LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 17. nóvember 2020. Mál nr. 565/2020 : A (Steinbergur Finnbogason lögmaður ) gegn Hafnarfjarðar kaupstað ( Bjarni Þór Óskarsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Útburðargerð. Leigusamningur. Riftun. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem tekin var til greina krafa H um að A yrði með beinni aðfarargerð borin út úr húsnæði H ásamt öllu því sem henni tilheyrði. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Jón Höskuldsson , Kristbjörg Stephensen og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 7. október 2020 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 29. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 23. september 2020 í málinu nr. A - [...] /2020 þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að sóknaraðili verði með beinni aðfarargerð borin út úr fasteigninni að [...] í Hafnarfirði, ásamt öllu því sem henni tilheyrir. Kæruheimild er í 4 . mgr. 84 . gr. laga nr. 9 0 /19 89 um aðför . 2 Sóknaraðili krefst þess að kröfu varnaraðila verði hafnað. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 5 Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Sóknaraðili, A , greiði varnaraðila, Hafnarfjarðarkaupstað, 250.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 23. september 2020 Mál þetta, sem barst dóminum 27. apríl 2020, var tekið til úrskurðar 10. september 2020. Gerðarbeiðandi er Hafnarfjarðarbær, kt. 590169 - 7579, Str andgötu 6, Hafnarfirði. Gerðarþoli er A , kt. [...] , [...] , Hafnarfirði. Dómkröfur gerðarbeiðanda eru þær að kveðinn verði upp úrskurður um að gerðarþoli skuli borinn út úr fasteign gerðarbeiðanda að [...] , Hafnarfirði, íbúð [...] , fastanúmer [...] , ásamt öllum sem þar finnast fyrir, og öllu sem gerðarþola tilheyrir, og að gerðarbeiðanda verði í kjölfarið fengin umráð fasteignarinnar. Þá krefst gerðarbeiðandi málskostnaðar úr hendi gerðarþola að mati dómsins og að teknu tilliti til greiðslu virðisaukaskatt s. Gerðarþoli krefst þess að kröfu gerðarbeiðanda verði hafnað. Fari svo að krafa gerðarbeiðanda verði tekin til greina er þess krafist að réttaráhrifum þess úrskurðar verði frestað með vísan til 3. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför þar til niðurstað a Landsréttar liggur fyrir. Þá gerir gerðarþoli kröfu um málskostnað að mati dómsins í samræmi við framlagða tímaskráningu. I. Þann 9. maí 2019 undirrituðu málsaðilar húsaleigusamning um íbúðarhúsnæðið að [...] í Hafnarfirði, fastanúmer [...] , þar sem gerð arbeiðandi er leigusali en gerðaþoli leigutaki. Með bréfi, dags. 16. ágúst 2019, sendi gerðarbeiðandi tilkynningu til gerðarþola um að Fjölskylduþjónustunni í Hafnarfirði hefði borist kvörtun frá húsfélaginu vegna brota á húsreglum. Í gögnum málsins er að finna afrit tölvupósts frá húsfélaginu til starfsmanna gerðarbeiðanda, frá 4. ágúst 2019, og 15. ágúst 2019 þar sem kvartað er um hávaða vegna tónlistar og annars hávaða frá íbúð gerðarþola. Í seinni tölvupóstinum kemur fram að íbúar hafi búið við þetta í [...] ár. Gerðarþoli var vegna þessa boðuð til fundar við starfsmann gerðarbeiðanda með bréfi, dags 16. ágúst 2019. Erindið var ítrekað með bréfi gerðarbeiðanda, dags. 21. ágúst 2019, en gerðarþoli mun ekki hafa mætt til fundarins. Með tölvupósti, dags. 2 6. ágúst 2019, var enn send kvörtun til gerðarbeiðanda frá húsfélaginu vegna hávaða frá íbúð gerðarþola. Með bréfi gerðarbeiðanda, dags. 27. ágúst 2019, var gerðarþola send áminning með ábyrgðarpósti vegna brota á umgengnisreglum. Jafnframt kemur fram að g erðarþoli mætti eiga von á því að leigusamningi yrði rift ef áframhald yrði. Í niðurlagi bréfsins kemur fram að telji gerðarþoli ásakanir ekki vera á rökum reistar þá gæti hún komið athugasemdum á framfæri til gerðarbeiðanda. Gerðarþoli virðist engar athug asemdir hafa gert. Þann 25. október 2019 sendi gerðarbeiðandi á ný áminningu til gerðarþola í ábyrgðarbréfi vegna brota á umgengnisreglum, og var þá vísað til atvika þann 5., 10. og 13. október 2019 um hávaða og umgengni. Þá kom fram að bærust fleiri kvart anir yrði húsaleigusamningi rift án frekari fyrirvara. Jafnframt var gerðarþoli boðuð til viðtals við starfsmann gerðarbeiðanda þann 6. nóvember 2019. Gerðarþoli mun hafa boðað forföll vegna veikinda en síðan ekki mætt á þeim tíma sem boðaður var í stað þe ss fyrri. Með yfirlýsingu um riftun húsaleigusamnings, dags. 24. mars 2020, sem send var gerðarþola í ábyrgðarpósti, var framangreindum húsaleigusamningi rift. Fram kemur í riftunarbréfinu að gerðarþola hafi í tvígang verið send áminning með áskorun um að bæta ráð sitt, en þrátt fyrir það væru enn að berast tilkynningar um brot á húsreglum, síðast 11., 14. og 27. febrúar 2020, og fylgja afrit þess tölvupósts málinu. Þá var þess krafist að gerðarþoli myndi rýma húsnæðið og skila lyklum á skrifstofu gerðarbei ðanda, eigi síðar en 1. apríl 2020. Gerðarþoli varð ekki við kröfu gerðarbeiðanda um að rýma fasteignina, og með framangreindri aðfararbeiðni krafðist gerðarbeiðandi þess að gerðaþoli yrði með ákvörðun eða úrskurði borin út úr eigninni. Við fyrirtöku málsi ns þann 2. júní 2020 var ekki mætt af hálfu gerðarþola og þá tekin ákvörðun 3 um að fallast á kröfu gerðarbeiðanda. Gerðarþoli krafðist endurupptöku málsins, og með samþykki gerðarbeiðanda var málið endurupptekið með máli nr. I - [...] /2020. II Um málsástæður og lagarök vísar gerðarbeiðandi til aðfararheimildar í 78. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, sbr. 72. gr. laganna. Jafnframt sé vísað til VI. bókar 14. kapítula 6. gr. norsku laga Kristjáns V. frá 15. apríl 1687, húsaleigulaga nr. 36/1994 og fjöleignarhúsala ga nr. 26/1994. Um brot og vanefndir gerðarþola á húsaleigusamningnum vísar gerðarbeiðandi til 7. og 12. gr. samningsins, og 30. gr. og 1. mgr. 61. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994, einkum 8. og 10. töluliðar, sem veiti gerðarbeiðanda rétt til að rifta leigus amningi í þeim tilvikum að leigjandi vanrækir, þrátt fyrir áminningar, skyldur sínar til að sjá um að góð regla og umgengni haldist í hinu leigða húsnæði og ef hann vanrækir að öðru leyti skyldur sínar samkvæmt leigusamningi eða húsaleigulögum á svo stórfe lldan hátt að rýming hans úr húsnæðinu telst eðlileg eða nauðsynleg. Enn fremur sé á því byggt að gerðarþoli hafi á svo stórfelldan hátt vanrækt skyldur sínar skv. leigusamningnum og húsleigulögum að rýming hans úr húsnæðinu sé eðlileg og nauðsynleg, sbr. 10. tl. 1. mgr. 61. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994. Gerðarbeiðandi bendir á að skv. 30. gr. húsaleigulaga sé leigjanda í fjöleignarhúsi skylt að haga afnotum og hagnýtingu hins leigða húsnæðis með þeim hætti að eigendur eða afnotahafar í húsinu verði ekki f yrir ónauðsynlegu og óeðlilegu ónæði, þ.e. meiri ama, ónæði og óþægindum en óhjákvæmilegt sé og eðlilegt þyki í sambærilegum húsum. Þá beri leigjanda að fara að viðteknum umgengnisvenjum og gæta þess að raska ekki eðlilegum afnotum annarra þeirra er afnot hafa af húsinu eða valda þeim óþægindum eða ónæði, sbr. 2. mgr. greinarinnar. Þá sé gæludýrahald gerðarþola óheimilt án samþykkis 2/3 eigenda, sbr. húsreglur fyrir leiguíbúðir Hafnarfjarðarbæjar og 33. gr. a í lögum um fjöleignarhús, en slíkt samþykki hafi ekki verið veitt. Gerðarbeiðandi telur einsýnt að með framangreindum ítrekuðum brotum á leigusamningi og þeim lögum og reglum sem um hann gilda, sbr. m.a. 30. gr. og 61. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994, hafi riftun samningsins verið réttmæt og heimil. Brot gerðarþola séu alvarleg og stöðug og enn viðvarandi. Því séu öll skilyrði fyrir hendi til þess að gerðarþoli, ásamt öllu því sem honum tilheyrir, og öllum sem þar finnast fyrir, verði borinn út úr húsnæðinu með beinni aðfarargerð. Varðandi kröfu um málskos tnað vísar gerðarbeiðandi til ákvæða XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 1. mgr. 84. gr. aðfararlaga nr. 90/1989, og krafan um greiðslu virðisaukaskatts af málflutningsþóknun byggist á lögum nr. 50/1988 III Gerðarþoli byggir kröfu sína u m höfnun á beiðni gerðarbeiðanda í fyrsta lagi á því að skilyrðum 78. gr. laga nr. 90/1989 um aðför sé ekki fullnægt. Samkvæmt 78. gr. aðfararlaga beri gerðarbeiðandi sönnunarbyrði um að skilyrðum ákvæðisins sé fullnægt og teljist sönnuð. Þannig hafi bæði fræðimenn sem og dómstólar skýrt ákvæðið svo að um skýlaus réttindi sé að ræða eða að réttmæti kröfu gerðarbeiðanda sé með slíkum hætti að öldungis megi jafna til að dómur hafi gengið um kröfuna eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpi því sem varð a ð lögum nr. 90/1989 um aðför. Til þess að krafan nái fram að ganga þurfi hún að uppfylla öll skilyrði ákvæðisins. Einnig beri að líta til þess við skýringu ákvæðisins að útburður teljist til bráðabirgðagerða og slíkar gerðir séu undantekningar frá þeirri g runnreglu íslensks réttar að aðför fari ekki fram án undangengis dóms. Beri því að skýra ákvæðið þröngri lögskýringu og gera í því efni strangar kröfur til gerðarbeiðanda um sönnun fyrir rétti sínum. Byggt sé á því að gerðarbeiðanda hafi ekki tekist að sý na fram á að skilyrði 78. gr. laga nr. 90/1989 séu uppfyllt og beri því að hafna beiðninni, sbr. 3. mgr. 83. gr. sömu laga. Gerðarþoli byggir einnig á því að ekki hafi verið tilefni til áminninga né riftunar. Gerðarþoli mótmælir því að af hennar völdum hafi verið ónæði í húsinu sem sé þess háttar að um brot á húsreglum eða lögum sé að ræða. Bæði aðvaranir sem og aðfarabeiðni sé u óskýrar um þau brot sem eiga að leiða til riftunar leigusamninga og því erfitt að laga eða bæta úr svo óskýrum umkvörtunum, orðuðum með eins samantekt um mög uleg ótilgreind brot sem annars séu ekki nánar skilgreind eða heimfærð til nánar greindra reglna eða lagaákvæða. Þá liggi engar sannanir fyrir um hinar meintu kvartanir og ekki hafi verið 4 lagðar fram lögregluskýrslur eða önnur sönnunargögn hinu meinta ónæð i til staðfestingar. Þannig séu öll gögn, sem beint hafi verið að gerðarþola, þögul um annað en almennar tilvísanir í eitthvað sem ekki eigi við rök að styðjast. Ljóst sé að hafna beri kröfu gerðarbeiðanda þegar af þeirri ástæðu að óljóst sé með öllu á hve rju byggt sé um meint ónæði, óreglu eða annað. Gerðarþoli telur að verði fallist á að ástæða hafi verið til þess að senda aðvörun, sé á því byggt að gerðarþoli hafi bætt ráð sitt og lagað það sem aflaga hafði farið. Byggt sé á því að gerðarþoli hafi verið mjög meðvituð um þær kvartanir sem ranglega höfðu beinst að henni og passað upp á að ónáða ekki aðra í húsinu. Hafi gerðarþoli því farið eftir umgengnisreglum og uppfyllt skyldur sínar skv. leigusamningi og húsaleigulögum nr. 36/1994. Riftun leigusamningsi ns sé þannig ólögmæt, þar sem ekkert af tilvikum 61. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994 hafi verið fyrir hendi. Verði fallist á að meint brot séu nægilega afmörkuð og skýr sé á því byggt að riftun sé ólögmæt, þar sem ekki sé veruleg vanefnd fyrir hendi. Samkvæm t 4. mgr. 61. gr. húsaleigulaga falli réttur leigusala til riftunar samkvæmt 1. mgr. niður ef hann neytir ekki réttar síns til riftunar innan átta vikna frá því að honum var kunnugt um vanefndir leigjanda þegar riftunarástæðan er önnur en sú að leigutaki h afi vanrækt skyldur sínar með sviksamlegum hætti eða leiguvanskil. Í máli þessu sé ljóst að gerðarþoli hafi hvorki vanrækt skyldur sínar með sviksamlegum hætti né séu vanskil á leigu fyrir hendi. Þegar gerðarbeiðandi hafi lýst yfir riftun í mars 2020 hafi verið liðnir fjórir mánuðir frá því að gerðarbeiðandi sendi gerðarþola svokallaða lokaaðvörun vegna meintra brota á húsreglum, en lokaviðvörunin hafi verið send 25. október 2019. Sé því ljóst að réttur gerðarbeiðanda til riftunar á leigusamningi vegna mein ts ónæðis, sem tíundað var í lokaviðvörun gerðarbeiðanda, hafi fallið niður 20. desember 2019. Hinn átta vikna frestur til riftunar skv. lokaviðvöruninni hafi því verið liðinn er gerðarbeiðandi lýsti yfir riftun þann 24. mars 2020, sbr. 4. mgr. 61. gr. hús aleigulaga nr. 36/1994. Gerðarþoli bendir í þessu samhengi á að þegar metin sé heimild gerðarbeiðanda til riftunar verði ekki horft til eldri tilvika en vanefnda sem séu yngri en átta vikna og leigusala sé kunnugt um og gildi slíkt um vanefndir í hvaða fo rmi sem er. Því komi einungis til skoðunar meint brot sem tilkynnt voru átta vikum fyrir riftun, þ.e. þær meintu kvartanir sem bárust 11., 14. og 27. febrúar 2020. Séu þessar meintu kvartanir með öllu ósannaðar af hálfu gerðarbeiðanda og geti þar að auki m eð engu móti talist til verulegrar vanefndar, sem allt að einu heimili gerðarbeiðanda fyrirvaralausa riftun á leigusamningi aðila. Sé riftun gerðarbeiðanda því ólögmæt. Burtséð frá því hvort þær kvartanir geti talist vera sönnun fyrir nákvæmlega því sem þa r sé skráð af nágranna gerðarþola hefði gerðarbeiðandi þurft undir þeim kringumstæðum að senda skriflega aðvörun með einhverjum fyrirvara þar sem fram kæmi að riftun lægi við yrði ekki úr bætt. Séu þau sjónarmið studd í dómi Hæstaréttar nr. 105/2003 og 423 /2008 að áminningar sé þörf. Sé því ljóst að gerðarbeiðandi hafi ekki sinnt tilkynningaskyldu með því að senda gerðarþola áminningu, en meintar kvartanir um ámælisverða hegðun hafi ekki veitt gerðarbeiðanda heimild til að rifta samningnum. Sé skilyrðum 78. gr. laga nr. 90/1989 um aðför því ekki fullnægt, sbr. 3. mgr. 83. gr. sömu laga, og beri að hafna kröfu gerðarbeiðanda. Fallist héraðsdómur á kröfur gerðarbeiðanda um útburð gerðarþola, þrátt fyrir framangreindar röksemdir, krefst gerðarþoli þess að kveði ð verði á um það í úrskurði héraðsdóms að málskot úrskurðarins fresti framkvæmd hans þar til dómur æðra dóms liggur fyrir, sbr. 3. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Í máli þessu séu réttindi gerðarbeiðanda ekki augljós eða ótvíræð. Verði gerðarþoli b orinn út úr fasteigninni áður en endanleg dómsniðurstaða liggi fyrir í málinu sé ljóst að verulegt tjón geti hlotist af fyrir báða aðila, sem erfitt gæti reynst að bæta úr. Um lagarök er vísað til ákvæða norsku laga Kristjáns V. frá 15. apríl 1689, ákvæða VI - 14 - 6, laga nr. 90/1989 um aðför, einkum 1., 78., 79., 3. mgr. 83. gr. og 84. gr. Einnig til ákvæða húsaleigulaga nr. 36/1994, einkum 4. mgr. 61. gr., auk meginreglna kröfuréttar, einkum riftunar. Þá vísast til laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, m.a . 1. mgr. 130. gr. varðandi kröfu um málskostnað og X. kafla. IV Krafa gerðarbeiðanda um útburð byggist á því að honum hafi verið heimilt, með vísan til 1. mgr. 61. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994, einkum 8. tl. og 10. tl., að rifta húsaleigusamningi aðila frá 9. maí 2019. 5 Samkvæmt 8. tl. 1. mgr. 61. gr. laga nr. 36/1994 er heimilt að rifta leigusamningi ef leigjandi vanrækir, þrátt fyrir skriflegar áminningar leigusala, skyldur sínar til að sjá um að góð regla og umgengni haldist í hinu leigða húsnæði. G erðarbeiðandi sendi gerðarþola í ágúst 2019 tvö bréf í almennum pósti þar sem gerðarþoli var boðuð til fundar vegna umkvartana húsfélagsins. Af gögnum málsins verður ekki séð að gerðarþoli hafi mætt til þeirra funda. Gerðarbeiðandi sendi gerðarþola síðan t vær skriflegar áminningar, dags. 27. ágúst 2019 og 25. október 2019, með sannanlegum hætti. Í fyrri áminningunni eru taldar upp fjórar tilteknar kvartanir sem allar snúa að hávaða úr íbúð gerðarþola, einkum í ágúst 2019, og var skorað á gerðarþola að bæta úr, að öðrum kosti yrði leigusamningi rift. Jafnframt kom fram að teldi gerðarþoli að framkomnar ásakanir væru ekki á röku reistar væri hægt að koma að athugasemdum til gerðarbeiðanda. Í seinni áminningunni kemur fram að kvartað hafi verið undan hávaða í t vígang í október, en einnig hafi verið kvartað undan [...] . Fram kom að bærust fleiri kvartanir þá yrði leigusamningi rift án frekari fyrirvara, sbr. 8. tl. 1. mgr. 61. gr. laga nr. 36/1994, og var þannig um lokaaðvörun að ræða. Jafnframt var gerðarþoli bo ðuð til fundar hjá gerðarbeiðanda þann 6. nóvember 2019, í því skyni að freista þess að bæta úr ástandinu. Í greinargerð gerðarþola liggur fyrir að gerðarþola bárust framangreindar tvær áskoranir en af gögnum málsins verður ekki séð að hún hafi mætt til bo ðaðra funda eða að hún hafi gert einhverjar athugasemdir við þær ávirðingar sem á hana voru bornar. Með vísan til þessa þykir gerðarbeiðandi hafa sýnt fram á það með nægilegum hætti, að réttmætt tilefni hafi verið til að senda gerðarþola framangreindar ámi nningar, þar sem fram koma tilteknar ávirðingar í hennar garð, á nánar tilteknum dögum, og að réttilega hafi verið að útsendingu þeirra áminninga staðið, sbr. 8. tl. 1. mgr. 61. gr. laga nr. 36/1994. Samkvæmt 10. tl. 1. mgr. 61. gr. laga nr. 36/1994 getur leigusali rift húsaleigusamningi ef vísar til þes s að gerðarþoli hafi brotið og vanefnt tvö ákvæði í húsaleigusamningi aðila, sbr. 30. gr. laga nr. 36/1994. Virðist einkum vera á því byggt í þessu sambandi að gerðarþoli haldi í óleyfi gæludýr, sem valdi óþrifnaði, þótt ekki liggi fyrir hvort um hund og k ött sé að ræða, eða bara kött. Í yfirlýsingu um riftun húsaleigusamningsins er vísað til kvörtunar frá 27. febrúar 2020, þar sem fram kemur að köttur gerðarþola hafi, að sögn íbúa, [...] . Í tölvupósti gerðarbeiðanda til gerðarþola, dags. 30. september 201 verður af framangreindu og gögnum málsins ekki ráðið að gerðar þola hafi verið óheimilt að halda kött í húsinu, en hvað sem öðru líður er ekki á það fallist að um slíka vanrækslu á leigusamningi sé að ræða, á svo stórfelldan hátt, að rýming gerðarþola úr húsnæðinu teljist eðlileg eða nauðsynleg vegna þessa. Getur gerð arbeiðandi því ekki byggt riftun leigusamningsins og kröfu um útburð á 10. tl. 1. mgr. 61. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994. Með ábyrgðarbréfi, dags. 24. mars 2020, var gerðarþola send yfirlýsing um riftun húsaleigusamnings. Vísað var til ítrekaðra brota á u mgengnisreglum eftir framangreindar skriflegar áminningar, og sérstaklega vísað til þriggja kvartana í febrúar 2020, þar af tveggja vegna hávaða frá íbúð gerðarþola, þann 11. og 14. febrúar 2020. Samkvæmt 4. mgr. 61. gr. laga nr. 36/1994 fellur réttur ger ðarbeiðanda til riftunar niður skv. 1. mgr. ef hann neytir ekki réttarins innan átta vikna frá því að honum varð kunnugt um vanefndir gerðarþola. Á því er byggt af hálfu gerðarþola að sá réttur hafi verið fallinn niður. Í dómi Hæstaréttar frá 14. febrúar 2 006, í máli nr. 49/2006, kemur fram að ekki sé áskilið að gerðarbeiðandi lýsi yfir riftun innan tveggja mánaða frá skriflegri lokaaðvörun, heldur verði í þessu sambandi að miða við að fresturinn byrji að líða við það tímamark sem síðast var brotið gegn ákv æðum 2. mgr. 30. gr. laga nr. 36/1994. Að mati dómsins verður um það tímamark að miða við 14. febrúar 2020, þegar síðast var kvartað undan hávaða frá íbúð gerðarþola. Samkvæmt því og framangreindu var lýst yfir riftun innan átta vikna tímamarksins. Að framangreindu virtu verður á það fallist með gerðarbeiðanda að honum hafi þann 24. mars 2020 verið heimil riftun leigusamnings síns við gerðarþola samkvæmt 8. tl. 1. mgr. 61. gr. húsaleigulaga nr. 36/1994. Verður krafa gerðarbeiðanda um heimild til útbu rðargerðar því tekin til greina. 6 Gerðarþoli gerir þá kröfu að málskot til Landsréttar fresti réttaráhrifum aðfarargerðarinnar, sbr. 3. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989. Að virtum hagsmunum gerðarþola sem fram komu í máli hennar fyrir dóminum um aðstæður he nnar, verður fallist á þá kröfu að málskot fresti aðfarargerð. Eftir þessum úrslitum og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 90/1991 um meðferð einkamála, sbr. 1. mgr. 84. gr. laga nr. 90/1989, ber gerðarþola að greiða gerðarbeiðanda málskostnað, sem h æfilegur þykir, að meðtöldum virðisaukaskatti, 372.000 krónur. Úrskurð þennan kveður upp Bogi Hjálmtýsson héraðsdómari. Ú r s k u r ð a r o r ð: Gerðarbeiðanda, Hafnarfjarðarbæ, er heimilt að fá gerðarþola, A , borna út úr íbúð [...] , fastanúmer [...] , að [...] í Hafnarfirði, með beinni aðfarargerð. Málskot til Landsréttar frestar réttaráhrifum aðfarargerðarinnar. Gerðarþoli greiði gerðarbeiðanda 372.000 krónur í málskostnað.