LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 16. október 2020. Mál nr. 360/2019 : Annata ehf. ( Guðrún Bergsteinsdóttir lögmaður ) gegn íslenska ríkinu og ( Fanney Rós Þorsteinsdóttir lögmaður) Rarik ohf . ( Bjarni Aðalgeirsson lögmaður) og Rarik ohf . ( Bjarni Aðalgeirsson lögmaður) gegn Annata ehf. ( Guðrún Bergsteinsdóttir lögmaður ) Lykilorð Opinber innkaup. Rökstuðningur. Skaðabætur. Útdráttur Ríkiskaup buðu A ehf. og AD ehf. að taka þátt í lokuðu samningskaupaferli um gerð orkureikningakerfis fyrir R ohf . Eftir að bjóðendur skiluðu endanlegum verðtilboðum var A ehf. tilkynnt að tilboð AD ehf. hefði verið valið sem fjárhagslega hagstæðasta tilboðið samkvæmt matsforsendum. A ehf. kærði útboðið til kærunefndar útboðsmála. Nefndin hafnaði því að fella úr gild i ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði AD ehf. þar sem endanlegur samningur hefði komist á við AD ehf. en komst að þeirri niðurstöðu að R ohf. og Ríkiskaup væru skaðabótaskyldir gagnvart A ehf. A ehf. höfðaði mál á hendur Í og R ohf. og krafðist viðurkenni ngar á rétti til skaðabóta úr hendi þeirra óskipt, aðallega vegna missis hagnaðar en til vara vegna kostnaðar sem A ehf. lagði út fyrir við þátttöku í samningskaupaferlinu. Í dómi Landsréttar kom fram að A ehf. hefði ekki tekist að sýna fram á að tilboð ha ns hafi í raun verið hagkvæmara en tilboð AD ehf. og rétt hefði verið að taka því. Voru Í og R ohf. því sýknaðir af aðalkröfu A ehf. Landsréttur tók næst til úrlausnar varakröfu A ehf. Rétturinn taldi að R ohf. og Ríkiskaup hefðu brotið gegn skyldu sinni u m að veita A ehf. fullnægjandi rökstuðning innan lögmæltra tímamarka. Var A talinn hafa átt raunhæfa möguleika á því að vera valinn til samningsgerðar og R ohf. þótti ekki hafa sýnt nægilega fram á að möguleikar A ehf. hefðu á engan hátt skerst við það að val R ohf. og Ríkiskaupa var ekki rökstutt með viðhlítandi hætti innan lögmæltra tímafresta. Var varakrafa A ehf. tekin til greina. 2 Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Ásmundur Helgason og Davíð Þór Björgvinsson og Björg Thorarens en prófessor. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Aðalá frýjandi skaut málinu til Landsréttar 21. maí 2019 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 24. apríl 2019 í málinu nr. E - 1298/2018 . 2 Aðaláfrýjandi krefst þess aðallega að viðurkenndur verði réttur hans til skaðabóta úr hendi stefnda, íslenska ríkisins og gagnáfrýjanda, Rarik ohf., óskipt vegna missis hagnaðar aðaláfrýjanda vegna ólögmætrar og saknæmrar höfnunar á tilboði aðaláfrýjanda 1 1. nóvember 2016 í útboði Ríkiskaupa nr. 20173 Orkureikningakerfi fyrir Rarik, en til vara að viðurkenndur verði réttur aðaláfrýjanda til skaðabóta úr hendi stefnda og gagnáfrýjanda óskipt vegna kostnaðar sem aðaláfrýjandi lagði út fyrir við þátttöku í f orvali og útboði Ríkiskaupa nr. 20173 Orkureikningakerfi fyrir Rarik. Þá krefst aðaláfrýjandi málskostnaðar óskipt í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Gagnáfrýjandi, Rarik ohf., áfrýjaði málinu til Landsréttar fyrir sitt leyti 13. ágúst 2019. Gagnáfrýjandi kre fst staðfestingar hins áfrýjaða dóms um annað en málskostnað og að aðaláfrýjandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. 4 Stefndi , íslenska ríkið, krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar úr hendi aðaláfrý janda fyrir Landsrétti. Málsatvik og málsástæður 5 Málavöxtum er lýst í héraðsdómi og eru atvik málsins ágreiningslaus. Eins og þar greinir hóf gagnáfrýjandi innkaupaferli í nóvember 2015 vegna kaupa á orkureikningakerfi. Ó skuðu Ríkiskaup fyrir hönd gagnáfr ýjanda eftir aðilum til að taka þátt í lok uðu samningskaupaferli um gerð kerfisins sem byggt skyldi á Microsoft Dynamics AX - hugbúnaðargrunni. Í skil mál um forvals sem fram fór kom fram að innkaupaferlið skyldi fara eftir þágildandi tilskipun Evrópuþingsin s og ráðsins frá 31. mars 2004 , nr. 2004/17/EB, (veitutilskipunin), sbr. reglugerð nr. 755/2007 um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orku veitu, flutninga og fjarskipti . 6 Eftir að tveimur aðilum , aðaláfrýjanda og Advania ehf ., var boðið að taka þátt í ferlinu kom fram í útboðsgögnum til þeirra 7. mars 2016 hvaða kröfum bjóðendur þyrftu að fullnægja og gerð var grein fyrir því ferli sem samningskaupin skyldu fara eftir. Þar var lýst svo kall aðri Fitgap - aðferð sem feli í sér að fullt rúar kaup anda og bjóðanda hittist á vinnufundum og fari yfir lausnir bjóð e nd a í tveimur aðskild um ferlum, einu fyrir hvorn bjóðanda. Fyri r aðkomu sína að þessu ferli voru hvorum bjóðanda greiddar sérstaklega 5.000.000 króna án tillits til þess hvort tilboði þeirra yrð i tekið . Í útboðsgögnunum var tilgreint á hvaða forsendum val myndi fara fram og hvert yrði vægi hvers þáttar við mat á tilboðum þeirra auk nokkurra undirliða sem taldir voru 3 við hverja forsendu. Voru valforsendurnar eftirfarandi: 1) verð vöru 35%, 2) gæði vöru 45%, 3) gangsetning vöru eða innleiðing 15% og 4) þjálfun og stuðningur við notendur 5%. Þá var tekið fram að fjárhagslega ha gstæðasta tilboðið yrði talið það tilboð sem fengi hæsta einkunn miðað við fy rrgreinda matsþætti og hlutföll. Þ essar forsendu r voru ítrekaðar í samningskaupagögnum sem bjóðendur fengu í júní 2016 með fresti til að skila verðtilboðum til 8. júlí 2016. Áður en bjóðendur skilu ðu verðtilboðum hafði 18 manna stýrihópur á vegum kaupanda gefið bjóðendum einkunn fyrir þætti 2, 3 og 4 og af hent Ríkiskaupum í trúnaði. Með þessu fyrirkomulagi skyldi leitast við að tryggja að verðtilboð bjóðenda hefðu ekki áhrif á mat á öðrum þáttum. 7 Eftir að bjóðendur skiluðu endanlegum verðtilboðum 11. nóvember 2016 var aðaláfrýjanda tilkynnt að tilboð A dvania ehf. hefði verið valið sem fjárhagslega hagstæðasta tilboðið samkvæmt matsforsendum. Aðaláfrýjandi óskaði eftir rökstuðningi frá Ríkiskaupum og barst sá rökstuðningur 21. nóvember 2016. Þar var lýst hvernig einkunn tilboðanna var samsett, gerður alm ennur samanburður á lausnum bjóðenda fyrir hverja valforsendu í liðum 2, 3 og 4 og lýst einkunn fyrir hverja þeirra. Þar kom fram að verðtilboð aðal áfrýjanda var lægra, eða 404.000.000 krón a, en tilboð Advania ehf. sem var 440.000.000 krón a . Fékk aðal áfrýj andi því 10 í einkunn fyrir þann matshluta en Advania ehf. 9,2. Á grundvelli þeirra matsforsendna sem lágu fyrir var hlutfallslegt vægi verðs 35% sem fyrr segir . Þegar litið var til endanlegrar útkomu matsþátta 2, 3 og 4 varð niðurstaðan að Advania ehf. var með hærri einkunn e n aðal áfrýjandi, eða 6,2 á meðan einkunn áfrýjanda var 5,13. Að teknu tilliti til allra fjögurra matsþ áttanna hlaut Advania ehf. því hærri heildareinkunn, eða 9,43, en aðaláfrýjandi fékk einkunnina 8,63. Af þessari ástæðu var A dvania ehf. talið eiga fjárhagslega hagkvæmast a tilboðið. Aðaláfrýjanda var neitað um frekari rökstuðning frá Ríkiskaupum með vísan til þess að upplýsingar um nákvæmari samanburð milli tilboða gætu skaðað lögmæta viðskiptahagsmuni hins tilboðsgjafans. 8 Aðal áfrýjandi kærði útboðið til kærunefndar útboðsmála 1. desember 2016 og krafðist þess að felld yrði úr gildi ákvörðun um að ganga til samninga við Advania ehf. og að kærunefndin léti uppi álit sitt á skaðabótaskyldu gagnáfrýjanda og Ríkiskaupa gagnvart sér. Úrskurður nefndarinnar 4. júlí 2017 var á þá leið að hafna kröfu hans um að fella úr gildi ákvörðun Ríkiskaupa um val á tilboði Advania ehf. þar sem endanlegur samningur væri kominn á milli þeirra. Hins vegar var fallist á þær röksemdir að ákvörðun um sti gagjöf til þátttakenda í útboðinu hefði verið ófullnægjandi og ekki verið vikið þar að einstökum undirliðum valforsendna 2, 3 og 4 með skipulögðum hætti. Þá hefðu gagnáfrýjandi og Ríkiskaup ekki lagt fram frekari gögn fyrir nefndina, sem sýnt gætu fram á a ð þeir hafi tekið afstöðu til tilboða í samræmi við skilmála samningskaupanna og valið hagkvæmasta tilboðið. Í ljósi þess að aðaláfrýjandi hefði átt lægsta verðtilboðið og þátttakendur hefðu aðeins verið tveir var lagt til grundvallar að aðaláfrýjandi hefð i átt raunhæfa möguleika á því að vera valinn til samningsgerðar og brot gagnáfrýjanda og Ríkiskaupa hafi skert möguleika hans í því sambandi samkvæmt 1. mgr. 101. gr. laga nr. 84/2007, sbr. 1. mgr. 119. gr. 4 laga nr. 120/2016. Það var því álit nefndarinnar að gagnáfrýjandi og Ríkiskaup væru skaðabótaskyldir gagnvart aðaláfrýjanda. Þá var þeim gert að greiða honum 700.000 krónur í málskostnað. 9 Í kjölfarið setti aðaláfrýjandi fram kröfu til gagnáfrýjanda og Ríkiskaupa um skaðabætur. Í svari ríkislögmanns fyri r hönd stefnda íslenska ríkisins, vegna Ríkiskaupa, til aðaláfrýjanda 12. desember 2017 var bótakröfunni hafnað. Í svari gagnáfrýjanda Rarik ohf. 21. janúar 2018 var bótakröfu einnig hafnað en svarinu fylgdi jafnframt ítarlegur rökstuðningur fyrir einkunna gjöf í þeim matsþætti sem sneri að gæðum vöru. Gögn með rökstuðningi fyrir mati kaupanda á öðrum valforsendum og samanburði lausna voru fyrst lögð fram af hálfu gagnáfrýjanda undir rekstri máls þessa í héraði í kjölfar áskorunar aðaláfrýjanda. 10 Aðaláfrýjand i byggir aðalkröfu sína um viðurkenningu á bótaskyldu vegna missis hagnaðar á því að tilboði hans hafi verið hafnað með bersýnilega ólögmætum hætti í samningakaupaferli gagnáfrýjanda og Ríkiskaupa sem hafi brotið gegn reglum þágildandi laga um opinber innk aup nr. 84/2007 og þágildandi Evrópu tilskipun nr. 2004/17/EB, sbr. reglugerð nr. 755/2007 . Fyrir liggi að hann hafi átt lægsta tilboðið sem uppfyllti allar efniskröfur, en ljóst sé að ákvörðun um að hafna því boði og ganga fremur til samninga við Advania e hf. hafi byggst á öðrum valforsendum en verði. Hafi gagnáfrýjandi og Ríkiskaup brotið gegn skyldu sinni samkvæmt 55. gr. veitutilskipunarinnar, sbr. 45. gr. og 72. gr. laga nr. 84/2007, til að byggja mat á fyrirliggjandi tilboðum með hlutlægum hætti á grun dvelli þeirra valforsendna sem fyrir lágu í útboðsgögnum, en matið hafi verið byggt á geðþótta. Þá hafi gagnáfrýjandi og Ríkiskaup brotið gegn skyldu sinni samkvæmt 50. gr. tilskipunarinnar til að rökstyðja ákvörðun sína um mat á hæfni og val rekstraraðila innan 15 daga frá slíkri beiðni, sbr. 49. gr. hennar. Loks þegar borist hafi nánari rökstuðningur um 15 mánuðum eftir opnun tilboða hafi sá rökstuðningur aðeins tekið til gæða en í engu hafi verið vikið að inn leið ingu lausnar og þjálfun not enda. Gagnáf rýjandi og Ríkiskaup beri sönnunarbyrðina fyrir því að þágildandi útboðsreglur hafi verið virtar, en hið ógagnsæja og óljósa matsferli stefndu, tregða til að veita upplýsingar svo og frekari rökstuðningur eftir á feli í sér skýra vísbendingu um réttarbrot stefndu. Ljóst sé að samið hefði verið við aðaláfrýjanda hefði viðkomandi réttarbrot ekki átt sér stað. Þannig hafi aðaláfrýjandi átt raunhæfa möguleika á að vera valinn til samningsgerðar hefði hið ólögmæta mat ekki verið svo á skjön við gildandi reglur o g valforsendur kaupanna, en til stuðnings því er vísað til úrskurðar kærunefndar útboðsmála. Varakröfu sína um viðurkenningu á bótaskyldu vegna kostnaðar í tengslum við þátttöku í samningakaupaferlinu byggir aðaláfrýjandi á sömu málsástæðum og lagarökum, a ð undanskildum þeim lagarökum sem varða sérstaklega viðurkenningu skaðabótaréttar vegna missis hagnaðar. 11 Gagnáfrýjandi og stefndi byggja kröfur sínar um sýknu á því að mat á þeim lausnum sem boðnar voru af aðaláfrýjanda og Advania ehf. hafi farið fram í sa mræmi við 5 útboðsgögn og þær valforsendur sem lágu til grundvallar. Aðaláfrýjandi beri sönnunarbyrði fyrir því að hans tilboð hafi verið hagstæðara á grundvelli þessara valforsendna og hann hafi ekki hnekkt framkomnum rökstuðningi eða sýnt fram á að lausn h ans hafi verið rangt metin. Þá er mótmælt tilvísun aðaláfrýjanda til úrskurðar kærunefndar útboðsmála í tengslum við kröfu um efndabætur, enda sé þar hvergi vikið að efndabótarétti. Auk þess hafi álit nefndarinnar um skaðabótaskyldu engin réttaráhrif. Nið urstaða 12 Samkvæmt 1. mgr. 72. gr. laga nr. 84/2007 , sem giltu þegar samningakaupaferlið í máli þessu átti sér stað, skyldi við val á tilboði gengið út frá hagkvæmasta boði. Jafnframt var hagkvæmasta boð skilgreint sem það boð sem er lægst að fjárhæð eða það boð sem fullnægir þörfum kaupanda best samkvæmt þeim forsendum sem settar hafa verið fram í útboð s gögn um. Í 1. mgr. 55. gr. fyrrgreindrar veitu tilsk ipun ar sem samningakaupaferlið byggðist á er lýst þeim forsendum fyrir vali tilboða að þær skuli annaðhvort miðast við fjárhagslega hagkvæmasta tilboðið , að teknu tilliti til ýmissa tilgreindra forsend n a , eða lægsta verð eingöngu. 13 Aðaláfrýjandi gerði sem fyrr segir lægra verðtilboð en Advania ehf. í verkið og er munurinn tæplega 10%. Fyrir liggur að forsendur fyrir vali á tilboði í útboðsferlinu voru aftur á móti ekki byggðar á lægsta verði eingöngu, heldur var fjárhagslega hagstæðasta tilboðið það sem hæs tu einkunn fékk á grundvelli fjögurra valforsendna þar sem verðþátturinn vó 35%. Valforsendur voru settar fram ásamt nánari lýsingu á hverri þeirra í nokkrum undirliðum og þær kynntar bjóðendum í upphafi útboðsferlisins, án þess að athugasemdir væru gerðar af hálfu aðaláfrýjanda við framsetningu þeirra. Verður því ekki fallist á þá málsástæðu aðaláfrýjanda að höfnun á tilboði hans sem lægsta verðtilboði sem uppfyllti allar efniskröfur hafi verið bersýnilega ólögmæt og í andstöðu við lög nr. 84/2007 og veitu tilskipunina. Þá verður ekki annað séð en að framsetning á forsendum útboðsins hafi verið í samræmi við 2. mgr. 55. gr. veitutilskipunarinnar með lýsingu á hlutfallslegu vægi hverrar forsendu. Einnig kemur fram í gögnum málsins að val gagnáfrýjanda á lausn um var byggt á mati á atriðum sem tilgreind eru í a - lið, 1. mgr. 55. gr. veitutilskipunarinnar. Ekkert hefur komið fram sem styður þá staðhæfingu aðaláfrýjanda að valforsendur og innbyrðis vægi þeirra hafi ekki verið ljósar fyrir fram og búnar til eftir á. 14 Bótaregla 2. mgr. 119. gr. gildandi laga um opinber innkaup nr. 120/2016, sbr. 2. mgr. 101. gr. laga nr. 84/2007, á við um aðalkröfu aðaláfrýjanda um viðurkenningu á skaðabótarétti vegna missis hagnaðar. Samkvæmt henni þarf aðaláfrýjandi að sýna fram á að samið hefði verið við hann, ef ekki hefði komið til saknæmt réttarbrot af hálfu gagnáfrýjanda og Ríkiskaupa, en þannig getur stofnast réttur til efndabóta. Hið saknæma réttarbrot felst að mati aðaláfrýjanda í því að mat á tilboðum hafi ekki farið fram með hlutlægum hætti eins og áskilið sé í a - lið 1. mgr . , sbr. 2. mgr. 55. gr. veitutilskipunarinnar, heldur hafi það verið afar óljóst, ógagnsætt og háð slíkum 6 huglægum þáttum að útilokað sé að staðreyna hvernig stýrihópur hafi komist að niðurstöðu. 15 Í rökstuð ningi sem gagnáfrýjandi og Ríkiskaup veittu aðal áfrýjanda 21. nóvember 2016 voru birtar einkunnir fyrir hvern hinna fjögurra mat s þátta auk almennra r lýsingar um hvern þeirra og stutts samanburð ar á lausnum beggja bjóðenda. Í síðari rökstuðning i sem gagnáfr ýjandi veitti aðaláfrýjanda 31. janúar 2018, samhliða því að hafna bótakröfu hans, komu fyrst fram ítarlegar skýringar á því hvaða atriði höfðu þýðingu við einkunnagjöf á lausnum bj óðenda. Þa r var nákvæm sundurliðun einkunnargjafar fyrir stærsta matsþáttinn, gæði vörunnar sem gilti 45% af heildareinkunn . Aðaláfrýjandi hefur við meðferð málsins fyrir dómi mótmælt ýmsum fullyrðingum sem þar komu fram um að MECOMS - hugbúnaðargr unnur Advania ehf. væri í ýmsum atriðum betri eða hentugri e n UMAX - grunnur aðaláfr ýjanda. Einnig telur aðaláfrýjandi að ráða megi af framburði ráðgjafa í útboðsferlinu á vegum gagnáfrýjanda fyrir héraðsdómi að mat á frammistöðu bjóðenda hafi verið óeðlilega huglægt. 16 Ljóst er að ei nkunnir fyrir þau atriði sem litið var til við val bjóðenda eru viðmiðunartölur sem hjálpa til við heildarmat en óhjákvæmilega verður kaupandi að hafa visst svigrúm við matið. Hefur aðaláfrýjanda ekki tekist að sýna fram á að einstaka þættir eða heildarmat stefnda á valfors endum hafi verið úr hófi huglægir. Þá hefur hann ekki hnekkt framkomnum rökstuðningi eða sýnt fram á að lausn hans hafi verið rangt metin þannig að úrslitum ráði um að tilboð hans hafi í raun verið hagkvæmara en tilboð Advania ehf. og rétt hefði verið að taka því. Af þeir ri ástæðu verður að sýkna gagnáfrýjanda og stef nda af kröfu aðaláfrýjanda um skaðabætur vegna missis hagnaðar. 17 Samkvæmt 50. gr. veitutilskipunarinnar skal útboðsaðili geyma viðeigandi upplýsingar til að geta fært rök fyrir ákvörðun sinni við hæfnismat og v al rekstraraðila. Þá segir í 2. mgr. 49. gr. hennar að útboðsaðili skuli að fenginni beiðni bjóðanda upplýsa eins fljótt og unnt er um ástæður fyrir því ef tilboði hans er hafnað, og megi það undir engum kringumstæðum taka lengri tíma en 15 daga frá móttök u skriflegrar fyrirspurnar. Þá voru áþekkar reglur um rétt til rökstuðnings fyrir höfnun tilboðs og tímafresti í 75. gr. laga nr. 84/2007. Þótt ákvæði stjórnsýslulaga gildi ekki um ákvarðanir á grundvelli laga um opinber innkaup, sbr. 103. gr. laga nr. 84/ 2007, hvíla reglur útboðslaga um rétt bjóðanda til rökstuðnings á sömu meginsjónarmiðum. Tilgangur þeirra er að tryggja að bjóðandi fái vitneskju um þau atvik og aðstæður sem ákvörðun byggist á þannig að hann skilji hvers vegna niðurstaðan varð sú sem raun bar vitni. Með þessu er einnig stuðlað að því að bjóðandi geti áttað sig á hvort viðhlítandi mat hafi verið lagt á þær valforsendur sem fyrir fram voru lagðar til grundvallar í útboðsferli og bjóðendum voru ljósar. Enn fremur eru slíkar upplýsingar bjóðan da nauðsynlegar til að geta sannreynt hvort lögmætar ástæður liggi að baki því að tilboði hans var hafnað auk þess sem þær tryggja að gagnsæi ríki í útboðsferlinu. 7 Úrlausn um hvort ákvörðun er nægilega rökstudd og kröfu um hversu nákvæmur rökstuðningur þar f að vera ber að skoða í ljósi þessa tilgangs. Réttur til vandaðs rökstuðnings er nátengdur úrræði bjóðanda til að fá ákvörðun endurskoðaða, svo sem með því að skjóta máli til kærunefndar útboðsmála, samkvæmt ákvæðum laga um opinber innkaup, en nefndin býr yfir sérþekkingu á því sviði. 18 Fallist er á það með héraðsdómi að sá rökstuðningur sem aðaláfrýjandi fékk frá gagnáfrýjanda 21. nóvember 2016, innan 15 daga lögmælts frests, hafi verið rýr og ekki varpað nægilegu ljósi á þau atriði sem lögð voru til grundv allar mati á einstökum undirliðum í hverri hinna fjögurra valforsendna. Var það einnig niðurstaða kærunefndar útboðsmála í úrskurði hennar frá 4. júlí 2017 að vegna hins almenna og stutta rökstuðnings, og neitunar gagnáfrýjanda og stefnda á að rökstyðja ák vörðunina frekar, hafi þeir ekki getað sýnt fram á að þeir hafi tekið afstöðu til tilboða í samræmi við skilmála samningskaupanna og þannig uppfyllt skyldu sína samkvæmt 55. gr. veitutilskipunarinnar. 19 Þegar aðaláfrýjandi fékk loks frekari rökstuðning til a ð sannreyna hvort höfnun á tilboði hans hvíldi á lögmætum sjónarmiðum, 31. janúar 2018, voru liðnir um 14 mánuðir frá því að frestur til að veita rökstuðning rann út. Þá lagði gagná f rýjandi enn síðar fram upplýsingar um mat á öðrum valforsendum eða við rek stur málsins í héraði. Hafa gagnáfrýjandi og Ríkiskaup ekki fært fram neinar frekari skýringar á því hvers vegna ekki var hægt að veita slíkan rökstuðning fyrr og hvernig birting þeirra upplýsinga hefði skaðað lögmæta viðskiptahagsmuni hins bjóðandans eða réttmæta samkeppni. Í ljósi framangreinds verður að telja að gagnáfrýjandi og Ríkiskaup hafi brotið gegn skyldu sinni samkvæmt fyrirmælum veitutilskipunarinnar til að veita aðaláfrýjanda fullnægjandi rökstuðning innan lögmæltra tímamarka. 20 Varakrafa aðaláf rýjanda lýtur að viðurkenningu á skaðabótarétti vegna útlagðs kostnaðar við þátttöku í forvali og útboðinu. Hefur hann lagt fram gögn um þann kostnað sem hann lagði í samningskaupaferlið umfram þær 5.000.000 króna sem hvorum bjóðanda voru greiddar sérstakl ega fyrir kostnað við fitgap - ferli. Ekki verður fallist á þá staðhæfingu gagnáfrýjanda að málsástæður sem aðaláfrýjandi byggir varakröfu sína á fyrir Landsrétti, séu of seint fram komnar enda er í héraðsstefnu málsins vísað til niðurstöðu nefndarinnar um s kaðabótaskyldu gagnáfrýjanda og Ríkiskaupa á grundvelli 1. mgr. 101. gr. laga nr. 84/2007. 21 Samkvæmt 1. mgr. 101. gr. laga nr. 84/2007, sbr. 1. mgr. 119. gr. laga nr. 120/2016, er kaupandi skaðabótaskyldu r vegna tjóns sem fyrirtæki verður fyrir sökum brots á lögum og reglum um opinber innkaup. Þarf fyrirtæki einungis að sanna að það hafi átt raunhæfa möguleika á að verða valið af kaupanda og að möguleikar þess hafi skerst við brotið. Í athugasemdum með þess u ákvæði í frumvarpi sem varð að lögum um opinber innkaup nr. 94/2001 kemur fram að sönnunarbyrðin um að afleiðing brots hafi ekki valdið bjóðanda tjóni sé lögð á kaupanda. Ákvæðinu sé ætlað að veita bjóðanda virkt úrræði til að bregðast við réttarbroti ka upanda og fá þetta tjón sitt bætt 8 með nokkuð auðveldum hætti. Þannig sé reglan ótvírætt til þess fallin að tryggja hagsmuni bjóðenda og hvetja kaupendur til að vanda til framkvæmdar opinberra innkaupa. 22 Í máli þessu liggur fyrir að brotið var gegn reglum um opinber innkaup um rétt aðaláfrýjanda til rökstuðnings fyrir því hvernig valforsendur leiddu til þess að tilteknu tilboði var tekið. Líta ber til þess að aðaláfrýjandi hafði verið valinn sem annar tveggja þátttakenda í lokuðu samningskaupaferli, verðtilbo ð hans var um 10% lægra en hins þátttakandans og ekki var umtalsverður munur á heildareinkunn tilboðanna tveggja. Verður því að telja að aðaláfrýjandi hafi átt raunhæfa möguleika á að verða valinn af kaupanda. Í ítarlegum rökstuðningi fyrir mati gagnáfrýja nda á þeirri valforsendu sem laut að gæðum vörunnar 31. janúar 2018, var ekki vikið að mati hans á öðrum valforsendum. Gögn um það voru aftur á móti lögð fram af hans hálfu undir rekstri málsins í héraði í kjölfar áskorunar aðaláfrýjanda. Þótt gagnáfrýjand i hafi með þessu gert líklegt að valið hafi í reynd farið fram í samræmi við valforsendur í útboðsgögnum og á grunni þeirra upplýsinga sem lágu fyrir í samningskaupaferlinu um þá vöru og þjónustu sem bjóðendur buðu upp á, þykir hann ekki hafa sýnt nægilega fram á að möguleikar aðaláfrýjanda hafi á engan hátt skerst við það að val gagnáfrýjanda og Ríkiskaupa var ekki rökstutt með viðhlítandi hætti innan lögmæltra tímafresta. Er þá meðal annars litið til þess að afleiðing þessa ágalla á útboðsferlinu var sá a ð aðaláfrýjandi var í reynd sviptur því réttarúrræði að fá fulla endurskoðun kærunefndar útboðsmála á forsendum ákvörðunarinnar. 23 Áfrýjandi hefur lagt fram gögn til að sýna fram á kostnað hans við að undirbúa tilboð og taka þátt í útboði, umfram þá greiðsl u sem hann fékk frá gagnáfrýjanda fyrir þátttöku í fyrsta hluta samningskaupaferlisins, og þannig leitt nægilega líkur að því að hann hafi orðið fyrir tjóni, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Með vísan til framangreinds er viðurke nndur réttur aðaláfrýjanda til skaðabóta úr hendi gagnáfrýjanda og stefnda. 24 Eftir þessari niðurstöðu verður gagnáfrýjanda og stefnda gert að greiða aðaláfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti, sem ákveðinn verður í einu lagi eins og nánar greini r í dómsorði. Dómsorð: Viðurkenndur er réttur aðaláfrýjanda, Annata ehf., til skaðabóta óskipt úr hendi gagnáfrýjanda, Rarik ohf., og stefnda, íslenska ríkisins, vegna kostnaðar sem hann lagði út fyrir við þátttöku í forvali og útboði Ríkiskaupa nr. 20173 Orkureikningakerfi fyrir Rarik. Gagnáfrýjandi og stefndi greiði aðaláfrýjanda óskipt 3.400.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. 9 Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 24. apríl 2019 1. M ál þetta var höfðað 18. apríl 2018 og dómtekið 5. mars 2019. Stefnandi er Annata ehf., Hagasmára 3 í Kópavogi, og stefndu eru íslenska ríkið, Stjórnarráðinu við Lækjargötu í Reykjavík, og Rarik ohf., Dvergshöfða 2 í Reykjavík. 2. Dómkröfur stefnanda eru aðal lega; að viðurkenndur verði réttur stefn anda til skaðabóta úr hendi stefndu sameiginlega (in solidum) fyrir missi hagnaðar stefnanda vegna ólögmætrar og saknæmrar höfnunar á tilboði stefnanda þann 11. nóvember 2016 í útboði Ríkiskaupa nr. 20173 Orkureik ningakerfi fyrir RARIK. Til vara er þess krafist að viður kennd ur verði réttur stefnanda til skaðabóta úr hendi stefndu sameigin lega (in solidum) vegna kostnaðar sem stefnandi lagði út fyrir við þátt töku í forvali og útboði Ríkiskaupa nr. 20173 Orkure ikningakerfi fyrir RARIK. Þá krefst stefnandi alls 8.211.887 króna í málskostnað úr hendi stefndu. Stefndu krefjast sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda sam kvæmt mati dómsins. 3. Í nóvember 2015 óskuðu Ríkiskaup fyrir hönd Rarik ohf. eftir aðilum til a ð taka þátt í lokuðu samningskaupaferli um gerð orkureikningakerfis sem byggt skyldi á Microsoft Dynamics AX - hugbúnaðargrunni. Í skil mál um forvalsins kom fram að innkaupaferlið skyldi fara eftir þágildandi tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins frá 31. mars 2004 nr. 2004/17/EB, samanber reglugerð nr. 755/2007 um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orku veitu, flutninga og fjarskipti (veitutilskipunin). Að loknu forvali var tveimur aðilum boðið að taka þátt í svokölluðum samningskaupum. Þetta voru stefnan di og Advania ehf. Þessum aðilum voru fengin gögn þar sem lýst var hvaða kröfum bjóðendur þyrftu að fullnægja og gerð grein fyrir því ferli sem samningskaupin skyldu fara eftir. Þar kom fram að beitt skyldi svo kall - aðferð, en þá eru þær laus nir sem bjóðandi býður fram mátaðar að þörfum kaupanda og bjóðanda gefinn kostur á að gera til lögur að því hvernig leysa skuli úr þeim atriðum sem á þykir vanta til að framboðin lausn henti kaupanda. Fitgap - aðferðin felur í sér að fulltrúar kaup anda og b jóðanda hittast á vinnufundum og fara yfir lausnir bjóðanda og hug myndir um innleiðingu. Vinnufundir voru haldnir í tveimur aðskild um ferlum, einu fyrir hvorn bjóðanda. Fyrir aðkomu sína að þessu ferli var bjóðendum greitt sérstaklega án tillits til þess hvort tilboði þeirra væri tekið. 4. Fram kom í kröfulýsingargögnum þeim sem bjóðendum voru fengin hvaða valforsendur eða matsþættir yrðu lagðir til grundvallar við mat á tilboðum bjóðenda. Þar kom fram að verð skyldi vega 35%, gæði 45%, gangsetning eða innl eiðing lausnar 15% og þjálfun og stuðningur við notendur 5%. Í samningskaupagögnum sem bjóðendur fengu afhent í júní 2016 kom fram að hagstæðasta tilboðið yrði talið það tilboð sem fengi hæsta einkunn miðað við fyrrgreinda matsþætti og hlutföll. Þar kom ei nnig fram að bjóðendur skyldu skila föstu verðtilboði sem opnuð yrðu hjá Ríkiskaupum 8. júlí 2016. Áður en að því kom hafði stýrihópur á vegum kaupanda gefið bjóðendum einkunn fyrir gæðamatsþætti og af hent Ríkiskaupum í trúnaði. Með þessu fyrirkomulagi sk yldi leitast við að tryggja að verðtilboð bjóðenda hefðu ekki áhrif á mat á öðrum þáttum. 5. Eftir að verðtilboð bjóðenda voru komin fram var efnt til skýringar við ræðna við þá hvorn um sig um tilboðin svo að þeim gæfist kostur á að laga tilboð sín að kröfu m kaupanda og að þeim viðræðum loknum var bjóðendum gefinn kostur á að uppfæra verðtilboð sín. Haldnir voru þrír skýringarviðræðufundir með stefnanda og tveir með Advania. Frest ur til að skila inn lokatilboðum var til 11. nóvember 2016 og strax og þau vor u fram komin og færð inn í einkunnaskjöl kaupanda lá niðurstaðan fyrir. Ákveðið var að taka tilboði Advania sem talið var hagkvæmara og var bjóðendum tilkynnt um þá ákvörðun. Stefnandi sem gert hafði lægra verðtilboð krafðist rökstuðnings fyrir höfnun tilb oðs síns 15. nóvember 2016 og krafðist um leið aðgangs að matsgögnum. Ríkiskaup sendu stutt an rökstuðning 21. nóvember 2016 en höfnuðu kröfum um afhendingu gagna með vísan til þess að þar 10 færu viðkvæmar upplýsingar sem skaðað gætu hagsmuni hins tilboðsgja fans. Stefnandi kærði niðurstöðuna til kæru nefndar útboðsmála. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu 4. júlí 2017 að stofnast hefði skaðabótaskylda gagnvart stefnanda með því að val stefndu á tilboði Advania hefði ekki verið rökstutt með fullnægjandi hætti e n hafnaði kröfu stefnanda um að fella úr gildi ákvörðun um val á tilboði. Ekki tókust í framhaldi af þessu samningar um skaðabætur til handa stefnanda og sá hann sig því knúinn til að stofna til málareksturs á hendur stefndu. Málsástæður stefnanda 6. Stefnandi telur að tilboði hans hafi með ólögmætum hætti verið hafnað í útboði stefndu. Hann telur sýnt að tilboð hans hafi uppfyllt allar þær efnis kröfur sem gerðar hafi verið til tilboða bjóðenda. Hann hafi átt lægsta tilboðið og því átt rétt á að vera val inn. Stefnandi telur að stefndu hafi ekki sýnt fram á að mat þeirra á öðrum matsþáttum, gæðum, inn leið ingu lausnar og þjálfun notenda hafi verið unnið á forsvaranlegan hátt. Ýmis atriði sem varða það mat séu óljós og þetta hljóti að leiða til þess að það komi í hlut stefndu að sýna fram á að matið hafi verið forsvaranlegt. Þá hafi rökstuðningur fyrir niðurstöðu stefndu komið seint og illa fram og verið ófullnægjandi. Þetta hafi enda leitt til þess að kærunefnd útboðsmála hafi talið að stofnast hefði t il skaðabótaskyldu stefndu gagnvart stefnanda. Loks þegar borist hafi nánari rökstuðningur 15 mánuðum eftir opnun tilboða hafi sá rökstuðningur aðeins tekið til gæða en í engu hafi verið vikið að inn leið ingu lausnar og þjálfun not enda. Þá bendir stefnan di á að atriði sem varða efni málsins séu bein líns ranglega sett fram í rökstuðningi, sem ekki sé til þess fallið að skapa traust á niðurstöðunni. 7. Stefnandi vísar til þess að mat stefndu á öðrum þáttum en verði sé afar mats kennt og háð huglægum þáttum sem engin leið sé að ganga úr skugga um hvernig eru metnir. Þá sé algerlega óskiljanlegt á hvaða kvarða einkunnir eru gefnar eða með hvaða aðferðum ákveðið er hver sé munur á einkunnum varðandi tilgreinda þætti. Þetta telur ste fnandi vera í ósamræmi við þær reglur sem giltu um útboðið, samanber þágildandi reglu gerð nr. 755/2007 um innkaup stofnana sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og fjarskipti þar sem skýrlega hafi komið fram að við val á milli tilboða sem byggt væri á öðru en verði skyldi tryggt að valið væri á grundvelli hlutlægra mælikvarða. Huglægt mat eins og það sem stefndu segist hafa byggt á sé ekki heimilt og þar að auki hafi stefndu enga grein getað gert fyrir því á hverju slíkt mat þeirra hafi byggst. Algjö rlega skorti því á að sýnt hafi verið fram á að mat stefndu hafi verið framkvæmt á gagnsæjan og heiðarlegan hátt. Stefnandi telur að framkvæmd útboðs stefndu hafi brotið gegn lögunum um opinber inn kaup og að augljóst sé að með brotum sínum hafi stefndu va ldið honum tjóni. Hann hafi orðið af þeim hagnaði sem hann hefði haft af samningi sem stefndu hafi borið að gera við hann. Málsástæður stefndu 8. Stefndi Rarik ohf. áréttar að með vali sínu á bjóðanda hafi stefndi Rarik ohf. kosið að gera samning við þann bj óðanda sem gerði hagkvæmara tilboðið að öllu samanlögðu. Við þá ákvörðun hafi, eins og lög geri ráð fyrir, verið tekið tillit til fjölmargra þátta sem áhrif höfðu á mat á hag kvæm ni tilboða. Verðið hafi einungis verið einn af fleiri þáttum sem áhrif höfðu á heildarmatið. Það að svona yrði staðið að mati á hagkvæmni tilboða bjóðenda hafi verið ljóst frá öndverðu og við þá fyrir ætlan hafi engar athugasemdir verið gerðar af hálfu bjóðenda. Þá hafi öllum þeim aðil um sem að málum komu, bæði bjóðendum og stefn du, verið ljóst, fyrirfram, hvaða ferli það var sem var verið að framkvæma og að til að komast að niðurstöðu um hvort tilboðanna væri hagkvæmara þyrfti að fara fram flókið og ítarlegt mat. Þetta mat, sem í mörgum atriðum er afar huglægt, er afar erfitt að staðla eða gera grein fyrir matskvörðum sem lagð ir eru til grundvallar. Þannig hafi 18 manna stýrihópur á vegum stefnda Rarik komið að tilboðsferlinu og mati á ein stökum sérfræðilegum þáttum tilboða bjóðenda. Stefndi vísar til þess að fjölmörg atriði haf i verið færð fram í málatilbúnaði hans til að skýra mat hans á tilboðum bjóðenda og vísar til þess að það sé stefnanda að sýna fram á að mat stefnda sé rangt ef hann hyggist sækja bætur úr hendi hans. Þannig hafi matsgrundvöllur verið ítarlega skýrður fyri r fram með 11 sérstöku skjali og einnig hafi komið fram rökstuðningur í einkunnaskjali tíu dögum eftir að ákveðið var að ganga til samninga við Advania. Þá hafi síðar verið settur fram ítarlegri rökstuðningur vegna athugasemda kærunefndar útboðsmála í tilefni af máli stefnanda. Ekkert hafi komið fram í málinu sem raski mati stefnda. Í því efni dugi ekki stefnanda að tilgreina að hann hafi sýnt fram á að hann hafi getað boðið fram lausn sem fullnægði þeim einstöku kröfum sem gerðar voru. Eftir sat að meta í ein stökum atriðum og heildstætt hvort tilboð anna væri hagkvæmara þó að þau kynnu bæði að fela í sér nothæfar lausn ir. 9. Stefndi vísar til þess að stefnandi beri sönnunarbyrði fyrir því að tilboð hans hafi verið hag stæð ara en tilboð hins þátttakandans í sam n ings kaupa ferlinu. Stefndi fullyrðir að af dómaframkvæmd Hæstaréttar á sviði útboðsmála verði ráðið að því aðeins hafi verið fallist á bótarétt bjóðanda að sýnt hafi verið fram á brot á innkaupareglum og að slíkt brot hafi leitt til þess að sá sem misge rt var við hafi orðið af verki. Stefndi vísar til þess að stefnandi hafi ekki sýnt fram á tjón eða sýnt neina viðleitni til að gera það. Telur hann þetta ekki standast áskilnað 2. mgr. 25. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 eins og hún hafi verið sk ilin í dóma fram kvæmd. Varakröfu stefnanda um viðurkenningu á rétti til vangildisbóta telur stefndi ekki standast heldur. Vísar hann um forsendur hennar einnig til 2. mgr. 25. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Þá sé til stuðn ings varakröfu stefn anda ekki byggt á öðru en tilvísan til niðurstöðu kæru nefndar útboðsmála. Ljóst sé að samkvæmt ákvæðum laga um opinber innkaup og dómaframkvæmd verði sá sem krefst vangildisbóta að sýna fram á að hafa átt raunhæfa möguleika á að verða fyrir valinu í útboð i og að þessir raunhæfu möguleikar hafi skerst við brot á reglum um framkvæmd útboðs. Í þessu máli sé ekki sýnt fram á neitt brot. Ófullnægjandi rökstuðningur niðurstöðu, jafnvel þó slíku væri fyrir að fara, geti ekki verið brot í þessum skilningi. Af hálf u stefnanda hafi ekkert verið gert til að sýna fram á að ferlið hafi leitt til rangrar niðurstöðu. Síðari rökstuðningur stefnda sé ítarlega sundurliðaður og stefnandi hafi ekkert gert til að hnekkja þeim rökstuðningi. 10. Stefndi, íslenska ríkið, tekur undir málatilbúnað meðstefnda og ber við aðildarskorti, sbr. 2. mgr. 86. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup þar sem fram kemur að áður en innkaupaferli hefst á vegum Ríkiskaupa sé stofnuninni heimilt að krefjast þess að fyrir liggi samningur þar sem m.a. sé kveðið á um ákvörðunartöku og skaðabótaábyrgð vegna innkaupa ferlis. Aðalatriðið sé þó að mati stefnda að ekki hafi verið sýnt fram á að neitt brot hafi átt sér stað í málinu. Stefnandi hafi ekki átt hagkvæmara tilboðið gagnstætt því sem hann haldi sjálfu r fram. Hafa verði í huga að um sérstakt og óvenjulegt útboðsferli hafi verið að ræða og að uppsetning valforsendna hafi einmitt verið í samræmi við það sem gert hafi verið ráð fyrir í 2. mgr. 55. gr. veitutilskipunarinnar þágildandi. Hinn bjóðandinn, Adva nia, hafi getað boðið heildstæðari lausn sem metin var betri. Þá hafi ítar legur rökstuðningur verið settur fram eftir á vegna athugasemda kæru nefnd ar útboðsmála og þeim rökstuðningi hafi ekki verið hnekkt. Þetta telur stefndi þó að sér hafi ekki borið s kylda til að gera og vísar í því sambandi til 49. gr. veitutilskipunarinnar. Þar var að mati stefnda að finna sérstaka heimild til að draga úr ítarlegum rökstuðningi með vísan til viðskiptahagsmuna þess sem samningur var gerður við. Kröfunni um rök - stuðnin g var því að mati stefnda fullnægt eftir 49. gr. veitu til skip un ar inn ar þó hinn ítarlegri rökstuðningur hefði ekki komið fram. Stefndi áréttar að stjórnsýslulög eigi ekki við og hafnar málatilbúnaði stefnanda um þetta. Stefndi vísar til þess að í 103. gr. þágildandi laga nr. 84/2007 um opinber innkaup hafi beinlínis verið tiltekið að stjórnsýslulög giltu ekki um ákvarðanir teknar á grundvelli laganna. Enn síður telur stefndi að þetta geti átt við þegar um samningskaupaferli fer eftir veitu tilskipuninn i. Niðurstaða 11. Óumdeilt er með aðilum að þágildandi lög nr. 84/2007 um opinber inn kaup eigi við um það útboðsferli sem um er deilt í þessu máli. Þá er einnig óumdeilt að um innkaupaferlið skyldi fara eftir þágildandi til skipun Evrópuþingsins og ráðsins f rá 31. mars 2004 nr. 2004/17/EB, samanber reglugerð 12 nr. 755/2007 um innkaup stofnana sem annast vatns veitu, orku veitu, flutninga og fjarskipti. Ágreiningur aðila um það hvort stefnandi hafi í raun gert fast verðtilboð eða hvort réttur skilningur á útboðs gögnum stefndu hafi verið sá að gera bæri slíkt tilboð skiptir að mati dómsins í raun ekki máli eins og málið liggur fyrir og úr því verður leyst. Tilboð stefnanda var af hálfu stefnda metið sem tilboð um fast verð og sem slíkt talið vera það tilboð sem ba uð lægra verð. 12. Ekki verður fallist á með stefnda, íslenska ríkinu, að því beri sýkna sökum aðildarskorts vegna ákvæða 2. mgr. 86. gr. laga nr. 84/2007 um opinber innkaup með því að þar sé heimilað að áður en innkaupaferli hefjist á vegum Ríkiskaupa sé sto fnuninni heimilt að krefjast þess að fyrir liggi samningur þar sem m.a. sé kveðið á um ákvörðunartöku og skaðabótaábyrgð vegna innkaupaferlis. Liggur enda ekkert fyrir um það í málinu að slíkur samningur hafi verið gerður. 13. Þó fallast verði á það með stefn du að samkvæmt 103. gr. þágildandi laga nr. 84/2007 um opinber innkaup hafi stjórnsýslulög ekki gilt um ákvarð anir sem teknar hafi verið á grundvelli laganna verður eigi að síður talið að stefndu hafi í öllu verulegu verið bundnir af sams konar reglum við ákvarðanatöku varðandi útboð sitt og gilt hefðu ef stjórnsýslulögin hefðu átt við. Þannig verður að telja að öll sjónarmið varðandi réttmæti, jafn ræði og óhæði eigi við um stefndu eins og um stjórnvöld endranær. Þetta leiðir af því að við framkvæmd útboð s stefndu fóru stefndu með opinbera hagsmuni sem þeim hafði verið trúað fyrir í þágu almennings en ekki sína eigin hagsmuni. Sá sem þannig fer með fyrirsvar opinberra hags muna er því í öllu verulegu bundinn af sömu sjónarmiðum um takmark - anir á heimild ti l að beita valdinu sem honum er trúað fyrir hvort sem stjórnsýslulög eiga við um hann samkvæmt orðanna hljóðan eða ekki. 14. Þá verður að taka undir það með stefnanda að mat það sem stýrihópur stefnda Rarik ohf. framkvæmdi á tilboðum stefnanda og bjóðandans A dvania og tók til allra annarra matsþátta en verðs var óheppilega frjálst. Þannig hefði verið traustari grundvöllur slíks matsferlis ef nánari grein ing og flokkun matsþátta og undirmatsþátta og kvörðun á einkunnagjöf hefði verið unnin fyrir fram og legið ljós fyrir áður en matið var unnið. Það leiðir af eðli verkefnisins sem fyrir stefndu lá við mat tilboða bjóð enda að torvelt er að tíunda í smáatriðum hvaða þættir það eru sem ráða úrslitum við matið. Verður í því efni að fallast á nokkurt svigrúm þeirra sem meta. Sérhver vísbending um ómálefnalega ætlun eða tilgang mats manna yrði við þessar aðstæður að vega þungt og gæti leitt til þess að sönnunarbyrði fyrir því að matið hefði verið unnið með réttmætum hætti færðist yfir á stefndu. 15. Það sem úrslitum ræð ur við mat á því hvort stefnandi á rétt á að fá dóm um viðurkenningu á bótaskyldu eins og hann hefur krafist, hvort sem er í aðalkröfu eða varakröfu, er þó það að stefnanda hefur ekki tekist að sýna fram á að nein atriði sem varða mat stefndu á tilboði ste fnanda í saman burði við tilboð þess sem fyrir valinu varð hafi verið röng, óhæfileg eða villandi. Í því sambandi dugir ekki að vísa til þess að rökstuðningur stefndu hafi í öndverðu verið rýrari en heppilegt hefði verið. Rýr rök stuðningur sannar ekki að nein réttarbrot hafi verið framin á stefnanda í útboðsferli stefndu. Ítarlegri rökstuðningur kom fram síðar og stefnandi hefur ekki hnekkt þeim rökstuðningi á nokkurn hátt. Með vísan til þessa verða stefndu sýknaðir af kröfum stefnanda en rétt þykir, í ljó si þess hversu latrækir stefndu reyndust til að láta í té fullnægjandi rökstuðning, að málskostnaður falli niður. Af hálfu stefnanda flutti málið Guðrún Bergsteinsdóttir lögmaður, af hálfu stefnda, Rarik ohf., flutti málið Bjarni Aðalgeirsson lögmaður og a f hálfu stefnda, íslenska ríkisins, flutti málið Fanney Rós Þorsteinsdóttir lögmaður. Málið dæmdi Ástráður Haraldsson héraðsdómari. Dómsorð Stefndu eru sýknir af kröfum stefnanda. Málskostnaður fellur niður.