LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 26. júní 2020. Mál nr. 368/2019 : S. Saga ehf. ( Bjarni Þór Óskarsson lögmaður ) gegn þrotabúi Fashion Group ehf. ( Ólafur Eiríksson lögmaður) Lykilorð Verksamningur. Haldsréttur. Útdráttur S ehf. tók að sér hönnun stálbyggingar fyrir F ehf. og átti, samkvæmt samningi aðila á milli, meðal annars að skila hönnunargögnum til stálframleiðanda og til byggingarfulltrúa/eftirlitsaðila til samþykktar. Ágreiningur reis með aðilum þegar S ehf. neitaði að afhenda F ehf. frekar i gögn og vildi ekki vinna áfram að verkinu vegna útistandandi krafna. F ehf. rifti síðar samningnum og byggði á því annars vegar að hönnun verksins hefði átt að vera lokið og hins vegar að engin nothæf hönnunargögn hefðu borist frá S ehf. Í kjölfarið höfð aði S ehf. mál á hendur F ehf. til greiðslu tveggja reikninga sem S ehf. hafði ekki greitt. Í dómi Landsréttar kom fram að tafir á framvindu verksins yrðu ekki eingöngu raktar til S ehf. auk þess sem ekki hefði verið sýnt fram á að hönnunarvinna S ehf. hef ði reynst ónothæf. Þá hefði S ehf. verið heimilt að synja F ehf. um afhendingu hönnunargagnanna vegna ógreiddra gjaldfallinna reikninga. Enn fremur hafi skilyrði riftunar ekki verið fyrir hendi. Með hliðsjón af framangreindu var fallist á kröfur S ehf. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Jóhannes Sigurðsson og Oddný Mjöll Arnardóttir og Eggert Óskarsson , fyrrverandi héraðsdómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 23. maí 2019 . Áfrýjað er dómi H éraðsdóms Reykjaness 2. maí 2019 í málinu nr. E - 943/2018 . 2 Áfrýjandi krefst þess að stefndi greiði sér 2.356.000 krónur, með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, af 1.240.000 krónum frá 10. október 2017 til 17. nóvember 2017, en af 2.356.000 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst aðallega staðfestingar hins áfrýjaða dóms en til vara að kröfur áfrýjanda verði lækkaðar verulega. Þá krefst h ann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 2 4 Mál þetta var þingfest fyrir Landsrétti 5. júlí 2019. Stefndi skilaði greinargerð í málinu innan frests sem honum var veittur samkvæmt 1. mgr. 158. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Stefndi tilkynnt i Landsrétti 31. janúar 2020 að félagið hefði verið úrskurðað gjaldþrota 9. janúar 2020 og að þrotabúið hefði í kjölfarið tekið við aðild málsins. Þá tilkynnti stefndi Landsrétti 22. maí 2020 að þrotabúið myndi ekki halda uppi frekari vörnum í málinu. 5 Áfr ýjandi skilaði sókn í málinu 9. júní 2020 í samræmi við 4. mgr. 158. gr. laga nr. 91/1991 og verður dómur lagður á málið eftir framkomnum kröfum, gögnum og sókn áfrýjanda, með tilliti til þess sem hefur komið fram af hálfu stefnda. Málsatvik og sönnunarfærsla 6 Eins og rakið er í hinum áfrýjaða dómi gerði áfrýjandi tilboð 27. apríl 2017 í hönnun stálbyggingar að Desjamýri 6, Mosfellsbæ , en verkkaupi var Fashion Group ehf. Miðaðist tilboðið við hönnun á stálhluta hússins á grundvelli teikninga frá V A arkitektum. Var tilboð áfrýjanda, fyrir hönnun burðarvirk is og lagna, að fjárhæð 3.350.000 krónur án virðisaukaskatts. 7 Samningur komst á milli aðila um framangreint verk 10. maí 2017. Samkvæmt honum átti áfrýjandi að hanna stálburðarvirki hússins, að und anskildum verksmiðjuteikningum. Nánar tiltekið átti áfrýjandi að sjá um hönnun stálvirkis, útreikning og að koma nauðsynlegum upplýsingum til framleiðanda. Þá átti áfrýjandi að sjá um að koma hönnunar gögnum vegna stáls, út frá yfirförnum verksmiðjuteikningum, til byggingarfulltrúa/eftirlitsaðila til samþykktar . Samkvæmt samningnum skyldu greiðslur inntar af hendi eftir framvindu verksins og reikningar gerðir í lok hvers mánaðar fyrir vinnu í líðandi mánuði. Gerði verkkaupi ekki athugasemdir við reikning innan tíu daga frá móttökudegi teldist reikningurinn samþykktur og skyldi greiðast eigi síðar en á eindaga. Samkvæmt ákvæði um tímaáætlun var gert ráð fyrir því að vinna áfrýjanda tæki um þrjár og hálfa til fj órar vikur. Þá kom fram í samningnum að áfrýjandi skyldi dreifa tölvuteiknuðum (Auto Cad) grunnmyndum, sniðum og útlit i til verkkaupa og annarra ráðgjafa verksins eftir þörfum og óskum verkkaupa . 8 Áfrýjandi gaf út framvindureikninga vegna verksins, fyrst 3. ágúst 2017 að fjárhæð 1.116.000 krónur með virðisaukaskatti og greiddi stefndi þann reikning 4. sama mánaðar. Næsti reikningur var gefinn út 7. október 2017 að fjárhæð 1.240.000 krónur með virðisaukaskatti. Þriðji reikn in gurinn var gefinn út 1. nóvember 2 017 að fjárhæð 1.116.000 krónur með virðisaukaskatti. Ágreiningur varð milli aðila í lok árs 2017 þar sem áfrýjandi vildi ekki skila frekari gögnum til verkkaupa né vinna áfram í verkinu fyrr en verkkaupi greiddi útistandandi kröfur. 9 Með tölv uskeyti til áf rýjanda 26. febrúar 2018 tilkynnti verkkaupi að hönnunarsamningi aðila væri rift. Ástæða riftunar væri sú að hönnun verks ins hefði átt að ljúka í maí og júní 2017 en verkkaupa hefð u ekki enn borist nein nothæf 3 hönnunargögn frá áfrýjanda sem innlendir eða e rlendir aðilar gætu nýtt til að skoða, meta og/eða verðleggja verkið. Niðurstaða 10 Áfrýjandi byggir reikningskröfur sínar á hendur stefnda á fyrrgreindum hönnunarsamningi við Fashion Group ehf. og tilboði sínu í verkið. Niðurstaða héraðsdóms um sýknu félag sins af kröfum áfrýjanda er rökstudd með því að áfrýjandi hafi ekki lagt fram gögn um þá vinnu sem liggur að baki reikningunum, hvorki tímaskýrslu r né teikningar. Því væri ekki unnt að taka afstöðu til þess hvort það verk sem áfrýjandi innti af hendi h efði verið nothæft eða ekki svo að dómurinn gæti lagt mat á ágreining aðila. 11 Fyrir Landsrétti hefur áfrýjandi lagt fram ný gögn, þar á meðal teikningar og tímaskráningar sínar og samstarfsfélags áfrýjanda Stener Sörensen, þar sem skráðir eru vinnutímar á verki ð Desjamýri í september, október og nóvember 2017. Gögn þessi renna stoðum undir reikningskröfur áfrýjanda. 12 Í framlögðum gögnum um tölvupóstsamskipti aðila á tímabilinu 4. september til 27. nóvember 2017, sem lögð voru fyrir Landsrétt, er fjallað um framvi ndu verksins og breytingar á því. Þar kemur fram í tölvuskeyti til áfrýjanda 5. september staðfesting Fashion Group ehf. á því að áfrýjandi skuli vinna áfram að stálburðarþolshönnun samkvæmt samningi aðila eins og nauðsyn ber til. Þá kemur einnig fram í tö lvuskeytum á þessum tíma að vegna breytinga sem gerðar voru á húsinu hafi komið til aukin vinna áfrýjanda. Í tölvupóstsamskiptum aðila á tímabilinu 21. desember 2017 til 5. janúar 2018, sem er að finna í gögnum málsins, er fjallað um reikninga áfrýjanda og mögulegt samkomulag aðila um uppgjör þeirra. Þar kemur fram í tölvuskeytum 5. janúar að áfrýjandi muni ekki vinna áfram að verkinu fyrr en gjaldfallnir reikningar hafi verið greiddir . Samkomulag varð ekki með aðilum um greiðslu reikninga og verklok áfrýja nda og rifti Fashion Group ehf. samning n um við áfrýjanda og fól öðrum aðila verkið. 13 Sýknukrafa stefnda í málinu er byggð á því að samningi við áfrýjanda hafi verið rift vegna verulegra vanefnda hans. Áfrýjandi hafi tafið skil verksins úr hófi fram og ekki skilað verkkaupa nothæfum teikningum. Í ljós hafi komið að stálframleiðandinn hefði ekki getað lesið úr teikningum áfrýjanda, sem unnar voru í svonefndu Tekla formi. Í ljósi samskipta aðila um framvindu verksins, sem ráða má af gögnum málsins meðal an nars framangreindum tölvu skeytum , verður ekki talið að áfrýjanda verði einum kennt um þær tafir sem á verkinu urðu. Þá hefur stefndi ekki sýnt fram á með fullnægjandi hætti að hönnunarvinna áfrýjanda hafi reynst ónothæf. Jafnframt var áfrýjanda heimilt að stöðva frekari hönnunarvinnu og synja afhendingu teikninga sem hann hafði lokið við þar sem gjaldfallnir reikningar voru ógreiddir. Verður því ekki talið að skilyrði riftunar samningsins af hálfu verkkaupa hafi verið fyrir hendi. 4 14 Samkvæmt grein 0.7 í hönn unarsamningnum 11. maí 2017 telst reikningur samþykktur af verkkaupa geri hann ekki athugasemdir við hann innan 10 daga frá móttökudegi. Ekkert liggur fyrir um það í málinu að Fashion Group ehf. hafi andmælt efni reikninganna innan þess tímafrests. Þá styð ja gögn málsins ekki þá málsástæðu stefnda að Fashion Group ehf. hafi 10. október 2017 greitt annan reikninganna sem stefnukrafan byggist á. 15 Samkvæmt framansögðu verður fallist á reiknings kröfur áfrýjanda í málinu , sem eru innan marka tilboðsfjárhæðar, me ð þeim dráttar vöxtum sem krafist er eins og nánar greinir í dómsorði. 16 Eftir þessum úrslitum málsins verður stefndi dæmdur til að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti, sem ákveðinn verður í einu lagi eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Stefndi, þrotabú Fashion Group ehf., greiði áfrýjanda, S. Sögu ehf., 2.356.000 krónur, með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, af 1.240.000 krónum frá 10. október 2017 til 17. nóvember 2017, en af 2.356.000 kr ónum frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi greiði áfrýjanda samtals 800.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 2. maí 2019 Mál þetta var höfðað 25. september 2018 og dómtekið 4. apríl 2019. Stefnandi er Saga ehf., Hamraborg 12, Kópavogi. Stefndi er Fashion Group ehf., Frjóakri 7, Garðabæ. Dómkröfur stefnanda eru þær að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skuld að fjá rhæð 2.356.000 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, af 1.240.000 krónum frá 10. október 2017 til 17. nóvember 2017, en af 2.356.000 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Þá gerir stefnandi kröfu um málskostnað. Stefndi kr afðist þess aðallega að málinu yrði vísað frá dómi en til vara sýknu. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar. Með úrskurði dómsins 18. febrúar 2019 var frávísunarkröfu stefnda hafnað. I. Málsatvik eru þau að stefnandi er verkfræðistofa sem sérhæfir s ig m.a. í verkfræðiráðgjöf og annarri tækniráðgjöf við byggingarframkvæmdir og mannvirkja gerðahönnun, ásamt þjónustu því tengdri. Hinn 27. apríl 2017 gerði stefnandi tilboð í hönnun stálbyggingar að Desjamýri 6, Mosfellsbæ. Miðaðist tilboðið við hönnun á stálhluta hússins út frá teikningum VA arkitekta. Var tilboð stefnanda, fyrir hönnun burðarvirkis og lagna, að fjárhæð 3.350.000 krónur, án vsk. Í tilboðinu var nánar lýst hvað væri innifalið í tilboðinu og hvað ekki og að þetta yrði innheimt samkvæmt til teknu tímagjaldi. Málsaðilar gerðu samning um framangreint verk, dags. 10. maí 2017, sem var undirritaður 11. sjá um hönnun stálvirkis, útreikning og koma nauðsynlegum 5 upplýsingum til framleiðanda. Þá átti stefnandi að koma þeim gögnum til byggingarfulltrúa/eftirlitsaðila til samþykktar eins og reglugerðir segi til um, varðandi stál, út frá yfirförnum verksmiðjute ikningum. Greiðslur átti að inna af hendi eftir framvindu verksins. Reikningar yrðu gerðir í lok hvers mánaðar fyrir vinnu í líðandi mánuði. Gerði stefndi ekki athugasemdir við reikning innan tíu daga frá móttökudegi teldist reikningurinn samþykktur og sky ldi greiðast eigi síðar en á eindaga, en þá reiknuðust dráttarvextir. Þá var í ákvæðinu tímaáætlun en gert var ráð fyrir því að vinna stefnanda tæki um þrjár og hálfa viku til fimm vikur. Enn fremur kom fram í samningnum að stefnandi skyldi dreifa tölvutei knuðum (Auto Cad) grunnmyndum, sniðum og útlitum til stefnda og annarra ráðgjafa verksins eftir þörfum og óskum stefnda. Með tölvupósti fyrirsvarsmanns stefnda, Freygarðs E. Jóhannssonar, dags. 26. febrúar 2018, var stefnanda tilkynnt að framangreindum sa mningi aðila væri rift. Í tölvupóstinum segir að ástæða þess sé að hönnunartími hafi átt að klárast í maí og júní 2017, en stefnda hefði ekki enn borist nein nothæf hönnunargögn frá stefnanda sem innlendir eða erlendir aðilar treystu sér til að nota til að skoða, meta og/eða verðleggja verkið. Þá tilkynnti stefndi að ekki yrði um frekari greiðslur að ræða til stefnanda en þegar hefði verið greitt, eða með greiðslu reiknings nr. 81, hinn 10. október 2017, að fjárhæð 1.240.000 krónur. Við aðalmeðferð málsins gáfu skýrslu fyrirsvarsmaður stefnanda, V ignir Jónsson, og fyrirsvarsmaður stefnda, Freygarður E. Jóhannsson. Þá komu fyrir dóm sem vitni Sturlaugur Þorsteinsson, Jóhann Albert Harðarson, og Þorsteinn Kröyer. Verður vísað til framburðar þeirra síðar eftir því sem ástæða er til. II. Stefnandi byggir kröfur sínar á reikningi, á grundvelli hönnunarsamnings, dags. 11. maí 2017, á milli stefnda, Fashion Group ehf., sem verkkaupa og stefnanda, S. Saga ehf., sem verktaka. Samkvæmt tilboði 27. apríl 2017 hafi verð fyrir hönnun burðarvirkis og lagna verið 3.350.000 krónur, án vsk. Samkvæmt hönnunar samningnum hafi stefnandi tekið að sér að framkvæma hönnun á stálvirki fasteignarinnar Desjamýri 6, Mosfellsbæ. Greiðslur skyldu inntar af hendi eftir framvindu verke fnis, þó skyldi haft til hliðsjónar 300.000 króna staðfestingargjald. Reikningar yrðu gerðir í lok hvers mánaðar fyrir vinnu í líðandi mánuði. Hefði stefndi ekki gert athugasemdir við reikning innan tíu daga frá móttökudegi teldist reikningurinn samþykktur . Krafa stefnanda sé tilkomin vegna vinnu við hönnun og teiknivinnu sem hafi verið unnin í september og október 2018 (sic) samkvæmt framlögðum reikningum og sundurliðist þannig: Nr. Útgáfudagur Gjalddagi Fjárhæð 1. 07.10. 2017 10.10.2017 1.240.000 2. 01.11.2017 17.11.2017 1.116.000 Samtals nemi framangreindar fjárhæðir 2.356.000 krónum sem sé stefnufjárhæðin í máli þessu, auk dráttarvaxta og kostnaðar. Umsaminn gjalddagi í viðskiptum stefnda við stefnanda sé sá dagur sem fram komi hér að ofan og sé stefnufjárhæð og dráttarvextir miðaðir við það tímamark. Skuld þessi hafi ekki fengist gr eidd þrátt fyrir innheimtutilraunir og sé því nauðsynlegt að höfða mál til greiðslu hennar. Um lagarök vísar stefnandi til reglna samninga - og kröfuréttar um loforð og efndir fjárskuldbindinga. Kröfu um dráttarvexti, þ.m.t. vaxtavexti, styður stefnandi v ið lög um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001. Krafan um málskostnað styðst við 1. mgr. 130. gr. laga 91/1991 um meðferð einkamála. III. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að hann hafi rift samningi sínum við stefnanda með tölvuskeyti 26. febrúar 2018 vegna verulegra vanefnda stefnanda. Stefnandi hafi ekki mótmælt uppsögninni 6 og því hafi stefndi verið í g óðri trú um að riftunin hafi verið samþykkt. Stefnandi ver ði sjálfur að bera hallann af tómlæti sínu í þessum efnum. Stefndi telur að líta beri til þess að stefnandi hafi vanefnt samning aðila verulega. Í fyrsta lagi hafi stefnandi tafið skil verksins úr hófi fram, en heildartími þess samkvæmt samningi hafi átt a ð vera í mesta lagi fjórar vikur. Í febrúar 2018, eða átta mánuðum eftir umsamin verklok, hafi stefnandi ekki enn skilað nothæfum teikningum til stefnda. Í öðru lagi hafi vanefndir stefnanda falist í því að skila stefnda ekki nothæfum teikningum samkvæmt s amningi, en það sé augljóst brot á aðalskyldu stefnda. Riftun sé einhliða yfirlýsing sem feli í sér ákvöð og hafi réttaráhrif frá þeim tímapunkti þegar hún kemur til viðtakanda. Við það tímamark falli skyldur samningsaðila niður og greiðslur eigi að ganga til baka eftir atvikum. Stefndi byggir á því að greiðslur hafi aðeins átt sér stað úr hendi stefnda til stefnanda í samræmi við efni samningsins en stefnandi hafi ekki innt samningsskyldur sínar af hendi. Það halli af þeim sökum ekki á stefnda að skila ne inum greiðslum heldur halli verulega á stefnanda í þeim efnum. Af þeim sökum geti stefnandi nú ekki krafist frekari greiðslna úr hendi stefnda. Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að verkið, sem stefnandi krefjist greiðslu fyrir, hafi aldrei verið unnið eins og um var samið. Stefndi hafi því aldrei fengið fullbúna afurð í hendur frá stefnanda. Það sé grundvallaratriði, hvort sem vísað sé til meginreglna samningaréttar eða kröfuréttar almennt, að í gagnkvæmum samningssamböndum myndist ekki greiðsluskylda f yrr en samningsskyldur séu uppfylltar, s.s. þegar seljandi afhendir kaupanda hlut eða vöru og eigi þá rétt á endurgjaldi fyrir. Stefndi telur að það sem hann hafi nú þegar greitt stefnanda sé meira en hóflegt fyrir þessa vinnu, sérstaklega í ljósi þess a ð afrakstur vinnunnar hafi ekki nýst stefnda sem skyldi. Í ljósi þessa geti stefnandi ekki krafið stefnda um frekari greiðslur fyrir ónýtt verk. Sú vinna sem stefnandi hafi innt af hendi hafi reynst ófullnægjandi og ónothæf fyrir stefnda. Fallist dómurinn ekki á sýknukröfu stefnda þá byggir hann á því að hann hafi þegar greitt stefnanda verulegar fjárhæðir sem taka þurfi tillit til. Í stefnu sé aftur á móti ekki gerð nein grein fyrir þessum greiðslum og af þeim sökum sé stefnda erfitt að grípa til varna. Í þessu samhengi verði einnig að hafa í huga heildarkostnað verksins samkvæmt tilboði. Stefndi eigi rétt á verulegum afslætti í ljósi vanefnda stefnanda á samningsskyldum sínum gagnvart stefnda. Sá afsláttur þurfi að taka tillit til þess kostnaðar sem stefn di hafi haft af því að fá annan aðila til þess að klára það verk sem stefnandi átti að sinna, tafa sem urðu vegna vanefnda stefnanda og kostnaðar sem stefndi hafi orðið fyrir sökum vanefndanna, þar með talið lögfræðikostnaður. Um lagarök vísar stefndi til meginreglna samninga - og kröfuréttar. Þá byggir stefndi á ákvæðum laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, einkum 16., 80. og 95. gr. Málskostnaðarkrafa stefnda byggist á 129. og 130. gr. laga nr. 91/1991. IV. Eins og rakið hefur verið gerði stefnandi stefnda tilboð hinn 27. apríl 2017 í hönnun á stálburðarvirki að Desjamýri 6, Mosfellsbæ, og var tilboðið að fjárhæð 3.350.000 krónur. Málsaðilar undirrituðu samning um verkið, dags. 10. maí 2017, og var gert ráð f yrir að vinna stefnanda tæki um þrjár og hálfa viku til fimm vikur. Í febrúar 2018 rifti stefndi framangreindum samningi vegna meintra vanefnda stefnanda. Í stefnu málsins segir að stefnandi geri kröfu um greiðslu reikninga vegna vinnu í september og októ ber 2018, eftir að samningi aðila var rift, en af reikningunum verður ekki annað ráðið en að um sé að ræða vinnu í september og október 2017. Í fyrsta lagi er um að ræða reikning nr. 81, dags. 7. október 2017, með gjalddaga 10. s.m., að fjárhæð 1.240.000 k rónur, að meðtöldum virðisaukaskatti, vegna vinnu sem 1. nóvember 2017, með gjalddaga 17. s.m., að fjárhæð 1.116.000 krónur, að meðtöldum virðisauk askatti, Fyrir dómi greindi fyrirsvarsmaður stefnanda, Vignir Jónsson, frá því að stefnandi hafi átt að hanna stálvirki ofan á sökkla sem Ferill átti að sjá um. Það hafi verið óskað eftir breytingum á verkinu í byrjun september, en halla á þaki hafi verið breytt og um einhver viðbótarverk hafi verið að ræða. Stefnandi 7 hafi sent reikninga eftir framvindu verksins og hafi fyrsti reikningur verið sendur í október. Þá hafi st efnandi verið búinn að senda teikningar til Ferils þannig að hægt væri að hanna sökkulinn. Reikningurinn hafi hins vegar ekki verið greiddur en stefnandi hafi haldið áfram með verkið og sent teikningar til erlends stálframleiðanda í byrjun desember 2017. S tefnandi hafi síðan fengið þær upplýsingar frá stálframleiðandanum að hann gæti ekki lesið gögnin sem stefnandi hefði sent og engar teikningar komið til baka frá framleiðandanum. Stefnandi hefði síðar komist að því að Jóhann hjá Ferli væri farinn að vinna við að hanna stálvirkið og þannig gengið inn í verk stefnanda, án samþykkis stefnanda. Þá kom fram að stefnandi hefði ekki skilað neinum teikningum til byggingarfulltrúa þar sem stefnandi hefði ekki fengið teikningar frá framleiðanda til yfirferðar. Stefna ndi hefði heldur ekki skilað teikningum til stefnda. Jafnframt sagði fyrirsvarsmaður stefnanda að stefndi hefði greitt einn reikning frá stefnanda en þeirrar greiðslu er ekki getið í stefnu málsins þótt full ástæða hafi verið til þess. Í máli þessu hefur stefnandi lagt fram til stuðnings kröfu sinni tilboð stefnda, samning aðila og reikninga stefnanda. Stefnandi hefur hins vegar ekki lagt fram gögn um þá vinnu sem liggur að baki umræddum reikningum, hvorki tímaskýrslu né teikningar. Stefndi heldur því fra m að stefnandi hafi ekki skilað nothæfum teikningum og því beri að sýkna hann af kröfum stefnanda. Stefnandi skýrði sjálfur frá því fyrir dómi að stálframleiðandinn hafi ekki getað opnað gögn sem stefnandi sendi. Þá greindi vitnið Jóhann Albert Harðarson, sem tók við hönnun á stálburðarvirkinu eftir að stefndi rifti samningi aðila, frá því fyrir dómi að ekki hafi verið hægt að notast við það sem hefði legið fyrir frá stefnanda. Einnig kom fram hjá vitninu Þorsteini Kröyer, sem gerði samning við stefnda um b yggingu stálgrindarhússins, að stefndi hefði engin hönnunargögn fengið frá stefnanda. Dóminum er ekki unnt að taka afstöðu til þess hvort það verk sem stefnandi innti af hendi hafi verið nothæft eða ekki þar sem stefnandi hefur ekki lagt fram gögn um vinnu sína svo dómurinn geti lagt mat á ágreining aðila. Af því verður stefnandi að bera halla. Með vísan til alls framangreinds verður stefndi sýknaður af kröfum stefnanda. Eftir þessum úrslitum og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð ei nkamála verður stefnandi dæmdur til að greiða stefnda málskostnað sem er hæfilega ákveðinn 350.000 krónur. Dóm þennan kveður upp Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari. D ó m s o r ð: Stefndi, Fashion Group ehf., er sýkn af kröfum stefnanda, S. Saga ehf. Stefnandi greiði stefnda 350.000 krónur í málskostnað.