LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 29. nóvember 2019. Mál nr. 211/2019 : Vellir ehf . ( Stefán B . Gunnlaugsson lögmaður ) gegn Björgvini Björgvinssyni og Vátryggingafélagi Íslands hf. ( Ólafur Eiríksson lögmaður) Lykilorð Skaðabætur. Víxill. Leigusamningur. Fasteignasala. Starfsábyrgðartrygging. Útdráttur V ehf. fól B fasteignasala og leigumiðlara að annast skjalagerð vegna leigusamnings og samkvæmt því útbjó B meðal annars skjal sem var ætlað að vera víxill til trygginga r leigugreiðslum í samræmi við ákvæði leigusamningsins. V ehf. taldi að B hefði valdið sér tjóni með því að gæta þess ekki að tryggingarvíxillinn hefði verið rétt út fylltur en vegna þess hefði víxilkrafa ekki stofnast og ekki verið hægt að innheimta kröfu na sem víxilkröfu. V ehf. höfðaði því mál gegn B og VÍ hf. og krafðist bóta á grundvelli starfsábyrgðartryggingar B hjá VÍ hf. Í dómi Landsréttur kom fram að hið umdeilda skjal hefði ekki víxilgildi eins og því hefði verið ætlað að hafa þar sem undirskrift útgefanda vantaði á það, sbr. 1. mgr. 2. gr. víxillaga nr. 93/1933, og breytti engu í því sambandi þótt undirskrift þess sem sagður væri útgefandi kæmi fram á öðrum stað á víxileyðublaðinu. Skjalið sem um ræddi væri því ekki víxill í skilningi víxillaga o g skuld samkvæmt því yrði ekki innheimt sem víxilskuld eins og ákvæði leigusamningsins gerði ráð fyrir að leigusali öðlaðist rétt til og B tók að sér sem leigumiðlari að ganga réttilega frá. Með vísan til 27. gr. laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa , sbr. samhljóða ákvæði 27. gr. eldri laga nr. 99/2004 sem hefði verið í gildi er leigusamningurinn var gerður, var fallist á að B hefði sem fasteignasali borið skaðabótaábyrgð á tjóni V ehf. sem talið var að B hefði valdið V ehf. af gáleysi með því að gæt a þess ekki að fylla víxileyðublaðið rétt út. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson og Jóhannes Sigurðsson og Sigríður Ingvarsdóttir , settur landsréttardómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 21. mars 2019 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 27. febrúar 2019 í málinu nr. E - 1570/2018 . 2 2 Áfrýjandi krefst þess að stefndu verði óskipt gert að greiða honum 1.650.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 12. júlí 2017 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndu krefjast staðfestingar hins áfrýjaða dóms auk málskostnaðar fyrir Landsrétti. 4 Stefndu gerðu upphafle ga aðalkröfu um að málinu yrði vísað frá Landsrétti en varakröfu um staðfestingu hins áfrýjaða dóms. Byggðu stefndu frávísunarkröfu sína á því að kröfugerð áfrýjanda fyrir Landsrétti uppfyllti ekki skilyrði 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einka mála og bæri því að vísa málinu frá Landsrétti. Þann 14. nóvember 2019 sendi áfrýjandi Landsrétti tilkynningu um breytta kröfugerð. Við aðalmeðferð málsins staðfesti lögmaður stefndu að breytingin hefði verið gerð með samkomulagi við stefndu. Þá staðfesti lögmaður stefndu jafnframt að vegna hinnar breyttu kröfugerðar væri fallið frá aðalkröfu um frávísun málsins frá Landsrétti. Niðurstaða 5 Skaðabótakrafa áfrýjanda á hendur stefndu er byggð á því að stefndi, Björgvin Björgvinsson, hafi sem fasteignasali og l eigumiðlari valdið áfrýjanda tjóni með því að gæta þess ekki að trygginga r víxill, sem stefndi tók að sér að útbúa en áfrýjandi fékk í hendur sem tryggingu fyrir leigugreiðslum í samræmi við ákvæði leigusamnings 2 . mars 2015, hefði verið rétt út fylltur . Víxilkrafa hafi því ekki stofnast vegna þessa og ekki hafi verið hægt að innheimta kröfuna sem víxil kröfu . Á því beri stefndu ábyrgð en stefndi Björgvin hafi haft starfsábyrgðartryggingu hjá hinu stefnda vátryggingafélagi. 6 Ágreiningslaust er í málinu að stefndi Björgvin tók að sér að annast skjalagerð vegna leigusamningsins og útbjó samkvæmt því hið umdeilda skjal sem ætlað var að vera víxill til tryggingar leigugreiðslum . Áfrýjandi reyndi að innheimta kröfuna samkvæmt skjalinu sem víxilskuld í júní 2016 en felldi málssóknina niður þar sem varnir komu fram í málinu varðandi gildi skjalsins sem víxils af hálfu þeirra sem rituðu nöfn sín á það sem og á leigusamninginn fyrir hönd leigutakans, Golfsports ehf. Fram hefur komið að þeir voru allir eigendur félags ins á þeim tíma er leigusamningurinn var gerður og hið umþrætta skjal útbúi ð. 7 Stefndu halda því fram að áfrýjandi hafi ekki sýnt fram á að hann hafi orðið fyrir tjóni er verði rakið til saknæmrar háttsemi stefnda Björgvins. Eins og mál þetta liggur fyrir v erður að líta svo á að skjal það sem um er deilt hafi ekki víxilgildi eins og því var ætlað að hafa, en samkvæmt 8. tölulið 1. mgr. 1. gr. víxillaga nr. 93/1933 skal í víxli greina undirskrift þess er gefur víxilinn út. Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. sömu laga he fur skjal eigi víxilgildi þegar undirskrift útgefanda vantar. Breytir engu í því sambandi þótt undirskrift þess sem sagður er útgefandi komi fram á öðrum stað á víxil eyðu blaðinu. Skjalið sem um ræðir er því ekki v íxill í skilningi víxillaga og skuld samkvæ mt því verður ekki innheimt sem víxilskuld eins og ákvæðið í 7. gr. 3 leigusamning sins gerði ráð fyrir að leigusali öðlaðist rétt til og stefndi Björgvin tók að sér sem leigumiðlari að ganga réttilega frá. 8 Með því að reyna að innheimta hina meintu víxilskul d með málsókn sem reyndist árangurslaus, eins og að framan greinir, þykir áfrýjandi hafa sýnt nægilega fram á tjón sitt. Jafnframt verður að líta svo á að engu máli skipti þótt áfrýjandi hafi ekki látið á það reyna hvort hann gæti innheimt skuldina hjá þei m er rituðu nöfn sín á víxil eyðu blaðið vegna persónulegrar ábyrgðar þeirra. Í því sambandi verður að líta til þess að af gögnum málsins verður ekki ráðið að þeir hafi skuldbundið sig persónulega til að greiða áfrýjanda leigu en hvorki víxil eyðublaðið eins og það er fyllt út né leigusamningurinn gef ur það til kynna. 9 Samkvæmt 27. gr. laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa ber fasteignasali ábyrgð á tjóni sem hann eða starfsmenn hans valda í störfum sínum, af ásetningi eða gáleysi, en samhljóða ákvæði va r að finna í 27. gr. eldri laga nr. 99/2004 sem voru í gildi er leigusamningurinn var gerður. Samkvæmt því bar stefndi Björgvin sem fasteignasali skaðabótaábyrgð gagnvart áfrýjanda á tjóninu sem telja verður að stefndi hafi valdið áfrýjanda af gáleysi með því að gæta þess ekki að fylla víxileyðublaðið rétt út. Ber honum því að bæta tjón áfrýjanda ásamt hinu stefnda v átryggingafélagi þar sem hann hafði starfsábyrgðartryggingu, sbr. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 70/2015. 10 Með vísan til þessa verður stefndu gert að greiða áfrýjanda, Völlum ehf., óskipt 1.650.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 12. júlí 2017 til greiðsludags . 11 Stefndu verður samkvæmt 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 gert að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Stefndu, Björgvin Björgvinsson og Vátryggingafélag Íslands hf., greiði áfrýjanda, Völlum ehf., óskipt 1.650.000 krónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 12. júlí 2017 ti l greiðsludags og 1.500.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur miðvikudaginn 27. febrúar 2019 Mál þetta var höfðað með stefnu áritaðri um birtingu 24. apríl 2018 og dómtekið 7. febrúar sl. Stefnandi er Vellir ehf., Lundi 3, Kópavogi, en stefndu eru Björgvin Björgvinsson, , Reykjavík og Vátryggingafélag Íslands hf., Ármúla 3, Reykjavík. Stefnand i krefst þess að stefndu verði óskipt (in solidum) gert að greiða honum 1.650.000 krónur með dráttarvöxtum frá 12. júlí 2017 til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi stefndu samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi. Stefndu krefjast sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar að skaðlausu úr hendi stefnanda, að mati dómsins. 4 I Málsatvik Forsaga máls þessa er sú að með leigusamningi 2. mars 2015 tók félagið Golfsport ehf. á leigu hluta fasteignarinnar að Nethyl 2 í Reykjavík af stefnanda sem var eigandi fasteignarinnar. Fram kemur í stefnu að stefndi, Björgvin, sem er löggiltur fasteignasali, og fyrirtæki hans, Ársalir fasteignamiðlun, hafi haft milligöngu um að bjóða eignina til útleigu. Þegar leigutakinn hafi verið fundinn hafi stefndi annas t alla skjalagerð við frágang leigusamningsins. Samkvæmt 5. gr. samningsins skyldi hann vera tímabundinn til fimm ára, leigutímabilið skyldi hefjast 1. mars 2015 og því ljúka 28. febrúar 2020. Uppsagnarfrestur skyldi vera sex mánuðir af beggja hálfu á leig utímanum. Samkvæmt 6. gr. samningsins skyldi leigugjaldið vera 275.000 krónur á mánuði. Það skyldi skyldi leigan hækka í 300.000 krónur á mánuði frá 1. janúar 2016. upphæð kr. 1.650.000. - sem er lögð fram sem trygging fyrir skilvísum leigugreiðslum og skilum hins leigða í lok leigutímans. Tryggingin verði í gildi til Undir samninginn skrifaði sem leigusali fyrirsvarsmaður stefnanda fyrir hönd félagsins og fyrir hönd Golfsports ehf. sem leigutaka, Skúli Magnússon, Jóhann Kolbeinsson og Þorsteinn Hallgrímsson en allir þrír munu hafa komið að rekstri fyrirt ækisins. Á grundvelli áðurnefnds samningsákvæðis um tryggingar var fyllt út víxileyðublað. Á framhlið stefndi Björgvin hafi útbúið víxileyðublað og a flað áritana eigenda leigutakans á það. Eigendurnir hafi einnig undirritað leigusamninginn fyrir hönd félagsins en ekki gengist persónulega í ábyrgð á efndum leigutakans á samningnum. var vélritað heiti félagsins, Skúla Magnú ssonar. Þá var vélritað neðst á framhlið víxilsins nafn Skúla Magnússonar við útgefanda, og skjalið og einnig Skúli Magnússon sem útgefandi, án afsagnar . Í janúar 2016 varð greiðslufall á leigugreiðslum og engin leiga mun hafa verið greidd frá þeim tíma. Félagið Golfsport ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 5. janúar 2016. Stefnandi lýsti kröfu í búið 26. apríl 2016 að heildarfjárhæð 2.747.510 krónur. Skiptum lauk 3. janúar 2017 á grundvelli 160. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. án þess að eignir búsins stæðu til að greiða búskröfur. Greiddist því ekkert upp í almennar kröfur. Fram kemur í stefnu að stefna ndi hefði þá freistað þess að sækja rétt sinn vegna vangoldinna leigugreiðslna á hendur víxilskuldurunum og fá þannig tjón sitt bætt að hluta. Hefði þá komið í ljós að útfylling víxileyðublaðsins hafði misfarist á þann veg að hann hafði hvorki verið réttil ega gefinn út af útgefandanum né samþykktur af greiðandanum. Ætlunin hefði verið sú að Skúli Magnússon gæfi víxilinn út og að hann yrði samþykktur af leigutakanum, Golfsporti ehf., sem greiðanda. Nafn Skúla hefði verið vélritað í reit útgefanda á víxlinum en hann hefði á hinn bóginn ekki áritað hann eigin hendi um útgáfu hans. Þá hefði nafn leigutakans, Golfsports ehf., verið vélritað í reitinn fyrir greiðanda en víxillinn áritaður um samþykki af Skúla einum, í eigin nafni og persónulega en ekki fyrir hönd greiðandans, Golfsports ehf. Stefnandi kveðst því hvorki hafa getað sótt rétt á hendur áðurnefndum Skúla, né ábekingunum Þorsteini og Jóhannesi þar sem enginn víxilréttur hefði stofnast á hendur þeim. Þá hefði stefnandi ekki getað sótt greiðsluna úr þeirra hendi á öðrum grundvelli. Stefnandi höfðaði mál á hendur þeim Skúla Magnússyni, Þorsteini Hallgrímssyni og Jóhannesi Kolbeinssyni til greiðslu óskipt (in solidum) á 1.650.000 krónum á grundvelli víxilsins. Mun víxillinn hafa verið sýndur til greiðslu í Ís landsbanka hf., Kirkjusandi í Reykjavík 1. júní 2016 en greiðslufall orðið við sýningu hans. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 30. júní 2016. 5 Af hálfu stefndu í því máli var kröfunni mótmælt m.a. með vísan til þess að útgefandi hefði ekki ri tað nafn sitt eigin hendi, sbr. 8. tölulið 1. gr. víxillaga nr. 93/1933. Þar með hefði víxillinn ekki verið gefinn út og hefði ekki víxilgildi samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laganna. Kváðust stefndu ekki bera ábyrgð á greiðslu víxilsins og kröfðust sýknu af kröfu stefnanda. Stefnandi felldi málið niður í þinghaldi 25. október 2016 og með úrskurði dómsins 4. nóvember sama ár var honum gert að greiða hverjum stefnda um sig 75.000 krónur í málskostnað. Með bréfi lögmanns stefnanda 12. júní 2017 gerði hann kröfu í sta rfsábyrgðartryggingu stefnda, Björgvins, sem í gildi var hjá félaginu er samningurinn var gerður. Fram kom í bréfinu að stefndi hefði annast alla skjalagerð vegna leigusamnings sem gerður hefði verið um eign stefnanda. Fyrir lægi að trygging stefnanda hefð i samkvæmt ákvæðum leigusamningsins átt að felast í víxilábyrgðum eigendanna þriggja enda hefðu þeir allir áritað víxileyðublaðið. Mál á hendur víxilskuldurunum hefði verið fellt niður þegar í ljós hafði komið að sú handvömm hafði verið gerð við útfyllingu víxileyðublaðsins að láðst hafði að afla eiginhandaráritunar útgefanda í reit hans á eyðublaðinu. Sú áritun væri forsenda þess að víxill teldist hafa verið gefinn út. Víxill sem væri gefinn út með þessum hætti hefði því ekkert gildi og stofnaði engar víxi lskyldur fyrir þá sem hann hefðu áritað. Eftir hefði stefnandi staðið með enga tryggingu. Stefnandi teldi stefnda, Björgvin, ábyrgan fyrir mistökunum og bótaskyldan vegna tjónsins. Væri það mat stefnanda að ábyrgð stefnda vegna þessa félli undir skilmála á byrgðartryggingar þeirrar sem hann hafði hjá hinu stefnda félagi. Í svarbréfi stefnda, Vátryggingafélags Íslands hf., 29. nóvember 2017, kom fram að ein af forsendum þess að til skaðabótaskyldu gæti komið væri að tjón hefði orðið. Félagið teldi stefnanda e kki hafa sýnt fram á tjón í skilningi skaðabótaréttar. Ekki hefði verið sýnt fram á það að skuldin fengist ekki greidd hjá skuldurunum þrátt fyrir að stefnandi gæti ekki nýtt sér það réttarfars - og innheimtuhagræði sem fælist í tryggingarvíxli, sbr. víxill ög nr. 93/1993. Var bótaskyldu því hafnað í málinu. Þá var jafnframt tekið fram að félagið hefði ekki tekið afstöðu til saknæmrar háttsemi fasteignasalans. Gögn málsins bera ekki með sér frekari samskipti stefnanda við stefndu eða þá þrjá aðila er höfðu ve rið í forsvari fyrir félagið Golfsport ehf. og rituðu undir víxileyðublaðið og fyrir hönd félagsins á leigusamninginn. Mál þetta var þingfest fyrir dóminum 17. maí 2018. II Helstu málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi kveðst byggja kröfu sína á hendu r stefnda, Björgvini, á því að hann hafi tekið að sér sem sérfræðingur, og gegn þóknun, að semja og útbúa bæði leigusamninginn sjálfan og tryggingarvíxilinn. Í samningnum hafi verið gert ráð fyrir tiltekinni tryggingu í formi ábyrgðar þriggja einstaklinga á grundvelli tryggingarvíxils. Stefndi Björgvin hafi gert alvarleg mistök þegar hann hafi útbúið víxilinn og látið hina fyrirhuguðu víxilskuldara árita hann. Mistök stefnda hafi orðið þess valdandi að enginn víxilréttur hafi stofnast og stefnandi hafi því staðið eftir í sömu stöðu og ef engin trygging hefði nokkurn tímann verið sett. Stefndi hafi því valdið stefnanda tjóni sem nemi þeirri fjárhæð er víxillinn hljóðaði upp á. Ekkert bendi til annars en að víxilfjárhæðin hefði heimst úr hendi hinna fyrirhugað u víxilskuldara. Þeir hafi allir verið eigendur að fasteignum og ráðið yfir búum sínum. Á eignum þeirra hafi ekki hvílt óeðlilegar skuldir heldur einungis venjuleg íbúðalán sem samræmdust verðmæti eigna þeirra. Telji stefnandi að það standi upp á stefndu a ð sýna fram á hið gagnstæða og leggja verði til grundvallar að þeir hafi verið borgunarmenn fyrir fjárhæðinni. Ekki sé um mjög háa fjárhæð að ræða einkum ef tekið sé tillit til þess að skuldararnir hafi átt að vera þrír. Stefnandi hafi mátt treysta því að stefndi, Björgvin, myndi ganga frá umræddum skjölum þannig að þau sköpuðu stefnanda þann rétt sem til hafi verið ætlast. Það hafi hann ekki gert. Tjón stefnanda megi rekja til gáleysislegra vinnubragða hans við frágang þeirra skjala er hann hafi tekið að s ér að útbúa. Ábyrgð sérfræðinga eins og stefnda sé rík en sérstaklega sé kveðið á um skaðabótaskyldu fasteignasala í 27. gr. laga nr. 70/2015 um sölu fasteigna og skipa og samsvarandi ákvæði í eldri lögum um sama efni nr. 99/2004. Þar segi berum orðum að f asteignasali beri ábyrgð á tjóni sem hann valdi í störfum sínum af gáleysi. 6 Ábyrgð hans á tjóni stefnanda liggi því ljós fyrir. Fjárhæð tjónsins liggi einnig fyrir og beri stefnda að bæta stefnanda það að fullu. Stefndi, Björgvin, hafi verið ábyrgðartryggð ur í störfum sínum hjá stefnda Vátryggingafélagi Íslands hf. í samræmi við 4. gr. fyrrgreindra laga um fasteignasölu. Trygging þessi nái til þess tjóns sem stefnandi hafi orðið fyrir og því sé kröfum í málinu jafnframt beint að félaginu. Stefnandi hafi ger t kröfu í starfsábyrgðartryggingu stefnda Björgvins með bréfi til félagsins 12. júní 2017. Því sé krafist dráttarvaxta á stefnukröfuna frá því mánuður hafi verið liðinn frá dagsetningu þess bréfs í samræmi við 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggi ngu. Stefndi kveðst byggja bótakröfu sína á hendur stefndu á almennum reglum íslensks skaðabótaréttar um bætur fyrir tjón af völdum réttarbrota utan og innan samnings, sbr. einkum 27. gr. laga nr. 70/2015. Um starfsskyldur fasteignasala sé vísað til II. ka fla sömu laga, einkum 16. gr., og um starfsábyrgðartryggingu til 4. gr. Um dráttarvexti sé vísað til 6. gr. laga nr. 38/2001 og um upphafsdag dráttarvaxta til 3. mgr. 5. gr. sömu laga. Um málskostnað sé vísað til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðfer ð einkamála. Um réttarfar sé vísað til laga nr. 91/1991 og um varnarþing til 3. mgr. 42. gr. þeirra laga. III Helstu málsástæður og lagarök stefndu Stefndu taka fram að um skaðabótaábyrgð stefnda, Björgvins, sem fasteignasala fari eftir reglum skaðabótaréttar utan samninga. Um sé að ræða ábyrgð á grundvelli sakar en hlutlægri ábyrgð sé ekki til að dreifa. Sönnunarbyrði um meinta sök stefnda, Björgvins, og meint fjárhagslegt tjón hvíli alfarið á stefnanda. Byggja stefndu á því að ekki sé sannað a ð nokkurt tjón hafi átt sér stað sem stefndu beri skaðabótaábyrgð á. Stefndu mótmæla málatilbúnaði stefnanda í heild sinni. Stefndu taka fram að um víxilkröfur fari eftir víxillögum og reglum um viðskiptabréf. Við innheimtu þeirra sé víxilhafa að lögum búi ð réttarfars - og innheimtuhagræði, sbr. XVII. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Til þess að skjal verði talið víxill þurfi það að fullnægja formskilyrðum 1. gr. víxillaga nr. 93/1933. Bresti á að tiltekin séu í skjali þau atriði sem þar greini h afi skjalið eigi víxilgildi, sbr. 1. mgr. 2. gr. laganna. Fari þá ekki um skjalið samkvæmt þessum sérreglum heldur gildi um það almennar reglur. Nokkuð ströng formskilyrði gildi um það hvaða eiginleika skjal þurfi að hafa til að geta talist víxill í skilni ngi víxillaga. Formskilyrði þessi séu talin upp í 1. gr. laganna. Í skjali því sem um ræði í málinu og liggi fyrir meðal gagna þess sé þess getið að um víxil sé að ræða, víxilfjárhæð sé tilgreind sem og nafn þess sem greiða skuli. Þá sé þar kveðið á um að víxilinn skuli greiða við sýningu í Íslandsbanka í Reykjavík, að greiða skuli til útgefanda eða þess sem hann vísi til auk þess sem fram komi að víxillinn sé gefinn út í Reykjavík þann 27. apríl 2016. Skilyrði 1. - 7. töluliður 1. gr. víxillaga séu þar með uppfyllt enda hafi öðru ekki verið borið við í málinu. Það sem sérstaklega komi til skoðunar sé 8. töluliður 1. gr. víxillaga sem geri það að skilyrði að víxillinn hafi að geyma undirskrift þess er víxilinn gefi út. Hér sé rétt að taka fram að Skúli Magnús son, útgefandi víxilsins, undirriti hann fyrir hönd greiðanda, Golfsports ehf., fyrir ofan vélritað nafn félagsins á þann reit þar sem tilgreina eigi greiðanda. Hann undirriti jafnframt persónulega lóðrétt á vinstri hlið Magnússyni, líkt og hann eigi að vera. Deila málsaðila snúist hins vegar um það hvort sú undirskrift fullnægi skilyrðum 8. töluliðar 1. gr. víxillaga einkum að því er virðist hvort hann ha fi undirritað á réttum stað á víxileyðublaðinu og ef ekki hvort undirritunin geri það samt að verkum að um víxil sé að ræða. Það víxileyðublað sem notast hafi verið við sé á því formi sem almennt sé notað á Íslandi. Ætluð handvömm stefnda, Björgvins, snúis t því ekki um það hvernig skjalið hafi verið úr garði gert, heldur eingöngu að hann hafi ekki fylgt því eftir að víxillinn væri undirritaður á réttum stöðum. Þrátt fyrir að Skúli Magnússon hafi ekki skrifað nafn sitt á sama stað og nafn hans sé vélritað se m útgefandi víxilsins þá geri hann greinarmun á tveimur áritunum sínum á víxilinn. Annars vegar skrifi hann nafnið sitt án nokkurrar tilgreiningar en hins vegar undirriti hann og tilgreini að það sé vegna Golfsports 7 (greiðanda). Ekki sé að finna í lögum sk ilgreiningu á því hvar undirritun útgefanda skuli koma fram. Aðeins sé tiltekið í 8. tölulið 1. gr. víxillaga að undirritun útgefanda verði að koma fram á skjalinu. Með vísan til almennrar orðskýringar skilyrðis 8. töluliðar 1. gr. víxillaga verði ekki ann að séð en að það skilyrði sem þar greini sé uppfyllt, þ.e. að víxillinn innihaldi undirskrift þess er hann gefi út. að með því sé hann í raun að rita fyrir h önd Golfsports ehf. sem skráður sé greiðandi víxilsins. Það sé ljóst að ritað sé á framhlið víxilsins fyrir hönd greiðanda, sbr. framangreint. Í 1. mgr. 25. gr. víxillaga segi meðal annars að nafnritun greiðanda á framhlið víxilsins gildi, ein út af fyrir sig, sem samþykki. Það sé því ekki Skúla, fyrir hönd greiðanda, því ekki ógild að víxilrétti, sbr. 25. gr. víxillaga, þó að hún hafi ekki komið undir or Að mati stefndu sé því öllum formskilyrðum 1. gr. víxillaga fullnægt, enda innihaldi víxillinn undirritun þess er hann gefi út, auk þess sem nafnritun greiðanda sé á framhlið víxilsins. Sé því um að ræða víxil í skilningi víxillaga sem i nnheimtanlegur sé á hendur útgefanda og ábekingum víxilsins samkvæmt víxillögum. Líkt og fram sé komið hafi stefnandi kosið að fella niður mál sitt á hendur fyrrgreindum þremur einstaklingum þar sem hann hafi talið víxilrétt niður fallinn. Það hafi hann ge rt án samráðs við stefndu og ekki leitað samþykkis þeirra. Stefndu telji að þar sem um fullgildan víxil hafi verið að ræða hafi stefnandi getað fengið dóm á hendur stefndu. Það að stefnandi hafi kosið að fella málið niður sé á hans ábyrgð. Sé víxilréttur m ögulega fallinn niður nú í ljósi strangra málshöfðunarfresta sem fram komi í víxillögum þá sé það ekki á ábyrgð stefndu. Með vísan til framangreinds beri því að sýkna stefndu af kröfum stefnanda enda víxilréttur fyrir hendi. Til viðbótar við það sem að fra man hafi verið rakið telji stefndu rétt að líta til þess hvað gerist ef, þrátt fyrir allt framangreint, komist verður að þeirri niðurstöðu að formskilyrðum 1. gr. víxillaga sé ekki fullnægt. Stefndu telja að jafnvel þótt rétturinn komist að því að víxilrét tur sé ekki til staðar þá sé ekki þar með sagt að ekki hafi stofnast til neinnar skuldbindingar af hálfu útgefanda og ábekinga víxilsins. Með vísan til 7. gr. leigusamningsins og víxilsins sjálfs virðist það ótvírætt hafa verið ætlun útgefanda hans og ábek inga að veita stefnanda heimild til að leita fullnustu kröfu sinnar hjá þeim persónulega ef vanefndir yrðu samkvæmt leigusamningnum, sbr. nánar það sem fram komi í 7. gr. leigusamningsins. Sé umrædd grein í leigusamningnum að mati stefndu yfirlýsing um áby rgð fyrrgreindra þriggja aðila á skuldbindingum Golfsports ehf. sem tryggja hafi átt með útgáfu tryggingarvíxils svo stefnandi nyti réttarfarshagræðis XVII. kafla laga nr. 91/1991. Hafi stefndi Björgvin upplýst umrædda þrjá aðila við undirritun víxilsins u m það ábyrgð á greiðslu húsaleigu allt að víxilfjárhæð. Hafi þeir verið meðvitaðir um þá ábyrgð sína og samþykkir henni. Telja stefndu að auðvelt hefði því verið fyrir stefnanda að sækja þá kröfu í dómsmáli jafnvel þótt stefnandi nyti ekki lengur þess sérstaka réttarfarshagræðis sem víxlum almennt fylgi. Af réttarframkvæmd megi draga þá ályktun að þótt skjal sé ekki á lögmætu víxilformi þá sé afleiðing þess ekki sú að allur réttur samkvæmt skjalinu sé sjálfkrafa niður fallinn heldur fremur sú að eftir standi almenn fjárkrafa sem njóti þó ekki sama réttarfarshagræðis og víxlum fylgi almennt. Sú fjárkrafa sé studd við 7. grein leigusamningsins, leigusamnings se m umræddur útgefandi og ábekingar hafi skrifað undir, auk þess sem ábyrgð umræddra aðila hafi verið rædd á fundi með stefnda, Björgvini. Hafi þeir því verið meðvitaðir um hana og samþykkir henni. Þar sem ekki hafi verið látið á það reyna hvort stefnandi ei gi víxilkröfu eða almenna fjárkröfu á hendur útgefanda víxilsins sem og ábekingum verði ekki séð að stefnandi hafi orðið fyrir bótaskyldu tjóni og hvað þá að stefndi Björgvin hafi valdið því með saknæmum hætti. Beri því að sýkna stefndu. Verði talið að ste fndi Björgvin hafi sýnt af sér saknæma háttsemi og ekki hafi verið mögulegt að sækja víxil - eða almenna fjárkröfu á hendur fyrrgreindum aðilum, þá sé byggt á því að stefnandi hafi ekki sýnt fram á fjárhagslegt tjón þar sem óvíst sé með öllu hvort víxilfjár hæð hefði fengist greidd, hefði víxillinn haft víxilgildi. Sönnunarbyrði um greiðslugetu umræddra aðila sé alfarið á hendi stefnanda. Sú 8 sönnun hafi ekki tekist. Sé því alfarið hafnað að stefndu beri ábyrgð á þeirri sönnunarfærslu eða að sönnunarbyrði hvað það varðar hvíli hjá stefndu. Beri því að sýkna stefndu. Stefndu kveðast gera kröfu um málskostnað úr hendi stefnanda og byggir krafan á 129. 130. gr. laga nr. 91/1991. Verði fallist á kröfur stefndu sé engin ástæða til annars en að dæma stefnanda til að greiða málskostnað að fullu enda væri þá ljóst að málshöfðun þessi hefði verið með öllu óþörf. Áréttað skuli að stefndu hafi alla tíð haldið því fram að stefnandi hafi ekki sýnt fram á fjárhagslegt tjón. Stefnandi hafi kosið að sækja ekki kröfuna á hendur víxilskuldurum, hvorki sem víxilkröfu né almenna fjárkröfu. Þar sem stefnandi hafi ekki gert það sé málshöfðun þessi með öllu óþörf og eingöngu til þess fallin að valda stefndu óþarfa kostnaði. Stefndu telja rétt að þetta sé haft í huga við ákvörðun málsko stnaðar verði fallist á kröfur stefndu um sýknu. Um lagarök vísa stefndu einkum til reglna skaðabótaréttar utan samninga, sakarreglunnar og reglna um sönnunarbyrði tjónþola, svo og laga nr. 99/2004 um sölu fasteigna fyrirtækja og skipa. Um málskostnaðarkr öfu vísi stefndu til 130. gr. laga. nr. 19/1991. Að auki sé vísað til víxillaga nr. 93/1933. IV Niðurstaða Í máli þessu krefst stefnandi þess að stefndu greiði honum óskipt 1.650.000 krónur vegna tjóns sem stefndi, Björgvin, hafi valdið honum er í ljós ha fi komið að tryggingarvíxill sem stefndi, Björgvin, hafi tekið að sér að afla undirritunar á vegna gerð leigusamnings hafi ekki verið rétt útfylltur og þannig ekki skapað stefnanda þann rétt sem til stóð að hann nyti gagnvart víxilskuldurunum kæmi til grei ðslufalls af hálfu leigutaka, félagsins Golfsports ehf. Stefndi, Björgvin, var með starfsábyrgðartryggingu hjá stefnda, Vátryggingafélagi Íslands, er atvik málsins urðu og er félaginu jafnframt stefnt í málinu. Stefndu hafa hafnað öllum kröfum og málatilbúnaði stefnanda og á því byggt að fjártjón hans sé ekki sannað. Þá hafi stefndi, Björgvin, ekki sýnt af sér nokkra háttsemi sem leitt hafi til tjóns fyrir stefnanda. Umræddur tryggingarvíxill sé ekki ógildur að v íxilrétti þar sem útgefandi hans hafi ritað nafn sitt eigin hendi á víxilinn og þá hafi með fullnægjandi hætti verið skrifað undir víxilinn af hálfu greiðanda. Víxilréttur stefnanda sé því fyrir hendi. Jafnvel þótt talið yrði að víxilréttur hefði ekki skap ast vegna útfyllingar víxileyðublaðsins stæði eftir almenn fjárkrafa á hendur víxilskuldurunum þótt stefnandi gæti ekki nýtt sér það réttarfarshagræði sem leiddi af XVII. kafla laga nr. 91/1991. Verði talið að stefndi, Björgvin, hafi sýnt af sér saknæma há ttsemi og ekki hafi verið mögulegt að sækja víxil - eða almenna fjárkröfu á hendur þeim aðilum er rituðu undir víxilinn byggja stefndu á því að stefnandi hafi ekki sýnt fram á fjárhagslegt tjón þar sem óvíst sé með öllu hvort víxilfjárhæðin hefði fengist gr eidd hefði víxillinn haft víxilgildi. Raunar sé allsendis óljóst hvort stefnandi hafi orðið fyrir nokkru tjóni enda hafi hann ekki með nokkrum hætti sýnt fram á að svo hafi verið. Við munnlegan flutning málsins hélt stefnandi því jafnframt fram að Skúli M agnússon hefði ekki verið bær til að binda félagið með því að rita undir víxilinn fyrir hönd félagsins Golfsports ehf. Á þessari málsástæðu er ekki byggt í stefnu og var henni mótmælt sem of seint fram kominni af hálfu stefndu. Kemur hún því ekki til freka ri álita í málinu. Stefnandi byggði jafnframt á því við munnlegan málflutning að stefndi, Vátryggingafélag Íslands, hefði gefið bindandi málflutningsyfirlýsingu í svarbréfi sínu til stefnanda 29. nóvember 2017 þar sem á því hefði verið byggt að víxilréttur væri ekki fyrir hendi. Þar með með hefði félagið ráðstafað sakarefninu í máli þessu á grundvelli 57. gr. laga nr. 91/1991. Þessu var mótmælt af hálfu stefndu. Dómurinn fær ekki séð að í bréfinu sé tekin slík afstaða að bundið geti hendur stefndu í máli þe ssu fyrir dóminum og er þessum sjónarmiðum stefnanda hafnað. Stefndu hafa ekki mótmælt því að stefndi, Björgvin, hafi tekið að sér að hafa milligöngu um gerð leigusamnings vegna húsnæðis í eigu stefnanda og á grundvelli ákvæðis hans um tryggingar af hálfu leigutaka útvegað víxileyðublað og aflað áritana forsvarsmanna leigusala á skjalið. Í 7. gr. samningsins var kveðið á um að leigjandi legði fram í upphafi leigutímans tryggingarvíxil að upphæð 1.650.000 krónur sem lagður væri fram sem trygging fyrir skilví sum leigugreiðslum og skilum hins leigða í lok leigutímans. Ekki var þó nánar kveðið á um hverjir skyldu þar gangast í víxilábyrgð en undir samninginn skrifuðu Skúli 9 Magnússon, Þorsteinn Hallgrímsson og Jóhann Kolbeinsson, sem allir munu hafa komið að star fsemi félagsins og leigutakans, Golfsports ehf. Ekki verður séð af málatilbúnaði stefnanda að sérstaklega sé á því byggt af hans hálfu í stefnu að ákvæði þetta hafi verið ófullnægjandi með tilliti til þess hverjir tækju á sig víxilábyrgð kæmi til vanefnda af hálfu leigutaka og kemur það því ekki til frekari skoðunar í málinu. Byggir stefnandi eingöngu á því að stefndi, Björgvin, hafi ekki farið að skyldum sínum sem fasteignasali við útfyllingu víxileyðublaðsins og mistök hans og gáleysi hvað það varðar hafi leitt til þess að stefnandi glataði rétti sínum gagnvart þeim aðilum sem hafi átt að vera víxilskuldarar. Í málinu liggur fyrir að stefnandi höfðaði mál á hendur forsvarsmönnunum þremur til heimtu kröfu samkvæmt umræddum víxli. Málið var fellt niður að be iðni stefnanda og í stefnu máls þessa kemur fram að það hafi verið gert þar sem í ljós hafi komið að víxillinn var ekki rétt út fylltur. Ekki gekk því efnisdómur um kröfur stefnanda samkvæmt víxlinum og stefnandi freistaði þess ekki frekar, að því er séð v erður, að halda kröfu sinni upp á þá aðila er rituðu á víxileyðublaðið. Eins og málið er lagt fyrir dóminn af hálfu stefnanda og í ljósi ofangreinds þykir þegar af þeirri ástæðu að stefnandi hefur ekki sýnt fram á að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna hátts emi stefnda, Björgvins, að sýkna stefndu af kröfu hans. Verður því í þessu máli ekki kveðið upp úr með það hvort umræddur víxill hafi víxilgildi samkvæmt ákvæðum víxillaga eður ei með bindandi hætti gagnvart víxilskuldurum sem ekki eru aðilar að máli þessu . Verður enda ekki betur séð en málatilbúnaðurinn í þessari mynd feli öðrum þræði í sér kröfu um álit dómsins á því hvort rétturinn kunni hugsanlega að vera fyrir hendi. Sama verður sagt um hvort vera kunni að stefnandi eigi kröfu á hendur forsvarsmönnunum á grundvelli annarra reglna en víxillaga. Þykir niðurfelling víxilmálsins af hálfu stefnanda, varnir stefndu í því máli eða álit stefnda, Vátryggingafélags Íslands, á fyrri stigum, ekkert sönnunargildi hafa í máli þessu hvað varðar tjón stefnanda eða geta leitt til þess að talið verði að tjón stefnanda liggi fyrir með óyggjandi hætti. Er því ósannað að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni sem rakið verði til sakar stefnda, Björgvins, þannig að leiði til skaðabótaábyrgðar stefndu. Ber því að sýkna stefndu af kr öfum stefnanda í máli þessu. Í samræmi við þessi úrslit málsins þykir verða að gera stefnanda að greiða stefnda málskostnað, sbr. 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, eins og nánar greinir í dómsorði. Hólmfríður Grímsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Dómarinn tók við meðferð málsins 5. júlí 2018. Af hálfu stefnanda flutti málið Stefán Bjarni Gunnlaugsson lögmaður. Af hálfu stefnda flutti málið Ólafur Eiríksson lögmaður. D Ó M S O R Ð: Stefndu, Björgvin Björgvinsson og Vátrygginga félag Íslands hf., eru sýknaðir af kröfum stefnanda, Valla ehf., í máli þessu. Stefnandi greiði stefndu sameiginlega 550.000 krónur í málskostnað.