LANDSRÉTTUR Úrskurður fimmtudaginn 25. júní 2020. Mál nr. 359/2020 : A (Björgvin Halldór Björnsson lögmaður) gegn velferðarsviði Reykjavíkur (Dagmar Arnardóttir lögmaður) Lykilorð Kærumál. Nauðungarvistun. Sönnunarfærsla. Dómkvaðning matsmann s . Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem nauðungarvistun A var framlengd. A krafðist þess að málinu yrði vísað aftur heim í hérað þar sem hún hefði lagt fram matsbeiðni áður en aðalmeðferð málsins hófst og því hafi borið að úrskurða sérstaklega u m dómkvaðningu matsmanns áður en efni málsins var ráðið til lykta með úrskurði. Í úrskurði Landsréttar kom fram að við ákvörðun um sönnunarfærslu mála samkvæmt III. kafla lögræðislaga væri dómari ekki bundinn við kröfur málsaðila. Því hafi dómara ekki bori ð að úrskurða sérstaklega um kröfu A um dómkvaðningu matsmanns. Var niðurstaða hins kærða úrskurðar að öðru leyti staðfest . Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Hervör Þorvaldsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 12. júní 2020 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 23. júní 2020. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. júní 2020 í málinu nr. L - / 2020 þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um framlengingu nauðungarvistunar sóknaraðila í allt að 12 vikur með heimild til rýmkunar samkvæmt mati yfirlæknis. Kæruheimild er í 1. mgr. 16. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. 2 Sóknaraðili krefst þess aðallega að héraðsdómi verði gert að dómkveðja matsmann í samræmi við framlagða matsbeiðni dómkvaddur verði matsmaður undir rekstri málsi ns fyrir Landsrétti. Þá krefst hún þóknunar til handa skipuðum verjanda sínum vegna meðferðar málsins fyrir Landsrétti. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 2 Niðurstaða 4 Aðalkröfu sína byggir sóknaraðili á því að hún hafi lagt fram matsbeiðni áður en aðalmeðferð málsins hófst og því hafi borið að úrskurða sérstaklega um ágreining varðandi dómkvaðningu matsmanns áður en efni málsins var ráðið til lykta með úrskurði. 5 Í III. kafla lögræðislaga eru ákvæði er varða það er sjálfráða maður er færður nauðugur á sjúkrahús og haldið þar og þegar manni, sem dvalið hefur á sjúkrahúsi af frjálsum og fúsum vilja, er haldið þar nauðugum. Í lögunum er síðan kveðið á um skilyrði nauðungarvistunar sem og hvaða gagna skuli aflað þegar metin eru skilyrði þess að framlengja megi nauðungarvistun. Í 2. mgr. 29. gr. a lögræðislaga er fjallað um þau gögn sem skulu fylgja kröfu um framlengingu nauðungarvistunar samkvæmt 1. mgr. greinarinnar. Skal þannig fylgja yfirlýsing læknis þess efnis að meðferðaraðili og e instaklingur sem sætir nauðungarvistun hafi reynt að ná samkomulagi um áframhaldandi meðferð ef þörf krefði. Einnig skal fylgja læknisvottorð eða önnur gögn sem krafa styðst við, svo og yfirlýsing læknis um að framlenging nauðungarvistunar með rýmkun sé að hans mati óhjákvæmileg. Samkvæmt 5. mgr. 29. gr. a lögræðislaga eiga ákvæði 9. 14., 16. 18., 20., 25. 28. og 30. 32. gr. við eftir atvikum um framlengingu nauðungarvistunar samkvæmt 1. mgr. Af 1. og 2. mgr. 11. gr. laganna leiðir að dómara ber að eiga fru mkvæði að öflun sönnunargagna til að staðreyna hvort skilyrðum framlengingar nauðungarvistunar til 12 vikna sé fullnægt, eftir atvikum með öflun læknisvottorða. Við ákvörðun um sönnunarfærslu mála samkvæmt III. kafla lögræðislaga er dómari ekki bundinn við kröfur málsaðila. Af því leiðir að dómara bar ekki að úrskurða sérstaklega um kröfu sóknaraðila um dómkvaðningu matsmanns. Verður aðalkrafa sóknaraðila því ekki tekin til greina. 6 Í málinu liggur fyrir yfirlýsing tveggja lækna sem annast hafa sóknaraðila . Þar kemur fram að hún sé metin í geðrofi, hafi skert innsæi í sjúkdóm sinn og telji sig hvorki veika né þurfa á innlögn eða meðferð á sjúkrahúsi að halda. Þá kemur fram að endurtekið hafi verið reynt að fá hana til að þiggja áframhaldandi meðferð á geðde ild en að það hafi ekki borið árangur. Jafnframt kemur fram í umræddri yfirlýsingu og læknisvottorði sömu lækna að það sé mat þeirra að framlenging nauðungarvistunar sé nauðsynleg. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur með þeim hætti sem í úrskurðarorði greinir. 7 Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist úr ríkissjóði þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila vegna meðferðar málsins fyrir Landsrétti sem ákveðin er að meðtöldum virðisaukask atti eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Fallist er á kröfu varnaraðila, velferðarsviðs Reykjavíkur, um að framlengja til tólf vikna frá og með 11. júní 2020 nauðungarvistun sóknaraðila, A , kt. , með heimild til rýmkunar samkvæmt mati yfirlæknis, sbr. 29. gr. a lögræðislaga nr. 71/1997. 3 Þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila, Björgvins Halldórs Björnssonar lögmanns, vegna meðferðar málsins fyrir Landsrétti, 148.800 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. júní 2020 I. Með kröfu dags. 9. júní 2020, sem barst réttinum 10. júní 2020, gerir sóknaraðili, Velferðarsvið Reykjavíkur, kröfu um að nauðungarvistun varnaraðila, A , kt. [...] , [...] , Reykjavík, verði framlengd til 12 vikna með heimild til rýmkunar á grundve lli 29. gr. a. lögræðislaga nr. 71/1997. Um aðild sóknaraðila vísast til 20. gr. laga nr. 71/1997, sbr. og d - lið 2. mgr. 7. gr. sömu laga. Varnaraðili krefst þess að krefst þess að dómkvaddur verði matsmaður til að meta andlega heilsu varnaraðila og jafnfr amt að kröfu sóknaraðila verði hafnað. Þá er þess krafist að málskostnaður skipaðs verjanda verði greiddur úr ríkissjóði, sbr. 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga. Málið var þingfest þann 11.6.2020 og tekið samdægurs til úrskurðar. II. Í beiðni sóknaraðila um framlengingu nauðungarvistunar dags. 8. júní sl. kemur fram að beiðnin sé tilkomin í framhaldi af 21 sólarhrings nauðungarvistun, sem samþykkt hafi verið af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu þann 22. maí sl. og renni út í lok dags. 11. júní. Í beiðninni kemur fram að sérfræðilæknir hafi metið varnaraðila með [...] . Varnaraðili sé alvarlega veik og þarfnist áframhaldandi meðferðar á sjúkrahúsi. Varnaraðili hafi takmarkað sjúkdómsinnsæi og án viðeigandi meðferðar megi búast við því að sjúkdómsástand varnaraðila fari versnandi og stefni hún þannig heilsu sinni og möguleika á bata í voða. Að öðru leyti vísist til meðfylgjandi læknisvottorðs. III. Kröfu sóknaraðila um framlengingu nauðungarvistunar til 12 vikna fylgir læknisvottorð og yf irlýsing B, geðlæknis, dags. 20. maí 2020 og C, sérnámslæknis og D, geðlæknis, dags. 5. júní 2020. Í vottorðunum er gangur legu rakinn. Þar kemur fram að varnaraðili sé [...] ára gömul kona, greind með [...] . Hún hefur verið óvinnufær frá árinu 2007 og þig gur örorkulífeyri sér til framfærslu. Varnaraðili hafi verið á [...] og í meðferð hjá geðlækni um árabil og eigi sér langa sögu um [...] frá 12 til 13 ára aldri og hefur verið hætt komin vegna [...] . Varnaraðili hefur verið haldin sjálfseyðingarhvöt og ver ið með viðvarandi sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígshótanir frá 14 ára aldri. Varnaraðili var lögð inn á geðdeild í fyrsta skipti árið 2018 og var þá nauðungarvistuð í 21 dag. Eftirfylgni eftir útskrift nauðungarvistunar á árinu 2018 hafi gengið illa og reyn st mjög erfið. Varnaraðili hafi afbókað flest viðtöl eða vitjanir og hætti að taka öll lyf. Í vottorðinu kemur fram að varnaraðili hafi mjög takmarkað innsæi í eigin veikindi og meðferð sé því nauðsynleg. Hún sé þjökuð af yfirgripsmiklu ranghugmyndakerfi e r lýtur m.a. að því að íbúðin hennar sé vöktuð, sími og tölva hleruð og nágrannar hennar séu hluti af hópi sem ráðist gegn henni. Varnaraðili er einnig með hugmyndir um að matur hennar sé eitraður og bifreiðin hennar sé fyllt af eiturgufum. Þá hafa þráhygg ju - og áráttueinkenni einnig verið áberandi. Í aðdraganda núverandi innlagnar hafði varnaraðli hríðfallið í þyngd og verið komin með veruleg einkenni næringarskorts s.s. hárlos, þunnt hár, klofnar neglur, blæðingastopp og þurra og viðkvæma húð. Ljóst hafi verið að andlegt og líkamlegt ástand varnaraðila fór hríðversnandi. Í núverandi innlögn fylgdi varnaraðili læknisráði og byrjaði að taka inn [...] töflur en segist þó ætla að hætta lyfjatöku um leið og hún útskrifist. Núverandi innlögn varnaraðila á geðd eild hófst með því að borgarlæknir fylgdi henni, ásamt hennar, á bráðamóttöku geðsviðs þann 19. maí 2020. Varnaraðili var þá lögð inn gegn vilja sínum og í framhaldi nauðungarvistuð í 72 klukkustundir. Í framhaldinu stóð Velferðarsvið Reykjavíkurborgar að 4 nauðungarvistun í 21 sólarhring, með beiðni, dags. 22. maí 2020 til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, sem samþykkt var samdægurs. Varnaraðili kærði þá ákvörðun sýslumanns til Héraðsdóms Reykjavíkur sem féllst á ákvörðun sýslumanns með úrskurði, dags. 27. maí 2020. Varnaraðili kærði úrskurð héraðsdóms til Landsréttar en Landsréttur staðfesti úrskurðinn, dags. 5. júní 2020. Það er mat sérfræðilæknis og geðlæknis að enginn vafi sé á því að varnaraðili sé alvarlega veik og þarfnist áframhaldandi meðferðar á sjúkrahúsi. Varnaraðili hafi takmarkað sjúkdómsinnsæi og án viðeigandi meðferðar megi búast við því að sjúkdómsástand hennar fari versnandi. Stefnir varnaraðili þannig heilsu sinni og möguleika á bata í voða. Það virðist alveg ljóst að varnaraðili muni ekki ná fullnægjandi bata áður en 21 sólarhrings nauðungarvistun rennur út. Því sé nauðsynlegt að framlengja nauðungarvistun varnaraðila í allt að 12 vikur með rýmkun í samræmi við lögræðislög. Varnaraðili kom fyrir dóminn og gaf aðilaskýrslu. Þar ítrekað i varnaraðili mótmæli sín við kröfu sóknaraðila og tók fram að ýmsar rangfærslur væru í læknisvottorðum og vitnað til ýmissa ummæla sem hún hefði ekki látið falla. Hún telji mikilvægt að hún fái að velja sjálf þá læknisaðstoð sem hún þiggur. Við aðalmeðfe rð málsins gaf C sérnámslæknir og meðferðarlæknir varnaraðila símaskýrslu fyrir dóminum. Hún skýrði frá því að ítrekað hafi verið reynt að ná meðferðarsambandi við varnaraðila sem sé mjög á móti þeirri meðferð sem hefur verið í gangi og stefnt er að haldi áfram. Þegar hún var lögð inn á árinu 2018 voru reynd vægari úrræði í eitt og hálft ár, en það skilaði ekki árangri og þegar hún var farin að grennast mjög mikið hafi verið talið nauðsynlegt að vista hana að nýju. Hún neiti því algerlega að hún sé með geðr ofseinkenni, tekur engum rökum og neitar því að ástæða þess að hún hafi grennst mikið stafi af næringarskorti. Hún er ekki talin hættuleg öðru fólki en það sé áhyggjuefni hve mikið hún hafi grennst. Vakin var athygli á því að ekki sé sama dagsetning á lækn isvottorði sem er dagsett 5. júní sl. og yfirlýsingu sem er dagsett 25. maí sl. Vitnið staðfesti undirritun sína á læknisvottorðinu og staðfesti jafnframt að bæði þessi skjöl hefðu verið undirrituð 5. júní sl. IV. Það er skilyrði þess að unnt sé að nauðu ngarvista mann á sjúkrahúsi að hann sé haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða verulegar líkur séu taldar á að svo sé ástatt um hann eða ástand hans sé þannig að jafna megi til alvarlegs geðsjúkdóms. Hið sama á við ef maður á við alvarlega áfengisfíkn að stríða eða ofnautn ávana - og fíkniefna, sbr. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 71/1997. Í málinu hafa tveir sérfræðingar í geðlækningum sinnt varnaraðila. Þessir sérfræðingar eru báðir sammála um að nauðungarvistun hafi verið nauðsynleg. Annar þeirra hefur gefið skýrslu fyrir dómi þar sem m.a. kom fram að hún hafi verið í samskiptum við geðlæknana E og F sem hafi annast varnaraðila eftir að hún útskrifaðist á árinu 2018. Það var F geðlæknir hjá samfélagsgeðteyminu sem óskaði eftir því að varnaraðili yrði lögð inn þegar he ilsu hennar fór að hraka verulega. Ekki verður fallist á þau rök lögmanns varnaraðila að það þurfi viðbótarálit sérfræðings í geðlækningum, þar sem umræddir sérfræðingar starfi á sama vinnustað, auk þess sem það var geðlæknir utan spítalans sem óskaði upp haflega eftir innlögn. Verður ekki séð hvers vegna það eitt að umræddir sérfræðingar starfi á sama vinnustað eigi að leiða til þess að kalla þurfi eftir viðbótarmati. Miða verður við að þessir sérfræðingar taki ákvarðanir um geðheilbrigði varnaraðila á gru ndvelli sérfræðiþekkingar sinnar, enda verður hvorki séð né verið sýnt fram á að þeir séu undir einhverjum þrýstingi um annað. Þeir hafa rökstutt ákvarðanir sínar með málefnalegum hætti og eru sammála um geðheilbrigði varnaraðila. Verður kröfu sóknaraðila um dómkvaðningu matsmanns hafnað með vísan til 3. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 71/1997. Með vísan til gagna málsins, einkum þó vitnisburðar C sérnámslæknis í geðlækningum fyrir dómi og læknisvottorðs hen nar og D dags. 5. júní sl. sbr. framangreinda samantekt, þykir nægjanlega í ljós leitt að ástand varnaraðila kalli á að hún verði nauðungarvistuð áfram á sjúkrahúsi og fái þar viðeigandi aðstoð og meðferð við sjúkdómi sínum. Hún hefur ekki innsæi í eigin v eikindi, hafnar allri meðferð og glímir við afleiðingar af næringarskorti og hefur haldið áfram að grennast þrátt fyrir meðferðina. Með 5 vísan til þess hversu illa haldinn varnaraðili hefur verið af sjúkdómi sínum og fyrri sögu þykir dóminum ljóst að önnur eða vægari úrræði dugi ekki eins og ástand hennar er í dag, til að tryggja heilsu og batahorfur hennar. Telur dómurinn því að uppfyllt séu skilyrði 29. gr. a í lögræðislögum nr. 71/1997, sbr. 17. gr. laga nr. 84/2015, til að verða við kröfu sóknaraðila um framlengingu nauðungarvistunar varnaraðila í 12 vikur, en með heimild til rýmkunar sbr. 3. mgr. 29. gr. a í samræmi við kröfu sóknaraðila og með velferð varnaraðila í huga. Með vísan til gagna málsins og ástands varnaraðila sem og í þeirri fullvissu að með ferðaraðilar útskrifi varnaraðila um leið og þeir telja skilyrði til þess uppfyllt, þykir ekki að svo stöddu tilefni til að marka nauðungarvistun skemmri tíma. Er þá einnig horft til þess rýmkunarákvæðis sem kveðið er á um, sem er til þess fallið að gera v istunina eftir atvikum bærilegri. Því verður fallist á kröfu sóknaraðila eins og nánar er tilgreint í úrskurðarorði. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. laga nr. 71/1997, sbr. 5. mgr. 29. gr. a sömu laga, ber að greiða úr ríkissjóði allan kostnað málsins, þar með ta lda þóknun skipaðs verjanda varnaraðila, Björgvins Halldórs Björnssonar lögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin 150.000 krónur. Þóknunin er ákveðin að meðtöldum virðisaukaskatti. Helgi Sigurðsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Beiðni um dómkvaðningu matsmanns er hafnað. Fallist er á kröfu sóknaraðila, Velferðarsviðs Reykjavíkur, um að framlengja til tólf vikna frá og með 11.6.2020 nauðungarvistun varnaraðila A , kt. [...] , með heimild til rýmkunar samkvæmt mati yfirlæknis, sbr. 29. gr. a. lögræðislaga nr. 71/1997. Allur kostnaður af málinu greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs verjanda varnaraðila, Björgvins Halldórs Björnssonar lögmanns 150.000 krónur.