LANDSRÉTTUR Úrskurður föstu daginn 16 . nóvember 2018 . Mál nr. 849 /2018: Lögre glustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ( Guðmundur Þórir Steinþórsson aðstoðarsaksóknari ) gegn X ( Guðbrandur Jóhannesson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. C - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 Útdráttur Staðfestur var ú rskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar L andsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson, Ásmundur Helgason og Ragnheiður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 14. nóvember 2018, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum næsta dag. Kærður er úrskurð ur Héraðsdóms Reykjavíkur 1 4. nóvember 2018, í málinu nr. R - /2018, þar sem varnaraðila var gert að sæ ta gæsluvarðhaldi allt til miðvik udagsins 11. desem ber 2018 klukkan 16. Kæruheimild er í l - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 , um meðferð sakamála. 2 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, til vara að henni verði gert að sæta vistun á viðeigandi sjúkrastofnun, en að því frágengnu að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Þá krefst hún kærumálskostnaðar. 3 Sóknaraðil i krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 4 Fallist er á að varnaraðili sé undir rökstuddum grun um að hafa gerst sek um fjölda brota sem fangelsisrefsing er lögð við og að í því ljósi og sakaferils hennar megi ætla að hún muni halda áfram bro tum meðan máli hennar er ekki lokið, sbr. c - lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. 5 Ekki er fallist á að ákvæði 3. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 standi í vegi fyrir því að varnaraðili verði úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald eða að vægari úrræði komi t il álita, sbr. 1. mgr. 100. gr. sömu laga. 6 Samkvæmt framangreindu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 7 Kærumálskostnaður verður ekki úrskurðaður, sbr. 3. mgr. 237. gr. laga nr. 88/2008. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. R - 576/2018. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurði að X, verði með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur áfram gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 11. desember 2018, kl. 16:00. Í greinargerð sækjanda kemur fram að á kærða hafi sætt gæsluvarðhaldi á grundvelli c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála frá 19. október sl. og hafi lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu nú gefið út ákæru vegna samtals 28 tilvika sem til meðferðar hafa verið og varða ætluð brot ákærðu frá því að hún hafi lokið afplá nun á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S - /2016 hinn 16. mars sl. Varða 18 tilvik ákærunnar ætluð brot ákærðu frá 18. mars sl. og fram til 22. júlí sl. er ákærða hafi aftur verið færð til afplánunar á dómi nr. S - /2018, frá 23. júlí sl. til 21. s eptember sl. Varða tíu tilvik ákærunnar ætluð brot hennar eftir það tímamark uns henni hafi verið gert að sæta gæsluvarðhaldi. Ákæra lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hafi verið gefin út 7. nóvember sl. og hafi verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, 14. nóvember. Er ákærðu þar gefið að sök eftirfarandi brot gegn 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 ákvæðum laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 í 28 tilvikum. Um sé að ræða: Þjófnað og fíkniefnalagabrot með því að hafa , sunnudaginn 18. mars, í verslun Hagkaups í Skeifunni, stolið matvöru og snyrtivöru samtals að verðmæti kr. 17.372 og haft í vörslum sínum 2,68 g af amfetamíni sem ákærða geymdi í buxnavasa og lögregla fann við leit í kjölfar afskipta. Mál nr. 007 - 2018 - Fíkniefnalag abrot með því að hafa, mánudaginn 19. mars, haft í vörslum sínum 5,16 g af amfetamíni sem ákærða geymdi innanklæða og lögregla fann við leit á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í kjölfar afskipta. Mál nr. 007 - 2018 - Þjófnað með því að hafa, föstudaginn 23. mars, í verslun Bónuss í Holtagörðum, stolið matvöru sa mtals að verðmæti kr. 1.180. Mál nr. 007 - 2018 - Þjófnað með því að hafa, miðvikudaginn 28. mars, í verslun Hagkaups í Skeifunni, stolið matvöru samtals að verðmæti kr. 1.276. Mál nr. 007 - 2018 - Þjófnað með því að hafa, fimmtudaginn 29. mars, í verslun Hagkaups við Garðatorg, Garðabæ, stolið matvöru samtals að verðmæti kr. 2.233. Mál nr. 007 - 2018 - Þjófnað með því að hafa, laugardaginn 31. mars, í verslun Geysis í Kringlunni, stol ið sólgleraugum og gallabuxum, samtals að verðmæti kr. 16.800. Mál nr. 007 - 2018 - Fíkniefnalagabrot með því að hafa, sunnudaginn 1. apríl 2018, haft í vörslum sínum 1,86 g af amfetamíni sem ákærða geymdi innanklæða og lögregla fann við leit á lögreglust öðinni við Hverfisgötu í kjölfar afskipta. Mál nr. 007 - 2018 - Fíkniefnalagabrot með því að hafa, föstudaginn 13. apríl, haft í vörslum sínum 0,92 g af amfetamíni sem ákærða geymdi innanklæða og lögregla fann við leit á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í kjölfar afskipta. Mál nr. 007 - 2018 - Þjófnað með því að hafa, miðvikudaginn 18. apríl, í verslun Hagkaups í Smáralind, Kópavogi, stolið snyr tivörum að verðmæti kr. 3.490. Mál nr. 007 - 2018 - Þjófnað með því að hafa, mánudaginn 23. apríl, í verslun Fjarðarkaupa, Hólshrauni 1, Hafnarfirði, stolið matvöru og fatnaði að verðmæti kr. 5. 340. Mál nr. 007 - 2018 - Þjófnað og fíkniefnalagabrot með því að hafa, laugardaginn 28. apríl, í verslun Hagkaups í Smáralind, Kópavogi, stolið snyrtivörum s amtals að verðmæti kr. 35.898 og haft í vörslum sínum 0,93 g af amfetamíni sem ákærða geymdi í bakpoka og lögregla fann við leit í kjölfar afskipta. Mál nr. 007 - 2018 - Fíkniefnalagabrot með því að hafa, miðvikudaginn 2. maí, haft í vörslum sínum 1,01 g af amfetamíni og 0,36 g af ecstasy sem ákærða geymdi í buxnavasa og lögregla fann við leit á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í kjölfar afskipta. Mál nr. 007 - 2018 - Þjófnað með því að hafa, þriðjudaginn 8. maí, í verslun 66° norður að Laugavegi 17, stolið anorak að verðmæti kr. 28.000. Mál nr. 007 - 2018 - Fíkniefnalagabrot með því að hafa, þriðjudaginn 8. maí haft 1,05 g af amfetamíni sem ákærða geymdi innanklæða og lögregla fann við leit á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í kjölfar afskipta. Mál nr. 007 - 2018 - Þjófnað með því að hafa, fimmtudaginn 19. júlí, í verslun Fríhafnarinnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Keflavíkurflugvelli, stolið fatnaði og snyrtivörum samtals að verðmæti kr. 31.190. Mál nr. 008 - 2018 - Þjófnað með því að hafa, föstudaginn 20. júlí, í verslun Org Kringlunni, stolið bómullarpeysu og stuttermabol, samtals að verðmæti kr. 23.800. Mál nr. 007 - 2018 - Þjófnað með því að hafa, föstudaginn 20. júlí, í verslun Smash í Kringlunni, stolið peysu og buxum, samtals að verðmæti kr. 31.990. Mál nr. 007 - 2018 - Þjófnað með því að hafa, sunnudaginn 22. júlí, í verslun Gallerí 17 í Smáralind, Kópavogi, stolið gall abuxum að verðmæti kr. 19.995. Mál n r. 007 - 2018 - Þjófnað með því að hafa, sunnudaginn 23. september, í verslun Hagkaups í Skeifunni, stolið matvöru samtals að verðmæti kr. 1.950 . Mál nr. 007 - 2018 - Þjófnað með því að hafa, föstudaginn 28. september, í Finnsku búðinni, Kringlunni, stolið undirbol að verðmæti kr. 10.900. Mál nr. 007 - 2018 - Þjófnað og fíkniefnalagabrot með því að hafa, miðvikudaginn 3. október, í verslun Hagkaups í Skeifunni, stolið matvöru samtals að verðmæti kr. 4.225 og haft í vörslum sínum 0,94 g af amfetamíni sem ákærða geymdi innanklæða og lögregla fann við leit á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Mál nr. 007 - 2018 - Þjófnað með því að hafa, mánudaginn 8. október, í verslun Iceland í Engihjalla, Kópavogi, stolið matvöru að verðmæti kr. 1.328. Mál nr. 007 - 20 18 - Þjófnað með því að hafa mánudaginn 8. október, í verslun Hagkaups í Kringlunni, stolið snyrtivörum samtals að verðmæti kr. 10.970. Mál nr. 007 - 2018 - Þjófnað með því að hafa, mánudaginn 8. október, í verslun H&M í Kringlunni, stolið fatnaði samt als að verðmæti kr. 7.985. Mál nr. 007 - 2018 - Þjófnað með því að hafa, miðvikudaginn 10. október, í verslun Útilífs í Kringlunni, stolið íþróttatoppi að óþekktu verðmæti. Mál nr. 007 - 2018 - Þjófnað með því að hafa, fimmtudaginn 11. október, í verslu n Fjarðarkaupa, Hólshrauni 1, Hafnarfirði, stolið matvöru að verðmæti kr. 2.158. Mál nr. 007 - 2018 - Þjófnað með því að hafa, sunnudaginn 15. október, í verslun Hagkaups í Skeifunni, stolið matvöru að verðmæti kr. 2.189. Mál nr. 007 - 2018 - Þjófnað með því að hafa, fimmtudaginn 18. október, í verslun Hagkaups í Skeifunni, stolið matvöru að verðmæti kr. 2.275. Mál nr. 007 - 2018 - Svo sem að framan er rakið séu til meðferðar fjöldi mála þar sem ákærða sé, að mati lögreglustjóra, undir sterku m rökstuddum grun um fjölda brota gegn 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 auk tilgreindra sérrefsilagabrota, sem öll varði fangelsisrefsingu að lögum. Ætluð brot ákærðu séu margítrekuð og framin á stuttum tíma. Ákærða eigi þónokkurn sakarferil og hafi margítrekað verið dæmd fyrir auðgunarbrot auk annarra brota. Í ljósi þess og að þau brot sem um ræðir eigi sér stað í kjölfar afplánunar tveggja dóma á þessu ári telji lögreglustjóri ljóst að ákærða hafi einbeittan brotavilja. Með vísan til brotaferils ákærðu að undanförnu sé það mat lögreglustjóra að áfram séu yfirgnæfandi líkur á því að hún muni halda áfram brotastarfsemi fari hún frjáls ferða sinna. Telji lögreglustjóri nauðsynlegt að henni verði gert að sæta gæsluvarðhaldi svo færi gefist til að ljúka þeim málum sem til dómsmeðferðar séu nú. Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna, c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála er þess krafist að krafan nái fram að ganga . Niðurstaða Í greinargerð sækjanda kemu r fram að á kærða hafi sætt gæsluvarðhaldi á grundvelli c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála frá 19. október sl. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi nú gefið út ákæru vegna samtals 28 tilvika, sem hafi verið til meðferðar og v arði ætluð brot ákærðu frá því að hún hafi lokið afplánun á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. S - /2016 hinn 16. mars sl. Þá varði 18 tilvik ákærunnar ætluð brot ákærðu frá 18. mars sl. og fram til 22. júlí sl. er ákærða hafi aftur verið færð til afp lánunar á dómi nr. S - /2018, frá 23. júlí sl. til 21. september sl. Tíu tilvik ákærunnar varði ætluð brot hennar eftir það tímamark uns henni hafi verið gert að sæta gæsluvarðhaldi. Ákæra lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu var gefin út 7. nóvember sl . og var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, 14. nóvember. Er ákærðu þar gefið að sök fjölmörg brot gegn 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og ákvæðum laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 í 28 tilvikum, eins og nánar er rakið í greinargerð lögreglustjóra. Svo sem að framan er rakið er fallist á það mat lögreglustjóra að ákærða sé undir sterkum rökstuddum grun um fjölda brota gegn 1. mgr. 244. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 auk tilgreindra sérrefsilagabrota , sem öll varði fangelsisrefsingu að lögum. Ætluð brot ákærðu eru margítrekuð og framin á stuttum tíma. Í ljósi þess að þau ætluðu brot sem um ræðir áttu sér stað í kjölfar afplánunar tveggja dóma á þessu ári og með vísan til brotaferils ákærðu er fallist á það mat lögreglustjóra að áfram séu yfirgnæfandi líkur á því að hún muni halda áfram brotastarfsemi fari hún frjáls ferða sinna og því nauðsynlegt að henni verði gert að sæta gæsluvarðhaldi svo færi gefist til að ljúka þeim málum sem til dómsmeðferðar e ru nú. Ekki er fallist á með verjanda að efni séu til að beita vægari úrræðum sbr. 4. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Þá þykja ákvæði 4. mgr. 95. gr. sömu laga ekki girða fyrir að ákærða sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi miðað við brotaferil ákærðu og margítrekuð brot. Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna, c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála er fallist á kröfu Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu eins og hún er fram sett. Þórður Clausen Þórðarson héraðsdómari kveður u pp úrskurð þennan. Ú R S K U R Ð A R O R Ð: Ákærða, X, skal sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til miðvikudagsins 11. desember 2018, kl. 16:00.