LANDSRÉTTUR Úrskurður fimmtu daginn 18 . júlí 20 19 . Mál nr. 545/2019 : Lögreglustjórinn á Austurlandi (Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari) gegn X (Gísli M. Auðbergsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála . Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson, Kristbjörg Stephensen og Sigurður Tóma s Magnússon kveða upp úrskurð í máli þessu . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 12. júlí 2019 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 17. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Austurlands 11. júlí 2019 í málinu nr. R - /2019 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 8. ágúst 2019 klukkan 1 6. Kæruheimild er í l - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Niðurstaða 4 Fyrir Landsrétti liggur fyrir vottorð B sérfræðings í heimilislækningum 15. júlí 2019. Í vott orðinu er lýst stungusárum á brotaþola framan á hálsi nærri stórum slagæðum, bláæðum og barka. Enn fremur voru stungusár hægra megin neðan rifjaboga nærri lifur. Þá sýndi sneiðmyndarannsókn að blætt hafði inn í brjóstholið. Kemur fram að við rannsókn á bro taþola hafi hann borið þess greinileg merki að hafa misst umtalsvert blóð og hafi verið í yfirvofandi lífshættu. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 2 Úrskurðarorð : Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Austurlands fimmtudaginn 11. júlí 2019 Mál þetta barst dóminum fyrr í dag með bréfi lögreglustjórans á Austurlandi og var það tekið til úrskurðar að lokinni fyrirtöku. Krafa lögreglustjóra er sú að X til dómur gengur í máli hans. Í greinargerð lögreglustjóra segir að kærði sé grunaður um að hafa seint í gærkvöldi brotið gegn 211. gr., sbr 20. gr., eða 2. mgr. 218. gr., almen nra hegningarlaga nr. 19/1940, með því að hafa ítrekað stungið brotaþola, A , kt. , með hnífi, á heimili brotaþola, svo hann hafi hlotið fjölmarga mjög alvarlega áverka og sé í lífshættu. Kl. 23:48 í gærkvöldi, miðvikudaginn 10. júlí, hafi nágranni brota þola hringt í lögreglu og sagt að maður farið rak A liggjandi fyrir utan útidyrahurðina. Hann hafi verið með stungusár víðsvegar um líkamann, með skerta meðvitund og mikla blæðingu. Lögreglumaður hafi þegar hafið fy r stu hjálp en sjúkralið komið skömmu síðar. Lögregla hafi fundið tvo hnífa á bílaplaninu s meðvitund hafi brotaþoli getað skýrt lögreglu frá því í sjúkrabifreið að gerandi hefði verið X. Hann væri ástfanginn af kærustu brotaþola. Hann hefði margoft hótað að stinga hana, drepa hana og skera hana á háls. Hann hafi svo birst á heimili brotaþola. Þá hafi lögregla tekið skýrslu af nágranna brotaþola. Vitnið hafi skýrt svo frá að hann hafi verið við að leggjast til hvílu þegar hann hafi heyrt mikil læti frá útidyrahurðinn i hjá sér og barið þar mjög harkalega. Vitnið hafi farið niður og þá séð brotaþola liggja utan í útidyrahurðinni. Vitnið hafi opnað hurðina og brotaþoli þá hrunið inn alblóðugur. Vitnið hafi stuggað brotaþola út fyrir hurðina og lokað samstundis af ótta vi ð að árásarmaðurinn myndi ryðjast inn til hans þar sem fjölskylda hans var, og strax hringt á lögreglu. Vitnið hafi síðan farið aftur að útidyrahurðinni og þá séð kærða fyrir utan, með hníf í báðum höndum. Hann hafi virst vera að leita að brotaþola. Kærði hafi bankað lauslega á rúðuna með hnífunum og horft á vitnið í gegnum rúðuna. Þá hafi brotaþoli legið í felum aftan við bifreið sem stóð á bílaplaninu fyrir utan, mikið slasaður. Kærði hafi svo gengið á brott, sleppt hnífunum rétt við Fram kemur að krafa um gæsluvarðhald byggi aðallega á 2. mgr. 95. gr. laga 88/2008, um meðferð sakamála, en til vara á a - og d - lið 1. mgr. 95. gr. sömu laga. Fyrir hendi sé sterkur og röks tuddur grunur um að kærði hafi framið afbrot sem geti varðað 16 ára eða ævilöngu fangelsi. Vegna þess hversu alvarlegt og ofbeldisfullt afbrot kærði sé grunaður um, krefjist almannahagsmunir þess að hann verði vistaður í varðhaldi. Til vara sé byggt á því a - liður nefndrar 95. gr. eigi við, þ.e. að ætla megi að sakborningur muni torvelda rannsókn málsins ef honum verði sleppt úr haldi. Einnig eigi d - liður 95. gr. við, þ.e. að telja megi að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum sakborni ngs. Krafa um að gæsluvarðhald verði úrskurðað í fjórar vikur byggi á því að hafin sé talsvert viðamikil rannsókn, sem óhjákvæmilega taki tíma og lögregla telji ekki veita af fjórum vikum til þess að klára þær 3 tæknirannsóknir og aðrar rannsóknaraðgerðir s em nauðsyn lega þurfi að framkvæma. Einnig krefjist sjónarmið um almannahagsmuni þess að gæsluvarðhaldi verði afmarkaður langur tími, þ.e. sjónarmið um að nauðsynlegt sé að hafa menn sem grunaðir eru um svo stórfelld og alvarleg brot í varðhaldi þar til dó mur gengur í máli þeirra. Af hálfu kærða er kröfu lögreglustjóra um gæsluvarðhald mótmælt, en til vara gerð krafa um að varðhaldinu verði markaður skemmri tími. Byggt er á að hvorki skilyrði 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, né a - og d - liða 1. mgr. 95. gr. laganna séu uppfyllt. Niðurstaða: Eins og rakið er að framan reisir sóknaraðili kröfu um gæsluvarðhald aðallega á 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þar segir að úrskurða megi sakborning í gæsluvarðhald ef sterkur grunur leiki á því a ð hann hafi framið afbrot sem að lögum geti varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Kærði hefur lýsti því að hann muni eftir sér úti að reykja við heimili sitt. Síðan bresti minn i hans þar til hann muni eftir sér gangandi úti, blóðugur á höndum með hníf í þeim báðum. Þá liggur fyrir framburður brotaþola um að það hafi verið kærði sem réðst á hann. Þá liggur fyrir framburður vitnis um að brotaþoli hafi komið að heimili hans alblóðu gur og mikið slasaður, og á eftir honum hafi kærði komið með hníf í hvorri hendi. Þó ekki sé komin skýrsla eða vottorð frá læknum um áverka brotaþola liggur fyrir að brotaþoli hlaut alvarlega áverka og kemur fram í gögnum málsins að hann hafi fengið fjölda stunguáverka, þar á meðal í kvið og lifur. Við flutning málsins upplýsti fulltrúi lögreglustjóra að brotaþoli hefði verið fluttur á sjúkrahús til Reykjavíkur, hann hefði undirgengist miklar aðgerðir í dag og hafi enn verið talinn í lífshættu þegar hann he yrði í lækni fyrr í dag. Í þessu ljósi verður fallist á það með sóknaraðila að kærði sé undir sterkum grun um tilraun til manndráps sem varði við 211. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, eða hættulega líkamsárás sem varði við 2. mgr. 218. gr. sömu laga. Þessi brot geta að lögum varðað meira en tíu ára fangelsi. Þegar litið er til eðlis brotsins verður fallist á með sóknaraðila að varðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Skilyrðum 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála er því fullnægt til að kærða verði gert að sæta gæsluvarðhaldi, en ekki þykja efni til að marka gæsluvarðhaldinu skemmri tíma en krafist er. Arnbjörg Sigurðardóttir settur héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: , sæti gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 8. ágúst nk. kl. 16:00.