LANDSRÉTTUR Úrskurður fimmtudaginn 25. júní 2020. Mál nr. 305/2020 : Laxárholt ehf. (Víðir Smári Petersen lögmaður ) gegn Lífland i ehf. ( Þórarinn V. Þórarinsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Dómkvaðning matsmanns. Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu LH ehf. um dómkvaðningu matsmanna. Í úrskurði Landsréttar kom fram að ekki væru efni til að hafna kröfu um dómkvaðningu matsmanna þótt hún hafi ekki verið höfð uppi á fyrri stigum málsins. Þótt leitað væri álits á einhve rju sem öðrum þræði snerti lagaleg atriði, sbr. 2. mgr. 60. gr. laga nr. 91/1991, myndi niðurstaða þar um í matsgerð ekki binda hendur dómara eða þrengja svigrúm hans eða skyldu til að meta þau sjálfur, auk þess sem matsbeiðandi bæri hallann af þýðingu mat sgerðar og þá því ef sönnunargildi hennar yrði rýrara en ella. Var hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að dómkveðja umbeðna matsmenn. Úrskurður Landsréttar L andsréttardómararnir Ásmundur Helgason og Jóhannes Sigurðsson og Ása Ólafsdóttir , settur landsréttardómari, kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 12. maí 2020 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 2. júní 2020. Kærður er úrskurður Héraðsdóm s Reykjavíkur 29. apríl 2020 í málinu nr. E - 3097/2019 þar sem kröfu sóknaraðila um dómkvaðningu matsmanna var hafnað. Kæruheimild er í c - lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála . 2 Sóknaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að lagt verði fyrir héraðsdóm að dómkveðja matsmennina Lárus Pétursson búfræðing og Stefán Magnússon véltæknifræðing B.Sc. samkvæmt matsbeiðni sóknaraðila frá 21. apríl 2020. Til vara er þess krafist að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi að því er varðar niðurstöðu héraðsdóms um að sóknaraðila beri að greiða varnaraðila 300.000 krónur í málskostnað fyrir héraði. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar auk kærumálskost naðar. 2 Niðurstaða 4 Sóknaraðili keypti mjaltaþjón ásamt forkæli, kálfafötulínu og sýnatökukassa 10. apríl 2017 af varnaraðila og var búnað urinn afhentur 2 4 . september sama ár. Sóknaraðili skoraði á varnaraðila að gera tilteknar úrbætur á hinu seld a 1 0. maí 2019, en með stefnu sem birt var 5. júní 2019 krafðist varnaraðili greiðslu á eftirstöðvum kaupverðsins 2. 0 47.572 krónur. Með bréfi 8. júlí 2019 lýsti sóknaraðili yfir riftun á kaupsamningnum . 5 Með matsbeiðni 24. maí 2019 óskaði sóknaraðili eftir því að dómkvaddur yrði matsmaður á grundvelli XII. kafla laga nr. 91/1991 til að skoða og meta þá ágalla sem hann taldi vera á mjaltaþjóninum. Voru tveir menn dómkvaddir 24. júní 2019. Matsgerð þeirra lá fyrir 15. nóvember 2019 og var lögð fram í þinghaldi 28. nóvember sama ár. 6 Fyrir héraðsdómi skilaði sóknaraðili greinargerð 8. október 2019 og krafðist sýknu af greiðslukröfu varnaraðila. Byggir hann sýknukröfu sína meðal annars á því að greiðsluskylda sé ekki fyrir hendi vegna fyrr greindrar riftunar og að fyrir liggi veruleg vanefnd varnaraðila á aðal - og aukaskyldum kaupsamningsins. Í þinghaldi 26. febrúar 2020 lagði hann fram matsbeiðni á grundvelli IX. kafla laga nr. 91/1991 þar sem óskað var eftir að sömu matsmenn og stóðu að ma tsgerðinni frá 15. nóvember 2019 myndu leggja mat á söluverðmæti mjaltaþjónsins að teknu tilliti til fyrrgreindrar matsgerðar. Varnaraðili mótmælti matsbeiðninni í þinghaldi 4. mars 2020 og var fyrirhugaður málflutningur um hana 21. apríl sama ár. Í þingha ldi sama dag lagði sóknaraðili fram nýja matsbeiðni og afturkallaði hina fyrri með heimild dómara. Hefur hinni nýju matsbeiðni verið mótmælt af hálfu varnaraðila. 7 Aðili að einkamáli á að meginstefnu til rétt á að afla og leggja fram þau sönnunargögn sem h ann telur þörf á . Þ að er því hvorki á valdi gagnaðila né dómstóla að hindra það nema með stoð í lögum. Því ber dómara að verða við beiðni málsaðila um að dómkveðja matsmann eftir ákvæðum laga nr. 91/1991 nema formskilyrði 1. mgr. 61. gr. laganna séu ekki f yrir hendi, leitað sé mats um atriði sem dómari telur bersýnilegt að skipti ekki máli, sbr. 3. mgr. 46. gr. laganna, eða matsbeiðnin lúti einvörðungu að atriðum sem dómara ber að leggja sjálfur mat á sbr. 2. mgr. 60. gr. og fyrri málslið 1. mgr. 61. gr. sö mu laga. Víðtækur réttur aðila í einkamáli kann þó að vera takmarkaður af öðrum meginreglum einkamálaréttarfars, svo sem málshraðareglunni, sbr. dóm Hæstaréttar 23. febrúar 2015 í máli nr. 104/2015. Þá mega spurningar ekki vera leiðandi fullyrðingar um atr iði sem lagalegur ágreiningur stendur um, sbr. dóm Hæstaréttar 25. janúar 2017 í máli 835/2016. 8 S amkvæmt framangreindu hefur rekstur málsins staðið yfir í um eitt ár. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um dagsetningu aðalmeðferðar og þá hefur gagnaöflun ekki verið lýst lokið . Eins og staðið hefur verið að rekstri málsins og þegar litið er til þess tíma sem liðinn er frá þingfestingu þess , eru að mati dómsins ekki efni til að hafna kröfu sóknaraðila um dómkvaðningu matsmanna á þeim grunni að hún hafi ekki veri ð 3 höfð uppi á fyrri stigum málsins. Er jafnframt til þess að líta að matsgerð arinnar frá 15. nóvember 2019 var aflaði á grundvelli XII. kafla laga nr. 91/1991 , en tilgangur hinnar nýju matsbeiðni er meðal annars að fá frekari skýringar matsmanna á nánar ti lteknum atriðum vegna niðurstöðu í fyrri matsgerð á grundvelli IX. kafla laganna . Freistar sóknaraðili þess með því að renna stoðum undir kröfu sína um sýknu af greiðsluskyldu varnaraðila miðað við tilteknar forsendur sem hann reisir málatilbúnað sinn á og komu fram í greinargerð hans frá 8. október 2019. Með vísan til framangreinds er jafnframt fallist á að öflun matsgerðarinnar sé ekki bersýnilega tilgangslaus. 9 Samkvæmt 2. mgr. 60. gr. laga nr. 91/1991 leggur dómari sjálfur mat á atriði sem krefjast almen nrar þekkingar og menntunar eða lagaþekkingar. Þótt með matsbeiðni í máli þessu sé leitað álits á einhverju sem öðrum þræði snertir lagaleg atriði myndi niðurstaða þar um í matsgerð ekki binda hendur dómara eða þrengja svigrúm hans eða skyldu til að meta þ au endanlega sjálfur. Er þess jafnframt að gæta að sóknaraðili ber hallann af þýðingu matsgerðar og þá því ef sönnunargildi hennar verður rýrara en ella vegna þess að lögð hefur verið til grundvallar mati forsenda sem reynist ekki eiga við rök að styðjast. Verður sóknaraðila því ekki meinað að afla matsgerðar um þessar spurningar, enda ber hann sjálfur kostnað af matsgerðinni og áhættu af því hvort hún komi honum að notum. 10 Samkvæmt framansögðu verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héra ðsdómara að dómkveðja tvo matsmenn í samræmi við beiðni sóknaraðila. 11 Varnaraðili verður dæmdur til að greiða sóknaraðila kærumálskostnað eins og í dómsorði greinir. Rétt þykir að ákvörðun málskostnaðar í héraði bíði lokaniðurstöðu málsins. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdómara að dómkveðja tvo matsmenn til að svara spurningum samkvæmt matsbeiðni sóknaraðila, Laxárholts ehf., 21. apríl 2020. Varnaraðili, Lífland ehf., greiði sóknaraðila, Laxárholti ehf., 350.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 29. apríl 2020 Mál þetta var þingfest 27. júní 2019 og tekið til úrskurðar 21. apríl 2020 að loknum munnlegum málflutningi. Sóknaraðili, hér eftir nefndur matsbeiðandi, er Laxárholt ehf., Laxárho lti, Borgarnesi, og krefst þess með vísan til IX. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, að dómkvaddir verði Lárus Pétursson búfræðingur og Stefán Magnússon véltæknifræðingur B.Sc., til að svara matsspurningum í framhaldi af matsgerð þeirra, dags. 1 5. nóvember 2019. Þá er gerð krafa um málskostnað. 4 Varnaraðili, hér eftir nefndur matsþoli, er Lífland ehf., Brúarvogi 1 3, Reykjavík, og krefst þess að beiðni matsbeiðanda um dómkvaðningu matsmanna verði hafnað. Jafnframt krefst hann málskostnaðar sér að skaðlausu úr hendi matsbeiðanda. I Samkvæmt kaupsamningi dags. 10. apríl 2017 seldi matsþoli matsbeiðanda Monobox - mjaltaþjón ásamt forkæli, MS1 kálfafötulínu og sýnatökukassa. Kaupverðið var 14.702.570 kr. Umræddur búnaður mun hafa verið afhentur 24. september 2017 og tekinn í notkun 9. maí 2018, en talsverðan tíma tók að setja tækin upp. Matsbeiðandi mun hafa nýtt búnaðinn allt til 4. ágúst 2019. Samkvæmt gr. 3.1.3 átti að ljúka greiðslu kaupverðsins, þ.e. 10% af kaupverði, fjórtán dögum eftir gangset ningu, það er 23. maí 2018. Hinn 10. maí 2019 setur matsbeiðandi fram áskorun um úrbætur á mjaltaþjóninum en matsbeiðandi taldi hann óáreiðanlegan og allur gangur væri á hversu vel honum tækist að mjólka kýrnar. Með stefnu birtri 5. júní 2019 höfðaði mats þoli mál á hendur matsbeiðanda til innheimtu eftirstöðva af kaupverði hins selda og er stefnufjárhæðin 2.047.572 kr. Krafan er byggð á reikningi þar sem krafist er greiðslu á Monobox - mjaltaþjóni, plötukæli, kjarnfóðurbás, grind og festingum og í fjórða lag i á vængjahliði á kjarnfóðurbásinn. Með bréfi 8. júlí 2019 lýsti matsbeiðandi yfir riftun á kaupsamningi um Monobox - mjaltaþjón frá 10. apríl 2017. Matsbeiðandi skilaði greinargerð 8. október 2019 og byggir sýknukröfu sína á því að greiðsluskylda sé ekki f yrir hendi, þar sem kaupsamningnum hafi verið rift með lögmætum hætti. Þannig liggi fyrir veruleg vanefnd stefnanda á aðal - og aukaskyldum kaupsamningsins, þar sem mjaltaþjónninn sé gallaður og þjónusta stefnanda hafi verið ófullnægjandi. Þá hafi matsþoli ekki orðið við áskorunum matsbeiðanda um úrbætur. Skilyrði riftunar hafi því verið uppfyllt. Verði ekki fallist á að riftun hafi verið lögmæt sé samt sem áður byggt á því að ekki sé fyrir hendi greiðsluskylda þar sem dómkrafa stefnanda sé í ósamræmi við sa mkomulag aðila um tilhögun uppgjörs. Hinn 24. maí 2019 fór matsbeiðandi þess á leit við Héraðsdóm Vesturlands að dómkvaddir yrðu matsmenn til þess að skoða og meta þá ágalla sem matsbeiðandi telur að séu á mjaltaþjóninum, samanber mál M - 94/2017. Var það g ert hinn 24. júní 2019 og voru fengnir til verksins þeir Lárus Pétursson búfræðingur og Stefán Magnússon, véltæknifræðingur B.Sc. Matsgerð þeirra lá fyrir 15. nóvember 2019 og var hún lögð fram í máli þessu 28. nóvember sl. Hinn 26. febrúar 2020 lagði mat sbeiðandi fram nýja matsbeiðni þar sem sömu matsmenn myndu leggja mat á það hvert söluverðmæti mjaltaþjónsins væri að teknu til tilliti til niðurstöðu matsgerðarinnar í málinu nr. M - 94/2109. Matsþoli lagði fram ítarleg andmæli í þinghaldi 4. mars 2020. Fyr irhugað var að munnlegur málflutningur færi fram um beiðnina hinn 21. apríl 2020. Hinn 17. apríl 2020 sendi matsbeiðandi nýja matsbeiðni með breyttum spurningum. Henni var einnig mótmælt af hálfu matsþola. Matsbeiðnin var þó lögð fram í þinghaldi 21. apríl 2020 og eldri matsbeiðnin afturkölluð. Fór þá fram munnlegur málflutningur um kröfuna og var málið tekið til úrskurðar að honum loknum. II Matsbeiðandi tekur fram að kaupverð mjaltaþjónsins hafi verið yfir 20 milljónir króna með virðisaukaskatti. Tilg angur hins umbeðna mats sé að leggja mat á það hvert söluverðmæti mjaltaþjónsins sé að teknu tilliti til niðurstaðna fyrri matsgerðar í máli M - 94/2019. Tilgangurinn sé að undirbyggja frekar sjónarmið matsbeiðanda um riftun, en til vara að matsþola hafi bor ið að veita afslátt af hinu selda. Eins og segi í greinargerð málsins sé einnig fyrirhugað að matsbeiðandi höfði dómsmál til fullra endurheimta á kaupverði mjaltaþjónsins. Matsbeiðandi tekur fram að í niðurstöðum matsgerðarinnar frá 15. nóvember 2019 segi meðal annars 5 kostað talsverða fyrirhöfn, óþægindi, truflanir og mikla viðveru að koma skilvirkni mjalta þjónsins í núverandi horf. Þá hafi fjöldi stöðvana verið óeðlilega mikill, t.d. vegna vandræða með internetsamband. Matsmenn telji að áreiðanleiki mjaltaþjónsins hafi verið slakur hvað varði fjölda misheppnaðra mjalta og mikinn fjölda stöðvunartilvika en g óður hvað varði heildarafköst. Einnig séu óeðlilega mörg tilvik þar sem ekki hafi tekist að lesa einkenniskubb kúa sem heimsækja mjaltaþjóninn og sé vísað út aftur miðað við önnur samanburðarbú. Jafnframt hafi nákvæm og áreiðanleg ásetning á spena verið ry kkjótt. Matsbeiðandi óskar þess að hinir dómkvöddu matsmenn láti í ljós skriflegt og rökstutt álit sitt á eftirfarandi atriðum: 1) Í fyrsta lagi er óskað eftir því að matsmenn svari því hvert hafi verið eðlilegt og sanngjarnt verð mjaltaþjónsins ásamt fyl gihlutum samkvæmt kaupsamningi með þeim annmörkum sem lýst sé í matsgerð dómkvaddra matsmanna frá 15. nóvember 2019, miðað við eftirfarandi tímamörk: a. Miðað við afhendingardag. b. Miðað við dagsetningu riftunarbréfs matsbeiðanda þann 8. júlí 2019. c. Miðað við dagsetningu matsgerðar þann 15. nóvember 2019. 2) Í öðru lagi er óskað eftir því að matsmenn svari því hvert hafi verið eðlilegt og sanngjarnt verð sambærilegs mjaltaþjóns ásamt fylgihlutum án þeirra annmarka sem lýst sé í matsgerð dómkvaddra ma tsmanna frá 15. nóvember 2019, miðað við eftirfarandi tímamörk: a. Miðað við afhendingardag. b. Miðað við dagsetningu riftunarbréfs matsbeiðanda þann 8. júlí 2019. c. Miðað við dagsetningu matsgerðar þann 15. nóvember 2019. Óskað sé eftir því að tekið verði til lit til allra þeirra atriða sem matsmenn telja að geti skipt máli. III Matsþoli byggir á því að formskilyrðum 1. mgr. 61. gr. laga um meðferð einkamála sé ekki fullnægt. Samkvæmt greininni skuli í matsbeiðni koma skýrlega fram hvað eigi að meta, hvar það er sem meta á og hvað aðili hyggst sanna með mati. Matsþoli byggir á því að það komi ekki skýrt fram í matsbeiðninni hvað það er sem meta skuli og sé inntak matsspurninganna óljóst. Þá telur matsþoli að leiðandi fullyrðingar séu í matsspurningunum um lagaleg ágreiningsefni. Matsspurningar miði að því að hvers kyns annmarkar á mjaltaþjóninum séu gallar sem matsþoli beri ábyrgð á, en hvort annmarki sé galli sé lagalegur ágreiningur. Þá fari matsspurningar í bága við 2. mgr. 60. gr. laga um meðferð einkam ála, sem kveður á um að dómari leggi sjálfur mat á atriði sem krefjast almennrar þekkingar og menntunar eða lagaþekkingar. Í annan stað liggi ekki fyrir hvað matsbeiðandi skuli sanna með matinu. Það liggi ekki fyrir hvernig svör við matsspurningum eigi að styðja við málsástæður matsþola fyrir sýknukröfu hans í málinu. Þá byggir matsþoli á því að tilgangur matsbeiðninnar sé að undirbyggja frekari sjónarmið matsbeiðanda um riftun en til vara að matsþola hafi borið að veita afslátt af hinu selda. Málssókn mat sþola sé hins vegar til fullrar greiðslu á kaupverðinu. Þá byggir matsþoli á því að engin varakrafa um afslátt sé gerð af hálfu matsbeiðanda í greinargerð hans. Að lokum byggir matsþoli á því að matsbeiðnin sé aðeins til þess fallin að tefja framgang máls ins og sé það í andstöðu við málshraðareglu einkamálaréttarfarsins. IV Því hefur margsinnis verið slegið föstu í dómaframkvæmd að aðilar eigi samkvæmt 1. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála rétt á því að afla þeirra sönnunargagna sem þeir telja málstað sínum til framdráttar. Almennt sé það hvorki á valdi gagnað ila né dómstóla að takmarka þann rétt. Af þeim sökum ber dómara jafnan að verða við beiðni málsaðila um að dómkveðja matsmann eða matsmenn samkvæmt IX. kafla laga nr. 91/1991 nema ef matsbeiðandi tefur málið að óþörfu, samanber dóm Hæstaréttar í málinu 104 /2015, ef mats er leitað um atriði sem dómari telur bersýnilegt að ekki skipti máli, 6 sbr. 3. mgr. 46. gr. laganna, eða að matsbeiðnin lýtur að atriðum sem dómara ber að leggja sjálfur mat á en ekki sérfróðum matsmönnum, sbr. 2. mgr. 60. gr. og 1. málslið 1 . mgr. 61. gr. laganna, svo dæmi séu tekin. Eins og að framan greinir höfðaði matsþoli mál um mitt árið 2019 til innheimtu reiknings nr. SR161519, samtals að fjárhæð 2.074.572 kr., og voru ógreiddar eftirstöðvar vegna mjólkurþjónsins hluti þessa reiknings. Hinn 8. júlí 2019 lýsir matsbeiðandi yfir riftun á kaupsamningi um mjaltaþjóninn frá 10. apríl 2017. Rétt er að vekja athygli á því að í hinum umdeilda reikningi eru einnig kröfur vegna annarra tækja en tilgreind eru í kaupsamningi aðila og þar með þess e r riftunaryfirlýsingin tók til. Í greinargerð matsbeiðanda frá 8. október 2019 er sýknukrafan byggð í fyrsta lagi á því að mjaltaþjónninn sjálfur sé gallaður, þar sem hann standist hvorki þær kröfur sem leiða megi af kaupsamningi og því sem lofað var við s amningsgerð né uppfylli þær kröfur sem gera megi til sambærilegra tækja. Í öðru lagi hafi stefnandi vanefnt þjónustusamninginn, og teljist það einnig veruleg vanefnd á kaupsamningnum. Í þriðja lagi hafi áskorunum stefnda um úrbætur í engu verið sinnt. Þá e r því lýst yfir í greinargerðinni að matsbeiðandi muni sækja fullar endurgreiðslur í sérstöku dómsmáli. Á sama tíma og mál matsþola á hendur matsbeiðanda um greiðslu eftirstöðva reikningsins er höfðað leggur matsbeiðandi fram matsbeiðni, sbr. matsmálið nr. M - 94/2019, með þeirri fyrstu spurningu hvort mjaltaþjónninn sé í samræmi við þær kröfur sem gera megi til sambærilegs búnaðar. Sé ekki svo er sérstaklega óskað eftir mati á virkni arms sem komi mjólkurbúnaði fyrir, hvort tíðni misheppnaðra mjalta sé umfra m það sem eðlilegt geti talist, hvort þvottakerfi mjaltaþjónsins sem og hugbúnaður virki sem skyldi og að lokum hvort mjaltaþjónninn sé að öðru leyti í samræmi við þær kröfur sem gera megi til sambærilegs búnaðar eða þá eiginleika sem hann eigi að hafa. Í matsbeiðninni er ekki miðað við að matið fari fram miðað við ástand mjaltaþjónsins á ákveðnum tíma, sem þó hefði verið eðlilegt í ljósi þess að matsbeiðandi taldi mjaltaþjóninn gallaðan og lýsti yfir riftun kaupanna tveimur vikum eftir að matsbeiðnin var l ögð fram. Með þeirri matsgerð er lögð var fram við upphaf munnlegs málflutnings freistar matsbeiðandi þess að sömu matsmenn meti söluverðmæti mjaltaþjónsins að teknu tilliti til niðurstöðu matsgerðar í málinu nr. M - 94/2019 miðað við afhendingardag sem ekki er nánar tilgreindur, riftunaryfirlýsingu 8. júlí 2019 og dagsetningu matsgerðar 15. nóvember 2019. Dómurinn telur að líta verði svo á að matsbeiðanda hefði verið í lófa lagið að koma fram með matsspurningar þær sem nú liggja fyrir strax er matsgerðin var lögð fram í júní 2019. Með þessu háttalagi er matsbeiðandi að valda óþarfa töf á málinu sem matsþoli á ekki að þurfa að sætta sig við. Þá verður ekki fram hjá því litið að matsbeiðandi lýsti því yfir í greinargerð sinni að hann myndi sækja fullar endurgre iðslur í sérstöku máli. Ekki hefur verið fallið frá þessari málflutningsyfirlýsingu og má því ætla að matsgerð sú sem óskað er eftir í þessu máli sé ætluð til að undirbyggja kröfu matsbeiðanda í fyrirhuguðu máli. Þá verður ekki fram hjá því litið að í fram setningu matsspurninganna byggir matsbeiðandi á því að hvers kyns annmarkar á mjaltaþjóninum séu gallar sem matsþoli beri ábyrgð á. Ætlaðir annmarkar eru ekki tilgreindir sérstaklega í matsspurningum heldur er það lagt í dóm matsmanna að ákveða hvaða atrið i það eru. Einnig er það lagt í dóm matsmanna að kveða á um hvort annmarkinn sé galli sem matsþoli beri ábyrgð á, en það er lagalegt atriði sem heyrir ekki undir matsmenn að taka ákvörðun um. Þegar af þeim ástæðum sem að framan eru raktar er beiðni um dóm kvaðningu matamanna hafnað. Eftir atvikum þykir rétt að matsbeiðandi greiði matsþola málskostnað svo sem greinir í úrskurðarorði. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Kröfu matsbeiðanda, Laxárholts ehf., um dómkvaðn ingu matsmanna er hafnað. Laxárholt ehf. greiði Líflandi ehf. 300.000 krónur í málskostnað.