LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 29. nóvember 2019. Mál nr. 39/2019 : Íslenska ríkið ( Óskar Thorarensen lögmaður ) gegn A ( Steingrímur Þormóðsson lögmaður) Lykilorð Varaaðild. Sakarskipting. Ómerking. Heimvísun. Meðdómsmaður. Gjafsókn. Útdráttur A höfðaði mál aðallega á hendur SÍ en til vara á hendur Í. Gerði A þær kröfur á hendur SÍ að ákvörðun SÍ 22. janúar 2010 yrði felld úr gildi sem og úrskurður úrskurðarnefndar almannatrygginga 28. janúar 2011 og að S Í yrði dæmt til þess að greiða A nánar ti l greinda fjárhæð. Þá gerði A þær kröfur á hendur Í, sem varastefnda, að ef SÍ y rði sýknað af síðari dómkröfu A yrði Í dæmt til að greiða A sömu fjárhæð og krafist var ú r hendi aðalstefnda SÍ. Kröfur A á hendur SÍ voru meðal annars byggðar á því að A hefði o rðið fyrir líkamstjóni vegna bilunar eða galla í bjargráði og að hann ætti rétt á bótum frá SÍ á grundvelli ákvæða laga nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu . Kröfu sína á hendur Í byggði A einkum á því að hann ætti rétt til skaðabóta á grundvelli ákvæða laga nr. 25/1 991 um skaðsemisábyrgð þar sem A hefði orðið fyrir tjóni af völdum gallaðs bjargráðs sem Landspítalinn hefði flutt inn og dreift. Við rekstur málsins fyrir héraðsdómi var ákveðið að skipta sakarefni þess á þann hát t að fyrst yrði leyst úr kröfu A um að felld yrði úr gildi ákvörðun SÍ 22. janúar 2010 og úrskurður úrskurðarnefndar almannatrygginga 28. janúar 2011. Við upphaf a ðalmeðferðar um fyrri dómkröfu A var bókað í þingbók að héraðsdómari hefði kvatt tvo lækna sem sérfróða meðdómsmenn til setu í dóminum. Jafnframt var bókað að lögmaður Í viki úr sal þar sem hlutur Í í málinu hvíldi á meða n leyst væri úr fyrri dómkröfu A . Þá komu vitni fyrir dóminn og gáfu skýrslu. Dómur var kveðinn upp í málinu 28. febrúar 2017 þar sem dómkrafa A var tekin til gr eina. Í kjölfarið tók SÍ ákvörðun um að greiða Á hámarksbætur samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga nr. 111/2000 og í þinghaldi 16. október 2017 var því lýst yfir af hálfu SÍ að fallist væri á kröfugerð A , þar á meðal um dráttarvexti. Í þinghaldinu var bókað að lög maður Í teldi að fara þyrfti fram sönnunarfærsla að nýju sambærileg þeirri sem þegar hefði farið fram. Sjónarmið Í voru áréttuð bókun í þinghaldi 23. mars 2018, þar á meðal um nauðsyn þess að dómurinn yrði eins skipaður við meðferð málsins sem fram undan v æri. Í bókun dómsformannsins var tekið fram að Í hefði fallist á sakarskiptingu og átt þess kost að láta fyrri hluta málsins til sín taka, auk þess sem dómi í fyrri hluta málsins hefði ekki verið áfrýjað og niðurstaða hans væri því bindandi. Þá væri ekki þ örf á 2 sérþekkingu í þeim hluta málsins sem eftir stæði þar sem ágreiningur þar lyti að greiðsluskyldu Í. Bókað var af hálfu Í í þinghaldi 5. júlí 2018 það sjónarmið að vísa ætti málinu frá þar sem ekki reyndi á aðild varastefnda nema aðalstefndi hefði veri ð sýknaður. Í dómi Landsréttar kom fram að eins og samspili krafna á hendur aðal - og varastefnda var háttað í þessu máli hefði ekki verið skylt að vísa kröfum á hendur Í frá dómi eftir að því hafði verið lýst yfir í þinghaldi að málinu væri lokið að því er varðaði SÍ. Þá sagði að þótt sakarefni málsins hefði verið skipt á grundvelli 1. mgr. 31. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála væri áfram um eitt og sama dómsmálið að ræða. Af ákvæðum 4. gr. og 2. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 leiddi að hinir sérfró ðu meðdómsmenn, sem tekið höfðu sæti með dómsformanni í málinu, hefðu eftir uppkvaðningu dóms um fyrri hluta málsins áfram átt að taka þátt í aðalmeðferð og samningu dóms um þær kröfur sem dómurinn átti þá eftir að taka afstöðu til. Því til viðbótar var te kið fram að sakarefni á hendur Í voru að hluta til önnur en á hendur SÍ og enn væri í málinu deilt um atriði sem sérkunnáttu þyrfti til að leysa úr. Í stað þess að dómurinn yrði áfram fjölskipaður kaus dómsformaður að annast málsmeðferðina einn og kveða ei nn upp dóm í málinu, að hluta til á grundvelli forsendna fyrri dóms í málinu, þó að Í hefði ekki átt aðild að þeirri málsmeðferð. Með vísan til þessa taldi Landsréttur svo alvarlega annmarka vera á meðferð málsins í héraði að ekki yrði hjá því komist að óm erkja hinn áfrýjaða dóm af sjálfsdáðum og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar á ný. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Oddný Mjöll Arnardóttir og Sigurður Tómas Magnússon og Eggert Óskarsson , settur landsréttardómari, kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 15. janúar 2019 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 20. desember 2018 í málinu nr. E - 932/2014 . 2 Áfrýjandi krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnda auk málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. Til vara krefst hann þess að dæmd fjárkrafa verði lækkuð og að málskostnaður verði felldur niður. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Landsrétti eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. 4 Samkvæmt ákvörðun Landsréttar var málið munnlega flutt um formsatriði þess, sbr. 2. mgr. 161. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Niðurstaða 5 Stefndi höfðaði mál þet ta upphaflega aðallega á hendur Sjúkratryggingum Íslands en til vara á hendur áfrýjanda. Stefndi gerði þær kröfur á hendur aðalstefnda að ákvörðun hans 22. janúar 2010 yrði felld úr gildi sem og úrskurður úrskurðarnefndar almannatrygginga 28. janúar 2011 o g að hann yrði dæmdur til að greiða sér 3 29.508.700 krónur með nánar tilgreindum vöxtum og dráttarvöxtum. Á hendur áfrýjanda, sem varastefnda, gerði stefndi þá kröfu að ef Sjúkratryggingar Íslands yrðu sýknaðar af síðari dómkröfunni yrði áfrýjandi dæmdur ti l að greiða stefnda sömu fjárhæð og hann krafði aðalstefnda um. 6 Kröfur stefnda á hendur aðalstefnda, Sjúkratryggingum Íslands, voru meðal annars studdar þeim rökum að hann hefði orðið fyrir líkamstjóni vegna bilunar eða galla í bjargráði í tengslum við sj úkdómsmeðferð á heilbrigðisstofnun og því ætti hann, á grundvelli 2. töluliðar 1. mgr. 2. gr., sbr. 1. gr. laga nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu, rétt á bótum frá aðalstefnda. Af sömu ástæðum væri ákvörðun aðalstefnda og úrskurður úrskurðarnefndar almann atrygginga haldnir efnisannmörkum sem leiða ættu til ógildingar. Kröfu sína á hendur áfrýjanda byggði stefndi einkum á því að hann ætti rétt á skaðabótum úr hans hendi á grundvelli laga nr. 25/1991 um skaðsemisábyrgð þar sem stefndi hefði við fyrrnefnda sj úkdómsmeðferð orðið fyrir tjóni af völdum gallaðs bjargráðs sem Landspítali nn hefði flutt inn og dreift. Í stefnu kemur fram að fallist dómurinn ekki á skaðabótakröfu í aðalaðild beri varastefnda að greiða kröfuna eða til vara mismun á heildarkröfunni og þ eirri kröfu sem fallist verði á að aðalstefndi greiði. Um þetta var vísað til 7. gr. laga nr. 111/2000 sem mælir fyrir um að skaðabótakrafa verði ekki gerð á hendur neinum sem sé bótaskyldur samkvæmt reglum skaðabótaréttar nema tjón hafi ekki fengist að fu llu bætt samkvæmt 5. gr. laganna og þá einungis um það sem á vanti. 7 Stefndi kaus að nýta sér það réttarfarshagræði sem felst í 2. mgr. 19. gr. og stefna Sjúkratryggingum Íslands aðallega og áfrýjanda til vara. Kröfur stefnda á hendur aðal - og varastefnda áttu rætur að rekja til sama atviks og var því uppfyllt skilyrði 1. m gr. 19. gr. laga nr. 91/1991. Eins og kröfugerð stefnda var háttað og vegna ákvæða 7. gr. laga nr. 111/2000 var honum þetta heimilt. 8 Í þinghaldi 16. desember 2015 ákvað héraðsdómari að skipta sakarefni málsins á þann hátt að fyrst yrði leyst úr kröfu stef nda um að fella úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands 22. janúar 2010 og úrskurð úrskurðarnefndar almannatrygginga 28. janúar 2011. Með hliðsjón af málatilbúnaði stefnda og því að kröfur á hendur aðal - og varastefnda voru sprottnar af sama atviki var e kki heppilegt að skipta sakarefni málsins með framangreindum hætti, þrátt fyrir að allir málsaðilar samþykktu það. Með þeirri ákvörðun var fórnað því réttarfarshagræði sem 2. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991 miðar að. Bar dómaranum í kjölfarið að tryggja að þ essi ákvörðun kæmi ekki niður á jafnræði málsaðila. 9 Við upphaf aðalmeðferðar 31. janúar 2017 var bókað að dómari hefði kvatt til setu í dóminum sem sérfróða meðdómsmenn læknana Guðjón Karlsson og Ágúst Örn Sveinsson. 10 Lögmaður áfrýjanda sótti þing við upphaf aðalmeðferðar 31. janúar 201 7 um fyrri dómkröfu stefnda á hendur aðalstefnda í héraði 4 stefnda íslenska ríkisins víkur úr sal þar sem hlutur íslenska ríkisins í málinu hvílir meðan leyst er úr þess Eftir að bókað hafði verið í þingbók að lögmaður áfrýjanda viki úr sal hófst aðalmeðferðin með því að skýrslur voru teknar af vitnum. Verður að ganga út frá því að endurrit úr þingbók endurspegli röð atvika í þessu þinghaldi. Í dómi 28. febrúar 2017 um ógildingar kröfur stefnda, var ítrekað að hlutur áfrýjanda hvíldi. 11 Þar sem áfrýjandi var ekki aðili að þeirri kröfu sem fjallað var um í þeim hluta málsins sem dómur var lagður á 28. febrúar 2017, og dómsformaður hafði bóka ð að hlutur áfrýj anda hvíldi , hafði áfrýjandi réttmæta ástæðu til að líta svo á að ekki væri ástæða til að hann tæki þátt í meðferð þess hluta málsins , enda málatilbúnaður stefnda hvað varðar bótaskyldu aðal - og varastefnda ekki að öllu leyti reistur á sama grunni . 12 Dómur var sem fyrr greinir kveðinn upp í málinu 28. febrúar 2017 og var niðurstaða hans að úrskurður úrskurðarnefndar almannatrygginga 28. janúar 2011 var felldur úr gildi. Í kjölfarið tóku Sjúkratryggingar Íslands ákvörðun 19. júní 2017 um að greiða stefnda hám arksbætur samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga nr. 111/2000 auk vaxta. Lögmaður stefnda lagði fram breytta dómkröfu í þinghaldi í málinu 4. október 2017 þar sem tekið var tillit til innborgunar Sjúkratrygginga Íslands að fjárhæð 9.707.821 króna. Stefndi gerði efti r það eingöngu kröfu á hendur aðalstefnda um dráttarvexti en lækkaði kröfu sína á hendur varastefnda sem nam innborguninni. Í þinghaldi í málinu 16. október 2017 lýsti lögmaður Sjúkratrygginga Íslands því yfir að fallist væri á kröfugerð stefnda og að drát tarvextir samkvæmt henni yrðu greiddir. Bókað var í þingbók að lögmaður áfrýjanda teldi að fara þyrfti fram sönnunarfærsla, sambærileg þeirri sem áður hefði farið fram í þeim hluta málsins sem þegar hefði verið dæmdur, þar sem hlutur áfrýjanda hefði hvílt á meðan. Sjúkratryggingar Íslands greiddu stefnda 2.185.060 krónur í vexti 27. október 2017 og höfðu þá greitt honum samtals 11.892.881 krónu. 13 Í þinghaldi 23. mars 2018 var bókað í þingbók að lögmenn lýstu því yfir að málinu væri lokið að því er varðaði S júkratryggingar Íslands. Lögmaður áfrýjanda lagði þá fram bókun þar sem ítrekað var að sönnunarfærsla þyrfti að fara fram að nýju þar sem hlutur áfrýjanda hefði hvílt meðan dæmt var um fyrri kröfu stefnda á hendur Sjúkratryggingum Íslands. Þá sagði í bókun sakarskiptingu tengda aðild af tillitsemi við stefnanda að beiðni lögmanns hans, en ætlar sér ekki að missa neinn rétt í málinu, fyrir að hafa samþykkt það. Stefndi telur nauðsynlegt að dómurinn verði eins skipaður í þeim þætti sem framundan er og í þeim þætti sem laut að máli gagnvart Sjúkratryggingum Íslands. Ekki hefur verið útskýrt að mati stefnda af hverju skipan dómsins kunni að verða breytt, enda hafi sérfróðir meðdómendur tekið sæti í dómi. Meðdómendur eru e kki síður mikilvægir í málinu gagnvart íslenska ríkinu. Stefndi telur að það kunni að leiða til ómerkingar dóms verði dómaraskipan breytt í þessum hluta málsins. Stefndi telur að dómur gagnvart Sjúkratryggingum Íslands bindi stefnda ekki á neinn hátt enda dómurinn ekki gegn 5 Jafnframt var þá bókað í þingbók að lögmaður áfrýjanda óskaði þess að kveðinn yrði upp úrskurður um hvort sérfróðir meðdómendur myndu sitja í dóminum við aðalmeðferð málsins og hvort sönnunarfærsla færi fram að nýju. 14 Við fyrir töku 27. júní 2018 lagði lögmaður stefnda fram bókun en í henni kom meðal annars fram að rétt væri að hafna beiðni áfrýjanda um að sönnunarfærsla færi fram á ný. Dómsformaður færði þá til bókar þá ákvörðun sína að dómur yrði ekki fjölskipaður að nýju. Lögm aður áfrýjanda hefði fallist á sakarskiptingu og átt þess kost að láta fyrri hluta málsins til sín taka. Hann hafi mætt við upphaf aðalmeðferðar 31. janúar 2017 en vikið úr dómsal áður en skýrslur voru teknar. Dómi í málinu 28. febrúar 2017 hefði ekki veri ð áfrýjað og væri niðurstaða hans bindandi. Sá ágreiningur sem eftir stæði lyti að greiðsluskyldu áfrýjanda og ekki væri þörf á sérþekkingu í þeim hluta málsins. Lögmaður áfrýjanda lét bóka mótmæli við þessum sjónarmiðum dómsformanns. 15 Í þinghaldi í málinu 5. júlí 2018 var bókað að lögmaður áfrýjanda teldi að vísa ætti málinu frá dómi án kröfu með vísan til 19. og 100. gr. laga nr. 91/1991 þar sem varaaðild komi aldrei til greina nema aðalstefndi sé sýknaður. 16 Í 2. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991 segir að sæk ja megi fleiri en einn í sama máli með þeim hætti að kröfum sé aðallega beint að einum þeirra en að öðrum til vara ef skilyrðum 1. mgr. greinarinnar sé fullnægt. Í athugasemdum við ákvæðið í greinargerð með frumvarpi sem varð að umræddum lögum segir meðal annars að v araaðild felist nánar tiltekið í því að sóknaraðili beini kröfu aðallega að einum varnaraðila og til vara að öðrum, með það fyrir augum að þeim síðarnefnda verði gert að þola dóm ef þeim fyrrnefnda verður það ekki. Stefndi orðaði kröfugerð sína á hendur áfrýjanda í upphafi þannig að ef Sjúkratryggingar Íslands yrðu sýknaðar af síðari dómkröfunni yrði varastefndi dæmdur til að greiða honum sömu fjárhæð. Almenna reglan er sú að mál verður flutt í einu lagi um kröfur á hendur aðal - og varastefnda en dómari tekur kröfur á hendur varastefnda ekki til úrlausnar fyrr en hann hefur sýknað aðalstefnda af kröfum stefnanda. Jafnvel þótt kröfur stefnanda á hendur aðalstefnda séu aðeins teknar til greina að hluta kann að leiða af forsendum dóms um kröfur á hen dur aðalstefnda að ekki þarf að fjalla um kröfur á hendur varastefnda og verður hann þá sýknaður. Af orðalagi 2. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991 og fyrrnefndum ummælum um ákvæðið í frumvarpi er þó ekki útilokað, með hliðsjón af því réttarfarshagræði sem ákvæ ðinu er ætlað að tryggja, að kjósi stefnandi að fella niður málið gagnvart aðalstefnda að hluta eða öllu leyti geti hann haldið málinu áfram gagnvart varastefnda. Eins og samspili krafna á hendur aðal - og varastefnda var háttað í þessu máli, sérstaklega me ð hliðsjón af 7. gr. laga nr. 111/2000 og greiðslu Sjúkratrygginga Íslands á hluta dómkrafna, var dómsformanni ekki skylt að vísa kröfum á hendur varastefnda frá dómi eftir að því hafði verið lýst yfir í þinghaldi 23. mars 2018 að málinu væri lokið að því er varðaði aðalstefnda Sjúkratryggingar Íslands. 6 17 Aðalmeðferð fór fram 26. nóvember 2018 í þeim hluta málsins sem sætir nú endurskoðun Landsréttar. Dómsformaður sat einn í dómi og kvað upp hinn áfrýjaða dóm 20. desember sama ár. Í dóminum kemur meðal annars fram að áfrýjandi hafi kosið að láta sig ekki varða þann hluta ágreiningsins sem dæmt var um 28. febrúar Íslands verið felld úr gildi af dómi sem skipaður var tveimur sérfróðu m enda hefði áfrýjandi ekki sýnt fram á að hún væri röng, sbr. 116. gr. laga nr. 91/1991. Dómsformaður byggði niðurstöðu um þann hluta málsins sem sneri að áfrýjanda að stórum hluta á niðurstöðu fyrri dóms í málinu. 18 Samkvæmt 3. mgr. 30. gr. laga nr. 91/1991 getur dómari ákveðið af sjálfsdáðum, þyki honum það nauðsynlegt til skýringar eða hagræðis, að aðskilja kröfur sem eiga ekki rætur að rekja til sama atviks, aðstöðu eða lögg ernings en eitt mál er rekið um, þannig að farið verði með hvora eða hverja þeirra í sjálfstæðu máli. Hins vegar er h eimild dómara samkvæmt 1. mgr. 31. gr. sömu laga, til þess að skipta sakarefni með þeim hætti að fyrst verði dæmt sérstaklega um tiltekin a triði máls meðan önnur atriði þess hvíla og bíða þess að verða dæmd, annars eðlis. Þrátt fyrir að sakarefni þessa máls hafi verið skipt á grundvelli 1. mgr. 31. gr. er áfram um eitt og sama dómsmálið að ræða. 19 Í 2. mgr. 2. gr. laga nr. 91/1991, eins og ákvæðið var fram til 1. janúar 2018, var kveðið á um að væri deilt væri um staðreyndir sem væru bornar fram sem málsástæður og dómari teldi þurfa sérkunnáttu í dómi til að leysa úr gæti hann kvatt til tvo meðdómsmenn sem hefðu slíka sérkunnáttu. Í 1. mgr. 4. gr. laganna segir meðal annars að meðdómsmenn skuli ekki taka sæti í dómi síðar en við upphaf aðalmeðferðar máls og í 3. mgr. greinarinnar segir að meðdómsmenn taki þátt í málsmeðferð og samningu dóms og hafi sömu réttindi og beri sömu skyldur og dómsfo rmaður í því máli. Dómsformaður stýri þó dómi, kveði einn upp úrskurði um annað en frávísun máls, þar á meðal um hæfi meðdómsmanns, gefi út kvaðningar og tilkynningar, haldi þing til uppkvaðningar dóms, annist gerð og staðfestingu dómsgerða og komi fram út á við fyrir hönd dómsins. Í 2. m gr. 115. g r. laganna segir meðal annars að sé dómur fjölskipaður og mál munnlega flutt skul i allir dómendur hafa hlýtt á flutning þess. Geti þeir ekki allir tekið þátt í samningu dóms sk uli nefna dómara í stað þess sem h afi misst við og endurtaka munnlegan flutning máls. 20 Af framangreindum lagaákvæðum leiðir að hafi dómari, eða eftir atvikum dómstjóri, tekið þá ákvörðun að hafa dóm í máli fjölskipaðan og meðdómsmenn tekið sæti í dómi gilda ákvæði 4. gr. og 2. mgr. 115. gr. l aga nr. 91/1991 um meðferð málsins upp frá því. Samkvæmt því áttu hinir sérfróðu meðdómsmenn , sem tekið höfðu sæti í dómi með dómsformanni, að taka áfram þátt í þeim dómstörfum í málinu sem mælt er fyrir um í 3 . mgr. 4. gr. laganna eftir uppkvaðningu dómsi ns 28. febrúar 2017 og taka þátt í aðalmeðferð og samningu dóms um þær kröfur sem dómurinn átti þá eftir að taka 7 afstöðu til. Það athugast einnig að sakarefni á hendur áfrýjanda voru að hluta til önnur en á hendur aðalstefnda og enn var í málinu deilt um a triði sem sérkunnáttu þurfti til að leysa úr. Í stað þess að dómurinn yrði áfram fjölskipaður kaus dómsformaður að annast málsmeðferðina einn og kveða einn upp dóm í málinu, að hluta til á grundvelli forsendna fyrri dóms í málinu, sem sérfróðir meðdómsmenn stóðu að, um kröfur á hendur Sjúkratryggingum Íslands þótt áfrýjandi ætti ekki aðild að þeim kröfum og hefði ekki tekið þátt í meðferð málsins hvað þær varðaði þar sem dómsformaður hafði bókað í þingbók að hlutur áfrýjanda hvíldi meðan leyst væri úr þeim þætti málsins. 21 Samkvæmt framansögðu eru svo alvarlegir annmarkar á meðferð málsins í héraði að ekki verður hjá því komist að ómerkja hinn áfrýjaða dóm af sjálfsdáðum og vísa málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar, þar með talið aðalmeðferðar og dómsál agningar að nýju í fjölskipuðum dómi frá og með þinghaldi 27. júní 2018. 22 Verði þess ekki kostur að skipa dóminn áfram sömu dómendum og stóðu að dómi í málinu 28. febrúar 2017 er rétt að dómurinn verði skipaður í samræmi við 2. mgr. 2. gr. laga nr. 91/1991 eins og ákvæðinu hefur verið breytt með 1. gr. laga nr. 49/2016. 23 Við nýja meðferð málsins þarf dómsformaður meðal annars að taka afstöðu til þess hvort ummæli hans við fyrirtöku málsins í þinghaldinu 27. júní 2018 valdi vanhæfi hans til áframhaldandi meðf erðar málsins. 24 Rétt er að málskostnaður í héraði og fyrir Landsrétti falli niður . G jafsóknarkostnaður stefnda á báðum dómstigum greiðist úr ríkissjóði eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Hinn áfrýjaði dómur er ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar frá og með þinghaldi 27. júní 2018, þar með talið aðalmeðferðar og dómsálagningar að nýju. Málskostnaður í héraði og fyrir Landsrétti fellur niður. Gjafsóknarkostnaður st efnda, A , í héraði og fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, Steingríms Þormóðssonar, samtals 4.6 00.000 krónur á báðum dómstigum. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur fimmtudaginn 20. desember 2018 Mál þetta, sem var dómtekið 3. desember sl., var höfðað 27. febrúar 2014. Stefnandi er . Stefndi er íslenska ríkið, vegna velferðarráðuneytisins, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík, vegna Landspítala, Eiríksgötu 5 í Reykjavík. 8 Endanlegar dómkröfur stefnanda eru þær aðallega að stefnda verði gert að greiða honum 28.565.759 krónur, ásamt 4,5% ársvöxtum af 6.831.759 krónum frá 4. janúar til 30. júní 2008, en af 27.565.759 krónum frá þeim degi til 20. mars 2014, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum innborgunum að fjárhæð 9.707.821 króna þann 19. júní 2017 og 2.185.060 krónur þann 27. október 2017. Til vara krefst stefnandi þess að stefnda verði gert að greiða honum 27 .565.759 krónur, ásamt 4,5% ársvöxtum af 6.831.759 krónum frá 4. janúar til 30. júní 2008, en af 27.565.759 krónum frá þeim degi til 20. mars 2014, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádre gnum innborgunum að fjárhæð 9.707.821 króna þann 19. júní 2017 og 2.185.060 krónur þann 27. október 2017 og bóta frá lífeyrissjóðum miðað við stöðugleikadag 30. júní 2008 að fjárhæð 8.390.034 krónur og 6.727.147 krónur. Í báðum tilvikum krefst stefnandi m álskostnaðar eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Stefndi krefst aðallega sýknu af dómkröfum stefnanda og málskostnaðar, en til vara krefst hann verulegrar lækkunar og þess að málskostnaður verði felldur niður. Mál þetta var í upphafi höfðað aðallega gegn Sjúkratryggingum Íslands og til vara gegn stefnda íslenska ríkinu. Með úrskurði dómsins 24. október 2014 var frávísunarkröfu stefnda íslenska ríkisins hafnað. Í þinghaldi 16. desember 2015 lýstu lögmenn aðila því að þeir væru sammála um að sakarefni m álsins skyldi skipt með þeim hætti að fyrst yrði dæmt um kröfu stefnanda um að fella úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands frá 22. janúar 2010 og úrskurð úrskurðarnefndar almannatrygginga frá 28. janúar 2011, en fjárkröfur á hendur Sjúkratryggingum Ísl ands og stefnda íslenska ríkinu skyldu bíða. Fallist var á framangreint, sbr. 31. gr. laga nr. 91/1991. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 28. febrúar 2017 var gildi. Dóminum var ekki áfrýjað. Í framhaldi af þessari niðurstöðu gerðu stefnandi og Sjúkratryggingar Íslands samkomulag um greiðslur til handa stefnanda og í kjölfarið var fallið frá frekari kröfum á hendur þeim. I Stefnandi hefur átt við sjúkdóm að stríða frá árinu 1990, en þá fékk hann fyrst hjartaáfall og kransæðastíflu. Árið 2002 fékk hann framveggsdrep. Í ljós kom að stefnandi hefði alvarlegan kransæðasjúkdóm og fór hann það sama ár í kransæðaaðgerð. Árið 2004 fékk stefnandi hjartastopp. Í fr amhaldi af því var græddur í stefnanda bjargráður. Var bjargráðurinn af gerðinni Atlas+VR og framleiddur af St. Jude Medical með módelnúmerið 1570 og framleiðslunúmerið RN 15036. Í skýrslu B læknis frá 10. desember 2007, vegna umsóknar stefnanda frá 6. nó vember 2007 um örorkulífeyri, kemur fram að eftir áfallið á árinu 2002 hafi stefnandi verið með 50% skerðingu á hjartastarfsemi. Stefnandi fékk úrskurðaðan örorkustyrk frá 1. nóvember 2007. Þann 7. október 2007 gaf bjargráðurinn í stefnanda frá sér ótímab ært rafstuð, án þess að um hjartsláttartruflun hefði verið um að ræða. Við skoðun sérfræðings frá framleiðanda tækisins kom ekkert athugavert í ljós. Stefnandi var aftur tekinn til athugunar viku síðar og kom þá enn ekkert í ljós. Þann 22. 9 sama mánaðar var tækið kannað af C, sérfræðingi frá St. Jude Medical í Danmörku. Hann fann ekkert athugavert við tækið eða vírinn. Þann 27. desember 2007 gaf bjargráðurinn tvisvar sinnum frá sér rafstuð. Stefnandi leitaði á bráðamóttöku Landspítalans. Ákveðið var að fram kvæma aðgerð á stefnanda og skoða tækið og mögulega skipta um búnaðinn. Í aðgerðinni, sem framkvæmd var daginn eftir, var vírinn á tækinu losaður en við það kom gat á einangrun leiðslunnar. Þar sem leiðslan reyndist vera föst var hún látin liggja áfram en jafnframt sett inn ný leiðsla. Bjargráðurinn var fjarlægður og settur inn nýr bjargráður af annarri tegund sem einnig var framleiddur af St. Jude Medical. Í aðgerðinni framkvæmdi D hjartalæknir mælingar, tengdi tækið og prófaði það. Í göngudeildarnótu lækn isins frá 23. desember 2009 kemur fram að ekki verði séð að tækjabúnaði eða vír væri um að kenna í þessu tilviki. Í útskriftarnótu E hjartalæknis frá 30. desember 2007 segir hins vegar að komið hafi í ljós að leiðslan sé biluð. Það sama greinir í sjúkraskr á um að eitthvað væri athugavert við leiðsluna . Því hafi verið ákveðið að skipta um leiðslu. Þá segir í aðgerðarlýsingunni að gamli skurðurinn hafi verið opnaður, vírarnir hafi verið vel flæktir í vasanum, þeir hafi verið losaðir en við það hafi orðið sköddun á vírum þannig að ekki hafi verið unnt að greina hvort eitthvað hafi verið að einangruninni áður. Þá segir í útskriftarnótu D læknis frá 7. janúar 2008 að við úrlestur á bjargráði hafi komið í ljós að leiðslan hafi verið biluð. Þann 2. janúar 2008 kom í ljós að nýi bjargráðsvírinn hafði færst til og fór stefnandi í aðgerð að nýju 4. janúar 2008. Í aðgerðinni var skipt um leiðsluna en sú fyrri var talin ónýt og var klippt í sundur. Stefnandi telur sig hafa orðið fyrir heilsutjóni vegna rafstuðsins 27. desember 2007 og aðgerðanna tveggja í kjölfari ð. Með bréfi 27. október 2009 óskaði hann þess að Sjúkratryggingar Íslands greiddu honum bætur á grundvelli laga nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu og vísaði til 2. og 4. töluliðar 2. gr. þeirra. Sjúkratryggingar Íslands höfnuðu kröfu stefnanda með bréfi 2 2. janúar 2010 þar sem þær töldu ekki um sjúklingatryggingaratburð að ræða. Stefnandi kvartaði til Landlæknis 1. desember 2009. Landlæknisembættið óskaði eftir greinargerð frá Landspítalanum vegna málsins en sendi að því loknu frá sér álit 6. apríl 2010 þ ar sem komist var að þeirri niðurstöðu að engin mistök hefðu verið gerð við meðferð stefnanda. Þá var því hafnað að leiðslan í bjargráð stefnanda væri biluð og um það meðal annars vísað til greinargerðar G, sérfræðings í lyflækningum og hjartasjúkdómum, fr á 19. mars 2010. Stefnandi kærði ákvörðun Landlæknisembættisins til heilbrigðisráðuneytisins 14. júní 2010. Þann 5. júlí sama ár tilkynnti Landlæknir ráðuneytinu að ákveðið hefði verið að taka málið upp að nýju. Embættið gaf frá sér nýtt álit í kvörtunarmá li stefnanda 29. október 2010. Var þar komist að þeirri niðurstöðu að ekki yrði séð að um vanrækslu eða mistök við veitingu heilbrigðisþjónustu hefði verið að ræða í máli stefnanda. Þann 1. febrúar 2010 kærði stefnandi ákvörðun stefnda um synjun bótaskyl du til úrskurðarnefndar almannatrygginga og óskaði eftir endurskoðun ákvörðunar stefnda um synjun bótaskyldu. Með úrskurði sínum 28. janúar 2011 komst nefndin að þeirri niðurstöðu að meiri líkur en minni væru á því að hrakandi heilsufar stefnanda mætti rek ja til undirliggjandi hjartasjúkdóms hans og versnunar á einkennum 10 sjúkdómsins, en mætti hvorki rekja til galla í bjargráð eða til svæfinga sem hann hefði tvívegis þurft að gangast undir af þeim sökum. Því ætti enginn töluliður 2. gr. laga nr. 111/2000 við um tilvik stefnanda. Beitt hafi verið hefðbundnum og faglegum læknisúrræðum þegar komið hafi í ljós að bjargráðurinn hafi gefið frá sér rafstuð án tilefnis. Ekki hafi verið leitt í ljós að um hafi verið að ræða bilun eða galla í tækjabúnaði og ekkert bend i til þess að val hafi verið á annarri meðferðaraðgerð eða - tækni sem komið hefði í veg fyrir einkenni stefnanda. Var ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands frá 22. janúar 2010 því staðfest. Í desember 2010 sendi St Jude Medical bréf með viðvörun um að galli gæ ti leynst í leiðslum, meðal annars af gerðinni Riata 1570 eins og stefnandi hafði. Fram kom í bréfinu að óeðlilega oft gæfi ytra byrði leiðslu sig sem gæti leitt til leiðslutruflana. Hætt var sölu Riata leiðslna í desember 2010 vegna þessa. Í nóvember 2011 sendi St Jude Medical annað bréf þar sem athygli var vakin á óeðlilega hárri bilanatíðni umræddra leiðslna og væri bilanatíðni nú metin enn hærri. Í desember 2011 gaf bandaríska lyfjaeftirlitið út bann við notkun þessara leiðslna vegna óásættanlega hárrar bilanatíðni sem gæti leitt til alvarlegs skaða sjúklinga eða dauða. Við skoðun stefnanda hjá D 24. september 2012 var honum tjáð að í ljós hefði komið að bjargráður eins og hann hafi upphaflega haft hefði í einhverjum tilvikum reynst gallaður. Á röntgenmynd, sem tekin var af stefnanda 21. september 2010, sést að einangrun bjargráðsleiðslunnar sem tekin var úr sambandi við bjargráðinn í aðgerðinni 28. desember 2007 er rofin. Stefnandi leitaði álits H bæklunarlæknis, I hjartalæknis og J lögfræðings á afleiðingum ætlaðs sjúklingatryggingaratburðar. Skiluðu þeir matsgerð 10. febrúar 2014 þar sem komi st er að þeirri niðurstöðu að starfsemi vinstri slegils hafi versnað mjög eftir óréttmætt stuð í desember 2007. Sá atburður skilji eftir sig útbreiddan ischemiskan hjartasjúkdóm og ischemiska cardiomyopathiu sem geri það að verkum að starfsgeta stefnanda s é mjög takmörkuð vegna skertrar starfsemi hjartans. Matsmenn töldu að stefnandi væri eftir þetta algjörlega óvinnufær. Þótt undirliggjandi sjúkdómur hafi hægt og rólega getað versnað og valdið einhverri örorku síðar meir væri réttmætt að meta stefnanda til 65% varanlegrar örorku vegna afleiðinga sjúklingatryggingaratburðarins. Stefnandi krafðist 10. febrúar 2014 þess að Sjúkratryggingar Íslands greiddu honum bætur á grundvelli framangreindrar matsgerðar. Erindinu hafði ekki verið svarað er stefna málsins v ar birt 27. sama mánaðar. Undir meðferð máls þessa, á dómþingi 4. desember 2014, að undangengnum úrskurði, voru dómkvaddir matsmenn að kröfu Sjúkratrygginga Íslands og stefnda íslenska ríkisins til að meta afleiðingar bilunar í bjargráðsbúnaði stefnanda. Í matsgerð matsmannanna K hjartalæknis og L hrl. frá 11. maí 2015 var komist að þeirri niðurstöðu að stefnandi hefði ekki orðið fyrir heilsutjóni af völdum sjúklingatryggingaratburðar um áramótin 2007/2008 umfram það sem við hafi mátt búast. Töldu matsmenn meiri líkur en minni á því að ekki væri unnt að rekja versnun á hjartasjúkdómi til sjúklingatryggingaratburðarins. Stefnandi óskaði í framhaldi eftir yfirmati. Á dómþingi 7. júlí 2015 voru dómkvaddir hjartalæknarnir M og N ásamt O prófessor. Í yfirmatsge rð þeirra 14. september 2015 samsinna þeir niðurstöðu undirmatsins um að stefnandi hafi ekki orðið fyrir heilsutjóni, umfram það sem ætla mætti að 11 hann hefði annars þurft að þola með tilliti til undirliggjandi hjartasjúkdóms og líkamlegs ástands af hans vö ldum. Versnun á sjúkdómseinkennum sé ekki að rekja til bjargráðs eða bilana á bjargráðsleiðslum heldur fyrst og fremst til undirliggjandi kransæðasjúkdóms stefnanda. Eins og að framan greinir var sakarefni málsins skipt og þann 28. febrúar 2017 felldi dóm urinn úrskurð úrskurðarnefndar almannatrygginga frá 28. janúar 2011, í málinu nr. 54/2010, úr gildi. Í kjölfarið greiddu Sjúkratryggingar Íslands stefnanda bætur en hann krefur nú stefnda um mismun kröfu sinnar og þess sem hann hefur þegar fengið greitt. II Stefnandi byggir kröfu sína á því að hann hafi hlotið varanlegt heilsutjón vegna óvænts rafstuðs sem hann hafi fengið tvisvar sinnum í desember 2007 og tveggja aðgerða í kjölfarið, 28. desember 2007 og 4. janúar 2008. Hann hafi orðið fyrir líkams tjóni, vegna bilunar eða galla í tæki í tengslum við sjúkdómsmeðferð á heilbrigðisstofnun. Bjargráðurinn, sem fjarlægður hafi verið úr stefnanda með aðgerð þann 28. desember 2007, hafi verið bilaður eða gallaður og stefnandi hafi hlotið varanlegar líkamleg ar afleiðingar. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 28. febrúar 2017 hafi úrskurður úrskurðarnefndar almannatrygginga frá 28. janúar 2011, í málinu nr. 54/2010, verið felldur úr gildi. Stefnandi hafi, með heimild í 10. grein skaðabótalaga, aflað sérfræðimats á tjóni sínu. Því mati hafi ekki verið hnekkt þar sem niðurstöður matsgerða hafi verið ómerktar með framangreindri niðurstöðu dómsins. Stefnandi byggi á því að hann hafi með öflun ofangreinds sérfræðimats axlað þá sönnunarbyrði sem á honum hvíli. Í niðurstöðu framangreinds dóms komi fram að dómurinn telji meiri líkur en minni á því að skyndilega versnun sjúkdómseinkenna stefnanda megi rekja til ótímabærs rafstuðs sem hann fékk í desember 2007 vegna galla í bjargráðsleiðslu og atburða því tengdu. St efnandi hafi því fært sönnur á að skilyrði 2. töluliðar 2. gr. laga nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu séu uppfyllt og hann eigi því rétt á bótum samkvæmt honum. Í kjölfar þessarar niðurstöðu hafi Sjúkratryggingar Íslands greitt stefnanda hámarksbætur ása mt vöxtum og málskostnaði. Stefnandi krefji stefnda um greiðslu þess sem eftir standi af bótakröfu hans. Krafa stefnanda, sem byggist á sérfræðimati því er hann hafi aflað, sé sundurliðuð þannig: Bætur vegna miska: 10.080x60 stig kr. 6.048.000 Bætur fyrir varanlega örorku: 3.834.000x8.320x65% kr. 20.734.000 Bætur fyrir sjúkrakostnað og framt íðar sjúkrakostnað kr. 1.000.000 Tímabundið tekjutjón kr. 450.363 Þjáningabætur: kr. 333.396 Samtals bætur kr. 28.565.759 12 Til frádráttar komi innborgarnir að fjárhæð 9.707.821 króna þann 19. júní 2017 og 2.185.060 krón ur þann 27. október 2017. Varakrafan sundurliðist þannig: Bætur vegna miska: 10.080x60 stig kr. 6.048.000 Bætur fyrir varanlega örorku: 3.834.000x8.320x65% kr. 20.734.000 Tímabundið tekjutjón kr. 450.363 Þjáningabætur: kr. 333.396 Samtals bætur kr. 27.565.759 Til frádráttar komi innborganir að fjárhæð 9.707.821 króna þann 19. júní 2 017 og 2.185.060 krónur þann 27. október 2017 og bætur frá lífeyrissjóðum miðað við stöðugleikadag 30. júní 2008 að fjárhæð 8.390.034 krónur og 6.727.147 krónur. Bætur fyrir miska reiknist þannig, skv. 4. gr. skaðabótalaga: Höfuðstóll 4.000.000 x 8271 (ve rðtryggingarvísitala við útgáfu matsgerðar)/3282 = 10.080.00, skv. 2. mgr. 15. gr. skbl., sbr. 1. mgr. 15. greinar. Bætur fyrir varanlega örorku reiknist þannig, skv. 1. mgr. 7. greinar skaðabótalaga, við stöðugleikatímapunkt en skv. sérfræðimatsgerð 30. j úní 2008, er aldursstuðull stefnanda reiknaður 8,320. Árslaun samkvæmt 1. mgr. 7. greinar skaðabótalaga reiknast þannig: Árið 2004, árslaun kr. 3.115.585 x 7449/5550 = 4.181.700. Árið 2005 árslaun kr. 2.336.000 x 7449/5656 = 2.921.500. Árið 2006 árslaun, k r. 3.136.000 x 7449/6584 = 3.548.000. Meðallaun 3.550.000 krónur að viðbættu iðgjaldaálagi vegna lífeyrissjóðs, 3.834.000 krónur. Tímabundin örorka skv. 2. gr. skaðabótalaga sé reiknuð út frá launum árið 2007: 3.337.000/12 = 278.000 sem á tímabili óvinnufæ rni, 5 mánuðum, geri 1.500.000 krónur með iðgjaldaálagi. S tefnandi geri einnig kröfu um annað fjártjón og framtíðarsjúkrakostnað, skv. 1. mgr. 1. gr. skaðabótalaga, að álitum 1.000.000 króna, en ljóst sé að stefnandi verði mun meira undir læknishendi en ella vegna sjúkratryggingaratburðarins, til komi aukinn kostnaður vegna ferða til lækna og alls kyns kostnaður vegna komugjalda, lyfja, símanotkunar og aksturs. Stefnandi telji að stefndi eigi að greiða honum mismun á heildarkröfu hans og því sem hann haf i fengið greitt frá Sjúkratryggingum Íslands þannig að hann fái fullar bætur. Þessu til grundvallar vísi stefnandi til 7. gr. laga nr. 111/2000, enda sé um skaðbótaskyldu ríkisins að ræða. Stefnandi byggi kröfu sína einkum á ákvæðum laga nr. 25/1991 um sk aðsemisábyrgð. Landspítali Íslands hafi verið innflutningsaðili bjargráðsins. Stefnandi hafi orðið fyrir líkamstjóni sökum ágalla á vörunni. Lögin gildi um skaðabótaábyrgð framleiðanda og dreifingaraðila vegna ágalla á vörum sem þeir hafa framleitt eða dre ift. Í 2. gr. komi fram að greiða skuli bætur vegna líkamstjóns og missis framfæranda. Landspítalinn og þar með íslenska ríkið teljist vera dreifingaraðili samkvæmt 3. mgr. 4. gr. laganna. Samkvæmt 10. gr. laganna beri dreifingaraðili beina ábyrgð á skaðse mistjóni gagnvart tjónþola. 13 Hugtakið ágalli sé skilgreint í 1. mgr. 5. gr. sömu laga. Samkvæmt ákvæðinu telst vara haldin ágalla þegar hún er ekki svo örugg sem með réttu mátti vænta eftir öllum aðstæðum, einkum því hvernig hún er boðin og kynnt, notkun þ eirri sem með sanngirni mátti gera ráð fyrir og hvenær vöru var dreift. Stefnandi byggi á að bjargráðurinn hafi ekki verið svo öruggur, sem með réttu hafi mátt vænta eftir öllum aðstæðum, einkum notkun þeirri sem með sanngirni hafi mátt gera ráð fyrir. Ha nn hafi gefið stuð að ósekju, sem leitt hafi til þess að stefnandi hafi orðið að undirgangast aðgerð og fá nýjan bjargráð. Umrætt stuð megi rekja til ágalla á bjargráðnum í skilningi laga um skaðsemisábyrgð. Upplýsingar frá framleiðanda bjargráðsins staðf esti að galli hafi fundist í fjölda tækja af þeirri tegund sem grædd hafi verið í stefnanda. Afleiðingar þessa galla hafi m.a. lýst sér í rafstuðum að ósekju. Ljóst sé að stefnandi hafi orðið fyrir miklu tjóni og lífskjaraskerðingu vegna rafstuðsins, en st efnanda hafi verið tilkynnt um það árið 2012 að bjargráðurinn hafi hugsanlega verið gallaður. Stefnandi byggi kröfu sína einnig á reglum skaðabótaréttarins um hlutlæga ábyrgð vegna bilunar í tæki, en bjargráðurinn hafi verið haldinn galla sem Landspítalin n beri ábyrgð á sem umsjónaraðili tækisins og söluaðili þess. Einnig sé byggt á því að bjargráðurinn hafi verið vanbúinn eða gallaður eða ekki rétt græddur í stefnanda, en á því beri Landspítalinn ábyrgð, m.a. á grundvelli vinnuveitendaábyrgðar hins opinbe ra varðandi þá starfsmenn sem að verkinu hafi staðið og vísist í því efni til reglna skaðabótaréttar um nafnlaus mistök og uppsöfnuð mistök. Í norrænum skaðabótarétti hafi sönnunarsjónarmið þróast þannig, að sú sönnunarregla sé talin gilda um skaðabótaáby rgð lækna og sjúkrastofnana að sannist vanræksla eða mistök beri viðkomandi læknir og/eða sjúkrastofnun sönnunarbyrði fyrir því, að afleiðingar hefðu komið fram þó svo að engin mistök hefðu átt sér stað. Reglan feli þannig í sér öfuga sönnunarbyrði, hvað þ ennan þátt varði og styðjist við fjölda dómafordæma. Stefndi eða Landspítalinn beri, eins og atvikum þessa máls sé háttað, sönnunarbyrði í málinu og þurfi að sanna að tjón stefnanda hefði komið fram þótt engin mistök hefðu átt sér stað. Vísað sé til sakarl íkindareglunnar og meginreglunnar um sérfræðiábyrgð. Krafa stefnanda á hendur stefnda sé sjálfstæð skaðabótakrafa óháð kröfu hans á hendur Sjúkratrygginum Íslands. Krafan byggist á grundvallarreglum skaðabótaréttar, þ.e. lögum um skaðsemisábyrgð, sakarreg lunni og reglunni um vinnuveitendaábyrgð, en ekki á lögum nr. 111/2000. Stefnanda sé heimilt að beina kröfu að stefnda með þeim hætti sem hann hafi gert í máli þessu, sbr. 2. mgr. 19. greinar laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. III Stefndi telur að þar sem honum hafi upphaflega verið stefnt til vara og fallist hafi verið á kröfur á hendur upphaflegum aðalstefnda séu ekki skilyrði til að taka til greina kröfur á hendur honum. Þá telur hann að hér sé um að ræða sjálfstætt mál og fyrri dómur í málin u geti ekki haft nein réttaráhrif fyrir hann. Stefndi bendir á að enginn galli hafi komið fram í sjálfu bjargráðstækinu. Það hafi verið leiðsla sem hafi reynst gölluð en það hafi ekki verið ljóst árið 2007. Gallinn hafi ekki komið í ljós fyrr en við röntg enskoðun á leiðslu eftir að bréf frá St. Jude barst spítalanum. Könnun spítalans hafi verið nákvæm og vönduð. Stefnandi hafi sannarlega þurft á tækinu að halda. Hann hafi fengið viðeigandi meðferð án tafar. 14 Honum hafi verið vel sinnt og notuð þau meðferðar úrræði og tæki sem voru til reiðu á þeim tíma. Starfsfólk stefnda hafi brugðist rétt við á viðunandi hátt og fylgt reglum um starf sitt. Stefndi sé ekki ábyrgur samkvæmt lögum nr. 111/2000. Þá beri hann ekki ábyrgð á grundvelli laga nr. 25/1991 um skaðsem isábyrgð. Ekkert hafi verið að bjargráðstækinu og því sé málsgrundvöllur stefnanda rangur. Gallinn hafi reynst vera í leiðslum. Stefndi sé ekki dreifingaraðili í skilninni laganna, sbr. m.a. 3. mgr. 4. gr., 10. gr. og 1. gr. Hann hafi heldur ekki verið fra mleiðandi. Með því að setja bjargráðinn og leiðslurnar í stefnanda hafi þess verið freistað að tryggja heilsufar stefnanda. Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laganna hvíli sönnunarbyrði á ætluðum tjónþola. Stefnandi hafi ekki þurft að greiða fyrir tækið eða leiðslur nar en þau hafi verið notuð í lækningaskyni. Galli sem síðar komi fram í leiðslum sé ekki á ábyrgð stefnda. Stefnandi þurfi að beina kröfum sínum að framleiðanda leiðslunnar. Því sé um að ræða aðildarskort, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 19/1991. Stefndi telji ósannað að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni vegna rafstuðsins eða aðgerða í kjölfarið. Hann hafi ekki valdið honum neinu tjóni. Staðið hafi verið fullkomlega að öllum þáttum í málinu, þ.e. læknismeðferð, aðgerðum, skoðun á tækjum og leiðslum o.s.frv. Ekki sé neinni sök fyrir að fara. Orsök ástands stefnanda sé að rekja til sjúkdóms hans sjálfs. Vilji svo ólíklega til að skilyrði séu til að taka kröfu stefnanda til greina á grundvelli laga nr. 25/1991 sé byggt á því að krafan sé fyrnd, sbr. 14 . gr. þeirra. Þá sé því hafnað að um ágalla sé að ræða, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna, en verði talið að svo sé beri stefndi ekki ábyrgð á því. Því sé jafnframt mótmælt að stefndi beri ábyrgð samkvæmt reglum skaðabótaréttar um hlutlæga ábyrgð vegna biluna r í tæki. Stefndi hafi hvorki verið umsjónaraðili tækis eða söluaðili þess. Stefnandi hafi ekki keypt tækið eða leiðslurnar. Bjargráðurinn hafi ekki verið vanbúinn eða gallaður og ekki rangt græddur í stefnanda. Starfsmenn stefna hafi ekki gert mistök og þ ví séu skilyrði vinnuveitendaábyrgðar ekki til staðar. Tilvísunum til reglna skaðabótaréttar um nafnlaus eða uppsöfnuð mistök sé mótmælt. Engin mistök hafi átt sér stað hjá stefnda. Ekki séu til staðar skilyrði til að snúa sönnunarbyrði við eða slaka á sö nnunarkröfum. Tilvísunum til sakarlíkindareglu eða meginreglu um sérfræðiábyrgð sé mótmælt. Skilyrðum annarra skaðabótareglna sé heldur ekki fullnægt. Sjónarmiðum um sönnunarbyrði tjónvalds eða skaðabótaskylds aðila um frádrátt frá skaðabótakröfu sé mótmæl t. Stefndi sé hvorki tjónvaldur né skaðabótaskyldur aðili. Stefndi mótmæli matinu sem stefnandi hafi aflað einhliða. M.a. sé sjúkdómur stefnanda stórkostlega vanmetinn í matsgerðinni og ekki rökstutt hvers vegna stefnanda hafi versnað. Það sé hlutverk bún aðarins í stefnanda að gefa rafstuð þegar við á. Það sé því langsótt að slík virkni tækis valdi tjóni og örorku og það sé ósannað. Sönnunarbyrðin hvíli á stefnanda fyrir öllu sem skaðabótakröfu hans viðkomi, þ.m.t. tjóni. Það sé einnig ósannað með öllu að ætlað tjón hans sé afleiðing athafna stefnda eða starfsmanna hans. Bótaábyrgð tjónvalds takmarkist við sennilegar afleiðingar saknæmrar og ólögmætrar starfsemi eða annarrar háttsemi sem geti varðað bótaskyldu. Stefndi taki undir álit embættis landlæknis u m að engin mistök hafi verið gerð. Taka þurfi tillit til þess að þá hafi röntgenrannsókn ekki verið gerð. Einnig sé vísað til álits G læknis sem 15 hafi talið ólíklegt að truflanir og stuð frá tækinu hafi leitt til versnunar á ástandi stefnanda. Hann hafi ben t á að stefnandi hafi áður fengið kransæðastíflu og útbreidda framveggsskemmd með stækkað hjarta og skerta starfsemi vinstra slegils. Hann hafi þannig talið mun líklegra að versnun á undirliggjandi sjúkdómi skýri aukin einkenni heldur en truflun í bjargráð skerfinu. Verði fallist á kröfu stefnanda að einhverju leyti sé byggt á því að hún sé allt of há, bæði í heild og í einstökum liðum. Matsgerðin sé röng, veikindatímabil og tímabundin óvinnufærni séu of löng. Jafnframt sé mati samkvæmt 4. gr. skaðabótalaga mótmælt sem of háu, auk mati samkvæmt e - og f - liðum. Stefndi sé jafnframt ósammála ákvörðun stöðugleikapunkts. Stefndi mótmæli útreikningum á grundvelli mats sem of háum og geri alla fyrirvara við þá. Kröfu um annað fjártjón og sjúkrakostnað í framtíðinn i sé mótmælt. Ekki séu skilyrði til að taka þá kröfu til greina en verði það gert sé krafist verulegrar lækkunar hennar. Þess sé krafist að greiðslur frá Sjúkratryggingum Íslands dragist að fullu frá bótakröfu stefnanda. Einnig sé þess krafist að bætur se m stefnandi kunni að fá samkvæmt lögum nr. 111/2000 dragist að fullu frá kröfu stefnanda á hendur stefnda. Vísist um það til laganna í heild en sérstaklega til 7. gr., sbr. 4. mgr. 5. gr. laga nr. 50/1993. Verði talið að stefnandi hafi að einhverju leyti m isfarið með hugsanlega kröfu á hendur Sjúkratryggingum Íslands eigi sú krafa sem hann hefði átt rétt á að dragast frá kröfu á hendur stefnda. Þá eigi að dragast frá allar greiðslur sem stefnandi hafi fengið eða muni eiga rétt á og séu taldar upp í 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga, bætur samkvæmt lögum um sjúklingatryggingu og 40% af reiknuðu eingreiðsluverðmæti örorkulífeyris frá lífeyrissjóði og skuli við útreikninginn miða við 4,5% ársafvöxtun. Upphafstíma vaxta sé sérstaklega mótmælt. Allir vextir frá meint um tjónsdegi til dags fjórum árum fyrir birtingu stefnu séu fyrndir með vísan til 3. gr. laga nr. 14/1905, sbr. 3. gr. laga nr. 150/2007. Stefndi telji ekki skilyrði til þess að dæma dráttarvexti. Verði fallist á þá kröfu sé bent á að stefnandi hafi ekki b eint kröfum að stefnanda fyrr en með stefnu í málinu. Verði dráttarvextir dæmdir komi þeir fyrst til álita frá dómsuppsögudegi. Verði ekki fallist á það eigi ekki að dæma dráttarvexti fyrr en mánuði eftir birtingu stefnu, sbr. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38/20 01. VI Eins og að framan greinir var sakarefni máls þessa skipt með þeim hætti að fyrst var dæmt um kröfu stefnanda á hendur Sjúkratryggingum Íslands um að fella úr gildi ákvörðun þeirra frá 22. janúar 2010 og úrskurð úrskurðarnefndar almannatryggi nga frá 28. janúar 2011, en fjárkröfur hvíldu. Með dómi Héraðsdóm Reykjavíkur 28. febrúar 2017 var úrskurður úrskurðarnefndar almannatrygginga felldur úr gildi. Í kjölfarið greiddu Sjúkratryggingar Íslands stefnanda bætur og fallið var frá kröfum á hendur þeim í málinu. Stefndi telur að stefnanda sé ekki heimilt að beina kröfum að sér. Honum hafi verið stefnt til vara og einungis sé hægt að fallast á kröfur á hendur honum hafi aðalstefndi verið sýknaður. Ekki sé um það að ræða og því beri að vísa kröfum á hendur honum frá dómi. Stefnandi beindi í upphafi kröfum sínum um ógildingu úrskurðar úrskurðarnefndar almannatrygginga að Sjúkratryggingum Íslands. Þá krafðist hann þess að Sjúkratryggingar Íslands greiddu honum bætur í samræmi við matsgerð sem hann aflað i, en til vara 16 að stefndi, íslenska ríkið, greiddi honum mismun kröfu sinnar og þess sem hann fengi frá Sjúkratryggingum Íslands. Hann byggði kröfu sína gagnvart Sjúkratryggingum Íslands m.a. á því að þak á fjárhæð bóta samkvæmt 2. mgr. 5. gr. laga nr. 111 /2000 um sjúklingatryggingu væri andstætt stjórnarskrá og því ættu Sjúkratryggingar Íslands að greiða honum fullar bætur. Með dómi Hæstaréttar Íslands 6. apríl 2017 í málinu nr. 525/2016 var því hafnað að framangreint ákvæði bryti í bága við stjórnarskrá. Í samræmi við framangreint fékk stefnandi allar þær bætur sem honum bar frá Sjúkratryggingum Íslands. Er stefnanda því heimilt að beina kröfum um það sem út af stendur að stefnda. Stefndi hefur hafnað því að dómurinn frá því 28. febrúar 2017 hafi nokkra þ ýðingu hvað hann varði. Með þeim dómi var niðurstaða um að hafna greiðsluskyldu Sjúkratrygginga Íslands felld úr gildi af dómi sem skipaður var tveimur sérfróðum meðdómendum. Stefndi kaus að láta sig ekki varða þann hluta ágreiningsins og dóminum var ekki áfrýjað. Er sú niðurstaða bindandi enda hefur stefndi ekki sýnt fram á að hún sé röng, sbr. 116. gr. laga nr. 91/1991. Stefnandi er haldinn hjartasjúkdómi og fékk græddan í sig bjargráð árið 2004. Þann 7. október 2007 gaf bjargráðurinn frá sér rafstuð að óþörfu. Þann 27. desember 2007 gaf hann aftur tvisvar sinnum frá sér óþarft rafstuð. Í kjölfarið gekkst stefnandi undir aðgerð 28. sama mánaðar. Stefnandi þurfti á ný að gangast undir aðgerð 4. janúar 2008 þar sem nýi bjargráðsvírinn hafði færst til og ski pta þurfti um leiðslu. Af gögnum málsins er sýnt að um galla var að ræða í bjargráðsleiðslu sem sett var í stefnanda árið 2004 og leiddi bilun í henni eða alvarleg truflun á virkni hennar til ótímabærs stuðs. Það var niðurstaða dómsins frá 28. febrúar 2017 , sem skipaður var sérfróðum meðdómsmönnum, að meiri líkur en minni væru á því að skyndilega versnun sjúkdómseinkenna stefnanda mætti rekja til ótímabærs rafstuðs sem hann fékk í desember 2007 vegna galla í bjargráðsleiðslu og atburða því tengdu. Stefnand i byggir kröfu sína á hendur stefnda einkum á lögum nr. 25/1991 um skaðsemisábyrgð. Ágalli hafi verið á vöru, sem stefnandi hafi dreift, sem hafi valdið honum líkamstjóni. Stefndi hafnar því að lögin eigi við þar sem hann hafi ekki verið dreifingaraðili í skilningi þeirra. Samkvæmt 3. mgr. 4. gr. laganna telst hver sá dreifingaraðili sem í atvinnuskyni dreifir vöru án þess að teljast framleiðandi. Landspítali Íslands flutti tækið inn til landsins. Í greinargerð með frumvarpi því er varð að lögum nr. 25/199 1 kemur fram að það sé ekki skilyrði ábyrgðar á grundvelli ákvæðisins að endurgjald komi fyrir vöruna. Bjargráðstækið og það sem því fylgdi var keypt inn á spítalann þar sem því var komið fyrir í stefnanda af starfsmönnum spítalans. Verður að túlka það sem svo að um dreifingu hafi verið að ræða í skilningi laganna. Það hefur ekki þýðingu þótt stefnandi hafi ekki þurft að greiða fyrir tækið eða leiðslurnar og það hafi verið notað í lækningaskyni. Samkvæmt 5. gr. laganna telst vara haldin ágalla þegar hún er ekki svo örugg sem með réttu mátti vænta eftir öllum aðstæðum, m.a. þeirri notkun sem með sanngirni mátti gera ráð fyrir. Sýnt hefur verið fram á að um var að ræða galla í bjargráðsleiðslu sem olli stefnanda heilsufarstjóni. Var hún því ekki svo örugg sem vænta mátti og verður að fallast á að um ágalla hafi verið að ræða í skilningi laganna. Það skiptir ekki máli þótt stefnandi hafi í upphafi talað um galla í bjargráðnum en komið hafi í ljós að hann hafi í raun verið í bjargráðsleiðslu enda var hún hluti a f bjargráðstækinu. 17 Samkvæmt 10. gr. laganna ber dreifingaraðili ábyrgð á skaðsemistjóni skv. 2. gr. nema hann sýni fram á að tjónið verði ekki rakið til sakar hans eða vanrækslu. Ábyrgð samkvæmt ákvæðinu er hlutlæg ábyrgð. Stefndi hefur borið því við að k röfunni sé ranglega beint að honum. Stefnandi þurfi að beina kröfum sínum að framleiðanda. Í greinargerð með frumvarpi að lögunum segir að ábyrgðin stofnist án tillits til þess hvort tjón verði rakið til sakar. Ábyrgðin sé hlutlæg eftir þessari grein eins og eftir 6. gr. sem gildi um ábyrgð framleiðanda. Hins vegar séu reglur þessara greina frábrugðnar að því leyti að ábyrgð dreifingaraðila skv. 10. gr. sé háð því að framleiðandi eða fyrri dreifingaraðilar beri bótaábyrgð á skaðsemistjóni. Ábyrgð eftir 10. gr. megi því líkja við ábyrgð sjálfskuldarábyrgðarmanns. Það sé ekki skilyrði ábyrgðar dreifingaraðila eftir 10. gr. að framleiðandi eða fyrri dreifingaraðili hafi verið dæmdur til að greiða kröfuna eða sátt hafi verið gerð um hana. Nægilegt sé að telja ve rði að einhver þessara aðila yrði dæmdur bótaskyldur ef mál væri höfðað gegn þeim. Tjónþoli geti samkvæmt reglum frumvarpsins valið að hverjum í framleiðslu - og dreifingarröðinni hann beini bótakröfu sinni. Hann geti einnig beint kröfu sinni að fleiri en e inum. Þeir sem tjónþoli eigi kröfu á eftir reglum laganna beri óskipta ábyrgð. Í samræmi við allt framangreint er kröfu stefnanda réttilega beint að stefnda og ber hann ábyrgð á grundvelli 10. gr. laga nr. 25/1991. Stefndi byggir einnig á því að krafa ste fnanda á grundvelli laganna sé fyrnd, sbr. 14. gr. þeirra. Samkvæmt ákvæðinu fyrnast k röfur um bætur fyrir skaðsemistjón þegar þrjú ár eru liðin frá þeim degi er tjónþoli fékk eða mátti fá vitneskju um tjón sitt, ágalla vörunnar og nafn og dvalarstað framl eiðanda þess sem í hlut á. Eins og að framan greinir urðu þau atvik sem stefnandi leiðir heilsutjón sitt frá um áramótin 2007/2008. Stefnanda varð hins vegar ekki kunnugt um tjónið fyrr en nokkru síðar þegar heilsu hans hafði farið hrakandi. Þá kom bilun í bjargráðsleiðslunni ekki í ljós fyrr en síðar og stefnandi virðist fyrst hafa verið upplýstur um ágallann við skoðun í september 2012. Í kjölfarið óskaði hann eftir mati tveggja lækna og eins lögmanns á tjóni sínu. Það var niðurstaða matsmannanna að aflei ðingar óréttmæts stuðs væri alger skerðing á starfsgetu. Þann 27. febrúar 2014 höfðaði stefnandi síðan mál þetta. Samkvæmt framansögðu var krafa stefnanda ekki fyrnd þegar málið var höfðað. Stefndi telur að stefnandi geti ekki byggt á matsgerð þeirri sem hann aflaði einhliða og hafi með henni ekki sýnt fram á tjón sitt. Í matsgerð H bæklunarlæknis, I hjartalæknis og J lögfræðings, frá 10. febrúar 2014, sem stefnandi aflaði einhliða, kemur fram að í kjölfar þeirra atvika sem um ræði hafi stefnandi orðið alg erlega óvinnufær, en undirliggjandi sjúkdómur hans hefði þó versnað hægt og rólega og valdið einhverri skerðingu á starfsgetu síðar. Starfsemi vinstri slegils hafi versnað mjög eftir stuðið í desember 2007 og skilið eftir sig útbreiddan ischemiskan hjartas júkdóm og ischemiska cardiomyopathiu. Þeir mátu varanlega örorku stefnanda 65% og varanlegan miska 60 stig. Með framangreindum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 28. febrúar 2017, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmönnum, var fallist á að meiri líkur en minni væru á því að skyndilega versnun sjúkdómseinkenna stefnanda mætti rekja til ótímabærs rafstuðs sem hann fékk í desember 2007 vegna galla í bjargráðsleiðslu og atburða því tengdu. Var niðurstöðum dómkvaddra matsmanna í undir - og yfirmati því hafnað. Við fy rri flutning málsins leiddi stefnandi tvo matsmannanna fyrir dóm til staðfestingar matsgerðinni. Þrátt fyrir niðurstöðu dómsins 28. febrúar 2017 hefur stefndi ekki nýtt sér heimild til að hnekkja matsgerðinni með því að dómkveðja 18 matsmenn eða bera hana und ir örorkunefnd, sbr. 1. mgr. 10. gr. skaðabótalaga. Þykir því verða að leggja hana til grundvallar við ákvörðun bóta til stefnanda. Í aðalkröfu sinni krefst stefnandi bóta fyrir sjúkrakostnað og framtíðarsjúkrakostnað, að fjárhæð 1.000.000 króna, þar sem ljóst sé að stefnandi verði mun meira undir læknishendi en ella vegna sjúkratryggingaratburðarins, til komi aukinn kostnaður vegna ferða til lækna og alls kyns kostnaður vegna komugjalda, lyfja, símanotkunar og aksturs. Stefndi telur ekki skilyrði til að t aka kröfuna til greina. Ekkert liggur fyrir um það fyrir hvers konar sjúkra - eða lyfjakostnaði stefnandi muni verða í framtíðinni af þessum sökum. Þykir því ekki unnt að taka kröfu stefnanda til greina án þess að fyrir liggi mat á þeim kostnaði sem hann mu ni verða fyrir. Verður þessari kröfu því hafnað en fallist á fjárhæð varakröfu að því undanskildu að fjárhæð þjáningabóta verður miðuð við fjárhæð í stefnu, en krafan verður ekki hækkuð gegn andmælum stefnda. Til frádráttar kröfunni koma greiðslur frá Sjú kratryggingum Íslands svo sem stefnandi hefur gert ráð fyrir, en einnig greiðslur samkvæmt 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga eins og stefndi hefur gert ráð fyrir í varakröfu. Í samræmi við allt framangreint verður fallist á varakröfu stefnanda að teknu tilliti til þess sem að framan greinir um þjáningabætur. Stefndi andmælir vaxtakröfu stefnanda þar sem vextir sem séu eldri en fjórum árum fyrir birtingu stefnu sé fyrndir. Með vísan til 3. gr. laga nr. 14/1905, sbr. 3. gr. laga nr. 150/2007, er fallist á að vaxtakrafa stefnanda fyrir 27. febrúar 2010 sé fyrnd og verður því fallist á vexti frá þeim degi. Stefndi mótmælir jafnframt dráttarvaxtakröfu. Stefnandi beindi kröfum fyrst að stefnda með stefnu í máli þessu. Þykir rétt að upphafsdagur dráttarvaxta sé einum mánuði eftir þann dag, sbr. 9. gr. laga nr. 38/2001. Rétt þykir að málskostnaður milli aðila falli niður. Stefnandi hefur gjafsókn í máli þessu samkvæmt bré fi innanríkisráðuneytisins 2. júlí 2013. Allur gjafsóknarkostnaður hans, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, 850.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Við ákvörðun málskostnaðar hefur ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts á málflutningsþók nun. Barbara Björnsdóttir héraðsdómari kveður upp þennan dóm. D Ó M S O R Ð : Stefndi, íslenska ríkið, greiði stefnanda, A, 27.538.363 krónur, ásamt 4,5% ársvöxtum frá 27. febrúar 2010 til 27. mars 2014, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá þeim degi til greiðsludags, allt að frádregnum innborgunum að fjárhæð 15.117.181 króna þann 30. júní 2008, 9.707.821 króna þann 19. júní 2017 og 2.185.060 krónur þann 27. október 2017. Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður stefnanda, A, þar með talin þóknun lögmanns hans, 85 0 .000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.