LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 26. júní 2020. Mál nr. 145/2020 : A ( Flosi Hrafn Sigurðsson lögmaður ) gegn barnaverndarnefnd Reykjavíkur ( Ebba Schram lögmaður , Theodór Kjartansson lögmaður, 3. prófmál ) Lykilorð Börn. Forsjársvipting. Gjafsókn . Útdráttur BR krafðist þess að A yrði svipt forsjá sonar hennar á grundvelli a - og d - liðar 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Undir rekstri málsins fyrir héraðsdómi óskaði A eftir því að dómkvaddur yrði matsmaður til að meta forsjárhæfni hennar. Þeirri beiðni var hafnað með úrskurði héraðsdóms, sem staðfestur var af Landsrétti í málinu nr. 854/2019. Í dómi héraðsdóms var um mat á forsjárhæfni A meðal annars skírskotað til þess að stuðningsúrræði til handa henni hefðu ekki borið árangur og daglegr i umönnun drengsins hefði verið stórlega ábótavant af hennar hálfu með hliðsjón af aldri hans og þroska. Öll vægari úrræði en forsjársvipting hefðu verið fullreynd þar sem A hefði ekki nýtt sér þau stuðningsúrræði sem henni hafi staðið til boða og sýnt af sér ábyrgðarlausa hegðun. Í dómi Landsréttar var vísað til þess að ekkert hefði komið fram í málinu sem breytt gæti matinu á þörf fyrir nýtt mat á forsjárhæfni A. Því væri ekkert því til fyrirstöðu að dómur yrði lagður á málið á grundvelli fyrirliggjandi g agna án þess að nýrrar matsgerðar yrði aflað. Enn fremur gæti það að syni hennar hefði ekki verið skipaður talsmaður samkvæmt 3. mgr. 46. gr. laga nr. 80/2002 fyrr en eftir uppkvaðningu héraðsdóms og að ekki hefði verið leitast við að kanna vilja drengsins , sbr. 2. mgr. sömu greinar og 2. mgr. 55. gr. laganna, að atvikum virtum, ekki leitt til ómerkingar héraðsdóms. Þá hefði ekkert komið fram við meðferð málsins fyrir Landsrétti sem væri til þess fallið að hagga mati héraðsdóms á hæfni A til að fara með for sjá sonar hennar. Var niðurstaða héraðsdóms um forsjársviptingu því staðfest. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma Þorgeir Ingi Njálsson landsréttardómari, Hjörtur O. Aðalsteinsson , settur landsréttardómari, og Ragna Ólafsdóttir sálfræðingur. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 12. mars 2020 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 27. febrúar 2020 í málinu nr. E - 6443/2019 . 2 2 Áfrýjandi krefst sýknu af kröfu stefnda og málskostnaðar fyrir Landsrétti án tillits til gjafsóknar sem henni hefur verið veitt. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Niðurstaða 4 Málsatvikum og málsástæðum aðila er skilmerkilega lýst í hinum áfrýjaða dómi og þar er gerð ítarleg grein fyrir framburði áfrýjanda og vitna. 5 Í greinargerð áfrýjanda til Landsréttar er á því byggt að tilgreindir annmarkar hafi verið á meðferð málsins fyrir héraðsdómi. Kunni af þeim sökum að vera óhjákvæmilegt að ómerk ja hinn áfrýjaða dóm án kröfu og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og uppkvaðningar dóms að nýju. 6 Undir rekstri málsins fyrir héraðsdómi óskaði áfrýjandi eftir því að dómkvaddur yrði matsmaður til að meta forsjárhæfni hennar. Með úrskurði héraðsdóms 16. desember 2019 var þeirri beiðni hafnað og staðfesti Landsréttur þá niðurstöðu með úrskurði 10. janúar 2020 í máli nr. 854/2019. Í þeim úrskurði er vísað til þess að enda þótt ekki liggi fyrir nýlegt forsjárhæfnismat hafi verið lögð fram í m álinu viðamikil gögn um tilkynningar til barnaverndaryfirvalda vegna áfrýjanda og sonar hennar, afskipti barnaverndaryfirvalda af henni, úrræði sem gripið hafi verið til svo og um fíkniefnavanda hennar og hvernig hún hafi tekið á honum. Þá leit Landsréttur til þess að áfrýjandi hefði samþykkt með undirritun á meðferðaráætlun 31. október 2018 að undirgangast forsjárhæfnismat. Matsmanni hafi hins vegar ekki auðnast, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir frá því í desember 2018 og til ágústloka 2019, að fá hana til viðtals og prófana. 7 Samkvæmt 2. mgr. 56. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 getur dómari lagt fyrir barnaverndarnefnd að afla nánar tilgreindra gagna, svo sem matsgerðar um foreldra eða barn. Jafnframt getur dómari lagt fyrir foreldra eða fósturforeldra að afla nánar tilgreindra gagna. Telja verður að þörfin á því að afla nýrrar matsgerðar ráðist af því hvort gögn málsins séu það óljós að ekki verði lagður dómur á málið á grundvelli þeirra gagna sem fyrir liggja. Ekkert hefur fram komið í máli þessu sem breytt getur mati Landsréttar í máli nr. 854/2019 á þessari þörf. Er því ekkert því til fyrirstöðu að dómur verði lagður á málið á grundvelli þeirra gagna sem fyrir liggja og án þess að nýrrar matsgerðar verði aflað . 8 Áfrýjandi hefur gert athugasemdir við það að syni hennar, sem nú er ára, hafi ekki verið skipaður talsmaður í samræmi við ákvæði 3. mgr. 46. gr. barnaverndarlaga fyrr en eftir uppkvaðningu héraðsdóms. Þá hafi hvorki hjá barnavernd né fyrir héraðsdóm i verið leitast við að kanna vilja drengsins, sbr. 2. mgr. sömu greinar og 2. mgr. 55. gr. laganna. Samkvæmt fyrstnefnda ákvæðinu skal að jafnaði skipa barni talsmann áður en sett er fram krafa um sviptingu forsjár og í hinum síðarnefndu er mælt fyrir um a ð gefa skuli barni kost á að tjá sig um mál í samræmi við aldur þess og þroska. Mun það hafa verið mat barnaverndaryfirvalda á sínum tíma að vegna ungs aldurs drengsins og ákaflega lítils málþroska hans hefði það hvorki haft þýðingu að leita eftir afstöðu hans né að skipa honum talsmann. Var undir það tekið í hinum áfrýjaða dómi. Eru ekki efni til 3 athugasemda við þetta mat. Í skýrslu skipaðs talsmanns fyrir Landsrétti kom fram að drengnum liði vel á núverandi fósturheimili og honum fyndist allt í lagi að ve ra þar áfram. Hann hafi sagt að hann hafi átt fimm heimili og fundist allt í lagi að búa hjá áfrýjanda en ekki hafi að öðru leyti komið fram afstaða hans til hennar. 9 Að því virtu sem að framan er rakið eru ekki þeir annmarkar á meðferð málsins fyrir héra ðsdómi sem varðað geta ómerkingu hins áfrýjaða dóms. 10 Við meðferð málsins fyrir Landsrétti hefur ekkert komið fram sem er til þess fallið að hagga mati héraðsdóms á hæfni áfrýjanda til að fara með forsjá sonar síns. Með þessari athugasemd en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. 11 Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður en um gjafsóknarkostnað áfrýjanda fer samkvæmt því sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, A , greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Flosa Hrafns Sigurðssonar, 1.200.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 27. febrúar 2020 Mál þetta, sem dómtekið va r 31. janúar sl., er höfðað með áritun lögmanns á stefnu þann 14. nóvember 2019. Það sætir flýtimeðferð samkvæmt 53. gr. b í barnaverndarlögum nr. 80/2002, sbr. 123. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Dómkröfur stefnanda, Barnaverndar Reykj avíkur, eru þær að stefnda, A, kt. [...], með skráð lögheimili að [...] Reykjavík, verði svipt forsjá sonar síns, B, kt. [...], sbr. a - og d - liði 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Stefnda lagði fram greinargerð þann 2. desember 2019. Í sama þinghaldi var þess óskað af hálfu stefndu að dómkvaddur yrði matsmaður til að gera mat á forsjárhæfni hennar. Stefnandi mótmælti beiðninni og var málinu frestað til 9. desember sl. til munnlegs flutnings um þá kröfu stefndu. Málflutningur fór síðan fr am þann 9. desember sl. og með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 16. desember sl. var kröfu stefndu um nýtt forsjárhæfnimat hafnað. Stefnda kærði úrskurðinn til Landsréttar sem staðfesti festi hann með úrskurði þann 10. janúar sl. I. Í máli þessu eru til umfjöllunar málefni drengsins B sem lýtur forsjá móður sinnar, stefndu í málinu, en hún hefur farið ein með forsjá drengsins frá fæðingu. Sambúðarstaða stefndu við forsjárlausan föður drengsins er óljós og hefur verið stormasöm í gegnum tíðina og faðir drengsins hefur átt við áfengis - og vímuefnavanda að stríða. er heimilislaus en býr sem stendur hjá móður sinni. Hún glímir við áfengis - og vímuefnavanda og hefur 4 október sl. Afskipti barnaverndaryfirvalda af stefndu hófust árið í kjölfar tilkynningar frá heilsugæslunni [...] vegna gruns um fíkniefnaneyslu hennar þegar hún gekk með drenginn. Hún gekkst þá undir fíkniefnapróf þar sem hún mældist jákvæð fyrir THC. Dren og var lagður inn á vökudeild í stefndu og vistaður á vistheimili barna með neyðarráðstöfun, sbr. 31. gr. barnaverndarlaga. Ástæða þess var sú að útskrifa átti drenginn af vökudeild og ekki náðist í stefndu eða föður drengsins til að vitja hans. allt að tvo mánuði. Að lokinni vistun á vistheimili barna, þar sem hann dvaldi ásamt foreldrum sínum, fór drengurinn aftur í umsjá stefndu í Barnaverndarnefnd hafði síðan aftur afskipti af málefnum drengsins árið 2017 eftir að tilkynningar bárust frá lögreglu vegna afskipta hennar af heimilisóf riði á milli stefndu og föður drengsins og frá leikskóla um áhyggjur af stöðu drengsins. Síðan málið kom aftur til kasta Barnaverndar árið 2017 hafa alls 18 tilkynningar borist barnaverndarnefnd. Tilkynningarnar varða áhyggjur af vanrækslu stefndu gagnvart drengnum, neyslu og ölvun stefndu, heimilisofbeldi, andlegt ástand stefndu og áhyggjur af slæmum aðbúnaði, ] , mætingum í leikskóla og af öryggi drengsins. Sambúð stefndu og föður drengsins hefur ávallt verið stormasöm og hefur lögregla oft þurft að hafa afskipti af átökum og erjum þeirra og hávaða á heimilinu. Jafnframt kemur fram í gögnum málsins að heimilisaðstæður drengsins hafi oft vart verið börnum bjóðandi sökum óreiðu og óþrifnaðar. Í gögnum málsins kemur fram að aðstaða drengsins sé alva rleg og verulegar áhyggjur megi hafa af þroskastöðu hans, allt hvað varðar jafnframt sý hann hafi verið í umsjá stefndu og þá iðulega seint á daginn og það hafi gert það að verkum að erfiðlega hafi gengið að vinna með hans . Þá er rak ið í gögnum að drengurinn hafi verið vistaður utan heimilis í annað sinn í kjölfar þess hafi verið hömlulaus áfengis - og vímuefnaneysla stefndu. Dreng urinn hafi frá þeim tíma verið vistaður utan heimilis og dvelji nú á vistheimili barna. Frá því að drengurinn var vistaður utan heimilis hefur staða hans batnað. Hann getur tjáð sig betur og hefur tekið framförum bæði í hegðun og . Þá liggur fyrir að auk vistunar drengsins utan heimilis hafa barnaverndaryfirvöld reynt fjölda úrræða í því skyni að auka forsjárhæfni stefndu en þau ekki komið að haldi þar sem stefnda hafi ítrekað hafnað að taka á móti þeim sem átt hafi að veita stuðninginn og hún ekki verið til samvinnu. Fyrir liggur í gögnum málsins að reynd hafi verið margvísleg stuðningsúrræði fyrir stefndu. Barnaverndaryfirvöldum hefur gengið illa að veita stefndu stuðning, þar sem hún svarar sjaldnast símtölum og skilaboðum starfsmanna og mætir st opult og of seint í boðuð viðtöl. Þá kemur fram að gerðar hafa verið fimm áætlanir um meðferð máls samkvæmt 23. gr. barnaverndarlaga, m.a. með það að markmiði að stefnda haldi vímuefnabindindi, en af gögnum málsins er ljóst að markmið áætlana hafa ekki gen gið eftir þar sem stefnda hefur ekki megnað að taka á áfengis - og vímuefnavanda sínum. Með undirritun á áætlun um meðferð máls samkvæmt 23. gr. barnaverndarlaga, 31. október 2018, samþykkti stefnda að undirgangast forsjárhæfnimat. C sálfræðingur var fenginn til að meta forsjárhæfni stefndu. Frá desember 2018 til ágústloka 2019 reyndi hann ítrekað að fá stefndu til viðtals og prófana en án árangurs. Áður hafði C metið forsjárhæfni stefndu árið 2015. Í mati hans, 16. mars 2015, kemur fram að stefnda up og hafi sýnt ábyrgðarlausa hegðun, m.a. með því að neyta kannabisefna á meðgöngu og skilja drenginn eftir á vökudeild án þess að láta ná í sig. Í niðurstöðu hans s egir að stefnda væri hæf til þess að fara með forsjá drengsins að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, þ.e. ef hún ynni bug á neyslu sinni og húsnæðisleysi. Af gögnum málsins er ljóst að þau skilyrði hafa ekki enn verið uppfyllt. 5 Á fundi stefnanda 17. sep tember 2019 fól stefnandi borgarlögmanni með bókun að annast fyrirsvar og gera kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um að stefnda yrði svipt forsjá sonar síns, B, sbr. a - og d - liði 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga. Þar sem ekki lá fyrir samþykki stefndu fyri r vistun sonar síns utan heimilis á meðan málið yrði rekið fyrir dómstólum kvað stefnandi á fundi sínum upp úrskurð þess efnis að drengurinn skyldi vistaður á heimili á vegum stefnanda í tvo mánuði, frá þeim degi að telja, á grundvelli b - liðar 1. mgr. 27. gr. barnaverndarlaga. Í þinghaldi þann 2. desember sl. lagði lögmaður stefndu fram vottorð um meðferðardvöl stefndu í sjálfsmat, uppbyggi ng sjálfsmyndar konu, forvörn og kunnátta í því að takast á við útskúfun kvenna í fíkn, uppbygging fjölskyldutengsla og efling fjölskyldusamskipta, hvatning, sjálfsþróun og fleira. Frekari ráðleggingar voru: Algjört bindindi frá hugbreytandi efnum og reglu leg mæting á AA - stuðningsfundi. Í þinghaldi 9. desember sl. lagði lögmaður stefnanda fram ný gögn/dagála og bókanir meðferðarfunda. Á meðferðarfundi 26. september sl. var bókað um umgengni stefndu við drenginn og samþykkt að hún ætti umgengni vi ð drenginn á [...] 24. október, frá kl. 17 til 18. Stefnda mætti 50 mínútum of seint en fékk þó að vera með drengnum í klukkutíma. Þann 23. október var samþykkt að stefnda ætti umgengni við drenginn frá kl. 18 til 20 laugardaginn 24. október. Umgengni gekk vel en stefnda mætti ekki fyrr en 19:50, þegar tíu mínútur voru eftir. Hún kom síðan í umgengi þann 26. október. Þá var samþykkt að stefnda ætti umgengni 29. október frá 16 til 17 og reynt var að ná til hennar í síma. Hún svaraði ekki og lesið var inn á t upplýsingum til lögmanns stefndu og í svari hans kom fram að hann myndi reyna að koma þessum upplýsingum til hennar. Reynt var síðan aftur að hringja í stefndu 12. nóvem ber sl. en hún svaraði ekki eða slökkt var á símanum. Fyrir liggur að drengurinn er kominn í tímabundið fóstur og aðlögun hafin og gengur vel. Þann 21. nóvember sl. var bókað hjá Barnavernd að [ ] hefði haft samband og greint frá því að A hefði dottið í þa Í þinghaldi 9. desember sl. færðu lögmenn aðila rök fyrir máli sínu. Lögmaður stefndu lýsti því yfir að öflun matsgerðar væri ekki tilgangslaus, í málinu lægi aðeins fyrir matsgerð sem hefði verið afl að einhliða, rúmlega fjögurra ára gömul, og hún styddi illa kröfu um forsjársviptingu stefndu. Aðstæður væru breyttar, stefnda væri að bíða eftir félagslegu húsnæði og hún væri reiðubúin að gangast undir fíkniefnapróf og tengsl hennar við barnið væru mikil og sterk. Lögmaður stefnanda benti á að ekkert lægi fyrir um að raunhæf breyting hefði orðið á högum stefndu, hún hefði ekkert húsnæði og þá hefði hún ekki látið ná í sig eða mætt í viðtöl eftir að hún hefði 31. október 2018 samþykkt að undirganga st forsjárhæfnimat. C sálfræðingur, sem var fenginn til að meta forsjárhæfni stefndu, hefði ítrekað reynt að fá hana, frá desember 2018 til ágústloka 2019, til viðtals og prófana en án árangurs. Það væri því ljóst að ekki væru líkur á að hún yrði frekar ti l samvinnu nú. Hér væri um flýtimeðferðarmál að ræða og stórfelldir hagsmunir barnsins í húfi. Þá tæki sérfróður meðdómandi sæti og stefnda gæti lagt fram gögn og leitt vitni. III. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi vísar varðandi atvikal ýsingu að mestu til bókunar stefnanda frá 17. september 2019 og greinargerðar starfsmanna Barnaverndar Reykjavíkur frá 10. september 2919. Stefnandi byggir á því að stefnda sé heimilislaus, eigi sér takmarkaða atvinnusögu og þiggi fjárhagsaðstoð. Stefnda g lími við áfengis - tíma og þessar meðferðir hafi ekki borið árangur. Þá sé drengurinn í brýnni þörf fyrir stöðugleika. Daglegri umönnun og uppeldi barnsins s é alvarlega ábótavant með hliðsjón af aldri þess og þroska. Stefnda hafi ekki nýtt sér þau úrræði sem henni hafi boðist til að bæta stöðu sína, og hafi þrisvar fallið á vímuefnabindindi. Því sé ljóst að fullreyndar hafa verið allar stuðningsmeðferðir sem g ætu komið stefndu að gagni og mikilvægt sé að finna drengnum framtíðardvalarstað þar sem öryggi og uppeldisaðstæður verði tryggðar. Þá vísi stefnandi til þess að lögmaður stefndu hafi á fundi stefnanda hinn 17. september 2019, er málið var tekið fyrir, gre int frá því að stefnda hafni tillögu starfsmanna um að hún afsali sér forsjá drengsins. Í ljósi 6 þess og með vísan til röksemda starfsmanna hafi með bókun stefnanda samdægurs verið ákveðið að fela borgarlögmanni að krefjast þess fyrir dómi að stefnda yrði s vipt forsjá drengsins. Þá vísar stefnandi til þess að með undirritun á áætlun um meðferð máls samkvæmt 23. gr. barnaverndarlaga, dags. 31. október 2018, hafi stefnda samþykkt að undirgangast forsjárhæfnimat. C sálfræðingur hafi verið fenginn ti l að meta forsjárhæfni stefndu. Frá desember 2018 til ágústloka 2019 hafi hann ítrekað reynt að fá stefndu til viðtals og prófana en án árangurs. Áður hafði C metið forsjárhæfni stefndu árið 2015. Í mati hans, dags 16. mars 2015, komi fram að stefnda uppfy með því að neyta kannabisefna á meðgöngu og skilja drenginn eftir á vökudeild án þess að láta ná í sig. Í niðurstöðu hans sagði að stefnda væri hæf til þess að fara með forsjá drengsins að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, þ.e. ef hún ynni bug á neyslu sinni og húsnæðisleysi. Af gögnum málsins sé ljóst að þau skilyrði hafi ekki verið uppfyllt. Að mati stefnanda og með vísan til alls framangreinds og gagna málsins að öðru leyti verði að telja að skilyrði a - og d - liða 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga séu uppfyllt í málinu og að ekki sé unnt að beita öðrum og vægari úrræðum til úrbóta, enda hafi slíkar aðgerðir verið reyndar án viðunandi árangurs. Stefnda eigi við verulegan áfengis - tileinka sér þau fjölþættu úrræði, sem henni hafa staðið til boða í þeim tilgangi að bæta forsjárhæfni sína. Drengurinn hafi búið við mikla vanrækslu og ó viðunandi heimilisaðstæður í umsjá stefndu um langa hríð. Eftir að drengurinn var vistaður utan heimilis sýni gögn málsins að honum hafi farið fram í þroska og hegðun. Ljóst sé af öllum gögnum málsins að staða drengsins sé alvarleg og hann þurfi á viðunand i heimilisaðstæðum, ríkum stuðningi og aðstoð að halda, sem ekki verði talið að stefnda geti veitt honum. Það séu grundvallarréttindi barna að búa við stöðugleika í uppvexti og þroskavænleg skilyrði. Sú skylda hvíli á stefnanda að tryggja börnum, sem búið hafa við óviðunandi uppeldisaðstæður, öryggi og viðunandi uppeldisaðstæður til framtíðar þar sem u nnið verði áfram að því að aðstoða þau í þeim vanda, sem þau eiga við að etja. Að mati stefnanda þjóni það hagsmunum drengsins best að vera vistaður í varanlegu fóstri til 18 ára aldurs, enda hafi ítrekaðar stuðningsaðgerðir á grundvelli barnaverndarlaga o g aðrar stuðningsaðgerðir við stefndu ekki breytt þeirri stöðu sem uppi sé í málinu. Þá hafi stefnda ekki látið af neyslu vímuefna, þrátt fyrir að drengurinn hafi verið vistaður utan heimilis. Verulega hafi skort á að hægt sé að eiga samskipti og samvinnu við stefndu, þar sem hún láti illa ná í sig og svari ekki skilaboðum starfsmanna barnaverndaryfirvalda. Því sé það mat stefnanda að málið sé fullrannsakað af hálfu barnaverndaryfirvalda og að tímabært sé að taka ákvörðun til framtíðar með hagsmuni drengsin s að leiðarljósi. Því sé ekki unnt að beita öðrum og vægari úrræðum til úrbóta á uppeldisumhverfi hans hjá stefndu, sbr. 2. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga. Stefnandi telji að það hafi sýnt sig að stefnda sé óhæf til að tryggja drengnum þá vernd o g umönnun sem hann eigi skýlausan rétt á. Forsjárréttur foreldra takmarkist af þeim mannréttindum barna að njóta forsvaranlegra uppeldisskilyrða. Þegar hagsmunir foreldris og barns vegist á eigi hagsmunir barnsins, hvað því sé fyrir bestu, að vega þyngra á vogarskálunum. Þessi regla sé grundvallarregla í íslenskum barnarétti og komi einnig fram í þeim alþjóðlegu sáttmálum, sem Ísland er aðili að. Hinu opinbera sé skylt að veita börnum vernd svo sem fyrir sé mælt um í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33 /1944, barnaverndarlögum nr. 80/2002 og lögum um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins nr. 19/2013. Þá eigi reglan sér einnig stoð í 2. mgr. 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, og í alþjóðasamningi Sameinuðu þjóðanna um borg araleg og stjórnmálaleg réttindi, sem Ísland hefur fullgilt. Með skírskotun til alls framanritaðs, meginreglna í barnaverndarrétti, sbr. 4. gr. barnaverndarlaga, og gagna málsins, krefjist stefnandi þess að A verði svipt forsjá sonar síns, B, sbr. a - og d - liði 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga, enda muni önnur og vægari úrræði ekki skila tilætluðum árangri. IV. Málsástæður og lagarök stefndu Stefnda telji ekki ástæðu til þess að reifa málavexti sérstaklega nema í tengslum við málsástæður, en áskilji sér rétt til þess að reifa málavexti frá sinni hlið með skýrslugjöf fyrir dómi. Stefnda taki þó fram að hún telji málavaxtalýsingu í stefnu afskaplega einhliða og ekki greina nægjanlega frá báðum hliðum 7 málsins. Þá sé málavaxtalýsing hvað varði meinta annmarka á forsjárhæfni stefndu ekki í samræmi við þau gögn sem liggi henni til grundvallar. Þá beri við að atvikalýsing í stefnu sé beinlínis röng og verði því að mótmæla málatilbúnaði stefnanda í heild sinni. Í málinu séu ýmis gögn þar sem fullyrt sé um atvik máls, ýmist undir nafni eða nafnleynd. Í almennu einkamálaréttarfari beri sá sem haldi fram fullyrðingu sönnunarbyrði fyrir því að fullyrðingin sé sönn. Ekki sé því hægt að leggja til grundvallar atvik þó að opinber aðili skrái að einh ver hafi haft uppi tiltekna fullyrðingu. Fullyrðingin teljist ekki sönnuð þó opinber aðili hafi skráð hana. Til þess að sanna fullyrðinguna þyrfti a.m.k. sá sem haldi fram staðhæfingu að koma fyrir dóm og lýsa upplifun sinni af atvikum máls. Ekki megi slak a á þessum almennu sönnunarkröfum þegar komi að kröfu um sviptingu forsjár. Staðhæfingar stefnanda í málinu séu því að mestu leyti ósannaðar, a.m.k. að því leyti að unnt verði að leggja til grundvallar að atvik séu með þeim hætti að forsjárhæfni stefndu te ljist vera svo skert að fallast beri á kröfu um forsjársviptingu. Við úrlausn þessa máls verði að hafa að leiðarljósi það sem sé drengnum fyrir bestu, en samkvæmt 1. mgr. 3. gr. samnings sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013, skuli það sem barni er fyrir bestu ávallt hafa forgang þegar félagsmálas tofnanir og dómstólar geri ráðstafanir sem varði börn. Þá skuli hagsmunir barna ávallt hafðir í fyrirrúmi skv. 1. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Um sé að ræða mjög íþyngjandi ákvörðun fyrir stefndu og son hennar og hún feli í sér verulegt inngri p í réttindi þeirra auk þess að hafa mjög afgerandi áhrif á líf drengsins. Stefnda telji að krafa stefnanda gangi gegn hagsmunum sonar hennar og að það sé honum fyrir bestu að Barnavernd styðji stefndu í því að fá barnið inn á heimili sitt að nýju svo dren gurinn hafi möguleika til þess að alast upp með lífforeldri sínu. Stefnandi geri kröfu um að stefnda verði svipt forsjá á grundvelli a - og d - liðar 1. mgr. 29. gr. bvl. Stefnda telji hvorki skilyrði a - né d - liðar 29. gr. bvl. vera uppfyllt í máli þ essu. Í ljósi þess telji stefnda að nauðsynlegt sé að fjalla nánar um þá liði 29. gr. bvl. sem stefnandi byggi kröfu sína á með hliðsjón af málsástæðum stefnanda. Í a - lið 1. mgr. 29. gr. bvl. felist að barnaverndarnefnd sé heimilt að krefjast þess fyrir dómi að foreldri sé svipt forsjá ef daglegri umönnun, uppeldi eða samskiptum foreldra og barns er alvarlega ábótavant með hliðsjón af aldri þess og þroska. Í d - lið 1. mgr. 29. gr. bvl. felist að barnaverndarnefnd sé heimilt að krefjast þess fyrir dóm i að foreldri sé svipt forsjá ef fullvíst er að líkamlegri eða andlegri heilsu barns eða þroska þess sé hætta búin sökum þess að foreldrar séu augljóslega vanhæfir til að fara með forsjána, svo sem vegna vímuefnaneyslu, geðrænna truflana, greindarskorts eð a þess að breytni foreldra sé líkleg til að valda barni alvarlegum skaða. Stefnda telji mikilvægt hvað orðalag þessa ákvæðis varðar að daglegri umönnun og uppeldi verði að búin í umsjá stefndu. Sönnunarbyrðin hvíli því á herðum stefnanda og hann hafi ekki axlað hana nægilega. Í því samhengi beri einnig að horfa til 2. mgr. 29. gr. bvl. Þar sé sérstaklega tekið fram að kröfu um sviptingu forsjár megi aðeins gera ef ekki er unnt að beita öðrum og vægari úrræðum til úrbóta eða slíkar aðgerðir hafi verið reyndar án viðunandi árangurs. Samkvæmt þ essu sé ekki nóg að vægari aðgerðir hafi verið reyndar heldur sé það skilyrði að þessar aðgerðir hafi ekki skilað viðunandi árangri. Ljóst sé af öllum gögnum málsins að stefnda hafi á öllum stigum þess verið mjög samvinnufús, þrátt fyrir erfiðar aðstæður, og hafi náð að nýta sér tiltekin úrræði til að bæta aðstæður sínar. Stefnda telji ljóst að stefnandi hafi ekki kynnt sér nægilega vel hvort og hvaða árangur hefur náðst af þeim úrræðum, sem reynd hafi verið. Því sé ljóst að málið teljist ekki nægjanlega up plýst af hálfu stefnanda til þess forsjársvipting nái fram að ganga. Stefnda bendi einnig á að í frumvarpi með núgildandi barnalögum komi fram í athugasemdum með 29. gr. að dómari skuli meta það sjálfstætt hvort skilyrðum 1. mgr. til forsjársvipti ngar sé fullnægt og þar sé með beinum hætti kveðið á um að hann sé ekki á neinn hátt bundinn af mati barnaverndarnefndar. Margt bendi til þess að meðalhófs hafi ekki verið gætt í máli stefndu og sonar hennar. Í stefnu sé því haldið fram að drengur inn hafi um langa hríð búið við mikla vanrækslu og óviðunandi heimilisaðstæður í umsjá stefndu. Stefnda hafni því að heimilisaðstæður og uppeldisskilyrði drengsins í hennar umsjá hafi verið svo slæm að forsjársviptingu varði. Jafnframt hafni stefnda því að hugsanlegir 8 telja að líkamlegri eða andlegri heilsu barnsins eða þroska stafi hætta af. Af gögnum málsins megi sjá að þótt hugsanlega hafi verið ein hverjir vankantar á uppeldisaðstæðum drengsins, þá hafi þeir aldrei verið svo alvarlegir að forsjársviptingu varði. Í gögnum málsins komi m.a. eftirfarandi fram: fnað og þyngst vel á tímabilinu. Allir daglegir þættir í umönnun eru í góðu lagi, t.d. líkamleg umhirða, mjólkurgjafir og baðferðir. D og A eru natin við drenginn og virðast þau ráða ágætlega við aðstæður þegar drengurinn er óvær. Í byrjun tímabilsins voru þau dugleg að spyrja um uppeldisráð og nýta sér þau. Þau voru dugleg að taka leiðbeiningum varðandi uppeldið á drengnum. Þau virðast bæði áhugasöm um þroska drengsins og greinlegt er að þeim þykir vænt Skýrsla sálfræðings, bls. 4: atsmaður sá A með drengnum og virtust þeirra tengsl vera eðlileg og góð, hún var natin við drenginn og Bls. 23: Grein Læknisvottorð: nótunum sem bendir til annars en að hlutirnir gangi almennt vel, drengurinn hefur dafnað : Bráðamóttökuskrá: 5 cm. Þannig er hann um 1,5 staðalfrávikum fyrir neðan meðal í hæð og þyngd en virðist fylgja sinni kúrfu nokkuð vel frá Af framangreindu megi sjá að uppeldi drengsins hafi framan af að mörgu leyti verið með ágætum og fjarri sé því að andl egri og líkamlegri heilsu drengsins hafi verið stefnt í hættu í umsjá stefndu, þótt einhverjir vankantar kunni að hafa verið á forsjárhæfni hennar og uppeldisaðstæðum drengsins. Þá megi líka sjá af skýrslu sálfræðings, bls. 22, að hann telji að styrkleikar foreldra, m.a. tengsl við drenginn, almenn umönnun og hæfni til að nýta sér ráðgjöf og fl., geri það að verkum að þau verði talin hæf til þess að sinna foreldrahlutverki með eftirliti og stuðningi. Einnig sé það mat sálfræðingsins að stefnda hafi góðan st uðning fjölskyldu sinnar. Önnur gögn málsins styðji einnig þá staðhæfingu, en móðir stefndu hafi stutt hana í móðurhlutverkinu og hlaupið undir bagga þegar þess hafi verið þörf. Þá telji stefnda að drengnum hafi almennt ekki verið hætta búin af átökum mill i hennar og barnsföður hennar og einnig að átök í sambandi þeirra hafi ekki haft svo afgerandi áhrif á líf, uppeldi og líðan drengsins. Stefnda hafi verið fórnalamb aðstæðna og ekki sé hægt að líta til gjörða barnsföður stefndu við mat á forsjárhæfni stefn du í dag, enda hafi stefnda nú komið sér úr aðstæðunum og hafi alfarið slitið sambandi við barnsföður sinn. Hvað varðar fullyrðingar um óreiðu, óþrifnað og drasl þá árétti stefnda að almennt hafi heimilið verið snyrtilegt og heimilisaðstæður dren gsins ágætar þótt komið hafi upp afmörkuð tilvik þar sem nokkur óreiða hafi verið á heimilinu á álagstímum. Enn fremur telji stefnda að stuðningsúrræði myndu duga til þess að bæta það sem betur megi fara í aðstæðum og uppeldi drengsins. Þá vekur s tefnda athygli á því að meira en ár sé síðan drengurinn fór úr hennar umsjá og staða hennar hafi breyst talsvert til hins betra síðan þá og ekki sé hægt að ganga út frá því að umönnun drengsins yrði ábótavant eins og staða stefndu sé í dag. Stefnandi hafi ekki lagt fram fullnægjandi gögn um stöðu stefndu 9 í dag en stefnda hafi meðal annars krafist þess að dómkvaddur yrði matsmaður til að meta forsjárhæfni hennar og aðstæður nú til þess að sýna fram á það að breyting hafi orðið á til hins betra og þetta sé í dag fullnægjandi. Vegna staðhæfinga um að drengnum vegni betur í dag en í umsjá stefndu taki stefnda fram að forsjársviptingarmál séu ólík hefðbundnum forsjármálum milli foreldra. Þau snúist ekki um að finna út hvaða fyrirkomulag henti börnunum be st eða um samanburð á því hvernig þeim vegni í fóstri eða á vistheimili annars vegar og hjá foreldri hins vegar. Úrlausnarefnið sé einvörðungu hvort sannað sé að foreldri uppfylli lágmarksskilyrði barnaverndarlaga fyrir því að mega fara með forsjá barns. S lík sönnun liggi ekki fyrir í málinu. Í stefnu málsins sé á því byggt að stefnda eigi við áfengis - og vímuefnavanda að etja og hún hafi ekki megnað að taka á áfengis - og vímuefnavanda sínum. Vegna þessa sé því haldið fram að stefndu og áfengis - og vímuefnavandi hennar leiði til þess að forsjárhæfni hennar sé svo skert að forsjársviptingu varði. Stefnda mótmæli þessum staðhæfingum. Hvað varðar þá hafni stefnda því að að syni hennar sé hætta búin í hennar umsjá. Stefnda hyggist láta meta á ný með forsjárhæfnimati en árétti að þótt niðurstaða forsjárhæfnimats hafi verið á þann veg að , þá hafi niðurstaða matsmanns ekki verið sú að hún væri vegna þess ófær um að fara með forsjá drengsins. Niðurstaða matsmanns um þen nan þátt hafi eingöngu verið að taka þyrfti tillit til stefndu við ákvörðun um stuðning fyrir hana við umönnun barnsins. Þá taki matsmaður einnig fram að ekki hafi komið fram geðræn einkenni í viðtölum og að áttun hafi verið eðlileg og einbeiting góð. Stefnda hafni því að leiði til þess að hún sé ófær um að sinna uppeldi drengsins og stefnda telji gögn málsins ekki styðja þá ályktun. Hvað varðar fíkniefna - og áfengisneyslu þá sé vissulega rétt að stefnda hefur neytt fíkniefna og áfengis í ge gnum tíðina. Það sé þó mikilvægt að hafa í huga að niðurstaða matsmanns hafi verið á sú að ef stefnda tæki á fíkniefnavanda sínum þá teldist hún vera hæf til þess að fara með forsjá barnsins. Af gögnum málsins sé ljóst að stefnda hafi í gegnum tíðina sýnt mikinn vilja til þess að ráða bót á vanda sínum. Þannig hafi hún ns og komi m.a. 2019 til 2019, en hún hafi talið þá meðferð líklegri vinna bug á vanda sínum eins fljótt og unnt væri. Eftir þá meðferð hafi sér enn frekari meðferð. Stefnda hafi því verið edrú um nokkurt skeið núna og telji hún bata sinn varanlegan. Vert sé að taka fram að stefnda hafi lagt fram beiðni um mat dómkvadds matsmanns í því skyni að sýna fram á bæt ta stöðu sína í dag að þessu leyti. Í stefnu málsins sé lagt til grundvallar að markmið áætlana um meðferð máls hafi ekki gengið eftir þar sem stefnda hafi ekki megnað að taka á áfengis - og vímuefnavanda sínum. Af því megi leiða að allar líkur stan di til þess að hægt sé að framfylgja áætlunum um meðferð máls nú, þegar stefnda hafi tekist á við vímuefnavanda sinn. Loks sé stefnda jafnframt að vinna að því að bæta stöðu sína í húsnæðis - og atvinnumálum, en hún telji ljóst að tímabundið atvinnu - og hús næðisleysi dugi ekki eitt og sér til þess að svipta foreldri forsjá barns síns. Þar sem stefnda hafi nú þegar tekið á áfengis - og vímuefnavanda sínum telji hún að í dag séu ekki svo alvarlegir vankantar á aðstæðum hennar að forsjársviptingu varði. Ásamt því að hafa að eigin frumkvæði unnið markvisst að því að bæta stöðu sína og ráða bót á fíknivanda sínum, þá hafi stefnda reynt eftir fremsta megni að hafa samvinnu við Barnavernd allt frá fæðingu barnsins. Það hafi einungis verið faðir barnsins sem hafi verið mótfallinn því að drengurinn færi á stefnda verið að leita uppeldisráða og leiðbeininga hjá starfsmönnum og nýta sér þau. Stefnda hafi ve rið samvinnuþýð við gerð forsjárhæfnimats og hafi þegið ýmsan stuðning frá Barnavernd og samþykkt fjölda áætlana um meðferð máls, sem meðal annars hafa falið í sér vistun drengsins utan heimilis. Telji stefnda það ljóst af gögnum málsins að hún hafi í gegn um tíðina reynt eftir fremsta megni að hafa samvinnu við Barnavernd, og að hún láti hagsmuni drengsins ganga framar sínum eigin. Stefnda lýsi því jafnframt yfir 10 að hún sé tilbúin til samvinnu við Barnavernd verði hún sýknuð af kröfu um forsjársviptingu og muni hún þiggja alla þá hjálp sem henni standi til boða til þess að bæta forsjárhæfni sína og tryggja sem best uppeldisskilyrði fyrir drenginn. Stefnda vísar til þess að það sé grundvallarregla í barnarétti að hafa beri hag barns í fyrirrúmi við úr lausn hvers máls. Til þess að hægt sé að komast að því hvað sé best hverju sinni sé mikilvægt að barnaverndaryfirvöld sinni rannsóknarskyldu sinni. Á Barnavernd Reykjavíkur og þar með stefnanda hvíli skylda skv. 1. mgr. 41. gr. bvl. og 10. gr. stjórnsýslul aga nr. 37/1993 til að sjá til þess að mál þetta sé nægjanlega upplýst áður en tekin verður ákvörðun í því. Stefnandi beri því ríka rannsóknarskyldu og í 1. mgr. 56. gr. bvl. sé áréttuð rík rannsóknarskylda barnaverndaryfirvalda í forsjársviptingarmálum, s em felist í því að sjá til þess að mál séu nægjanlega upplýst áður en krafa um forsjársviptingu sé gerð. Stefnda telur að stjórnvaldið hafi ekki sinnt þessari skyldu sinni áður en starfsmenn Barnaverndar ákváðu að leggja til forsjársviptingu skv. 29. gr. bvl. Þá telji hún fjölmörg atriði ekki hafa verið könnuð til hlítar, en eftirfarandi séu þau helstu. Til þess að mál þetta sé nægjanlega upplýst þurfi að ganga úr skugga um það hvort aðstæður stefndu séu með þeim hætti að skilyrði forsjársv iptingar séu uppfyllt í málinu. Í því felist skylda til þess að afla sem gleggstra upplýsinga um hagi stefndu í dag, t.d. með því að afla nýs forsjárhæfnimats. Eina forsjárhæfnimatið sem liggi til grundvallar í máli þessu hafi verið á þá leið að stefnda væ ri hæf til að fara með forsjá drengsins með stuðningi. Ekki hafi verið sýnt fram á annað með viðhlítandi rökum og gögnum. Þá hafi drengnum ekki verið skipaður talsmaður sökum ungs aldurs og þroska en stefnda telji að Barnavernd hefði verið rétt að hlutast til um að reyna að kanna eða leiða í ljós vilja drengsins, með aðstoð sérfræðinga. Í máli þessu verði einnig að líta til meðalhófsreglu, en stefnandi sé bundinn af meðalhófsreglu 7. mgr. 4. gr. bvl. og 12. gr. stjórnsýslulaga, sbr. 38. gr. bvl. Í því felist að barnaverndaryfirvöld skuli aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að sé stefnt, verði ekki náð með öðru og vægara móti. Þá skuli ekki beita íþyngjandi úrræðum lengur en nauðsynlegt sé. Enn fremur sé það sérstaklega áskil ið í 2. mgr. 29. gr. bvl. að ekki skuli gera kröfu um sviptingu forsjár ef unnt er að beita öðrum úrræðum. Forsjársvipting geti ekki með nokkru móti samræmst meðalhófsreglunni þar sem ekki sé nauðsynlegt að beita svo íþyngjandi úrræði. Þá telji stefnda að krafa stefnanda um forsjársviptingu gangi gegn markmiði barnaverndarlaga skv. 2. gr. laganna, en þar komi fram að markmið þeirra sé m.a. að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu, og verði með engu móti fallist á að forsjársvipting stuðli að því mark miði. Enn fremur telur stefnda að framganga starfsmanna Barnaverndar í málefnum mæðginanna hafi almennt ekki verið í samræmi við meðalhófsreglu. Stefnandi hafi m.a. tekið fyrir alla umgengni mæðginanna þrátt fyrir að stefnda hafi enn forsjá drengsins, og þ að án þess að sýnt hefði verið fram á að umgengnin væri andstæð hagsmunum drengsins eða að honum stafaði hætta af stefndu . Með bókun hafi öll umgengni verið tekin af móður þrátt fyrir það að hún hafi vitjað barnsins reglulega á í samstarfi við Barnaver nd frá því að hún kom úr meðferð og hafi óskaði eftir frekari umgengni . Lögmaður stefndu hafi þegar í stað sent skriflega kröfu um að ákvörðun um umgengni yrði borin undir barnaverndarnefnd Reykjavíkur og fengið þau svör að það yrði líklega ekki fyrr e n í byrjun desember, eða rúmum mánuði eftir að ákvörðun var tekin . Stefndu hafi verið lofað fundi með fósturforeldrum en það hafi ekki gengið eftir og enn hafi hún ekki fengið umgengni við drenginn. Af þessu megi ráða að rökstuddur grunur sé fyrir hendi um að Barnavernd hafi gengið of harkalega fram í máli þessu. Stefnda telji að meðalhófsreglan leggi þær skyldur á barnaverndaryfirvöld að reyna að finna aðrar leiðir til þess að tryggja öruggar uppeldisaðstæður sonar hennar. Stefnda telji rétta málsmeðferð í þessu máli vera að barnaverndaryfirvöld vinni með henni að því að leita lausna með það markmið fyrir augum að þau mæðgin geti sameinast á ný, enda sé það markmið barnaverndarstarfs, sbr. 1. mgr. 2. gr. bvl. að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu. Stefnda telji að unnt hefði verið að beita vægara úrræði í máli þessu. Í því sambandi vísi stefnda til þess að það væri í betra samræmi við meðalhófsregluna að vista drenginn utan heimilis í 12 mánuði, enda hafi aldrei verið tekin ákvörðun um 12 mánaða vi stun í máli þessu. Stefnda sé nú þegar orðin edrú og gæti því nýtt mánuðina 12 til þess að sýna fram á stöðugleika og varanleika í edrúmennsku. Einnig gæti stefnda á þeim tíma komið sér upp varanlegu heimili og leitað eftir atvinnu. Einnig hafi móðuramma b arnsins boðist til að aðstoða og styðja móður í uppeldishlutverki sínu með formlegum hætti. Það samræmist mun betur 11 meðalhófssjónarmiðum að kanna hvort þær leiðir sem stefnda leggi til komi sér betur fyrir drenginn. Barnaverndaryfirvöldum sé í lófa lagið a ð reyna að vista drenginn utan heimilis í 12 mánuði áður en svo íþyngjandi ákvörðun sé tekin, enda hafi barnaverndarnefnd alla möguleika á að fylgjast náið með framvindu mála og, ef þörf krefur, að hefja mál á ný og krefjast forsjársviptingar að 12 mánuðum liðnum. Stefnda byggir á því að það sé grundvallaratriði í barnaverndarmálum að taka beri tillit til vilja barns eftir því sem unnt er, sbr. 2. mgr. 4. gr. 2. mgr. 46. gr, og 2. mgr. 64. gr. a í bvl. og 12. gr. laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins nr. 19/2013. Einnig hafi tengsl barns við foreldra almennt umtalsvert vægi við úrlausn barnaverndarmáls. Í máli þessu hafi barnaverndaryfirvöld ekki kannað vilja barnsins vegna ungs aldurs þess og þroska. Hins vegar telji stefnda að ba rnaverndaryfirvöld hefðu átt að leitast betur við að leiða vilja barnsins í ljós. Enn fremur sé ljóst af gögnum málsins að tengsl stefndu og sonar hennar séu sterk. Vegna þessara tengsla telji stefnda mikilvægt að hafnað sé kröfu um forsjársviptingu og lei tast sé við að viðhalda tengslum þeirra þar til drengurinn fari aftur í hennar umsjá. Stefnda telji að það tengslarof sem kunni að leiða af forsjársviptingu verði drengnum skaðlegt til lengri tíma litið. Varðandi lagarök vísi stefnda til barnavern darlaga nr. 80/2002, m.a. 2., 4., 29., 38., 41., 46. og 56. gr., og meginreglna barnaréttar. Stefnda vísi einnig til ákvæða stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sérstaklega 10. og 12. gr. Einnig vísist til laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins nr . 19/2013, sérstaklega 3. og 12. gr. Krafa um málskostnað styður stefnda aðallega við 60. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og lög um meðferð einkamála nr. 91/1991. V. Niðurstaða Stefnandi , barnaverndarnefnd Reykjavíkur, hefur krafist þess að stefnda, A, verði svipt forsjá sonar síns, B. Krafa stefnanda að þessu leyti byggist á ákvæðum a - og d - liðar 1. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Samkvæmt fyrrnefnda ákvæðinu er barnaverndarnefnd heimilt að krefjast þess fyrir dómi að f oreldrar, annar þeirra eða báðir, skuli sviptir forsjá ef hún telur að daglegri umönnun, uppeldi eða samskiptum foreldra og barns sé alvarlega ábótavant með hliðsjón af aldri þess og þroska. Í síðarnefndu ákvæði d - liðar 1. mgr. 29. gr. er svo kveðið á um að barnaver ndarnefnd geti krafist forsjársviptingar fyrir dómi ef fullvíst er að líkamlegri eða andlegri heilsu barns eða þroska þess sé hætta búin sökum þess að foreldrar séu augljóslega vanhæfir til að fara með forsjána, svo sem vegna vímuefnaneyslu, geðrænna trufl ana eða greindarskorts eða að breytni foreldra sé líkleg til að valda barni alvarlegum skaða. Í ákvæði 2. mgr. 29. gr. barnaverndarlaga er enn fremur mælt fyrir um að kröfu um sviptingu forsjár skuli því aðeins gera að ekki sé unnt að beita öðrum og vægari úrræðum til úrbóta eða slíkar aðgerðir hafi verið reyndar án viðunandi árangurs. Af þessu l eiðir að úrlausn þessa máls veltur á því hvort þau skilyrði sem sett eru í ákvæðum 29. gr. barnaverndarlaga um sviptingu forsjár séu uppfyllt að mati dómsins. Við aðalmeðferð gaf stefnda skýrslu og auk starfsmanna Barnaverndar Reykjavíkur sem komi ð hafa að málum stefndu starfsmaður [...], C sálfræðingur og móðir stefndu . Vikið verður að framburði þessara aðila að því leyti sem máli þykir skipta varðandi niðurstöðu í málinu. Stefnda rakti hvaða ástæður hefðu verið fyrir afskiptum barnavernd arnefndar af málum hennar. Þegar Hún kvaðst hafa verið í neyslu á meðgöngu og eftir að drengurinn fæddist hefði hún áfram verið í neyslu kannabis með f öður drengsins. Hún hefði þurft að þola og verið mjög einangruð á þeim tíma. Barnaverndarnefnd hafi þá verið komin í málin. Drengurinn hafi vegna ástands síns verið í hitakassa á spítalanum og hún og barnsfaðir hennar farið af spítalanum án drengsins. Barnaverndarnefnd hafi þá komið Allt hefði sótt í sama farið er heim kom, hún byrjað aftur í neyslu þegar drengurinn fór að sofa á næturnar. Þá hafi hú n forðast samskipti við starfsmenn Barnaverndar. Stefnda rakti síðan feril sinn í neyslu og kvaðst hafa farið að minnsta kosti sex sinnum í meðferð . Hún kvaðst nú vera í grunnmeðferð hjá og vera á biðlista eftir að fara . Hún væri að leita sér a ð íbúð og byggi á meðan hjá móður sinni . Stefnda kvaðst 12 hafa farið í meðferð í haust og komið sl. Hún hefði byrjað aftur í drykkju og síðan farið í meðferð . Hún kvaðst hafa verið edrú frá því í nóvember en drukkið um áramótin. Stefnda kvaðst ve ra alkóhólisti, með mikinn vanda, kvaðst þurfa að vinna í sjálfri sér og byggja sig upp, sem hún hefði ekki verið að gera, og taldi sig verða búna að ná sér eftir ár. E, félagsráðsgjafi hjá Barnavernd Reykjavíkur, kvaðst hafa tekið við málum drengsin s í október/nóvember 2018. Erfitt hefði verið að hafa samband við stefndu, hún svaraði oft ekki síma og ef hún svaraði hefði hún oft verið undir áhrifum og borið því við að hún væri með bilaðan síma. Hún hafi ekki sinnt um að fara í forsjárhæfnimat og veri ð húsnæðislaus frá því í janúar 2019. Hún kvað stefndu ekki hafa verið færa um að sinna forsjárskyldum sínum og ekki hafa verið til samvinnu. Ástæða þess að farið hefði verið fram á forsjársviptingu hefði verið sú að öll vægari úrræði hefðu verið reynd en stefnda ekki notfært sér þau og ávallt fallið aftur í neyslu. Vitnið kvað drenginn hafa beðið skaða af því að búa hjá móður sinni og miklar áhyggjur hefðu verið af hans. Hann væri ára og hefði ekki getað beðið lengur og þyrfti á því að halda að komast í fasta reglu og öryggi. Vitnið kvað óraunhæft að vistun utan heimilis í 12 mánuði nú kæmi til greina. Búið hafi verið að vara stefndu við hver næstu skref yrðu bætti hún ekki ráð sitt. Hún hafi fengið lokatækifæri í júlí 2019 og sama ástand hefði r íkt frá árinu 2017. F, félagsráðgjafi hjá Barnavernd Reykjavíkur, kvaðst hafa komið að máli stefndu í júní 2018. Búið hafi verið að gera árangurslausar tilraun til að ná samvinnu við stefndu um að nýta sér stuðningsúrræði en það hafi ekki gengið. St aða drengsins hafi verið alvarleg og áhyggjur hafi verið af hans. G, félagsráðgjafi hjá Barnavernd, kvaðst hafa tekið við málinu eftir að ákvörðun hefði verið tekin um forsjársviptingu. Vilji hafi verið til að hjálpa stefndu en það hafi ekki gen gið. Stefnda hafi komið í viðtal um húsnæði er hún , en verið fallin daginn eftir og ekki verið unnt að koma við neinum úrræðum. Stefnda hafi síðan farið í meðferð . Hún falli hins vegar alltaf strax aftur og þyrfti að fara í langan tíma í innilokuna rmeðferð þar sem hún hafi ekki nýtt sér þau stuðningsúrræði sem hafi verið í boði. Drengurinn sé nú kominn á fósturheimili og hafi tekið miklum framförum. H, starfsmaður á [...], bar að í vistunum áður hefði drengurinn sýnt mótþróa og þrjósku og vi ljað fara sínar eigin leiðir. Borið hafi á hegðun og hann borið merki vanrækslu og verið . Staða drengsins nú, eftir að hann fór á fósturheimilið, sé allt önnur, allt gangi betur og minna beri á slæmri hegðun og hann sé kominn í betri rútínu. Þá hafi hann tekið framförum í þroska og . Varðandi það hvort uppfyllt séu skilyrði a - og d - liða 29. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, sem rakin voru hér að framan, þá liggur fyrir að barnið hefur verið í vistun og fóstri í eitt og hálft ár. Á þessum tíma hefur stefnda farið í að minnsta kosti sex meðferðir vegna vímuefnavanda síns. Þá er hún en n á biðlista eftir að komast í framhaldsmeðferð . Fram kom hjá stefndu við aðalmeðferð að hún hefði forðast starfsmenn Barnaverndar þegar hún væri í neyslu og hún notað sem afsökun að hún væri með bilaðan síma. Þegar hún væri ekki í neyslu væri hún reið ubúin til að taka þátt og vera til samvinnu en allt sækti hins vegar ávallt í sama farið hjá henni. C sálfræðingur staðfesti við aðalmeðferð matsgerð sína frá árinu 2015 og kvað hana standa hvað varðaði , sem hefði verið með mjög samræmda niður stöðu hvað varðaði . . Lítil dreifing auki á áreiðanleika niðurstaðna. Í tilviki hennar sem móður hafi það í för með sér takmarkanir á getu til að sem felst í að sinna drengnum og einnig hefði komið fram tilhneiging hennar til að forgangsraða eigin þörfum ofar þörfum drengsins og erfiðleikar með að halda mörk og rútínu í uppeldi hans. Sálfræðingurinn sagði að hann hefði ekki lagt þetta próf fyrir í endurtekinni matsgerð þar sem . Annað próf, sem skýri viðbrögð móður, sé þar sem stefnda virðist vera haldin . Þá kvað hann hafa verið fullreynt að ná samvinnu við stefndu varðandi nýtt forsjárhæfnimat. Fyrir liggur að stefnda hefur átt mjög erfitt með að halda utan um drenginn, hann ber merki vanrækslu og hefur haft . Fram koma í gögnum málsins og framburði starfsmanna Barnaverndar áhyggjur af þessari stöðu drengsins. Fyrir liggur að þegar hann var á ári var hann enn . Stefnda bar fyrir dómi að henni hefði þótt erfitt að takast á við breytingar á hvers konar hegðun og setj a mörk. Ábendingar frá , Barnavernd og leiddi stefnda hjá sér. Stefnda kvaðst við aðalmeðferð hafa verið edrú í mánuð og ætla nú að fara að byggja sig upp af alvöru. Stefnda virðist hins vegar ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins hvað varðar drengsins, svo sem hegðun sem hann s ýnir, samanber framburð H, 13 starfsmanns [...]. Fram kom fyrir dómi að stefnda er ánægð með fósturforeldra drengsins og hefur hitt þá og séð hve ánægður drengurinn virðist vera og tengdur þeim. Fyrir liggur að þannig er búið að reyna á getu henn ar til að vera edrú og sanna ábyrgð sína á drengnum, en vegna neyslu er sú geta takmörkuð. C kvað aðalvanda stefndu vera viðvarandi neyslu og greinileg . Þá kvað hann að tryggja þyrfti öryggi drengsins og hann þyrfti að vera á sama stað, annað valdi van dmálum.Taka þyrfti því ákvörðun um framtíð drengsins og gæta þess að hann fengi viðeigandi stuðning. Þannig liggur fyrir að vangeta, sem stefnda er eigi eftir að gera það að verkum að henni veitist erfitt að uppfylla lágmarksskilyrði foreldrahæfni Í forsjárhæfnimati eru oft lögð til grundvallar nokkur aðalatriði sem tekið er mið af. Þau eru ástrík tengsl, vernd og öryggi, líkamleg umönnun og atlæti, örvun og hvatning og stuðningur, auk þess að vera fyrirmynd um hegðun, mannasiði og samskipti. Í tilviki stefndu má segja að þó svo að hún elski barn sitt þá geti hún ekki veitt því vernd og öryggi eða lágmarksstaðfestu og stöðugleika. Þá hefur hún ekki ráðið við líkamlega umönnun og atlæti. Drengurinn er mjög vanörvaður og ber þess augljós merki. Vegna þess að stefnda á nóg með sig hefur hún ekki getað stutt barnið og sett sig í þess spor og ekki ráðið við að vera fyrirmynd fyrir það með því að setja því mörk og finna lausnir á ágreiningi. Stefnda uppfyllir því ekki kröfur um hæfni foreldra . Eins og rakið hefur verið hafa allar tilraunir til að koma á meðferðaráætlunum með stefndu strandað á því að hún hefur ekki verið til samvinnu og aldrei haldið út að vera án áfengis og vímuefna. Þá kom stefnda sér undan því að fara í nýtt forsjár hæfnimat sem hún hafði samþykkt að fara í samfara áætlun um meðferð máls samkvæmt 23. gr. barnaverndarlaga þann 31. október 2018. Öll samskipti við hana hafa verið erfið þar sem hún lætur ekki ná í sig og ber því við að hún sé með bilaðan síma. C sálfræðin gur reyndi árangurslaust að fá stefndu til viðtals og prófana frá því í desember 2018 til ágústloka 2019. vegna hömlulausrar áfengis - og vímuefnaneys lu stefndu. Frá þeim tíma hefur hann verið vistaður utan heimilis og á meðan hefur staða hans batnað. Nú er drengurinn í fóstri og gengur allt vel þar. Hann hefur tekið framförum bæði í hegðun og . Eins og rakið hefur verið hafa stuðningsúrræði til handa stefndu ekki borið árangur og stefnda hefur ekki nýtt sér þau úrræði sem henni stóðu til boða. Daglegri umönnun drengsins var stórlega ábótavant af hálfu stefndu með hliðsjón af aldri hans og þroska og stefnda nýtti sér ekki þau úrræði sem henni stóðu til boða. Dómurinn telur því að fullreynd hafi verið öll vægari úrræði en forsjársvipting þar sem stefnda hefur ekki nýtt sér þau stuðningsúrræði sem henni hafa staðið til boða og hefur sýnt af sér ábyrgðarlausa hegðun. Stefnda á við verulegan áfengi s - og vímuefnavanda að stríða og hefur ekki burði til að sjá drengnum fyrir viðunandi heimilisaðstæðum og veita honum þann ríka stuðning sem hann þarf á að halda. Í niðurstöðum matsgerðar C sálfræðings, sem liggur fyrir í málinu, segir að skilyrði þess að stefnda verði talin hæf til þess að fara með forsjá drengsins séu þau að hún vinni bug á neyslu sinni og húsnæðisleysi. Fullreynt er að þetta hefur ekki gengið eftir. Til þess ber að líta að það eru grundvallarréttindi barna að búa við stöðugleika í uppvex ti og þroskavænleg skilyrði, Fullrannsakað er að drengurinn bjó við óviðunandi uppeldisaðstæður hjá stefndu og hún er ekki fær um að veita honum öryggi og viðunandi uppeldisaðstæður til framtíðar eins og hann á rétt á. Forsjárréttur foreldra takmarkast af þeim mannréttindum barna að njóta forsvaranlegra uppeldisskilyrða, þess sem er þeim fyrir bestu. Þetta er grundvallarregla í íslenskum barnarétti og kemur fram í alþjóðlegum sáttmálum sem Ísland er aðili að. Þá er hinu opinbera skylt að veita börnum vernd eins og mælt er fyrir um í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, barnaverndarlögum nr. 80/2002 og lögum um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins nr. 19/2013, sbr. og 2. mgr. 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Dreng urinn er nú kominn í fóstur og honum vegnar vel þar. Hann þarf á stöðugleika og öryggi að halda og með hliðsjón af því hvernig mál hafa þróast hjá stefndu er ekki hægt að gera ráð fyrir því að eftir eitt ár verði hún orðin fullfær um að annast forsjá dreng sins. Af þeim sökum verður að taka ákvörðun til framtíðar með hagsmuni drengsins að leiðarljósi og því kemur ekki annað til greina en forsjársvipting þar sem önnur vægari úrræði hafa verið fullreynd. Þeim stöðugleika sem drengnum er nauðsynlegur yrði verul ega raskað ef bíða ætti í eitt ár með að taka ákvörðun í málinu. Ekki verður fallist á að meðalhófs hafi ekki verið gætt af hálfu Barnaverndar Reykjavíkur við meðferð málsins. 14 Stefnda byggir á að borið hefði að fá sérfróðan aðila til að ræða við drenginn o g kanna vilja hans. Fyrir liggur að drengurinn er í góðri aðlögun að mati stefndu og hefur ekki verið í hennar umsjá síðan 2018. Þá var það mat félagsráðgjafa hjá Barnavernd að með vísan til ungs aldurs hans og ákaflega lítils málsþroska hans að slíkt hefð i það ekki þýðingu og þá ekki heldur að skipa honum talsmanns á þessu stigi. Dómurinn er á sama máli. Samkvæmt því sem rakið hefur verið og með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga nr. 80/2002 er fallist á kröfu stefnanda um að svipta stefndu forsjá sonar stefndu, B. Af hálfu stefnanda er ekki krafist málskostnaðar, en stefnda nýtur gjafsóknar í málinu. Allur kostnaður málsins, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, Hrefnu Bjarkar Rafnsdóttur, sem telst hæfilega ákveðin með hliðsjón af eð li og umfangi málsins og tímaskýrslu lögmanns eins og nánar er kveðið á um í dómsorði, greiðist úr ríkissjóði. Tekið hefur verið tillit til virðisaukaskatts. Dóminn kveður upp Þórður Clausen Þórðarson héraðsdómari sem dómsformaður, ásamt meðdómendu num Arnari Þór Jónssyni héraðsdómara og sérfróða meðdómandanum Álfheiði Steinþórsdóttur sálfræðingi. Dómsorð Stefnda, A, er svipt forsjá barnsins B., kt. [...]. Málskostnaður fellur niður. Allur kostnaður málsins, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns stefndu, Hrefnu Bjarkar Rafnsdóttur, 2.315.700 krónur, greiðist úr ríkissjóði.