvísun af heimili . 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess að allega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að nálgunarbanni og brottvísun af heimili verði markaður skem mri tími. Niðurstaða 4 Fram kemur í greinagerð sóknaraðila til Landsréttar að sóknaraðili hafi lokið rannsókn allra mála á hendur varnaraðila utan eins og vænta megi innan tíðar ákvörðunar um hvort gefin verður út ákæra á hendur honum. Að þessu virtu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 5 Þóknun verjanda varnaraðila fyrir Landsrétti, sem ákveðin er að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir, greiðist úr ríkissjóði samkvæmt 38. gr. laga nr. 88/ 2008 um meðferð sakamála, sbr. 14. gr. laga nr. 85/2011. 2 Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun verjanda varnaraðila fyrir Landsrétti, Úlfars Guðmundssonar lögmanns, 1 95 .000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 24. júní 2020 Mál þetta var þingfest 18. júní sl. og tekið til úrskurðar 22. sama mánaðar. Sóknaraðili er Lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Varnaraðili er X, kt. [...], til lögheimilis að [...], [...], nú um stundir heimilislaus og óstaðsettur í hús að eig in sögn. Sóknaraðili krefst þess að héraðsdómur staðfesti þá ákvörðun sóknaraðila 15. júní 2020 að varnaraðili sæti nálgunarbanni og brottvísun af heimili til mánudagsins 13. júlí nk. kl. 16:00, þannig að honum sé bannað að koma á eða í námunda við heimil i brotaþola, A, kt. [...], að [...], [...], á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus umhverfis heimilið, mælt frá miðju hússins. Jafnframt að kærða sé á sama tímabili bannað að veita brotaþola eftirför, nálgast hana á almannafæri, hringja í heima - , vinnu - eða farsíma hennar, senda henni tölvupóst eða setja sig á annan hátt í beint samband við hana. Af hálfu brotaþola er tekið undir kröfugerð sóknaraðila. Varnaraðili krefst þess að synjað verði um staðfestingu ákvörðunar sóknaraðila, en að því frágengnu ver ði brottvísun og nálgunarbanni markaður skemmri tími. I. Sóknaraðili byggir kröfugerð sína á því að varnaraðili sé undir rökstuddum grun um heimilisofbeldi samkvæmt 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og hótunarbrot samkvæmt 233. gr., auk annar ra hegningarlagabrota er tengjast samskiptum hans og sambandi við brotaþola í málinu. Að því gættu og með vísan til a. og b. liða 1. mgr. 4 gr. og a. og b. liða 1. mgr. 5. gr., sbr. 2. mgr. 5. gr., 3. mgr. 3. gr., 6. gr. og 7. gr. laga nr. 85/2011 um nálgu narbann og brottvísun af heimili, sem og ríkra almanna - , einka - og rannsóknarhagsmuna, beri að verða við kröfu sóknaraðila, enda ósennilegt að friðhelgi brotaþola verði vernduð með öðrum og vægari hætti. Vísar sóknaraðili í þessu sambandi til fyrri ákvarða na sama efnis; fyrst ákvörðunar 8. mars 2020, sem staðfest var með úrskurði héraðsdóms 13. mars, næst ákvörðunar 3. apríl, sem staðfest var að hluta með héraðsdómsúrskurði 8. apríl og að fullu með úrskurði Landsréttar í máli nr. 223/2020, því næst ákvörðun ar 30. apríl, sem héraðsdómur staðfesti 7. maí, en stytti úr 28. maí í 18. maí og staðfest var í landsréttarmáli nr. 288/2020 og loks ákvörðunar 18. maí, sem staðfest var í héraði 3. júní og af Landsrétti 8. júní í máli réttarins nr. 350/2020, en samkvæmt þeim úrskurði skyldi varnaraðili sæta áfram brottvísun og nálgunarbanni til mánudagsins 15. júní 2020. sóknaraðila liggur nú fyrir að lögregla hefur lokið ranns ókn sjö mála á hendur varnaraðila er tengjast brotaþola; nánar tiltekið mál nr. 008 - 2020 - - 2020 - - 2020 - - 2019 - - 2019 - - 2019 - - 2015 - frænda brotaþola (mál nr. 008 - 2020 - Málefni varnaraðila og brotaþola hafi fyrst borist á borð lögreglu 6. júlí 2015 þegar brotaþoli kom á lögreglustöð, sagði varnaraðila hafa gengið berserksgang og lagt íbúð þeirra í rúst og að hún vildi slíta sambandi þeirra. Í kjö lfarið fór lögregla á staðinn og sá engin merki þess að eitthvað hefði gengið á. Varnaraðili neitar alfarið sök í þessum þætti málsins. Í júlí, ágúst og september 2019 hafi komið upp þrjú mál vegna meintra hótana, eignaspjalla og heimilisofbeldis gagnvart brotaþola og hótana í garð C starfsmanns barnaverndar og D heilsugæslulæknis, en barnavernd [...] hóf í júlí afskipti af málefnum meints andlegs, líka mlegs og fjárhagslegs ofbeldis síðastliðin fimm ár. Þá hafi lögreglu þann 2. mars 2020 3 borist beiðni brotaþola um aðstoð vegna slagsmála í verslun [...], en þar hafi hún og varnaraðili verið að versla þegar varnaraðili réðist á B frænda hennar og kýldi han n í andlitið ( mál 008 - 2020 - [...] ). Aðfaranótt 8. mars 2020 hafi lögreglu svo borist símtal úr símanúmeri brotaþola. Hún hafi ekkert sagt í símann, en heyrst hafi grátur í konu og samtal hennar við karlmann. Vegna gruns um heimilisofbeldi hafi lögregla fari ð á vettvang að [...]. Er þangað kom hafi brotaþoli opnað dyrnar og varnaraðili fylgt á eftir. Hún hafi verið grátandi, virst skelfingu lostin og greint frá því að varnaraðili hefði ráðist á hana. Varnaraðili hafi verið handtekinn og reyndist undir áhrifum áfengis. Í viðræðum við brotaþola hafi hún sagt þau hafa verið saman á árshátíð og á leið heim þegar varnaraðili hefði byrjað að tala um frænda hennar og hótað því að drepa hann og alla fjölskyldu hennar. Er heim kom hafi brotaþoli farið inn í eldhús, var naraðili elt hana, tekið hana hálstaki og þrengt að. Hann hafi síðan sleppt takinu en tekið upp hníf. Hún hafi þá tekið upp annan hníf og sagt honum að hætta. Við þetta hafi kærði lagt hnífinn frá sér og beðið hana afsökunar og hún gert hið sama. Varnaraði li hafi svo dregið fram skæri og gengið á eftir henni um íbúðina. Meðan á því stóð hafi brotaþoli hringt í lögreglu, án þess að tala við þann sem svaraði kalli hennar. Brotaþoli kvaðst vera búin að slíta sambandi við varnaraðila, en hann hreinlega leyfi he nni ekki að slíta börn þeirra hafa orðið vitni að ofbeldi varnaraðila í það minnsta eitt skipti; þann 20. febrúar sl. er varnaraðili hafi tekið hana hálstaki, þrengt um hálsinn með belti og hrint henni í gólfið. Á heimili brotaþola og varnaraðila var haldlagt nokkuð magn af ætluðum sterum sem brotaþoli sagði í hans eigu ( mál 008 - 2020 - [...] ). Í kjölfar þessa hafi svo komið upp mál vegna gruns um að varn araðili hafi verið að hnýsast í síma og samfélagsmiðla brotaþola, en það mál kærði hún til lögreglu 13. mars 2020. Varnaraðili hefur við rannsókn framangreindra mála borið af sér nær allar sakir, þvertekið fyrir að hafa nokkru sinni beitt brotaþola ofbeld i af einhverju tagi og sagði fyrir dómi 22. júní sl. að málatilbúnaður sóknaraðila væri meira og minna byggður á lygum. Jafnframt sagðist hann ætla heim til sín að [...], óháð úrslitum þessa máls. Sóknaraðili styður kröfu sína þeim rökum að fyrir liggi að varnaraðili hafi í allmörg skipti ráðist á brotaþola með líkamlegu ofbeldi og ítrekað tekið hana hálstaki og þrengt að öndunarvegi hennar; síðast 20. febrúar 2020. Þá hafi hann ítrekað ógnað henni með hnífi og/eða skærum; síðast 8. mars sl., en í kjölfar þ ess hafi fyrst verið tekin ákvörðun um brottvísun af heimili og nálgunarbann. Að auki hafi brotaþoli búið við áralangt andlegt og fjárhagslegt ofbeldi af hálfu varnaraðila og hafi þetta allt haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir brotaþola, sem þo ri ekki að búa á eigin heimili að [...] af ótta við varnaraðila. Skýrslur vitna, læknisvottorð og upplýsingar úr símtæki brotaþola staðreyni framangreind atriði. Að öllu þessu gættu telur sóknaraðili einsætt að skilyrði 4. og 5. gr. laga nr. 85/2011 um nál gunarbann og brottvísun af heimili séu uppfyllt að því leyti að rökstuddur grunur sé um að varnaraðili hafi framið brot gegn brotaþola, sem varði við ákvæði XXII. og XXIV. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sér í lagi 218. gr. b. og 233. gr. laganna og að rík hætta sé á að hann muni áfram brjóta gegn brotaþola og friðhelgi hennar verði ekki fallist á kröfu sóknaraðila, enda sýnt að friðhelgi hennar verði ekki verndað með öðrum og vægari hætti eins og sakir standa. Af hálfu varnaraðila er á því byggt að skilyrði 4. og 5. gr. laga nr. 85/2011 séu ekki uppfyllt til að heimilt sé að beita varnaraðila brottvísun af heimili og nálgunarbanni. Þess utan stafi engin hætta stafi af varnaraðila, sem hafi síðan í byrjun mars virt fyrri ákvarðanir sóknaraðila og ú rskurði dómstóla. Rannsókn lögreglu á framangreindum sjö lögreglumálum breyti engu fyrir úrslit þessa máls og eftir standi orð gegn orði um það hvort varnaraðili hafi gert eitthvað á hlut brotaþola. Þá lúti fjögur málanna ekki að hagsmunum brotaþola, en fr amferði hennar gagnvart varnaraðila á þessu ári lúti að því að þröngva honum til óhagstæðra fjárskipta við sambúðarslit og afla henni betri stöðu gagnvart varnaraðila í forsjár - og umgengniságreiningi þar hafist hann við og verði ekki af því ráðið að hún óttist eða hafi ástæðu til að óttast hann. Sterk rök þurfi til að ákveða síendurtekið að varnaraðili skuli sæta brottvísun af eigin heimili og nálgunarbanni, en slík úrræði eigi aðeins að vera tímabundi n, enda um afar íþyngjandi úrræði að tefla, sem beita verði af varfærni og að gættu meðalhófi, svo ekki brjóti gegn rétti varnaraðila til friðhelgi einkalífs og heimilis samkvæmt 71. gr. stjórnarskrárinnar. Nú þegar sé búið að halda varnaraðila í rúma þrjá mánuði frá eigin heimili og sú spurning vakni hvenær sóknaraðili telji mál 4 að linni; hvort það verði við útgáfu ákæru, við uppsögu dóms eða við fangelsun á grundvelli dóms, fyrir sakir sem varnaraðili telur að hann sé saklaus af. II. Samkvæmt 4. gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili er það skilyrði sett fyrir beitingu nálgunarbanns að fyrir hendi sé rökstuddur grunur um að einstaklingur sá sem aðgerðin beinist gegn hafi framið refsivert brot eða raskað á annan hátt friði brotaþ ola, eða hætta er á að viðkomandi muni brjóti með þeim hætti gegn brotaþola. Samkvæmt 5. gr. sömu laga laga er það skilyrði sett fyrir beitingu brottvísunar af heimili að fyrir hendi sé rökstuddur grunur um að einstaklingur sá sem aðgerðin beinist gegn haf i framið refsivert brot gegn ákvæðum XXII. - XXIV. kafla almennra hengingarlaga nr. 19/1940 og/eða gegn öðrum tilgreindum ákvæðum laganna, þar á meðal 233. gr., og verknaður hafi beinst að öðrum sem er kærða nákominn, enda varði brot allt að sex mánaða fange lsi, eða hætta er á að kærði muni brjóta með þeim hætti gegn brotaþola. Samkvæmt 2. mgr. 5. gr. er heimilt að beita nálgunarbanni samhliða brottvísun af heimili ef nauðsynlegt þykir til að tryggja hagsmuni brotaþola. Samkvæmt 6. gr. verður hvorugu úrræði beitt nema sennilegt þyki að friðhelgi brotaþola verði ekki verndað með öðrum og vægari hætti. Varnaraðili er meðal annars grunaður um brot gegn 218. gr. b. almennra hegningarlaga, en þar segir í 1. mgr. að hver sá sem endurtekið eða á alvarlegan hátt ógna r lífi, heilsu eða velferð núverandi eða fyrrverandi sambúðaraðila síns eða annarra sem búa með honum á heimili eða eru í umsjá hans, með ofbeldi, hótunum, frelsissviptingu, nauðung eða á annan hátt, skuli sæta fangelsi allt að sex árum. Segir nánar um ský ringu þessa lagaákvæðis í frumvarpi sem varð að 4. gr. laga nr. 23/2016 um breyting á almennum hegningarlögum að ofbeldi í nánum samböndum feli ekki einungis í sér samansafn einstakra tilvika heldur megi virða slíka háttsemi sem eina heild. Athyglin sé þan nig færð á það ógnar - og óttaástand sem getur skapast og jafnframt á þá viðvarandi þjáningu, kúgun og vanmátt sem þolandi upplifir við slíkar aðstæður. Ekki sé útilokað samkvæmt ákvæðinu að einstakt brot geti fallið undir refsivernd ákvæðisins ef það nær t ilteknu alvarleikastigi. Þá segir í frumvarpinu að ofbeldi í nánum samböndum í skilningi ákvæðisins geti birst á marga vegu, meðal annars í félagslegu, fjárhagslegu, andlegu og/eða líkamlegu ofbeldi. Af fyrirliggjandi gögnum telur dómurinn ljóst að brotaþ oli hafi um árabil búið við óviðunandi fjölskylduaðstæður með varnaraðila og fær sú frásögn hennar stoð í framburði vitna hjá lögreglu, sem og að nokkru í frásögn varnaraðila og samrýmist þeirri staðreynd að hann flutti tímabundið út af heimili þeirra síða stliðið haust vegna alvarlegra bresta í sambandi þeirra. Samkvæmt rannsóknargögnum virðist varnaraðili frá sumri 2019 ítrekað hafa komið fram við brotaþola með ólíðandi hætti og dregur dómurinn ekki í efa að hún hafi upplifað viðvarandi þjáningar, kúgun og vanmátt af völdum varnaraðila. Að mati dómsins tók steininn úr 8. mars sl. þegar brotaþoli kvaddi lögreglu á heimili þeirra og bar á varnaraðila að hann hefði ógnað henni með hnífi og skærum, tekið hana hálstaki og þrengt að og hótað henni og fjölskyldu h ennar lífláti. Með hliðsjón af þeim framburði brotaþola, sem studd er frumskýrslu lögreglu um komu á heimili varnaraðila og brotaþola 8. mars telur dómurinn framkominn rökstuddan grun um að varnaraðili hafi greint sinn brotið gegn 2. mgr. 218. gr. b. almen nra hengingarlaga. Með vísan til þessa, annars sem nú síðast hefur verið rakið og síðast en ekki síst með skírskotun til niðurstöðu Landsréttar 8. júní 2020 í máli nr. 350/2020 á hendur varnaraðila er staðfest ákvörðun lögreglustjóra frá 15. júní 2020 um a ð varnaraðili sæti brottvísun af heimili og nánar tilgreindu nálgunarbanni á grundvelli 4. og 5. gr. laga nr. 85/2011 allt til mánudagsins 13. júlí nk. kl. 16:00 2020, enda mat dómsins að friðhelgi brotaþola verði ekki verndað með öðrum og vægari úrræðum, sbr. 2. mgr. 5. gr. og 6. gr. laga nr. 85/2011. Breytir engu í þessu sambandi þótt varnaraðili hafi virt gildandi ákvarðanir um brottvísun og nálgunarbann frá 8. mars 2020. Samkvæmt 14. gr. laga nr. 85/2011, sbr. 3. mgr. 38. gr. og 3. mgr. 48. g r. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála skal þóknun Úlfars Guðmundssonar verjanda varnaraðila og þóknun Halldóru Aðalsteinsdóttur réttargæslumanns brotaþola greiðast úr ríkissjóði. Með hliðsjón af eðli og umfangi máls 5 þykir þóknun verjanda hæfilega ákveðin 183.520 krónur og þóknun réttargæslumanns krónur 137.640, að meðtöldum virðisaukaskatti . Úrskurð þennan kveður upp Jónas Jóhannsson héraðsdómari. Úrskurðarorð: Staðfest er ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum 15. júní 2020 um að varnaraðili, X, kt. [...], sæti nálgunarbanni og brottvísun af heimili til mánudagsins 13. júlí 2020 kl. 16:00, þannig að lagt er bann við því að hann komi á eða í námunda við heimili brotaþola A, kt. [...], að [...] í [...], á svæði sem afmarkast við 50 metra radíus umhverfi s [...], mælt frá miðju hússins. Jafnframt sé honum bannað að veita brotaþola A eftirför, nálgast hana á almannafæri, hringja í heima - , vinnu - eða farsíma hennar, senda henni tölvupóst eða setja sig á annan hátt í beint samband við hana. Úr ríkisjóði grei ðist 183.520 króna þóknun Úlfars Guðmundssonar verjanda varnaraðila og 137.640 króna þóknun Halldóru Aðalsteinsdóttur réttargæslumanns brotaþola.