LANDSRÉTTUR Dómur föstu daginn 22 . mars 20 19 . Mál nr. 484/2018 : Guðmundur Spartakus Ómarsson (Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður) gegn Atl a Má Gylfasyni og (Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður) Útgáfufélaginu Stundin ni ehf. til réttargæslu ( enginn) Lykilorð Ærumeiðingar. Tjáningarfrelsi. Friðhelgi einkalífs. Ómerking ummæla. Stjórnarskrá. Dagsektir. Útdráttur G höfðaði mál á hendur AMG og Ú ehf. til réttargæslu vegna 30 ummæl a sem birtust í tilteknum fjölmiðlum . Krafðist G þess að ummælin yrðu ómerkt, að honum yrðu dæmdar miskabætur og að forsendur dómsins yrðu birtar í tímaritinu Stundinni og á vefmiðli tímaritsins. Með dómi héraðsdóms var AMG sýknaður af kröfum G með vísan til þess að AMG hefði með umfjöllun si nni ekki vegið svo að æru G að farið hefði út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar samkvæmt 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar . Í dómi Landsréttar kom fram að með hluta umfjöllunar sinnar hefði AMG borið G sökum um alvarlegan og svívirðilegan glæp sem varði að lögum ævilöngu fangelsi. Lægi ekkert fyrir um að G hefði verið kærður fyrir hið ætlaða brot, hvað þá að ákæra hefði verið gefin út og dómur fallið. Engin gögn eða upplýsingar í málinu styddu fullyrðing ar AMG , heldur væri þar eingöngu vísað til nafnlauss h eimildarmanns. Þyrfti G ekki að þ ola slíkar órökstuddar ásakanir og voru ummælin því ómerkt með vísan til 1. mgr. 241. gr. almennra hegningarlaga. Á hinn bóginn hafnaði rétturinn ómerkingu hluta ummælanna með vísan til þess að þau fælu í sér endursögn ummæ la sem fram hefðu komið í öðrum fjölmiðlum. Þá hefði AMG með tilteknum hluta ummæla sinna haft nægt tilefni til að setja fram þann gildisdóm sem í tilgreindri fullyrðingu hefði falist. Loks var fallist á kröfu G um birtingu forsendna og dómsorðs dómsins í tímaritinu Stundinni og á vefmiðli tímaritsins. Þá var A dæmd ur til að greiða G 1.2 00.000 krónur í miskabætur . Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Jóhannes Si gurðsson, Kristbjörg Stephensen og Sigurður Tómas Magnússon . 2 Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 11. júní 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjaness 31. maí 2018 í málinu nr. E - 672/2017 . 2 Áfrýjandi krefst ómerkingar á 30 nánar tilteknum ummælum sem rakin eru í hinum áfrýjaða dómi. Þá krefst ha nn þess að stefndi verði dæmdur til að greiða honum miskabætur að fjárhæð 10.000.000 króna með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 30. desember 2016 til 9. mars 2017 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. söm u laga frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframt krefst hann þess að forsendur og niðurstaða dóms í málinu verði birtar í Stundinni og vefmiðlinum, www.stundin.is , eigi síðar en 14 dögum eftir dómsuppsögu, að viðlögðum dagsektum að fjárhæð 50.000 krónur. E nn fremur krefst hann þess að stefndi og réttargæslustefndi verði hvor um sig dæmdur til að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá héraðsdómi. Að því frágengnu krefst hann staðfest ingar hins áfrýjaða dóms. Þá krefst hann þess að áfrýjandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað fyrir Landsrétti án tillits til gjafsóknar sem honum hafi verið veitt. 4 Réttargæslustefndi hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Landsrétti. Málsatvi k og sönnunarfærsla 5 Samkvæmt gögnum málsins birtust á vefsíðu Ríkisútvarpsins, að því er virðist í apríl 2013, fréttir af því að lögreglan leitaði A , sem hafi horfið í Suður - Ameríku . Á sömu Íslendinga leitað í unnið hinum mein, annað hvort í Paragvæ eða Brasilíu. Ekki er vitað um afdrif mannanna. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru mennirnir viðriðnir fíkniefnaviðskipti og voru staddir ytra vegna þess. Vitað er að annar maðurinn hefur kom að lög reglan hefði við fátt að styðjast í málinu. Þó hefði eitt vitni gefið sig fram en ekki lægi fyrir hvers eðlis vitnisburður þess væri og lögreglan verðist frekari sagðu Spartakus - sem ekkert hefur spurst til í rúm tvö ár - er samkvæmt lögreglunni í Paragvæ valdamikill eiturlyfjasmyglari með viðamikla starfsemi þar og í Brasilíu. Hann er sagður notas t við fölsk skilríki - hann sé þýskur fasteignasali sem stundi birst á ABC - fréttamiðlinum í Paragvæ. Þá segir að í grein ABC komi fram að unum Amambay og Salto del Guairá, nálægt landamærum Paragvæ og Brasilíu. Íslenska lögreglan er sögð leita Guðmundar í tengslum við hvarf annars Íslendings sem síðast sást í Paragvæ og að Guðmundur sé 3 ldarmenn blaðamanns ABC úr röðum fíkniefnalögreglunnar í Brasilíu segja Guðmund einn höfuðpauranna á bak við umfangsmikið smygl kókaíns frá Suður - Ameríku til Evrópu og e - taflna frá Evrópu til Suður - inni og kemur fram að myndin sé komin frá ABC Color. Sama dag birtust á vefmiðlunum mbl.is og visir.is eiturlyfjasmyglari í Suður - tilvikum var vitnað til framangreindrar fréttar á vefmiðli Ríkisútvarpsins sem heimildar fyrir fréttunum og ABC Color. Myndin af vegabréfi áfrýjanda var sömuleiðis birt með fyrrnefndri fréttinni. Frétt um sama efni birtist einnig 15. janúar 2016 á vefmiðlinum hringbraut.is undir - 6 Þá birtist frétt á vefmiðli Ríkisútvarpsins 15. janúar 2016, undir fyrirsögninni í Paragvæ og Brasilíu væru ekki að rannsaka meinta brotastarfsemi Íslendings sem þar hafi haldið til á undanförnum árum og vitnað til blaðamannsins Cándido Figueredo Ruiz sem hafi fjallað um eiturlyfjasmygl og undirheima Paragvæ og Brasilíu í meira en 20 ár. Í fréttinni kom fram að blaðamaðurinn hafi fjallað um og rannsakað feril Guðmundar Spar takusar Ómarssonar sem hann segi búa í Paragvæ og vera valdamikinn í fíkniefnaheiminum. Þrátt fyrir það væri lögreglan ekki að rannsaka Guðmund. Fulltrúar íslensku lögreglunnar hafi heimsótt Paragvæ fyrir nokkrum árum vegna Íslendings sem þá var saknað en þeir hafi engar upplýsingar fengið frá lögregluyfirvöldum í Paragvæ. Fram kom að í samtali blaðamannsins við fréttastofu innan lögreglunnar í Paragvæ og Brasilíu, hún te ygi sig inn í lögreglu, dómstóla og 7 Í prentmiðli Stundarinnar birtist 1. desember 2016 sex síðna umfjöllun, rituð af A , , hvarf sporlaust í Paragvæ. Vitni hefur gefið sig fram við íslensku lögregluna og sagt frá afhöfðun. Ónefndur Íslendingur er sagður hafa sýnt höfuðið á S greininni er meðal annars farið yfir æsku og uppvöxt A , hvernig hann hafi leiðst út í fíkniefnaneyslu er hann bjó í , reynt án árangurs að losna úr fíkninni eftir að hann flutti af tur heim til Íslands og að lokum ákveðið að fara til Suður - - Ameríku hafi hann stoppað í Amsterdam og nafngreindum aðila, s em sæti í fangelsi í Brasilíu vegna fíkniefnasmygls, og Guðmundi Spartakusi myndað þriggja manna teymi. Jón þessi hafi spurst fyrir um afdrif A 4 nn hafi svarað því til að hann hefði drepið A og sýnt Jóni afskorið höfuð því til staðfestingar. Jóni þessum hafi brugðið svo við þetta að hann hafi pakkað saman í Amsterdam, flogið heim til Íslands og gefið sig fram við lögreglu og óskað eftir því að fá a ð afplána dóm vegna fíkniefnamisferlis sem hann átti eftir að afplána. Hann hafi gefið lögreglunni skýrslu um þetta vefsímtal og það sem hann sá þar. Samhliða umfjölluninni um örlög A er fjallað um fyrri umfjallanir fjölmiðla um Guðmund Spartakus og tengsl hans við fíkniefnaheiminn í Suður - Ameríku. Greininni fylgdi jafnframt ljósmynd af vegabréfi áfrýjanda. 8 Stefndi fór í viðtal sama dag í útvarpsþættinum Harmageddon á útvarpsstöðinni Xið 977 þar sem framangreint efni fréttarinnar, sem birst hafði í Stundinn i fyrr um daginn, var rætt. Þar kom meðal annars fram að ónefndi Íslendingurinn, sem hafi ráðið A bana, gengi laus í Reykjavík og að hann, ásamt áðurnefndum Jóni í Amsterdam og nafngreindum þriðja manni, sem sæti í fangelsi í Brasilíu fyrir eiturlyfjasmygl , væri hluti af smyglhring, sem smyglaði fíkniefnum frá Suður - Ameríku til Evrópu. 9 Stefndi mun einnig hafa farið í viðtal við stjórnarformann Stundarinnar sama dag en viðtalið hafi stjórnarformaðurinn birt á síðu sinni á samskiptamiðlinum Facebook og einnig á vefsvæðinu www.sudurnes.is . Þar var framangreint efni fréttarinnar í Stundinni enn til umfjöllunar. 10 Daginn eftir eða 2. desember 2016 birtist frétt á vefmiðli Stundarinnar undir n deildi skilaboðum um leigumorðingja skömmu fyrir hvarf A sýnt höfuð A á Skype, hafi deilt mynd á samskiptamiðlinum Facebook þar sem ns nokkrum dögum áður en A hvarf. 11 Stefndi fór aftur í viðtal 30. desember 2016 í útvarpsþættinum Harmageddon á útvarpsstöðinni Xið 977 þar sem til umræðu voru helstu fréttir ársins, þar á meðal umfjöllun stefnda um hvarf A þar sem meðal annars kom fram að tengja mætti þetta mál ónefnda Íslendingsins, sem haldið hefði á afskornu höfði A , við tiltekið 12 Áfrýjandi gaf skýrslu fyrir Landsrétti og greindi frá því að honum hefði reynst umfjöllun stefnda þungbær og að hann teldi augljóst að með ónefnda Íslendingnum í frásögn stefnda væri átt við sig. Niðurstaða 13 Stefndi krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá héraðsdómi. Stefndi á frýjaði hins vegar ekki fyrir sitt leyti þeirri niðurstöðu héraðsdóms að málinu yrði ekki vísað frá. Kemst sú krafa stefnda því ekki að í málinu. Þá þykja ekki þeir efnisannmarkar á héraðsdómsstefnu málsins að varði frávísun frá héraðsdómi án kröfu. 5 14 Áfrýj andi krefst ómerkingar á 30 nánar tilgreindum og tölusettum ummælum. Þeir kaflar í viðkomandi umfjöllunum eða viðtölum, þar sem ummælin birtust, verða raktir hér á eftir í málsgreinum 15 - 19. Ummælin sjálf, sem krafist er að verði ómerkt, verða auðkennd með hallandi letri. 15 Áfrýjandi krefst ómerkingar á 13 nánar tilgreindum ummælum, sem hann tölusetur sem ummæli 1 - A , , hvarf sporlaust í Paragvæ. Vitni hefur gefið sig fram við íslensku lögregluna og sagt frá afhöfðun. [1] Ónefndur Íslendingur er sagður hafa sýnt höfuðið á Skype. A , , hvarf sporlaust í Paragvæ eftir að hafa ánetjast fíkniefnum. Íslendingur, sem búsettur var í Amsterdam, greindi lögreglu frá því að hann hefði séð [2] ónefndan Íslending halda á afskornu höfði hans í samtali á Skype og hrósa ð sér af því að hafa myrt hann. Cándido fullyrðir að umræddur Guðmundur sé hægri hönd B sem nú situr í fangelsi í Brasilíu. Þá sagði hann enn fremur í frétt sinni [3] að Guðmundur Spartakus hafi verið afar umfangsmikill í eiturlyfjaviðskiptum í þessum löndum . hvað væri að frétta af A , hvar hann væri. [4] Sá ónefndi segir að það hafi slegið í brýnu á milli þeirra með þei m afleiðingum að hann hafi ákveðið að drepa A . Jón trúði ekki sínum eigin eyrum og biður ónefnda Íslendinginn um að hætta þessu rugli, þótt það sé 1. apríl þá væri þetta ekki fyndið. [5] Ónefndi Íslendingurinn sagðist einfaldlega ekki hafa getað gert annað en að drepa A því hann hafi ekki þolað hann . Jón endurtók að þetta væri bara alls ekkert fyndið og spyr ítrekað hvar A sé. Sá ónefndi sagði þá við Jón að hann skyldi sýna honum svolítið svakalegt og biður Jón um að hinkra aðeins. Jón sér að sá ónefndi ste ndur upp frá tölvunni en hann virtist sitja við skrifborð. Bakvið þann ónefnda var lítill ísskápur sem flestir myndu eflaust kalla - ísskápinn og tekur út glæran plastpoka. [6] er hann. Hér er A Íslendingurinn og lyfti plastpokanum í átt að vefmyndavélinni á fartölvunni. Jón var í áfalli. [7] Hann sá afskorið höfuð í pokanum. Höfuð sem líktist A . Illa farið höfuð sem blóðið drau p enn úr. Sundurskorið andlit, með b rotinn kjálka og annað augað hékk út úr hauskúpunni. Sá ónefndi sagðist hafa fengið nóg af A og hér hafi höfuð hans endað. Afskorið í glærum plastpoka. 12. apríl 2013 komst fréttastofa Stöðvar 2 á snoðir um hvarf A . Í fréttatíma sama kvöld var greint frá því að grunur léki á að íslenskur karlmaður hafi verið myrtur í Suður - Ameríku. Mannsins væri saknað og að ekkert hafi til hans spurst en að lögr eglunni umfjöllunin sem birtist í íslenskum fjölmiðlum um hvarf A . Þær áttu eftir að verða fleiri og umfangsmeiri. Lögregluyfirvöld á Íslandi fóru strax að rannsaka málið og be indust sjónir þeirra að þessum [9] ónefnda Íslendingi sem Jón sagðist hafa séð halda á afskornu höfði A . að Guðmundar Spartakusar væri enn leitað í Paragvæ. Á tímapunkti var talið að b æði Guðmundur Spartakus og A væru týndir í Suður - Ameríku. Fram kom í fréttinni að 6 [10] Guðmundur væri grunaður um að vera einn höfuðpaura í umfangsmiklum smyglhring staðfest við okku r í upphafi að Guðmundur Spartakus hefði komið inn í landið því vegabréfaeftirliti í landinu var ábótavant. Við fengum staðfestingu á því að Guðmundur væri í Paragvæ þegar lögreglan stöðvaði hann í nóvember 2013. Þessi staðfesting sem Karl Steinar vitnar t il birtist í paragvæska fjölmiðlinum ABC Color en hann greindi frá því 11. janúar á þessu ári að hinn 31 árs gamli Guðmundur Spartakus, hefði verið stöðvaður af lögreglu í landinu en hann hafi verið á ferð með upplýsingarnar sem lögregluyfirvöld á Íslandi höfðu sem staðfestu að Guðmundur Spartakus væri heill heilsu og á ferðinni á umræddu svæði sem talið er að A hafi heimsótt. Lögreglumaðurinn stöðvaði bifreið Guðmundar og tveggja paragvæska félaga hans og tók m ynd af vegabréfi Guðmundar. [11] Honum þótti óvenjulegt að sjá Íslending í slagtogi með þessum mönnum sem voru þekktir meðlimir í glæpagengi og þar til fyrir rúmum fimm vikum síðan höfðu lögregluyfi rvöld á Íslandi ekki náð tali af Guðmundi Spartakusi. Heimildarmenn innan lögreglunnar hafa staðfest það en það vakti furðu þeirra og annarra þegar lögfræðingurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson sendi bréf á nokkra fjölmiðla hér á landi í nafni Guðmundar Spart akusar þar sem þeim var hótað lögsókn vegna umfjöllunar um hann. Það var vegna umfjöllunar í janúar á þessu ári, en þá greindu íslenskir fjölmiðlar frá frétt Cándido þar sem hann fullyrti [12] að Guðmundur Spartakus væri umfangsmikill eiturlyfjasmyglari se m notaðist við fölsk skilríki og þóttist vera þýskur fasteignasali. vikum ítrekað reynt að ná tali af Guðmundi Spartakusi vegna málsins en án árangurs. Haft var samband við fjölskyldumeðlimi, vini og reynt var að koma skila boðum til hans í gegnum lögfræðing hans Vilhjálm H. Vilhjálmsson. Vilhjálmur hafði þó ekki áhuga á því að hjálpa til við það heldur hótaði lögsókn ef nafn Guðmundar myndi birtast í umfjöllun Stundarinnar. [13] Um hvarf A verður þó ekki skrifað án þess að m innast á nafn Guðmundar. 16 Áfrýjandi krefst jafnframt ómerkingar á þrennum nánar tilgreindum ummælum, sem hann tölusetur 14 - Íslendingurinn í Paragvæ sem vitni segir hafa sýnt höfuð A á Skype deil di mynd á Facebook þar sem kvartað er undan vöntun á leigumorðingja, aðeins nokkrum dögum áður en A í sambandi við A vegna viðskiptanna, [15] átti hann samtal við ónefnda Íslendingin n drepa A Spartakus, þegar Stundin hafði samband við hann, og hótaði lögsókn ef nafn umbjóðanda hans myndi birtast í umfjölluninni. [16] Um hvarf A verður þó ekki skrifað án þess að minnast á nafn Guðmundar Spartakusar sem talið hefur verið að 7 17 Þá krefst áfrýjandi ómerkingar á tvennum nánar tilgreindum ummælum, sem hann tölusetur 17 - 18 og birtust í viðtali sem stefndi fór í á útvarpsstöðinni Xið 977 1. hluti af þess um smyglhring, það er B höfuðpaurinn í þessu [17] með þessum ónefnda Íslendingi sem að er talinn hafa myrt A , sá var ja staddur í Paragvæ, B var í Brasilíu og þessi Jón sem að A fer að hitta hann var í Amsterdam. Og þar na mynduðu þeir þennan þríhyrning sem að og þessa leið meina samkvæmt okkar heimildum að þá var hann myrtur í Paragvæ og Paragvæ er eitt spilltasta land í Suður - Amerík u og Karl Steinar greinir frá því til dæmis að sumarið sem hann hverfur hann A 2013 þá fer hann út til Brasilíu til þess að leita að upplýsingum og vísbendingum og reyna að ná tali af [18] þessum ónefnda Íslendingi sem að er sagður hafa myrt hann og sýnt h öfuð hans á Facebook og í sömu ferð þá langar honum að fara yfir til Paragvæ, yfir landamærin og tala við lögregluna í Paragvæ en honum var ráðið frá því sumarið 2013 þar sem að bara ástandið í landinu 18 Áfrýjandi krefst einnig ómer kingar á tvennum nánar tilgreindum ummælum, sem hann tölusetur 19 - 20 og birtust í viðtali sem stefndi fór í á útvarpsstöðinni Xið 977 á tímabili var hérna hér á landinu m aður sem að menn ja óttuðust um að hérna að færi að gera eitthvað í málinu ef um það yrði skrifað. [19] Og sko, það er nú alveg hægt að tengja meira að segja þessi tvö mál saman, þetta ógeðslega nauðgunarmál og þennan Íslending sem að hérna ja er talinn hafa haldið þarna á afskornu höfði A . Og í raun [og] með A sko að bæði maðurinn sem að hérna var talið að myndi gera mér eitthvert mein og maðurinn sem var talinn hafa haldið þarna höfð i A bjó hjá þessum nauðgara þarna á meðan á dvöl hans stóð hér á Íslandi. 19 Áfrýjandi krefst enn fremur ómerkingar á 10 nánar tilgreindum ummælum, sem hann tölusetur 21 - 30 og birtust í viðtali, sem stjórnarformaður Stundarinnar tók við stefnda 1. desember 2 016, og birt var í vefsjónvarpi á vefsvæðinu www.sudurnes.is þetta hérna er A og árið 2013 að þá týndist þessi maður úti í Paragvæ og núna þremur og hálfu ári seinna erum við hjá Stundinni að fjalla um ja það sem að við að minnsta kosti teljum og ég persónulega afdrif hans úti í Paragvæ [21] að hann hafi verið myrtur af Íslendingi í Paragvæ og og sá morðingi gengur laus á Íslandi í dag. mál er snúið að því leytinu til, eins og kemur fram í greininni að sko [22] þetta morð er framið út í Paragvæ af upplýsingum sem að lögreglan fékk í þeirri ferð [23] og eftir stendur að A var að öllum líkindum myrtur úti í Paragvæ í algjörri lögleysu af Íslendingi sem að þar var atkvæðamikill í fíkniefnasmygli og va r einn af þriggja manna teymi se m að við frá Stundinni greinum frá sem að stóðu að innflutningi á tugum kílóum fíkniefna frá Suður - Ameríku til meginlands Evrópu með hjálp íslenskra burðardýra sem að síðan 8 var breytt yfir í erlend burðardýr þegar það átti að flytja þessi fíkniefni til Íslands. B í þessum smyglhring [24] og þessi ónefndi Íslendingur sem við tölum um í greininni sem að við teljum að séu allar líkur á að hafi myrt A , hann er í Paragvæ og B er í Brasilíu og þessi Jón sem að A fer að heimsækja hann er í Amsterdam. Og það er þetta þríh yrningsteymi sem að þeir hérna, sem að þeir Skypesímtal á sér stað með hljóði og mynd [25] þar sem þessi ónefndi Íslendingur segist hafa fengið nóg af A og hafi þess vegna ákveðið að drepa hann og þessi Jón skiljanlega trúði því ekki og bað þennan ónefnda Íslending að vera ekki að gantast með svona hluti þó svo að það væri 1. apríl, þetta væri háalvarlegt mál, bara hvar er A . Og sá gekk þá rakleiðis að mínibar þarna inni á h ótelinu sem að þessi Jón telur að hann hafi verið staddur inni á, það var svona lítill mínibar á bak við sig [26] og þar nær hann í glæran plastpoka sem að í er afskorið höfuð sem að blóðið draup enn innan ú r og það var illa farið og skorið og hérna brotin n kjálkinn og , og augað hékk út úr hauskúpunni náttúrulega gott að það komi á framfæri að við hjá Stundinni liggjum ennþá á gögnum sem að við eigum eftir að birta sem að renna frekari stoðum un dir frásögn Jóns, meðal annars skjáskot sem að við komum til með að birta. Þar minnist Jón þessi í Amsterdam sem við skulum bara kalla Jón, [27] þar minnist hann á nafn þessa Íslendings sem að er talið að hafi myrt A . Það er skjáskot sem að við erum með og kemur til með að renna frekari stoðum undir frásögn Jóns um [28] að það hafi Íslendingur drepið A og afhöfðað hann. hvað hafi orðið um þennan mann, þ ennan íslenska dreng, og hérna og fór að vinna út frá því [29] og þá kemur upp úr krafsinu að, að morðinginn er staddur á Íslandi og í kjölfarið fæ ég alls konar upplýsingar og ég er búinn að ræða margoft við fjölskyldu A og þau viðtöl hafa verið alveg afskaplega erfið. og það er örugglega erfitt að vita til þess að [30] um götur Reykjavíkurborgar gangi hugsanlega morðingi A . 20 Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í lýðræðislegu samfélagi við að miðla til almennings upplýsingum um mikilvæg málefni. E kki verður efast um að efni fréttarinnar átti erindi við almenning. Við slíka umræðu verða fjölmiðlar þó að gæta að friðhelgi einkalífs þeirra sem um er fjallað, eins og kostur er, en við umfjöllun um slík mál vegast sem endranær á, annars vegar tjáningarf relsið sem varið er af 73. gr. stjórnarskrárinnar og hins vegar réttur einstaklinga til verndar einkalífs síns, sem varinn er af 71. gr. stjórnarskrárinnar. Í 3. gr. siðareglna Blaðamannafélags Íslands segir að blaðamaður skuli vanda upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er og sýna fyllstu tillitssemi í vandasömum málum. Hann skal forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki eða fólki, sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu. Þá segir í lokamálslið 4. gr. siðareglnanna að blaðamenn skuli í frásögnum af dóms - og refsimálum virða þá meginreglu laga að hver maður er talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð. 9 21 Umfjöllun stefnda birtist á prenti, í vefmiðlum og í útvarpi að stærstum hluta dagana 1. og 2. desember 20 16. Í ljósi þess og framsetningar umfjöllunarinnar verður að líta á efni hennar sem eina heild. Í henni er annars vegar fjallað um tengsl áfrýjanda við eiturlyfjasmygl til og frá Suður - Ameríku og hins vegar er þar fjallað um A , hvarf hans í Suður - Ameríku o g að hann hafi verið myrtur af ónefndum Íslendingi, sem ekki verði þá leið fyrir héraðsdómi, að með ónefnda Íslendingnum hefði hann ekki átt við áfrýjanda. Þegar umfjöllun s tefnda er á hinn bóginn skoðuð kemur í ljós að nokkuð margt er líkt með ónefnda Íslendingnum og áfrýjanda. Þeir hafi meðal annars báðir verið búsettir í Paragvæ og voru jafnframt báðir staddir hér á landi þegar grein stefnda birtist 1. desember 2016. Báðir eru sagðir þremur árum yngri en A og sömuleiðis eru báðir sagðir hægri hönd nafngreinds Íslendings sem afpláni dóm í Brasilíu vegna fíkniefnasmygls. Þá eru þeir báðir sagðir tilheyra þriggja manna teymi, sem samanstandi, auk þeirra, af þessum nafngreinda Íslendingi sem afplánar dóm í Brasilíu og nefndum Jóni, sem stefndi segir vera heimildarmann sinn. Með vísan til framangreinds er augljóst að í umfjöllun stefnda eru áfrýjandi og ónefndi Íslendingurinn einn og sami maðurinn. 22 Ummæli númer 1 - 2, 4 - 9, 14 - 15, 17 - 21 og 23 - 30 eru efnislega nokkuð samhljóða og snúa öll að því að ónefndur Íslendingur hafi banað A og meðal annars framvísað afhöggnu höfði hans því til staðfestingar. Áður er komið fram að augljóst sé að með ónefnda Íslendingnum eigi stefndi við áfrýja nda. Stefndi ber samkvæmt 50. og 51. gr. laga nr. 38/2011 og 235. og 236. gr. almennra hegningarlaga ábyrgð á umfjöllun sinni um áfrýjanda. Þótt áður hafi komið fram í fjölmiðlum að áfrýjandi væri grunaður um annars vegar að vera viðriðinn hvarf A og hins vegar að hafa unnið honum mein gekk stefndi mun lengra í umfjöllun sinni um meint hlutverk áfrýjanda í hvarfi A en áður hafði komið fram. Í framangreindum ummælum bar stefndi áfrýjanda sökum um alvarlegan og svívirðilegan glæp, sem varðar að íslenskum lögu m ævilöngu fangelsi. Í málinu liggur ekki fyrir að áfrýjandi hafi verið kærður fyrir hið ætlaða brot, hvað þá að ákæra hafi verið gefin út og dómur fallið. Engin gögn eða upplýsingar í málinu styðja fullyrðinguna, heldur er þar eingöngu vísað til nafnlauss heimildarmanns. Áfrýjandi þarf ekki að þola slíkar órökstuddar ásakanir. 23 Verða þau ummæli því ómerkt með vísan til 1. mgr. 241. gr. almennra hegningarlaga. 24 Ummæli númer 3, 10, 11 og 12 eru öll efnislega á þá leið að áfrýjandi sé þátttakandi í umfangsmikl um eiturlyfjaviðskiptum auk þess sem í ummælum númer 12 sé áfrýjandi einnig sagður notast við fölsk skilríki. Ummæli þessi eru að mestu sama efnis og áður höfðu birst í fjölmiðlum hér á landi. Ummæli númer 3 og 11 eru í umfjöllun stefnda höfð eftir brasilí ska blaðamanninum Cándido Figueredo Ruiz, sem starfi við brasilíska fjölmiðilinn ABC Color. Ummæli númer 10 eru endursögn á ummælum sem fram komu í frétt Fréttablaðsins í janúar 2016 og ummæli númer 12 eru sett fram með vísan til umfjöllunar íslenskra fjöl miðla í janúar 2016 sem þá 10 fjölluðu um frétt í brasilíska fjölmiðlinum. Stefndi mátti vera í góðri trú um að þessir fjölmiðlar hefðu við gerð frétta sinna gætt grundvallarreglna, sem fjölmiðlum ber að virða, sbr. meðal annars 1. mgr. 26. gr. laga nr. 38/20 11. Er ekki fallist á með áfrýjanda að frétt sú er birtist á vefmiðli Ríkisútvarpsins 15. janúar 2016 undir fyrirsögninni mátti með réttu telja. Af fréttinni er ljóst að sú fyrirsögn vísar fyrst og fremst til umfjöllunar í fréttinni, sem höfð er eftir brasilíska blaðamanninum, um að málið sé ekki til rannsóknar sökum spillingar hjá lögreglunni í Paragvæ og Brasilíu. Verður því ekki talið að stefndi hafi með þessum ummælum sín um vegið svo að æru áfrýjanda að það hafi farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar samkvæmt 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar. Eru því ekki efni til að fallast á kröfu áfrýjanda um ómerkingu þessara ummæla. 25 Ummæli númer 13 og 16 eru nær samhljóða. Um er að ræða fullyrðingu þess efnis að um hvarf A verði ekki skrifað án þess að minnast á nafn áfrýjanda. Þegar stefndi setti fram þessa fullyrðingu í desember 2016 höfðu fjölmiðlar, meðal annars vefmiðill Ríkisútv arpsins fjallað um að áfrýjanda og A væri beggja saknað og að íslenska lögreglan hefði reynt að hafa uppi á áfrýjanda til að kanna hvort og hvað hann kynni að vita um hvarf A . Jafnframt lá fyrir að áfrýjandi hefði við komuna til landsins verið kallaður til yfirheyrslu um hvarf A og hefði við þá yfirheyrslu haft stöðu grunaðs manns. Framangreint verður talið nægja sem tilefni fyrir stefnda til að setja fram þann gildisdóm sem í fullyrðingunni felst og er því ekki ástæða til að fallast á kröfu áfrýjanda um óm erkingu þessara ummæla. 26 Áfrýjandi krefst þess jafnframt að ummæli númer 22 verði ómerkt en þau eru fullyrðing um að A hafi verið myrtur í Paragvæ án þess að nafn áfrýjanda komi í þ að sinn við sögu. Áfrýjandi hefur því ekki hagsmuni af því að fá ummælin ómerkt og er kröfu hans hafnað. 27 Þótt varast beri að setja frelsi blaðamanna og fjölmiðla til umfjöllunar um einstök mál takmörk með miskabótum sem geta reynst þeim íþyngjandi, en samk væmt 2. mgr. 50. gr. og 2. mgr. 51. gr. laga nr. 38/2011 ber fjölmiðlaveita ábyrgð á greiðslu skaðabóta sem starfsmanni hennar er gert að greiða samkvæmt þeim ákvæðum, verður að taka tillit til þess að stefndi kaus að fjalla um málið með þeim hætti að við blasti að hann átti við áfrýjanda. Jafnframt kaus hann að birta ljósmynd af vegabréfi áfrýjanda með umfjöllun sinni. Áfrýjandi þykir því eiga rétt á miskabótum sem þykja hæfilega ákveðnar 1.200.000 krónur með nánar tilgreindum vöxtum eins og greinir í dóms orði. 28 Dóm þennan skal birta og gera grein fyrir honum í samræmi við 2. mgr. 59. gr. laga nr. 38/2011 eins og nánar greinir í dómsorði, að viðlögðum þeim dagsektum sem þar segir, innan 14 daga frá uppkvaðningu dómsins. 11 29 Stefnda verður gert að greiða áfrýjand a málskostnað á báðum dómstigum, sem ákveðinn verður í einu lagi eins og í dómsorði greinir. Um gjafsóknarkostnað stefnda fyrir Landsrétti fer samkvæmt því sem segir í dómsorði. Ekki eru efni til að dæma réttargæslustefnda til greiðslu málskostnaðar. Dómso rð: Eftirfarandi ummæli skulu vera dauð og ómerk: Ummæli í kröfulið 1, ðið á Skype . Ummæli í kröfulið 2, Skype og hrósað sér af því að hafa myrt hann Ummæli í kröfulið 4, þeim afleiðingum að hann hafi ákveðið að drepa A Ummæli í kröfulið 5, gert annað en að drepa A Ummæli í kröfulið 6 , A plastpokanum í átt a Ummæli í kröfulið 7 , A . Illa farið höfuð sem blóðið d raup enn úr. Sundursk orið andli t, með brotinn kjálka og annað . Ummæli í kröfulið 8 , A og hér hafi höfuð hans end að. Afskorið í glærum plastpoka . Ummæli í kröfulið 9 , séð halda á afskornu höfði A . Ummæli í kröfulið 14 , A á Ummæli í kröfulið 15 , eftir, sem samkvæmt vitnisburði Jóns, sagðist hafa A . Ummæli í kröfulið 1 7, A Ummæli í kröfulið 18 , Ummæli í kröfulið 19 , er nú alveg hægt að tengja meira að segja þessi ja er talinn hafa haldið þarna á afskornu höfði A . 12 Ummæli í kröfulið 20 , og þetta mál með A sko að bæði maðurinn sem að hérna var talið að myndi gera mér eitthvert mein og maðurinn sem var talinn hafa haldið þarna höfði A bjó hjá þessum . Ummæli í kröfulið 21 , að hann hafi verið myrtur af Íslendingi í Paragvæ og og sá . Ummæli í kröfulið 2 3, A var að öllum líkindum myrtur úti í Paragvæ í algjörri lögleysu af Íslendingi sem að þar var atkvæðamikill í fíkniefnasmyg li og va r einn af þriggja manna teymi se m að við frá Stundinni greinum frá sem að stóðu að innflutningi á tugum kílóum fíkniefna frá Suður - Ameríku til meginlands Evrópu með hjálp íslenskra burðardýra sem að síðan var breytt yfir í erlend burðardýr þegar að Ummæli í kröfulið 24 , sem að við teljum að séu allar líkur á að hafi myrt A Ummæli í kröfulið 25 , fengið nóg af A og hafi þess vegna ákveðið að drepa hann sem að blóðið draup enn innan ú r og það var illa farið og skorið og hérna brotinn kjálkinn og , og augað hékk út Ummæli í kröfulið 27 , hafi myrt A Ummæli í kröfulið 28 , A og afhöfðað hann Ummæli í kröfulið 29 , Ummæli í kröfulið 30 , A Að öðru leyti er stefndi, Atli Már Gylfason, sýknaður af ómerkingarkröfum áfrýjanda, Guðmundar Spartakusar Óm arssonar. Stefndi greiði áfrýjanda 1.200.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 30. desember 2016 til 9. mars 2017 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Birta skal forsendur og dómsorð d óms þessa innan 14 daga í Stundinni og á vefmiðlinum www.stundin.is að viðlögðum 50.000 króna dagsektum. Stefndi greiði áfrýjanda samtals 2.400.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. 13 Allur gjafsóknarkostnaður stefnda fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, 1.200.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjaness, fimmtudaginn 31. maí 2018 I Mál þetta var höfðað með stefnu þingfestri 28. júní 2017. Ste fnandi er Guðmundur S. Ómarsson, kt. , Hafnarfirði. Stefndi er Atli Már Gylfason, kt. . Þá er Útgáfufélaginu Stundinni ehf., kt , Austurstræti 17 í Reykjavík, stefnt til réttargæslu. Stefnandi krefst ómerkingar á ærumeiðandi ummælum og greiðslu m iskabóta vegna ítrekaðra ærumeiðinga og brota á friðhelgi einkalífs stefnanda, í fréttum sem birtar voru í fjölmiðlum stefnda Stundarinnar, í útvarpsþættinum Harmageddon og í viðtali í hljóði og mynd á Facebook og www.sudurnes.net, dagana 1., 2. og 30. des ember 2016. II. Dómkröfur stefnanda eru eftirfarandi: Ómerkingarkrafa. Þess er krafist að eftirfarandi ummæli, sem stefndi Atli Már ber ábyrgð á að lögum, verði dæmd dauð og ómerk: Stundin, 1. desember 2016 (bls. 1, 20 - 25). 1. Ónefndur Íslendingur er sagður hafa sýnt höfuðið á Skype. 2. ... ónefndan Íslending halda á afskornu höfði hans í samtali á Skype og hrósað sér af því að hafa myrt hann. 3. ... að Guðmundur Spartakus hafi verið afar umfangsmikill í eiturlyfjaviðskiptum ... 4. Sá ó nefndi segir að það hafi slegið í brýnu á milli þeirra með þeim afleiðingum að hann hafi ákveðið að drepa A . 5. Ónefndi Íslendingurinn sagðist einfaldlega ekki hafa getað gert annað en að drepa A ... 6. ,,Hér er hann, hér er A lyfti plastpokanum í átt að vefmyndavélinni á fartölvunni. 7. Hann sá afskorið höfuð í pokanum. Höfuð sem líktist A . Illa farið höfuð sem blóðið draup enn úr. Sundurskorið andlit, með brotinn kjálka og annað augað hékk út úr hauskúpunni. 8. Sá ónefndi sagðist hafa fengið nóg af A og hér hafi höfuð hans endað. Afskorið í glærum plastpoka. 9. ... ónefnda Íslendingi sem Jón sagðist hafa séð halda á afskornu höfði A . 10. ... Guðmundur væri grunaður um að vera einn höfuðpaura í umfangsmiklum smyglhring ... 11. Honum þótti ó venjulegt að sjá Íslending í slagtogi með þessum mönnum sem voru þekktir meðlimir í glæpagengi ... 12. ... að Guðmundur væri umfangsmikill eiturlyfjasmyglari sem notaðist við fölsk skilríki og þóttist vera þýskur fasteignasali. 13. Um hvarf A verður þó ekki skrif að án þess að minnast á nafn Guðmundar. ... Vefsvæðið, www.stundin.is ., 1. desember 2016, kl. 07:15. 14. Íslendingurinn í Paragvæ sem vitni segir að hafi sýnt höfuð A á Skype ... 15. ... átti hann samtal við ónefnda Íslendinginn í Paragvæ daginn eftir, sem samkvæmt vitnisburði A 16. Um hvarf A verður þó ekki skrifað án þess að minnast á nafn Guðmundar Spartakusar ... Útvarpsviðtal, Xið 977, Harmageddo n, 1. desember 2016. 17. ... með þessum ónefnda Íslendingi sem að er talinn haf myrt A . 14 18. ... þessum ónefnda Íslendingi sem að er sagður hafa myrt hann og sýnt höfuð hans á Facebook ... Útvarpsviðtal, Xið 977, Harmageddon, 30. desember 2016. 19. Og sko, það er nú al veg hægt að tengja meira að segja þessi tvö mál saman, þetta ógeðslega nauðgunarmál ... og þennan Íslending sem að hérna ja er talinn hafa haldið þarna á afskornu höfði A . 20. Og í raun og veru er hægt að tengja sko þessi nauðgunarmál ... og þetta mál með A s ko að bæði maðurinn sem að hérna var talið að myndi gera mér eitthvert mein og maðurinn sem var talinn hafa haldið þarna á höfði A bjó hjá þessum nauðgara þarna á meðan á dvöl hans stóð hér á Íslandi. Viðtal í vefsjónvarpi (birt meðal annars á Facebook og www.sudurnes.net) , 1. desember 2016. 21. ... að hann hafi verið myrtur af Íslendingi í Paraguay og og sá morðingi gengur laus á Íslandi í dag. 22. ... þetta morð er framið út í Paraguay ... 23. ... og eftir stendur að A var að öllum líkindum myrtur úti í Paraguay í algjörri lögleysu af Íslendingi sem að þar var atkvæðamikill í fíknaefnasmygli og var einn af þriggja manna teymi sem að við frá Stundinni greinum frá sem að stóðu að innflutningi á tugum kílóum fíkniefna frá Suður - Ameríku til meginlands Evrópu með hjálp íslenskra burðardýra sem að síðan var breytt yfir í erlend burðardýr þegar það átti að flytja þessi fíkniefni til Íslands. 24. ... og þessi ónefndi Íslendingur sem við tölum um í greininni sem að við teljum að séu allar líkur á að hafi myrt A ... 25. ... þar sem þessi ónefndi Íslendingur segist hafa fengið nóg af A og hafi þess vegna ákveðið að drepa hann ... 26. ... og þar nær hann í glæran plastpoka sem að í er afskorið höfuð sem að blóðið draup enn innan úr og það var i lla farið og skorið og hérna brotinn kjálkinn og, og augað hékk út úr hauskúpunni ... 27. ... þar minnist hann á nafn þessa Íslendings sem að er talið að hafi myrt A . 28. ... að það hafi Íslendingur drepið A og afhöfðað hann. 29. ... og þá kemur upp úr krafsinu að mo rðinginn er staddur á Íslandi ... 30. ... um götur Reykjavíkurborgar gangi hugsanlega morðingi A . Miskabótakrafa . Þess er krafist að stefndi Atli Már verði dæmdur til þess að greiða stefnanda miskabætur að fjárhæð krónur 10.000.000, - með vöxtum samkvæmt 1. mg r . . 4. gr. laga nr. 38/2001 frá 30. desember 2016 til 9. mars 2017, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Birtingarkrafa o.fl. Þess er krafist að forsendur og niðurstaða dóms í málinu verði birt á forsíðu prentmiðilsins Stundin og á vefsvæðinu www.stundin.is , eigi síðar en 14 dögum eftir dómsuppsögu, að viðlögðum dagsektum að fjárhæð krónur 50.000, - , fyrir hvern dag sem líður umfram áðurgreindan frest, án þess að birting fari fram. Þá er krafist málskostnaðar auk virðisaukaskatts. Stefndi krefst þess aðallega að kröfum stef nanda verði vísað frá dómi. Til vara krefst stefndi sýknu af öllum dómkröfum stefnanda. Til þrautavara er þess krafist að hafnað verði kröfu um greiðslu miskabóta og kröfu um birtingu forsendna og niðurstöðu dómsins eða að dómkröfur verði lækkaðar verulega . Þá er krafist málskostnaðar auk virðisaukaskatts. Málflutningur um frávísunarkröfu stefnda fór fram þann 15. janúar sl. og var frávísunarkröfu stefnda hafnað með úrskurði uppkveðnum 2. febrúar sl. Aðalmeðferð fór fram þann 3. maí sl. og var málið dómtek ið að henni lokinni. 15 III. Málsatvik. Eins og kemur fram í gögnum málsins þá er forsaga málsins allt frá árinu 2013, er fjallað var um hvarf A í Suður - Ameríku. Samkvæmt gögnum málsins birtist frétt á upp síðu um hvarf A með umfangsmikla starfsemi þar og í Paragvæ og í B rasilíu. Er þar vitnað í frétt á heimasíðu RÚV auk þess sem vitnað er til nafnlausra heimildarmanna í brasilísku fíkniefnalögreglunni og að stefnandi notist við fölsuð skilríki. Auk þess er vitnað til fréttavefsins ABC Color í Paragvæ. Þá er í fréttinni fj allað um stefnanda og meðal annars sagt að talið sé líklegt að stefnandi hafi verið í samskiptum við annan Íslending, A , sem saknað hafi verið frá því á vormánuðum 2013 og leiki grunur á að stefnandi hafi gert honum mein. Á Vísi var fjallað um málið 14. ja eiturlyfjasmyglari í Suður - honum sjálfum. Er stefnandi þar nafngreindur og sagt að hann sé sagður valdamikill eiturlyfja smyglari með starfsemi í Brasilíu og Mexíkó. Er þar vísað til ABC fréttamiðilsins í Paragvæ. Þá er sagt að hann sé sagður ganga með fölsuð skilríki og þykist vera þýskur fasteignasali sem stundi viðskipti í Paragvæ og Brasilíu. eiturbarón í S - Paragvæ. Á vef Ríkisútvarpsins var fjallað um málið 15. janúar 20 Paragvæ og Brasilíu séu ekki að rannsaka meinta brotastarfsemi Íslendings sem þar hafi haldið til á undanförnum ár aflað hjá lögregluyfirvöldum í Foraleza af hálfu brasilísks lög manns konunnar. Segir að í gögnunum sem fréttastofan hafði undir höndum hafi hvergi komið fram að stúlkan hafi nefnt eitt einasta nafn við yfirheyrslur hjá lögreglunni. Þá er haft eftir blaðamanninum Cándido Figueredo Ruiz að hann fullyrði í samtali við RÚV að parið hafi nefnt stefnanda við yfirheyrslur hjá lögreglunni og að hann væri einn af umsvifamestu fíkniefnasmyglurum á svæðinu. Í desember 2016 eru á sama vefmiðli fréttir undir Paragvæ sé hann valdamikill eiturlyfjasmyglari með viðamikla starfsemi þar og í Brasilíu. Hann sé sa gður notast við fölsk skilríki, hann sé þýskur fasteignasali sem stundi viðskipti í löndunum tveimur. Er vitnað til ABC fréttamiðilsins og fyrri umfjöllunar á RÚV og viðtals á dv.is við föður stefnanda. Auk þess birtist frétt á RÚV 27. desember 2017 þar se m vitnað er til fyrri frétta á ruv.is og sagt að grunur léki á að annar þeirra manna sem leitað var að væri grunaður um að hafa unnið hinum mein. Í fréttinni undir sömu fyrirsögn er tekið fram að ljósmynd af vegabréfi manns sem leitað væri í Paragvæ hafi v erið birt í ABC Color fréttamiðlinum. Auk þess var vísað til frétta frá árinu 2013, í janúar og desember 2016 en þar var einnig fjallað um að lögregla leitaði stefnanda í tengslum við málið þar sem talið var að hann byggi yfir upplýsingum um hvarf A . Þá bi rtist frétt í janúar 2016 í paragvæska fréttamiðlinum ABC Color um meintan þátt stefnanda í umfangsmiklu fíkniefnamáli og vegna hvarfs A . A : Sjálfsagt eru einhverj kemur að lögreglunni hafi nýlega borist ábendingar um að íslenskur karlmaður hafi verið myrtur í Suður - Ameríku en þá hafi A verið saknað í nokkrar vikur. Er vísað til þess a ð í janúar 2014 hafi fréttastofa Stöðvar 2 sagt frá því að talskona alþjóðalögreglunnar Interpol í Paragvæ hafi sagt lögreglunni á Íslandi frá gruni um að íslenskur maður hafi orðið A að bana. Þá kemur fram að í janúar 2016 hafi Fréttablaðið fjallað um mál A og haft eftir yfirmanni lögreglunnar á Íslandi að hún hafi ástæðu til að ætla að A hafi farið til 16 Paragvæ frá Brasilíu. Þar hafi hann meðal annars átt að hitta stefnanda sem lögreglan leitaði einnig að vegna málsins. Samkvæmt gögnum málsins birtist fré tt á fréttamiðlinum Stundin þann 1. desember 2016 með A , , hvarf sporlaust í Paragvæ. Vitni hefur gefið sig fram við íslensku lögregluna og sagt frá afhöfðun. Ónefndur Íslendingur er sagður A , hvarf sporlaust í Paragvæ eftir að hafa ánetjast fíkniefnum. Íslendingur, sem búsettur var í Amsterdam, greindi lögreglu frá því að hann hefði séð ónefndan Íslending halda á afskornu höfði hans í samtali á Skype og hrósað sér af því að hafa myrt hann. Lögreglan í Reykjavík hefur nú handtekið og íðan vitnað til blaðamannsins Cándido . Er haft eftir honum að í bæjum, s.s. Pedro Juan Caballero, Salto del Guaira og Ciunadad des Este, sé mikil fátækt og allt vel þekktar smygl - og glæpaborgir. Þangað hafi nokkrir Íslendingar komið og þeirra á meðal stef nandi. Haft er eftir Cándido að stefnandi hafi verið afar umfangsmikill í eiturlyfjaviðskiptum í þessum löndum og að hans helsta athafnasvæði væri Amamby - héraðið í Paragvæ. Síðar í fréttinni er greint frá aðkomu lögregluyfirvalda á Íslandi við leit að A og m.a. hafa séð halda á afskornu höfði A . Jón þessi hafi gefið vitnisburð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem talinn sé trúverðugur, og samkvæm t heimildum Stundarinnar var litið á vitnisburð Jóns sem trúverðugan og því hafi lögreglan talið sig hafa upplýsingar um að A hafi verið ráðinn bani í Suður - ns um að fregnir hafi borist af því að Guðmundar Spartakusar væri enn leitað í Paragvæ. Þá segir að fram komi í fréttinni að Guðmundur væri jafnframt grunaður um að vera einn höfuðpaura í umfangsmiklum smyglhring ásamt mönnum frá Brasilíu og Paragvæ. Þá er vitnað í lögregluna um að staðfest hafi verið að Guðmundur hafi verið í Paragvæ á árinu 2013. Í sömu grein er haft eftir Cándido að honum hafi þótt óvenjulegt að sjá Íslending í slagtogi með þessum mönnum sem voru þekktir meðlimir í glæpagengi frá Salto d el Guaira. Þá er ítrekað fjallað um nefndan Guðmund Spartakus, m.a. að hann hóti fjölmiðum st á frásögn Cándido um að fullyrt sé að Guðmundur Spartakus væri umfangsmikill eiturlyfjasmyglari sem notist við fölsk skilríki og þykist vera A verði þó ekki skrifað án þess að minnast á nafn Guðmundar sem talið sé að búi yfir upplýsingum sem geti varpað ljósi á hvarf A . Íslendingurinn deildi skilaboðum um lei gumorðingja skömmu fyrir hvarf A A í fréttinni og m.a. birt mynd af vegabréfi Guðmundar Spartakusar. Með dómskjali þessu er fyrirsögn af Facebook - A sagð ist hafa séð hafa haft höfuð A undir höndum, birt óhugnanleg skilaboð á Facebook - - post this if you know someone who is still alive bec Íslendings, sem hafi verið búsettur í Hollandi og verið í sambandi við A vegna viðskiptanna, hafi hann átt A Skype hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann hafi ákveðið, eftir að hafa séð hryllinginn á Skype, að fara frá Amsterdam til Íslan ds og haft samband við lögregluna og óskað eftir því að fá að afplána dóm. Þá segir að tveimur dögum eftir samtalið á Skype hafi vitnið í Amsterdam ákveðið að skrifa ummæli undir deilingu hins ónefnda Íslendings á myndinni þar sem hann segist vilja einhver n feigan. Hafði Stundin umrædda Facebook - færslu vitnisins undir höndum og birti hana orðrétt í fréttinni þar sem tekið er m.a. fram hvernig útreiðin á höfðinu hafi verið. Þá hafi ónefndi Íslendingurinn sagt vinum sínum frá því hvar hluta af líkamsleifum A 17 Þann 1. desember 2016 var fjallað um málið á X - inu - 977, Harmageddon, þar sem Atli Már Gylfason, blaðamaður á Stundinni, og Frosti Logason hluti af þessum smyglh ring, það séu þrír menn sem séu hluti af smyglhringnum. Nafn stefnanda er ekki ónefnda Íslendingi sem að er talinn hafa myrt A Brasilíu til þess að leita að upplýsingum og vísbendingum og reyna að ná tali af þessum ónefnda Íslendingi sem að er sagður hafa myrt hann og sýnt höfuð hans á Facebook og í sömu ferð þá langar honum að fara yfir til Parag Þann 1. desember 2016 var fjallað um öryggi Atla Más á Local Suðurnes, Vefsjónvarpi og er þáttarstjórnandi Reynir Traustason A umfjöllun si B og sagt að hann sé talinn hafa verið höfuðpaurinn í þessu með þessum ónefnda Íslendingi sem að sé talinn hafa myrt A . Síðar í viðtalinu svarar stefndi því að þ að sé óhugnanlegt að lögreglan geti ekki gert að þá var hann myrtur í Paraguay og Paraguay er eitt spilltasta land í Suður - Ameríku og Karl Steinar gr einir frá því t.d. að sumarið sem hann hverfur hann A 2013 þá fer hann út til Brasilíu til þess að leita að upplýsingum og vísbendingum og reyna að ná tali af þessum ónefnda Íslendingi sem að er sagður hafa myrt hann og sýnt höfuð hans á Facebook og í sömu ferð þá langar honum að fara yfir til Paraguay, yfir Þann 30. desember 2016 er áfram fjallað um málið á sama fjölmiðli í viðtali Frosta Logasonar og á tímabili, hann er farinn af landi brott núna, já tímabili var hérna hér á landinu maður sem að menn ja óttuðust um að hérna að færi að gera eitthvað í málinu ef um það yrði skrifað. Og sko, það er nú alveg hægt að tengja meira að segja þessi tvö mál saman, þetta ógeðslega nauðgunarmál þarna sem að lögfræðingurinn stígur inn í og, og þennan Íslending sem að hérna ja er talinn hafa haldið þarna á afskornu höfði A veru er hægt að tengja sko þessi nauðgunarmál sem ég var að tala um áðan þar sem að lögfræðingurinn stígur inn í og þetta mál með A sko að bæði maðurinn sem að hérna var talið að myndi gera mér eitthvert mein og maðurinn sem var talinn hafa haldið þarna höfði A bjó hjá þessum nauðgara þarna á meðan á dvöl Þann 1. desember 2016 ræddir Reynir Traustason fréttamaður við stefnda í vefsjónv arpinu www.sudurnes.net í kjölfar forsíðugreinar á Stundinni.is um hvarf A . Segir stefndi þar aðspurður að hann telji afdrif A vera þau að hann hafi verið myrtur af Íslendingi í Paragvæ og sá morðingi gangi laus á Íslandi. Er fjallað um málið í heild sinni og segir stefndi m.a. að þetta mál sé snúið að því leyti, eins og komi fram í greininni, að þetta morð sé framið úti í Paragvæ eftir því sem þeir komist næst. Er síðan fjallað um aðkomu lögreglunnar á Íslandi og för hennar út til Paragvæ í þeim tilgangi a ð leita að A . Segir stefndi síðan að það hafi ekki verið mikið af upplýsingum sem lögreglan hafi fengið í þeirri ferð og eftir standi að A hafi að öllum líkindum verið myrtur úti í Paragvæ í algjörri lögleysu af Íslendingi sem þar hafi verið atkvæðamikill í fíkniefnasmygli og hafi verið einn af þriggja manna teymi sem Stundin hafi greint frá og stóð að innflutningi á tugum kílóa fíkniefna frá Suður - Ameríku til meginlands Evrópu með hjálp íslenskra burðardýra sem síðan hafi verið breytt yfir í erlend burðard ýr þegar átti að flytja fíkniefnin til Íslands. Þá rekur stefndi síðar í viðtalinu að B sem þeir telji að hafi myrt A . Í framhaldi lýsir stefndi Skype - símtali frá 1. apríl 2013 og se gir að það hafi átt sér stað í hljóði og mynd þar sem þessi óefndi Íslendingur segist hafa fengið nóg af A og hafi þess Íslending að vera ekki að gantast með svona hluti þó svo að það væri 1. apríl. Stefndi hefur áfram eftir sem í hafi verið afskorið höfuð sem blóðið haf dropið úr og verið illa farið og s korið, brotinn kjálki og 18 til með að birta. Þar A og að Íslendingur hafi myrt A og afhöfðað hann. Síðan lýsir stefndi því að hann hafi, vegna áhuga síns á málinu, rætt við fjölskyldu A og þá hafi m.a. komið upp úr krafsinu að morðinginn væri staddur á Íslandi og í kjölfarið hafi hann fengið alls konar upplýsingar og að það sé örugglega erfitt að vita til þess að um götur Reykjavíkurborgar gangi hugsanlega morðingi A . Þann 9. febrúar 2017 sendi lögmaður stefnanda stefnda bréf þar sem hann krafðist afsökunarbeiðni frá stefnda á þeim ummælum sem höfðu birst í framangreindum fjölmiðlum og að afsökunarbeiðnin yrði birt á sömu fréttamiðlun. Þá var krafist miskabóta. Hvorki s tefndi né Stundin hafa orðið við þeirri kröfu og því var mál þetta höfðað. IV Málsástæður og lagarök stefnanda. Um ómerkingarkröfuna segir stefnandi að henni megi skipta í þrennt. Í fyrsta lagi sé stefnanda gefið að sök að hafa gerst sekur um svívirðileg t manndráp . Í öðru lagi sé stefnandi ásakaður um það að villa á sér heimildir og nota til þess falsað vegbréf, sem sé skjalafals samkvæmt íslenskum lögum. Í þriðja lagi þá sé stefnanda gefið að sök að vera stórtækur eiturlyfjasmyglari. Stefnandi kveðst by ggja á því að í öllum hinum umstefndu ummælum felist ásökun um að hann hafi gerst sekur um alvarleg hegningarlagabrot sem eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Öll ummælin feli í sér ásökun um refsiverða háttsemi og séu til þess fallin að meiða æru stefna nda. Að gefnu tilefni sé rétt að taka það fram að stefnandi sé ekki með sakaferil, eins og sjá megi á framlögðu sakavottorði, og sé ekki til rannsóknar hjá lögreglu. Þá gerir stefnandi grein fyrir því hvers vegna hver og ein hinna umstefndu ummæla séu æru meiðandi aðdróttanir sem beri að ómerkja. Byggir stefnandi á því að í öllum ummælum í stefnu sé stefnanda gefið að sök refsiverð og siðferðislega ámælisverð háttsemi sem varði við 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá sé stefnanda gefin að sök m eð nokkrum ummælum refsiverð og siðferðilega ámælisverð háttsemi sem varði við 173. gr. a í almennum hegningarlögum. Þá tengi stefndi umfjöllun í lið 19 í stefnu með einhverjum furðulegum hætti við nauðgunarmál sem hafi verið til rannsóknar hjá lögreglu á þeim tíma og verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Stefnandi tengist því máli ekkert. Varðandi friðarbrot í f rétt stefnda á www.stundin.is, 1. desember 2016, þá hafi fréttin verið myndskreytt með ljósmynd af stefnanda og vegabréfi hans. Stefnandi eigi rétt til eigin myndar og til þess að ákveða með hvað hætti og í hvaða samhengi hún birtist. Með sama hætti verði að telja að stefnandi eigi ekki að þurfa að sæta því, a.m.k. ekki bótalaust, að birtar séu myndir í fjölmiðlum af vegabréfinu hans með þeim viðkvæm u persónuupplýsingum sem þar sé að finna, s.s. vegabréfsnúmeri. Með framangreindum myndbirtingum hafi verið brotið gegn 229. gr. almennra hegningarlaga og 71. gr. stjórnarskrár Íslands og 8 . gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Stefnandi eigi því rétt á miskab ótum úr hendi stefnda vegna þessarar birtingar. Miskabótakröfu sína byggir stefnandi á því að stefndi hafi vegið með alvarlegum hætti að æru stefnanda. Með því hafi stefndi framið ólögmæta meingerð gagnvart stefnanda sem stefndi beri skaðabótaábyrgð á enda um ærumeiðandi aðdróttanir að ræða sem bæði séu rangar og bornar út og birtar opinberlega gegn betri vitund. Það sé ljóst að virðing stefnanda hafi beðið hnekki, sem og æra hans og persóna. Réttur stefnanda til æruverndar og friðhelgi einkalífs njóti vern dar 71. gr. stjórnarskrár, 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og XXV. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Það sé hlutverk handhafa opinbers valds að rannsaka, ákæra og dæma menn fyrir refsiverða háttsemi, ekki fjölmiðla. Með umfjöllun sinni um stefnanda hafi stefndi slegið því föstu að stefnandi hafi gerst sekur um margvísleg og svívirðileg hegningarlagabrot s em enginn fótur sé fyrir. Stefnandi eigi því rétt á háum miskabótum úr hendi stefnda. Stefnandi telji að miski hans vegna umfjöllunar stefnda um hann sé hæfilega metinn krónur 10.000.000, - . Þá sé ljóst að stefndi hafi brotið jafnframt gegn friðhelgi einkal ífs stefnanda með myndbirtingu og birtingu persónuupplýsinga um stefnanda. 19 Stefnandi krefst þess að forsendur og niðurstaða dóms í málinu verði birt eigi síðar en sjö dögum eftir dómsuppsögu í prentmiðli réttargæslustefnda Stundinni og á vefsvæði réttargæ slustefnda www.stundin.is , að viðlögðum dagsektum að fjárhæð krónur 50.000 fyrir hvern dag sem líður umfram áðurgreindan frest. Um lagastoð birtingarkröfunnar sé vísað til 59. gr. laga nr. 38/2011 um fjölmiðla. Stefnandi byggir á því að stefndi beri refsi - og fébótaábyrgð á hinum umstefndu ummælum, í töluliðum 1 - 30 í dómkröfukafla í stefnu. Í fyrsta lagi á ummælunum í töluliðum 1 - 16, og myndbirtingu og birtingu persónuupplýsinga um stefnanda, á grundvelli a - liðar 1. mgr. 51. gr. laga nr. 38/2011, en stefnd i sé nafngreindur höfundur fréttarinnar, þar sem ummælin, myndin og upplýsingarnar birtust og beri því ábyrgð á efni hennar og framsetningu. Í öðru lagi á ummælunum í töluliðum 17 - 20 á grundvelli a - liðar 1. mgr. 50. gr. laga nr. 38/2011, en stefndi hafi vi ðhaft ummælin í eigin nafni í útvarpsviðtali og beri því á þeim ábyrgð. Í þriðja lagi á ummælunum í töluliðum 21 - 30 á grundvelli 235. gr. laga nr. 19/1940, en stefndi hafi viðhaft ummælin í viðtali í hljóði og mynd sem hafi meðal annars verið birt á Facebo ok - svæði fyrirsvarsmanns réttargæslustefnda og www.sudurnes.net ., en að mati stefnanda eiga ábyrgðarreglur fjölmiðlalaga nr. 38/2011 ekki við um viðtalið. Hvað varðar tjáningarfrelsi stefnda vísar stefnandi til 2. og 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar, en það falli utan marka stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsis þegar brotið sé gegn réttindum eða mannorði annarra manna. Af öllu framansögðu sé ljóst að réttur stefnanda til æruverndar gangi framar tjáningarfrelsi stef nda eins og hér hátti til og því beri að taka dómkröfur stefnanda til greina og ómerkja ummælin og dæma stefnda til greiðslu miskabóta. Þess er krafist að stefndi og réttargæslustefndi greiði stefnanda málskostnað og byggir stefnandi á 130. gr. l. nr. 91/1 991 um meðferð einkamála. Um lagarök vísar stefnandi til 235. gr., 1. og 2. mgr. 236. gr., og 241. gr. og 242. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Stefnandi vísar jafnframt til laga nr. 38/2011 um fjölmiðla, einkum 50. gr., 51. gr. og 59. gr. Einnig vísar stefnandi til 71. og 72 gr. stjórnarskrár og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þá vísar stefnandi til 1. mgr. b - liðar 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og almennra skaðabótareglna, s.s. sakarreglunnar. Krafa stefnanda um vexti og dráttarvexti á mi skabótakröfu er byggð á lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, einkum 4., 6., 8. og 9. gr. laganna. Þá er krafa um málskostnað byggð á 130. gr. l. nr. 91/1991. Einnig er vísað til laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, s.s. hvað varðar varnarþing, má lsaðild og málskostnað. Krafa stefnanda um miskabætur sé byggð á 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 enda sé um að ræða skýr og ótvíræð brot á réttareglum, sem ætlað sé að vernda æru stefnanda og friðhelgi einkalífs hans, s.s. 229. gr., 235. gr. og 236. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Rétt sé að halda til haga að birting og dreifing ærumeiðandi ummæla er sjálfstætt brot samkvæmt 2. mgr. 236. gr. laga nr. 19/1940. Réttargæslustefndi ber, samkvæmt 3. mgr. 50. og 51. gr. laga nr. 38/2011, ábyrgð á greið slu fésekta, skaðabóta o.fl., sem stefnda kunni að vera gert að greiða í málinu. Með sama hætti sé kveðið á um birtingu dóms að viðlögðum dagsektum í 1. mgr. 59. gr. laga nr. 38/2011. Þess vegna sé réttargæslustefnda stefnt til þess að gæta hagsmuna sinna í málinu. Að mati stefnanda sé óumdeilt að öllum hinum umstefndu ummælum sé beint að stefnanda. Stefnandi sé því réttur aðili að málinu sóknarmegin. V Málsástæður og lagarök stefnda. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að löggjafinn og dómstólar hafi ját að einstaklingum verulegt svigrúm til tjáningarfrelsis, þar á meðal til almennrar umfjöllunar um menn og málefni. Rétturinn til tjáningar sé varinn í 73. gr. stjórnarskrár Íslands nr. 33/1944 og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu (MSE), sbr. lög nr. 62/19 94. Í síðarnefnda ákvæðinu segi að réttur til tjáningarfrelsis skuli jafnframt ná yfir frelsi til að hafa skoðanir, taka við og skila áfram upplýsingum og hugmyndum heima og erlendis án afskipta stjórnvalda. Með afskiptum stjórnvalda sé m.a. átt við beitin gu dómsvalds með þeim hætti að tjáningarfrelsi er skert. Réttur þessi sé, samkvæmt dómafordæmum mannréttindadómstóls Evrópu (MDE), 20 sérlega ríkur og mikilvægur í lýðræðissamfélagi, þegar um er að ræða málefni sem telja má að eigi erindi við almenning og get ur talist innlegg í samfélagsumræðuna. Rétturinn til tjáningarfrelsis takmarkist af þeim undantekningum sem gerðar séu í 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. einnig 2. mgr. 10. gr. MSE. Ítrekuð dómafordæmi MDE áskilji að þessar undanþágur frá meginregl unni um tjáningarfrelsi beri að túlka afar þröngt. Allar takmarkanir á tjáningarfrelsi beri að sýna fram á með sannfærandi hætti. Þannig megi, skv. 2. mgr. 10. gr. l. nr. 62/1994 og dómafordæmum MDE, einungis takmarka tjáningarfrelsi ef nauðsyn beri til í lýðræðislegu samfélagi. nauðsyn knýjandi þjóðfélagsleg nauðsyn Hvort slík nauðsyn sé fyrir hendi sé dómstólum í landsrétti látið eftir að meta og beri þeim við það mat að líta til þess hvernig mannré ttindadómstóllinn hafi túlkað 10. gr. MSE. Sérstaklega verði að rökstyðja takmörkun tjáningarfrelsis þegar blaðamenn, líkt og stefndi, eigi í hlut. Stefndi telur málshöfðun stefnanda algerlega tilhæfulausa og að engin rök standi til þess að fallast á kröfu stefnanda um ómerkingu ummælanna sem um ræðir. Líkt og rakið sé í málavaxtalýsingu séu ummælin sem varði stefnanda sjálfan öll byggð á fréttum annarra fréttamiðla, raunar eru sum ummælin nánast orðrétt höfð eftir því sem birt hafði verið annars staðar, t. d. frétt Ríkisútvarpsins, enda byggt á þessum heimildum. Tekið hafi verið rækilega fram í frétt Stundarinnar, að það sem birtist í frétt Stundarinnar væri tekið annars staðar frá. Hafi það ekki getað farið framhjá nokkrum manni sem las umfjöllunina. Stefnd i byggir einnig á því að hann hafi verið í góðri trú um að efnið, sem hafi verið birt í Stundinni og haft eftir öðrum fjölmiðlum, væri rétt. Góð trú skipti máli fyrir það hvort fella megi ábyrgð á ummælum á þann sem birtir þau. MDE hafi í dómum sínum litið svo á að góða trú blaðamanns skuli meta út frá þeirri vitneskju og upplýsingum sem voru fjölmiðli aðgengilegar á þeim tíma sem umfjöllun birtist, sbr. m.a. þá dóma sem gengið hafa gegn Íslandi á umliðnum árum, en ekki eru lagðar mjög íþyngjandi skyldur á fjölmiðla hvað þetta varði. Má sérstaklega í þessu sambandi vísa til máls Erlu Hlynsdóttur nr. 3 gegn Íslandi . Þar tók MDE undir með Hæstarétti, að það væri sannarlega hlutverk dómstóla en ekki fjölmiðla að sakfella fólk, en dómstóllinn áréttaði hins vegar að það væri bæði réttur og skylda fjölmiðla að fjalla um sakamál sem ekki hafa verið leidd til lykta af dómstólum á grundvelli upplýsinga sem liggi fyrir. Ekki væri hægt að gera þá kröfu, svo sem Hæstiréttur hafi gert, að umfjöllun um sakamál biði niðurst öðu dómstóla. Stefndi byggir á því að fjölmiðillinn Stundin og hann sjálfur hafi verið í góðri trú um að þær upplýsingar sem birst höfðu í paragvæskum fjölmiðlum, og síðar á vef Ríkisútvarpsins, væru þess eðlis að um þær væri ekki einasta óhætt að fjalla h eldur væri það bæði réttur og skylda sérhvers fjölmiðils. Slíkt hafi verið eðli og efni fréttarinnar að frá því varð að greina og mátti greina. Þá byggir stefndi á því að fjölmargir fjölmiðlar hafi bæði nafngreint stefnanda, birt af honum myndir og af ve gabréfi hans og tengt hann við að vera eiturlyfjasmyglari o.fl. Hafi þetta verið byggt á upplýsingum sem sagðar voru komnar frá erlendum lögregluyfirvöldum. Það hafi verið þessar upplýsingar sem voru aðgengilegar stefnda þegar umfjöllunin birtist og hafi m iðlinum verið rétt að byggja á þeim, sem gert hafi verið í góðri trú. Hafði stefndi enga ástæðu til að efast um að umfjöllunin í hinum erlendu miðlum eða öðrum miðlum væri röng. Undir engum kringumstæðum verði ummælin dæmd dauð og ómerk í dómsmáli á hendur stefnda þessa máls, í ljósi framangreinda staðreynda. Ber því að sýkna stefnda. Þá byggir stefndi sýknukröfu sína á því að engin hinna umstefndu ummæla séu röng enda öll byggð á umfjöllun annarra miðla svo og traustum heimildum sem hann hafi aflað sér, m .a. hjá lögreglu. Þá krefst stefndi sýknu af meintu friðarbroti og miskabótakröfu stefnanda. Til vara krefst stefndi þess, ef einhver ummæli verða ómerkt og talið verður að efni séu til að fallast á kröfu um miskabætur af öðrum ástæðum, að miskabótakrafa stefnanda verði lækkuð verulega. Umfjöllunin hafi hvorki verið ósanngjörn né villandi. Umfjöll unin þar sem stefnandi er nafngreindur byggist aðeins á því sem komi fram í öðrum miðlum og mátti stefndi reiða sig á áreiðanleika þeirra upplýsinga sem þar birtust. Málið hafi átt fullt erindi við almenning og snerti annað mál sem hafi verið mikið í fjölm iðlum. Öllum kröfum um vexti og dráttarvexti er mótmælt. 21 Stefndi krefst í öllum tilfellum málskostnaðar í héraði úr hendi stefnanda skv. 129. - 132. gr. laga um meðferð einkamála, auk virðisaukaskatts. Stefnda vísar sérstaklega til 73. gr. stjórnarskrár Í slands nr. 33/1944 og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. l. nr. 62/1994. Einnig er vísað til fjölmiðlalaga nr. 38/2011. VI Forsendur og niðurstaða. Stefnandi krefst ómerkingar allra þeirra ummæla sem getið er í liðum 1 - 30 í stefnu. Er sú krafa reist á 235. og 1. og 2. mgr. 236 gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. 241. gr. sömu laga. Þá telur stefnandi að myndskreyting með ljósmynd af stefnanda og vegabréfi hans sé sjálfstætt brot með vísan til 229. gr. almennra hegningarlaga, 71. gr. stjórnarskrár Íslands og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Stefndi krefst sýknu og byggir m.a. á því að ummæli sín séu byggð á fréttum annarra fréttamiðla auk þess sem hann byggi greinarskrif og fréttaflutning á heimildarmönnum sem hann geti ekki na fngreint. Aldrei hafi verið minnst á stefnanda í þeim liðum sem ekki byggjast á fyrri fréttaflutningi annarra fréttamiðla. Hafi stefndi verið í góðri trú um að sá fréttaflutningur og frásögn heimildarmanna hans hafi verið sannur. Þá mótmælir stefndi kröfu stefnanda um miskabætur. Samkvæmt 1. mgr. 73. gr. stjórnarskrár Íslands nr. 33/1944 eru allir frjálsir skoðana sinna og sannfæringar. Í 2. mgr. ákvæðisins segir að hver maður eigi rétt á að láta í ljós skoðanir sínar, en að hann verði að ábyrgjast þær fyr ir dómi. Ritskoðanir og aðrar tálmanir á tjáningarfrelsi megi þó aldrei í lög leiða. Samkvæmt 3. mgr. ákvæðisins má tjáningarfrelsi aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins til verndar heilsu eða siðgæði manna vegna réttin da eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Þá er mælt fyrir um í 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar að allir skuli njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Verður því að skýra ákvæði XXV. kafla almennra he gningarlaga nr. 19/1940, sem mælir fyrir um ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs, með hliðsjón af þessu. Samkvæmt 234. gr. laga nr. 19/1940 skal hver sá sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári. Í 235. gr. laga nr. 19/1940 er mælt fyrir um að ef maður dróttar að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða ber slíka aðdróttun út, þá varði það sektum eða fangelsi allt að einu ári. Þá segir í 236. gr. laga nr. 19/1940 að sé ærumeiðandi aðdróttun höfð í frammi eða borin út gegn betri vitund, þá varði það fangelsi allt að tveimur árum og sé aðdróttun birt eða borin út opinberlega, enda þótt sakaráberi hafi ekki haft sennilega ástæðu ti l að halda hana rétta, þá varði það sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Samkvæmt 1. mgr. 241. gr. laganna má í meiðyrðamáli dæma óviðurkvæmileg ummæli ómerk, ef sá krefst þess sem misgert var við. Samkvæmt 2. mgr. ákvæðisins má dæma þann, sem sekur r eynist um ærumeiðandi aðdróttun, til þess að greiða þeim, sem misgert var við, ef hann krefst þess, hæfilega fjárhæð til þess að standast kostnað af birtingu dóms, atriðisorða hans eða forsendna jafnframt eftir því sem ástæða þykir til, í opinberu blaði eð a riti, einu eða fleirum. Samkvæmt b - lið 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 er heimilt að láta þann sem ber ábyrgð á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns greiða miskabætur til þess sem misgert var við. Samkvæmt þessu þarf an nars vegar að kanna hvort ummælin hafi verið óviðurkvæmileg og hins vegar hvort í þeim hafi falist ólögmæt meingerð gegn æru samkvæmt b - lið 26. gr. laga nr. 50/1993. Eins og rakið er í málavaxtalýsingu þá er forsaga málsins allt frá árinu 2013, er fjalla ð var um hvarf A í Suður - síðu um hvarf A stefnandi nafngreindur og sagður vera val damikill eiturlyfjasmyglari með umfangsmikla starfsemi þar og í Paragvæ og í Brasilíu. Er þar vitnað í frétt á heimasíðu RÚV auk þess sem vitnað er til nafnlausra heimildarmanna í brasilísku fíkniefnalögreglunni og að stefnandi notist við fölsuð skilríki. Auk þess er í samskiptum við annan Ís lending, A , sem saknað hafi verið frá því á vormánuðum 2013, og leiki grunur 22 á að stefnandi hafi gert honum mein. Á Vísi var fjallað um málið í desember 2016 undir fyrirsögninni - birt ljósmynd af vegabréfi stefnanda ásamt ljósmynd af honum sjálfum. Er stefnandi þar nafngreindur og sagt að hann sé sagður valdamikill eiturlyfjasmyglari með starfsemi í Brasilíu og Mexíkó. Er þar vísað til ABC fréttamiðilsins í Paragvæ. Þá er sagt að h ann sé sagður ganga með fölsuð skilríki og þykist vera þýskur fasteignasali sem stundi viðskipti í Paragvæ og Brasilíu. Ljósmynd af vegabréfi stefnanda var birt á vef DV í janúar 2016. Á vefmiðlinum Hringbraut var fjallað um málið í janúar 2016 undir fyrir S - ABC fréttamiðilsins og fyrri umfjöllunar á RÚV og viðtals á dv.is við föður stefnanda. Segir í fréttinni að annar þeirra manna sem leitað var að væri grunaður um að hafa unnið hinum me in, annaðhvort í Paragvæ í ABC Color fréttamiðli num. Auk þess var vísað til frétta frá árinu 2013, í janúar og desember 2016 en þar var einnig fjallað um að lögregla leitaði stefnanda í tengslum við málið þar sem talið var að hann byggi yfir upplýsingum um hvarf A . Þá birtist frétt í janúar 2016 í parag væska fréttamiðlinum ABC Color um meintan þátt stefnanda í umfangsmiklu fíkniefnamáli og vegna hvarfs A . Í frétt Vísis 1. desember 2016 A vitnað til samtals við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu þar sem fram kemur að lögreglunni hafi nýlega borist ábendingar um að íslenskur karlmaður hafi verið myrtur í Suður - Ameríku en þá hafi A verið saknað í nokkrar vikur. Er vísað til þess að í janúar 2014 hafi fréttastofa S töðvar 2 sagt frá því að talskona alþjóðalögreglunnar Interpol í Paragvæ hafi sagt lögreglunni á Íslandi frá gruni um að íslenskur maður hafi orðið A að bana. Þá kemur fram að í janúar 2016 hafi Fréttablaðið fjallað um mál A og haft eftir yfirmanni lögregl unnar á Íslandi að hún hafi ástæðu til að ætla að A hafi farið til Paragvæ frá Brasilíu. Þar hafi hann meðal annars átt að hitta stefnanda sem lögreglan leitaði einnig að vegna málsins. Þá gaf Cándido Figueredo Ruiz , blaðamaður hjá ABC Color fréttamiðlinum í Paragvæ, skýrslu fyrir dóminum og staðfesti að hann hafi verið í sambandi við stefnda í máli þessu og svarað fyrirspurnum hans. Þá hafi vitnið fengið upplýsingar um að stefnandi tengdist hvarfi A . Nafn stefnanda hafi því komið oft upp í samskiptum vitni sins við lögregluna í Paragvæ í tengslum við hvarf A . Þá hafi vitnið fengið upplýsingar í gegnum heimildarmenn sína um að stefnandi notaði þýsk skilríki. Vitnið hafi ritað fjölda greina um málið sem birtar hafi verið á vefmiðlum undir nafni vitnisins en vi tnið hafi m.a. skrifað um hvarf tveggja Íslendinga í Paragvæ. Vitnið kvað starfsmann RÚV hafa verið í sambandi við sig varðandi dómsmál gegn RÚV o.fl. Kvaðst vitnið telja að einhverjar af blaðagreinum sem hann hafi skrifað hafi verið endurunnar í fjölmiðlu m á Íslandi. Í málinu liggur því fyrir að öll þau ummæli og umfjöllun um stefnanda vegna liða nr. 3, 10, 11, 12 og 23 eru byggð á fréttum úr ofangreindum vef - og fréttamiðlum. Þegar stefndi birti ofangreind ummæli þann 1. og 30. desember 2016 höfðu áðurne fndir fjölmiðlar þegar fjallað efnislega um mál stefnanda og nafngreint hann auk þess að hafa birt ljósmynd af honum og vegabréfi hans. Telur dómurinn ljóst að umfjöllun stefnda sé efnislega hin sama um stefnanda og fram komi í ofangreindum fjölmiðlum. Me ð umfjöllun sinni tók stefndi ekki sérstaka afstöðu til sannleiksgildis fréttanna utan að hann hafði sjálfur samband við blaðamanninn Cándido við fréttamiðilinn ABC Color í Paragvæ. Telur dómurinn, eins og atvikum er háttað í þessu máli, að ekki sé unnt að leggja þá skyldu á stefnda eða gagnrýna hann fyrir að grennslast ekki sérstaklega fyrir um sannleik hinna umstefndu ummæla. Er því ekki hægt að slá því föstu að stefndi hafi vitað að ummælin væru ósönn eða borin út opinberlega gegn betri vitund. Verður st efndi sýknaður af þessum liðum stefnunnar. ekki geta gefið upp rétt nafn hans þar sem hann væri bundinn trúnaði við heimildarmenn sína. 23 Óumdeilt er að stefnd i sé ábyrgðarmaður greina sinna sem hann ritar undir nafni á fréttamiðlinum Stundin.is svo og í prentuðu blaði. Þá ber hann einnig ábyrgð á þeim ummælum sem hann lætur falla í öðrum fjölmiðlum hvort sem er um persónur eða efni. Í öðrum liðum í stefnu endu rsegir stefndi annaðhvort það sem áður hefur verið birt um málið eða um málið. Stefndi kvað fyrir dóminum að hann hafi verið í sambandi við mann í H ollandi sem sagði frá því að hann hefði átt Skype - samtal við ónefndan Íslending sem hafi sýnt honum afskorið höfuð í plastpoka sem hafi líkst A . Þá kvaðst stefndi hafa rætt persónulega við Cándido vegna þessa máls en sá blaðamaður hafi rannsakað hvarf A le ngi í Paragvæ og nefnt stefnanda í skrifum sínum. Kvaðst stefndi ekki geta upplýst um nöfn heimildarmanna sinna að öðru leyti. Kvað hann hafa verið nauðsynlegt að fjalla um A og Guðmund í sömu andrá þegar verið var að fjalla um hvarf þeirra beggja á sínum tíma. Stefndi kvaðst hafa kynnt sér skrif um hvarf A og Guðmundar hjá öðrum fjölmiðlum áður en hann skrifaði grein sína í ekki upplýsa um nöfn heimildarmanna sinna, sem hann byggir greinarskrif sín á, án þess að leggja þá sjálfa í hættu. Þá kvaðst stefndi byggja á m.a. fésbókarfærslu sem liggur fyrir í málinu þar sem ónefnd ur Íslendingur deildi skilaboðum um leigumorðingja skömmu fyrir hvarf A . Stefndi kvað rétt vera að tenging hans í umfjöllun um að hvarf stefnanda hafi tengst nauðgunarmáli hafi verið ónákvæm en hann hafi þar ekki átt við stefnanda. Stefndi kvaðst hafa ræt t við lögregluna vegna hvarfs A og á sama tíma hafi verið leitað að stefnanda samkvæmt lögreglunni. Þess vegna hafi þessi ummæli verið viðhöfð. eða gefið sé í skyn að það sé stefnandi. Í liðum 1, 2, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 14, 15, 17, 18, 19, 20, 21, 22 og 24 - 30 sé aldrei minnst á stefnanda og ekkert í þeirri umfj öllun sem tengi umfjöllun stefnda við stefnanda. Stefnandi hefur ekki sýnt fram á eða sannað að stefndi sé að ræða um stefnanda í ofangreindum liðum. Við mat á því hvar draga skuli mörkin milli tjáningarfrelsis, sem nýtur verndar samkvæmt 73. gr. stjórnar skrár, og friðhelgi einkalífs, sem varin er af 71. gr. hennar, skiptir máli hvort það efni sem birt er geti talist þáttur í þjóðfélagslegri umræðu og eigi þannig erindi til almennings. Hafa fjölmiðlar mikilvægu hlutverki að gegna við miðlun upplýsinga og s koðana um þjóðfélagsleg málefni. Á almenningur rétt á að fá upplýsingar sem slík málefni varða og þurfa sérstaklega ríkar ástæður að vera fyrir því að skerðing á frelsi fjölmiðla geti talist nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi eins og nánar kemur fram í dómum Hæstaréttar Íslands, m.a. dómi frá 15. nóvember 2012 í máli nr. 69/2012 . Slíkar skerðingar geta eftir atvikum átt við séu ósönn ummæli birt eða borin út opinberlega gegn betri vitund. Umfjöllun stefnda um hvarf A fellur undir framangreint enda telst það hl utverk fjölmiðla að fjalla um alvarleg mál sem kunna að vera refsiverð. Með umfjöllun sinni um þessa liði stefnunnar tók stefndi ekki sérstaka afstöðu til sannleiksgildis fréttanna en vísaði til heimildarmanna sinna. Með hliðsjón af þessu, og því að stefna ndi hefur ekki sýnt fram á að stefndi eigi með umfjöllun sinni í þessum liðum stefnunnar við stefnanda, verður að meta umfjöllun stefnda í ljósi 73. og 71. gr. stjórnarskrár Íslands. Þegar alls þessa er gætt verður ekki talið að stefndi hafi með umfjöllun sinni vegið svo að æru stefnanda að það hafi farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar samkvæmt 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar. Af þessu leiðir að stefnandi geti ekki átt rétt á bótum samkvæmt b - lið 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Ber því að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Að þessum niðurstöðum fengnum verður stefndi því sýknaður af öðrum kröfum stefnanda. Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnandi dæmdur til að greiða stefnda málskostnað. Málskostnaður ve gna frávísunarkröfu stefnda beið efnisdóms en frávísunarkröfunni var hafnað. Að teknu tilliti til þessa og umfangi málsins þykir hæfilegur málskostnaður, sem stefnanda verður gert að greiða stefnda 600.000 krónur. Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. 24 Dómsorð. Stefndi, Atli Már Gylfason, er sýkn af kröfum stefnanda, Guðmundar Spartakusar Ómarssonar, í máli þessu. Stefnandi, greiði stefnda 600.000 krónur í málskostnað.