LANDSRÉTTUR Dómur föstu daginn 8. febrúar 20 19 . Mál nr. 533/2018 : A (Styrmir Gunnarsson lögmaður) gegn Tryggingamiðstöðin ni hf. og B (Valgeir Pálsson lögmaður) Lykilorð Líkamstjón. Skaðabætur. Varanleg örorka. Uppgjör. Fullnaðarkvittun. Fyrirvari. Útdráttur Árið 2008 varð A fyrir líkamstjóni í umferðarslys i. Á grundvelli álits um líkamstjón A, sem A og T öfluðu sameiginlega, fór fram uppgjör skaðabóta árið 2012 en af hálfu s Á árinu 2016 aflaði A nýs mats um varanlegar afleiðingar slyssins og krafðist í kjölfarið frekari skaðabóta. Reisti hann kröfu sína fyrir Landsrétti á fyrirvara við undirritun á móttöku lokagreiðslu bóta . Í dómi Landsréttar kom fram að virða yrði fyrirvarann í því ljósi að A hefði á árinu 2012 sett fram tilboð um uppgjör bóta á grundvelli þeirrar álitsgerðar sem lá fyrir, sem T hefði samþykkt , og A tekið við þeim bótum án athugasemda við tiltekna þætti í matinu . Fyrirvarinn gæti því ekki falið ann að í sér en að með honum áskildi A sér rétt til frekari bóta ef varanlegar afleiðingar yrðu vegna ófyrirséð r ar breytingar meiri en lagt var til grundvallar við uppgjörið. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Jóhannes Sigurðsson, Kristbjörg Stephensen og Sigurður Tómas Magnússon . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 28. júní 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 1. júní 2018 í málinu nr. E - /2015 . 2 Áfrýjandi krefst þess að stefndu verði gert að greiða honum óskipt 5.038.890 krónur með 4,5% ársvöxtum frá 19. desember 2010 til 24. september 2016, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greið sludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti án tillits til gjafsóknar sem honum hefur verið veitt. 2 3 Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Áfrýjandi lenti í umferðarslysi 20. janúar 2008 þegar ekið var á bifreið sem hann ók. Hinn 24. janúar 2012 f ór fram uppgjör skaðabóta milli áfrýjanda og stefnda Tryggingamiðstöðvarinnar hf., sem veitt hafði ábyrgðartryggingu fyrir þá bifreið sem olli umfer ðarslysinu . 5 Fyrir Landsrétti felst ágreiningur aðila einvörðungu í því hvort áfrýjandi eigi rétt til frekari skaðabóta vegna varanlegra afleiðinga slyssins á grundvelli fyrirvara sem gerður var við undirritun á móttöku lokagreiðslu bóta. 6 Málsatvikum er ná nar lýst í hinum áfrýjaða dómi. Niðurstaða 7 Eins og kemur fram í hinum áfrýjaða dómi óskuðu þáverandi lögmaður áfrýjanda og stefndi Tryggingamiðstöðin hf. sameiginlega eftir því við lækni og lög mann 11. febrúar 2011 að þeir veittu álit sitt á tímabundnum o g varanlegum afleiðingum slyssins. Álitsgerð þeirra lá fyrir 10. október sama ár en niðurstöður um afleiðingar slyssins voru meðal annars þær að varanlegur miski áfrýjanda væri 10 stig og varanleg örorka 15%. Í kjölfarið setti þáverandi lögmaður áfrýjanda fram kröfu á hendur stefnda Tryggingamiðstöðinni hf. um greiðslu skaðabóta. Bar bréf lögmannsins Í kröfubréfinu k om fram að krafan byggði á fyr irliggjandi matsgerð. 8 Í framhaldi af tilboði áfrýjanda um uppgjör bóta samþykkti stefndi að gera upp bætur á þeim forsendum sem tilboðið gerði ráð fyrir með því að gefa út skaðabótakvittun 24. janúar 2012. Áfrýjandi tók þá við bótum sem voru í samræmi við þá kröfu sem sett var fram af hans hálfu. við uppgjör skaðabóta til áfrýjanda sama dag í þessu ljósi. 9 Fyrir liggur að samkomulag náðist milli aði la um bætur þar sem fallist var að öllu leyti á skaðabótakröfu áfrýjanda , sem hann byggði á þeirri álitsgerð sem lá fyrir . Engin gögn liggja fyrir um það í málinu að áfrýjandi hafi gert athugasemdir við einhverja tiltekna þætti í matinu sem lá fyrir. Eins og atvikum er háttað g etur framangreindur fyrirvari við bótauppgjörið því ekki falið annað í sér en að áfrýjandi áskildi sér rétt til að krefjast frekari bóta ef síðar yrðu ófyrirséðar breytingar á heilsufari hans sem yllu því að varanlegar afleiðingar af völdum slyssins yrðu taldar meiri en lagt var til grundvallar við uppgjörið. 10 Að framangreindu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. 3 11 Rétt er að málskostnaður fyrir Landsrétti falli niður, en um gjafsóknar kostnað fer sem í dómsorði greinir. Dómsorð: H éraðsdómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, A , fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans 800.000 kr ónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur föstudaginn 1. júní 2018. Mál þetta, sem var dómtekið 8. maí sl., var höfðað 19. desember 2014. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær að stefndu verði dæmd in solidum til að greiða honum skaðabætur að fjárhæð 5.038.890 kr., með 4,5% ársvöxtum frá 19. desember 2010 til 24. september 2016, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar að viðbættum virðisaukaskatti, eins og mál þetta væri eigi gjafsóknarmál. Stefndu krefjast sýknu og málskostnaðar. I Aðdragandi málsins er sá að þann 20. janúar 2008 lenti stefnandi í umferðarslysi þegar ökutækinu en lögboðin ábyrgðartrygging ökutækisins var hjá stefnda Tryggingamiðstöðinni hf. Málsatvik eru að meginstefnu óumdeild. Þá er enginn tölulegur ágreiningur um stefnufjárhæðina. Helsti ágreiningur málsaðila snýr að því hvort skilyrði séu fyrir endurupptöku ákvörðunar um bætur vegna varanlegs miska og varanlegrar örorku stefnanda, þ.e. annars vegar á grundvelli fyrirvara, sem þáverandi lögmaður stefnanda gerði við uppgjör bóta, og hins vegar á grundvelli heimildar í 11. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þávera ndi lögmaður stefnanda og stefndi Tryggingamiðstöðin hf. óskuðu sameiginlega eftir því að C, læknir, og D, lögmaður, gæfu álit sitt á afleiðingum slyssins samkvæmt ákvæðum skaðabótalaga nr. 50/1993. Í áliti, sem þeir kalla matsgerð, dags. 9. október 2011, var niðurstaðan sú að varanlegur miski stefnanda væri 10 stig og varanleg örorka 15%. Í álitinu er vikið að eyrnasuði, en C og D töldu umferðarslysið ekki vera orsök þess. Suðið er þar fremur talið vera tengt heyrnartapi, en vísað er um það til sjúkraskrár E, háls - , nef - og eyrnalæknis. Með erindi, dags. 3. nóvember 2011, fór þáverandi lögmaður stefnanda fram á greiðslu bóta úr Í framhald inu greiddi stefndi Tryggingamiðstöðin hf. þáverandi lögmanni stefnanda 4.075.734 kr., þar af 790.000 kr. vegna varanlegs miska og 2.397.149 kr. vegna varanlegrar örorku. Í t undirrituðum skaðabætur vegna ofangreinds tjóns samkvæmt eftirfarandi sundurliðun. Móttakandi staðfestir að 4 Undir skaðabótakvittunina ritaði þáver Þáverandi lögmaður stefnanda sendi stefnda Tryggingamiðstöðinni hf. tölvubréf, dags. 24. júní 2014, þar sem óskað var endurupptöku bótaákvörðu nar á þeirri forsendu að ástand stefnanda hefði versnað til muna og var um það vísað til göngudeildarnótu K , háls - , nef og eyrnalæknis, dags. 25. apríl 2014. Stefndi Tryggingamiðstöðin hf. hafnaði þessari beiðni með tölvubréfi, dags. 14. júlí 2014, með v ísan til þess að ekki væru orsakatengsl milli eyrnasuðsins og slyssins. Síðan átti lögmaður stefnanda í frekari bréfaskiptum við stefnda Tryggingamiðstöðina hf., en félagið hélt sig við fyrrgreinda afstöðu sína. Höfðaði stefnandi mál þetta í framhaldi af þ ví. Var málið höfðað án tilgreiningar á fjárhæð kröfu samkvæmt heimild í d - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála þar sem óvíst var um fjárhæð kröfunnar og rjúfa þurfti fyrningu hennar með málsókninni. Að fenginni yfirmatsgerð dómkvaddra manna lagði stefnandi fram endanlega kröfugerð sína. Þann 12. júní 2015 voru að beiðni stefnanda dómkvaddir matsmennirnir F, lögmaður, og G, heila - og taugalæknir, til að meta varanlegan miska og varanlega örorku stefnanda vegna umferðarslyssins 20. jan úar 2008. Í matsgerð þeirra, dags. 27. október 2015, er komist að sömu tölulegu niðurstöðu um varanlegan miska og varanlega örorku stefnanda og C og D höfðu áður komist að í áliti sínu frá 9. október 2011. Rituðu F og G meðal annars að þeir teldu sig ekki geta staðhæft að eyrnasuð stefnanda mætti rekja til slyssins 20. janúar 2008. Þar sem orsakatengsl væru ekki fyrir hendi að þessu leyti væru ekki forsendur fyrir því að meta stefnanda hærri varanlega örorku en áður. Þann 27. júní 2016 voru, að beiðni stef nanda, dómkvaddir yfirmatsmennirnir H, lögmaður, I, háls - , nef - og eyrnalæknir, og J, endurhæfingarlæknir, til að meta varanlegan miska og varanlega örorku stefnanda vegna umferðarslyssins 20. janúar 2008. Niðurstaða yfirmatsgerðar, dags. 22. ágúst 2016, v ar sú að varanlegur miski stefnanda væri 22 stig og varanleg örorka 40%. Í yfirmatsgerðinni er haft eftir stefnanda að hann hafi orðið var við vægt suð árið 2005 í tengslum við veikindi í afholum nefs en það hafi síðar horfið. Stefnandi hafi sagt að suðið sem hann upplifi nú hafi komið í kjölfar umferðarslyssins 20. janúar 2008 og ágerst fram á árið 2009, þegar hann hafi leitað sér lækninga hjá E, háls - , nef - og eyrnalækni. Í yfirmatsgerðinni er síðan vísað til þess að vel þekkt sé að suð geti komið til nok kru eftir að slys verði. Telji yfirmatsmenn að þessu sé þannig háttað í tilviki stefnanda, þ.e. að suðið hafi komið til eða í öllu falli ágerst talsvert eftir slysið 20. janúar 2008. Var í þessum efnum nokkuð byggt á vottorði K, háls - , nef - og eyrnalæknis, dags. 3. ágúst 2016, en tekið var fram að stefnandi hefði verið hjá umræddum lækni til langs tíma. Niðurstaða yfirmatsmanna var því sú að orsakasamhengi væri á milli umferðarslyssins og eyrnasuðs stefnanda. Við aðalmeðferð málsins komu yfirmatsmenn fyrir dóm, staðfestu yfirmatsgerð sína og svöruðu spurningum um matið. II Stefnandi byggir einkum á því að með yfirmatsgerð sé komin fram full sönnun fyrir því að varanlegur miski hans sé 22 stig og varanleg örorka 40%. Stefndu beri því að greiða stefna nda skaðabætur og vexti í samræmi við kröfugerð hans. Aðallega er byggt á því að þessi greiðsluskylda eigi sér stoð í því að stefnandi hafi gert fyrirvara við mat, dags. 9. október 2011, á afleiðingum slyssins og við móttöku skaðabóta. Verði ekki fallist á þetta byggir stefnandi til vara á því að skilyrðum 11. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 um endurupptöku á bótaákvörðun sé fullnægt. Stefnandi hafi strax verið þeirrar skoðunar að álitið frá 9. október 2011 endurspeglaði ekki þær afleiðingar sem slysið hefði haft í för með sér og eigi það bæði við um eyrnasuðið og aðrar afleiðingar slyssins. Þess vegna hafi verið gerður fyrirvari við álitið. Aftur á móti hafi stefnandi þar til nú ekki haft undir höndum sönnunargögn þess efnis að eyrnasuðið sé afleiðing slyssin s. Stefnandi leggur áherslu á að skýra og túlka verði fyrirvara hans með hliðsjón af álitinu frá dags. 9. október 2011. Þá séu þau sjónarmið sem stefndu færi fram um óskýrleika fyrirvarans ekki studd haldbærum rökum. 5 Fallist dómurinn ekki á framangreind sj ónarmið stefnanda byggir hann á því að skilyrðum 11. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 sé fullnægt. Þetta hafi fyrst orðið ljóst með tilkomu yfirmatsgerðar, dags. 22. ágúst 2016. Samanburður á yfirmatsgerðinni og álitinu frá 9. október 2011 leiði í ljós ófyrir sjáanlegar breytingar, ný og aukin einkenni ásamt versnun á heilsufari stefnanda frá því að upphaflega matið fór fram. Loks megi fullyrða að 12 stiga hækkun á miska og 25 prósentustiga hækkun á örorku vegna afleiðinga slyssins teljist veruleg hækkun í skilningi 11. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. III Stefndu byggja sýknukröfu sína einkum á því að fyrirvarinn sem stefnandi gerði við fullnaðaruppgjör í janúar 2012 verði ekki túlkaður eða skilinn á þann veg að stefnandi hafi með honum áskilið sér ré tt til endurupptöku bótaákvörðunar vegna þess að matið sem hún var reist á kynni að vera rangt. Þannig hafi stefnandi engan fyrirvara gert í erindi sínu til stefnda Tryggingamiðstöðvarinnar hf., dags. 3. nóvember 2011, heldur einungis vísað til þess að kr afan byggði á fyrirliggjandi matsgerð. Í skaðabótakvittun, dags. 24. janúar 2012, sem send hafi verið þáverandi lögmanni stefnanda vegna uppgjörs á bótum vegna slyssins hafi sérstaklega verið vísað til þess að stefndi Tryggingamiðstöðin hf. hefði greitt sk aðabætur vegna framangreinds tjóns samkvæmt eftirfarandi sundurliðun. Því næst hafi sagt í skjalinu: randi lögmaður stefnanda undirritað með þeim fyrirvara sem áður greinir. Stefnandi hafi þannig hvorki þegar hann upphaflega krafðist bóta vegna slyssins né þegar hann tók við bótum sett fram skýringar á fyrirvaranum á þann veg sem hann geri í nýjasta málat ilbúnaði sínum. Stefndu hafi allt frá því að krafa um endurupptöku bótaákvörðunar kom fram byggt á því að dómaframkvæmd Hæstaréttar væri skýr um fyrirvara í tilvikum sem þessum. Af henni leiði að fyrirvarinn verði ekki skýrður svo að stefnandi hafi áskili ð sér rétt til endurupptöku bótaákvörðunar vegna þess að matið, sem hún sé reist á, kynni að vera rangt. Stefndu hafi ekki sett fyrirvarann fram heldur stefnandi og það sé því á hans ábyrgð að gera það með ótvíræðum hætti, en hann hafi notið lögmannsaðstoð ar í öllu ferlinu. Um varamálsástæðu stefnanda varðandi 11. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 byggja stefndu á því að bæði skilyrði ákvæðisins þurfi að vera fyrir hendi. Það sé stefnandi sem beri sönnunarbyrði fyrir því að skilyrði ákvæðisins séu uppfyllt. Af dómaframkvæmd megi ráða að skilyrðin séu þröng og ríkar kröfur gerðar til sönnunar. Þótt stefndu mótmæli ekki efnislegri niðurstöðu yfirmatsgerðar um áhrif slyssins á tjónþola þá mótmæla þau því að yfirmatsgerðin sanni að ófyrirsjáanlegar breytingar hafi orðið á heilsufari stefnanda, enda hafi stefnandi ekki óskað eftir mati á þeirri breytingu sem kynni að hafa orðið á varanlegum afleiðingum slyssins frá því að örorkumatsgerðar var fyrst aflað árið 2011 eða hvort ófyrirsjáanlegar breytingar hefðu orðið á h eilsufari stefnanda. Þegar bornar séu saman yfirmatsgerð, dags. 22. ágúst 2016, og álitið, dags. 9. október 2011, verði ekki ráðið að um versnun sé að ræða á einkennum stefnanda og þá um leið að breytingarnar teljist vera ófyrirsjáanlegar. Meginmuninn á sk jölunum tveimur megi aftur á móti rekja til þess að yfirmatsmenn telji orsakasamhengi á milli umferðarslyssins 20. janúar 2008 og eyrnasuðsins sem stefnandi finni til. Þegar orðalag skjalanna sé borið saman verði loks að hafa í huga að í öllum tilvikum sé um mat að ræða sem eðlilega feli í sér eitthvert svigrúm. Auk þess þurfi í tilviki stefnanda að taka tillit til fyrra heilsufars og greina á milli þess og áhrifa slyssins á sömu heilsufarsatriði. Í báðum skjölum sé komist að þeirri niðurstöðu að umferðarsl ysið hafi valdið versnun á brjóst - og mjóbaki og enn fremur sé þar lýst vaxandi andlegum einkennum á árunum áður en slysið átti sér stað. Þótt yfirmatsmenn komist tölulega að niðurstöðu sem sé ólík niðurstöðunni í álitinu frá 9. október 2011 þá sýni slíkur munur hins vegar ekki fram á eða feli í sér versnandi heilsufar af völdum slyssins eða ófyrirsjáanlegar breytingar í skilningi 11. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Skilyrðum ákvæðisins sé því ekki fullnægt í málinu. 6 Um lagarök vísa stefndu einkum til reglna skaðabótaréttar um fullnaðaruppgjör og gerð fyrirvara, sbr. 11. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, og um sönnun skaðabótakröfu. IV Eins og að framan greinir eru málsatvik að meginstefnu ágreiningslaus. Stefndu hafa ekki véfengt að yfirmatsgerð, dags. 22. ágúst 2016, endurspegli afleiðingar umferðarslyssins sem stefnandi varð fyrir 20. janúar 2008 og verður niðurstaða hennar lögð til grundvallar um þetta efni. Er þar gert ráð fyrir því að varanlegur miski og varanleg örorka sé hærri en upphaflega var ge rt ráð fyrir í fyrrnefndu áliti, dags. 9. október 2011, sem var grundvöllur bótauppgjörs málsaðila. Miðast stefnufjárhæð við yfirmatsgerðina og er enginn tölulegur ágreiningur um þá fjárhæð. Í skaðabótakvittun, dags. 24. janúar 2012, kom eins og áður segi r fram að móttakandi greiðslu staðfesti að bótafjárhæðin væri lokagreiðsla vegna tjónsins og að allar kröfur vegna málsins væru að fullu greiddar. Undir skaðabótakvittunina ritaði þáverandi lögmaður stefnanda þann 31. janúar 2012: Stefnandi byggir eins og áður greinir á því að hann hafi strax verið þeirrar skoðunar að álitið frá 9. október 2011 endurspeglaði ekki þær afleiðingar sem slysið hefði haft í för með sér. Þrátt fyrir þetta liggja engin gögn fyrir um það hvernig skýra eigi fyrirvara þáverandi lögmanns stefnanda, hvorki bréf þar sem gerð er grein fyrir því hvers vegna hann hafi verið gerður né aðrar yfirlýsingar frá umræddum tíma. Undir slíkum kringumstæðum hafa fyrirvarar á borð við þennan verið skýrðir svo í dómaframkvæmd að tjónþoli hafi með honum áskilið sér rétt til frekari bóta ef varanlegur miski eða varanleg örorka yrði vegna síðari breytinga meiri en talið var í áliti því sem lá til grundvallar bótauppgjöri málsaðila. Hefur v erið talið að slíkir fyrirvarar verði á hinn bóginn ekki skýrðir svo að tjónþoli hafi áskilið sér rétt til endurupptöku bótaákvörðunar vegna þess að matið, sem hún hafi verið reist á, kynni að vera rangt. Þannig verði að gera þá kröfu að slíkir fyrirvarar og þeir sem lúta að tilteknum forsendum mats séu ótvíræðir, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 20. febrúar 2014 í máli nr. 576/2013. Við túlkun fyrirvara stefnanda frá 31. janúar 2012 verða þessi sjónarmið því lögð til grundvallar. Í beiðni um yfirmat var einungis farið fram á að metinn yrði varanlegur miski og varanleg örorka stefnanda vegna umferðarslyssins 20. janúar 2008. Þannig laut beiðnin ekki að mati á því hvort síðari breytingar hefðu leitt til meiri varanlegs miska eða varanlegrar örorku en g engið hefði verið út frá í upphaflega álitinu, dags. 9. október 2011. Yfirmatsmenn mættu fyrir dóm og staðfestu yfirmatsgerðina. Í samræmi við efni yfirmatgerðar gátu þeir ekki varpað skýru ljósi á það hvort síðari breytingar hefðu leitt til meiri varanleg s miska eða varanlegrar örorku stefnanda. Til að mynda var J , endurhæfingarlæknir, spurð út í það fyrir dómi hvort ólík geta stefnanda við frambeygju að gólfi við skoðun á honum árið 2011 annars vegar og 2016 hins vegar gæti verið til marks um versnun á ei nkennum. Svaraði hún því til að slíkt væri ekki útilokað en að þetta gæti einnig skýrst af dagamun. Að öðru leyti sagðist J ekki hafa vitað hvernig fyrra matið hefði verið framkvæmt. I , háls - , nef - og eyrnalæknir, sem einnig stóð að yfirmatsgerðinni, sagði st hafa skoðað fyrra matið frá 2011 og taldi sig geta greint versnun á heilsu stefnanda frá 2011 til ársins 2016, þegar mat yfirmatsmanna fór fram. Aftur á móti gat hann ekki tilgreint hvernig slíkur samanburður birtist í yfirmatsgerðinni og fær dómurinn h eldur ekki séð að skýra umfjöllun um það atriði sé að finna þar. Auk þess virtist I , þegar hann var spurður nánar út í málið, telja að matinu frá 2011 hefði að einhverju leyti verið áfátt þar sem hann sagði að í því hefði ekki verið tekið nægilegt tillit t il stoðkerfiseinkenna og eyrnasuðs stefnanda. Þau ummæli gefa ekki til kynna að uppfyllt sé það skilyrði að síðari breytingar séu orsök hærra mats á varanlegum miska og varanlegri örorku. Að öllu framangreindu virtu telst stefnandi ekki hafa sýnt fram á að varanlegur miski eða varanleg örorka sé vegna síðari breytinga meiri en talið var í áliti því sem lá til grundvallar bótauppgjöri málsaðila. Stoðar stefnanda því ekki að vísa til áðurnefnds fyrirvara til stuðnings kröfu sinni um frekari skaðabætur úr hend i stefndu. Stefnandi byggir kröfu sína í málinu einnig á 11. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Samkvæmt því ákvæði er heimilt að kröfu tjónþola að taka upp að nýju ákvörðun um bætur fyrir varanlegan miska eða örorkubætur. Skilyrði endurupptöku samkvæmt greini nni eru tvíþætt, þ.e. annars vegar að ófyrirsjáanlegar 7 breytingar hafi orðið á heilsu tjónþola og hins vegar að ætla megi að þær breytingar felist í því að miskastig eða örorkustig sé verulega hærra en áður var talið. Eins og fram kemur í skýringum í athug asemdum með þessari grein í frumvarpi því sem varð að skaðabótalögum heimilar ákvæðið á hinn bóginn ekki endurupptöku ákvörðunar um bætur fyrir varanlegt líkamstjón sé krafan reist á endurskoðun þess mats á slíku tjóni, sem upphaflega var lagt til grundval lar bótauppgjöri, sbr. einnig til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 17. nóvember 2016 í máli nr. 188/2016. Því hefur verið slegið föstu í dómaframkvæmd að beiðni um nýtt mat á varanlegum miska eða varanlegri örorku samkvæmt 11. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 e igi að réttu lagi að lúta að því að metnar séu þær breytingar sem orðið hafi á heilsufari tjónþola eða starfsorku hans frá því að fyrra mat hafi verið gert. Með sama hætti eigi nýtt mat réttilega að lúta að þessum breytingum en almennt ekki að fela í sér n ýtt heildarmat á þeim varanlegu afleiðingum sem tjónþoli hafi hlotið af slysi, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 14. nóvember 2013 í máli nr. 286/2013. Slíkri matsgerð er aftur á móti ekki til að dreifa í málinu. Auk þess hefur dómurinn þegar komist að þeirri niðurstöðu hér að framan að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að varanlegur miski eða varanleg örorka sé vegna síðari breytinga meiri en talið var í áliti því sem lá til grundvallar bótauppgjöri málsaðila. Getur skilyrði 11. gr. skaðabótalaga nr. 5 0/1993, um að slíkar breytingar þurfi auk þess að vera ófyrirsjáanlegar, því ekki talist uppfyllt í málinu. Þegar af þessari ástæðu ber að sýkna stefndu af kröfum stefnanda og gerist þess þá ekki þörf að fjalla um síðara skilyrði 11. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 um að varanlegur miski eða varanleg örorka þurfi að vera verulega hærri en áður hafi verið talið. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Stefnandi fékk gjafsókn með bréfi dómsmálaráðherra, dags. 23. febrúar 2015. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, Styrmis Gunnarssonar, sem þykir hæfilega ákveðin 1.500.000 krónur, án tillits til virðisaukaskatts. Af hálfu stefnanda flutti málið Styrmir Gunnarsson, lögmaður. Af h álfu stefndu flutti málið Gestur Óskar Magnússon, lögmaður. Dóm þennan kveða upp Arnaldur Hjartarson, héraðsdómari og dómsformaður, Barbara Björnsdóttir, héraðsdómari, og Geir Tryggvason, læknir og lektor við læknadeild Háskóla Íslands. Dómsformaður tók við meðferð málsins 19. febrúar sl., en hafði fram til þess engin afskipti haft af meðferð þess. D Ó M S O R Ð: Stefndu, Tryggingamiðstöðin hf. og B, eru sýkn af kröfu stefnanda, A. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, Styrmis Gunnarssonar, 1.500.000 krónur.