LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 16. október 2020. Mál nr. 692/2019 : A ( Kristján B. Thorlacius lögmaður ) gegn Vátryggingafélag i Íslands hf. ( Svanhvít Axelsdóttir lögmaður) Lykilorð Ökutæki. Líkamstjón. Skaðabætur. Fyrning. Gjafsókn. Útdráttur A varð fyrir líkamstjóni í umferðarslysi 10. september 2009. A tilkynnti V hf. um tjónið 22. febrúar 2016. V hf. hafnaði bótaskyldu með vísan til þess að hann teldi kröfuna fyrnda og komst úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum að sömu niðurstöðu. Höfðaði A þá mál á hendur V hf. til greiðslu bóta. Í dómi Landsréttar var lagt til grundvallar að ekki síðar en á árinu 2011 hlyti A að hafa verið orðið ljóst að hún hefði hlotið varanleg mein af slysinu, enda hafi líkamleg einkenni hennar þá verið fram komin og vitneskja um andlegar afleiðingar legið fyrir. Því yrði að líta svo á að A hefði vitað af kröfu sinni árið 2011 og átt þess kost að leita fullnustu hennar eins og 99. gr. þágildandi umferðarlaga hafi verið túlkuð í dómaframkvæmd Hæstaréttar. Hafi krafan því fyrnst í l ok árs 2015. Var hinn áfrýjaði dómur staðfestur um sýknu V hf. af kröfum A. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Eiríkur Jónsson , Ragnheiður Harðardóttir og Þorgeir Ingi Njálsson . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut mál inu til Landsréttar 18. október 2019 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 24. september 2019 í málinu nr. E - /2019 . 2 Áfrýjandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða henni 8.202.123 krónur með 4,5% ársvöxtum frá 20. desember 2014 til 13. apríl 2018 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hún málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti án tillits til gjafsóknar sem henni hefur verið veitt. 3 Stefndi krefs t staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. 2 Niðurstaða 4 Líkt og rakið er í hinum áfrýjaða dómi krefst áfrýjandi bóta vegna umferðarslyss sem hún varð fyrir 10. september 2009, er hún var 17 ára gömul, en stefndi telur kröfuna fyr nda samkvæmt 99. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, sem voru í gildi á slysdegi. Áfrýjandi reisir kröfu sína á matsgerð sem aðilar öfluðu sameiginlega. Í matsgerðinni er talið að áfrýjandi hafi við slysið hlotið áverka á andlit, sem valdi nánar tilteknum einken num, og mar á mjöðm og tognunaráverka sem valdi einkennum frá vinstri ganglim. Þá er talið að andleg vanlíðan áfrýjanda í kjölfar slyssins sé að hluta til afleiðing slyssins. Er varanlegur miski hennar metinn til 14 stiga, án þess að greint sé á milli eins takra einkenna, og varanleg örorka metin 14%. 5 Fyrirliggjandi gögn bera með sér að þau líkamlegu einkenni sem greind eru í matsgerðinni komu fram strax eða mjög fljótlega eftir slysið . Þannig segir í lögregluskýrslu að áfrýjandi hafi kennt til í höfði og mjöðm og er áverkum hennar að því leyti lýst í gögnum frá slysadeild. Sama á við um gögn um komur áfrýjanda á heilsugæsluna 30. september 2009 og 1. nóvember 2010, en um síðarnefndu komuna segir meðal annars að áfrýjandi hafi verið slæm í mjöðm frá sly sinu og einkenni séu farin að leiða niður vinstri fót. Áfrýjanda var vísað í sjúkraþjálfun sem hún sótti í sjö skipti í febrúar og mars 2011. Í fyrirliggjandi matsgerð er haft eftir áfrýjanda að hún hafi lítið sem ekkert getað unnið árið 2010 vegna afleiði nga slyssins. Frá 2011 leitaði hún áfram til heilsugæslu og sótti sjúkraþjálfun en virðist ekki hafa leitað til bæklunarlæknis eða notið annarrar heilbrigðisþjónustu vegna líkamlegra einkenna sinna. Eins og framangreindum atvikum og gögnum er háttað verður að leggja til grundvallar að áfrýjanda hafi hlotið að vera orðið ljóst á árinu 2011 að hún hafi hlotið varanleg mein af slysinu. Þá voru hin líkamlegu einkenni sem rakin eru til slyssins komin fram auk þess sem áfrýjandi hafði leitað til lækna og sjúkraþj álfara og verið frá vinnu árið á undan vegna þeirra. Ekki er vitað um atvik sem leiða til þess að rétt sé að horfa til annars og síðara tímamark s að því er hin líkamlegu einkenni varðar. 6 Andleg heilsa áfrýjanda fór hins vegar versnandi eftir 2011 og hún var lögð inn á geðdeild 2013 í mjög alvarlegu ástandi. Við mat á þýðingu þessa fyrir upphaf fyrningarfrests kröfu áfrýjanda verður að líta til þess að í fyrirliggjandi matsgerð eru andleg e inkenni hennar einungis að hluta rakin til slyssins og af henni verður ekki annað ráðið en að þau einkenni sem þar um ræðir séu aðeins lítill hluti þeirra heildareinkenna sem saman eru metin til 14 stiga varanlegs miska og 14% varanlegrar örorku. Þá verður í ljósi gagna málsins að telja að áfrýjanda hafi hlotið að vera orðið ljóst á árinu 2011 að slysið hefði haft andlegar afleiðingar í för með sér, þótt andleg einkenni hennar hafi síðar versnað. Þannig er ljóst að níu dögum eftir slysið leitaði áfrýjandi á bráðamóttöku og bað um áfallahjálp. Hitti hún vegna þess geðlækni sem 17. maí 2011, kvað sér ekki hafa liðið vel eftir bílslysið og vildi hitta sálfræðing. Fékk hún g ekki fyrr en síðar. Í ljósi þessa verður ekki talið að innlögn áfrýjanda á geðdeild árið 3 2013 fái breytt því að fyrningarfrestur bótakröfu hennar vegna bílslyssins hafi byrjað a ð líða á árinu 2011. Ekki síðar en á því ári hlaut henni að vera ljóst að hún hefði hlotið varanleg mein af slysinu enda voru hin líkamlegu einkenni þá fram komin, líkt og fyrr er rakið, og vitneskja um andlegar afleiðingar lá fyrir, þótt þær ættu eftir að versna, meðal annars vegna ótengdra síðar tilkominna atvika. Verður samkvæmt þessu að líta svo á að áfrýjandi hafi vitað af kröfu sinni á árinu 2011 og átt þess kost að leita fullnustu hennar, eins og 99. gr. þágildandi umferðarlaga hefur verið túlkuð í d ómaframkvæmd Hæstaréttar. Af því leiðir að krafan fyrndist í lok árs 2015 og var því fallin niður fyrir fyrningu er mál þetta var höfðað. Samkvæmt því verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms staðfest. 7 Rétt er að málskostnaður milli aðila fyrir Lan dsrétti falli niður, en um gjafsóknarkostnað áfrýjanda fer eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, A , fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, Kristjáns B. Thorlacius, 920.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 24. september 2019 Mál þetta, sem var dómtekið 17. september 2019, er höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af A, [...], Re ykjavík, á hendur Vátryggingafélagi Íslands, með stefnu birtri 20. desember 2018. Endanlegar dómkröfur stefnanda eru að stefnda verði gert að greiða henni 8.202.123 krónur með 4,5% ársvöxtum frá 20. desember 2014 til 13. apríl 2018, en með dráttarvöxtum, s amkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar eins og mál þetta væri ekki gjafsóknarmál. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og málskostnaðar úr hendi stefnanda. I Aðfaranótt 10. september 2009 lenti stefnandi í umferðarslysi. Í lögregluskýrslu kemur fram að stefnandi hafi verið farþegi í aftursæti bifreiðarinnar [...], sem lenti í árekstri við bifreiðina [...]. Hún hafi kennt til í höfði og mjöðm og verið flutt með sjúkrabifreið á slysadei ld [...] til skoðunar og dvaldist á barnadeildinni fram á næsta dag. Samkvæmt læknabréfi voru engin merki um heilahristing eða alvarlega áverka. Þá voru engin merki um brot en stefnandi var talsvert bólgin í andliti hægra megin. Samkvæmt öðru læknabréfi vo ru sjúkdómsgreiningar við útskrift: yfirborðsáverki á öðrum hlutum höfuðs, S00.8, og mar á mjöðm, S70.0. Hinn 19. september 2009 leitaði stefnandi ásamt móður sinni aftur á sjúkrahúsið og óskaði eftir áfallahjálp vegna slyssins. Hún ræddi við geðlækni og kvaðst hafa verið með sjálfsásakanir eftir slysið og átt erfitt með að einbeita sér í skólanum. Að mati geðlæknis var stefnandi algjörlega áttuð og ekki bar á geðrofseinkennum eða sjálfsvígshugsunum. Geðslag var metið hlutlaust og góður kontaktur. Það var álit geðlæknisins að um væri að ræða heilbrigða 17 ára stúlku með bráða streitusvörun eftir bílslys. Stefnanda var ekki ráðlagt að gera neitt vegna þessa. 4 Hinn 30. september 2009 leitaði stefnandi á heilsugæslustöðina. Lýsti hún því að hún væri ekki alveg búin að jafna sig og fyndi fyrir verk í vinstri mjöðm þegar hún gengi mikið, fengi þreytuverk og óþægindi. Stefnanda var ekki ráðlagt að gera neitt vegna þessa. Hinn 1. nóvember 2010 leitar stefnandi aftur á heilsugæslustöðina með sömu einkenni og er þá vísað í sjúkraþjálfun. Þangað fór hún í sjö skipti á tímabilinu 14. febrúar 2011 21. mars 2011. Hinn 17. maí 2011 leitaði stefnandi á heilsugæslustöðina. Lýsti því að henni hefði ekki liðið vel frá því að slysið gerðist. Hún væri í framhaldsskóla og glím di við mikið álag. Hún ætti erfitt með að koma sér í skólann og koma sér í gegnum daginn vegna vanlíðunar. Stefnandi óskaði eftir tilvísun til sálfræðings vegna þessa, sem hún fékk. Hún hóf meðferð hjá sálfræðingi 13. nóvember 2012 og lauk henni 31. janúar 2013; mætti hún í átta viðtalstíma vegna [...]. Í upphafi meðferðar var stefnandi með klínísk einkenni [...] en tók miklum framförum og var líðan innan eðlilegra marka við lok meðferðar, sbr. sálfræðilegt vottorð, dagsett 16. febrúar 2017. Hinn 20. júní 2 013 var stefnandi lögð inn á geðdeild. Samkvæmt sjúkraskrá var ástæða innlagnarinnar persónulegt áfall hennar. Innlögnin stóð í fimm sólarhringa. Hinn 19. desember 2013 fór stefnandi aftur á heilsugæslustöðina. Lýsti því að hún hefði verið að taka [....] vegna vanlíðunar en ekki fundist það hafa nein afgerandi áhrif. Hún lýsti einnig verkjum í mjóbaki og vinstri mjöðm eftir slysið, m.a. að verk leiddi niður í vinstri fót, að hné. Stefnanda fannst sjúkraþjálfun ekki bæta verkina og ekki heldur æfingar í lík amsrækt. Læknir skoðaði stefnanda, greindi hana með bakverk og sendi í segulómun af hrygg. Hinn 5. febrúar 2014 fékk læknirinn upplýsingar um að rannsóknin hefði komið eðlilega út. Stefnandi fór aftur í meðferð hjá sjúkraþjálfara á tímabilinu 3. sept. 2014 til 30. sept. sama ár. Hinn 22. febrúar 2016 barst stefnda tjónstilkynning stefnanda. Stefndi viðurkenndi bótaskyldu gæti verið fyrnd fjögurra ára fyr ningu. Félagið [væri] engu að síður reiðubúið til að greiða fyrir Hinn 12. maí 2016 leitaði stefnandi á aðra heilsugæslustöð en áður. Lýsti þá umferðarslysinu frá árinu 2009 og í kjölfar þess verkjum í mjóbaki og vinstri mjöðm með leiðni niður í vinstri fót. Þá lýsti hún dofa í kinnbeini og upp á enni, auk andlegrar vanlíðunar. Henni hefði hún fundist hún vera að komast í ágætt horf, bæði andlega og líkamlega, en hún hefð i síðan lent í öðru slysi [...] 2016 og versnað. Eftir síðara slysið hefur stefnandi haft verki í baki, mjöðmum o.fl. Hinn 23. nóvember 2016 barst stefnda tölvupóstur frá lögmanni stefnanda þar sem óskað var eftir því að stefndi myndi ekki bera fyrir sig fyrningu í máli stefnanda um áramótin 2016/2017. Stefndi svaraði með tölvupósti frá 28. nóvember sama ár þar sem fram kom að hann myndi ekki bera fyrir sig n Hinn 4. desember 2017 barst stefnda tölvupóstur frá lögmanni stefnanda þar sem óskað var eftir staðfestingu þess efnis að stefndi myndi ekki bera fyrir sig fyrningu í máli stefn anda. Stefndi svaraði með tölvupósti frá 14. desember sama ár og kvaðst ekki myndu bera fyrir sig fyrningu um fyrnst áramótin 2016/2017 eða fyrr og að málið að yfirlýsingin næði ekki til vaxta og að þeir fyrndust skv. lögum og reglum sem um þá gilda. Hinn 30. janúar 2018 óskuðu málsaðilar eftir matsgerð. Hana gerðu þeir B læknir og C hrl., og var þeim gert að meta afleiðingar slysanna 10. september 2009 og [...] 2016 samkvæmt reglum skaðabótalaga, ásamt því að óskað eftir því að þeir mætu hvenær fyrst hefði verið tímabært að meta afleiðingar slysanna. Matsgerðin er dagsett 6. mars 2018 og helstu niðurst öður vegna slyssins 10. september 2009 eru eftirfarandi: Tímabundið atvinnutjón ekkert. Þjáningatímabil talinn einn mánuður, varanlegur miski 14 stig og varanleg örorka 14%. Heilsufar metið stöðugt 10. mars 2011. Þá var fyrst talið tímabært að leggja mat á varanlegar afleiðingar slyssins, einu og hálfu ári eftir að slysið átti sér stað eða 10. mars 2011. 5 Hinn 13. mars 2018 var stefnda send skaðabótakrafa sem hann hafnaði hinn 28. mars 2018 á þeim forsendum að krafan væri fyrnd með vísan til 99. gr. umferða rlaga nr. 50/1987. Málinu var vísað til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum. Með úrskurði, dags. 12. júlí 2018, komst úrskurðarnefndin að þeirri niðurstöðu að fyrningarfrestur bótakröfu stefnanda hefði byrjað að líða í lok árs 2011 og bótakrafan væri því n iður fallin fyrir fyrningu. Stefnandi ætti því ekki rétt á bótum í máli þessu. Í kjölfarið höfðaði stefnandi mál þetta. II Krafa stefnanda byggist einkum á því að tjón hennar skuli bæta úr ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar [...], samkvæmt XIII. kafla umfe rðarlaga nr. 50/1987, sbr. einkum 88. gr., 90. gr. og 91. gr. Um bætur og bótafjárhæðir fari eftir ákvæðum skaðabótalaga nr. 50/1993. Ljóst sé af gögnum málsins að tjón stefnanda hafi hlotist af notkun bifreiðarinnar [...] í skilningi 88. gr. umferðarlaga og að ábyrgðartrygging vegna hennar hafi verið í gildi hjá stefnda á slysdegi. Stefnandi telur að skaðabótakrafan sé ekki fyrnd og beri stefnda þar af leiðandi að greiða henni bætur á grundvelli XIII. kafla umferðarlaga, samkvæmt fyrirliggjandi matsgerð o g ákvæðum skaðabótalaga nr. 50/1993. Stefnda byggir afstöðu sína um að krafan hafi í fyrsta lagi fyrnst um áramótin 2015/2016 á 99. gr. umferðarlaga. Samkvæmt ákvæðinu fyrnist bótakrafa í fyrsta lagi fjórum árum frá lokum þess almanaksárs sem kröfuhafi fék k vitneskju um kröfu sína og átti þess fyrst kost að leita fullnustu hennar. Af dómaframkvæmd Hæstaréttar megi ráða að það fari eftir atvikum hverju sinni hvenær tjónþoli verði talinn hafa fengið vitneskju um kröfu sína og átt þess fyrst kost að leita ful lnustu hennar. Í dómaframkvæmd hafi Hæstiréttur t.d. tekið sérstaklega fram að ekki sé hægt að miða upphaf fyrningarfrests við tímamark áður en tjónið var að fullu komið fram. Telur stefnandi að tjón geti ekki talist komið fram að fullu fyrr en öll einkenn i tjónsins hafi komið fram, hvort sem þau einkenni séu líkamleg eða andleg. Þá hafi sömuleiðis verið staðfest í dómaframkvæmd að upphaf fyrningarfrests ráðist ekki af því hvenær heilsufar tjónþola var orðið stöðugt, skv. matsgerð, enda sé það tímamark ákve ðið afturvirkt út frá læknisfræðilegu mati á bata tjónþola. Stefnandi telur, út frá dómaframkvæmd Hæstaréttar, að upphaf fjögurra ára fyrningarfrests, samkvæmt 99. gr. umferðarlaga, sé matskennt og fari eftir aðstæðum í hverju máli fyrir sig. Þá sé ljóst að stöðugleikapunktur, metinn samkvæmt matsgerð, sé alls ekki sjálfgefið viðmið, heldur þvert á móti. Stöðugleikapunktur sé ákveðinn afturvirkt út frá læknisfræðilegu mati á bataferlinu. Samkvæmt dómaframkvæmd þurfi að horfa til þess hvenær tjónþola mátti sjálfum vera ljóst að hann hefði orðið fyrir varanlegu tjóni við slys. Það verði því að meta hvenær staða tjónþola hafi verið slík, eða hvenær hann fékk upplýsingar í þá veru að honum mætti vera ljóst að afleiðingar slyss væru varanlegar. Verði t.d. að hor fa til þess hvenær tjónþola var vísað til sérfræðilæknis á sviði viðkomandi áverka, hvenær honum var greint frá áliti sérfræðilæknis eða eitthvað slíkt. Þá hafi Hæstiréttur ályktað að kröfur samkvæmt XIII. kafla umferðarlaga geti ekki fyrnst fyrr en viðkom andi tjónþoli geti áttað sig á því að ástand hans eftir slys muni ekki breytast til batnaðar. Rétturinn telur að í skilyrði 99. gr. umferðarlaga um að tjónþoli hafi átt þess kost að leita fullnustu kröfunnar felist m.a. að tjónþola verði að hafa verið orði ð ljóst umfang þess tjóns sem krafist er bóta fyrir. Stefnandi byggir á því að henni hafi ekki verið orðið ljóst umfang tjóns síns árið 2011, líkt og stefndi byggir á. Hún telji að hún hafi fyrst getað gert sér grein fyrir umfangi áverka sinna og afleiðin ga slyssins í júní 2013 þegar nauðsynlegt þótti að leggja hana inn á geðdeild til frekari meðferðar vegna [...]. Þá fyrst hafi henni mátt vera ljóst að hún glímdi við alvarlegan vanda sem væri mögulega kominn til að vera. Fyrri samskipti hennar við lækna h efðu ekki leitt af sér neina formlega greiningu um alvarlegan áverka, ávísun til sérfræðilækna eða neitt slíkt. Samskipti hennar við lækna hefðu þvert á móti verið þannig að ekkert hefði gefið til kynna að einkenni hennar, hvorki líkamleg né andleg, væru þ að alvarleg að þau væru komin til að vera. Hún hefði ekki fengið neinar formlegar greiningar fyrir fyrra tímamark, nema bráða streitusvörun og óskilgreindan bakverk, og allar rannsóknir vegna 6 líkamlegra einkenna hefðu komið eðlilega út. Þá hefði henni aldr ei verið vísað til sérfræðings vegna líkamlegra einkenna eða greint frá því að þau væru komin til að vera. Loks hefði meðferð hjá sálfræðingi lokið þannig, í janúar 2013, að þrátt fyrir að hafa verið metin [...] í upphafi meðferðar, þá hefði hún tekið mikl um framförum og líðan verið innan eðlilegra marka. Hefði meðferð því verið hætt. Stefnandi hefði því enga ástæðu til að ætla að tjón hennar væri varanlegt á þeim tímapunkti. Þá verði einnig að horfa til þess hversu ung hún hafi verið þegar hún lenti í slys inu í september 2009, eða 17 ára gömul. Almennt sé talið að aðlögunarhæfni ungs fólks sé meiri en þeirra sem eldri eru og geti það verið ástæða þess hversu lítið læknar virðast hafa gert úr einkennum stefnanda. Þá eigi ungt fólk jafnvel erfiðara með að átt a sig á alvarleika slysa og eftirkasta þeirra en þeir sem eldri eru. Þá sé á því byggt að andleg einkenni stefnanda, sem komu fram í kjölfar slyssins og hafi versnað í slysi sem hún lenti í árið 2016, hafi valdið því að hún hafi ekki getað gert sér grein fyrir því hvert umfang tjónsins sem hún hafi hlotið við slysið væri. S tefnandi hafði því gilda ástæðu fyrir því að leita ekki réttar síns fyrr og fara í mat á afleiðingum slyssins, en hún leitaði fyrst til lögmanns í byrjun árs 2016 vegna slyssins. Það sé því ekki um það að ræða að hún hafi tafið örorkumat án sennilegra ástæ ðna. Slysið hafi átt þátt í að gera þau geðrænu einkenni sem komu fram í kjölfar slyssins 2009 verri. Stefnandi telji ljóst með vísan til þessa að mjög sérstakar aðstæður séu uppi í máli hennar sem verði að líta til við mat á upphafi fjögurra ára fyrningar frests. Hæstiréttur hafi tekið tillit til þess við mat á upphafi fjögurra ára fyrningarfrests, samkvæmt 99. gr. umferðarlaga, að sérstakar aðstæður í lífi tjónþola hafi leitt til þess að honum hafi ekki getað verið ljóst að hann hefði hlotið varanlegt tjón vegna slyss fyrr en löngu eftir að það gerðist. Auk ofangreinds verði að benda á að eftir árið 2013 hafi líðan stefnanda smátt og smátt tekið framförum, bæði líkamlega og andlega, og hafi hún verið að komast í betra horf þegar hún lenti í öðru slysi í ap ríl 2016. Stefnanda hafi farið hratt versnandi eftir það slys og sá bati sem hún hafði náð vegna slyssins 2009 hafi gengið til baka að einhverju leyti. Hafði seinna slysið því veruleg áhrif á stöðu stefnanda til hins verra. Samkvæmt öllu ofangreindu telur stefnandi að í fyrsta lagi sé hægt að miða upphaf fyrningarfrests við júní 2013, enda hafi henni þá fyrst verið vísað til meðferðar af alvöru hjá sérfræðilækni. Geðlæknir sem hún hafi hitt stuttu eftir slysið hafi metið stefnanda heilbrigða og ekki séð ást æðu til frekari meðferðar. Þá lauk sálfræðimeðferð stefnanda í byrjun árs 2013, sbr. fyrirliggjandi gögn. Miðað við þetta hefði krafa stefnanda í fyrsta lagi fyrnst um áramótin 2017/2018. Þar sem stefndi hafi lýst því yfir með bindandi hætti að hann myndi ekki bera fyrir sig fyrningu um áramótin 2017/2018 sé krafa hennar ekki fallin niður fyrir fyrningu. Til vara sé byggt á því að miða verði við að henni hafi í allra fyrsta lagi mátt vera ljóst um kröfu sína, og átt þess kost að leita fullnustu hennar, þega r hún leitaði til sálfræðings í nóvember 2012 og var klínískt metin [...]. Fyrir þann tíma hafi hún ekki getað gert sér grein fyrir alvarleika einkenna sinna. Miða við það hafi krafan getað fyrnst um áramótin 2016/2017 en stefndi hafi hins vegar lýst því y fir að hann myndi ekki bera fyrir sig fyrningu þá um áramótin, né heldur áramótin þar á eftir, sbr. ofangreint. Vegna þess sé krafan ekki fallin niður fyrir fyrningu. III Sýknukrafa stefnda byggist á því að fjögurra ára fyrningarfrestur, skv. 99. gr. umf erðarlaga nr. 50/1987, hafi verið liðinn þegar málið var höfðað með áritun á stefnu 19. desember 2018 og að krafa stefnanda sé því fallin niður vegna fyrningar. Samkvæmt 99. gr. umferðarlaga eru tvö skilyrði sett fyrir upphafstíma fjögurra ára fyrningarfre stsins. Annars vegar verði tjónþoli að hafa fengið vitneskju um kröfuna og hins vegar verður það tímamark að vera komið að hann eigi þess fyrst kost að leita fullnustu kröfunnar. Bæði þessi skilyrði verða að vera uppfyllt. Stefndi mótmælir túlkun stefnanda á 99. gr. umferðarlaga um að rétt sé að miða upphaf fyrningarfrests við það tímamark þegar varanlegar afleiðingar séu að fullu komnar fram. Þvert á móti byggir stefndi á því að fyrningarfrestur hefjist þegar tjónþoli má gera ráð fyrir að hann verði fyrir 7 fjártjóni og beri honum að hefjast handa við að staðreyna tjón sitt um leið og kostur gefst. Þessu hafi fræðimenn haldið fram og sé ljóst af dómaframkvæmd Hæstaréttar að tjón þurfi ekki að vera að fullu komið fram svo að fyrningarfrestur geti hafist. Stef ndi byggir á því að samkvæmt dómaframkvæmd Hæstaréttar sé rétt að beita hlutlægum mælikvarða við ákvörðun á því hvenær tjónþoli megi gera sér grein fyrir kröfu sinni og geti leitað fullnustu hennar. Það þýðir að miða á við það hvenær tjónþoli mátti fyrst v ita um kröfuna og leita fullnustu hennar. Ekki ber að líta til þess hvenær tjónþoli ákveður að hefjast handa, hvort sem er með því að leita aðstoðar lögmanns, leita sér meðferðar sérfræðings eða á einhvern annan hátt. Horfa þurfi til þess hvenær tjónþola g afst fyrst kostur á einhverju slíku, óháð því hvað hann gerði. Geti það ekki seinkað upphafsdegi fyrningar að tjónþoli bíði með að staðreyna tjón sitt, til dæmis með því að draga að leita sér meðferðar, fara til sérfræðilæknis eða afla sér mats. Enda myndi önnur viðmiðun þýða að tjónþoli réði því í raun sjálfur hvenær fyrningarfresturinn byrjaði að líða og ákvæði þannig upphaf frestsins. Það gæti þýtt að tjónþoli gæti dregið það árum saman að leita læknis eða sérfræðings til að staðreyna afleiðingar slyss, án þess að það hefði áhrif á upphaf fyrningarfrests. Það fái vitaskuld ekki staðist þegar litið sé til þess að fjögurra ára fyrningarreglan í 99. gr. umferðarlaga sé, eins og aðrar fyrningarreglur, sett í þágu skuldara og almannahagsmuna en ekki í þágu krö fuhafa. Stefndi byggir á því að rétt sé að miða við að stefnandi hafi fengið vitneskju um kröfu sína í síðasta lagi á árinu 2011 og sama ár átt þess kost að leita fullnustu hennar. Fyrningarfresturinn hafi því í síðasta lagi byrjað að líða við áramótin 20 11/2012 og hafi í síðasta lagi runnið út um áramótin 2015/2016. Stefndi telur rétt að hafna því sérstaklega að innlögn á geðdeild árið 2013 sé það tímamark sem miða beri við í þessu samhengi. Í fyrsta lagi liggi fyrir að ástæða innlagnar á geðdeild var ekk i vegna slyssins heldur af öðrum persónulegum ástæðum, eins og fram kemur í sjúkraskrá heilsugæslunnar. Í öðru lagi hafi stefnandi verið að glíma við veruleg andleg einkenni allt frá slysinu, eins og fyrirliggjandi læknisfræðileg gögn beri með sér, og því hafi hún haft vitneskju um andlegar afleiðingar slyssins löngu fyrr, eins og fjallað verður um hér síðar. Að mati stefnda bendi allt til þess að stefnandi hafi haft vitneskju eða átt að hafa vitneskju um kröfu sína á árinu 2011 og að fyrningarfresturinn h afi í síðasta lagi byrjað að líða um áramótin 2011/2012. Því til stuðnings bendir stefndi á eftirfarandi atriði. Þegar öll fyrirliggjandi læknisfræðileg gögn málsins séu skoðuð sé ljóst að umkvartanir stefnanda um andleg og líkamleg einkenni séu í meginatr iðum þær sömu allt frá því að kvartanir komu fyrst fram og þar til mat var framkvæmt árið 2018. Stefnandi hefði því getað hafist handa miklu fyrr við að staðreyna tjón sitt, enda ber honum að gera það um leið og skilyrði eru til þess, eins og dómaframkvæmd og fræðiskrif bera með sér. Bendir stefndi á að stefnanda hafi verið vísað til sjúkraþjálfara í nóvember 2010 vegna þeirra verkja sem hún hafði kvartað undan allt frá slysdegi. Stefnandi var til meðferðar hjá sjúkraþjálfara í byrjun árs 2011, án teljandi árangurs, enda kvartaði stefnandi áfram undan sömu einkennum við læknisheimsókn 19. desember 2013, þar sem fram komi að hún sé oft með verki í mjóbaki og vinstri Þá séu enn sömu kvartanir við skoðun 12. maí 2016, sbr. læknisvottorð. Að mati stefnda sé því ljóst að stefnandi hafi verið að glíma við þau líkamlegu einkenni sem matsmenn rekja til slyssins allt frá upphafi. Þá hafi stefnanda verið vísað til sálfræðing s 17. maí 2011, eftir að hafa kvartað undan vanlíðan eftir slysið og óskað eftir að fá að hitta sálfræðing. Það liggi því fyrir að stefnandi hafði fengið ávísun til sérfræðings, bæði vegna andlegra og líkamlegra einkenna, árið 2011. Leggi stefndi áherslu á að Hæstiréttur hafi í dómum sínum litið til þess við mat á upphafi fyrningarfrests hvenær tjónþola sé vísað til sérfræðings, enda ljóst að á því tímamarki megi tjónþola vera ljóst að hann hafi hlotið varanleg mein af slysinu. Til stuðnings því að stefnan da hafi á árinu 2011 mátt vera það ljóst að slysið hefði valdið einhverjum varanlegum einkennum bendir stefndi á að fram komi í matsgerð að stefnandi hafi lítið sem ekkert getað unnið allt árið 2010 vegna afleiðinga slyssins. Þegar horft sé til þess og þei rrar staðreyndar 8 að stefnanda var vísað til sjúkraþjálfara sama ár og til sálfræðings árið 2011 sé að mati stefnda ekki ósanngjarnt að leggja til grundvallar að stefnandi hafi mátt gera sér grein fyrir tjóni sínu árið 2011. Til enn frekari stuðnings málat ilbúnaði stefnda sé lögð áhersla á að matsmenn hafi metið stöðugleikapunkt og að tímabært hafi verið að meta afleiðingar slyssins um einu og hálfu ári eftir slysið, eða 10. mars 2011. Þessu mati matsmanna hafi ekki verið hnekkt með öðru mati og ekki sé ást æða til að leggja annað tímamark til grundvallar. Að mati stefnda vegi þetta þungt í heildarmatinu á því hvenær fyrningarfresturinn byrjaði að líða, enda sé gjarnan litið til þess tímamarks við mat á upphafi fyrningarfrests. Hæstiréttur hafi í dómum sínum margoft miðað upphaf fyrningarfrests við það tímamark þegar tímabært hafi verið að meta afleiðingar slyss, hafi það tímamark á annað borð legið fyrir. Verði að mati stefnda ekki horft framhjá þessu mati matsmanna við ákvörðun á upphafi fyrningarfrestsins og sé niðurstaða matsmanna til stuðnings því að stefnanda hljóti að hafa verið ljóst að hún hefði hlotið einhver varanleg mein af völdum slyssins eigi síðar en á árinu 2011 og átt þess kost þá þegar að leita fullnustu kröfu sinnar, þannig að fyrningarfrest ur hafi byrjað að líða um áramótin 2011/2012. Í þessu sambandi sé rétt að benda á að stefndi hafi tekið það sérstaklega fram við lögmann að því hvenær tí stefnanda. Jafnframt leggi stefndi áherslu á að úrskurðarnefnd í vátryggingamálum hafi fjallað um málið og liggi úrskurður nefndarinnar fyrir í málinu. Byggir úrskurðarnefndin ál it sitt á fyrirliggjandi gögnum málsins og kemst að þeirri niðurstöðu að ætla megi að stefnandi hafi átt að gera sér ljóst á árinu 2011 að hún byggi við einhverjar afleiðingar í kjölfar slyssins og fyrningarfresturinn hafi byrjað að líða í lok árs 2011. Lö gð sé áhersla á að málatilbúnaður og afstaða stefnda byggist á heildarmati á öllum fyrirliggjandi gögnum og atvikum málsins. Að mati stefnda hafi ekki verið sýnt fram á að réttara sé að miða við eitthvað annað tímamark en stefndi gerir, þegar öll læknisfræ ðileg gögn málsins og atvik að öðru leyti séu skoðuð. Í því sambandi leggi stefndi áherslu á að stefnandi sé í öllum meginatriðum að glíma við sömu einkenni og beri fram sömu kvartanir frá slysi þangað til mat fer fram. Þannig sé ekki um síðbúin einkenni a ð ræða í tilviki stefnanda sem seinkað geti upphafsdegi fyrningarfrestsins. Sömu einkenni hefðu því verið til mats þótt mat hefði farið fram miklu fyrr. Þá sé því alfarið hafnað að umferðarslysið sem stefnandi varð fyrir [...] 2016 hafi einhver áhrif á upp haf fyrningarfrests í þessu máli. Í því sambandi bendir stefndi á að stefnandi hafi leitað til lögmanns áður en seinna slysið varð, sbr. umboð, dags. 22. febrúar 2016. Með vísan til alls framangreinds telur stefndi því rétt að sýkna hann af kröfum stefnand a þar sem krafa stefnanda hafi fyrnst um áramótin 2015/2016 og sé því niður fallin fyrir fyrningu. IV Ágreiningur málsins lýtur að því hvort krafa stefnanda á hendur stefnda sé fyrnd, samanber 99. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, en þar segir að allar bótak röfur samkvæmt XIII. kafla, bæði á hendur þeim sem ábyrgð ber og vátryggingafélagi, svo og endurkröfur vátryggingafélags, fyrnist á fjórum árum frá lokum þess almanaksárs, sem kröfuhafi fékk vitneskju um kröfu sína og átti þess fyrst kost að leita fullnust u hennar. Við mat á því hvort skilyrðum þessum sé fullnægt þá skiptir huglæg afstaða stefnanda máli, en einnig verður að beita hlutlægum mælikvarða við mat á því hvenær stefnandi teljist fyrst hafa átt þess kost að leita fullnustu kröfu sinnar, sbr. til hl iðsjónar Hrd. 77/2008. Því verður að meta hvert mál sjálfstætt og fer niðurstaðan eftir aðstæðum í hverju tilfelli fyrir sig. Stefnandi byggir á því að miða eigi við júní 2013, er stefnandi var lögð inn á geðdeild þar sem talið hafi verið nauðsynlegt að hún fengi meðhöndlun hjá sérfræðilækni vegna [...]. Stefnandi byggir á því að þá hafi henni mátt vera ljóst að hún glímdi við al varlegan vanda sem væri mögulega kominn til að vera. Því eigi að miða upphaf fyrningarfrestsins við áramótin 2013/2014 og krafan sé ekki fyrnd, samanber yfirlýsingar stefnda. Stefndi telur hins vegar að rétt sé að miða við það að á árinu 2011 hafi 9 stefnand i fengið vitneskju um kröfu sína og sama ár hefði hún getað leitað fullnustu hennar. Fyrningarfresturinn hafi því í síðasta lagi byrjað að líða við áramótin 2011/2012 og hafi í síðasta lagi runnið út um áramótin 2015/2016 og sé krafa stefnanda því fyrnd. Þ að liggur fyrir í málinu að stefnandi fann fljótt fyrir andlegri vanlíðan og leitaði til geðlæknis strax níu dögum eftir slysið. Hún hafi óskað eftir áfallahjálp og lýst vanlíðan sinni eftir slysið. Geðlæknirinn taldi að um heilbrigða 17 ára stúlku væri að ræða með bráða streitusvörun eftir bílslysið. Gögn málsins bera ekki með sér að frekari meðferð hafi farið fram í kjölfar heimsóknarinnar. Stefnandi hafi næst, eða í lok september 2009, leitað til heimilislæknis vegna slyssins, hún fyndi enn til í vinstri mjöðm þegar hún gengi mikið, fengi þreytuverki og óþægindi. Ekki er að sjá að stefnanda hafi verið vísað til frekari meðferðar vegna þessa. Í matsgerð dómkvaddra matsmanna kemur fram að stefnandi hafi tjáð þeim að hún hafi lítið sem ekkert getað unnið á á rinu 2010. Næsta læknisheimsókn stefnanda var 1. nóvember 2010 vegna líkamlegra einkenna. Um sömu lýsingar á líkamlegri vanlíðan var að ræða og í fyrri heimsóknum. Greining læknisins var sú að stefnandi hefði tognað á mjöðm og var stefnanda vísað í sjúkraþ jálfun. Vegna andlegra vanlíðunar leitar stefnandi til heimilislæknis í maí 2011. Einnig var vísað til vanlíðunar í kjölfar bílslyssins. Stefnandi fékk þá tilvísun til sálfræðings. Það næsta sem gerist hjá stefnanda er að hún er lögð inn á geðdeild 20. jún í 2013. Gögn um ástæður innlagningar eru takmörkuð. Í sjúkraskrá stefnanda segir að hún hafi verið að glíma við [...] en ástæður innlagnarinnar eru tilgreindar og eru þær persónulegs eðlis og verða ekki reifaðar hér. Ekki er vísað til bílslyssins árið 2009 og samkvæmt gögnum málsins kom stefnandi sjálfviljug á geðdeildina. Er óskað var eftir matsgerð dómkvaddra matsmanna var sérstaklega óskað eftir því að matsmenn myndu meta hvenær fyrst hefði verið tímabært að meta afleiðingar slyssins. Matsmenn töldu að t ímabært hefði verið að leggja mat á afleiðingar slyssins 10. mars 2011. Matsgerðinni hefur ekki verið hrundið með yfirmati. Í málum af þessum toga hefur einnig verið vísað til þess hvenær tjónþolar hafi verið sendir til meðferðar hjá sérfræðingum, samanbe r til dæmi Hrd. í máli nr. 319/2014. Samkvæmt gögnum málsins var stefnanda vísað til sérfræðinga á árinu 2011, annars vegar sjúkraþjálfara og hins vegar sálfræðings. Í ljósi alls þessa þykir ekki varhugavert að leggja það til grundvallar að stefnandi hafi á árinu 2011 verið búin að fá vitneskju um kröfuna og hafi átt þess fyrst kost að leita fullnustu hennar. Upphaf fyrningarfrestsins er því áramótin 2011/2012 og var krafa stefnanda því fyrnd þegar málið var höfðað. Slys stefnanda á árinu 2016 hefur ekki áh rif á mat á því hvenær upphaf fyrningarfrestsins er ákveðið og hvort krafan sé fyrnd. Þá þykir aldur stefnanda ekki skipta máli í þessu sambandi, en á þessu tímamarki var hún rétt tæplega tvítug og orðin fullorðin kona. Varakrafa stefnanda miðar við að ste fnandi hafi leitað til sálfræðings í nóvember 2012 og eigi því að miða við áramótin 2012/2013. Hér er til þess að líta að stefnanda var vísað til sálfræðingsins í maí 2011 og ber fremur að miða við það tímamark heldur en þegar stefnandi pantar tíma og mæti r hjá sálfræðingnum. Eins og að framan greinir hefur dómurinn þegar fallist á að miða við áramótin 2011/2012 sem upphaf fyrningarfrestsins og þá litið til þess hvenær stefnanda var vísað til sálfræðingsins. Með vísan til þess sem að framan greinir er stefn di sýknaður af öllum kröfum stefnanda. Rétt þykir að málskostnaður falli niður. Stefnandi nýtur gjafsóknar samkvæmt gjafsóknarleyfi frá 2. janúar 2019. Allur kostnaður greiðist því úr ríkissjóði, þar með talinn málflutningsþóknun lögmanns stefnanda, svo se m greinir í dómsorði. Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari kvað upp dóm þennan. DÓMSORÐ Stefndi, Vátryggingafélag Íslands, er sýknaður af kröfum stefnanda, A. Málskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda greiðist úr ríkis sjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hennar, Tinnu Bjarkar Gunnarsdóttur, að upphæð 800.000 krónur.