LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 20. nóvember 2020 Mál nr. 745/2019 : Skarðseyri ehf. ( Ívar Pálsson lögmaður ) gegn Fínk u ehf . ( Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður) Lykilorð Meðdómsmaður. Ómerking héraðsdóms. Útdráttur Áfrýjað var dómi héraðsdóms þar sem S ehf. var gert að greiða F ehf. ógreiddar eftirstöðvar samkvæmt framlögðum reikningum vegna málningarvinnu. Verkið var unnið í tímavinnu og laut ágreiningur aðila aðallega að því hver væri eðlilegur og sanngjarn fjöldi vinnustunda. Aflað var matsgerðar til sönnunar um það álitaefni. Í dómi Landsréttar kom fram að héraðsdómara hefði verið ófært að fjalla nægilega um ágreiningsatriði málsins á grunni almennrar þekkingar sinnar, menntunar eða lagaþekkingar, heldur hafi veri ð þörf á sérkunnáttu til að leysa úr málinu. Bar héraðsdómara því að kveðja til sérfróðan mann til dómstarfa samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála til að leggja mat á gögn málsins og eftir atvikum spyrja hinn sérfróða mann sem unnið hafði matsgerð í því. Þar sem það hafði ekki verið gert varð af þessum ástæðum ekki hjá því komist að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu heim í hérað til aðalmeðferðar og dómsálagningar á ný. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Jóhannes Sigurðsson og Jón Höskuldsson. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 7. nóvember 2019 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjaness 11. október 2019 í málinu nr. E - 471/2018 . 2 Áfrýjandi krefst þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og að málinu verði vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. Til vara krefst hann þess að hann verði sýknaður af kröfu stefnda. Í báðum tilvikum krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. 2 Niðurstaða 4 Með hinum áfrýjaða dómi var áfrýjandi dæmdur til að greiða stefnda umkrafða fjárhæð auk málskostnaðar. 5 Eins og nánar er rakið í hinum áfr ýjaða dómi tók stefndi að sér að mála íbúðir og sameign í fasteign að Heiðarbraut 40 á Akranesi sem áfrýjandi gerði upp og byggði við á árunum 2015 til 2017. Á haustmánuðum 2015 óskaði áfrýjandi eftir því við stefnda að hann tæki að sér alla málningarvinnu innanhúss í fasteigninni. Enginn verksamningur var gerður og var verkið því unnið í tímavinnu. Stefndi gaf út reikninga vegna vinnu sinnar og efniskaupa vegna verksins sem liggja frammi í málinu. Þá liggur jafnframt fyrir hversu háar fjárhæðir áfrýjandi h efur nú þegar greitt stefnda vegna verksins. 6 Með héraðsdómsstefnu krafði stefndi áfrýjanda um greiðslu ógreiddra eftirstöðva samkvæmt framlögðum reikningum, alls að fjárhæð 26.712.245 krónur að frádregnum innborgunum að fjárhæð samtals 22.273.897 krónur . Áfrýjandi krafðist sýknu með vísan til þess að hann hefði þá þegar greitt stefnda að fullu fyrir verkið í ljósi þess sem sanngjarnt og eðlilegt gæti talist miðað við eðli þess og umfang, sbr. 45. gr. laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup og 28. gr. laga nr. 42 /2000 um þjónustukaup. 7 Undir rekstri málsins í héraði aflaði áfrýjandi matsgerðar dómkvadds matsmanns til að meta kostnað við verkið. Hjalti Sigmundsson, byggingatæknifræðingur og húsasmíðameistari, var kvaddur til til að framkvæma hið umbeðna mat en sam kvæmt matsbeiðni var meðal annars spurt að því hver væri eðlilegur og sanngjarn fjöldi vinnustunda en ágreiningur aðila lýtur einkum að því álitaefni. Samkvæmt niðurstöðu matsgerðarinnar var sanngjarn og eðlilegur tímafjöldi vegna vinnu faglærðra málara vi ð verkið á bilinu frá 2.103 til 2.912 klukkustunda en hann gæti þó verið 10% minni eða 20% meiri. Fjöldi vinnustunda á bak við reikninga stefnda voru 3.558 klukkustundir. Málsaðila greinir meðal annars á um hvernig túlka beri niðurstöðu matsgerðarinnar að því er varðar eðlilegan og sanngjarnan tímafjölda við verkið. Áfrýjandi byggði á því í héraði að umkrafinn tímafjöldi h e f ð i verið of mikill og að héraðsdó mari hefði ekki tekið afstöðu til þeirrar málsástæðu. 8 Við þessar aðstæður og að virtu því sem að fra man er rakið og gögnum málsins verður að telja að héraðsdómara hafi verið ófært að fjalla nægilega um ágreiningsatriði málsins á grunni almennrar þekkingar sinnar, menntunar eða lagaþekkingar, heldur var þörf á sérkunnáttu til að leysa úr málinu. Bar hérað sdómara því að kveðja til sérfróðan mann til dómstarfa samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála til að leggja mat á gögn málsins og eftir atvikum spyrja hinn sérfróða mann sem unnið hefur matsgerð í því. Þar sem það hefur ekki verið ge rt verður af þessum ástæðum ekki hjá því komist að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu heim í hérað til aðalmeðferðar og dómsálagningar á ný. 9 Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. 3 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur er ómerktur og málinu vísað heim í hérað til aðalmeðferðar og dómsálagningar að nýju. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 11. október 2019 Mál þetta, sem þingfest var 23. maí 2018 og dómtekið 13. sep tember sl., var höfðað með stefnu, birtri 11. maí 2018. Stefnandi er Fínka ehf., kt. , Norðurási 6, 110 Reykjavík. Stefndi er Skarðseyri ehf., kt. , Baugakór 30, 203 Kópavogi. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skuld að fjárhæð kr. 26.712.245 ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 af kr. 3.742.072 frá 14.12.2015 til 30.01.2016, af kr. 6.922.424 frá 30.01.2016 til 15.02.2016, af kr. 10.615.962 frá 15.02.2016 til 15. 03.2016, af kr. 13.138.296 frá 15.03.2016 til 22.09.2016, af kr. 18.760.711 frá 22.09.2016 til 04.11.2016, af kr. 22.660.833 frá 04.11.2016 til 19.11.2016, af kr. 24.991.760 frá 19.11.2016 til 30.04.2017 og af kr. 26.712.245 frá þeim degi til greiðsludags. Allt að frádregnum innborgunum, þann 28.12.2015 kr. 2.200.000, þann 15.01.2016 kr. 700.000, þann 29.01.2016 kr. 842.072, þann 04.02.2016 kr. 1.500.000, þann 19.02.2016 kr. 2.193.538, þann 01.03.2016 kr. 1.000.000, þann 31.03.2016 kr. 1.000.000, þann 08.04 .2016 kr. 1.693.538, þann 27.04.2016 kr. 2.522.334, þann 13.09.2016 kr. 2.000.000, þann 03.10.2016 kr. 3.000.000, þann 10.10.2016 kr. 622.415, þann 30.11.2016 kr. 2.000.000 og þann 28.12.2016 kr. 1.000.000, sem dragast skulu frá skuldinni miðað við stöðu h ennar á hverjum innborgunardegi. Þá krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krafðist þess í greinargerð sinni að málinu yrði vísað frá dómi. Gekk úrskurður um þá kröfu stefnda þann 29. október 2018 þar sem kröfu stefnda var hafnað. Ste fndi krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda, en til vara að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Þá krefst hann málskostnaðar. Aðalmeðferð málsins fór fram 13. september sl. og var málið dómtekið að málflutningi loknum. Málsatvik. Samkvæmt gögnum málsins og framburði aðila tók stefnandi að sér að mála íbúðir og sameign í fasteign við Heiðarbraut 40 á Akranesi sem stefndi var bæði að gera upp og byggja við á árunum 2015 til 2017. Hafði stefnandi áður unnið fyrir stefnda, m.a. við íbú ðarhús forsvarsmanns stefnda. Stefndi eignaðist fyrrgreinda fasteign með afsali dags. 30. júní 2009. Á árinu 2015 hófst stefndi handa við framkvæmdir fasteignarinnar sem m.a. fólust í því að byggja við hana viðbyggingu og breyta henni í átján íbúðir, sem stefndi ráðgerði að selja fullbúnar. Á haustmánuðum ársins 2015 óskaði stefndi eftir því við stefnanda að hann tæki að sér alla málningarvinnu innanhúss í fasteigninni, m.a. spörtlun, grunnun, málun o.fl. Ekki var gerður verksamningur um vinnu stefnanda og var verkið því unnið í tímavinnu, auk efniskostnaðar. Stefnandi gaf út reikninga frá 29. nóvember 2015 til 15. apríl 2017 sem liggja fyrir í málinu þannig: Nr. Útgáfudagur Gjalddagi Fjárhæð 1949 29.11.2015 14.12.2015 3.742.072,00 1955 15.01.2016 30.01.2016 3.180.352,00 1958 31.01.2016 15.02.2016 3.639.538,00 1962 29.02.2016 15.03.2016 2.522.334,00 1990 07.09.2016 22.09.2016 5.622.415,00 4 1995 20.10.2016 04.11.2016 3.900.122,00 2007 04.11.2016 19.11.2016 2.330.927,00 2033 15.04.2017 30.04.2017 1.720 .485,00 Stefndi greiddi inn á skuld sína við stefnanda þannig: Þann 28. desember 2015 2.200.000 krónur. Þann 15. janúar 2016 700.000 krónur. Þann 29. janúar 2016 842.072 krónur. Þann 4. febrúar 2016 1.500.000 krónur, þann 19. febrúar 2016 2.193.538 krónur , þann 1. mars 2016 1.000.000 króna, þann 31. mars 2016 1.000.000 króna, þann 4. apríl 2016 1.693.538 krónur, þann 27. apríl 2016 2.522.334 krónur, þann 13. september 2016 2.000.000 króna, þann 3. október 2016 3.000.000 króna, þann 10. október 2016 622.415 krónur, þann 30. nóvember 2016 2.000.000 króna, þann 28. desember 2016 500.000 krónur, þann sama dag 500.000 krónur eða samtals 22.273.897 krónur. Eru eftirstöðvar því 4.438.348 krónur. Stefndi greiddi ekki síðustu reikningana og sendi stefnandi stefnda i nnheimtuviðvörun þann 15. desember 2017. Stefna var síðan þingfest í málinu þann 23. maí 2018. Undir rekstri málsins fékk stefndi dómkvaddan matsmann til að meta kostnað við að mála fyrrgreindar íbúðir og sameign. Lá matsgerðin fyrir þann 2. apríl 2014. Ek ki náðust sættir í málinu. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi byggir kröfu sína á því að stefndi hafi óskað eftir vinnuframlagi stefnanda og samið við hann um tímavinnu. Stefndi hafi ekki gert athugasemdir við tímagjald stefnanda né tímafjölda s em hafi farið í verkið. Stefndi hafi í dag selt allar íbúðir fasteignarinnar enda hafi stefndi ráðist í breytingar og viðbyggingu við húsið með það að markmiði. Allar íbúðirnar voru seldar fullbúnar af stefnda eða a.m.k. fullmálaðar. Óumdeilt sé því að ste fndi, sem eigandi og framkvæmdaraðili fasteignarinnar á sínum tíma, hafi óskað eftir vinnu stefnanda og sé stefndi því réttur aðili þessa máls þrátt fyrir að vera ekki eigandi fasteignarinnar í dag. Ofangreind skuld að fjárhæð 26.712.245 krónur sé því ste fnufjárhæð þessa máls. Gjalddagi reikninganna sé 15 dögum eftir útgáfu þeirra og miðist dráttarvextir við það tímamark. Inn á skuldina hafi verið greiddar innborganir, þann 28.12.2015 kr. 2.200.000, þann 15.01.2016 kr. 700.000, þann 29.01.2016 kr. 842.072, þann 04.02.2016 kr. 1.500.000, þann 19.02.2016 kr. 2.193.538, þann 01.03.2016 kr. 1.000.000, þann 31.03.2016 kr. 1.000.000, þann 08.04.2016 kr. 1.693.538, þann 27.04.2016 kr. 2.522.334, þann 13.09.2016 kr. 2.000.000, þann 03.10.2016 kr. 3.000.000, þann 10 .10.2016 kr. 622.415, þann 30.11.2016 kr. 2.000.000, og þann 28.12.2016 kr. 1.000.000, sem dragist frá skuldinni miðað við stöðu hennar á hverjum innborgunardegi. Innborgun sé fyrst ráðstafað til greiðslu áfallins kostnaðar, þá til greiðslu vaxta og að lok um til lækkunar á höfuðstól. Eftirstöðvar skuldarinnar hafa ekki fengist greiddar þrátt fyrir innheimtutilraunir og sé því nauðsynlegt að höfða mál til greiðslu hennar. Stefnandi vísar til meginreglu samninga - og kröfuréttarins um loforð og efndir fjárskul dbindinga. Kröfur um dráttarvexti byggist á lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, einkum 1. mgr. 6. gr. Krafan um málskostnað styðjist við XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Varðandi varnarþing vísar stefnandi til 32. gr. laga nr. 91/ 1991. Málsástæður og lagarök stefnda. Stefndi krefst þess aðallega að máli þessu verði vísað frá héraðsdómi. Til vara krefst stefndi þess að hann verði sýknaður af kröfum stefnanda. Til þrautavara krefst stefndi þess að kröfur stefnanda verði lækkaðar v erulega. Í öllum tilvikum krefst stefndi málskostnaðar úr hendi stefnanda. Stefndi kveðst hafa leitað til nokkurra málarameistara vegna framkvæmdanna en samið við stefnanda vegna tengsla við hann úr fyrri verkum stefnda. Ekki hafi verið gerður sérstakur verksamningur, en aðilar hafi komið sér saman um verð fyrir málningar - og sparslvinnu. Taldi forsvarsmaður stefnanda að verð fyrir sparsl - og málningarvinnu á íbúð færi ekki yfir eina milljón króna fyrir efni og vinnu með virðisaukaskatti. Til viðbótar kæ mi kostnaður við spörslun og málun á sameign eldra hússins. Engin sameign sé í nýbyggingunni. 5 Með hliðsjón af samkomulagi aðila hafi heildarkostnaður verksins verið metinn 22.000.000 króna (1.000.000 fyrri hverja íbúð (x 18), að viðbættum u.þ.b. 4.000.000 króna fyrir sameignina. Uppgjöri verksins hafi verið hagað með þeim hætti að stefnda voru sendir reikningar mánaðarlega. Eftir að stefnandi hafi lokið vinnu við eldra húsið hafði stefnda borist reikningar fyrir samtals 13.138.296 krónur. Með greiðslu stef nda 27. apríl 2016 hafi uppgjöri allra útgefinna reikninga verið lokið og í raun gott betur því að stefndi hafi greitt 513.186 krónur umfram inn á verkið. Um haustið 2016 hafi stefnandi hafið vinnu í nýbyggingunni aftur. Krafðist stefnandi fyrst greiðslu m eð reikningi, dags. 7. september 2016, að fjárhæð 5.622.415 krónur. Stefndi hafi haft samband við stefnanda vegna reikningsins til þess að fullvissa sig um að kostnaður yrði í samræmi við samkomulag aðila. Hafi svo farið að stefnandi hafi fullvissað stefnd a um að heildarkostnaður við hverja íbúð í nýja húsinu (8 íbúðir) færi ekki yfir 1.000.000. króna. Þann 10. október 2016 hafi stefndi lokið við að greiða útgefinn reikning, dags. 7. september 2016, með greiðslu að fjárhæð 622.415 krónur. Hafi stefndi á þei m tíma ekki verið í skuld við stefnanda. Í raun hafi stefndi gert gott betur því að samkvæmt yfirliti hafi stefndi átt inneign hjá stefnanda að fjárhæð 513.186 krónur. Á þessum tíma hafi stefndi greitt samtals 19.273.897 krónur og þar af 6.135.601 krónu ve gna nýbyggingarinnar. Aftur hafi stefndi haft samband við stefnanda um kostnað verksins þar sem reikningar hafi borist áfram og ljóst að kostnaður yrði meiri en þær 8.000.000 króna sem um hafi verið samið fyrir nýbygginguna. Hafi aðilar rætt um framgang v erksins og kvaðst stefndi ekki greiða meira en 22 - 23.000.000 króna fyrir verkið í heild. Ef ekki næðist sátt um kostnað vildi stefndi fá óháðan aðila til þess að mæla verkið upp og leggja mat á kostnað þess. Stefnandi hafi ekki gert athugasemdir við stefnd a og því hafi ekki verið krafist mats óháðs aðila. Taldi stefndi að málinu væri þar með lokið enda hafði hann greitt 22.273.897 krónur í lok árs 2016 fyrir þjónustu stefnanda og verkinu þá lokið. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að samningur aðila hafi verið efndur. Stefnandi hafi gefið út fjóra reikninga vegna vinnu við eldra húsið. Útgefnir reikningar vegna þessa hafa allir verið greiddir og því beri að sýkna stefnanda. Í raun komi fram á yfirliti yfir greiðslur að á þessum tíma hafi stefndi greitt st efnanda 513.186 krónur umfram krafða reikninga. Stefndi byggi einnig á því að með áritun um greiðslu á útgefna reikninga sé komin lögfull sönnun þess að stefnandi eigi ekki kröfu á hendur stefnda enda sé um fullnaðarkvittun að ræða. Eftir að stefnandi haf i hafið vinnu við nýbygginguna haustið 2016 hafi reikningar byrjað að berast vegna verksins. Hafi fyrsti reikningurinn verið dagsettur 7. september 2016 að fjárhæð 5.622.415 krónur. Þar sem kostnaður vegna nýbyggingarinnar hafi þá þegar verið orðinn nærri hinu umsamda verði, 8.000.000 króna, hafi stefndi haft samband við stefnanda í þeim tilgangi að fá staðfestingu á að kostnaður yrði ekki hærri en samið var um. Eftir staðfestingu stefnanda greiddi stefndi því reikninginn að fullu 10. október 2016. Með reik ningi dagsettum 4. október 2016 hafi stefnandi krafist greiðslu að fjárhæð 3.900.122 krónur. Stefndi hafi þegar greitt reikninginn með þremur greiðslum í nóvember og desember 2016, auk þess sem stefndi átti inni ofgreidda fjárhæð. Eftir framangreinda greiðslu hafi stefndi greitt 22.273.897 krónur og hafi verið í góðri trú um að uppgjöri væri lokið þar sem enginn áskilnaður hafi verið hafður uppi af hálfu stefnanda um frekari kröfur, auk þess sem verkinu hafi verið lokið. Vegna þessa byggi stefndi á því að hann sé ekki í skuld við stefnanda og því beri að sýkna hann. Verði ekki fallist á að stefndi hafi efnt skuldbindingu sína skv. samkomulaginu byggir stefndi á því að heildarfjárhæð krafna stefnanda fyrir verkið sé ekki í samræmi við það sem um hafi verið samið né í samræmi við það sem búast hafi mátt við þegar aðilar sömdu um sanngjarnt og eðlilegt endurgjald fyrir verkið. Samkvæmt meginreglum kröfuréttar gildi sú almenna regla að sé ekki samið um tiltekið verð fyrir verk eða þjónust u skuli greiða endurgjald sem telja megi sanngjarnt með hliðsjón af umfangi vinnu og eðli hennar, sbr. einnig 45. gr. laga nr. 50/2000 og 28. gr. laga nr. 42/2000. Stefndi telur að sá tímafjöldi sem liggi að baki meintri vinnu stefnanda sé ekki í samræmi við raunverulega vinnu hans við verkið. Þannig séu vinnustundir stefnanda samkvæmt reikningum við eldra húsið samtals 1.751 vinnustund. Eftir að stefndi hafi greitt stefnanda samtals 22.273.897 krónur hafi stefnda borist upplýsingar um tímaskráningu byggi ngarstjóra verksins. Samkvæmt skráðum tímum 6 byggingarstjóra í verkbókhaldi hafi skráðar vinnustundir stefnanda vegna sömu reikninga verið 1.393. Muni því í heild 378 vinnustundum á unnum tímum skv. skráningu byggingarstjóra og á þeim tímum sem komi fram á reikningum stefnanda. Byggir stefndi á því að hann hafi verið með saknæmum og ólögmætum hætti blekktur til þess að greiða útgefna reikninga án þess að nokkur vinna hafi legið þar að baki. Telur stefndi því að hann hafi ofgreitt fyrir verkið og eigi í raun gagnkröfu á hendur stefnanda og eða rétt til afsláttar. Byggist gagnkrafan á mismuni þeirra tíma sem innheimt hafi verið fyrir samkvæmt reikningum og hins vegar raunverulegri tímaskráningu byggingarstjórans. Telur stefndi að krafa hans nemi a.m.k. 2.175.20 8 krónum og komi því til skuldajöfnunar á móti meintri kröfu stefnanda. Nemi því hámarkskrafa stefnanda á hendur stefnda 2.263.140 krónum eftir skuldajöfnun. Í raun telji stefndi að krafa hans á hendur stefnanda sé enn hærri þar sem stefndi hafi rökstudda n grun um að stefnandi hafi einnig skráð fleiri tíma á reikninga vegna nýbyggingarinnar. Stefnda hafi hins vegar verið hindraður aðgangur að tímaskráningu byggingarstjórans vegna vinnu stefnanda í nýbyggingunni. Stefndi telji að tímaskráning byggingarstjór a á skráðum tímum stefnanda séu gögn sem stefnandi hafi undir höndum og sé því skorað á hann að leggja fram tímaskráningu byggingarstjóra fyrir tímabilið ágúst 2016 - apríl 2017, sbr. 2. mgr. 67. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Í stefnu er full yrt að ekki hafi verið gerður verksamningur vegna þess verks sem um sé deilt og því hafi verkið verið unnið í tímavinnu. Í dómkröfu sé krafist dráttarvaxta 15 dögum eftir útgáfu reikninga eins og samið hafi verið um gjalddaga. Stefndi hafnar því að samið h afi verið um ákveðna gjalddaga. Hafi aðilar samið um að greiðslur skyldu berast eins og verkinu myndi miða fram. Þar sem ekki hafi verið samið um gjalddaga gildi almennar reglur um ákvörðun gjalddaga, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Hafi gjalddagi því í fyrsta lagi getað verið mánuði eftir að stefndi krafðist greiðslu með sannanlegum hætti. Þá verði stefndi ekki krafinn um dráttarvexti vegna reikninga sem séu greiddir og stefndi hafi gefið fullnaðarkvittun fyrir. Til þrautav ara krefst stefndi þess að krafa stefnanda verði lækkuð verulega og að málskostnaður verði felldur niður. Stefndi byggir lækkunarkröfu sína á sömu rökum og fram koma í kafla 1.1 og 1.2 í varakröfu. Til stuðnings kröfu sinni vísar stefndi til meginreglna sa mningaréttar, m.a. um að samninga beri að halda. Stefndi byggir jafnframt á meginreglum kröfuréttar um eðlilegt og sanngjarnt endurgjald fyrir vinnu eða þjónustu, sbr. 45. gr. laga nr. 50/2000 og 28. gr. laga nr. 42/2000. Gagnkrafa til skuldajöfnunar bygg ist á meginreglum skaðabótaréttar og 1. mgr. 28. gr. nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Um málskostnað er byggt á 129. gr. og 130. gr. laganna. Áskorun um framlagningu skjals byggist á 2. mgr. 67. gr. um meðferð einkamála. Um dráttarvaxtakröfu er byggt á 1. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Forsendur og niðurstaða. Heiðarbraut 40 á Akranesi er fjölbýlishús með átján íbúðum. Húsið er annars vegar eldri bygging, byggð 1965, sem breytt var í tíu íbúðir og hins vegar nýbygging með átta íbú ðum. Í kjallara eru geymslur og sameiginleg bílageymsla. Ágreiningslaust er að stefndi leitaði til stefnanda og falaðist eftir því að hann tæki að sér að mála íbúðir og sameign hússins. Við aðalmeðferð málsins kom fram hjá aðilum að vanda átti til verksins og því ákveðið að málaðar yrðu þrjár umferðir á veggi og loft utan þess svæðis sem færi á bak við innréttingar. Stefnandi gaf út reikninga til stefnda eftir framvindu verksins. Greiddi stefndi ýmist inn á reikningana eða greiddi þá að fullu. Á hverjum r eikningi er tímafjöldi og tímagjald áritað svo og efniskostnaður og virðisaukaskattur. Þá fylgdi vinnuseðill með hverjum reikningi þar sem fram koma nöfn á þeim aðilum sem unnu við verkið hverju sinni. Stefndi greiddi alla reikninga fram til 4. nóvember 20 16 án athugasemda. Í máli þessu liggur fyrir matsgerð dómkvadds matsmanns, Hjalta Sigmundssonar, en stefndi óskaði eftir dómkvaðningu matsmanns undir rekstri málsins. Hefur því mati ekki verið hnekkt með yfirmati. 7 Í niðurstöðum matsgerðarinnar segir að m atsmaður telji að sanngjarnt endurgjald vegna efnis og vinnu faglærðra málara við að mála húsið að Heiðarbraut 40, eins og upplýst hafi verið á matsfundi, sé eins og fram komi í töflu 3 eða 23.656.691 króna. Sanngjarnt verð geti verið 10% lægra og 20% hærr a. Matsmaður telur að sanngjarn og eðlilegur tímafjöldi vegna vinnu faglærðra málara við að mála húsið eins og upplýst hafi verið á matsfundi og eins og fram komi á töflu 4 sé á bilinu 2103 til 2912 klukkustundir. Sanngjarn og eðlilegur tímafjöldi geti þó verið 10% minni eða 20% meiri. Þá telur matsmaður sanngjarnt og eðlilegt tímagjald faglærðra málara við spörtlun og málun á húsinu eins og upplýst hafi verið á matsfundi sé á bilinu 6.500 til 9.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Málarameistari sem s tjórni verkinu sé seldur út á 50% hærra verði. Reyndur ófaglærður málari sé seldur á 5 - 15% lægra verði en faglærður málari. Vegið með breytingum á vísitölu sé sanngjarnt endurgjald um 0,88 x 6.500 = 5.720 til 0,88 x 9.000 = 7.920 krónur að meðtöldum virðis aukaskatti. Við aðalmeðferð málsins kom fram hjá báðum aðilum að enginn skriflegur samningur hafi verið gerður um vinnu stefnanda en gengið hafi verið út frá því að stefnandi málaði þrjár yfirferðir og stefndi greiddi tímagjald fyrir vinnuna. Þá liggur fy rir að stefndi gerði aldrei athugasemdir við tímafjölda né tímagjald og efniskostnað á þeim reikningum sem hann greiddi. Stefndi byggir kröfu sína um sýknu á því að reikningar séu áritaðir um fullnaðargreiðslu og því eigi stefnandi ekki kröfu á hann hvað þ á reikninga varði. Fyrir dóminum upplýsti stefnandi að í framlögðum gögnum málsins væri ljósrit af afriti þeirra reikninga sem hann gerði stefnda fyrir vinnu sína. Hann hafi sjálfur skrifað á sín afrit þegar höfuðstóll reiknings hafði verið að fullu greid dur. Það hafi ekkert gildi gagnvart stefnda enda hafi vextir þá ekki verið færðir inn á reikningana. Stefndi hafi aldrei gert athugasemdir við tímagjald, sem hafi verið 4.900 krónur fyrir virðisaukaskatt, þar til í september 2016 en þá hafi tímagjaldið hæk kað í 5.250 krónur vegna breytinga í kjölfar kjarasamninga. Fyrir dóminum kvað stefndi það rétt vera og hann hafi ætíð viðurkennt að tímagjald verktaka geti hækkað í kjölfar hækkunar launa við kjarasamninga. Þá er ekki að finna í málinu að stefndi hafi nok kurn tímann gert athugasemdir við fjölda tíma sem hann var krafinn um greiðslu fyrir fyrr en við málshöfðun þessa. Stefndi krefst lækkunar á kröfum stefnanda og skuldajöfnunar á grundvelli þess að stefnandi hafi innheimt fyrir allt of mikinn tímafjölda. B yggir hann á dagbók verktaka en þar er skráð m.a. undir liðnum málarar og tímafjöldi og byggir stefndi á því að þar komi fram miklu færri tímar skráðir á málara en stefnandi krefur stefnda fyrir. Vitnið Þormóður Þormóðsson, sem var byggingarstjóri við fram kvæmdirnar á þessum tíma, kom fyrir dóminn og kvað dagbók verktaka vera gerða í þeim tilgangi að halda saman byggingarsögunni en ekki til að halda utan um unna tíma hjá hverjum iðnaðarmanni fyrir sig. Kvaðst hann ekki geta fullyrt neitt um það hvort málara r hafi verið við vinnu þá daga eða vikur sem hann komst ekki á verkstað, ýmist vegna veikinda eða fría. Enginn hafi hlaupið í skarðið fyrir byggingarstjóra við slík forföll. Í dagbók verktaka má m.a. sjá að dagbókarfærsla á sér stað 9. og 10. september 201 5 og næst 3. nóvember 2015. Kvað vitnið útilokað að nota dagbókina sem sönnun þess að iðnaðarmenn hafi ekki verið við störf á þeim tíma sem engin dagbók sé færð. Gegn mótmælum stefnanda verður þessari málsástæðu stefnda hafnað. Þá er þeirri málsástæðu ste fnda um að reikningarnir séu að fullu greiddir hafnað og er tekið undir það með stefnanda að þó svo að stefnandi hafi skráð á afrit reikninga í bókhaldi sínu að þeir væru fullgreiddir, hafi það ekkert gildi gagnvart stefnda. Stefndi hafi ekki fengið neinar slíkar tilkynningar. Reikningsyfirlit sem liggur frammi í málinu sýnir hins vegar að stefndi hafi greitt inn á útgefna reikninga í slumpum og ætíð nokkru eftir að reikningar voru útgefnir. Þá hefur stefndi ekki sýnt fram á að aðilar hafi samið sérstakleg a um að kostnaður við málunina yrði ekki meiri en ein milljón króna á íbúð og fjórar milljónir á sameign. Hafnar stefnandi þessum málatilbúnaði stefnda. Þá hefur matsgerð Hjalta Sigmundssonar ekki hnekkt reikningsgerð stefnanda né sýnt fram á að hún sé ósa nngjörn. Stefndi hefur ekki sýnt fram á að krafa stefnanda sé ósanngjörn eða að hann hafi farið út fyrir samningssamband og samninga aðila um að vinna verkið í tímavinnu. Að öllu þessu virtu verður krafa stefnanda tekin til greina eins og segir í dómsorð i. 8 Stefnandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða honum dráttarvexti eins og greinir í dómkröfum fimmtán dögum eftir útgáfudag reiknings. Þessu mótmælir stefndi. Ekki er kveðið á um það á reikningum stefnanda hvenær eindagi reikninganna er eða gjal ddagi. Verður því að miða upphafsdag dráttarvaxta við mánuð eftir útgáfudag reikninga, sbr. 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefndi dæmdur til að greiða stefnanda 1.960.649 krónur í málskostnað. Hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Dóm þennan kveður upp Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari. DÓMSORÐ Stefndi, Skarðseyri ehf., greiði stefnanda, Fínku ehf., 26.712.245 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 af 3.742.072 krónum frá 29. desember 2015 til 25. febrúar 2016, en af 6.922.424 krónum frá þeim degi til 28. febrúar 2016, en af 10.615.962 kró num frá þeim degi til 29. mars 2016, en af 13.138.296 krónum frá þeim degi til 7. október 2016, en af 18.760.711 krónum frá þeim degi til 20. nóvember 2016, en af 22.660.833 krónum frá þeim degi til 4. desember 2016, en af 24.991.760 krónum frá þeim degi t il 15. maí 2017 og af 26.712.245 krónum frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum innborgunum, þann 28. desember 2015 að fjárhæð 2.200.000 krónur, þann 15. janúar 2016 700.000 krónur, þann 29. janúar 2016 842.072 krónur, þann 4. febrúar 2016 1.5 00.000 krónur, þann 19. febrúar 2016 2.193.538 krónur, þann 1. mars 2016 1.000.000 króna, þann 31. mars 2016 1.000.000 króna, þann 08. apríl 2016 1.693.538 krónur, þann 27. apríl 2016 2.522.334 krónur, þann 13. september 2016 2.000.000 króna, þann 3. októb er 2016 3.000.000 króna, þann 10. október 2016 622.415 krónur, þann 30. nóvember 2016 2.000.000 króna og þann 28. desember 2016 1.000.000 króna. Stefndi greiði stefnanda 1.960.649 krónur í málskostnað.