LANDSRÉTTUR Úrskurður fimmtudaginn 28. nóvember 2019. Mál nr. 792/2019 : Lögreglustjórinn á Suðurlandi (Elimar Hauksson fulltrúi) gegn X (Sigurður Sigurjónsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Gæsluvarðhaldsúrskurður felldur úr gildi. Útdráttur Felldur var úr gildi úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar L andsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson og Jóhannes Sigurðsson og Sigríður Ingvarsdóttir , settur landsréttardómari, kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 26. nóvember 2019 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 27. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 26. nóvember 2019 í málinu nr. R - /2019 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 20. desember 2019 klukkan 16. Kæruheimild er í l - lið 1 . mgr. 19 2 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Þá er krafist kærumálskostnaðar. Niðurstaða 4 Krafa sóknaraðila er grundvölluð á 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 en samkvæmt ákvæði nu má úrskurða sakborning í gæsluvarðhald þótt skilyrði a - til d - liða 1. mgr. sömu greinar séu ekki fyrir hendi ef sterkur grunur leikur á a ð hann hafi framið afbrot sem að lögum getur v arðað 10 ára fangelsi, enda s é brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna . 5 Sóknaraðili telur að fram sé komin n sterkur grunur um sekt varnaraðila og gæsluvarðhald sé na uðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Óforsvaranlegt sé að 2 varnaraðili gangi laus þegar sterkur grunur leiki á að hann hafi framið svo alvarleg brot sem honum eru gefin að sök. Að mati sóknaraðila sé varnaraðili hættulegur umhverfi sínu og brotin þess eðlis að stríði gegn réttarvitund almennings að hann gangi laus meðan mál hans séu til meðferðar. Ríkir almannahagsmunir standi til þess að menn sem sterklega séu grunaðir um svo alvarleg ofbeldisbrot gangi ekki lausir. 6 Fyrir liggur ákvörðun sóknaraðila frá 19. nóvember 2019 um að varnaraðila hafi verið gert að yfirgefa heimili þeirra í fjórar vikur. Þá var honum jafnframt gert að sæta nálgunarbanni gagnvart brotaþola í jafn langan tíma. Ákvörðun þessi var staðfest með úrskurði Héraðsdóms Suðurlands 20. n óvember 2019 í máli nr. R - /2019. Varnaraðila er því hvorki heimilt að koma nálægt brotaþola né heimili hennar. Varnaraðili vísar til þess að ekkert bendi til þess að hann sé líklegur til þess að brjóta á öðrum en brotaþola. 7 Í málinu liggja ekki fyrir gö gn sem styðja með fullnægjandi hætti að varnaraðili sé svo hættulegur umhverfi sínu og brotin sem hann er sakaður um séu þess eðlis að stríði gegn réttarvitund almennings að hann gangi laus meðan mál hans eru til meðferðar. 8 Þegar litið er til þessa og fyrirliggjandi rannsóknargagna verður ekki talið nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna í skilningi 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 að varnaraðili sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi eins og atvikum er háttað . Eru skilyrði 2. mgr . 95. gr. laga nr. 88/2008 fyrir því að úrskurða varnaraðila í gæsluvarðhald ekki uppfyllt og verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi. 9 Kærumálskostnaður verður ekki úrskurðaður, sbr. 3. mgr. 237. gr. laga nr. 88/2008. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurðu r er felldur úr gildi. Úrskurður Héraðsdóms Suðurlands 26 nóvember 2019 Ár 2019, þriðjudaginn 26. nóvember, er á dómþingi Héraðsdóms Suðurlands sem háð er í dómsal embættisins að Austurvegi 4, Selfossi, af Hirti O. Aðalsteinssyni dómstjóra, kveðinn upp úrskurður þessi. Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur krafist þess að X, fæddum [...], með [...] ríkisfang en [...] ferðaskilríki, til dvalar að [...], verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til kl. 16:00 föstudaginn 20. desember nk. Kærði mótmælir kröfunn i og krefst þess að henni verði hafnað, en til vara að henni verði markaður skemmri tími. Krafan var þingfest og tekin til úrskurðar á dómþingi í dag. Málavextir. Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að lögreglan á Suðurlandi hafi nú til rannsóknar ætluð brot kærða gegn 1. mgr. 194. gr., 1. og 2. mgr. 218. gr. b. og 1. mgr. 233. gr. almennra hegningarlaga 3 nr. 19/1940. Kærði sé grunaður um að hafa veist að eigink onu sinni, A, kt. [...], á heimili þeirra beggja að [...], svipt hana þar frelsi sínu og beitt hana grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Atlagan hafi staðið yfir í margar klukkustundir og sé um að ræða ítrekað ofbeldi kærða gagnvart brotaþola. Þann 1 7. nóvember sl. hafi lögmaður brotaþola haft samband við lögreglu [...] til að láta vita að skjólstæðingur hennar hefði sett sig í samband við fjölskyldu sína og beðið um að verða bjargað af heimili sínu vegna ofbeldis af hálfu kærða. Brotaþoli hafi ekki v erið í ástandi til að gefa skýrslu þá um kvöldið og ekki hafi legið fyrir greinargóðar upplýsingar á þeirri stundu um eðli eða alvarleika atvika. Brotaþoli hafi gefið skýrslu á lögreglustöðinni [...] þann 18. nóvember sl. Hafi hún greint frá því að er hún hafi komið úr vinnu um hádegið deginum áður hafi kærði veist að henni með miklu ofbeldi. Hann hafi hótað henni lífláti, fært hana úr fötum með ofbeldi og tekið af henni símann. Síðan hafi kærði farið með hana í svefnherbergi á heimili þeirra þar sem hann h afi brotið gróflega gegn henni kynferðislega og hafi atlagan staðið í langan tíma. Því næst hafi kærði farið með brotaþola í eldhúsið og skipað henni þar að þrífa gólfið þar og síðan einnig á baðherbergi auk fleiri athafna. Kærði hafi neitað brotaþola um a ð fá að klæða sig á meðan á þessu hafi staðið og ítrekað hótað henni limlestingum og lífláti. Þá hafi brotaþoli einnig greint frá því að kærði hefði þann 6. nóvember sl. slegið hana í andlitið á heimili hennar með þeim afleiðingum að hún hafi hlotið glóðar auga. Brotaþoli hafi farið í læknisskoðun í beinu framhaldi af yfirheyrslunni og samkvæmt vottorði læknis hafi verið áverkar víða á líkama brotaþola, m.a. á innanverðum lærum. Hafi réttarmeinafræðingur staðfest að þeir áverkar séu þess eðlis að þeir samrý mist frásögn brotaþola um að fótum hafi verið þrýst í sundur til þess að nálgast kynfærasvæði. Kærði hafi gefið framburð hjá lögreglu og neiti staðfastlega sök. Að mati lögreglustjóra sé framburður kærða hins vegar afar ótrúverðugur og fái litla stoð í ö ðrum gögnum meðan framburður brotaþola fái stoð í öðrum gögnum málsins. Þannig sé framburður brotaþola meðal annars studdur áverkavottorði, áliti réttarmeinafræðings, framburði annarra vitna um ástand brotaþola umrætt kvöld og um glóðarauga eftir ætlað ofb eldi þann 6. nóvember sl. Þá fái framburður hennar einnig stoð í vettvangsrannsókn, meðal annars um afdrif blómvandar sem brotaþoli kveði að hafi verið kveikjan að ofbeldi kærða umrætt sinn. Kærði hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli ranns óknarhagsmuna með úrskurði Héraðsdóms Suðurlands þann 19. nóvember sl. í máli nr. R - [...]/2019 allt til klukkan 16:00 í dag. Hafi Landsréttur staðfest úrskurðinn þann 22. nóvember sl. í máli nr. 774/2019. Í málinu séu til rannsóknar ætluð brot kærða gegn 1. mgr. 194. gr., 1. og 2. mgr. 218. gr. b. og 1. mgr. 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Um sé að ræða mjög gróf brot og alvarlegar sakargiftir enda hafi löggjafinn ákveðið að brot gegn ákvæðunum varði fangelsi allt að 16 árum. Lögreglustjóri telji að fram sé kominn rökstuddur grunur um að kærði hafi gerst sekur um að hafa veist að brotaþola og beitt hana grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á heimili sínu og svipt hana þar frelsi sínu og geti hin ætluðu brot varðað meira en tíu ára fangels isrefsingu. Um sé að ræða ítrekað ofbeldi kærða gagnvart brotaþola en lögregla hafi einnig til rannsóknar líkamlegt ofbeldi sem hafi átt að eiga sér stað í október sl., mál nr. 318 - 2019 - [...]. Eftir því sem næst verði komist sé kærði ekki með dvalarleyfi hér á landi en lögregla vinni nú að því að afla frekari upplýsinga um það. Rannsókn lögreglu miði ágætlega og sé það mat lögreglustjóra að nú þegar sé fram kominn sterkur grunur um sekt kærða. Þannig sé gæsluvarðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahag smuna. Óforsvaranlegt sé að kærði gangi laus þegar sterkur grunur leiki á að hann hafi framið svo alvarleg brot sem honum séu gefin að sök. Að mati lögreglustjóra sé kærði hættulegur umhverfi sínu og brotin þess eðlis að það stríði gegn réttarvitund almenn ings að hann gangi laus meðan mál hans séu til meðferðar. Ríkir almannahagsmunir standi til þess að menn sem sterklega séu grunaðir um svo alvarleg ofbeldisbrot gangi ekki lausir. Með vísan til alls framangreinds, framlagðra gagna og 2. mgr. 95. gr. lag a nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sé þess farið á leit að framangreind krafa um gæsluvarðhald nái fram að ganga. Ekki sé gerð krafa um að kærða verði með úrskurði gert að sæta einangrun eða öðrum takmörkunum í gæsluvarðhaldinu nái krafa þessi fram að gang a. 4 Niðurstaða. Samkvæmt 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála má úrskurða sakborning í gæsluvarðhald þótt skilyrði a. til d. liðar 1. mgr. séu ekki fyrir hendi ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Með vísan til þeirra gagna sem lögð hafa verið fram í málinu verður dómurinn að fallast á það mat lögreglustjóra að kærði, sem er eldri en 15 ár a, sé undir sterkum rökstuddum grun um að hafa svipt eiginkonu sína, brotaþola í máli þessu, frelsi sínu og beitt hana grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi og er talið að brot hans varði við 1. mgr. 194. gr., 1. og 2. mgr. 218. gr. b. og 1. mgr. 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en brot gegn tveimur fyrrgreindu lagaákvæðunum varða fangelsi allt að 16 árum. Við meðferð málsins fyrir dómi benti fulltrúi lögreglustjóra á að ætluð brot hans gætu einnig varðar við 226. gr. sömu laga, en brot geg n 1. mgr. þeirrar lagagreinar getur varðað fangelsi allt að 4 árum. Þá verður fallist á það með lögreglustjóra að kærði sé hættulegur umhverfi sínu og jafnframt að ætluð brot hans séu þess eðlis að það stríði gegn réttarvitund almennings gangi hann laus me ðan mál hans eru til meðferðar. Þá fellst dómurinn á það með lögreglustjóra að ætluð brot kærða séu þess eðlis að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Er því fullnægt skilyrðum 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála t il að fallast á kröfu lögreglustjóra um að kærða verði gert að sæta gæsluvarðhaldi, en ekki þykja efni til að marka gæsluvarðhaldinu skemmri tíma en krafist er. Ekki er gerð krafa um að kærði sæti einangrun eða öðrum takmörkunum í gæsluvarðhaldinu. Hjörtu r O. Aðalsteinsson dómstjóri kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Kærði, X , fæddur [...], með [...] ríkisfang en [...] ferðaskilríki, skal sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 20. desember 2019 kl. 16:00.