LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 7. desember 2018. Mál nr. 404/2018: Ákæruvaldið (Hulda María Stefánsdóttir saksóknari) gegn X (Víðir Smári Petersen lögmaður) (Inga Lillý Brynjólfsdóttir réttargæslumaður) (Unnsteinn Örn Elvarsson lögmaður brotaþola) Lykilorð Líkamsárás. Neyðarvörn. Refsiákvörðun. Skaðabætur. Skilorð. Sératkvæði. Útdráttur X var sakfelld fyrir brot gegn 2. mgr. 218. gr. b og 1. mgr. 217. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa vei st að eiginmanni sínum, A, og B með nánar tilgreindum afleiðingum. Í dómi Landsréttar var lagt til grundvallar að X hefði unnið líkamsárásir þær sem henni væru gefnar að sök í átökum við A og B en ekki var fallist á að viðbrögð hennar hefðu helgast af neyðarvörn samkvæmt 1. mgr. 12. gr. almennra hegningarlaga. Við ákvörðun refsingar X var meðal annars litið til þess að árás X hefði beinst gegn eiginmanni hennar sem þyrfti að glíma við afleiðingar árásarinnar um ókomna tíð. Með hliðsjón af 3. mgr. 218. gr. c og 1., 2., 3. og 6. tölulið 1. mgr. og 3. mgr. 70. gr. auk 77. gr. almennra hegningarlaga var refsing X ákveðin fangelsi í 18 mánuði en fullnustu 15 mánaða refsingarinnar var frestað skilorðsbundið í þrjú ár. Þá var X gert að greiða A og B miskabætur. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Hervör Þorvaldsdóttir, Oddný Mjöll Arnardóttir og Ragnheiður Harðardóttir. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 9. apríl 2018 í samræmi við yfirlýsingu ákærðu um áfrýjun . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíku r 13. mars 2018 í málinu nr. S - /2018. 2 Ákæruvaldið krefst þess að niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu ákærðu verði staðfest en refsing þyngd. Auk þess er þess krafist að ákærða verði dæmd til að greiða allan sakarko stnað málsins á báðum dómstigum. 3 Ákærða krefst aðallega sýknu en til vara vægari refsingar. Þá krefst hún þess að bótakröfum brotaþola verði vísað frá dómi, til vara sýknu af þeim en að því frágengnu 2 að þær verði lækkaðar. Loks krefst hún málsvarnarlauna t il handa skipuðum verjanda sínum og að allur sakarkostnaður verði felldur á ríkissjóð. 4 Brotaþoli, A , krefst þess aðallega að ákærða verði dæmd til að greiða honum 4.000.000 króna í miskabætur ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 1. nóvember 2017 til 14. desember 2017, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann þess að ákærðu verði gert að greiða honum 140.956 krónur vegna sjúkrakostnaðar og 52.589 kró nur í þjáningarbætur. Til vara krefst hann staðfestingar hins áfrýjaða dóms um bætur sér til handa. 5 Brotaþoli, B , krefst þess aðallega að ákærða verði dæmd til að greiða henni 10.500 krónur vegna sjúkrakostnaðar og 1.000.000 króna í miskabætur ásamt vöxtu m samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 1. nóvember 2017 til þess dags er mánuður var liðinn frá birtingu bótakröfunnar, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst hún staðfestingar hins áf rýjaða dóms um bætur sér til handa. Auk framangreinds krefst hún málskostnaðar fyrir Landsrétti. Málsatvik og sönnunarfærsla 6 Ákærðu eru gefin að sök stórfellt ofbeldisbrot í nánu sambandi og líkamsárás með því að hafa, aðfaranótt miðvikudagsins 1. nóvembe r 2017, í íbúð í miðborginni, veist með ofbeldi að eiginmanni sínum, A , klórað hann í andlit, slegið hann og bitið í tungu hans þannig að hún fór í sundur og ítrekað veist með ofbeldi að B , eins og nánar er rakið í ákæru. Í héraði var ákærða sakfelld samkvæmt ákæru að því undanskildu að ekki var talið sannað að B hefði hlotið rifbrot af líkamsárásinni. Var brot ákærðu gegn A talið varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 218. gr. b almennra hegninga rlaga, nr. 19/1940, en gegn B við 1. mgr. 217. gr. sömu laga. 7 M álsatvikum og framburði ákærðu, brotaþola nna A og B og annarra vitna í héraði er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti komu ákærða og brotaþolar fyrir dóminn til viðbótarskýrslugjafar. Þá gaf C skýrslu fyrir Landsrétti, en vitnið kom ekki fyrir héraðsdóm. 8 Nokkuð ber á milli ákærðu og brotaþola um atvik í umrætt sinn, einkum um aðdraganda þess að til átaka kom og hlut hvers um sig í þeim. Þannig lýsti ákærða því fy rir héraðsdómi að komið hefði til orðaskipta á milli þeirra A og hefði hún ætlað að yfirgefa íbúðina með C. Við það hefði A reiðst mjög og ýtt C svo að hann féll niður stigatröppur úr íbúðinni. A hefði farið á eftir C niður stigann en ákærða kvaðst hafa ge ngið á milli þeirra. Eftir að C komst út hefði A veist að henni með hnefahöggum og borið hana nauðuga upp í íbúðina. Hún hefði reynt að komast út en A varnað henni för. Hefðu A og B síðan veist að henni með ofbeldi. Í héraðsdómi er rakinn framburður ákærðu , þótt óljós sé, um það hvernig A hlaut tunguáverkann . Við skýrslutöku fyrir Landsrétti staðfesti hún þá lýsingu og kannaðist jafnframt við að hafa mögulega valdið 3 A og B ö ðrum áverkum sem hún var sakfelld fyrir . Hún kvaðst hins vegar aðeins hafa verið að verja hendur sínar gagnvart þeim. 9 Fram kom hjá brotaþolunum A og B fyrir héraðsdómi að A hefði beðið C að yfirgefa íbúðina, sem hann hefði gert án þess að til átaka kæmi. Við skýrslutöku fyrir Landsrétti hafnaði A því alfarið að ha fa ýtt C niður tröppurnar og kvaðst ekki hafa farið á eftir honum fram á stigaganginn. B bar á sama veg um atvik að þessu leyti og kvað samskipti við C hafa verið kurteisleg . Þá lýstu þau því að ákærða hefði veist að þeim í bræði eftir að C var farinn en að þau hefðu reynt að verj ast árás hennar. Við skýrslutökuna kom fram hjá vitnunum að þau hefðu tekið upp samband eftir þ ennan atburð og væru í sambúð. 10 Vitnið C lýsti því að A og ákærða hefðu boðið þeim B með sér heim eftir að þau hefðu verið að skemmta sér saman. Skömmu eftir að í íbúðina kom hefðu A og B farið að kyssast. Ákærða hefði þá kysst C en við það hefði A reiðst mjög og þau ákærða farið að rífast. Hann hefði þá ákveðið að yfirgefa íbúðina og ákærða haft á orði að fara með honum. Hann hefði farið fram á stiga ga ng en A elt hann og hrint honum niður tröppurnar svo að hann féll niður á stigapall þar fyrir neðan. A hefði hrópað að honum og sakað hann um að ætla að hafa kynferðismök við ákærðu en auk þess hefði B hrópað eitthvað að ákærðu. A hefði hlaupið á eftir honum niðu r á stigapallinn en ákær ða fylgt á eftir og varnað því að til frekari átaka kæmi. C kvaðst hafa komið sér út úr húsinu og hefðu ákærða og A verið að hrópa hvort að öðru þegar hann fór. Hann kvaðst hafa hlotið nokkra á verka við að falla niður tröppurnar, me ðal annars rifbrot. Vitnið, sem kom hingað til lands sem ferðamaður, sneri til síns heima daginn eftir atvikið. Í málinu liggja fyrir uppl ýsingar um komu hans á læknastofu í 2. nóvember 2017 og skoðun þar vegna áverka sem hann kvaðst hafa hlotið í umræ tt sinn. Niðurstaða 11 Eins og greinir í hinum áfrýjaða dómi verður framburður ákærðu ekki skilinn á annan veg en að hún viðurkenni að hafa bitið í tungu A svo að hún fór í sundur. Við skýrslutöku fyrir Landsrétti kannaðist hún jafnframt við að hafa mögulega valdið A og B öðrum áverkum sem lýst er í ákæru. Sem fyrr greinir hefur ákærða borið að hún hafi verið að verja hendur sínar g agnvart brotaþolum og hafi það eitt vakað fyrir henni að k omast út úr íbúðinni. Frásögn ákærðu fær nokkurn stuðning í framburði vi tnis ins C af aðdraganda atviksins auk þess sem fyrir liggur að hún hlaut allnokkra áverka í umrætt sinn. Þá verður frásögn brotaþola virt með hliðsjón af nánum tengslum þeirra. Verður því lagt til grundvallar að ákærða hafi unnið líkamsárásir þær sem henni eru gefnar að sök í átökum við brotaþolana A og B . E kki er þó unnt að fal la st á að viðbrögð hennar hafi helgast af neyðarvörn samkvæmt 1. mgr. 12. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 4 12 Samkvæmt framangreindu, en að öðru leyti með vísan til forsendna hi ns áfrýjaða dóms, er staðfest niðurstaða hans um sakfellingu ákærðu og heimfærslu brota hennar til refsiákvæða. 13 Ákærða er í máli þessu sakfelld fyrir tvær líkamsárásir, aðra stórfellda sem jafnframt beindist gegn eiginmanni hennar. Sérfræðingur í háls - , nef - og eyrnalækningum sem skoðaði A eftir atvikið lýsti því að mikið afl þyrfti til að bíta tungu í sundur, enda væri hún kröftugur vöðvi. Í vitnisburði sínum fyrir Landsrétti lýsti A afleiðingum áverkans, en við þær mun hann búa um ókomna tíð. Samkvæmt því sem rakið hefur verið um atlögu ákærðu verður ekki talið að atvik hafi verið með þeim hætti sem lýst er í 2. mg r. 12. gr. almennra hegningarlaga eða 1. eða 4. tölulið 1. mgr. 74. gr. sömu laga. Hins vegar verður við ákvörðun refsingar ákærðu litið til 3. mgr. 218. gr. c almennra hegningarlaga en einnig til 1., 2., 3. og 6. töluliðar 1. mgr. og 3. mgr. 70. gr., auk 77. gr. sömu laga. Að framangreindu virtu er refsing ákærðu hæfilega ákveðin fangelsi í 18 mánuði, sem verður að hluta skilorðsbundin eins og í dómsorði greinir. 14 Brotaþolar hafa krafist endurskoðunar á dæmdum einkaréttarkröfum til hækkunar. Með brotum sí num hefur ákærða bakað sér skaðabótaábyrgð gagnvart brotaþolum á grundvelli hinnar almennu sakarreglu og a - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Ákærða hefur valdið A miklu miskatjóni og býr hann við varanlegar afleiðingar líkamsárásar hennar. E ru miskabætur til hans hæfilega ákveðnar 1.800.000 krónur. Með vísan til 1. mgr. 173. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88/2008, er staðfest niðurstaða héraðsdóms um að hafna kröfu A um þjáningarbætur og bætur vegna útlagðs kostnaðar. Skaðabætur til B eru hæfilega ákveðnar í hinum áfrýjaða dómi en ákærða verður auk þess dæmd til að greiða henni málskostnað fyrir Landsrétti, eins og nánar greinir í dómsorði. Þá beri einkaréttarkröfur vexti eins og í dómsorði greinir. 15 Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað skal ve ra óraskað. 16 Ákærða greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanna A , sem ákveðin eru með virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Ákærða, X , sæti fangelsi í 18 mánuði en fresta ska l fullnustu 15 mánaða af fangelsisrefsingunni og skal sá hluti hennar falla niður að liðnum þremur árum haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærða greiði A 1.800.000 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vex ti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. nóvember 2017 til 14. desember sama ár en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Staðfest er ákvæði hins áfrýjaða dóms um einkaréttarkröfu B . Ákærða greiði B 300.000 krónu r í málskostnað fyrir Landsrétti. 5 Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað skal vera óraskað. Ákærða greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 5.842.952 krónur, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns, Víðis Smára Petersen lögmanns , 906.440 krónur og þóknun réttargæslumanna brotaþola, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns, 316.200 krónur, og Guðmundar Ágústssonar lögmanns, 168.640 krónur. Séra tkvæði Hervarar Þorvaldsdóttur 1 Ég er samþykk niðurstöðu meirihluta dómenda að öðru leyti en því að ég tel að ekki skuli binda refsingu ákærðu skilorði. Er þá einkum litið til hinna alvarlegu afleiðinga sem brot hennar hafði í för með sér. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, þriðjudaginn 13. mars 2018 Mál þetta, sem dómtekið var 19. febrúar sl., er höfðað með ákæru útgefinni af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu 9. janúar 2018 á hendur X , fd. , óstaðsettri í hús, fyrir stórfellt ofbeldisbrot í nánu sambandi og líkamsárás, með því að hafa, aðfaran ótt miðvikudagsins 1. nóvember 2017 í íbúð að í Reykjavík, veist með ofbeldi að eiginmanni sínum A , fd. , klórað t hann í andlit, slegið hann og bitið í tungu hans þannig að hún fór í sundur, og ítrekað veist með ofbeldi að B , kt. , sem var þar ge stkomandi, tekið í hár hennar og haldið í það meðan hún hristi og ýtti henni til og frá, rifið í hár hennar, ýtt henni, slegið hana, haldið henni niðri, klórað í andlit hennar og bitið og klórað í fingur hennar. Allt var þetta með þeim afleiðingum að A hla ut klórför í andlit og 2x3x1,5 sm biti fór framan af tungu hans, sem hefur styst verulega og hefur þ að m.a. haft áhrif á tal og tungan nær ekki lengur út fyrir tanngarð hans, og dofa í fremsta hluta tungunnar. Þá hlaut B yfirborðsáverka í andliti vinstra m egin og á hálsi og höfuðleðri, laus hár á höfði, mar og yfirborðsáverka á vinstri framhandlegg og upphandlegg, sár á fingur vinstri handar, á vísifingur og löngutöng, og mar og brotnar neglur á hægri hendi, mar og yfirborðsáverka á báðum hnjám og rifbrot. (Mál nr. 007 - 2017 - ) Brot þessi eru talin varða við 1. mgr. 218. gr. og 1. mgr., sbr. 2. mgr., 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 11. gr. laga nr. 20/1981 og 4. gr. laga nr. 2 3/2016. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar o g til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá krefst A , þess að ákærða verði dæmd til greiðslu miskabóta að fjárhæð 4.000.000 króna, auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 1. nóvember 2017 en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er birt til greiðsludags. Þá er gerð krafa um að ákærðu verði gert að greiða brotaþola útlagðan sjúkrakostnað en upplýsingar um fjárhæð krö funnar verða lagðar fyrir dóm við þingfestingu málsins. Þá er jafnframt gerð krafa um að ákærðu verði gert að greiða brotaþola bætur vegna tímabundins atvinnutjóns og þjáningabætur en upplýsingar um fjárhæð kröfunnar verða lagðar fyrir dóm við þingfestingu málsins. Einnig er gerð krafa um að ákærðu verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins. 6 Þá krefst B þess að ákærða verði dæmd til greiðslu skaðabóta, sbr. 1. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 vegna sjúkra - og lyfjakostnaðar, samtals að fjárhæð 10.500 k rónur. Þá er gerð krafa um að ákærðu verði gert að greiða brotaþola miskabætur, skv. 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 að fjárhæð 1.000.000 króna, auk vaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, sbr. 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1 993, frá 1. nóvember 2017 til þess dags er mánuður er liðinn frá birtingu bótakröfu þessarar en með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags. Einnig er gerð krafa um að ákærðu verði gert að greiða máls kostnað. Ákærða neitar sök. Ákærða krefst sýknu en til vara vægustu refsingar er lög leyfa. Þá krefst hún þess að skaðabótakröfu verði vísað frá dómi, ellegar að bætur verði lækkaðar. Þá er þess krafist að sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarnarlaun, verði grei ddur úr ríkissjóði. Samkvæmt skýrslu lögreglu, frá aðfaranótt miðvikudagsins 1. nóvember 2017, fékk lögregla, kl. 03.21, tilkynningu um líkamsárás að í Reykjavík. Í frumskýrslu kemur fram að er lögreglumenn hafi komið á vettvang hafi mátt heyra að mik il læti af efstu hæð hússins, en hljóð hafi borist út á götuna. Það hafi virst eins og átök væru í gangi og að hlutir væru að brotna. Enginn hafi komið til dyra og hafi lögreglumenn orðið að fara inn um glugga að sameign hússins. Er lögreglumenn hafi komið upp á efsta stigapall hafi þeir séð B , annan brotaþola í máli þessu, og mann, A , hinn brotaþolann í málinu, koma út úr íbúð á . Hafi brotaþolinn A verið blóðugur í kringum munn. Þá hafi brotaþolinn B verið með áverka í andliti, á hendi og mar á hægra h né. Ákærða hafi verið inni í íbúðinni. Í frumskýrslu kemur fram að greinilegt hafi verið að mikið hefði gengið á. Hafi húsmunum verið hent til og glös og bollar og annað brothætt legið í molum á gólfi. Rætt hafi verið við brotaþolann A sem hafi lýst því a ð ákærða, eiginkona hans, hefði bitið framan af tungu hans. Fram kemur að brotaþoli hafi sýnt lögreglu bitið, en hann hafi haldið á tungubita. Hafi sjúkraflutningamenn komið að og hlúð að honum og hann því næst verið fluttur á slysadeild. Brotaþolinn B ha fi lýst því að hún, ásamt brotaþolanum A , ákærðu og Bandríkjamanni að nafni C , hafi verið að skemmta sér í bænum. A og ákærða hafi síðan boðið þeim að koma heim til þeirra að . Þau hafi þegið boðið og haldið áfram að drekka áfengi. Á einhverjum tímapunk ti hafi ákærða og C kysst hvort annað og A þá kysst B . Í kjölfarið hafi hafist mikið rifrildi á milli ákærðu og A . Hafi umræddum C verið hent út úr íbúðinni en B orðið eftir í íbúðinni . Ákærða hafi þá ráðist á hana, rifið í hár hennar og bitið í fingur hennar. Hún væri ekki viss um hvernig ákærða hefði bitið framan af tungu A en hann hafi verið að reyna að ná ákærðu ofan af B . Fram kemur að B hafi verið undir miklum áhrifum áfengis. Þá greini hún frá því að A hafi boðið upp á vodkaskot sem hafi átt að innihalda Í skýrslunni kemur fram að er lögreglumenn hafi komið inn í íbúðina hafi ákærða setið í stiga sem legið hafi upp á . Hún hafi verið verulega ölvuð, grátandi og í m iklu uppnámi. Hafi hún greint lögreglu frá því að hún, ásamt A og B hafi verið að skemmta sér á veitingastaðnum , en B væri sameiginleg vinkona þeirra. Þau hafi farið í íbúðina á þar sem ákærða hafi séð A kyssa B og hafi ákærða reiðst við. Að öðru l eyti hafi hún ekki viljað tjá sig um atvik. Fram kemur að ákærða hafi verið handtekin grunuð um líkamsárás. Eftir að ákærðu hafi verið tilkynnt um það hefði hún sagt að lögregla væri að handtaka rangan aðila. Ákærða væri þolandi í sambandinu. Í sambandi þe irra hafi A veist að henni í þrígang en ákærða aldrei tilkynnt það. Þá hafi A , í fjóra mánuði, haldið fram hjá henni með B . Í kjölfar þessa var ákærða flutt á lögreglustöð og látin blása í áfengismæli, sem sýnt hafi 1,60 o/oo. Samkvæmt gögnum málsins ræddi rannsóknarlögreglumaður við brotaþolann A á slysasdeild þessa nótt. Fram kemur að læknir hafi reynt að sauma tungubroddinn á brotaþola. Læknirinn hafi hins vegar ekki verið vongóður um að það tækist. Brotaþoli fór í framhaldi með rannsóknarlögreglumanni á lögreglustöð þar sem tekin var af honum skýrsla. Á meðal rannsóknargagna málsins eru ljósmyndir teknar af vettvangi á . Þá voru teknar myndir á slysadeild af þeim áverkum er brotaþolinn A hlaut þessa nótt. 7 Samkvæmt vottorð i sérfræðings í háls - , nef - og eyrnalækningum Landspítala háskólasjúkrahúss, frá 1. nóvember 2017, kom brotaþoli á deildina eftir að hafa orðið fyrir tunguáverka. Hafi brotaþoli komið með fremsta bút tungu með sér, sem hafi verið 2,5 til 3 cm í þvermál og þvert yfir tungu. Fram kemur að um 1,5 klst sé liðin frá atvikinu og sé búturinn settur ís. Ákveðið sé að reyna að sauma, þrátt fyrir að ekki sé gefið að búturinn muni lifa. Hafi búturinn verið saumaður á með 30 sporum. Sami sérfræðingur hefur ritað fullna ðarvottorð, 4. desember 2017, vegna brotaþola. Í vottorðinu kemur fram að fylgst hafi verið með tungubitanum í nokkur skipti eftir að hann hafi verið saumaður á. Búturinn hefði fljótt orðið dökkur og ljóst að hann hefði ekki lifað og hann því verið fjarlæg ður og tungan látin gróa. Brotþola hafi til að byrja með gengið illa að nærast og hafi hann lést talsvert fyrstu 2 vikurnar. Hafi andleg vanlíðan einnig haft þar áhrif. Brotaþoli hafi hitt talmeinafræðing á Landspítala sem gefið hafi honum æfingar til að æ fa tungubroddinn. Ákveðin hljóð hafi reynst brotaþola erfið. Þá hafi hann hitt áfallasálfræðing. Síðasta endurkoma hafi verið 29. nóvember 2017 en þá hafi brotaþola gengið nokkuð vel með að kyngja og getað farið að borða eðlilegan mat. Hann hafi átt erfitt með að segja L hljóð, hafi verið dofinn í fremsta hluta tungu, en verkjalaus. Tungan muni aldrei ná sér að fullu. Hún sé verulega stytt og nái brotaþoli ekkert að rétta hana út. Það hefði áhrif á tal. Með vottorðinu eru ljósmyndir teknar af tunguáverkanum . Sérfræðilæknir á slysa - og bráðadeild Landspítala hefur, 22. desember 2017, ritað læknisvottorð vegna brotaþolans B vegna komu hennar á slysadeild, 1. nóvember 2017. Í vottorðinu kemur m.a. fram að brotaþoli hafi verið aum í öllum hársverði við þreifing u, auk þess sem hún hafi verið með nokkurt hárlos. Hún hafi verið með þrjú yfirborðssár á vinstri kinn, það lengsta 5 - 6 cm að lengd. Aftan til á hálsi megi sjá yfirborðssár yfir efri hluta háls sem mælst hafi 3,5 cm. Á útlimum megi sjá marblett, um 1 x 4 c m, við annan hnúa á hægri hendi. Hafi marbletturinn verið bláfjólublár á lit og útlit ferskt. Á vinstri framhandlegg hafi verið tvö yfirborðssár, hvort um sig 3 cm að lengd. Á vinstri upphandlegg hafi verið hörð bólga sem best hafi samrýmst blæðingu undir húð. Á hægra hné hafi verið marblettur og yfirborðssár um 3 x 3 cm að þvermáli. Á vinstri vísifingri hafi verið yfirborðssár við mót naglar og húðar, um 8 mm að lengd, og brotnar neglur á hægri hendi fingurs III og IV. Fram kemur að brotaþoli hafi leitað e ftirlits þremur dögum síðar. Þá hafi komið fram að brotaþoli hafi kvartað undan verkjum í vinstri síðu, hálsi og um höfuðverk. Verkur í vinstri síðu hafi verið tengdur öndun. Hafi hún verið send í röntgenmynd sem hafi verið eðlileg. Álit læknis hafi samt v erið það að brotaþoli hafi verið með öll merki rifbrots. Hvað varði greiningu um rifbrot þá væri oftast byggt á líkamsskoðun og áliti læknis þar sem venjubundin röntgenmynd af brjóstkassa sýndi ekki nema hluta þeirra. Með vottorði læknisins fylgdu ljósmyn dir teknar á slysadeild. Yfirlæknir myndgreiningardeildar Landspítala hefur 8. janúar 2018 ritað vottorð vegna brotaþolans B . Fram kemur að brotaþoli hafi verið verkjuð við þreifingu á brjóstkassa vinstra megin. Verkir í hálsi og höfði hafi stafað af áver ka eftir hártog og högg. Tekin hafi verið lungnamynd, sem ekki hafi sýnt tilfært rifbrot. Hafi það samt verið mat að um væri að ræða klínískt rifbrot á rifi átta og níu vinstra megin. Sálfræðingur hefur 9. febrúar 2018 ritað vottorð vegna brotaþolans B . H afi brotaþoli uppfyllt greiningarskilmerki fyrir bráðastreituröskun samkvæmt greiningarskilmerkjum DSM - V. Ekki hafi verið gerð greining á áfallastreituröskun. Sérfræðilæknir hefur 22. desember 2017 ritað læknisvottorð vegna komu ákærðu á slysadeild, 3. nó vember 2017. Fram kemur að ákærða væri með bankeymsli yfir efstu hryggjarliðum brjóstkassa og eymsli yfir rifbeini neðst hægra megin þegar þreifað var eða þrýst á síðustu fjögur rif. Þá eymsli yfir rifbeinum rétt vinstra megin við neðri hluta brjóstbeins. Nokkur eymsli við þreifingu á hálsi framantil vinstra megin þar sem bringubeins - rifjarvöðvi kemur niður að viðbeini. Smá hrufl og marblettir hafi verið á upphandleggjum beggja vegna. Þá hafi verið marblettur á hægri sköflungi, ca þrír cm á lengd. Loks haf i verið tvö klórför á kviði ofantil, um þrír cm að lengd. Ákærða leitaði til heilsugæslulæknis sem, 23. janúar 2018, ritaði vottorð vegna ákærðu. Fram kemur að tölvusneiðmynd af kviði hafi sýnt 8 ótilfært rifbrot á 11. rifi hægra megin. Að öðru leyti var um sömu áverka að ræða og í vottorði sérfræðilæknis. Fram kemur að ákærða hafi við skoðun 23. janúar 2018 jafnað sig á rifbroti. Eftir standi áverkar í kringum brjósthrygg og út í hægri öxl sem og verkir í kvið og mjöðm. Ákærða muni þurfa á sjúkraþjálfun að h alda til að ná sér að fullu af þeim meiðslum. Þá sé ótalinn sálrænn skaði sem af árásinni hafi hlotist. Ákærða hefur skýrt svo frá að hún ásamt eiginmanni sínum, brotaþolanum A , brotaþolanum B og manni að nafni C , hafi farið út að skemmta sér aðfar anótt föstudagsins 1. nóvember 2017. Þau hafi öll drukkið kampavín, léttvín og vodka og síðan farið heim til ákærðu og A , á í Reykjavík. Á einhverjum tímapunkti þetta kvöld á hafi brotaþolarnir A og B kysst hvort annað. Ákærða hafi þá kysst nefndan C . Ákærða og A A hafi brugðist reiður við þegar ákærða hafi kysst C . Þau hafi þá verið í setustofu í íbúðinni. Ákærða hafi þá áttað sig á því að A hafi ekki verið sáttur. Hún hafi virt það og hætt að kyssa C . Einh verju síðar hafi hún verið inni í eldhúsi og séð B og A kyssast í stofunni. Hafi henni fundist þetta hræsni af hálfu A þar sem hann hefði brugðist reiður við þegar hún hefði kysst C en tónlist hafi verið í gangi. Brotaþolarnir hafi hætt að kyssast. Hafi C ætlað að yfirgefa íbúðina þar sem A hafi verið orðinn reiður og ekki hlustað á nein rök og hafi hún ætlað að fara á sama tíma en við það hafi A reiðst enn meira. Hann hafi kallað ákærðu hóru, lausláta og sakað hana um að hún ætlaði að hafa samfarir við C . Hafi A reynt að koma í veg fyrir að hún færi og notað til þess líkamann. Þau hafi þá staðið fyrir utan íbúðina og A staðið á milli hennar og C . Hún hafi áfram leitast við að komast í burtu en A hafi ýtt C niður stiga að íbúðinni. Hún hafi óttast um C en A hafi elt C niður og ákærða farið á eftir. Hún hafi séð A standa yfir C sem legið hafi á gólfinu og óttast að A my ndi ráðast aftur á hann en A sé mjög skapmikill. Hann hafi áður beitt ákærðu ofbeldi er hún hafi verið sofandi. Hún hafi aftur komið sér fyrir á milli A og C . A hafi öskrað á hana og á meðan hafi C tekist að standa á fætur og komast út. Hún hafi áfram reyn t að komast út. Á þeim tíma hafi þau staðið á palli við tröppur upp að íbúðinni. A hafi síðan ýtt við ákærðu með höndunum á sama tíma og hann hafi kallað hana ýmsum illum nöfnum. Hún hafi séð andlit hans afmyndast af reiði og orðið skelfingu lostin. Augu A hafi verið uppglennt og hann byrjað að kýla hana. Hún hafi óttast um líf sitt og reynt að komast framhjá honum. A hafi kýlt hana fast í magann. Hve mörg höggin hafi verið viti hún ekki. Hún hafi misst andann og A borið hana aftur upp í íbúðina þar sem B h afi verið en B hafi ekki komið fram í stigaganginn á meðan á þessu hafi staðið. A hafi sett ákærðu í sófa. Hann hafi staðið yfir henni en ákærða hafi setið með höfuð sitt milli hnjáa sinna og grátið. B hafi setið í sófa við hlið hennar. Ákærða hafi verið ó ttaslegin og ekki skilið af hverju hún mætti ekki fara. Hún hafi viljað fara úr íbúðinni en A staðið yfir henni og niðurlægt hana. Hún hafi reynt að standa á fætur og fara en A hafi gripið um báða handleggi hennar og varnað henni för. Hann hafi verið nærri henni og öskrað en hún hafi grátið og viljað fara. Andlit A hafi verið nærri andliti hennar og hún hafi orðið stjörf af ótta með andlit hans svo nærri sér. Þegar hann reyndi að kyssa hana hafi hún ekki viljað kyssa hann og verið í sjokki. Hún hafi ekki ge rt sér grein fyrir að tunga A væri í munni hennar. Á þessari stundu hafi ákærða legið á gólfinu og bæði B og A haldið henni. B hafi notað líkama sinn til að halda ákærðu og sennilega skellt henni í gólfið. Tunga A hafi verið í munni hennar. Hafi hún hugsa ð um öryggi sitt og reynt að ýta B af sér. Þær hafi togað í hárið hvor á annarri. Margt hafi verið í gangi og ákærða gert allt til að ná B af sér. Eftir að það hafi tekist hafi hún farið að stiga upp á og sest þar. Hún hafi verið í sjokki og ekki skilið hvað hefði gerst. Hafi hún fundið til og vitað að eitthvað hefði komið fyrir A og verið hrædd og ringluð. Þau A og B hafi reynt að segja eitthvað við hana og kastað hlutum í átt að henni. Ákærða hafi grátið og hallað sér að kommóðu. Því næs t hafi hún farið í oföndun. Stuttu síðar hafi lögregla komið á staðinn. Ákærða hafi grátið og sagt að hún væri brotaþoli í málinu. Hafi hún sagt lögreglu að A hafi í þrígang ráðist á sig og lamið sig, að meðtöldu umræddu kvöldi. Hafi ákærða grátbeðið lögre glu um aðstoð og farið með lögreglu af vettvangi. 9 Ákærða kvaðst hafa verið drukkin þessa nótt. A og B hafi einnig verið töluvert drukkin. Þá hafi ákærða haft vitneskju um að þau hafi einnig notað fíkniefni. Vinátta A og B hafi byggst á fíkniefnaneyslu. Hú verið á borðum. Þau hafi líklega borðað þá án þess að ákærða hafi séð það. Ákærða kvaðst ekki hafa veist að brotaþolanum B eins og lýst væri í ákæru. Eins og áður greinir haf i brotaþolinn B verið ofan á ákærðu eftir tungubitið. Hafi ákærða notað hendur við að ná henni ofan af sér. Ákærða kvaðst ekki hafa ætlað að bíta tunguna úr A . Hún hafi ekki fundið fyrir tungubroddinum uppi í sér eftir bitið. Allt hafi gerst hratt. Hún haf i lokað munninum hratt og séð tungubitann á gólfinu, en þá hafi B verið ofan á ákærðu. Ákærða kvað A hafa orðið árásargjarnari með árunum, en þau hafi verið saman í . Í seinni tíð hafi ákærða orðið honum háð. Þau hafi flutt til Íslands. Við það hafi ákæ rða yfirgefið bakland sitt og starfsumhverfi. Hér á landi hafi A látið ákærðu fá peninga til að hafa fjármuni á milli handa. Ákærða lýsti því að A hafi einhverju sinni gefið sér fíkniefni án sinnar vitundar. Hafi hann sett efnið LSD út í te sem hann hafi g efið henni. Brotaþolinn A bar á þann veg að hann, ásamt ákærðu og brotaþolanum B hefðu verið saman í íbúð brotaþola á í Reykjavík, aðfaranótt miðvikudagsins 1. nóvember 2017. Þau hafi fyrr þetta kvöld verið á tónleikum saman. Þau hafi farið saman heim og einnig hafi verið með í för maður að nafni C . Ákærða hafi opnað kampavínsflösku og rauðvínsflösku eftir að heim var komið. Einhverju síðar hafi ákærða farið úr að ofan og C gert hið sama. A hafi beðið þau um að fara aftur í fötin og hafi þau orðið v ið því. Töluverðu síðar hafi ákærða beðið A um að kyssa brotaþolann B og hafi hann orðið við því og kysst hana lítillega. Í framhaldi hafi hann séð ákærðu kyssa C ástríðufullt. Kvaðst A hafa beðið C um að fara og hafi hann hleypt C út úr íbúðinni. Í framha ldi hafi ákærða orðið brjáluð. Hún hafi sakað A um að halda fram hjá sér með B . Það hafi ekki verið rétt. Ákærða hafi byrjað að slá A í andlit og líkama. Því næst hafi hún ráðist að B og þær endað í gólfinu þar sem hún hafi kýlt B . A hafi skilið þær að og spurt ákærðu af hverju hún hefði gert þetta. Hafi hann beðið hana um að róa sig. A hafi kysst ákærðu sem hafi brugðist þannig við að hún hafi bitið framan af tungu hans og spýtt tungunni út úr sér og á gólfið. A kvaðst hafa gripið tungubitann og farið með hann fram í eldhús. Mikið hafi blætt úr sárinu. Hann kvaðst í framhaldi hafa farið fram í stofu til að huga að B . B hafi verið í áfalli og sagt að ákærða hefði bitið í fingur sinn. B hafi síðan hringt í lögregluna. Þau hafi farið inn í eldhús, en þar hafi ákærða ráðist aftur að B . A hafi aftur gengið á milli. A hafi aldrei hindrað ákærðu í að komast út úr íbúðinni. Lögreglan hafi komið og A síðan farið á slysadeild. Þar hafi verið reynt að sauma tungubroddinn á tunguna aftur. A hafi gefið skýrslu hjá lögreglu en síðan farið heim til sín. Hann kvaðst ði. Hann kvaðst ekki hafa lent í neinum átökum við C þessa nótt. Hann hafi einfaldlega beðið hann um að fara, sem C hafi gert og hafi hann átt ágætis samskipti við hann. C hafi vitað að hann hefði gert eitthvað rangt þessa nótt. Tungubitið hefði haft miki l áhrif á líf A . Hann talaði öðruvísi og andlegar afleiðingar hafi verið slæmar. Lífið hafi verið hrein martröð. Hann hafi verið frá vinnu í þrjár vikur vegna árásarinnar. Fyrst um sinn hafi hann einungis getað borðað eitthvað fljótandi. Í tvígang eftir ár ásina hafi hann farið til sálfræðings. A hafi ekki sett neitt kókaín út í drykki fólks þessa nótt. Þá kvað A rétt vera er ákærða héldi fram að hann hafi einhverju sinni s ett LSD út í te hennar. Hann hafi sagt henni frá því áður en hún hafi drukkið af teinu. Brotaþolinn B kvaðst hafa kynnst brotaþolanum A í gegnum . Hafi B litið á þau, A og ákærðu, sem vini sína. Þau hafi oft hist þrjú saman. Ákærða hafi farið til sín s heimalands í september 2017. Hafi B ekki hitt hana aftur fyrr en um miðjan október 2017. Hún hafi þá fundið að eitthvað var að. Þær hafi hist um viku fyrir þann atburð er mál þetta varðaði og rætt saman. Ákærða sagt hluti við B eins og að í sínu heimalan di réðust stúlkur á aðrar stúlkur í skólum. Ákærða hafi verið mjög pirruð 10 út í A . Þau hafi síðan ákveðið að hittast á skemmtistað aðfaranótt miðvikudagsin 1. nóvember 2017. Ákærða og A hafi látið B sitja á milli sín á skemmtistaðnum. Hafi B fundist það skr ýtið. Þau hafi dukkið áfengi. C , maður, hafi komið á staðinn og tekið sér sæti við hlið ákærðu. Tónleikar hafi verið á skemmtistaðnum sem þau hafi hlustað á. B hafi mest rætt við A , en ákærða og C rætt meira saman. Á einhverjum tímapunkti hafi umræðuefn nóttina hafi ákærða og A boðið þeim B og C heim til sín á . Á leiðinni hafi B og A gengið saman en ákærða gengið með C . Er á kom hafi ákærða og A opnað flöskur með áfengi. Hafi þau öll fengið sér að drekka. Ákærða og C hafi setið saman í sófa í stofu íbúðarinnar. B og A hafi verið við C B hafi verið orðin verulega ölvuð. Myndi hún því lítið eftir atvikum. Hún myndi næst eftir því að ákærða hefði ýtt á A að kyssa B en B hafi bakkað út úr því. Næst hafi hún séð ákærðu og C A hafi sagt nei og beðið C um að fara. C hafi sagt allt í lagi og farið. Hann hafi klætt sig í skó og hafi B opnað hurðina fyrir honum og hann farið út. A hafi ekki farið út á eftir C og engu líkamlegu valdi hefði verið beitt. Ákærða hafi og sagt A og B sofa saman. B hafi neitað því og o rðið reið þar sem það hafi ekki verið rétt. Ákærða hafi lamið A í bringuna. Allt hafi orðið svart hjá B , en hún myndi næst eftir því að hún hafi legið á gólfi íbúðarinnar þar sem ákærða hafi haldið um hár hennar. Hafi B beðið A um að taka ákærðu af sér, se m hann hafi og gert. Hafi hann beðið ákærðu um að róa sig. Ákærða hafi hins vegar ríghaldið í B . Að endingu hafi ákærða sleppt takinu. B hafi ætlað að fara út úr íbúðinni en ákærða hafi náð aftur taki og haldið í hár B . Hún myndi ekki eftir því hvort ákærð a hefði slegið sig. B kvaðst muna eftir því að hafa sagt lögreglu að ákærða hafi bitið sig í putta. Hún myndi þó ekki eftir því atviki í dag. A hafi aftur tekið ákærðu af B . Hann hafi síðan sýnt B tungubrodd sem ákærða hafi bitið úr honum. Í kjölfarið hafi B hringt á lögregluna. Hún hafi farið fram og mætt lögreglu. Hún kvaðst hafa fengið ýmsa áverka við árás ákærðu, m.a. verið með klórför í andliti og marbletti. Þá hafi hún verið með blóðugan fingur. Hún hafi verið marin á hnjám og leitað á slysadeild. Ef tir atvikið hafi hún í tvígang leitað til sálfræðings. Afleiðingar árásarinnar hafi ekki verið auðveldar; hún hafi átt erfitt með svefn og fengið martraðir. Hún hafi verið hrædd og ekki liðið vel. Hún kvaðst hafa greint lögreglu frá því að A hafi boðið upp á áfengan drykk. Hafi verið um að ræða drykk með áfengi, en A hafi ekkert kókaín sett út í hann. C gaf símaskýrslu hjá lögreglu undir rannsókn málsins, en hann var þá staðsettur í Bandaríkjunum. Lýsti hann því að hann hefði verið á ferðalagi einn um Ísla nd. Hann hafi hitt ákærðu og eiginmann hennar, A , á bar í miðbæ Reykjavíkur. Hann hafi orðið vinur ákærðu á Instagram. Seinna hafi hann sent henni skilaboð og spurt hvort eitthvað væri að gerast í vikunni. Hún hafi svarað því að hún væri að fara á bar til að hlusta á lifandi tónlist. Ætti C að hitta þau þar. Þetta kvöld hafi C farið í bæinn þar sem hann hafi hitt ákærðu, A og stúlku að nafni B . Þau hafi farið á skemmtistað og drukkið nokkra bjóra. Þau hafi farið þaðan á annan stað og drukkið þar meira. Síð an hafi ákærða og A boðið þeim heim til sín. Er þangað kom hafi A og B farið að kyssast. Þá hafi ákærða kysst C . A hafi þá orðið mjög reiður og C beðist afsökunar og sagt að þetta skyldi hann ekki gera aftur. Hafi A virst róast. Síðan hafi A aftur kysst B og allt orðið kynferðislegt. Þá hafi ákærða orðið reið og farið að öskra. C hafi farið í skóna sína þar sem hann hafi ætlað að fara. Ákærða hafi sagt að hún ætlaði líka að fara og hafi hún reynt að fara út úr íbúðinni. Er C hafi verið kominn út fyrir íbúð ina og verið á leið niður stiga hafi hann séð A grípa í ákærðu um leið og hann hafi hrint C niður stigann með því að ýta á bakið á honum. Hafi C dottið og meitt sig mikið. A hafi hlaupið niður stigann og virst ætla að ráðast á C . Ákærða hafi náð að stoppa hann og beðið hann um að meiða hann ekki. Hafi þau farið að rífast en C staðið á fætur og farið út. Hafi C brotið rifbein við að detta í stiganum. Vitni þetta kom ekki fyrir dóminn við aðalmeðferð málsins. Hafði ákæruvald samband við vitnið sem býr í . Kvaðst vitnið ekki reiðubúið til að koma til Íslands til að bera vitni í málinu. Móðir ákærðu staðfesti að hafa átt í samskiptum við A á samskiptamiðlum þar sem m.a. hafi verið rætt að ákærði hefði sett fíkniefnið LSD út í drykk ákærðu. 11 Fyrir dóminn k omu lögreglumenn er unnu að rannsókn málsins. Þá kom fyrir dóminn yfirlæknir á myndgreiningardeild Landspítala háskólasjúkrahúss sem staðfesti áverkavottorð sitt frá 8. janúar 2018 vegna brotaþolans B . Heimilislæknir er gaf út vottorð, 13. nóvember 2017, v egna brotaþolans B , staðfesti sitt vottorð. Lýsti læknirinn því m.a. að áverkinn hafi ekki litið eins út og um rifbrot væri að ræða. Háls - , nef - og eyrnalæknir er gaf út vottorð vegna brotaþolans A , 4. desember 2017, staðfesti sitt vottorð. Lýsti læknirin n því að mikinn bitkraft þyrfti til að tunga færi í sundur eins og í tilviki A . Algengur áverki væri að tunga færi aðeins í sundur. Hafi læknirinn aldrei séð það áður að tunga færi alveg í sundur. A myndi aldrei fá fulla hreyfigetu í tunguna. Fyrir dóminn kom sérfræðilæknir er gaf út læknisvottorð vegna brotaþolans B , 22. desember 2017, og vegna ákærðu sama dag. Eins kom fyrir dóminn kandídat af heilsugæslustöð sem gaf út áverkavottorð vegna ákærðu, 23. janúar 2018. Loks staðfesti sálfræðingur vottorð sitt frá 9. febrúar 2018 vegna brotaþolans B . Niðurstaða: Ákærðu eru gefnar að sök tvær líkamsárásir, frá því aðfaranótt miðvikudagsins 1. nóvember 2017, í íbúð að í Reykjavík. Annars vegar er ákærðu gefið að sök að hafa klórað brotaþolann A í andlitið, slegið hann og bitið í tungu hans þannig að tungan fór í sundur. A er eiginmaður ákærðu. Hins vegar er ákærðu gefið að sök að hafa veist að brotaþolanum B , m.a. tekið í hár hennar og haldið í það meðan hún hristi og ýtti henni til og frá, klórað í andlit h ennar og bitið og klórað í fingur hennar. Ákærða neitar sök. Hefur hún lýst því að eiginmaður hennar og brotaþolinn B hafi veist að henni með líkamlegu ofbeldi umrætt sinn. Hafi hún gripið til neyðarvarnar gagnvart árásinni. Framburð hennar fyrir dóminum v erður að skilja á þann veg að hún í raun viðurkenni að hafa bitið hluta tungunnar úr ákærða, en hún kveðst hafa verið í sjokki og ekki áttuð á því sem var að gerast. Vitnið C kom ekki fyrir dóm við aðalmeðferð málsins, en vitnið á heimili í . Kvaðst vi tnið ekki reiðubúið að koma til landsins vegna málsins. Með vísan til 3. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008 verður stuðst við skýrslu þessa vitnis hjá lögreglu. Vitni þetta varð ekki vitni að árásinni sjálfri þar sem það var farið á brott af heimilinu á þeim t íma. Eiginmaður ákærðu lýsir atburðarásinni þannig að ákærða hafi orðið mjög æst er hinum gestkomandi C hafi verið vísað út úr íbúðinni að . Miðað við framburð ákærðu, brotaþolanna beggja og vitnisins C virðist sem C og ákærða hafi rætt saman í íbúðinn i og brotaþolarnir rætt sín á milli. Ekki er ástæða til að reifa hér í niðurstöðu það sem fram kom um ásakanir sem gengu á víxl um samdrátt. Fram kom hjá brotaþolanum A að eftir að C var farinn hafi A reynt að róa ákærðu. Hafi hann kysst hana en ákærða kýl t A og klórað og bitið tunguna úr honum. A lýsti því jafnframt að ákærða hafi veist að brotaþolanum B og hafi hann þurft að taka ákærðu af brotaþolanum. Brotaþolinn B hefur borið á þann veg að hún hafi verið mjög ölvuð þessa nótt. Hún myndi þó eftir því að ákærða hafi ítrekað ráðist á hana. Hafi eiginmaður ákærðu þurft að losa ákærðu af henni. Myndi hún m.a. eftir því að vera með hárflóka í hendi úr höfði sínu eftir atlöguna. Brotaþolinn kvaðst fyrir dómi ekki muna eftir því þegar ákærða hafi bitið hana í f ingur en kvaðst þó muna eftir því að hafa greint lögreglu frá því. Svo sem áður er fram komið var fremsti hluti tungu brotaþolans A bitinn úr honum þessa nótt. Með hliðsjón af framburði brotaþolans, og með vísan til framburða ákærðu og brotaþolans B er sl egið föstu að ákærða hafi valdið þeim áverka. Læknir er annaðist brotaþolann hefur lýst því að mikinn bitkraft þyrfti til svo tungan færi alveg í sundur. Hefði læknirinn aldrei orðið vitni að slíku áður. Óhætt er að miða við að brotaþolinn A hafi verið að reyna að kyssa ákærðu þegar þessi atvik áttu sér stað. Þá er til þess að líta að ákærðu er gefið að sök að hafa bitið í fingur brotaþolans B . Myndir af þeim áverka eru á meðal gagna málsins. Þessir tveir áverkar, sem hér hefur verið lýst sty ðja, að mati dómsins, þann framburð brotaþolanna beggja að ákærða hafi verið mjög æst þegar þar var komið og í því ástandi veist að brotaþolunum. 12 Brotaþolarnir leituðu báðir á slysadeild í framhaldi af atvikinu. Þeir áverkar sem í ákæru eru tilfærðir voru sannreyndir við það tækifæri. Tekin var röntgenmynd af brotaþolanum B á slysadeild. Sú myndataka leiddi ekki í ljós brot á rifi. Klínískt mat lækna liggur þessu hins vegar til grundvallar, sem einkum byggir á lýsingu brotaþolans sjálfs. Er þar við mat föð ur brotaþolans að ræða, sem er læknir og hefur gefið út vottorð í málinu. Með vísan til þess að ákærða neitar sök og með hliðsjón af nánum tengslum læknisins og brotaþolans verður ekki talið sannað að brotaþolinn hafi hlotið rifbrot af árásinni. Eins og f yrr greinir styðja áverkar þeir sem brotaþolar hlutu framburði þeirra. Með hliðsjón af því er að mati dómsins hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærða hafi veist að brotaþolunum með þeim hætti er í ákæru greinir. Brotaþolinn A var eiginmaður ákærðu þegar bro tið var framið, sbr. 1. mgr. 218. gr. b laga nr. 19/1940. Afleiðingar brotsins voru sérstaklega sársaukafullar, sbr. 2. mgr. sama ákvæðis. Samkvæmt þessu verður ákærða sakfelld samkvæmt ákæru og er háttsemin þar rétt heimfærð til refsiákvæða utan að atlaga hennar gagnvart brotaþolanum B verður felld u ndir 217. gr. laga nr. 19/1940. Ákærða er fædd . Hún hefur ekki áður gerst sek um refsiverða háttsemi svo kunnugt sé . Ákærða hefur verið sakfelld fyrir alvarlega líkamsárás gagnvart eiginmanni sínum. Af hlutust miklir áverkar og mun eiginmaður ákærðu glíma við afleiðingar árásarinnar um ókomna tíð. Þá veitist ákærða að brotaþolanum B með þeim afleiðingum að B hlaut nokk ra líkamlega áverka. Með hliðsjón af þessu, sbr. og 3. mgr. 70. gr. laga nr. 19/1940, er refsing ákærðu ákveðin fangelsi í 12 mánuði. Með hliðsjón af alvarleika háttseminnar verður refsingin að hluta skilorðsb undin, sem í dómsorði greinir. Brotaþolinn A k refst þess að ákærða greiði honum miskabætur að fjárhæð 4.000.000 króna, auk vaxta. Ákærða hefur með ólögmætri og saknæmri háttsemi sinni valdið brotaþolanum miskatjóni. Er miski brotaþola töluverður, en hann mun búa við töluvert líkamslýti um ókomna tíð. Eru miskabætur hæfilega ákveðnar 1.200.000 krónur. Gerð er krafa um 162.956 krónur í útlagðan kostnað og 52.589 krónur í þjáningabætur. Þó svo fyrirvari hafi verið í ákæru um bætur vegna útlagðs kostnaðar og þjáningabóta lá krafan ekki fyrir við útgáfu ákæ runnar. Verður þeim kröfulið ekki komið að eftir útgáfu ákæru, gegn mótmælum ákærðu, en ákærða hefur mótmælt skaðabótakröfunni. Verður þessum kröfuliðum því hafnað. Um vexti fer sem í dómsorði greinir. Af hálfu brotaþolans B er gerð krafa um að ákærða gre iði henni 1.000.000 krónur í miskabætur, ásamt vöxtum. Ákærða hefur með ólögmætri háttsemi sinni valdið brotaþolanum miskatjóni. Eru bætur hæfilega ákveðnar 400.000 krónur. Þá er í ákæru gerð krafa um sjúkra - og lyfkakostnað að fjárhæð 10.500 krónur. Við m eðferð málsins, eftir útgáfu ákæru, var sú krafa hækkuð í 55.500 krónur. Gegn mótmælum ákærðu kemst sú krafa ekki að. Hins vegar verður fallist á kröfu um sjúkra - og lyfjakostnað að fjárhæð 10.500 krónur. Um vexti fer sem í dómsorði greinir. Ákærða greiði sakarkostnað samkvæmt yfirliti, málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og þóknun réttargæslumanna brotaþola, sem í dómsorði greinir. Við ákvörðun málsvarnarlauna og þóknunar réttargæslumanna hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Af hálfu ákæruvald sins flutti málið Katrín Ólöf Einarsdóttir aðstoðarsaksóknari. Símon Sigvaldason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákærða, X , sæti fangelsi í 12 mánuði . Fresta skal fullnustu 9 mánaða refsingarinnar og falli sá hluti hennar niður að liðn um tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa, haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. 13 Ákærða greiði A 1.200.000 krónur í miskabætur, ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr . 38/2001 frá 1. nóvember 2017 til 18. febrúar 2018, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna frá þeim degi til greiðsludags. Ákærða greiði B 410.500 krónur í skaðabætur, ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 af 4 00.000 krónum, frá 1. nóvember 2017 til 10. nóvember 2017, en af 410.500 krónum frá þeim degi til 18. febrúar 2018, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna af fjárhæðinni frá þeim degi til greiðsludags. Ákærða greiði 4.223.240 krónur í sakarkostna ð, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Lilju Margrétar Olsens lögmanns, 2.613.610 krónur, þóknun réttargæslumanns brotaþolans A , Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns, 847.540 krónur og þóknun réttargæslumanns brotaþolans B , Unnsteins Arna r Elvarssonar lögmanns, 643.560 krónur.