LANDSRÉTTUR Úrskurður fimmtu daginn 7. febrúar 2019 . Mál nr. 89/2019 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Auðbjörg Lísa Gústafsdóttir aðstoðarsaksóknari) gegn X (Stefán Karl Kristjánsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. C - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæt a gæsluvarðhaldi á grundvelli c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdót tir, Davíð Þór Björgvinsson og J óhannes Sigurðsson kveða upp úrskurð í máli þessu . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 3. febrúar 20 19 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 6. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 31. janúar 2019 í málinu nr. R - /2019 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi til miðvikudagsins 28. febrúar 2019 klukkan 16. Kæruheimild er í l - lið 1. mgr. 19 2. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til 3 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar eru uppfyllt skilyrði c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 til að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi. Að virtum gögnum málsins eru ekki efni til að mæla fyrir um dvöl varn araðila á sjúkrahúsi í stað gæsluvarðhalds, enda ber samkvæmt 29. gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsinga að veita honum viðeigandi heilbrigðisþjónustu á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur, sbr. 2. mgr. 96. laganna. 5 Í kröfugerð sóknaraðila og hinum kærða úrskurði er gæsluvarðhaldsvist varnaraðila markaður tími til miðvikudagsins 28. febrúar 2019 kl. 16. Fyrir liggur að 28. febrúar næstkomandi er fimmtudagur. Að þessu gættu verður gæsluvarðhaldi varnaraðila markaður tími til miðvikudagsins 27. febrúar 2019 kl. 16. 2 Úrskurðarorð : Varnaraðili, X , sæti gæsluvarðhaldi til miðvikudagsins 27. febrúar 2019 kl. 16. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 31. janúar 2019 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að Héraðsdómur Reykja víkur úrskurði að 28. febrúar 2019 kl. 16:00. Í greinargerð embættis lögreglustjóra kemur fram k ærði hafi verið handtekinn um kvöldmataleytið í gær, 30. janúar, eftir að t ilkynnt hefði verið um þjófnað á rauðri úlpu úr starfsmannarými í Reykjavík. Lögreglumenn hafi skoðað upptökur úr eftirlitsmyndavél fyrirtækisins. Þar hafi greinilega sést að maður í dökkri yfirhöfn og svartri hettupeysu með hvítu merki að framan, með hvíta húfu á höfði og í svörtum buxum með appelsínugulum röndum hafi gengið upp stiga og inn í húsnæði fyrirtækisins um kl. 16:11 (sjá myndir 1 - 2). Þá hafi sést hvar sami maður gekk út úr húsnæði fyrirtækisins með rauða úlpu, sem hann hafi klætt sig í á le iðinni niður stigann (sjá myndir 3 - 4). Kærða hafi lögregla þekkt af fyrri afskiptum sem . Hann hafi verið handtekinn skömmu síðar við ísbúðina í Reykjavík íklæddur sama fatnaði. Kærði hafi játað sök í skýrslutöku hjá lögreglu nú í morgun. Þá sé kærð i undir sterkum grun um að hafa framið eftirfarandi auðgunar - fíkniefnalagabrot ofl. á síðustu dögum og mánuðum: 007 - 2019 - 29. janúar sl. þjófnað á Puma bakpoka úr töskugeymslu í Reykjavík. Lögreglan hafi skoðað upptökur úr öryggismyndavélum og hafi grunur fallið á X. Hann neiti sök. 007 - 2019 - Að kvöldi 29. janúar sl. Gripdeild á sælgæti úr söluturninum í Reykjavík. Kærði hafi verið handtekinn á staðnum en við skýrslutöku hjá lögreglu hafi hann ekki sagst muna alveg eftir þessu. 007 - 2019 - : Tilraun til innbrots og þjófnaður 27. janúar sl. Tilraun til innbrots og eignaspjöll að , Kópavogi. Þá sé hann einnig grunaður um tilraun til innbrots og eignaspjöll að , Kópavogi. 007 - 2019 - 23 janúar sl. Þjófnað á skólatösku, í í Reykjavík, sem hafi innihaldið auk annarra skólagagna, fartölvu Think Pad W530. Lögreglumenn hafi þekkt kærða af upptökum úr öryggismyndavél en hann hafi borið við minnisleysi. 007 - 2019 - 23. janúar sl. Þjófnað á úlpu, úr starfsmannarými í Kópavogi, sem hafi innihaldið veski með greiðslukortum B. Samstarfsmað ur B hafi náð úlpunni af kærða en án veskisins þegar hann var að stíga inn í leigubíl. Kort í eigu B hafi fundist, við afskipti lögreglu daginn eftir, í fórum kærða (m. 007 - 2019 - ). 007 - 2019 - og brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar. 9. desember 2018. Gripdeild og tilraun til þjófnaður úr verslun í Reykjavík. X sé grunaður um vörslu fíkniefna en við öryggisleit lögreglu hafi fundist meint kannabis í smelluláspoka. X sé grunaður um brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar, fyrir að hafa valdið óspektum á almannafæri og raskað allsherjarreglu. 3 Auk framangreindra mála hafi verið tekin ákvörðun um saksókn í eftirfarandi auðgunar - og og fíkniefnalagbrotum sem hér segi: 007 - 2018 - Laugardaginn 10. nóvember 2018, í íbúð að í Reykjavík, fyrir að hafa haft í vörslum sínum 8,13 g af kókaíni og 13 stk. ecstasy, sem lögreglumenn hafi fundið við öryggisleit við handtöku hans. 007 - 2018 - Aðfaranótt laugardagsins 23. nóvember 2018, uta 7,99 g af amfetamíni, sem lögregla hafi fundið við leit á ákærða. 007 - 2018 - Að kvöldi laugardagsins 26. nóvember 2018, á bifreiðastæði utan við í Reykjavík, fyrir að hafa haft í vörslum sínum 5,13 g af amfetamíni sem lögreglumenn hafi fundið við öryggisleit við handöku hans. 007 - 2018 - 10,84 g af amfetamíni og 1,06 g af ecstasy, sem lögregl a hafi fundið við leit á ákærða. 007 - 2018 - haft í vörslum sínum 0,84 g af maríhúana, sem ákærði hafi framvísað til lögreglu á vettvangi. 007 - 2018 - [ Miðvikudaginn 19. desember 2018, við komuna á lögreglustöðina á Hverfisgötu 113 í Reykjavík, fyrir að hafa haft í vörslum sínum 7,02 g af amfetamíni, sem lögregla hafi fundið við öruggisleit á ákærða. 007 - 2018 - Fimmtudaginn 27. desember 2018, í bif sínum 4,1 g af amfetamíni, sem lögregla hafi fundið við öruggisleit á ákærða. 007 - 2018 - sínum 58,5 stk af ecstasy og 4 stk. LSD, sem lögregla hafi fundið við leit. 007 - 2019 - Aðfaranótt miðvikudagsins 2. janúar 2019, við komuna á lögreglu stöðina á Hverfisgötu 113 í Reykjavík, fyrir að hafa haft í vörslum sínum 0,52 g af amfetamíni, sem lögregla hafi fundið við öruggisleit á ákærða. 007 - 2019 - Fyrir þjófnað og fíkniefnalagabrot, með því að hafa aðfaranótt föstudagsins 4. janúar 2019, far ið inn í ólæsta bifreiðina og stolið þaðan hleðslutæki og á sama tíma haft í vörslum sínum 12,83 g af amfetamíni sem lögregla hafi fundið við öryggisleit á ákærða. 007 - 2019 - Hlutdeild í þjófnaði, með því að hafa laugardaginn 5. janúar 2019 átt þátt í þjófnaði ónafngreinds aðila á að aðilinn kæmist óséður inn og út úr íbúðinni með þýfið en skömmu síðar hafi kortin komist í hendur ákærða gegn greiðslu fíkniefna og sem hann hafi ætlað að nota. 007 - 2018 - Sunnudaginn 23. desember 2018, á í Kópavogi, fyrir að hafa stolið myndlykli í eigu og jólagjöfum sem meðal annars haf i innihaldið gjafakort og reiðufé í eigu C, að áætluðu verðmæti kr. 246.680. 007 - 2019 - Aðfaranótt mánudagsins 21. janúar 2019, í verslun , Reykjavík, fyrir að hafa stolið sælgæti og matvöru, samtals að verðmæti kr. 1.824. 007 - 2019 - Fimmtudaginn 2 4. janúar 2019, í verslun í Kópavogi, fyrir að hafa stolið MP3 hljómspilara, að verðmæti kr. 14.995. 007 - 2019 - Að kvöldi 24. janúar 2019, í verslun , Reykjavík, fyrir að hafa stolið matvörum, samtals að verðmæti kr. 11.868. 4 Í greinargerð lögregl u kemur fram að kærði eigi að baki langan sakarferil og hafi hlotið fjölmarga dóma fyrir auðgunarbrot, sjá meðfylgjandi sakavottorð. Við rannsókn mála kærða hjá lögreglu hafi komið í ljós að hann sé í neyslu fíkniefna og megi ætla að hann fjármagni fíknief naneyslu sína með afbrotum. Þann 24. september 2018 hafi kærði lokið afplánun á 18 mánaða fangelsisrefsingu Héraðsdóms Fyrir Héraðsdómi Suðurlands sé til meðferðar mál S - er varði við 217. gr. og 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Framhald aðalmeðferðar er Með vísan til brotaferils kærða á undanförnum vikum og mánuðum sé það mat lögreglustjóra að yfirgnæfandi líkur séu á því að kærði muni halda áfram brotast arfsemi fari hann frjáls ferða sinna en nauðsynlegt sé að ljúka þeim málum sem séu til meðferðar hjá dómstólum og lögreglu sem fyrst. Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna og c. - liðar 1. mgr. 95. gr. laga 88/2008 um meðferð sakamála sé þess krafist að krafan nái fram að ganga. Niðurstaða dómara: Til stuðnings kröfu sinni um gæsluvarðhald kærða vísar lögreglustjóri til c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Til stuðnings því að skilyrði þess ákvæðis séu uppfyllt vísar hann til brotaferlis varn ar - aðila að undanförnu. Af hálfu lögreglustjóra er vísað til þess að um fjölmörg nýleg afbrot kærða sé að ræða sem hljóti að leiða til óskilorðsbundins fangelsis sannist sök hans eins og lögregla telur nægilega liggja fyrir. Bent er á a.m.k. tvö líkamsá tilbúin til ákærumeðferðar í næstu viku á hendur kærða í Héraðsdómi Reykjavíkur sem varða ítrekaða þjófnaði og vörslur fíkniefna. Bersýnilegt sé að kærði er í mikilli og virkri neyslu og einboðið að hann muni halda áfram brotastarfsemi sinni gangi hann laus. Af hálfu kærða er kröfu um gæsluvarðhald mótmælt þar sem að ósannað sé að hann hafi framið umrædd brot sem hann neiti að hafa gert eða man ekki eftir. Um sé að ræða brot se m varði aðeins sektum. Þá sé vísað til þess að reyna beri fremur úrræði samkvæmt 100. gr. laga nr. 88/2008 þar sem að nærtækara sé að kærði fái að dveljast á heilbrigðisstofnun á borð við deild 32 c á Landspítala. Samkvæmt fram lögðum gögnum hefur lögre gla til rannsóknar fjöldamörg brot sem kærði er talinn hafa framið á síðastliðnum mánuðum eins og að framan er rakið og nánar greinir í kæru. Mörg málanna eru mjög nýleg sbr. framangreint og yfir vafa hafið að rökstuddur grunur sé fyrir hendi að kærði eigi aðild að þorra þessara mála. Sannist umrædd brot kærða geta þau varðað fangavist. Eru því upp fyllt skilyrði fyrri málsliðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Varðandi einstök ætluð brot kærða þá liggur í mörgum tilvikum fyrir að hann hafi haft í vörslu m fíkniefni, hefur greinst á innbrotavettvangi í öryggismyndavélum auk þess sem rökstuddur grunur er um tvær alvarlegar líkamsárásir, sbr. gögn málsins. Þegar litið er til brota ferils kærða og þar á meðal síðastliðna tvo mánuði þá er fallist á það með l ög reglustjóra að hætta sé á að hann haldi áfram brotum verði hann nú látinn laus og því uppfyllt skil yrði c - liðar 95. gr. laga nr. 88/2008. Þá ber að geta þess að ekki hefur verið sýnt fram á það af hálfu kærða að það geti við svo búið talist vera raunhæ ft að kærði geti notið úrræða samkvæmt 100. gr. laga nr. 88/2008. Ekki þykir ástæða til að marka varðhaldi skemmri tíma en lögreglustjóri krefst. Pétur Dam Leifsson kveður upp þennan úrskurð. Ú R S K U R Ð A R O R Ð