LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 16. október 2020. Mál nr. 468/2019 : Ákæruvaldið (Óli Ingi Ólason saksóknari ) gegn H önnu Sigrún u Steinarsdótt u r (Bjarni Hauksson lögmaður) Lykilorð Brot gegn valdstjórninni. Útdráttur H var sakfelld fyrir brot gegn valdstjórninni , sbr. 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með því að hafa hrækt að lögreglumanni við skyldustörf og hótað honum lífláti. Var refsing hennar ákveðin fangelsi í 30 daga en fullnustu refsingarinnar var frestað skilorðsbundið í tvö ár. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Jóhannes Sigurðsson , Jón Höskuldsson og Oddný Mjöll Arnardóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 19. júní 2019 í samræmi við yfirlýsingu ákærð u um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 29. maí 2019 í málinu nr. S - /2019 . 2 Ákæruvaldið krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms um sakfellingu ákærðu og að refsing ákærðu verði þyngd. 3 Ákærða krefst aðallega sýknu en til vara að refsing hen nar verði milduð. Niðurstaða 4 Málsatvik eru rakin í hinum áfrýjaða dómi, en ákærðu er gefið að sök brot gegn valdstjórninni með því að hafa hrækt að lögreglumanni sem var við skyldustörf í fangageymslu á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík og hóta ð honum lífláti 5 Ákærða neitar sök. Í framburði hennar fyrir héraðsdómi kom fram að hún myndi ekki eftir því að hafa hrækt í áttina að lögreglumanninum og dró í efa að hún hefði hótað að myrða hann. Ákærða kvaðst þó sjá eftir þessu og fullyrti að engin meining hefði verið á bak við þetta. 2 6 Í greinargerð ákærðu fyrir Landsrétti er á því byggt að sú háttsemi að hrækja í áttina að lögreglumanni verði ekki talin ofbeldi í skilningi 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Telur ákærða að rökstuðningi fyrir sakfellin gu hennar sé áfátt í hinum áfrýjaða dómi, enda hafi ekki verið tekin afstaða til þess hvort þessi háttsemi ákærðu félli undir fyrrnefnda lagagrein. 7 Samkvæmt 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga er lögð refsing við því að ráðast á opinberan starfsmann m eð ofbeldi eða hótunum um ofbeldi þegar viðkomandi ge gn ir skyldustarfi sínu eða út af því. Lögreglumenn höfðu í það sinn sem um ræðir afskipti af ákærðu í miðbæ Reykjavíkur og færðu hana á lögreglustöðin a við Hverfisgötu. Á lögreglustöðinni viðhafði ákærða þá háttsemi sem ákært er fyrir. Á upptöku úr fangageymslu í hljóði og mynd má sjá að ákærða hrækir í áttina að lögreglumanni númer 0726 eftir að hafa hótað því með orðum skömmu áður að viðhafa þá háttsemi. Samkvæmt dóm aframkvæmd er sú háttsemi að hrækja á opinberan starfsmann við skyldustörf talin varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga. Jafnframt hefur það að slá til opinbers starfsmanns verið talið fela í sér hótun í verki um ofbeldi í skilningi ákvæðisins. Sú háttsemi sem ákært er fyrir í máli nu, að hrækja að opinberum starfsmanni , verður með sama hætti talin hótun í verki um ofbeldi í skilningi ákvæðisins . Með því að hrækja að lögreglumanninum hafi ákærða því hótað að ráðast með ofbeldi á opinberan starfsmann þegar hann gegndi skyldustarfi sín u. Verður ákærða því sakfelld fyrir brot gegn 1. m gr. 106. g r. a lmennra hegningarlaga fyrir greinda háttsemi . Með þessari athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest niðu r staða hans um sakfellingu ákærðu fyrir þá háttsemi sem í ákæru greinir. 8 Ákvæði héraðsdóms um ákvörðun refsingar ákærðu og sakarkostnað skulu vera óröskuð. 9 Ákærða verður dæmd til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns sem ákveðin eru að meðtöl dum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Ákærða, Hanna Sigrún Steinarsdóttir, greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 340.128 krónur, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns, Bjarna Haukssonar l ögmanns, 321.160 krónur. 3 Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 29. maí 2019 Árið 2019, miðvikudaginn 29. maí, er á dómþingi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð er í Dómhúsinu við Lækjartorg af Guðjóni St. Marteinssyni héraðsdómara, kveðinn upp dómur í málinu nr. S - 52/2019: Ákæruvaldið gegn Hönnu Sigrúnu Steinarsdóttur, en málið var dómtekið 9. þ. m. Málið er höfðað með ákæru héraðssaksóknara, dagsettri 24. janúar 2019, á hendur , , fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 1. júlí 2018, í fangageymslu á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í Reykjavík, hrækt að lögreglumanninum A , sem var við skyldustörf, og Telst þetta varða við 1. mgr. 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Verjandi ákærðu krefst aðallega sýknu en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa. Málsvarnarlauna er krafist úr ríkissjóði skv. tímaskýrslu. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu voru lögreglumenn við eftirlit í Bankastræti er þeir sáu til ákærðu þar sem hún var stödd fyrir utan skemmtistaðinn B5 og virtist hún mjög æst, eins og segir í skýrsl unni. Í skýrslunni er lýst samskiptum lögreglu og ákærðu sem að lokum leiddu til þess að ákærða var færð inn í lögreglubifreið eftir að hafa veist að karlmanni á vettvangi. Í skýrslunni er lýst samskiptum við ákærðu eftir komu á lögreglustöð og þar er því lýst að ákærða hafi viðhaft þá háttsemi sem í ákæru greinir. Tekin var skýrsla af ákærðu hjá lögreglunni 1. júlí 2018 og kvaðst hún hafa verið mjög ölvuð og muna atburði illa. Kvaðst hún hafa verið mjög æst og reið og muna eftir því að hafa hreytt fúkyrðu m og hótað lögreglunni nóttina áður en mundi ekki hvað hún sagði. Nú verður rakinn framburður ákærðu og vitnisburður fyrir dómi Ákærða neitar sök. Hún kvaðst hafa verið fyrir utan B5 þar sem strákur hefði áreitt hana og viðhaft kynþáttafordóm a í hennar g arð. Hún hefði af þessum sökum lent í rifrildi við strákinn. Lögreglan hefði þá komið að og fært ákærðu inn í lögreglubíl, harkalega að því er henni fannst. Hún kvað handjárn hafa meitt sig og hún hefði af þeim sökum öskrað. Hún hefði verið flutt á lögregl ustöð og hún muni ekkert þaðan, utan að hún muni eftir sér í tilteknu herbergi þar. Hafi hún sagt það og gert sem henni er gefið að sök í ákæru þá sjá hún mjög eftir því og engin meining hafi verið að baki þessu af sinni hálfu, hafi hún viðhaft þessi ummæl i í garð lögreglunnar. Vitnið A lögreglumaður lýsti lögregluafskiptum af ákærðu er hún var stödd í Bankastræti fyrir utan skemmtistaðinn B5. Ákærða hefði verið mjög æst og kvaðst hafa orðið fyrir kynþáttafordómum . Eftir að ákærða veittist að karlmanni hef ði hún verið færð í lögreglubíl vegna erfiðleika við að eiga við ákærðu, sem ekki sinnti því að fara þótt henni hefði verið gefinn kostur á því. Hún hefði að lokum verið flutt á lögreglustöð þar sem reynt hefði verið að ræða við hana, en hún hefði verið æs t og alveg óviðræðuhæf og því verið ákveðið að færa hana í fangaklefa. Á leiðinni þangað hefði ákærða hótað að myrða vitnið og viðhaft orðalagið sem í ákæru greinir. Spurð hvort ástæða hefði verið til að taka hótuninni alvarlega kvaðst hún ekki geta dæmt það en þegar fólk segist ætla að drepa þig þá sé það óþægilegt, ekki síst þegar maður þekki ekki viðkomandi og viti því ekki hvort taka skuli hótuninni alvarlega eða ekki. Hún kvaðst ekki hafa getað dæmt um það hvort hún hefði tekið hótunina alvarlega en áður hefði ákærða hótað að hrækja á vitnið ef vitnið fyndi ekki síma ákærðu. Ákærða hefði síðan hrækt að vitninu. 4 Vitið B lögreglumaður lýsti lögregluafskiptum af ákærðu í Bankastræti efnislega á sama veg og vitnið A , en vitnisburður hennar var rakinn. Ák ærða hefði ásakað mann um kynþáttafordóma í hennar garð. Reynt hefði verið að róa ástandið en ákærða hefði veist að manni á vettvangi, og lýsti hann erfiðleikum við að ræða við ákærðu vegna annarlegs ástands hennar. Að lokum hefði hún verið færð í lögreglu bíl og flutt á lögreglustöð. Er þangað kom hefði ákærða haldið áfram verið erfið og dónaleg og hótaði að hrækja á A áður en hún hrækti í áttina að henni. Á leiðinni í fangaklefa hefði ákærða hótað að myrða A og notaði orðalagið sem lýst er í ákærunni. Vit nið C lögreglumaður kvaðst hafa verið varðstjóri í fangageymslu er ákærða var færð þangað á þessum tíma. Hann kvaðst ekki muna eftir málinu en staðfesti skýrslu sína, þar sem fram kemur að ákærða hafi hótað að myrða A á leiðinni í fangageymslu. Niðurstað a Ákærða neitar sök en kvaðst ekki muna frá komu sinni í fangageymslu á lögreglustöð á þessum tíma eða að hafa viðhaft þá háttsemi sem í ákæru greinir. Hafi hún viðhaft háttsemina og hótunina hafi ekki verið nein meining að baki því hjá sér. Sannað er m eð trúverðugum og samhljóða vitnisburði A og B og með stoð í vitnisburði C og með upptöku úr fangageymslu lögreglunnar, gegn neitun ákærðu, að hún hafi gerst sek um háttsemina sem í ákæru greinir og er háttsemi hennar þar rétt færð til refsiákvæðis. Ákær ða hefur ekki áður gerst brotleg við lög. Að öllu ofanrituðu virtu og að teknu tilliti til dómaframframkvæmdar í sambærilegu málum þykir refsing ákærðu hæfilega ávörðuð fangelsi í 30 daga sem skilorðsbinda skal eins og greinir í dómsorði. Ákærða greiði 5 05.920 króna málsvarnarlauna Bjarna Haukssonar lögmanns að meðtöldum virðisaukaskatti. Friðrik Smári Björgvinsson aðstoðarsaksóknari flutti málið fyrir ákæruvaldið. Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari kveður upp dóminn. DÓMSORÐ: Ákærða, Hanna Sigrún Steinarsdóttir, sæti fangelsi í 30 daga en fresta skal fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið í 2 ár frá birtingu dómsins að telja og falli refsingin niður að þeim tíma liðnum haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlag a nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. Ákærða greiði 505.920 króna málsvarnarlaun Bjarna Haukssonar lögmanns.