LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 26. júní 2020. Mál nr. 595/2019 : Ákæruvaldið (Hulda María Stefánsdóttir saksóknari ) gegn Karol Szostek (Jón Egilsson lögmaður) ( Lúðvík Bergvinsson réttargæslumaður) Lykilorð Kynferðisbrot. Nauðgun. Útdráttur K var sakfelldur fyrir brot gegn 1. og 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa haft samræði við A og beitt til þess ofbeldi og notfært sér að A gat ekki spornað við verknaði hans sökum áhrifa áfengis. Var refsing K ákveðin fangelsi í þrjú ár auk þess sem honum var gert að greiða A 2.000.000 króna í miskabætur . Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómarinn Davíð Þór Björgvinsson og Ása Ólafsdóttir og Björg Thorarensen , settir landsréttardómarar. Málsmeðferð og dómkröfur aði la 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 24. júlí 2019 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Suðurlands 12. júlí 2019 í málinu nr. S - 149/2019 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að refsing ákærða verði þyngd. 3 Ákærði krefst aðallega sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins og að einkaréttarkröfu brotaþola verði vísað frá dómi en til vara að hann verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa og að refsingin verði skilorðsbundin að öllu leyti. Þá krefst hann aðalleg a sýknu af einkaréttarkröfu brotaþola en til vara verulegrar lækkunar hennar. 4 Brotaþoli, A , krefst þess að ákærði verði dæmdur til að greiða henni miskabætur að fjárhæð 2.500.000 krónur ásamt þeim vöxtum sem greinir í hinum áfrýjaða dómi. 5 Fyrir Landsrétti var lagt fram vottorð B sálfræðings frá 3. júní 2020 um fjögur viðtöl við brotaþola á tímabilinu september til desember 2019. Gerði verjandi ákærða, 2 aðspurður við aðalmeðferð málsins, ekki athugasemd við það, sbr. 3. mgr. 203. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 . Málsatvik og sönnunarfærsla 6 Í ákæru 24. apríl 2019 er ákærða gefin að sök nauðgun, með því að hafa aðfaranótt sunnudagsins 25. nóvember 2018, á kvennasalerni á efri hæð skemmtistaðarins , haft samræði og önnur kynferðismök við brotaþola, A , án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi. Hafi ákærði ýtt henni inn á salernið henni að óvörum, rifið margsinnis og haldið í hár hennar, snúið henni, ýtt niður og haldið henni, tekið niður um hana buxur og sokkabuxur, stungið fin gri í leggöng hennar og haft við hana samræði um leggöng, auk þess að notfæra sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa áfengis. Af þessu hafi brotaþoli hlotið marblett á innanverðum hægri upphandlegg, mar á og við rætur litla fingurs og bau gfingurs handarbaksmegin á vinstri hendi, bólgu og eymsli yfir hægra kinnbeini, yfir hársverði frá ofanverðum hvirfli og aftur í hnakka, yfir hægri mjöðm, neðst yfir spjaldhrygg og í vöðvum aftan á hálsi og þrjár rispur fyrir neðan hné. Framangreind háttse mi er í ákæru heimfærð til 1. og 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 7 Málsatvik eru rakin í hinum áfrýjaða dómi sem og framburður þeirra vitna sem gáfu skýrslu við meðferð málsins fyrir héraðsdómi. Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti voru spilaðar í hljóði og mynd skýrslur sem ákærði og brotaþoli gáfu við meðferð málsins fyrir héraðsdómi. Þá var spiluð upptaka af símaskýrslu vitnisins C , sérfræðings hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fyrir héraðsdómi um niðurstöður DNA - r annsóknar. 8 Í hinum áfrýjaða dómi er gerð grein fyrir matsgerðum D , sviðsstjóra rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði, um magn alkóhóls í blóði brotaþola og ákærða á verknaðartíma hins ætlaða brots. Þar kemur fram að ætla megi að styrkur alkóhóls í blóð i brotaþola hafi verið 2,8 til 2,9 prómill um klukkan þrjú umrædda nótt. Þá er ætlað að alkóhól í blóði ákærða hafi verið á bilinu 2,2 til 2,3 prómill á sama tíma. Kom fram hjá vitninu fyrir héraðsdómi að þegar farið er að nálgast um og upp úr 3 prómill áf engis í blóði geti ástandið verið þannig að fólk geti dáið svokölluðum áfengisdauða, þótt einstaklingsbundið sé hvernig ölvunaráhrifin komi fram. 9 Í fyrrgreindum framburði C var lýst niðurstöðu DNA - rannsóknar. Tekið var sýni af innanverðri framhlið nærbuxna ákærða og kom þar fram DNA - snið sem var eins og DNA - snið brotaþola, auk þess sem í sýni úr innanverðum streng á nærbuxum ákærða kom fram blanda DNA - sniða þar sem hluti var eins og DNA - snið brotaþola og hluti var eins og DNA - snið ákærða. Til viðbótar fanns t DNA - snið samkennt við brotaþola í sýni sem tekið var undir forhúð ákærða. Í sýni af lim ákærða kom fram blanda af DNA - sniði brotaþola og ákærða. Ekki fannst DNA - snið af brotaþola á fingrum ákærða og engin nothæf lífsýni fundust á fatnaði brotaþola. Þá fa nnst ekki sæði við réttarlæknisfræðilega skoðun brotaþola. 3 10 Í skýrslu vitnisins E læknis fyrir héraðsdómi kom fram að áverkar hefðu verið greindir á hné brotaþola við skoðun 25. nóvember 2018. Ekki hafi fundist áverkar á kynfærum brotaþola og engin skýr me rki um samfarir, þótt vitnið gæti þar með ekki útilokað að þær hefðu átt sér stað. Við þá skoðun hefði hann spurt brotaþola hvort henni fyndist hafi fundist við skoðun á b rotaþola 26. nóvember 2018. Við réttarlæknisfræðilega skoðun á ákærða 25. nóvember 2018 hafi fundist nýleg rispa aftan á læri sem ólíklegt væri að hefði komið gegnum fatnað. Fyrir utan rispu eða ör á aftanverðum vinstri handlegg og fyrrgreinda rispu á læri , voru ekki aðrir áverkar á ákærða. 11 Í málinu liggja einnig fyrir upptökur úr eftirlitsmyndavélum umrædda nótt og skýrsla lögreglumannsins F um upptökur úr eftirlitsmyndavélum skemmtistaðarins og lögreglu á , sem vitnið staðfesti fyrir dómi. Samkvæmt þei m kom brotaþoli inn af svölum á efri hæð skemmtistaðarins um tíu mínútum fyrir þrjú um nóttina. Laust fyrir klukkan þrjú sést svo maður ganga einn í átt að kvennasalerni. Andlit viðkomandi sést ekki en fatnaður hans er sagður passa við fatnað ákærða í mynd um eftirlitsmyndavélar á neðri hæð skemmtistaðarins. Um tíu mínútum síðar sést að starfsfólk skemmtistaðarins virðist átta sig á að eitthvað sé að gerast inni á kvennasalerninu og tæpum fimm mínútum síðar sést fyrrgreindur maður ganga frá kvennaklósettinu og niður stigann. Því næst sést ákærði hlaupa út af skemmtistaðnum, suður og þaðan til austurs inn á bifreiðaplan sunnan við þar sem hann hverfur úr mynd. 12 Ákærði bar við minnisleysi vegna ölvunar bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Fyrir dómi skýrði h ann svo frá að hann myndi eftir því að hafa verið í heimasamkvæmi og að hafa drukkið þar. Hann hafi svo ákveðið að fara með vinkonu sinni á skemmtistað. Hann mundi eftir því að ,,einhver kona sem var að kyssa mig á skemmtistað hún vildi dansa við mig og ky salerni eða hvernig hann komst heim. Það næsta sem hann mundi var þegar lögreglan vakti hann um morguninn. Hann var hins vegar viss um að hafa aldrei gert neitt á hlut neinnar konu án hennar sa mþykkis og var ,,100% viss að ég hef ekki gert neitt án 13 Kjarni framburðar brotaþola hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi var mjög á sama veg Þar lýsti hún því að hafa verið á skemmtistaðnum um nóttina og að hafa neytt áfengis áður en og eftir að hú n kom á staðinn. Hún myndi eftir því að hafa verið á dansgólfinu og síðan farið á svalir á efri hæð að reykja, en hún hefði farið þangað oftar en einu sinni. Hún hafi svo farið á salernið og í minningunni hafi verið ýtt á eftir henni inn í básinn. Atburðar ásina þar á eftir muni hún í glefsum. Rifið hafi verið í hár hennar, henni snúið og velst með hana. Þá muni hún eftir andlitinu á sér utan í klósettkassa eða klósettrúlluhaldara. Hún hafi verið hrædd en einnig ofurölvi, þannig að hún hafi verið ,,hálfgerð skynjaði sem pirring því að illa gekk að koma niður um hana sokkabuxum. Þetta hafi 4 ekki verið eitthvað sem hún vildi eða hafði samþykkt. Átti hún minningu um að hafa reynt að ýta ákærða frá sér og mundi mjög óljóst eftir að hafa reynt að klóra hann. 14 Fyrir héraðs dómi báru vitni, bæði gestir og starfsmenn skemmtistaðarins, um að hafa séð ákærða og brotaþola á dansgólfinu fyrr um kvöldið og lýstu dansi þeirra sem , þau hefðu ha ldið utan um hvort annað og að ,,daður hafi verið í G , vinkona ákærða, að hún hefði ekki séð ákærða dansa við neinn á staðnum. Nokkur vitni komu fyrir dóm og lýstu aðstæðum á salerninu í umrætt skipti . Vitnið H , dyravörður bar að hann h efði séð ,,fjóra fætur undir , en séð handtösku og jakka eða úlpu á gólfinu. Vitnið I , starfsmaður skemmtistaðarins, bar að hafa farið inn á salernið og séð fætur undir þili salernishurðarinnar en hún hafi ekki heyrt neitt til þeirra sem þar voru. Hafi hún bankað heillengi á hurðina og spurt hvort ekki væri allt í góðu lagi og að þau yrðu að fara . Það hafi hafi heyrt kvenmannsrödd segja ,,ne spurningunni eða fyrirmælunum, en hefði frekar skilið það sem svar við spurningunni um hvort allt væri í lagi. 15 Vitnið J dyravörður bar fyrir dómi að hún hefði ekki heyrt hljóð innan úr básnum, en á gólfi hafi verið föt af brotaþola og klósettsetan legið á gólfinu. Hún hafi bankað nokkuð lengi á hurðina og þegar loks hafi verið opn að hafi ákærði komið út, ýtt henni frá og hlaupið út af klósettinu. Hafi hann verið frekar sveittur í framan og tekinn í andliti. Þegar ákæ rði var farinn hafi vitnið heyrt brotaþola blóta ákærða þótt það hafi allt verið hálfóskiljanlegt. Bæði J og I báru jafnframt að þegar brotaþoli h efði opnað dyrnar h efði hún verið mjög ölvuð og sjúskuð, ekki með hnepptar buxur og ekki viljað aðstoð. Hún h a fi þurft aðstoð til að fara niður, en hafi ýtt fólki í burt u og náð að ganga niður stigann . Bar J að hún hefði verið á báðum áttum um hvort eitthvað hefði komið fyrir brotaþola, en hún hefði ekki tekið þessu þannig að eitthvað hefði gerst. Milli brotaþola og hennar hefðu verið fjölskyldutengsl og taldi vitnið að ef til vill hefði brotaþoli skammast sín þegar vitnið stóð fyrir utan básinn á meðan brotaþoli var þar inni með ókunnugum karlmanni. 16 Vitnið K , brotaþola, bar fyrir héraðsdómi að hann hefði veri ð á neðri hæð skemmtistaðarins þegar hans kom til hans illa til fara, mjög drukkin og ,,eitthvað hún að lokum gengist við því að henni hefði verið nauðgað. Hefði hann aldrei séð hana í svo miklu uppnámi áður. Vitnið L , brotaþola, var heima þegar brotaþoli og hennar komu um nóttina. Hafi hún séð sinn ,,drösla upp stigann enginn hefði hjálpað henni á skemmtistaðnum þegar hún sat með ,,buxurnar á hennar hafi gengið á þeirra um hvað hefði komið upp á, hafi hún í fyrstu hikað en síðan hafi hún brostið í grát og sagt honum að henni hefði verið nauðgað. hennar hafi sagt að þetta hafi gerst inni á baði á efri hæðinni og 5 óg slæmu andlegu ástandi. Í kjölfarið hafi hennar hringt í lögregluna. Síðar um nóttina þegar þær voru saman á sjúkrahúsinu hafi hennar spurt hvernig ,,í ósköpunum einhver 17 Þá komu sem vitni fyrir héraðsdóm lögreglumennirnir M og N , sem komu á heimilið í kjölfar tilkynningar brotaþola. Báru þeir að brotaþoli hefði verið í miklu ójafnvægi auk þess að vera verulega drukkin og að illa he fði gengið að fá upplýsingar frá henni vegna ölvunar - og tilfinningaástands. Virtist brotaþoli kenna sér um hvað hefði gerst, þótt í reynd hefði verið erfitt að átta sig á hvað hefði gerst á þessum tíma. Þó hefði brotaþoli sagt að hún vissi hvað hefði gers t þarna inni á klósetti og að hún 18 Í málinu liggja einnig fyrir vottorð og framburður vitna um vanlíðan brotaþola í kjölfar þess atviks sem ákæran lýtur að. Í vottorði sálfræðingsins O , sem hún staðfesti fyrir héraðsdómi, kemur fram að br otaþoli hafi mælst með talsverða áfallastreitu sem væri umfram viðmið. Var það mat sálfræðingsins að umrætt atvik hefði haft veruleg áhrif á líðan og daglegt líf brotaþola. Í vottorði B sálfræðings frá 3. júní 2020 um fjögur viðtöl við brotaþola haustið 20 19, sem lagt var fyrir Landsrétt, segir meðal annars að upplifun og viðbrögð brotaþola endurspegli að atburðirnir hafi haft víðtæk og djúpstæð áhrif á hana og óvíst sé hvort eða hvenær sálrænu einkennin gangi til baka. Niðurstaða 19 Ákærði hefur staðfastlega neitað sakargiftum frá öndverðu. Hann telur að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að færa fram lögfulla sönnun fyrir sekt hans og neitar öllum kynferðislegum samskiptum við brotaþola. Rannsókn lögreglu hafi auk þess verið ófullnægjandi. Hafi það ekki verið fyr r en í kjölfar erindis verjanda ákærða að lögregla kannaði samskipti brotaþola og ákærða fyrr um kvöldið á skemmtistaðnum. 20 Í 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar er svo fyrir mælt að hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skuli talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð. Hið sama greinir í 2. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Í samræmi við það er í 108. gr. laga nr. 88/2008 kveðið á um að sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik, sem telja megi honum í óhag, hvíl i á ákæruvaldinu. Dómari metur hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, sé komin fram um hvert það atriði er varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, þar á meðal hvaða sönnunargildi skýrslur ákærða hafi, vitnisburður, mats - og skoðunargerðir, skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008. Jafnframt er kveðið á um í 2. mgr. sama ákvæðis að dómari meti ef þörf krefur hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafi sem varði ekki beinlínis það atriði sem sanna skal, en ályktanir má leiða af um það. Samkvæmt framangreindu er við sönnunarmat heimilt að líta til óbeinna sönnunargagna en meta ber þó allan skynsamlegan vafa í málinu ákærða í hag. Umfram þau sönnunargögn sem hér hafa verið rakin, ráðast 6 lyktir m álsins af mati á sönnunargildi og trúverðugleika framburðar ákærða annars vegar og brotaþola hins vegar fyrir héraðsdómi. Við þetta mat geta skýrslur vitna, þar á meðal þeirra sem ekki hafa skynjað atvik af eigin raun, einnig haft þýðingu að því marki sem unnt er að draga ályktanir um sakarefnið af framburði þeirra. 21 Ákærði og brotaþoli eru ein til frásagnar um samskipti þeirra á salerninu í umrætt skipti og ber þeim ekki saman um atvik málsins. Hefur frásögn brotaþola af því að ákærði hafi haft kynferðisleg samskipti við hana verið stöðug frá upphafi rannsóknar en hún bar fyrir dómi að ákærði hefði sett fingur í leggöng hennar og að hún gerði ráð fyrir að hann hefði sett lim sinn í leggöng hennar. Í kæruskýrslu hjá lögreglu bar hún að hann hefði sett fingur í leggöng hennar og að hann hefði haft við hana samfarir um leggöng. Ákærði hefur verið stöðugur í framburði sínum að því leyti að hann hefur borið við algeru minnisleysi um samskipti þeirra um kvöldið, en sagt að hann hafi ekkert gert á hlut neinnar konu. Framburður ákærða hefur þó tekið breytingum frá því sem hann bar um hjá lögreglu, þar sem hann mundi fyrir dómi eftir því að hafa dansað við konu á dansgólfi skemmtistaðarins. Gaf ákærði þá skýringu að sú minning hefði komið til hans eftir að hann gaf ský rslu hjá lögreglu. 22 Að áliti dómsins staðfesta niðurstöður fyrrgreindrar DNA - rannsóknar þá frásögn brotaþola að þau hafi umrætt skipti átt kynferðisleg samskipti. Samkvæmt framansögðu og í ljósi framburðar vitnisins C , verður að telja sannað að ákærði hafi sett getnaðarlim sinn í leggöng brotaþola. Þá verður stöðugur og trúverðugur framburður brotaþola lagður til grundvallar við úrlausn málsins um að ákærði hafi stungið fingri í leggöng hennar. 23 Þarf því næst að taka afstöðu til þess hvort þau kynferðislegu samskipti sem áttu sér stað hafi verið án samþykki s brotaþola. Fyrir dómi bar brotaþoli að hún myndi eftir því að hafa farið að reykja á svölum á annarri hæð skemmtistaðarins og að hún hlyti að hafa farið þaðan inn á salernið. Minnist hún þess ekki að haf a farið upp á aðra hæð með ákærða en bar að ákærði hefði ýtt henni inn í bás á salerninu. Af framburðum vitna fyrir dómi verður ekki dregin ályktun um hvort brotaþoli hafi farið upp á aðra hæð með ákærða og þá bar ekkert vitni um að hafa séð ákærða og brot aþola fara saman inn á salernið. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum styðja á hinn bóginn þá frásögn brotaþola fyrir dómi að hún telji sig hafa verið eina á efri hæð skemmtistaðarins skömmu fyrir atvikið. 24 Brotaþoli hefur verið stöðug í frásögn sinni af atviki nu þótt hana bresti minni um nokkur atriði í atburðarásinni vegna mikillar ölvunar. Atvikið var kært til lögreglu innan nokkurra klukkustunda og þá hefur brotaþoli verið samkvæm sjálfri sér við að bera einungis um það sem hún man örugglega frá umræddu kvöl di. Frásögn hennar hefur þó frá upphafi verið afdráttarlaus um að hún hafi ekki viljað þau kynferðislegu samskipti sem áttu sér stað inni á salerninu en að hún hafi ekki getað spornað við þeim. Að mati dómsins eru skýringar brotaþola trúverðugar um þau atr iði sem hún man eftir í umrætt skipti en framburður hennar hefur verið varfærinn og stöðugur um 7 þau atriði sem máli skipta. Dómurinn telur jafnframt að hegðun ákærða eftir að hann fór út af salerninu sé ekki til þess fall in að styrkja framburð hans að því leyti sem hann liggur fyrir í málinu. 25 Af þeim sönnunargögnum sem lýst er að framan og framburði vitna, sem og framburði brotaþola, verður því að mati dómsins ályktað að þau kynferðislegu samskipti sem um ræðir hafi farið fram án samþykkis brotaþola og jaf nframt að hún hafi ekki getað gefið samþykki vegna ölvunarástands síns. Jafnframt er fallist á þá niðurstöðu héraðsdóms að af fyrri samskiptum þeirra á dansgólfi skemmtistaðarins verði engar ályktanir dregnar um samþykki brotaþola fyrir kynmökum í umrætt s kipti. Að öllu framangreindu gættu og með vísan til forsendna héraðsdóms að öðru leyti, er að mati dómsins hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og að hún sé þar réttilega heimfærð til refs iákvæða. Verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur um sakfellingu ákærða og ákvörðun refsingar. 26 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður einnig staðfest ákvæði hans um skyldu ákærða til greiðslu miskabóta og fjárhæð þeirra ásamt þeim vöxtum sem þar g reinir. 27 Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti , eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 1.740.897 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Landsrétti, Jóns Egilssonar lögmanns, 1.200.000 krónur, og þóknun rétta r gæslumanns brotaþola fyrir Landsrétti, Lúðvíks Bergvinssonar lögmanns, 400.000 krónur. Dómur héraðsdóms Suðurlands föstudaginn 12. júlí 2019 hafa aðfaranótt sunnudagsins 25. nóvember 2018, á kvennasalerni á efri hæð samþykkis með því að beita hana ofbeldi, en ákærði ýtti henni inn á salernið, henni að óvörum, reif margsinnis og hélt í hár hennar, snéri henni, ýtti henni niður og hélt henni, tók niður um hana buxur og sokkabuxur, stakk fingri í leggöng hennar og hafði við hana samræði um leggöng, auk þess að notfæra sér að hún gat ekki spornað við ve rknaðinum sökum áhrifa áfengis. Af þessu hlaut A marblett á innanverðum hægri upphandlegg, mar á og við rætur litla fingurs og baugfingurs handarbaksmegin á vinstri hendi, bólgu og eymsli yfir hægra kinnbeini, eymsli yfir hársverði frá ofanverðum hvirfli o g aftur í hnakka, eymsli yfir 8 hægri mjöðm, eymsli neðst yfir spjaldhrygg, eymsli yfir vöðvum aftan á hálsi og þrjár rispur neðan við vinstra hné. Telst þetta varða við 1. og 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði ve rði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: 2.500.000, - , auk vaxta samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vex ti og verðtryggingu frá 25. nóvember 2018 til þess dags er mánuður er liðinn frá því bótakrafa er kynnt fyrir ákærða en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Einnig er þess krafist að ákærða verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum Ákærði neitar sök og hafnar bótakröfu. Málið var þingfest 16. maí 2019 og hófst aðalmeðferð 20. júní sl., en varð þá ekki lokið vegna fjarveru vitna og var henni fram haldið og lokið þann 28. júní 2019 og málið þá dómtekið. Fyrir upphaf Af hálfu ákæruvalds eru gerðar þær dómkröfur s em að ofan greinir. Af hálfu bótakrefjanda eru gerðar sömu kröfur og í ákæru greinir, að því breyttu að krafist er þóknunar fyrir skipaðan réttargæslumann brotaþola úr ríkissjóði. Af hálfu ákærða er aðallega krafist sýknu af öllum kröfum ákæruvalds og frá vísunar einkaréttarkröfunnar, en til vara krefst ákærði vægustu refsingar sem lög leyfa sem verði skilorðsbundin að öllu leyti og sýknu af bótakröfu en til þrautavara um bótakröfuna er krafist verulegrar lækkunar. Þá er krafist hæfilegra málsvarnarlauna úr ríkissjóði fyrir skipaðan verjanda ákærða. Málavextir K hafði hringt til Neyðarlínu og tilkynnt um hugsanlega nauðgun. Barst tilkynningin þann 25. nóvember 2018 kl. 03:57. K L var rólegri. Þar innandyra var K og L . Var hún í svefnherbergi, en kom fram þegar lögregla kallaði til hennar. Var hún sjáanlega undir áhrifum, sem og K . Innt eftir Sagði þá K brotaþoli því játandi og sagði að það hefði ekki verið vitleysa. Aðspurð hvort brotaþoli vissi hver gerandi Ræddi lögregla við L s P . Fyrir stuttu hafi K r tilfinningalega fyrir framan þau L og K . Lýsti L því jafnframt að brotaþoli hafi verið með buxurnar á hælunum þegar hún kom heim hjálpað henni þar. Lýsti L því á vettvangi fyrir lögreglu að brotaþoli hafi sagt frá því að hún hafi farið inn á klósett karlmaðurinn muni hafa verið útlendingur. Kvað L brotaþola vera undir mjög miklum áhrifum áfengis en hún hafi verið undir miklu álagi, . Kvað L að brotaþoli neytti áfengis, einkum ef hún færi á einhverja viðburði, en hún væri óvenju ölvuð nú. Venjulega kæmi hún rólegri heim, en nú hefði hún vart getað gengið s akir ölvunar. 9 Meðan lögregla var að ræða við L á vettvangi kom brotaþoli þar að og sagði að hún ætlaði bara samskipti við manninn fyrr um kvöldið. Var brotaþoli treg til að fara á heilbrigðisstofnunina til skoðunar, en samþykkti þó á endanum. og var auðheyranlegt á henni að hún kenndi r skoðuð. á lögreglustöð, handjárnaður og með sérstaka bréfpoka á höndum. ræðir 90x127 sentimetrar að innanmáli og opnast hurðin inn. Þar inni er hornhilla um 110 sentimetra frá gólfi, en skilrúm milli bása 21 4 sentimetra hátt. Ekkert fannst á vettvangi sem tengja mætti við meint brot, en upplýsingar fengust um að klósettsetan hefði legið á gólfi í næsta bás við hliðina, en búið var að koma henni fyrir á sínum stað þegar lögregla kom á vettvang. Ekki hafði veri ð skúrað. en umrætt salerni er þar á efri hæð, hlaupa gegnum staðinn og út. Á upptökum úr eftirlitsmyndavélum í á upptökunum, m.a. á efri hæð á sama tíma og ákærði er á efri hæðinni, skömmu áður en ákærði kemur niður stigann og hleypur burt. Ákærði þekkti sjálfan sig á þessum myndum við skýrslugjöf hjá lögreglu. Í skýrslu E læknis um réttarlæknisfræðilega skoðun á brotaþola, dags. 25. nóvember 2018, segir um frásögn brotaþola að hún kveðst hafa rankað við sér inni á salerni einhvern tíma eftir miðnætti 25. nóvember 2018. Man mjög lítið vegna ölvunar. Var með sokkabuxurnar á hælunum, ekki í nærbuxum og hafði ekki ve rið í nærbuxum þegar hún hafði farið út að skemmta sér. Man mjög gloppótt eftir því hvað lim sinn í leggöng og reynt að setja í munn hennar. Hún seg ekki hugmynd um hve lengi hún lá á gólfinu. Segir að brotaþoli sé í miklu uppnámi og líði greinilega illa. G ráti inn á milli og sé undir áhrifum áfengis. Þá kemur fram að brotaþoli sé með 3 grunnar húðrispur sem liggja þvert, u.þ.b. 5 sentimetra að lengd rétt neðan vinstra hnés, en önnur áverkamerki finnist ekki. Í læknisvottorði sama læknis, dags. 29. nóvember 2018, segir að brotaþoli hafi skýrt frá því að hún myndi þegar hann hafi verið að þröngva sér upp á hana og að hann hafi þröngvað getnaðarlim sínum í legg öng hennar og einnig reynt að þröngva honum í munn hennar. Hún hafi verið talsvert mikið undir áhrifum og ekki getað veitt mikla mótspyrnu. Lýsti hún því að hann hefði jafnframt togað í hár hennar og reynt að snúa höfði hennar þannig að hún hafi fundið mik ið til í hársverðinum. Við komu á heil s ugæslu hafi brotaþoli verið í miklu uppnámi, verulega undir áhrifum áfengis og svolítið fjarræn. Þá segir að einu áverkamerkin séu framangreindar rispur, en jafnframt kemur fram að brotaþoli hafi komið til læknisins á stofu kl. 13:30 daginn eftir, þ.e. 26. nóvember 2018 og þá hafi sést lítill marblettur á hægri upphandlegg um 1x2 sentimetrar. Hún sé hvellaum við þreifingu utanvert og ofarlega yfir vinstri mjöðm rétt ofan við klega hægra megin miðlínu. Við skoðun á hálsi komi í ljós eymsli vinstra megin miðlínu yfir vöðvum aftan á hálsi og eins finni hún til við alla hreyfiferla og sé stirð og hæg í hreyfingum á hálshrygg vegna verkja. Þá sé komið út mar á vinstri hendi við ræt ur litla fingurs og baugfingurs handarbaksmegin og teygi marið sig fram þessa tvo fingur, fram undir nærkjúkurnar. Þá megi greina væga bólgu og veruleg eymsli við þreifingu yfir hægra 10 kinnbeini rétt neðan augans. Þá hafi brotaþoli verið verulega aum yfir h ársverði frá ofan á hvirfli og aftur í hnakka. Hún hafi verið skýr og áttuð, mjög niðurdregin og miður sín og geðslag greinilega lækkað. Sami læknir gerði réttarlæknisfræðilega skoðun á ákærða að morgni 25. nóvember 2018 og hófst skoðunin kl. 07:45. Seg ir að ákærði hafi legið í fangaklefa og viljað hvílast. Sé hann að sjá þræltimbraður og kasti ítrekað upp og skjálfi talsvert. Í skýrslunni er höfð eftir ákærða sú frásögn að hann muni ekkert i heldur ekkert hvort hann hafi hitt brotaþola. Ákærði sé hraustlegur, grannvaxinn og vöðvastæltur. Líði greinilega illa, sé mjög þunnur og timbraður að sjá. Skjálfi og kasti ítrekað upp og vilji liggja fyrir. Segir að ákærði sé skýr og áttaður en tali lit Þá segir að frá getnaðarlim ákærða séu tekin strok á 2 pinnum og 1 pinni frá sári á hægra læri. Má sjá grunna húðrispu á myndum af hægra læri ákærða og virð ist nýlegt. Voru tekin blóðsýni úr ákærða og brotaþola. Blóðsýni voru tekin úr ákærða kl. 07:43 og kl. 08:56 að morgni 25. nóvember 2018, en þvagsýni kl. 08:42. Í fyrra blóðsýninu mældist 1,17 promille alkóhóls, en 0,89 í hinu síðara. Þá greindist tetrahýd rókannabínólsýra í þvagsýni hans. Í blóðsýni brotaþola sem tekið var kl. 05:15 var 2,37 promille alkóhóls, en í blóðsýni kl. 06:15 var 2,15 promille. Í þvagsýni hennar var 3,12 promille alkóhóls. Vegna blóðsýna var unnin viðbótarmatsgerð, en nánar verður g reint frá henni þegar lýst er framburði vitnisins D . Lögð var fyrir brotaþola myndsakbending þar sem ákærði var á einni mynd af tíu. Benti brotaþoli á mynd af ákærða og kvaðst kannast við hann og hafa séð hann einhvers staðar, en kvaðst ekki viss. Mynds akbending var jafnframt lögð fyrir Q Q á mynd af ákærða og kvaðst vera nokkuð viss um það. Þá var einnig lögð samskonar myndsakbending fyrir J starfsma ákærða og kvað hann hafa komið út af klósettbásnum þegar hún hafi bankað á hurðina, og rokið út. Kvaðst hún vera alveg viss um þetta. Til lífsýnagreiningar voru send sýni úr nærbuxum ákærða, fingrum ákærða og getnaðarlim ha ns. Í tveimur sýnum af innanverðri framhlið nærbuxnanna greindist DNA úr brotaþola og í sýni úr innanverðum streng greindist DNA úr brotaþola og ákærða. Í sýni sem tekið var undir forhúð ákærða fannst DNA úr brotaþola, en í sýni sem tekið var af utanverðum lim ákærða var blanda af DNA brotaþola og ákærða. Í sýni sem tekin voru af vísifingri og löngutöng hægri handar ákærða var blanda af DNA, annars vegar frá ákærða og hins vegar frá a.m.k. einum öðrum einstakling sem ekki var unnt að samkenna við einstaklin g. Í skýrslu um skoðun á fatnaði brotaþola kemur fram að gat hafi verið á þeim ofarlega á framhlið vinstra megin. Hafi gatið verið 1,8 sentimetra langt lárétt og upp frá því hafi verið lykkjufall 7,7 sentimetra langt. Þá hafi verið sjáanlegt lykkjufall í lærishæð á vinstri skálm, rétt neðan klofs. Í lærishæð á hægri skálm hafi verið laus þráður sem hafi dregist út. Jafnframt hafi verið lítið gat í hnéhæð á aftanverðri vinstri skálm. Þá liggur fyrir vottorð O sálfræðings, dags. 4. apríl 2019, en þar kemur fram að brotaþoli hafi sótt 8 sálfræðiviðtöl hjá henni frá 10. janúar 2019. Segir að hún komi fyrir sem heiðarleg og trúverðug og hörð af sér. Ástæða komu sé veruleg vanlíðan vegna kynferðisbrots. Kemur m.a. fram að matslistar og niðurstöður þeirra hafi b ent til talsverðra þunglyndiseinkenna og alvarlegra einkenna kvíða og áfallastreitu. Sé brotaþoli í sálfræðiviðtölum hjá O og hafi verið sótt um áfallameðferð fyrir hana, en jafnframt taki Við skýrslugjöf sína hjá lögregl u síðdegis 25. nóvember 2018 og laust eftir miðnætti aðfaranótt 26. nóvember 2018 kvaðst ákærði ekkert kannast við þetta og lýsti því að hann myndi ekki eftir að hafa verið Brotaþoli skýrði frá því hjá lögreglu að hafa verið að skemmta sér og dansa og hafa verið mjög K , hafi komið að henni þar með buxurnar á hælunum. verið snúið og skellt niður. Henni hafi verið snúið aftur til baka með því að taka í hárið á henni. Þessar 11 þokukenndu minningar vektu sér ógeð og kúgaðist hún við frásögnina og kvaðst fá klígju þegar hún hugsaði um þetta. Henni hafi verið riðið inni á sal ógeðslegt. Það hafi farið í taugarnar á manninum að hún var í sokkabuxum því þær hafi þvælst fyrir og hann því ekki getað snúið henni eins og hann vildi. Hún hafi verið eins og dúkka og svo máttlaus að hú n hafi hvorki getað sagt né gert neitt. Henni hafi bara verið snúið að vild með því að halda í hárið á henni. Maðurinn hafi ekki náð að rífa sokkabuxurnar. Hún hafi verið í lagi í höfðinu en líkaminn hafi ekki viljað fylgja vilja höfuðsins. Maðurinn hafi h aft við hana samfarir í leggöng aftan frá, en ekki í endaþarm. Kvaðst ekki vita hvort hann hafi haft sáðlát. Kvaðst ekki þekkja manninn en hann hafi verið á svipuðum aldri og hún eða aðeins yngri. Lýsti því að öðrum fæti hennar hafi verið lyft til að ná be tra aðgengi. Það hafi verið manninum auðvelt að færa hana úr buxum yfir skóna, en verr hafi gengið með sokkabuxurnar og hafi það pirrað hann. Þá lýsti brotaþoli því aðspurð að maðurinn hafi sett fingur í leggöng hennar og hrækt á fingurna áður. Kúgaðist br otaþoli aftur við þessa lýsingu. Kvaðst hún telja að sér hafi verið byrluð ólyfjan miðað við hvað hún hafi verið ölvuð, að því gættu hvað hún hafi drukkið. Kvaðst hún ekki hafa ætlað að ssu og hringt á lögreglu. Þá tók lögregla skýrslur af nokkrum vitnum en ekki verður gerð sérstök grein fyrir þeim hér. Ekki þarf frekar að gera sérstaka grein fyrir rannsókn málsins. Framburður við aðalmeðferð Ákærði gaf skýrslu við aðalmeðferð og lý sti því að hann væri saklaus og hafi ekki nauðgað þessari komu. Kvaðst vilja taka fram að hafa verið undir áhrifum áfengis og hafa reykt kannabis nokkrum dögum áður. Þess vegna muni hann ekki mjög mikið. Hann hafi hugsað mikið um þetta mál. Hafði ákærði me ð hafi átt afmæli. Kærasti vinkonunnar hafi verið dauðadrukkinn og því hafi ákærði ákveðið að fara með þessari vinkonu sinni á skemmtistað. Hafi sjálf ur verið mjög drukkinn og muni ekki hvenær það hafi verið ákveðið en þau hafi ætlað að fara að dansa. Kvaðst muna að á skemmtistaðnum hafi einhver kona verið að kyssa hann. Hún hafi viljað dansa við hann og kyssa hann. Kvaðst ekki muna hvað hafi gerst á kl ósettinu og hvernig hann hafi endað þar. Svo hafi hann farið heim til vinkonu sinnar sem hann hafi komið á skemmtistaðinn með. Kvaðst svo muna þegar hann hafi vaknað að morgni þegar lögreglan kom. Hann sé mjög sjaldan drukkinn og hann muni ekki neitt. Hann hafi verið mjög drukkinn þetta kvöld og þegar hann sé mjög drukkinn þá geti honum ekki risið hold. Hann hafi ekki verið neinar rispur á sér sem gætu bent til þess að hann hafi stundað kynlíf, en eftir kynlíf sé hann alltaf með einhverjar rispur. Þess vegn a haldi hann að ekkert svona hafi gerst. Engar rispur hafi verið á honum. Hann sé eða hafi verið miður sín eða reiður með brotaþola án samþykkis henna r. t hann ekki geta sagt til um hvenær þetta hafi verið þar sem hann muni það ekki. Kvaðst ákærði ekki muna eftir að hafa kysst konuna á móti og ekki heldur að hafa haldið utan um hana eða strokið henni. Kvaðst heldur ekki muna hvort konan hafi haldið utan um hann eða strokið honum. Næst muni hann eftir sér að morgni þegar lögreglan hafi komið. Kvaðst ákærði ekki hafa gert neitt þegar konan hafi viljað vera að kyssa hann og dansa við hann. Þau hafi samt verið að knúsast og dansa og hélt að hún hefði haldið uta n um hann. Kvaðst ekki muna hvort hann hafi haldið utan um hana eða hvar hans hendur hafi verið. Aðspurður kvaðst ákærði ekki muna eftir þegar hann Kv aðst ekki hafa dansað við G n hafi litið út, sú sem hafi viljað kyssa hann og dansa við hann. Aðspurður kvaðst ákærði hafa drukkið sterkt áfengi, vodka og viskí. Taldi sig hafa drukkið annað urður kvað ákærði að G vinkona hans hafi líka verið að drekka þetta kvöld, en gat ekki sagt til um magn þess. Kvaðst 12 hafi lokið þegar þau hafi verið a Aðspurður kvaðst ákærði ekki kannast við neitt af því sem lýst er í ákærunni. Kvaðst ekki geta skýrt þá áverka á brotaþola sem lýst er í ák æru. Aðspurður kvað ákærði að það hafi áður komið fyrir hann að muna ekki ef hann drekki mjög mikið, en það gerist afar sjaldan að hann drekki mikið. Aðspurður kvaðst ákærði ekki hafa haft þrota, lykt eða annað á kynfærum sínum daginn eftir, sem gætu bent til að hann hafi haft samfarir kvöldið áður. Kvaðst vera mjög feiminn við konur og geti ekki haft samfarir við konu ef hann verði mjög ölvaður. Kvað st halda að hann hafi ekki verið að dansa við G og kyssa hana, hún eigi kærasta. Aðspurður um þann framburð G að ákærði hafi dansað við hana og engan annan kvaðst ákærði ekki muna það, en þau hafi ætlað að dansa. Aðspurður kannaðist ákærði við sjálfan si g á ljósmyndum úr eftirlitsmyndavélum af þar sem hann fer af staðnum. Aðspurður um þann framburð sinn hjá lögreglu að muna ekkert vegna ölvunar, en hafa nú skýrt frá konu sem hafi verið að dansa við hann og kyssa hann kvað ákærði að hann hafi verið öl vaður í skýrslutökunni hjá lögreglu. Hann hafi hugsað mikið um þetta síðan og hafi þetta rifjast upp. Hann hafi ekki verið ölvaður í seinni skýrslunni, en liðið þannig. Aðspurður um þann framburð sinn að hafa ekki verið með nein klórför og mynd af læri ha ns þar sem sést rispa í efsta lagi húðar, kvað ákærði að þetta hafi verið frá því að hann hafi verið að vinna á byggingarsvæði og rekið sig í stálbita. Þetta hafi verið fyrr í sömu viku. Kvaðst ekki hafa munað eftir þessari rispu þegar hann hafi sagt að ha nn hafi ekki verið með nein klórför. upptökunni sem honum var sýnd við skýrslutökuna. Jafnframt kannaðist ákærði við sjálfan sig á hlaupum eftirlitsmyndavél. Ekki kvað ákærði þetta rifja neitt frekar upp fyrir sér. Kvaðst ekki muna þetta sjálfur og hefði hann engar skýringar á þeim asa sem virðist vera á honum á myndskeiðunum. Aðspurður kvaðst ákærði ekki hafa neinar skýringar á því að vitni hafi bent á hann í myndsakbendingum. Aðspurður kvaðst ákærði ekki hafa skýringar á því að DNA úr brotaþola hafi fundist á getnaðarlim ákærða og innan á nærbuxum hans. Enga skýringu kvaðst ákærði hafa á framburði brotaþola og kannaðist ekki við að hafa n okkurn tíma hitt hana. Brotaþoli, A, kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og skýrði frá því að hafa farið á tónleika þetta ofsalega mikið. Hún muni eftir að hafa verið á dansgólfinu, að hafa farið upp að reykja. Svo muni hún að hafa verið að fara á klósettið og í minningunni sé ýtt á eftir henni inn á básinn. Hún muni snubbótt eftir það. Það hafi verið rifið í hárið á henni og henni snúið og veltst með hana einhve rn veginn. Hún hafi verið ofurölvi þannig að hún hafi verið bara eins og hálfgerð brúða. Kvaðst muna að hafa verið rosalega hrædd. Kvaðst muna eftir andliti sínu utan í klósettkassanum eða einhverju öðru, s.s. klósettrúlluhaldara. Kvaðst muna að það hafi v erið sagt í pirringi og reiði eitthvað við hana sem hún hafi ekki skilið, á útlensku einhverri, af því að hann hafi ekki náð að koma niður um hana sokkabuxunum. Kvaðst ekki geta tímasett að hafa dansað þar, en ekki við hvern. Kvaðst ekki muna hvort hún hafi á dansgólfinu verið innileg við einhvern eða verið að kyssa einhvern. Kvaðst hafa farið upp á efri hæðina, en kvaðst ekki muna eftir að hafa farið það með einhverjum. Sennilega hafi hú n farið nokkrum sinnum upp þar sem farið sé út á svalir uppi til að reykja. Kvaðst ekki muna glögglega hvert hún hafi farið eftir að hafa verið á svölunum. Kvaðst muna eftir sér að ganga að kvennaklósettinu og muni ekki eftir að hafa þá verið með einhverju m. Sér finnist að þá hafi hún verið að koma frá svölunum. Líklega hafi hún farið á klósettið til að pissa, en önnur skýring sé ólíkleg. Kvaðst 13 muna að það hafi verið ýtt á eftir henni. Svo sé þetta stopult. Kvaðst ekki muna hvernig hún hafi staðið og snúið þegar hafi verið ýtt á eftir henni. Henni finnist eins og þegar hún hafi verið að ganga inn á kvennaklósettið að þá hafi verið ýtt á eftir henni inn á básinn, en umræddur bás er ystur við dyrnar að salerninu. Hafi verið ýtt aftan á hana. Kvaðst muna eftir honum að klæða hana úr buxunum og að reyna að ná niður um hana sokkabuxunum. Hún hafi ekki verið í nærbuxum. Kvaðst ekki muna hvort hún hafi verið tekin úr skónum,en þetta hafi allt verið rosalega mikið fyrir honum. Kvaðst ekki geta svarað því vel hvernig hún hafi snúið þegar hann hafi verið að reyna að ná henni úr fötum, en henni hafi verið snúið á alla kanta. Það hafi aðallega verið gert með því að grípa í hárið á henni ofan á höfðinu. Hafi verið að þvinga hana til að fá betra aðgengi. Aðspurð hvort ákær ði hafi gert eitthvað með höndunum svaraði brotaþoli því til að hann hafi sett fingurna í leggöng hennar. Kvaðst ekki vita hve marga eða hvaða fingur. Kvaðst ekki muna hvort hún hafi gert eitthvað við hann, en ábyggilega hafi hún reynt að gera eitthvað. Hú n hafi ekki gert neitt kynferðislegt við hann svo hún viti til. Þetta hafi ekki verið neitt sem hún hafi viljað og hún hafi aldrei verið samþykk þessu. Aðspurð hvort hann hafi sett eitthvað fleira en fingur í leggöng hennar kvaðst brotaþoli gera ráð fyrir því. Hana hafi verkjað það mikið daginn eftir, en hún geti ekki svarið fyrir það. Kvaðst þó gera ráð fyrir að hann hafi sett lim sinn inn í leggöng hennar miðað við tilfinninguna daginn eftir, en um þetta eigi hún í dag ekki skýra minningu. Ekki hafi hún v erið undirbúin fyrir þessar aðfarir. Hún hafi verið mjög hrædd og átt erfitt með að trúa þessu. Hún hafi verið aum all staðar, í kinnbeini, hársverði, öðru hnénu. Kvaðst hafa fundið til í kynfærunum meðan á þessu hafi staðið. Daginn eftir hafi henni liðið eins og ekið hafi verið yfir hana og verið aum alls staðar og líka í kynfærum. Hún hafi líka haft eymsli á baki. Eitthvað hafi líka verið að fingri. Kvaðst ekki muna hvort hann hafi reynt að gera eitthvað fleira en að setja fingur og lim í leggöng. Efaðist um að hann hafi reynt að setja liminn í endaþarm hennar og kvaðst ekki muna hvort hann hafi sett eða reynt að setja liminn í munn hennar. Kvaðst ekki muna eftir að hafa séð lim ákærða. Kvaðst bæði hafa snúið að og frá ákærða, en fannst eins og hún hafi mi nna snúið að honum og hann verið meira fyrir aftan hana. Kvaðst ekki muna hvort þeirra hafi verið nær hurðinni, en fannst eins og hún hafi verið upp við vegginn milli básanna. Fannst ekki hún hafa verið ofan á klósettinu, en verið yfir því með andlitið í v egginn eða klósettkassann eða klósettrúlluhaldara. Þetta hafi verið ofbeldi. Hann hafi líka ýtt niður á bak hennar. Aðspurð hvort hún hafi gefið til kynna að hún vildi þetta ekki kvaðst hún ekki muna það, en hún hafi verið svo hrædd að hún hljóti að hafa s agt eitthvað. Kvaðst ekki muna eftir að hafa öskrað, en hún hafi reynt að ýta frá sér. Þá kvaðst brotaþoli muna mjög óskýrt að hafa klórað, en kvaðst ekki geta svarið fyrir það. Það sé óljós minning um að hafa klórað. Aðspurð kvað brotaþoli ákveðið nei við því að ákærði hafi á einhvern hátt getað talið að hún væri samþykk athöfnum hans á klósettinu. Hún hafi engan þátt tekið í þessu og hún hafi ekki getað spornað við þessu vegna ofurölvunar, máttleysis og hræðslu. Kvaðst ekki geta sagt neitt til um hve leng i þetta hafi staðið. Kvaðst ekki geta sagt til um það hvernig þetta hafi endað. Kvaðst muna að hann hafi verið í grárri peysu, en gat ekki gert grein fyrir hvernig föt hans hafi verið á meðan. Hún hafi ekki klætt sig sjálf úr neinu. Hann hafi klætt hana úr . Hún hafi ekki klætt hann úr neinu. Buxurnar og sokkabuxurnar hafi verið á hælunum á henni. Sokkabuxurnar hafi verið heilar þegar hún hafi farið í þær og ekki hafi komið í þær lykkjufall eða önnur skemmd af hennar völdum svo hún viti til. Svo muni hún næs það hafi verið. Ekki kvaðst brotaþoli vita hvert ákærði hafi farið. Kvaðst ekki muna hvort einhver Kvaðst aðspurð ekki hafa haft í hyggju að stunda kynlíf með ákærða eða neinum öðrum þetta kvöld. Aðspurð um áfengisneyslu kvaðst brotaþoli hafi drukkið bjór og gin í tónik. Kvaðst ekki vita hvenær hún hafi hætt drykkju, en hélt að hún hafi ekki drukkið ef tir að hún kom heim. Hún hafi ekki ætlað að segja frá þessu, súrrealískt. Henni hafi fundist þetta vera nauðgun, en henni hafi fundist hún hafa veri ð ofurölvi og kannski bara boðið hættunni heim. En hún hafi ekki boðið upp á þetta á neinn hátt. Kvaðst brotaþoli hafa verið hjá O sálfræðingi eftir þetta og tekið þunglyndis - og kvíðalyf eftir þetta. Hún lengur. Fyrst eftir þetta hafi hún verið hrædd við að vera úti og ekki farið neitt. Nefndi að hún ætti 14 vinkonu sem byggi í Reykjavík og ef hún fari og heimsæki hana þá sé henni mjög órótt þa r sem hún viti aldrei hvar hún gæti mætt honum, en þarna búi mikið af útlendu fólki. Aðspurð kvaðst brotaþoli ekki geta sagt til um hve lengi hún hafi verið á svölunum að reykja. Þá kvað brotaþoli að hún gæti ekki sagt til um hvort hún hafi klórað í andli t eða einhvern annan líkamspart. Hún myndi bara að hafa klórað frá sér. Ekki kvaðst hún muna til að hafa kallað á hjálp. Kvaðst ekki muna til þess að kallað hafi verið inn á básinn hvað væri í gangi. Kvaðst ekki muna til að hafa barið frá sér eða reynt að kalla á hjálp, enda hafi hún verið logandi hrædd og máttlaus af hræðslu. Kvaðst ekki muna eftir að hafa verið að dansa við ákærða fyrir þetta atvik og ekki heldur að hafa farið samferða honum hönd í hönd á salernið. Ekki sé mögulegt að hún hafi sjálf boðið ákærða með sér á salernið, en kvaðst ekki geta útilokað að hafa dansað við hann. Kvaðst ekki muna neitt til þess að hafa verið að dansa við hann og kyssa hann og káfa á honum. Kvaðst ekki hafa verið þarna í þeim tilgangi að fara með einhverjum inn á baðhe rbergi eða fara með einhverjum heim. Aðspurð kannaðist brotaþoli við að hafa neitað því í fyrstu að henni hafi verið nauðgað, enda hafi hún ekki viljað viðurkenna það. Hafi hún í upphafi viljað gera sem minnst úr þessu. Aðspurð hvort hún gæti fullyrt að ák ærði hafi sett fingur í leggöng hennar kvaðst hún geta fullyrt að eitthvað hafi farið í leggöng hennar og vera nánast viss um að hann hafi sett þangað fingur. Hún hafi verið mjög aum eftir að og verið illt. Kannaðist ekki við að hafa farið höndum um kynfær i ákærða. Kvaðst ekki muna til að hafa klætt hann úr fötum. Ekki hafi verið gagnkvæmar stunur á salerninu. Kvaðst ekki vita hve lengi hún hafi verið þar. Hún hafi reynt að brjótast á móti en ekki getað gert neitt. Hún telji að hún hafi ekki gefið honum nei tt rúnk eða slíkt. Þetta hafi frá upphafi verið nauðgun í sínum huga og allt gegn hennar vilja. Hún hafi bara ekki viljað viðurkenna fyrir börnum sínum að hún hafi lent í þessari aðstöðu. Brotaþoli staðfesti framburð sinn hjá lögreglu. Kvaðst muna eftir pe ysu ákærða og að hann hafi verið frekar vel byggður maður. Þá kannaðist brotaþoli við og mundi eftir að hafa farið í myndsakbendingu og staðfesti hana. Kvaðst hafa kannast við einn aðila, en hafi ekki beinlínis þekkt neinn. Kvaðst ekki muna eftir því að ba nkað hafi verið á hurðina á klósettbásnum og spurt hvort ekki væri allt í lagi og hún svarað hafi verið. Aðspurð um DNA hennar sem hafi fundist á li m ákærða og innan á nærbuxum hans kvað brotaþoli að hún hefði ekki aðrar skýringar á því en að hann hafi nauðgað henni. Aðspurð kvaðst brotaþoli ekki hafa neitt um það að segja að vitni hefðu borið um það hjá lögreglu að hún hafi dansað við ákærða í 15 - 20 Þá kvaðst brotaþoli ekki geta svarað fyrir það að einhverjir hefðu borið um það hjá lögreglu að hafa heyrt atlot inni á klósettbásnum og jafnvel kallað inn hvort ekki væri allt í lagi. Vitni ð G , kunningi ákærða, kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og bar um það að ákærði hafi komið í heimsókn, m.a. vegna afmælis vitnisins. Hafi þar verið veisla og drukkið áfengi. Hún og ákærði emmt sér. Eftir smá tíma hafi ákærði bara verið að dansa einn og hún hafi setið við borð en þau hafi alltaf séð hvort til annars og ekkert hafi verið að gerast. Hún hafi svo farið á klósettið og þegar hún hafi komið til baka hafi hún ekki séð ákærða og ver ið að leita að honum. Hún hafi spurt dyraverði hvort þeir hafi séð hann og leitað að honum uppi, en hún haldið áfram að leita og ekki fundið ákærða og farið aftur heim og þá hafi hann verið kominn þangað. Þetta hafi kannski verið korter sem hún hafi orðið viðskila við ákærða. Kvaðst ekki vita nákvæmlega svo hafi hún verið við borð og ákærði verið einn að dansa í kannski tveggja metra fjarlægð. Þau hafi dansað eins og par og snerst með höndunum, en ekki verið að kyssast eða strjúka hvort öðru. Ákærði hafi ekki verið að dansa við neinn. Hann hafi verið einn að dansa. Kvaðst vitnið aldrei hafa séð ákærða dansa við neinn annan. Ákærði hafi alltaf verið nálægt henni uns hún hafi misst sjónar af honum þegar hún hafi farið á klósettið við innganginn á neðri hæðinni, sem hafi kannski tekið 5 mínútur. Aðspurð kvað vitnið að ákærði hafi ekki sýnt neinni konu þarna áhuga og kvaðst ekki hafa orðið þess vör að nein kona hafi sýnt honum sérstakan áhuga. Vitnið kannaðist við að hafa farið í spilakassa, rétt bara aðeins, en hún hafi samt haft auga með ákærða. Aðspurð kvað vitnið að ákærði hafi spurt um ferðir hennar þegar þau hafi hist heima hjá henni, en hann hafi beðið á stigaganginum. Ekki hafi hann sagt neitt sérstaklega frá því hvar hann hafi 15 verið, en ákærði hafi verið hálfsofandi og erfitt að tala við hann. Hún hafi látið hann fara að sofa, en hann hafi ekki drukkið eftir heimkomuna. Það hafi verið talsvert mikið drukkið í afmælinu og ákærði hafi drukkið eins og karlmaður. Hann hafi drukkið bjór og vodka. Kvaðst ekki vita hvort ákærði hafi drukkið v i sk í . Hún hafi líti ð drukkið sjálf og ekki verið drukkin og muni allt vel. Vitnið kvaðst halda sambandi við ákærða. Þau hafi rætt þetta mál. Það hafi verið stuttu eftir atvikið. Geðheilsa ákærða hafi verið á slæmum stað. Ákærði hafi sagt vitninu að hann væri saklaus. Hafi ák Aðspurð um hvað ákærði hafi sagt vitninu um atvik kvað vitnið að ákærði hafi sagt henni að hann hafi verið með konu á klósettinu og svo hafi hann hlaupið í burtu. Hann hafi ekki lýst því hvað hafi gerst á k lósettinu, en það hafi einhver bankað á hurðina og þá hafi hann hlaupið út. Hann hafi ekki sagt af hverju hann hafi hlaupið. Hafi ákærði virst muna þetta vel gegnum þoku. Þetta hafi ákærði sagt sér í símtali sem vitnið taldi að hafi verið um jólaleytið, ka nnski mánuði eftir atvikið. Aðspurð kvað vitnið að ákærði hafi ekki lýst því hve langt samskipti hans við konu þessa á klósettinu hafi gengið. Ekkert hafi komið fram um hvort konan hafi verið viljug til að vera með ákærða á klósettinu. Þegar vitninu var sý nt myndskeið úr viðskila við ákærða. Vitnið R kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og kvaðst hafa séð ákærða og brotaþola dansa. Þau hafi farið saman upp stigann. Vitnið hafi farið upp að reykja og þau hafi bæði verið á klósettinu. Svo hafi vitnið séð öryggisvörðinn fara þangað. Ekki hafi vitnið séð meir a. Aðspurður kvaðst vitnið hafa séð þau bæði fara upp. Hann hafi ekki séð þau á klósettinu, en hafi séð undir hurðina og talið að það væru þau. Vitnið hafi ekki séð þegar þau hafi farið inn á klósettbásinn, en hann hafi séð þegar þau hafi komið út af klóse ttbásnum. Fyrst hafi ákærði komið út og síðan brotaþoli. Á að giska 15 mínútur hafi liðið frá því ákærði kom út uns brotaþoli kom út. Kvaðst vitnið ekki hafa heyrt neitt af klósettinu, en það hafi verið lokað inn á klósettbásinn þó opið væri inn á sjálft k lósettið. Vitnið kvaðst hafa verið niðri þegar brotaþoli hafi komið niður. Bæði hafi virst ölvuð en meira hún. Sér hafi virst brotaþoli vita hvað hún væri að gera á dansgólfinu og hafi virst vilja það. Vitnið kvaðst ekki hafa séð brotaþola inni á klósettbá snum þegar ákærði hafi komið út af honum. Aðspurður kvaðst vitnið ekki muna hvort hann hafi séð ákærða og brotaþola kyssast í dansinum og það hafi verið meira hún sem hafi verið að dansa en hann. Þau hafi snerst og verið nálægt hvort öðru. Dansinn hafi kan nski varað í 10 mínútur. Ekki hafi verið margt fólk og læti á efri hæðinni. Hann hafi ekki heyrt kallað á hjálp eða upplifað að einhver væri í hættu á salerninu. Hann hafi ekki upplifað að verið væri að brjóta á brotaþola. Aðspurður um framburð sinn hjá lö greglu kvaðst vitnið hafa munað þetta betur þá og vel geti verið að ákærði og brotaþoli hafi dansað náið saman. Aðspurður um þann framburð sinn hjá lögreglu að hann hafi ekki séð hvert ákærði og brotaþoli fóru þegar þau fóru af dansgólfinu kvað hann að þau hafi farið upp stigann. Kvaðst muna þetta, en gæti ekki sagt hvort þeirra hafi gengið á undan. Vitnið S þeir hafi verið að dansa á neðri hæð. Ákærði og brotaþoli hafi ve rið að dansa nálægt stiganum og haldið kvaðst ekki vita hve lengi ákærði og brotaþoli hafi dansað og ekki kvaðst hann hafa séð þau kyssast, en dans þeirra h afi verið kynferðislegur. Bæði hafi virst vera mjög ölvuð. Kvaðst hafa séð brotaþola fara upp stigann, eða vera við hann, og ákærði verið nálægt stiganum, en ekki hafi vitnið séð meira og farið út. Brotaþoli hafi farið upp í fleiri skipti. Daginn eftir haf Vitnið H hafa verið við störf þetta kvöld. Hafi vitnið verið við öryggisgæslu á báðum hæðum skemmtistaðarins. Vitnið kvaðst hafa séð brotaþola þetta kvöld. Brotaþoli hafi verið á dansgólfinu og dansað við ákærða, einhvern tíma á bilinu kannski milli miðnættis og kl. 2. Þau hafi ekki verið að kyssast, en þau hafi dansað nokkuð þétt saman og verið daður í gangi. Dans þeirr a hafi kannski staðið í hálftíma. Þetta geti hafa verið eftir kl. 2, en vitnið geti ekki fullyrt um þetta. Vitnið kvaðst ekki hafa séð þau fara frá dansgólfinu eða úr danssalnum, en hann hafi haldið að þau væru kærustupar. Svo þegar vitnið hafi komið upp s tigann þá hafi vitnið séð að það hafi verið tvær manneskjur á salerninu. Þegar vitnið hafi séð kærustu ákærða, sem hafi verið að leita að honum, hafi vitnið farið upp til að svipast um eftir ákærða. Þá hafi vitnið séð fætur á 16 tveimur manneskjum undir saler nishurðinni og við þá sjón hafi vitnið strax farið niður til að spyrja kollegana hvað væri gert í slíkum tilfellum. Hafi vitnið verið áfram niðri en samstarfsmenn vitnisins farið upp, þau Q og J . Þau hafi farið strax upp. Aðspurður hvað vitnið hafi talið a ð væri í gangi á klósettbásnum kvaðst vitnið hafa talið að þau væru í samförum, verandi tvær fullorðnar manneskjur á einu klósetti, en ekki hafi vitnið heyrt neitt slíkt. Þetta hafi aðeins verið ályktun vitnisins. Vitnið minnti að á gólfinu hafi sést handt aska og jakki. Kvaðst ekki hafa séð klósettsetuna á gólfinu og ekkert vita hvort seturnar hafi verið í ólagi. Nokkrum mínútum síðar, kannski 10 mínútum, hafi vitnið séð ákærða hlaupa út. Ákærði hafi verið á harðahlaupum og vitnið hafi hugsað með sér að það hafi verið vegna þess að ákærði hafi verið staðinn að verki við verknað sem hann væri kannski ekki stoltur af, á meðan kærastan hans var inni á staðnum. Hafi vitnið haldið að ákærði hafi verið að halda fram hjá kærustu sinni. Brotaþoli hafi virst vera mjö g ölvuð. Ekki kvaðst vitnið geta sagt nánar til um ölvun ákærða. Vitnið kvaðst aðspurður hvorki hafa upplifað að það sem væri að gerast inni á klósettbásnum, þegar hann sá 4 fætur, hafi verið með vilja né óvilja þeirra sem þar voru. Vitnið hafi ekki gert v art við sig. Gat vitnið ekki gert grein fyrir afstöðu fótanna. Kannski 20 manns hafi verið á efri hæðinni og tónlist leikin. Aðspurður kvað vitnið að það hefði heyrst ef kallað hefði verið á hjálp eða barið innan á klósetthurðina, enda ytri dyrnar á sjálft salernið verið opnar. Brotaþoli hafi grátið og fengið aðstoð og hafi verið hringt á leigubíl fyrir hana, en þetta hafi vitninu verið sagt. Á þessum tíma hafi enginn talað um nauðgun. Vitnið kannaðist við að hafa sagt yfirmanni sínum, J , að það væri fólk a ð hafa mök á klósettinu. Vitnið kannaðist líka við þann framburð sinn að hafa haldið að og allir á staðnum vitað um þetta. Vitnið kvaðst hafa farið ú t á svalirnar eftir að hafa séð fæturna á klósettinu, áður en vitnið hafi farið niður. Vitnið hafi á þeim tíma líka talað við samstarfsmann sinn, I . Vitnið T Vitnið hafi verið á kvennaklósettinu á efri hæð, í þeim bás sem fjærst er dyrunum, en hafi ekki verið vitni að neinu. Básarnir séu þrír. Hún hafi bara verið að pissa og hafi svo komið erlendur karlkyns dyravörður og farið að banka á dyrnar á öðrum klósettbás og vitni ð hafi bara farið fram eftir að hafa þvegið sér um hendurnar. Vitnið hafi haldið að hún væri bara ein á klósettinu. Kvaðst ekki vita hvort einhver annar hafi komið þarna inn, annar en dyravörðurinn. Hún hafi kannski verið þarna 1 - 2 mínútur og ekki orðið vö r við nein hljóð eða slíkt, en hún hafi verið með hugann við símann sinn. Ekki hafi komið neitt svar eða hjálparbeiðni þegar dyravörðurinn hafi knúið á dyrnar. Aðspurð um aðstæður kvað vitnið að yfirleitt sé frekar hávær tónlist þarna sem heyrist vel inn á klósettið, en líklegt væri þó að maður yrði var við fólk í samförum í öðrum bás. Vitnið L og svo hafi K full. Hafi vitnið opnað dyrnar og haft ólæst og farið upp enda K og brotaþoli ekki komin. Svo hafi vitnið heyrt fyrirgang og farið og gáð og þá hafi K verið að drösla brotaþola upp stigann og brotaþoli verið með buxurnar á hælunum. Hafi þau farið með brot K og hvort eitthvað hafi komið fyrir. Hafi brotaþoli hikað og orðið efins eins og hún væri að átta sig og hafi K þrýst meira á hana og hafi þá brotaþoli brostið í grát og sagt að henni hafi verið nauðgað inni á baði. Hafi þeim brugðið við þetta og K hafi J sem sé K gert þetta og fengið þá stutta lýsingu á manninum. Hafi vitnið sagt K að hringja í lögreglu í framhaldi af þe ssu, en þegar brotaþoli hafi heyrt það þá hafi hún byrjað að panika þar sem hún hafi ekki viljað gera stórt mál úr þessu og ekki viljað láta allt snúast um sig. Hafi þau allt að einu hringt á lögregluna sem hafi komið og talað við þau. Vitnið og M lögreglu maður hafi farið með brotaþola á sjúkrahúsið. Þegar þau hafi verið á sjúkrahúsinu og M brugðið sér frá hafi brotaþoli grátið og fundist þetta ógeðsl Hafi brotaþoli sagt beint við vitnið að henni hafi verið nauðgað. Brotaþoli hafi verið mjög ölvuð og kvaðst vitnið aldrei hafa séð brotaþola viðlíka ölvaða og hafi h ún varla komist inn um útidyrnar. Hún hafi ekki 17 drukkið eftir að hún kom heim. Auðsjáanlega hafi brotaþola liðið mjög illa þegar hún kom heim, en hún hafi reynt að fela það þangað til K og ekki getað haldið áfram og grátið. Hafi þá K spurt hvort henni hafi verið nauðgað og hafi þá brotaþoli kinkað kolli með tárin í augunum. Aldrei hafi vitnið séð brotaþola í slíku ástandi. Hafi brotaþoli lítið talað um líðan sína eftir á af tillitssemi v fannst að brotaþoli hafi farið að vera mikið meira inni eftir þetta og komið sér inn í einhverja skel. Rétt farið út til að sinna brýnustu erindum. Vitnið kvaðst aðspurð ekki hafa verið undir neinum áhrifum. Vitnið kvaðst ekki muna það sem segir í lögregluskýrslu að brotaþoli hafi sagt að hún hafi verið elt inn á klósettið. Kvað brotaþola ekki hafa sagt að hún hafi farið með einhverjum inn á klósettið eða klósettbásinn. Aldrei hafi brota þoli gefið í skyn eða sagt að hún hafi viljað hafa mök við mann þennan á klósettinu. Brotaþoli ekki náð að byrgja þetta lengur inni þegar K haf i spurt beint út hvort henni hafi verið nauðgað. Vitnið I við störf á þessum tíma. Hún hafi verið að ganga um, þrífa borðin, tékka á klósettunum og þess háttar. Þegar h ún hafi gengið inn á kvennaklósettið á efri hæðinni, þar sem séu 3 básar þá hafi hún fundið kynlífslykt ef svo megi segja. Hafi hún bankað á hurðina og spurt hvort ekki væri allt í góðu og ekki heyrt nein viðbrögð við því. Þetta hafi verið mjög skrítið og hún hafi því bankað aftur og spurt hvort ekki væri allt í lagi og sagt að ekki mættu vera tveir inni á básnum saman. Engin svör hafi komið fyrr en hún hafi en ekki hafi verið ljóst hvort hún hafi verið að segja nei við því hvort allt væri í lagi eða hvað. Hafi þá vitnið farið og ætlað að sækja J dyravörð en þá hafi verið annar dyravörður að leita að henni á sama tíma og hafi J verið komin á vettvang þegar vit nið hafi aftur komið á klósettið. J hafi verið að banka og segja brotaþola að koma fram og spyrja hvort allt væri í lagi. Brotaþoli hafi muldrað að hún væri að koma. Svo hafi brotaþoli komið fram og verið mjög ölvuð og ekki verið með hnepptar buxur. Hafi b rotaþoli alls ekki viljað að vitnið myndi hjálpa henni. Þegar hún hafi farið inn á klósettið hafi einhver verið búinn að segja að þar væri eitthvað að gerast, annað hvort H eða Q . Hafi verið sagt að brotaþoli væri að stunda kynlíf á klósettinu. Strax eftir það hafi hún þannig farið á klósettið, fundið kynlífslyktina og byrjað að banka á hurðina. Á klósettinu hafi líka verið einhverjar 2 stelpur. Svo þegar vitnið hafi verið niðri þá hafi maðurinn hlaupið út af staðnum og eftir það hafi vitnið farið upp aftur og þá hafi brotaþoli verið búin að loka sig ein inni á klósettbásnum. Kvaðst ekki geta lýst manninum. Þetta hafi verið skrítið að því leyti að þegar svona standi á þá sé yfirleitt opnað eða farið að hlæja hinu megin við hurðina, en þarna hafi engin viðbrö gð komið. Engin hljóð hafi vitnið heyrt innan úr klósettbásnum. Þarna hafi ekki verið hávær tónlist. Vitnið kvaðst ekki hafa séð fólk fara saman eða í sitt hvoru lagi inn á klósettbásinn. Vitnið kvaðst hafa séð brotaþola dansa og hélt að það hafi verið við þennan sama mann. Ekki kvaðst vitnið hafa séð þau kyssast eða strjúka hvort öðru. Þau hafi verið nálægt hvort öðru, en vitnið hafi séð þetta mjög stutt. Eftir að brotaþoli hafi komið út úr klósettbásnum hafi hún þurft aðstoð en ekki viljað hana og ýtt frá sér. Kvað vitnið já og nei við spurningu um hvort brotaþoli hafi verið ósjálfbjarga vegna ölvunar, en hún hafi náð að ganga. Vitninu hafi þótt brotaþoli þurfa hjálp. Kvaðst ekki geta sagt til um hvort brotaþoli hafi getað spornað við athöfnum eða haft á þ eim skilning. Kvaðst ekki geta sagt til um ölvunarástand mannsins sem hljóp út. Vitnið kvaðst ekki hafa áttað sig á því þegar maðurinn hljóp út að það væri sá sem hafi verið inni á klósettbásnum. Vitnið kvaðst áður hafa séð brotaþola í svipuðu ölvunarástan di, en ekki í verra ástandi. Aðspurð kvað vitnið að engin beiðni um hjálp eða aðstoð hafi borist innan úr klósettbásnum. Aðspurð hvort neiið innan úr klósettbásnum hafi getað verið um að vilja ekki koma fram kvað vitnið það ekki vera, hún hafi frekar skili ð þetta sem neitun um hvort allt væri í lagi. Fyrsta hugsun vitnisins hafi ekki verið um nauðgun eða ofbeldi. ummerki um ofbeldi. Vitnið J , starfsmaðu H hafi sagt henni að uppi á klósetti væri fólk að ríða. Hún hafi hlaupið upp og farið inn á klósettið og bankað á hurðina. Ekki hafi vitnið heyrt neinar stunur eða slíkt. I hafi verið með vitni nu og þá hafi Q verið þarna í byrjun. Ekki hafi verið opnað og vitnið því bankað áfram. Svo hafi dyrnar verið opnaðar og ákærði hafi komið 18 fram, ýtt vitninu frá og hlaupið niður tröppurnar. Aldrei hafi vitnið séð nokkurn mann fara jafn hratt niður þennan s tiga. Hafi vitnið svo séð brotaþola inni á klósettinu en hún hafi strax lokað að sér. Eftir að ákærði séð að brotaþoli væri ofurölvi og boðið henni h jálp, en brotaþoli hafi ekki svarað. Hafi vitnið ýtt á eftir brotaþola með að hún yrði að koma fram þar sem þau væru að loka uppi. Engin svör hafi komið. Svo á endanum hafi vitninu tekist að opna dyrnar inn á básinn og þá hafi brotaþoli setið á klósettinu með buxurnar niður um sig, sokkabuxur og buxur, en ekki verið í skóm. Hafi vitnið boðið brotaþola hjálp við að klæða sig en brotaþoli hafi ekki viljað það. Hafi brotaþoli viljað fá að vera í friði og svo náð að klæða sig og svo gengið niður. Hafi vitnið fy lgt henni niður og ætlað að fylgja henni út fyrir og ræða við hana, en þá hafi K vitnið séð þau fyrir utan og fara saman burt, en ekki haft frekar i samskipti við brotaþola. Vitnið kvaðst aðspurð ekki hafa séð fólk fara inn á klósettið. Á að giska 2 mínútur hafi liðið frá því að vitnið fór að banka uns ákærði kom út. Á þeim tíma hafi heyrst eitthvað bras inni á klósettinu eins og verið væri að klæða sig í, rekist utan í millivegginn og þess háttar. Maðurinn hafi verið ungur, stuttklipptur, skolhærður , erlendur. Maðurinn hafi verið frekar sveittur í framan og tekinn eins og eitthvað hafi verið í gangi, líkt og hann væri smeykur. Hafi hann ekki litið framan í þær heldur stormað út. Fyrr um kvöldið séð ákærða og brotaþola saman á dansgólfinu, stuttu áður en þetta hafi allt byrjað, máske 15 - 20 mínútur. Þau hafi dansað nálægt stiganum. Þau hafi tekið utan um hvort annað, en ekki hafi vitnið þó séð neitt gerast á milli þeirra á dansgólfinu. Vitnið kvað st ekki hafa séð þau fara af dansgólfinu. Vitnið kvaðst hafa séð skó og jakka brotaþola á gólfinu inni á klósettbásnum. Þá hafi verið salernisseta á gólfinu. Þá hafi hálsmál verið fráhneppt og hárið mjög úfið. Hafi brotaþoli virst mjög smeyk að sjá og eins og hún vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Ekki þó grátandi, en samt eins og eitthvað hafi komið upp á. Hafi vitnið samt verið á báðum áttum þar sem henni hafi verið sagt að fólkið á klósettbásnum væri bara að stunda kynlíf. Vitnið hafi farið að átta sig á að eitthvað hafi meira gerst þegar henni hafi verið sagt af hlaupum ákærða gegnum skemmtistaðinn og rakleiðis út. Hafi þannig dottið í hug að ákærði hafi brotið á brotaþola. Aðspurð kvaðst vitnið telja að ölvun brotaþola hafi haft áhrif á getu hennar ti l að sporna við atburðum og skilja þá. Hún hafi verið mikið drukkin og ekki verið áttuð. Engan veginn hafi brotaþoli sýnt gleði eða ánægju eða að eitthvað hafi þarna átt sér stað sem hún væri ánægð með eða hafi samþykkt. Vitninu hafi fundist eins og eitthv að hafi komið fyrir, eða bakþankar eða skömm vegna þess að vitnið hafi komið þarna. Kvaðst vitnið ekki vita þetta. Ekki kvaðst vitnið geta sagt til um ölvunarástand ákærða, en hún hafi ekki séð honum fatast á leiðinni niður stigann. Aðspurð kvaðst vitnið e kki hafa séð merki um ofbeldi s.s. rifin föt eða blóð, þó fötin hafi verið tætingsleg. Vitnið hafi þarna ekki talið ástæðu til að kalla til lögreglu, fyrr en eftir á að hyggja. Vitnið kvaðst vera brotaþola og vel geti staðist að brotaþola hafi brugðið við að vitnið kæmi að henni í þessum aðstæðum og hafi vitnið hugsað þetta líka. Vitnið kvaðst ekki vita hvað hafi valdið mögulegri skömm brotaþola sem vitnið hafi upplifað. Skömmin geti vel hafa verið vegna sjálfsásökunar. Brotaþoli hafi hvorki ver ið í taugaáfalli né grátið svo vitnið hafi séð. Vitnið kvað rétta lýsingu sína í lögregluskýrslu að brotaþoli hafi verið með hægra brjóst úti. Vitnið staðfesti myndsakbendingu þar sem vitnið benti á mynd af ákærða sem þann mann sem hafði komið út af klóset tbásnum og hlaupið burt. Vitnið E læknir kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og staðfesti vottorð sín um brotaþola og ákærða, sem og ljósmyndir. Um brotaþola bar vitnið að öllu væri lýst í vottorðinu sjálfu. Þegar vitnið hafi hitt brotaþola um nóttina hafi v erið frekar litla áverka að sjá, en svo hafi hún komið daginn eftir, þ.e. 26. nóvember en fyrst hafi hann hitt hana að morgni eða síðla nætur aðfaranótt 25. nóvember. Við seinni skoðun hafi verið meiri ummerki um áverka, marblettur innanvert á hægri upphan dlegg um 2x1 sentimetri og verið aum við þreifingu ofarlega yfir hægri mjöðm, aum neðst yfir spjaldhrygg einkum hægra megin miðlínu og hafi þar verið eymsli, eymsli vinstra megin í miðlínu yfir vöðvum aftan á hálsi, hafi fundið til við allar hálshreyfingar og verið stirð og hæg í hreyfingum í hálsi vegna verkja. Þá hafi verið komið út mar á handarbaki vinstri handar við rætur litla fingurs og baugfingurs sem hafi teygt sig fram undir nærkjúkurnar, sjáanleg bólga og eymsli yfir hægra kinnbeini rétt neðan aug ans. Þá hafi brotaþoli verið aum í hársverði og talað um að gerandi hafi rifið í hár hennar og verið aum þar í hvirfli og aftan á hnakka. 19 Kvaðst ekki muna eftir frekari áverkum, en kvaðst muna vel eftir málinu. Brotaþoli hafi verið í miklu uppnámi og liðið mjög illa, verið undir talsverðum áhrifum áfengis og haft minningabrot um hvað hafi gerst. Fyrst hafi hún verið í sjokki og hálfstjörf, en kannski klukkutíma eftir komu hafi hún verið farin að geta tjáð sig betur um þetta. Hafi hljómað mjög sannfærandi að eitthvað hafi gengið á þarna. Brotaþoli hafi verið trúverðug í frásögn sinni. Frásögnin hafi komið heim og saman við skoðun, sérstaklega að því virtu að rúmum sólarhring seinna hafi verið komið fram meira mar og fleira. Hafi brotaþoli borið merki átaka. A lmennt komi slíkir áverkar ekki fram eftir venjulegt kynlíf með samþykki beggja. Áverkar á brotaþola hafi ekki bent til þess að hún hafi veitt samþykki fyrir því sem gerst hafi. Ekki hafi virst vera áverkar á kynfærum brotaþola, en það útiloki ekki að nauð gun hafi átt sér stað. Ekki sé algilt að slíkir áverkar komi fram. Ekki hafi verið sýnilegir áverkar á kynfærum, en daginn eftir hafi brotaþoli sagst finna að eitthvað hafi gengið á í kynfærum hennar. Hafi verið eymsli þar eða óþægindi, en ekki kvaðst vitn ið muna berlega hvort brotaþoli hafi notað þau orð. Ekki kvaðst vitnið geta sagt til um hvort kona myndi finna slíkt eftir samræði með samþykki. Ekki hafi verið sjáanlegir aðrir áverkar við fyrstu skoðun en rispur á hné og sé ekki útilokað að það hafi komi ð við að detta á hnén. Eymsli séu ósýnileg. Aðspurður kvaðst vitnið ekki telja algilt að ummerki sæust á kynfærum konu sem hefði verið tekin með valdi, en vísast væri það algengt. Ekki hafi verið sjáanlegt sæði. Ekki sé unnt að staðhæfa út frá skoðun að br otaþoli hafi haft eða ekki haft samfarir klukkutíma fyrir skoðun, en ekki hafi verið augljós merki þess. Í raun sé ekki hægt að sjá það af eða á, nema sæði eða áverkamerki séu til staðar. Klukkutíma eftir samfarir þurfi þetta svæði ekki að vera opnara. Að því er varðar ákærða kvað vitnið að ekki hafi verið mikið að sjá á honum. Öllu sé lýst í vottorðinu. Aftan á læri hafi ákærði haft rispu og ör eða rispu á vinstri framhandlegg. Annað hafi ekki sést. Rispan, eða örið, á handleggnum hafi ekki litið út fyrir að vera ný, en rispan á lærinu hafi getað verið ný eða nýleg. Vitnið staðfesti ljósmyndir af læri ákærða og rispu þar. Hafi þetta verið aðeins upphleypt og gæti verið klór eða annað. Um það hvað þetta væri gamalt kvaðst vitnið halda að þetta gæti verið ný legt, mögulega tveggja daga niður í nokkurra klukkutíma gamalt. Myndi halda að rispan væri mjög nýleg, nokkurra klukkutíma gömul eða ekki eldri en 2 daga. Vitnið kvaðst myndu halda að miðað við roðann í rispunni sé ólíklegt að hún sé eldri en þriggja daga. Kvað líklegra að þetta hafi komið við ákomu á bert hold, frekar en gegnum föt, en rispan sé það mjó, rauð og upphleypt. Virðist vera skinntægjur á köntum rispunnar. Virðist nýleg rispa og ekki gegnum föt. Ákærði hafi sagt að hann myndi ekki neitt, hvorki hvort liggja fyrir í fósturstellingu. Hafi liðið illa og verið að renna af honum og ekki munað neitt eftir neinu. Aðspurður kvaðst vitnið ekki geta útilo kað þá skýringu ákærða að rispan á lærinu væri eftir að járnplata hafi rekist í hann. Vitnið kvaðst hafa skoðað kynfæri ákærða. Ekki kvaðst vitnið aðspurður hafa kannað eða geta sagt til um hvort af kynfærum ákærða hafi verið samfaralykt. Ekki hafi verið á verkamerki eða merki um sæði. Ekki kvaðst vitnið geta sagt til um það við skoðun á kynfærum ákærða hvort hann hafi nýverið haft samfarir. Vitnið M lögreglumaður kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og staðfesti frumskýrslu sína í málinu. Vitnið kvaðst hafa ve L og K . K hafi verið í miklu ójafnvægi auk þess að vera ölvaður. Þau hafi tjáð þeim að brotaþola hafi verið farið inn í húsið og N lögreglumaður bankað á dyr hjá brotaþola og hún komið fljótlega til dyra. Hafi hún auðsjáanlega verið mjög drukkin og í miklu ójafnvægi. Hafi N spurt hvað hafi komið fyrir og brotaþoli hafi hún sagt að ekkert hafi komið fyrir. Þá hafi K komið og farið að brotaþola og Hafi verið erfitt að ræða við brotaþola vegna ölvunar og tilfinninga ástands hennar og hafi vitnið því rætt við L , sem hafi sagt að K hafi komið heim með brotaþola skömmu fyrir kl. 4 um nóttina. Hefðu þau farið upp á loft í eldhúsið og hafi brotaþoli verið að reyna að hysja upp um sig buxurnar á leiðinni. Í eldhúsinu hafi b framhaldi af því hafi K haft samband við lögreglu og óskað eftir aðstoð. Illa hafi gengið að fá upplýsingar hjá brotaþola um þetta, vegna ástands hennar. Ítrekað 20 hafi, þó ekki væri ljóst þarna hvað það hafi verið. K í sófa á neðri hæð fyrir kl. 4. Þá hafi J dyravörður komið með brotaþola þar að og stutt hana og hafi K farið í að koma brotaþola út og heim í leigubíl, en tekið eftir því að brotaþoli hafi ítrekað reynt að toga upp um sig buxurnar. Ekki hafi K fengið á þe ssu skýringar fyrr en í eldhúsinu. Eftir nokkrar viðræður hafi brotaþoli samþykkt í viðræðum við vitnið og N lögreglumann, að fara til skoðunar á sjúkrahús. Hafi hún skipt um föt og hafi vitnið beðið L að passa þau föt sem brotaþoli hafi verið í. Hafi vitn ið svo farið með brotaþola og L á sjúkrahúsið og hafi verið komið þangað um kl. 4.30. Á leiðinni á sjúkrahúsið hafi brotaþoli talað um það verið sát hafi fundist augljóst, alveg frá því að brotaþo li hafi opnað svefnherbergisdyrnar, að brotið hafi verið á brotaþola. Augljóst hafi verið að eitthvað hafi gerst. Brotaþoli hafi játað því að henni hafi verið nauðgað. Ekki hafi vitninu fundist þetta vera að undirlagi K , en hann hafi kallað til lögreglu. Þ að hafi brotaþoli ekki ofbeldis, en virst hafa verið búin að leggjast í rúm og verið með hárið úfið og illa til höfð, en ekki borið merki ofbeldis. Föt hafi ekki verið rifin svo vitnið hafi séð. Vitnið bar að L hafi sagt að brotaþoli væri óvanalega ölvuð. Vitnið D sviðsstjóri Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð og staðfesti matsgerðir sínar. Varðandi matsgerð og viðbótarmatsgerð um brotaþola lýsti vitnið því að niðurstaðan hafi verið, að í þvagsýni hafi mælst alkóhól 3,12 promille, alkóhól í blóðsýni 2,37 og í seinna blóðsýni 2,15 promille. Engin lyf eða ávana - og fíkniefni hafi fundist. Samkv æmt viðbótarmatsgerð hafi verið reiknað aftur til kl. 3 um nóttina, en vitnið hafi haft tímasetningar á blóðsýnum, og hafi verið reiknað út að miðað við brotthvarfshraða 0,22 promille á klukkustund þá megi ætla að styrkur í blóði hafi verið 2,8 2,9 promi lle um klukkan 3 um nóttina. Viðkomandi hafi þá verið mjög ölvaður. Oft sé talað um að þegar nálgist 3 promille og þar upp úr þá sé ástandið orðið þannig að viðkomandi geti dáið svokölluðum áfengisdauða og orðið bjargarlaus. Viðkomandi geti hafa verið að n áfengismagn betur. Að því er varðar matgerð og viðbótarmatsgerð um ákærða kvað vitnið að í þvagsýni hafi mælst umbrotsefni kannabis, svokölluð tetrahýdrókannabí nólsýra, og alkóhól 1,75 promille. Í fyrra blóðsýni hafi verið alkóhól 1,17 promille, en tetrahýdrókannabínól hafi þar ekki verið í mælanlegu magni, og í hinu síðara hafi alkóhól verið 0,89 promille. Samkvæmt viðbótarmatsgerðinni hafi verið reiknað til bak a að brotthvarfshraði sé 0,23 promille á klukkustund og hafi skv. því styrkur í blóði verið 2,2 - 2,3 promille um kl. 3. Viðkomandi hafi þannig verið talsvert ölvaður á þeim tíma. Ekki kvaðst vitnið geta útilokað að þessu geti fylgt eitthvað minnistap, en slíkt geti líka verið einstaklingsbundið. Ekki kvaðst vitnið geta sagt til um hvenær viðkomandi hafi neytt kannabis, en viðkomandi hafi ekki verið undir áhrifum kannabis þegar blóðsýnin hafi verið tekin. Vitnið N lögreglumaður kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og kvaðst hafa verið á vakt með M mögulegrar nauðgunar. Þeir hafi þá verið útivið og snöggir á staðinn. Hafi L og K tekið á móti þeim. K hafi verið drukkinn og í miklu uppnámi. Hafi K sagt þeim að brotaþoli væri í svefnherbergi sínu og hafi vitnið bankað og kallað og brotaþoli komið fram. Hafi hún aðspurð sagt að ekkert væri um að vera. Hafi K hún vissi ekki hver gerandinn væri. Hafi brotaþoli sagt aftur og aftur að hún væri svo full og hún væri fulli maðurinn og það tæki enginn mark á henni og að hún vildi bara fara að sofa. Vitninu hafi fundist eins og brotaþoli kenndi sér um að hafa lent í þessum aðstæðum. Hafi þó endað með því að þeir hafi fengið hana til að koma með á sjúkrahúsið til skoðunar. Hafi M farið með brotaþola og L farið með þeim. Vitnið hafi beðið eftir U 21 og fengið að skoða upptökur úr eftirlitsmynda vél og hafi með því og hjálp dyravarða verið haft upp á komið fram hjá brotaþola að hún hafi verið samþykk þessu eða veitt samþykki sitt. Í eitt sinn hafi hún sagt að hún vissi alveg hvað hafi gerst þarna inni og það hafi ekki verið með hennar samþykki. Hafi komið fram hjá brotaþola að henni þætti þetta niðurlægjandi. Við handtöku hafi ákærði helst virst undrandi, en ekki tjáð sig sérstaklega enda tali að vakna með 3 lögreglumenn standandi yfir sér. Aðspurður kvaðst vitnið ekki muna til þess að brotaþoli hafi borið merki ofbeldis, en hún hafi verið tætingsleg og nýkomin úr rúminu . Vitnið U lögreglumaður kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og kvaðst muna að fyrst hafi brotaþoli ekki viljað segja frá því að henni hafi verið nauðgað, en hún hafi verið niðurbrotin. Þetta hafi komið fram við skýrslugjöf L . Vel geti verið að L hafi sagt að brotaþoli hafi sagt að henni hafi ekki verið nauðgað, en fram hafi komið að þegar L og K hafi gengið á brotaþola hafi brotaþoli kannast við að henni hafi verið nauðgað. Vitnið kvað málið hafa verið rannsakað bæði út frá sekt og sýknu. Brotaþoli haf i borið að hún hafi dansað og daðrað. Hún hafi sagt að ákærði hafi komið á eftir henni inn á salernið. Á vettvangi hafi ekki verið ummerki um ofbeldi, en iðulega séu ekki merki um slíkt í kynferðisbrotamálum. Sokkabuxur brotaþola hafi verið rifnar. Þá hafi komið fram við vettvangsskoðun að salernisseta hafi losnað og legið á gólfinu, en búið hafi verið að koma henni fyrir á sínum stað. Ekki hafi fundist sæði. Vitnið staðfesti myndir í rannsóknargögnum, m.a. mynd af læri ákærða. Þá lýsti vitnið því að við fy rri skýrslugjöf sína hafi brotaþoli kúgast nokkrum sinnum þegar hún hafi sagt frá atburðum og liðið illa. Sú afneitun og sjálfsásökun sem hafi komið fram hjá brotaþola sé ekki óalgeng hjá þolendum kynferðisbrota. Vitnið C sérfræðingur við tæknideild lögr eglu og fyrrverandi lögreglumaður, með meistarapróf í réttarvísindum og DNA greiningar sem aðalfag, gaf skýrslu gegnum síma við aðalmeðferð og staðfesti skýrslur sínar og gögn sem liggja fyrir í málinu. Vitnið lýsti því að hafa fengið fatnað ákærða til sko ðunar, þrennar nærbuxur, tvær peysur, buxur, stuttbuxur, bolur, tvenn pör af sokkum, lak og rúmteppi. Í einum nærbuxum hafi komið fram blettir sem hafi gefið svörun við sæðisprófi. Ekki hafi annað verið markvert í fatnaði, en ælublettir í stuttermabol og l akinu. Nærbuxur með sæðisblettum hafi verið sendar til DNA rannsóknar í Svíþjóð ásamt stroksýnum sem varðveitt hafi verið við réttarlæknisfræðilega skoðun á ákærða. Sænska rannsóknastofan hafi varðveitt 3 sýni af innanverðum nærbuxum ákærða, þar af 2 af in nanverðri framhlið og 1 af streng. Hafi komið fram lífsýni í öllum þessum 3 sýnum. Í báðum sýnum af innanverðri framhlið nærbuxnanna hafi komið fram DNA snið eins og DNA snið brotaþola. Sýni af innanverðum nærbuxnastreng hafi haft blöndu DNA sniða, þar sem hluti hafi verið eins og DNA snið brotaþola og hluti eins og DNA snið ákærða. Þá hafi verið rannsökuð stroksýni af getnaðarlim ákærða, þar sem hafi verið sýni á 2 pinnum, annað undan forhúð ákærða og hitt af utanverðum limnum. Í sýni undan forhúð ákærða h afi fundist DNA samkennt við brotaþola en sýni af utanverðum lim ákærða hafi haft blöndu af DNA, annars vegar frá brotaþola og hins vegar frá ákærða. Megi því ætla að DNA frá brotaþola í nærbuxum ákærða hafi þurrkast af limnum innan á nærbuxurnar. Um það h vernig DNA snið brotaþola komist undir forhúð og á getnaðarlim ákærða kvað vitnið að mikla snertingu þurfi frá brotaþola til að þetta gerist, einkum það sýni sem hafi verið undan forhúðinni þar sem einungis hafi fundist DNA snið brotaþola. Líklegast sé að þetta gerist með því að fara inn í leggöng eða endaþarm, eða snerting með höndum, en þetta séu allt möguleikar. Mikla snertingu þurfi til að eingöngu DNA frá brotaþola komi fram og í rauninni drekki DNA frá ákærða sjálfum. Líklegasta skýringin sé að ákærði hafi stungið lim sínum í leggöng eða endaþarm brotaþola, en leggöngin séu líklegri þar sem líklega losni fleiri frumur þar en í endaþarmi. Um það að ekki hafi fundist DNA úr brotaþola á fingrum ákærða kvað vitnið að það útiloki ekki að hann hafi stungið f ingrum í leggöng hennar. Ef langt hafi liðið frá atburði að sýnatöku þá aukist líkur á að DNA fari af fingrunum, með því að viðkomandi þvoi sér eða þurrki hendur utan í eitthvað og þar með eyðist DNA burt. Ekki hafi verið merki um sæðisfrumur, en vitnið ha fi ekki rannsakað hvort sæðisfrumur hafi verið í fötum ákærða og ekki komi fram að í hinni sænsku rannsókn hafi verið leitað að sæðisfrumum. Mögulegt sé að ná DNA úr svita. Ekki sé unnt að útiloka að DNA hennar í nærbuxum hans hafi komið við að hún hafi ve rið þar með hendurnar, en að virtu þessu saman þá sé þó líklegast að þetta hafi þurrkast í nærbuxurnar af limnum. Í sokkabuxum brotaþola hafi ekki fundist blettir og engin sýni úr þeim hafi verið 22 send til rannsóknar. Allar þessar DNA greiningar séu byggðar á svokölluðum þekjufrumum. Þær séu á ysta lagi líkamans, þ.e. húðin, innan í leggöngum, endaþarmi og munnholi. Magn þekjufruma sé mismunandi eftir líkamshlutum. Munurinn sé annars vegar sá að snerting með höndum skilji eftir DNA, en það að fara með lim í leggöng sem þar nuddist við mjúkan þekjuvef legganganna þá losni miklu meira af þekjufrumum heldur en við snertingu með höndum. Magnið úr leggöngunum sé miklu meira en það sem komi af höndunum. Það sé margfalt og mikill munur þar á. Aðspurður um það hvort snerting með höndum myndi duga til að fá svo mikið magn af DNA frá brotaþola að það myndi duga til að drekkja DNA úr ákærða, kvaðst vitnið telja það mjög ólíklegt. Kvaðst ekki alveg geta útilokað það, en það sé mjög ólíklegt. Ekki sé unnt að fullyrða að DN A úr ákærða kæmi í sokkabuxurnar hennar eftir á, en um þetta liggi ekki fyrir enda þær ekki verið sendar til rannsóknar. Þá hefði hún helst þurft að girða þær sæmilega upp. Ekkert hafi verið í klofbót sokkabuxnanna, en það hafi verið sérstaklega skoðað. Mu nnvatn gefi ekki eins mikið DNA og leggöng, en þó meira en snerting með höndum. Ólíklegt sé að DNA brotaþola undir forhúð ákærða hafi komið með munnvatni eða hnerra. Ekki kvaðst vitnið vita hvernig lykkjufall á sokkabuxunum væri tilkomið. Vitnið F lögreg lumaður kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og staðfesti að hafa gert skýrslu um gera skýrsluna og skráð niður það sem sést hafi. Aldrei hafi ákærði og brot aþoli sést saman í mynd. Aldrei hafi þau sést fara saman upp á efri hæð eða vera þar. Dansgólfið sé dauður punktur í eftirlitsmyndavélum upp. Vitnið O sálfræðingur kom fyrir dóminn við aðalmeðferð og staðfesti fyrirliggjandi vottorð sitt um brotaþola. Kvað vitnið að viðtöl hennar við brotaþola hafi byrjað 10. janúar 2019 að því er vitnið minnti, en þá hafi brotaþoli óskað eftir viðtali. Þegar vottorðið hafi verið gefið út hafi brotaþoli mætt í 8 viðtöl og hún hafi mætt í 3 viðtöl síðan. Hún hafi sjálf óskað eftir aðstoð eftir nauðgun og hafi verið að glíma við vanlíðan í kjölfar þess. Brotaþoli hafi lýst erfiðri líðan, miklum kvíða og öryggisleysi. Hafi brotaþoli átt erfitt með að vera ein og verið eirðar - og einbeitingarlaus. Mest hafi truflað brotaþola að vera óörugg, s.s. með að fara að sofa og vera í opnum rýmum. Hafi verið talsvert um forðunareinkenni og hafi brotaþoli átt mjög erfitt með að ræða at burðinn og takast á við afleiðingarnar. Hafi brotaþoli verið orðin býsna döpur og leitað læknis vegna þess sem hafi reynst henni gagnlegt. Hafi verið framtakslaus. Vitnið kvaðst meta það svo að tengsl væru milli þessarar líðunar og meints brots. Einkennin séu klárlega í kjölfarið á brotinu. Hafi brotaþoli verið greind með áfallastreituröskun og haft skýr einken ni um það, sem feli í sér mikla árvekni þar sem brotaþoli sé stöðugt óörugg og vör um sig, það séu forðunareinkenni sem hafi komið fram s.s. að líða illa innan um fjölmenni og ýmislegt þannig. Þá hafi brotaþoli upplifað mikla skömm um tíma, sem og reiði. Þ etta hafi sett líf hennar mikið úr skorðum. Skömmin sé ekki bara dæmigerð einkenni heldur jafnframt þessi erfiðustu einkenni. Það sé það sem fólk sitji oft lengst uppi með og þurfi að vinna með. Sjálfsásökunin um að hafa verið á þessum stað og þessum t íma, hafa verið að drekka, hvers vegna þetta hafi komið fyrir viðkomandi og sé þetta algengt og þrálátt meðal þolenda kynferðisbrota. Þetta sé mjög algengt einkenni hjá þeim. Kvaðst vitnið telja að brotaþoli þyrfti áframhaldandi meðferð og hafi beint henni á að sækja sérhæfða meðferð við áfallastreitu og sé verið að skoða möguleika á því. Ekki séu nein sérstök viðbrögð rétt eða röng og ekki sé hægt að lesa í viðbrögðin að því leyti hvað fólk gerir eða segir eða gerir ekki og segir ekki, um hvað hafi ger st eða ekki. Fólk komi sjálfu sér oft á óvart og komi oft alls kyns viðbrögð sem endurspegli ekki fólk alla aðra daga. Fólk í þessum aðstæðum bregðist oft ekki rökrétt við slíkum aðstæðum. Það sitji oft í fólki að hafa brugðist öðru vísi við en það hefði k osið. Um tíma yfirtaki óttinn alla rökhugsun og skynsemi, þangað til maður verði aftur öruggur. Viðbrögðin í aðstæðunum verði því oft frumstæð. Þekkt frumstæð viðbrögð séu að reyna að koma sér í skjól og verða öruggur aftur. Sumir berjist um meðan aðrir sl ökkvi algerlega á líkamanum og hugsuninni og verði fjarlægir. Þetta sé það sem sé kallað að frjósa. Þetta sé ein leið til að lifa af þegar ofurefli sé mætt. Hafi viðkomandi ekki öskrað á hjálp, jafnvel þó að það hefði verið hægt, sé það alls ekki merki þes s að hafa ekki verið nauðgað eða hafa samþykkt verknaðinn. Fólki sé t.a.m. nauðgað inni á heimilum sínum með fólk í næsta herbergi og enginn viti af því. Vitnið lýsti aðspurð námi sínu, almennu 23 sálfræðinámi bæði BS og mastersnámi, 5 ára nám, auk 2 ára meðf erðarsérnámi í hugrænni atferlismeðferð, auk sérfræðiviðurkenningar sem klínískur barnasálfræðingur. Aðspurð kvaðst vitnið hafa hitt brotaþola um frásö gn brotaþola kvað vitnið að brotaþoli hefði brotakenndar minningar um atburðinn, hún muni eftir sársauka og að henni hafi verið ýtt og togað í hár, snúið við, muni eftir blótsyrðum. Áfallastreita brotaþola verði ekki skýrð með því að hún hafi verið að gera klósettinu, sem allir hafi svo frétt af. Slíkt gæti skýrt vanlíðan, en ekki áfallastreitu. Í greiningarviðmiði fyrir áfallastreitu sé mjög skýrt að það þurfi að verða fyrir raunverulegri hættu til að einkenni komi svo skýrt fram sem hafi verið hjá brotaþola. Ekki þurfi þó raunverulega dauðahættu til að verða fyrir áfallastreitu. Brotaþoli hafi svarað greiningarlistum sem séu sérstaklega hannaðir til að meta þetta, auk þess að þetta hafi verið rætt út frá greini ngarviðmiðum. Vitnið geti fullyrt að brotaþoli hafi einkenni sem samræmist því að hafa orðið fyrir kynferðisbroti. Þessi einkenni verði ekki skýrð með eða því að hafa gert eitthvað ósæmilegt. Í upphafi hafi verið greind hjá brotaþola áfallastreita, en þegar hafi verið komið fram í marsmánuð og brotaþoli enn með virk einkenni áfallastreitu þá hafi verið greind áfallastreituröskun hjá brotaþola. Slík röskun beinist að afmörkuðu áfalli, en fyrri slík áföll geti leitt til þess að síðari áföll hafi meiri áhr if. Brotaþoli hafi ekki greint frá neinu öðru en hinu ætlaða kynferðisbroti sem geti skýrt þá áfallastreituröskun sem brotaþoli hafi haft. Brotaþoli hafi greint frá gríðarlegum ótta í þessum aðstæðum. Það sé forsenda fyrir mati vitnisins að brotaþoli hafi orðið fyrir áfalli. Óttaviðbrögð geti hins vegar verið svo mismunandi að þau sjáist ekki utan á fólki. Vitnið kvaðst telja brotaþola trúverðuga og frekar að hún vilji ekki trufla og þyki þetta allt mjög íþyngjandi og sé frekar að hún dragi úr heldur en að hún bæti í. Hún eigi mjög erfitt með að ræða þetta og geri frekar minna úr vanlíðun sinni en hitt. Vitnið K hafi komið buxnalaus, eða með buxurnar niður um sig, í fyl vitnið. Hafi vitnið brjálast og farið heim með brotaþola í leigubíl. Hafi vitnið verið þar að tala við brotaþola sem hafi farið að gráta og sagst hafa verið nauðgað. Hafi vitnið svo hringt á lögregluna. Vitnið kvað st hafa glöð. Hún hafi verið eitthvað skrítin og hafi vitnið ekki áttað sig á því hvað hafi verið að gerast. Brotaþoli hafi verið mikið drukkin. Vi né annars staðar. Aðspurður um samtal vitnisins við brotaþola eftir að heim var komið kvað vitnið að hann hafi sjálfur verið drukkinn. Mjög fljótt í samtalinu hafi það gerst að brotaþoli hafi viðurkennt að henni hafi verið nauðgað, en eftir það hafi vitnið sjálfur bilast við þessar fréttir. Brotaþoli hafi líka verið í uppnámi, en vitnið kvaðst ekki geta lýst því sérstaklega og átti vitnið erfitt með að tala um þetta. Kvaðst aldr ei áður hafa séð brotaþola í slíku uppnámi. Aðspurður kvað vitnið að brotaþoli væri allt öðru vísi í dag en áður en að brotaþoli hafi ekki neitað ky nferðisbroti, en hún hafi ekki viljað fá lögregluna í málið. Vitnið bar skýrt um það að brotaþoli hafi sagt að henni hafi verið nauðgað. Vitnið hafi hringt beint á lögregluna og látið að. Brotaþoli hafi ekki lýst atvikum sérstaklega fyrir sér. Vitnið kannaðist við þann framburð sinn hjá lögreglu að brotaþoli hafi sagt að henni J . Vitnið kannaðist ekki við að brotaþoli hafi ítrekað neitað því í samtali við L Vitnið V aðalmeðferð og skýrði frá því ekki. Vitnið kvaðst hafa séð mann koma rösklega gegnum skemmtistaðinn og fara út. Kvaðst þá ekki hafa vitað neitt hvað hafi gengið á. Nokkru seinna hafi vitnið heyrt að eitthvað hafi gengið á þarna uppi. Hafi starfsmenn farið upp til að aðstoða brotaþola, en þarna hafi hvorki vitnið né aðrir starfsmenn vitað að Vitnið kvaðst hafa s éð brotaþola á staðnum fyrr um kvöldið. Hún hafi verið í glasi fyrr um kvöldið en ekki út úr korti. Kvaðst muna að hún hafi komið á barinn, en kvaðst ekki muna eftir neinu sérstöku varðandi hana. Vitnið hafi séð þegar komið hafi verið með brotaþola niður s tigann og minnti að hún hafi svo komið 24 að sófasettinu og sest þar og dyraverðir eitthvað að ræða við hana. Vitnið hafi ekki sérstaklega verið að beina athygli að þessu, enda ekki vitað að neitt alvarlegt hafi gerst. Kvaðst hvorki geta lýst andlegu ástandi ekki geta staðfest að hafa séð brotaþola og ákærða saman þetta kvöld. Forsendur og niðurstaða Fullvíst er og hafið yfir allan vafa að brotaþ oli og ákærði voru samtímis inni á margnefndum framburðar vitnisins G um að ákærði hafi sjálfur sagt henni að hann hafi verið með konu á klósettinu á [ R og H , sem og vitnanna I og J . Þá verður ekki horft fram hjá því að skv. réttarlæknisfræðilegri skoðun á ákærða og lífsýnum af honum sjálfum og nærbuxum hans, samanber og framburð vitnisins C , var mikið af DNA erfðaefni brotaþola á getnaðarli m ákærða, bæði undir forhúð hans og utan á limnum, sem og innan á framanverðum nærbuxum hans. Er að mati dómsins útilokað að þetta hafi gerst við annað tækifæri en þegar þau voru samtímis og ein inni á umræddum klósettbás. Þá hefur ákærði í sjálfu sér ekki neitað því að hafa verið einn inni á klósettbásnum með brotaþola. Um það sem gerðist inni á klósettbásnum hefur ákærði nánast ekki tjáð sig, að öðru leyti en því að hann las upp yfirlýsingu við aðalmeðferð um að hafa ekki brotið gegn brotaþola. Við skýrs lugjöf sína lækninum E að morgni. Vitnið G lýsti því hins vegar að um mánuði síðar hafi ákærði sagt sér í símtali að hann hafi verið með konu á klóse ttinu umrætt sinn. Við aðalmeðferð kvaðst ákærði ekki muna til þess að Aðspurður um þetta misræmi í framburði, annars vegar hjá lögreglu og hins v egar fyrir dómi, bar hann því við að hafa verið ölvaður við skýrslugjöfina eða liðið eins og hann væri ölvaður. Að mati dómsins er þetta haldlaus skýring, en fyrir liggur að ákærði gaf síðari skýrslu sína hjá lögreglu fast að 18 klukkustundum eftir handtök u, en þá hafði hann ekki neytt áfengis í hátt í heilan sólarhring. Þá liggur fyrir skv. framburði D að áfengismagn í blóði ákærða um kl. 3 téða nótt hafi verið milli 2,2 og 2,3 promille, þannig hafi hann ð sérstakur trúnaður að því fylgi svo algert minnisleysi. Við skýrslugjöf sína við aðalmeðferð kvaðst ákærði ekki hafa verið með á sér neinar rispur eða slíkt, sem yfirleitt væri á honum eftir að hann hefði haft mök. Þegar honum var bent á að hann hefði einmitt haft á öðru lærinu rispu, sem virtist fremur nýlegt, kvaðst hann hafa gleymt því, en hún hefði komið til við vinnu nokkru áður. Að mati dómsins er þetta ótrúverðugt, einkum með hliðsjón af myndum af sjálfri rispunni, sem og framburði læknisins E se m bar að rispan væri nýleg, gæti verið eftir klór og væri sennilega frekar komin eftir ákomu á bera húð fremur en gegnum föt. Við skýrslugjöf sína við aðalmeðferð hafði ákærði engar skýringar á þeim asa sem á honum var þegar hann úr eftirlitsmyndavélum sjá ákærða hlaupa rakleiðis gegnum skemmtistaðinn og út og sem leið liggur áleiðis þangað sem hann var handtekinn að morgni, en vitnið J kvaðst í framburði sínum aldrei hafa séð nokkurn mann fara svo hratt niður stigann. Þá lýsti J því að ákærði hefði ýtt henni frá áður en hann hljóp niður stigann og verið sveittur í framan og eins og hann væri eitthvað smeykur og ekki litið framan í hana og I sem þar var einnig. Á þessu öllu hafði ákærði enga skýringu, en að mati dómsins bendir þett a eindregið til þess að ákærði hafi viljað flýja af vettvangi, en það verður ekki einungis skýrt með því að bankað hafi verið á hurðina. Þá hafði ákærði enga skýringu á framburði brotaþola um að hann hafi brotið gegn henni á þann hátt sem áður er lýst. Ja fnframt hafði ákærði enga skýringu á því að á getnaðarlim hans og á innanverðum nærbuxum fannst mjög mikið af DNA erfðaefni brotaþola. Ber hér sérstaklega að nefna að ákærði hefur aldrei vísað til þess að brotaþoli hafi farið höndum um getnaðarlim hans eða stungið höndum sínum ofan í nærbuxur hans, svo sem verjandi ákærða vísaði til að væri skýring á þessu. Þá hefur brotaþoli ekki kannast við það heldur að hafa farið höndum um getnaðarlim ákærða, enda verður að telja að það væri afar 25 ósennileg og allt að þv í útilokuð skýring, að virtum framburði C . Er framburður ákærða ótrúverðugur og ekki til þess fallinn að upplýsa málið. Verður byggt á því við úrlausn málsins að orsök þess að erfðaefni brotaþola fannst á getnaðarlim ákærða og innan á nærbuxum hans sé sú, að hann hafi stungið getnaðarlim sínum í leggöng brotaþola. Framburður brotaþola hefur verið nokkuð brotakenndur, enda liggur fyrir að hún var mjög ölvuð skv. matsgerð og viðbótarmatsgerð Rannsóknastofu Háskólans í lyfja - og eiturefnafræði, sem og frambu rð D . Þá liggur það fyrir í framburði vitna að brotaþoli var mjög mikið ölvuð og fast að því að vera bjargarlaus. Allt að einu hefur þó brotaþoli lýst því að hafa verið ýtt inn á klósettbásinn, snúið á alla enda og kanta, m.a. með því að toga í hár hennar, klædd úr buxum og sokkabuxum að hluta, sem og því að fingrum og getnaðarlim hafi verið stungið í leggöng hennar. Lýsti hún því að hafa verið mjög mikið hrædd og máttlaus vegna skelfingar og ölvunar. Að mati dómsins er framburður brotaþola afar trúverðugur og einlægur. Hún hefur enga tilraun gert til að draga fjöður yfir það ástand sem hún var í, en jafnframt hefur komið fram, bæði hjá henni og vitnum, að hún hafi kennt sjálfri sér um að hafa komist í þessar aðstæður, en þetta eru þekkt viðbrögð þolenda kyn ferðisbrota. Þá hefur brotaþoli sýnilega ekki fullyrt meira en það sem hún hefur talið sig muna, en ítrekað kom fram hjá henni að ýmis atvik myndi hún ekki, t.a.m. kvaðst hún ekki muna að hafa dansað við og gefið ákærða undir fótinn, en kvaðst einfaldlega ekki muna það, án þess þó að neita því. Þá hefur það komið fram, bæði í framburði O sálfræðings og annarra, s.s. læknisins E, að brotaþoli hafi verið trúverðug í sinni frásögn. Í framburði sínum lýsti brotaþoli því að hafa klórað eða reynt að klóra frá s ér og samrýmist það vel þeirri rispu sem sjá mátti á læri ákærða og að framan er lýst. Er þetta mun sennilegri skýring á tilurð rispunnar en skýring ákærða. Þá verður jafnframt litið til þess að sokkabuxur brotaþola voru skemmdar eftir þetta, en hún lýsti því að þær hafi verið óskemmdar þegar hún fór út um kvöldið, en skemmd á sokkabuxum samrýmist vel þeim framburði brotaþola að ákærði hafi átt í baksi við að ná þeim af henni. Í framburði E læknis og vottorðum hans kom fram að brotaþoli bar þá áverka sem a ð framan er lýst og í ákæru greinir. Að mati þessa vitnis samrýmast þeir áverkar framburði brotaþola, en vitnið bar jafnframt að slíkra áverka væri ekki að vænta eftir venjulegt kynlíf með samþykki þátttakenda. Þá kom fram, bæði hjá þessu vitni, sem og bro taþola sjálfri, að hún hafi verið aum í kynfærum sínum eftir þetta og fundið þar til sársauka, enda kvaðst hún við aðalmeðferð ekki hafa verið undirbúin undir þessar aðfarir. Þá verður að líta til þess sem fyrir liggur í málinu um andlegt ástand brotaþo la eftir á. Hefur það og lögreglumenn, sem og læknirinn E, að brotaþoli var algerlega miður sín eftir þetta. Þá má glögglega sjá þetta á upptökum úr búkm yndavélum þeirra lögreglumanna sem komu á vettvang. Bar jafnframt öllum vitnum saman um að brotaþoli hafi aldrei gefið í skyn eða sagst hafa samþykkt eða viljað neitt af því sem gerðist á milli hennar og ákærða inni á klósettbásnum, en þvert á móti kom þá fram hjá henni að allt hafi þetta verið gegn vilja hennar. Ennfremur ber við sönnunarmatið að líta til framburðar O sálfræðings og greinargerðar hennar. Er að hennar mati ótvírætt að brotaþoli hafi skýr merki um áfallastreitu og áfallastreituröskun, sem v erður mati þessa vitnis ljóst að áfallastreituröskunin verði ekki skýrð með neinu öðru og liggur heldur ekki fyrir að brotaþoli hafi orðið fyrir neinu slíku áfalli sem geti skýrt þessa greiningu. Ber hér sérstaklega að taka fram að vitnið hafnaði algerlega hugleiðingum og spurningum verjanda ákærða um hvort andlegt ástand brotaþola verði skýrt með því að hún hafi skammast sín fyrir að hafa verið svo dru mann á klósettinu á skemmtistað, sem upp hefði komist um. Af hálfu dómsins verður þessum skýringum hafnað sem algerlega haldlausum og fast að því óviðeigandi. Í framburði vitna kom fram að brotaþoli og ákærði hafi dansað saman nokk ra stund og var nefnt að dans þeirra hefði verið kynferðislegur. Kom jafnframt fram hjá hluta vitna að þau hafi farið saman upp stigann upp á efri hæð þar sem salernið er. Að mati dómsins skiptir þetta engu máli. Bæði er að vitni eru alls ekki sammála um þ etta, en ekki síður að jafnvel þó svo að brotaþoli hefði dansað á þennan hátt við ákærða og farið með honum upp stigann, þá hefði það ekki getað gefið ákærða tilefni til að taka því sem samþykki fyrir kynmökum og allra síst með þeim hætti sem lýst hefur ve rið. Skiptir heldur engu máli þó 26 að brotaþoli hafi kannast við að hafa mögulega verið að daðra, en við þann framburð sinn lýsti hún því Í ákæru er vísað til þess að auk ofbeldis hafi ákærði notfært sér að brotaþoli hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum áhrifa áfengis. Að virtum framburði brotaþola sjálfrar, framburði vitna um ölvunarástand hennar, sem og framburði og rannsóknarniðu rstöðum D , verður að telja hafið yfir skynsamlegan vafa að ástand brotaþola hafi verið á þann veg að hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sakir ölvunar. Af hálfu verjanda ákærða hefur verið vísað til þess að ekki geti hafa verið um að ræða nauðgun þar sem brotaþoli hafi ekki barist um á hæl og hnakka og kallað á hjálp þrátt fyrir að á skemmtistaðnum hafi verið fleira fólk sem hefði getað heyrt til hennar. Að mati dómsins er þetta með öllu haldlaus vörn. Alþekkt er í kynferðisbrotamálum að brotaþoli verður máttlaus eða frýs og getur jafnvel ekki komið upp orði af skelfingu, en þetta eru algeng viðbrögð og ein leið til að lifa af þegar við ofurefli er að etja, en í framburði O sálfræðings kom fram að við slíkar aðstæður yfirtaki óttinn alla rökhugsun o g skynsemi. Verjandi ákærða hefur vísað til þess að brotaþoli hafi eftir atvikið viljað gera sem minnst úr því og jafnvel á einhverjum tíma ekki viljað talað um nauðgun. Að mati dómsins er þetta ekki til þess fallið að valda skynsamlegum vafa. Hafa komið fram á þessu skynsamlegar skýringar sem eru trúverðugar að mati Þá var til þess vísað af hálfu verjanda að rannsókn málsins hafi verið ófullnægjandi og ekki hafi verið rannsökuð bæði þau atriði sem horfi til sektar og sýknu. Verður ekki fallist á þetta. Þá getur ekki breytt neinu að ekki hafi fundist sérstök merki um ofbe ldisverknað á salerninu við vettvangsskoðun lögreglu. Að virtu öllu framangreindu er hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hefur gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ákæru og er þar réttilega heimfærð til refsiákvæða. Hefur ákærði unnið sér til ref singar. Samkvæmt framlögðu sakavottorði ákærða gekkst hann undir 2 lögreglustjórasáttir þann 28. febrúar 2019 vegna umferðarlagabrota og var gerð fésekt samtals að fjárhæð kr. 220.000. Ber því að líta til 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 við ákvörðun refsingar hans. Í framlögðum gögnum kemur líkamsárás. Verður ekki betur séð en að skilorðstími þessa dóms hafi verið liðinn þegar ákærði framdi bro t sitt og verður ekki litið til hans við ákvörðun refsingar nú. Við ákvörðun refsingar ákæ r ða verður litið til þess að brot sitt framdi hann á einbeittan hátt gegn konu sem var nánast bjargarlaus vegna ölvunar, við ógeðfelldar aðstæður á salerni skemmtista ðar. Hefur ákærði sér engar málsbætur og er refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 3 ár, sem ekki kemur til álita að binda skilorði að neinu leyti. Við rannsókn málsins sætti ákærði gæsluvarðhaldi frá 26. nóvember ti l 28. nóvember 2018 og ber að draga g æsluvarðhaldsvistina frá refsingu hans með fullri dagatölu sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í háttsemi ákærða gagnvart brotaþola umrætt sinn fólst ólögmæt meingerð gegn henni í skilningi 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 og ber honum að gre iða miskabætur vegna þess. Við ákvörðun á fjárhæð miskabóta ber að líta til þess að ákærði beitti talsverðu ofbeldi við brot sitt og að brot hans hefur haft veruleg áhrif á líf brotaþola til hins verra, en hún hefur ekki enn bitið úr nálinni með þá vanlíðu n sem ákærði olli henni. Eru miskabætur ákveðnar kr. 2.000.000 og skulu bera vexti og dráttarvexti eins og greinir í dómsorði, en bótakrafan var kynnt ákærða við birtingu á fyrirkalli þann 10. maí 2019. Þá ber samkvæmt 235. gr. laga nr. 88/2008 að dæma á kærða til greiðslu alls sakarkostnaðar. Útlagður kostnaður við rannsókn skv. yfirliti nemur kr. 1.052.941 og ber ákærða að greiða þann kostnað. Þá nemur kostnaður vegna DNA greiningar kr. 216.696 og ber ákærða að greiða þann kostnað. Þá verður ákærða gert að greiða kostnað vegna vitnanna R og S , alls kr. 76.400. Þá ber ákærða að greiða þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Anítu Óðinsdóttur lögmanns, kr. 950.770 að meðtöldum virðisaukaskatti, auk ferðakostnaðar réttargæslumannsins, kr. 7.800. 27 Jafnfr amt ber ákærða að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóns Egilssonar lögmanns, sem að virtu umfangi málsins þykja hæfilega ákveðin kr. 2.000.000 og hefur þá verið litið til virðisaukaskatts, en vinnustundatalning verjandans þykir umfram tilefnið. Jafnframt ber ákærða að greiða ferðakostnað verjandans kr. 44.700. Sigurður G. Gíslason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D Ó M S O R Ð : Ákærði, Karol Szostek, sæti fangelsi í 3 ár. Frá refsingu ákærða ber að draga, með fullri dagatölu, gæsluvarðha ld ákærða frá 26. nóvember 2018 til 28. nóvember 2018. Ákærði greiði A kr. 2.000.000 auk vaxta samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 25. nóvember 2018 til 10. júní 2019, en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga til greiðsludags. Ákærði greiði allan sakarkostnað, alls kr. 4.349.307, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Jóns Egilssonar lögmanns, kr. 2.000.000 að meðtöldum virðisaukaskatti og ferðakostnaður verjandans kr. 44.70 0 og jafnframt þ.m.t. þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Anítu Óðinsdóttur lögmanns, kr. 950.770 að meðtöldum virðisaukaskatti og ferðakostnaður hennar kr. 7.800.