LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 7. júní 2019. Mál nr. 5 34 /2018: Ákæruvaldið ( Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir saksóknari ) gegn X ( Grímur Sigurðsson lögmaður , Sveinbjörn Claessen lögmaður, 3. prófmál ) (Jóhannes S. Ólafsson réttargæslumaður) Lykilorð Kynferðisbrot. Nauðgun. Sönnun. Refsinæmi. Skaðabætur. Útdráttur X var sakfelldur fyrir kynferðisbrot samkvæmt 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa haft samræði við A sem gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og sve fndrunga. Var refsing X ákveðin fangelsi í tvö ár auk þess sem honum var gert að greiða A 1.800.000 krónur í miskabætur. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Davíð Þór Björgvinsson og Ragnheiður Harðardóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 7. júní 2018 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 24. maí 2018 í málinu nr. S - 81 /201 8 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um sakfellingu ákærða og að refsing verði þyngd. 3 Ákærði krefst sýknu af kröfum ákæruvaldsins og að einkaréttarkröfu verði vísað frá dómi. 4 Brotaþoli, A , krefst þess aðallega að ákærði verði d æmdur til að greiða henni miskabætur að fjárhæð 3.500.000 krónur, ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 7. september 2014 til 7. apríl 2018, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er þess krafist að ómerkt verði niðurstaða héraðsdóms um frávísun kröfu brotaþola um skaðabætur á grundvelli I. kafla skaðabótalaga nr. 50/1993 og að þeirri kröfu verði 2 vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar. Til vara krefst brotaþoli staðfestingar hins áfrýjaða dóms um greiðslu miskabóta. Málsatvik og sönnunarfærsla 5 Eins og fram kemur í hinum áfrýjaða dómi mætti brotaþoli í máli þessu, A , á lögreglustöð miðvikudaginn 15. febrúar 2017 og lagði fram kæru á hendur ákærða, X , fy rir kynferðisbrot aðfaranótt 7. september 2014. Afhenti hún lögreglu jafnframt ýmis gögn um Facebook - samskipti sín við ákærða og sameiginlega vini þeirra, C og D , vegna málsins. Þá afhenti hún nokkrum dögum síðar myndlykil með upptöku af símtali sem þau ák ærði og D höfðu átt um málið í gegnum samskiptaforrit 4. október 2017. Er gerð grein fyrir þessum gögnum í héraðsdómi. 6 Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti voru spilaðar hljóð - og myndupptökur af framburði ákærða, brotaþola og vitnanna C , D og B fyrir héraðsdómi. Eins og kemur fram í héraðsdómi voru ákærði, brotaþoli, C og B æskuvinir, sem höfðu þekkst frá því þau gengu saman í skóla sem börn, og bættist D við vinahópinn á menntaskólaárunum . 7 Atburður sá sem leitt hefur til ákæru í málinu átti sér st að í byrjun september 2014 á heimili ákærða í . Brotaþoli og kærasti hennar voru gestkomandi hjá ákærða en kærasta hans var stödd á Íslandi. Kærasti brotaþola veiktist skömmu eftir komu þeirra til borgarinnar og þurfti að leggjast inn á sjúkrahús . Ákærð i og brotaþoli voru því tvö ein í íbúðinni kvöldið sem um ræðir og eru ein til frásagnar um það sem átti sér stað . Þau haf a bæði lýst því að hafa eldað og b orðað saman kvöldverð og neytt áfengis með . Þau hafi rætt um gamla tíma og meðal annars um samskipti sín á milli þegar þau voru á unglingsaldri og á menntaskólaárunum , en fram kom að þau hefðu þá verið hrifin hvort af öðru . Um það sem gerðist eftir þetta er frásögn þeirra gjörólík. 8 Í vitnisburði sínum fyrir héraðsdómi kvaðst brotaþoli hafa orðið mjög öl vuð þetta kvöld. Hún hefði orðið að kasta upp og hefði ákærði aðstoðað hana meðan á því stóð. Hún hefði síðan lognast út af í rúmi ákærða , sem hann hafði látið henni og kærastanum eftir meðan á heimsókninni stóð. Hún hafi sofnað eða dáið áfengisdauða og he fði hún legið á maganum. Hún kvaðst síðan hafa rankað við sér þar sem ákærði var að eiga við hana kynmök aftan frá í leggöng. Það hefði tekið hana smástund að átta sig á því sem var að gerast þar sem hún hefði verið ölvuð, svefndrukkin og ringluð. Þegar hú n hefði gert sér grein fyrir því hvað var í gangi hefði hún reist sig við og sest upp. Við það hefði ákærði hætt. Hún hefði verið máttvana, lagst aftur og misst meðvitund. Hún hefði vaknað eldsnemma morguninn eftir og þá verið nakin en ekki mundi hún hvort hún hefði verið nakin um nóttina. Henni hefði verið mjög illt í kynfærunum og myndi hún eftir því að svo hefði einnig verið þegar hún vaknaði upp um nóttina. Hún hefði vafið utan um sig sæng, farið inn á baðherbergi og pissað en það hafi verið mjög vont. Því næst hefði hún farið fram í stofu þar sem ákærði hefði legið í sófanum og spurt 3 aftur og fljótlega farið að sækja kærasta sinn á sjúkrahúsið . Hún hefði ekki sagt honum hvað hefði gerst og þau hefðu dvalið í íbúð ákærða næstu tvo sólarhringa fram að heimferð. 9 Ákærði bar á hinn bóginn að þau brotaþoli hefðu ekki orðið ofurölvi og kannaðist ekki við að hún hefði kastað upp. Þegar þau fóru að búa sig undir svefninn hefði han n ekki nennt að búa um sig í svefnsófanum í stofunni. Hann hefði því, með samþykki brotaþola, lagst við hlið hennar í rúmið. Ákærði kvaðst hafa tekið utan um brota þola eftir að hann lagðist upp í . Hún hefði legið þannig að bakið sneri að honum og hefði han n faðmað hana og þakkað henni fyrir að koma í heimsókn. Honum hefði þótt vænt um komu hennar þar sem þau hefðu misst svolítið samband síðustu ár. Brotaþoli hefði ýtt sér upp að honum þar sem hann hélt utan um hana og hann hefði skynjað einhverja kynferðisl ega spennu. Hann hafi verið í nærbuxum en hún í bol og hefðu þau afklæðst og haft kynmök. Þau hefðu bæði legið á hlið og hún enn snúið bakinu í hann. Á einhverju tímamarki hefðu þau farið inn á baðherbergi og reynt að hafa samfarir þar en síðan farið aftur upp í rúm og haldið áfram þar. Hann kvað brotaþola hafa tekið þátt í kynmökunum með hreyfingum og stunum. Hú n hefði strokið honum um líkamann og hvatt hann til að koma eða til að fá sáðlát. Eftir að það gerðist hefðu þau hætt samförunum. Hann hefði lagst á bakið og því hafi skyndilega skotið upp í hug a hans hvað hann hefði verið að gera, þau væru bæði í sambandi með öðrum. Hann hefði farið fram og lagst í sófann í stofunni. Um 20 til 30 mínútum síðar hefði brotaþoli komið fram og sagt við hann eitthvað í þ á áttina að þe tta hefði ekki gerst. Hann kvaðst hafa samþykkt það. Ákærði kvaðst ha fa farið á fætur um hálfsex ley tið um morguninn og farið að hitta félaga sinn sem hann var að aðstoða við skólaverkefni. Hann hefði því ekki rætt v ið brotaþola þarna um morg uninn og ekki hitt hana fyrr en síðar um daginn eftir að kærasti hennar var kominn af sjúkrahúsinu . 10 Eins og rakið er í héraðsdómi bar brotaþoli að hún hefði ætlað að bæla niður líðan sína vegna þess sem gerst hefði og hugsa ekki meira um þetta. Það hefði h ins vegar ekki gengið eftir. Hún lýsti því að þegar hún var að 2014 hefði hún rekist á dóm í sakamáli sem minnti mjög á atvikið og hefði hún þá áttað sig á að slík háttsemi teldist nauðgun. Hún hefði hitt ákærða í sameiginlegu vinaboði í febrúar 2015 o g reynt að láta á engu bera. Henni hafi þó liðið illa vegna atburðarins og leitað til Stígamóta þetta sumar. Um haustið hafi hún sagt kærasta sínum frá málinu. Hún hafi verið þreytt á því að rekast á ákærða þegar vinahópurinn hittist. Hafi það orðið til þe ss að hún sagði C frá málinu í ársbyrjun 2016. Hún hafi sagt vinkonu sinni frá atvikinu í febrúar sama ár og móður sinni í maí og hefði móðirin hvatt hana til að leggja fram kæru. Um sumarið hefði hún rætt þetta við aðra vinkonu og kunningja sinn. Þegar þa rna var 11 Á meðal þeirra gagna sem brotaþoli lagði fram með kæru sinni til lögreglu eru Facebook - samskipti hennar og ákærða frá í ágúst 2014 til 4. október 2016. Þar kemur fram að 7. september 201 6, laust fyrir klukkan 15, sendi brotaþoli ákærða skilaboð 4 um að hana langaði aðeins að tala við hann og spurði hvort hann gæti hitt hana þennan dag. Ákærði svaraði því játandi og í framhaldinu sagðist hún vilja hitta hann sem fyrst á leikvellinum við . 12 Fyrir héraðsdómi lýsti brotaþoli því að á þessum fun eitthvað á þá leið að hann hefði líka verið mjög drukkinn. Hún kvaðst þá hafa sagt: Hún kvaðst hafa farið að hágráta, ákærði hefði boðist til að faðma hana en hún hefði afþakkað það. Þau hefðu rölt aðeins á fram og spjallað eitthvað en síðan hefði ákærði rétt. Hún hefði einnig sagt við hann að þetta hefði haft áhrif á samskipti hennar við vinahópinn þar sem hún hefði ekki viljað hitta hann. Hefði hún sagt við hann að C , B og D þyrftu að vita þetta svo að þeir fengju skýringu á því hvers vegna hún hefði haga ð sér undarlega gagnvart þeim. Hún hefði boðið honum að velja hvort hún segði þeim frá þessu eða hann gerði það sjálfur og hann hefði sagst myndu gera það. 13 Þá kom fram hjá brotaþola að hún hefði í þessu samtali sagt ákærða að hún hefði nokkrum dögum fyrr verið stödd á lögreglustöð vegna óskylds máls og hefði henni þá 14 Ákærði lýsti því fyrir héraðsdómi að brotaþoli hefði sagt þarna á leik vellinum að hann hefði mis notað hana og að hún vildi ekki hafa hann lengur með í vinahópnum þar sem henni þætti óþægilegt að umgangast hann. Þá hefði hún sagt að einhver lausn gæti fengist í málið með því að hann játaði á sig þessa sök, segði fólki frá og léti sig svo hverfa. Hann kvaðst ekki geta lýst því sjokki sem hann hefði orðið fyrir við að vera mér í alvörunni [ ] þ ótti mjög vænt um eitthvað illt . veginn vænsta kostinn í því að taka þetta á mig og einhvern veginn biðjast afsöku nar og reyna að laga og sættast . Spurður um hvað brotaþoli hefði sagt nákvæmlega að að það var sú leið sem að ég hélt að væri best til þess að einhvern veginn gera allt gott rði því að hann hefði skynjað að brotaþoli hefði upplifað þetta allt öðruvísi en hann. Það hefði slegið hann svo út af laginu að hann hefði hugsað að hann hlyti að hafa haft rangt fyrir sér. 15 Ákærði var einnig spurður að því hvort brotaþoli hefði sagt við h ann að hún hefði íhugað að kæra hann til lögreglu og svaraði hann því játandi. Hann kvaðst hafa 5 tíma að gera allt sem hann gæti til þess að leysa þetta þeirra á milli. 16 Ák ærði kvaðst hafa í beinu framhaldi af samtalinu á leikvellinum farið heim til B og sagt honum frá málinu. Kvaðst hann hafa sagt B að hann hefði sofið hjá brotaþola og sendi brot aþoli ákærða skilaboð á Facebook og spurði hvað hann hefði sagt B . Ákærði svaraði að hann hefði sagt sannleikann. Brotaþoli spurði ákærða hvort hann hefði kallað þetta nauðgun við B og svaraði ákærði að hann hefði sagst hafa misnotað aðstöðu sína og væri n auðgari. 17 Ákærði greindi jafnframt frá því að næstu daga hefði hann einnig rætt þetta við foreldra sína og C og hefði C ráðlagt honum að leita til sálfræðings til að halda geðheilsu sinni. 18 Vitnið C bar að brotaþoli hefði sagt sér í ársbyrjun 2016 að ákærði hefði komið fram vilja sínum við hana án hennar vilja þegar hún dvaldi hjá honum í í september 2014. Hann sagði þá B og D á þessum tíma hafa haft af því áhyggjur að þeir hefðu ekki séð mikið af henni undanfarið. Í byrjun september hefði brotaþoli sagt honum að hún hefði rætt þetta mál við ákærða. Vitnið og brotaþoli hefðu farið heim til B þetta kvöld og rætt atvikið. Daginn eftir hefðu þeir B farið heim til ákærða og rætt þetta við hann. Ákærða hefði liðið mjög illa. Hann hafi sagt við þá að honum þætti þetta mjög leiðinlegt og að hann gengist við þessu, hann væri tilbúinn að gera það sem hann gæti til að gera þetta betra. Móðir ákærða hefði verið með þeim og hefði hún viljað gera lítið úr þætti ákærða, sagt að þau hefðu bæði verið full og svona kæmi fyr ir og væri leiðinlegt. Ákærði hefði sagt við hana að hann bæri víst ábyrgð á þessu. Vitnið kvaðst hafa skilið orð ákærða þannig að hann væri að játa verknaðinn. Nánar spurður kvaðst hann hafa skilið ákærða þannig að þau brotaþoli hefðu bæði verið ölvuð og að hann hefði gengið yfir mörk gagnvart henni, sem hann sæi nú eftir og gengist við því. Spurður hvort ákærði hefði síðar dregið til baka við hann frásögn sína um að hafa brotið gegn brotaþola kvað vitnið svo ekki vera. 19 Vitnið B kvað ákærða hafa komið til sín um kvöld haustið 2016 og sagt sér að þau brotaþoli hefðu sofið saman þegar hú n heimsótti hann til . Vitnið kvaðst ekki muna nákvæmlega hvernig ákærði hefði orðað þetta en hann hefði gert honum ljóst að hann hefði brotið á brotaþola. Ákærði hefði ve rið fullur iðrunar en vitnið taldi þó að hann hefði ekki skilið þetta sem brot fyrr en brotaþoli sagði honum það. Brotaþoli og C hefðu komið til hans síðar um kvöldið og hefði hún sagt honum að þetta hefði gerst án þess að lýsa því frekar. Þeir C hefðu svo rætt við ákærða daginn eftir á heimili hans og hefði móðir ákærða þá verið að draga framburð brotaþola í efa. Hún hefði sagt eitthvað á þá leið að brotaþoli væri að segja ósatt eða gera meira úr þessu en tilefni væri til. Ákærði hefði hins vegar varið bro taþola og framburð hennar. Vitnið kannaðist við það sem fram kom hjá honum við skýrslutöku hjá lögreglu , að ákærði 6 hefði sagt við hann að hann hefði misnotað aðstöðu sína gagnvart brotaþola. Hann kvaðst ekki muna hvort ákærði hefði notað orðið nauðgun en h onum hefði að minnsta kosti virst augljóst að ákærði hefði stundað kynlíf með brotaþola gegn hennar vilja. Vitnið kvað ákærða síðar hafa sagt sér að hann væri ekki sammála lýsingu brotaþola á atburðarásinni. Það hefði verið eftir að hann hefði rætt málið v ið lögfræðing. 20 Þann 4. október 2016 klukkan 17:19 sendi brotaþoli enn skilaboð á Facebook til ákærða og spurði hann nú hverjum hann hefði sagt að hann hefði nauðgað henni. Ákærði svaraði að hann hefði sagt móður sinni, föður, ömmu, litla bróður, sálfræðingnum, B og C . Br otaþoli sagði þá að D kæmi til landsins á fimmtudaginn og hann þyrfti líka að vita, og spurði hún hvort ákærði hefði skoðun á því hvort þeirra ætti að segja honum frá. Ákærði spurði hvort hann mætti gera það og hún sagðist halda það en það yrði að vera áðu r en D kæmi til landsins. Ákærði sagðist myndu hringja í hann þetta kvöld og sagðist brotaþoli þá vilja hringja sig inn í það símtal. 21 Fyrir liggur að brotaþoli tók upp símtal þeirra þriggja sem fram fór í kjölfarið án vitundar ákærða og D og afhenti hún l ögreglu upptökuna, sem að framan greinir. Upptaka og endurrit símtalsins eru á meðal gagna málsins. Þar kemur fram að í upphafi segist ákærði vilja segja D það sem hann hafi verið að segja öðrum, að hann hafi brotið á brotaþola án þess kannski að gera sér grein fyrir því á þeim tíma en hann hafi brotið á henni og misnotað aðstæður hennar og nauðgað henni. Hann sé til í að gera allt til að reyna að bæta fyrir það. Brotaþoli grípur inn í samtalið og segir D að þetta hafi gerst fyrir tveimur árum og að hún haf i átt mjög erfitt með sig vegna þessa. Í lok símtalsins áréttar ákærði að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því hvað hann var að gera brotaþola fyrr en hún talaði við hann. Brotaþoli segist lengi hafa afneitað því að þetta hefði gerst af því að hún hafi verið meðvitundarlaus mestallan tímann en hún hafi ekki getað neitað þessu til lengri tíma. 22 Við aðalmeðferð málsins í héraði var brotaþoli spurð hvers vegna hún hefði tekið símtalið upp. Hún svaraði því til að hún hefði á þessu tímamarki alvarlega verið fa rin erfitt að ná fram sakfellingu í kynferðisbrotamálum vegna þess að þau eru mjög oft spurning um orð gegn orði og ég vissi að í þessu máli væru ekki til nein samtím a D þar sem það væri 23 Vitnið D gaf skýrslu fyrir héraðsdómi og gerði grein fyrir símtalinu sem að framan greinir. Hann kvað á kærða þó síðar hafa sagt sér að hann hefði ekki brotið gegn brotaþola. Það hefði verið eftir að hún kærði hann til lögreglu. 24 Um framburð vitna og gögn málsins að öðru leyti vísast til þess sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi. Niðurstaða 7 25 Ákærða er í máli þ essu gefin að sök nauðgun með því að hafa, aðfaranótt laugardagsins 6. september 2014, á þáverandi heimili hans í , haft samræði við brotaþola með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Er háttsemin tali n varða við 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga í ákæru. 26 Ákærði neitaði sök hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi. Hann hefur borið að honum hafi brugðið mjög við það sem brotaþoli sakaði hann um þegar þau hittust á leikvellinum 7. september 2016. Hann hefð i skynjað að hún hefði upplifað aðstæður öðruvísi en hann þegar þau hefðu haft kynmök í heimsókn hennar til . Hann hefði metið það svo að skásti kosturinn í stöðunni væri að taka á sig sök í málinu og biðjast afsökunar. Hann hefði séð það sem leið sem h onum stæði til boða til að allt yrði gott aftur. 27 Gerð hefur verið grein fyrir lýsingum ákærða og brotaþola við meðferð málsins á því sem átti sér stað á milli þeirra á heimili ákærða í í umrætt sinn. Eins og þar kemur fram eru frásagnir þeirra af atvikinu gjörólíkar. Þeim ber hins vegar saman um að á fundinum á leikvellinum hafi brotaþoli sagt við ákærða að hún hefði verið meðvitundarlaus og hann hefði misnotað sér ástand hennar. Þeim b er einnig saman um að ákærði hafi samþykkt það. Í framhaldinu ræddi ákærði við sameiginlega vini þeirra brotaþola, C og B , og gekkst við því að hafa brotið gegn henni. 28 Þá hefur verið gerð grein fyrir gögnum um Facebook - samskipti brotaþola og ákærða, sem hún lagði fram með kæru sinni til lögreglu. Í þessum samskiptum spurði brotaþoli ákærða hvað hann hefði sagt öðrum um málið og hvort hann hefði kallað þetta nauðgun við B . Ákærði svaraði að hann hefði sagt B að hann væri nauðgari. Brotaþoli spurði ákærða e innig hverjum hann hefði sagt að hann hefði nauðgað henni og sagðist hann þá hafa sagt það foreldrum sínum, litla bróður, ömmu, sálfræðingnum, B og C . Í framhaldinu átti brotaþoli frumkvæði að því að þau ræddu saman við D í síma. Sem að framan greinir tók brotaþoli símtalið upp án vitundar ákærða og D . Á upptökunni kemur fram að ákærði gekkst við því að hafa brotið gegn brotaþola, misnotað aðstöðu sína og nauðgað henni. Af framburði brotaþola í héraði verður ráðið að hún hafi tekið upp símtalið í því skyni að afla sönnunargagna í málinu. Verður sú ályktun dregin að það hafi einnig vakað fyrir henni með öðrum samskiptum við ákærða, sem að framan eru rakin. 29 Samkvæmt 1. og 2. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 leggur dómari mat á sönnunargildi þeirra gagna sem lögð eru fram við meðferð málsins fyrir dómi. Við sönnunarmat í máli þessu verður litið heildstætt til þeirra sönnunargagna sem fyrir liggja . Á meðal þeirra gagna er framangreind upptaka sem aflað var andstætt lögum. Verður það sem þar kemur fram virt með hlið sjón af öðrum gögnum málsins. 30 Framburður ákærða, brotaþola og vina þeirra, C , B og D fyrir héraðsdómi hefur verið rakinn. Eins og þar kom fram gekkst ákærði endurtekið við því við brotaþola og vini þeirra að hann hefði brotið gegn henni með þeim hætti sem hún hefði lýst. Það sem 8 ákærði sagði í símtalinu við brotaþola og D var í samræmi vi ð það sem hann hafði áður tjáð sig um við C og B , eins og þeir lýstu fyrir dómi. Í ljósi framangreinds er síðari frásögn ákærða af því sem gerðist þetta kvöld ótrúverðug, sem og sú skýring hans að hann hafi talið að um ólíka upplifun þeirra brotaþola hafi verið að ræða . Loks er ekki trúverðug skýring hans á því hvers vegna hann hefði gengist við svo alvarlegu broti að ósekju. 31 Eins og fram kemur í héraðsdómi hefur brotaþoli frá upphafi verið samkvæm sjálfri sér um meginatriði málsins. Hún hefur og gefið á þ ví trúverðugar skýringar hvers vegna hún dró að kæra málið til lögreglu. Er framburður hennar um að atvikið hafi valdið henni mikilli vanlíðan studd vitnisburði móður hennar og vina, auk sérfræðigagna, eins og nánar er rakið í héraðsdómi. Er fallist á þá n iðurstöðu hins áfrýjaða dóms að leggja beri trúverðuga frásögn brotaþola til grundvallar í málinu. Samkvæmt því er sannað að ákærði hafi, eins og honum er gefið að sök í ákæru, haft samræði við brotaþola með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við v erknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. 32 Hér fyrir dómi hefur ákæruvaldið lagt fram þýðingu löggilts skjalaþýðanda á 1. mgr. 205. gr. hegningarlaga, sem er sambærilegt við ákvæði 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga. Er því fullnægt skilyrði 2. mgr. 5. gr. sömu laga, eins og það ákvæði var orðað fyrir gildistöku laga nr. 23/2016, um tvöfalt refsinæmi vegna háttsemi ákærða. Samkvæmt framangreindu verður ákærði sakfelldur samkvæmt ákæru og er brot hans þar rétt fært til refsiákvæðis. 33 Með vísan til for sendna hins áfrýjaða dóms eru staðfest ákvæði hans um ákvörðun refsingar, miskabætur og sakarkostnað. Kröfu brotaþola um skaðabætur á grundvelli I. kafla laga nr. 50/1993 var vísað frá héraðsdómi án kröfu en þeirri dómsathöfn var ekki skotið til Landsrétta r, sbr. u - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008. Kemur þessi krafa því ekki til skoðunar hér fyrir dómi. 34 Ákærði verður dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþ ola, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Héraðsdómur skal vera óraskaður. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 2.150.414 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Gríms Sigurðssona r lögmanns, 1.686.400 krónur, og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Jóhannesar S. Ólaf ssonar lögmanns, 421.600 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S - 81/2018 9 Mál þetta, sem dómtekið var 26. apríl sl., er höfðað með ákæru útgefinni af héraðssaks óknara 13. febrúar 2018 á hendur X , kennitala , , , fyrir nauðgun, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 6. september 2014, á þáverandi heimili hans í haft samræði við A , með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Er brot ákærða talið varða við 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sa karkostnaðar. Af hálfu brotaþola er gerð sú krafa að ákærði verði dæmdur til að greiða kröfuhafa miskabætur að fjárhæð 3.500.000 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr., sbr. 4. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001frá 6. september 2014 til þess dags þegar mánuður er liðinn frá því bótakrafa var kynnt fyrir ákærða, en með dráttarvöxtum eftir þann dag, samkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. sömu laga, til greiðsludags. Að auki er gerð sú krafa að ákærði verði dæmdur til að greiða kröfuhafa skaðabætur á g rundvelli I. kafla skaðabótalaga nr. 50/1993 vegna þess tjóns sem hún varð fyrir í árásinni. Í öllum tilvikum er gerð krafa um þóknun við réttargæslu úr hendir ákærða. Ákærði neitar sök. Verjandi ákærða krefst vægustu refsingar er lög leyfa og hæfilegrar þ óknunar sér til handa. Miðvikudaginn 15. febrúar 2017 mætti brotaþoli á lögreglustöð og lagði fram kæru á hendur ákærða fyrir kynferðisbrot. Var tekin skýrsla af brotaþola hjá lögreglu þennan sama dag. Í skýrslunni kom m.a. fram að ákærði hafi verið vinur brotaþola frá í æsku. Þau hafi upphaflega kynnst þegar þau hafi verið saman í skóla. Þau hafi tilheyrt sama vinahópi upp frá því. Árið 2014 hafi brotaþoli haft samband við ákærða, sem þá hafi búið í , þar sem hún og kærasti hennar hafi verið á leið september það ár. kom hafi kærasti brotaþola veikst og orðið að fara á spítala þar sem hann hafi verið lagður inn . Brotaþoli hafi dval ið á spítalanum hjá kærasta sínum tvær fyrstu næturnar, en ekki fengið að vera þar þá þriðju og síðustu. Hafi brotaþoli í staðinn gist heima hjá ákærða. Það kvöld hafi hún eldað fyrir ákærða og þau drukkið áfengi. Síðar um kvöldið hafi þau farið að ræða ga mla tíma. Brotaþoli hafi orðið mjög drukkin og farið að sofa eftir að hafa kastað upp. Hún hafi vaknað upp við það að ákærði hafi verið að hafa við hana samræði um leggöng aftan frá. Hún hafi risið upp og fært sig frá ákærða. Sökum ölvunar hafi hún strax l ognast út af aftur. Hún hafi vaknað um morguninn og verið öll aum í kynfærum. Hún hafi á þeirri stundu ákveðið að reyna að lifa með þessum atburði. Mánuðum síðar hafi hún áttað sig á því hvers eðlis brot ákærða hafi verið og sótt sér aðstoð við að glíma vi ð afleiðingar brotsins. Að endingu hafi hún ákveðið að hitta ákærða og segja honum frá því hvernig hann hafi brotið gegn sér. Ákærði hafi á þeim fundi viðurkennt fyrir henni að hann hefði brotið gegn henni umrætt sinn. Það sama hafi hann viðurkennt fyrir s ameiginlegum vinum brotþola og ákærða. Frekar verður ekki rakið hér úr skýrslu brotaþola hjá lögreglu. Á meðal rannsóknargagna málsins er skýrsla lögreglu frá 6. júlí 2017 um samskipti á fésbókarsíðu, sem brotaþoli afhenti lögreglu þegar hún lagði fram k æru á hendur ákærða. Samkvæmt fésbókarsíðunni sendi brotaþoli ákærða skilaboð, kl. 14.42 þann 7. september 2016, og segir að hana langi til að tala við hann. Hún spyr hvort ákærði geti hitt hana þann sama dag og þau ákveða að hittast nni við grunnskóla er ákærði og brotaþoli voru saman í. Þennan sama dag sendi brotaþoli ákærða skilaboð kl. 16.55 og spyr hvað hann hafi sagt B . Ákærði svarar því til að hann hafi sagt sannleikann og þar af leiðandi myndi hann ekki koma í afmælið hans. Í f ramhaldi ætli ákærði ekki B . Ákærði svarar því til að hann hafi sagt honum að ákærði hefði misnotað aðstöðu sína og væri nauðgari. Þann 7. október 2016 kl. 17.19 spyr brotaþoli ákærða að því hverjum hann hefði sagt að hann hefði nauðgað henni. Ákærði svarar því til að hann hefði sag t móður sinni, föður, litla bróður, sálfræðingi sínum, B og C . Brotaþoli svarar og segir að D komi til landsins á fimmtudaginn og hann þurfi líka að vita. Hún spyr hvort ákærði hafi skoðun á því hvort þeirra eigi að segja honum. Ákærði spyr þá hvort 10 hann m egi segja honum frá. Brotaþoli svarar að það þurfi að vera áður en D komi til landsins og segir ákærði að hann muni hringja í hann þetta sama kvöld. Brotaþoli segist myndi vilja hringja eða ,,skype - taþola vita að hann sé að tala við D og að hún skuli prófa að hringja inn. Á meðal gagna málsins er endurritun á símtali sem fram fer í kjölfarið á milli ákærða, brotaþola og D . Í upphafi símtalsins segir ákærði að það sem hann vilji segja sé það sama og hann segi öðrum sem hann hafi sagt frá þessu, sem sé það að hann hafi brotið gegn brotaþola án þess að gera sér sína og nauðgað henni . Hann væri óendanleg a leiður út af þessu og væri hann til í að gera hvað sem væri til að bæta fyrir það. Hann vilji gjarnan að fólk í kringum þau viti af þessu. Brotaþoli segir við D að tvö ár séu síðan. Hún hafi átt mjög erfitt með sig eins og D hafi kannski séð og það sé ka nnski stór þannig að hún væri allan þennan tíma a ð halda einhverju leyndu fyrir þeim sem væri eitthvað sem væri óeðlilegt að þeir vissu ekki af. Brotaþoli hafi sagt C frá atvikinu í janúar á þessu sama ári og hann hefði hún hafi verið. Eins hafi ákærði komið heim til hennar en það hafi hún ekki búist við að hann myndi gera. Botninn hafi tekið úr um daginn, í matarboði sem hún hafi haldið fyrir D og síðan á veitingastað þegar þau hafi hist, en í bæði skiptin hefði ákærði sagt nauðgunarbrandara. Í samskiptunum segist ákærði ekkert geta sagt sér til varnar. Í lok símtalsins segir hann að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því hvað hann hafi verið að gera brotaþola allan þennan tíma fyrr en hún hafi rætt við hann. Brotaþoli segist hafa verið lengi í afneitun með að þetta hefði gerst. Á meðal rannsóknargagna málsins eru fésbókarsamskipti á milli ákærða og C . Þann 7. september 2016, kl. 16.04, sendir brotaþoli skilaboð til C Hann ha fi játað. C svarar því til að ákærði hafi gengið upp að honum á kaffihúsi rétt áður og beðið hann um að heyra í sér næsta dag. Brotaþoli segist halda að ákærði sé á leiðinni að tala við B og segir að sér sé létt, en það séu tvö ár síðan atvikið hafi átt sé r stað. Hún hafi hitt ákærða og sagt honum að hún hefði verið meðvitundarlaus af drykkju heima hjá honum og að hann hefði notfært sér það. Hann hafi játað og sagt að hann væri í raun nauðgari. Ákærði hafi sagt að hann hafi átt erfitt með sig í tvö ár. Hann myndu hittast á sama stað þá myndi hann fara. Brotaþoli hafi sagt ákærða að það hafi hvarflað að henni að kæra og hafi hann beðið hana um að gera það ekki. Þe nnan sama dag kl. 18.05 sendi C brotaþola skilaboð á fébókinni og segir B hafa verið að hringja og sagt að hann hafi verið að tala við ákærða og vildi ræða við C . Á meðal rannsóknargagna málsins eru fésbókarskilaboð frá 4. október 2016, en þann dag, kl. 1 8.48, sendir D brotaþola skilaboð um að hún sé ótrúlega sterk og hann sé stoltur af henni. Brotaþoli þakkar fyrir skilaboðin. Hún hafa verið að verða ónýtari, viðkvæmari og óstarfhæfari með hverjum deginum og hafi hún orðið að gera eitthvað. Heimilislæknir hefur ritað læknabréf 14. júní 2017 þar sem því er lýst að brotaþoli hafi komið á stofu til læknisins 29. ágúst 2016 vegna afleiðinga umferðarslyss tveim vikum áður. Í viðtalinu hafi brotaþoli greint frá kynferðisofbeldi sem hún hafi orðið f yrir aðfaranótt 7. september 2014. Það mál hafi sótt mikið á hana og valdið henni vanlíðan. Hafi læknirinn vísað brotaþola til sálfræðings. Sálfræðingur hefur ritað vottorð 1. september 2017 um skoðun og viðtöl við brotaþola. Fram kemur að í nóvember 2 016 hafi brotaþoli leitað á Landspítala vegna afleiðinga kynferðisbrots sem hafi áfallateymi til að meta viðeigandi þjónustu og í framhaldi verið skráð í áf allastreitumeðferð hjá áfallateymi Landspítala. Brotaþoli hafi mætt í 14 viðtöl, hið fyrsta 11. apríl 2017. Í samantekt kemur fram að viðmót brotaþola bendi til þess að hún hafi upplifað hræðslu og varnarleysi í ætluðu broti. Niðurstöður endurtekins greini ngarmats sýni að brotaþoli þjáist af áfallastreituröskun í kjölfar ætlaðs 11 kynferðisbrots. Niðurstöður sjálfsmatskvarða hafi samvarað vel frásögn hennar í viðtölum. Hún virðist ávallt hreinskilin, trúverðug og samkvæm sjálfri sér. Ekki sé hægt að segja til um með vissu hver áhrif ætlaðs kynferðisbrots verði þegar til lengri tíma sé litið. Atburðurinn hafi haft slæm áhrif á líðan brotaþola. Sálfræðingur hefur 24. apríl 2018 ritað skýrslu vegna brotaþola. Fram kemur að brotaþoli hafi í desember 2017 leitað til sálfræðingsins vegna vanlíðunar í tengslum við ætlað kynferðisbrot sem hún hafi lýst að hún hafi orðið fyrir í september 2014. Sálfræðingurinn hafi alls fjórum sinnum hitt brotaþola, fyrst 18. janúar 2018. Í niðurstöðu kemur fram að endurtekið mat hafi fa rið fram á líðan brotaþola og afleiðingum ætlaðs kynferðisbrots. Hafi brotaþoli verið sjálfri sér samkvæm í viðtölum, virst hreinskilin um upplifun sína og einlæg í frásögn og hugsun hennar virst skýr og rökræn þrátt fyrir töluverða vanlíðan og streitu. Ni ðurstaða greiningarmats hafi verið að brotaþoli hafi verið greind með yfirstandandi geðlægð og áfallastreitutöskun vegna ætlaðs kynferðisofbeldis í september 2014. Hafi brotaþoli greint frá því að hafa áður fengið greiningu og meðferð við áfallastreiturösk un vegna sama tilviks. Mikilvægt væri að hafa í huga að bakslög væru algeng í kjölfar farsællar úrvinnslu áfalla og einkenni kæmu gjarnan fram á ný við aukna streitu í daglegu lífi eða ef einstaklingur þyrfti að takast á við áfallatengdar kveikjur eða minn ingar. Í ljósi sálrænna einkenna hafi brotaþola verið ráðlögð frekari meðferð til að vinna betur úr því áfalli sem hún hafi orðið fyrir er ætlað ofbeldi hafi átt sér stað og þeirri skerðingu sem hún hafi fundið fyrir í daglegu lífi. Sálfræðingur hefur 22. júní 2017 ritað vottorð vegna ákærða. Fram kemur að ákærði hafi komið í fyrsta viðtal 15. september 2015, en samtals hafi hann komið í 6 viðtöl. Af þeim hafi eitt verið símaviðtal en tvö farið fram í gegnum Skype. Viðtölin hafi að mestu verið um ætlað kyn ferðisbrot og hvernig ákærði tækist á við ásakanir á sem bestan máta. Ásakanirnar hafi verið mikið áfall fyrir ákærða. Hann hafi í fyrstu, þegar brotaþoli hafi hitt hann vegna málsins og sagt frá ætluðu broti, efast um að upplifun sín hafi verið rétt og fa rið að spyrja sig spurninga. Hann hafi ekki viljað draga í efa upplifun brotaþola, en hann hafi verið alinn upp við að þolendur ættu að njóta vafans. Hann hafi ekki getað séð að hann hafi framið brot. Verður nú gerð grein fyrir helstu framburðum við aðalmeðferð málsins. Ákærði hefur lýst atvikum þannig að hann og brotaþoli hafi kynnst þegar þau hafi verið í sama bekk í grunnskóla. Brotaþoli hafi síðar , en þau þrátt fyrir það haldið áfram vinskap. Þau hafi síðan farið í , verið góðir vinir og verið saman í stórum vinahópi. Kjarni þess vinahóps hafi verið ákærði, brotþaoli, C , B og D . Ákærði hafi svo flutt búferlum til Þar hafi hann verið búsettur á árinu 2014 þegar brotaþoli hafi sent honum skilaboð og spurt hvort hún mætti koma í heimsók n. Þau hafi á þessum tíma búið í sitt hvoru landinu og því ekki verið eins náin og á skólaárunum á Íslandi. Á þessum tíma hafi þau hist við og við þegar hann hafi verið í heimsókn á Íslandi. Ákærði hafi tekið vel í að brotaþoli og kærasti hennar kæmu í hei msókn. Heimsóknin hafi verið í byrjun september 2014. Kærasti brotaþola hafi verið veikur við komuna út og . Þar hafi kærastinn verið í tvær til þrjár nætur. Á föstudagskvöldi, þegar kærasti brotaþola hafi enn verið á spítalanum , hafi ákærði ákveðið að elda fyrir ákærða og brotaþola. Þau hafi drukkið saman vínflösku með kvöldmatnum og farið að ræða um gamla tíma og haft það notalegt. Á menntaskólaárunum hafi þau verið hrifin hvort af öðru en ekkert hafi orðið úr því. Þa u hafi m.a. rætt það þetta kvöld. Eins hafi þau rætt þáverandi sambönd sín og um vinahópinn. Ákærði og brotaþoli hafi bæði verið í samböndum á þessum tíma. Þau hafi opnað aðra rauðvínsflösku og drukkið úr henni. Eins hafi þau drukkið bjór sem ákærði hafi á tt og þar að auki drukkið skot af tequila. Þau hafi bæði verið undir áhrifum áfengis en ekki ofurölvi. Ákærði hafi verið búinn að búa um sig í stofunni því brotaþoli og kærasti hennar hafi átt að sofa í rúmi hans inni í herbergi. Þau hafi bæði háttað og bu rstað tennur. Hann hafi spurt hvort hann mætti sofa uppi í sama rúmi og hún og hafi hún samþykkt það. Uppi í rúmi hafi hann tekið utan um hana, en hún hafi legið með bakið upp að hann. Hún hafi ýtt sér upp að honum á móti. Brotaþoli hafi legið fyrir innan hann í rúminu og hafi hann skynjað kynferðislega spennu í loftinu. Hún hafi verið í náttbol en hann 12 einungis í nærbuxum. Eitt hafi leitt af öðru. Brotaþoli hafi farið úr náttbol og nærbuxum og þau haft kynmök. Þau hafi bæði legið á hlið og ákærði verið fyr ir aftan brotaþola. Hún hafi tekið þátt í samræðinu, hafi verið æst og gefið frá sér hljóð. Eins hafi hún strokið ákærða um rassinn. Þau hafi á einhverjum tímapunkti farið saman fram á baðherbergi og haft þar samræði. Þaðan hafi þau farið aftur upp í rúmið . Hann hafi haft sáðlát, en hún hafi hvatt ákærða til þess. Hann hafi lagst á bakið og á sama tíma hafi hann áttað sig á því hvað þau hafi verið að gera. Hann hafi farið fram í stofu og lagst til hvílu í sófanum í stofunni og hugleitt hvort hann ætti að hr ingja í kærustu sína og láta hana vita hvað gerst hefði. Brotaþoli hafi komið fram í stofu hálfri klukkustundu síðar og sagt við hann að þetta hefði ekki gerst. Ákærði hafi játað því og reynt að sofa eftir það. Hann hafi vaknað kl. 5.30 þennan morgun en ha nn hafi verið að aðstoða vin sinn í lokaverkefni fyrir skóla. Hann hafi verið þar fram eftir degi. Kærasti brotaþola hafi komið heim af spítalanum þennan dag. Þau hafi dvalið áfram í íbúð hans einhverja daga og samskiptin verið ágæt. Ákærði hafi talið að þau væru sammála um að þau hefðu gert mistök sem þau ætluðu bæði að gleyma. Þau hafi ekki átt mikil samskipti mánuðina eftir heimsóknina en hist í sameiginlegum vinahópi þegar hann hafi komið til landsins. Samskiptin hafi verið misvandræðaleg. Hann h afi að jafnaði komið heim til Íslands tvisvar sinnum á ári. Honum hafi ekki fundist samskipti þeirra vera frábrugðin því er áður hafi verið. Brotaþoli hafi tveimur árum eftir atvikið beðið hann um að hitta sig. Ákærði hafi ekki verið búinn að segja neinum frá því hvað hefði gerst þeirra á milli. Hann hafi einungis sagt kærustu sinni að eitthvað hefði gerst, en ekki hvað. Kærastan hafi ekki spurt nánar út í atvikið. Hann hafi hitt brotaþola á leikvelli skammt frá heimili hennar. Það hafi verið 6. eða 8. sept ember 2016. Hún hafi sagt við hann að hann hefði misnotað hana í heimsókninni til og hún vildi ekki hafa hann í vinahópi sínum. Ef hann viðurkenndi brot sitt og segði sameiginlegum vinum frá því fengist ákveðin lausn í málið. Ákærði kvaðst hafa fengið sjokk þegar brotaþoli hafi lýst þessu. Um alvarlegar ásakanir hafi verið að ræða. Honum hafi fundist slæmt að hann hefði gert henni eitthvað illt og metið það svo að það væri skársti kosturinn í stöðunni að taka á sig sök í málinu og biðjast afsökunar. Í beinu framhaldi af þessum fundi með brotaþola hafi hann hitt vin sinn B . Eins hafi hann rætt við foreldra sína. Hann hafi sagt þeim hvað brotaþoli hefði sagt við hann. Hann hafi tjáð þeim að brotaþoli hefði verið meðvitundarlaus og hann misnotað hana er hú n hefði heimsótt hann til . Hafi hann séð þetta sem þá leið sem honum stæði til boða til að allt yrði gott aftur. Þrátt fyrir það hafi honum ekki fundist brotaþoli hafa haft rétt fyrir sér. Hann hafi skynjað að hún hefði upplifað aðstæður öðruvísi. Á þe ssum tímapunkti hafi hann talið að hann hefði einfaldlega haft rangt fyrir sér. Hann hafi samt munað eftir atburðinum sem slíkum. Hann hafi verið í áfalli er hann hafi sagt foreldrum sínum frá þessu. Það hafi ekki verið fyrr en hann hafi hitt B að skýrari mynd um atvikið hafi mótast huga hans. Þá hafi hann áttað sig á því að staðhæfingar brotaþola um misnotkun hafi ekki verið réttar. Sú mynd hafi orðið skýrari er hann hafi komið heim til foreldra sinna í framhaldi af fundinum með B . Í huga hans hafi samt se m áður verið það sem brotaþoli hefði sagt við hann úti í , að þau skyldu gleyma þessu. Hann hafi ekki nefnt þau orð við brotaþola er þau hafi hist á leikvellinum. Honum hafi fundist eins og hann myndi leysa málið ef hann tæki á sig sök og honum hafi lið ið mjög illa. Hann hafi staðið í þeirri trú að hún myndi jafnvel ekki leggja fram kæru ef ákærði myndi taka á sig sök í málinu. Þegar þau hafi hist hafi brotaþoli nefnt það að hún hefði verið á lögreglustöð skömmu áður og íhugað að leggja fram kæru á hendu r honum. Hún hafi sagt honum á leikvellinum að hún hefði sagt kærasta sínum frá málinu ári áður. Eins hefði hún sagt sameiginlegum vini, C , frá því. Henni hafi greinilega liðið illa og sagt að sér liði illa í kringum ákærða. Honum hafi einnig fundist það g eta hjálpað honum ef þau myndu ekki umgangast hvort annað. Þegar þetta samtal hafi farið fram hafi ákærði verið hættur með kærustu sinni. Hann hafi verið með samviskubit. Brotaþoli hafi lýst því skýrt á leikvellinum að hann hefði misnotað hana. Það atriði hafi einfaldlega ekki verið til umræðu eftir atburðinn í . Ákærði kvaðst hafa áttað sig á því, að frá hans sjónarhóli, væri brotaþoli að bera hann röngum sökum. Hann kvaðst ekki vita af hverju hún hefði 13 gert þetta. Hún hefði verið hrifin af honum á sín um tíma og verið reið út í hann þar sem hann hefði vildi ekki að hann hefði samband við sig og hann hafi virt þær óskir hennar. Er ákærði hafi farið utan eftir fundinn með brotaþola hafi hann staðið í þeirri trú að málið væri búið og ekkert meira myndi gerast. Hann hafi þá verið búinn að ræða við vini þei rra og segja þeim frá málinu. Brotaþoli hafi sjálf sagt C frá málinu. Hann hafi talað við C og af viðmóti hans hefði hann mátt ætla að hann teldi ákærða hafa brotið gegn brotaþola. Samtalið hafi á sér stað daginn eftir að hann hefði hitt brotaþola á leikve llinum og honum fundist hann einn og ráðalaus. Hafi C ráðlagt honum að leita til sálfræðings til að halda geðheilsu sinni. Hann hafi sagt B að brotaþoli teldi að ákærði hefði misnotað stöðu sína og að ákærði hafi sagt að þar með væri hann nauðgari. Hann ha fi þekkt C og D það vel að hann hafi vitað að hann myndi ekki tapa vinskap þeirra þrátt fyrir málið. Hann hafi í raun ekki verið hreinskilinn er hann hafi sagt B frá málinu. Hann hafi upphaflega sagt D frá málinu í gegnum skype símtal. Hafi það verið vegna þess að D hafi verið í útlöndum og á leið til landsins. Brotaþoli hafi óskað eftir því að ákærði greindi D frá atvikinu fyrir komu til landsins og einnig eftir því að fá að vera hluti af því samtali. Ákærða hafi ekki verið kunnugt um að brotaþoli hefði te kið símtalið upp. Hann kvaðst hafa sagt brotaþola frá því á fésbókinni að hann hefði sagt B frá málinu og hafi hann lýst því þannig að hann hefði misnotað stöðu sína gagnvart brotaþola. Ákærði kvast hafa leitað til sálfræðings vegna málsins. Brotaþoli he fur lýst atvikum þannig að hún hafi þekkt ákærða frá því þau voru ára gömul. Þau hafi verið í sama grunnskóla og upp frá því hafi þau tilheyrt sama vinahópi. Þau hafi farið í . Brotaþoli hafi litið svo á að þau væru trúnaðarvinir. Í vinahópi þeirra hafi verið, auk ákærða og brotaþola, C, B og D. D hafi komið inn í vinahópinn í menntaskóla, en D væri að . Brotaþoli og kærasti hennar hafi í september 2014 ákveðið að fara til útlanda. Hún hafi verið búin að vera í sambandi með kærasta sínum í eitt ár , en kærastinn hafi ekki tilheyrt nefndum vinahópi þeirra. Hún hafi sett sig tekið vel í þa ð. Kærasti brotaþola hafi verið orðinn veikur áður en þau fóru utan . Þegar út kom hafi líðan kærastans versnað aðstoðað þau varðandi heilbrigðisþjónustu . Að endingu hafi kærastinn verið fluttur á sjúkrahús . Ákærði hafi aðstoðað við það. Þau hafi farið þrjú saman á spítala þar sem kærastinn hafi verið lagður inn. Vegna tungumálaerfiðleika hafi ákærði séð um öll samskipti. Kærastinn hafi verið lagður inn og verið á sjúkrahúsinu í þrjár nætur. Fyrstu tvær næturnar hafi kærastinn verið í eins manns herbergi og brotaþoli sofið þar inni. Þriðju nóttina hafi kærastinn verið fluttur í þriggja manna stofu og hún af þeim ástæðum ekki getað verið hjá honum síðustu nóttina. Þann dag hafi ákærði og brotaþoli, um kl. 17.00, Sökum þess hve vel ákærði hafi reynst henni og kærasta hennar hafi hún ákveðið að elda mat og hafi ákærði m.a. beðist afsökunar á hegðun sinni á menn taskólaárunum. Þá hafi hann gert grein fyrir því að hann ætti í erfiðleikum með sambandi sitt og kærustu sinnar og vildi hún hætta með ákærða. Hafi brotaþoli hughreyst hann, jafnframt því að segja honum að hún væri ánægð í sínu sambandi við kærasta sinn. E ftir að hafa drukkið vín um kvöldið hafi þau drukkið skot af tequila. Af þeim drykk hafi brotaþoli orðið veik, verið óglatt og farið upp í rúm. Ákærði hafi komið með fötu og brotaþoli kastað upp. Í framhaldi hafi hún sofnað. Hún hafi legið skáhalt í rúminu , sem hafi verið rúmdýna á gólfinu. Hún hafi eiginlega dáið áfengisdauða en rankað við sér þar sem ákærði hafi verið að hafa samræði við hana. Ákærði hafi verið fyrir aftan hana og haft samræði um leggöng. Hún hafi verið mjög drukkin, en þrátt fyrir það á ttað sig á hvað væri í gangi. Hún hafi fengið mikið sjokk og það hafi tekið hana smá stund að ná áttum. Hún hafi sest upp og ákærði hætt samræðinu. Hún hafi liðið strax út af aftur og misst meðvitund. Er hún hafi farið að sofa hafi hún verið í svörtum bómu llarkjól, nærfötum og sokkum en þegar hún hafi vaknað um morguninn hafi hún verið nakin. Henni hafi verið mjög illt í kynfærunum 14 og það hafi tekið hana smá stund að ná áttum. Hún hafi staulast á fætur og vafið sænginni um sig og farið inn á bað og pissað. Ákærði hafi verið í stofunni og hafi hún farið til hans og spurt hann hvað hefði gerst. Hann hafi svarað því til að ekkert hefði gerst. Brotaþoli hafi átt mjög erfitt með að horfast í augu við það en ákveðið að gera ekkert og farið aftur inn í rúm. Henni hafi ekki tekist að sofna aftur, farið á fætur og síðan upp á spítala til kærasta síns. Hún hafi komið upp á spítala á milli klukkan 9 og 10 um morguninn. Hún hafi tekið lest þangað og verið um 30 mínútur á leiðinni. Hún hafi ekki getað sagt kærasta sínum frá því sem fyrir hana hefði komið og henni hafi liðið mjög illa. Hún hafi ekki leitað til læknis vegna málsins og viljað láta eins og ekkert hefði gerst. Hún hafi viljað bæla atburðinn niður og verið í aðstæðum sem hún hafi ekki þekkt. Kærasti brotaþola h afi útskrifast þennan dag og hafi þau farið saman heim til ákærða, en kærastinn hafi verið veikburða. Samskiptin við ákærða þennan dag og þá næstu hafi verið stirð. Brotaþoli hafi verið í sjokki og ekki rætt við ákærða. Sökum ástands kærastans hafi þau mei ra og minna verið í íbúðinni næstu tvo daga . Hún hafi harkað af sér til að láta líta út fyrir að allt væri í lagi, en hún og kærastinn hafi verið upp á ákærða komin. Hún hafi ætlað að bæla niður líðan sína og atburðinn og hugsa ekki um hann meira. Það hafi hins vegar ekki gengið. Brotaþoli og kærasti hennar hafi flogið heim tveimur dögum eftir að kærastinn losnaði út af spítalanum . Þann 12. september 2014 hafi ákærði haft samband og sagt að það væri kominn reikningur vegna heilbrigðisþjónustu kærastans o g spurt hvert hann ætti að senda reikninginn. Brotaþoli hafi þakkað ákærða fyrir aðstoðina. Eftir þennan atburð hafi brotþoli átt mjög erfitt. Hún hafi sömuleiðis átt erfitt vegna þess að um trúnaðarvin hennar hafi verið að ræða; vin sem brugðist hefði tra usti hennar. Hafi hún reynt að bæla tilfinningar sínar niður. hún m.a. lesið dóm sem minnt hafi hana á aðstæður hennar. Í því máli hafi sök sannast og viðkomandi verið dæmur fyrir kynferðisbrot. Hún hafi áttað sig á því að sú athöfn að hafa samræði við einstakling sem ekki gæti spornað við verknaðinum væri einnig nauðgun. Í kjölfar þessa hafi flóðgáttir opnast hjá henni. Hún kvaðst hafa hitt ákærða í matarboði 17. febrúar 2015, í sameiginlegu vinaboði. Samskiptin við hann hafi verið stirð. Þrátt fyrir allt hafi hún látið sem persónulegum sögum sínum og í framhaldi hafi hún pantað tíma hjá Stígamótum vegna síns máls. Þangað hafi hún farið í júlí og ágúst 2015. Hún hafi sagt að hún héldi að sér hefði verið nauðgað. Aðstæður hafi svo valdið því að hún hætti að fara þangað . Í ágúst 2015 hafi brotaþoli verið á leið til útlanda og ákveðið að halda boð fyrir vini sína. Hún haf i ekki boðið ákærða. Vinur þeirra, D , hafi haft samband og sagt að hún yrði að bjóða ákærða. Þrátt fyrir að vilja það ekki hafi hún ákveðið að bjóða honum. Hafi hún á þeim tíma ekki viljað segja frá atvikinu. Ákærði hafi komið snemma í boðið og farið snemm a. Haustið 2015 hafi brotaþoli verið í . Hún hafi ákveðið að segja kærasta sínum frá atvikinu Kærastinn hafi hins vegar ekki gert það heldur stutt hana að öllu leyti. Í desember 2015 hafi hún komið heim úr náminu. Hún hafi hitt vinkonu sína E á veitingastað. Vinir brotaþola, C og D , hafi heilsað upp á þær. Brotaþoli hafi heyrt í vini sínum B sem hafi verið á ferð með ákærða. Þeir hafi litið við. Brotaþoli kvaðst hafa heilsað B en ákærða varla. Á þessum tímapunkti hafi hún orðið þreytt á því að ákærði væri alltaf með þegar hún vildi hitta vini sína. Það hafi verið óþolandi. Í framhaldi þessara atvika hafi hún ákveðið að segja vini þeirra, C , frá atvikinu. Henni hafi fundist sem C tryði orðum sínum. Því næst hafi hún sagt E vinkonu sinni frá atvikinu. E hafi sagt að hún hefði farið með ákærða heim kvöldið sem þau hefðu hist á veitingastaðnum og sofið hjá honum. Henni hafi þótt það leitt eftir að hafa heyrt sögu brotaþola. Í maí 2016 hafi brotaþoli sagt móður sinni frá atvikinu. Hafi móðir hennar hvatt hana til að leggja fram kæru í málinu. Brotaþoli kvaðst hafa sagt öllum þessum aðilum nákvæmlega það sem gerst hefði umrætt sinn. Hún hafi notað hugtakið nauðgun í þessum lýsingum. Þann 13. júlí 2016 hafi hún verið á leið heim til sín gangandi ásamt kærasta sínum. Kærastinn hafi tekið eftir því að B og ákærði 15 hafi verið að fela sig væntanlega til að koma þeim á óvart. Henni hafi brugðið mikið við að sjá ákærða og ekki heilsað honum. Á leiðinni heim hafi hún brostið í grát. Þann 5. ágúst 2016 hafi D verið á leið til útlanda . Vinir ákærða hafi ákveðið að halda boð fyrir hann. C hafi skipulagt boðið, sem hafi átt að vera heima hjá brotaþola. Ákæ rði hafi mætt í boðið C hafi brugðist illa við bröndurum sem ákærði hafi látið frá sér þetta kvöld og beinst hafi að konum og hvernig rífa ætti þær úr kjólum. Eftir boðið heima hjá brotaþola hafi verið haldið samkvæmi heima hjá C . Vinkona brotaþola, F , hafi sagt brotaþola að ákærði væri að reyna við sig. Brotaþoli hafi brostið í grát og sagt F frá atvikinu. Hún hafi rætt við G þessa nótt en hann hafi verið kærður fyrir kynferðisbrot. Mál hans hafi verið fellt niður. Þrátt fyrir það hafi orðið að samkomulagi milli G og kæranda í því máli að G færi í burt úr aðstæðum ef hann og kærandinn væru á sama stað. Hafi brotaþola fundist þetta gott fyrirkomulag. Síðar í ágúst 2016 hafi brotaþoli hitt vini sína á Laugaveginum. Ákærði hafi komið á staðinn og verið með óvið eigandi brandara varðandi húðflúr og tippi. Hún hafi rokið á brott og eftir þetta sagt vinnufélögum sínum frá atvikinu. Eftir það hafi hún fengið leiðbeiningar um að ölfarið að hitta sig. Á endanum hafi hún sent honum skilaboð á fésbókinni, 7. september 2016, þar sem hún hafi beðið hann um að hitta sig. Þau hafi hist á le ikvelli í nágrenni við heimili hennar. Hún hafi sagt ákærða að hún hefði verið drukkin heima hjá honum í í september 2014. Hún hefði verið meðvitundarlaus vegna áfengisdrykkju og ákærði misnotað hana. Hann hafi sagt já og farið að gráta. Þau hafi átt l angt spjall. Hann hafi sagst vera nauðgari og hún hafi spurt hann af hverju hann hefði gert þetta. Hafi ákærði svarað því til að hann hefði verið drukkinn og skotinn í henni. Hann hafi sagt að hann hefði farið til sálfræðings eftir að hafa hætt í sambandi með kærustu sinni. Þetta mál hefði komið upp í þeirri meðferð. Í samtali þeirra hafi þau rætt hvernig hægt væri að vinna úr stöðunni. Aldrei hafi komið fram að ákærði væri að játa verknaðinn til að láta henni líða betur. Henni hafi alltaf fundist hann vera hreinskilinn og einlægur. Hún hafi sagt að splitta ætti vinahópnum þannig að ef þau myndu bæði mæta yrði hann að yfirgefa svæðið. Hún hafi sagt að vinir þeirra, B , C og D , yrðu að fá að vita af málinu og hvaða ástæður lægju að baki því að þau vildu ekki h ittast. Ákærði hafi sagt að hann vildi segja þessum vinum þeirra frá málinu. Brotaþoli kvaðst þetta sama kvöld hafa sagt föður sínum frá því sem komið hefði fyrir. Það kvöld, eða það næsta, hafi hún hitt B og C . B hafi faðmað hana en hún hafi óttast að þes sir vinir myndu ekki trúa henni. Þau hafi m.a. rætt um kæru og B sagt að hún yrði að ákveða sjálf hvort hún myndi leggja fram kæru. Brotaþoli hafi frétt að D væri á leið til landsins og beðið ákærða um að segja D frá málinu. Hún hafi jafnframt farið þess á leit að fá að heyra samtal þeirra. Þau þrjú hafi hringt inn á fésbókina og átt samtalið í gegnum síma. Hún hafi tekið samtalið upp en þá upptöku hafi hún afhent lögreglu við kæru. Hún hafi ekki greint ákærða og D frá því að hún tæki samtalið upp. Henni ha fi verið ljóst að þeir ættu að vera upplýstir um það en þrátt fyrir það hafi hún ekki greint þeim frá því. Henni hafi fundist sínir hagsmunir mikilvægastir. Brotaþoli hafi vonast til þess að þessar játningar ákærða yrðu til þess að hún gæti lokað málinu. Þ að hafi hins vegar ekki orðið raunin og henni hafi ekki fundist málið réttlátt; að gerendur kæmust upp með brot sín. Í byrjun október 2016 hafi brotaþoli haft samband við réttargæslumann til að athuga með kæru í málinu. Sálfræðingur er hún hafi leitað til hafi sagt að kæra væri mikilvægur þáttur í bataferli þeirra einstaklinga er orðið hefðu fyrir kynferðisbrotum. Að skila skömminni. Eftir þetta hafi brotaþoli leitað til sálfræðings sem hafi verið með aðstöðu . Hún hafi beðið réttargæslumann sinn um að athuga hvort lögsaga væri því til fyrirstöðu að leggja fram kæru þar . Lögregla hafi gefið það álit sitt að lögsagan ætti ekki að vera vandamál. Að endingu hafi hún lagt fram kæru þann 15. febrúar 2017. Kærasti brotaþola k vaðst hafa farið til , ásamt brotaþola, í september 2014. Þau hafi gist heima hjá ákærða. Hann hafi Hann hafi verið veikur og þurft að leita á spítala úti í Hann hafi verið þrjár nætur á spítala. Fyrstu tvær næturnar hafi brotaþoli gist hjá honum á spítalanum en þá þriðju hafi 16 hún ekki átt þess kost og því sofið heima hjá ákærða. Eftir að hann hafi verið útskrifaður af spítalanum hafi hann verið slappur og því dvalið næstu daga meira og minna á heimili ákærða. Hann hafi á þessum tíma ekki sérstakleg a velt fyrir sér líðan brotaþola og ekkert heyrt af ætluðu broti ákærða fyrr en töluverðu síðar er brotaþoli hafi greint kærastanum frá atvikinu. Hún hafi lýst því þannig að ákærði hafi nauðgað henni í íbúðinni í . Þegar hún hafi sagt frá málinu hafi hú n grátið. Sameiginlegir vinir hennar og ákærða hafi ekki verið í vinahópi kærastans. Hann hafi því ekkert umgengist ákærða og aðeins hitt hann einu sinni eftir ferðina til . Brotaþoli og kærastinn hafi verið á leið heim á göngu að kvöldi til og kærastin n hafi séð álengdar hvar ákærði og B hafi verið að fela sig, væntanlega til að geta komið brotaþola á óvart. Eftir að hafa rætt stuttlega við þá hafi brotaþoli og kærastinn haldið för sinni áfram en brotaþoli brostið í grát á leiðinni heim. Hún væri ofurvi ðkvæm þegar kæmi að umræðu um kynferðisbrot. Vitnið C kvaðst hafa verið í grunnskóla með ákærða og brotaþola á sínum tíma. Þau væru æskuvinir. Í dag byggju þau hvert í sínu landi, en hann væri búsettur í útlöndum. Um áramótin 2015 til 2016 hafi brotaþoli beðið hann um að koma í gönguferð. Í ferðinni hafi brotaþoli greint frá því að í september 2014, þegar brotaþoli hafi dvalið hjá ákærða í , hefði ákærði komið fram vilja sínum gagnvart brotaþola. Brotaþola hafi verið mikið niðri fyrir. Hún hafi ekki rakið atvikin í smáatriðum en greint frá því að hún og ákærði hefðu verið að drekka áfengi og gera upp gamla tíma heima hjá ákærða í . Brotaþoli hafi grátið mikið er hún haf i sagt frá atvikinu. Hún hafi beðið hann fyrir málið þar sem hún vissi ekki hvað hún ætlaði að gera í framhaldinu. Hann hafi ekki sagt neinum frá en reynt að styðja hana eftir föngum. Á þeim tíma er brotaþoli hafi sagt frá hafi vinir hennar haft nokkrar á hyggjur af henni þar sem þeir hefðu ekki séð mikið af henni og velt því fyrir sér af hverju það gæti stafað. Þeir hafi hist um jólin 2015 og brotaþoli verið með þeim en verið annars hugar. Í byrjun september 2016 hafi hún sagt honum frá því að hún hefði ræ tt við ákærða um málið. Hafi hún beðið vitnið um að hitta sig. Þetta sama kvöld hafi vitnið og brotaþoli hist heima hjá B . Vinur þeirra, D , hafi einnig verið á staðnum og hún sagt B og D frá atvikinu. Komið hafi skýrt fram hjá brotaþola að um nauðgun hefði verið að ræða af hálfu ákærða. Hún hafi lýst fyrir B og D sömu atvikum og hún hefði áður gert honum grein fyrir. Vitnið hafi hitt ákærða þennan sama dag og ákærði sagt að hann þyrfti að ræða við hann. Meira hafi ákærði ekki sagt. Daginn eftir hafi vitnið, ásamt B , hitt ákærða á heimili ákærða. Móðir ákærða hafi verið viðstödd í upphafi. Ákærða hafi liðið illa og verið í eins konar áfalli. Hann hafi sagt að hann gengist við þeim ásökunum er brotaþoli hefði frammi. Ekki myndi vitnið hvaða orð ákærði hafi við haft er hann hafi gengist við verknaðinum. Fram kom að ákærða þætti málið leiðinlegt og væri hann tilbúinn til að gera það sem þyrfti. D hafi ráðlagt ákærða að leita sér hjálpar til að hann gæti unnið úr málinu. Kvaðst vitnið muna eftir því að á meðan móði r ákærða hafi verið með þeim hafi móðirin viljað gera lítið úr málinu. Ákærði hafi sagt að hann bæri víst ábyrgð á þessu. Atvikið hafi lítið verið rætt efnislega að öðru leyti en fram hafi komið að brotaþoli myndi segja sameiginlegum vinum frá atvikinu. Ák ærði væri rólyndismaður að eðlisfari. Honum hafi hins vegar verið mikið niðri fyrir þennan dag og verið dapur. Kvaðst vitnið hafa lagt þann skilning í orð hans að hann væri að játa þann verknað er brotaþoli hafi borið á hann. Vitnið kvaðst af og til hafa r ætt við ákærða eftir þetta. Sú umræða hafi ekki snúist um verknaðinn heldur hvernig ákærða liði. Ákærði hafi aldrei sagt við vitnið að athafnir hans umrætt sinn hefðu ekki verið kynferðisbrot gagnart brotaþola. Vitnið B kvaðst hafa verið í grunnskóla me ð ákærða og brotaþola. Þau hafi öll tilheyrt sama vinahópi upp frá því. Vitnið kvaðst haustið 2016 hafa fengið vitneskju um mál ákærða og brotaþola. Hann ásamt C , hafi farið að heimili ákærða. Móðir ákærða hafi verið með í upphafi. Hún hafi verið leið út í brotaþola og sagt að brotaþoli segði ósatt. Ákærði hafi reynt að róa móður sína og varið framburð brotaþola. Hafi ákærði lýst því þannig að brotaþoli hefði heimsótt hann til . Kærasti brotaþola hefði verið . Ákærði og brotaþoli hefðu borðað saman og farið á fyllerí heima hjá ákærða. Þar hefði ákærði brotið gegn henni. Ákærði hafi ekki lýst atvikum nákvæmlega en hafi gert sér grein fyrir því að hann hefði brotið gegn brotaþola. Ákærði og brotaþoli hafi verið sammála um það og 17 ákærði skýr um það. Það h afi ekki farið milli mála. Ákærði hafi verið fullur iðrunar og miður sín. Vitnið kvaðst hafa hitt brotaþola seinna þetta sama kvöld. Hafi hún lýst því sem komið hefði fyrir. Atvikum hafi ekki verið lýst nákvæmlega. Vitnið kvaðst hafa rætt við ákærða eftir að skýrslutökum hjá lögreglu hafi lokið og hafi ákærði sagt við vitnið að eftir að hafa rætt málið við lögfræðing væri hann ósammála lýsingu brotaþola á atburðarásinni. Ákærði hafi ekki viljað ræða málið frekar. Vitnið D kvaðst vera ákærða en þeir væru og trúnaðarvinir. Vitnið væri einnig vinur brotaþola frá því þau hafi verið saman í menntaskóla og þau hafi tilheyrt sama vinahópi. Vitnið hafi verið á leið heim til Íslands haustið 2016 er ákærði hafi hringt í hann. Ákærði hafi sagt að hann hefði fengið leyfi brotaþola til að segja frá tilteknu atviki. Brotaþoli hafi komið inn í þetta símtal. Ákærði hafi greint frá því að þegar brotaþoli hafi heimsótt hann til 2014 hafi þau skemmt sér saman. Í heimsókninni hafi hann nauðgað brotaþola. Ekki myn di vitnið nákvæmlega hvernig ákærði hefði lýst umræddu atviki eða hvort orðið nauðgun hefði verið viðhaft. Í símtalinu hafi ákærði verið að biðja brotaþola afsökunar. Brotaþoli hafi ekki upplýst vitnið eða ákærða um að hún tæki símtalið upp. Stuttu síðar h afi vitnið hitt brotaþola og hún lýst því sem fyrir hafi komið. Ákærði hafi síðar útskýrt hegðun sína í þessari heimsókn fyrir vitninu. Hann hafi sagt að hann hefði ekki brotið gegn brotaþola. Það hafi verið um líkt leyti og brotaþoli lagði fram kæru á hen dur honum. Vitnið E lýsti því að hún og brotaþoli væru búnar að vera mjög góðar vinkonur síðan úr menntaskóla. Ákærða þekkti vitnið einnig. Í febrúar 2016 hafi brotaþoli greint vitninu frá því að ákærði hafi brotið gegn henni í september 2014 þegar hún ha fi verið heima hjá honum í . Hún hafi brotnað niður þegar hún hafi sagt vitninu frá málinu og verið miður sín og lýst því að ákærði hefði nauðgað sér. Þau hafi verið búin að drekka áfengi þetta kvöld og hafi brotaþoli rankað við sér um nóttina með ákærð a ofan á sér. Vitnið G kvaðst þekkja bæði ákærða og brotaþola. Í ágúst 2016 hafi brotaþoli greint vitninu frá þessu atviki. Vitnið og brotaþoli hafi rætt almennt um kynferðisbrot og hvernig sú staða leiddi til þess, þegar aðstæður væru þannig, að brotaþoli nn þyrfti að vera á sama stað og gerandinn. Hafi brotaþoli sagt að sér þætti óþægilegt að vera á sama stað og ákærði, sem hefði nauðgað sér. Brotraþoli hafi verið í miklu uppnámi og grátið er þau hafi rætt saman. Vitnið F lýsti því að brotaþoli hafi tjáð henni að ákærði hefði nauðgað sér. Hafi brotaþola liðið mjög illa er hún hafi lýst atvikinu og brostið í grát. Hún hafi sagt að það væri mjög erfitt að ákærði væri í sama vinahópi og hún, en vinahópurinn væri náinn. Fyrrverandi vinnufélagi brotaþola kvaðst hafa deilt skrifstofu með henni frá vori 2016. Haustið 2016 hafi brotaþoli átt erfiða daga í vinnunni og rætt um að maður, frá fyrri tíð, hafi dúkkað upp í vinahópi hennar. Brotaþola hafi liðið illa þessa daga, haustið 2016. Einhverju síðar þetta ha ust hafi hún lýsti fyrir vitninu hvað komið hefði fyrir. Komið hafi fram að vinur hennar hefði nauðgað henni. Þau hafi m.a. rætt um hvernig unnt væri að vinna sig út úr þessum aðstæðum og hvernig unnt þola stálinu. Móðir brotaþola kvað hana hafa sagt sér frá hinu ætlaða broti fyrri hluta árs 2016. Hafi hún lýst því þannig að sér hefði verið nauðgað einu og hálfu ári áður. Að fá þessa vitneskju hafi útskýrt ýmislegt fyrir móðurinni. Á þessum tíma hafi brotaþoli búið heima hjá foreldrum sínum. Hún hafi alltaf verið dugnaðarforkur. Eftir hið ætlaða brot hafi hún beinlínis drekkt sér í vinnu. Hún hafi unnið alla daga vikunnar, sem og laugardaga og sunnudaga. Hafi móðirin nefnt það við föður hennar. Hefði h ún haft áhyggjur af dóttur sinni á sínum tíma og séð að hún var ekki glöð. Hún hafi sagt að hún hafi ákveðið að hitta ákærða vegna málsins og hafi ákærði í samtali þeirra viðurkennt að hafa brotið gegn brotaþola. Það hafi verið ákveðinn léttir að ákærði sk yldi viðurkenna brot sitt en það hafi síðan ekki reynst nóg fyrir hana. Hún hafi í kjölfar játningarinnar lagt fram kæru á hendur ákærða. Foreldrar ákærða kváðu ákærða hafa gert þeim grein fyrir máli brotaþola sama dag á árinu 2016 og brotaþoli hafi hi tt hann á leikvellinum. Ákærði hafi sagt að hann væri nauðgari. Hann hafi verið í miklu áfalli og niðurbrotinn. Þau hafi spurt ákærða nánar út í atvik og hann sagt að honum fyndist hann ekki hafa brotið gegn brotaþola. Þau hafi bæði verið drukkin úti í ] er þau hafi sofið 18 saman. Ákærði hafi upplifað það þannig að samræðið hefði verið með samþykki beggja. Miðað við frásögn brotaþola hefði hún upplifað aðstæður með öðrum hætti. Ákærða hafi fundist hann verða að þóknast brotaþola og reyna að bæta hlutina. Þ að hafi ekki þýtt að ræða þetta við hann þennan dag, en hann hafi verið fastur fyrir hvað þetta varðaði. Ákærði hafi ekki mátt heyra neitt slæmt sagt um brotaþola og allt hafi gengið út á hvernig bæta mætti henni upplifunina. Málið hafi haft gríðarlega áhr if á ákærða, sem og foreldrana. Vitnið H kvaðst hafa kynnst ákærða í æsku, en þeir hafi verið á leikskóla saman. Ákærði og vitnið hafi farið í sama grunnskóla, en þar hafi vitnið kynnst brotaþola. Vitnið hafi flust til og verið þar á sama tíma og ákærði. Ekki hafi vitnið verið í sambandi við brotaþoli síðari ár. Ákærði hafi greint vitninu frá máli brotaþola í kjölfar þess að brotaþoli hafi rætt við ákærða á leikvellinum. Ákærði hafi lýst því þannig að hann og brotaþoli hefðu sofið saman. Það hafi ekki átt að gerast. Hafi ákærði lýst því fyrir vitninu að brotaþoli hafi ekki verið mótfallin því að þau svæfu saman. Ákærði hafi jafnframt gert grein fyrir því að brotaþoli ætlaði að leggja fram kæru á hendur honum fyrir kynfer ðisbrot. Ákærða hafi liðið mjög illa og verið miður sín. Fyrrverandi kærasta ákærða kvaðst hafa verið í sambúð með ákærða í um ár. Í september 2014 hafi vitnið verið í heimsókn á Íslandi. Vitnið og ákærði hafi verið á erfiðum stað í sambúðinni. Í september 2014, stuttu eftir heimsókn brotaþola og kærasta hennar til , hafi ákærði sagt að hann og brotaþoli hefðu kysst í heimsókninni. Hafi vitninu ekki dottið í hug að neitt meira hefði átt sér stað. Ákærði hafi verið leiður yfir að hafa brugðist t rausti vitnisins. Einhverju síðar hafi vitnið og ákærði slitið samvistum. Á árinu 2016 hafi ákærði tjáð vitninu að brotaþoli væri að leggja fram kæru á hendur honum fyrir kynferðisbrot. Hafi ákærði ekki skilið af hverju brotaþoli hefði upplifað aðstæður á þann hátt er hún hafi gert og tjáð vitninu að hann hefði upplifað aðstæður þannig að brotaþoli hefði verið samþykk kynmökum. Þegar ákærði hafi sagt frá því að þau hefðu haft kynmök hafi hann verið niðurbrotinn og grátandi. Vitnið I kvaðst hafa flutt til í september 2016. Hafi vitnið ekki verið komið með samastað og flutt inn til ákærða. Þau hafi orðið góðir vinir upp frá því. Ákærði hafi greint vitninu frá kæru brotaþola á hendur sér og atvikum að baki. Fram kom að þau hafi sofið saman en brotaþoli s íðar sagt ákærða frá því hvernig hún hefði upplifað atburðinn. Brotaþoli hafi beðið ákærða um að halda sig frá sameiginlegum vinum þeirra. Ákærði hafi greint vitninu frá því að brotaþoli hefði sagt við ákærða hann yrði að viðurkenna verknaðinn á fésbókinni . Að öðrum kosti myndi hún leggja fram kæru. Ákærði hafi séð eftir því að hafa viðurkennt gagnvart brotaþola og vinum þeirra að hann hafi brotið gegn henni. Hann hafi aldrei upplifað það þannig að hann hefði framið brot. Vitnið J kvaðst hafa verið ákæ rða í í september 2014. Þann 6. september 2014 hafi ákærði og vitnið verið að vinna saman við . Staðfesti vitnið að ljósmynd í framlögðum gögnum væri af vitninu í þennan dag. Myndin hafi, samkvæmt þeim upplýsingum er vitnið hefði hjá sér, ve rið tekin í þennan dag kl. 8.12. Fyrir dóminn kom sálfræðingur er ritað hefur vottorð 1. september 2017 vegna brotaþola. Greindi sálfræðingurinn frá einstökum atriðum í vottorðinu. Niðurstaða úr viðtölum við brotaþola væri að hún væri með áfallastreitu röskun vegna ætlaðra brota ákærða. Hún hafi komið í þrjú viðtöl eftir ritun vottorðsins. Undir lok meðferðarinnar hafi brotþoli verið komin undir greiningarviðmið fyrir áfallastreituröskun. Fyrir dóminn kom sálfræðingur er ritað hefur vottorð 24. apríl 20 18 vegna brotaþola. Gerði sálfræðingurinn nánari grein fyrir vottorðinu. Fram kom að brotaþoli hafi leitað til sálfræðingsins vegna sálrænnar vanlíðunar tengdri kynferðisofbeldi er brotaþoli hefði orðið fyrir. Hafi brotaþoli greinst með áfallastreitueinken ni, þunglyndi og kvíða. Brotaþoli hafi uppfyllt skilyrði um að einkennin tengdust atburði frá 2014. Komið hafi verið inn á fyrri áföll er brotaþoli hafi glímt við. Líðanin sem sálfræðingurinn hafi unnið með hafi hins vegar tengst atvikinu frá 2014. 19 Fyrir d óminn kom sálfræðingur er ritað hefur vottorð 22. júní 2017 vegna ákærða. Lýsti sálfræðingurinn nánar einstökum atriðum í viðtölum við ákærða. Fram kom að ákærði hafi upphaflega leitað til sálfræðingsins í september 2015 vegna sambúðarslita við þáverandi s ambýliskonu sína. Síðan hafi tekið við vinna vegna ætlaðra kynferðisbrota ákærða. Ákærði hafi verið í lausu lofti og ekki vitað hvernig hann ætti að taka á málinu. Ákærði hafi ekki komið í viðtöl síðan í apríl 2017. Niðurstaða: Ákærða er gefið að sök kyn ferðisbrot gagnvart brotaþola með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 6. september 2014, á þáverandi heimili ákærða í , haft samræði við brotaþola, með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Er brot ákæ rða talið varða við 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði neitar sök. Ákærði og brotaþoli eru sammála um ýmis atvik málsins. Að kvöldi föstudagsins 5. september 2014 hafi þau borðað saman á heimili ákærða í og drukkið áfengi með matnum. Þau hafi rætt saman um gamla tíma og orðið töluvert drukkin. Fyrir utan léttvín og bjór hafi þau drukkið skot af tequila. Ákærða og brotaþola ber ekki saman um hvað gerðist í framhaldinu. Ákærði staðhæfir að hann og brotaþo li hafi farið að sofa. Brotaþoli og kærasti hennar hafi átt að sofa í rúmi ákærða í svefnherberginu. Ákærði hafi hins vegar ætlað að sofa í sófa í stofunn i. Kærasti brotaþola hafi verið á spítala og því ekki á staðnum. Ákærði hafi spurt brotaþola hvort ha nn mætti sofa hjá henni. Hún hafi samþykkt það. Þau hafi háttað og lagst upp í rúm. Ákærði hafi tekið utan um brotaþola. Hafi hann fundið fyrir kynferðislegri spennu á milli þeirra. Þau hafi í framhaldi afklæðst og haft samfarir, bæði í rúminu, sem og fram mi á baðherbergi. Það hafi verið með vilja beggja og brotaþoli ekki verið mótfallin samræðinu. Þau hafi eftir það sofnað. Ákærða hafi liðið illa. Hann hafi rofið trúnað við kærustu sína, en hann hafi verið í sambúð á þessum tíma. Eins hafi brotaþoli verið í sambandi. Ákærða hafi skilist á brotaþola að þau skyldu gleyma atvikinu og láta eins og ekkert hefði gerst. Er brotaþoli hafi borið kynferðisbrot á ákærða, tveimur árum síðar, hafi hann fengið áfall. Hann hafi einungis hugsað um hagsmuni brotaþola og hve rnig hann gæti bætt henni líðan hennar. Af þeim ástæðum hafi hann tjáð brotaþola og sameiginlegum vinum þeirra að hann hefði brotið gegn brotaþola í heimsókninni í september 2014. Það hafi hins vegar ekki verið þannig í raun. Ákærði hafi tekið á sig sök að því leyti. Brotaþoli hefur lýst atvikum þannig að hún hafi orðið mjög ölvuð eftir matinn. Þau hafi bæði drukkið léttvín, auk þess að drekka skot af tequila. Hún hafi lagst í rúmið og þurft að kasta upp vegna drykkju. Ákærði hafi aðstoðað hana og komið me ð fötu. Brotaþoli hafi lognast út af en vaknað við það að ákærði hafi verið að hafa samfarir við hana um leggöng, aftan frá. Hún hafi náð að setjast upp en lognast út af aftur og ekki vaknað fyrr en undir morgun. Þá hafi hún verið nakin og fundið fyrir mik lum sársauka í kynfærum. Hún hafi farið fram á bað. Því næst hafi hún farið til ákærða þar sem hann hafi verið í stofunni. Brotaþoli hafi spurt ákærða hvað hefði gerst og ákærði sagt að ekkert hefði gerst. Hún hafi ákveðið að reyna að gleyma atvikinu og bæ la það niður. Það hafi ekki tekist. Brot ákærða hafi haft mikil áhrif og sótt á hana. Hún hafi leitað sér margvíslegrar aðstoðar vegna málsins. Hafi hún heyrt af , honum grein fyrir hvernig hann hafi brotið gegn sér. Ákærði hafi viðurkennt brot sitt, bæði gagnvart sér sem og sameiginlegum vinum hennar og ákærða. Þrátt fyrir þetta hafi málið haldið áfram að hafa áhrif á hana og því ákveðið að leggja fram kæru á hendur ákærða hjá lögreglu fyrir kynferðisbrot. Ákærði hafi við skýrslugjöf hjá lögreglu horfið frá fyrri játningu sinni. Sem fyrr greinir neitar ákærði sök. Við ma t á trúverðugleika ákærða er til þess að líta að á meðal rannsóknargagna málsins eru ýmis gögn um samskipti á milli hans, brotaþola og sameiginlegra vina þeirra haustið 2016 er varða málið. Svo sem fyrr í þessum dómi var rakið sendi brotaþoli ákærða skilab oð á fésbókinni, 7. september 2016, þar sem brotaþoli óskar eftir að fá að hitta ákærða. Síðar sama dag spyr hún ákærða á fésbókinni hvað hann hafi sagt við B . Ákærði segist hafa sagt sannleikann. 20 Hafi ákærði sagt B að hann hefði misnotað aðstöðu sína og v æri nauðgari. Er brotaþoli spyr ákærða hverjum hann hafi sagt að hann hafi nauðgað henni svarar ákærði því til að hann hafi sagt foreldrum sínum, yngri bróður, B og C frá því. Brotaþoli spyr hvort ákærði vilji segja D frá málinu eða hvort hún eigi að gera það. Ákærði spyr hvort hann megi segja D frá þessu. Á meðal gagna málsins er uppritun á símtali sem átti sér stað í kjölfarið á milli ákærða, brotaþola og D . Í því símtali segist ákærði hafa brotið gegn brotaþola, án þess einhvern veginn að hafa gert sér g rein fyrir því á þeim tíma. Engu að síður hefði hann brotið gegn henni og misnotað sér aðstöðu sína. Fyrir dóminn komu sameiginlegir vinir ákærða og brotaþola. Er um að ræða vitnin C , B og D . Vitni þessi gerðu grein fyrir því sem ákærði hefði sagt þeim í framhaldi af fundi ákærða og brotaþola í september 2016. Þannig lýsti vitnið C því að ákærði hafi gengist við þeim verknaði er brotaþoli hafi borið á hann. Hafi ákærði aldrei dregið þann framburð til baka gagnvart vitninu. Vitnið B kvað ákærða hafa verið s kýran um það að hann hafi brotið gegn brotaþola. Hafi ákærði og brotaþoli verið sammála um það. Það hafi ekki verið fyrr en ákærði hafi rætt við lögfræðing að hann hafi komist að annarri niðurstöðu. Loks staðfesti vitnið D að ákærði hafi sagt að hann hafi nauðgað brotaþola í heimsókninni í . Ákærði hafi síðar lýst því að hann hafi ekki talið sig hafa framið brot þar sem hann hafi talið brotaþola samþykkan samræðinu. Ákærði hefur borið að honum hafi verið ljóst að hann væri að játa á sig alvarlegar sakir með því að gangast við því broti sem brotaþoli sakaði hann um. Nauðgun er alvarlegt kynferðisbrot. Slíku broti fylgir útskúfun fyrir þá sem sakfelldir eru, auk þess að varða þá áralanga fangelsisvist. Þetta gat ákærða ekki annað en verið ljóst. Eru skýrin gar ákærða á því af hverju hann saklaus gekkst við slíku broti ekki trúverðugar. Með því er framburður ákærða ótrúverðugur um veigamestu atriði málsins og ekki unnt að leggja hann til grundvallar niðurstöðu. Brotaþoli er hins vegar trúverðug að mati dóms ins. Hefur hún alla tíð verið sjálfri sér samkvæm um meginatriði málsins. Að mati dómsins hefur brotaþoli gefið haldbærar skýringar á því af hverju hún kærði málið ekki strax til lögreglu. Brotaþoli hefur lýst því að hún hafi í upphafi viljað bæla minningu um atburðinn niður. Atvikið hafi hins vegar sótt á hana og valdið henni mikilli vanlíðan. Hún hafi leitað sér aðstoðar sálfræðinga til að takast á við líðan sína. Eins hafi hún greint sínum nánustu frá atvikinu. Móðir brotaþola og hennar nánustu vinir haf a lýst því að henni hafi liðið ákaflega illa vegna atviksins áður en hún lagði fram kæru. Þá hafa sálfræðingar, sem annast hafa brotaþola, lýst því að brotaþoli hafi uppfyllt greiningarviðmið fyrir áfallastreituröskun sem tengst hafi atvikinu í september 2 014. Þegar til þessara atriða er litið er hér að framan var lýst verður trúverðugur framburður brotaþola lagður til grundvallar niðurstöðu í málinu. Er að mati dómsins hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi haft samræði við brotaþola með því að notfær a sér það að brotaþoli gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Brot þetta var framið í í september 2014. Með lögum nr. 23/2016 var lögsögureglum 5. gr. laga nr. 19/1940 breytt á þann veg að samkvæmt 5. gr. laganna skyldi refsað eftir íslenskum lögum fyrir brot manns sem væri íslenskur ríkisborgari og væri framið erlendis, ef brotið varðaði við 194. gr. laga nr. 19/1940. Brot ákærða var framið fyrir gildistöku þessa ákvæðis og fer því um refsilögsögu eftir 2. mgr. 5. gr. laganna. Samkvæmt ákvæðinu skal refsa íslenskum ríkisborgara eftir íslenskum hegningarlögum, fyrir verknað framinn erlendis, ef brotið er framið á stað sem refsivald annars ríkis nær til að þjóðarrétti og var þá jafnframt refsivert eftir lögum þess ríkis. Í ákvæði þessu er ekki mælt fyrir um hvernig sýnt verði fram á gildandi löggjöf annarra ríkja. Löggjöf annarra ríkja er hins vegar orðin aðgengileg á netinu og auðfundin með leitarvélum. Samkvæmt almennum reglum eiga dómendur að hafa til að bera nægjanlega lagaþekk ingu. Á vefslóðinni er að finna hegningarlög. Í . gr. laganna er að finna sambærilegt ákvæði og 2. mgr. 194. gr. laga nr. 19/1940. Með vísan til þessa eru uppfyllt skilyrði um tvöfalt refsinæmi samkvæmt 2 . mgr. 5. gr. laga nr. 19/1940. Með hlið sjón af þessu verður ákærði sakfelldur samkvæmt ákæru og er háttsemi hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákærunni. 21 . Hann hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi svo kunnugt sé. Ákærði hefur hér í dómi verið sakfelldur fyrir nauðgun. Ákærði og brotaþoli voru nánir vinir er brotið átti sér stað. Rauf ákærði trúnað við náinn vin með broti sínu. Með vísan til þess, sbr. og 1. og 7. tl. 1. mgr. 70. gr. laga nr. 19/1940 er refsing ákærða ákveðin fangelsi í 2 ár. Af hálfu brotaþol a er krafist miskabóta úr hendi ákærða að fjárhæð 3.500.000 krónur, auk vaxta. Er um bótagrundvöll vísað til 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Sálfræðingar er borið hafa um líðan brotaþola hafa lýst þeim andlegu afleiðingum er brotaþoli hefur glímt við í kjölfar brots ákærða. Greindist brotaþoli með áfallastreituröskun, kvíða og þunglyndi. Ákærði hefur með ólögmætri háttsemi sinni valdið brotaþola miskatjóni. Með hliðsjón af brotinu, sem og þeim afleiðingum er hér var lýst, eru miskabætur hæfilega ákveðnar 1.800.000 krónur. Um vexti af þeirri fjárhæð fer sem í dómsorði greinir. Skaðabótakrafa brotaþola hefur verið tekin orðrétt upp í ákæru í málinu. Auk bóta fyrir miska er gerð sú krafa að ákærði verði dæmdur til að greiða brotaþola skaðabætur á grundvelli I. kafla skaðabótalaga nr. 50/1993 vegna þess tjóns sem brotaþoli varð fyrir í árásinni. Við munnlegan flutning málsins fyrir dómi var þessum kröfulið lýst sem viðurkenningu á skaðabótaskyldu. Samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála getur kröfuhafi leitað viðurkenningardóms um kröfur sínar hafi hann lögvarða hagsmuni af því að skorið sé úr um tilvist eða efni réttinda eða réttarsambands. Kröfu brotaþola er ekki lýst sem viðurkenningarkröfu í skaðabótakröfu eða ákæru. Er krafan því van reifuð hér fyrir dómi og verður þessum kröfulið því vísað sjálfkrafa frá dómi. Ákærði greiði sakarkostnað, málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, þóknun réttargæslumanns brotaþola sem og þóknun réttargæslumanns við rannsókn málsins hjá lögreglu, sem nánar greinir í dómsorði. Við ákvörðun málsvarnarlauna og þóknunar réttargæslumanna hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Margrét Unnur Rögnvaldsdóttir saksóknari. Símon Sigvaldason héraðsdómari kveður upp þennan dóm. D ó m s o r ð : Ákærði, X , sæti fangelsi í 2 ár. Ákærði greiði A 1.800.000 krónur í miskabætur, ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 7. september 2014 til 7. apríl 2018, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna frá þeim degi til greiðsludags. Kröfu um skaðabæt ur á grundvelli I. kafla skaðabótalaga nr. 50/1993 er vísað frá dómi. Ákærði greiði 2.488.869 krónur í sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Sveinbjörns Claessens lögmanns, 1.328.040 krónur, þóknun réttargæslumanns brotaþola Sig rúnar Jóhannsdóttur lögmanns, 527.000 krónur og þóknun Hauks Guðmundssonar, þá lögmanns á rannsóknarstigi, 210.800 krónur.