LANDSRÉTTUR Úrskurður fimmtudaginn 16. janúar 2020. Mál nr. 856/2019 : Wiktoria Joanna Ginter (Sævar Þór Jónsson lögmaður ) gegn Svikamyll u ehf. (Eva Bryndís Helgadóttir lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gerðardómur. Frávísunarúrskurður staðfestur. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem máli W gegn S ehf. var vísað frá dómi þar sem úrlausn um dómkröfu W ætti undir gerðardóm samkvæmt ákvæði í samningi aðila. Úrskurðu r Landsréttar L andsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson og Jóhannes Sigurðsson og Björg Thorarensen, settur landsréttardómari, kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 19. desember 2019 , sem barst réttinum degi síðar . Greinargerð varnaraðila barst ré ttinum 9. janúar 2020. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. desember 2019 í málinu nr. E - 4405/2019 þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðila var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j - lið 1 . mgr. 143 . gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt verði fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kær ða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Niðurstaða 4 Eins og nánar greinir í hinum kærða úrskurði hefur sóknaraðili höfðað mál þetta á hendur varnaraðila til heimtu skaðabóta vegna meintra vanefnda varnaraðila á samningi aðila um að hljómsveitin Hatari kæmi fram á fernum tónleikum á tónlistarhátíð í Póllandi dagana 20. til 24. ágúst 2019. Byggir sóknaraðili á réttarreglum um skaðabætur innan samninga. Varnaraðili byggir kröfu sína um frávísun málsins meðal annars á því að ágreiningur aðila eigi undir gerðardóm sa mkvæmt grein 1.18 í samningi aðila. 2 5 Sóknaraðili heldur því fram að samningurinn kveði ekki á um skyldu málsaðila til að leggja tiltekinn ágreining fyrst undir gerðardóm, heldur sé um heimildarákvæði að ræða ef sáttaumleitanir skila ekki árangri. Auk þess h afi varnaraðili sagt upp samningnum og telji hann fallinn úr gildi og geti því ekki jafnframt byggt á því að gerðardómsákvæði hans gildi. Loks uppfylli umrætt ákvæði ekki kröfur laga nr. 53/1989 um samningsbundna gerðardóma, um skýrleika enda ekki skýrt kv eðið á um úr hvaða réttarágreiningi gerðardómur eigi að leysa. Ákvæðið geti ekki takmarkað stjórnarskrárbundin n rétt sóknaraðila til að leggja mál sitt fyrir dómstóla . 6 Varnaraðili byggir á því að málsókn sóknaraðila sé reist á samningi aðila þar sem er að finna fyrrnefnt ákvæði um meðferð ágreiningsefna fyrir gerðardómi. Sóknaraðili hafi samið samninginn og geti því ekki síðar borið því við að ákvæðið sé óskýrt. Hann sé bundinn við það samkvæmt meginreglu um skuldbindingargildi samninga. 7 Samningur aðila fjallar eins og áður er rakið um afmörkuð viðskipti og er á ensku. Umrætt ákvæði í grein 1.18 er tekið orðrétt upp í hinum kærða úrskurði. Þar er skýrt kveðið á um skyldu aðila til að leggja ágreining, sem rís um samninginn eða tengist honum, undir gerðardóm sem skipaður skuli einum manni sem aðilar komi sér saman um. Hefur sóknaraðili ekki með haldbærum rökum sýnt fram á heimild sína til að víkjast unda n þeirri samningsbundnu skyldu að sæta lögsögu áðurnefnds gerðardóms. Verður ekki fallist á að með því að ágreiningurinn sæti úrlausn gerðardóms sé takmarkaður réttur sóknaraðila til að fá úrlausn dómstóla um réttindi sín og skyldur þannig að fari í bága v ið 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar. Í því sambandi skiptir máli að hægt er að krefjast ógildingar á úrlausn gerðardóms fyrir dómstólum samkvæmt nánari fyrirmælum í 12. gr. laga nr. 53/1989. Veiti varnaraðili ekki atbeina sinn að því að gerðardómur geti tekið til starfa á sóknaraðili kost á að bregðast við á þann hátt sem greinir í 4. gr. laga nr. 53/1989, sbr. einnig dóm Hæstaréttar 24. mars 2010 í máli nr. 149/2010. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 8 Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Wiktoria Joanna Ginter, greiði varnaraðila, Svikamyllu ehf., 280.000 krónur í kærumál skostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 10. desember 2019 Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 3. desember 2019, höfðaði Wiktoria Joanna Ginter, Leifsgötu 26, Reykjavík, hinn 16. ágúst 2019, gegn Svikamyllunni ehf., Hvassaleiti 99, Reykjavík. 3 Dómk röfur stefnanda, að teknu tilliti til sóknar sem lögð var fram í þinghaldi 22. október sl., eru þær að stefnda verði gert að greiða stefnanda 4.456.872 krónur, eða lægri fjárhæð að mati dómsins, með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 fr á 12. september 2019 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar. Með framangreindri sókn féll stefnandi frá kröfu um dagsektir sem höfð var uppi í stefnu. Stefndi krefst þess að dómkröfum stefnanda verði vísað frá dómi. Þá krefst hann málskostnaðar. Stefndi neytti heimildar 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála til að leggja fram greinargerð um frávísunarkröfu einvörðungu. Liggja varnir hans í efnisþætti málsins því ekki fyrir á þessu stigi og er það einvörðungu frávísunarkrafan sem er til meðferðar í þessum þætti málsins. Stefnandi krefst þess að frávísunarkröfunni verði hrundið og að málið verði tekið til efnismeðferðar. Þá krefst stefnandi málskostnaðar vegna þessa þáttar málsins. I Í máli þessu hefur stefnandi uppi fjárkröfu s em hún kveður styðjast við skyldu stefnda samkvæmt skriflegum samningi aðila. Samkvæmt samningnum sem liggur fyrir í málinu átti hljómsveitin Hatari að hen di að helmingi 15. apríl 2019 og að helmingi að tónleikahaldi loknu. Samningurinn, sem ber undirritaður 9. febrúar 2019, af hálfu stefnda af umboðsmanni hlj ómsveitarinnar og af stefnanda sem skipuleggjanda tónlistarhátíðarinnar. Ekki varð af því að hljómsveitin kæmi fram á tónlistarhátíðinni. Af stefnu, greinargerð og gögnum málsins verður ráðið að ástæður þess sé að rekja til ágreinings sem upp kom um efndi r samningsins af hálfu stefnanda í maí 2019, en óumdeilt er að greiðsla fór ekki fram 15. apríl 2019 í samræmi við ákvæði hins skriflega samnings. Auk þess verður ráðið af stefnu og gögnum málsins að ágreiningur milli stefnanda og umboðsmanns hljómsveitari nnar um óundirritaðan samning vegna annarrar hljómsveitar, sem til stóð að kæmi fram á hátíðinni, kunni að hafa átt þátt í því hvernig fór. Með tölvupósti stefnanda til umboðsmanns hljómsveitarinnar var upplýst að stefnandi hefði bókað aðra hljómsveit í s tað Hatara og að þóknun þeirrar hljómsveitar væri mun hærri en sú þóknun sem stefndi hefði samþykkt. Var höfð uppi krafa um að stefndi greiddi stefnanda mismuninn, með vísan til ákvæðis gr. 1.9.1 í samningnum. Mun sú krafa ekki hafa fengið hljómgrunn hjá s tefnda og höfðaði stefnandi í framhaldinu mál þetta. II Í efnisþætti málsins byggir stefnandi á því að hljómsveitin Hatari, sem rekin sé af hálfu stefnda, hafi skuldbundið sig samkvæmt samningi til þess að koma fram á umræddri tónlistarhátíð, en við útgáfu stefnu 16. ágúst 2019 hafi verið ljóst að stefndi myndi vanefna þá skyldu með tilheyrandi tjóni fyrir stefnanda. Eigi stefnandi því rét t til bóta í samræmi við reglur skaðabótaréttar innan samninga. Vísar - liðar gr. 1.9.1 í samningnum sem gildi er uppsögn hljómsveitar berist þegar minna en 60 dagar séu fram að tónle ikum, auk greinar 1.12 Stefnufjárhæðina sundurliðar stefnandi svo að þess sé í fyrsta lagi krafist að stefndi greiði honum mismun á umsaminni þóknun Hatara og þeirrar hljómsveitar sem stefnandi bókaði til tónleikah alds í stað Hatara. Mismunurinn nemi 27.000 evrum, sem svari til 3.734.640 króna á genginu 138,32 (sölugengi 15. ágúst 2019). Virðisaukaskattur sé innifalinn í fjárhæðinni. Í öðru lagi sé þess krafist að stefndi beri kostnað vegna vinnu og markaðssetningar sem falist hafi í ýmiss konar kynningarmyndböndum, en kostnaður samkvæmt reikningi vegna fimm kynningarmyndbanda nemi samtals 225.000 krónum. Í þriðja lagi sé krafan vegna kostnaðar af gerð og hönnun kynningarefnis samkvæmt reikningi að fjárhæð 3.600 evru r, sem svari til 497.232 króna miðað við sama gengi evru og að framan greinir. Samtals nemi þessar fjárhæðir stefnufjárhæðinni. 4 Þá byggir stefnandi á því að skilyrði sakarreglunnar um orsakatengsl og sennilega afleiðingu milli framangreinds tjóns og vane fndar stefnda séu uppfyllt. III Frávísunarkröfu sína reisir stefnandi á þremur málsástæðum. Í fyrsta lagi á því að krafa stefnanda sé ekki dómtæk þar sem enginn grundvöllur sé fyrir kröfu stefnanda um dagsektir frá dómsuppsögu til greiðsludags. Eins og f yrr segir féll stefnandi frá kröfu sinni um dagsektir með sókn 22. október sl. Er ekki deilt um að sú breyting á kröfugerð rúmist innan heimilda stefnanda til að lækka kröfur sínar, stefnda til hagsbóta. Var framangreind málsástæða stefnda því ekki reifuð frekar við munnlegan málflutning, þótt ekki væri beinlínis gefin yfirlýsing um að fallið væri frá henni. Með vísan til þeirra breytinga sem stefnandi hefur gert á kröfugerð sinni verður ekki fallist á kröfu stefnda um frávísun af framangreindri ástæðu. Í öðru lagi byggir stefndi frávísunarkröfu sína á því að málatilbúnaður stefnanda sé allur svo vanreifaður að fari gegn meginreglu réttarfars um skýran og glöggan málatilbúnað, sbr. 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Varði sú vanreifun f rávísun án kröfu (ex officio). Í greinargerð stefnda er í þessu sambandi einvörðungu vísað til þess að stefnufjárhæð sé vanreifuð og að óskýrt sé hvernig hún sé ákvörðuð, en að öðru leyti er ekki gerð nánari grein fyrir þessari málsástæðu. Við munnlegan má lflutning vísaði lögmaður stefnda eingöngu til þess að ótækt væri að leggja þann skilning í ákvæði gr. 1.9 í samningi aðila að stefnandi gæti bókað hvaða hljómsveit sem er, á hvaða verði sem er, á kostnað stefnda og rukkað hann um mismuninn. Sú málsástæða lýtur að efni máls. Með vísan til þess sem rakið var hér að framan um sundurliðun dómkröfu í stefnu verður ekki annað séð en grundvöllur málsins sé skýr og að nægilega skýrt liggi fyrir hvernig fjárhæð dómkröfunnar sé fundin. Verður framangreindri málsástæ ðu stefnda því hafnað. Í þriðja lagi byggir stefndi frávísunarkröfu sína á því að stefnandi hafi þingfest málið án þess að leggja fram fullnægjandi gögn til stuðnings þeim kröfum sem þar eru gerðar, þannig að áskilnaði 1. mgr. 95. gr. laga nr. 91/1991 sé ekki fullnægt. Engin grein er þó gerð fyrir því í greinargerð að hvaða leyti stefndi telur gagnaframlagningu stefnanda áfátt og var ekki úr því bætt við munnlegan málflutning. Með sókn sem lögð var fram 22. október sl. leiðrétti stefnandi málsatvikalýsingu um tiltekið atriði og var ekki að því fundið við málflutning um frávísunarkröfu. Til þess er að líta að gagnaöflun hefur ekki verið lýst lokið, auk þess sem stefnandi á þess kost að færa fram sönnun fyrir kröfu sinni með munnlegum skýrslum fyrir dómi á sí ðari stigum. Verður ekki séð að gagnaframlagningu samhliða stefnu hafi verið svo verulega áfátt að málatilbúnaður stefnanda teljist vanreifaður. Verður þeirri málsástæðu hafnað. Í fjórða lagi byggir stefndi á því að ágreiningur aðila eigi undir samningsbu ndinn gerðardóm samkvæmt ákvæði í samningi aðila. Við munnlegan málflutning leiðrétti stefndi tilvísun í greinargerð til viðkomandi samningsákvæðis svo að átt sé við gr. 1.18 í samningi aðila. Af því ákvæði leiði að málið eigi ekki undir lögsögu Héraðsdóms Reykjavíkur, sbr. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991, og beri því að vísa því frá dómi að kröfu stefnda. Við munnlegan málflutning benti stefndi á að stefnandi hefði einhliða samið umrætt samningsákvæði og beri því hallann af því ef hann telji ákvæðið óskýr t. Stefnandi mótmælti framangreindri málsástæðu við munnlegan málflutning. Bendir stefnandi á að nokkur mótsögn felist í því að stefndi byggi öðrum þræði á því að enginn samningur sé í gildi milli aðila vegna uppsagnar stefnda, en vísi þrátt fyrir það til ákvæðis gr. 1.18 í samningnum um gerðardómsmeðferð. Þá bendir stefnandi á að í ákvæði samningsins sé ekki tilgreint til hvaða ágreinings gerðardómsmeðferð eigi að taka og sé það því of óljóst til að uppfylla kröfur 1. mgr. 3 gr. laga nr. 53/1989 um samnin gsbundna gerðardóma. Þá sé ekki mælt þar fyrir um skyldu til þess að leggja ágreining í gerðardóm. Loks uppfylli samningsákvæðið ekki kröfur 2. mgr. 3. gr. sömu laga um fullnægjandi réttarvernd. Geti samningsákvæðið því ekki skuldbundið aðila. Samkvæmt 1. gr. laga nr. 53/1989 geta aðilar með samningi ákveðið að leggja réttarágreining sín á milli í gerð ef þeir hafa forræði á sakarefninu, og má gera slíkan samning hvort heldur sem er um ágreining sem upp er kominn eða síðar kann að koma upp í tilteknum lögs kiptum aðila. Hafi mál verið höfðað fyrir almennum dómstólum um ágreiningsefni sem á undir gerðardóm samkvæmt gildum gerðarsamningi skal ekki vísa því frá dómi nema krafa komi um það, sbr. 2. gr. sömu laga. Í 1. og 2. mgr. 5 3. gr. sömu laga er síðan kveðið á um þær kröfur sem gera verður til gerðarsamnings svo að hann geti talist skuldbindandi fyrir aðila. Fram er komin krafa um frávísun og er jafnframt uppfyllt það skilyrði að aðilar hafi forræði á sakarefninu. Þá liggur fyrir skriflegur samningur aðila, sem stefnandi byggir dómkröfur sínar á, þar sem í gr. 1.18 er að finna svohljóðandi ákvæði, á ensku, sem dómari skilur og telur sér sjálfri fært að þýða, sbr. 10. gr. laga nr. 91/1991: ny claim or controversy arising out of or relating to this agreement through consultation, negotiation, and a spirit of mutual cooperation. If those attempts fail, then the dispute will be mediated by a mutually acceptable mediator to be chosen by the part ies. Each party will bear its own expenses, and the decision of the mediator or Samkvæmt framangreindu er nægilega tilgreint í ákvæðinu hvaða ágre iningur aðila falli undir samningur aðila fjallar um ein afmörkuð viðskipti. Skýrlega er tilgreint að um gerðardómsákvæði sé að ) og hverjir séu aðilar að samningnum. Uppfyllir ákvæðið því kröfur 1. mgr. 3. gr. laga nr. 53/1989. Þá verður ekki annað séð en að ákvæðið mæli fyrir um skyldu samningsaðila til þess að leggja ágreining í gerðardóm, í stað þess að leita til dómstóla, enda segir þar að ef sáttaumleitanir skili ekki árangri verði will be mediated by a mutually Stendur þá einungis eftir að l eysa úr því hvort umrætt ákvæði samningsins fullnægi þeirri kröfu 2. mgr. 3. gr. laganna að ákvæði um skipun gerðarmanna, málsmeðferð eða önnur atriði þyki veita fullnægjandi réttarvernd. Stefnandi hefur ekki bent á nein sérstök atriði í því sambandi en ví sar til þess að gerðardómsákvæði feli í sér frávik frá stjórnarskrárvörðum rétti manna til að leita úrlausnar um réttindi sín og skyldur fyrir dómstólum, sbr. 70. gr. stjórnarskrárinnar. Í þessu efni er til þess að líta að ekki verður af gögnum málsins sé ð að stefnandi hafi látið á það reyna hvort samkomulag gæti tekist milli aðila um skipan gerðarmanns, áður en hún höfðaði mál þetta, eða neytt úrræðis samkvæmt 4. gr. laga nr. 53/1989 með beiðni til héraðsdóms um skipun gerðarmanns. Í lögum nr. 53/1989 er að finna ákvæði um hæfi og málsmeðferð gerðarmanns, t.d. í 6. og 7. gr. laganna. Í gerðardómsákvæði samnings aðila er kveðið á um fullnustuhæfi niðurstöðu gerðarmanns, í samræmi við 1. mgr. 13. gr. laganna. Þá er ljóst að bera má niðurstöðu gerðardóms undi r dómstóla eða vefengja hana fyrir dómstólum, sbr. 12. gr. og 2. mgr. 13. gr. laganna. Samkvæmt framanrituðu verður ekki annað séð en að sú gerðardómsmeðferð sem aðilar sömdu um fullnægi þeim lágmarkskröfum um réttarvernd sem réttarfarslög setja. Með ví san til alls framanritaðs, og þar sem öllum málsástæðum stefnanda í andstæða veru hefur verið hafnað, er óhjákvæmilegt að taka fjórðu málsástæðu stefnda fyrir frávísunarkröfunni til greina. Með vísan til 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 verður máli þessu þ ví vísað frá héraðsdómi að kröfu stefnda. Í samræmi við þau málsúrslit, sbr. 1. og 2. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, verður stefnanda gert að greiða stefnda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn með þeirri fjárhæð sem í úrskurðarorði greinir. Af há lfu stefnanda flutti málið Lárus Sigurður Lárusson lögmaður, f.h. Sævars Þórs Jónssonar lögmanns, en af hálfu stefnda flutti málið Oddur Ástráðsson lögmaður, f.h. Evu Bryndísar Helgadóttur lögmanns. Hildur Briem héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Öllum dómkröfum stefnanda, Wiktoriu Joönnu Ginter, á hendur stefnda, Svikamyllu ehf., í máli þessu er vísað frá dómi. Stefnandi greiði stefnda 350.000 krónur í málskostnað.