LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 8. febrúar 2019. Mál nr. 454 /20 18 : A ( Steingrímur Þormóðsson lögmaður , Sævar Þór Jónsson lögmaður, 4. prófmál) gegn Árna Reynissyni ehf. og Árna Reynissyni ( Baldvin Hafsteinsson lögmaður, Skúli Sveinsson lögmaður, 2. prófmál) Lykilorð Vátryggingarsamningur . Vátryggingamiðlun. Fullnaðarkvittun. Skaðabætur. Málskostnaður. Útdráttur A varð óvinnufær og krafðist bóta úr starfstryggingu sem hann hafði keypt hjá ensku tryggingafélagi fyrir milligöngu Á ehf. og Á. A var tilk ynnt að ekki væri grundvöllur fyrir því að krefjast bóta úr tryggingunni þar sem hú n hefði ekki verið endurnýjuð. A höfðaði mál og krafðist bóta þar sem hann taldi að Á ehf. og Á hefðu með saknæmum og ólögmætum hætti vanrækt að endurnýja trygginguna. Í dóm i Landsré ttar kom fram að fyrir lægi að A hefði náð samkomulagi um fullnaðaruppgjör bóta við það vátryggingafélag sem yfirtók skyldur upphaflegs vátryggjanda gagnvart honum. Líta yrði svo á að með yfirlýsingu A , sem lá fyrir í málinu, og uppgjöri bóta í sa mræmi við hana hefði hann fallið frá frekari kröfum á hendur vátryggingafélaginu vegna vátryggingarinnar. Voru Á eh f. og Á því sýknaðir af kröfum A. Í ljósi þess að A lagði ekki fram skjal um uppgjörið fyrr en við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti, efti r að vitni sem gaf þar skýrslu upplýsti um tilvist þess, var talið að áfrýjun málsins og rekstur fyrir Landsr étti hefði verið að þarflausu. A var því gert að greiða Á ehf. og Á málskostnað á grundvelli 1. mgr. 130. gr. og a - liðar 1. mgr. 131. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma l andsréttardómararnir Kristbjörg Stephensen, Sigurður Tómas Magnússon og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 28. maí 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavík - /2016. 2 2 Endanleg kröfugerð áfrýjanda er að stefndu verð i dæmdir til að greiða honum óskipt 15.000.000 krón a með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38 /2001 um vexti og verðtryggingu frá 25 . júlí 2015 til greiðsludags, allt að frádreg inni 15.000.000 krón a innborgun 28. september 2018. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndu krefjast sýknu af öllum kröfum áfrýjanda. Þá krefjast þeir málskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Eins og nánari grein er gerð fyrir í hinum áfrýjaða dómi keypti áfrýjandi á árinu 2008 starfstryggingu hjá ensku tryggingafélagi fyrir milligöngu stefndu, sem vátryggingamiðlara. Áfrýjandi varð óvinnufær frá og með 22. maí 2015. Áfrýjandi sendi stefnda, Árna Reynissyni ehf., tilkynningu 24. júní 2015, á eyðublaði frá félaginu, þar sem hann greindi frá óvinnufærni sinni. Stefndi Árni Reynisson tilkynnti áfrýjanda 1. júlí 2015 að í ljósi þess að trygging hans hefði ekki verið endurnýjuð væri ekki g rundvöllur fyrir því að krefjast bóta úr vátryggingunni. Samskiptum áfrýjanda við stefndu og ensk tryggingarfélög sem fylgdu í kjölfarið er lýst í hinum áfrýjaða dómi. 5 Áfrýjandi lagði þann grundvöll að málsókn sinni á hendur stefndu í héraði að saknæm og ó lögmæt vanræksla þeirra hefði orðið til þess að starfstrygging hans hefði ekki verið endurnýjuð á árinu 2014 og bæru stefndu því á grundvelli sakarreglunnar ábyrgð á því tjóni áfrýjanda sem stefndu hefðu valdið honum með vanrækslu sinni. Áfrýjandi byggði n ánar tiltekið á því að þar sem honum hefði ekki borist tilkynning, samkvæmt 79. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga, um að hið enska tryggingafélag hygðist ekki framlengja vátrygginguna hefði vátryggingatímabilið átt að framlengjast sjálfkrafa um eitt ár og hann því átt rétt á greiðslu úr vátryggingunni. Stefndu bæru á grundvelli 4. mgr. 30. gr. laga nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga ábyrgð á því að vátryggingafélagið sinnti ekki þessari upplýsingaskyldu sinni. Þrátt fyrir að áfrýjandi héldi því fr am að vátryggingin hefði verið í gildi í maí 2015 , þar sem hún hefði endurnýjast sjálfkrafa við lok fyrra vátryggingatímabils , var málsóknin samkvæmt framansögðu byggð á því að áfrýjandi ætti rétt á skaðabótum úr hendi stefndu á þeim grundvelli að starfstr yggingin hefði fallið niður. 6 Óumdeilt er að 23. mars 2018 sendi enskt tryggingarfélag, sem tekið hafði yfir skyldur upphaflegs vátryggjanda gagnvart áfrýjanda, lögmanni hans tillögu að fullnaðargreiðslu vátryggingabóta úr starfstryggingu þeirri sem stefnd u höfðu milligöngu um að áfrýjandi tæki og mál þetta snýst um. Fyrir málflutning í Landsrétti, lagði lögmaður áfrýjanda, eftir áskorun lögmanns stefndu, fram skjal sem ber skjalinu lýsti áfrýjandi því yfir að hann félli frá öllum frekari kröfum á hendur Travelers Ltd, Syndicate 5000 at Lloyd´s og Tryggja hf. vegna vátryggingaatburðar 21. janúar (sic) 2015 gegn því að fá greiddar 20.200.000 krónur sem lokauppgjör. 3 Sama dag ve itti áfrýjandi lögmanni sínum umboð til að taka á móti tryggingabótum sömu fjárhæðar frá fyrrnefndu tryggingafélagi í gegnum Tryggja hf. inn á ég frá öllum frekari kröfum á hendur Travelers Ltd. og Tryggja ehf. vegna september 2018 og hefur áfrýjandi í máli þessu kosið að líta á hana sem innborgun inn á kröfur sínar á hendur stefndu. 7 Af málatil búnaði áfrýjanda verður ráðið að tjón hans vegna hinnar meintu saknæmu vanrækslu stefndu nemi þeim bótum sem hann hafi átt rétt á vegna starfstryggingarinnar. 8 Samkvæmt framansögðu liggur fyrir að áfrýjandi hefur náð samkomulagi um fullnaðaruppgjör bóta vi ð það vátryggingafélag sem yfirtók skyldur upphaflegs vátryggjanda gagnvart honum. Líta verður svo á að með fyrrgreindri yfirlýsingu áfrýjanda og uppgjöri bóta í samræmi við hana hafi hann fallið frá frekari kröfum á hendur vátryggingafélaginu vegna vátryg gingarinnar, þar með talið um mögulega greiðslu dráttarvaxta af bótafjárhæðinni og kostnað við innheimtu bótanna. 9 Hin meinta saknæma háttsemi stefndu leiddi því ekki til tjóns fyrir áfrýjanda og það var ákvörðun hans að falla frá kröfu á hendur vátryggjand a um greiðslu dráttarvaxta og kostnaðar af innheimtu vátryggingabótanna. Samkvæmt þessu skortir það skilyrði skaðabótaábyrgðar stefndu að orsakatengsl séu milli hinnar meintu saknæmu háttsemi þeirra og ætlaðs tjóns áfrýjanda. Eins og málatilbúnaði áfrýjand a er háttað getur hann ekki krafið stefndu um skaðabætur sem svara til dráttarvaxta af kröfu sem hann hefur í fullnaðaruppgjöri um kröfuna fallið frá að krefja vátryggingafélagið um. Ber því að sýkna stefndu af kröfum áfrýjanda. 10 Rétt þykir að staðfesta ákv æði hins áfrýjaða dóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað. 11 Eins og rakið er hér að framan barst lögmanni áfrýjanda tillaga að fullnaðaruppgjöri tryggingabótanna 23. mars 2018, 12 dögum fyrir aðalmeðferð mál sins í héraði. Sú uppgjörstillaga varð grundvöllu r að fyrrnefndu fullnaðaruppgjöri og greiðslu vátryggingabóta 28. september 2018. Áfrýjandi lagði ekki fram skjal um það uppgjör fyrr en við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti 29. janúar 2019, eftir að vitni sem gaf þar skýrslu upplýsti um tilvist þess. 12 Á frýjun málsins og rekstur þess fyrir Landsrétti var samkvæmt framansögðu að þarflausu. Með vísan til þess og ákvæða 1. mgr. 130 gr. og a - liðar 1. mgr. 131. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður áfrýjanda gert að greiða stefndu málskostnað fyr ir Landsrétti eins og nánar greinir í dómsorði. 4 Dómsorð: Stefndu, Árni Reynisson og Árni Reynisson ehf., eru sýknaðir af kröfum áfrýja nda, A . Ákvæði héraðsdóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað áfrýjanda í héraði skulu óröskuð. Áfrýjandi greiði stefndu sameiginlega 1.200.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti . Dómur Héraðsdóms Reykjaví 2018 Mál þetta var höfðað með stefnu birtri 6. desember 2016 og dómtekið 4. apríl 2018. Stefnandi er stefnt Fjármálaeftirlitinu, Katrínartúni 2, Reykjavík. Stefnukröfur eru svohljóðandi: Að stefndu verði dæmdir til að greiða stefnanda óskipt/in solidum 15.000.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 25. júlí 2015 til greiðsludags. 2. Að við urkennd verði bótaskylda stefndu á tjóni stefnanda er nemur greiðslu bóta vegna tryggingarskírteinis starfstengdrar sjúkra - og slysa tryggingar stefnanda h já hinu stefnda félagi í 104 vikur frá þeim tíma sem stefnandi veikist og varð óvinnufær þann 21.5. 2015. Varakrafa við dómkröfulið 2. Stefnandi gerir þá dómkröfu til vara að bóta skylda stefndu verði viðurkennd á þann veg, að stefnandi eigi rétt á bótum 7. lið skilmála tryggingarskírteinis sjúkra tryggingar stefnanda hjá hinu stefnda félagi, sem nemur 100.000 Þá er í stefnu krafist málskostnaðar úr hendi stefndu. Engar kröfur eru gerðar á hendur réttargæslustefnda. Stefndu krefjast þess aðallega að málinu verði vísað frá dómi. Til vara krefjast þeir sýknu. Þá krefjast þeir málskostnaðar. Réttargæslustefndi gerir kröfu um málskostnað. Kröfu um fráv ísun var hafnað með úrskurði 29. maí 2017. Málsatvik og helstu ágreiningsefni: vegna verkja í hægri hendi. Samkvæmt matsgerð frá 10. nóvember 2017 er um að ræða viðvarandi verki sem hafa gert stefnanda ófæran til að sinna húsa - og trésmíðastörfum frá 22. maí 2015. Þann 23. janúar 2008 keypti stefnandi, eftir samskipti við B tryggingaráðgjafa, svokallaða ngu stefnda Árna Reynissonar ehf. með upphafsdegi þann 25. febrúar 2008. Samkvæmt skil málum skyldi m.a. alger varanleg örorka vegna veikinda bætt með 15.000.000 króna. Þá skyldi tímabundin örorka bætt með 100.000 krónum á viku frá og með 14. degi eftir að vátryggður forfallaðist. Vátryggingin átti að gilda í eitt ár, og var endurnýjuð árið 2014. Í bréfi stefnda til stefnanda, dagsettu 3. mars 2014 á bréfsefni stefnda Árna Reynissonar ehf. og undirritað af stefnda Árna Reynissyni, kemur fram að tryggingin h afi verið endurnýjuð til eins árs. Þar 5 tíð. Ef á trygginguna reynir eða upplýsingar vantar um eitthvað sem hana varðar er þér velkomið að leita til okka Upphafleg trygging stefnanda var hjá vátryggjandanum AXIS Speciality Europe Plc. (AXIS) sem var einn þeirra vátryggjenda Lloyd´s sem stefndi Árni Reynisson ehf. hafði heimild til að gefa út vátryggingarskírteini fyrir. Þessi heimild féll niður 24. febrúar 2015, þar sem ekki náðust samningar milli stefnda Árna Reynissonar ehf. og AXIS um áframhaldandi þjónustu AXIS hér á landi. Af gögnum má ráða að tryggingafélagið CV STARR hafi tímabundið tekið við þeim sem endurnýjuðu tryggingu sína eða keyptu tryggingu á tímabilinu frá 1. janúar 2015 til 23. apríl 2015. Eftir þann tíma tók vátryggingafélagið Travellers vátrygginguna yfir. Þetta kemur m.a. fram í tölvuskeyti lögfræðings stefnda Árna Reyni ssonar ehf. til lögmanns stefnanda frá 2. maí 2016 og víðar. Í fyrirliggjandi tölvupóstsamskiptum stefnda Árna Reynissonar ehf. við erlenda samstarfsaðila kemur fram að nafn stefnanda hafi ekki verið á þeim lista sem sendur var til CV STARR yfir þá sem átt u að falla undir tryggingu þeirra eftir að samningnum við AXIS var sagt upp. Þegar Travellers tók síðan yfir tryggingarnar þann 23. apríl 2015 var trygging stefnanda ekki þar á meðal Í framhaldi af veikindum stefnanda sendi hann stefnda tjónaskýrslu á sérs töku eyðublaði frá stefnda Árna Reynissyni ehf. þann 24. júní 2015. Stefndi svaraði með bréfi dags. 1. júlí 2015 að þar sem tryggingin hefði ekki verið endurnýjuð væri ekki grundvöllur til að framvísa henni og krefjast bóta. Stefnandi kærði hið stefnda fél ag til Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum þann 21. október 2015. Með tölvuskeyti 17. nóvember 2015 frá stefnda Árna Reynissyni ehf., var stefnanda tilkynnt að við nánari skoðun yrði fallist á að umrædd starfstrygging væri í gildi fyrir tímabilið 25. febrú ar 2015 til 24. febrúar 2016. Jafnframt er þar óskað eftir því að málið verði fellt niður hjá úrskurðarnefndinni. Þann 10. febrúar 2016 sendi stefndi bréf til stefnanda þar sem fram kom að til þess að unnt væri að taka afstöðu til tjónaskýrslunnar yrði a ð greiða iðgjald fyrir tímabilið innan mánaðar frá dagsetningu bréfsins. Stefnandi greiddi iðgjaldið þann 11. febrúar 2016. Þann 8. mars 2016 sendi D, lögfræðingur hjá stefnda Árna Reynissyni ehf. tölvuskeyti til starfsmanna Price Forbes & Partners Ltd., s em er erlendur vátryggingamiðlari sem hið stefnda félag er í samstarfi við. Þar er upplýst um kröfu stefnanda og tæknilegra erfiðleika við gerð vátryggingarsamnings stefnanda fyrir tímabilið 2015 og 2016. Í tun um endurnýjun var ekki gerð í samræmi við íslensk að tilkynningin hafi verið send áfram til vátryggjanda. Þann 15. mars 2016 segir í tölvuskeyti frá P rice Forbes að vátryggjendur telji að senda eigi kröfuna til fyrri vátryggjenda. Í tölvuskeyti D 11. apríl 2016 til E, starfsmanns Price Forbes, ítrekar hún skýrleika íslenskra laga að þessu leyti, um að trygging endurnýist sjálfkrafa í eitt ár nema vátr yggjanda sé tilkynnt um að hún verði ekki endurnýjuð eigi síðar en tveimur mánuðum áður en tryggingatímabilinu lýkur. Þessu hafi ekki verið fylgt í tilviki stefnanda og því verði að endurnýja tryggingu hans. Stefnandi sé með gilda tryggingu samkvæmt íslens kum lögum og grundvöll fyrir kröfu sinni. D ítrekar þessi skilaboð í tölvuskeyti 20. apríl 2016, þar sem hún telur að trygging stefnanda ætti að tilheyra Travellers miðað við dagsetningu tjónsins. E svarar sama dag og vísar til þess að Price Forbes hafi ek ki verið miðlari á þessum tíma en hafi tekið að sér að útvega nýjan skammtímasamning hjá CV StARR til að finna lausn á þeirri ótryggðu áhættu sem hafi skapast við það að AXIS hætti að veita þjónustu hér á landi. Stefndi Árni Reynisson ehf. hafi sent nafnal ista yfir þá sem hefðu átt að falla undir trygginguna, en nafn stefnanda hafi ekki verið þar á meðal. D sendir tölvuskeyti til E þann 25. apríl 2016 og spyr hvaða tryggingu tjónið myndi falla undir ef endurnýjunin hefði farið fram með eðlilegum hætti. Svar berst degi síðar og þar er því haldið fram að tjónið myndi falla undir tryggingu Travellers. Stefnandi sendi hinu stefnda félagi bréf þann 20. mars 2016 þar sem óskað var eftir að upplýst yrði um næstu skref í málinu. Með bréfinu fylgdu þau læknisfr æðilegu gögn sem aflað hafði verið á þeim tíma. Þann 11. apríl barst tölvuskeyti frá lögfræðingi stefnda Árna Reynissyni ehf., þar sem staðfest var að gögn hefðu verið send til vátryggingamiðlarans og beðið væri eftir svörum að utan. Þann 29. apríl 2016 se ndi stefnandi kröfubréf til stefnda þar sem krafist var greiðslu á 15.000.000 kr. úr starfstryggingunni. Starfsmaður stefnda, Árna Reynissonar ehf. sendi stefnanda tölvuskeyti þann 2. maí 2016 þar sem fram 6 kom að stefndi hefði fengið þau svör frá vátryggin gamiðlara sínum, Price Forbes, að stefnandi væri hvergi tryggður. Í tölvuskeytinu kemur fram að ef allt hefði verið með eðlilegum hætti við endurnýjun þá hefði Travellers verið tryggjandinn sem mál stefnanda hefði heyrt undir. Í framhaldi af þessu tölvubré fi kærði stefnandi málið á nýjan leik til Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum með kæru dagsettri 20. maí 2016. Jafnframt sendi stefnandi þann 26. maí 2016 kvörtun til Fjármálaeftirlitsins vegna starfshátta stefnda Árna Reynissonar ehf. Þann 3. júní 2016 se ndi stefndi tölvuskeyti til stefnanda þar sem fram kemur að stefndi hafi verið látinn vita að mál stefnanda sé í virkri vinnslu hjá Price Forbes og beðið um að það verði tekið úr nefndinni. Jafnframt er óskað frekari upplýsinga varðandi tjónið þar sem tryg gingafélagið hafi beðið um skýringu stefnanda á því hvernig meiðslin atvikuðust og sjúkraskrá fimm ár aftur í tímann. Stefnandi sendi bréf dagsett 9. júní 2016 til stefnda þar sem óskað var eftir skriflegri staðfestingu frá tryggingafélaginu Travellers og tryggingamiðluninni Price Forbes á því að tryggingin væri í gildi og málið væri í virkri athugun. Jafnframt kom fram að hann hygðist leggja fram frekari sjúkragögn og afla sér mats á varanlegum afleiðingum tjónsins. Þann 16. júní sendi stefndi tölvuskeyti til stefnanda þar sem ítrekað var að stefnandi legði fram sjúkraskrá fimm ár aftur í tímann og nákvæmar upplýsingar um það hvernig tjónið hefði komið til, með vísan til ákvæðis starfstryggingarinnar. Þann 19. júlí 2016 sendi stefndi síðan tölvuskeyti til s tefnanda þar sem fram kom að nýr tryggjandi hefði tekið að sér að ábyrgjast tjón stefnanda í kjölfar þess að ekki hefði verið gætt formreglna við höfnun á endurnýjun starfstryggingar hans í samræmi við ófrávíkjanleg fyrirmæli 1. mgr. 79. gr. laga nr. 30/20 04 fyrir vátryggingartímabilið frá 25. febrúar 2015 til 24. febrúar 2016 Með greinargerð dagsettri 20. júlí 2016 til Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum krafðist stefndi þess að kröfu stefnanda yrði vísað frá nefndinni, enda væri tjónkrafa stefnanda til vi rkrar meðferðar hjá tryggingamiðluninni Price Forbes. Stefnandi hafi ekki sinnt þeirri skyldu sinni að afhenda umbeðin gögn og því sé tryggjanda ómögulegt að ákvarða um bótaskyldu. Stefnandi sendi bréf til stefnda dagsett 26. júlí 2016 þar sem því er haldi ð fram að öll læknisfræðileg gögn hafi verið send um óvinnufærni stefnanda, auk þess sem beðið hafi verið um mat á óvinnufærni. Stefnandi gerði síðan athugasemdir þann 11. ágúst 2016 við greinargerð stefnda til Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum þar sem f ram kæmi m.a. að óskað hefði verið eftir upplýsingum um sjúkraskrá stefnanda sem ekki hefðu borist. Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum vísaði máli stefnanda frá með úrskurði þann 16. ágúst 2016 þar sem stefndi væri ekki aðili að þeim samningi sem úrskurðarn efnd í vátryggingamálum grundvallast á og ágreiningur stefnanda beindist ekki að vátryggingafélagi sem ætti aðild að samningnum. Þann 28. október 2016 lá fyrir matsgerð sem stefnandi hafði einhliða óskað eftir, þar sem staðfest var að varanleg örorka stefn anda til að starfa sem húsasmiður frá 21. maí 2015 væri metin 100%. Við þingfestingu málsins lagði stefnandi fram beiðni um dómkvaðningu matsmanna. Stefnandi fékk gjafsóknarleyfi þann 16. janúar 2017. Þann 26. júní 2017 lagði stefnandi fram útskrift úr sjú kraskrá fyrir síðustu fimm ár og beiðni um dómkvaðningu matsmanna. upplýsingar mótteknar 4. júlí 2017. Í bréfinu kemur fram að sé um réttmæta kröfu að ræða muni þær bætur sem stefnanda beri verða greiddar. Matsgerð lá fyrir 10. nóvember 2017 og var niðurstaða hennar sú að matsbeiðandi væri ófær um að starfa sem húsa - og trésmiður frá 22. maí 2015. Stefndu kröfðust frávísunar með vísan til 18. gr. laga um meðferð einkamála í héraði nr. 91/1991. Stefnandi hefði átt viðskipti við vátryggingamiðlarann Tryggingar og Ráðgjöf ehf. sem hefði annast öll samskipti fyrir hann. Hann bæri því óskipta skyldu með stefndu og yrði því að stefna þeim öllum í málinu. Það sama ætti v ið um vátryggjandann. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 29. maí 2017 var frávísunarkröfunni hafnað. Ágreiningur er um það hvort stefndu hafi vanrækt á saknæman og ólög mætan hátt að endurnýja starfstryggingu stefnanda og hvaða afleiðingar það hafi . Þá snýst hann um það hvert hafi verið réttarsamband stefnanda og stefndu og hvort stefnandi hafi lagt fram þau gögn sem nauðsynleg hafi verið til að virkja skilmála tryggingarinnar. Fyrir dómi gaf stefnandi aðilaskýrslu, auk þess sem matsmenn staðfestu matsgerðina. 7 Helstu málsástæður og lagarök stefnanda Meginmálsástæða stefnanda er sú að stefndu hafi vanrækt á saknæman og ólög mætan hátt að endurnýja starfstryggingu stefnanda. Vanrækslan hafi leitt til þess að hann geti ekki krafist bóta frá þeim félögum sem hafi selt trygginguna. Stefnandi byggir á því að samkvæmt vátryggingarskírteini gildi íslensk lög um trygginguna, sem hafi skyldað hið stefnda félag til að sjá til þess að tryggingin félli ekki úr gildi á vátryggingartímanum og gefa stefnanda kost á endurnýjun hennar, sbr. 30. gr., sbr. einnig a - og b - liði 1. töluliðar 3.gr. laga nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga og 1. mgr. 79. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga. Þá vísar stefnandi til 28. gr. laga nr. 32/2005 um miðlu n vátrygginga um góða viðskiptahætti, sbr. einnig 2. mgr. 9. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Stefnandi vísar til þess að ríkar kröfur séu gerðar til vátryggingamiðlara og starfsmanna hans, sbr. III., IV, V. og VI. kafla laga nr. 32/2005. sbr. 20. gr. og 22. gr. laganna. Stefnandi bendir jafnframt á að allt gáleysi sérfræðinga við sérfræðilega ráðgjöf og þjónustu sem valdi fjárhagstjóni leiði yfirleitt til skaðabótaábyrgðar. Stefnandi byggir jafnframt á reglum um v innuveitendaábyrgð og þeirri víðtæku ábyrgð sem vinnuveitandi ber á saknæmri háttsemi starfsmanna sinna, og hafi orðið til þess að starfstrygging hans hjá hinu stefnda félagi hafi ekki verið í gildi er hann varð óvinnufær. Stefnandi byggir á því að með ú tgáfu vátryggingarskírteinis hinn 3. mars 2014 hafi vátryggingarsamningi milli stefnanda og hins stefnda félags, upphaflega frá árinu 2008, verið viðhaldið. Samkvæmt 79. gr. laga nr. 30/2004 hafi orðið að tilkynna vátryggingartaka í síðasta lagi tveimur má nuðum áður en áfrýjunartímabilið væri á enda, að félagið hygðist ekki framlengja vátrygginguna. Að öðrum kosti framlengdist vátryggingartímabilið um tvö ár. Stefnandi byggir á því að umrædd skylda samkvæmt 79. gr. laganna hafi hvílt á hinu stefnda félagi , sem umsýsluaðila og vátryggingamiðlara, sbr. 4. mgr. 30. gr. laga um miðlun vátrygginga nr. 32/2005. Hið stefnda félag hafi látið hjá líða að endurnýja trygginguna eins og lagaskylda kveði á um og félagið hafi gert frá upphafi. Í tölvuskeyti til stefnand a hafi hið stefnda félag viðurkennt að hafa ekki fylgt formreglum við endurnýjun á tryggingunni með þeim afleiðingum að stefnandi hafi verið ótryggður. Stefnandi byggir á því að stefnda Árna Reynissyni, vátryggingamiðlara hins stefnda félags og forsvarsm ann þess hafi skort þá nauðsynlegu yfirsýn yfir rekstur félagsins sem gerð er krafa um í 1. og 2. tl. 23. gr. laga um vátryggingamiðlun nr. 32/2005. Stefnandi vísar til þess að hið stefnda félag hafi vanrækt lögboðna upplýsingaskyldu sína með því að upplý sa stefnanda ekki um að tryggingin hefði fallið niður, sbr. 4. mgr. 30. gr. laga um miðlun vátrygginga nr. 32/2005, sbr. einnig lög um vátryggingarsamninga nr. 30/2004 og vátryggingastarfsemi nr. 100/2016, áður 56/2010. Stefnda hafi skv. 71. gr. laga um vá tryggingarsamninga nr. 30/2004 borið að tilkynna stefnanda að enginn tryggjandi væri til staðar frá byrjun árs 2015 og hvort breytingar yrðu á þeim aðila sem bæri hina endanlegu vátryggingaráhættu. Slík skuldaraskipti hafi í raun verið óheimil án samþykkis eða a.m.k. vitundar stefnanda. Jafnframt verði að virða hinu stefnda félagi það til sakar að hafa tekið við iðgjöldum án þess að trygging stefnanda væri í gildi. Með því hafi Árni Reynisson, framkvæmdastjóri hins stefnda félags, sýnt af sér háttsemi sem g efi til kynna að hið stefnda félag hafi misnotað aðstöðu sína og með því brotið gegn 2. mgr. 15. og 2. mgr. 16., sbr. einnig 21. gr., laga um vátryggingamiðlun nr. 32/2005. Á reikningum sem stefnandi hafi greitt komi hvorki fram sundurliðun á þeirri þóknun sem hið stefnda félag áskilji sér né hvort vátryggingartaki eða vátryggjandi greiði endurgjald vegna þjónustu félagsins, eins og áskilið er, sbr. 32. gr. laga um miðlun vátrygginga nr. 33/2005 og 71. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004. Stefnandi vísar til þess að hið stefnda félag hafi ekki haft hagsmuni hans í huga eins og kveðið er á um í 1. gr. laga nr. 56/2010, og bendir m.a. á í því sambandi að félagið hafi krafist frávísunar á kröfu stefnanda fyrir úrskurðarnefnd vátryggingarmála, þrátt fyr ir ákvæði í vátryggingarskírteini um að ágreiningur vegna umræddrar starfstryggingar heyrði undir úrskurðarvald hennar. Stefnandi vísar til þess að fjárhæð bótanna, 15.000.000 króna , er miðuð við þá vátryggingarfjárhæð sem stefnandi hefði fengið greidda ef tryggingin hefði verið í gildi samkvæmt bótalið 8 3 í vátryggingarskírteini. Með algerri varanlegri örorku sé samkvæmt ákvæði 2.2 í vátryggingarskilmálunum átt við örorku vegna líkam stjóns eða sjúkdóms sem komi að fullu í veg fyrir að hinn vátryggði ræki venjulega atvinnu sína, án þess að nein von sé um bata. Stefnandi byggir á því að niðurstaða matsgerðar sé skýr og ótvíræð um þetta. Stefnandi krefst viðurkenningar á bótaskyldu ste fndu er nemi greiðslu bóta vegna tímabundinnar algerrar óvinnufærni samkvæmt skilmálum vátryggingarskírteinisins, eins og tryggingin hefði verið í gildi. Samkvæmt lið nr. 7 í vátryggingarskírteini eigi vátryggður rétt á bótum vegna tímabundinnar örorku að hámarki í 104 vikur, frá þeim degi sem hann fær sjúkdóm og verður fyrir algerri tímabundinni örorku, að frádregnum fyrstu 14 dögum hverrar kröfu. Vikulegar bætur að fjárhæð 100.000 krónur greiðist á þessu tímabili. Við lok þess tímabils, þann 6. júní 2016, taki við tímabil algerrar varanlegrar örorku. Stefnandi byggir dráttarvaxtakröfuna á því að hún eigi að miðast við tjónstilkynninguna 25. júlí 2015 í ljósi þess að engin trygging hafi verið til staðar á þeim tíma. Þá hafi röng upplýsingagjöf valdið óþar fa drætti í málinu. Stefnandi byggir á því að hið stefnda félag sé viðsemjandi hans sem vátryggingartaka í skilningi b - liðar 63. gr. laga nr. 30/2004 og vátryggðs í skilningi c - liðar 63. gr. Stefndi Árni Reynisson ehf. hafi skuldbundið sig til að veita v átryggingu og sent tilkynningar til stefnanda um endurnýjun tryggingarinnar og gefið út vátryggingarskírteini, sbr. h - lið 63. gr. og 70. gr. laga nr. 30/2004. Tryggingarskírteinið sé undirritað af Árna Reynissyni ehf., umsýslumiðlun með vátryggingarheimild . Stefnandi bendir á að almennt í kröfurétti og samningarétti sé umsýslumaður bundinn af þeim löggerningum sem hann geri í eigin nafni við viðsemjendur sína. Hið stefnda félag hafi á grundvelli umsýsluheimildar gert vátryggingarsamning við stefnanda í eigi n nafni og beri því að greiða kröfu stefnanda. Stefnandi bendir á að hið stefnda félag, Árni Reynisson ehf., hafi árlega gefið út reikninga á hendur stefnanda vegna tryggingarinnar án sérstakrar sundurliðunar á ráðstöfun iðgjalda. Skilmálar vátryggingar innar, vátryggingarskírteinið og almennir skilmálar séu gefnir út af hinu stefnda félagi. Stefnandi vísar til þess að Árni Reynisson ehf. hafi verið viðsemjandi hans frá upphafi, en ákveðinn samningur hafi komist á milli stefnanda og hins stefnda félags þegar umsókn hans, dagsett 23. janúar 2008, hafi verið samþykkt með útgáfu tryggingarskírteinis hins stefnda félags. Stefndi hafi ekki upplýst um það hver sá aðili væri sem bæri vátryggingaráhættuna, eða hefði borið hana, annar en hið stefnda félag. Stef nandi byggir á því að Árni Reynisson, vátryggingamiðlari og framkvæmdastjóri félagsins, falli undir starfstryggingu vátryggingamiðlunarinnar Árna Reynissonar ehf. samkvæmt opinberum skrám Fjármálaeftirlitsins. Samkvæmt upplýsingum Fjármálaeftirlitsins bygg ist starfsemi hins stefnda félags á tveimur leyfum til vátryggingamiðlunar sem gefin eru út samkvæmt 81. gr. laga nr. 60/1994 um vátryggingastarfsemi, til Árna Reynissonar og Árna Reynissonar ehf. Stefnandi byggir á því að stefndi Árni beri persónulega á byrgð á því fjártjóni sem stefnandi hafi orðið fyrir, ásamt öðrum starfsmönnum hins stefnda félags, og séu allar framangreindar málsástæður einnig lagðar til grundvallar kröfu stefnanda á hendur honum. Varðandi réttargæsluaðild Fjármálaeftirlitsins er vís að til laga um eftirlit með fjármálastarfsemi nr. 87/1998, en í 4. og 5. tl. 2. gr. laganna komi fram, að miðlun vátrygginga falli undir eftirlitsskylda starfsemi. Í þessu efni vísar stefnandi einnig til laga nr. 32/2005, þar sem kveðið sé á um að eftirlit ið lúti að hæfni vátryggingamiðlara, fjárhag og starfsháttum, sbr. áður einnig 59. gr. laganna. Stefnandi byggir á því að FME hafi borið, á grundvelli óskráðrar meginreglu stjórnsýsluréttar um skyldubundið mat stjórnvalda, að gera efnislegt mat á því hvort starfsábyrgðartrygging hins stefnda félags teldist sambærileg starfsábyrgðartryggingu íslenskra félaga, skv. 3. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 592/2005 um starfsábyrgðartryggingu vátryggingamiðlara. Í samræmi við rannsóknarreglu stjórnsýslulaga nr. 30/1993, sbr. 10. gr. laganna, hefði FME einnig borið að gera fullnægjandi könnun á útgefnu vátryggingarskírteini hins stefnda félags, þ.e. samningsskilmálum starfsábyrgðartryggingarinnar. Samkvæmt framangreindu og í ljósi óskýrleika laga nr. 32/2005 telur stefnand i nauðsynlegt að stefna Fjármálaeftirlitinu til réttargæslu í þessu máli. Ljóst ætti að vera af þessu máli að erfitt sé fyrir vátryggðan tjónþola að gæta réttar síns gagnvart svokölluðum vátryggingamiðlurum og átta sig á réttarstöðu sinni. 10 Niðurstaða I Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hefur stefndi Árni Reynisson ehf. útgefið starfsleyfi sem vátryggingamiðlari frá 6. apríl 2001. Í málinu er lagt fram vottorð úr fyrirtækjaskrá þar sem fram kemur að vátryggingamiðlun er einn tilgangur félagsins, auk þess sem félagið er á framlögðum lista Fjármálaeftirlitins yfir vátryggingamiðlanir. Í umsókn stefnanda um trygginguna þann 23. janúar 2008, sem útbúin er á stöðluðu bréfsefni hins stefnda félags, segir að hann veiti stefnda Árna Reynissyni ehf. vátryggingamiðlun umboð til að koma á og hafa umsjón með vátryggingu í samræmi við umsóknina. færa kreditkort stefnanda til greiðslu iðgjalds. Undir heimil dinni standa nöfn B. ehf., sem tilgreindur er sem ráðgjafi og ritar B nafn sitt þar undir, nafn stefnda Árna Reynissonar ehf. sem vátryggingamiðlara og loks nafn Willis Ltd. sem vátryggingamiðlar a. Umsóknin tryggingarinnar er undirritað af stefnda Árna Reynissyni ehf., umsýslumiðlun með vátryggingarheimild Axis Speciality Europe Plc, í samstarfi við Willis Limited. Vátryggingarskírteinið er gefið út á bréfsefni stefnda Árna Reynissonar ehf. Í skilmálum starfstryggingarinnar er vísað til stefnda Árna Reynissonar ehf., vátryggingamiðlunar, og tiltekið að Hagall, sem einnig er á bréfsefni félagsins, sé skráset t vörumerki vátryggingamiðlunarinnar Árna Reynissonar ehf. Samkvæmt vátryggingarskírteini og í skilmálum starfstryggingarinnar kemur fram að fyrirspurnir eða kvartanir verði fyrst að senda til stefnda Árna Reynissonar ehf. Þá segir að engin breyting á vá tryggingarskírteininu öðlist gildi fyrr en hún hafi verið samþykkt af stefnda, Árna Reynissyni ehf., sbr. ákvæði 3.7. Breytingar á starfi eða áhættu ber að tilkynna til stefnda Árna Reynissonar ehf. og leita samþykkis félagsins fyrir þeim, og eftir atvikum með greiðslu viðbótariðgjalds, sbr. ákvæði 3.10. Í bréfi 3. mars 2014, sem ritað er á bréfsefni Árna Reynissonar ehf., kemur með skýrum hætti fram vörumerkið Hagall, nafn félagsins, heimilisfang, pósthólf, tölvupóstfang, kennitala og bankanúmer. Í bréfinu , sem er undirritað af Árna Reynissyni, segir m.a. að lokið hafi verið við að endurnýja starfstrygginguna, þar kemur fram ósk um að stefnandi upplýsi um breytingar á starfi eða heilsufari og þess er getið að stefnanda verði gert viðvart í tæka tíð þegar þu rfi að endurnýja trygginguna. Loks segir að stefnanda sé velkomið að leita til félagsins ef á trygginguna reynir. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið verður ekki annað séð en að stefndi Árni Reynisson ehf. hafi sjálfur skilgreint sig gagnvart st efnanda í umræddum viðskiptum sem vátryggingamiðlara. Aðkoma félagsins að þessum viðskiptum er dæmigerð vátryggingamiðlun eins og hún er skilgreind í 1. gr. laga nr. 32/2005, þar sem komið er á samningi við erlendan vátryggjanda gegnum tengsl félagsins við erlenda vátryggingamiðlara, breytingar á samningum eru háðar samþykki stefnda Árna Reynissonar ehf. og boðin er fram aðstoð við sækja vátrygginguna ef á hana reynir og raunar gert ráð fyrir því að fyrirspurnir séu fyrst sendar til félagsins. Með vísan til framangreinds verður að líta svo á að Árni Reynisson ehf. hafi komið fram gagnvart stefnanda í þessum viðskiptum sem vátryggingamiðlari. II. Í ákvæði 2.3 í vátryggingarskilmálunum kemur fram að íslensk lög gildi um vátryggingarsamninginn. Samkvæ mt 1. mgr. 79. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004 hvílir tilkynningarskylda á vátryggingafélagi gagnvart vátryggingartaka ef félagið hyggst ekki framlengja vátrygginguna fram yfir umsaminn gildistíma. Vátryggingafélag getur komið í veg fyrir endu rnýjun vátryggingarsamnings að tilteknum skilyrðum uppfylltum sem rakin eru í ákvæðinu. Að öðrum kosti framlengist vátryggingartímabilið um eitt ár. Samkvæmt 4. mgr. 30. gr. laga um miðlun vátrygginga nr. 32/2005 hvílir upplýsingaskylda vátryggingafélags á vátryggingamiðlara við vátryggingamiðlun. Þeirri upplýsingaskyldu gat stefndi Árni Reynisson ehf. ekki fullnægt með því að tilkynna B tryggingaráðgjafa um að tryggingin yrði ekki endurnýjuð. Meginmálsástæða stefnanda er sú að stefndu hafi vanrækt á sakn æman og ólögmætan hátt að endurnýja starfstryggingu stefnanda. Vanrækslan hafi leitt til þess að hann geti ekki krafist bóta frá þeim 11 félögum sem hafi selt trygginguna. Ekki verður fallist á að vanræksla stefndu á upplýsingaskyldu sinni hafi leitt til þess að stefnandi geti ekki krafist bóta frá upphaflegum vátryggjanda. Í skilmálum vátryggingarinnar kemur skýrt fram að vátryggingin lýtur íslenskum lögum, sbr. ákvæði 3.6. Ófrávíkjanleg ákvæði laga um vátryggingasamninga mæla fyrir um sjálfkrafa endurnýjun s lysa - eða sjúkratrygginga komi félag sér ekki undan endurnýjun í samræmi við ákvæði laga. Verður því ekki fallist á að vanræksla stefndu á upplýsingaskyldu sinni hafi valdið því að stefnanda hafi ekki verið unnt að krefjast bóta frá því vátryggingafélagi s em upphaflega veitti vátrygginguna enda er það samkvæmt íslenskum lögum bundið við vátrygginguna. Vanræksla stefnda Árna Reynissonar ehf. og starfsmanna félagsins varðandi tilkynningar breytir engu um það. III. Á stefnda Árna Reynissyni ehf. sem vátryggingamiðlara hvíla ríkar trúnaðarskyldur gagnvart stefnanda, sbr. t.d. V. og VI. kafla laga um miðlun vátrygginga nr. 32/2005. Í því felst m.a. að starfa með hag vátryggingartaka fyrir augum, sbr. 28. gr. laganna, og fullnægja kröfum sem lúta að til kynningarskyldu vegna endurnýjunar vátryggingarsamnings. Þá tilkynningarskyldu var ekki hægt að uppfylla nema með því að beina henni til vátryggjanda og leita eftir skýrri afstöðu hans ef ætlunin var að láta tryggingaverndina falla niður. Þegar það lá fyri r að þessi upplýsingagjöf hefði misfarist bar stefnda, Árna Reynissyni ehf., í samræmi við trúnaðarskyldur samkvæmt lögum og skilmálum starfstryggingarinnar að aðstoða stefnanda við tjónsuppgjörið, enda hafði hann umboð frá vátryggingafélaginu til að taka við tjónstilkynningum og aðstoða stefnanda við að fylla út tjónaskýrslur. Jafnframt hvíldi sú skylda á stefnda Árna Reynissyni ehf., að leiðbeina honum um þann rétt sem hann kynni að eiga á hendur vátryggjendum samkvæmt íslenskum lögum. Bréf stefnda Árna R eynissonar ehf. til stefnanda dags. 1. júlí 2015 undirritað af stefnda Árna Reynissyni um að hann eigi ekki rétt á bótum þar sem tryggingin hafi ekki verið endurnýjuð er ekki einungis ófullnægjandi heldur beinlínis rangt. Þessi ranga upplýsingagjöf virðis t þó ekki hafa leitt til tjóns vátryggjanda. Þegar í ljós kom að AXIS myndi ekki bjóða upp á tryggingaþjónustu hér á landi gerði stefndi Árni Reynisson eh f. ráðstafanir til að flytja áhættu þeirra sem hygðust endurnýja starfstrygginguna til annarra tryggingafélaga. Þessar ráðstafanir voru gerðar í samstarfi við erlendar vátryggingamiðlanir sem félagið er í samningssambandi við og tóku til vátryggjenda hjá L loyd´s sem stefndi Árni Reynisson ehf. hafði heimild vátryggingarskírteini. Í upphaflegri umsókn stefnanda um vátryggingu er óskað eftir starfstryggingu hjá vát ljós kom að AXIS hygðist ekki bjóða upp á áframhaldand i tryggingar hér á landi. Ekki er fallist á að þurft hafi sérstakt eða frekara samþykki stefnanda fyrir slíkri breytingu. Þá er augljóst að forsenda þess að stefnandi gæti notið tryggingaverndar var að hann greiddi iðgjald fyrir umrætt vátryggingartímabil. Málsástæðum stefnanda um að iðgjöld hafi verið móttekin án heimildar og vátryggingamiðlari hafi misnotað stöðu sína er hafnað. Breytingar á tryggingavernd stefnanda tóku hins vegar lengri tíma í tilviki hans en annarra viðskiptavina. Þær tafir stafa af þ eim mistökum sem gerð voru við tilkynningar til stefnanda um að Axis væri að hverfa af markaði og þeim drætti sem varð í kjölfarið á því að tilkynna IV. Samkvæmt skilmálum vátryggingarinnar ber að viðhafa ákveðið ferli við að meta hvort varanleg örorka er til staðar. Í ákvæði 3.4 er vísað til þess að bótakrafan sé háð samþykki tveggja óháðra um nið urstöðuna tilnefna þeir þriðja læknisfræðilega athugandann og er álit hans bindandi fyrir alla aðila. Af hálfu stefnda Árna Reynissonar ehf. var fyrir hönd vátryggjanda óskað eftir upplýsingum um þær aðstæður sem leiddu til líkamlegs ástands stefnanda auk sjúkraskýrslna frá síðustu fimm árum. Stefnandi 12 brást við þessari beiðni með því að leggja fram sjúkraskýrslurnar í þinghaldi 26. júní 2017 ásamt beiðni um matsgerð. Niðurstöður matsgerðar lágu fyrir þann 10. nóvember 2017. Þar er ýtarlega farið yfir heils ufarssögu stefnanda og þann tjónsatburð sem leiddi til varanlegrar örorku. Þá er staðfest frá hvaða tíma stefnandi var óvinnufær og að hann búi við varanlega örorku til starfa sem húsa - og trésmiður. Verður að miða við að með framlagningu þessara gagna haf i legið fyrir þær upplýsingar sem vátryggjendur óskuðu eftir til að geta metið hvort skilmálum tryggingarinnar væri fullnægt. V. Vátryggingamiðlari sem veldur því að vátryggingartaki fær ekki greiddar bætur hjá vátryggingafélagi í samræmi við útgefna skilmála, sem reynast ekki vera í gildi vegna háttsemi sem hann ber ábyrgð á, er bótaskyldur fyrir því tjóni sem það veldur vátryggingartakanum. Við mat á fjárhæð þeirra bóta sem miðlaranum ber að greiða verður að l íta til þess hversu háa fjárhæð vátryggingartaki hefði fengið greidda frá þessu tiltekna félagi ef vátrygging hefði verið fyrir hendi. Fyrir liggur að stefnanda var í byrjun skýrt frá því að tryggingin væri fallin niður og að nafn stefnanda var ekki á meða l þeirra sem upphaflega voru send til þeirra vátryggjenda sem tóku yfir áhættur AXIS eftir 25. febrúar 2015. Samkomulag náðist hins vegar síðar um að stefnandi nyti tryggingaverndar og var gefið út vátryggingarskírteini því til staðfestingar, útgefið af st efnda Árna Reynissyni ehf. og undirritað af stefnda Árna Reynissyni. Stefndu Árni Reynisson ehf. og Árni Reynisson persónulega, eru bundir af því gagnvart stefnanda að slík trygging sé í gildi með þeim skilmálum sem koma fram í vátryggingarskírteininu. Þá liggur fyrir yfirlýsing frá vátryggjanda um að stefnandi muni fá þær bætur sem honum beri ef um réttmæta kröfu er að ræða. Í skýrslutöku fyrir dómi upplýsti stefnandi að Travellers hefðu boðið 15.000.000 króna eingreiðslu og 5.000.000 króna í tímabundna ör orku, sem er ekki í samræmi við skilmála tryggingarinnar sem kveður á um 100.000 króna vikulegar greiðslur í 104 vikur. Að mati dómsins lágu fyrir fullnægjandi upplýsingar um tjónið samkvæmt skilmálum tryggingarinnar þann 10. nóvember 2017. Verður að telja eðlilegt að starfstrygging sem er í gildi, hefði verið greidd út eigi síðar en einum mánuði eftir að þær upplýsingar komu fram. Hins vegar liggur ekki fyrir hvers vegna tryggingin var ekki greidd út, hvort og þá hvenær upplýsingum var komið til vátryggja nda, hvort greiðsla verður innt af hendi á grundvelli fullgildrar vátryggingar og hversu há fjárhæð verði greidd. Það liggur því ekki fyrir hvort stefnandi verður fyrir tjóni, hvert það tjón muni verða og hvort það tjón stafi af bótaskyldri háttsemi stefn du Árna Reynissonar ehf. og Árna Reynissonar persónulega. Með vísan til þess telur dómurinn rétt að sýkna stefndu að svo stöddu með vísan til 2. mgr. 26. gr. laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála Að því er varðar réttargæslustefnda þá verður ekki falli st á þau rök hans að ákvæði 3. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar geti ekki átt við erlendar vátryggingar. Hins vegar verður ekki séð að sérstök nauðsyn hafi verið til að gefa út réttargæslustefnu. Engar kröfur eru gerðar á hendur réttargæslustefnda. Með hlið sjón af atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans kr. 2.000.000. Af hálfu stefnanda flutti málið Fjölnir Vilhjálmsson lögmaður vegna Steingríms Þormóðssonar, lögmanns. Af hálfu stefndu flutti málið Baldvin Hafsteinsson lögmaður. Af hálfu réttargæslustefnda flutti málið María Thjell lögmaður. Helgi Sigurðsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð Stefndu, Árni Reynisson ehf. og Árni Reynisson , eru sýknaðir að svo stöddu af kröfum stefnanda. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, Steingríms Þormóðssonar kr. 2.000.000.