LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 26. júní 2020. Mál nr. 140/2018 : Ákæruvaldið (Björn Þorvaldsson saksóknari ) gegn Lárusi Welding, (Óttar Pálsson lögmaður) Jóhannesi Baldurssyni og ( Reimar Pétursson lögmaður) Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni (Björgvin Þorsteinsson lögmaður) Lykilorð Umboðssvik. Fjármálafyrirtæki. Frávísunarkröfu hafnað. Ásetningur. Hlutdeild. Dráttur á máli. Skilorð. Útdráttur L, forstjóra og formanni áhættunefndar bankans G hf., voru gefin að sök umboðssvik samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 vegna lánveitinga G hf. til S ehf. (áður F ehf.), það er annars vegar lánveitingar 16. nóvember 2007 og hins vegar viðbótarlánveitingar 4. janúar 2008, án fullnægjandi trygginga og í andstöðu við reglur stjórnar og lánareglur G hf ., sem rúmuðust ekki innan viðskiptamarka sem áhættunefnd og forstjóri gátu ákveðið. Hvað lánveitinguna 16. nóvember 2007 varðar taldi Landsréttur að það skilyrði 249. gr. almennra hegningarlaga væri uppfyllt að L hefði misnotað þá aðstöðu sem hann hefði h aft til að skuldbinda G hf. enda hefði með lánveitingunni verið brotið gegn reglum G hf. og með því hefði L farið út fyrir heimildir sínar gagnvart G hf. Rétturinn taldi að ásetningur L yrði talinn hafa staðið til þeirrar misnotkunar, sbr. 18. gr. sömu lag a, meðal annars með skírskotun til þess að L hefði samkvæmt gögnum málsins átt ríka aðkomu að lánveitingunni, um verulega lánsfjárhæð hefði verið að ræða og skýrt brot á reglum G hf., þannig að L hefði hlotið að gera sér grein fyrir því að með lánveitingun ni væri hann að fara út fyrir heimildir sínar með því að láta G hf. veita lánið án þess að stjórn bankans hefði fjallað um lánamörk S ehf. Þá taldi Landsréttur ekki annað fært en að leggja til grundvallar að brot L hefði verið framið í auðgunarskyni, sbr. 243. gr. almennra hegningarlaga. Með háttsemi sinni hefði L valdið verulegri fjártjónshættu og verið eða hlotið að hafa verið það ljóst en um þetta vísaði Landsréttur meðal annars til þess að hlutfall eigin fjár við þau hlutabréfaviðskipti sem lánað var ti l hefði verið undir þeim viðmiðum sem L byggði á að stuðst hafi verið við í útlánastarfsemi bankans og að eiginleg veðþekja lánsins hafi ekki numið nema um 53% af lánsfjárhæðinni. Hvað viðbótarlánveitinguna 4 janúar 2008 varðar taldi Landsréttur að eins og með 2 lánveitinguna 16. nóvember 2007 yrði að leggja til grundvallar að L hefði hlotið að gera sér grein fyrir því að með henni væri hann að fara út fyrir heimildir sínar með því að láta G hf. veita lánið án þess að stjórnin hefði fjallað um lánamörk S ehf. Þá taldi rétturinn að hafið væri yfir vafa að L hefði vitað eða að minnsta kosti hlotið að gera sér grein fyrir því að sú háttsemi hans að standa að lánveitingunni með þeim hætti sem gert var, þar sem til kom frekari lánveiting til S ehf. sem þegar var í neikvæðri stöðu og með engum öðrum tryggingum en veði í hlutabréfum sem þá svöruðu til tæplega 90% af lánsfjárhæðinni, hefði leitt til verulegrar fjártjónshættu. J, framkvæmdastjóra markaðsviðskipta G hf., voru gefin að sök umboðssvik vegna kaupa sjóðsins GF á víkjandi skuldabréfi af bankanum SC hf. í ágúst 2008, með því að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fjármunum GF í verulega hættu þegar hann hefði gefið undirmanni sínum, M, fyrirmæli um að sjóðurinn keypti áðurgreint víkjandi skuldabréf í eigu SC h f. útgefið af S ehf., þótt skuldabréfið hefði verið án fullnægjandi trygginga og skuldir S ehf. langt umfram verðmæti eigna. Landsréttur taldi ljóst að J hefði átt verulega aðkomu að viðræðum milli SC hf. og G hf. vegna versnandi stöðu S ehf. og þeirra van dkvæða sem hún skapaði fyrir SC hf., svo og að þeim viðræðum hefði lokið með því að GF hefði keypt víkjandi skuldabréfið sem SC hf. hefði ekki séð fram á að ná réttum efndum á. Þá taldi rétturinn að þegar nánar tilgreind gögn málsins væru virt í heild yrði að telja, þrátt fyrir staðfasta neitun J og þótt ekki lægju fyrir bein gögn um fyrirmæli af hans hálfu, að fram væri komin nægileg sönnun , sem ekki yrði vefengd með skynsamlegum rökum, um að J hefði hlutast til um að GF keypti víkjandi skuldabréfið og SC hf. fengi þar með efndir kröfu sinnar. Þannig hefði J lagt að og látið undirmann sinn M kaupa bréfið og þrátt fyrir að J hefði ekki haft formlegt umboð til kaupanna hefði hann verið í þeirri stöðu gagnvart M að geta komið því til leiðar að af viðskiptunum yrði, eins og hann hefði gert. Þá taldi rétturinn að enginn vafi léki á því að kaupin leiddu til verulegrar fjártjónshættu fyrir sjóðinn og að J hefði vitað af því eða hlotið í öllu falli að gera sér grein fyrir því. Þ, forstjóra og hluthafa í bankanum SC hf., var gefin að sök hlutdeild í umboðssvikum J, með því að sækja á og hvetja J til að finna kaupanda að víkjandi skuldabréfinu í því skyni að SC hf. fengi efndir fjárkröfu sinnar á hendur S ehf. en Þ hefði vitað eða mátt vita að langlíklegast væri að kra fa samkvæmt bréfinu fengist ekki greidd af S ehf. á gjalddaga þess. Landsréttur taldi ljóst að Þ hefði sótt mjög á J um að SC hf. fengi efndir fjárkröfu sinnar á hendur S ehf. Þá taldi rétturinn meðal annars að virtri reynslu og þekkingu Þ á starfsemi bank a og annarra lánastofnana að honum hefði ekki getað dulist að kaup GF á víkjandi skuldabréfinu í ágúst 2008 hefðu verið ólögmæt og til þess fallin að valda GF verulegri fjártjónshættu. Hefði Þ ekki getað verið í góðri trú um að kaup GF á skuldabréfi, sem a ð verulegum hluta hefði verið glatað, teldust til lögmætra viðskipta. Var Þ talinn hafa átt þátt í því að brot J var framið, sbr. 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga, og að skilyrði sem gerð væru til ásetnings hlutdeildarmanns væru uppfyllt. Var refsing L og J ákveðin sem hegningarauki samkvæmt 78. gr. almennra hegningarlaga. Var refsing L ákveðin fangelsi í fimm ár en til frádráttar kom gæsluvarðhald sem L sætti nánar tilgreinda daga. Refsing J var ákveðin fangelsi 3 í 18 mánuði og refsing Þ fangelsi í 12 mánuði. Taldi Landsréttur óhjákvæmilegt, þrátt fyrir alvarleika háttseminnar og refsiþyngd, að binda refsingu allra skilorði sökum þess að mál þetta dróst mjög úr hömlu. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Ásmundur Helgason og Eiríkur Jónsson og Hreggviður Ingason, hagfræðingur og fjármálastærðfræðingur. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 15. janúar 2018 í samræmi við yfirlýsingu ákærðu um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 21. desember 2017 í máli nr. S - /2014 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að ákærðu verði sakfelldir og dæmdir til refsingar samkvæmt ákæru 10. febrúar 2014 og að refsing allra ákærðu verði þyngd. Einnig krefst ákæruvaldið þess að hafnað verði kröfum ákærða Lárusar Welding og ákærða Jóhannesar Baldurssona r um frávísun málsins frá héraðsdómi. Þá krefst ákæruvaldið þess að vísað verði frá Landsrétti kröfum ákærða Jóhannesar, um endurskoðun tiltekinna úrskurða héraðsdóms sem kveðnir voru upp undir rekstri málsins, en til vara að þeim verði hafnað. 3 Ákærði Lár us Welding krefst þess aðallega að málinu verði vísað frá héraðsdómi en til vara að hann verði sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Að því frágengnu krefst hann þess að refsing verði lækkuð og að öllu leyti skilorðsbundin. 4 Ákærði Jóhannes Baldursson krefst þe ss aðallega að þeim þætti ákæru sem snýr að honum verði vísað frá dómi en til vara að hann verði sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Að því frágengnu krefst hann þess að refsing hans verði milduð. Einnig krefst ákærði endurskoðunar tiltekinna úrskurða héraðs dóms sem kveðnir voru upp undir rekstri málsins í héraði. Nánar tiltekið krefst hann þess í fyrsta lagi að úrskurði héraðsdóms 3. mars 2015 verði hnekkt og teknar verði til greina allar kröfur ákærða sem þar eru tilgreindar um aðgang að gögnum. Í öðru lagi að úrskurði héraðsdóms 17. apríl 2015 verði hnekkt og teknar verði til greina allar kröfur ákærða sem þar eru tilgreindar um rafræna leit í gögnum málsins. Í þriðja lagi að úrskurði héraðsdóms 5. nóvember 2015 verði hnekkt og að tekin verði til greina kra fa ákærða um aðgang að persónuskýrslu um BB frá 16. október 2010 sem gerð var samkvæmt 2. mgr. 54. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 5 Ákærði Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson krefst aðallega sýknu en til vara að refsing verði felld niður. Að því frágen gnu krefst hann þess að refsing verði milduð og hún skilorðsbundin að öllu leyti. 6 Við aðalmeðferð fyrir Landsrétti gáfu vitnin C , D , E , F , G og H viðbótarskýrslu en þau sátu í áhættunefnd Glitnis banka hf. á þeim tíma sem þær lánveitingar sem 4 ákæruliðir I og II lúta að voru samþykktar. I , þáverandi yfirlögfræðingur Glitnis banka hf. og áheyrnarfulltrúi í áhættunefnd bankans og SS , forstöðumaður verðbréfamiðlunar Glitnis banka hf. gáfu jafnframt viðbótarskýrslu. Þá var spilaður hluti af hljóð - og myndbandsu pptöku af skýrslutöku BB , forstöðumanns eigin viðskipta Glitnis banka hf. og gjaldeyrisstýringar, fyrir héraðsdómi. Niðurstaða I 7 Í I. og II. kafla ákæru eru ákærða Lárusi gefin að sök umboðssvik vegna lánveitinga Glitnis banka hf. til FS37 ehf., síðar St ím ehf. (hér eftir nefnt því nafni), hinn 16. nóvember 2007 og 4. janúar 2008. Í III. kafla ákæru eru ákærða Jóhannesi gefin að sök umboðssvik vegna kaupa GLB FX fagfjárfestasjóðsins á víkjandi skuldabréfi af Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. í ágúst 200 8. Þá er ákærða Þorvaldi Lúðvík gefin að sök hlutdeild í umboðssvikum ákærða Jóhannesar. Efni ákærunnar er nánar rakið í hinum áfrýjaða dómi, sem og málavextir að öðru leyti og skýrslur ákærðu og vitna fyrir héraðsdómi. Um þessi atriði vísast til hins áfrý jaða dóms að öðru leyti en því sem hér á eftir greinir. 8 Samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eru skilyrði þess að sakfellt sé fyrir umboðssvik þau að maður, sem haft hefur aðstöðu til þess að gera eitthvað sem annar maður varð bundinn við eða haft fjárreiður fyrir aðra á hendi, hafi misnotað þessa aðstöðu sína. Af 18. gr. sömu laga leiðir að ásetningur viðkomandi verður að hafa náð til þess að misnota aðstöðu sína á þann hátt sem 249. gr. kveður á um. Ekki er þörf beins ásetnings heldur næg ir svonefndur líkindaásetningur eða dolus eventualis. Þá felst það skilyrði í 243. gr. sömu laga að ekki verður refsað fyrir umboðssvik nema þau hafi verið framin í auðgunarskyni. Samkvæmt dómaframkvæmd nægir í þeim efnum vitund eða vitneskja hins brotlega um að hann hafi valdið verulegri fjártjónshættu með nefndri háttsemi. II 9 Frávísunarkrafa ákærða Lárusar byggist á því að um sé að ræða tvö óskyld mál, það er vegna I. og II. kafla ákæru annars vegar og III. kafla ákæru hins vegar, sem engin heimild stan di til þess að reka í einu lagi. Undir rekstri málsins í héraði krafðist ákærði Lárus þess að sakarefni málsins yrði skipt en því var hafnað með ákvörðun héraðsdómara 13. nóvember 2014. Þá kröfðust ákærði Jóhannes og ákærði Þorvaldur Lúðvík þess einnig að ákæru yrði vísað frá héraðsdómi á þessum grunni en þeirri kröfu var hafnað með úrskurði héraðsdóms 22. maí 2015. 10 Þrátt fyrir að ákærðu samkvæmt I. og II. kafla ákæru annars vegar og III. kafla ákæru hins vegar séu ekki hinir sömu eru rík tengsl á milli s akarefna ákærunnar. Þannig snerta I. og III. kafli til að mynda lán til sömu hlutafjárkaupa Stíms ehf. í nóvember 2007, sem Glitnir banki hf. og Saga Capital fjárfestingarbanki hf. lánuðu fjármagn til og allir ákærðu komu með einhverjum hætti að þeim viðsk iptum. Þá eru sönnunargögn sem snerta umrædda kafla ákæru að nokkru leyti hin sömu auk þess 5 sem sumar skýrslur fyrir dómi snertu alla ákæruliði. Verður hvorki talið að ákæranda hafi verið óheimilt að höfða málið í einu lagi vegna 2. mgr. 143. gr. laga nr. 88/2008 né að dómara hafi borið að skilja málið í sundur á grundvelli heimildarákvæðis 2. mgr. 169. gr. sömu laga. Því síður verður málinu vísað frá héraðsdómi nú á þessum grunni. Frávísunarkröfu ákærða Lárusar er því hafnað. 11 Frávísunarkrafa ákærða Jóha nnesar byggist á því að svo bersýnilegir annmarkar hafi verið á rannsókn málsins að enginn flötur hafi verið á rekstri þess. Helstu annmarkarnir séu í fyrsta lagi þeir að rannsakendur hafi spillt mikilvægum vitnisburði, nánar tiltekið vitnisburði BB sem ge rður hafi verið samningur við án þess að skilyrði 5. gr. laga nr. 135/2008 um embætti sérstaks saksóknara væru uppfyllt. Í öðru lagi hafi rannsakendur fargað mikilvægum sönnunargögnum, það er hlustuðum símtölum BB , og í þriðja lagi hafi rannsakendur varðve itt svo árum skiptir hlustuð símtöl á milli ákærða Jóhannesar og verjanda hans í stað þess að eyða þeim tafarlaust. 12 Fyrir liggur að BB breytti framburði sínum undir rannsókn málsins og hlaut vernd samkvæmt 5. gr. laga nr. 135/2008, sem nú eru fallin brott , en þar var ríkissaksóknara heimilað að ákveða, að nánar tilteknum skilyrðum uppfylltum og fram kominni rökstuddri tillögu sérstaks saksóknara, að sá sem hefði frumkvæði að því að bjóða eða láta lögreglu eða saksóknara í té upplýsingar eða gögn sætti ekki ákæru þótt upplýsingarnar eða gögnin leiddu líkur að broti hans sjálfs. Þessi bakgrunnur endanlegs framburðar BB er meðal þess sem þýðingu hefur við mat á trúverðugleika framburðarins og því vægi sem honum skal gefið við úrlausn málsins. Engin efni eru hi ns vegar til þess að vísa III. kafla ákæru frá dómi á þeim grunni að lögregla hafi spillt framburði vitnisins eða að ákvörðun ríkissaksóknara um beitingu fyrrnefndrar heimildar hafi ekki fullnægt skilyrðum 5. gr. laga nr. 135/2008. 13 Fyrir liggur að símtölum sem beindust að símanúmeri BB og hlustað var á af hálfu lögreglu eftir að rannsókn málsins hófst var eytt undir rannsókninni. Byggðist það á þágildandi 1. mgr. 85. gr. laga nr. 88/2008 þar sem sagði að upptökum af símtölum sem aflað væri á þann hátt er gr einir í 80. til 82. gr. laganna skyldi eyða jafnskjótt og þeirra væri ekki lengur þörf, enda hefðu þær ekki verið lagðar fyrir dóm. Sama gilti um afrit eða endurrit af þessum upplýsingum. Með lögum nr. 103/2016 var gerð breyting á framangreindri málsgrein. Þar segir nú að ef mál er höfðað á grundvelli rannsóknar sé óheimilt að eyða framangreindum gögnum fyrr en endanlegur dómur hefur verið kveðinn upp í málinu. Í lögskýringargögnum er snerta breytinguna er skírskotað til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu 31. mars 2009 í máli Natunen gegn Finnlandi. Samkvæmt framangreindu verður að álíta að eyðing nefndra símtala hafi verið í samræmi við lög er hún fór fram. Þótt núgildandi lagafyrirmæli séu ótvírætt betur til þess fallin að tryggja að ákærðir njóti þeirra rét tinda sem þeim ber samkvæmt 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, og framangreind atriði hafi þýðingu við mat á því hvaða vægi framburði BB skuli gefið við úrlausn málsins, verður ekki talið, í ljósi fyrirliggjandi gagna og hugs anlegrar þýðingar 6 nefndra símtala, sem ekki voru samtímagögn, fyrir vörn ákærða Jóhannesar, að efni séu til þess að álíta að með eyðingu þeirra hafi verið brotið gegn nefndum mannréttindaákvæðum þannig að slíkur annmarki sé á rannsókn og meðferð málsins að vísa beri III. kafla ákæru frá dómi. 14 Í málinu liggja ekki fyrir endurrit af hljóðrituðum símtölum milli ákærða Jóhannesar og verjanda hans, útdrættir úr slíkum símtölum eða skýrslur um efni þeirra. Slík gögn hafa þannig á engan hátt verið nýtt til sönnun ar fyrir dómi. Þá hafa engin haldbær rök verið færð að því að upptökur af símtölum ákærða Jóhannesar og verjanda hans hafi haft áhrif á rannsókn málsins eða að raunhæf hætta geti hafa verið á því. Krafa um frávísun verður því ekki tekin til greina á þeim g runni. Samkvæmt þessu er frávísunarkröfu ákærða Jóhannesar hafnað. III 15 Sem fyrr segir krefst ákærði Jóhannes endurskoðunar á nánar tilteknum úrskurðum héraðsdóms sem kveðnir voru upp undir rekstri málsins. Byggir ákærði Jóhannes þá kröfu sína á þeirri röks emd að brotinn hafi verið á honum réttur, sem honum sé tryggður með 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, til að fá aðgang að gögnum sem hann telji sig þurfa til að undirbúa og setja fram varnir sínar. Við aðalmeðferð má lsins fyrir Landsrétti kom fram að ákærði Jóhannes teldi að skortur á því að hann hefði fengið þann aðgang að gögnum sem hann teldi að sér bæri gæti leitt til ómerkingar en að það ætti undir réttinn að meta hvaða afleiðingar þetta skyldi hafa. 16 Þeir úrskur ðir sem krafist er endurskoðunar á voru kveðnir upp 3. mars 2015, 17. apríl 2015 og 5. nóvember 2015. Fyrstnefndi úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar, sem og hinn síðastnefndi, og voru þeir báðir staðfestir af réttinum, sbr. dóma Hæstaréttar 13. mars 2 015 í máli nr. 185/2015 og 10. nóvember 2015 í máli nr. 756/2015. Úrskurðurinn frá 17. apríl 2015 var hins vegar ekki kærður. Við aðalmeðferð fyrir Landsrétti lýsti verjandi ákærða Jóhannesar því að það hefði verið vegna þess að úrskurðurinn hafi ekki veri ð kæranlegur, en hann laut að kröfu um að ákæruvaldið framkvæmdi leit í öllum gögnum sem haldlögð voru í þágu rannsóknar málsins eftir tilgreindum leitarorðum og veitti aðgang að þeim gögnum sem þannig myndu finnast. Þá byggði verjandinn á því að í nefndum dómum Hæstaréttar hefði ekki verið tekin afstaða til kröfu ákærða Jóhannesar um aðgang að öllum rafrænum gögnum sem haldlögð höfðu verið og með þeim tækjabúnaði til leitar sem lögregla hefði notað við rannsókn málsins, en þeirri kröfu var hafnað með úrsku rði héraðsdóms 3. mars 2015. 17 Héraðsdómur í máli þessu féll upphaflega 21. desember 2015 en með dómi Hæstaréttar 1. júní 2017 í máli nr. 90/2016 var dómurinn ómerktur ásamt meðferð málsins frá upphafi aðalmeðferðar og málinu vísað heim í hérað til úrlausnar á ný. Í kjölfarið féll svo hinn áfrýjaði dómur. Samkvæmt framangreindu hefur Hæstiréttur þegar endurskoðað úrskurði héraðsdóms frá 3. mars 2015 og 5. nóvember 2015 og ómerking Hæstaréttar á fyrri héraðsdómi náði ekki til þeirra, enda féllu þeir fyrir 7 upph af hinnar fyrri aðalmeðferðar. Er því ekki á valdi Landsréttar að endurskoða úrskurðina á nýjan leik. Verður því að vísa kröfu ákærða Jóhannesar um endurskoðun úrskurða héraðsdóms frá 3. mars 2015 og 5. nóvember 2015 frá Landsrétti, sbr. til hliðsjónar 2. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008. 18 Sem fyrr segir var úrskurður héraðsdóms frá 17. apríl 2015 ekki kærður þar sem ákærði áleit hann ekki kæranlegan. Ekki gat komið til álita að taka afstöðu til sjónarmiða ákærða sem að úrskurðinum lúta fyrr en í dómi Landsré ttar auk þess sem þau gætu ekki leitt til sýknu, sbr. dóm Landsréttar 6. desember 2019 í máli nr. 332/2018. Óréttmæt synjun á kröfu ákærðs manns um aðgang að gögnum getur hins vegar leitt til ómerkingar dóms í málinu. Þær kröfur sem ákærði Jóhannes telur a ð hafi verið ranglega hafnað af héraðsdómi og Hæstiréttur ekki tekið afstöðu til lutu sem fyrr segir að aðgangi að öllum rafrænum gögnum sem haldlögð höfðu verið og leit í þeim gögnum. Eins og málið liggur fyrir og í ljósi dómafordæma, meðal annars fyrrnef nds dóms Landsréttar 6. desember 2019 í máli nr. 332/2018, verður ekki talið að ákærða Jóhannesi hafi verið meinaður aðgangur að gögnum í trássi við lög nr. 88/2008. Þá eru ekki efni til að leggja til grundvallar að með þessu hafi verið brotið gegn 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu þannig að ómerkja beri hinn áfrýjaða dóm. IV 19 Ákærði Jóhannes byggir á því að brot hans séu fyrnd samkvæmt 5. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Aðrir ákærðu hafa einnig vísað til þess að brot þeirra kunni að vera fyrnd. Tilvitnað ákvæði kveður á um að ef rannsókn máls stöðvast um óákveðinn tíma rjúfi rannsóknin ekki fyrningarfrest. 20 Ákærði Lárus er ákærður fyrir umboðssvik samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga og í ákæru er brot hans samkvæmt I. kafla ákæru sagt framið 16. nóvember 2007 og brot samkvæmt II. kafla ákæru 4. janúar 2008. Samkvæmt þessu verður fyrningarfrestur ætlaðra brota hans miðaður annars vegar við 16. nóvember 2007 og hins vegar við 4. janúar 2008. Ákærði Jóhannes e r ákærður fyrir umboðssvik samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga vegna háttsemi sem í ákæru er sögð hafa átt sér stað á tímabilinu 6. til 29. ágúst 2008 en samningurinn sem þessi þáttur ákærunnar lýtur að virðist hafa verið gerður 29. ágúst 2008. Þá er ákærði Þorvaldur Lúðvík ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum ákærða Jóhannesar. Samkvæmt þessu verður fyrningarfrestur ætlaðra brota þeirra miðaður við 29. ágúst 2008, sbr. 1. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga. Brot gegn 249. gr. laganna varða fangelsi allt að tveimur árum og má þyngja refsinguna, ef mjög miklar sakir eru, í allt að sex ára fangelsi. Fyrningarfrestur ætlaðra brota ákærðu er samkvæmt þessu tíu ár, sbr. 3. tölulið 1. mgr. 81. gr. almennra hegningarlaga. 21 Ákærði Jóhannes og ákærði Þorvaldur Lúðvík voru fyrst yfirheyrðir af lögreglu 16. nóvember 2010 vegna ætlaðra brota en ákærði Lárus var fyrst yfirheyrður 18. sama mánaðar. Var fyrningarfrestur þá rofinn, sbr. 4. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga. 8 Þrátt f yrir að miklar tafir hafi orðið á rannsókn og meðferð málsins, líkt og síðar greinir, verður ekki talið að rannsóknin hafi stöðvast um óákveðinn tíma í skilningi 5. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga. Samkvæmt því eru ætluð brot ákærðu ófyrnd. V 1 22 Í I. ka fla ákæru er ákærði Lárus borinn sökum um að hafa brotið gegn 249. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa 16. nóvember 2007 misnotað aðstöðu sína sem forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis banka hf. þegar hann hafi farið út fyrir heimildir sínar t il lánveitinga og stefnt fjármunum bankans í verulega hættu með því að láta bankann veita Stími ehf. 19.538.481.818 króna lán, án fullnægjandi trygginga og í andstöðu við reglur stjórnar bankans og lánareglur hans, þar sem lánið hafi ekki rúmast innan viðs kiptamarka sem áhættunefnd og ákærði hafi getað ákveðið. 2 23 Líkt og fram kemur í hinum áfrýjaða dómi er óumdeilt að fjárhæð lánveitingarinnar var umfram þau mörk sem áhættunefnd var heimilt að samþykkja. Þannig var Stím ehf. í áhættuflokki 7 innan Glitnis b anka hf. og samkvæmt reglum stjórnar bankans um lán og markaðsáhættu frá 2. október 2007 var áhættunefnd óheimilt að ákveða hærri lánveitingu til lántaka í þeim flokki en sem næmi 8% af eiginfjárgrunni bankans á samstæðugrundvelli. Eiginfjárgrunnur bankans í lok þriðja ársfjórðungs 2007 nam ríflega 215 milljörðum króna. Heimild nefndarinnar til lánveitinga gagnvart Stími ehf. var því takmörkuð við 17,2 milljarða króna en lánið sem um ræðir nam 19,5 milljörðum króna. Einungis stjórn bankans var heimilt að hæ kka mörkin gagnvart einstökum lántökum og því gat lánveitingin ekki farið fram með réttum hætti án aðkomu stjórnar, sem ekki virðist hafa fjallað um lánamörk Stíms ehf. fyrr en í lok janúar 2008. 24 Samkvæmt þessu er ljóst að með veitingu lánsins, sem ákærði Lárus kom að sem forstjóri og formaður áhættunefndar og ritaði undir fyrir hönd bankans, var brotið gegn reglum bankans. Með því fór ákærði út fyrir heimildir sínar gagnvart bankanum og í því fólst misnotkun á aðstöðu í skilningi 249. gr. almennra hegninga rlaga. Ákærði byggir hins vegar á því að um yfirsjón hafi verið að ræða og að ráðstöfun hans geti í versta falli talist til mistaka af hans hálfu. Það skilyrði umboðssvika, að ásetningur hafi staðið til þess að misnota aðstöðu sína með því að fara út fyrir eigin heimildir, sé ekki uppfyllt. 25 Meðlimir áhættunefndar gáfu skýrslu fyrir héraðsdómi og viðbótarskýrslu fyrir Landsrétti. Ekki var fullt samræmi í skýrslunum um það hvernig nákvæmlega rétt hefði verið að standa að afgreiðslu bankans í tilvikum sem þe ssum, svo sem um það með hvaða hætti málið hefði átt að koma til afgreiðslu stjórnar, sem varð samkvæmt framangreindu að koma að málinu. Vitnin báru hins vegar, með svipuðum hætti og ákærði Lárus, á þann veg að um yfirsjón hefði verið að ræða. Þótt ekki sé ástæða til að draga trúverðugleika vitnanna í efa geta þau eðli málsins samkvæmt ekki borið um 9 huglæga afstöðu ákærða Lárusar nefnt sinn. Þá skal áréttað að það er ekki skilyrði sakfellingar samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga að beinn ásetningur man ns hafi staðið til þess að misnota aðstöðu sína á þann hátt sem greinir í ákvæðinu, heldur nægja hin vægari stig ásetnings, þar á meðal að ákærði hafi hlotið að gera sér grein fyrir því að hann væri að fara út fyrir heimildir sínar. 26 Ákærði Lárus var forstj óri bankans og formaður áhættunefndar hans. Hann var eini fulltrúi áhættunefndar sem einnig sat fundi stjórnar. Hann sat meðal annars stjórnarfund 2. október 2007, þar sem fyrrnefndar reglur um lán og markaðsáhættu voru samþykktar, og dreifði þar sjálfur s niðmáti sem notað skyldi þegar lánamörk krefðust aðkomu stjórnar. Hann átti samkvæmt gögnum málsins ríka aðkomu að umræddum viðskiptum, lýsti því fyrir dómi að þetta hefði verið stórt verkefni sem hefði verið mikið hagsmunamál fyrir bankann og því ekkert ó eðlilegt að honum hafi verið haldið inni í því. Þá ritaði hann undir lánssamninginn fyrir hönd bankans. Í ljósi framangreinds, hinnar verulegu fjárhæðar lánsins og þess að um skýrt brot á fyrrnefndum reglum var að ræða er ekki annað fært en að leggja til g rundvallar, þrátt fyrir framburð ákærða Lárusar fyrir dómi, að hann hafi hlotið að gera sér grein fyrir því að með lánveitingunni 16. nóvember 2007 væri hann að fara út fyrir heimildir sínar með því að láta bankann veita lánið án þess að stjórnin hefði fja llað um lánamörk Stíms ehf. Sjónarmið hans í þá veru að um óverulegt frávik frá heimildum áhættunefndar hafi verið að ræða eru haldlaus enda var lánið rúmlega tveimur milljörðum króna yfir mörkum, sem telst á allan hátt mjög há fjárhæð. Þá breytir aðkoma a nnarra í áhættunefnd engu um ábyrgð ákærða Lárusar, sem var samkvæmt framansögðu að öllu verulegu í annarri stöðu en aðrir í áhættunefnd. Loks getur engu breytt um refsinæmi verknaðarins í nóvember 2007 þótt stjórn bankans hafi hækkað lánamörk Stíms ehf. r úmlega tveimur mánuðum síðar, í lok janúar 2008. Samkvæmt framangreindu er það skilyrði 249. gr. almennra hegningarlaga uppfyllt að ákærði Lárus hafi misnotað þá aðstöðu sem hann hafði til að skuldbinda Glitni banka hf. auk þess sem ásetningur hans verður talinn hafa staðið til þeirrar misnotkunar, sbr. 18. gr. sömu laga. 3 27 Kemur þá til athugunar hvort það skilyrði 243. gr. almennra hegningarlaga, að brotið hafi verið framið í auðgunarskyni, sé uppfyllt, en til þess þarf sem fyrr segir í minnsta lagi að lig gja fyrir vitund eða vitneskja ákærða Lárusar um að hann hafi valdið verulegri fjártjónshættu með lánveitingunni. 28 Fyrir liggur að slitastjórn Glitnis banka hf. lýsti um 24 milljarða króna kröfu vegna lánssamninga við Stím ehf. við gjaldþrotaskipti félagsi ns en fékk aðeins 15.213.547 krónur upp í kröfu sína. Lánsfjárhæðin sem hér um ræðir tapaðist samkvæmt því nánast að öllu leyti. Ákærði Lárus byggir hins vegar á því að tryggingar fyrir láninu hafi verið fullnægjandi miðað við þann tíma þegar lánið var vei tt og þá í samræmi við reglur bankans. Auk þess hafi viðskiptin dregið úr fjárhagslegri áhættu bankans. 10 29 Til stuðnings því að viðskiptin hafi dregið úr fjárhagslegri áhættu bankans vísar ákærði Lárus til þess að í viðskiptunum í heild hafi falist innflæði f jármagns til bankans sem ekki hefði komið til ef bankinn hefði átt áfram þau hlutabréf í Glitni banka hf. og FL Group hf. sem hann seldi Stími ehf. í nóvember 2007. Bankinn hafi lánað 19.538.481.818 krónur til kaupa Stíms ehf. á hlutabréfunum. Til kaupanna hafi hins vegar einnig runnið hlutafé Stíms ehf. en andvirði þess hlutafjár sem ekki hafi verið í eigu bankans hafi numið 1,35 milljarði króna. Þá hafi komið til víkjandi lán Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. til Stíms ehf. að fjárhæð einn milljarður kr óna og víkjandi lán FS38 ehf., sem var í eigu Fons hf., til Stíms ehf. að fjárhæð 2,5 milljarðar króna. Fékk Fons hf. raunar lán hjá Glitni banka hf. til síðastnefndu lánveitingarinnar. Byggir ákærði Lárus á því að jafnvel þótt litið sé fram hjá þætti Fons hf. hafi tapsáhætta Glitnis banka hf. minnkað um 2,35 milljarða króna við viðskiptin. Þessu til stuðnings hefur ákærði Lárus vísað til sérfræðilegra álitsgerða sem hann aflaði utan réttar. 30 Þeir meinbugir eru á framangreindri vörn ákærða að þar er staðan sem varð borin saman við stöðuna sem orðið hefði ef Glitnir banki hf. hefði átt bréfin sem hann seldi Stími ehf. áfram, allt þar til þau urðu verðlaus mörgum mánuðum síðar. Með því er horft fram hjá öðrum mögulegum sviðsmyndum, svo sem sölu hlutabréfanna m eð öðrum hætti, og í reynd bornar saman tvær sviðsmyndir þar sem hlutabréfin sem slík skila í báðum tilvikum engum verðmætum. Slíkt er í ósamræmi við dómafordæmi Hæstaréttar frá undanförnum árum um túlkun á skilyrðinu um verulega fjártjónshættu, sbr. til d æmis dóm Hæstaréttar 12. febrúar 2015 í máli nr. 145/2014, þar sem meðal annars hefur verið lagt til grundvallar að þau hlutabréf sem íslensku bankarnir áttu í sjálfum sér hafi verið venjubundin eign sem verðmæti hafi falist í, enda hafi bankarnir að öllu eðlilegu getað selt bréfin á markaði fyrir gangverð þeirra. Ljóst er að það verðmæti sem fólst í hlutabréfunum í Glitni banka hf. og FL Group hf., sem Glitnir banki hf. átti, hefði eftir sem áður verið fyrir hendi þótt hlutabréfin hefðu ekki verið seld Stí mi ehf. í nóvember 2007. Hefði í reynd ekki þurft að selja nema lítinn hluta hlutabréfanna, án fjármögnunar Glitnis banka hf., til að draga meira úr áhættunni af eignarhaldi allra bréfanna en sem nam fyrrnefndum 2,35 milljörðum króna. Við mat á því hvort h ætta á verulegu fjártjóni hafi tengst ráðstöfunum varðandi sölu hlutabréfanna til Stíms ehf. verður að miða við þetta meginatriði, að um venjubundna eign var að ræða sem verðmæti fólst í, en ekki þá staðreynd að öll hlutabréfin urðu síðar verðlaus af óskyl dum ástæðum. Vörnum ákærða Lárusar um að tapsáhætta bankans hafi minnkað, í samanburði við eignarhald bankans á öllum bréfunum þar til þau urðu verðlaus, verður samkvæmt þessu hafnað en niðurstaðan um nefnt skilyrði umboðssvika ræðst af því hvort veruleg h ætta á fjártjóni hafi skapast við það að veita lánið gegn þeim tryggingum sem settar voru og við þær aðstæður sem voru fyrir hendi. 31 Lánið 16. nóvember 2007 var tryggt með veði í hlutabréfunum sem Stím ehf. keypti í FL Group ehf. og öllu hlutafé Stíms ehf. Þá skuldbatt Stím ehf. sig til þess að láta bréf félagsins í Glitni banka hf. vera háð sölu - og veðsetningarbanni auk þess sem 11 bankanum var veitt umboð til þess, yrði lánið gjaldfellt, að selja hlutabréf í eigu Stíms ehf. sem væru í vörslu bankans og ráðst afa söluandvirðinu til greiðslu á eftirstöðvum lánssamningsins. Í 10. gr. samningsins sagði meðal annars um hlutfall eigna og samanlögðum uppreiknuðum eftirstöðvum lántaka s amkvæmt samningi þessum (S) a.m.k. 125% (þ.e. E/S=1,25). Komi til þess að þetta hlutfall fari niður fyrir 118% skuldbindur lántaki sig til þess að niðurgreiða lán þetta eða auka eigið fé félagsins þannig að hlutfallið nái aftur 125%, strax eða eigi síðar e n fjórtán dögum eftir að hlutfall fór niður fyrir 118%. Fari þetta hlutfall niður fyrir 111% skal lántaki hafa þrjá daga til þess að færa hlutfallið aftur í 125% með þeim hætti sem að framan greinir, frá ir liggur að hlutfallið var 127,5% hinn 16. nóvember 2007 en 123,6% við útborgun lánsins 19. sama mánaðar. 32 Í innri reglum Glitnis banka hf. sem fyrir liggja í málinu, það er í handbók um lánamál frá 23. mars 2004, reglum um útlán og markaðsáhættu frá 2. o któber 2007 og útlánahandbók frá 7. nóvember 2007, er almennt lögð áhersla á mikilvægi trygginga við lánveitingar. Í grein 1.1 í fyrstnefndu handbókinni kemur meðal annars fram að að jafnaði séu aðeins teknar tryggingar í auðseljanlegum eignum. Þá kemur fr am í grein 8.4 í síðastnefndu handbókinni að ef arðsöm verðbréf eru veðsett skuli nota rauntímamat til að virkja veðköll og gæta skuli þess að fylgjast vel með slíku veði. Í grein 3.3 í handbókinni frá 2004, sem ákæruvaldið hefur vísað til, var fjallað um útreikninga á útlánaígildi afleiðusamninga en um það efni var einnig fjallað í 3. gr. vinnureglna vegna markaðsviðskipta frá janúar 2007. Þar kom fram að viðskiptamenn þyrftu að leggja fram tryggingar fyrir útlánaígildi afleiðuviðskipta sinna samkvæmt töfl væri 33% í tilviki hlutabréfa í flokki 1, en til þeirra töldust meðal annars hlutabréf í FL Group hf. og Glitni banka hf., sbr. grein 2.2.1 í reglunum. Ákærði Lárus hefur vísað til þess að reglurnar um afleiðuviðskipti hafi efni sínu samkvæmt ekki átt við um þau viðskipti sem hér er um deilt en jafnframt hafi þær breytingar orðið undir lok júní 2007 að tryggingakröfum Glitnis banka hf. til framvirkra hlutabréfasamninga hafi veri ð breytt þannig að eiginfjárviðmið hafi verið lækkuð úr 40% niður í 20% fyrir hlutabréf í flokki þeirra sem seljanlegust væru á innlenda markaðnum. Um þetta vísar ákærði Lárus til minnisblaðs markaðsviðskipta til áhættunefndar og fundargerðar áhættunefndar 10. júlí 2007, en í henni segir raunar að ákvörðun um þetta efni hafi verið frestað. Þá vísar ákærði Lárus jafnframt til vitnaskýrslna fyrir dómi sem beri eiginfjárframlag þegar lán voru veitt til hlutabréfakaupa en 20% (þ.e. lánshlutfall gat ðar Q , framkvæmdastjóra fyrirtækjaráðgjafar Glitnis banka hf., sem sagðist telja að 80% lánshlutfall hafi verið frekar hefðbundið í svona hlutabréfaviðskiptum. Í þessu tilviki hafi lánsfjárhæðin numið 78% af 12 markaðsverðmæti trygginganna. Af hálfu ákærða Lárusar er einnig á því byggt að við lánveitinguna hafi verið tryggður greiður aðgangur bankans að undirliggjandi eignum við vanefndir eða það að skilmálar í lánssamningnum væru ekki lengur uppfylltir af hálfu Stíms ehf. Við þær aðstæður hafi bankinn fyrirvaralaust getað tekið yfir stjórn Stíms ehf., selt undirliggjandi eignir og ráðstafað söluandvirðinu til greiðslu á lánum bankans. 33 Við mat á því hvort tryggingarnar sem veittar voru fyrir láninu 16. nóvember 2 007 hafi verið fullnægjandi er fyrst til þess að líta að um gríðarlega háa lánveitingu var að ræða í öllu tilliti, til nýstofnaðs félags með takmarkaðri ábyrgð eigenda sinna, og að tryggingarnar sem teknar voru fólust í veðum í hlutabréfum í FL Group hf. o g Stími ehf., sem átti hlutabréf í Glitni banka hf. og FL Group hf. Áhættan af slíkum tryggingum var mikil í ljósi aðstæðna á markaði þar sem veruleg óvissa lá fyrir um verðþróun bréfanna. Í ljósi aðstæðna og fjárhæðar lánsins var rík ástæða fyrir ákærða L árus og í samræmi við innri reglur bankans að gæta sérstaklega að haldgóðum tryggingarráðstöfunum. Til að mynda lá fyrir að FL Group hf. hafði í byrjun nóvembermánaðar birt tilkynningu um að afkoma þess á 3. ársfjórðungi 2007 væri neikvæð um 27,1 milljarð króna. Þá er ljóst af fundargerð áhættunefndar 12. nóvember 2007 að næsta mál á eftir lánveitingunni til Stíms ehf. var beiðni FL Group hf. um sem áður hafði verið t ilkynnt um afkomu þess gat ákærða Lárusi ekki dulist að mikil áhætta fælist í því að miða tryggingar vegna hins afar háa láns við markaðsverðmæti hlutabréfa í FL Group hf. og taka ekki veð í öðru en þeim og hlutabréfum í hinu óskráða félagi. 34 Þá er til þes s að líta að ákærði Lárus hefur samkvæmt framansögðu byggt á viðmiði um 20% eiginfjárframlag þegar lán voru veitt til hlutabréfakaupa, það er að lánshlutfall hafi getað náð allt að 80% af markaðsvirði bréfanna. Ljóst er að eiginlegt eiginfjárframlag annarr a en Glitnis banka hf. til hlutabréfakaupanna var undir 20% og framlag Glitnis banka hf. yfir 80%. Þannig námu hlutabréfakaupin um 25,038 milljörðum króna. Þar af nam lánveitingin sem ákært er fyrir um 19,538 milljörðum króna auk þess sem Glitnir banki hf. lagði til 650 milljónir króna í hlutafé í gegnum STM ehf. Glitnir banki hf. lagði á þennan hátt til tæplega 81% en aðrir rúmlega 19%. Samkvæmt því var framlag annarra lægra og framlag Glitnis banka hf. hærra en sem nam fyrrnefndu viðmiði, jafnvel þótt hor ft yrði fram hjá þeirri staðreynd að bankinn sjálfur fjármagnaði síðan þau 10% sem komu í gegnum Fons hf., en bankinn lánaði Fons hf. 2,5 milljarða króna í því skyni að fjármagna víkjandi lán til Stíms ehf. að sömu fjárhæð. 35 Eins er til þess að líta að lán ið var til eins árs og mun hafa borið samtals um 17% vexti. Af því leiðir að jafnvel þótt verðmæti hlutabréfanna hefði haldist óbreytt hefði hlutfall þeirra af samanlögðum uppreiknuðum eftirstöðvum lánsins orðið langt undir þeim mörkum sem sett voru fram í 10. gr. samningsins. Hefði hlutfallið raunar farið 13 undir 118% mörkin sem þar komu fram á einungis fimm mánuðum. Samningurinn var samkvæmt því með þeim hætti að viðmið hans um hlutfall eigna og skulda komust sjálfkrafa í uppnám jafnvel þótt verðþróun hluta bréfanna yrði ekki verri en svo að verð bréfanna stæði í stað. 36 Þá liggur fyrir að hlutabréfin í Glitni banka hf. stóðu ekki til tryggingar láninu, heldur eingöngu hlutabréfin í FL Group hf. og Stími ehf. Hin eiginlega veðþekja nam því einungis rúmlega 10 milljörðum króna við lántökuna, það er hlutabréfum í FL Group hf., sem þá voru að verðmæti 8,379 milljarða króna, og hlutabréfum í Stími ehf. að fjárhæð rúmlega 2 milljarðar króna, en hlutfall þessara verðmæta af lánsfjárhæðinni nam um 53%. Ljóst er að hlu tabréfin í Stími ehf. voru minna seljanleg eign en hlutabréfin í hinum skráðu félögum og verða ótvírætt ekki talin til þeirra bréfa sem seljanlegust voru á innlendum markaði. Vitneskja um muninn á veði annars vegar og öðrum möguleikum til að ganga að undir liggjandi hlutabréfum hins vegar var skýrlega fyrir hendi innan bankans, sbr. til dæmis fyrirliggjandi tölvupóst T , lögfræðings í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis banka hf., til annarra starfsmanna í bankanum 10. nóvember taka það fram, að þar sem við erum ekki með veð í Glitnisbréfum þá munum við ekki geta tekið bréfin til okkar (innleyst eða selt til okkar), komi til margin call (það er þess vegna í reynd óvirkt hér). Eina sem hægt er að gera er að gjaldfella lánið, fara í dómsmál (uþb 6 mán) og fá svo fjárnám í bréfunum og fara fram á nauðungarsölu í kjölfarið (3 - 6 mán til viðbótar). Auðvitað er þó hægt að ná samningum um sölu á bréfunum, ef til gjaldfellingar kemur, og komast þannig hjá dómsmáli, en það er þá háð samkomu 37 Samkvæmt þessu er ljóst að Glitnir banki hf. naut engra réttinda í þeim hlutabréfum sem Stím ehf. átti í bankanum. Því gefur samlagning á markaðsverðmæti hlutabréfanna í Glitni banka hf. og FL Group hf. 16. nóvember 20 07 ekki rétta mynd af hinni eiginlegu tryggingastöðu. Það umboð sem bankanum var veitt sama dag til að selja hlutabréf í eigu Stíms ehf. hefur ekki þýðingu í þessu sambandi, né heldur sölu - og veðsetningarbann bréfanna, enda veitti hvorugt bankanum tryggin garréttindi í bréfunum í Glitni banka hf., ólíkt því sem átti við um bréfin í FL Group hf., sem Stím ehf. handveðsetti honum. Varð enda ekki bæði sleppt og haldið; bankinn varð annaðhvort að taka bréfin að veði, með tilheyrandi áhrifum á eiginfjárhlutfall, eða taka þau ekki að veði, með þeim áhrifum að þau kæmu ekki til frádráttar á eigin fé. Samkvæmt framansögðu var síðarnefnda leiðin farin, með þeim afleiðingum að bankinn naut ekki tryggingarréttinda eins og hann naut í hlutabréfunum í FL Group hf. 38 Þá er til þess að líta að jafnvel þótt lagt væri til grundvallar að Glitnir banki hf. hafi, þrátt fyrir framangreint, haft greiðan aðgang að hinum undirliggjandi hlutabréfum í bankanum sjálfum, verður af gögnum málsins ráðið að slíkur aðgangur hafi verið haldlítill í reynd sem trygging fyrir efndum á lánssamningnum. Þannig bera gögn málsins skýrlega með sér takmarkaðan áhuga Glitnis banka hf. á að komast yfir 14 hlutabréfin að nýju. Samanlagt verðmæti hlutabréfanna sem Stím ehf. átti fór fljótt niður fyrir þa u mörk sem lánssamningurinn kvað á um en ekki var brugðist við af hálfu bankans að öðru leyti en því að fyrir liggur veðkall frá 6. desember 2007, þegar hlutfall verðmætis bréfanna af lánsfjárhæðinni stóð í 108,8%. Veðkallið virðist ekki hafa verið sent fy rr en 18. sama mánaðar og samhliða því sendi bankinn út yfirlýsingu til undirritunar um að hann hefði fallist á að réttur til sölu á hlutabréfasafninu yrði ekki nýttur að svo stöddu. Hið takmarkaða hald trygginga lánssamningsins birtist og skýrt í þeim atv ikum og gögnum er snerta lánveitinguna 4. janúar 2008, sem ákært er fyrir í II. kafla ákæru. Þá var hlutfall verðmætis hlutabréfanna komið niður í 93% af lánsfjárhæðinni en engu að síður ákveðið að veita Stími ehf. frekara lán. Fyrir dómi lýsti ákærði Láru s því meðal annars að það hefði verið gert til þess að bankinn missti meðlima áhættunefndar um tryggingar og veðköll. Í tölvupósti D til annarra meðlima í nefndinni 6. janúar skuli hafa lánað út á tryggingar í hlutabréfum og þegar það kom að því að selja tryggingar í kjölfar tryggingakalls, þá skuli starfsmenn hafa haldið því fram að það að standa við umsamin ákvæði s amninga myndi valda katastrófu fyrir verðmyndun á hlutabréfamarkaði. Það er til lítils að taka tryggingar, ef þær eru þess eðlis að það er í raun ómögulegt að nýta þær ef á reynir. Menn hefðu átt að vita að slíkar tryggingar voru með öllu ófullnægjandi frá fyrsta degi og það hefði aldrei átt að stofna til 39 Við mat á möguleikum Glitnis banka hf. til að ganga að hlutabréfum í bankanum sjálfum er enn fremur óhjákvæmilegt að líta til þeirra atvika sem greinir í dómi Lands réttar 6. desember 2019 í máli nr. 332/2018, sbr. 4. mgr. 186. gr. laga nr. 88/2008. Þar er því lýst að Glitnir banki hf. hafi stundað umfangsmikil kaup á eigin bréfum í sjálfvirkum pörunarviðskiptum, sem síðan hafi verið losuð í stórum utanþingsviðskiptum með fjármögnun bankans, en tímabilið sem sakfellt var fyrir í málinu nær aftur fyrir þá atburði sem ákært er fyrir í því máli sem hér er til úrlausnar. Ótvírætt er að við þessar aðstæður leitaðist bankinn við að losa þau bréf sem hann eignaðist og forðaði st að ganga að bréfum í sjálfum sér, líkt og atvik og gögn í því máli sem hér er til úrlausnar bera skýrlega með sér. Það að fá bréfin til sín að nýju hefði enda meðal annars getað skapað bankanum vandkvæði með tilliti til lögbundinna takmarkana á eignarha ldi fjármálafyrirtækja á eigin hlutabréfum, flöggunarskyldu og reglna um eigin fé en svo virðist sem slík atriði hafi einmitt átt þátt í því að bankinn tók ekki veð í þeim hlutabréfum í bankanum sem seld voru, heldur í hlutabréfunum í hinu óskráða félagi. Vandkvæðin við að eignast bréfin aftur birtast meðal annars í fyrirliggjandi tölvupósti D til annarra í áhættunefnd 6. janúar k raunar á því í málinu að veðkall bankinn engan áhuga á að fá hlutabréfin aftur inn á bækur sínar þar sem hlutafjáreign 15 banka í sjálfum sér eða veð í slíkum bréfum dregst tv Hugsanleg vandkvæði bankans við að ganga að hlutabréfum í bankanum máttu vera ákærða Lárusi fyllilega ljós við lánveitinguna 16. nóvember 2007 enda liggja meðal annars fyrir í þessu máli tölvupóstar innan úr bankanum um stöðu ba nkans í eigin ákærði Lárus fékk afrit af þann dag. 40 Samkvæmt öllu framangreindu fólust trygginga rnar sem veittar voru fyrir hinu umdeilda láni, sem var gríðarhátt, í veði í hlutabréfum. Slík trygging er í eðli sínu áhættusöm og við þær aðstæður sem uppi voru, þar sem FL Group hf. hafði meðal óvissa um hver þróun hlutabréfanna yrði og rík ástæða til að ganga eftir haldgóðum tryggingum. Hlutfall eigin fjár við hlutabréfaviðskiptin var undir þeim viðmiðum sem ákærði Lárus byggir á að stuðst hafi verið við í útlánastarf semi bankans. Þá var lánssamningurinn með þeim hætti að hlutfall verðmætis hlutabréfanna af lánsfjárhæðinni fór óhjákvæmilega niður fyrir þau lágmörk sem þar voru ákveðin nema hlutabréf í Glitni banka hf. og FL Group hf. færu hækkandi. Við það bætist að ta kmörkuð trygging fólst í veðinu í hlutabréfum í óskráða félaginu Stími ehf., enda geta þau bréf ekki talist til auðseljanlegra eigna. Þá naut bankinn engra réttinda í hlutabréfum Stíms ehf. í bankanum sjálfum og gögn málsins bera með sér að jafnvel þótt la gt væri til grundvallar að bankinn hafi með öðrum hætti átt greiðan aðgang að bréfunum hafi það falið í sér lítt raunhæfa tryggingu fyrir efndum lánssamningsins eins og aðstæðum var háttað. Fór enda svo að ekki var leitast við að ganga að bréfunum, hvorki í FL Group hf. né bankanum sjálfum, og andvirði lánsins glataðist að nánast öllu leyti. Raunverulegt tjón af lánveitingunni nam þannig nálægt 24 milljörðum króna. Samkvæmt þessu er ekki annað fært en að leggja til grundvallar að ákærði Lárus hafi með þeirr i háttsemi sem ákært er fyrir valdið verulegri fjártjónshættu og að hann hafi, sem forstjóri bankans og formaður áhættunefndar, vitað það eða að minnsta kosti hlotið að hafa gert sér grein fyrir því. Annað það sem ákærði Lárus hefur fært fram getur ekki or ðið til þess að skilyrði sakfellingar samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga teljist ekki vera fyrir hendi. Verður hann því sakfelldur samkvæmt I. kafla ákæru. VI 41 Í II. kafla ákæru er ákærði Lárus borinn sökum um að hafa brotið gegn 249. gr. almennra he gningarlaga með því að hafa 4. janúar 2008 misnotað aðstöðu sína sem forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis banka hf. þegar hann hafi farið út fyrir heimildir sínar til lánveitinga og stefnt fjármunum bankans í verulega hættu með því að láta bankann v eita Stími ehf. 725.733.870 króna lán, án fullnægjandi trygginga og í andstöðu við reglur stjórnar bankans og lánareglur hans, þar sem lánið hafi ekki rúmast innan viðskiptamarka sem áhættunefnd og ákærði hafi getað ákveðið. 16 42 Líkt og í tilviki I. kafla ákæru er óumdeilt að fjárhæð lánveitingarinnar sem ákært er fyrir samkvæmt II. kafla var umfram þau mörk sem áhættunefnd var heimilt að samþykkja. Lánveitingin kom enda til viðbótar lánveitingunni frá 16. nóvember 2007, sem var s amkvæmt framansögðu umfram lánamörk Stíms ehf., og stjórn bankans hafði enga breytingu gert á útlánamörkum félagsins. Þannig hækkaði viðbótarlánveitingin útlán bankans til Stíms ehf. úr tæplega 20 milljörðum króna í tæplega 20,8 milljarða króna þrátt fyrir að heimild áhættunefndar væri sem fyrr takmörkuð við 17,2 milljarða króna. 43 Samkvæmt þessu er ljóst að með viðbótarlánveitingunni 4. janúar 2008, sem ákærði Lárus samþykkti sem forstjóri og formaður áhættunefndar, var brotið gegn reglum bankans. Með henni fór ákærði út fyrir heimildir sínar gagnvart bankanum og í því fólst misnotkun á aðstöðu í skilningi 249. gr. almennra hegningarlaga. Með vísan til þess sem rakið er í umfjöllun um I. kafla ákæru verður að leggja til grundvallar að ákærði Lárus hafi hloti ð að gera sér grein fyrir því að með viðbótarlánveitingunni 4. janúar 2008 væri hann að fara út fyrir heimildir sínar með því að láta bankann veita lánið án þess að stjórnin hefði fjallað um lánamörk Stíms ehf. Skilyrðið um að ásetningur hans hafi staðið t il viðkomandi misnotkunar á aðstöðu er því uppfyllt og varnir ákærða hvað það varðar haldlausar. 44 Líkt og rakið er í hinum áfrýjaða dómi kom viðbótarlánveitingin 4. janúar 2008 til vegna kaupa Stíms ehf. á hlutabréfum í FL Group hf., sem félagið hafði veri ð skráð fyrir 14. desember 2007. Til tryggingar láninu stóðu einungis nefnd hlutabréf auk þess sem lánveitingin fór á sama veðrétt og það lán sem fjallað er um í I. kafla ákæru. Þegar kom að viðbótarlánveitingunni hafði gengi hlutabréfanna sem Stím ehf. sk ráði sig fyrir þegar lækkað úr 14,7 krónum á hlut í 13,2 krónur á hlut. Verðmæti trygginganna nam því einungis tæplega 90% af lánsfjárhæðinni. Á þessum tíma, 4. janúar 2008, var hlutfallið samkvæmt þeim lánssamningi sem um er fjallað í I. kafla ákæru jafnf ramt komið niður í 93%, það er verðmæti hlutabréfanna sem Stím ehf. keypti í nóvember 2007 nam orðið aðeins 93% af fjárhæð lánsins sem þá var veitt. Staða Stíms ehf. gagnvart bankanum var því þegar í augljósu uppnámi. 45 Í umfjöllun um I. kafla ákæru að fram an er meðal annars vikið að innri reglum bankans um tryggingar og þeirri áhættu sem fólst í tryggingum í hlutabréfum við þær aðstæður sem voru uppi í nóvember 2007. Sú áhætta var síst minni í byrjun janúar 2008 en fyrir lá að hlutabréf FL Group hf. höfðu l ækkað mikið á stuttum tíma, eða úr 22,05 krónum í 13,2 krónur á hvern hlut á milli lánveitingarinnar í nóvember 2007 og viðbótarlánveitingarinnar 4. janúar 2008. Ótvírætt er að frekari lánveiting til félags, sem þegar var í neikvæðri stöðu, með engum öðrum tryggingum en veði í hlutabréfum, sem 4. janúar 2008 svöruðu einungis til tæplega 90% af lánsfjárhæðinni, fól í sér verulega fjártjónshættu fyrir bankann. Komu enda fram efasemdir um lánveitinguna af hálfu eins fulltrúa í áhættunefnd, áður en lánið var ve itt, og svo fór að lánið tapaðist að stórum hluta. Hafið er yfir vafa að ákærði Lárus hafi, sem forstjóri 17 bankans og formaður áhættunefndar hans, vitað eða að minnsta kosti hlotið að hafa gert sér grein fyrir því að sú háttsemi hans að standa að lánveiting unni með þessum hætti leiddi til verulegrar fjártjónshættu. Sjónarmið hans í þá veru að um hafi verið að ræða viðskiptalega ákvörðun, sem verið hafi skynsamleg miðað við aðstæður, eru haldlaus, enda geta þau engu breytt um þá augljósu fjártjónshættu sem í lánveitingunni fólst. Annað það sem ákærði Lárus hefur fært fram getur ekki orðið til þess að skilyrði sakfellingar samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga teljist ekki vera fyrir hendi. Verður hann því sakfelldur samkvæmt II. kafla ákæru. VII 1 46 Í III. k afla ákæru er ákærði Jóhannes borinn sökum um að hafa brotið gegn 249. gr. almennra hegningarlaga með því að hafa sem framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis banka hf. misnotað aðstöðu sína og stefnt fjármunum GLB FX fagfjárfestasjóðsins í verulega hættu er hann hafi gefið undirmanni sínum fyrirmæli á tímabilinu 6. til 29. ágúst 2008 um að sjóðurinn keypti víkjandi skuldabréf að fjárhæð 1.004.131.944 krónur í eigu Sögu Capital fjárfestingarbanka hf., útgefnu af Stími ehf. með útgáfudegi 26. nóvember 2007, þótt skuldabréfið hafi verið án fullnægjandi trygginga og skuldir Stíms ehf. verið langt umfram verðmæti eigna. Í lýsingu í ákæru er einnig vísað til þess að ákærði Jóhannes hafi látið nefndan fagfjárfestasjóð kaupa hið víkjandi skuldabréf. Þá er ákærði Þ orvaldur Lúðvík borinn sökum um að hafa sem forstjóri og hluthafi í Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. átt hlutdeild í umboðssvikum ákærða Jóhannesar. Hlutdeildarbrot hans hafi falist í því að sækja á og hvetja ákærða Jóhannes til að finna kaupanda að hin u víkjandi skuldabréfi í því skyni að Saga Capital fjárfestingarbanki hf. fengi efndir fjárkröfu sinnar á hendur Stími ehf. en hann hafi vitað eða mátt vita að langlíklegast væri að krafan samkvæmt skuldabréfinu fengist ekki greidd af Stími ehf. á gjalddag a 19. nóvember 2008. 2 47 Ákærði Jóhannes byggir varnir sínar einkum á því að hann hafi engin fyrirmæli gefið um umrædd viðskipti líkt og gögn málsins og skýrslur staðfesti. Hann hafi eingöngu sem milliliður borið skilaboð á milli kaupanda og seljanda. Þá hafi hann ekkert umboð haft til að eiga viðskipti fyrir hönd GLB FX fagfjárfestasjóðsins. Eins hafi hann enga ástæðu haft til að ætla að skuldabréfið sem um ræðir væri undir öllum kringumstæðum verðlaust. 48 Ákærði Jóhannes var framkvæmdastjóri markaðsviðski pta Glitnis banka hf. Í því fólst meðal annars að hann var yfirmaður BB , sem var forstöðumaður eigin viðskipta og gjaldeyrisstýringar, sem heyrði undir svið markaðsviðskipta. BB hafði umsjón með fjárfestingum GLB FX fagfjárfestasjóðsins og undirritaði sem slíkur þann samning um framvirk kaup á víkjandi skuldabréfi sem um er deilt. Áður hafði stjórn Glitnis sjóða hf. gefið út umboð til handa honum og tveimur öðrum starfsmönnum í gjaldeyrisstýringu til að gera samninga á grundvelli almennra skilmála fyrir 18 við skiptavini markaðsviðskipta Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. Ákærði Jóhannes hafði ekki heimild til að skuldbinda GLB FX fagfjárfestasjóðinn. Slíkur skortur á umboði leiðir hins vegar ekki til þess að verknaðarlýsing 249. gr. almennra hegningarlaga geti ekki náð til hans, ef hann var engu að síður í aðstöðu til að koma viðskiptunum fram og gerði það, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 3. desember 2015 í máli nr. 478/2014. 49 Fyrir dómi bar BB á þann veg að ákærði Jóhannes hefði þrýst á hann að kaupa hið ví kjandi skuldabréf og hann hafi litið á það sem fyrirmæli. Komið hafi fram í máli ákærða Jóhannesar að búið væri að lofa Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. þessum kaupum. Í fyrstu yfirheyrslunum hjá lögreglu bar BB á hinn bóginn afdráttarlaust í þá veru að hann hefði einn tekið ákvörðun um að kaupa skuldabréfið. Við síðari yfirheyrslu hjá lögreglu breytti hann framburði sínum í það horf sem hann hélt sig við fyrir dómi en líkt og fyrr greinir fékk hann undir rannsókn málsins fráfall saksóknar á grundvelli 5 . gr. laga nr. 135/2008. Í ljósi missagna vitnisins, þess fráfalls saksóknar sem hann fékk og atvika að öðru leyti verður ekki talið fært að leggja nokkuð upp úr framburði vitnisins við úrlausn málsins. Verður því alfarið litið fram hjá framburði vitnisins , jafnt fyrir dómi sem hjá lögreglu, en mat lagt á það hvort ákæruvaldið teljist með öðrum gögnum hafa sannað það sem borið er á ákærða Jóhannes í ákæru. 50 Sú lánveiting Sögu Capital fjárfestingarbanka hf., sem III. kafli ákæru lýtur að, kom til vegna sömu hlutabréfakaupa Stíms ehf. í nóvember 2007 og áður er fjallað um, það er þegar félagið keypti hlutabréf í Glitni banka hf. og FL Group hf. af bankanum fyrir um 25 milljarða króna. Var lánið víkjandi gagnvart þeim lánveitingum Glitnis banka hf. sem I. og I I. kafli ákæru lúta að. Þar sem verð hlutabréfanna lækkaði hratt og mikið í kjölfar hlutabréfakaupanna í nóvember 2007 urðu líkur á endurheimt lánsfjárhæðarinnar strax mjög óvissar og ákærði Þorvaldur Lúðvík leitaði því snemma til Glitnis banka hf. um mögu legar lausnir til að tryggja heimtur lánsins. Líkt og rakið er í hinum áfrýjaða dómi bera gögn málsins raunar með sér að ákærði Þorvaldur Lúðvík hafi, allt frá því að fyrstu hugmyndir að verkefninu sem kennt er við Stím ehf. urðu til, reglulega átt fundi m eð starfsmönnum Glitnis banka hf. vegna málefna félagsins. Ljóst er að staða hins víkjandi skuldabréfs var þar talsvert rædd og af fyrirliggjandi gögnum má ráða að ákærði Þorvaldur Lúðvík hafi talið sig hafa eins konar vilyrði frá Glitni banka hf. um að Sa ga Capital fjárfestingarbanki hf. myndi ekki tapa á hinu víkjandi skuldabréfi. Þá eru fyrirliggjandi gögn skýr um að ákærði Jóhannes var sá sem helst kom að samskiptunum við ákærða Þorvald Lúðvík af hálfu bankans og var í reynd miðpunkturinn í samskiptunum og eins konar tengiliður við aðra þá innan bankans sem að málinu komu. Ekki liggja fyrir gögn sem benda til þess að BB hafi komið að nefndum viðræðum ákærða Þorvaldar Lúðvíks við bankann fyrr en upp úr miðjum ágúst 2008. Er nauðsynlegt að rekja stuttlega hvað samtímagögn bera með sér um þessi samskipti. 3 19 51 Hinn 6. desember 2007 sendi ákærði Þorvaldur Lúðvík tölvupóst til VV , sem starfaði hjá Sögu Capital fjárfestingarbanka hf., T , lögfræðings í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis banka hf., og J , lánastjóra hjá Glitn i banka hf., sem ákærði Jóhannes fékk afrit af. Þar segir ákærði Þorvaldur Lúðvík að í ljósi stöðunnar og hagsmuna umbjóðenda þeirra hagsmunum allra hluthafa og lánadrottna verði borgið í ljósi breyttrar stöðu og útboðs tölvupósti laugardaginn 8. desember 2007 vakti ákærði Jóhannes athygli ákærða Þorvaldar Lúðvíks og VV á því að útboð FL Group hf. myndi klárast á 10. desember svaraði ákærði Þorvaldur Lúðvík tölvupóstinum og lagð i til fundartíma daginn eftir. Af vinnudagbók ákærða Þorvaldar Lúðvíks má ætla að hann hafi fundað með ákærða Jóhannesi 11. desember um stöðu Stíms ehf. gagnvart lánardrottnum og hugsanlegt fjárinnstreymi í félagið. Fram kemur í dagbókarfærslu hans frá þei m degi að staða Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. sé sú að hlutafé bankans í Stími ehf. sé tapað og að 80% af hinu víkjandi láni séu töpuð. 52 Ákærði Jóhannes og T ræddu saman í síma 15. janúar 2008 um fund sem átti að halda daginn eftir vegna Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. Þar kom fram að ákærði Jóhannes tölvupóst til M , þá framkvæmdastjóra Glitnis fjárfestinga, með efnislínunni M muni fá fundarboð á þann fund. Stuttu síðar sendi M tölvupóst til E , framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Glitnis banka hf., og afrit til J . Þar k emur fram að ákærði Þorvaldur Lúðvík sé að koma til fundar daginn eftir til að ræða Stím ehf. Ákærði Jóhannes hafi óskað eftir nærveru M , J og T á umræddum fundi. Í færslu ákærða Þorvaldar Lúðvíks í vinnudagbók hans frá 16. janúar 2008 er skráður fundur í Glitni banka hf. um málefni Stíms ehf. Fram kemur að einhugur sé um að breyta lánssamningi Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. gagnvart Stími ehf. í óskráð skuldabréf sem sett verði í veltubók. T fari í málið. Tiltekinn starfsmaður Sögu Capital fjárfesting arbanka hf. muni sinna málinu fyrir bankann. 53 Í lok janúar 2008 gerðu Glitnir banki hf. og Stím ehf. með sér samning um hagnaðarhlutdeild auk þess sem Glitnir banki hf. og Saga Capital fjárfestingarbanki hf. gerðu með sér samning um að Saga Capital fjárfes tingarbanki hf. fengi hlutdeild í fyrrnefnda samningnum. Af fyrirliggjandi tölvupóstum er ljóst að ákærði Jóhannes átti vegna þessa í samskiptum við VV hjá Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. og fyrir liggur verðmat sem ákærði Jóhannes framkvæmdi á samning num og dagsett er 27. janúar 2008. 20 54 Fyrir liggur óundirritað bréf ákærða Jóhannesar til Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. staðfestir hér með gagnvart Saga Capital Fj árfestingarbanka hf. að bankinn muni ekki gjaldfella lán sín og ganga að eignum Stím ehf. fram að gjalddaga lána félagsins við Glitni banka hf. án þess að fyrirliggjandi sé samþykki Saga Capital. Er þetta gert í ljósi þess að um þessar mundir er stefnt að léttari skuldabyrði með virkri Capital fjárfestingarbanka hf. barst bréfið þeim óundirritað nefndan dag. Þá er ljóst að sama bréf gekk síðar á milli manna, það er 7. maí 2008, en þá sendi ákærði Jóhannes það meðal annars til ákærða Þorvaldar Lúðvíks. Bréfið liggur hins vegar ekki fyrir undirritað í gögnum málsins. 55 Ákærði Jóhannes og ákærði Þorvaldur Lúðvík ræddu saman í síma 25. mars 2008 þar T um að senda samninga og svona og vera í sambandi við GG farvegi. 56 Ákærði Jóhannes og ákærði Þorva ldur Lúðvík ræddu saman í síma 16. apríl 2008. Þar ræddu þeir meðal annars skuldastöðu Stíms ehf. Ákærði Þorvaldur Lúðvík sagði f Stími ehf. Þegar ákærði Þorvaldur Lúðvík spurði ákærða Jóhannes hvort hann héldi að eitthvað hefði breyst varðandi skuldastöðu félagsins svaraði sá síðarnefndi á þá leið að hann héldi að það væri ekki neitt sem lagaði þessa stöðu af neinu viti og bætti s - Þorvaldi Lúðvík síðan undirritað bréf í tölvupósti 17. apríl 2008, stílað á Sögu Capital fjárfestingarbanka hf., þar sem fram kemur að Stím ehf. hafi verið sett í skuldastýringu hjá Glitni banka hf. Skuldastýringin miði að því að tryggja kröfuhöfum bætta stöðu og á endanum skilvísa endurgreiðslu krafna. Af tölvupósti ákærða Þorvaldar Lúðvíks til ákærða Jóhannesar 16. apríl og fyrrnefndu símtali má ráða að hann hafi sent honum drög að nefndu bréfi áður en símtalið fór fram 16. apríl. 57 Í færslu ákærða Þorvaldar Lúðvíks í vinnudagbók hans frá 4. maí 2008 kemur fram að ákærði Jóhannes, ákærði Þorvaldur Lúðvík og ákærði Lárus hafi rætt málefni Stíms ehf. ásam t M þann dag. Vinnudagbókin ber með sér að rætt hafi verið um lausnir, - Lúðvíks við endursko ðanda Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. 24. júní 2008 fullyrti 58 Af fyrirliggjandi símtali FFF og GGG , starfsmanna Glitnis banka hf., 6. ágúst 2008 er ljóst að ákærði Jóhannes og ákærði Þorvaldur Lúðvík hittust í bankanum þann dag. 21 Þá liggur fyrir færsla í vinnudagbók ákærða Þorvaldar Lúðvíks frá þeim degi sem ber með sér umræðu um málefni Stíms ehf. Þar er fyrst að sjá merki þeirrar hugmyndar að GLB FX fagfjárfestasjóðurinn kaupi hið víkjandi skuldabréf. Nánar tiltekið eru í - vi til ákærða Þorvaldar Lúðvíks frá sama degi en því fylgdi óundirritað bréf sama efnis og undirri taða bréfið 17. apríl 2008 sem áður greinir frá. 59 Hinn 11. ágúst 2008 sendi ákærði Jóhannes tölvupóst til T og spurði hvort hann væri T ákærða Jóhannesi undirritaða samninga um hagnaðarhlutdeild frá 28. janúar 2008, samkomulag vegna útgáfu víkjandi skuldabréfs frá 26. nóvember 20 07 og hið víkjandi skuldabréf dagsett sama dag. Spurður að því fyrir dómi hvort hann hefði verið að vinna að því 11. ágúst 2008 að finna lausn á efndum á kröfu Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. samkvæmt skuldabréfinu kvaðst ákærði Jóhannes allavega hafa rætt við BB um hvort hann næði að skoða þetta. Aðspurður hvort hann hefði átt frumkvæði að því við BB svaraði ákærði Jóhannes játandi, hann hefði nefnt við hann að skoða þetta, sem hann hafi síðan gert. 60 Hinn 14. ágúst 2008 sendi ákærði Jóhannes tölvupóst til ákærða Þorvaldar Lúðvíks Tæpum fimm mínútum síðar áframsendi ákærði Þorvaldur Lúðvík þann tölvupóst til tveggja starfsmanna Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. með orðinu Fyrir dómi bar ákærði Þorvaldur Lúðvík á þann veg að hann hefði augljóslega túlkað tölvupóst ákærða Jóhannesar svo að GLB FX fagfjárfestasjóðurinn væri orðinn g því bæri að fagna. Þá bar V , samstarfsmaður ákærða Þorvaldar Lúðvíks, á svipaðan veg fyrir dómi, það er að þarna hefði legið fyrir að bréfið yrði selt þessum kaupanda þótt ekki hefði verið búið að ganga endanlega frá öllu málinu. Síðar sama dag sendi ákæ rði Þorvaldur Lúðvík tölvupóst til AA , yfirmanns eigin viðskipta Sögu Capital fjárfestingarbanka hf., með þeim boðum að AA ætti að setja upp framvirkan samning á GLB FX fagfjárfestasjóðinn til gjalddaga Stíms bréfsins. Skuldabréfið væri selt framvirkt á vö xtum sem eðlilegir væru, en þó lægri en sem næmi vaxtatekjum Stíms 61 Mánudaginn 18. ágúst 2008 sendi AA tölvupóst til ákærða Jóhannesar þar sem honum rður að því fyrir dómi af hverju hann hafi sent tölvupóstinn til ákærða Jóhannesar svaraði AA tíma þá var hann yfirmaður miðlunar, hann var, hann var búinn að finna einhvern 22 kaupanda af bréfinu og ég var að reyna að setja mig einhvern veginn í s amband við tölvupóst AA til BB og CC , starfsmanns í gjaldeyrisstýringu Glitnis banka hf. AA sendi tölvupóst til ákærða Þorvaldar Lúðvíks 21. ágúst 2008 þar sem hann kvað ákærða Jóhannes vera í fríi og því hafi AA ekki fengið nein viðbrögð varðandi framvirka bréfið. Muni AA hringja í ákærða Jóhannes aftur eftir helgi. 62 Þriðjudaginn 26. ágúst 2008 sendi AA tölvupóst til ákærða Jóhannesar þar sem hann spurði hver staðan væri á málinu. Daginn eftir áframsendi ákærði Jóhannes tölvupóstinn til BB BB svaraði í BB 63 Að morgni 28. ágúst 2008 sendi ákærði Jóhannes tölvupóst til BB með viðhenginu bréfið er aftast í skjalinu. greiðir 3m reibor AA frá 26. ágúst dag sendi ákærði Jóhannes að nýju tölvupóst til AA AA tölvupóst til GG hjá Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. þar sem fram kemur að hann hafi fengið staðfestingu frá ákærða Jóhannesi undir kvö ld um að verið væri að vinna í undirritunum. Síðar sama kvöld sendi BB svohljóðandi tölvupóst til ákærða a verið sendur á milli samningsaðila 29. ágúst 2008 en hann er dagsettur 18. ágúst sama ár. Fyrir dómi bar CC á þann veg að hann minntist þess að BB hefði á sínum tíma viljað ræða betur við ákærða Jóhannes. Þetta hefði verið aðeins öðruvísi samningur en sj óðurinn hefði verið að gera og það kynni að skýra það að BB hefði viljað heyra betur í ákærða Jóhannesi og gefa sér smátíma til að hugsa þetta aðeins. 4 64 Samkvæmt framangreindu er ljóst að ákærði Jóhannes átti verulega aðkomu að þeim viðræðum sem fram fóru milli Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. og Glitnis banka hf. vegna versnandi stöðu Stíms ehf. og þeirra vandkvæða sem hún skapaði fyrir Sögu Capital fj árfestingarbanka hf. Þeim viðræðum lauk með því að GLB FX fagfjárfestasjóðurinn keypti hið víkjandi skuldabréf, sem Saga Capital fjárfestingarbanki hf. sá ekki fram á að ná fram réttum efndum á. Ákærði Jóhannes átti þannig ítrekað fundi með ákærða Þorvaldi Lúðvík, auk annarra samskipta, og sem fyrr segir virðist ákærði Þorvaldur Lúðvík hafa álitið sig hafa eins konar vilyrði frá Glitni banka hf. um að Saga Capital fjárfestingarbanki hf. myndi ekki tapa á skuldabréfinu. Fyrstu merki um þá hugmynd að GLB FX f agfjárfestasjóðurinn keypti skuldabréfið er að sjá í færslu í vinnudagbók ákærða Þorvaldar Lúðvíks vegna fundar 23 sem ákærði Jóhannes og ákærði Þorvaldur Lúðvík áttu 6. ágúst 2008. Í kjölfarið aflaði ákærði Jóhannes gagna um hið víkjandi skuldabréf, gekkst v ið því fyrir dómi að hafa átt frumkvæði að því við BB að hann skoðaði kaup GLB FX fagfjárfestasjóðsins á bréfinu og sendi síðan hinn 14. ágúst 2008 tölvupóst til ákærða Þorvaldar Lúðvíks með nafni og kennitölu sjóðsins, sem ákærði Þorvaldur Lúðvík áframsen di til öðruvísi en svo að þarna hafi legið fyrir að GLB FX fagfjárfestasjóðurinn yrði kaupandi að bréfinu enda bar ákærði Þorvaldur Lúðvík á þann veg fyrir dómi. Í kjölfarið fóru fram frekari samskipti vegna skjalafrágangs sem tengdist kaupunum og áfram fóru þau samskipti að því er virðist svo til öll í gegnum ákærða Jóhannes. Þannig sendi starfsmaður Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. honum drög að sendingu að ákærði Jóhannes hefði verið búinn að finna kaupanda að bréfinu. Starfsmenn Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. voru síðan í beinum samskiptum við ákærða Jóhannes um frágang málsins, allt þar ti l undirritaður samningur lá fyrir. Ekkert bendir til þess að BB hafi orðið þátttakandi í þeim samskiptum fyrr en frá og með 18. ágúst 2008, og þá með óbeinum hætti, en ákærði Jóhannes áframsendi samningsdrögin þá til BB . Raunar byggir ákærði Þorvaldur Lúðv ík á því í málinu að BB sendi BB di ákærði Jóhannes honum gögn um hið víkjandi skuldabréf ásamt upplýsingum um vexti. Síðan var gengið frá samningnum. Þegar framangreind gögn eru virt í heild verður, þrátt fyrir staðfasta neitun ákærða Jóhannesar og þótt ekki liggi fyrir bein gögn um fyri rmæli af hans hálfu, að telja að fram sé komin nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, um að ákærði Jóhannes hafi hlutast til um að GLB FX fagfjárfestasjóðurinn keypti hið víkjandi skuldabréf og Saga Capital fjárfestingarbanki hf. fe ngi þar með efndir kröfu sinnar. Þannig hafi hann lagt að BB , sem var undirmaður hans á sviði markaðsviðskipta, og látið hann kaupa bréfið með þeim hætti sem lýst er í ákæru. Þrátt fyrir að ákærði Jóhannes hafi ekki haft formlegt umboð til að kaupa bréfið var hann í þeirri stöðu gagnvart BB að hann gat komið því til leiðar að af viðskiptunum yrði eins og hann gerði. Í þeirri háttsemi fólst misnotkun á aðstöðu sem fellur undir verknaðarlýsingu 249. gr. almennra hegningarlaga og skilyrðið um ásetning til þeir rar háttsemi er uppfyllt. 65 Með kaupunum fékk Saga Capital fjárfestingarbanki hf. efndir kröfu sinnar samkvæmt hinu víkjandi skuldabréfi sem þó blasti við að væri að minnsta kosti að verulegum hluta töpuð. Bera gögn málsins þetta skýrlega með sér enda voru skuldir Stíms ehf. langt umfram eignir og því ljóst að lítið fengist upp í hið víkjandi skuldabréf, sem kom á eftir lánum Glitnis banka hf. sem áður er fjallað um. Til að mynda hafði ákærði Þorvaldur Lúðvík líkt og áður greinir ritað í vinnudagbók sína str ax í desember 2007 að 80% lánsins væru glötuð, sem og allt hlutafé Sögu Capital 24 fjárfestingarbanka hf. í Stími ehf., en samkvæmt fyrirliggjandi gögnum var eignarhlutur Glitnis banka hf. í Stími ehf. færður niður í sama mánuði. Fyrirliggjandi samtímagögn fr á endurskoðendum Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. bera og með sér þá miklu óvissu sem var uppi um heimtur bréfsins, sem og framburðir starfsmanna bankans fyrir dómi. Þannig bar AA meðal annars að það hefði komið honum á óvart að hafa getað selt bréfið a uk þess sem V bar um að litið hefði út fyrir að það væri ekki mikið virði í bréfinu. Bréfið var samkvæmt þessu verðlítið eða verðlaust og kaupin á því án fullnægjandi trygginga. Kom enda í ljós að krafan samkvæmt skuldabréfinu sem GLB FX fagfjárfestasjóður inn keypti var ekki greidd á gjalddaga og glataðist en kaupin námu um 15% af heildareignum sjóðsins. Enginn vafi leikur á því að kaupin leiddu til verulegrar fjártjónshættu fyrir sjóðinn og að ákærði Jóhannes vissi af því eða hlaut í öllu falli að gera sér grein fyrir því . Bera fyrirliggjandi samskipti hans við ákærða Þorvald Lúðvík enda skýrlega með sér að honum var hin slæma skuldastaða Stíms ehf. ljós, sbr. meðal annars fyrrnefnt símtal ákærða Jóhannesar og ákærða Þorvalds Lúðvíks 16. apríl 2008. Annað þ að sem ákærði Jóhannes hefur fært fram getur ekki orðið til þess að skilyrði sakfellingar samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga teljist ekki vera fyrir hendi. Verður hann því sakfelldur samkvæmt III. kafla ákæru. 5 66 Af framangreindu og gögnum málsins er ljóst að ákærði Þorvaldur Lúðvík, sem forstjóri og hluthafi í Sögu Capital fjárfestingarbanka hf., sótti mjög á ákærða Jóhannes um að Saga Capital fjárfestingarbanki hf. fengi efndir fjárkröfu sinnar á hendur Stími ehf. Þá vísast til þess sem fyrr greinir um að fyrstu merki um þá hugmynd að GLB FX fagfjárfestasjóðurinn keypti skuldabréfið sjáist í gögnum ákærða Þorvaldar Lúðvíks um fund hans með ákærða Jóhannesi 6. ágúst 2008. Hinn fyrrnefndi lýsti síðan yfir sigri gagnvart samstarfsmönnum sínum eftir að s á síðarnefndi sendi honum tilkynninguna 14. ágúst 2008, sem bar með sér að sjóðurinn myndi kaupa bréfið. Sjónarmið ákærða Þorvaldar Lúðvíks um að honum hafi ekki mátt vera verðmæti bréfsins ljóst eru haldlaus enda eru gögn málsins skýr um að hann vissi af slæmri stöðu skuldara bréfsins og stöðugt þverrandi líkum á því að krafan samkvæmt bréfinu fengist greidd, sem var einmitt ástæða þess að hann sótti að ákærða Jóhannesi og Glitni banka hf. Þannig hafði ákærði Þorvaldur Lúðvík sem fyrr segir metið lánið 80% tapað í desember 2007 auk þess sem fyrir liggur tölvupóstur V hjá Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. til ákærða Þorvaldar Lúðvíks 28. júlí 2008 þar sem V metur stöðu Stíms ehf. samkvæmt sinni bestu vitund 10 milljarða króna í mínus. Þá bera viðbótarskilm álar í samningnum um kaup GLB FX fagfjárfestasjóðsins á skuldabréfinu raunar nokkuð skýrlega með sér þá vitneskju sem er kunnugt að hið víkjandi skuldabréf er án trygginga, að útgefandi á ekki eignir til þess að tryggja greiðslu þess og svo kann að fara að hið víkjandi skuldabréf fáist ekki 25 ákvörðun um kaup þess á fullu verði byggðist ekki á eðlilegum viðskiptalegum forsendum, enda virðist hann einkum hafa sótt á bankann á þeirri forsendu að bankinn ætti að halda Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. skaðlausum fremur en á þeirri forsendu að verðmæti væru í bréfinu. Að framangreindu virtu, sem og reynslu og þekkingu ákærða Þorvaldar Lúðvíks á starfsemi banka og annarra lánastofnana, verður því fallist á með ákæruvaldinu að honum hafi ekki getað dulist að kaup GLB FX fagfjárfestasjóðsins á hinu víkjandi skuldabréfi í ágúst 2008 hafi verið ólögmæ t og til þess fallin að valda sjóðnum verulegri fjártjónshættu. Tilvísanir ákærða Þorvaldar Lúðvíks til þess að hann hafi talið Glitni banka hf. hafa vanefnt samkomulag lánveitenda geta engu breytt um það að hann gat ekki verið í góðri trú um að kaup GLB F X fagfjárfestasjóðsins á skuldabréfi, sem var að verulegum hluta glatað, teldust til lögmætra viðskipta. 67 Samkvæmt framangreindu verður að telja að ákærði Þorvaldur Lúðvík hafi átt þátt í því að brot ákærða Jóhannesar var framið, sbr. 1. mgr. 22. gr. almen nra hegningarlaga, og að skilyrði sem gerð eru til ásetnings hlutdeildarmanns séu uppfyllt. Annað það sem ákærði Þorvaldur Lúðvík hefur fært fram getur ekki orðið til þess að skilyrði sakfellingar samkvæmt 249. gr., sbr. 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarl aga, teljist ekki vera fyrir hendi. Verður hann því sakfelldur fyrir hlutdeildarbrot samkvæmt III. kafla ákæru. VIII 68 Samkvæmt því sem að framan greinir er ákærði Lárus sakfelldur fyrir umboðssvik samkvæmt I. og II. kafla ákæru. Ákærði Jóhannes er sakfelld ur fyrir umboðssvik samkvæmt III. kafla ákæru og ákærði Þorvaldur Lúðvík fyrir hlutdeild samkvæmt sama kafla ákæru. 69 Við ákvörðun refsingar ákærða Lárusar er þess að gæta að umboðssvik samkvæmt I. og II. kafla ákæru sneru að mjög háum fjárhæðum. Háttsemi ák ærða Lárusar samkvæmt þessum köflum fól í sér alvarlegt trúnaðarbrot gagnvart stóru almenningshlutafélagi, þar sem hann starfaði sem bankastjóri, og þeir fjármunir sem lánaðir voru glötuðust nánast að öllu leyti. Á hann sér engar málsbætur. Með upphaflegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 21. desember 2015 í máli þessu var hann dæmdur í fimm ára fangelsi og með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 24. nóvember 2016 í eins árs fangelsi fyrir umboðssvik. Hinn 1. júní 2017 ómerkti Hæstiréttur fyrrnefnda dóminn en með hinum áfrýjaða dómi 21. desember 2017 var hann að nýju dæmdur í fimm ára fangelsi. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 2. mars 2018 var ákærði Lárus síðan sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik en ekki gerð refsing þar sem hann hefði þegar verið dæmdur í sa mtals sex ára fangelsi fyrir auðgunarbrot og yrði því ekki gerð frekari refsing. Með dómi Landsréttar 24. október 2018 var hann sýknaður af þeirri ákæru fyrir umboðssvik sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt hann í eins árs fangelsi fyrir með fyrrnefndum dómi 24. nóvember 2016. Eins og framangreindum atburðum er háttað verður sú refsing sem 26 Landsréttur ákvarðar nú ákveðin sem hegningarauki samkvæmt 78. gr. almennra hegningarlaga er samsvari þeirri þyngingu hegningarinnar sem kynni að hafa orðið ef dæmt hef ði verið í einu lagi um brotin sem ákærði Lárus var sakfelldur fyrir með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 2. mars 2018 og brotin sem I. og II. kafli ákæru í þessu máli lúta að. Refsiákvörðun héraðsdóms í dóminum 2. mars 2018 verður ekki breytt en hegningaraukin n miðaður við þá þyngingu er leitt hefði af þeim brotum sem hér eru til úrlausnar. Að öllu framangreindu gættu verður refsing ákærða Lárusar ákveðin fangelsi í fimm ár, en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hann sætti frá 30. nóvember 2011 til 5. desem ber sama ár, sbr. yfirlýsingu Fangelsismálastofnunar ríkisins 31. júlí 2018. 70 Við ákvörðun refsingar ákærða Jóhannesar er þess að gæta að háttsemi hans varð til þess að sjóður sem vistaður var hjá Glitni banka hf. keypti skuldabréf fyrir háa fjárhæð þrátt f yrir að ljóst væri að krafan samkvæmt bréfinu væri glötuð að verulegu eða öllu leyti. Var brotið alvarlegt og á ákærði Jóhannes sér engar málsbætur. Með dómi Hæstaréttar 3. desember 2015 var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir umboðssvik og markaðsmis notkun og með dómi Landsréttar 6. desember 2019 í 12 mánaða fangelsi fyrir markaðsmisnotkun sem bundið var skilorði. Sú refsing sem Landsréttur ákvarðar nú verður ákveðin sem hegningarauki samkvæmt 78. gr. almennra hegningarlaga er samsvari þeirri þyngingu sem kynni að hafa orðið ef brotin hefðu verið dæmd í einu lagi. Að framangreindu gættu verður refsing ákærða Jóhannesar ákveðin fangelsi í 18 mánuði. 71 Við ákvörðun refsingar ákærða Þorvaldar Lúðvíks er þess að gæta að brot hans var alvarlegt en með því át ti hann hlutdeild í því að GLB FX fagfjárfestasjóðurinn keypti skuldabréf fyrir háa fjárhæð þrátt fyrir að ljóst væri að krafan samkvæmt bréfinu væri glötuð að verulegu eða öllu leyti. Þá aflaði brotið honum persónulegs ávinnings enda átti hann sjálfur 12% hlut í Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. sem átti skuldabréfið. Hann á sér hins vegar þær málsbætur að hann afhenti lögreglu óumbeðinn undir rannsókn málsins vinnudagbók sína. Hann hefur ekki sætt refsingu áður. Að framangreindu virtu verður refsing han s ákveðin fangelsi í 12 mánuði. 72 Mál þetta hefur dregist mjög úr hömlu. Næstum 13 ár eru síðan brotið samkvæmt I. kafla ákæru var framið og um 12 ár síðan brotin samkvæmt III. kafla ákæru voru framin. Rúmur áratugur er síðan Fjármálaeftirlitið kærði háttsem ina og rúm fjögur ár liðu milli kæru og útgáfu ákæru. Málið hefur síðan verið til meðferðar í dómskerfinu í rúm sex ár. Þrátt fyrir að ákærðu hafi vissulega átt þátt í því að málið tók tíma, svo sem með ítrekuðum kröfum um úrskurði héraðsdóms og kærum til Hæstaréttar, er ekki unnt að láta þá gjalda þess að hafa neytt réttarúrræða sinna eða kenna þeim á annan hátt um þann mikla drátt sem orðið hefur. Þannig er til að mynda ljóst að hin endurtekna málsmeðferð í héraði, sem kom til vegna vanhæfis dómara, tók e in og sér tvö ár, auk þess sem víða hafa orðið óútskýrðar tafir á rannsókn og meðferð málsins hjá lögreglu og fyrir dómi. Þrátt fyrir alvarleika háttseminnar og þyngd 27 framangreindra refsinga er í ljósi hinna miklu tafa sem orðið hafa á málinu óhjákvæmilegt að binda refsingu allra ákærðu skilorði svo sem í dómsorði greinir. 73 Ákvæði héraðsdóms um málsvarnarlaun og útlagðan kostnað verjenda ákærðu verða staðfest. Um sakarkostnað fyrir Landsrétti, þar á meðal um málsvarnarlaun skipaðra verjenda ákærðu, sem ákve ðin eru að teknu tilliti til virðisaukaskatts, fer eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: Ákærði Lárus Welding sæti fangelsi í fimm ár en til frádráttar þeirri refsingu kemur gæsluvarðhald sem hann sætti frá 30. nóvember til 5. desember 2011. Fresta skal ful lnustu refsingar ákærða og hún falla niður að liðnum fimm árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði Jóhannes Baldursson sæti fangelsi í 18 mánuði. Fresta skal fullnustu refsingar ákærða og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson sæti fangelsi í 12 mánuði. Fresta skal fullnustu refsingar ákærða og hún f alla niður að liðnum 18 mánuðum frá uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákvæði héraðsdóms um málsvarnarlaun og útlagðan kostnað verjenda ákærðu skulu vera óröskuð. Um sakarkostnað fyrir Landsrétt i fer sem hér segir: Ákærði Lárus Welding greiði 4.358.600 krónur, sem eru málsvarnarlaun verjanda hans, Óttars Pálssonar lögmanns, og útlagðan kostnað verjandans að fjárhæð 1.168.700 krónur. Ákærði Jóhannes Baldursson greiði 3.441.000 krónur, sem eru máls varnarlaun verjanda hans, Reimars Péturssonar lögmanns, og ákærði Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson greiði 3.441.000 krónur, sem eru málsvarnarlaun verjanda hans, Björgvins Þorsteinssonar lögmanns. Annan áfrýjunarkostnað, 1.241.453 krónur, greiði ákærðu óskipt . Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur fimmtudaginn 21. desember 2017 Mál þetta, sem dómtekið var 23. nóvember sl., er höfðað með ákæru útgefinni af embætti sérstaks saksóknara 10. febrúar 2014, á hendur Lárusi Welding, kt eftirtalin brot gegn almennum hegningarlögum: I Á hendur ákærða Lárusi fyrir umboðssvik, með því að hafa 16. nóve mber 2007 sem forstjóri og formaður út fyrir heimildir sínar til lánveitinga og stefna fjármunum bankans í verulega hættu þegar hann lét bankann 28 veita F lán, án fullnægjandi trygginga og í andstöðu við reglur stjórnar bankans og lánareglur bankans, þar sem lánið rúmaðist ekki innan viðskiptamarka sem áhættune fnd og ákærði gátu ákveðið. Á fundi áhættunefndar Glitnis banka hf., 12. nóvember 2007, sem ákærði tók þátt í, hafði nefndin samþykkt að FS 37 ehf. væri í áhættuflokki 7 samkvæmt reglum bankans. Samþykkti nefndin þá að lána FS 37 ehf. allt að 24.000.000.0 00 króna til að fjármagna kaup á hlutum í Glitni banka hf. og FL Group hf., stærsta eiganda bankans. Samkvæmt reglum stjórnar Glitnis banka hf. um lán og markaðsáhættu frá 2. október 2007 og lánareglum bankans gat áhættunefnd tekið ákvörðun um viðskiptamör k lántaka í áhættuflokki 7 sem námu allt að 8% af eiginfjárgrunni (CAD - hlutfalli) bankans á samstæðugrundvelli. Eiginfjárgrunnur bankans nam 215.036.000.000 krónum samkvæmt síðasta ársfjórðungsuppgjöri bankans vegna þriðja ársfjórðungs 2007, birt 30. októb er sama ár. Samkvæmt því voru heimildir áhættunefndar og ákærða í stöðu sinni vegna lánveitinga til FS 37 ehf. takmarkaðar við 17.202.880.000 króna viðskiptamörk. Stjórn bankans var ein bær til þess að samþykkja hærri viðskiptamörk vegna lánveitinga til FS 37 ehf. samkvæmt framangreindum reglum. Bar ákærða, áður en lánið var veitt, að leita eftir samþykki stjórnar Glitnis banka hf. fyrir viðskiptamörkum vegna lánsins til FS 37 ehf. en ákærði brást þeirri skyldu sinni. Ákærði undirritaði fyrir hönd Glitnis b anka hf. lánssamning við FS 37 ehf., dagsettan 16. nóvember 2007, þar sem bankinn veitti félaginu fyrrnefnt 19.538.481.818 króna lán. Lánið var til eins árs og veitt í þeim tilgangi að fjármagna um 78% af kaupverði FS 37 ehf. á um 4,3% hlut í Glitni banka hf. og um 4,1% hlut í FL Group hf. Hlutabréfin keypti félagið af Glitni banka hf. sjálfum með kaupsamningi dagsettum 14. nóvember 2007, alls 640.000.000 hluti í Glitni banka hf. á 25,5 krónur á hvern hlut, og 380.000.000 hluti í FL Group hf. á 22,05 krónur á hvern hlut. Hlutabréfaviðskiptin námu alls 25.038.481.818 krónum. Viðskiptadagur var 13. nóvember 2007 og uppgjörsdagur 16. nóvember 2007. Af láni Glitnis banka hf. til FS 37 ehf. var 19.343.097.000 krónum ráðstafað, 19. nóvember 2007, upp í greiðslu fy rir hlutina inn á reikning FS 37 ehf. hjá Glitni banka hf. Til tryggingar láni Glitnis banka hf. til FS 37 ehf., samkvæmt lánssamningnum 16. nóvember 2007, voru bankanum sett að veði hlutabréfin í FL Group hf. og allt hlutafé FS 37 ehf. Hlutabréf FS 37 eh f. í Glitni banka hf. voru háð sölu - og veðsetningarbanni. Í lánssamningnum kom jafnframt fram að lántakinn FS 37 myndi skuldbinda sig til þess að hafa stöðu eigna félagsins á móti samanlögðum uppreiknuðum eftirstöðvum lánsins samkvæmt samningnum að minnst a kosti 125%. Vegna gengislækkunar hlutabréfa í Glitni banka hf. og FL Group hf. fram að útborgunardegi lánsins 19. nóvember 2007 voru eignir FS 37 ehf. þá þegar komnar undir þetta áskilda eignahlutfall en þær námu þá um 123,6% af lánsfjárhæðinni. Eiginleg ar tryggingar fyrir lánveitingunni voru því ófullnægjandi og fjártjónshætta veruleg. Hinn 28. mars 2008 var um 80% af eignum Stíms ehf. (áður FS 37 ehf.) skipt niður á fjögur ný félög sem voru öll í 100% eigu Stíms ehf. Lánaði Glitnir hverju dótturfélagann a um 2,7 milljarða króna og var þeim fjármunum, alls um 10,9 milljörðum varið í að kaupa af Stími ehf. alls 511.000.000 hluti í Glitni á genginu 17,15 krónur fyrir hvern hlut og 340.370.000 hluti í FL Group á genginu 6,27 krónur fyrir hvern hlut. Verðmæti allra eigna Stíms ehf. og dótturfélaganna fjögurra var á þessum tíma komið niður í um 15 milljarða króna en skuldir þeirra við Glitni banka hf. voru komnar upp í um 23 milljarða króna. Þrátt fyrir framangreinda uppskiptingu eigna og skulda Stíms ehf., var ð engin breyting á áhættu Glitnis banka hf. vegna þessara lánaviðskipta enda engar viðbótartryggingar lagðar fram og félögin öll í 100% eigu Stíms ehf. Sama dag og eignauppskiptingin átti sér stað, 28. mars 2008, barst Glitni banka hf. greiðsla inn á lánið sem ákærði hafði látið Glitni banka hf. veita FS 37 ehf. 16. nóvember 2007. Var um að ræða arðgreiðslu vegna hlutafjáreignar Stíms ehf. í Glitni banka hf., alls 210.520.000 krónur, sem greiddar voru inn á lánið. Bú Stíms ehf. var tekið til gjaldþrotaskip ta 24. maí 2012 og lauk skiptum 30. ágúst 2013. Lýstar almennar kröfur í þrotabúið námu alls 24.028.696.069 krónum, þar af lýsti slitastjórn Glitnis banka hf. alls 24.028.503.834 króna kröfu vegna lánssamningsins frá 16. nóvember 2007. Samkvæmt úthlutunarg erð þrotabús Stíms ehf. fengust 15.213.669 krónur, eða 0,06%, upp í almennar kröfur, þar af fékk Glitnir banki hf. úthlutað 15.213.547 krónum upp í kröfu sína. Slitastjórn Glitnis banka hf. lýsti alls um 17,7 milljarða 29 króna almennum kröfum í þrotabú fyrrg reindra fjögurra dótturfélaga Stíms ehf., vegna áðurnefndra lána bankans til þeirra frá 28. mars 2008. Skiptum á þrotabúunum lauk 19. maí 2011 án þess að nokkuð fengist greitt upp í kröfurnar. Samkvæmt þessu verður að telja kröfur slitastjórnar Glitnis ban ka hf., vegna framangreindra lánveitinga, með öllu tapaðar og leiðir það tjón af háttsemi ákærða. II Á hendur ákærða Lárusi fyrir umboðssvik, með því að hafa 4. janúar 2008 sem forstjóri og í Reykjavík, misnotað aðstöðu sína með því að fara út fyrir heimildir sínar til lánveitinga og stefna fjármunum bankans í verulega hættu þegar hann tryggin ga og í andstöðu við reglur stjórnar bankans og lánareglur bankans, þar sem lánið rúmaðist ekki innan viðskiptamarka sem áhættunefnd og ákærði gátu ákveðið. Ákærði lét bankann veita lánið þrátt fyrir að samanlögð áhætta Glitnis banka hf. vegna Stíms ehf. r úmaðist ekki innan þeirra viðskiptamarka sem áhættunefndinni var heimilt að ákveða og ákærða í stöðu sinni. Þegar ákærði tók ákvörðun um veitingu peningamarkaðslánsins til Stíms ehf. var Stím ehf. flokkað í áhættuflokk 7 samkvæmt reglum bankans. Samkvæmt r eglum stjórnar Glitnis banka hf. um lán og markaðsáhættu frá 2. október 2007 og lánareglum bankans gat áhættunefnd tekið ákvörðun um viðskiptamörk lántaka í áhættuflokki 7 vegna lánveitinga allt að 8% af eiginfjárgrunni (CAD - hlutfalli) bankans á samstæðugr undvelli. Eiginfjárgrunnur bankans nam 215.036.000.000 krónum samkvæmt ársfjórðungsuppgjöri bankans vegna þriðja ársfjórðungs 2007, birtu 30. október sama ár. Samkvæmt því voru heimildir áhættunefndar og ákærða í stöðu sinni vegna lánveitinga til Stím ehf. takmarkaðar við 17.202.880.000 króna viðskiptamörk. Til þess að veita lánið þurfti samþykki stjórnar bankans fyrir viðskiptamörkum lántakandans Stíms ehf. Bar ákærða, áður en lánið var veitt, að leita eftir samþykki stjórnar Glitnis banka hf. fyrir viðski ptamörkum vegna lánsins en ákærði brást þeirri skyldu sinni. Ákærði veitti samþykki sitt fyrir lánveitingunni milli funda áhættunefndar Glitnis banka hf. Lánið var til viðbótar lánveitingu bankans til Stíms ehf. frá 16. nóvember 2007 sem þá stóð í tæpum 2 0 milljörðum króna. Samkvæmt lánsbeiðni var tilgangur þess að fjármagna, til tveggja vikna, frekari kaup Stíms ehf. á hlutabréfum í FL Group hf., sem félagið hafði skráð sig fyrir 14. desember 2007 í hlutafjárútboði FL Group hf. Í lánsbeiðninni kom fram að markaðsvirði hlutabréfanna væri þá þegar komið 10% niður fyrir útboðsgengi þeirra. Sama dag og lánið var veitt, 4. janúar 2008, ráðstafaði Glitnir banki hf. fyrir hönd Stíms ehf. allri lánsfjárhæðinni, 725.733.870 krónum, til Kaupþings banka hf. til greið slu á 49.369.651 hlutum í FL Group hf. en sá banki hafði umsjón með hlutafjárútboðinu. Til tryggingar endurgreiðslu lánsins voru einungis hin keyptu hlutabréf. Stím ehf. keypti hlutabréfin á 14,7 krónur á hvern hlut samkvæmt hlutafjárútboðinu. Gengi þeirra 4. janúar 2008 nam 13,2 krónum á hvern hlut samkvæmt upplýsingum sem ákærði fékk. Var verðmæti hinna veðsettu hluta því aðeins um 90% af lánsfjárhæðinni við útgreiðslu peningamarkaðslánsins. Ákærði lét bankann veita lánið þótt ekki væru fyrir hendi fulln ægjandi tryggingar fyrir endurgreiðslu þess og heildarskuldir félagsins langt umfram verðmæti eigna. Í lánsbeiðninni kom fram að útistandandi lánveiting Glitnis banka hf. til Stíms ehf., næmi alls 19.996.000.000 krónum og að veðþekja fyrir henni væri 93% m iðað við að markaðsvirði hvers hlutar í FL Group hf. væri 13,2 krónur og hvers hlutar í Glitni banka hf. 21,3 krónur. Með ákvörðun um veitingu peningamarkaðslánsins olli ákærði þannig Glitni banka hf. verulegri fjártjónshættu og jók auk þess án heimildar h eildaráhættu bankans af lánveitingum til Stíms ehf., sem fór við lánveitinguna upp í um 20,7 milljarða króna. Lánið til Stíms ehf. var veitt til tveggja vikna. Það var síðan framlengt í þrígang án frekari trygginga, fyrst frá 18. janúar 2008 til og með 2. febrúar s.á., því næst frá 2. febrúar s.á., og að lokum frá 18. febrúar 2008 til og með 7. nóvember 2008, en til greiðslu á síðastnefndum gjalddaga voru 829.709.795 krónur. Í nóvember 2008 voru greiddar alls um 467.000.000 krónur upp í peningamarkaðslánið en sú greiðsla kom til vegna skuldajöfnuðar. Bú Stíms ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta 24. maí 2012 og lauk skiptum 30. ágúst 2013, eins og nánar er rakið í I. ákærulið. Eftirstöðvar peningamarkaðsláns Glitnis banka 30 hf. til Stíms ehf. sem ákærði samþyk kti 4. janúar 2008 nema í það minnsta um 360.000.000 króna og verður að telja þær með öllu tapaðar bankanum. III Á hendur ákærða Jóhannesi fyrir umboðssvik, sem framkvæmdastjóra markaðsviðskipta Glitnis banka hf., kt. , Kirkjusandi í Reykjavík, og ákærða Þorvaldi Lúðvík, sem forstjóra og hluthafa í Sögu Capital fjárfestingarbanka hf., kt. , Hafnarstræti 53 á Akureyri, fyrir hlutdeild í umboðssvikum ákærða Jóhannesar. GLB FX fagfjárfestasjóðurinn, kt. , Kirkjusand i í Reykjavík var í vörslu Glitnis banka hf. samkvæmt sérstökum samningi og heyrði undir Glitni sjóði hf., kt. . Sjóðnum var stýrt af undirmönnum ákærða Jóhannesar á markaðsviðskiptasviði bankans. Umboðssvik ákærða Jóhannesar fólust í því að hann misnot aði aðstöðu sína og stefndi fjármunum GLB FX fagfjárfestasjóðsins í verulega hættu þegar hann gaf undirmanni sínum fyrirmæli á tímabilinu 6. til 29. ágúst 2008 um að sjóðurinn keypti víkjandi skuldabréf að fjárhæð 1.004.131.944 krónur í eigu Sögu Capital f járfestingarbanka hf., útgefið af Stími ehf. með útgáfudegi 26. nóvember 2007, þótt skuldabréfið væri án fullnægjandi trygginga og skuldir Stíms ehf. langt umfram verðmæti eigna. Kaupin voru gerð 28. eða 29. ágúst 2008 með undirritun samnings um framvirk k aup GLB FX fagfjárfestasjóðsins á víkjandi skuldabréfinu. Samningurinn var dagsettur 18. ágúst 2008 og með lokadegi 19. nóvember 2008 en á þeim degi greiddi sjóðurinn Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. alls 1.221.485.090 krónur fyrir skuldabréfið. Eignir GLB FX fagfjárfestasjóðsins, 28. ágúst 2008, voru að markaðsvirði 8.099.770.274 krónur og hinn 29. ágúst 2008, 8.275.477.126 krónur. Námu kaupin á skuldabréfinu því um 15% af heildareignum GLB FX fagfjárfestasjóðsins. Hið víkjandi skuldabréf Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. á hendur Stími ehf. kom í stað víkjandi lánssamnings milli sömu aðila frá 16. nóvember 2007 að fjárhæð 1.000.000.000 króna. Sá lánssamningur var með gjalddaga 19. nóvember 2008 og var liður í fjármögnun kaupa FS 37 ehf. (síðar Stíms ehf.), á hlutum í Glitni banka hf. og FL Group hf. sem fjallað er um í I. ákærulið. Greiðsluskuldbinding Stíms ehf. gagnvart Sögu Capital fjárfestingarbanka hf., samkvæmt skuldabréfinu, var víkjandi gagnvart 19.538.481.818 króna láni Glitnis banka hf. til Stíms ehf. sem fjallað er um í I. ákærulið. Sú lánveiting var þannig forgangslán gagnvart láni Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. til Stíms ehf. Tryggingar Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. fyrir fjárkröfu samkvæmt skuldabréfinu voru áðurnefnd hlutabréf Stíms ehf. í Glitni og FL Group, sbr. ákæruliðir I og II. Þær urðu ekki virkar fyrr en að forgangsláninu uppgreiddu auk þess sem Stími ehf. var óheimilt að greiða inn á kröfu Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. fyrr en forgangslánið var uppgreitt. Þegar ákærði Jóhannes lét GLB FX fagfjárfestasjóðinn kaupa hið víkjandi skuldabréf í ágúst 2008 vissu ákærðu eða máttu vita að eigið fé skuldarans Stíms ehf. var neikvætt og eignir félagsins höfðu rýrnað verulega. Þannig lá fyrir að síðasta skráða gengi hluta í FL Group hf., áður en ákærði Jóhannes gaf fyrirmæli um kaupin var 6,58, en það var 6. júní 2008 þegar félagið var afskráð af hlutabréfamarkaði. Á þeim degi sem samningur um framvirk kaup á víkjandi skuldabréfinu var dagsettur, 18. ágúst 2008, var dagslokag engi í Glitni banka hf. 15,75. Eins og verðmæti eigna Stíms ehf. var þegar viðskiptin áttu sér stað og vegna víkjandi stöðu skuldabréfsins gagnvart forgangsláni Glitnis banka hf. fékk GLB FX fagfjárfestasjóðurinn ekki fullnægjandi tryggingar fyrir greiðslu skuldabréfsins. Ákærðu var því báðum ljóst eða mátti vera ljóst að yfirgnæfandi líkur voru á því að hið víkjandi skuldabréf á hendur Stími ehf. fengist ekki greitt á gjalddaga 19. nóvember 2008, sem var jafnframt lokadagur framvirka samningsins. Ákærði Þo rvaldur Lúðvík var forstjóri og stærsti einstaki hluthafi í Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. Hlutdeildarbrot hans fólst í því að hann sótti á og hvatti ákærða Jóhannes til að finna kaupanda að hinu víkjandi skuldabréfi í því skyni að Saga Capital fjárfe stingarbanki hf. fengi efndir fjárkröfu sinnar á hendur Stími ehf. Hafði ákærði Þorvaldur Lúðvík samráð við ákærða Jóhannes sem miðaði að því að Glitnir banki hf. myndi sjá til þess að Saga Capital fjárfestingarbanki hf. fengi efndir fjárkröfu sinnar. Ákær ði Þorvaldur Lúðvík vissi eða mátti vita að langlíklegast væri að krafan samkvæmt skuldabréfinu myndi ekki fást greidd af skuldara þess, Stími ehf., á gjalddaga 19. nóvember 2008. Einnig átti Saga Capital, og ákærði fyrir hönd bankans, aðkomu að Stími ehf. frá upphafi viðskipta þess félags með hlutina í Glitni og FL Group. Með efndum GLB FX fagfjárfestasjóðsins, 19. nóvember 2008, á 31 framvirka samningnum um kaup á víkjandi skuldabréfinu, fékk Saga Capital fjárfestingarbanki hf. fjárkröfu sína á hendur Stími ehf. að fullu greidda frá GLB FX fagfjárfestasjóðnum. Með háttsemi sinni stefndu ákærðu fjármunum GLB FX fagfjárfestasjóðsins í verulega hættu enda var þannig velt yfir á sjóðinn allri áhættu Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. sem eiganda fjárkröfunnar á hendur Stími ehf. samkvæmt skuldabréfinu. Krafan fékkst ekki greidd á gjalddaga skuldabréfsins 19. nóvember 2008 og er nú töpuð vegna gjaldþrots Stíms ehf., sbr. I. ákærulið. Tjón GLB FX fagfjárfestasjóðsins vegna framangreindrar háttsemi ákærðu nemur 1.2 21.485.090 krónum. IV Háttsemi ákærða Lárusar, samkvæmt I. og II. ákærulið, og háttsemi ákærða Jóhannesar, samkvæmt III. ákærulið, er talin varða við 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Háttsemi ákærða Þorvaldar Lúðvíks, samkvæmt III. ákærulið, er talin varða við 249. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 22. gr. þeirra laga. Er þess krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Ákærðu neita sök. Af hálfu verjenda er krafist sýknu og að sakarkostnaður, þ.m.t. málsvarn arlaun, verði greiddur úr ríkissjóði. Mál þetta var upphaflega dæmt í héraði 21. desember 2015 að lokinni aðalmeðferð. Var málinu áfrýjað til Hæstaréttar. Með dómi Hæstaréttar í máli nr. 90/2016, sem upp var kveðinn 1. júní sl., var hinn áfrýjaði dómur ó merktur ásamt meðferð málsins frá upphafi aðalmeðferðar og því vísað heim í hérað til úrlausnar á ný. I a. Slit Glitnis banka hf. Íslandsbankinn var stofnaður 7. júní 1904 og var bankinn í eigu ríkisins. Á árinu 1930 var nafni bankans breytt í Útvegsbanki Íslands og hét bankinn því nafni allt til ársins 1990, er nafni hans var á ný breytt í Íslandsbanka. Vorið 1997 var Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. stofnaður og tók bankinn við öllum eignum, skuldum og skuldbindingum Fiskveiðasjóðs Íslands, Iðnlánas jóðs, Útflutningslánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs, öðrum en þeim sem ráðstafað var með öðrum hætti samkvæmt lögum um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins. Ríkissjóður var eigandi alls hlutafjár í bankanum við stofnun hans. Á árinu 1998 hófst einkavæðing ríkisbankanna og lauk henni í nóvember 1999 að því er varðaði Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. Á árinu 2000 sameinuðust Íslandsbanka hf., sem þá hafði verið einkavæddur, og Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf. Nafni bankans var nokkru síðar breytt í Glitni banka hf. Samkvæmt heimild í 100. gr. a. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 5. gr. laga nr. 125/2008, tók Fjármálaeftirlitið 7. október 2008 yfir vald hluthafafundar í Glitni banka hf., vék stjórn hans frá og setti yfir hann skilanefnd. Með ákvörðun Fj ármálaeftirlitsins 14. sama mánaðar var eignum Glitnis banka hf. með nánar tilteknum undantekningum ráðstafað til nýs banka, sem nú ber heitið Íslandsbanki hf. b. Upphaf rannsóknar málsins 1. Lánveitingar Glitnis banka hf. til Stíms ehf. Upphaf rannsóknar þess sakamáls sem hér er til úrlausnar má rekja til þess að með bréfi 4. desember 2009 vísaði Fjármálaeftirlitið til embættis sérstaks saksóknara rannsókn Fjármálaeftirlitsins á kaupum Stíms ehf. á hlutabréfum í Glitni banka hf. og FL Gro up hf. og tengdum ráðstöfunum. Í kærunni kemur fram að árið 2007 hafi Glitnir banki hf. átt mikið af eigin hlutabréfum og hlutabréfum FL Group hf., stærsta eiganda sínum. Fram kemur að krosseignarhald þyki almennt óæskilegt, bæði að mati yfirvalda sem og a f hálfu erlendra matsfyrirtækja. Þá væru takmörk fyrir heimildum fjármálafyrirtækja til að kaupa eigin bréf samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. Því hafi verið mikilvægt fyrir bankann að geta selt þessi bréf. Samkvæmt upplýsingum Fjármálaeftirlitsins hafi Glitnir banki hf. boðið útvöldum viðskiptavinum að fjárfesta í einkahlutafélaginu Stími, en félaginu hafi verið ætlað að vera eignarhaldsfélag um stóran hlut í Glitni banka hf. og FL Group hf. Félagið hafi upphaflega borið nafnið FS 37 ehf. Í nóvember 2007 hafi Stím ehf. keypt 4,1% hlut í FL Group hf. og 4,3% hlut í Glitni banka hf., fyrir samtals um 25 milljarða króna. Stærstur hluti þeirra hlutabréfa sem Stím ehf. hafi keypt hafi komið úr eigin bókum Glitnis banka 32 hf. Hluthafar í Stími ehf. hafi samtals l agt fram 2 milljarða króna í hlutafé, en Glitnir banki hf. og aðrir aðilar lánað félaginu það sem á hafi vantað, eða um 23 milljarða króna. Tryggingin sem lögð hafi verið fram fyrir láni Glitnis banka hf. til Stíms ehf., auk eigin fjár félagsins, hafi veri ð hlutabréf sem Stím ehf. hafi keypt í FL Group hf., auk sölu og veðsetningarbanns á eignum félagsins. Glitni banka hf. hafi ekki tekist að selja nema 67,5% hlutafjár Stíms ehf. en bankinn hafi sjálfur lagt fram 32,5% hlutafjár í félaginu. Í kæru Fjármálaeftirlitsins kemur fram að Glitnir banki hf. hafi fengið Fons hf. til að vera milligönguaðila um frekari fyrirgreiðslu Glitnis banka hf. við Stím ehf. til þess að félagið gæti keypt hlutabréf í FL Group hf. og Glitni banka hf. Framkvæmdin ha fi verið sú að Glitnir banki hf. hafi lánað Fons hf. sem lánað hafi Stími ehf. í gegnum eignarhaldsfélag í eigu Fons hf. Svo virðist sem að það hafi verið til þess að komast hjá því að áhættuskuldbindingar Stíms ehf. birtust á lista yfir stórar áhættuskuld bindingar hjá bankanum. Skömmu eftir viðskiptin hafi gengi hlutabréfa Glitnis banka hf. og FL Group hf. lækkað svo verðmæti trygginga Stíms ehf. hafi farið niður fyrir samningsbundið lágmark. Glitnir banki hf. hafi í desember 2007 gert tilraun til veðkalls með því að hvetja Stím ehf. til þess að lagfæra stöðuna, annað hvort með því að bæta við tryggingum eða greiða inn á lánið um þremur vikum eftir að viðskiptin höfðu átt sér stað. Samið hafi verið um frest og virðist sem Glitnir banki hf. hafi ekki gert fr ekari reka að veðköllum eftir það. Sem dæmi um fjárhagslega stöðu Stíms ehf. megi nefna að aðeins þremur vikum eftir að Stím ehf. hafi keypt áðurnefnd hlutabréf hafi gengi þeirra lækkað það mikið að eiginfjárstaða félagsins hafi farið úr því að vera 2 mill jarðar króna í að vera neikvæð um rúmlega 2 milljarða króna. Eigið fé Stíms ehf. hafi því tapast með öllu á innan við þremur vikum frá því félagið var stofnað en eftir það hafi lánveitendur verið með yfirráð yfir félaginu. Í janúar 2008 hafi verið hlutafj áraukning í FL Group hf. Hafi Glitnir banki hf. veitt Stími ehf. viðbótarlán fyrir 725 milljónum króna, með veði í hlutabréfum í FL Group hf, svo Stím ehf. gæti tekið þátt í útboðinu. Eftir því sem gengi hlutabréfa í Glitni banka hf. og FL Group hf. hafi l ækkað hafi orðið ljóst að Stím ehf. gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Í mars 2008 hafi Stím ehf. selt hluta af eignum sínum til fjögurra félaga í eigu Stíms ehf., sem Stím ehf. hafi ætlað að selja hvert fyrir sig. Það hafi ekki borið árangur. Félö gin hafi borið nöfnin Yfir heiðar ehf., Hnokki ehf., Hvannborg ehf. og Skarfhóll ehf. Félögin hafi eftir stofnun virst vera keypt af Glitni banka hf. Ekkert félaganna hafi lagt fram auknar tryggingar en gerður hafi verið samningur um hagnaðarhlutdeild mill i lántakendanna og Glitnis banka hf. Glitnir banki hf. hafi ekki tengt saman skuldbindingar Stíms ehf. og tengdra aðila í skýrslu yfir stórar áhættuskuldbindingar bankans. Svo virðist sem sú ráðstöfun að selja hluta eigna Stíms ehf. til hinna fjögurra féla ga hafi verið gerð til þess að fela vægi áhættuskuldbindingarinnar gagnvart Fjármálaeftirlitinu. Glitnir banki hf. hafi fært óverulegt afskriftarframlag vegna skuldbindinga Stíms ehf. þrátt fyrir að stjórnendum bankans hafi verið ljóst að verðmæti undirlig gjandi trygginga væri komið langt niður fyrir virði skuldbindinga og skilmála lánssamninga. Fjármálaeftirlitið telji að háttsemi Glitnis banka hf. og stjórnenda bankans í tengslum við kaup Stíms ehf. á hlutabréfum í bankanum og FL Group hf. hafi á allan h átt orðið til þess að valda bankanum fjárhagslegu tjóni og verið liður í því að halda verði hlutabréfa uppi. Fjármálaeftirlitið telji ljóst af atvikum að aðgerðir Glitnis banka hf. hafi ekki þjónað viðskiptalegum tilgangi og að í þeim hafi falist alvarleg brot gegn eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum og venjum á fjármálamarkaði. 2. Kaup GLB FX fagfjárfestasjóðs á skuldabréfi útgefnu af Stími ehf. Með annarri kæru Fjármálaeftirlitsins frá 30. desember 2009 vísaði Fjármálaeftirlitið til embættis sérs taks saksóknara rannsókn vegna kaupa GLB FX fagfjárfestasjóðs á víkjandi skuldabréfi útgefnu af Stími ehf. að fjárhæð 1.221.485.000 krónur af Saga Capital fjárfestingarbanka hf. samkvæmt framvirkum samningi 18. ágúst 2008. Í kærunni kemur fram að uppi væri grunur um refsiverða háttsemi stjórnar Glitnis sjóða hf., sjóðsstjóra GLB FX fagfjárfestasjóðs og hugsanlega stjórnenda Glitnis banka hf. og annarra aðila. Í kærunni er því lýst að GLB FX fagfjárfestasjóður hafi verið stofnaður 16. febrúar 2007 en sjóðnu m hafi verið slitið í desember 2008 og eignir verið greiddar út til hlutdeildarskírteinishafa. Fjárfestingastefna sjóðsins hafi komið fram í reglum fagfjárfestasjóðsins. Hafi Glitnir banki hf. annast 33 vörslu sjóðsins samkvæmt samningi á milli bankans og Gli tnis sjóða hf. Fjármálaeftirlitið hafi upphaflega hafið rannsókn á tengslum Stíms ehf. við Glitni banka hf., í nóvember 2007, skömmu eftir að Stím ehf. hafi verið stofnað. Í kjölfar þess að Glitnir banki hf. hafi verið tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu í lok október 2008 hafi Fjármálaeftirlitið hafið rannsókn á málefnum Stíms ehf. að nýju. Sú rannsókn hafi einkum lotið að fjármögnun félagsins og ráðstöfunum sem fylgt hafi í kjölfar stofnunar þess. Þeirri rannsókn hafi lokið með kæru Fjármálaeftirlitsins ti l embættis sérstaks saksóknara 4. desember 2009. Meðal þess sem vakið hafi athygli Fjármálaeftirlitsins hafi verið aðkoma Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. að viðskiptunum, sem borið hafi þess merki að Saga Capital fjárfestingarbanki hf. hafi ekki átt a ð bera fjárhagslega áhættu af lánveitingum til Stíms ehf. Fjármálaeftirlitið hafi þó ekki undir höndum samninga um skaðleysið í þessum viðskiptum en telji þó sterkar vísbendingar um að skaðleysi af lánveitingum til Stíms ehf. hafi verið lofað með einhverju m hætti. Aðkoma Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. að Stími ehf. hafi verið tvíþætt. Annars vegar hafi Saga Capital fjárfestingarbanki hf. keypt 15% hlut í Stími ehf. en selt 10% hlut áfram til annarra aðila. Í árslok 2007 hafi Saga Capital fjárfestingarb anki hf. metið félagið Stím ehf. verðlaust og afskrifað eign sína í því að nær fullu. Hins vegar hafi fjárfestingarbankinn lánað Stími ehf. 1 milljarð króna til eins árs, 19. nóvember 2007. Til tryggingar hafi verið allar eignir félagsins á eftir skuldum v ið Glitni banka hf. að fjárhæð 19,6 milljarða króna. Saga Capital fjárfestingarbanki hf. hafi 18. ágúst 2008 selt einum af sjóðum Glitnis banka hf., GLB FX fagfjárfestasjóði, skuldabréfið án affalla. Rannsóknin á skuldabréfaviðskiptunum lúti að því að GLB FX fagfjárfestasjóðurinn hafi ekki keypt skuldabréfið á eðlilegum viðskiptalegum forsendum en þar með hafi hagsmunir hlutdeildarskírteinishafa sjóðsins verið virtir að vettugi sem ollið hafi þeim miklu fjárhagslegu tjóni. 3. Rannsóknaraðgerðir lögreglu Í kjölfar kæru Fjármálaeftirlitsins voru á tímabilinu frá 16. nóvember 2010 til 5. september 2012 teknar skýrslur af ákærðu í málinu. Þannig voru skýrslur teknar af ákærða Lárusi, 16. og 18. nóvember 2010, 31. nóvember 2011, 30. maí 2012 og loks 5. septembe r 2012. Skýrslur voru teknar af ákærða Jóhannesi 16. nóvember 2010, 15. júní 2011, 16. júní 2011, 2. desember 2011 og 30. maí 2012. Loks voru skýrslur teknar af ákærða Þorvaldi 16. nóvember 2010, 16. mars 2011, 16. júní 2011, 30. maí 2011, 5. desember 2011 og 30. maí 2012. Voru vitni yfirheyrð á tímabilinu frá 19. nóvember 2010 til 31. ágúst 2012. Í þágu rannsóknar málsins var farið í húsleitir 16. nóvember 2010. Gagnaöflun í þágu rannsóknarinnar var mikil. Í fyrsta lagi var um að ræða gögn sem afhent vor u lögreglu. Í öðru lagi var um að ræða gögn sem undanskilin voru bankaleynd á grundvelli laga nr. 135/2008. Í þriðja lagi var um að ræða gögn sem lagt var hald á í húsleitaraðgerðum. Í nóvember 2010 lagði embætti sérstaks saksóknara hald á tölvupósta 40 st arfsmanna Glitnis banka hf. frá tímabilinu 1. janúar 2007 til 31. desember 2008. Jafnframt var lagt hald á gögn af heimasvæðum sömu aðila frá sama tíma sem og af sameiginlegum kum borðtölva og fartölva starfsmanna. Voru gögnin flutt á rafræna gagnageymslu embættisins. Tölvupóstar voru gerðir aðgengilegir til úrvinnslu í gegnum leitarforritið Clearwell. Þá fóru fram á tímabilum á árunum 2010 og 2011 símahlustanir í þágu rannsókna r málsins hjá ákærðu og vitnum. Engar af upptökum úr símtölum voru taldar hafa sérstakt sönnunargildi í málinu og var öllum upptökunum eytt í framhaldi. Krafist var gæsluvarðhalds yfir ákærðu Lárusi og Jóhannesi vegna málsins. Ákærðu Lárus og Jóhannes voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald frá 30. nóvember 2011 til og með 7. desember 2011. Rannsóknargögn lögreglu telja samtals um 9350 blaðsíður. Ástæða er ekki talin til að gera skil hér í dómi nema á hluta af þessum rannsóknargögnum. Ákærðu og vitni gáfu s kýrslur hjá lögreglu. Skýrslur ákærðu og vitna þar verða ekki raktar í dóminum. Hins vegar verður gerð grein framburðum ákærðu og vitna hér fyrir dóminum, að því marki sem máli skiptir fyrir niðurstöðu málsins. II a. Gengi hlutabréfa í Glitni banka hf. og FL Group hf. 34 Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, sem út var gefin á árinu 2010, kemur fram að hlutabréfaverð í Glitni banka hf. hafi hækkað mjög mikið fram á mitt ár 2007 og það hafi náð hámarki í 30,90 krónum á hlut, 20. júlí það ár. Þá hafi þau byrjað að lækka og lækkað nær samfellt fram í október 2008 þegar bankinn hafi fallið. FL Group hf. hafi verið stærsti hluthafi í Glitni banka hf. á árinu 2007 og fram að falli bankans. FL Group hf. birti fréttatilkynningu 2. nóvember 2007 þar sem fram kom að afk oma félagsins væri neikvæð um 4 milljarða króna fyrstu níu mánuði ársins og neikvæð um 27,1 milljarð á þriðja ársfjórðungi. Ákvað félagið að færa allar skráðar eignir félagsins á markaðsvirði. b. Hluthafafundargerð FS37 ehf. og samþykktir fyrir Stím ehf. Meðal gagna málsins er óundirrituð hluthafafundargerð fyrir FS37 ehf. Samkvæmt fundargerðinni var hluthafafundur haldinn 10. nóvember 2007. Mættur var A í umboði allra hluthafa. Á fundinum var samþykkt að breyta nafni félagsins í Stím ehf. Þá var heimilisfangi félagsins breytt og skyldi það framvegis vera að Hafnarstræti 53 á Akureyri. Hluthafar samþykktu að setja í stjórn sem stjórnarmann, A, og meðstjórnanda, B. Framkvæmdastjóri var kjörinn A og skyldi hann jafnframt vera prókúruhafi. Samþykktu hluthafar að hækka hlutafé félagsins um 2 milljarða króna og skyldi það vera í heildina 2.000.500.000 krónur. Óundirritaðar samþykktir fyrir Stím ehf. eru á meðal gagna málsins og eru þær dagsettar 14. n óvember 2007. III a. Lán Glitnis banka hf. til Stíms ehf. skv. I. kafla ákæru Málsatvik að baki I. og II. kafla ákæru eru að mestu óumdeild. Ákærði Lárus lýsti því fyrir dómi að síðla árs 2007 hafi þær hugmyndir orðið til innan Glitnis banka hf. að st ofna skuldsett eignarhaldsfélag sem halda myndi utan um hlutabréf í Glitni banka hf. og FL Group hf. Að verkefninu yrðu fengnir fagfjárfestar. Ekki kvaðst ákærði viss um hvort einhver einn hafi í upphafi átt hugmyndina að viðskiptunum en hugmyndin hafi þró ast innan bankans í samstarfi starfsmanna. Hafi hugmyndin meðal annars verið rædd í ferð yfirmanna innan bankans til Rússlands síðla árs 2007. Ákærði hafi komið að þessari vinnu. Hafi hann meðal annars rætt þá hugmynd við ákærða Þorvald hvort Saga Capital fjárfestingarbanki hf. vildi koma að verkefninu með þeim hætti að finna fjárfesta fyrir norðan sem kæmu inn með fjármagn. Eftir fyrstu hugmyndir hafi verkefnið þróast áfram og einhverjir þeirra fjárfesta sem upphaflega hafi verið með helst úr lestinni. Það hafi leitt til þess að Glitnir banki hf. hafi sjálfur komið að verkefninu með því að eignast 32,5% hlut í Stími ehf. í gegnum dótturfélag bankans STM ehf. Lánveiting til FS37 ehf., sem síðar hafi orðið Stím ehf., hafi verið tekin upp í áhættunefnd 12. nóv ember 2007. Á þeim fundi hafi verið samþykkt lánveiting til félagsins allt að 24 milljörðum króna. FS37 ehf. hafi verið flokkað í áhættuflokki 7, samkvæmt reglum stjórnar Glitnis banka hf. um lán og markaðsáhættu frá 2. október 2007 og lánareglum bankans. Miðað við þá flokkun og eiginfjárgrunn bankans hafi lánveitingin verið rétt yfir þeim mörkum sem áhættunefnd hafi getað ákveðið. Við slíkar aðstæður hafi áhættunefnd sent mál fyrir stjórn Glitnis banka hf. sem tekið hafi ákvörðun um viðskiptamörk einstakra viðskiptavina. Hafi stjórn bankans ein getað hækkað viðskiptamörkin. Engin nefndarmanna í áhættunefnd hafi veitt því athygli að samþykkt áhættunefndar hafi verið umfram þau mörk sem nefndinni hafi verið heimilt að samþykkja. Þá hafi enginn annar er setið hafi fund nefndarinnar, svo sem fulltrúar áhættustýringar bankans, lánastjóri eða framkvæmdastjóri lögfræðisviðs veitt þessu athygli. Hafi verið um hreina yfirsjón að ræða hjá öllum er setið hafi fundinn. Ákærði hafi litið svo á að það hafi fremur verið áh ættustýringar, lánastjóra eða framkvæmdastjóra lögfræðisviðs að fylgjast með mörkum fyrir áhættunefnd í hverju og einu máli. Áhættunefnd hafi einnig, með millifundarsamþykkt, samþykkt lánveitingar til Stíms ehf., 4. janúar 2008, að fjárhæð ríflega 750 mill jóna króna. Með sama hætti og varðandi fund í áhættunefnd 12. nóvember 2007 hafi áhættunefnd yfirsést að verið væri að veita samþykki fyrir lánveitingu sem verið hafi umfram heimildir áhættunefndar. Það hafi einnig verið yfirsjón og enginn nefndarmanna eða annarra á fundi veitt þessu athygli. Í gögnum málsins kemur fram að áhættunefnd Glitnis banka hf. hafi verið æðsta lánanefnd bankans. Í nóvember 2007 áttu sæti í nefndinni ákærði Lárus, sem forstjóri bankans og var hann jafnframt 35 formaður nefndarinnar, C, fjármálastjóri bankans, D, E, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, F af fyrirtækjasviði og G af fyrirtækjasviði. Fundi nefndarinnar, án atkvæðisréttar, sátu H, yfirmaður áhættustýringar Glitnis banka hf., og I, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs bankan s. Á fundum nefndarinnar voru að auki, og án atkvæðisréttar, lánastjórar er fóru með einstök lánamál fyrir nefndina. Í framburði ákærða Lárusar og meðlima áhættunefndar fyrir dóminum kom fram að áhættunefnd hafi getað afgreitt einstök lánamál utan funda og hafi til þess þurft samþykki tveggja áhættunefndarmanna og hafi annar þeirra þurft að vera formaður eða varaformaður nefndarinnar. Samkvæmt gögnum málsins sendi J, lánastjóri ákærða, Lárusi tölvupóst föstudaginn 9. nóvember 2007 sem bar yfirskriftina ,, upplýsingar um hver sé mótaðili eða tengiliður vegna pappíra, hvert sé nafn félagsins, hverjir séu stjórnarmenn í félaginu, hver sé prókúruhafi, hvaðan bréfin komi, þ.e. hvort eigen dur eignarhaldsfélagsins eigi einhver bréf sem þurfi að koma á móti eða hvort K miðlari eigi að finna þau, hvað verði keypt mikið í hvoru félagi, þ.e. Glitni banka hf. og FL Group hf., hvort það nemi 4,9% og hvort ákærði hafi einhverja skoðun á kjörum. Fy rstu merki þess að lánveitingar til félagsins FS37 ehf., sem síðar varð Stím ehf., hafi verið bornar upp í áhættunefnd Glitnis banka hf., eru frá því er H yfirmaður áhættustýringar Glitnis banka hf. sendi áhættunefnd bankans tölvupóst mánudaginn 12. nóvemb er 2007 vegna fundar í áhættunefnd sama 2. tl. í fundargerð frá áhættunefnd frá þessum degi er tekið fyrir að nýtt eignarhaldsfélag, FS37 ehf., í eigu Samherja hf. að 45%, Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. að 25%, B að 20% og L að 10% sé að vinna að kaupum á hlutabréfum í Glitni banka hf. og FL Group hf., 4,9% hlut í hvoru félagi. Félagið heiti í upphafi FS37 ehf. en nafni félagsins verði breytt fljótl ega. Félagið hafi óskað eftir allt að 80% fjármögnun á kaupum á hlutabréfum, en líklegast verði það tæp 78%. Á bilinu 20 - 22% kæmu í eigin fé annars vegar og hins vegar víkjandi lánum frá Fons ehf., Byr sparisjóði, Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. og jaf nvel Icebank hf. Óskað sé eftir heimild til að lána FS37 ehf. allt að 80% af kaupverði 4,9% hlutar í Glitni banka hf. og 4,9% hlutar í FL Group hf. með lánsfjárhæð allt að 24 milljörðum króna. Til tryggingar láninu verði sett að veði hin keyptu hlutabréf í FL Group hf., allt hlutafé í FS37 ehf., auk sölu - og veðsetningarbanns á öðrum eignum félagsins. Inn í samþykktum félagsins verði ákvæði um að stjórn félagsins, eða öðrum þeim sem heimild hafi til að binda félagið, sé óheimilt að samþykkja hvers konar fjá rfestingar eða skuldsetningu án þess að hafa áður aflað skriflegs samþykkis lánveitenda félagsins á hverjum tíma eða önnur ákvæði sem tryggi sömu niðurstöðu. Í lok lánamálsins er samþykkt að ljúka málinu á þeim nótum sem lagt var fram. Mánudaginn 12. nóve mber 2007 sendi L tölvupóst til ákærða Lárusar þess efnis að hann hefði ekki áhuga á því að taka þátt í Stím - viðskiptunum. Fram kemur að L lítist illa á markaðinn sem stendur og hann haldi að hann þurfi að eyða þó nokkru fé umfram þetta til að bæta ,,margi markaði og ef markaðurinn taki dýfu eins og L haldi að búast megi við. Fimmtudaginn 15. nóvember 2007 sendi fjármálastjóri Samherja hf. J lánastjóra í Glitni banka hf. tölvupóst varðandi verkefnið Stím. Er því lýst að Samherji hf. sé ekki reiðubúinn að taka þátt í verkefninu. Fyrir því eru tilgreindar nokkrar ástæður, þ. á m. að Samherji hf. eigi erfitt að sjá hagnaðarvon í verkefninu þar sem hækkun á gengi bréfa Glitnis banka hf. og FL Group hf. þurfi að lágmarki að vera 18,5% p.a. til að standa undir vöxtum og kostnaði og lán frá Glitni banka hf. og Sögu Capital fjárafestingarbanka hf. gangi fyrir við uppgjör á félaginu eftir tvö ár. Þá hafi upphaflegar forsendur breyst verulega þar sem Samherji hf. sé nú sá eini af upphaflegum hluthöfum með 45% hlut. Með kaupsamningi 14. nóvember 2007 seldi markaðssvið Glitnis banka hf. einkahlutafélaginu FS37 um 4,3% af skráðum hlutabréfum á nafnvirði 640.000.000 í Glitni banka hf. Gengi bréfanna var 25,5. Jafnframt var félaginu selt um 4,1% af skráðu hlutafé í FL Group hf. á nafnvirði 380.000.000 á genginu 22,05. Kaupverð var nálægt skráðu gengi bréfanna á þeim tíma í Kauphöll Íslands. Sama dag tilkynnti Glitnir banki hf. Kauphöllinni um viðskipti FS37ehf. með 640.000.000 hluti í Glitni banka hf. og 380.000.000 hluti í FL Group hf. Sama dag keypti Glitnir banki hf. allt hlutafé í einkahlutafélaginu FS39, að nafnvirði 500.000 krónur. Seljandi var CF Fyrirtækjasala ehf. Einkahlutafélagið FS39 varð síðar að STM ehf., sem átti 32,5% hlut í Stími e hf. 36 Lánssamningur á milli Glitnis banka hf. sem lánveitanda og FS 37 ehf. er dagsettur 16. nóvember 2007. Með samningnum lánaði Glitnir banki hf. félaginu 19.538.481.818 krónur vegna kaupa á 4.1% hlut í FL Group hf. og 4.3% hlut í Glitni banka hf. Undir lánssamninginn rita fyrir hönd lánveitanda ákærði Lárus og E framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis banka hf. Sama dag voru undirritaðar yfirlýsingar og handveðsyfirlýsingar hluthafa í FS37 ehf. þar sem hluthafarnir settu Glitni banka hf. að handveði 100 % hlutafjár í FS37 ehf. að nafnverði 2.000.500.000 krónur. Sama dag veittu hluthafar FS37 ehf. Glitni banka hf. umboð til þess, yrði lán Glitnis banka hf. gjaldfellt, að selja hlutabréf í eigu félagsins í heild eða að hluta á verðbréfamarkaði. Náði umboðið til að ráðstafa söluandvirðinu til greiðslu á eftirstöðvum lánssamningsins. Mánudaginn 19. nóvember 2007 sendi M, þá framkvæmdastjóri Glitnis fjárfestinga, ákærða Lárusi tölvupóst með fjárfestingartillögu sem gerði ráð fyrir að félagið STM ehf., sem áður hét FS39 ehf., eignaðist 32,5% hlut í Stím ehf. Ákærði Lárus samþykkti fjárfestingartillöguna samdægurs í tölvupósti. E, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans og fulltrúi í áhættunefnd hans, C fjármálastjóri bankans og fulltrúi í áhættunefnd og F fullt rúi í áhættunefnd samþykktu fjárfestingartillöguna í tölvupóstum þennan dag. Sama dag sendi J lánastjóri tölvupóst til K, miðlara í Glitni banka hf., þess efnis að láta þyrfti hluthafa í FS37 ehf. vita um hvaða fjárhæðir sé að tefla og hvert þeir eigi að b orga sinn hlut. Sama dag sendi K miðlari tölvupóst með skilaboðum um að Glitnir banki hf. láni BLÓ ehf., félagi í eigu N, peningamarkaðslán yfir nóttu til að ljúka fjármögnun hlutafjárframlags hluthafa í FS38 ehf. Þriðjudaginn 20. nóvember 2007 sendi J l ánastjóri tölvupóst til H, yfirmanns áhættustýringar, með uppfærðum upplýsingum um hvernig Stím - viðskiptin hefðu endað, sem lagt hafi verið fyrir fund áhættunefndar, mánudaginn 12. nóvember 2009, til samþykktar. Yfirmaður áhættustýringar svarar lánastjóran um samdægurs og spyr hvort þess sé óskað að málið verði tekið fyrir á fundi næsta dag. Lánastjórinn svarar um hæl og kveður ákærða Lárus ætla að fara í gegnum málið svo allir væru á sömu blaðsíðu um hvernig málið hafi endað. Lánveitingar til Stíms ehf. vo ru aftur bornar upp í áhættunefnd Glitnis banka hf., 20. nóvember 2007. Í fundargerð frá þeim degi, en ákærði Lárus sat fundinn, er fært að áhættunefnd hafi á fundi 12. nóvember 2007 samþykkt lánamál vegna kaupa FS37 ehf. á hlutum í FL Group hf. og Glitni banka hf., allt að 4,9% í hvoru félagi. Nokkrar breytingar hafi orðið á málinu í vinnslu en nýtt eignarhaldsfélag FS37 ehf., sem verði Stím ehf., hafi keypt 4,1% hlut í FL Group hf. og 4,3% hlut í Glitni banka hf. Eigendur félagsins séu B og félagar að 32, 5%, Saga Capital fjárfestingarbanki hf. að 15%, SPV fjárfestingar að 10%, félagið BLÓ ehf. í eigu N að 10% og STM ehf. að 32,5%. STM ehf. sé nú í eigu Glitnis banka hf. en hluturinn sé ætlaður til sölu og sé unnið að því að finna fjárfesta til að taka hlut inn. Kaupverð og þóknanir Víkjandi lán sé frá Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. og FS38 ehf., sem sé að öllu leyti í eigu Fons ehf., upp á 3,5 millja rða króna. Eigið fé sé 2 milljarðar króna. Lagt sé fram til staðfestingar frá áhættunefnd lán til FS37 ehf. að fjárhæð 19,6 milljarðar króna, með lánstíma 1 ár, sem sé ráðstafað til kaupa á 4,1% hlut í FL Group hf. og 4,3% hlut í Glitni banka hf. Lánshlutf all sé 78%. Veðköll séu í 85% miðað við 118% þekju og í 90% miðað við 111% þekju. Til tryggingar séu settir 380 milljón hlutir í FL Group hf. sem séu allir hinir keyptu hlutir, allt hlutafé í FS37 ehf., auk sölu - og veðsetningarbanns á öðrum eignum félagsi ns. Inni í samþykktum félagsins sé ákvæði um að stjórn félagsins eða öðrum þeim sem heimild hafi til að binda félagið, sé óheimilt að samþykkja hvers konar fjárfestingar eða skuldsetningu án þess að hafa áður aflað skriflegs samþykkis lánveitenda félagsins á hverjum tíma. Málið var samþykkt í áhættunefnd á þann veg. b. Lán Glitnis banka hf. til Stíms ehf. skv. II. kafla ákæru Þriðjudaginn 4. desember 2007 birtist fréttatilkynning í Kauphöll Íslands þess efnis að O, sem verið hefði aðstoðarforstjóri FL Group hf. frá árinu 2006, hefði tekið við starfi sem forstjóri félagsins af P, sem léti af störfum. Þá var tilkynnt að FL Group hf. hefði ákveðið að ráðast í hlutafjárútboð til að auka hlutafé félagsins. Samkvæmt áskriftareyðublaði frá 17. desember 2007 sk ráði Stím ehf. sig fyrir 49.369.651 hlut í hlutafjárútboði FL Group hf. fyrir 725.733.870 milljónir króna. Í tilboðinu kemur fram 37 að gjalddagi greiðslunnar sé föstudagurinn 4. janúar 2008, kl. 16.00. Kaupþing banki hf. sjái um hlutafjárútboðið fyrir hönd F L Group hf. Undir eyðublaðið ritar A fyrir hönd Stíms ehf. Þriðjudaginn 18. desember 2007 sendi J lánastjóri tölvupóst til A, starfsmanns Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. og framkvæmdastjóra Stíms ehf. Ber pósturinn yfirskriftina veðkall. Kveðst lánas tjórinn vera að senda veðkall frá 6. desember. Fram kemur að lánastjórinn láti einnig fylgja drög að bréfi frá Stími ehf. með beiðni um að tryggingar verði ekki seldar. Lánastjórinn þurfi að fá þetta undirritað til baka. Í viðhengi með tölvupóstinum er veð kall dagsett 6. desember 2007 til Stíms ehf. Í veðkallinu kemur fram að samkvæmt lánssamningi frá 16. nóvember 2007 sé hlutfall trygginga komið niður fyrir skilgreind mörk. Er viðskiptavinurinn hvattur til að lagfæra stöðuna, annað hvort með því að bæta vi ð tryggingum eða greiða inn á lánið. Fram kemur að lánið hafi numið 19.725.182.866 krónum en nemi nú 21.457.959.558 krónum. Greiða þurfi inn á lánið 3.198.519.024 krónur. Með tölvupóstinum fylgdi einnig yfirlýsing vegna stöðu trygginga hjá Stími ehf. vegna frestunar á innlausn trygginga. Í bréfinu kemur m.a. fram að lántaka sé ljóst, að veðhlutfall samkvæmt samningi sé nú komið undir tilskilin mörk, eða niður í 108,8% og hafi bankinn sett fram veðkall. Af þessu tilefni lýsi lántaki því yfir að fyrir brýna b eiðni hans hafi bankinn fallist á að réttur til sölu á hlutabréfasafninu verði ekki nýttur að svo stöddu. Um leið leysi lántaki bankann undan ábyrgð á hvers konar tjóni, beinu sem afleiddu, sem kunni að hljótast af frestun á sölu hlutabréfasafnsins. Miðv ikudaginn 19. desember 2007 sendi M, yfirmaður Glitnis fjárfestinga, tölvupóst á F fram að bankinn sé að taka á sig tap upp á um 650 milljónir króna vegna FS39 ehf. F svarar M næsta dag og spyr hvort M sjái fyrir sér að bankinn skrifi FS39 ehf. niður. M svarar um hæl að félagið sé 0 króna virði. Q framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar svarar þessum tölvupósti og leggur til í framhaldi að fjárfestingin verði afskrifuð strax. Föstudaginn 4. janúar 2008, kl. 13.51, sendi J lánastjóri tölvupóst til áhættunefndar Glitnis banka hf. með tillögu um lánveitingu til Stíms ehf. að upphæð 753 milljónir króna. Tekið er fram að þess sé farið á leit að umsóknin verði afgr eidd milli funda í áhættunefnd. Er þess óskað að peningamarkaðslán verði veitt vegna þátttöku Stíms ehf. í hlutafjárútboði FL Group hf. Gjalddagi greiðslunnar sé sama dag. Í lánamáli, sem umsókninni fylgdi, kemur meðal annars fram að 4. janúar 2008 hafi tr yggingaleg staða láns Glitnis banka hf. að fjárhæð 19,5 milljarðar króna verið 93% miðað við markaðsvirði hlutabréfa í FL Group hf. og Glitni banka hf. Sama dag kl. 13.55 sendi A, starfsmaður Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. og framkvæmdastjóri Stíms ehf., tölvupóst á J lánastjóra þar sem þess er óskað að Glitnir banki hf. fjármagni kaup Stíms ehf. á ríflega 49 milljónum hluta í FL Group hf. sem félaginu hafi verið úthlutað í desember 2007. Miðað við gengi á útboðsdegi sé heildarfjármögnunin sem óskað sé eftir lánveitingu 725.733.870 krónur. Síðar sama dag kl. 14.39 sendi ákærði Lárus tölvupóst á J lánastjóra og til fulltrúa í áhættunefnd Glitnis banka hf. þar sem ákærði lýsir því að hann sé tilneyddur til að samþykkja þessa skammtímalánveitingu í ljó geti. Þennan sama dag kl. 15.50 sendi D, meðlimur í áhættunefnd bankans, tölvupóst á áhættunefnd og J lánastjóra þar sem D lýsir þeirri skoðun sin ni að í ljósi þess hve eignastaða Stíms ehf. sé veik þurfi hann frekari útskýringar áður en slíkt lán sé samþykkt. Ef ekki komi til beinn fjárstuðningur frá hluthöfum muni félagið ekki geta staðið í skilum, nema miklar breytingar verði á íslenskum hlutabré famarkaði. Þennan sama dag, kl. 16.21, sendi J lánastjóri tölvupóst á D og aðra meðlimi áhættunefndar þar sem hún gerir grein fyrir því að þar sem greiða hafi þurft út fjárhæðina þennan dag hafi hún sett greiðsluna af stað með skriflegt samþykki ákærða Lár usar og fjármálastjóra bankans í hendi og munnlegt samþykki framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Miðað við núverandi stöðu á hlutabréfamarkaði sé eignastaða Stíms ehf. í mínus. Ekki hafi verið ræddur frekari stuðningur hluthafa. Leggi hún til að málið verði rætt frekar á fundi í áhættunefnd næsta miðvikudag. D svarar um hæl og kveður áhættunefnd þurfa að ræða Stím ehf. þar sem vindur sé úr seglum. C fjármálastjóri sendi skriflegt samþykki sitt í tölvupósti næsta morgun. Fram kemur að samþykkið þarfnist samþykkis stjórnar Glitnis banka hf. og muni ákærði Lárus taka það til athugunar. 38 H, yfirmaður áhættustýringar Glitnis banka hf., sendi tölvupóst föstudaginn 4. janúar 2008, kl. 16.55, til ákærða Lárusar og C fjármálastjóra þar sem fram kemur að málið h afi farið svo hratt í gegn að H hafi ekki séð að það þarfnaðist staðfestingar stjórnar Glitnis banka hf. miðað við áhættuflokk Stíms ehf. Mörk fyrir áhættuflokk 7 séu 8% af eiginfjárgrunni, um 16 milljarðar króna. Félagið sé með þessu að fara í tæpan 21 mi lljarð króna. H spyr ákærða Lárus og C hvað þeir vilji gera. M, yfirmaður Glitnis fjárfestinga, sendi J lánastjóra tölvupóst, 6. janúar 2008, í tilefni af beiðni Stíms ehf. um lánafyrirgreiðslu vegna þátttöku í hlutafjárútboði FL Group hf. frá í desember 2007. Í póstinum kemur meðal annars fram að dótturfélag Glitnis banka hf. eigi 32,5% hlut í Stími ehf. Þessi eignarhlutur hafi verið færður niður í desember 2007 í ljósi verðþróunar á mörkuðum. Miðvikudaginn 9. janúar 2008 var fundur í áhættunefnd Glitn is banka hf. Á meðal fundarefna var lánamál Stíms ehf., sem þá var komið í áhættuflokk 8. Er lagt til að félaginu verði veitt lán að fjárhæð 753 milljónir króna til kaupa á hlutabréfum vegna hlutafjárútboðs í FL Group hf. Í fundargerð kemur fram að mörk fy rir síðustu lánveitingar hafi ekki verið skráð, en það lán hafi numið 20 milljörðum króna. Mörk sem þurfi fyrir þessa lánveitingu séu 760 milljónir króna. Lagt sé til að mörkin verði 20.760.000.000 króna til að hin eldri mörk verði skráð. Er í niðurlagi bó kað að málinu sé vísað til stjórnar Glitnis banka hf. Sama dag kl. 11.13 sendi J lánastjóri tölvupóst til ákærða Lárusar þar sem hún leitar upplýsinga um hvort ákærði hafi farið með lánveitingu til Stíms ehf. fyrir stjórn bankans. Ef svo sé ekki sé spurnin g hvort þau ættu ekki að bæta inn útlánaígildum vegna skuldastýringar. Hafi ákærði Jóhannes mikinn áhuga á því að fá félagið í skuldastýringu. Ákærði Lárus svarar tölvupóstinum, föstudaginn 11. janúar 2008, með þeim skilaboðum að fara þurfi í allsherjar yf irhalningu á málinu, sem ákærði hafi beðið M yfirmann í Glitni fjárfestingum að kíkja á. Áhættunefnd hafi ekki verið mjög jákvæð á skuldastýringuna. Þriðjudaginn 15. janúar 2008 sendi M tölvupóst á ákærða Lárus og C, fjármálastjóra Glitnis banka hf., þar sem M lýsir því að staða Stíms ehf. eftir þennan dag sé þannig að eigið fé félagsins sé neikvætt um 6,8 milljarða króna. Ein leið væri hugsanleg en hún sé að fara í fjárhagslega endurskipulagningu félagsins, sem feli í sér niðurfærslu á hlutafé félagsins helst niður í 0 krónur, bæði eldra og yngra víkjandi láni yrði breytt í hlutafé, láni frá Glitni banka hf. upp á 1000 milljónir yrði breytt í hlutafé og hluta af forgangsláni Glitnis banka hf. yrði breytt í forgangshlutabréf. M kveðst þurfa að fá athugasem dir við hugmyndirnar frá ákærða og C til að geta reifað þær við fulltrúa Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. á fundi næsta dag. Önnur leið, sem ekki sé vinsæl, sé að allir sem eigi tapaða peninga í félaginu afskrifi þá. Glitnir banki hf., Saga Capital f járfestingarbanki hf. og Stím ehf., gerðu með sér hagnaðarhlutdeildarsamninga 28. janúar 2008. Í inngangi kemur fram að Glitnir banki hf. og Stím ehf. hafi gert með sér 19,5 milljarða króna og 725 milljónir króna lánssamninga vegna kaupa á hlutabréfum í Gl itni banka hf. og FL Group hf. Saga Capital fjárfestingarbanki hf. hafi jafnframt gert lánssamning við Stím ehf., upphaflega að fjárhæð 1 milljarður króna. Glitnir banki hf. og Saga Capital fjárfestingarbanki hf. hafi óskað eftir við Stím ehf. að félagið l egði fram frekari tryggingar til að mæta þeim mismun sem sé annars vegar á uppgreiðsluverðmæti lána til þeirra og markaðsverðmæti hlutabréfanna. Hafi Glitnir banki hf. og Stím ehf. komið sér saman um að gerð samnings um hagnaðarhlutdeild sem Stím ehf. gefi út til Glitnis banka hf. annars vegar og Saga Capital fjárafestingarbanka hf. hins vegar. Samþykkir Stím ehf. að greiða Glitni banka hf. 100% af þeim hagnaði sem myndist hjá lántaka í tvö ár frá gildistöku samningsins. Sunnudaginn 27. janúar 2008 sendi H, yfirmaður áhættustýringar Glitnis banka hf., tölvupóst á meðlimi áhættunefndar þar sem óskað er samþykkis milli funda á lánamáli til Stíms ehf. Með tölvupóstinum fylgdu í viðhengi skjöl varðandi lánamálið. Þar kemur meðal annars fram að þess hafi verið óskað af Stími ehf. að félagið færi í skuldastýringu hjá Glitni banka hf. Farið sé fram á 500 milljóna króna lán vegna skuldastýringarinnar. Þá hafi lán til Stíms ehf. í janúar, að fjárhæð 735 milljónir króna, verið í formi peningamarkaðsláns til tveggja vikna með framlengingu til 3ja mánaða. Ætlunin hafi verið að selja hlutabréf sem keypt hafi verið. Í ljósi verðfalls á hlutabréfum sé þess nú óskað að peningamarkaðslánið verði framlengt í um 10 mánuði. Loks sé óskað 500 milljóna króna lánveitingar til að dekka vexti lánsins sem tekið hafi verið í nóvember 2007. Í skjölum lánamálsins kemur fram að 25. janúar 2008 sé tryggingarstaða forgangslánsins frá í nóvember 87% miðað við gengi hlutabréfa í Glitni banka hf. og FL Group hf. Sama dag sendi D meðlimur í áh ættunefnd tölvupóst til annarra meðlima áhættunefndar og 39 yfirmanns áhættustýringar varðandi millifundarsamþykktina. Kveðst D greiða atkvæði gegn lánveitingunni. Bankinn hafi þegar tapað bæði á eignarhlut í Stím ehf. og eins varðandi forgangslánið. Ekki sé ástæða til að fresta vandamálinu, auk þess sem ekki sé ástæða til að auka áhættu lántakandans. Í beinu framhaldi þessa sendi yfirmaður áhættustýringar tölvupóst á ákærða Lárus með þeim skilaboðum að ákærði verði að ræða við D þar sem D sé búinn að neita. Á kærði svarar um hæl og kveðst vera að reyna að ná af D. Yfirmaður áhættustýringar svarar því til að ákærði verði að muna eftir því að málið þurfi síðan að fara fyrir stjórn aftur ef verið sé að hækka mörkin og örugglega ef ákærði sé ekki þegar búinn að því nú þegar. Ákærði svarar og kveðst fara með málið næsta þriðjudag. Ákærði sendi síðan tölvupóst á D með þeim skilaboðum að D eigi að hringja í ákærða. Síðar þennan dag sendi D tölvupóst á meðlimi áhættunefndar og yfirmann áhættustýringar með þeim skilaboðu m að hann samþykki lánamálið, eftir að hafa betur áttað sig á því hverju bankinn væri að reyna að ná fram með lánveitingunni. Samkvæmt fundargerð stjórnar Glitnis banka hf., frá mánudeginum 28. janúar 2008, var undir liðnum ýmis mál tekin fyrir beiðni St íms ehf. um viðskiptamörk. Í fundargerðinni kemur fram að ákærði Lárus hafi kynnt tillögu um að hækka viðskiptamörk Stíms ehf. vegna skuldastýringar sem félagið væri að ganga inn í gagnvart Glitni banka hf. Hækka þurfi mörkin um 500 milljónir króna vegna þ eirrar ráðagerðar. Þau viðskiptamörk sem gerð hafi verið tillaga um hafi þess vegna verið 21,8 milljarður króna sem sé fyrir neðan CAD hlutfall sem Glitnir banki hf. miði við sem hámark gagnvart einum mótaðila, en fari fram úr heimild áhættunefndar. Stjórn Glitni banka hf. samþykkti tillöguna. Meðal gagna málsins eru hluthafafundargerðir vegna félaganna Hnokka ehf., Hvannborga ehf., Skarfhóls ehf. og Yfir heiðar ehf., en fundargerðirnar eru allar samhljóða og dagsettar 28. mars 2008. Samkvæmt fundarger ðunum var mættur á fund B, stjórnarmaður í Stími ehf., eina hluthafa félagsins. Samþykkt var að breyta nafni Stíms ehf. í Hnokka ehf., Hvannborgir ehf., Skarfhól ehf. og Yfir heiðar ehf. Í stað núverandi stjórnarmanna tók R sæti í stjórn félaganna sem stjó rnarformaður en S varð varamaður í stjórn. Sama dag voru undirritaðir nýir lánssamningar milli Glitnis banka hf. og þessara félaga þar sem hvert og eitt félag tók að láni 2,7 milljarða króna. Til tryggingar voru sett hlutabréf í FL Group hf., sem keypt vær u fyrir andvirði lánsins, allt hlutafé í félögunum, auk þess sem sölu - og veðsetningarbann var sett á aðrar eignir félaganna. Undir lánssamninga ritar ákærði Lárus fyrir hönd Glitnis banka hf. en B fyrir hönd félaganna. Með kaupsamningi 28. mars 2008 sel di Glitnir banki hf. allt hlutafé í eignarhaldsfélaginu STM ehf. til Gnúps fjárfestingarfélags ehf. Kaupverðið var 1.000 krónur. Með yfirlýsingum 24. júní 2008 lýsti ákærði Lárus yfir, fyrir hönd Glitnis banka hf., að bankinn, sem eini kröfuhafi einkahluta félaganna Hnokka, Hvannborga, Skarfhóls og Yfir heiðar, að bankanum væri fullkunnugt um fjárhagsstöðu félaganna. Afsalaði bankinn sér öllum kröfum á hendur stjórnarmönnunum, R og S, vegna ábyrgðar þeirra sem stjórnarmanna að því er varðaði samninga sem fél agið hefði gert og varðaði skyldur til aðgerða sem hvíldu á stjórnarmönnum lögum samkvæmt til þess að tilkynna félagið til gjaldþrotaskipta ef og þegar það ætti við. Skuldbatt bankinn sig til að framselja ekki lán félaganna til þriðja aðila án skriflegs sa mþykkis stjórnarmannanna. Þá skuldbatt bankinn sig til þess að óska ekki eftir gjaldþrotaskiptum á búi félaganna, enda myndu stjórnarmenn ekki skuldbinda félögin með frekari fjárfestingum. Loks ábyrgðist bankinn greiðslu kostnaðar vegna færslu bókhalds, en durskoðunar og annars lögmælts kostnaðar sem félli á félögin til að standa fyrir lögmæltum skilum á skattskýrslum og ársreikningum. Með úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur 9. febrúar 2011 voru bú félaganna Hnokka ehf., Hvannborga ehf., Skarfhóls ehf. og Yfir heiðar ehf. tekin til gjaldþrotaskipta. Glitnir banki hf. lýsti kröfum í öll þrotabúin. Var skiptum á þessum félögum lokið á grundvelli 155. gr. laga um gjaldþrotaskipti nr. 21/1991 þar sem engar eignir fundust í þessum búum. c. Innri reglur Glitnis banka h f. um lánveitingar 1. Reglur stjórnar Glitnis banka hf. um lán og markaðsáhættu frá 2. október 2007 Almennar reglur Glitnis banka hf. um útlán og markaðsáhættu voru samþykktar í stjórn Glitnis banka hf. 2. október 2007. Reglurnar varða lánastefnu bankans, út lánareglur og útlánaferla, lánanefndir, markaðsáhættu, heimildamörk, útlánaheimildir og mörk, vanskil, vanefndir og viðurlög. Í reglunum kemur 40 fram að Glitnir banki hf. leitist við að takmarka stórar útlánaáhættur. Þannig megi engin einstök langtímaútlánaá hætta vera hærri en 20% af eiginfjárgrunni bankans á samstæðugrundvelli. Langtímamörk fyrir einstaka stóra útlánaáhættu skuli takmarkast við viðskiptavini sem eru í áhættuflokkum 1 - 5 miðað við áhættumatslíkan bankans. Sérstaklega skuli þess gætt að meta lá nshæfi viðskiptavinar, gæði trygginga eða annarra áhættuþátta, sem og eðli útlánaáhættunnar og eðlilega áhættu hennar. Fram kemur að áhættunefnd sé skipuð af framkvæmdastjóra. Beri áhættunefnd ábyrgð á stjórnun og eftirliti með allri útlánaáhættu, markaðsá hættu og mótaðilaáhættu Glitnis banka hf. á samstæðugrundvelli. Geri áhættunefnd tillögur um útlánaheimildamörk fyrir útlánanefndir bankans og ákveði útlánareglur. Setji áhættunefnd útlánaheimildir fyrir viðskiptavini bankans og ákveði útlánaheimildir viðs kiptavina í samræmi við samþykkt heimildamörk, sem séu hluti af reglunum. Í ákvæðum um heimildamörk kemur fram að áhættunefnd og útlánanefndir hafi heimild til að samþykkja lánveitingar og markaðsáhættumál eftir töflu sem fram kemur í reglunum. Um sé að ræ ða hámarksheimildamörk sem stjórn hafi samþykkt. Í reglunum kemur m.a. fram að fyrir viðskiptavin í áhættuflokki 7 miðist heimild áhættunefndar við 8% af eiginfjárgrunni. Viðskiptamörk skuli taka til heildarskuldbindinga viðskiptavinar ásamt fjárhagslega t engdum aðilum. Leiki vafi á hvort skuldbinding samrýmist lánastefnu bankans eða lánareglum skuli leitað til lánaeftirlits til að staðfesta ákvörðun. Stjórn Glitnis banka hf. leggi ríka áherslu á að reglunum verði fylgt og líti á það sem algert forgangsatri ði að allir starfsmenn hlíti þeim. Brot á reglunum geti varðað áminningu og geti leitt til brottreksturs. Reglurnar séu gefnar út samkvæmt lögum um viðskiptabanka, nr. 161/2002. 2. Útlánahandbók Útlánahandbók Glitnis banka hf. er ætlað að veita heildarsýn yfir útlánastýringarskipulag og útlánaafgreiðsluferli Glitnis banka hf. Gildir handbókin fyrir alla starfsemi og rekstur Glitnis banka hf. Samkvæmt ákvæðum um viðskiptamörk skal Glitnir banki hf. leitast við að takmarka mikla útlánaáhættu, þ.e. útlánaáhættu sem sé meiri en 10% af reglubundnu eiginfjárhlutfalli. Þannig megi engin einstök langtímaútlánaáhætta vera hærri en 20% af vegnu eiginfjárhlutfalli Glitnis banka hf. á samstæðugrundvelli. Sérst aklega skuli þess gætt að meta lánshæfi viðskiptavinar, endurgreiðslugetu, gæði trygginga eða annarra áhættuþátta, sem og eðli útlánaáhættu og eðlilega áhættu hennar. Allar áhættur séu metnar á samstæðugrundvelli hvað varði viðskiptamörk. Óheimilt sé að dr aga frá vegna veða eða annarra trygginga. Áhættunefnd hafi heimild til að samþykkja útlánabeiðnir í samræmi við heimildatöflu sem stjórn samþykki. Viðskiptamörk séu hlutfall af CAD eigin fé og endurspegli hæstu viðskiptamörk. Í reglunum kemur fram að stjór n Glitnis banka hf. hafi endanlegt vald varðandi lánveitingar og mótaðilaáhættu. Hafi stjórnin umsjón með og beri ábyrgð á að fylgjast með útlánastarfsemi bankans á samstæðugrundvelli og beri ábyrgð gagnvart hluthöfum og eftirlitsaðilum. Stjórnin hafi enda nlegt ákvörðunarvald í Glitni banka hf. um lánveitingaákvarðanir sem séu umfram mörk áhættunefndar. Þegar sérstaklega sé þörf og eingöngu ef viðskiptahagsmunir Glitnis banka hf. knýi á um ákvörðunina, áður en komi að næsta reglulega stjórnarfundi Glitnis b anka hf., sé formanni stjórnar heimilt að samþykkja einstök viðskiptamörk á grundvelli tillagna áhættustýringar. Slíkar ákvarðanir beri að staðfesta og færa í fundargerð næsta stjórnarfundar. Almennt skuli bankinn kappkosta að draga úr áhættu að því marki sem mögulegt sé með formlegum veðum, tryggingum, samningum og öðrum mildandi þáttum. Trygging sé metin á markaðsvirði eða kaupverði, eftir því hvort sé lægra. Áskilji Glitnir banki hf. sér þann rétt að leita eftir óháðu mati á veðsettum eignum nema viðski pti með þær séu víðtæk. Virði veðsettra trygginga skuli endurmetið við árlega endurskoðun lánsins. Þess skuli gætt að meta ábyrgðaraðila og fjárhagsstöðu þeirra og taka tillit til binditímayfirlits tryggingarinnar og viðkomandi upphæðar. Ef arðsöm veðbréf séu veðsett skuli nota rauntíma til að virkja veðköll og gæta þess að fylgjast vel með slíku veði. 3. Handbók Glitnis banka hf. um lánshæfismat og handbók um lánamál. Áhættunefnd Glitnis banka hf. samþykkti handbók fyrir bankann um lánshæfismat á fundi sín um 7. nóvember 2007. Þá gaf Glitnir banki hf. út handbók um lánamál á árinu 2004. Í handbókinni er vikið að helstu starfsreglum, útlánategundum, afleiðusamningum, tryggingum, einstaklingslánum, fjármögnun 41 fyrirtækja, lánum til húsfélaga, flokkun og greinin gu útlána, frágang lánsskjala og tryggingarskjala, vanskilum og loks greiðslukortum. Í þeim kafla handbókarinnar er fjallar um ábyrgðir kemur fram að til að tryggja greiðslu skuldar í samræmi við lánareglur Glitnis banka hf. fari bankinn nánast án undantek ninga fram á að settar séu tryggingar sem felist annars vegar í veðrétti og hins vegar í ábyrgð þriðja aðila. Í ákvæðum um útreikning á útlánaígildi afleiðusamninga kemur fram að afleiðuviðskipti feli í sér mótaðilaáhættu. Þessi áhætta felist einkum í brey tingum sem kunni að verða á undirliggjandi þáttum á samningstímabilinu ef viðskiptavinir standi ekki við gerða samninga. Til að mæla þá áhættu sé notast við hugtak sem kallað sé útlánaígildi sem metið sé sem ákveðið hlutfall af nafnvirði samnings. d. Kau p GLB FX fagfjárfestasjóðs á skuldabréfi útgefnu af Stími ehf. skv. III. kafla ákæru Reglur GLB FX fagfjárfestasjóðs eru frá 16. febrúar 2007. Fram kemur að rekstrarfélag sjóðsins sé Glitnir sjóðir hf. Sé fagfjárfestasjóðurinn rekinn af rekstrarfélagi ver ðbréfasjóða samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. GLB FX fagfjárfestasjóðurinn sé sjóður um sameiginlega fjárfestingu. Sé sjóðurinn rekinn sem ein heild. Séu fjárfestingar fjármagnaðar með útgáfu hlutdeildarskírteina og útgáfu skuldaviðurkennin ga. Ábyrgð á greiðslu á skuldbindingum sjóðsins sé fólgin í þeim eignum sem sjóðurinn eigi hverju sinni. Beri rekstrarfélag, vörslufyrirtæki eða viðskiptabanki sjóðsins ekki ábyrgð á skuldbindingum sjóðsins. Markmið sjóðsins sé langtímahækkun eigna með fjá rfestingum í gjaldmiðlum og stefnt sé að hærri ávöxtun en endurhverfir vextir Seðlabanka Íslands hverju sinni. Verði notast við samninga um stundarviðskipti, framvirka samninga og samninga með afleiðuviðskipti. Sé heimilt að fjárfesta í fjármálagerningum t engdum gjaldmiðlum, s.s. vaxtaafleiðum, skuldabréfum, víxlum, höndum rekstrarfélags sjóðsins. Hafi rekstrarfélag sjóðsins gert samkomulag við FX Advisory sem einnig sé innan Glitnis banka hf. um umsjón með fjárfestingum sjóðsins. Hafa Glitnir sjóðir hf. gert samning við Glitni banka hf. um vörslu og umsjá eigna sjóðs ins. Gefi rekstrarfélag sjóðsins út hlutdeildarskírteini fyrir eignarréttindum í sjóðnum í formi hlutdeildarskírteina til þeirra sem fái sjóðnum fjármuni til ávöxtunar. Hlutdeildarskírteini skuli hljóða á nafn. Fram kemur í 12. gr. reglna sjóðsins að hlutd eildarskírteinishafar séu eigendur sjóðsins. Þann 26. nóvember 2007 gaf Stím ehf. út víkjandi skuldabréf að fjárhæð 1.004.131.944 krónur til Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. Samkvæmt skuldabréfinu skyldi höfuðstóll skuldarinnar, sem var í íslenskum kr ónum, endurgreiðast með einni afborgun 19. nóvember 2008. Vextir skyldu vera 3ja mánaða REIBOR eins og þeir væru skráðir af Seðlabanka Íslands á hverjum tíma, að viðbættu föstu 7% vaxtaálagi. Forsendur skuldabréfsins voru að útgefandi nýtti andvirði skulda bréfsins, ásamt öðrum lánum og eigin fé, til að kaupa hlutabréf í Glitni banka hf. og FL Group hf., samtals að fjárhæð 25 milljarðar króna. Yrðu þessi hlutabréf eina eign útgefanda. Ætti kröfuhafi rétt til 4% af þeim hagnaði, að frádregnum fjármagnskostnað i, sem myndast hefði hjá útgefanda, 19. nóvember 2008. Við útreikning hagnaðarhlutdeildar skyldi markaðsvirði hlutabréfanna leiðrétt vegna hækkunar eða lækkunar hlutafjár og skiptingar eða samruna viðkomandi, ef við ætti. Skyldi hagnaðarhlutdeildin greidd með reiðufé fimm virkum dögum eftir það tímamark, ef réttur til hennar myndaðist. Skuldabréfið skyldi vera víkjandi gagnvart láni útgefanda, Stíms ehf., upphaflega við Glitni banka hf. að fjárhæð allt að jafnvirði 19,6 milljarðar króna. Í því fælist að ekk i væri heimilt að greiða nokkrar greiðslur á grundvelli skuldabréfsins í heild eða að hluta eða greiða vexti án þess að forgangslánið væri uppgreitt eða að fyrir lægi skriflegt samþykki lánveitanda forgangslánsins. Væri kröfuhafa og útgefanda óheimilt að b reyta eðli skuldabréfsins sem víkjandi láns án þess að fyrir lægi skriflegt samþykki lánveitanda forgangslánsins. Undir skuldabréfið ritar sem stjórnarmaður, fyrir hönd Stíms ehf., A. Undir rannsókn málsins afhenti ákærði, Þorvaldur Lúðvík, lögreglu hand ritaða vinnudagbók sína. Samkvæmt afriti úr vinnudagbók ákærða frá 11. desember 2007 hefur ákærði, að því er ætla verður, rætt þann dag við ákærða Jóhannes um stöðu FS37 ehf. gagnvart lánadrottnum og hugsanlegt fjárinnstreymi í félagið. Fram kemur að staða Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. sé sú að hlutabréf bankans í félaginu sé tapað og að 80% af hinu víkjandi láni sé tapað. Viðfangsefnið sé bókhaldsleg staða um áramót. 42 Þriðjudaginn 15. janúar 2008 sendi M, yfirmaður Glitnis fjárfestinga, E, framkvæmd astjóra fyrirtækjasviðs Glitnis banka hf., tölvupóst varðandi málefni Stíms ehf. Í tölvupóstinum kemur fram að ákærði Þorvaldur sé að koma næsta dag til að ræða málefni Stíms ehf. Hafi ákærði Jóhannes óskað eftir nærveru M, auk annarra starfsmanna Glitnis banka hf. Telji M rétt að E viti af fundinum ef hann vilji setja einhverja línu fyrir fundinn. Í vinnudagbók ákærða Þorvaldar, frá 16. janúar 2008, er skráður fundur í Glitni banka hf. um málefni Stíms ehf. Fram kemur að einhugur sé um að breyta lánssamn ingi Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. gagnvart Stími ehf. í óskráð skuldabréf sem sett verði í veltubók. T lögfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis banka hf. fari í málið. Tiltekinn starfsmaður Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. muni sinna málinu fyrir bankann. Undir rannsókn málsins aflaði lögregla minnispunkta endurskoðenda Sögu Capital fjárfestingarbanka hf., en KPMG ehf. annaðist endurskoðun fyrir bankann. Í dagbók U endurskoðanda er ritað, 13. febrúar 2008, að málefni Stíms ehf. séu til meðferðar . Ætli ákærði Þorvaldur að útvega óyggjandi staðfestingu á ábyrgð á útláni bankans. Ef slík staðfesting kæmi ætti það að vera í lagi. Næst ritar endurskoðandinn minnispunkta varðandi málefni Stíms ehf., 22. febrúar 2008. Er ritað að við skoðun á virði skul dabréfs frá Stími ehf. hafi vaknað spurningar um tryggingar eða virði bréfsins. Fram hafi komið að Stím ehf. hafi einungis verið stofnað um kaup á hlutum í Glitni banka hf. og FL Group hf. Ljóst megi vera að eigið fé félagsins sé brunnið upp við markaðsaðs tæður í árslok og að líkur séu á að hluti skulda félagsins verði ekki endurgreiddar. Í ljósi þessa hafi hlutafé Sögu Capital fjárfestingarbanka hf., að fjárhæð 125 milljónir króna, verið fært niður í 12 þúsund krónur. Til að tryggja sér endurgreiðslu láns bankans til félagsins hafi Saga Capital fjárfestingarbanki hf. gert samning um hagnað af hlutdeild við Glitni banka hf. Samkvæmt útreikningi sérfræðings Glitnis banka hf. sé verulegt virði í þessum samningi. Eins hafi V, framkvæmdastjóri áhættustýringar Sö gu Capital fjárfestingarbanka hf., verið fenginn til að reikna út virði samkomulagsins. Hafi hann metið það á 4240 milljónir króna. Þessi trygging leiði til þess að ekki sé talin ástæða til að færa niður skuldabréfið, auk yfirlýsingar ákærða Þorvaldar þar sem hann fullyrði að Glitnir banki hf. muni ekki láta Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. verða fyrir áföllum vegna þessa. W einn endurskoðenda Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. sendi ákærða Þorvaldi tölvupóst 14. febrúar 2008 í framhaldi af fundi þeir ra sama morgun, með beiðni um gögn sem vanti vegna staðfestingar á ársreikningi. Staðfestingu vanti frá Glitni banka hf. vegna Stíms skuldabréfsins, þ.e.a.s. að Glitnir banki hf. ábyrgist að Saga Capital fjárfestingarbanki hf. verði skaðlaus komi til greið slufalls á bréfinu. Ákærði Þorvaldur Lúðvík sendi U endurskoðanda tölvupóst 22. febrúar 2008 varðandi málefni Stíms ehf. Í tölvupóstinum tekur ákærði fram að samkvæmt virðismati Glitnis banka hf. og áhættustýringar Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. séu verðmæti fólgin í vilnunareignum Stíms ehf. sem tryggja ætti skilvísa greiðslu þeirra krafna sem Saga Capital fjárfestingarbanki hf. eigi á hendur Stími ehf., kæmi til slita á félaginu. Þessi vilnun sé metin á rúmlega 4 milljarða króna. Sé horft fram hjá á ætlaðri eign félagsins í vilnunum horfi Saga Capital fjárfestingarbanki hf., við mat á greiðslufallsáhættu, til þess að Stím ehf. sé að stórum hluta í eigu Glitnis banka hf., að ein helsta eign félagsins sé í Glitni banka hf., að einn stærsti kröfuhafi á h endur félaginu sé Glitnir banki hf. og að félagið sé í skuldastýringu innan fjárstýringar hjá Glitni banka hf. Af því megi ljóst vera að ólíklegt megi telja að félagið virði ekki skuldbindingar sínar gagnvart Sögu Capital fjárfestingarbanka hf., miðað við eignir, skuldir og hluthafasamsetningu þess félags. Endurskoðendur Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. rituðu minnispunkta, 18. febrúar 2011, vegna vinnu við endurskoðun ársreiknings 2007 og könnun á árshlutareikningi 2008 við mat á kröfum bankans á hend ur félaginu Stími ehf. Endurspegla minnispunktar þessir handritaða minnispunkta endurskoðandans U frá árinu 2008, sem fyrir liggja í gögnum málsins. Fram kemur að þær kröfur sem væru til umfjöllunar væru annars vegar hlutafjáreign bankans í Stími ehf. að f járhæð 125 milljónir króna og víkjandi skuldabréf Stíms ehf. að fjárhæð 1004 milljónir króna, hins vegar. Í minnispunktunum kemur fram að til að tryggja endurgreiðslu lánsins hafi bankinn gert samkomulag um hagnaðarhlutdeild við Glitni banka hf. en samkvæm t útreikningi sérfræðings Glitnis banka hf. hafi verið verulegt virði í samningnum. Yfirmaður áhættustýringar Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. hafi staðfest það. Jafnframt hafi ákærði Þorvaldur í samtölum við endurskoðendur sagt að hann teldi að Glitnir banki hf. myndi ekki láta Sögu Capital 43 fjárfestingarbanka hf. verða fyrir áföllum vegna þessa og hafi verið farið fram á staðfestingu frá Glitni banka hf. um það. Þann 6. mars 2008 hafi borist óundirritað bréf frá ákærða Jóhannesi framkvæmdastjóra markaðs viðskipta Glitnis banka hf. um að bankinn myndi ekki gjaldfella lán sín og ganga að eignum Stíms ehf., fram að gjalddaga lána félagsins við Glitni banka hf., án þess að fyrirliggjandi væri samþykki Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. Einnig hafi verið tilg reindar fleiri aðgerðir sem stefnt hafi að því að létta skuldabyrði Stíms ehf. Á fundi U endurskoðanda með ákærða Þorvaldi, 16. apríl 2008, þar sem málefni Stíms ehf. hafi verið rædd, hafi komið fram að ákærði væri þess fullviss að bankinn fengi skuldabréf ið greitt. Hann gæti þó ekki ábyrgst það með öðrum hætti en með yfirlýsingu Glitnis banka hf. auk þess sem fjárfestingarbankinn hefði gert samning um hagnaðarhlutdeild sem ætti að tryggja endurgreiðslu. Á fundinum hafi ákærði Þorvaldur rætt við ákærða Láru s í síma um málið og að sögn ákærða Þorvaldar hafi það verið niðurstaða samtalsins að ákærði Þorvaldur myndi búa til texta þar sem ákærði Lárus myndi staðfesta með formlegum hætti að Glitnir banki hf. myndi sjá til þess að Saga Capital fjárfestingarbanki h f. yrði skaðlaus af viðskiptum sínum við Stím ehf. Degi síðar hafi komið bréf frá ákærða Jóhannesi, vegna Stíms ehf., þar sem fram hafi komið að Stím ehf. hafi verið sett í skuldastýringu hjá Glitni banka hf. í samræmi við sérstakan samning þar að lútandi. Skuldastýringin miðaði við að tryggja kröfuhöfum bætta stöðu og á endanum skilvísa endurgreiðslu krafna. Í vinnu við könnun árshlutareiknings 2008 hafi komið í ljós að skuldabréf Stíms ehf. hafi enn verið í bókum bankans. Þar sem að mati endurskoðenda haf i ekki legið fyrir skrifleg staðfesting frá Glitni banka hf. um að þeir ábyrgðust greiðslu á skuldabréfi Stíms ehf. og að mikil óvissa hafi verið um hver raunveruleg fjárhagsstaða Stíms ehf. hafi verið þá hafi það verið mat endurskoðenda að skoða þyrfti hv ort ekki þyrfti að endurmeta verðmæti skuldabréfaeignar Stíms ehf. Ákærði Þorvaldur hafi sagt að hann vildi skoða málið frekar og þann 29. ágúst 2008 hafi komið tölvupóstur frá honum með undirrituðum samningi um framvirk kaup á víkjandi skuldabréfi Sögu Ca pital fjárfestingarbanka hf. Glitnir sjóðir hf. hafi keypt skuldabréfið með óafturkallanlegum hætti og ljóst að Saga Capital fjárfestingarbanki hf. hafi fengið greitt og skuldabréfið verið fært miðað við samningsbundnar forsendur. Samkvæmt gögnum málsins ræddu ákærði Jóhannes og ákærði Þorvaldur Lúðvík í síma, 16. apríl 2008, um skuldastöðu Stíms ehf. Í samtalinu lýsir ákærði Jóhannes því að það sé ekki neitt sem lagi þessa stöðu af neinu viti. Spurning sé hvort hægt sé að ,,funky - Í vinnudagbók ákærða Þorvaldar frá 4. maí 2008 er skráð að málefni Stíms ehf. hafi verið til skoðunar. Ber dagbókin með sér að um málefnið hafi fundað ákærðu Lárus og Þorvaldur og M, forstöðumaður Glitnis fjárfestinga. Hafi úrlausnir verið ræddar, svo sem skaðleysisyfirlýsing, söluréttur og rýmkun veðrýmis eða tilfærsla kröfuréttar. Í dagbókinni er sérstaklega merkt við skaðleysisyfirlýsingu. V, framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Sögu Capital fjárfestingarbanka hf., sendi ákærða Þorvaldi Lúðvík tölvupós t, 28. júlí 2008, varðandi málefni Stíms ehf. Í póstinum kemur fram að eftir bestu vitund séu eignir Stíms ehf. 12,72 milljarðar króna. Skuldir félagsins við Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. og Glitni banka hf. nemi 22,72 milljörðum króna og sé félagið 10 milljarða í mínus. Að auki séu skuldir við aðra að fjárhæð 2,83 milljarðar króna. Aukatryggingar, sem Saga Capital fjárfestingarbanki hf. hafi fengið, séu lítils virði, 1,17 milljarðar króna. Næst eru málefni Stíms ehf. færð í vinnudagbók ákærða Þorva ldar, 6. ágúst 2008. Fram kemur að skuldastýring hafi bætt stöðu félagsins um 2 milljarða króna. Kostir hafi verið ræddir eins og yfirlýsing með sterkara orðalagi, að forgangsröðun forgangsláns og víkjandi láns sé skoðað eða að lánið verði selt framvirkt. fagfjárfestasjóðurinn. Ákærði Jóhannes sendi T, lögfræðingi fyrirtækja - ráðgjafar Glitnis banka hf. tölvupóst, 11. ágúst 2008, með þeim skilaboðum hvort T væri búinn að fi nna Sögu Capital skuldabréfið. T svarar ákærða næsta dag og segir skuldabréfið aftast í viðhengi, auk þess sem frumrit nokkurra skjala séu með. Um er að ræða samninga um hagnaðarhlutdeild frá 28. janúar 2008 og samkomulag um útgáfu víkjandi skuldabréfs frá 26. nóvember 2007. Ákærði Jóhannes sendi tölvupóst á ákærða Þorvald Lúðvík, fimmtudaginn 14. ágúst framsendi ákærði Þorvaldur tölvupóst ákærða Jóhannesar til sta rfsmanna Sögu Capital fjárfestingarbanka 44 viðskipta Sögu Capital fjárfestingarbanka hf., með þeim boðum að AA eigi að setja upp framvirkan samning á GLB FX fagfjárfestasjóð til gjalddaga Stíms bréfsins. Skuldabréfið sé selt framvirkt á vöxtum Mánudaginn 18. ágúst 2008 sendi AA, yfirmaður eigin viðsk ipta Sögu Capital fjárfestingarbanka hf., tölvupóst til ákærða Jóhannesar þar sem sendur er framvirkur samningur samkvæmt samtali við ákærða Þorvald. Undirrita þurfi töluvert af skjölum eins og sjá megi. Sama dag framsendi ákærði Jóhannes umræddan tölvupós t til BB, forstöðumanns eigin viðskipta Glitnis banka hf. og gjaldeyrisstýringar, og CC, starfsmanns í gjaldeyrisstýringu Glitnis banka hf. Fimmtudaginn 21. ágúst 2008 sendi AA yfirmaður eigin viðskipta Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. tölvupóst til ákæ rða Þorvaldar varðandi Stím ehf. Kveður hann ákærða Jóhannes vera í fríi og því hafi AA ekki fengið nein viðbrögð varðandi framvirka bréfið. Muni AA hringja í ákærða aftur eftir helgi. Þriðjudaginn 26. ágúst 2008 sendi AA tölvupóst til ákærða Jóhannesar þa r sem AA grennslast fyrir um stöðuna á málinu. Ákærði svarar sama dag með þeim skilaboðum að málið sé í vinnslu. Ákærði verði í sambandi síðar sama dag. Miðvikudaginn 27. ágúst 2008 framsendi ákærði Jóhannes tölvupóstinn til BB þar sem ákærði spyr BB hvort hann sé búinn að skoða þetta. BB svarar ákærða sama dag og spyr hvort þeir eigi ekki að tala saman í síma um þetta, en slökkt hafi verið hjá ákærða þegar BB hafi reynt að hringja í hann. Ákærði Jóhannes svarar síðar þennan dag og kveðst hringja næsta morg un. Fimmtudaginn 28. ágúst 2008 sendi ákærði Jóhannes tölvupóst til BB með viðhengjum merkt lokaeintök. Ákærði kveður bréfið vera aftast í skjalinu. Þá voru vaxtakjör tilgreind. Sama dag sendi ákærði Jóhannes tölvupóst á AA, forstöðumann eigin viðskipta hjá Söga Capital fjárfestingarbanka hf., með þeim skilaboðum að verið sé að vinna í undirskriftum. Muni ákærði hringja þegar hann hafi frekari upplýsingar. Sama dag kl. 22.08 sendi BB tölvupóst á ákærða Jóhannes um að pappírar hafi verið kláraðir þennan sa ma Með samningi um framvirk kaup á víkjandi skuldabréfi á milli Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. og Glitnis sjóða hf., sem dagsettur er 18. ágúst 2008, keyptu Glitnir sjóðir hf. skuldabréf útgefið af Stími ehf., 26. nóvember 2007, að nafnverði 1.004.131.944 krónur á 1.167.936.617 krónur. Samkvæmt viðbótarskilmálum í skuldabréfinu lýstu Glitnir sjóðir hf. því yfir að sjóðurinn væri fagfjárfestir. Hefði sjóðurinn kynnt sér málefni útgefanda hins víkj andi skuldabréfs og þekkti forsögu að stofnun útgefanda, eignir og skuldir útgefanda og aðrar skuldbindingar útgefanda, þær breytingar sem gerðar hefðu verið á eignum, skuldum og skuldbindingum útgefanda frá stofnun hans og fram til þess dags sem bréfið væ ri selt. Glitnir sjóðir hf. hefðu ennfremur kynnt sér ákvæði hins víkjandi skuldabréfs í þaula og væru þess meðvitaðir að um væri að ræða víkjandi skuldabréf gagnvart láni útgefanda við Glitni banka hf. að fjárhæð 19,6 milljarðar króna. Þá væri viðskiptama nni kunnugt um að hið víkjandi skuldabréf væri án trygginga, að útgefandi ætti ekki eignir til þess að tryggja greiðslu þess og að svo kynni að fara að hið víkjandi skuldabréf fengist ekki greitt. Gætu Glitnir sjóðir hf. engar kröfur gert á hendur Sögu Cap ital fjárfestingarbanka hf. kæmi til greiðslufalls á hinu víkjandi skuldabréfi, breytingar yrðu á verðmæti þess eða öðru sem varðaði hið víkjandi skuldabréf. Undir samninginn ritar fyrir hönd Glitnis sjóða hf., BB, en fyrir hönd Sögu Capital fjárfestingarb anka hf., AA. Meðal gagna málsins er umboð vegna skilmála fyrir viðskiptavini Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. Fram kemur að á fundi stjórnar Glitnis sjóða hf., GLB FX fagfjárfestasjóðs, hafi verið ákveðið að starfsmenn Glitnis banka hf. úr gjaldeyris stýringu, þeir BB, DD og CC, gætu gert samninga á grundvelli almennra skilmála fyrir viðskiptavini markaðsviðskipta Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. sem undirritaðir hafi verið af stjórn félagsins. Það sem nefndir starfsmenn gerðu samkvæmt umboðinu skyl di vera jafngilt og stjórn félagsins hefði gert það sjálf. Yrðu gerðar breytingar á útgefnum umboðum yrði það tilkynnt bankanum. Félagið yrði bundið af öllum samningum sem þessir einstaklingar kynnu að stofna til þar til gild afturköllun bærist bankanum. U ndir umboðin rituðu úr stjórn Glitnis sjóða hf., EE og FF. Samkvæmt endurskoðunarskýrslu fyrir Sögu Capital fjárfestingarbanka hf., fyrir árið 2007, námu útlán bankans samtals 3.656 milljónum króna í árslok 2007. Fjáreignir í árslok námu 6.039 milljónum króna. Nam víkjandi skuldabréf Stíms ehf. 1.014 milljónum króna og var 17% af heildarfjáreignum 45 félagsins. Nam eigið fé bankans í árslok 2007 samtals 9.750 milljónum króna eða 25,4% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Samkvæmt árshlutareikningi Glitnis sjóða hf., fyrir fyrri hluta árs 2008, var hrein eign hlutdeildarskírteinishafa 8.010 milljónir króna. IV Skýrslur fyrir dómi a. Ákærðu Ákærði Lárus Welding kvaðst hafa tekið til starfa sem forstjóri Glitnis banka hf. 1. maí 2007. Áður hafi hann starfað í um 10 ár í íslensku bankakerfi. Hafi hann starfað sem forstjóri Glitnis banka hf. í 17 mánuði eða þangað til bankinn hafi fallið í október 2008. Ákærði kvaðst hafa setið í áhættunefnd bankans og verið formaður nefndarinnar. Sem formaður hafi hann skipað aðra ne fndarmenn til setu í nefndinni. Þá hafi ákærði setið í fjárfestingaráði bankans og fleiri nefndum á vegum bankans. Að því er áhættunefnd bankans varðaði hafi lánastjórar jafnan komið með einstök lánamál inn á borð nefndarinnar. Á fundum nefndarinnar hafi v erið fulltrúi frá áhættustýringu, auk þess sem yfirlögfræðingur bankans hafi setið fundi. Yfirlögfræðingurinn hafi ritað fundargerðir nefndarinnar. Hafi áhættustýring átt að flagga því ef nefndin færi út fyrir heimildir sínar. Áhættunefnd hafi þurft að ver a einróma í niðurstöðum sínum. Unnt hafi verið að afgreiða mál á milli funda. Til þess hafi þurft samþykki formanns eða varaformanns til viðbótar við einn nefndarmann. Slíkar ákvarðanir hafi verið staðfestar á næsta fundi nefndarinnar. Á árinu 2007 hafi ve rið nokkuð algengt að lánamál hafi verið samþykkt á milli nefndarfunda. Stjórn bankans hafi hist á fundum. Á þeim fundum hafi lánamörk einstakra viðskiptavina verið til meðferðar. Stjórn bankans hafi ekki afgreitt einstaka lánsumsóknir viðskiptavina, heldu r einungis fjallað um lánamörkin. Ákærði kvaðst telja að hugmyndin að svokölluðu Stím verkefni hafi komið frá markaðsviðskiptum Glitnis banka hf. eða verið einhvers konar samstarfsverkefni á milli markaðsviðskipta og fyrirtækjaráðgjafar Glitnis banka hf. Nokkrir viðskiptavinir bankans hafi haft áhuga á að eignast hlut í bankanum. Settur hafi verið saman hópur hluthafa í félaginu. Sá hópur hafi tekið breytingum frá fyrstu hugmyndum. Hafi málefnið verið tekið upp í áhættunefnd bankans og hugmyndin verið samþ ykkt þar. Glitnir banki hf. hafi á þessum tíma átt töluvert af hlutabréfum í FL Group hf. Ýmsir hafi komið að málinu fyrir hönd Glitnis banka hf. Ákærði kvaðst ekki hafa leitt þetta verkefni en komið að því. Hann hafi, ásamt öðrum starfsmönnum bankans, far ið í viðskiptaferð til Rússlands í nóvember 2007 þar sem þetta mál hafi sennilega verið rætt. Málið hafi verið í vinnslu á þeim tíma. Ákærði kvaðst telja að hann hafi á sínum tíma metið það svo að þær tryggingar sem Stím ehf. hafi reitt fram vegna viðskipt anna hafi verið ásættanlegar fyrir bankann. Ákærði kvaðst, í störfum sínum fyrir bankann sem forstjóri, hafa tekið allar ákvarðanir í þágu bankans sjálfs. Hafi hann farið eftir ferlum bankans og lánareglum, og aldrei hafi verið annar ásetningur en að ta ka ákvörðun sem væri best fyrir bankann. Aldrei hafi ákærði haft persónulegan ávinning af slíkum ákvörðunum enda hafi hann ekki átt hlutabréf í bankanum. Ákærða hafi á engan hátt verið ljóst hvernig hlutabréfaverð myndi þróast eftir 16. nóvember 2007. Í nó vember 2007 hafi vissulega verið blikur á lofti, ekki ósvipaðar og gerst hafi snemma árs 2006. Öllum hljóti að vera ljóst að ómögulegt hafi verið að vita með vissu hvort hlutabréf myndu hækka eða lækka. Ákærði kvaðst hafa gert sér sérstakt far um að leita ráða hjá alþjóðlegum ráðgjafa bankans þegar fjármálakerfi heimsins hafi byrjað að riða. Eins hafi ákærði reynt að hafa fullt samráð við Fjármálaeftirlitið, Seðlabanka Íslands og stjórnkerfið. Ákvörðun um að veita félaginu Stími ehf. lán hafi verið tekin f yrir á fundi áhættunefndar bankans, en nefndin hafi verið æðsta lánanefnd bankans. Lánveiting til félagsins, í nóvember 2007, hafi verið samþykkt af sex fulltrúum í áhættunefnd. Meðal þeirra hafi verið fulltrúar áhættustýringar og útlánaeftirlits bankans. Enginn hafi hreyft athugasemdum við lánveitingunni. Við ráðstöfunina hafi dregið úr fjárhagslegri áhættu Glitnis banka hf. Efnahagur bankans, þar með talið eiginfjárhlutfall, hafi styrkst með henni. Umtalsverðir fjármunir hafi streymt inn til bankans. Hafi fjárfestar þeir sem komið hafi að verkefninu lagt hátt í fimm milljarða í eigið fé og víkjandi lán inn í verkefnið. Hljóti þeir að hafa vænst þess að hlutabréf myndu hækka. Kaupin hafi verið fjármögnuð með 3,5 milljarða víkjandi láni og 2 milljörðum króna í hlutafé sem lagt hafi verið inn í Stím ehf. Samtals hafi mögulegt tap eða fjártjónshætta Glitnis banka hf. um 4,8 milljarða króna við viðskiptin. Ef ákveðið hafi verið að ráðast ekki í Stím 46 viðskiptin og Glitnir banki hf. áfram átt hlutabréfin hefði ban kinn líklega tapað að minnsta kosti 2,3 milljörðum króna meira en bankinn hafi endað á að tapa. Hafi þá verið tekið tillit til 2,5 milljarða láns sem Glitnir banki hf. hafi veitt Fons hf. í tengslum við viðskiptin. Ákvörðun um að lána félaginu Stími ehf., í janúar 2008, hafi verið tekin við aðstæður þar sem áhættunefnd hafi staðið frammi fyrir því að velja á milli tveggja kosta, að lána eða lána ekki. Hvorugur kosturinn hafi verið spennandi. Að lána félaginu ekki vegna skuldbindinga þess í tengslum við hlu tafjáraukningu í FL Group hf., hafi ekki verið nein lausn á þeim vanda sem bankinn hafi staðið frammi fyrir. Viðskiptaleg ákvörðun hafir verið tekin og hafi hún verið rökrétt í stöðunni. Ákvörðunin hafi þjónað þeim tilgangi að tryggja stöðu Glitnis banka h f. og vernda hagsmuni bankans. Saga Capital fjárfestingarbanki hf. hafi staðið að baki Stími ehf., auk þess sem hluthafar í félaginu hafi komið inn með stóran hlut í hlutafé. Allt þetta hafi aukið líkur á að félagið gæti staðið að baki fjárskuldbindingum s ínum. Bankanum hafi hreinlega borið að taka þessa ákvörðun í þeirri stöðu er upp hafi verið komin. Rétt sé að ákvarðanir áhættunefndar í báðum þessum tilvikum hafi verið utan heimilda. Því hafi ekki verið flaggað og um eins konar yfirsjón að ræða hjá áhæt tunefnd. Ákærði kvaðst ekki hafa komið að þeirri ákvörðun að Stím ehf. tæki þátt í hlutafjárútboði FL Group hf. Hann kvaðst muna eftir samskiptum við D sem setið hafi í áhættunefnd. D hafi ekki verið sáttur við viðbótarlánveitingu til Stíms ehf. Það hafi v erið skiljanlegt. Ákærði og D hafi farið yfir málið og orðið ásáttir um niðurstöðu í ljósi þeirra aðstæðna er uppi hafi verið. Miðað við að Stím ehf. hafi verið í áhættuflokki 7 hafi heimild áhættunefndar miðast við 8% af áhættugrunni. Lán það sem veitt hafi verið í nóvember 2007 hafi numið um 9% af áhættugrunni og því verið lítillega utan þessa viðmiðs. Hefði lánið verið í áhættuflokki 6 hefði það verið innan marka, því í flokki 6 hafi áhættan verið 10% af áhættugrunni. Rétt væri að lánveitingin í nóvemb er 2007 hafi verið utan þeirra heimilda er þá hafi gilt. Hafi verið um eins konar yfirsjón að ræða að áhættunefnd hafi ekki áttað sig á því að lánveitingin færi umfram mörk nefndarinnar. Reglur og ákvarðanir um áhættuflokkun hafi verið í höndum áhættunefnd arinnar sjálfrar. Ákvörðunin hafi verið langt innan þeirra reglna sem bankanum hafi verið settar af Fjármáleftirlitinu en þær hafi miðast við 25% af eiginfjárgrunni. Tilgangur áhættuflokkunarkerfis hafi verið að tryggja að eigið fé bankans væri bundið í sa mræmi við áhættu og að verðlagning til viðskiptavina endurspeglaði það. Til viðbótar hafi kerfið verið notað til að stýra heimildum til áhættutöku innan bankans. Bæði áhættustýringu og útlánaeftirliti virðist hafa yfirsést að þessi ákvörðun félli lítillega utan viðmiðanna fyrir áhættuflokk 7. Um leið og áhættustýring hafi bent áhættunefnd á það atriði hafi þetta verið leiðrétt. Ný viðskiptamörk hafi fengið samþykki stjórnar án athugasemda, á næsta reglulega fundi í stjórn í lok janúar 2008. Þetta formsatrið i hafi því verið leiðrétt. Ákærði hafi enga persónulega hagsmuni haft af þessu. Að því er varðaði einstakar bókanir af fundum áhættunefndar kvaðst ákærði í dag ekki muna sérstaklega eftir umræddum fundum, en ritaðar fundargerðir yrðu að standa fyrir þeim á kvörðunum sem teknar hafi verið. Hið svokallaða Stím mál hafi ekki verið neitt sérstaklega stórt mál í bankanum. Ákærði kvaðst ekki muna af hvaða ástæðu lánveitingin, 16. nóvember 2007, hafi verið nokkru lægri en sú heimild er áhættunefnd hafi verið búin a ð samþykkja nokkrum dögum fyrr. Ástæðan geti þó einfaldlega verið sú að ákveðið hafi verið að kaupa minna af hlutabréfum þegar upp var staðið. Ákærði kvaðst ekki muna ástæðu þess að félaginu Stími ehf. hafi á árinu 2008 verið skipt upp í nokkur félög. Sjál fsagt hafi sú ákvörðun verið fyrsti þáttur í endurskipulagningu mála félagsins. Það að skipta félaginu upp hafi eitt og sér ekki breytt neinu varðandi áhættu af félaginu. Meira hafi þurft að koma til sem sjálfsagt hafi verið ætlunin að vinna að. Þá kvaðst ákærði ekki muna eftir eða þekkja atvik að baki því að félagið FS39 ehf. hafi orðið að STM ehf. Ákærði kvaðst ekki hafa komið að samningagerð um hagnaðarhlutdeild vegna Stíms ehf. Þá kvaðst ákærði aldrei hafa lofað Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. skaðl eysi af þátttöku í Stím verkefninu. Ákærði Jóhannes Baldursson kvaðst hafa starfað sem framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis banka hf. á árunum 2007 og 2008. Innan þeirrar einingar hafi verið verðbréfamiðlun, gjaldeyrismiðlun, gjaldeyrisstýring, aflei ðuborð og greiningardeild. Lánveitingar hafi ekki verið til afgreiðslu markaðsviðskipta í bankanum, en þær hafi verið í viðskiptabankanum og á fyrirtækjasviði. Fjárfestingar í óskráðum hlutabréfum hafi verið inni í fjárfestingarbankanum. BB hafi verið fors töðumaður 47 eigin viðskipta Glitnis banka hf. og gjaldeyrisstýringar og undirmaður ákærða í þessum störfum. BB hafi einnig verið yfirmaður svonefndrar FX advisory og stýrt þar fjárfestingum. Í því starfi hafi ákærði ekki verið yfirmaður BB og hafi hann aldre i sagt honum fyrir verkum að því leyti. FX advisory hafi fallið innan Glitnis sjóða hf. og hafi yfirmenn þeirra sjóða getað gefið BB fyrirmæli varðandi fjárfestingar þar á bæ. Ákærði kvaðst hafa fært það í tal við BB hvort til greina kæmi að GLB FX fagfjárfestasjóður, sem tilheyrt hafi Glitni sjóðum hf., myndi kaupa skuldabréf útgefið af Stími ehf. í eigu Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. BB hafi í framhaldi af því tekið ákvör ðun um þau kaup. Hafi ákærði engin áhrif haft þar á, enda ekki í stöðu til þess gagnvart BB. Hafi ákærði gengið út frá því að BB myndi skoða undirliggjandi þætti sem gerðu kaupin fýsileg og hvernig þau myndu passa inn í fjárfestingastefnu BB fyrir hönd sjó ðsins. Ákærði kvaðst hafa verið fjarverandi dagana 20. til 23. ágúst 2008, að báðum dögum meðtöldum. Hafi ákærði þá verið staddur í Selá í Vopnafirði, en þar hafi ekki verið neitt símasamband. Dagana 25. ágúst 2008 til 2. september, hafi ákærði síðan verið staddur í San Sebastian á Spáni. Af þessum ástæðum standist ekki sá framburður BB að hann hafi átt fund með ákærða daginn áður en BB hafi keypt umrætt skuldabréf. Einhverju eftir þessi kaup hafi ákærði rætt þessi mál við BB í síma og BB þar viðurkennt að hafa keypt bréfið sjálfur. Lögregla hafi eytt því samtali síðar. Ákærði kvaðst hafa átt töluverða hagsmuni inni í GLB FX fagfjárfestasjóðnum, en fjárfesting ákærða þar inni hafi numið um 30 milljónum króna á árinu 2008. Sé því augljóst að ákærði hafi vilja ð sjá jákvæða en ekki neikvæða ávöxtun sjóðsins. Ákærði kvaðst hafa þekkt meðákærða Þorvald Lúðvík frá því þeir hafi verið ungir menn. Þeir væru vinir. Ákærði kvaðst sennilega hafa þekkt umræðuna um svonefnd Stím - viðskipti á sínum tíma. Hann hafi farið í f erð til Rússlands haustið 2007 þar sem þessi málefni hafi sennilega borið á góma. Kvaðst ákærði telja að hugmyndin hafi orðið til í viðræðum á milli margra manna og þá einkum innan úr fyrirtækjaráðgjöf Glitnis banka hf. Sú hugmynd hafi síðan þróast áfram. Glitnir banki hf. hafi verið búinn að safna bréfum í FL Group hf. fyrir einhvern viðskiptavin sem síðar hafi gengið úr skaftinu. Ákærði hafi hins vegar ekki þekkt hver hafi verið með þetta mál á sínu borði innan Glitnis banka hf. Hafi ákærði ekki komið að því að setja upp Stím - strúktúrinn. Ákærði kvaðst hafa staðið í þeirri trú að hann hafi fyrstur manna nefnt þessa hugmynd við meðákærða Þorvald Lúðvík um að Saga Capital fjárfestingarbanki hf. kæmi að Stím - viðskiptunum. Hann hafi síðar frétt að sennilega h afi miðlari innan Glitnis banka hf. rætt þetta fyrstur manna við meðákærða. Ákærði hafi þó rætt þetta við meðákærða áður en málið hafi farið af stað. Hafi meðákærði spurt að því hvort Saga Capital fjárfestingarbanki hf. kæmist ekki inn í lánveitingu til fé lagsins. Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. hafi verið í mun að komast að málinu og tilkynna um viðskiptin. Með því hafi bankinn viljað sýna aukna hlutdeild á markaði. Í upphafi hafi verið rætt um að Saga Capital fjárfestingarbanki hf. myndi finna fjárfes ta í verkefnið. Bankinn hafi hins vegar viljað eiga beina aðkomu sjálfur. Í ljósi alls þessa hafi verið ákveðið að skipta þóknun vegna viðskiptanna þannig að Saga Capital fjárfestingarbanki hf. fengi hluta af þóknuninni. Ákærði kvaðst hafa átt marga fundi um málefni Stíms ehf. með fulltrúum Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. Vegna tengsla við meðákærða Þorvald Lúðvík hafi Þorvaldur oft haft samband við ákærða til að óska eftir fundum um málefni. Hafi ákærði þá oft haft með það að gera að hafa milligöngu u m að stofna til funda á milli meðákærða og starfsmanna Glitnis banka hf. Ákærði myndi ekki í dag eftir því sem rætt hafi verið en ljóst væri að Saga Capital fjárfestingarbanki hf. hafi haft áhyggjur af þróun mála í ljósi gengisfalls hlutabréfa og þess að b ankinn hafi verið með víkjandi lán gagnvart láni Glitnis banka hf. Á einhverjum tímapunkti hafi fulltrúar Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. rætt um hvort til greina kæmi að breyta láni sínu í skuldabréf. Það hafi verið samþykkt af hálfu Glitnis banka hf. , enda ekki skipt máli fyrir bankann. Ákærði kvaðst ekki hafa komið að gerð svonefndra hagnaðarhlutdeildarsamninga á milli Glitnis banka hf., Stíms ehf. og Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. Sérfræðingar á afleiðudeild innan markaðsviðskipta Glitnis bank og FL Group hf. Það mat hafi verið fræðilega unnið. Þeir hafi ekki mátt hafa allar upplýsingar að baki þar sem það hafi getað verið verðmótandi, sem ekki hafi verið heimilt. Fyrirs varsmenn í bankageiranum hafi allt árið 2008 talið að botni í hlutabréfaverðum væri náð og að verð myndi fara að rísa aftur. Hafi ákærða 48 sjálfum fundist það líklegt. Staða Stíms ehf. hafi ekki verið góð á árinu 2008. Skuldastýring félagsins hafi þó skilað árangri. Ákærði hafi undirritað yfirlýsingu til Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. vegna Stíms ehf. Það hafi verið á sama tíma og félagið hafi farið í skuldastýringu. Hafi BB annast um skuldastýringuna. Ákærði kvaðst ekki muna sérstaklega eftir fundi með meðákærða þar sem kaup GLB FX fagfjárfestasjóðs á skuldabréfi Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. hafi m.a. borist í tal. Vel geti verið að slíkt hafi verið rætt. Ákærði hafi átt marga fundi um málefni Stíms ehf. Ákærði kvaðst ekki kannast við að Sögu Capi tal fjárfestingarbanka hf. eða öðrum hafi verið lofað skaðleysi vegna hinna svokölluðu Stím - viðskipta. Ákærði Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson kvaðst hafa verið einn af stofnendum Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. Bankinn hafi verið stofnaður í lok árs 200 6. Hafi ákærði starfað sem forstjóri bankans á árunum 2007 og 2008 og allar götur þar til í febrúar 2011 er hann hafi látið af störfum. Á þeim tíma sem ákærði hafi starfað sem forstjóri bankans hafi hann átt um 10 til 12% hlut í bankanum. Hafi hluthafar í bankanum gert kröfu um slíkan eignarhlut ákærða. Það hafi verið sameiginleg ákvörðun ákærða og stjórnar bankans að hann léti af störfum í ljósi þess að hann væri með réttarstöðu sakbornings í því máli sem hér sé til meðferðar. Bankinn hafi verið lítill í u pphafi starfseminnar og starfsmenn fáir og hafi þau einungis verið fjögur í upphafi. Ákærði kvaðst lítið hafa þekkt meðákærða Lárus, en meðákærða Jóhannes hafi ákærði þekkt vel á þessum tíma og þar verið bæði um viðskipta - og vinatengsl að ræða. Ákærða h afi ekki þótt neitt óeðlilegt standa að baki þeirri ákvörðun GLB FX fagfjárfestasjóðs að kaupa víkjandi skuldabréf að fjárhæð ríflega 1 milljarður króna útgefið af Stími ehf. 26. nóvember 2007 í eigu Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. Samningar um peninga þvætti og almenna viðskiptaskilmála, sem hafi verið forsenda þess að sjóðurinn mætti eiga viðskipti við fjárfestingarbankann, hafi verið undirritaðir af stjórn Glitnis sjóða hf. Samskipti starfsmanna Sögu Capital fjárfestingarbanka hf., við sjóðsstjóra GLB FX fjárfestingasjóðs og stjórnarmenn, hafi aldrei gefið til kynna að neitt óeðlilegt væri á seyði. Ákærði hafi aldrei rætt við þessa einstaklinga. Eftir að starfsmönnum Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. hafi orðið það ljóst að GLB FX fagfjárfestasjóður hafi í raun verið sami aðili og séð hafi um skuldastýringu fyrir útgefanda skuldabréfsins, hafi þeim orðið ljóst að kaup á hávaxtaskuldabréfi, útgefnu af Stími ehf. sem þá hafi verið í skuldastýringu, gæti verið eðlilegur hlutur í því að létta skuldabyrði félagsins. Upplýsingar um fjárhagsstöðu Stíms ehf. hafi ekki legið fyrir hjá Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. Þannig hafi bankinn ekki haft mikla hagsmuni af því að félagið Stím ehf. héldi áfram starfsemi. Frá öndverðu hafi hagsmunir Glitnis banka hf. v erið í öndvegi. Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. hafi orðið ljóst að margar þær forsendur, sem í upphafi hafi verið lagðar til grundvallar af hálfu Glitnis banka hf. varðandi félagið, hafi ekki staðist og þróast á annan veg en upp hafi verið lagt með. G ögn málsins leiði í ljós að 3. október 2008 hafi hagnaður af skortstöðu Stíms ehf. numið um 8 milljörðum króna. Hafi félagið hagnast um þá fjárhæð. Fyrirsvarsmenn Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. hafi engar upplýsingar haft um það á þeim tíma. GLB FX fa gfjárfestasjóður hafi því haft mun betri upplýsingar um stöðu Stíms ehf. en fjárfestingarbankinn. Að því er varðaði ástæðu þess að Saga Capital fjárfestingarbanki hf. hafi tekið þátt í fjárfestingu í Stími ehf. og svo fjárfestingum Stíms ehf., þá hafi þ að verið á mjög skýrum forsendum. Hafi bankinn tekið bæði þátt í lánveitingu og jafnframt í hlutafjárþátttöku. Allt árið 2007, eftir því sem að markaðir hafi farið að falla frá miðju ári 2007 og til hausts, hafi fjárfestingabankinn losað umtalsvert af eigi n hlutabréfaáhættu á innlendum markaði. Hafi bankinn verið búinn að losa megnið af hlutabréfaáhættu sinni þegar þarna var komið við sögu. Miðlari innan Glitnis banka hf. hafi haft samband og boðið ttu eignarhaldsfélagi með undirliggjandi hávaxtabréf. Hafi bankinn verið að leita að hávaxtabréfum. Bankinn hafi nýlega verið byrjaður og átt gríðarlega m ikið af eigið fé. Mjög þröngt hafi verið um ávöxtunarkosti á þessum tímapunkti og raunverulegt vandamál hjá bankanum að ávaxta þetta eigið fé. Upphafleg hugmynd hafi verið í þá veru að um skuldsett eignarhaldsfélag yrði að ræða og myndi það fjárfesta í hlu tabréfum í Glitni banka hf. og FL Group hf. Á þeim tíma hafi hugmyndin verið sú að fjárfestar í félaginu yrðu L, Samherji hf., Byr fjárfestingabanki og fleiri. Hafi málið í framhaldi verið rætt innan Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. Hafi niðurstaðan orð ið sú að bankinn tæki áhættu með því að 49 eignast hlut í félaginu Stími ehf. að 6,25% hluta, auk þess sem bankinn myndi veita félaginu lán upp á um 1 milljarð króna. Saga Capital fjárfestingarbanki hf. hafi átt mikið eigið fé á þessum tíma og bankinn verið a ð leita að góðum ávöxtunarmöguleika. Verð hlutabréfa hafi fallið nánast samfellt frá því um mitt ár 2007. Hafi það verið trú fyrirsvarsmanna Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. að það verðfall myndi stöðvast. Af þeim ástæðum hafi þátttaka í Stím verkefninu getað skilað bankanum góðri ávöxtun. Ákærði kvaðst sennilega hafa þekkt hvernig tryggingum bankans vegna viðskiptanna yrði háttað á sínum tíma. Hafi ákærði t.d. vitað að lán fjárfestingarbankans yrði víkjandi gagnvart láni Glitnis banka hf. til Stíms ehf. Hlutabréfin hafi haldið áfram að lækka og ljóst orðið að grípa hafi þurft til einhvers konar aðgerða eða gera eitthvað til þess að tryggja stöðu lánveitenda. Eiginfjár hluturinn hafi fljótlega orðið verðlítill eða verðlaus eða allavega lítil ábatavon í honum, nema verulegur viðsnúningur yrði. Ákærði kvaðst hafa sent tölvupóst til yfirmanns útlánasviðs Glitnis banka hf., 5. desember 2007, í því skyni að fá upplýsingar um hvers vegna ekki hafi verið gert veðkall gagnvart Stími ehf. Næsta dag, eða 6. desemb er 2007, hafi ákærði síðan leitað eftir fundi með fyrirsvarsmönnum Glitnis banka hf. vegna málefna Stíms ehf. Hafi Saga Capital fjárfestingarbanki hf. haft áhyggjur af stöðu mála og verið að leita upplýsinga um ástæður þess að ekki hafi verið hafist handa gagnvart Stími ehf. Ákærði kvaðst ekki hafa vitað af því að samkomulag hafi verið gert á milli Glitnis banka hf. og Stíms ehf., í lok nóvember 2007 eða byrjun desember, um það að lán á félagið yrðu ekki gjaldfelld í framhaldi af veðkallinu. Ákærði kvaðst h afa haldið vinnudagbók vegna starfa sinna í bankanum. Til að öll atvik málsins yrðu upplýst hafi ákærði, undir rannsókn málsins, að eigin frumkvæði látið lögreglu dagbókina í té, en lögreglu hafi láðst að haldleggja dagbókina í húsleit sem framkvæmd hafi v erið í höfuðstöðvum Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. Ákærði hafi fært í dagbókina athugasemd um fund 11. desember 2007. Það hafi sennilega verið gert vegna fundar í Glitni banka hf. vegna málefna Stíms ehf. Ákærði hafi sennilega rætt málið við meðákærða Jóhannes, þó svo ákærði myndi ekki hvað þeim hafi farið á milli. Slæm staða Stíms ehf. hafi sennilega verið rædd. Í dagbókinni komi fram að 16. janúar 2008 hafi aftur verið fundað vegna Stíms ehf. Þá hafi vinna verið í gangi við að breyta því láni, sem Sa ga Capital fjárfestingarbanki hf. hafi veitt Stími ehf., í óskráð skuldabréf sem sett yrði í veltubók bankans. Hafi ákærði, svo sem dagbók hans bæri með sér, sennilega rætt þetta mál við T lögfræðing í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis banka hf. Saga Capital fjárf estingarbanki hf. hafi metið það sem svo að það væri betra fyrir bankann að breyta láninu í skuldabréf, sem þá væri framseljanlegt, kysi bankinn að nýta sér það. Það breyti því ekki að hvað svo sem því líði hafi ákærði ávallt staðið í þeirri trú að Saga Ca pital fjárfestingarbanki myndi fá fullar efndir kröfu sinnar á hendur Stími ehf. Ástæður þess hafi verið þær í fyrsta lagi að Glitnir banki hf. hafi verið stærsti hluthafinn í Stími ehf. Í öðru lagi hafi Glitnir banki hf. verið stærsti lánveitandinn gagnva rt félaginu. Í þriðja lagi hafi Glitnir banki hf. tekið Stím ehf. í skuldastýringu. Í fjórða lagi hafi hlutabréfin í Glitni banka hf. verið stærsta veðandlagið í Stími ehf. Allt þetta myndi leiða til þess að Glitnir banki hf. myndi verja félagið. Ákærði k vaðst ekki hafa komið að gerð hagnaðarhlutdeildarsamninga á milli Glitnis banka hf., Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. og Stíms ehf. Ákærði hafi þó vitað af gerð samninganna. Þessir samningar hafi veitt ákveðið traust. Fyrirsvarsmenn Sögu Capital fjárfes tingarbanka hf. hafi haft miklar áhyggjur af því að bankinn hefði takmarkaðar upplýsingar um fjárhagsstöðu Stíms ehf. Það hafi bæði verið rætt innan bankans, auk þess sem það hafi komið fram í samtölum við endurskoðendur Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. , en þar hafi málið talsvert verið rætt. Niðurstaðan hafi orðið sú að hlutafjáreign bankans í Stími ehf. hafi verið færð niður úr 125 milljónum króna í 1 milljón króna. Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. hafi aldrei verið lofað skaðleysi af þátttöku í Stí m - verkefninu. Stím - verkefnið hafi hins vegar verið eitt fyrsta verkefni Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. á þessum nótum. Bankinn hafi ákveðið að taka þátt og það verið ákveðið að bankinn myndi þjónusta félagið og búa því heimilisfesti. Í þessum tilgangi hafi fulltrúi bankans tekið sæti í stjórn og verið framkvæmdastjóri félagsins. Hafi það fallið í hlut A starfsmanns bankans, sem skömmu áður hafi komið nýr inn í bankann. A hafi hins vegar litlar sem engar upplýsingar fengið um félagið. Ákærði vissi ekki til þess að hluthafafundir hefðu verið haldnir í Stími ehf. á þeim tíma sem A hafi starfað í félaginu. Í apríl 2008 hafi Glitnir banki hf. útbúið yfirlýsingu til Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. vegna verðfalls á eignum Stíms ehf. Hafi yfirlýsingin veri ð útbúin til að friðþægja starfsmenn Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. og átt að staðfesta að eitthvað 50 væri verið að vinna í málefnum félagsins. Hlutabréf FL Group hf. hafi verið afskráð í Kauphöllinni í maí 2008 og það örugglega skipt máli í þessu samba ndi. Staða Stíms ehf. hafi verið rædd fram eftir árinu 2008. Beri dagbók ákærða þess merki. Hann hafi sennilega rætt málefnin við meðákærða Jóhannes og fleiri innan Glitnis banka hf. Samskiptin hafi þó sennilega mest verið við meðákærða Jóhannes um hvaða kostir væru í stöðunni. Allt hafi á þessum tíma gengið út á að finna kaupanda að skuldabréfi Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. Ákærði hafi farið þess á leit við meðákærða Jóhannes að hann hefði upp á slíkum kaupanda. Glitnir banki hf. hafi verið með alla r upplýsingar hjá sér varðandi fjárhagsstöðu Stíms ehf. Þegar þar var komið hafi Saga Capital fjárfestingarbanki hf. viljað selja áhættuna frá sér. Meðákærði Jóhannes hafi í tölvupósti 14. ágúst 2008 sagt að hann væri kominn með kaupanda að skuldabréfinu, án þess að ákærði vissi hver það væri. Í framhaldi af því hafi ákærði sent samstarfsmönnum sínum tölvupóst þar sem þessu hafi verið fagnað. Með sölunni hafi mikilli óvissu verið létt af bankanum. Einungis viðskiptalegar forsendur hafi legið að baki þessum viðskiptum. Er kaupandi hafi verið fundinn hafi ákærði farið þess á leit við starfsmann sinn AA framkvæmdastjóra eigin viðskipta Sögu Capital fjárfestingarbanka hf., að hann myndi leggja fram drög að framvirkum sölusamningi. GG lögfræðingur hjá Sögu Capita l fjárfestingarbanka hf. hafi samið sérstakan fyrirvara í sölusamninginn. Hafi það verið gert í ljósi þess að Saga Capital fjárfestingarbanki hf. hafi aldrei fengið þær upplýsingar um málefni Stíms ehf. sem stefnt hafi verið að. Þær upplýsingar hafi allar legið hjá Glitni banka hf. Seljandi hafi því verið með vöru í höndum sem hann hafi ekki þekkt til hlítar. Sala skuldabréfsins hafi skipt miklu máli fyrir Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. Ef salan hefði ekki átt sér stað og bankinn tapað kröfunni hefði s ennilega þurft að afskrifa fjármunina og staða Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. fallið niður í um 30% eiginfjárhlutfall. Ákærði hafi aldrei lagt að eða þrýst á meðákærða Jóhannes að láta GLB FX fagfjárfestasjóðinn kaupa umrætt skuldabréf. Hafi ákærði á engan hátt stuðlað að því að nákvæmlega þessi kaupandi kæmi að málinu. Þá hafi aldrei hvarflað að ákærða að fjárfestingarbankinn eða ákærði hafi gert nokkuð rangt varðandi sölu skuldabréfsins til fjárfestingarsjóðsins. b. Vitni Fjárfestar sem þátt tóku í S tím verkefninu , eða voru með slíka þátttöku til skoðunar, gáfu skýrslu fyrir dóminum, en um er að ræða vitnin B, N, HH og II . Ekki er ástæða til að gera grein fyrir framburðum þessara vitna nema í stuttu máli. Vitnið B kvaðst halda að BB hafi á sínum tíma kynnt fyrir sér hugmyndina að Stím - viðskiptunum. Eftir það hafi K verðbréfamiðlari að mestu verið í sambandi við vitnið vegna verkefnisins. Kvaðst vitnið muna að Samherji hf. hafi á sínum tíma stefnt að því að vera hluthafi í Stími ehf. Vitnið kvaðst hafa orðið stjórnarformaður Stíms ehf. Þrátt fyrir það hafi vitnið í reynd ekki stjórnað félaginu og ekki vitað hver hefði gert það. Engir stjórnarfundir hafi verið haldnir í félaginu. Þá kvaðst vitnið ekki muna eftir neinum samskiptum við A, skráðan framkvæmd astjóra Stíms ehf. Vitnið kvaðst hafa tekið ákvörðun um að Stím ehf. tæki þátt í hlutafjárútboði FL Group hf. sem fram fór í desember 2007. Sú ákvörðun hafi sennilega verið eina ákvörðun vitnisins varðandi félagið. Vitnið kvaðst muna eftir að hafa ritað un dir beiðni um skuldastýringu fyrir Stím ehf. en ekki fylgst með afkomu hennar. Hann kvaðst ekki muna eftir að honum eða öðrum hafi verið lofað skaðleysi af þátttöku í Stím - verkefninu. Vitnið hafi verið með félög á sínum vegum í skulda - eða gjaldeyrisstýrin gu hjá Glitni banka hf. Hafi BB hafi verið með þau félög á sínu borði. Hann hafi ekki oft rætt við BB um hvernig stýringin gengi. Vitnið N bar að honum hafi verið boðið að fjárfesta í félaginu FS37 ehf. Hafi hann, í gegnum félag á sínum vegum, lagt 200 milljónir króna sem hlutafé inn í félagið. Starfsmaður frá Glitni banka hf. hafi haft samband og boðið þennan kost. Ákærði Lárus hefði ítreka ð þetta boð síðar og hann ákveðið að taka þátt. Hluthafahópur hafi ekki verið kynntur á þeim tíma að öðru leyti en því að einhver listi hafi legið fyrir. Hann hafi ekki þekkt hver hafi stjórnað félaginu og ekki hafi hann verið boðaður á hluthafafundi í fél aginu. Hlutaféð hafi tapast. Vitnið II kvaðst hafa verið sparisjóðsstjóri Byrs á árinu 2007. Stím - verkefnið hafi verið kynnt fyrir bankanum. Sennilega hafi borist tölvupóstar með hugmyndum um að sparisjóðurinn myndi að 51 einhverju leyti fjármagna verkefnið. Einhver samskipti hafi vitnið átt við ákærða Lárus um málefnið. Ákvörðun hafi verið tekin hjá Byr að sparisjóðurinn myndi ekki lána í verkefnið, en dótturfélag Byrs, SPV fjárfestingarfélag hafi hins vegar lánað. Verkefninu hafi verið lýst sem góðum fjárfe stingakosti. Ábyrgð hafi ekki verið tekin á fjárfestingunni, þó svo forstjóri Glitnis banka hf. hafi sagt að á henni myndi félagið ekki tapa. Fyrrverandi stjórnarmenn í Glitni banka hf. komu fyrir dóminn, en um er að ræða vitnin JJ, O, KK, LL, MM og NN . Vitnið JJ kvaðst hafa sest í stjórn Glitnis banka hf. í apríl 2007 og setið allt til síðla febrúar 2008. Hann hafi verið stjórnarformaður bankans og setið í stjórn Glitnis banka hf. í umboði FL Group hf. Forstjóri Glitnis banka hf. hafi borið mál upp í s tjórn er komið hafi frá áhættunefnd bankans. Dagskrá stjórnar hafi oftast verið ákveðin af vitninu eða ákærða Lárusi, sem forstjóra bankans. Lánamál hafi komið fyrir stjórn ef einstök lán fóru yfir lánamörk viðkomandi viðskiptamanns hjá áhættunefnd. Hafi f orstjóri bankans komið með slík mál á fund stjórnar. Áhættunefnd hafi ekki verið heimilt að afgreiða einstök lánamál fyrr en stjórn bankans hafi hækkað lánamörk viðkomandi viðskiptavinar. Ekki hafi verið til staðar undanþáguheimildir frá því milli funda. V itnið kvaðst ekki muna sérstaklega eftir málefnum Stíms ehf. á fundum í stjórn. Af fundargerð stjórnar frá því í janúar 2008 megi ráða að vitnið hafi setið þann stjórnarfund. Ekki hafi verið kynnt fyrir stjórn sú ákvörðun áhættunefndar, frá 12. nóvember 20 07, um að veita 24 milljarða króna lán til Stíms ehf., eða ákvörðun um lánveitingu upp á 19,5 milljarða króna, 16. nóvember 2007. Stjórnin hafi ekki heldur komið að ákvörðun um lánveitingu 4. janúar 2008 til Stíms ehf., að fjárhæð 725 milljónir króna. Eina aðkoma stjórnar að málefnum Stíms ehf. hafi verið á stjórnarfundinum 28. janúar 2008. Vitnið O kvaðst hafa setið í stjórn Glitnis banka hf. frá sumri 2006 þar til í október 2008. Hafi vitnið setið í stjórn í umboði FL Group hf. Almennt hafi ekki verið fj allað um einstök lánamál í stjórn bankans. Áhættunefnd hafi hins vegar getað óskað eftir breyttum viðskiptamörkum einstakra viðskiptavina og hafi stjórn í framhaldi fjallað um slík mál. Vitnið KK kvaðst hafa sest í stjórn í apríl 2007 og setið fram að falli bankans í október 2008. Vitnið hafi setið í stjórn í umboði Saxbygg ehf. Samkvæmt fundargerð frá 28. janúar 2008 hafi vitnið setið stjórnarfund þann dag. Stjórn bankans hafi ekki tekið ákvarðan ir um einstaka lánveitingar viðskiptavina, heldur hafi stjórnin haft það hlutverk að lyfta mörkum. Á fundinum 28. janúar 2008 hafi stjórn verið að lyfta mörkum gagnvart Stími ehf. þar sem krónan hafi verið sveiflukennd. Stjórn hafi ekki með ákvörðun sinni verið að samþykkja fyrri lánveitingar bankans gagnvart Stími ehf. Vitnið LL kvaðst hafa setið í stjórn frá því í ágúst 2007 þar til í janúar 2008. Það hafi hann gert í umboði hluthafa bankans. Hann myndi ekki eftir málefnum Stíms ehf. á stjórnarfundum. V itnið MM kvaðst hafa setið sem óháður stjórnarmaður í stjórn Glitnis banka hf. frá því í apríl 2005 til síðla febrúar 2008. Á stjórnarfundi 28. janúar 2008 hafi stjórn verið að hækka mörk Stíms ehf. vegna skuldastýringar sem félagið hafi verið sett í. Dekk a hafi þurft gengissveiflur varðandi fjárfestingar félagsins. Einstaka lánveitingar hafi ekki verið ræddar í stjórn bankans. Vitnið NN kvaðst hafa setið sem varamaður í stjórn Glitnis banka hf. frá því í lok árs 2007 þar til bankinn hafi fallið í októbe r 2008. Hann myndi ekki eftir málefnum Stíms ehf. Af fundargerðum stjórnar gæti hann þó séð að lánamörk Stíms ehf. hafi verið hækkuð á stjórnarfundi. Vitnið I kvaðst hafa starfað sem yfirlögfræðingur Glitnis banka hf. og verið ritari stjórnar á árunum 2 007 og 2008. Þá hafi hann séð um regluvörslu fyrir bankann. Hafi hann heyrt beint undir forstjóra bankans. Vitnið kvaðst hafa ritað fundargerðir stjórnar bankans. Ritari forstjóra bankans hafi séð um að senda fundargögn út fyrir stjórnarfundi, en forstjóri nn hafi undirbúið dagskrá funda. Mál sem komið hafi frá áhættunefnd bankans, sem hafi verið æðsta lánanefnd hans, í málum sem ekki þyrftu að fara fyrir stjórn, hafi ekki farið í gegnum ritara heldur hafi þau yfirleitt komið frá formanni áhættunefndar banka ns sem væri forstjóri bankans. Yfirlögfræðingur bankans hefði haft það hlutverk að veita lögfræðilega ráðgjöf. Yfirlögfræðingur hafi setið fundi áhættunefndar og verið án atkvæðisréttar. Áhættunefnd hafi sjálf átt að gæta að viðskiptamörkum og getað leitað álits yfirlögfræðings ef um álitamál væri að ræða. Fyrir dóminn komu fulltrúar í áhættunefnd Glitnis banka hf. , en um er að ræða vitnin C, D, E, G og F . 52 Vitnið C kvaðst hafa verið fjármálastjóri Glitnis banka hf. á árinu 2007 og 2008, auk þess að hafa s etið í áhættunefnd bankans. Vitnið kvaðst líta svo á að áhættunefnd hafi á fundi sínum 12. nóvember 2007 verið að leggja almenna línu varðandi Stím - viðskiptin. Samþykktur hafi verið rammi til að vinna eftir. Af gögnum málsins mætti sjá í lánveitingum til S tíms ehf., í nóvember 2007 og janúar 2008, að veðþekja hafi þótt ásættanleg. Vitnið myndi eftir því að töluverð umræða hafi verð um lánamál Stíms ehf. Andstaða hafi verið hjá einhverjum lánanefndarmanna en á endanum hafi lánamál verið samþykkt. Allar ákvar ðanir hafi verið teknar á viðskiptalegum forsendum. Staða Glitnis banka hf. í eigin bréfum hafi ekki gefið mikið svigrúm. Lánahandbók Glitnis banka hf. hafi verið áhættunefnd til hliðsjónar við einstök lánamál og nefndin helst bundin af henni. Vitnið myndi ekki eftir umræðu um að ákvörðun nefndarinnar 12. nóvember 2007, hafi verið utan við þau mörk sem heimiluð hafi verið varðandi Stím ehf. Það hafi helst verið áhættunefndarinnar sjálfrar og lánastjóra að gæta að því að lánamörk væru virt. Vitnið kvaðst min nast þess að ákærði Lárus hafi lýst því að Stím ehf. hafi í janúar 2008 verið búið að skuldbinda sig vegna hlutafjáraukningar í FL Group hf. Það mál hafi lent á borði Glitnis banka hf. sem setið hafi uppi með vandamálið. Vitnið D kvaðst hafa setið í áhætt unefnd Glitnis banka hf. til vors 2008. Áhættunefnd hafi hist reglulega, auk þess sem boðað hafi verið til aukafunda ef ástæða var til. Mál hafi einnig verið afgreidd milli funda. Í því tilviki hafi tveir nefndarmanna þurft að samþykkja lánveitingu og anna r þeirra þurft að vera formaður eða varaformaður áhættunefndar. Vitnið kvaðst ekki muna eftir miklum umræðum um lánamál Stíms ehf. á árinu 2007. Myndi vitnið t.d. ekki eftir umræðu um að lánamál Stíms ehf. frá því í nóvember 2007 þyrftu fyrir stjórn. Gæti það hafa verið mistök að málið hafi ekki farið fyrir stjórn. Það hafi verið hlutverk þess sem sat í forsæti áhættunefndar að vísa málum til stjórnar bankans sem þurft hafi að fara þá leið. Annars hafi það almennt verið hlutverk lánaeftirlits að fylgjast me ð því að mörk væru virt. Að því er varðaði lánveitingu í janúar 2008, í tengslum við hlutafjáraukningu FL Group hf., þá hafi vitnið gert athugasemd við lánveitingu í því tilviki. Vitninu hafi fundist eigið fé Stíms ehf. vera veikt og að ekki væri ástæða ti l að bæta meira af hlutabréfum við í safn félagsins. Vitnið hafi gert athugasemdir vegna lánveitingarinnar og kallað eftir svörum. Ákærði Lárus hafi rætt málið við vitnið og skýrt ástæður þess að skynsamlegt væri fyrir Glitni banka hf. að lána félaginu veg na hlutafjáraukningarinnar og hafi vitnið fallist á þau rök. Lánaeftirlit bankans hafi síðar bent á að lánveitingar hafi farið yfir mörk og að málið þyrfti að fara fyrir stjórn bankans. Lán til Stíms ehf. hafi verið veitt á viðskiptalegum forsendum. Vitn ið E kvaðst hafa verið framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis banka hf. og nefndarmaður í áhættunefnd bankans á árinu 2007. Áhættunefnd hafi samþykkt að veita Stími ehf. lánafyrirgreiðslu á fundi sínum 12. nóvember 2007. Þá hafi málið ekki verið komið í endanlega útfærslu og áhættunefndin samþykkt að halda málinu áfram á þessum sömu nótum og að hafi verið stefnt. Vitnið kvaðst hafa ritað undir lánveitingu til Stíms ehf. 16. nóvember 2007, ásamt ákærða Lárusi. Vitnið myndi þó ekkert eftir lánveitingunni se m slíkri. Áhættunefnd hafi farið yfir mörk í ákvörðun sinni 12. nóvember 2007 miðað við áhættuflokkun lántaka. Enginn nefndarmaður hafi veitt því athygli og það verið óviljaverk. Kvaðst vitnið hafa litið svo á að það hafi verið hlutverk áhættustýringar og lánastjóra að benda á slíkt. Það hafi verið á hendi forstjóra bankans að fara með mál frá áhættunefnd fyrir stjórn bankans. Skuldsetningarhlutfall í lánveitingum til Stíms ehf. hafi ekki verið óvenjulegt. Vitnið G kvaðst hafa átt sæti í áhættunefnd Glitni s banka hf. Nefndin hafi getað samþykkt lánveitingar á milli funda en þá þurft samþykki tveggja nefndarmanna og annar þurft að vera formaður eða varaformaður nefndarinnar. Vitnið kvaðst ekki muna í dag eftir afgreiðslum áhættunefndar, frá árunum 2007 eða 2 008, að því marki sem þær hafi varðað Stím ehf. Áhættunefnd hafi farið eftir innri reglum bankans varðandi þætti eins og veðþekju og önnur viðmið. Kvaðst vitnið telja að veðþekjan í Stím viðskiptunum hafi ekki verið óvenjuleg á þeim tíma. Nefndin hafi haft ákveðið svigrúm í þessum efnum og reglurnar því ekki verið bindandi. Allir nefndarmenn í áhættunefnd hafi átt að gæta að því að farið væri eftir reglum og lánamörk virt. Enginn hafi borið ríkari skyldur í því efni umfram aðra. Eins hafi aðallögfræðingur b ankans og yfirmaður áhættustýringar átt að gæta að þessu en þeir hafi verið áhættunefnd til ráðgjafar. Áhættustýring hafi þó oft flaggað ef lánamál fóru að nálgast lánamörk. Enginn hafi flaggað 53 því þegar nefndin hafi farið yfir lánamörkin varðandi lánveiti ngar til Stíms ehf. í nóvember 2007 og janúar 2008. Sennilega hafi verið um mannleg mistök að ræða. Vitnið F kvaðst hafa setið í áhættunefnd á árunum 2007 og 2008. Allir nefndarmenn hafi þurft að samþykkja einstök lánamál. Ekki myndi vitnið sérstaklega ef tir lánveitingum til Stíms ehf. eða umræðum í tengslum við þær. Fyrrverandi starfsmenn Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. komu fyrir dóminn en um er að ræða vitnin GG, OO, AA, V og A. Vitnið GG kvaðst hafa starfað sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. á árinu 2007. Vitnið hafi komið að skjalagerð tengdri Stím - viðskiptunum. Ákærði Þorvaldur Lúðvík hafi kynnt verkefnið fyrir henni. Eftir að upphaflegur hópur hluthafa hafi verið kynntur hafi Samherji hf. helst úr lestinni. Þ að hafi skipt máli þar sem Samherji hf. hafi verið fjársterkur hluthafi. Upphaflegar hugmyndir hafi gert ráð fyrir að Samherji ætti 45% hlut í Stími ehf. Saga Capital fjárfestingarbanki hf. hafi veitt Stími ehf. lán að fjárhæð ríflega 1 milljarði króna. Ha fi það lán verið hluti af heildarviðskiptunum. Vitnið kvaðst sennilega að mestu hafa verið í sambandi við T, lögfræðing í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis banka hf., og J lánastjóra varðandi frágang málsins, en töluverð vinna hafi verið í skjalagerð í málinu. Ákv eðið hafi verið að heimilisfesti Stíms ehf. yrði hjá Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. og að starfsmaður bankans A yrði gerður að framkvæmdastjóra Stíms ehf. Upphaflegar ráðagerðir hafi gert ráð fyrir að Saga Capital fjárfestingarbanki hf. yrði eini bank inn sem kæmi að þessu verkefni. Forsendur hafi hins vegar breyst eftir því sem verkinu hafi miðað áfram. Vitnið kvaðst hafa skynjað hlutina þannig að fulltrúar Glitnis banka hf. hafi tekið allar ákvarðanir varðandi félagið. Þannig hafi öll skjöl sem framkv æmdastjóri hafi þurft að undirrita komið frá starfsmönnum Glitnis banka hf. Ekki hafi gengið fyrir Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. að fá nauðsynlegar upplýsingar um Stím ehf. frá Glitni banka hf. til að fjárfestingarbankinn gæti sinnt hlutverki sínu vi ð að þjónusta félagið. Oftsinnis hafi verið gengið eftir upplýsingum og starfsmenn Glitnis banka hf. sífellt verið að lofa því að gögn yrðu send. Það hafi aldrei gengið eftir. Að endingu hafi verið ákveðið að A myndi hætta sem framkvæmdastjóri. Staða Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. gagnvart Stími ehf. hafi verið þannig að bankinn hafi bæði lánað félaginu og átt hlutafé í því. Staða Stíms ehf. hafi versnað eftir því sem á leið. Hafi það farið í skuldastýringu hjá Glitni banka hf. Takmarkaðar upplýsingar hafi borist um hvernig skuldastýringin gekk, þrátt fyrir að óskað hafi verið eftir upplýsingum um það. Óskað hafi verið eftir fundum með fulltrúum Glitnis banka hf. til að málin yrðu rædd. Láni Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. til Stíms ehf. hafi verið breytt í víkjandi skuldabréf. Sala hafi að lokum gengið eftir og þar með óvissu um skuldabréfið verið eytt. Vitnið kvaðst hafa samið viðbótarskilmála í kaupsamning um skuldabréfið þar sem seljandi hafi verið að tryggja sig gagnvart söluvörunni. Það hafi v erið gert þar sem Saga Capital fjárfestingarbanki hf. hafi aldrei fengið þær upplýsingar sem óskað hafi verið eftir varðandi Stím ehf. og því viljað fría sig ábyrgð gagnvart nýjum eiganda. Vitnið OO kvaðst hafa starfað sem lögfræðingur hjá Sögu Capital fj árfestingarbanka hf. árið 2008. Yfirmaður vitnisins hafi verið GG framkvæmdastjóri lögfræðisviðs bankans. Vitnið kvaðst hafa lesið yfir skjöl varðandi sölu Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. á skuldabréfi til GLB FX fagfjárfestasjóðs. Hafi vitnið að mestu verið í samskiptum við starfsmenn Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. vegna málsins en einnig hugsanlega BB, forstöðumann hjá Glitni banka hf. Vitnið AA kvaðst hafa starfað sem yfirmaður eigin viðskipta Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. á árunum 2007 o g 2008. Eigin viðskipti bankans hafi haldið utan um eignarhlut bankans í Stími ehf. Vitnið kvaðst hafa ritað undir samkomulag 26. nóvember 2007 á milli fjárfestingarbankans, Stíms ehf., Glitnis banka hf. og FS38 ehf. um að láni fjárfestingarbankans til Stí ms ehf. yrði breytt í víkjandi skuldabréf. Ekki kvaðst vitnið muna eftir tildrögum þess að sá samningur hafi verið gerður. Stím viðskiptin hafi ekki verið sérstaklega stór áhætta fyrir fjárfestingarbankann. Vitnið kvaðst hafa ritað undir sölu á skuldabréfi nu til GLB FX fagfjárfestasjóðs. BB forstöðumaður hjá Glitni banka hf. hafi komið fram fyrir hönd kaupanda. Hafi BB átt að vita um stöðu seljandans Stíms ehf. þar sem það félag hafi verið í skuldastýringu hjá Glitni 54 banka hf. Vitnið kvaðst aldrei hafa feng ið upplýsingar um að Saga Capital fjárfestingarbanki hf. ætti að vera skaðlaus vegna sölu á skuldabréfinu. Vitnið V kvaðst hafa starfað sem framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. á árinu 2008. Er ráðist hafi verið í Stím viðskiptin hafi eigið fé fjárfestingarbankans verið um 10 milljarðar króna. Lán bankans inn í viðskiptin hafi numið um milljarði króna. Hafi það flokkast sem stór áhættuskuldbinding. Láninu hafi síðar verið breytt í víkjandi skuldabréf. Ekki hafi verið lit ið á Stím viðskiptin sem skaðlaus viðskipti fyrir fjárfestingarbankann. Vitnið hafi sent ákærða Þorvaldi tölvupóst 28. janúar 2008, varðandi Stím ehf. Hafi vitnið verið að ganga frá eiginfjárskýrslu og stórum áhættuskuldbindingum fyrir bankann. Ákærði Þorv aldur hafi staðfest að rétt væri að afskrifa hlut bankans í Stími ehf. Á þessum tíma hafi bankinn verið að ganga frá skýrslu til Fjármálaeftirlitsins. Saga Capital fjárfestingarbanki hf. hafi sótt hart að Glitni banka hf. að fá upplýsingar um virði Stíms e hf. Það hafi gengið illa og fjárfestingarbankinn því litið svo á að skuldabréf bankans sem Stím ehf. hafi verið skuldari að væri lítils virði. Hafi bankinn t.a.m. ekki vitað um skuldastýringu sem félagið hafi verið í og útkomu úr henni. Framkvæmdastjóri St íms, A hafi haft takmörkuð gögn um Stím ehf. og ekkert sem nýst hafi í mati á félaginu. Hafi virst eins og A hafi ekkert haft með stjórn félagsins að gera. Bankinn hafi þó litið svo á að bréfið væri að fullu tryggt. Hafi bankinn sótt það fast í júlí og ágú st 2008 að selja umrætt skuldabréf. Hagnaðarhlutdeildarsamningur hafi verið gerður milli Glitnis banka hf., Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. og Stíms ehf. Hafi samningurinn verið gerður þar sem eignir Stíms ehf. hafi lækkað í verði og krafa fjárfestinga rbankans því ekki eins vel tryggð. Hafi bankinn viljað einhverjar tryggingar gagnvart kröfu sinni. Vitnið hafi lagt mat á virði þessa samnings. Vitnið staðfesti að hafa unnið greinargerð og mat fyrir ákærða Lárus í málinu. Vitnið A kvaðst hafa starfað sem forstöðumaður fjárstýringar í Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. í nóvember 2007. Eins hafi vitnið verið framkvæmdastjóri Stíms ehf. Ákærði Þorvaldur hafi kynnt fyrir vitninu Stím - verkefnið og beðið vitnið um að taka stöðu framkvæmdastjóra í félaginu. Ha fi vitnið litið svo á að það tæki það að sér vegna stöðu vitnisins hjá fjárfestingarbankanum. Allir pappírar sem unnir hafi verið vegna félagsins hafi komið frá starfsmönnum Glitnis banka hf. Vitnið hafi tekið á móti þessum pappírum og ritað undir þá eftir að hafa ráðfært sig við lögfræðinga hjá Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. Vitnið hafi ekki tekið neinar ákvarðanir varðandi málefni Stíms ehf. og viti ekki hver hafi tekið þær ákvarðanir. Glitnir banki hf. hafi gefið út veðkall vegna lækkandi tryggingar félagsins. Krafa um auknar tryggingar af hálfu bankans hafi ekki komið fram. Vitnið hafi ekki tekið ákvarðanir varðandi þátttöku Stíms ehf. í hlutafjárútboði FL Group hf. í desember 2007 og viti ekki hver hafi tekið þá ákvörðun. Ekki hafi vitnið tekið ákv arðanir varðandi fjármögnun kaupa á hlutum í hlutafjárútboðinu. Þar sem ekki hafi gengið fyrir vitnið eða starfsmenn Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. að fá neinar upplýsingar um málefni Stíms ehf. hafi vitnið viljað losna úr stjórn félagsins. Það hafi o rðið í ágúst 2008. Vitnið kvaðst ekki hafa neitt haft að gera með kaup GLB FX fagfjárfestasjóðs á hinu víkjandi skuldabréfi Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. sem Stím ehf. var skuldari að. Vitnið H kvaðst hafa starfað sem forstöðumaður áhættustýringar G litnis banka hf. síðla árs 2007 og á árinu 2008. Áhættustýring hafi verið innan fjármálasviðs bankans og C fjármálastjóri Glitnis banka hf. verið yfirmaður vitnisins. Vitnið kvaðst hafa verið ritari áhættunefndar frá vori 2007 fram til sumars 2008. Í þeim tilgangi að reglur um varnarlínur bankans yrðu sem skilvirkastar hafi vitnið óskað eftir því á þessum tíma að forstöðumaður áhættustýringar ætti sæti í áhættunefnd til að nefndin hefði góða sýn á afgreiðslur nefndarinnar. Vitnið hafi ekki farið með atkvæði á fundum en það hafi getað tjáð sig um einstök mál. Það hafi verð hlutverk allra nefndarmanna að taka einstakar ákvarðanir. Engum einum hafi verið falið að bera ábyrgð á lánamáli. Áhættustýring hafi leitt vinnu við styrkingu innviða bankans og fært reglur í form til að móta áhættustefnu bankans. Reglur um eiginfjárþörf bankans hafi verið endurskoðaðar. Vinnu við nýjar reglur um áhættunefnd og áhættustýringu hafi lokið í október/nóvember 2007. Vitnið kvaðst hafa ritað fundargerð áhættunefndar vegna fundar 1 2. nóvember 2007. Skilja verði þessa fundargerð eftir orðanna hljóðan. Varðandi fundargerð áhættunefndar, frá 25. nóvember 2007, þá hafi áhættunefnd væntanlega verið að fara yfir veðstöðu í mörgum málum bankans vegna veðkalla. Komið hafi verið að veðkalli gagnvart Stími ehf. vegna stöðu samkvæmt veðsamningi. Vitnið staðfesti að hafa sent ákærða 55 Lárusi og fjármálastjóra bankans tölvupóst 4. janúar 2008 þar sem gerð hafi verið grein fyrir því að samþykki stjórnar hafi skort fyrir samþykki áhættunefndar til lá nveitingar til Stíms ehf. Lánið hafi verið búið að greiða út. Hafi vitnið leitað eftir leiðbeiningum með framhaldið. Þær hafi komið næsta dag. Þá hafi fjármálastjóri sagt að málið yrði að fara fyrir stjórn bankans og að ákærði Lárus yrði að sjá um það. Á f undi áhættunefndar, 9. janúar 2008, hafi verið færð til bókar millifundasamþykkt nefndarinnar þar sem lánveiting til Stíms ehf., að fjárhæð 725 milljónir króna, hafi verið ákveðin. Máli hafi skipt fyrir Glitni banka hf. hvernig fjármögnun Stím - viðskipta ha fi verið hagað. Hluthafar Stíms ehf. hafi komið með eigið fé í viðskiptin, auk þess sem lán frá utanaðkomandi aðila hafi komið til. Allt þetta hafi dregið úr áhættu bankans. Svonefnt CAD hlutfall hafi verið eiginfjárgrunnur bankans sem hlutfall af áhættugr unni hans, en það hafi myndað CAD hlutfallið. Eiginfjárhlutfall væri í dag mælikvarði á áhættustýringu banka. Væri eiginfjárhlutfall mælikvarði á fjárhagslegan styrkleika fjármálafyrirtækis. Sýndi hlutfallið þol fjármálafyrirtækis til að taka áhættu, eða s vonefnt tapsþol. Stím - viðskiptin hafi haft jákvæð áhrif á eiginfjárhlutfall bankans. Hafi það verið vísbending um að úr áhættu bankans hafi dregið við viðskiptin. Sennilega hafi verið um mistök að ræða þegar áhættunefnd hafi heimilað lánveitingar til Stíms ehf. í nóvember 2007 og janúar 2008 sem hafi verið umfram viðmiðunarmörk lántaka. Þekkti vitnið ekki til þess að farið hafi verið fram úr lánaheimildum af ásettu ráði. Vitnið J kvaðst hafa starfað sem lánastjóri í Glitni banka hf. í nóvember 2007 og jan úar 2008. Hlutverk lánastjóra hafi verið að vinna með lánamál einstakra viðskiptavina og fara með lánamál fyrir nefndir innan bankans. Hafi verið lánastjóra og meðlima áhættunefndar að gæta að því að lánamál færu ekki umfram heimildir áhættunefndar. Ekki k vaðst vitnið muna eftir hvernig Stím - viðskiptin hafi komið til. Vitnið hafi unnið ýmsa pappírsvinnu tengda lánveitingum til félagsins og einungis unnið að lánahlið mála félagsins. Vitnið K miðlari hafi komið að málefnum Stíms og J unnið að málefnum félagsi ns ásamt K. T lögfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis banka hf. hafi án vafa komið að skjalagerð tengdri málinu. Vitnið kvaðst ekki muna í dag hvert það hefði leitað ef skort hefði upplýsingar varðandi málefni félagsins. Gögn málsins leiddu þó í ljós að v itnið hefði eitthvað leitað til ákærða Lárusar varðandi slíkar upplýsingar. Vitnið kvaðst ekki telja að ákærði hefði stýrt málinu. Vitnið kvaðst ekki hafa komið að þeirri ákvörðun að Stím ehf. tæki þátt í hlutafárútboði FL Group hf. í desember 2007. Vitn ið T kvaðst hafa starfað sem lögfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis banka hf. í nóvember 2007 og fram til september 2008. Yfirmaður vitnisins hafi verið Q framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar. Hlutverk vitnisins í Stím - málinu hafi verið að setja saman ým is skjöl tengd viðskiptunum. Hafi vitnið ekki þekkt forsögu málsins eða aðdraganda þessara viðskipta. Kvaðst vitnið telja að það hafi fengið þær upplýsingar, sem það hafi þurft í skjalagerð málsins um atriði tengd viðskiptunum, frá Q. Stím - viðskiptin hafi verið í höndum margra innan bankans. Viðskiptunum hafi verið stillt þannig upp að Stím ehf. myndi ábyrgjast skuldir sínar með eignum sínum. Hluthafar myndu ábyrgjast greiðslu hlutafjárins. Vitnið hafi tekið þátt í ýmsum fundum vegna Stíms ehf. án þess að muna efni þeirra funda í dag. Ábyrgðum Stíms ehf. hafi verið skipt upp síðar með því að dótturfélög hafi verið stofnuð. Það hafi verið gert til að minnka umfang skulda Stíms ehf. þannig að hvert og eitt félag væri með minni skuldir. Vitnið kvaðst hafa sami ð drög að samningum um hagnaðarhlutdeild varðandi Stím ehf. en ekki átt hugmyndina. Hún hafi komið innan úr Glitni banka hf. Vitnið kvaðst ekki hafa átt aðkomu að kaupum GLB FX fagfjárfestasjóðs á skuldabréfi útgefnu af Stími ehf. í lok ágúst 2008. Vitnið kvaðst ekki muna eftir umræðu um það að Saga Capital fjárfestingarbanki hf. ætti að vera skaðlaus af Stím - viðskiptunum. Glitnir banki hf. hafi tekið veð í hlutabréfum í FS37 ehf., síðar Stími ehf. Það hafi leitt til þess að hefði veðþekja farið niður fyrir ákveðin mörk hefði Glitnir banki hf. getað gengið að hlutabréfunum í Stími ehf. Undirliggjandi eign hafi þar með verið komin á forræði bankans. Vitnið Q kvaðst hafa verið forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Glitnis banka hf. á árinu 2007 og allt til vorsin s 2008. Hafi vitnið verið í hópi starfsmanna Glitnis banka hf. þar sem Stím - viðskiptin hafi verið rædd. Í þeim hópi hafi ákærði Lárus verið. Eins hafi vitnið komið að því að kanna hug fjárfesta til verkefnisins. Ákveðið hafi verið að fyrirtækjaráðgjöfin my ndi setja viðskiptin upp. Vitnið hafi í framhaldi tekið málið og rætt það við starfsfólk í fyrirtækjaráðgjöfinni. T lögfræðingur á sviðinu hafi komið að málinu. Eftir að Samherji hf. hafi dottið út úr hópi fjárfesta hafi Glitnir banki hf. komið inn í staði nn og 56 lánað í strúktúrinn um 78%, en 80% lánshlutfall hafi verið nokkuð staðlað á þeim tíma. Hafi vitnið væntanlega unnið að útreikningum á ávöxtun af viðskiptunum. Vitnið myndi þó ekki sérstaklega eftir því í dag. Ekkert óvenjulegt hafi verið uppi í þessu m viðskiptum og lánsfjárhlutfallið eðlilegt. Ekki kvaðst vitnið kannast við að rætt hafi verið um skaðleysi í þessum viðskiptum. Vitnið kvaðst muna eftir því að Fjármálaeftirlitið hafi skoðað þessi viðskipti er þau hafi farið í loftið. Vitnið kvaðst geta s taðfest að þá hafi það greint frá því að hugmyndin að Stím - viðskiptunum hafi komið innan úr fyrirtækjaráðgjöfinni. Vitnið BB kvaðst hafa verið forstöðumaður eigin viðskipta og gjaldeyrisstýringar innan Glitnis banka hf. á árunum 2007 og 2008. Þá hafi vi tnið haft yfirumsjón með GLB FX fagfjárfestasjóði , auk þess að vera með fjölmörg önnur verkefni innan bankans. Næsti yfirmaður vitnisins hafi verið ákærði Jóhannes, sem framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis banka hf. Á sínum tíma hafi rekstrarfélag verið stofnað í tengslum við fjárfestingar innan Gli tnis banka hf. Þannig hafi Glitnir sjóðir hf. og Glitnir banki hf., sem FX Advisory, gert með sér samning um rekstur fagfjárfestasjóðsins GLB FX. Vitnið hafi ásamt öðrum verið með umboð til fjárfestinga fyrir sjóðinn. Vitnið kvaðst hafa farið í ferð til Rú sslands á árinu 2007 þar sem borið hafi á góma svonefnd Stím - viðskipti. Í þeirri ferð hafi einnig verið ákærðu, Lárus og Jóhannes, og hafi þessi mál hafi verið rædd þar. Einhverjir af upphaflegu fjárfestunum hafi síðar dottið út úr verkefninu. Ákærði Lárus hafi varpað til vitnisins hvort hann hefði einhverja fjárfesta í huga fyrir verkefnið. Verkefnið hafi síðan verið sett á laggirnar. Einhverju síðar hafi félagið Stím ehf. farið í skuldastýringu. Félagið hafi sennilega verið komið á jákvætt ról áður en Gl itnir banki hf. hafi fallið haustið 2008. Að því er varðaði kaup GLB FX fagfjárfestasjóðs á hinu víkjandi skuldabréfi af Sögu Capital fjárfestingarbanka hf., í ágúst 2008, þá hafi vitnið verið í veiði á þeim tíma er það mál hafi komið upp. Ákærði Jóhannes hafi hringt í vitnið þar sem ákærði hafi rætt kaup GLB FX fagfjárfestasjóðsins á umræddu bréfi. Komið hafi fram í máli ákærða að búið væri að lofa Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. þessum kaupum. Vitnið kvaðst lítið hafa gefið út á þetta á þessum tíma, e n hafa sagt að það myndi skoða þetta. Er vitnið hafi skoðað málið hafi því ekki litist á kaupin þar sem verð fyrir skuldabréfið hafi verið of hátt. Vitnið hafi ekki verið sérfræðingur í kaupum á skuldabréfum þar sem GLB FX fagfjárfestasjóðurinn hafi almenn t ekki verið að kaupa skuldabréf á þessum tíma. Eftir að vitnið var komið aftur til vinnu hafi ákærði spurst fyrir um málið og þeir rætt málið öðru hvoru. Þrýstingur hafi aukist af hálfu ákærða Jóhannesar fram til undir lok ágúst 2008. Hafi þetta endað með því að ákærði Jóhannes hafi átt fund með vitninu þar sem kastast hafi í kekki þeirra í milli þar sem vitnið hafi ekki viljað kaupa hið víkjandi skuldabréf. Hið raunverulega virði skuldabréfsins hafi ekki verið metið, en vitnið hafi talið bréfið verðlítið. Á þeim tíma hafi krónan heldur verið að styrkjast og engin ástæða til að kaupa víkjandi skuldabréf. Vitnið hafi þekkt félagið Stím ehf. Kaup á skuldabréfinu yrðu ekki góð fyrir fjárfestingasjóðinn. Vitnið hafi viljað ræða þetta nánar í síma og sent ákær ða Jóhannesi tölvupóst þess efnis 27. ágúst 2008. Málið hafi verið þess eðlis að ekki hafi verið hægt að rita um það tölvupóst sem seinna yrði hægt að skoða. Að endingu hafi vitnið spurt ákærða um afleiðingarnar. Ákærði hafi sagt að vitnið yrði að segja að ákærði hafi ákveðið þetta. Kvaðst vitnið þrátt fyrir þetta hafa verið í þeirri stöðu að forminu til að það hefði getað neitað þessu. Í raun hafi ekki verið um eiginlegar hótanir að ræða af hálfu ákærða. Vitnið hafi hins vegar skynjað að kaupin ættu að ver ða. Vitnið kvaðst á þessum tíma hafa treyst ákærða Jóhannesi. Ef ákærði hafi verið búinn að lofa þessum viðskiptum yrði að standa við það. Engar viðskiptalegar forsendur hafi réttlætt kaupin. Öll skjöl málsins hafi komið inn á borð vitnisins til undirritunar. Hafi vitnið látið þau liggja á borðhorninu í einhvern tíma áður en það hafi ritað undir skjölin í lok dags. Þessi kaup hafi svo sem ekki haft mikil áhrif á GLB FX fagfjárfestasjóðinn. Það kæmi til af því að sjóðurinn hefði ekki virkað þannig að einsök viðskipti hefðu verið tekin út úr honum, heldur hefðu fjárfestingarnar myndað eina heild. Aðrir hlutir hefðu verið gerðir á sama tíma til mótvægis. Þá hafi legið fyrir að fara á móti krónunni. Skuldabréfið hafi verið í krónum. Hefði vitnið náð að bjarga því að sjóðurinn yrði fyrir miklu tjóni vegna kaupanna. Kaupin á skuldabréfinu hefðu verið staða á móti krónunni. Misjafnt hefði verið hvað gert hefði verið í skuldastýringu hjá Glitni banka hf. gagnvart einstökum viðskiptavinum. Venjulega hefðu hl 57 nokkurs konar sérverkefni hjá vitninu. Hafi vitnið stundum fengið sérvalda viðskiptavini í hendur. Sjóður e ins og GLB FX fagfjárfestasjóðurinn hafi verið áhættusækinn sjóður. Þannig hafi til að mynda verið unnið með marga gjaldmiðla í honum. Fleiri en vitnið, innan Glitnis banka hf., hafi unnið með skuldastýringar. Þeir aðilar sem verið hafi í skuldastýringu hj á vitninu hafi verið viðskiptavinir hjá Glitni banka hf. Vitnið hafi örugglega að einhverju leyti séð um fjárfestingar fyrir þessa aðila. Öll þau viðskipti sem vitnið hafi haft með höndum hafi verið á viðskiptalegum forsendum. Á þeim tíma sem vitnið hafi verið að vinna með fjárfestingar fyrir viðskiptavini hafi stöður oft verið opnar og þeim ekki endilega lokað á gengi þess dags sem þeim hafi verið lokað. Samningar hafi verið teknir saman margir í einu og lokað saman. Tekið hafi verið meðalgengi margra dag a o.s.frv. Það hafi verið viðurkennd aðferð í bankageiranum á þeim tíma. Vitnið hafi aldrei í störfum sínum haft samninga einhverra vildarvina opna og lokað þeim þannig að einhverjir aðrir viðskiptavinir myndu tapa og vildarvinir hagnast. Vitnið hafi ætíð í störfum sínum gætt að hagsmunum allra viðskiptavina sinna. Sveiflur hafi hins vegar verið miklar í ljósi sveiflna á markaði og hárra fjárfestinga. Vitnið hafi ekki komið hlutum þannig fyrir að Stím ehf. myndi tapa á fjárfestingum til hagsbóta fyrir tilte kna viðskiptavini. æskufélagar vitnisins. Í störfum sínum h afi vitnið ekki dregið taum þessara einstaklinga eða félaga á þeirra vegum. Innan Glitnis banka hf. hafi verið eftirlit með fjárfestingum, en það hafi verið í höndum áhættustýringar. Áhættustýring hafi getað séð öll viðskipti. Vitnið hafi hitt ákærða Jóha nnes í desember 2009. Hafi vitnið grunað að þessi viðskipti yrðu til rannsóknar og spurt ákærða hvernig hann ætlaði að bregðast við málinu. Hafi þeir rætt saman um að reyna að verja málið og hvernig púsla mætti því saman. Vitnið hafi í tvígang farið í skýr slutökur hjá embætti sérstaks saksóknara. Í þeim yfirheyrslum hafi vitnið hengt sig á að ekkert tjón hefði orðið af viðskiptunum. Ekki hafi verið hægt að verja kaupin á skuldabréfinu. Eftir yfirheyrsluna hafi vitnið hitt ákærða Jóhannes og sagt honum að því litist ekki á málið. Hafi vitnið eftir þennan fund velt fyrir sér hvort það ætti að breyta framburði sínum. Eftir umhugsun hafi vitnið ákveðið að se gja eins og var. Hafi það, ásamt verjanda sínum, óskað eftir fundi með embætti sérstaks saksóknara þar sem vitnið hafi sagt að það ætlaði að segja alla söguna. Hafi vitnið um leið óskað eftir því að fá að njóta verndar samkvæmt 5. gr. laga um embætti sérst aks saksóknara. Í framhaldi hafi vitnið gefið skýrslu 23. nóvember 2011 þar sem það hafi breytt fyrri framburði sínum og sagt eins og var. Vitnið CC kvaðst, á árunum 2007 og 2008, hafa starfað í gjaldeyrisstýringu hjá Glitni banka hf. BB hafi verið næ sti yfirmaður vitnisins. Vitnið hafi verið BB mikið til aðstoðar í bankanum. Þannig hafi vitnið oft gengið frá málum sem BB hafi verið búinn að klára. Í lok ágúst 2008 hafi vitnið og BB átt einhver samtöl um kaup GLB FX fagfjárfestasjóðs á skuldabréfi í ei gu Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. Ekki kvaðst vitnið þekkja hvort BB hafi verið undir þrýstingi að kaupa umrætt skuldabréf. Hafi vitnið þekkt það að ákærði, Jóhannes og BB, hafi rætt kaup á umræddu skuldabréfi. BB og ákærði Jóhannes hafi unnið mjög ná ið saman í bankanum verið nánast saman hlið við hlið. Hafi þeir rætt saman oft á dag. Hafi BB gengið frá kaupum á bréfinu í lok ágúst 2008. Vitnið kvaðst ekki muna eftir því að einhver starfsmanna Sögu Capital fjárfestingarbanka hafi verið í sambandi við v itnið eða BB vegna kaupa á skuldabréfinu. Vitnið hafi hins vegar verið í sambandi við starfsmenn bankans þegar kaupin hafi verið gerð upp. Vitnið hafi ekki heyrt að fjárfestingarbankanum hafi verið lofað skaðleysi vegna þátttöku í Stím - viðskiptunum. Vitn ið kvaðst hafa metið það svo að BB hafi ekki verið áfjáður varðandi kaup á nefndu skuldabréfi. Hafi BB nefnt það að hann hafi rætt þessi viðskipti við ákærða Jóhannes. Um hafi verið að ræða óskráð verðbréf, sem hafi verið óvenjulegt en sjóðurinn hafi ekki fjárfest í slíkum bréfum. Þannig hafi andrúmsloftið verið. BB hafi ekki undirritað nauðsynleg skjöl vegna viðskiptanna strax. Vitnið og BB hafi verið saman í opnu rými í bankanum og setið hvor á móti öðrum. Í viðskiptum í gjaldeyrisstýringu hafi nokkur við skipti oft verið tekin saman. Það hafi leitt til þess að framvirkum samningum hafi ekki endilega verið lokað á því gengi sem verið hafi þann dag. Auk þess hafi gengi flökt mikið á þessum tímum. 58 Ekki kvaðst vitnið kannast við að Stím ehf. hafi verið látið t apa á viðskiptum til að mynda hagnað fyrir einhverja aðra aðila í bankanum. Vitnið K kvaðst hafa verið hafa starfað sem hlutabréfamiðlari í verðbréfamiðlun Glitnis banka hf. í nóvember 2007. Yfirmaður vitnisins hafi verið SS. Á sínum tíma hafi vitnið ko mið að svonefndum Stím - viðskiptum. Hafi SS upphaflega orðað þessa hugmynd við vitnið og tengt hana við T lögfræðing í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis banka hf. Innan fyrirtækjaráðgjafar hafi hugmyndin verið til umræðu. Þegar vitnið hafi komið að málinu hafi veri ð búið að búa til strúktúrinn í kringum viðskiptin. Hafi vitnið komið að framkvæmd viðskiptanna og þannig verið í sambandi við hugsanlega fjárfesta. Þegar hafi verið búið að hafi BB rætt við einhverja þeirra. Vitnið kvaðst hafa haft samband við einhvern hjá Samherja hf. sem til hafi staðið að yrðu með. Þeir hafi síðan dottið út. Samherji hafi hafi átt að vera stór hluthafi og þurft að finna annan stóran í þeirra stað. Í þessu varðandi stærri hlutina í viðskiptunum. Yrði að skoð a öll samskipti vitnisins við aðra, sem fram kæmu í gögnum málsins, í því ljósi. Ástand á mörkuðum hafi verið orðið erfiðara á þessum tíma og stundum þurft að laða að viðskiptum. Viðskipti eins og Stím - viðskiptin hafi verið stór og þurft að klára nokkuð hr att áður en þau spyrðust út á markað. Eftir að þau yrðu kynnt væri erfiðara að bakka út. Vitnið SS kvaðst hafa verið forstöðumaður verðbréfamiðlunar Glitnis banka hf. í nóvember 2007 og janúar 2008. Yfirmaður vitnisins hafi verið ákærði Jóhannes Baldursso n. Vitnið kvaðst hafa farið í ferð til Moskvu á árinu 2007 þar sem Stím - viðskiptin hafi borið á góma. Geti það hafa verið upphaf þeirra viðskipta. Ekki hafi vitnið tekið þátt í að setja upp Stím - strúktúrinn. Vitnið kvaðst muna eftir því að Glitnir banki hf . hafi á árinu 2007 verið að safna hlutabréfum í FL Group hf. Hafi bankinn verið að safna bréfum fyrir kaupanda, sem hafi verið Gnúpur fjárfestingarfélag ehf. Fjárfestingarfélagið hafi síðan hætt við þau kaup og bankinn setið uppi með bréfin. Þessi hlutabr éf hafi síðan sennilega farið inn í Stím - viðskiptin. Vitnið M kvaðst hafa tekið við sem fjármálastjóri Glitnis banka hf. í lok maí 2008. Fyrir þann tíma hafi vitnið starfað sem yfirmaður Glitnis fjárfestinga innan bankans, en sú deild hafi fjárfest í óskráðum bréfum. Seinni hluta nóvember 2007 hafi ákærði Lárus beðið vitnið um að líta á Stím - málið. Það hafi sjálfsagt komið til þar sem Glitnir banki hf. hafi átt hlut í Stími ehf. í gegnum STM ehf. sem komið hafi inn gegnum Glitni fjárfestingar. Einhverjir hluthafar í Stími ehf. hafi verið að detta út og hugmyndin verið að Glitnir banki hf. kæmi inn með eigið fé sem hluthafi. Aðdragandi að þessu hafi ekki verið mikill. Hlutur Glitn is banka hf. í gegnum STM ehf. hafi orðið einskis virði við fall hlutabréfa í Glitni banka hf. og FL Group hf. Vitnið kvað málefni Stíms ehf. ekki hafa verið inni á borði vitnisins, þar sem málið hafi heyrt undir fyrirtækjasvið bankans. Hafi þess verið far ið á leit við vitnið að það kæmi að endurskipulagningu málefna Stíms ehf. og hafi vitnið veitt fyrirtækjasviði ráðgjöf í framhaldi. Vitnið hafi unnið með mörgum að málefnum Stíms ehf. Mætti þar nefna T, lögfræðing í fyrirtækjaráðgjöf, og J, lánastjóra á fy rirtækjasviði. Í endurskipulagningunni hafi komið upp hugmynd að hagnaðarhlutdeildarsamningum Glitnis banka hf. gagnvart Stími ehf. og Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. Ekki myndi vitnið hver hafi átt hugmyndina að þeim samningi né hver hafi átt hugmyndi na að því að skipta áhættu Stíms ehf. upp á fjögur dótturfélög Stíms ehf. Vitnið kvaðst ekki hafa borið ábyrgð á eða stjórnað málefnum Stíms ehf. innan Glitnis banka hf. Kvaðst vitnið hafa setið fund starfsmanna Glitnis banka hf. með starfsmönnum Sögu Capi tal fjárfestingarbanka hf., þar á meðal ákærða Þorvaldi, þar sem málefni Stíms ehf. hafi verið til umræðu. Endurskoðendur Sögu Capital fjárfestingarbanka hf., vitnin U og TT komu fyrir dóminn. Vitnið U kvaðst vera löggiltur endurskoðandi að mennt, en vi tnið hafi verið endurskoðandi Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. fyrir rekstrarárin 2007 og 2008. Vinnan hafi verið unnin í samstarfi við TT endurskoðanda, sem unnið hafi á starfsstöð KPMG ehf. í Reykjavík. Vitnið hafi unnið árshlutauppgjör 2008 fyrir Sög u Capital fjárfestingarbanka hf. Í þeirri vinnu hafi meðal annars falist að meta virði víkjandi skuldabréfs í eigu bankans þar sem Stím ehf. hafi verið skuldari. Uppi hafi verið vafi um verðmæti bréfsins. Hafi vitnið kallað eftir upplýsingum frá ákærða Þor valdi til að unnt yrði að meta verðmætið. Litlar 59 upplýsingar hafi verið að hafa um fjárhagslegan styrkleika Stíms ehf. Undir lokin hafi endurskoðendur loks fengið upplýsingar sem bent hafi til þess að skuldabréfið væri í lagi. Hafi vitnið vitað að um víkja ndi skuldabréf væri að ræða. Hafi því verið haldið fram af ákærða Þorvaldi að Glitnir banki hf. myndi sjá til þess að fjárfestingarbankinn tapaði ekki á skuldabréfinu. Um hafi verið að ræða eins konar skaðleysi. Hafi vitnið ritað minnispunkta vegna þessara r endurskoðunarvinnu. Þar komi fram að vitnið hafi viljað fá einhvers konar skjal sem myndi staðfesta þetta. Um yrði að ræða staðfestingu frá Glitni banka hf. um að Saga Capital fjárfestingarbanki hf. yrði ekki fyrir skaða vegna bréfsins. Kvaðst vitnið mun a eftir því að ákærði Þorvaldur hafi, að vitninu viðstöddu, rætt í síma við ákærða Lárus vegna þessa atriðis. Á þeim tíma hafi vitnið og ákærði Þorvaldur verið staddir á skrifstofu í fjárfestingarbankanum. Þar hafi verið rætt um að ákærði Þorvaldur myndi ú tbúa texta sem ákærði Lárus myndi samþykkja. Hlutafjáreign Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. í Stími ehf. hafi á endanum verið afskrifuð. Vitnið TT kvaðst, ásamt U, hafa verið endurskoðandi fyrir Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. Hafi vitnið komið að gerð árshlutauppgjörs fyrir bankann fyrir árið 2008. Vitnið hafi þekkt að bankinn hafi átt víkjandi skuldabréf á Stím ehf. Kvaðst vitnið muna eftir því að verðmæti skuldabréfsins hafi verið rætt í endurskoðunarvinnunni. U hafi að mestu unnið endurskoðunarv innuna fyrir fjárfestingarbankann en vitnið meira verið U til aðstoðar. Vitnið UU kvaðst hafa starfað innan áhættustýringar Glitnis banka hf. Hafi vitnið fylgst með stöðu bankans í eigin bréfum og bréfum í FL Group hf. Metin hafi verið staðan í veltubók b ankans og miðlunarbók. Þá hafi áhættustýring séð stöðu bankans í bókum markaðsviðskipta sem hafi verið há. Staðan hafi verið rædd í markaðsáhættunefnd bankans. Þeir sem þar hafi átt sæti hafi lagt misjafnan skilning í eign bankans í eigin bréfum. Hafi veri ð skilningur áhættustýringar að bankinn yrði að selja eigin bréf ef þau væru komin yfir ákveðin mörk. Vitnið EE í stjórn Glitnis sjóða hf. kvaðst hafa fyrir hönd Glitnis sjóða hf. ritað undir samning um stýringu á GLB FX fagfjárfestasjóði gagnvart Glitni banka hf. 14. febrúar 2007. Sjóðurinn, sem hafi verið sjálfstæður lögaðili, hafi mátt fjárfesta í gjaldeyri, skuldabréfum og afleiðum. Hafi skuldabréfin mátt vera íslensk. Ekki kvaðst vitnið þekkja til þess er sjóðurinn keypti skuldabréf af Sögu Capital f járafestingarbanka hf. í lok ágúst 2008. Fjárfestingar hafi verið útvistaðar hjá Glitni banka hf. undir formerkjum FX Advisory. Þó svo sjóðsstjórar sjóða hafi borið ábyrgð á þeim hafi þeir ekki komið að einstaka fjárfestingum fyrir hönd sjóðsins. Þekki vit nið ekki hve stór hluti sjóðsins hafi verið undir í viðskiptum þegar skuldabréfið hafi verið keypt í lok ágúst 2008. BB forstöðumaður í Glitni banka hf. hafi meðal annarra fjárfest fyrir hönd sjóðsins. Ákærði Jóhannes hafi ekki haft umboð til þess eða sérs taka stöðu gagnvart sjóðnum. Vitnið WW kvaðst á árunum 2007 og 2008 hafa starfað innan lánastýringar Glitnis banka hf. Hafi vitnið meðal annars haft að starfi að færa inn lánamörk á viðskiptavini í kerfum bankans. Hafi vitnið fengið í hendur bókanir va rðandi lánamál og skráð inn mörk eftir þeim. Vitnið AAA kvaðst hafa starfað í skuldabréfamiðlun Glitnis banka hf. á árunum 2007 og 2008. Hafi vitnið átt viðskipti við GLB FX fagfjárfestasjóðinn. Hafi sjóðurinn meðal annars keypt víkjandi skuldabréf úr ú tgáfulýsingu Baugs hf. frá árinu 2007. Vitnið BBB dósent staðfesti mat á dskj. nr. 25. Fyrir dóminn komu lögreglumennirnir CCC og DDD . Gerðu lögreglumennirnir grein fyrir einstökum þáttum í rannsókn málsins. Eins kom fyrir dóminn EEE er staðfesti aðko mu sína að rannsókn á gögnum varðandi GLB FX fjárfestingarsjóðinn. V Niðurstaða I. kafli ákæru a. Ákærða Lárusi eru í I. kafla ákæru gefin að sök umboðssvik með því að hafa sem forstjóri Glitnis banka hf. og formaður áhættunefndar bankans misnotað aðstöðu sína með því að fara út fyrir heimildir sínar til lánveitinga og stefna fjármunum bankans í verule ga hættu þegar hann lét bankann veita FS37 ehf., 60 sem síðar varð Stím ehf., 19.538.481.818 króna lán, án fullnægjandi trygginga og í andstöðu við reglur stjórnar bankans og lánareglur hans, þar sem lánið hafi ekki rúmast innan viðskiptamarka sem áhættunefnd og ákærði hafi getað ákveðið. Af hálfu ákæruvalds er á því byggt að samkvæmt reglum stjórnar Glitnis banka hf., um lán og markaðsáhættu frá 2. október 2007 og lánareglum bankans, hafi áhættunefnd getað tekið ákvörðun um viðskiptamörk lántaka í áhættufl okki 7 sem numið hafi allt að 8% af eiginfjárgrunni bankans, eða svonefndu CAD hlutfalli, á samstæðugrundvelli. Eiginfjárgrunnur bankans hafi numið 215.036.000.000 krónum samkvæmt síðasta árfjórðungsuppgjöri bankans vegna þriðja ársfjórðungs 2007. Samkvæmt því hafi heimildir áhættunefndar og ákærða, í stöðu sinni til lánveitinga til FS37 ehf., verið takmarkaðar við 17.202.880.000 króna viðskiptamörk. Áhættunefnd hafi á fundi sínum 12. nóvember 2007, sem ákærði tók þátt í, samþykkt að veita FS37 ehf. lán, al lt að 24 milljörðum króna, til að fjármagna kaup á hlutum í Glitni banka hf. og FL Group hf., sem hafi verið stærsti eigandi bankans. Stjórn Glitnis banka hf. hafi verið ein bær til þess að samþykkja hærri viðskiptamörk vegna lánveitinga til FS37 ehf. Hafi ákærða, áður en lánið var veitt, borið að leita eftir samþykki stjórnar Glitnis banka hf. fyrir viðskiptamörkum vegna lánsins. Ákærði hafi brugðist þeirri skyldu sinni. Til tryggingar láninu hafi Glitni banka hf. verið sett að veði hlutabréfin í FL Group hf. og allt hlutafé FS37 ehf. Hlutabréf FS37 ehf. í Glitni banka hf. hafi verið háð sölu - og veðsetningarbanni. Í lánssamningi á milli Glitnis banka hf. og FS37 ehf. hafi komið fram að FS37 ehf. myndi skuldbinda sig til þess að hafa stöðu eigna félagsins á móti samanlögðum uppreiknuðum eftirstöðvum lánsins, samkvæmt lánssamningi, að minnsta kosti 125%. Fram að útborgunardegi lánsins, sem hafi verið 19. nóvember 2007, hafi eignir FS37 ehf. þá þegar verið komnar undir hið áskilda eignahlutfall, vegna gengisl ækkunar hlutabréfa í Glitni banka hf. og FL Group hf., en þær hafi þá numið 123,6% af lánsfjárhæðinni. Eiginlegar tryggingar fyrir lánveitingunni hafi því verið ófullnægjandi og fjártjónshætta veruleg. Bú Stíms ehf. hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta 2 4. maí 2012 og skiptum lokið 30. ágúst 2013. Hafi slitastjórn Glitnis banka hf. lýst 24.028.503.834 króna kröfu vegna lánssamningsins frá 16. nóvember 2007. Slitastjórn hafi fengið úthlutað 15.213.547 krónum upp í kröfu sína. Slitastjórnin hafi lýst um 17, 7 milljarða króna kröfu í þrotabú þeirra fjögurra dótturfélaga Stíms ehf., vegna lána frá 28. mars 2008. Skiptum á þrotabúunum hafi lokið 19. maí 2011 án þess að nokkuð fengist greitt upp í kröfurnar. Kröfur slitastjórnar hafi tapast en það tjón leiði af h áttsemi ákærða. b. Ákærði hefur viðurkennt að lán til Stíms ehf. frá 16. nóvember 2007 hafi farið upp úr þeim heimildum sem ákveðnar hefðu verið fyrir áhættunefnd Glitnis banka hf. Varnir ákærða byggja á því í fyrsta lagi að lánveitingin hafi verið samþykk t í fjölskipaðri áhættunefnd og nákvæm útfærsla síðan verið staðfest í nefndinni einróma og án athugasemda. Að ákvörðuninni hafi staðið sex áhættunefndarmenn, þar á meðal sumir af æðstu stjórnendum bankans á sviði áhættustýringar og útlánaeftirlits. Enginn hafi hreyft mótmælum og enginn vakið athygli á að lánveitingin kynni að fara fram úr heimildum áhættunefndar og að hún þarfnaðist samþykkis stjórnar. Fimm áhættunefndarmenn hafi síðar samþykkt hina endanlegu útfærslu lánveitingarinnar án athugasemda. Enga n hafi grunað að í láninu gæti falist trúnaðarbrot gagnvart Glitni banka hf. eða misnotkun á aðstöðu þeirra starfsmanna sem að láninu stóðu, hvað þá refsiverður verknaður. Í annan stað hafi lánveitingin falið í sér óverulegt frávik frá þeim heimildum sem ákveðnar hefðu verið fyrir áhættunefnd. Heimildir áhættunefndar til lánveitinga lántaka í flokki 7 hafi verið takmarkaðar við 17,2 milljarða króna. Lánið til Stíms ehf. hafi numið ríflega 19,5 milljörðum króna. Hafi það numið um 9% af eiginfjárgrunni Glitn is banka hf. Lánið hafi því aðeins farið 13% fram úr heimildum áhættunefndar, auk þess sem það hafi verið óverulegt sem hlutfall af heildareignum bankans. Mörk áhættunefndar Glitnis banka hf. hafi falið í sér innri viðmið bankans um útlánaheimildir. Lánvei tingin hafi hins vegar rúmast innan þeirra 25% marka sem gilt hafi samkvæmt 1. mgr. 30. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og 3. gr. reglna Fjármálaeftirlitsins nr. 216/2007. Loks sé til þess að líta að lánið hafi 61 ekki falið í sér nýja áhættu á efn ahag Glitnis banka hf. heldur áframhaldandi en takmarkaðri áhættu á undirliggjandi eignir Stíms ehf. Í þriðja lagi hafi ákærða verið alls ókunnugt um að ákvörðunin væri utan heimilda áhættunefndar og ekki verið sérstakt hlutverk ákærða að hafa eftirlit m eð því. Það hafi verið á herðum annarra. Miðað við reglur útlánahandbókar Glitnis banka hf. hafi það verið hlutverk áhættustýringar, útlánastýringar og lánastjóra að tryggja að til staðar væru upplýsingar um heildarmörk og að nefndir sem færu með útlánahei mildir brytu ekki gegn þeim. Hafi ákærði enga ástæðu haft til annars en að ætla að sú tillaga sem fyrir hann hafi verið lögð uppfyllti skilyrði sem sett hafi verið í lánareglur bankans. Hafi ákærði mátt treysta því að mál sem borin væru undir hann og aðra í áhættunefnd féllu innan heimilda nefndarinnar. Í fjórða lagi hafi stjórn Glitnis banka hf., 28. janúar 2008, samþykkt aukin áhættumörk fyrir Stím ehf. sem hafi verið nægjanleg til að rúma lánið. Í því hafi óbeint falist eftirfarandi samþykki til ráðstö funarinnar. Í fimmta lagi hafi lánveitingin, samkvæmt viðskiptalegu mati ákærða, þjónað hagsmunum Glitnis banka hf. og dregið úr fjárhagslegri áhættu bankans. Mat ákærða hafi verið forsvaranlegt. Stím - viðskiptin hafi dregið úr fjárhagslegri áhættu bankans og styrkt eiginfjárhlutfall hans. Engin fjártjónshætta í skilningi 249. gr. laga nr. 19/1940 hafi verið til staðar. Sérhverri lánveitingu fylgi áhætta þar sem lánastarfsemi sé áhættusöm í eðli sínu. Á stjórn Glitnis banka hf. hafi hvílt sú skylda að marka stefnu bankans hvað útlánaáhættu varðaði. Vegna þessa hefðu ýmsar reglur um útlánaáhættu, útlánaferla og eftirlit með áhættu verið samþykktar í stjórn bankans og áhættunefnd. Ákvæði almennra reglna Glitnis banka hf. um útlán og markaðsáhættu og ákvæði útl ánahandbókar hafi falið í sér reglur um takmarkanir á stórum áhættum. Fyrirmæli verði að setja í samhengi við það að Glitnir banki hf. hafi starfað sem viðskiptabanki. Engin krafa hafi verið gerð um að tryggingar stæðu lánum til fullnustu enda hafi verið a lgengt að svo væri ekki. Þá verði að líta til þess að með sölu - og veðsetningarbanni á hlutum Stíms ehf. í Glitni banka hf. hafi verð ljóst að bankinn hafi verið að styrkja stöðu sína gagnvart Stími ehf. Mat ákæruvalds á fjártjónshættu Glitnis banka hf. s é bersýnilega rangt. Hafi ákæruvaldi yfirsést að taka tillit til hlutabréfaviðskiptanna sem lánveitingin hafi órjúfanlega verið hluti af og stöðu Glitnis banka hf. fyrir og eftir viðskiptin. Viðskiptin hafi dregið úr fjárhagslegri áhættu Glitnis banka hf. Óhjákvæmilegt sé að komast að þeirri niðurstöðu þegar borin sé saman fjárhagsleg áhætta Glitnis banka hf. sem fylgt hafi eignarhaldi á hlutabréfunum í Glitni banka hf. og FL Group hf. fyrir viðskiptin og fjárhagslegri áhættu Glitnis banka hf. sem fylgt haf i láninu til Stíms ehf., láni til Fons hf. og hlutafjárframlagi til Stím ehf. eftir viðskiptin. Fram hjá því hafi verið horft. Hafi ráðstöfunin haft jákvæð áhrif á eiginfjárhlutfall Glitnis banka hf. Í sjötta og síðasta lagi séu engar vísbendingar um að nokkur leynd hafi hvílt yfir málinu eða því vísvitandi verið haldið frá stjórn bankans. Hafi málið fengið hefðbundna meðferð og afgreiðslu innan Glitnis banka hf. Að því hafi komið fjölmargir starfsmenn Glitnis banka hf. c. Samkvæmt 249. gr. laga nr. 19/1940 varðar það fangelsi allt að 2 árum, ef maður, sem fengið hefur aðstöðu til þess að gera eitthvað sem annar maður verður bundinn við eða hefur fjárreiður fyrir aðra á hendi, misnotar þessa aðstöðu sína. Þyngja má refsingu í allt að 6 ára fangelsi, ef mjög miklar sakir eru. Helsta einkenni umboðssvika er misnotkun á þeim trúnaði sem felst í ákveðinni aðstöðu með fjárhagslegri ráðstöfun í skjóli aðstöðunnar í því skyni að afla sér eða öðrum fjárvinnings á kostnað annarra. Ásetningur þarf að taka til a llra þátta verknaðarlýsingar ákvæðisins og auk þess er auðgunarásetningur skilyrði refsinæmis, sbr. 243. gr. laga nr. 19/1940. Umboðssvik eru fullframin við ólögmæta ráðstöfun fjárverðmæta, svo sem við ólögmæta samþykkt skuldbindingar fyrir hönd lögaðila. Til að brot sé fullframið nægir að sýna fram á fjártjónshættu án tillits til raunverulegs fjártjóns. Sem viðskiptamaður var FS37 ehf. í áhættuflokki 7 innan Glitnis banka hf. er lánveitingin 16. nóvember 2007 fór fram. Samkvæmt reglum stjórnar Glitnis banka hf. um lán og markaðsáhættu frá 2. október 2007 gat áhættunefnd Glitnis banka hf., sem ákærði sat í , tekið ákvörðun um lánveitingu til lántaka í áhættuflokki 7 sem námu allt að 8% af eiginfjárgrunni bankans á samstæðugrundvelli. Ekki var heimilt 62 að veita lán umfram þessi mörk og var stjórn bankans einni heimilt að hækka mörkin til þess að slíkri lánveit ingu yrði við komið. Eiginfjárgrunnur bankans nam á þessum tíma ríflega 215 milljörðum króna og heimild til lánveitinga gagnvart viðskiptamanni í áhættuflokki 7 var takmörkuð við 17,2 milljarða króna. Lán til FS37 ehf. 16. nóvember 2007 að fjárhæð 19,5 mil ljarðar króna var því vel umfram þessi mörk. meðferðar í Glitni banka hf. var ákærði forstjóri bankans, en við því starfi hafði hann tekið 1. maí 2007. Fr á þeim tíma er ákærði tók við því starfi og þar til um miðjan nóvember 2007 höfðu allar innri reglur bankans tengdar áhættu við lánveitingar sætt gagngerri endurskoðun í því augnamiði að styrkja innviði bankans. Höfðu meðal annars verið teknar upp varnarlí nur innan bankans til að tryggja að allar ákvarðanir tengdar lánveitingum væru innan heimilda. Lán Glitnis banka hf. til FS37 ehf. nam verulegri fjárhæð, í öllu tilliti séð. Í ljósi stöðu sinnar sem forstjóri bankans og þess að innri reglur bankans um lán og markaðsáhættu höfðu nýlega, í umboði hans, sætt endurskoðun gat ákærða ekki dulist að lánveiting til félagsins færi umfram þær heimildir er stjórn bankans hafði heimilað. Fór ákærði með þessu út fyrir heimildir sínar til lánveitinga fyrir hönd bankans e r hann lánaði FS37 ehf. ríflega 19,5 milljarða króna, 16. nóvember 2007. Er ekki stoð í þeirri málsvörn ákærða að um yfirsjón hafi verið að ræða. Í ljósi þeirra fjárhæða er um ræðir og þess er áður var sagt um vinnu við endurskoðun innri reglna bankans ten gdum áhættu er framburður ákærða að mati dómsins ótrúverðugur að þessu leyti, en ganga verður út frá því að forstjóri gæti sérstakrar varúðar þegar viðlíka fjárhæðir eru undirliggjandi. Gildir hið sama um framburði annarra meðlima áhættunefndar og áhættust ýringar er borið hafa fyrir dómi að um yfirsjón hafi verið að ræða. Í því sambandi verður að gæta að því að þessir einstaklingar tóku þátt í afgreiðslu málsins. Þá hefur einnig þýðingu að tveir stórir fjárfestar höfðu hætt við fjárfestingu sína í verkinu þ egar hér var komið sögu. Í ákæru er við það miðað að lán þetta hafi verið án fullnægjandi trygginga og að lánveitingin hafi skapað fjártjónshættu fyrir Glitni banka hf. Fyrir liggur að Stím ehf. setti að veði fyrir lánveitingunni 380.000.000 hluti í FL G roup hf., þar sem hver hlutur var metinn á 22,05 krónur. Eins var sett að veði allt hlutafé í FS37 ehf. Í dómsmálum sem rekin hafa verið eftir efnahagshrunið hefur því verið slegið föstu að gengi hlutabréfa félaga hafi tekið að lækka upp úr miðju ári 2007. Á þann veg þróaðist gengi hlutabréfa í Glitni banka hf. og FL Group hf. Kreppa var á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Skömmu fyrir lánveitinguna hafði FL Group hf. birt fréttatilkynningu 2. nóvember 2007 þar sem fram kom að afkoma félagsins væri neikvæð um 4 milljarða króna fyrstu níu mánuði ársins og neikvæð um 27,1 milljarð á þriðja ársfjórðungi. Jafnframt var tilkynnt um að allar skráðar eignir félagsins yrðu færðar á markaðsvirði. Ákærða var þetta ljóst. Ákærða mátti því vera ljóst að takmarkaðar trygging ar væru í hlutabréfunum í FL Group hf. þar sem allar líkur væru á því að virði þeirra myndi lækka hratt. Í ljósi lánsfjárhæðarinnar var takmörkuð trygging í hlutafé í FS37 ehf., sem einungis nam ríflega 2 milljörðum króna. Reglur stjórnar Glitnis banka hf. um lán og markaðsáhættu, sem og útlánahandbók Glitnis banka hf. og handbók Glitnis banka um lánshæfismat samþykktar af áhættunefnd mæltu allar fyrir um mikilvægi trygginga við lánveitingar. Ákærða mátti því vera ljóst, í ljósi lánsfjárhæðarinnar, að mikil vægt væri að haldgóðar tryggingar stæðu að baki lánveitingunni. Að því er skilyrði um fjártjónshættu samkvæmt 249. gr. laga nr. 19/1940 varðar er til þess að líta að Hæstiréttur Íslands hefur í öðrum dómsmálum, þar sem ákært hefur verið fyrir umboðssvik í því tilviki er fjármálastofnanir veittu kaupendum hlutabréfa lán fyrir kaupunum gegn veði í hlutabréfunum, slegið föstu við mat á fjártjónshættu, að miða beri við að hlutabréfin hafi verið venjubundin eign í skilningi laga og haft verðgildi miðað við ge ngi bréfanna þegar til kaupanna var stofnað. Mikil verðmæti voru fólgin í hlutabréfum í Glitni banka hf. og FL Group hf. sem Glitnir banki hf. seldi Stími ehf., 19. nóvember 2007. Glitnir banki hf. hafði um hríð safnað hlutabréfum í FL Group hf. fyrir áhug asaman kaupanda, sem síðar gekk úr skaftinu. Fóru þessi hlutabréf að stofni til inn í Stím - viðskiptin. Miðað við þá stöðu verður ekki fullyrt að útilokað hefði verið fyrir Glitni banka hf. að selja hlutabréfin öðrum á markaði eftir gangverði þeirra. Af þes su leiðir að ekki er unnt að líta til síðara tímamarks, eins og markaðsvirði hlutabréfanna þróaðist og þau urðu að lokum verðlaus. Út frá þessu verður ekki séð að betra hefði verið fyrir Glitni banka hf. að selja eigin hlutabréf og hlutabréf í FL Group hf. en að hafa þau áfram í eigin eignasafni þar sem gengi bréfanna hafi verið á hraðri niðurleið. 63 Eins og áður sagði voru hlutabréfin við Stím - viðskiptin seld úr eignasafni bankans á markaðsvirði. Á sama tíma lánaði Glitnir banki hf. Stími ehf. fyrir 78% af kaupverði bréfanna. Verður með engu móti á þá málsvörn ákærða fallist að Glitnir banki hf. hafi verið betur settur með lánveitingunni þar sem inn í bankann hafi komið fjármunir á sama tíma og bankinn hafi losnað við eigin hlutabréf og hlutabréf í FL Group hf. sem síðar urðu verðlaus. Stjórn Glitnis banka hf. hafði ekki það hlutverk með höndum að samþykkja einstaka lánveitingu viðskiptamanna. Ákvörðun stjórnar Glitnis banka hf., varðandi breytt mörk Stíms ehf. 28. janúar 2008, breytti því engu um heimildarl ausa lánveitingu ákærða. Að þessu virtu verður ákærði Lárus sakfelldur fyrir umboðssvik samkvæmt I. kafla ákæru og er háttsemi hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. II. kafli ákæru a. Ákærða Lárusi eru í II. kafla ákæru gefin að sök umboðssvik með þv í að hafa 4. janúar 2008, sem forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis banka hf., misnotað aðstöðu sína með því að fara út fyrir heimildir sínar til lánveitinga og stefna fjármunum bankans í verulega hættu þegar hann lét Glitni banka hf. veita Stími ehf . 725.733.870 króna peningamarkaðslán, án fullnægjandi trygginga og í andstöðu við reglur stjórnar bankans og lánareglur hans, þar sem lánið hafi ekki rúmast innan viðskiptamarka sem áhættunefnd og ákærði hafi getað ákveðið. Sem fyrr byggir ákæruvald á þv í að samkvæmt reglum stjórnar Glitnis banka hf., um lán og markaðsáhættu, frá 2. október 2007, og lánareglum bankans, hafi áhættunefnd getað tekið ákvörðun um viðskiptamörk lántaka í áhættuflokki 7 sem numið hafi allt að 8% af eiginfjárgrunni bankans á sam stæðugrundvelli. Samkvæmt því hafi heimildir áhættunefndar og ákærða í stöðu sinni til lánveitinga til FS37 ehf. verið takmarkaðar við 17.202.880.000 króna viðskiptamörk. Stjórn Glitnis banka hf. hafi verið ein bær til þess að samþykkja hærri viðskiptamörk vegna lánveitinga til FS37 ehf. Hafi ákærða, áður en lánið var veitt, borið að leita eftir samþykki stjórnar Glitnis banka hf. fyrir viðskiptamörkum vegna lánsins. Ákærði hafi brugðist þeirri skyldu sinni. Ákærði hafi veitt samþykki sitt fyrir lánveitingu nni á milli funda áhættunefndar Glitnis banka hf. en það hafi verið til viðbótar lánveitingu bankans til Stíms ehf. 16. nóvember 2007, sem þá hafi staðið í tæpum 20 milljörðum króna. Til tryggingar endurgreiðslu lánsins hafi einungis verið hlutabréf sem St ím ehf. hafi skráð sig fyrir í hlutafjárúrboði FL Group hf. 14. desember 2007 og greitt fyrir 4. janúar 2008, en um hafi verið að ræða 49.369.651 hluti í FL Group hf. Sökum verðfalls hlutabréfanna, frá 14. desember 2007 til greiðslu fyrir þau 4. janúar 200 8, hafi verðmæti hinna veðsettu hluta einungis numið um 90% af lánsfjárhæðinni. Lánið hafi verið veitt til tveggja vikna, en síðan verið framlengt í þrígang án frekari trygginga. Í nóvember 2008 hafi verið greiddar um 467 milljónir króna upp í peningamarka ðslánið en sú greiðsla hafi komið til vegna skuldajöfnunar. Bú Stíms ehf. hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta eins og áður var rakið. Eftirstöðvar peningamarkaðslánsins nemi í það minnsta 360 milljónum króna, sem verði að telja tapaðar. b. Ákærði hefur viðurkennt að lán til Stíms ehf., frá 4. janúar 2008, hafi farið upp úr þeim heimildum sem ákveðnar hefðu verið fyrir áhættunefnd Glitnis banka hf. Varnir ákærða byggja sem fyrr á því að hann hafi ekki einn samþykkt lánið 4. janúar 2008. Í öðru lagi hafi l ánveitingin hlutfallslega falið í sér óverulega viðbót við fyrri lán Glitnis banka hf. til Stíms ehf. Í þriðja lagi hafi ákærða verið alls ókunnugt um að lánveitingin væri utan heimilda áhættunefndar. Í fjórða lagi hafi stjórn Glitnis banka hf. óbeint samþ ykkt lánveitinguna eftirá. Í fimmta lagi hafi lánveitingin þjónað hagsmunum Glitnis banka hf. Að lána ekki hefði að mati ákærða jafngilt því að viðurkenna greiðsluþrot Stíms ehf., gefa eftir möguleika að hafa áhrif á málefni félagsins í stað þess að freist a þess að fá sem mest upp í kröfur á hendur félaginu við gjaldþrotaskipti. Fjármögnun áskriftar í hlutafjárútboði FL Group hf. hafi gefið Glitni banka hf. kost á að 64 halda áfram að vinna með málefni Stíms ehf. og ákveðið svigrúm í tíma til að leysa úr fjárh agslegum vandræðum félagsins. c. Að því er niðurstöðu þessa ákæruliðar varðar er vísað til þess sem fram kemur í niðurstöðu undir I. kafla ákæru. Stjórn Glitnis banka hf. hafði engar breytingar gert á útlánamörkum Stíms ehf. 4. janúar 2008. Samkvæmt þeim skjölum er útbúin voru við stofnun Stíms ehf. var félaginu óheimilt að stofna til stórra skuldbindinga. Þátttaka félagsins í hlutafjárútboði FL Group hf. var í andstöðu við samþykktir félagsins. Ákvörðun ákærða um lánveitinguna 4. janúar 2008 var í andst öðu við reglur stjórnar bankans og lánareglur hans. Mátti ákærða sem forstjóra bankans vera það ljóst. Hafði hann einungis örfáum dögum áður veitt Stími ehf. lán sem var umfram heimildir áhættunefndar. Getur því ekki komið að haldi málsvörn ákærða um að yf irsjón megi um kenna. Er framburður hans og meðlima áhættunefndar og fjárstýringar ótrúverðugur að því leyti. Verðmæti hlutabréfa FL Group hf. féll hratt í árslok 2007 og byrjun árs 2008. Sem fyrr var rakið hafði FL Group hf. birt afkomuviðvörun í byrjun n óvember 2007 og fært niður eignir félagsins. Ákærða var það ljóst. Voru tryggingar Glitnis banka hf. í hlutabréfum í FL Group hf. því ekki fullnægjandi og í andstöðu við reglur stjórnar bankans og lánareglur bankans. Með hliðsjón af þessu verður ákærði sak felldur samkvæmt II. kafla ákæru og er háttsemi hans þar rétt heimfærð til refsiákvæða. III. kafli ákæru a. Í III. kafla ákæru er ákærða Jóhannesi gefin að sök umboðssvik, sem framkvæmdastjóra markaðsviðskipta Glitnis banka hf. með því að láta GLB FX fagfjárfestasjóðinn, sem var í vörslu Glitnis banka hf. samkvæmt sérstökum samningi og heyrði undir Glitni sjóði hf., kaupa víkjandi skuldabréf útgefið af Stími ehf. 26. nóvember 2007 að fjárhæð 1.004.131.944 krónur, í eigu Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. Er í ákæru miðað við að ákærði hafi misnotað aðstöðu sína og stefnt fjármunum GLB FX fagfjárfestasjóðsins í v erulega hættu. Hafi ákærði gefið undirmanni sínum fyrirmæli á tímabilinu 6. til. 29. ágúst 2008 um að sjóðurinn keypti hið víkjandi skuldabréf, þótt skuldabréfið væri án fullnægjandi trygginga og skuldir Stíms ehf. langt umfram verðmæti eigna. Kaupin hafi verið gerð 28. eða 29. ágúst 2008, með undirritun samnings um framvirk kaup fagfjárfestasjóðsins á hinu víkjandi skuldabréfi en sjóðurinn hafi greitt Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. 1.221.485.090 krónur fyrir skuldabréfið. Eignir GLB FX fagfjárfestasjó ðs 28. ágúst 2008 hafi að markaðsvirði numið 8.099.770.274 krónum en 8.275.477.126 krónum 29. ágúst s.á. Hafi kaupin á skuldabréfinu því numið um 15% af heildareignum GLB FX fagfjárfestasjóðsins. Í ákæru er miðað við að hið víkjandi skuldabréf Sögu Capita l fjárfestingarbanka hf. á hendur Stími ehf. hafi komið í stað víkjandi lánssamnings milli sömu aðila frá 16. nóvember 2007 að fjárhæð 1 milljarður króna. Sá lánssamningur hafi verið með gjalddaga 19. nóvember 2008 og verið liður í fjármögnun kaupa FS37 eh f. á hlutum í Glitni banka hf. og FL Group hf. samkvæmt I. kafla ákæru. Hafi greiðsluskuldbindingin verið víkjandi gagnvart 19,5 milljarða króna láni Glitnis banka hf. til Stíms ehf. frá 16. nóvember 2007. Tryggingar Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. fyr ir fjárkröfu samkvæmt skuldabréfinu hafi verið hlutabréf Stíms ehf. í Glitni hf. og FL Group hf. Þær hafi ekki orðið virkar fyrr en að forgangsláninu uppgreiddu, auk þess sem Stími ehf. hafi verið óheimilt að greiða inn á kröfu Sögu Capital fjárfestingarba nka hf. fyrr en að forgangsláninu uppgreiddu. Þegar ákærði Jóhannes hafi látið GLB FX fagfjárfestasjóðinn kaupa hið víkjandi skuldabréf hafi ákærði vitað, eða mátt vita, að eigið fé Stíms ehf. hafi verið neikvætt og eignir félagsins rýrnað verulega. Eins o g verðmæti eigna Stíms ehf. hafi verið háttað þegar viðskiptin áttu sér stað og vegna víkjandi stöðu skuldabréfsins gagnvart forgangsláni Glitnis banka hf. hafi GLB FX fagfjárfestasjóðurinn ekki fengið fullnægjandi tryggingar fyrir greiðslu skuldabréfsins. Ákærða hafi mátt vera ljóst að yfirgnæfandi lýkur væru á því að hið víkjandi skuldabréf á hendur Stími ehf. fengist ekki greitt á gjalddaga 19. nóvember 2008, en það hafi verið lokadagur framvirka samningsins. 65 Ákærða Þorvaldi Lúðvík er sem forstjóra og h luthafa í Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. gefin að sök hlutdeild í umboðssvikum meðákærða Jóhannesar. Hlutdeildarbrot ákærða eru talin hafa falist í því að hafa sótt á og hvatt meðákærða Jóhannes til að finna kaupanda að hinu víkjandi skuldabréfi í því skyni að Saga Capital fjárfestingarbanki hf. fengi efndir fjárkröfu sinnar á hendur Stími ehf. Hafi ákærði Þorvaldur vitað eða mátt vita að langlíklegast væri að krafan samkvæmt skuldabréfinu myndi ekki fást greidd af skuldara þess, Stími ehf., á gjalddag a skuldabréfsins. Með efndum GLB FX fagfjárfestasjóðsins á framvirka samningnum um kaup á hinu víkjandi skuldabréfi hafi Saga Capital fjárfestingarbanki hf. fengið fjárkröfu sína á hendur Stími ehf. að fullu greidda frá GLB FX fagfjárfestasjóðnum. Ákærðu hafi sameiginlega stefnt fjármunum GLB FX fagfjárfestasjóðsins í verulega hættu enda velt yfir á sjóðinn allri áhættu Sögu Capital fjárfestingarbanka hf., sem eiganda kröfunnar á hendur Stími ehf. samkvæmt skuldabréfinu. Krafan hafi ekki fengist greidd á g jalddaga skuldabréfsins og hún tapast vegna gjaldþrots Stíms ehf. Tjón GLB FX fagfjárfestasjóðsins vegna háttsemi ákærðu nemi 1.221.485.090 krónum. b. Ákærði Jóhannes krefst frávísunar málsins frá dómi að því er ákærða varðar á þeim grunni að lögregla h afi eytt símtölum sem tekin voru upp og hlustað var á undir rannsókn málsins sem leitt hefðu getað í ljós staðhæfingu sína um að ákærði hafi ekki tekið ákvörðun um eða þrýst á um að GLB FX fjárfestingarsjóðurinn keypti hið víkjandi skuldabréf af Sögu Capit al fjárfestingarbanka hf. Fari gegn ákvæðum 70. gr. stjórnarskrár og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð að sakfella ákærða þegar þannig háttar til. Að því er þessa kröfu ákærða varðar er til þess að líta að Hæstiréttur Íslands hefur í öðrum dómsmálum er varða hið íslenska efnahagshrun leyst úr sambærilegri kröfu og hér er komin fram. Hefur ekki verið talið brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð þó svo símtölum sem tekin voru upp og hl ustað var á undir rannsókn mála hafi verið eytt. Er niðurstaða þessa dóms á sama veg, enda hvílir á ákæruvaldi að sanna sök. Leiðir vafi í þeim efnum til sýknu í refsidómi. Er kröfu ákærða um frávísun málsins að því er ákærða varðar hafnað. Varnir ákær ða Jóhannesar byggja á því að hann hafi ekki tekið ákvörðun um kaup GLB FX fagfjárfestasjóðsins á hinu víkjandi skuldabréfi Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. Ákærði hafi unnið að því að finna kaupanda að skuldabréfinu og leitað eftir því við BB, sem fjár fest hafi fyrir sjóðinn samkvæmt sérstöku umboði frá sjóðnum, hvort til greina kæmi að sjóðurinn keypti bréfið. Það hafi alfarið verið ákvörðun BB að kaupa skuldabréfið, enda ákærði ekkert umboð haft til að skuldbinda sjóðinn. Varnir ákærða Þorvaldar byg gja á því að hann hafi ekki sótt á eða hvatt neinn til að kaupa umrætt bréf. Ákærði hafi vissulega rætt þessi mál við meðákærða Jóhannes og möguleikum verið velt upp varðandi kaup á bréfinu. Meðákærði Jóhannes hafi síðar gefið ákærða upp nafn á væntanlegum kaupanda bréfsins. c. BB, fékk undir rannsókn málsins, fráfall saksóknar á grundvelli 5. gr. laga nr. 135/2008. Í tveimur fyrstu yfirheyrslum hjá lögreglu bar BB afdráttarlaust að hann hafi einn tekið ákvörðun um að kaupa hið víkjandi skuldabréf í eigu Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. Við þriðju yfirheyrslu hvarf hann frá fyrri framburði og bar á þann veg að ákærði Jóhannes hafi þrýst á hann um að kaupa skuldabréfið. Líta verður til þess að á því stigi hafði lögregla kynnt honum gögn sem þóttu leiða í ljós sekt BB. Á því stigi hafði lögregla jafnframt kynnt honum þá tilgátu að til hafi komið þrýstingur frá yfirmanni hans um að samþykkja kaupin. Svo sem hér greinir hefur BB orðið missaga undir meðförum málsins. Dómurinn telur að skoða verði framburð BB í þessu ljósi sem og sönnunargildi framburðar hans. Skuldabréf það er Stím ehf. gaf út 26. nóvember 2007 til Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. að fjárhæð 1.004.131.944 krónur var víkjandi gagnvart 19,6 milljarða króna láni Glitnis banka hf. til Stíms ehf . 16. nóvember 2007. Þegar til svonefndra Stím - viðskipta var stofnað um miðjan nóvember 2007 voru eignir Stíms ehf. hlutafé félagsins, auk hlutabréfaeignar í Glitni banka hf. og FL Group hf. J, þá lánastjóri í Glitni banka hf., sendi A starfsmanni Sögu Cap ital fjárfestingarbanka hf. og framkvæmdastjóra Stíms ehf., tölvupóst þriðjudaginn 18. desember 2007. Í viðhengi með tölvupóstinum var veðkall. Í því kemur 66 fram að samkvæmt lánssamningi, frá 16. nóvember 2007, sé hlutfall trygginga komið niður fyrir skilgr eind mörk. Fram kemur að lánið hafi numið 19.725.182.866 krónum en nemi nú 21.457.959.558 krónum. Greiða þurfi inn á lánið 3.198.519.024 krónur. Með tölvupóstinum fylgdi einnig yfirlýsing vegna stöðu trygginga hjá Stími ehf. vegna frestunar á innlausn tryg ginga. Í bréfinu kemur m.a. fram að lántaka sé ljóst, að veðhlutfall samkvæmt samningi sé nú komið undir tilskilin mörk, eða niður í 108,8% og hafi bankinn sett fram veðkall. Á sama tíma og veðkall þetta var sent var verðmæti hlutabréfa í Glitni banka hf. og FL Group hf. á hraðri niðurleið. Seinni hluta desember 2007 var því ljóst að litlar líkur væru á því að Saga Capital fjárfestingarbanki hf. fengi efndir kröfu sinnar á hendur Stími ehf., samkvæmt hinu víkjandi skuldabréfi. Gögn málsins bera með sér að ákærði Þorvaldur hafi, allt frá því fyrstu hugmyndir að verkefninu urðu til, reglulega átt fundi með starfsmönnum Glitnis banka hf. vegna málefna Stíms ehf. Þá leiða minnispunktar í vinnudagbók ákærða, tölvupóstar og minnispunktar endurskoðenda Sögu Cap ital fjárfestingarbanka hf. í ljós að staða hins víkjandi skuldabréfs hefur talsvert verið rædd. Má af þessum gögnum ráða að ákærði Þorvaldur hafi talið sig hafa eins konar vilyrði frá Glitni banka hf. um að Saga Capital fjárfestingarbanki hf. myndi ekki t apa á hinu víkjandi skuldabréfi. Eins má af þessum gögnum ráða að ákærði hafi einkum rætt þessi mál við ákærða Jóhannes, þegar ljóst var að krafa bankans kynni að vera í hættu. Fyrstu merki um samskipti ákærðu vegna þessa eru frá 11. desember 2007 er ákær ðu ræða stöðu FS37 ehf. Í vinnudagbók ákærða Þorvaldar er ritað að hlutafjáreign Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. í Stími ehf. sé töpuð, auk þess sem 80% af hinu víkjandi láni sé tapað. Þá kemur fram í tölvupósti M yfirmanns Glitnis fjárfestinga 15. jan úar 2008 að ákærði Þorvaldur sé á leið suður til að ræða málefni Stíms ehf. Hafi ákærði Jóhannes óskað eftir nærveru M á þeim fundi. Í minnispunktum endurskoðenda Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. frá í febrúar 2008 kemur fram að ákærði Þorvaldur ætli að útvega óyggjandi staðfestingar Glitnis banka hf. á ábyrgð á útláni bankans. Í minnispunktum endurskoðendanna kemur jafnframt fram að 6. mars 2008 hafi borist óundirritað bréf frá ákærða Jóhannesi um að Glitnir banki hf. muni ekki gjaldfella lán sín gagnva rt Stími ehf. án þess að fyrir liggi samþykki Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. Samkvæmt gögnum málsins ræddu ákærðu Þorvaldur og Jóhannes saman í síma 16. apríl 2008 þar sem rætt var um skuldastöðu Stíms ehf. Velti ákærði Jóhannes því upp hvort unnt vær i að ,,funky - Vinnudagbók ákærða Þorvaldar frá 4. maí 2008 ber aftur með sér að ákærði Þorvaldur og ákærði Jóhannes hafi enn á ný rætt málefni Stíms ehf. Að málinu hafi þá einnig komið ákærði Lárus og M. Á ný kemur fram að rætt sé um skað leysisyfirlýsingu. Aftur ber vinnudagbók ákærða Þorvaldar með sér þann 6. ágúst 2008 að málefni Stíms ehf. hafi verið rædd og er þá fyrst að sjá merki þeirrar hugmyndar að GLB FX fagfjárfestasjóðurinn kaupi skuldabréfið. Eftir þessa færslu í dagbókina fer af stað atburðarás sem endar með því að GLB FX fagfjárfestasjóðurinn kaupir umrætt skuldabréf í lok ágúst 2008. Ákærði Jóhannes sendi ákærða Þorvaldi tölvupóst 14. ágúst 2008 með skilaboðum sem ekki verða skilin á annan hátt en að GLB FX fagfjárfestasjóður inn verði kaupandi að skuldabréfinu. Ákærði Þorvaldur fagnar þessum áfanga sama dag með því að senda skilaboð um sigur til samstarfsmanna sinna. Eftir þetta eiga sér stað ýmis tölvupóstsamskipti á milli AA yfirmanns eigin viðskipta hjá Sögu Capital fjárfes tingarbanka hf. og ákærða Jóhannesar þar sem AA er að þrýsta á um frágang málsins. Eru þeir tölvupóstar frá 18. og 26. ágúst 2008. Fyrstu merki þess að BB tengist kaupum á skuldabréfinu er þegar ákærði Jóhannes framsendi BB tölvupóst AA frá 18. ágúst 2008 og áður var nefndur. Ákærði Jóhannes spyr BB aftur í tölvupósti 27. ágúst 2008 hvort hann sé búinn að skoða þetta. BB svarar ákærða sama dag og spyr hvort þeir eigi ekki að ræða saman í síma. Næsta dag sendi ákærði Jóhannes, BB tölvupóst, með frágengnum s kjölum í viðhengi, varðandi kaup GLB FX fagfjárfestasjóðsins á hinu víkjandi skuldabréfi. Að kvöldi þessa dags sendi BB tölvupóst á ákærða Jóhannes um að pappírar verði kláraðir og að unnt ætti að vera að ganga frá málinu næsta dag. Þegar þessi gögn máls ins eru virt, sem rakin hafa verið, telur dómurinn einsýnt að ákærðu Jóhannes og Þorvaldur hafi í sameiningu unnið að því að Saga Capital fjárfestingarbanki hf. yrði ekki fyrir fjárhagslegu tjóni vegna lánveitingar sinnar til Stíms ehf., sem síðar varð að hinu víkjandi skuldabréfi. Í 67 þeim ráðagerðum hafi komið upp sú hugmynd að GLB FX fagfjárfestasjóðurinn, sem vistaður var hjá Glitni banka hf. samkvæmt sérstökum samningi og starfsmenn markaðsviðskipta önnuðust fjárfestingar fyrir, yrði kaupandi að skuldabr éfinu. Þegar þeim hugmyndum var hrint í framkvæmd hafði bréfið takmarkað ef nokkuð verðgildi, svo sem endurskoðendur Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. höfðu fært í vinnudagbækur sínar. Það var einnig viðhorf ákærða Þorvaldar samkvæmt því er hann ritaði í vinnudagbók sína 11. desember 2007 og áður var gerð grein fyrir. Gögn málsins bera ekki með sér að BB hafi tengst viðræðum um hvernig Glitnir banki hf. gæti komið að málum til að tryggja Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. efndir kröfu sinnar á hendur Stí mi ehf. Dómurinn leggur áherslu á að fyrstu merki þess að hann tengist umræðu um kaup GLB FX fagfestingasjóðsins á skuldabréfinu eru eftir að ákærði Jóhannes tilkynnti ákærða Þorvaldi að fagfjárfestasjóðurinn myndi kaupa skuldabréfið og ákærði Þorvaldur fa gnaði þeirri BB hefur lýst því að ákærði Jóhannes hafi þrýst mjög á sig um að GLB FX fagfjárfestasjóðurinn myndi kaupa umrætt skuldabréf. Hafi ákærði Jóhannes verið búinn að lofa Sögu Capital fjárfestingarbanka því. Framburður BB er að þessu leyti í samræmi við áðurgreind tölvupóstsamskipti á milli ákærðu Jóhannesar og Þorvaldar. Taldi BB sig ekki hafa átt annan kost en að efna það loforð, þó svo það hafi verið þvert um hug hans og ekki í samr æmi við hagsmuni fagfjárfestasjóðsins. Hefur CC, sem einnig annaðist fjárfestingar fyrir GLB FX fagfjárfestasjóðinn staðfest að BB hafi ekki virst áfjáður í að kaupa skuldabréfið. Glitnir sjóðir hf. höfðu gert samning við Glitni banka hf. um vörslu og fjár festingar fyrir fagfjárfestasjóðinn. Sú deild er hafði það hlutverk með höndum, svonefnt FX Advisory, var innan markaðsviðskipta Glitnis banka hf. Ákærði Jóhannes var yfirmaður markaðsviðskipta. Þegar þau atvik málsins eru virt sem hér að framan hefur veri ð gerð grein fyrir telur dómurinn hafið yfir allan vafa að ákærði Jóhannes hafi, sem framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis banka hf. og yfirmaður BB, misnotað aðstöðu sína og í krafti yfirmannsstöðu sinnar, látið BB kaupa umrætt skuldabréf. Ákærði þrýs ti á BB með þeim hætti að BB mátti ætla að ekki kæmi annað til greina en að verða við þessari beiðni. Skuldabréf þetta var án fullnægjandi trygginga og skuldir Stíms ehf. á þeim tíma langt umfram verðmæti eigna og engar líkur á að skuldabréfið yrði greitt á gjalddaga þess. Kaup skuldabréfsins námu um 15% af heildareignum GLB FX fagfjárfestasjóðsins. Krafan var ekki greidd á gjalddaga og tapaðist krafan samkvæmt skuldabréfinu við gjaldþrot Stíms ehf. Þó svo ákærði Jóhannes hafi ekki haft formlegt umboð til a ð skuldbinda GLB FX fagfjárfestasjóðinn misnotaði hann aðstöðu sína sem yfirmaður BB og fékk hann til að kaupa bréfið. Með því hefur ákærði Jóhannes gerst sekur um umboðssvik. Verður hann samkvæmt því sakfelldur samkvæmt III. kafa ákæru og er háttsemi hans þar rétt heimfærð til refsiákvæða. Svo sem áður var rakið þrýsti ákærði Þorvaldur mjög á um að Glitnir banki hf. myndi tryggja skaðleysi Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. af lánveitingu sinni. Lagði hann á ráðin með meðákærða um að tryggja hagsmuni Sög u Capital fjárfestingarbanka, sem hann sjálfur átti stóran hlut í, og var þess meðvitaður að GLB FX fagfjárfestasjóðurinn yrði kaupandi að bréfinu. Ákærði tók við starfi sem forstjóri Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. í lok árs 2006. Í ljósi stöðu sinnar og þekkingar mátti honum vera ljóst að kaupandi að umræddu skuldabréfi væri að fá verðlítið, ef ekki verðlaust, skuldabréf í hendur. Engu að síður var skuldabréfið selt fullu verði GLB FX fagfjárfestasjóðnum. Nam söluverðið ríflega 1,2 milljarði króna, se m var veruleg fjárhæð. Ákærða mátti vera ljóst að slík kaup næmu mjög stórum hluta af fjárfestingum sjóðsins og stefndu ávöxtun eigenda hans í hættu. Mátti ákærða Þorvaldi jafnframt vera ljóst að meðákærði Jóhannes væri að misnota aðstöðu sína og fara út f yrir heimildir sínar er meðákærði gaf undirmanni sínum, sem hafði umboð til að fjárfesta fyrir fjárfestingarsjóðinn, fyrirmæli um að sjóðurinn keypti bréfið. Miðað við gögn málsins var ákærða ljóst að fjárhagsstaða Stíms ehf. varð slæm fljótlega eftir að t il lánveitinga í nóvember 2007 var stofnað. Er ekki hald í þeirri málsvörn ákærða að hann hafi ekkert þekkt til skuldastöðu félagsins. Ákærði Þorvaldur hefur með þessari háttsemi sinni gerst sekur um hlutdeild í broti meðákærða Jóhannesar. Verður hann einn ig sakfelldur samkvæmt ákæru og er háttsemi hans rétt heimfærð til refsiákvæða. Einn dómenda, Ingimundur Einarsson héraðsdómari, er ósammála niðurstöðu meirihluta dómenda um sakfellingu ákærðu Jóhannesar Baldurssonar og Þorvaldar Lúðvíks Sigurjónssonar 68 s amkvæmt þessum ákærulið . Er afstaða hans rökstudd með því að hvorki skrifleg gögn málsins né framburður vitna fyrir dómi, að undanskildum framburði BB, styðji fullyrðingu ákæruvaldsins um að ákærði Jóhannes hafi gefið undirmanni sínum fyrirmæli um að fagfj árfestasjóðurinn GLB FX keypti umrætt skuldabréf og hafi hann þannig misnotað aðstöðu sína og stefnt fjármunum sjóðsins í verulega hættu. Jafnframt leggur hann áherslu á að óumdeilt sé að ákærði Jóhannes hafði enga heimild til að skuldbinda umræddan sjóð e ða taka nokkrar ákvarðanir um fjárfestingar hans. Því beri að sýkna ákærða Jóhannes af því broti sem hann er hér sakaður um, svo og ákærða Þorvald Lúðvík, sem ákærður er fyrir hlutdeild í broti Jóhannesar. VI. Refsingar Ákærði Lárus er fæddur í desember 1 976. Hann var með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 24. nóvember 2016 dæmdur í fangelsi í 1 ár fyrir umboðssvik. Var sá dómur hegningarauki við hinn ómerkta héraðsdóm í þessu máli. Eins og málið liggur nú fyrir er sá dómur sem nú er kveðinn upp hegningarauki við refsidóminn 24. nóvember 2016. Ákærði Jóhannes er fæddur í nóvember 1971. Hann var með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, 23. júní 2014, dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Með dómi Hæstaréttar Íslands, 3. desember 2015, var dómur héra ðsdóms staðfestur en refsing ákærða ákveðin fangelsi í 3 ár. Ákærði Þorvaldur er fæddur í júní 1971. Sakaferill hans hefur ekki áhrif á ákvörðun refsingar. Við ákvörðun refsingar verður að líta til þess að umboðssvik ákærða Lárusar samkvæmt I. og II. ka fla ákæru snérust um gífurlegar fjárhæðir. Fól háttsemi ákærða í sér alvarlegt trúnaðarbrot gagnvart stóru almenningshlutafélagi og leiddi til stórfellds fjártjóns. Brot ákærðu Jóhannesar og Þorvaldar samkvæmt III. kafla ákæru snérust einnig um verulegar f járhæðir og leiddu til mikils fjártjóns. Er einnig til þess að líta að brot ákærða Þorvaldar var framið í því skyni að afla honum persónulegs ávinnings þar sem hann átti persónulega á milli 11 og 12% hlut í Sögu Capital fjárfestingarbanka hf. Til málsbóta er til þess að líta að ákærði afhenti lögreglu óumbeðinn undir rannsókn málsins vinnudagbók sína. Ákærðu Lárus og Jóhannes eiga sér engar málsbætur. Við ákvörðun refsingar ákærða Lárusar ber að ákvarða refsingu með hliðsjón af 78. gr. laga nr. 19/1940, sb r. 77. gr. lagana. Brot ákærða Jóhannesar er hegningarauki við dóm héraðsdóms 23. júní 2014 og verður refsing ákveðin eftir 78. gr. laga nr. 19/1940, sbr. 77. gr. laganna. Brot gegn 249. gr. laga nr. 19/1940 varða allt að 6 ára fangelsi, ef sakir eru mikla r. Samkvæmt 1. mgr. 22. gr. laga nr. 19/1940 varðar hlutdeild í broti gegn lögunum sömu refsingu og við brotinu er lögð. Sakir allra ákærðu eru vissulega miklar. Að öllu framangreindu virtu skal ákærði Lárus sæta fangelsi í 5 ár, ákærði Jóhannes fangelsi í 2 ár og ákærði Þorvaldur fangelsi í 18 mánuði. Til frádráttar refsingu ákærða Lárusar kemur gæsluvarðahald hans frá 30. nóvember 2011 til 7. desember sama ár. VII Sakarkostnaður Ekki hefur annan sakarkostnað leitt af máli þessu en kostnað við vörn ákærðu. Við fyrri meðferð þessa máls voru ákærðu dæmdir til að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna. Við ómerkingu kvað Hæstiréttur einvörðungu á um greiðslu áfrýjunarkostnaðar. Málskost naður verður ákvarðaður með þeim hætti að ákærðu greiði málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna af fyrri meðferð málsins, en úr ríkissjóði greiðast málsvarnarlaun verjendanna við hina endurteknu málsmeðferð. Við ákvörðun málsvarnarlauna hefur verið tekið til lit til virðisaukaskatts. Mál þetta dæma Símon Sigvaldason héraðsdómari, sem dómsformaður, og meðdómsmennirnir Ingimundur Einarsson héraðsdómari og Hrefna Sigríður Briem viðskiptafræðingur. D ó m s o r ð : Ákærði Lárus Welding sæti fangelsi í 5 ár. Ti l frádráttar refsingu kemur gæsluvarðahald ákærða frá 30. nóvember 2011 til 7. desember sama ár. Ákærði Jóhannes Baldursson sæti fangelsi í 2 ár. 69 Ákærði Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson sæti fangelsi í 18 mánuði. Ákærði Lárus greiði málsvarnarlaun skipaðs v erjanda síns, Óttars Pálssonar hæstaréttarlögmanns, 14.894.880 krónur og útlagðan kostnað verjandans að fjárhæð 1.711.953 krónur. Úr ríkissjóði greiðast til viðbótar málsvarnarlaun verjandans að fjárhæð 11.681.730 krónur og útlagður kostnaður verjandans að fjárhæð 35.947 krónur. Ákærði Jóhannes greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Reimars Snæfells Péturssonar hæstaréttarlögmanns, 15.508.680 krónur. Úr ríkissjóði greiðast til viðbótar málsvarnarlaun verjandans að fjárhæð 7.356.920 krónur. Ákærði Þorvaldur greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Björgvins Þorsteinssonar hæstaréttarlögmanns, 15.406.380 krónur. Úr ríkissjóði greiðast til viðbótar málsvarnarlaun verjandans að fjárhæð 5.775.920 krónur.