LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 26. júní 2020. Mál nr. 27/2020 : Ákæruvaldið (Óli Ingi Ólason saksóknari ) gegn Alvari Óskarssyni, (Stefán Karl Kristjánsson lögmaður) Einari Einarssyni og (Jón Bjarni Kristjánsson lögmaður) Margeiri Pétri Jóhannssyni (Steinbergur Finnbogason lögmaður) Lykilorð Ávana - og fíkniefni. Ítrekun. Upptaka. Útdráttur Í málinu voru A og M sakfelldir fyrir brot gegn lögum nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni með því að hafa ræktað og haft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyn i 206 kannabisplöntur og 111,50 g af kannabisstönglum. Þá voru A, E og M sakfelldir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, sbr. 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með því að hafa staðið að framleiðslu og haft í vörslum sínum, í sölu - og dreifingars kyni, samtals 8.592,36 g af amfetamíni. Jafnframt var A sakfelldur fyrir vörslur á 7,78 g af amfetamíni. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til 1., 3., 6. og 7. töluliðar 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga og þess að brotin voru þaulskipulö gð. Þá var litið til þess að amfetamínið hafði rýrnað við þurrkun. Jafnframt var litið til játningar M hvað varðaði fyrstnefnda brotið. Að öðru leyti ættu þeir sér engar málsbætur. Var um verkskiptan samverknað þeirra að ræða, sbr. 2. mgr. 70. gr. sömu lag a, og hvað varðaði A og M var einnig litið til 77. gr. sömu laga. Þá hafði fyrra brot A ítrekunaráhrif við ákvörðun refsingarinnar og var jafnframt litið til sakaferils E. Var refsing A ákveðin fangelsi í sex ár og E og M fimm ár hvor. Þá voru nánar tiltek nir munir og fjármunir gerðir upptækir. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Ásmundur Helgason , Kristbjörg Stephensen og Þorgeir Ingi Njálsson . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 6. janúar 2020 í samræmi við yfirlýsingar ákærðu um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 9. desember 2019 í málinu nr. S - 3838/2019 . 2 2 Ákæruvaldið krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um sakfellingu ákærðu og upptöku fíkniefna, vopna, fjármu na, bifreiðar og annarra muna, að ákærði Alvar verði að auki sakfelldur fyrir vörslu fíkniefna samkvæmt I. kafla ákæru og að refsing ákærðu verði þyngd. 3 Ákærði Alvar krefst aðallega sýknu, til vara að hann verði sýknaður af II. kafla ákæru en að því fráge ngnu að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur og málinu vísað heim í hérað. 4 Ákærði Einar krefst aðallega sýknu en til vara að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur ákærða af I. kafla á 5 Ákærði Margeir krefst þess aðallega að hinn áfrýjaði dómur verði ómerktur en til vara að hann verði sýknaður af II. og V. kafla ákæru og af upptökukröfu. Málsatvik og sönnunarfærsla 6 Upphaf máls þessa má rekja til þess að lögreglu bárust upplýsingar um að ákærði Alvar væri stórtækur í framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Að fengnum úrskurði héraðsdóms kom lögregla fyrir eftirfararbúnaði 11. apríl 2019 í bifreiðinni sem ákærði hafði afnot af. Í ljós kom að ákærði Alvar var í samskiptum við ákæ rðu Einar og Margeir og Y og að ákærðu Alvar og Margeir vöndu, ásamt Y , komur sínar í útihús á bænum í Þykkvabæ. Ákærði Einar fór jafnframt einu sinni í útihúsið í fylgd ákærða Alvars. er í eigu Z , sem býr þar ásamt eiginmanni sínum, Þ . Y , Z og Þ sættu ákæru í málinu en þáttur þeirra var skilinn frá þætti ákærðu Alvars, Einars og Margeirs með vísan til 2. mgr. 169. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Féll dómur í máli þeirra 8. október 2019. 7 Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að ákærðu fóru ekk i á eigin bifreiðum að . Þess í stað notuðu þeir bifreiðina , sem stóð ónotuð á bílastæði í Hraunbæ í Reykjavík þess á milli. Á grundvelli dómsúrskurðar kom lögregla fyrir hlustunar - og eftirfararbúnaði í bifreiðinni sem leiddi meðal annars í ljós að ferðir ákærðu Alvars og Margeirs að á tímabilinu 29. apríl til 7. júní 2019 voru alls 12. Í fjórum þessara tilvika stönsuðu ákærðu á leiðinni við vinnustað Z , meðákærðu í héraði, skildu bifreiðina þar eftir og óku áfram að á bifreið Z . 8 Hinn 10 . maí 2019 stöðvaði lögregla för ákærða Alvars á bifreiðinni vegna gruns um umferðarlagabrot. Með honum í bifreiðinni var Æ . Ákærði var þá nýkominn úr ferð að við afskipti lögr eglu og brást illur við er hann var spurður um farm í farangursgeymslu Æ voru handteknir vegna málsins og fluttir á lögreglustöð. Er miðlæg rannsóknardeild lögreglu, sem annaði st eftirlit með ákærða, fékk upplýsingar um málið var ákveðið að nota tækifærið og koma fyrir hlustunarbúnaði í bifreiðinni á grundvelli dómsúrskurðar. Við þá aðgerð veitti fulltrúi miðlægrar rannsóknardeildar athygli 3 búnaði, sem hægt væri að nýta til fram leiðslu á amfetamíni. Var þá horfið frá áformum um að koma fyrir hlustunarbúnaði í bifreiðinni þar sem vænta mætti að ákærði myndi verða var um sig í kjölfar handtökunnar og leita í bifreiðinni. 9 Samkvæmt framangreindri lögregluskýrslu var fylgst með ferðu m ákærða 10. maí 2019. Í skýrslunni segir að á leið sinni frá hafi hann stansað við geymsluhúsnæði á Eyrarbakka og við heimili að í Reykjavík. Búnaðurinn, sem lögregla sá í bifreiðinni , hafi ekki verið í bifreiðinni þar sem hún stóð á bifr eiðastæði við Hraunbæ áður en ákærði lagði af stað á henni að þennan dag. Þá hafi búnaðurinn ekki verið í fyrrnefndu bifreiðinni, sem ákærði hafi skilið eftir á bifreiðastæðinu á meðan hann fór á síðarnefndu bifreiðinni austur. Lögreglumenn hafi kíkt i nn um glugga á bifreiðinni og ekki séð neina áþekka muni. Þá hafi ákærði ekki flutt neina muni úr útihúsinu að er hann yfirgaf það. Er af þessu dregin sú ályktun í skýrslunni að ákærði hafi sótt búnaðinn á annan hvorn þessara staða, Eyrarbakka eða , og flutt hann yfir í bifreiðina þegar hann hafi skipt á bílum á bílastæðinu við Hraunbæ síðar um daginn. 10 Í skýrslu lögreglu sem liggur fyrir í málinu segir frá því að 13. maí 2019 hafi ákærðu Alvar og Margeir ekið austur að , lagt bifreiðinni við útihúsið og gengið þar inn. Stuttu síðar hafi Z , meðákærða í héraði, komið gangandi frá bænum og farið á eftir ákærðu inn í útihúsið. Nokkrum mínútum síðar hafi ákærði Alvar komið út, opnað farangursrými bifreiðarinnar, sótt fjóra stóra gaskúta í tveim ur ferðum inn í húsnæðið og sett í farangursrýmið. Við það tækifæri hafi ákærði heyrst ræða við Z þar 11 Á hljóðupptöku úr bifreiðinni 3. júní 2019 má heyra ákærðu Alvar og Margeir og Y , meðákærða í héraði, ræða um kannabisræktun, þar á meðal um ætlað magn uppskeru, hvenær uppskeran verði tilbúin, framkvæmdaratriði er varða uppskeru og hvernig efninu verði komið í verð. 12 Samkvæmt lögreglu skýrslu 6. júní 2019 fór lögregla inn í útihúsið við daginn áður í því skyni að koma fyrir búnaði til hljóð - og myndupptöku. Segir í skýrslunni að umfangsmikil kannabisræktun hafi verið þar í gangi og að hún hafi verið komin á lokastig. Við talningu re yndust plönturnar vera 206. 13 Samkvæmt lögregluskýrslu 9. ágúst 2019 sótti ákærði Alvar ákærða Margeir á heimili hans í Hafnarfirði á bifreiðinni að morgni 7. júní 2019. Þaðan hafi þeir ekið að bílaleigu við Grænásveg í Reykjanesbæ og sótt þangað tvær b ifreiðar, hvíta bifreið með númerinu og græna bifreið með númerinu . Samkvæmt sömu skýrslu fluttu þeir við það tækifæri búnað úr bifreiðinni bifreiðinni egi hafi þeir ekið að bílastæði við Fríkirkjuna Kefas í Kórahverfinu í Kópavogi, skilið bifreiðarnar þar eftir og gengið að heimili ákærða Einars að í Kópavogi. Því næst 4 hafi þeir gengið aftur að bifreiðunum og ekið á brott á grænu bifreiðinni . Þei r hafi ekið einn hring í Ögurhvarfi og svo snúið aftur á bílastæðið við kirkjuna þar sem Alvar hafi yfirgefið bifreiðina, gengið aftur að heimili Einars og stoppað þar í nokkrar sekúndur áður en hann sneri aftur að bílnum. Hafi ákærðu Alvar og Margeir þá k eyrt aftur af stað, ekið í Ögurhvarf og stoppað bak við verslunarhúsnæði stutta stund. Er þeir óku af stað aftur hafi þeir numið staðar á grænu umferðarljósi á gatnamótum Ögurhvarfs og Vatnsendavegar, beðið þar til það skipti í rautt og ekið þá af stað að Breiðholtsbraut. Þaðan hafi þeir ekið að í Reykjavík og hafi ákærði Alvar þá yfirgefið bifreiðina en ákærði Margeir haldið áfram út úr bænum eftir Vesturlandsvegi í átt að Mosfellsbæ. 14 Í skýrslu lögreglu segir að ákærði Alvar hafi farið inn á sólpall vi ð húsið að , beðið fylgjast með því hvort lögregla veitti honum eftirför en hann horfði á eftir öllum ökutækjum sem óku þar framhjá og horfði m.a. upp í loftið hugsanlega í leit að Ö hafi komið þar að nokkru síðar á bifreiðinni og sótt ákærða. Hafi þeir ekið saman að heimili ákærða Einars þar sem Alvar yfirgaf bifreiðina og gekk inn. Nokkrum mínútum síðar hafi ákærði komið út aftur ásamt ákærða Einari. Á kærði Alvar hafi sest aftur inn í bifreiðina sem Ö ók en ákærði Einar hafi sest inn í bifreiðina . Hafi báðum ökutækjunum verið ekið að bifreiðastæðinu við kirkjuna. Þar hafi ákærðu Alvar og Einar farið í hvítu bílaleigubifreiðina og keyrt í Mosfellsbæ þar sem þeir hafi meðal annars keypt eldsneyti og drykkjarföng en bifreið Einars, , verið skilin eftir á bifreiðastæðinu við kirkjuna. Úr Mosfellsbæ hafi ákærðu ekið í Borgarnes og þaðan að sumarbústaðahverfi, í Borgarbyggð, m eð bílaleigubifreið ákærða Margeirs, , þar sem henni var ekið í suðurátt en engin samskipti hafi ver ið þeirra í millum. Í sumarhúsabyggðinni hafi ákærðu stöðvað bifreiðina við , sumarhús sem reyndist vera í eigu föður ákærða Margeirs. Í skýrslu lögreglu 20. júní 2019 um eftirlit með ákærðu þennan dag kemur fram að þeir hafi komið að sumarhúsinu klukka n 13:03. 15 Samkvæmt skýrslu lögreglu 9. ágúst 2019 hafi ákærði Margeir á meðan keyrt sem leið lá frá Borgarnesi að bifreiðastæðinu við Hraunbæ í Reykjavík. Þar hafi hann skilið bílaleigubifreiðina eftir, fært sig yfir í bifreiðina og farið á henni að út ihúsinu við . Þar hafi hann stoppað stutta stund en ekið að því loknu aftur að bifreiðastæðinu við Hraunbæ, skipt yfir í bílaleigubifreiðina og ekið henni rakleitt inn að sumarhúsalandinu í . Segir í skýrslu lögreglu 20. júní 2019 um eftirlit með ákæ rðu þennan dag að hann hafi verið kominn þangað klukkan 18:37. Samkvæmt sömu skýrslu fór ákærði Margeir ekki að sumarhúsinu að , heldur stöðvaði bifreiðina á vegi sem liggur inn að bústaðnum, skammt frá þjóðveginum. Ákærði hafi svo keyrt aftur út úr sum arhúsahverfinu, niður að veitingastaðnum Baulu, farið þar inn og komið aftur út með þrjá matarbakka. Hann hafi svo farið aftur í bifreiðina og keyrt að 5 sumarhúsahverfinu, stoppað við og farið að húsinu, þar sem ákærðu Alvar og Einar voru fyrir, með mat arbakkana. Klukkan 20:50 hafi allir ákærðu komið út úr sumarhúsinu, sest upp í bifreiðarnar og keyrt á brott, með viðkomu á gámasvæði á Vesturlandsvegi við Strípuás þar sem þeir hafi hent ruslapokum. Ákærðu hafi svo verið handteknir á Vesturlandsvegi, skam mt frá Fiskilæk. 16 Svo sem greinir í hinum áfrýjaða dómi fundust við leit lögreglu í sumarhúsinu tíu ílát á borði með samtals 8.592,35 grömmum af amfetamíni ásamt ýmsum nánar tilgreindum búnaði sem merkja mátti að hafði verið notaður við framleiðslu á amfeta míni. Þar á meðal var hvít KitchenAid - hrærivél. Við rannsókn málsins kom í ljós að ákærði Einar hafði keypt hrærivél sömu tegundar og í sama lit 6. júní 2019. Í var lagt hald á fyrrgreindar kannabisplöntur ásamt ýmsum búnaði til ræktunar eins og nánar er rakið í hinum áfrýjaða dómi. Eins og þar kemur einnig fram liggja fyrir í gögnum málsins matsgerðir um magn og styrk sýna sem tekin voru af haldlögðu efni og plöntum. 17 Í framhaldi af handtöku ákærðu fór fram húsleit á heimilum þeirra og öðru húsnæði og v oru fjármunir haldlagðir auk annarra muna, eins og nánar greinir í hinum áfrýjaða dómi, auk bifreiðarinnar . Ákærðu hafa setið í gæsluvarðhaldi frá 8. júní 2019. 18 Í byrjun október 2019, skömmu fyrir aðalmeðferð málsins í héraði, gaf sig fram við lögreglu maður að nafni B og játaði að hafa framið brot það sem lýst er í ákærulið II. Í hinum áfrýjaða dómi er gerð nánari grein fyrir framburði hans hjá lögreglu sem og þremur skýrslum ákærða Margeirs. Ákærðu Alvar og Einar tjáðu sig ekki um sakarefnið hjá lögre glu. 19 Framburði ákærðu og vitna fyrir héraðsdómi er nægilega lýst í hinum áfrýjaða dómi. 20 Lögreglumaður nr. 9932 gaf skýrslu fyrir Landsrétti og staðfesti að hann hefði ritað framangreinda samantekt og greindi frá tilefni hennar og hvernig hann hefði staðið að öflun þeirra upplýsinga er hún lýtur að. Þá gaf vitnið I skýrslu fyrir Landsrétti og breytti fyrri framburði sínum í héraði um lit hrærivélar sem skipt var í Elko 15. ágúst 2019. Jafnframt voru spilaðar upptökur af framburði lögreglumanna nr. 0804, 0907, 1205, 0933 og 0528 í héraði. Niðurstaða 21 Ákærðu krefjast allir ómerkingar hins áfrýjaða dóms. Ákærð u Alvar og Einar reisa þá kröfu sína á því að dómsúrlausn héraðsdóms uppfylli ekki fyrirmæli f - liðar 2. mgr. 183. gr. laga nr. 88/2008 en héraðsdómarinn hafi í úrlausn sinni ítrekað gefið sér forsendur sem ekki styðjist við gögn málsins. Ákærði Margeir kre fst ómerkingar dómsins þar sem lögreglurannsókn hafi verið ófullnægjandi, ákærða hafi verið meinaður aðgangur að gögnum sem og að kalla til vitni, vettvangur ætlaðs brots hafi ekki fengist kannaður við meðferð málsins, sönnunarmati héraðsdóms hafi verið 6 áb ótavant og málatilbúnaður ákæruvaldsins haldinn slíkum göllum að varði ómerkingu. 22 Með úrskurðum Landsréttar 3. október 2019 í máli nr. 652/2019 og 11. nóvember 2019 í máli nr. 746/2019 var hafnað kröfu ákærða um aðgang að gögnum og að kalla til tiltekið vi tni. Kemur krafa ákærða Margeirs hvað þann þátt málsins varðar ekki til frekari umfjöllunar Landsréttar. 23 Samkvæmt 1. mgr. 53. gr. laga nr. 88/2008 er markmið rannsóknar að afla gagna til undirbúnings málsmeðferð fyrir dómi. Sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik, sem telja má honum í óhag, hvílir á ákæruvaldinu eftir 108. gr. laganna og verður það að bera hallann af því ef rannsókn máls er ábótavant og ákæra af þeim sökum ekki reist á nægilega traustum grunni. Að þessu virtu eru þær röksemdir ákærða Margeir s sem lúta að rannsókn málsins haldlausar. Þá verður ekki fallist á með ákærðu að þeir annmarkar séu á sönnunarmati eða röksemdum héraðsdóms sem valdið gætu því að vísa beri málinu til nýrrar meðferðar í héraði. Hið sama gildir um þá ákvörðun héraðsdómaran s að ekki væri þörf á vettvangsgöngu en í gögnum málsins liggur fyrir fjöldi ljósmynda og loftmynda af sumarbústaðalandinu sem sýna vegalengdir og afstöðu bústaðarins að til bílastæðis og göngustígs við hann. 24 Samkvæmt I. kafla ákæru er ákærðu gefið að sök að hafa 7. júní 2019 haft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni nánar tiltekinn fjölda kannabisplantna og kannabisstöngla og hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað plönturnar. Ákærði Margeir var í héraði sakfelldur fyrir þessa háttsemi. Ákærði Alvar var á hinn bóginn sýknaður af ákæru um að hafa haft plönturnar í vörslum sínum en sakfelldur fyrir ræktun þeirra. Ákærði Einar var alfarið sýknaður af sakargiftum. Unir ákæruvaldið niðurstöðu héraðsdóms hvað hann varðar og kemur hún því ekki t il endurskoðunar fyrir Landsrétti. 25 Ákærði Margeir hefur játað þá háttsemi sem honum er gefin að sök í I. kafla ákæru. Er tekið undir með hinum áfrýjaða dómi að sannað sé með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi s em honum er gefin að sök í þessum lið ákærunnar og að brot hans sé þar réttilega heimfært til refsiákvæða. 26 Ákærði Alvar hefur játað minni háttar aðild að ræktun plantnanna en hafnar því að hafa haft þær í vörslum sínum 7. júní 2019 þar sem hann hafi ekki komið í útihúsið, þar sem plönturnar voru ræktaðar, þann dag. 27 Í lögum nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni er kveðið á um að varsla og meðferð ávana - og fíkniefna, sem talin eru upp í lögunum, sé óheimil á íslensku forráðasvæði, sbr. 2. og 3. gr. laganna. Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 65/1974 er tekið fram um framangreind ákvæði laganna að hugtakið varsla eigi meðal annars við um geymslu. Fyrir liggur að ákærði fór á tímabilinu 29. apríl til 7. júní 2019 10 sinnum í útihúsið að til að huga að ræktuninni en ákærðu fóru alls 12 sinnum að útihúsinu á tímabilinu. Ákærði virðist ekki hafa þurft atbeina neins annars 7 aðila til að komast inn í útihúsið og þá hefur hann ekki borið um að einhverjar aðrar hömlur hafi verið á aðgangi hans að pl öntunum. Verður með vísan til þessa litið svo á að ákærði hafi haft fullan og óheftan aðgang að ræktuninni á því tímabili sem um ræðir og að sá aðgangur hafi ekki verið bundinn við þau skipti sem hann kom að . Af þeim sökum verður að leggja til grundval lar að ákærði hafi haft vörslur plantnanna 7. júní 2019. Að þessu gættu og að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms þykir sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem greinir í I. kafla ákæru og er brot hans þar réttilega heimfært til refsi ákvæða. 28 Í II. kafla ákæru er öllum ákærðu gefið að sök stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa staðið að framleiðslu og haft í vörslum sínum, í sölu - og dreifingarskyni, tæplega 8,6 kíló af amfetamíni af tilgreindum styrkleika. Með hinum áfrýjaða dómi voru ákærðu sakfelldir fyrir þessa háttsemi. Þeir neita allir sök og bera fyrir sig að hafa verið staddir í sumarhúsinu í öðrum erindagerðum, þeir hafi ekki vitað um framleiðsluna, hún hafi ekki verið á þeirra vegum heldur annars aðila. Fyrir liggi að mað ur hafi gefið sig fram við lögreglu og játað að vera eigandi þeirra efna sem fundust á vettvangi og að hafa framleitt þau. 29 Sá maður sem hér um ræðir, B , gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í héraði. Hafði framburður hans tekið nokkrum breytingum frá því ha nn gaf skýrslu hjá lögreglu 17 dögum áður eða 14. október 2019. Í skýrslu hans hjá lögreglu kom einnig ýmislegt fram sem ekki samræmist gögnum málsins. Hann gat lýst með greinargóðum hætti fyrir lögreglu hvernig staðið hefði verið að framleiðslu amfetamíns úr amfetamínbasa. Þó kannaðist hann, þráspurður af lögreglu, ekki við að hafa notað rafmagnstæki við framleiðsluna heldur greindi ítrekað frá því að hafa hrært efnum saman við amfetamínbasann með sleif. Þegar lögregla spurði hann út í hrærivél, sem fannst á vettvangi með amfetamínleifum, mundi hann eftir að hafa notað vélina við blöndun efnanna. Þá mundi hann ekki eftir að hafa notað þurrís við framleiðsluna til að kæla blönduna fyrr en lögregla spurði út í notkun hans. Fyrir héraðsdómi mundi hann aftur á móti eftir að hafa notað hvort tveggja. 30 B mundi allar tímasetningar illa en bar þó fyrir lögreglu að hafa skilað ákærða Einari lyklinum að sumarbústaðnum sama dag og hann fór síðast úr honum. Framburður hans í héraði var með sama hætti. Ákærði Einar bar f yrir héraðsdómi að B hefði skilað lyklinum 5. eða 6. júní 2019. B bar jafnframt fyrir lögreglu að eftir að hafa skilað lyklinum hefði hann lagt af stað í bústaðinn til að vitja amfetamínsins en snúið við og næsta þegar ég, næsta sem að ég veit sko þegar ég ranka við mér þá þarna þá heyrði ég það eða sé það í fréttum að það eru thvað svona ef ég á að giska, nokkra greiðslukorti hans dagana 6. til 8. júní 2019, að annar maður hefði verið með kortið á þessum tíma. Þá staðfesti hann að hafa farið til Dü sseldorf 10. júní 2019. Hann bar 8 jafnframt fyrir héraðsdómi að amfetamínið hefði enn verið blautt þegar hann yfirgaf bústaðinn, en það var 5. eða 6. júní samkvæmt framangreindum framburði ákærða Einars, og að þá hafi efnið átt um 12 tíma eftir þar til það yrði þurrt og hæft til pökkunar. Er lögregla fór inn í bústaðinn að kvöldi 7. júní var efnið enn rakt samkvæmt framburði lögreglumanns nr. 0232. Sá framburður fær jafnframt stoð í matsgerð rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði 11. júlí 2019 en þar kemur fram að þegar amfetamínsýni bárust rannsóknastofunni með matsbeiðni lögreglu, sem dagsett var 11. júní 2019, hafi sýnin verið rök. 31 Hjá lögreglu bar B ítrekað að hafa notað staðsetningar - og kortaforritið Google Maps til að finna bústaðin n og að í því skyni hafi hann slegið inn heimilisfangið . Þegar lögregla greindi honum frá því að það heimilisfang fyndist ekki þegar það væri slegið inn í tilgreint forrit kunni hann ekki skýringu á því. Fyrir dómi skýrði hann á hinn bóginn svo frá að hann hefði ekki slegið inn staðsetningu sumarbústaðarins heldur mínútna akstur, þetta er framhjá Ferjubakkavegi, Hvítárvegi, svo kemur Laxholt og Galtarholt og þar inn til 32 Fyrir héraðsdómi og hjá lögreglu bar B að ákærði Alvar hefði tekið að sér að geyma fyrir sig búnað til amfetamínframleiðslunnar en ákærði hafi ekki vitað hvað var í þeim kössum og pokum sem hann tók við. Í greinargerð ákærða Alvars til Landsréttar telur hann líkur á að búnaður til amfetamínframleiðslu, sem fannst við húsleit hjá B , hafi verið hluti þess búnaðar sem ákærði geymdi fyrir hann og lögregla sá í bifreið ákærða 10. maí 2019. B bar á hinn bóginn hjá lögreglu að hann hefði ekki beðið ákærða um Jafnframt bar hann fyrir lögreglu að ákærði Alvar hefði afhent honum búnaðinn aftur á bensínstöð í Hafnarfirði sama dag og hann hefði fyrst farið í bústaðinn en það hef ði verið í byrjun júní. Hann minnti jafnframt að ákærði hefði verið á bláum sendiferðabíl. Bifreið sem ákærði Alvar ók á rannsóknartímabilinu, , er blá sendiferðabifreið. 33 Í skýrslutöku hjá lögreglu teiknaði B mynd sem sýnir aðkomu að bústaðnum sem og i nnra skipulag hans. Ber mikið á milli þess sem teikningar hans sýna og ljósmynda og uppdrátta sem liggja fyrir í málinu. Má sem dæmi nefna að hann teiknaði sumarbústaðinn vinstra megin við veg að bústaðnum en hann er staðsettur hægra megin við veginn, hann sýndi bílastæði og áhaldahús við sumarbústaðinn á öðrum stað en ljósmyndir sýna og merkti útihurð á gafli bústaðarins en hún er samkvæmt ljósmyndum á viðbyggingu. Þá er töluvert misræmi milli teikningar hans og innra skipulags bústaðarins samkvæmt ljósmyn dum og uppdráttum af honum. Ekki verður fallist á að lögreglumenn hafi haft áhrif á teikningar B en fyrir liggur myndupptaka af skýrslutöku af honum hjá lögreglu sem sýnir hann teikna þær auk þess sem hann staðfesti fyrir héraðsdómi að hafa gert þessar tei kningar og hafnaði aðkomu lögreglu að þeim. 9 34 Ákærðu voru undir eftirliti lögreglu 7. júní 2019. Að morgni þess dags var ákærðu Alvari og Margeiri fylgt eftir að bílaleigu í Reykjanesbæ þar sem þeir sóttu tvær bifreiðar, hvíta og græna, eins og áður er fram komið. Í skýrslu lögreglu 9. ágúst 2019 kemur fram að þeir hafi við það tækifæri flutt búnað úr bifreiðinni, , yfir í hvítu bílaleigubifreiðina. Ákærði Alvar neitar því og bendir á að engar samtímaupplýsingar liggi fyrir í skýrslum lögreglu sem geti um þennan flutning á búnaðinum. Þannig sé ekki minnst á þetta í skýrslu lögreglu 20. júní 2019 þar sem er að finna yfirlit yfir eftirlit með ákærðu 7. júní 2019 og tímasetningu einstakra atburða þann dag. Vitnið H , starfsmaður bílaleigunnar, staðfesti fyrir h éraðsdómi framburð ákærða og bar að hann hefði gengið með ákærðu út að bifreiðinni og að ekkert dót hefði verið fært á milli. Vitnið bar jafnframt að það hefði þekkt ákærða í nokkur ár. 35 Lögreglumenn nr. 0804, 0907 og 1205 báru fyrir héraðsdómi að hafa séð ákærðu bera einhvern búnað á milli bifreiðanna. Þá bar lögreglumaður nr. 1411 að hafa heyrt kallað upp í talstöð að ákærðu væru að ferja einhvern búnað á milli bifreiðanna. Framburður lögreglumannanna samræmist þeirri ákvörðun lögreglu, þegar leiðir ákærðu skildu síðar um morguninn, að fylgja eftir hvítu bifreiðinni sem hinn ætlaði búnaður hefði verið fluttur í og ákærði Alvar ók en hætta að veita eftirför grænu bifreiðinni, sem ákærði Margeir ók. Þá fær hann stoð í framburði ákærða Margeirs hjá lögreglu 13 . júní 2019 en þar bar hann aðspurður að um einhverja kassa hefði verið að ræða. Þegar ár bar hann að hann hefði fært hvítan trékassa á milli bíla og ákærði Alvar svartan plastkassa. Fyrir héraðsdómi bar ákærði Margeir aftur á móti að um einn trékassa hefði verið að ræða, sem hann hefði flutt á milli. 36 Fyrir liggur að ákærðu fóru í sumarhú sið á framangreindum bílaleigubifreiðum, ákærðu Alvar og Einar á þeirri hvítu og ákærði Margeir á þeirri grænu. Ákærðu Alvar og Margeir halda því fram að bifreiðarnar hafi verið teknar á leigu í því skyni að nýta þær í tengslum við uppskeru á kannabisræktu ninni í Þykkvabæ. Þrátt fyrir það fór ákærði Margeir ekki á bifreiðinni í 7. júní 2019 heldur hafði hann skipti á bifreiðum í Hraunbæ eins og áður er fram komið. Þá er þess að gæta að þótt nýta ætti bifreiðarnar í tengslum við ræktun á kannabisplöntunu m, en fella átti plönturnar um eða eftir helgina samkvæmt framburði ákærðu Alvars og Margeirs fyrir héraðsdómi, útilokuðu þau áform ekki að bifreiðarnar væru einnig nýttar til að fara í sumarbústaðinn á föstudegi svo sem ákærðu gerðu. Með því voru ákærðu á vettvangi amfetamínframleiðslu á bifreiðum sem ekki yrðu auðveldlega raktar til þeirra. Þess er jafnframt að gæta að enginn hinna ákærðu var með farsíma sína á sér þennan dag en ákærði Alvar bar um það fyrir héraðsdómi að sú regla hefði gilt að þeir væru ekki með farsíma sína þegar þeir sinntu ræktuninni að til að forðast að lögregla gæti með aðgangi að símum þeirra fengið upplýsingar um hana. Farsímaleysi ákærðu Alvars og Einars fer því illa saman við að þeir hafi farið í sumarbústaðinn í þeim eina ti lgangi að þrífa hann og undirbúa fyrir sölumeðferð. Ákærði Alvar bar einnig fyrir dómi að 10 þú ert að ferðast seint um nótt að, hvort að ef einhver stoppar þig þá er líkle gra að hinn trúverðuga skýringu á því hvers vegna þeir fóru á tveimur bifreiðum með stuttu millibili í sumarbústaðinn að morgni 7. júní ef ekki til þess að skapa sams konar fjarl ægð á milli sín í þeirri ferð og Alvar lýsti fyrir dómi. Þar skiptir einnig máli sem fram kemur í skýrslu lögreglu 9. ágúst 2019, um hegðun ákærðu og akstur, sem lögregla taldi bera merki um að ákærðu væru að fylgjast með því hvort lögregla veitti þeim eft irför. 37 Af hálfu ákærðu Alvars og Einars er á því byggt að þeir hafi verið úti á sólpalli við sumarbústaðinn allt frá því að þeir gerðu sér grein fyrir því að framleiðsla á amfetamíni hefði farið fram í bústaðnum þar til ákærði Margeir kom á staðinn. Þeir hafi því ekki staðið að amfetamínframleiðslunni inni í bústaðnum á sama tíma. Ákærði Margeir kveðst jafnframt hafa verið úti á sólpallinum með þeim eftir að hann kom í bústaðinn. Byggja ákærðu á því að lögreglumenn, sem fylgdust með bústaðnum, hafi ekki bæ ði getað séð inngang inn á sólpallinn og aðalinngang hússins og að þeir hafi ekki haft útsýni yfir sólpallinn og geti því ekki borið um hvort ákærðu hafi verið þar en lögreglumennirnir hafi neitað að gefa upp staðsetningu sína við eftirlit með bústaðnum. 38 L ögreglumaður nr. 0933 bar fyrir héraðsdómi að hann hefði haft sýn yfir aðalinngang hússins, innganginn inn á sólpallinn og hluta af pallinum en ekki svaladyrnar út á pallinn. Hann hafi ekki orðið var við ákærðu fyrir utan húsið fyrr en ákærði Margeir kom. Þá hafi hann heyrt hlátrasköll og heyrt þá ræða saman. Hann hefði verið það nálægt húsinu að hann hefði heyrt í ákærðu Alvari og Einari ef þeir hefðu verið úti allan daginn á þeim hluta pallsins sem hann hafði ekki sýn yfir. Framburður lögreglumannsins er í samræmi við framburð lögreglumanns nr. 0804, sem bar fyrir dómi að hann hefði ekki orðið var við ákærðu Alvar og Einar allan daginn fyrr en eftir að ákærði Margeir kom en þá hafi hann heyrt vel í þeim öllum þar sem þeir töluðu saman á sólpallinum. Þá fær framburður lögreglumanns nr. 0933 stoð í gögnum málsins en af þeim má ráða að unnt er að hafa sýn á bæði aðalinngang sumarhússins og innganginn inn á sólpallinn auk þess sem lögreglumaðurinn staðfesti í skýrslu sinni fyrir héraðsdómi að útsýnið sem hann h efði haft þennan dag yfir bústaðinn hafi verið áþekkt því sem ljósmynd í gögnum málsins sýni en hún sýnir aðalinngang sumarhússins, inngang inn á pallinn og hluta pallsins. 39 Ákærði Margeir bar fyrir héraðsdómi að hann hefði farið að sumarbústaðnum að morgn i 7. júní 2019 í því skyni að skilja eftir lykil að honum svo að meðákærðu kæmust inn í hann. Hann bar einnig að hafa verið með ákærða Alvari fyrr um morguninn. Þá skýrði ákærði jafnframt svo frá að hann hefði farið að bústaðnum til að opna fyrir vatnsloka og kanna ástand bústaðarins að utan en til hefði staðið að selja hann. Hann hafi þó ekki séð ástæðu til að fara inn í bústaðinn þrátt fyrir að hafa vitað 11 af því að von væri á meðákærðu sem ætluðu að taka til í bústaðnum. Þá hafnaði hann því að hafa lánað bústaðinn en greindi frá því að ákærði Einar hefði sagt sér að það bústaðinn. Ákærði bar með nokkuð öðrum hætti hjá lögreglu. Í yfirheyrslu 13. júní 2019 sagðist hann hafa farið í bústaðinn til að athuga ástand hans vegna fyrirhugaðrar sölu og til að kanna hvort einhver væri í bústaðnum og þá hefði hann skilið eftir lykla. Þegar hann hefði komið í bústaðinn seinnipart dagsins hefði hann ekki átt von á neinum í bústaðnum. Í yfirhe yrslu 23. júlí sama ár bar hann að hann hefði lánað bústaðinn tilteknum aðila en vildi ekki gefa upp hver það hefði verið. Hann hefði farið tvær ferðir í bústaðinn þennan dag. Í fyrri ferðinni hafi hann farið með lykla í bústaðinn og í síðari ferðinni hafi hann ætlað að ganga úr skugga um að vel hefði verið gengið frá eftir lán á bústaðnum og komið mönnum, sem þar voru, að óvörum en þeir 40 Ákærði Margeir bar einnig fyrir dómi að þegar hann kom í sumarbústaðinn síða r um fíkniefni á borðinu og ég vildi bara komast úr þessum aðstæðum sem fyrst. Sagði við strákana að ég ætlaði að fara út í Baulu og fá mér að borða og hérna þeir báðu mig hvort sótt mat fyrir þá, komið til baka, gengið inn á pallinn og séð að efnin voru þarna ennþá. og svo farið. Hann hafi lítið farið inn í sumarhúsið. Er framburður ákærða í samræmi við framburð meðákærðu. Lögreglumaður nr. 0933 bar á hinn bóginn fyrir þegar ég sá hann lagt bifreið sinni lengra frá bústaðnum, gengið að honum og rætt við meðákærðu, án þess að vitnið hefði séð til, hafnaði vitnið því og kvaðst hafa haft sýn á bæði aðalinngang bústaðarins og in ngang inn á sólpallinn. Framburður vitnisins fær stoð í framburði lögreglumanns nr. 0804 sem bar að ákærði Margeir hefði komið keyrandi inn í sumarbústaðahverfið, stöðvað bifreiðina áður en hann kom að bústaðnum, snúið við og keyrt aftur út úr hverfinu. Ha nn hafi svo komið aftur nokkru síðar, lagt bifreiðinni við bústaðinn og farið með matarbakka að honum. 41 Svo sem fram kemur í hinum áfrýjaða dómi lýstu ákærðu Alvar og Einar atvikum fyrst í skýrslu sinni fyrir dómi. Framburður þeirra þar er að mestu samhljó ða og fellur einnig að töluverðu leyti að framburði B , sem hafði áður gefið skýrslu hjá lögreglu sem ákærðu höfðu aðgang að. Ákærðu báru að þegar þeir komu í sumarbústaðinn og sáu hvers kyns var hafi þeim brugðið mikið. Þeir hafi svo eytt deginum úti á sól palli og rætt hvernig þeir ættu að bregðast við. Þeir hafi ekki viljað fara úr bústaðnum þar sem von væri á Margeiri. Margeir hafi svo komið tvisvar sinnum í bústaðinn, í síðara skiptið með mat sem þeir hafi borðað úti á palli og ráðið áfram ráðum sínum. Á kærða Margeiri hafi brugðið mjög mikið og samkvæmt ákærða Einari hafi hann þrammað 12 upp á þessum manni sem bar ábyrgð á þessu og fá hann til þess að fjarlægja þessi efni ruslagám. 42 Svo sem fram er komið neita ákærðu allir sök. Þeir hafi komið í sumarbústaðinn óafvitandi um að þar færi fram framleiðsla á amfetamíni. Við mat á trúverðugleika framburðar ákærðu verður að horfa til þess að í veigamiklum atriðum er mikið ósamræmi milli framburðar þeirra og þess sem lögreglumenn, er höfðu eftirlit með þeim, hafa borið um. Þannig er framburður ákærða Alvars um að hann og ákærði Margeir hafi ekki flutt búnað milli bifreiðarinnar og bílaleigubifreiðarinnar í andstöðu við framburð fjögurra lögreglumanna, sem ýmist sáu eða heyrðu í talstöð að ákærðu væru að flytja e inhvern búnað milli bifreiðanna. Þá fer framburður ákærða Alvars um þetta atriði einnig gegn framburði ákærða Margeirs, sem bar í tvígang í yfirheyrslu hjá lögreglu að þeir hefðu flutt tvo kassa á milli bifreiðanna en í framburði hans fyrir héraðsdómi var kassinn einn og annarrar tegundar en hann bar um hjá lögreglu. Þá er framburður ákærðu Alvars og Einars um að þeir hafi hafst við úti á sólpalli sumarbústaðarins í um sex klukkustundir og ráðið ráðum sínum í ósamræmi við framburð tveggja lögreglumanna sem báðir báru að hafa ekki orðið varir við þá úti. Framburður ákærðu um að ákærði Margeir hafi komið í tvígang í bústaðinn er andstæður framburði sömu lögreglumanna sem sáu Margeir einungis koma einu sinni að bústaðnum og þá er framburður ákærðu Alvars og Mar geirs um mikið uppnám ákærða Margeirs eftir að hann uppgötvaði amfetamínframleiðsluna ekki heldur í samræmi við framburð lögreglumanns nr. 0933 sem bar að hann hefði heyrt hlátrasköll frá ákærðu. Jafnframt sá lögreglumaðurinn ekki ákærða Margeir þramma um á sólpallinum þrátt fyrir að hafa haft sýn á hluta pallsins. 43 Ákærðu hafna því að búnaður sá, sem lögregla lagði hald á í sumarbústaðnum, hafi verið á þeirra vegum og benda á að lögregla hafi ekki séð ákærðu Alvar og Einar bera búnað úr hvíta bílaleigubíln um í sumarbústaðinn við komuna þangað. Áður er rakið að lögreglumenn urðu vitni að því þegar ákærðu Alvar og Margeir báru einhvern búnað í bílaleigubifreiðina að morgni 7. júní 2019. Með vísan til þess sem fram er komið um framburð lögreglumannanna og ákær ða Margeirs um þann þátt málsins telst sannað, gegn neitun ákærða Alvars og þrátt fyrir vitnisburð H , að ákærðu Alvar og Margeir hafi flutt kassa í bílaleigubifreiðina. Fyrir liggur að þessir kassar voru ekki í bifreiðinni er ákærðu voru handteknir að kvöl di 7. júní. Þá hafa lögreglumenn, sem önnuðust eftirlit með ákærðu þennan dag, borið um að hafa aðeins í tvígang misst sjónar á hvítu bílaleigubifreiðinni í eftirförinni þannig að ekki var hægt að fylgjast með athöfnum ákærðu. Annars vegar er ákærði Einar kom á bifreið sinni á bifreiðastæðið við kirkjuna í Kópavogi þar sem bílaleigubifreiðin var fyrir og hins vegar við komu ákærðu Alvars og Einars í bústaðinn. Samkvæmt framansögðu höfðu ákærðu þannig í tvígang möguleika á að færa kassana úr bílaleigubifreið inni án þess að lögreglan tæki eftir því, annars vegar í bifreið ákærða Einars, sem skilin var eftir á 13 bifreiðastæðinu, og hins vegar inn í sumarbústaðinn. Fyrir liggur að kassarnir voru ekki í bifreið ákærða Einars er lögregla lagði hald á hana í kjölfar þess að ákærðu voru handteknir. Verður af framangreindu ekki annað ályktað en að kassarnir hafi verið færðir úr bílaleigubifreiðinni inn í bústaðinn og að það hafi gerst áður en lögreglumenn komu sér fyrir þannig að þeir hefðu sýn á bústaðinn. Fær sú álykt un jafnframt stoð í því að tveir kassar í sama lit og ákærði Margeir bar um hjá lögreglu að bornir hefðu verið í bílaleigubifreiðina fundust í bústaðnum. 44 Fram er komið að lögregla stöðvaði för ákærða Alvars 10. maí 2019 á bifreiðinni og að lögreglumenn hafi, er þeir hugðust koma hlustunarbúnaði fyrir í bifreiðinni, veitt athygli búnaði sem nota mátti til framleiðslu á amfetamíni. Er ekkert fram komið sem styður að munir þessir hafi verið á vegum B . Á hinn bóginn verður ekki útilokað a ð búnaður þessi sé hinn sami og fannst í sumarbústaðnum en fyrir liggur að öndunargrímur sem þar fundust voru sömu gerðar og grímur sem voru meðal búnaðarins í bifreiðinni . Tvær rauðar KitchenAid - hrærivélar, sem voru meðal munanna í bifreiðinni, fundus t á hinn bóginn ekki í bústaðnum. Þess í stað fannst þar hvít KitchenAid - hrærivél með amfetamínleifum ásamt kassa utan af henni. Að virtum nýjum gögnum, sem lögð hafa verið fyrir Landsrétt, verður því slegið föstu að hrærivélin sé með sama módelnúmer frá f ramleiðanda og hrærivél sömu tegundar og í sama lit, sem ákærði keypti daginn áður eða 6. júní 2019 klukkan 18:49. Ákærði segist hafa gefið þá hrærivél í brúðargjöf. Engin slík hrærivél fannst á heimili ákærða við húsleit lögreglu að kvöldi 7. júní 2019. V itnið I gaf skýrslu í héraði og bar að hafa 27. júlí 2019 fengið svarta KitchenAid - hrærivél í brúðargjöf frá ákærða Einari. Eiginkona hans hafi svo skipt vélinni fyrir aðra hvíta. Vitnið gaf skýrslu fyrir Landsrétti og breytti fyrri framburði sínum. Sagði hann vélina hafa verið hvíta sem hann fékk í brúðargjöf en eiginkona hans hafi skipt henni fyrir svarta. Fyrir liggja gögn um að einstaklingur, sem vitnið kvað eiginkonu sína, hafi 15. ágúst 2019 skipt hvítri KitchenAid - hrærivél fyrir aðra steingráa. Á kvi ttun sem gefin var út þann dag bakhlið kvittunarinnar er kveðið á um 30 daga skilarétt vöru. Með hliðsjón af framangreindu og að virtum tengslum vitnisins við ákærða Eina r, en vitnið er svili hans, verður framburður vitnisins ekki talinn veita sönnun fyrir því að hrærivélin, sem skilað var 15. ágúst 2019, sé sú sama og ákærði keypti rúmum tveimur mánuðum áður. 45 Ákærðu hafa bent á að fingraför þeirra hafi ekki fundist á þe im búnaði sem nýttur var til framleiðslu amfetamínsins í sumarbústaðnum. Þá hafi lífsýni þeirra ekki fundist á þeim öndunargrímum sem þar voru. Á hinn bóginn hafi lífsýni þriggja óþekktra karlmanna fundist á þeim. Samkvæmt skýrslum lögreglu fannst mikill f jöldi einnota hanska á vettvangi. Þá stönsuðu ákærðu Alvar og Einar á bensínstöð í Mosfellsbæ og keyptu eldsneyti og aðrar vörur. Á ljósmynd úr öryggismyndavél bensínstöðvarinnar sést ákærði Einar dæla eldsneyti með hanska á höndum. Ákærði Einar staðfesti jafnframt fyrir dómi að hafa verið með vinnuhanska þennan dag. Þá bar 14 hliðsjón af framansögðu og eins og atvikum er háttað í máli þessu verður sú staðreynd, að fingraför ákærð u fundust ekki á þeim búnaði sem nýttur var til framleiðslu amfetamínsins, ekki talin sýna fram á að ákærðu hafi ekki staðið að framleiðslunni. Sama gildir um þá staðreynd að lífsýni ákærðu hafi ekki fundist á þeim öryggisgrímum sem haldlagðar voru í sumar bústaðnum en þar er þess meðal annars að gæta að á tveimur þeirra fannst DNA - erfðaefni, sem ekki var nægilegt til að nota mætti það til samkenningar við einstakling. 46 Ákærði Alvar var með amfetamín í lofttæmdum umbúðum á sér við handtöku. Fyrir héraðsdómi skýrði ákærði það með því að þegar þeir voru að týna saman rusl áður en þeir fóru úr bústaðnum hafi hann fundið efnið á gólfinu í umbúðunum og stungið því í vasa sinn og gleymt að taka það upp úr honum aftur. Þá skýringu ákærða verður að meta með hliðsjón af framburði lögreglumanns nr. 0933 sem bar fyrir héraðsdómi að hafa komið í sumarbústaðinn skömmu eftir að ákærðu fóru af vettvangi og komið þar meðal annars að vél sem notuð er til lofttæmingar á umbúðum og hafi hún verið heit eins og hún hefði verið not uð nýlega. 47 Lögreglumaður nr. 0232 bar fyrir héraðsdómi að hann hefði sótt námskeið hjá Cepol og Europol þar sem framleiðsluferli amfetamíns var kynnt og hversu langan tíma það tæki. Taldi lögreglumaðurinn að unnt væri að breyta basa í amfetamínsúlfat á ei num degi. Rúman sólarhring tæki að framleiða amfetamín frá grunni en það ætti að vera hægt að framleiða efnið úr amfetamínbasa á fimm til sjö klukkustundum. 48 Ákærðu hafa haldið því fram að það að enginn amfetamínbasi fannst á vettvangi sé til marks um að þ eir hafi ekki staðið að þeirri framleiðslu á amfetamíni sem þar fór fram. Fram er komið að eftir að ákærðu fóru úr sumarbústaðnum komu þeir við á gámasvæði við Vesturlandsveg og hentu ruslapokum. Í skýrslu lögreglu 11. júní 2019 kemur fram að lögreglumaður hafi farið í ruslagáminn og sótt þá tvo ruslapoka sem ákærðu í sumarbústaðnum við . Í öðrum plastpokanum voru tveir frauðplastkassar frá AGA (ÍSAGA ehf.). Í hinum rusl apokanum var einnig frauðplast, sem lögreglan ætlar að sé utan af KitchenAid hrærivél sem var í bústaðnum, pappakassi utan af KitchenAid hrærivélarskál, sem einnig var í sumarbústaðnum og í var ætlað amfetamín, 5 L rúðuvökvi, hvítur 5 L brúsi sem var ómerk tur en stóð á 3 L og glær 5 að við rannsókn á framangreindum munum hafi jákvæð svör fyrir amfetamíni fundist á tveimur brúsanna, annars vegar á brúsa sem merktur hafi verið 3L og hins vegar á brúsa sem merktur var sem rúðuvökvi. Í gögnum málsins kemur fram að lögregla telji að amfetamínbasinn hafi verið í tilgreindum ílátum og að ákærði Margeir hafi farið með hann í bústaðinn að morgni 7. júní. Hafi basinn verið færður yfir í grænu bílaleigubifreiðina á bifreiðastæðinu við kirkjuna en lögregla hafði ekki sýn á athafnir ákærðu við það tækifæri eins og áður er rakið. 15 49 Fram er komið að ákærðu hafa ekki gefið trúverðuga skýringu á því hvers vegna þeir fóru á tveimur bifreiðum með stuttu millibili í sumarbústaðinn þennan morgun en telja verður ótrúverðugan framburð ákærða Margeirs um að hann hafi farið í bústaðinn með lykil svo að meðákærðu kæmust inn í hann. Þetta hafi hann gert þrátt fyrir að hafa hæglega getað afhent ákærða Alvar i lykilinn þá um morguninn auk þess sem ákærði Margeir bar fyrir héraðsdómi að hafa afhent ákærða Einari lykil að bústaðnum nokkrum vikum fyrr. Þá er einnig ótrúverðugt að ákærði Margeir hafi farið á undan meðákærðu í bústaðinn þennan dag til að skrúfa frá vatni í stað þess að útskýra fyrir ákærða Alvari hvernig það væri gert en ákærði Margeir bar fyrir héraðsdómi að það væri ekki flókið. Jafnframt er ótrúverðugt að ákærði hafi farið í bústaðinn til þess að kanna ástand hans en látið nægja að kanna bústaðin n að utan á sama tíma og hann hafði vitneskju um að ákærði Einar hefði mögulega lánað bústaðinn, eitthvað hefði farið úrskeiðis og að meðákærðu væru af þeim sökum að koma á eftir honum í bústaðinn til að þrífa hann. 50 Samkvæmt því sem áður er fram komið er mikið ósamræmi milli framburðar B og gagna málsins. Hann hefur að auki ekki veitt upplýsingar á borð við bílnúmer, símanúmer eða aðgangsorð að samskiptavefjum, sem unnt væri að sannreyna og renna með því stoðum undir framburð hans. Í þessu ljósi verður alf arið litið framhjá framburði hans við sönnunarmat í málinu. 51 Með því sem rakið hefur verið og á grundvelli heildstæðs mats á fyrirliggjandi sönnunargögnum, þar á meðal vitnisburði þeirra lögreglumanna sem sinntu eftirliti með ákærðu, verður hafnað skýringum ákærðu á veru þeirra í og við sumarbústaðinn 7. júní 2019 en framburður þeirra er ótrúverðugur og ekki í samræmi við gögn málsins. Eins og áður greinir liggur fyrir vitnisburður lögreglumanns um að hægt sé að framleiða amfetamín úr amfetamínbasa á fimm ti l sjö klukkustundum. Ákærðu Alvar og Einar voru í bústaðnum frá klukkan 13:07 til klukkan 20:50 eða í tæpar átta klukkustundir. Samkvæmt því liggur ekki annað fyrir en að þeir hafi getað framleitt það efni sem fannst á vettvangi á meðan þeir dvöldu þar. 52 Sa mkvæmt öllu framansögðu telst sannað, svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, sbr. 109. gr. laga nr. 88/2008, að ákærðu hafi staðið saman að framleiðslu amfetamíns í sölu - og dreifingarskyni svo sem þeim er gefið að sök í ákæru. Með vísan til forsendna héraðs dóms verður ekki fallist á með ákærðu að einvörðungu hafi verið um íblöndun efnis að ræða. Þá er háttsemi ákærðu réttilega heimfærð til 173. gr. a almennra hegningarlaga. 53 Ákærði Margeir byggir á því að hlutur hans í brotinu hafi verið minni en hlutur meðákærðu. Með vísan til forsendna héraðsdóms verður staðfest niðurstaða hans um að um verkskiptan samverknað ákærðu hafi verið að ræða og að þáttur ákærða Margeirs hafi ekki verið minni en meðákærðu þótt hann hafi ekki verið allan daginn í sumarbústaðnum. 16 54 Í III. kafla ákæru er ákærða Alvari gefið að sök brot gegn lögum nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni með því að hafa, í bifreiðinni , á Vesturlandsvegi við Fiskilæk, haft í vörslum sínum 7,78 grömm af amfetamíni, sem lögregla fann við leit á ákærða. Ákæ rði hefur játað að hafa haft efnið í vörslum sínum en segist hafa tekið það með sér fyrir mistök eins og áður er rakið. Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest niðurstaða hans um að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gef in að sök í þessum lið ákærunnar og að brot hans sé þar réttilega heimfært til refsiákvæða. 55 Í V. kafla ákæru er ákærða Margeiri gefið að sök vopnalagabrot með því að hafa á heimili sínu að í Hafnarfirði haft í vörslum sínum hnúajárn, sem lögregla fann við húsleit. Ákærði neitar sök. Hann viðurkennir að hafa haft hlutinn í vörslum sínum en byggir á því að ekki sé um vopn að ræða heldur beltissylgju. Í gögnum málsins er að finna tvær ljósmyndir af hinu ætlaða vopni. Engar aðrar upplýsingar liggja fyrir um það, hvorki um þyngd þess né annað. Ákærði hefur á hinn bóginn lagt fyrir Landsrétt afrit auglýsingar af erlendri vefsíðu þar sem beltissylgja í formi hnúajárns er boðin til sölu. Verður ekki annað ráðið af mynd er birtist með auglýsingunni en að ætlað vo pn sé mjög áþekkt beltissylgjunni, sem þar er boðin til sölu. Ljósmynd af hinu ætlaða vopni sýnir, svo dæmi sé tekið, sams konar gat og er að finna á beltissylgjunni en þar í er pinni sem festa skal í viðeigandi beltisgat. Ákærði hefur borið að slíkur pinn i hafi verið á hinu ætlaða vopni. Með vísan til þess verður ekki talið að ákæruvaldið hafi axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvílir samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 varðandi þennan ákærulið. Verður ákærði því sýknaður af þessum sakargiftum. 56 Með vísan til þeirra sjónarmiða sem lögð voru til grundvallar við ákvörðun refsingar ákærðu í hinum áfrýjaða dómi skal ákærði Alvar sæta fangelsi í sex ár, ákærði Einar í fimm ár og ákærði Margeir í fimm ár. Til frádráttar refsingu komi gæsluvarðhaldsvist þeirra eins og í dómsorði greinir. 57 Ákvæði héraðsdóms um upptöku og sakarkostnað verða staðfest. 58 Ákærðu verða dæmdir til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun verjenda sinna, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og nánar g reinir í dómsorði. 59 Það athugist að í 117. til 119. gr. laga nr. 88/2008 er kveðið á um vitnaskyldu og undanþágur frá henni. Þar er hvergi að finna sérstaka heimild til handa lögreglumönnum að neita því að svara spurningum með vísan til þess að þær snúi að starfsaðferðum lögreglu. Þá er með engu móti unnt að sjá hvernig upplýsingar um nákvæma staðsetningu lögreglumanna á vettvangi geta varpað ljósi á starfsaðferðir lögreglunnar þannig að réttmætt sé að þær fari leynt, sbr. c - lið 2. mgr. 119. gr. laganna. Ba r héraðsdómaranum því að leggja fyrir viðkomandi vitni að svara þeim spurningum sem að þessu lutu. 17 Dómsorð: Ákærði Alvar Óskarsson sæti fangelsi í sex ár en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 8. júní 2019. Ákærði Einar Einarsson sæt i fangelsi í fimm ár en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 8. júní 2019. Ákærði Margeir Pétur Jóhannsson sæti fangelsi í fimm ár. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 8. júní 2019, að undanskildum 20. til 24. j úní 2019. Héraðsdómur skal að öðru leyti vera óraskaður. Ákærðu greiði hver um sig málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna fyrir Landsrétti, lögmannanna Stefáns Karls Kristjánssonar, Jóns Bjarna Kristjánssonar og Steinbergs Finnbogasonar, 2.294.000 krónur h verjum þeirra. Ákærði Einar greiði að auki útlagðan kostnað verjanda síns, Jóns Bjarna Kristjánssonar, 52.800 krónur. Annan áfrýjunarkostnað, 317.763 krónur, greiði ákærðu óskipt. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 9. desember 2019 Mál þetta, sem dómtekið var 19. nóvember sl., höfðaði héraðssaksóknari með ákæru 29. ágúst , fyrir eftirtalin brot framin föstudaginn 7. júní 2019: I. Gegn ákærðu öllum, fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni, með því að hafa í útihúsi við bæinn - og dreifingarskyni, samtals 206 kannabisplöntur, 111,50 g af kannabisstönglum og [...], og að hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað greindar plöntur. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 4., 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002. II. Gegn ákærðu, Alvari, Einari og Margeiri, fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa í sumarhúsi að ], Borgarnesi, staðið að framleiðslu og haft í vörslum sínum, í sölu - og dreifingarskyni, samtals 8.592,36 g af amfetamíni, sem hafði á bilinu 43 - 57% styrkleika sem samsvarar 58 - 78% af amfetamínsúlfati. Telst brot þetta varða við 173. gr. a almennra hegn ingarlaga nr. 19/1940. III. Gegn ákærða Alvari, fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni, með því að hafa, í bifreiðinni , á Vesturlandsvegi við Fiskilæk, haft í vörslum sínum 7,78 g af amfetamíni, sem lögregla fann við leit á ákærða. 18 Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/200 2. IV. V. vörslum sínum hnúajárn, sem lögregla fann við húsleit. Telst brot þetta varða við c lið 2. mgr. 30. gr., sbr. 1. mgr. 36. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Krafist er upptöku á framangreindum fíkniefnum í ákæruliðum I, II og III, samtals 206 kannabisplöntur, samkvæmt heimild í 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002. upptöku á haldlögðu hnúajárni í ákærulið V, samkvæ mt heimild í 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Jafnframt er krafist upptöku á 6 gaskútum, 36 gróðurhúsalömpum, 39 viftum, 7 vatnshitablásurum, gasofni, kolasíu, 2 gróðurtölvum, 55 straumbreytum, 4 rafmagnstöflum, 60 ljósaperum, 4 hitamælum, 8 þurrkgri ndum og skilvindu (munir 489188 - 489198, 489276 og 489278, munaskrá 138188), 5 rafmagnssnúrum, 5 viftum, 15 kolasíum, 4 hitablásurum, þrýstijafnara, 32 gróðurhúsalömpum, vatnshitablásara og 4 þurrkgrindum (munir 489265 - 189268 og 489271 - 489275, munaskrá 1382 14) sem lögregla lagði hald á í tengslum við ákærulið I, samkvæmt heimild í 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Þá er krafist upptöku á skál, glerskál, 2 laser mælitækjum, hræru úr KitchenAid hrærivél, 2 glermælikö nnum, skóflu, plastskál, 5 rannsóknarmæliglösum, ausu, 3 sleikjum, 2 öryggisgleraugum, 2 glerglösum, skál og 4 glerpinnum (munir 489242 - 489255, munaskrá 138205), ethanol brúsa, aseton brúsa, rauðri trekt, sveppaeyði og rúllu af lofttæmingapokum (munir 4892 28 - 489233, munaskrá 138203), 2 vogum, kaffipoka og innpökkunarvél (munir 489224 - 489227, munaskrá 138202), kaffipokapakka, 7 50 ml sprautum, 2 6 ml sprautum, 10 ml sprautu, 5 sprautunálum, 3 dropateljurum, poka af plastskeiðum, 2 PH sýrustigs mælistrimlum ( munir 489234 - 489241, munaskrá 138204), vog, 4 rúllum af plastpokum, 16 rúllum af loftþéttum pokum, 2 sellofanrúllum, 4 kössum af smelluláspokum, öryggisgleraugum og einnota hönskum (munir 489217 - 489223, munaskrá 138201), tveimur svörtum ruslapokum ásamt öl lu því sem í þeim var (munir 489173 og 489174, munaskrá 138179) sem lögregla lagði hald á í tengslum við ákærulið II, samkvæmt heimild í 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Loks er þess krafist að haldlagðir fjármun ir, sem er ætlaður ágóði sölu fíkniefna, verði haldlagðir, í eigu USD 2.120 og EUR 3.775 (munur 488941, munaskrá 138095), í eigu ákærða Margeirs, kr. 85.000 (munur 488963, munaskrá 138098) samkvæmt heimild í 1. mgr. 69. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og verði gerð upptæk, samkvæmt heimild í 1 Ákærði Alvar krefst þess að hann verði sýknaður af I. og II. kafla ákæru en til vara að hann verði dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa. Hvað varðar III. kafla ákæru er þess einnig krafist að ákærði verði dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa og að kröfu ákæruvaldsins um upptöku fjármuna verði hafnað. Þá er þess krafist að til frádráttar dæmdri refsingu komi gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt 19 vegna málsins, að sakarkostnaður verði greiddu r úr ríkissjóði og loks krefst verjandi ákærða hæfilegra málsvarnarlauna sem ákveðin verði með hliðsjón af tímaskýrslu hans og greiðist úr ríkissjóði. Ákærði Einar krefst þess að hann verði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins en til vara að hann verði dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa og að kröfu ákæruvaldsins um upptöku fjármuna verði hafnað. Þá er þess krafist að til frádráttar dæmdri refsingu komi gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt vegna málsins, að sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóð i og loks krefst verjandi ákærða hæfilegra málsvarnarlauna sem ákveðin verði með hliðsjón af tímaskýrslu hans og greiðist úr ríkissjóði. Ákærði Margeir krefst þess að hann verði sýknaður af II. og V. kafla ákæru en til vara að hann verði dæmdur til vægust u refsingar er lög leyfa. Hvað varðar I. kafla ákæru þá krefst hann þess að hann verði dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa. Þá er þess krafist að kröfu ákæruvaldsins um upptöku fjármuna verði aðallega vísað frá dómi en til vara hafnað. Þá er þess kra fist að til frádráttar dæmdri refsingu komi gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt vegna málsins, að sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði og loks krefst verjandi ákærða hæfilegra málsvarnarlauna sem ákveðin verði með hliðsjón af tímaskýrslu hans og gre iðist úr ríkissjóði. I Málsatvik Samkvæmt málsgögnum má rekja upphaf málsins til þess að lögreglu bárust upplýsingar um að ákærði Alvar væri stórtækur í framleiðslu og sölu og dreifingu fíkniefna. Að fengnum úrskurði héraðsdóms kom lögregla 11. apríl 201 afnota um tíma. Í upphafi rannsóknarinnar kom í ljós að Alvar var í samskiptum við ákærðu Einar og Margeir og einnig Y. Þá kom í ljós að þeir voru með aðgang að útihúsi á bænum er í eigu Z, sem býr þar ásamt eiginmanni sínum, Þ, og stendur þar einbýlishús og útihús sem skráð er m.a. vaknað grunur um að framlei ðsla fíkniefna færi fram þar innandyra. hlustunar - og eftirfararbúnaði í bifreiðinni og má af upptöku úr b ifreiðinni heyra umræður m.a. ákærðu Alvars og Margeirs um kannabisræktun, þar á meðal um ætlað magn uppskeru, hvenær uppskeran verði tilbúin, framkvæmdaratriði er varða uppskeru og hvernig efninu verði komið í verð. Einnig má þar heyra samtal milli ákærða Alvars og Z varðandi aðföng vegna ræktunar. Á grundvelli úrskurðar héraðsdóms var húsnæðið í því skyni reyndist þar vera umfangsmikil kannabisræktun sem ta lið var að væri á lokastigi. Við talningu reyndust plönturnar vera 206. 29. apríl 2019. Samkvæmt gögnum lögreglu má á grundvelli eftirfararbúnaðar sjá að ákær ðu Alvar og Margeir fóru, frá 1. maí 2019, alls ellefu sinnum í ræktunina, á sömu bifreið, ýmist saman eða annar þeirra. Í fjórum þessara tilvika stönsuðu ákærðu á leiðinni á vinnustað Z og skildu þar eftir sína bifreið og fóru á hennar bifreið í ræktunina . Þann 10. maí 2019 hafði lögregla afskipti af ákærða Alvari, en hann var stöðvaður á bifreiðinni ögreglu varð ákærði Alvar mjög stressaður við afskipti lögreglu og brást illur við þegar hann var spurður um farm í farangursgeymslu bifreiðarinnar. Við leit í bifreiðinni, sem fram fór í þeim tilgangi að koma þar fyrir hlustunarbúnaði, kom í ljós búnaður sem hægt er að nota til að framleiða sterk fíkniefni eins og amfetamín. Samkvæmt skýrslu lögreglu frá 8. ágúst 2019 var fylgst með ferðum ákærða Alvars þennan dag. Á leiðinni hafði hann, samkvæmt staðsetningartæki sem var á bifreiðinni, farið bæði á Eyrarb greinargerð lögreglu var búnaðurinn ekki í bifreiðinni áður en ákærðu fóru á henni austur þennan dag né 20 lögreg lumenn athugað með því að líta inn um rúður þessara bifreiða og hafi þar ekkert sést í líkingu við Þann 7. júní 2019 hafði lögregla eftirlit með ákærðu vegna rannsóknar málsins Samkvæmt ský rslu lögreglu um það eftirlit, dagsettri 28. júní 2019, sótti ákærði Alvar ákærða Margeir á heimili hans í tvær Suzuki bílaleigubifreiðar, hvíta bifrei r bílaleigubifreiðinni. Frá Grænásvegi óku þeir á bílaleigubifreiðunum að Fríkirkjunni Kefas í Kórahverfi í stönsuðu svo aftur á sama stað við kirkjuna. þar sem hann stansaði í nokkrar sekúndur. Hann gekk síðan til baka að kirkjunni og hann og ákærði Margeir unina Garmin um stund. Þeir óku svo aftur af stað og námu staðar á grænu umferðarljósi á gatnamótum Ögurhvarfs og Vatnsendavegar en þegar umferðarljósið skipti í rautt óku þeir af stað eftir Breiðholtsbraut. Þaðan óku þeir af bifreiðina og gekk inn á sólpall við húsið. Þar beið hann um stund og horfði mikið í kringum sig og skimaði eftir öllum ökutækjum sem fóru um og einnig horfði hann upp í loftið. Ákærði Margeir ók bifreiðinni áfram og stansaði í verslun N1 á Vesturlandsv egi og ók síðan í átt að Mosfellsbæ. út ásamt ákærða Einari. Alvar se var á bifreiðastæði við Krónuna. Báðum bifreiðunum var síðan ekið að framangreindri kirkju þar sem ir þar. Þeir óku að verslun Olís í Mosfellsbæ og keyptu þar eldsneyti, drykkjarföng o.fl. Þaðan óku þeir í Borgarnes og síðan að til að athuga með eftirfö Margeirs. Á meðan ók Margeir eftir þjóðvegi eitt og í gegnum Borgarnes og til Reykjavíkur. Á leiðinni r ók rakleiðis að Hraunbæ í Þykkvabæ en stansaði á leiðinni á Selfossi. Þaðan ók hann til baka í Hraunbæ þar sem hann skipti aftur um bifreið og ók þa gögnum lögreglu hafa farið til baka úr sumarhúsalandinu án þess að fara í sumarhúsið. Nokkrum mínútum seinna ók hann að söluskálanum Baulu þar sem hann keypti þrjá matarbakka sem ákærðu Alvar og Einar voru en lögregla hafði áður fylgt þeim þangað. Um tveimur klukkustundum síðar komu ákærðu allir út úr húsinu og settust upp í bifreiðar sínar og óku á brott. Eftir að ákærðu fóru frá sumarhúsinu fór u lögreglumenn að því og fundu þar megna amfetamínlykt og sáu í gegnum glugga að sex skálar með miklu magni af hvítu efni voru á borði. Ákærðu stöðvuðu bifreiðarnar á gámastöð á Vesturlandsvegi við Strýpurás þar sem þeir hentu ruslapokum. Eftir að þeir óku frá gáminum fylgdist lögreglumaður með gámunum þar til ruslið var sótt af lögreglu. Ákærðu voru síðan handteknir skömmu síðar á Vesturlandsvegi skammt frá Fiskilæk. Við handtöku lagði lögregla hald á 7,78 g af amfetamíni í loftþéttum umbúðum sem ákærði Al var var með í vasa sínum. plöntur og auk 823,09 g af kannabisefnum, 36 gróðurhúsalampa, 39 viftur, 60 ljósaperur, 55 straumbreyta, 7 hitablásara, 6 gaskúta og mikið af öðrum ræktunarbúnaði. Við hlið útihússins var sendibifreiðin og í farangursrými hennar mikið af ræktunarbúnaði sem hald var lagt á. Meðal framlagðra gagna eru framburðarskýrslur ákærðu og vitna og skýrslur lögreglu vegna rannsóknaraðgerða. Af rann sóknargögnum má ráða að lögregla hafi m.a. haft eftirlit með ákærðu og veitt þeim eftirför auk þess sem hlustunar - og upptökubúnaði var komið fyrir og stafar hluti rannsóknargagna frá þessum aðgerðum lögreglu. 21 Fyrir liggur skýrsla lögreglu frá 15. maí 2019 sem varðar afskipti lögreglu af ákærða Alvari 10. séð í farangursrými bifreiðarinnar tvo plastbala, einn svartan ruslapoka, og svarta íþróttatösku. Í bölu num mátti sjá tvær rauðar KitchenAid - hrærivélar og í skálum þeirra voru hvítar efnisleifar. Einnig voru þar öndunargrímur, rannsóknarmæliglös, sigti, nokkrir brúsar merktir etanól, saltsýra og aceton, vakúmvél og plast. Fylgdu skýrslunni ljósmyndir sem tek nar voru af mununum í farangursrýminu. framleiðsla ólöglegra ávana - og fíkniefna. Enginn reyndist vera innandyra í sumarhúsinu þegar lögreglu bar að. Samkvæmt málsg ögnum er aðstæðum lýst svo að þegar komið er inn um dyr á palli við sumarhúsið er komið inn í rými sem í er bæði stofa og eldhús. Norðanmegin í húsinu eru tvö svefnherbergi og baðherbergi. Á borði í stofu voru tíu ílát sem reyndust innihalda samtals 8.592, 35 g af amfetamíni. Þá voru hvítar efnisleifar á borði og víðsvegar um gólf. Við leit lögreglu í húsinu fannst í sófa hvítur kassi með 110 volta undirþrýstingsloftdælu ásamt hitaplatta með hitastýringu. Í sófanum var einnig íþróttataska sem innihélt þrjár öryggis innöndunargrímur, lyfið Xylocain, 1,2 kg af íblöndunarefnum, vogir með hvítum efnisleifum, sellófanrúllur, mikið magn af loftþéttum umbúðum og einnota gúmmíhanska. Í bleikum kassa þar við hliðina var brúsi merktur Ethanol og þar við hliðina var hví tur plastpoki merktur Krónunni sem í var stafræn myndavél. Á minniskubbi í myndavélinni voru myndir af ákærða Einari og fjölskyldu hans. Á eldhúsbekk var lofttæmingarvél sem kveikt var á, brúsi merktur aseton, vítissóti, vog, mikið magn af loftþéttum umbúð um, gúmmíhanskar og kaffipokar með rituðum útreikningum á. Á gólfi við svalahurð var KitchenAid - hrærivél, brúsi sem innihélt saltsýru og plastpoki merktur Lyfju sem innihélt kaffipoka, dropateljara, ph - strimla, sprautur og nálar. Við nánari skoðun kom í lj ós að sams konar KitchenAid - hrærivél var keypti í Elko daginn áður á kennitölu ákærða Einars og aflaði lögregla mynda frá versluninni af ákærða þegar hann keypti vélina. Fyrir utan palldyrnar var sólpallurinn blautur. Á baðherbergi var svartur bali sem inn ihélt tvo leysi - hitamæla, öryggisgleraugu o.fl. Í balanum var einnig hræra úr hrærivél og á henni voru hvítar efnisleifar sem sýni var tekið af til rannsóknar og reyndist það vera amfetamín. Í ruslapokum sem voru losaðir í gámastöðinni var mikið magn af no tuðum ph - strimlum, kassi utan af KitchenAid - glerskál, þrír fimm lítra brúsar, sprautur, Hámark - ferna o.fl. Strokusýni af nokkrum munum í ruslapokanum svaraði jákvætt fyrir amfetamíni. Á grundvelli úrskurðar héraðsdóms kom lögregla fyrir hlustunarbúnaði í b maí 2019. Í skýrslu lögreglu um þá rannsóknaraðgerð kemur fram að ákærðu Alvar og Margeir hafi auk Y aðila ræða saman um kannabisræktunina, hversu mikla uppskeru hún myndi gefa af sér, hvenær þeir ætluðu að klippa plönturnar niður, hvaða búnað þeir þyrftu, hvernig þeir ætluðu að koma efninu í verð og hvernig þeir hefðu gert hlutina áður. Þá má af upptöku frá 13. maí heyra, a ð því er lögregla telur vera, ákærða Alvar og Z ræða saman. Þar kemur fram að Z ætli að aðstoða með gaskúta til notkunar við framleiðsluna Samkvæmt rannsóknargögnum lögreglu kom ekki fram nein notkun á einkafarsímum ákærðu 7. júní 2019 frá því að þeir fóru frá heimili ákærða Margeirs og þangað til þeir voru handteknir. Lögregla fann farsíma þeirra ýmist á heimilum þeirra eða í ökutækjum. lögregla yrði þess vör h þess sem bifreiðin var notuð stóð hún á bifreiðastæði við Hraunbæ í Reykjavík. Einnig leiddi rannsókn lögreglu í ljós að bifreið Z var í nokkrum tilvikum tekin frá vinnustað he nnar og farið á henni í útihúsið til að huga að ræktuninni. Í framhaldi af handtöku ákærðu voru gerðar húsleitir og munir haldlagðir á heimilum þeirra og öðrum stöðum sem talið var að tengdust rannsókn málsins. Við húsleit á heimili ákærða Alvars var m.a. lagt hald á 150.000 krónur, á heimili ákærða Einars 320.000 krónur, 2.120 bandaríkjadollara og 3.775 evrur og á heimili ákærða Margeirs munur sem lögregla telur vera hnúajárn og greinir í V. kafla ákæru og Eyrarbakka, en samkvæmt gögnum málsins var ákærði Alvar tíður gestur þar meðan á rannsókn málsins stóð. Þar var lagt hald á tvo etanól - brúsa. 22 Fyrir liggur matsgerð Rannsóknarstofu í lyfja - og eiturefnaf ræði, dagsett 12. júlí 2019, um rannsókn sýna sem tekin voru vegna ræktunarinnar. Teknar voru til rannsóknar plöntur hvorar úr sínu rými ræktunarinnar. Annars vegar voru það sex grænar, blómstrandi plöntur og reyndist þyngd þeirra vera 2019,34 g við komu e n eftir þurrkun 748,33 g. Var staðfest með smásjárskoðun, gasgreiningu á súlu og massagreiningu að um kannabis væri að ræða og reyndist magn tetrahýdrókannabínóls í þurru sýni vera 93 mg/g og reiknað magn efnisins við komu 34 mg/g. Hins vegar voru það tutt ugu grænar, blómstrandi plöntur og reyndist þyngd þeirra vera 11551,29 g við komu en eftir þurrkun 2882,05 g. Á sama hátt var staðfest að um kannabis væri að ræða og reyndist magn tetrahýdrókannabínóls í þurru sýni vera 74 mg/g og reiknað magn efnisins við komu 18 mg/g. Þá liggur fyrir matsgerð sama aðila vegna þess efnis er fannst í sumarhúsinu. Tekin voru til rannsóknar tíu sýni sem reyndust öll vera amfetamín og innihéldu þau öll koffein. Bentu efnapróf til þess að amfetamínið væri að mestu í formi amfet amínsúlfats. Reyndist styrkur amfetamínbasa í sýnunum vera á bilinu 43 - 57%, sem samsvarar 58 - 78% af amfetamínsúlfati. Einnig liggja m.a. fyrir kort og ljósmyndir af umhverfi sumarhússins oh bílaleigunnar við Grænásveg sem aflað var undir meðferð málsins, ú treikningar verjanda ákærða Margeirs á magni amfetamíns, reikningar frá Elko vegna hrærivélar og útprentanir af bankareikningi ákærða Einars og fasteignafélagsins E9 ehf. Upphaflega voru sex einstaklingar ákærðir fyrir brot það sem greinir í I. kafla ákæru nnar en þáttur þriggja var skilinn frá með vísan til 2. mgr. 169. gr. laga nr. 88/2008 og dæmdur í máli nr. S - 4830/2019. II Við rannsókn málsins voru þrisvar teknar skýrslur af ákærðu Alvari og Einari, en þeir tjáðu sig ekki um sakarefnið. Einnig voru þri svar teknar skýrslur af ákærða Margeiri við rannsókn málsins. Í skýrslu 8. júní 2019 neitaði hann sakargiftum. Hann gaf á ný skýrslu 13. júní 2019 og viðurkenndi þá að hafa staðið að húsið vera í eigu föður síns og hann hefði að morgni þess dags sem hann var handtekinn farið þangað til að athuga aðstæður, athuga hvort einhver væri þar og skilja eftir lykla. Hann hefði svo farið aftur þangað seinni partin n, um sjöleytið, og þá verið stöðvaður af lögreglu á leiðinni til baka til Reykjavíkur. Hann hefði þá ætlað að athuga með stöðuna á húsinu og athuga með lyklana og ekki átt von á því að neinn væri þar. Ákærði vildi ekki tjá sig um það fyrir hverja matarbak karnir þrír sem hann fór með í sumarhúsið voru. Hann neitaði að hafa átt aðild að framleiðslu fíkniefna í sumarhúsinu og vildi ekki tjá sig um það hverjir hefðu staðið að framleiðslunni. Þá lýsti hann því að hann hefði að morgni 7. júní verið sóttur og eki ð með hann til Keflavíkur þar sem hann sótti bifreið sem hann hefði verið á allan daginn þar til hann var stöðvaður af lögreglu og sagði ákærði að hann vissi ekki hvort um bílaleigubíl hafi verið að ræða. Aðspurður af hverju hann hefði verið á þessari bifr Kópavog og lesið þar Fréttablaðið á bifreiðastæði við kir kju í Kórahverfinu. Hann staðfesti að kassar hefðu, að ræða hvítan kassa með loki og svartan kassa með loki. Þá neitaði hann að hafa hent ruslapok um í gám við Strýpurás. Hann hefði stansað þar til að vera í samfloti en vissi einungis að í pokunum hefðu verið matarbakkarnir úr Baulu. Þá neitaði ákærði að tjá sig um það hvað hefði verið í gangi í sumarhúsinu þegar hann kom þangað seinnipartinn. Í skýr slutöku 23. júlí ítrekaði ákærði Margeir að hann hefði farið með lykla í sumarhúsið. Þegar hann kom þangað í seinna skiptið þennan dag hefði hann ekki átt von á því að neinn væri í húsinu. Hann hefði ætlað að ganga úr skugga um að vel væri gengið frá öllu þar en hefði komið mönnum sem þar voru að óvörum. Hann hefði þá komið inn í aðstæður sem hann vildi ekki vera í og hefði því strax farið burt aftur og þess vegna farið í Baulu og keypt mat. Sagði ákærði að þegar hann kom hefði ekkert verið í gangi, engin f ramleiðsla, en mikið að hvítum efnum verið á stofuborði. Hann hefði verið búinn að lána húsið til 23 aðila sem hann vildi ekki nafngreina og hefði sett lykilinn á fyrirfram ákveðinn stað. Þá staðfesti hann að þegar hann fór til Keflavíkur um morguninn hefðu þ eir sótt tvær bifreiðar. Hann hefði fært einn hvítan a verið sérstaklega beðinn um að nota ekki sína bifreið en hann vildi ekki nafngreina þann sem bað hann um það. Ákærði kvaðst ekki hafa farið með neina brúsa eða basa í sumarhúsið og ekki hafa verið beðinn að fara með neitt þangað. Þeir aðilar sem hann lán aði húsið hefðu ætlað að vera farnir þegar hann fór í húsið seinni partinn. Hann kvaðst hafa verið í um hálftíma í húsinu og farið svo í Baulu og svo farið til baka og borðað og þá að mestu verið á pallinum. Einnig kom fram hjá honum að það hefðu verið fél agar hans sem hann lánaði húsið og hann hefði ekki spurt þá hvað þeir ætluðu að gera þar. Síðan breytti ákærði þeim framburði og sagðist hafa spurt þá en samt lánað þeim húsið og það hefði verið heimskulegt af sér. Sagði ákærði að það hefði verið hugsunarl eysi að fara í Baulu og svo aftur í húsið. Hann hefði sagt að hann ætlaði í Baulu og verið spurður hvort hann gæti tekið tvo bakka aukalega. Þeir hefðu ætlað að fjarlægja það sem var í húsinu á meðan hann færi í Baulu. Þá kvaðst ákærði ekki hafa verið með síma þennan dag og hafa gleymt honum heima og ekki sótt hann þegar hann kom í bæinn aftur. Ákærði sagði að myndavél sem var í húsinu væri í eigu vinar hans sem hefði lánað honum vélina til að mynda húsið þar sem fasteignasali sem búið var að fela að selja húsið hefði beðið hann um myndir. Eftir þingfestingu málsins gaf sig fram við lögreglu vitnið B og játaði að hafa framið brot það sem lýst er í II. kafla ákærunnar. Skýrsla var tekin af honum hjá lögreglu 14. október sl. Kvaðst hann hafa keypt amfetamínbas a hjá pólskum manni sem hann hefði verið í tengslum við vegna fíkniefnaviðskipta og einnig fengið hjá honum búnað til að vinna amfetamín úr basanum, auk þess sem Pólverjinn hefði kennt honum hvernig þetta væri gert. Hann hefði talað við ákærða Einar, sem h undir því yfirskyni að hann væri kominn í neyslu og vildi komast út úr bænum til að taka sig á. Í framburði B kom annars vegar fram að hann hefði beðið Einar að lána sér umrætt sumarhús og hins vegar að Einar hefði stungið upp því að hann færi í sumarhúsið. Stuttu síðar hefði hann fengið lykil að húsinu en ekki farið strax. Hann hefði verið með dótið sem hann fékk lánað í bifreið sinni og verið að bíða eftir að fá basann afhentan en seinkun hefði orðið á því. Hefði hann þá leitað sér að stað til að geyma dótið og hefði ákærði Alvar á endanum tekið við því á verkstæðinu í Miðhrauni og farið með það í geymslu á Eyrarbakka og hefði þetta verið seinnipartinn í maí. B kvaðst hafa verið með sér síma sem hann hefði notað til að tal a við Pólverjann og hefði hann fengið frá honum SMS - skilaboð þegar basinn var klár og fengið fjóra og hálfan lítra af basa. Hann hefði haft samband við ákærða Alvar sem hefði komið með dótið í bæinn og afhent honum það á bensínstöð. Hann kvaðst hafa farið í húsið á lánsbifreið sem hann vildi ekki gefa frekari upplýsingar um né heldur nafn eða símanúmer eigandans. Hann hefði ratað í húsið með því að nota hefði gengið vel hjá honum að hræra saman og hefði ph - gildi á blöndunnar farið niður í tvo, en það hefði hann séð með því að nota strimla til að mæla gildið. Amfetamínið sé framleitt þannig að við basann sé blandað etanóli og það hrært saman og síðan sé brennis teinssýra sett varlega út í og hrært rólega með sleif eða hræru. Síðan hefði hann blandað vítissóta í til að reyna að ná upp ph - gildinu. Þetta hefði ekki gengið hjá honum og hefði hann því haft samband við Pólverjann og síðan farið í bæinn og sótt hann og þeir farið báðir í sumarhúsið. Þeir hefðu gert þetta á sama hátt, sett etanólið saman við basann og hrært og síðan sett brennisteinssýruna rólega út í og hrært mjög rólega. Þá hefði ph - gildið verið rétt og þetta orðið að drullu og síðan hefðu þeir sett kof fein í blönduna í lokin. Síðan hefði þessu verið þrýst í gegnum kaffipokana og sett svo í þurrkun. B kvað sér hafa verið farið að líða illa af því að efnin hefðu verið sterk og einnig hefði hann verið að prófa efnið. Hann hefði ekið Pólverjanum í bæinn og þegar hann var þar séð að ákærði Einar hafði verið að reyna að ná í hann símleiðis. Úr hefði orðið að þeir hittust á verkstæðinu í Miðhrauni þar sem Einar hefði tekið lykilinn að húsinu af honum því að hann var búinn að vera með það lengur en til stóð og einnig hefði Einar séð að hann var ekki alveg edrú. Hann hefði spurt Einar hvort hann gæti ekki haft húsið aðeins lengur þar sem hann hefði verið með partí og það þyrfti að ganga frá en Einar hefði ekki tekið það í mál. Hann hefði þá ákveðið að fara upp eftir og brjótast inn í húsið til að ná í þetta en ekki komist þangað þar 24 sem hann hefði haldið áfram að neyta amfetamíns úr framleiðslunni sem hann hafði tekið með sér og verið orðinn veikur og í hálfgerðu geðrofsástandi. Hann hefði endað heima hjá sér þar sem hann hefði hrúgað í sig róandi lyfjum og liðið mjög illa. Hann hefði sofið lengi til að ná sér n iður og þegar hann hefði vaknað, eftir á að giska fjóra, fimm daga, hefði hann séð í fréttum að menn væru komnir í gæsluvarðhald fyrir framleiðslu á fíkniefnum. Húsleit var gerð á heimili vitnisins 14. október 2019. Vísaði hann þá lögreglu á búnað sem han n sagði að notaður hefði verið til að framleiða amfetamín í sumarhúsinu, það eina sem vantaði væri amfetamínbasi. Var búnaðurinn staðsettur bæði í svefnherbergi og eldhúsi og var m.a. um að ræða vítissóta, koffeinduft, kaffisíur, trekt og hrærivél. Þá ligg ja einnig fyrir í málinu gögn er sýna notkun á greiðslukorti vitnisins 6. - 8. júní sl. og má af því ráða að kortið hafa alla daganna verið notað á höfuðborgarsvæðinu. Við rannsókn málsins voru teknar skýrslur 8. og 14. júní og 6. ágúst af Y sem sakborningi vegna I. kafla ákærunnar. Hann viðurkenndi að hafa staðið sjálfur að ræktuninni. Hann neitaði að tjá sig um þátt ákærðu Alvars og Einars hvað ræktunina varðaði en sagði ákærða Margeir hafa tekið þátt í henni og staðfesti samtöl sem lögregla hljóðritaði í b Við rannsókn málsins voru teknar skýrslur 8. og 18. júní og 7. ágúst af Z sem sakborningi vegna I. kafla ákærunnar. Hún tjáði sig ekki um þátt ákærðu og kvaðst ekki hafa vitað að bifreið hennar hefði verið notuð í tengslum við þetta. Við ra nnsókn málsins voru teknar skýrslur 8. júní og 7. ágúst af Þ sem sakborningi vegna I. kafla ákærunnar. Sagði hann ákærðu tengjast ræktuninni. Vitnið A gaf skýrslu við rannsókn málsins. Hann sagði ákærða Alvar hafa beðið sig um að vera skráður eigandi bifre séð bifreiðina. Alvar hafi látið hann hafa reiðufé til að greiða fyrir tryggingar bifreiðarinnar. Við rannsóknar málsins var einnig tekin skýrsla af Æ en ekki er ástæða til að rekja efni hennar. III Framburður ákærða og vitna fyrir dómi Verður nú gerð grein fyrir framburði ákærða og vitna fyrir dómi að því marki sem nauðsynlegt er til úrlausnar málsins. Ákærði Alvar Óskarsson hefur neitað því að hafa átt eignarhlut í ræktun kannabisefna en játar minni háttar aðild að broti því sem honum er gefið að sök í I. kafla ákæru. Þá neitar hann sök samkvæmt II. og í III. kafla ákæru. Hann kveðst ekki hafa átt þau efni sem greinir í I. og II. kafla ákæru og tekur ekki afstöðu til kröfu um upptöku að öðru leyti en því að hann mótmælir kröfu um upptöku á 150.000 krónum í eigu hans. hefðu beðið hann um aðstoð. Hann hefði verið ráðinn til að sinna umsjón með ræktun og vera á vakt þegar eigendur höfðu ekki tíma til þess. Félagi hans hefði boðið honum þessa aukavinnu, í apríl minnti hann, og hefði hann átt að fá greiddar 3.500 krónur á tímann með akstri og fá greitt eftir uppskeru efnisins. Á þeim tím a hefðu báðir aðilarnir sem stóðu að ræktuninni verið í utanlandsferðum eða einhverju álíka og því hefði hann farið reglulega á staðinn; alls hefði hann líklega farið um tuttugu sinnum. Hann hefði keypt vörur sem vantaði, eins og t.d. gaskúta, og komið með í ræktunina. Þá hefði hann tekið að sér að finna kæmi að uppskeru. Ákærði sagði að vitnið A hefði tekið að sér að vera skráður fyrir bifreiðinni en tryggingar vegna bifreiðarinnar hefðu verið greiddar af þeim sem stóðu að baki ræktuninni, sem ákærði kvaðst telja að væru fleiri en einn en hann viti ekki hver fjármagnaði ræktunina. Hann kvaðst ekki þekkja ábúendur á bænum eða vita hver hefði komið á ten gslum við þá en hafa hugsanlega hitt þau einu sinni. Ákærði kvaðst ýmist hafa farið einn í ræktunina eða einhverjir með honum, en hann teldi ekki að fleiri plönturnar helgina þegar þeir voru handteknir og hafi það verið samkvæmt mati þeirra manna sem áttu ræktunina. Hann hefði ætlað að sjá um það ásamt tveimur til þremur öðrum og væri hann þá ekki að vísa til meðákærðu. Ákærða var kynnt að samkvæmt eftirliti lögreglu hefði ákærði Einar einu sinni komið með 25 til sölu á bænum. Ákærði hefði spurt Einar hvort hann mætti koma með honum að skoða hestana og hefði h ann einnig rætt það sjálfur. Kvaðst ákærði ekki vita hvort Einar hefði vitað um ræktunina, en hann hefði ekki komið með ákærða inn í ræktunarrýmið heldur farið í hesthúsið sem hefði verið í sömu byggingu og ræktunin. Aðspurður hvort Einar hefði vitað hvað hann var að gera sagði ákærði að það hefði aldrei verið rætt. Einar hefði ekki spurt af hverju þeir skiptu um bifreið í Hraunbæ áður en þeir fóru austur 29. apríl. Þá hefði aldrei verið minnst á Einar sem eiganda ræktunarinnar við hann. Sagði ákærði að ek ki væru nein fjárhagsleg tengsl á milli ákærðu, en þeir hefðu stofnað saman bílaleigu á sínum tíma sem ekkert varð úr. Reka átti bílaleiguna í E9 ehf. en nafninu á félaginu hefði svo verið breytt en hann og kona hans hefðu engin afskipti haft af því. Ákærð i kvaðst einungis einu sinni hafa sumarhúsið fyrir söluskoðun og hefði ákærði Einar komið með honum. Teldi hann að Einar hefði komið með lykla að húsinu m eð sér og hann myndi ekki eftir því að þeir hefðu þurft að leita að lykli fyrir utan þegar þeir komu. Daginn áður hefði Einar komið til hans og spurt hvort hann gæti aðstoðað hann við að koma húsinu í stand fyrir söluskoðun og myndatöku og sagt að húsið he fði verið í notkun. Hann hefði samþykkt það. Ákærði kvaðst síðar hafa komist að því að sumarhúsið væri í eigu fjölskyldu ákærða Margeirs og vissi hann ekki af hverju Einar hefði átt að sjá um að þrífa húsið. Að morgni föstudagsins hefðu þeir Margeir þurft að sækja bílaleigubifreiðar til Keflavíkur. Þeir hefðu farið þangað á bifreið sem ákærði var á. Bifreiðarnar hefði hann tekið á leigu fyrr í vikunni og hefði þá verið gengið frá leigusamningi en sækja hefði átt bifreiðarnar á föstudegi til að nota yfir hel tilbúnar þegar þeir komu þar sem búist hefði verið við þeim. Ákærði sagði enga kassa hafa verið flutta á milli bifreiða hjá bílaleigunni og hefðu þeir ekki tekið neitt dót með sér í sumarhúsið utan myndavélar. Ekki hefðu verið neinir munir í bifreiðunum þegar þeir tóku við þeim og hefði hann a.m.k. átt að taka eftir stórum hlutum. Hann hefði gengið í kringum báðar bifreiðarnar og ekki séð neitt athugavert. Eftir að hafa sótt bifreiðarnar hefðu þeir ekið í Kópavo g að sækja Einar að kirkju þar sem þeir hefðu verið búnir að mæla sér mót. Þeir hefðu ákveðið að vera ekki með farsíma með sér þegar þeir sóttu bifreiðarnar, en það hefði verið ákveðin regla að þeir væru símalausir þegar þeir væru að gera eitthvað sem teng dist ræktuninni ef vera skyldi að lögregla væri að skoða símana. Þeir hefðu tekið tvær bifreiðar á leigu bæði út af plássi og ekki verið hjá kirkj unni og hefðu þeir því fyrst beðið eftir honum og síðan gengið heim til hans, ekið um saman í bifreið og leitað hans og athugað hvort hann væri í líkamsræktinni. Þetta hefði tekið um klukkustund og hefði Margeir verið farinn að reka á eftir því að þeir fær u af stað. Hann þyrfti að fara í annað verkefni og aka lengi vegna þess og þyrfti því að fara að stað sem fyrst. Hann hefði þá beðið Margeir að skutla sér til félaga síns sem bjó í nágrenninu til að geta hringt í Einar og fundið hann og hefði Margeir skili ð hann eftir í þar sem h ann hefði bankað upp á hjá félaga sínum. Sá hefði reynst vera sofandi en bróðir hans sem var þarna hefði skutlaði honum til að leita áfram að Einari. Ákærði hefði einnig fengið að hringja hjá honum til að athuga hvort hann fyndi símanúmerið hjá Einari en þ að hefði ekki gengið. Þeir hefðu þá ekið heim til Einars og hefði hann verið þar. Ákærði hefði farið til baka á bifreiðastæðið við kirkjuna og Einar komið þangað á annarri bifreið og þeir þar sameinast í bifreið og ekið beint í Borgarnes. Á leiðinni út úr Borgarnesi, norðan við bæinn, hefðu þeir mætt Margeiri sem ók í suðurátt og vinkað honum og blikkað ljósum en hann hefði ekki virst sjá þá og hefðu þeir því snúið við til að athuga hvort hann hefði séð þá. Hann hefði ekið áfram út úr Borgarnesi og þeir þá séð að þeir gætu ekki náð honum og snúið við og ekið í sumarhúsið. Þegar þeir komu inn í það hefðu þeir tekið eftir dóti á gólfinu og að á borðinu voru skálar sem breitt var yfir með ruslapokum. Kvaðst hann halda að þeir hefðu fært eitthvert dót til í húsi nu og týnt rusl í poka þegar þeir ruddu sér leið um húsið. Þeim hefði brugðið við að sjá amfetamínið og rætt hvað þeir ættu að taka til bragðs. Eftir umhugsun hefði þeim fundist gáfulegast í stöðunni að bíða eftir Margeiri. Síðan hefði hugmyndin verið að r taka efnið og dótið úr húsinu. Margeir hefði svo komið og þeir reynt að útskýra þetta fyrir honum. Svo hefði Margeir skutlast eftir mat og þeir borðað þegar hann kom til baka og rætt þetta áfram o g ákveðið að fara í bæinn og hafa uppi á þeim sem bæri ábyrgð á þessu og fá hann til að fjarlægja þetta. Um ástæðu þess 26 að þeir hefðu ekki allir farið þegar Margeir fór að sækja mat sagði ákærði að þeir hefðu verið rosalega svangir og viljað melta þessa st öðu mjög vel. Þeir hefðu rætt um að hringja í lögreglu en verið hræddir um að þeir mundu enda í þeirri stöðu sem þeir væru í nú. Þetta hafi æxlaðist þannig að Margeir fór einn. Hann og Einar hefðu haldið sig úti á palli mestallan daginn en húsið hefði veri ð opið. Þá hefðu þeir borðað úti. Ákærði sagði að þeir hefðu ekki verið með hlífðarfatnað með sér og ekki notað slíkt, ekki hanska og ekki öndunargrímur. Þá hafði hann engin aukaföt haft með sér í sumarhúsið. Á leiðinni út þegar þeir fóru hefðu þeir gripi ð ruslapoka með dóti í, auk þess sem þeir hefðu sett frauðkassa í annan poka og tekið laust rusl burt, enda hefði tilgangurinn með ferðinni verið að þrífa húsið. Svo hefðu þeir ekið af stað í bæinn, hent ruslinu en síðan verið handteknir. Ákærði kvaðst haf a verið með fíkniefni í vasanum þegar hann var handtekinn. Hann hefði tekið eitthvert rusl af gólfinu og séð um leið þessi efni og stungið þeim í vasann en gleymt að taka þau aftur úr vasanum áður en þeir fóru aftur. Það hefði aldrei verið meining hans að taka efnið með sér í bæinn. Efnið hefði verið vakúmpakkað en í húsinu hefði verið tæki til slíkrar pökkunar. Hann hefði ekki ætlað að nota efnið eða selja það. Ákærði sagði að þeir hefðu verið í húsinu í sex til sjö klukkustundir að bíða eftir ákærða Marg eiri. Þeir hefðu ekki verið með síma og hefðu því ekki getað hringt í hann og Margeir hefði ekki heldur verið með síma þannig að þeir hefðu ekki getað farið annað til að hringja í hann. Þeir hefðu átt von á honum hvenær sem var og talið að hann yrði í burt u í þrjár til fjórar klukkustundir. Margeir hefði svo komið um klukkan hálfsjö og hefðu þeir þá útskýrt fyrir honum hvað væri í gangi og hefði Margeir þá fengið sjokk rétt eins og þeir. Þeir ræddu um það hver hefði verið þarna á undan þeim og gæti borið áb yrgð á þessu dóti og hefði B þá verið nefndur. Ákærði gat ekki lýst því frekar hvernig B fékk aðgang að sumarhúsinu. Hann kvaðst þekkja B og hefði B verið að vinna á verkstæði hjá ákærða. Ákærði kvaðst kannast við Nocco - áldós sem fannst inni í húsinu og k vaðst hafa keypt hana. Þá kvaðst hann ekki kannast við kaffipoka með útreikningum að öðru leyti en því að hafa séð þá í gögnum málsins og kvaðst hann ekki hafa skrifað sjálfur á þá, þeir væru ekki með hans skrift. Ákærði kannaðist við 150.000 krónur í reið hafa sýnt eiganda bílaleigunnar þessa peninga og sagt honum að hann ætti pening sem hann gæti nálgast ef tjón yrði á bifreiðunum. Ástæðan fyrir því að hann notaði ekki greiðslukort hefði verið ræktunin. Ákærði sa gði þessa peninga vera sína eign en hann myndi ekki hvort þetta hefði verið lán eða hann hefði fengið þetta fyrir vinnu. Ákærði kvaðst ekki hafa tjáð sig um sakarefnið við lögreglu þar sem hann hefði ekki verið í ástandi til að verjast þessum ásökunum. Han n hefði leitað sér aðstoðar og það gengið vel. Það hefði tekið mjög á að sitja undir þessu og hefði hann verið hræddur um fjölskyldu sína. Sagði ákærði að það væri sama hvað hann hefði sagt lögreglu, honum hefði samt verið kennt um þetta. Sagði ákærði að þ egar gögnin væru lesin mætti sjá hver einstefna rannsókn málsins væri. Fullyrðingar væru settar fram í samantekt um að hann hefði framleitt amfetamín í sumarhúsinu en hann hefði ekki fengið aðgang að gögnum sem sýnt gætu fram á sakleysi hans, t.d. gögnum s em sýndu hverja hann hefði verið að hitta og hvert hann hefði farið. Ákærði Einar neitar sök, bæði hvað varðar I. og II. kafla ákæru. Hann kveðst ekki ætla að taka afstöðu til upptökukrafna að öðru leyti en því að hann hafnar upptöku fjármuna, evra, banda ríkjadollara og íslenskra króna, í hans eigu. kaup á hesti. Hann hefði farið með ákærða Alvari sem hefði sjálfur ekki átt erindi þangað en komið með honum og hef ði vitað hvar bærinn væri. Annaðhvort ákærði Margeir eða Y þekktu til þarna og hefðu sagt það hefði verið Þ sem var þarna og hefðu þeir spjallað, drukki ð kaffi og skoðað hesta sem voru í stíum í hesthúsi en ekkert hefði orðið af kaupum. Þeir hefðu farið á bifreið Alvars í Árbæ og skipt þar yfir á Toyota - bifreið og farið austur á henni. Alvar hefði viljað gera þetta svona en hann vissi ekki af hverju. Þá k vaðst hann ekki muna hvort þeir hefðu tekið farsíma sína með sér í þessa ferð. Hann muni ekki hvort Alvar var með honum allan tímann og viti ekki hvort Alvar var að huga að ræktun þarna, eins og Alvar hefur lýst. Sjálfur hafi hann ekki haft nein tengsl við ræktunina og ekki vitað af henni. 27 Ákærði lýsti atvikum svo hvað varðar II. kafla ákærunnar að um miðjan maí hefði hann verið í samskiptum við vin sinn til margra ára, B, en þeir hefðu haft stuðning hvor af öðrum í edrúmennsku. B hefði verið búinn að stan da sig vel en misstíga sig eitthvað. Hann hefði vitað af húsinu í gegnum ákærða Margeir og til tals hefði komið að það yrði selt. Ákærði hefði vitað að Margeir væri með aðgang að húsinu og B hefði fallist á það að í stað þess að fara á Vog færi hann í hvíl darferð í sumarhúsið til að ná sér á strik. Þetta hefði þá virst vera góð hugmynd og hefði ákærði haft milligöngu um að útvega B húsið og hefði hann ætlað að vera þar í eina til tvær vikur. Ákærði kvaðst á þessum tíma hafa verið að reyna að ná í B, sem hef ði ætlað að vera í sambandi við hann. Það hefði gengið illa og hefði Margeir einnig verið farinn að pressa á að fá húsið til baka og ætlað að gera það klárt fyrir sölu. Í þriðju vikunni hefði hann loksins náð í B og sagt honum að koma og hitta sig og þeir hist á verkstæðinu í Miðhrauni, líklega 5. eða 6. júní. Ákærði hefði strax séð að mikið var búið að ganga á hjá B. Hann hefði verið undir miklum áhrifum, sagst hafa dottið í það og hafa verið með partí í sumarhúsinu og vilja fá að þrífa húsið. Hann hefði h rifsað af B lyklana og hefði B þá farið sína leið og ekki reynt að ná þeim til baka. Taldi ákærði að frá því að hann hitti B hefðu liðið einn eða tveir dagar þangað til hann fór í sumarhúsið. Ákærði sagði að ekki hefði komið til greina að fá B með til að þ rífa húsið vegna ástandsins á honum og þess hve erfitt hefði verið að ná í hann. Kvaðst ákærði ekki vera viss um hvort hann hefði gert ráð fyrir að það væri eins manns vinna að þrífa húsið, en þetta hefði átt að enda með myndatöku og hefði það verið ástæða n fyrir því að þeir fóru þrír. Ákærði kvaðst ekki vita hvort Margeir hefði farið með lykil í húsið en sjálfur hefði hann verið með lykilinn frá B. Í framhaldi af þessu hefði hann rætt við Margeir og sagt honum lauslega hvernig staðan væri og að ákærði ætla ði sér sjálfur að þrífa húsið. Hefði þá verið afráðið að þeir Margeir færu saman á föstudeginum að þrífa sumarhúsið og standsetja fyrir sölu. Margeir hefði sagst vera tæpur á tíma og hann gæti einungis byrjað daginn með honum og hefði ákærði þá einnig beði ð ákærða Alvar að koma með og hefði hann samþykkt það. Þeir hefðu ætlað að hittast á föstudeginum um klukkan tíu hjá World Class í Ögurhvarfi og hann hefði farið í ræktina um morguninn og síðan beðið eftir þeim fyrir utan í rúman hálftíma en þeir ekki komi ð. Hann hefði þá ákveðið að fara heim og bíða eftir þeim þar. Hálftíma, klukkutíma síðar hefði Alvar hringt dyrabjöllunni. Hefði hann sagt að Margeir hefði farið á undan upp eftir til að skrúfa frá vatninu og tryggja að þeir hefðu vatn til að þrífa. Einhve r hefði ekið Alvari til hans og ekið honum síðan að kirkjunni þar sem bifreið Alvars var og þangað hefði ákærði einnig farið á sinni bifreið, lagt þar og farið með Alvari í bifreið upp í Borgarnes. Þegar þeir komu í sumarhúsið hefði þetta blasað við þeim. Það hefði allt verið á rúi og stúi, mikið af kössum, töskum og drasli úti um allt og mikil kemísk lykt. Þeir hefðu gengið inn í stofuna og hefði verið búið að breiða plastpoka yfir stofuborðið. Þeir hefðu kippt pokunum af og þá blasað við skálar með amfeta míni og hefðu þeir þá fengið mikið sjokk. Þeir hefðu rutt frá drasli, tínt eitthvað af rusli, opnað dyr og farið út á pall við húsið. Þar hefðu þeir jafnað sig og rætt um það hvað þeir ættu að gera. Á pallinum hefði verið eitthvað af húsgögnum og þar hefðu þeir eytt deginum og rætt þetta fram og til baka. Þeir hefðu verið á pallinum allan tímann, en gott veður hefði verið þennan dag og ekki líft inni í húsinu vegna lyktar. Hann hefði áttað sig á því að þeir væru komnir í alvarlega stöðu. Þeir hefðu vitað að Margeir væri væntanlegur aftur, en hann hefði ætlað að enda daginn á því að taka út húsið eftir að þeir væru búnir að taka þar til. Hefði ákærði m.a. komið með myndavél sem hann ætlaði að lána Margeiri til að taka myndir af húsinu. Þeir hefðu ekki viljað að Margeir gengi inn í þessar aðstæður. Þeir hafi heldur ekki talið að þeir gætu farið burt en ekki vitað að Margeir yrði svona lengi. Þegar Margeir kom og sá hvernig staðan var hefði hann fengið meira sjokk en þeir. Hann myndi ekki viðbrögð hans orðrétt e n á meðan ákærði hefði lýst þessu fyrir Margeiri hefði hann bara strokið sér um höfuðið. Margeir hefði á þessum tíma verið búinn að vera frá vinnu vegna álags og ekki væri ólíklegt að hann hefði fengið taugaáfall á staðnum. Hafi Margeir bara þrammað um pal linn. Hefðu þeir þá stungið upp á því að hann mundi skjótast eftir mat og slaka aðeins á en þeir hefðu verið búnir að vera þarna í átta tíma og orðnir svangir. Margeir hefði farið og keypt mat og þeir rætt hvað þeir ættu að gera. Hefðu þeir þrír rætt saman um að B ætti efnið eða vissi hver ætti það og á endanum ákveðið að best væri að þeir færu í bæinn til að finna B og láta hann taka ábyrgð á þessu. Þeir hefðu svo verið handteknir á leið í bæinn. Ákærði kvaðst ekki vita hvort ákærði Margeir hefði skilið eftir lykil að húsinu en taldi að hann hefði farið þangað til að skrúfa frá vatni. Dregið hefði verið fyrir glugga þegar þeir komu. Gerði hann ráð 28 fyrir að Margeir hefði ekki farið inn því annars he fði hann verið þarna enn þegar þeir komu. Ákærði kvaðst ekki geta svarað því af hverju þeir fóru ekki allir eftir að Margeir kom. Þá kvaðst ákærði vita að á bak við svona magn af efnum væri einhver þungi. Þeir ákærði Alvar hefðu rætt hvort þeir ættu að far ga þessu, grafa það, eða tala við lögreglu en í ljósi sögu sinnar hefðu þeir ekki talið neitt af þessu fýsilegan kost. Ef þeir hefðu fargað þessu magni af efni hefðu einnig orðið eftirmál. Ákærði kvaðst ekki vita hvort B ætti efnin eða hvort einhver hefði verið með B í húsinu. Þegar Margeir kom til baka með matinn hefðu þeir borðað úti og Margeir þá verið örlítið búinn að jafna sig og þeir rætt þetta áfram á sömu nótum. Þeir hefðu ekki verið með hlífðarbúnað í sumarhúsinu en ákærði hefði verið með hanska me ð sér. Þeir hefðu ekki komið með neitt annað í húsið en nesti. Þá kvaðst ákærði hafa séð útreikninga á kaffipokum í gögnum málsins en kvaðst ekki hafa séð þá í húsinu og sagði að það væri ekki hans skrift á þeim. Hrærivél sú sem hann keypti daginn áður en hann var handtekinn hefði verið brúðkaupsgjöf til mágs hans. Kvaðst hann líklega hafa verið með hanska í versluninni þegar hann keypti vélina þar sem þá hefði verið betra að bera kassann. Hann hefði ekki haft ástæðu til að reyna að forðast að fingraför han s kæmu á kassann og sagði hann að ekki væri um að ræða sömu hrærivél og fannst í húsinu. Þá kvaðst hann ekki, þennan sama morgun, hafa keypt þurrís hjá Ísaga. Hvað varðar þá fjármuni sem haldlagðir voru hjá honum þá séu þeir annars vegar af hans reikningi og hins vegar reikningi fyrirtækis. Hafi hann strax skipt peningum yfir í evrur þegar hann tók út af reikningi fyrirtækisins og þeim hefði síðan að einhverju leyti verið skipt yfir í dollara. Hann hefði farið til Indlands fyrri hluta maí og væri um að ræð a hluta af þeim peningum sem ætlunin hefði verið að nota í þeirri ferð, en svo hefði hann eytt minna en hann gerði ráð fyrir. Peningarnir sem hann tók út af sínum reikningi væru tilkomnir vegna sölu á bifreið en hvað fyrirtækið varðaði vegna sölu á íbúð í Keflavík. Ástæða þess að ákærði hefði við rannsókn málsins ákveðið að nýta sér rétt sinn til að tjá sig ekki hefði verið sú að hann upplifði sig að einhverju leyti á milli steins og sleggju, annars vegar hefðu verið mögulegir eigendur efnanna og hins vegar lögregla. Hann hefði gengið í gegnum svona mál áður og talið hagsmunum sínum best borgið með því að tjá sig ekki á þessum tíma. Þegar B ákvað að stíga fram og axla sína ábyrgð hefði honum fundist eins og búið væri að gefa honum grænt ljós á að segja frá m álinu eins og það lægi fyrir. Fyrri verjandi hans hefði spurt lögreglu hvort það væru líkur á því að hann yrði leystur úr haldi ef hann mundi opna sig um atvik en því hefði verið hafnað. Ákærði Margeir viðurkenndi sök samkvæmt I. kafla ákæru en neitaði sök hvað varðaði II. og V. kafla. Þá hafnaði hann upptökukröfu vegna hnúajárns og 85.000 króna í hans eigu en samþykki aðrar upptökukröfur. Ákærði sagði að sitt hlutverk við ræktunina hefði verið að fara á staðinn einu sinni til tvisvar í viku til að athuga m eð plönturnar og vökva. Honum hefði verið boðið þetta verkefni og hefði Y haft milligöngu gagnvart ábúendum á bænum. Dyrnar að útihúsinu hefðu oftast verið opnar en hann hefði einnig verið með lykil að því, en lykilinn að sjálfu ræktunarrýminu hefði verið til hliðar við dyrnar. Í útihúsinu hafi einnig verið dýr, m.a. hestar. Hann hefði átt að fá greitt þegar uppskeran væri tilbúin, fá hlutdeild í hagnaði. Hann hefði ekki lagt til fjármagn annað en bensín og þann ræktunarbúnað, næringu og annað sem hann hefð i keypt. Hann hefði ýmist farið einn austur eða í samfloti við Y eða ákærða Alvar. Þ og Z hefðu einnig átt í ræktuninni en hann vissi ekki hver sjötti aðilinn hefði verið og vissi ekki til þess að það væri ákærði Einar. Vissi hann ekki til þess að Einar he fði farið þangað að öðru leyti en fram kæmi í málsgögnum. Til hafi staðið að taka ræktunina niður og hafi hann, Y og Alvar ætlað að gera það, hugsanlega auk eins manns til viðbótar. Kvaðst ákærði halda að hann hefði komið að þessu í janúar eða febrúar. Fyr st hefði þurft að breyta húsnæðinu og hefði hann tekið þátt í því með vinnu. Hann hafi skilið það svo að ábúendur hefðu verið í fjárhagslegum erfiðleikum og leitað til manns sem leitaði til annars manns, Y, sem hefði leitað til þeirra. Ákærði kvaðst hafa t ekið þátt í að skipuleggja þetta. Ákveðið hefði verið að hafa einhverja bifreið sem hægt væri að nota í verkefnið. Y hefði fundið bifreiðina og þeir hefðu skipst á að nota hana og þá hist til að láta bíllyklana ganga á milli. Hugsunin hefði aðallega verið að vekja sem minnsta eftirtekt og vera því ekki alltaf á nýrri bifreið þegar þeir kæmu að bænum. Þeir hefðu einnig farið á vinnustað Z og náð í hennar bifreið og skilið sína eftir þar, en Z hefði alltaf skilið lyklana eftir í kveikjulásnum. Ákærði sagði me ðákærðu vera vini sína en sagði að engin fjárhagsleg tengsl væru á milli 29 sín og Einars nema í gegnum E9 ehf., fasteignafélag sem upphaflega hefði verið stofnað um bílaleigu. Félagið hefði keypt eina fasteign og selt hana aftur en önnur starfsemi hefði ekki verið í því. Hvað varðar II. kafla ákærunnar sagði ákærði að ákærði Alvar hefði sótt hann að morgni 7. júní og þeir ekið til Keflavíkur og sótt tvo bílaleigubíla. Bifreiðarnar hefðu verið til reiðu þegar þeir komu og a.m.k. önnur verið í gangi, en hann he fði ekki séð starfsmann bílaleigunnar. Ákærði kvaðst ekki vita hver Kópavog og lagt á bifreiðastæði við kirkjuna og gengið til ákærða Einars en hann hefði ekki verið heima og hefðu þeir því leitað honum. Ákærði hefði svo ákveðið að aka í Borgarnes eftir að hafa skutlað Alvari til vinar síns þar sem hann hefði verið orðinn tæpur á tíma. Hann hefði farið og athugað með ástand og aðstæður við sumarhúsið og opnað fyrir vatnsloka eða athugað hvort vatnslokinn væri opinn og hvort vatn væri á húsinu og hafi svo reynst vera. Sagði ákærði vatnslokann vera við lóðarmörk á milli bifre iðastæðis og göngustígs og væri ekki flókið að gera þetta fyrir þann sem vissi hvar lokinn væri. Minntist hann þess ekki að hafa sagt ákærða Einari það. Hann kvaðst ekki hafa farið inn í húsið og ekki séð inn í það. Hann hefði skilið eftir lykla en vitað a ð Einar væri mögulega með lykil. Til tals hefði komið að selja húsið og hefðu þeir Einar verið að velta því fyrir sér að kaupa húsið af föður ákærða og því hefði Einar getað hafa fengið lykil að því. Ákærði sagði að örugglega hefði verið einfaldara að láta Einar hafa lykil og segja honum frá því hvar ætti að opna fyrir vatnið, en á þessum tíma hefði hann verið kominn í tímaþröng og ákveðið að drífa sig upp eftir. Síðan hefði hann farið í bæinn aftur þar sem hann hefði stansað í Hraunbæ og skipt um bifreið o g svo ekið á Selfoss og síðan áfram í Þykkvabæ þar sem hann hefði athugað með plönturnar. Hann hefði svo ekið til baka í Hraunbæ og skipt aftur um bifreið og ekið í Borgarnes þar sem hann hefði stansað á Olís og þaðan hefði hann ekið aftur í húsið þar sem hann hefði stansað örstutt og ekið svo í Baulu og þaðan Ákærði sagði að sig minnti að þeir hefðu flutt búnað úr bifreiðinni sem þeir fóru á til Keflavíkur yfir í bifreiðarnar sem þeir tóku á leigu. Minnti hann að um hefði verið að ræða einn trékassa en hann vissi ekki hvað hefði verið í honum. Sá kassi hefði verið í bifreið ákærða Alvars þegar þeir óku til Keflavíkur. Hann hefði ekki séð Alvar setja kassann í bifre iðina eða flytja neitt á milli bifreiðanna. Hann kvaðst ekki muna eftir að hafa séð mynd af kassanum sem færður var milli bifreiðanna í málsgögnum. Þeir hefðu verið búnir að ákveða að taka þessa bílaleigubíla og hefðu ætlað að meta það þennan dag hvenær þe ir myndu á Toyotunni en ekki bílaleigubílnum. inn í aðs tæður sem honum hefði liðið mjög illa í, þær hefðu verið sjokkerandi og hann orðinn kvíðinn og Hann hefði sagt meðákærðu að hann ætlaði í Baulu að fá sér að borða og hefðu þeir þá beðið hann að ná einnig í mat fyrir sig. Hann hefði svo komið til baka með mat sem þeir borðuðu úti og hefði hann þá verið þar í um klukkustund áður en þeir fóru. Í fyrra skiptið þegar hann kom í húsið hefðu meðákærðu staðið v ið dyragættina úti á palli og varað hann við því sem væri inni. Hann kvaðst ekki geta gefið skýringu á því af hverju þeir fóru ekki þá. Sjálfur hefði hann verið í sjokki og verið utandyra og ekki heyrt almennilega hvað kom til tals. Hann hefði sjálfur fari ð mjög lítið inn. Hann hefði skilið það svo að þetta væri þarna vegna ákærða Einars. Hann hefði sjálfur tekið af pallinum skál í eigu sumarhússins fulla af vatni og skvett úr henni og farið með hana inn. Þá hefðu þeir tekið einhverja ruslapoka en hann hefð i ekki vitað hvað var í þeim. Hann hefði ekki verið með neinn hlífðarbúnað þegar hann fór inn nema að hann setti á sig uppþvottahanska þegar hann þvoði skálina. Einar hefði verið með lykla að húsinu en annars hefði ekki verið neinn umgangur í því. Þá hefði Einar komið með myndavél í húsið sem hann hefði ætlað að lána ákærða. Þá kvaðst hann stórefa að B hefði haft einhverja vitneskju um vatnslokann. Þegar ákærði kom í seinna skiptið að húsinu hefði verið bifreið þar í hvarfi við runna sem hann hefði ekki séð þegar hann kom akandi og ekki fyrr en hann var kominn á göngustíginn. Hann hafi lagt í bifreiðastæði sumarhússins og farið beint inn á pallinn. Hann kvaðst ekki hafa veifað neinum þegar hann gekk að húsinu. 30 Ákærða var kynnt að samkvæmt gögnum málsins hefð i hann verið í húsinu frá klukkan 18.37 til 20.50 og spurður hvað þeir hefðu verið að gera sagðist ákærði hafa stansað þar í mesta lagi í tíu mínútur áður en hann fór í Baulu. Þá kvaðst ákærði ekki hafa séð kaffipoka með útreikningum í húsinu en séð þá í m álsgögnum. Ákærði sagði verkstæðið í Miðhrauni hafa verið í eigu sinni og ákærða Einars en ekki ákærða Alvars, og að E9 ehf. hefði verið í eigu hans, Einars og D. Þá sagði hann ástæðu þess að tveir bílaleigubílar hefðu verið teknir á leigu vera þá að til Toyotunni til að taka bæði plönturnar og dót með í bæinn. Einnig sagði ákærði að þeir hefðu ekki verið með farsíma þennan dag, hann hefði lagt það í vana sinn að skilja símann annaðhvort efti r heima eða í bifreið sinni vegna hugsanlegs eftirlits lögreglu. Hann kvaðst ekki hafa farið með amfetamínbasa í húsið þennan morgun og ekki hafa neina þekkingu á því hvernig amfetamín væri búið til. Þá sagði ákærði að bifreiðastæðið væri ekki við húsið he ldur um 40 - 50 metra frá því. Sjálfur hefði hann ekki borið neitt inn í á og opna þyrfti fyrir vatnslokann. Í húsinu séu rafmagnsofnar sem séu í gan gi allt árið. Þegar hann kom um morguninn hefði hann skilið eftir lykil úti á pallgólfi þar sem gengið væri upp á pallinn. Hann hafi talið að lykilinn væri sýnilegur þar en hann hefði eflaust sagt Alvari frá honum. Þegar hann kom um morguninn hefði ekki ve rið farið í húsið í langan tíma og hefði hann verið að skoða ástandið á húsinu að utan en ekki að innan. Hefði hann aðallega verið að ganga úr skugga um hvort það þyrfti að bera á húsið, mála þakið, bera á pallinn og slíkt, og hafi gluggatjöldin þá verið d regin niður. Borinn var undir ákærða framburður hans hjá lögreglu um að þeir hefðu borið tvo kassa yfir í bílaleigubílinn, annan hvítan og hinn svartan, sagði ákærði að nú teldi hann þetta hafa verið einn trékassa. Hann gæti ekki sagt með fullri vissu nú að þeir kassar sem hann nefndi hjá lögreglu væru þeir sem fóru í bifreiðina. Ákærði Einar hefði sagt sér daginn áður að það væri hugsanlegt að einhver hefði verið í húsinu en ekki sagt honum beint að hann hefði lánað húsið. Hann vissi ekki hvort Einar hefð i búist við að einhver væri þar þegar þeir komu þangað en vissi að þeir hefðu ætlað að athuga þetta. Sagði ákærði að samt væri það ekki undarlegt að hann hefði ekki farið inn í húsið, hann hefði einungis ætlað að skoða það að utan. Einar hefði lýst því svo að mögulega hefðu orðið einhver mistök og viljað fá að leiðrétta þau. Borinn var undir ákærða framburður hans hjá lögreglu þar sem hann sagði að einhver hefði beðið um að fá húsið lánað og þess vegna hefði hann farið upp eftir með lykilinn, og sagði ákærð i að það væri ekki rétt. Hann hefði átt við að Einar hefði lánað húsið. Einar hefði verið með lykla og engin tímasetning hefði verið á því hvenær hann ætlaði að fá húsið að láni. Mögulegt hefði verið að ákærði Alvar færi einn um morguninn og því hefði hann farið upp eftir til að skilja eftir lykil. Nú gæti hann ekki svarað því hvort húsið hefði átt að vera í láni þennan dag eða hvort þetta hefði verið mismæli hans hjá lögreglu. Hvað varðaði þann framburð hans hjá lögreglu að þeir sem fengu húsið lánað hefðu ætlað að vera farnir milli klukkan sex og sjö sagði ákærði að meðákærðu hefðu farið upp eftir þennan dag og væri hann að vísa til þess að hann hefði haldið að þeir yrðu farnir þegar hann kæmi aftur og orðið hissa að sjá þá. Ákærði kvaðst kannast við að ve ra eigandi ætlaðs hnúajárns sem haldlagt var við húsleit á heimili hans en það hefði verið selt honum sem belti. Benti ákærði á að samkvæmt mynd af hlutnum í málsgögnum væri gat á því með gengjum sem ætti að tengjast við göt í belti en það hefði ekki verið tengt á þann hátt þegar það fannst. Loks kvaðst ákærði hafa verið í veikindaleyfi frá vinnu þegar atvik gerðust. Vitnið Þ kvaðst ekki þekkja ákærðu og einungis hafa þekkt einn þeirra á myndum sem honum voru sýndar hjá lögreglu. Hann kvaðst hafa komið rækt uninni af stað með því að tala við Y, sem hefði þekkt einhverja sem gátu komið þessu í kring og hefði Y verið hans tengiliður. Hann hefði lagt til húsnæði en hinir séð um annað, m.a. uppsetningu og allan búnað. Hefði hann sinnt daglegri umhirðu, eins og að athuga hvort væri í lagi með rafmagn. Hann hefði vitað að tveir eða þrír væru að baki þessu auk sín og Y en aldrei heyrt nöfnin. Þessi aðilar hefðu oft komið en ekki mikið á þeim tíma þegar hann var heima. Hann hafi séð þarna aðra menn en ekki haft samski pti við þá vegna annars en ræktunarinnar. Y hefði komið í kaffi til hans en hann myndi ekki eftir öðrum. Í útihúsinu hafi hann einnig verið með skepnuhald. Sagði vitnið það rangt sem ráða mætti af skýrslu hans hjá lögreglu, að hann hefði vitað að ákærðu te ngdust ræktuninni; hann hefði ekki borið kennsl á þá. Hafi hann svarað því játandi að ákærði Einar væri einn 31 þeirra sem stóðu að ræktuninni þá sé það klaufaskapur. Hann geti núna hvorki játað því né neitað að þetta séu sökunautar hans. Þá sagði vitnið að h ann hefði frétt það eftir á frá konu sinni að Einar hefði haft samband við konu hans vegna áhuga á að kaupa hest. Ekkert hafi orðið úr viðskiptunum og hann viti ekki til þess að Einar hafi skoðað hest hjá þeim. Vitnið Z sagði að af þeim sem stóðu að ræktun inni hefði hún einungis þekkt Y. Hún viti hver ákærði Einar sé og hafi hitt hann þegar hún var að leita að hrossi fyrir hann fyrir um einu og hálfu ári. Muni hún ekki eftir slíkum samskiptum við hann á þeim tíma sem ræktunin var í gangi. Kvaðst hún ekki vi ta hvort hann hefði komið að ræktuninni og ekki hafa séð hann við útihúsið eða haft nein samskipti við hann á þessum tíma. Í útihúsinu hafi einnig verið skepnur, þ. á m. hross. Þá kvaðst hún ekki muna eftir því að hafa verið í samskiptum við ákærða Alvar v egna ræktunarinnar og ekki hafa frétt af því fyrr en eftir á að þeir hefðu tekið bifreið hennar á vinnustað hennar og að Þ hefði gefið þeim leyfi til þess. Kvaðst hún alltaf hafa skilið lyklana eftir í bifreiðinni og ekki muna eftir að hafa orðið vör við á kærðu að sinna ræktuninni. Þá viti hún ekki hverjir stóðu að ræktuninni. tíma. Hann hefði átt að stofna fyrirtæki og hafi fleiri bifreiðar átt að vera í þeirri ú tgerð. Hann hefði ekki spurt meira út í þetta og sér hefði ekki verið sagt af hverju Alvar vildi ekki vera með bifreiðina skráða á sig. Hann hefði hitt Alvar, sem hefði verið með pappíra sem hann hefði skrifað upp á og farið með í Samgöngustofu. Alvar hefð i látið hann fá peninga til að greiða tryggingar. Hann hafi aldrei séð þessa bifreið og sér hafi skilist að Alvar væri með hana, en hann hefði ekki vitað að hún væri notuð vegna ræktunarinnar. Taldi vitnið sig ekki eiga neitt í bifreiðinni. Vitnið E kvaðst vera vinur ákærða Alvars og hefði hann orðið vitni að samtali milli Alvars og B í byrjun maí á þessu ári á verkstæðinu að Miðhrauni. Það hefði ekki verið neitt minnisstætt fyrr en hann komst að því hvað var í gangi. B hefði komið á verkstæðið og rætt við F, eiganda verkstæðisins, og beðið hann að geyma hluta af búslóð sinni, eldhúsáhöld, á verkstæðinu, en F hefði ekki viljað það. Alvar hefði þá boðist til að geyma þetta í geymsluhúsnæði sem verkstæðið væri með á Eyrarbakka og yngri bróðir vitnisins ætti. V itnið, Alvar og B hefðu tekið dótið úr bifreið B, sem hefði verið hálffull af m.a. ruslapokum, töskum og plastdöllum, og sett í bifreið þeirra. en hvorki hann né Alvar hefðu skoðað þetta nánar. Þeir hafi átt erindi á Eyrarbakka og farið þangað með dótið. S tærstur hluti hafi farið í gáminn við hliðina á húsnæðinu en eitthvað hefði vitnið tínt inn í húsnæðið að aftanverðu. Seinna hafi hann komist að því að þetta væri búnaður sem B hefði verið að nota og ætlað að fara að nota til að framleiða amfetamín. Vitnið kvaðst hafa tekið eftir því að eftir að þeir voru handteknir hefði verið farið inn á verkstæðið og rótað til og húsnæðið skilið eftir ólæst. Lögreglumaður nr. 9932 kvaðst ekki hafa komið að rannsókninni fyrr en um miðjan maí og tekið þá við stjórn hennar . Þá hafi verið til rannsóknar ætluð framleiðsla á fíkniefnum og búið að finna líklegan stað í Þykkvabæ og staðsetja bifreið sem þessir aðilar höfðu til afnota í Hraunbæ. Þeir hefðu haldið áfram að fylgjast með ferðum þeirra og séð allnokkrar ferðir í Þykk mismargir saman og stoppað mislengi. Grunur hefði verið uppi um að þarna væri hugsanlega framleitt amfetamín en þegar farið hefði verið þangað inn í júní til að koma fyrir búnaði hefði komið í ljós umfangsmikil kan nabisræktun. Þá hefðu þeir talið plöntur og komið fyrir búnaði. Fljótlega eftir þetta, þegar fylgst var með ákærða Alvari, hefði hann sótt ákærða Margeir að morgni og þeir farið saman á sendibíl í Grænás að bílaleigu. Þar hefðu þeir skipt yfir í tvær aðrar bifreiðar og sést bera dót úr sendibifreiðinni í hvítu bifreiðina. Síðan hefðu þeir ekið áleiðis á höfuðborgarsvæðið og hefði verið fylgst með þeim alla leið. Þeir hefðu farið í Kópavog en tekið alls konar slaufur á leiðinni til að kanna með eftirför. Þar hefðu þeir verið í einhvern tíma og nálgast þá heimili ákærða Einars í nokkur skipti. Einar hafi síðan sjálfur komið út og ekið að kirkju þar rétt hjá og farið yfir í hvítu bifreiðina til Alvars en Margeir hafi þá verið á grænu bifreiðinni sem þeir tóku á leigu og hafi honum verið fylgt áleiðis út úr bænum. Vitnið kvaðst ekki hafa verið sjálfur í skyggingu heldur í stjórnstöð þar sem hann hefði heyrt þetta. Þeir hefðu elt hvítu bifreiðina þar sem búnaðurinn var í henni. Þeir hefðu ekið bifreiðinni ýmsar sl aufur en síðan stansað í Olís fylgst með þeim. Þá hefði einnig verið fylgst með Margeiri þar sem hann ók frá Borgarnesi í Þykkvabæ og 32 g Einar hefðu allan tímann verið einir í sumarhúsinu. Um átta - eða níuleytið um kvöldið hefðu þeir ekið frá húsinu á báðum bifreiðunum og verið stöðvaðir af lögreglu skammt fyrir utan Borgarnes. Vitnið kvaðst vita að ákærði Einar hefði farið einu sinni me ð ákærða Alvari í kannabisræktunina. Þegar borið var undir sakborninga hver ætti ræktunina hefðu sex einstaklingar verið nefndir og Einar verið einn þeirra. Marga daga hefði verið fylgst náið með ákærðu. Allan tímann meðan rannsóknin stóð yfir hefði verið uppi grunur um að Alvar stæði að framleiðslu fíkniefna, fyrst að það væri kannabis en grunsemdir um framleiðslu amfetamíns hefðu styrkst eftir því sem á leið. Hefði þá m.a. verið litið til þeirrar leyndar sem var yfir öllu, aukabifreið keypt í verkið þegar ákærðu áttu sjálfir bifreiðar, til kaupa á búnaði eins og gaskútum, en þeir sjáist ekki oft við kannabisræktun en megi nota við framleiðslu á amfetamíni. Vitnið kvaðst hafa verið í stjórnstöð 7. júní og frá þeim tíma þegar ákærðu voru í Grænási hefði hann heyrt kallað inn það sem var að gerast. Það hefði verið lykilatriði að dót var borið yfir í hvítu bifreiðina sem Alvar og Einar voru á, og hefði þá verið talað um kassa, og þess vegna hefði hún verið elt. Lögreglu hefði grunað að í sumarhúsinu færi fram f ramleiðsla á amfetamíni, vegna leyndar, snúninga og dótsins sem borið var á milli bifreiða. Þá hefði sams konar búnaður verið í bifreið Alvars þegar hún var stöðvuð 10. maí og grunaði lögreglu að það hefði verið sá búnaður sem færður var milli bifreiðanna. Vegna öryggis hefði ekki verið farið inn í húsið á meðan ákærðu voru þar. Vitnið sagði að þeir hefðu ekki orðið varir við að vitnið B hefði verið í samskiptum við ákærðu meðan á rannsókninni stóð. Hann og ákærði Einar væru félagar en engin samskipti hefð u sést á milli þeirra en þeir hefðu eitthvað fylgst með verkstæðinu í Miðhrauni. Þeir hefðu ekki séð ákærða Alvar hitta B á bensínstöðinni, en þeir hefðu fylgst mjög vel með Alvari frá því um miðjan maí. Vitnið kvaðst hafa tekið skýrslu af B og hefði ekki fundist hann geta lýst atvikum við framleiðslu efnisins og aðstæðum á trúverðugan hátt né heldur hefði hann gefið neinar upplýsingar sem hægt hefði verið að nota til að staðreyna frásögn hans. Vitnið kvaðst ekki geta svarað því hvar lögreglumenn voru stad dir þegar fylgst var með ákærðu. Þá kom fram hjá vitninu að ákærði Einar hefði ekki verið skyggður þennan morgun og því hefði þá grunað að hann hefði keypt þurrísinn. Á bifreiðastæðinu við kirkjuna hefði Einar getað borið dót úr sinni bifreið í hvítu bifre iðina þar sem ekki hefði verið fylgst með honum þá. Þeir hafi sérstaklega velt því fyrir sér af hverju hann fór á sinni bifreið í stað þess að fara með hinum. Sá klæðnaður sem þeir voru í þegar þeir fóru inn í húsið hafi verið sá sami og þeir voru í þegar þeir voru handteknir en hann viti ekki hvort amfetamín hafi fundist í fatnaði þeirra. Vitnið kvaðst telja að framleiðsla efnisins hefði ekki hafist fyrr og að ekki kæmi til greina að B hefði framleitt efnið fyrr, m.a. vegna notkunar á greiðslukortum hans, þótt ekki væri útilokað að hann hefði eitthvað farið í húsið á þeim tíma sem kortið var ekki notað. Vitnið sagði að þær upplýsingar sem hann skráði í greinargerð sína væru að einhverju leyti úr dagbók, annað hefði hann heyrt sjálfur og kæmi úr málsgögnum. Þannig séu lögregluskýrslur skrifaðar og þetta sé lögregluskýrsla. Skýrslan hafi verið unnin í sameiningu af þeim sem starfa að málinu en hann skrifi undir. Sumt af því sem sjónpóstar sjá sé skráð í vinnuskjal sem unnið sé upp úr. Um mistök sé að ræða ef eitthvað kemur ekki fram þarna sem skiptir máli. Vitnið hafi ákveðið hvaða bifreið skyldi elt og hver yrði handtekinn. Þá sagði vitnið sagði að vinnuhanskar hefðu fundist í bifreið ákærða Margeirs og af þeim lagt kannabislykt. Þeir sem sinntu eftirliti við sumarhúsið hefðu einungis séð ákærðu þar. Vitnið staðfesti að ákærði Einar hefði ekki komið mikið fram við eftirlitið. Sé ekki hægt að útiloka að hann hafi hitt B fyrir 7. júní en margt í gögnum stemmi ekki við það. Aðspurður um teikningar B af húsinu og aðstæðum við það, sem hann gerði þegar hann gaf skýrslu vegna málsins, sagði vitnið að B hefði teiknað þessar myndir og vitnið ekki stýrt því. Vitnið kvaðst telja að ákærðu hefðu farið með amfetamínbasann í sumarhúsið um morguninn vegna þess að þeir fóru frá Keflavík á tveimur bifreiðunum, ekki með síma, og taldi vitnið að þeim hefði verið sagt að nota ekki sína bifreið. Það hefði verið aukin áhætta fyrir ákærðu að flytja bæði búnað og amfetamínbasa í sömu bifreið. Ekki sé vitað hvenær basinn var settur í bifreiðina og ekki sé sjáanlegt að mokað hafi verið upp við sumarhúsið en það hafi verið kannað. við leit í bifreið eftir handtöku ákærðu hafi 33 fundist moldugur bakpoki og skófla. Þá hafi rithönd á kaffipokum sem fundust í húsinu ekki verið rannsökuð. Vitn ið B kvaðst hafa fengið sumarhúsið að láni í maí og þá verið kominn með lykla að því frá ákærða Einari. Hann hafi fengið húsið undir því yfirskyni að hann ætlaði að taka sig á þar eftir að hafa dottið aðeins í það og hefði Einar ekki vitað hvað stóð til. H ann hefði verið búinn að sanka að sér efnum, tækjum og tólum til að gera þetta og verið í húsinu ásamt öðrum manni, en þeir verið farnir áður en efni og búnaður fannst. Hann hafi byrjað að reyna að fá basa í byrjum maí frá pólskum félaga sínum sem hefði ve rið með honum í húsinu. Hann hefði verið kominn með öll tæki og tól um miðjan maí en þetta dregist aðeins. Kvaðst hann halda að þeir hefðu verið í húsinu í júní en hann vissi ekki hvaða dag. Hann hefði byrjað á þessu en það ekki gengið nógu vel og því haft samband við Pólverjann sem hefði komið. Hann hefði haft meðferðis þurrís og bakpoka með dóti, m.a. grímu. Þeir hafi verið byrjaðir að þurrka efnið og hafi það verið í skálum á borðinu og búið að blanda út í það koffeini. Þeir hafi ekki verið byrjaðir að v akúmpakka því, en það þurfi að þorna áður, þegar Pólverjinn hafi þurft að drífa sig í bæinn, en vitnið hafi ætlað að koma aftur í húsið. Hann hefði ekkert tekið með sér úr húsinu nema hugsanlega eitthvert rusl. Í bænum hefði hann komið við heima hjá sér. H ann hefði verið með tvo síma, þar af annan til að vera í samskiptum við Pólverjann, en skilið sinn síma eftir heima og kíkt á hann þegar heim kom og séð að Einar hafði verið að hringja í hann. Það hefði dregist að vitnið skilaði húsinu og Einar verið hrædd ur um að hann Vitnið kvaðst hafa farið þangað og reynt að malda í móinn til að fá að halda húsinu lengur. Þetta hefði litið illa út af því að hann hefði Hann hefði þá sagt Einari að hann hefði verið með partí í húsinu og vildi gan ga frá þar en Einar hefði neitað honum um það og tekið lykilinn. Kvaðst hann hafa átt efnið og í því væru fólgin verðmæti og hefði hann því ætlað að brjótast inn í húsið. Stuttu seinna hefði hann farið upp eftir en verið þá orðinn hálfveikur, kominn í geðr of, farinn að sjá alls konar hluti, haldið að lögreglan væri að fylgjast með sé og kominn með verk fyrir hjartað og hefði því snúið við. Hann skuldi nú þrjár milljónir króna vegna efnisins en hann hefði þegar verið búinn að greiða eina og hálfa milljón kró na fyrir það, og séu handrukkarar á eftir honum. Kvaðst vitnið ekki átta sig á því hvað dag þetta hefði verið. Hann hefði svo séð fréttir af málinu en það hefði verið marga daga í fréttum. Vitnið kveðst hafa margskoðað kort til að komast í húsið og séð að það var í næstinnsta botnlanga til hægri í hverfinu. Vel hafi gengið að finna hann og hafi vitnið notað Google Maps til að komast í Borgarnes en hefði ekki viljað slá inn heimilisfangið á húsinu ef það skyldi vera fylgst með síma hans. Síðan hafi tekið við um tíu mínútna akstur fram hjá Ferjubakkavegi, Hvítárvegi, Laxholti og Galtarholti og þar til hægri. Vitnið kveðst ekki vilja gefa upp á hvaða bifreið hann fór þar sem samverkamaður hans hefði verið í bifreiðinni. Vitnið kveðst hafa notað fjóra og hálfan lítra af basa. Áður en vitnið fór í húsið kvaðst hann hafa verið í samskiptum við ákærða Alvar þar sem vitnið vantaði pláss til að geyma dót og hefði Alvar tekið við því. Vitninu var kynnt að bankagögn hans bentu til þess að hann hefði verið í bænum 6. - 8. júní og kvaðst hann halda að annar maður hefði verið með kortið hans á þessum tíma. Sagði vitnið ástæðu þess að langur tími hefði liðið þar til hann gaf sig fram hefði verið sú að hann hefði haldið að ákærðu yrði sleppt. Þetta sé búið að vera helvíti fyrir hann, kvíði og volæði. Annað hvort yrði hann að fara til útlanda og stinga af og vona það besta eða gera það rétta og gefa sig fram og skýra frá þessu. Sagði vitnið að ákærðu hefðu ekki haft ástæðu til að óttast ef nafn hans yrði gefið upp. Vitnið sagði að þegar hann hefði farið úr sumarhúsinu hefði amfetamínið átt eftir um 12 tíma til að verða tilbúið. Hann hefði reiknað með að fá tæp níu kíló út úr þessu. Ferlið felist í því að breyta amfetamínvökvanum í fast form og það sé einfalt. Etanól sé sett saman við basann og brennisteinssýru hrært hægt saman við þangað til þetta sé orðið að leðju og þá sé koffein sett saman við. Stundum brenni þetta, hitni mikið og verði þá brúnt, og þá þurfi að hreinsa það og sé það gert með kaffipokunum. Þeir séu til þess. Þet ta sé þá sett kaffipokann og etanóli hellt yfir. Hrærivélin sem þeir voru með hafi þjónað þeim tilgangi að blanda koffeininu saman við. Síðan sé efnið sett aftur í skálarnar og látið þorna og loks sé því vakúmpakkað. Sjálfur hafi hann byrjað á að gera litl a hræru af því að þurrísinn var ekki kominn en sú 34 blanda hafi eyðilagst. Þegar Pólverjinn var kominn hafi þeir gert þetta í stærri skömmtum og hafi hann verið með uppskrift. Einn lítri af basa ætti að verða að einu og hálfu eða tveimur kílóum. Hann hafi sk rifað uppskriftina niður eftir Pólverjanum. Basinn sé misjafn og þessa uppskrift hafi átt að nota fyrir þennan kannast við þetta en þetta væri ekki hans sk rift. Þarna hefðu þeir verið að skrifa niður hvernig ætti að skipta þessu, hvað ætti að fara í hverja vakúmpakkningu. Tveir lítrar verði að þremur kg sem fari í sex 500 g pakkningar. Væri þetta skrift Pólverjans. Þá var kynnt fyrir vitninu mynd af kaffipok a sem skrifað hafði sem hann hefði skrifað. Miðað við það sem hann hefði verið að gera þá héldi hann að hann tengdi við það. Aðspurður hvað tölurnar segðu honum kvaðst hann ekki vera viss og sagði þá að hans skrift væri á hvorugum pokanum. Hvað varðaði notkun á þurrís sagði vitnið að hann byrjaði á því að taka þurrísinn og skera út fyrir skálina sem færi ofan í kassann af því að þetta mætti ekki hitna . Síðan væri basinn, etanólið og brennisteinssýran sett í og hrært rólega. Lítið sé sett af brennisteinssýru í einu og gert hægt svo þetta hitni ekki og skemmist og einnig sé sprengihætta þegar sýran er sett út í. Öruggara sé að nota þurrís í svona stóra f ramleiðslu. Nota þurfi glerhræru eða sérstaka tegund af plasti til að hræra vegna sýrunnar. Bíða þurfi, kannski í um tvo tíma, áður en þetta sé sett í hrærivél og koffein sett saman við, en það sé í duftformi. Þá sagði vitnið að hvorki þyrfti hrærivél né þ urrís til að búa efnið til. Vitnið staðfesti að hafa gefið skýrslu hjá lögreglu og teiknað þær myndir sem fylgdu skýrslu hans. Sagði hann að á teikninguna af húsinu hefði vantað klósett. Pressað hefði verið á hann að teikna húsið og væri þetta ekki alveg rétt teikning. Þar sem hann krassi yfir sé herbergið og svo komi milliveggur hjá stofunni og þar sé sófi og sjónvarp. Frammi þar sem hann skrifaði herbergi sé anddyri og klósett en eldhúskrókurinn sé á réttum stað. Vitnið sagði lögreglumenn ekki hafa teikn að inn á myndina. Lögreglumaður nr. 8717 kvaðst hafi verið við störf á lögreglustöð 7. júní sl. og hefði skyggingin verið byrjuð þegar hann kom til starfa. Hafi þeir reynt að halda eins vel og þeir gátu utan um upplýsingar sem bárust frá þeim lögreglumönnum sem voru úti. Vi tnið kvaðst hafa gert lokaskýrslu um skygginguna og púslað saman þeim upplýsingum sem komu og raðað niður eftir tímasetningum. Sagði vitnið að þegar um símhlustun væri að ræða væri bókað í sérstakt forrit, Hlera, sem héldi utan um símtölin og hægt væri að fara inn í það og hlusta. Í þeim símtölum sem voru hlustuð hafi ákærðu lítið talað um fíkniefni. Vitnið sagði að þær upplýsingar hefðu verið kallaðar upp að ákærði Margeir hefði ekki farið að sumarhúsinu í fyrra skiptið sem hann kom í hverfið en hann hefð i farið í húsið seinna. Hann hefði skilið það svo að Margeir hefði fengið SMS - skilaboð eða átt einhver samskipti í gegnum síma sem lögregla hafði ekki upplýsingar um og þá snúið við og farið í Baulu og keypt mat og síðan farið í húsið. Samkvæmt upplýsingum frá mönnum á sjónpósti hefðu ákærðu ekki verið að fara inn og út úr húsinu á meðan þeir voru þar og hefði það verið bókað ef komið hefði tilkynning um það. Þá sagði vitnið að tímasetningar í skýrslu um skyggingu væru frá klukkum og væru ekki endilega nákv æmar. Allt sem skráð sé í skýrsluna hafi verið kallað inn en einnig gætu verið upplýsingar þar sem byggist á eftirfararbúnaði. Þá sagði vitnið að svæðið sem þeir voru að fylgjast með við húsið væri þétt og erfitt og þeir hefðu kannski ekki strax verið komn ir í þá stöðu að sjá ákærðu við bifreiðina þegar þeir komu. Ef þeir hefðu séð ákærðu bera eitthvað inn í húsið hefði það verið bókað. Lögreglumaður nr. 0346 kvaðst hafa stýrt stoðdeild fyrir sérstakar rannsóknaraðferðir lögreglu sem hóf rannsókn málsins s em hefði svo verið færð í aðra deild. Fyrstu tilkynningarnar sem komu vegna málsins hefðu verið upplýsingar um að ákærði Alvar væri stórtækur í framleiðslu fíkniefna en ekki tilgreint um hvaða efni væri að ræða og gert hefði verið ráð fyrir að um væri að r æða kannabis. Misítarlega hefði verið fylgst með ákærðu en 7. júní hefði eftirlit verið aukið þegar þeir urðu varir við að eitthvað var í gangi. Þá kvaðst vitnið 10. maí sl. hafa heimilað skoðun á bifreið ákærða Alvars. Í honum hafi fundist svartur bali og þar í einhvers konar vökvi, hrærivélar, grímur o.fl. Þeir hefðu ekki haft heimild til að leita í bifreiðinni og því ekki getað rótað í þessu en haft heimild til að setja búnað í bifreiðina samkvæmt úrskurði. Ákærði hafi verið stöðvaður vegna ætlaðs umferð arlagabrots og hafi þeir verið að kanna með mögulega staði til að koma fyrir búnaði. Ákveðið hefði verið að setja búnaðinn ekki í bifreiðina þar sem þá grunaði 35 að ákærðu mundu leita ítarlega í bifreiðinni eftir að hafa verið stöðvaðir. Þessi munir hafi sta ðfest grun lögreglu um að þeir væru að framleiða amfetamín. Vitnið sagði ástæðu þess að ekki væri gefin upp staðsetning lögreglumanna, t.d. þeirra sem væru á sjónpósti, þá að með því væri verið að koma upp um það hvernig menn öfluðu upplýsinga og þá yrði þ etta í síðasta sinn sem þeirri aðferð yrði beitt. Lögreglumaður nr. 0804 sagði rannsókn málsins hafa byrjað eftir að upplýsingar bárust um að ákærði Alvar væri stórtækur í framleiðslu fíkniefna og í framhaldi af því hefðu spjótin farið að beinast að Þykkv abæ og síðan hefðu þeir fundið bifreiðina. Sjálfur hefði hann komið að málinu frá upphafi. Þann 7. júní hefði Alvar sótt ákærða Margeir og þeir farið til Keflavíkur og tekið tvær bifreiðar á leigu við Grænásveg. Hefði vitnið, ásamt tveimur öðrum lögreglumö nnum, séð ákærðu færa búnað úr bifreiðinni sem þeir komu á yfir í hvítu bifreiðina sem þeir tóku á leigu. Kvaðst hann ekki geta tilgreint þetta nánar en kassar hefðu verið bornir á milli og burðurinn tekið dálítinn tíma. Sjálfur hefði hann séð þetta berum augun og einnig fleiri lögreglumenn og hefði þetta verið kallað upp í talstöðinni. Þá hefði Margeir einnig staðfest þetta í skýrslum sínum. Sagði vitnið að vera kynni að það hefði ekki verið skráð þegar tilkynnt var um að ákærðu hefðu borið hluti á milli b ifreiða í Grænási, þar sem á þessum tíma hefði ekki verið mættur lögreglumaður til að skrá. Vitnið kveðst ekki geta gefið upp hvar hann var staðsettur í Grænási þegar hann sá ákærðu bera hluti á milli bifreiðanna þar sem hann eigi ekki að gefa upp starfsað ferðir sínar, en hann hafi ekki verið innandyra eða við veg. Sagði vitnið að ákveðið hefði verið að elta þá bifreið sem búnaðurinn fór í en bifreiðunum hefði báðum verið ekið í Kórahverfið í Kópavogi að kirkjunni. Þar hefði byrjað einhver hringavitleysa þ ar sem þeir hefðu farið á annarri bifreiðinni, ekið einhverja ranghala, ekið yfir á rauðu ljósi o.fl. Þeir hefðu farið einu sinni eða tvisvar í stigaganginn hjá ákærða Einari og Einar síðan tekið bifreið sem lagt var á stæðið við Krónuna og ekið á stæðið v ið kirkjuna. Eini staðurinn þar sem þeir hefðu mögulega getað tekið eitthvað úr bifreið Einars og sett í bílaleigubílinn hefði verið þegar hann var að leggja á stæðinu hjá kirkjunni. Þaðan eir hefði síðan farið á grænu bifreiðinni og hefðu þeir fylgt honum langleiðina út úr bænum en ákvörðun síðan verið tekin um að fylgja hvítu bifreiðinni áfram þar sem búnaðurinn hefði farið í hana. Ekkert hefði verið fylgst með Einari um morguninn fyrr en meðákærðu voru komnir aftur í Kópavog. Vitnið sagði lögreglu einnig hafa verið að sjálft. Þeir hefðu ekki orðið varir við neitt fyrir utan húsið fyrr en Margeir kom en meðákærðu hefðu verið inni í húsinu. Margeir hefði komið gangandi að húsinu með matarbakka sem hann keypti í Baulu og hefðu meðákærðu þá komið út og heyrst vel í þeim öllum tala saman. Sagði vitnið að Margeir hefði komið áður inn í hverfi ð en ekki ekið svo langt að hann hefði séð bifreið meðákærðu og hefði vitnið þá ekki séð hann koma að húsinu. Hann hafi svo farið til baka í Baulu og komið síðan með matinn. Kvaðst vitnið hafa séð þegar hann kom að húsinu og heilsaði þeim. Ekki hefði verið að sjá að hann væri hissa. Kvaðst vitnið telja að hann hefði vitað að meðákærðu væru í húsinu. Þeir hafi svo farið úr sumarhúsahverfinu á báðum bifreiðunum. Kvaðst vitnið ekki geta svarað því hvort þeir hefðu verið inni í húsinu eða mest úti á palli. Vitn ið sagði þá ekki hafa séð neitt borið úr bifreiðinni inn í húsið þar sem þeir hefðu þá ekki verið búnir að koma sér fyrir á sjónpóstum. Þegar bílaleigubílnum hefði svo verið ekið í burtu og hann stöðvaður hefði hann verið tómur. Vitnið kvaðst ekki hafa orð ið var við að ákærðu Alvar og Einar hefðu verið úti á palli áður en Margeir kom. Vitnið sagði að ákærði Alvar hefði verið hanskalaus þegar hann var í Olís og kvaðst halda að allir ákærðu hefðu verið með hanska þegar þeir voru handteknir en ekki hafa séð h vort Alvar var með hanska þegar hann bar kassana milli bifreiða. Þá hafi hann ekki séð þá í hlífðarfatnaði og aldrei haft sýn inn í húsið. Þegar ákærði Margeir kom hefði hann heyrt menn tala saman en áður hefði hann einungis heyrt óm af tali. Þá hefði hann heyrt ákærðu kallast á þegar Margeir gekk að húsinu. Vitnið kvaðst ekki geta fullyrt að Margeir hefði ekki farið inn í húsið í fyrra skiptið en að því er hann best vissi hefði hann ekki gert það. Bifreið hans hefði ekki verið ekið að húsinu í fyrra skipti ð. Mögulega gæti hann hafa gengið þangað en tveir lögreglumenn hefðu verið að fylgjast með og horfa á húsið. Vitnið kvaðst telja að Alvar hefði verið einn af eigendum ræktunarinnar, miðað við ferðir hans þangað og hvernig hann talaði um að kaupa afleggjara , klóna plöntur og annað sem fram hefði komið við eftirlit þeirra. 36 Lögreglumaður nr. 0907 kvaðst hafa unnið að rannsókninni frá upphafi. Þann 7. júní hefði hann elt ákærðu Alvar og Margeir til Keflavíkur frá heimili Margeirs og fram á kvöld. Í Keflavík he fði hann séð ákærðu flytja dót á milli bifreiða og hefðu þeir fylgt eftir þeirri bifreið sem dótið var sett í. Þetta hefði verið einhvers konar búnaður, kassar, hvítur kassi, og hefði þetta farið í hvíta bílaleigubílinn og hefði verið stutt á milli bifreið a sem borið var á milli. Kvaðst hann ekki muna hvort ákærðu hefðu verið með hanska við þetta. Vitnið kvaðst hafa haft beina sjónlínu að ákærðu með berum augum í Grænási, líklega í tugi metra fjarlægð. Bornar voru undir vitnið myndir af hvítum kassa með lok i sem fannst í sumarhúsinu og sagði hann þetta vera svipaðan kassa og borinn hefði verið á milli bifreiðanna en hann gæti ekki staðfest að þetta væri sami kassi. Þeir hefðu fylgt ákærðu í Kópavog og þaðan í Borgarnes og á meðan þeir voru í sumarhúsinu og f ram að handtöku seint um kvöldið. Ákærði Einar hefði komið inn í þetta nálægt heimili hans í Kópavogi og hefði vitnið verið einn þeirra sem fylgdu þeim vestur. Vitnið sagði að þeir hefðu misst sjónar á hvítu bifreiðinni að hluta. Þeir hefðu séð bifreiðina hjá kirkjunni en ekki séð þegar Einar kom inn í bifreiðina. Hann hefði ekki fylgst með sumarhúsinu en séð ferðir til og frá sumarhúsalandinu að einhverju leyti. Hann hefði séð ákærða Margeir koma að húsinu og fara í burtu nokkru seinna og fara í Baulu þar sem hann hefði keypt matarbakka og farið með þá í húsið. Vitnið kvaðst ekki hafa séð hann fara inn í húsið í fyrra skiptið en séð þegar hann ók eftir þjóðvegi eitt í átt að húsinu og kom svo til baka á sömu bifreið en vissi ekki hve langur tími leið á mill i. Vitnið hefði næst séð ákærðu aka á tveimur bifreiðum frá húsinu. Vitnið kvaðst hafa fylgst með ákærða Einari þegar hann fór austur í ræktunina með ákærða Alvari hefðu báðir farið inn í húsnæðið þar sem ræktunin var og hafi tilgangur þeirra virst vera sá sami. Kvaðst hann ekki muna eftir að hafa séð ákærða Einar skoða hross eða tala við ábúendur og ekki séð ábúendur á staðnum. Hann kvaðst hafa ítrekað í gegnum rann sókn málsins séð Alvar fara í ræktunina. Hann hefði síðar tekið þátt í húsleit á heimili ákærðu Margeirs og Alvars. Kvaðst hann muna eftir hnúajárni sem haldlagt hefði verið á heimili Margeirs. Um hefði verið að ræða raunverulegt hnúajárn úr einhvers konar málmi en ekki beltissylgju, en kvaðst ekki vita til hvers skrúfgangurinn á því væri. Hnúajárnið hefði fundist í geymslu eða litlu herbergi á neðri hæð. Lögreglumaður nr. 1205 kvaðst hafa unnið við málið frá upphafi. Þann 7. júní hefði hann haft eftirlit með ákærða Alvari þegar hann sótti ákærða Margeir og þeir óku til Keflavíkur. Þar á bílaleigu hefði vitnið haft sjónpóst á ákærðu þegar þeir báðir báru búnað, m.a. meðalstóra kassa, á milli bifreiða, yfir í hvítu bifreiðina. Þeirri bifreið hefði Alvar síða n ekið í Kópavog og sótt þar ákærða Einar og hefði vitnið fylgt honum eftir. Kvaðst hann ekki muna hversu lagt frá ákærðu hann var þegar hann sá þá bera hluti á milli bifreiðanna en hann hefði verið nógu nálægt til að sjá þetta og kvaðst hann ekki geta tjá ð sig um staðsetningu sína. Hann hefði ekki séð hvort Alvar hefði þá verið í hönskum. Vitnið hefði síðan elt þá í Borgarnes og einnig verið viðstaddur þegar þeir voru handteknir. Vitnið kvaðst hafa haft eftirlit með ræktuninni öðru hvoru. Hann hefði séð Al var aka austur og fara í skemmuna með ræktuninni og bera þangað inn gaskúta. Hefði hann nokkrum sinnum fylgt Alvari í ræktunina. Kvaðst hann ekki minnast þess að hafa séð ákærða Einar fara í þetta húsnæði. Lögreglumaður nr. 1411 kvaðst hafa verið við störf 7. júní og haft þá eftirlit með ákærða Alvari Reykjanesbæ. Þar hafi þeir verið með mannskap en vitnið hefði þá verið í Hafnarfirði. Komið hefði fram í talstö ðinni að ákærðu hefðu verið að ferja búnað á milli ökutækja og hefði hann verið settur í hvítt ökutæki sem hefði verið ekið í bæinn og þar hefði vitnið komið inn í eftirlitið. Bifreiðinni hafi verið lagt við kirkju efðu verið að líta í kringum sig og verið varir um sig. Þeir hafi einu sinni eða tvisvar farið til baka að bifreiðinni til að gera eitthvað sem vitnið hefði ekki séð. Síðan hefði ákærði Einar komið og lagt á stæðinu við Krónuna rétt hjá. Þeir hafi ekki séð tækin í bifreiðinni en fylgt þeim eftir og það hafi verið erfitt vegna snúninga. Við Borgarnes hefðu þeir mætt grænu bílaleigubifreiðinni sem var ekið í átt til Reykjavíkur. Hafi vitnið þá farið á eftir þeirri bifreið. Þeirri bifreið hefði þá verið ekið í Hraunbæ, þar sem Margeir hefði skipt um ökutæki og farið yfir í Toyotuna og ekið 37 aftur í Hraunbæ þar sem hann hefði skipt yfir í grænu bifreiðina og ekið aftur vestur. Eftirliti vitnisins hafi lokið í Reykjavík. Þá kvaðst vitnið hafa verið við eftirlit vegna ræktunarinnar fyrir 7. júní. Hann hefði séð ákærða Einar fara þangað með ákærða Alvari 29. apríl. Þeir hafi ekið þangað á Toyotunni og stansað þa r í dágóðan tíma. Hann hefði séð þá aka að útihúsinu en ekki sjálfur séð Einar fara þangað inn. Hann hefði heldur ekki séð Einar tala við ábúendur eða skoða hross og sagði hann að ökutæki ábúenda hefðu ekki verið á staðnum þennan dag. Vitnið sagði að útihú sinu væri skipt upp í rými, hluti hússins væri fyrir dýrahald, þar væri sameiginlegt rými með sófa og innst til vinstri hefði ræktunin verið. Þar inni hefði fyrst verið einhvers konar stjórnstöð með rafmagnsvírum og síðan tvö herbergi með kannabisræktun á lokastigi. Þegar komið hefði verið inn í útihúsið hefði ekkert bent til ræktunarinnar. höfðu verið handteknir og búið var að tryggja vettvang. Þá hefði vitnið Eyrarbakka og var húsnæðið þá opið en talið varð að það tengdist ákærða Alvari. Á vettvangi hefði verið læstur gámur og hefði ekki verið leitað í honum. Enginn hefði verið á vettvangi sem vissi hvort gámurinn tilheyrði þessu húsnæði. Vitnið kvaðst ekki geta sagt til um það hvers vegna ekki hefði verið bókað um að fluttur á milli, kassar og eitthvað slíkt. Þá sagði vitnið aðspurður að ekki hefði verið ákveðið að lögreglumenn ættu sérstaklega að verja starfsaðferðir lögreglu í skýrslum sínum fyrir dómi. ræktun. Þeirra hlutverk í málum s em þessum sé að kanna hvort þetta séu kannabisplöntur, telja þær, mæla hæstu og lægstu plöntur í hverju rými, taka yfirlitsmyndir, skera plönturnar niður við mold og setja í poka, merkja sérstaklega og flytja á stöð þar sem þetta sé vigtað. Kvaðst hann tel ja að plöntunar hefðu verið í blóma, um hefði verið að ræða pottaræktun á gólfi, í tveimur rýmum, um 200 plöntur. Vitnið K er verkefnisstjóri á rannsóknarstofu HÍ í lyfja og eiturefnafræði. Vitnið kvaðst hafa unnið tvær matsgerðir vegna málsins. Til að mæ la styrk kannabisplantna þurfi að mæla sýni við komu, klippa það og þurrka, til að sýnið haldi þyngd á meðan það er vigtað. Síðan er reiknaður til baka styrkur í þurra sýninu miðað við styrkinn í sýninu við komu. Í öllum samanburði sé notuð tala frá þurra sýninu og við það sé miðað. Styrkleiki þessara efna hafi verið í kringum meðaltal ársins 2017. Um sé að ræða eðlilegt magn miðað við blómgunarástand. Munur sé á sýnunum en 73 og 94 mg/g tertahýdrókannabínóls sé ekki mikill munur. Margt geti haft áhrif á st yrkleika, ýmislegt í ræktunarskilyrðum og þéttleiki plantna og staðsetning. Hvað varði amfetamínið þá hafi komið tíu sýni sem voru misrök og hafi þau lést um á bilinu 10 - 40%. Hafi þau verið vigtuð við komu og síðan geymd í sogskáp og þurrkuð þar, en það ta ki þau um sólarhring að verða alveg þurr. Síðan séu þau vigtuð aftur. Ekki sé hægt að sjá það út frá rakastigi þegar sýnin berast hvenær þau voru framleidd og ekki sé hægt að reikna sig til baka út frá sýnunum til þess tíma þegar byrjað hafi verið að bland a efnið. Um hafi verið að ræða fullframleitt amfetamín, amfetamínsúlfat sem sé í neysluformi. Styrkur efnanna sé í hærra lagi miðað við meðaltal áranna 2010 til 2017, sem var 22%. Í matsgerð sé miðað við styrkinn í þurru sýni. Kvaðst hann ekki, þótt hann v issi raka - og hitastig í húsnæði og stærð rýmis, treysta sér til að reikna til baka hvenær framleiðsla hefði hafist eða gefa óljósa hugmynd um það. Kvaðst hann ætla að það mundi hægja á uppgufun ef breytt væri yfir efnin. Vitnið sagði að sýni nr. 7 virtis t vera undantekningarsýni, það hefði virst léttast minnst og væri daufast en þó ekki afbrigðilegt í styrk. Ekki þurfi meira til en að sýni sé lengur en önnur á borði eða, ef um er að ræða stóran haug af efni, þá geti það verið rakast innst. Sagði vitnið að hægt væri að vinna við að gera amfetamín úr basa án hlífðarbúnaðar en hann mælti ekki með því. Vitnið kvaðst ekki geta svarað til um eituráhrif ef ekki væri loftað vel við framleiðslu efnis en héldi að brennisteinssýran hefði mest áhrif og væri hættulegus t. Ummerki þurfi ekki að finnast á fötum ef það slettist á þau nema vegna sýrunnar. Lögreglumaður nr. 0933 kvaðst hafa komið inn í rannsóknina seinni partinn í maí og hafa að hluta tekið þátt í aðgerðinni 7. júní og komið inn í eftirlitið á leiðinni í Bor garnes. Þar hefði hann verið með sjónpóst á sumarhúsið og verið þar þegar ákærði Margeir kom en ekki þegar hvíta bifreiðin kom. Hann hefði ekkert orðið var við ákærðu fyrir utan húsið. Hann hefði séð innganginn inn á pallinn, pallinn að hluta en ekki palld yrnar, inngang hússins og haft útsýni yfir bifreiðastæðið. Hann hefði ekkert heyrt í þeim 38 og ekki séð þá koma út. Þegar Margeir kom að húsinu hefði hann haldið á matarbökkum í annarri hendinni og sveiflað þeim yfir bifreiðina þegar hann gekk framhjá henni. Síðan hafi hann gengið inn á pallinn og hafi vitnið þá heyrt í þeim fyrir utan að hlæja og tala saman en ekki heyrt orðaskil. Vitnið kvaðst ekki hafa séð bifreið Margeirs hans koma áður að húsinu og fara til baka aftur. Hann hefði getað lagt henni lengra frá en vitnið hefði orðið þess var ef hann hefði gengið að húsinu og rætt við ákærðu Einar og Alvar. Margeir hefði verið slakur þegar hann gekk að húsinu. Svo hefði vitnið heyrt hlátrasköll en ekki reiði, heldur hefðu þeir rætt saman og síðan hefði hann he yrt hlátur. Frá því að Margeir kom og þangað til þeir fóru til baka hefði vitnið fyrst séð þá þegar þeir fóru að bifreiðunum. Áður hefðu þeir komið við í kofanum við sumarhúsið. Hvítu bifreiðinni hefði verið lagt aðeins nær húsinu og hefði þurft að fara fr am hjá henni til að komast að því. Þeir hefðu tekið með sér rusl og sett í farangursgeymslu bifreiðarinnar. Vitnið kvaðst hafa séð toppinn á bifreiðinni og þegar farangursgeymslan var opnuð. Sagði vitnið að ekki hefði verið hægt að aka inn þennan veg án þe ss að þeir hefðu séð það. Vitnið sagði að hann hefði ekki getað séð hvort Margeir hefði verið mikið í húsinu eftir að hann kom. Eftir að ákærðu fóru hefði vitnið og annar lögreglumaður farið inn í húsið og staðfest hvað hefði verið að gerast þar. Þar inni hefðu þeir séð innpökkunarvél sem hefði verið í gangi og verið heit og brúsa, íþróttatösku, kassa og skálar á borðinu. Vitnið sagði ákærðu hafa verið komna inn í húsið þegar hann kom þangað á sjónpóst og hefði hann því ekki séð hvort þeir báru eitthvað þa ngað inn. Þá hefði hann ekki haft upplýsingar um það hvað hefði verið að gerast inni í húsinu. Vitnið kvaðst hafa verið nógu nálægt húsinu til að heyra í ákærðu. Hann hefði ekki heyrt hvað þeir sögðu en heyrt skvaldur. Gluggi á húsinu sem snúi að útigeymsl u hafi verið opinn og gluggi við svefnherbergi einnig. Var vitninu sýnd ljósmynd úr málsgögnum og sagði vitnið hana sýna nokkurn veginn það útsýni sem hann hafði, annars vegar yfir aðalinngang hússins og hins vegar inngang pallsins og inn á pallinn í gegnu m innganginn. Vitnið kvaðst ekkert hafa orðið var við ákærðu Einar og Alvar og ekkert heyrt í þeim fyrr en ákærði Margeir kom. Þá hefðu þeir verið fyrir utan og rætt saman. Eftir að ákærðu fóru hefðu lögreglumenn fyrst skoðað í kringum húsið og síðan farið inn en ekki hreyft þar við neinu. Hann hefði gengið inn í herbergi og baðherbergi og séð í leiðinni að vélin var í gangi og fundið varma frá henni. Þá hefði verið sterk lykt þarna og vitninu fundist óþægilegt að vera þarna. Vitnið kveðst hafa kannað kaup á hrærivélum vegna rannsóknarinnar. Á þeim séu raðnúmer og módelnúmer og hefði hann kannað hjá söluaðilum hvort einhverjar upplýsingar væru fyrirliggjandi um slík kaup. Þá hefði hann rætt við innflutningsaðila sem sögðu að vélarnar væru seldar áfram í aðr ar verslanir. Elko hefði skráð kaup á vél með þessu númeri daginn áður og hefði ákærði Einar verið skráður fyrir kaupunum. Hann hefði einnig kannað fleiri verslanir en margar þeirrar skráðu ekki hverjir keyptu vélarnar. Módelnúmer á vélinni í húsinu hefði stemmt við kaup Einars en vitnið kvaðst ekki vita hve margar vélar fengju sama númer. Þrjár vélar með þetta módelnúmer hafi verið skráðar seldar hjá Elko en hann viti ekki á hvaða tímabili. Lögreglumaður nr. 0124 kvaðst hafa farið í Borgarfjörð þetta kvöld , skoðað vettvang og skrifað um það skýrslu. Hann hefði farið í húsið og í ruslagáminn þar sem hann hefði leitað en lögreglumaður hefði verið við gáminn þegar hann kom að honum. Nokkrir ruslapokar hefðu verið í gáminum og hefði hann tekið efstu pokana frá og skoðað í þá og megn kemísk lykt verið úr þeim. Einnig hefði verið þarna svartur ruslapoki með frauðplasti í, umbúðum utan af hrærivél og hrærivélarskál úr gleri. Kvaðst hann minna að þarna hefðu verið hanskar í boxi. Lögreglumaður nr. 0528 sagði rannsó kn málsins hafa staðið yfir í töluverðan tíma og hefði hann oftar en einu sinni komið að henni. Þann 7. júní hefði hann komið inn í eftirfylgni í Hvarfahverfi í Kópavogi og fylgt ákærðu þar til þeir voru handteknir. Það hafi verið hlutverk vitnisins að stj órna eftirfylgninni. Þeir hafi fylgt ákærðu út úr bænum og verið með mismunandi sjónpósta, t.d. við þjóðveginn. Þegar staðfest hefði verið að það væru fíkniefni innandyra hefði verið ákveðið að ráðast í handtöku og reyna að finna heppilegan stað til þess s em fyrst til að koma í veg fyrir að sönnunargögnum yrði spillt. Eftir að búið var bakpoki með moldugri skóflu og sellófónvafningur. Í hinni bifreiðinni hefði fundist hanskapar sem af lagði sterka kannabislykt. 39 Vitnið sagði að rannsóknin hefði beinst að stórfelldri framleiðslu fíkniefna. Þeir hefðu fyrst talið að það væri amfetamín en eftir að kannabisræktunin fannst hefði öllu verið haldið opnu. Vitnið s agði að ákærðu hefðu lagt bifreiðum sínum við kirkjuna í Kópavogi. Þá kvaðst vitnið hafa ekið fram hjá þegar ákærði Einar hefði verið kominn í bifreiðina hjá ákærða Alvari en vissi ekki hvort einhver hefði séð þegar Einar kom inn í bifreiðina. Hann hefði f engið vitneskju um að búnaður hefði verið borinn í ökutækið í bera eitthvað úr bifreiðinni í húsið. Þeir hafi á þessum tíma haldið að það væri verið að í húsinu. Þeir hafi ekki farið inn í húsið, vegna áhættu, hættu á að sakargögnum yrði spillt, eldfimra efna o.fl. Þeir hafi reglulega fengið meldingar frá þeim tveimur sem voru með sjónpósta á húsið um að ákærðu væru enn þá inni. Einnig hefði verið tilkynnt ef hreyfing var fyrir utan húsið og þegar einhver kom að en það hefði ekki gerst nema þegar ákærði Margeir kom með mat. Ákærðu hefðu ekki farið áður í sumarhúsið og háttalag þeirra þegar þeir fóru hefði bent til þess að eitthvað færi a ð gerast. Vitnið kvaðst hafa séð þegar Margeir fór í Baulu að kaupa mat og þegar hann fór til baka í sumarhúsalandið. Þá sagði vitnið að tveir sjónpóstar hefðu verið við húsið hinum megin við götuna en vissi ekki nákvæmlega hvar eða hvaða vegalengd var að húsinu frá þeim en taldi að annar þeirra hefði verið ofan á sumarhúsi. Lögreglumaður nr. 0232 kvaðst hafa sinnt vettvangsrannsókn, haldlagningu efna og haldlagningu muna til fingrafaraleitar og leitað á þeim munum sem haldlagðir voru. Þá hefði verið grein t hvað hugsanlega hefði farið fram þarna miðað við ummerki og þá muni sem voru á staðnum og hefði verið talið að um amfetamínframleiðslu á seinni stigum hefði verið að ræða, að breyta amfetamínbasa í amfetamínsúlfat. Kvaðst hann ekki hafa séð tæki eða umme rki um að basi hefði verið framleiddur þarna. Vitnið kvaðst hafa sótt námskeið, m.a. hjá Europol, þar sem framleiðsluferlið var kynnt og farið í gegnum það hvernig taka ætti niður búnað til framleiðslu fíkniefna. Hluti af því hefði verið hversu langan tíma framleiðsluferlið tæki. Kvaðst hann ekki geta svarað því með fullri vissi hve langan tíma taki að breyta basa í þurrt efni en til þess þurfti að blanda í hann lífrænu leysiefni, t.d. etanóli, og brennisteinssýru. Þá verði efnahvörf og mikill hiti verði í blöndunni. Þegar þau efnahvörf fjari út, þá þurfi að láta vökva gufa upp úr efninu. Hægt sé að gera það með ýmsu hætti, með því að þurrka það ofni eða með því að smyrja það út við herbergishitastig, en þá taki það lengri tíma. Þetta taki mislangan tíma eft ir því hvaða aðferð er beitt. Kvaðst hann halda að hægt væri að breyta basa í efni á einum degi. Skálar og áhöld sem voru á vettvangi hafi bent til þess að það væri verið að þurrka efnið með þessum hætti. Smám saman fari rokgjörnu efnin út og á endanum ver ði bara duftið eftir. Eitthvað af efnunum hefði að einhverju leyti verið orðið þurrt þegar komið var að. Vitnið sagði að miðað við að efnið var blautt í skálunum teldi hann að framleiðslan hefði staðið yfir þennan dag. Allt sem þeir haldlögðu hefði meira o g minna verið með efnisleifum á, meira að segja hefðu verið efnisleifar á hrærivél á gólfinu og á plastpokum undir skálum og á gólfi. Hversu langan tíma þetta taki fari eftir því hve fljótlega þetta er gert, en á rúmum sólarhring sé hægt að framleiða amfet amín frá grunni en ekki á fimm til sjö tímum. Hægt sé þó að framleiða úr basa á þeim tíma. Vitnið kvaðst ekki geta útilokað að efnið hefði verið tveggja til þriggja daga gamalt en það færi eftir því hvað menn hefðu verið að vinna mikið við þetta. Þegar han n var í húsinu hefðu engin ílát staðið opin sem þurfti að sýna einhverja sérstaka aðgát nálægt. Vitnið sagði að ef hann þyrfti að vinna með brennisteinssýru mundi hann nota grímu. Þá sagði vitnið að það færi eftir styrkleika hve mikinn basa þyrfti til að f ramleiða þetta magn af amfetamíni. Meðal þess sem fannst við leit í ruslagámi voru umbúðir utan af þurrís sem sé afar köld gastegund. Í þeim kassa hafi verið hringlaga gat sem pottur sem fannst í húsinu passaði nákvæmlega í. Þessi efnahvörf sem verða myndi mikinn hita og hafi plastkassinn sem gatið var í lokinu á verið sviðinn í botninn. Á staðnum hafi verið undirþrýstingsdæla sem hægt sé að nota til að flýta fyrir því að sía vökvann frá. Amfetamínið verði þá nánast eins og í skyrformi. Þá hafi einnig verið þarna kaffisíur í nokkru magni og það mætti álykta sem svo að þær hefðu komið við sögu auk undirþrýstingsdælunnar til þess að taka mesta vökvann úr efninu. Þá sagði vitnið að hitastig og rakastig hefði áhrif á uppgufun almennt en hann vissi ekki hvort þet ta hefði áhrif hvað rokgjörn leysiefni varðaði. Þá taldi hann að grímurnar væru heppilegar til lífsýnaleitar þar sem þær hefðu verið nauðsynlegar á vissu stigi til að verja sig fyrir brennisteinssýrunni og menn svitni mikið þegar þeir noti þær. 40 Lögregluma ður nr. 9206 kvaðst hafa fengið haldlagða muni til fingrafararannsóknar. Hún hafi fengið ljósmyndir af mununum en ekki munina sjálfa og fengið tvö munanúmer. Þá fái hún, á rafrænu formi, myndir af vettvangsfingraförum. Sérfræðingur tæknideildar, starfsnúm er N001, kvaðst hafa annast DNA - rannsókn vegna málsins. Hann hefði fengið til rannsóknar þrjár öryggisgrímur og tekið af þeim sýni sem send hefðu verið til rannsóknar. Þá hefði hann fengið sýni úr þremur einstaklingum til samanburðar. Stroksýni hefði verið tekið úr innanverðri grímu nr. 1 og reynst vera frá óþekktum karlmanni. Annað DNA - sýni hefði einnig fundist en reynst vera of lítið til að hægt væri að nota það til samkenningar. Sýni úr grímu nr. 2 hafi einnig reynst vera frá óþekktum karlmanni, öðrum en þeim sem sýnið var frá sem fannst í grímu nr. 1. Þá eigi það sama við um grímu nr. 3 og hafi sýnið þar ekki reynst vera úr sömu mönnum og sýni í grímu nr. 1 og 2. Einnig hefði fundist þar annað DNA sýni en það reynst vera of lítið til að hægt væri að nota það til samkenningar. Vitnið sagði að ekki væri hægt að útiloka að einhver notaði grímur eins og þessar og skildi ekki eftir sig DNA - sýni. Því lengri tíma sem grímur væru notaðar og því oftar, þeim mun meira skildi viðkomandi eftir sig af DNA. Engin ummer ki hefðu verið um það að reynt hefði verið að þrífa grímurnar. Þær hefðu allar verið óhreinar og hvít duftsleikja verið á tveimur þeirra. Sagði vitnið að ekki væri útilokað að duft settist í fatnað viðkomandi eins og á grímurnar en ekki hefði verið rannsak að hvaða duft þetta væri og ekki víst að það væri í nægjanlegu magni til að hægt væri að bera það saman við efnið sem fannst í húsinu. Vitnið staðfesti þær skýrslur sem hann vann vegna málsins. Hann hefði vantað far og beðið vitnið að aka með sér um að leita að vini hans. Þeir hefðu ekið einhvern hring en Alvar síðan sagt honum að skilja sig eftir, sem hann gerði, hjá Krónunni í Kórahverfi. Einnig hefði ha nn lánað Alvari dót úr garðinum, skóflu o.fl. Vitnið G kvaðst hafa verið að vinna með ákærðu á verkstæðinu í Miðhrauni. Vitnið B hefði komið þangað til hans og beðið hann að geyma dót á verkstæðinu og hefði hann svarað því neitandi. Ákærði Alvar hafi einn ig verið þarna og hafi hann tekið B tali og boðist til að geyma þetta fyrir hann. Í annað skipti hafi B komið á verkstæðið og rætt við ákærða Einar, sem hafi þá verið í mjög vondu skapi. Þeir hefðu rifist út af lyklum en hann hefði ekki heyrt hvað annað fó r á milli þeirra, og Einar hefði rifið lyklana af B. Síðan hefðu þeir báðir farið. Kvaðst hann halda að þetta hefði gerst einhvern tímann í júní. Vitnið kvaðst hafa kynnst B þegar hann var að vinna á verkstæðinu en hann hefði verið hættur þegar þetta gerði st. Kvaðst vitnið búast við því að B hefði verið í neyslu þennan dag, en hann hefði alltaf verið að falla þó hann væri að reyna að vera edrú. Þennan dag hafi hann verið svipaður og vanalega. Næst hefði vitnið séð B tveimur til þremur vikum eftir þetta og h efði ástandið á honum þá verið svipað og áður. Vitnið H kvaðst vera búinn að þekkja ákærða Alvar í nokkur ár. Vitnið kveðst vinna á bílaleigu - bifreiðar. Þeir hefðu komið tveir að sækja b ifreiðarnar á blárri Ford - sendibifreið og hitt hann á skrifstofunni. Þar hefði hann fyllt út skjöl vegna leigunnar og kynnt þeim allar reglur sem um leiguna giltu. Síðan hefðu þeir farið út og hann sýnt þeim bifreiðarnar og verið með lykla að þeim með sér. Hann hefði verið hjá þeim á stæðinu þar til þeir óku á brott. Það kostaði 10.000 krónur að leigja bifreið í sólarhring og hefðu þeir greitt með peningum fyrir fjóra sólarhringa en sagt að þeir mundu mögulega framlengja leiguna og greiða fyrir þann tíma þe gar þeir skilaðu bifreiðunum. Ef bifreið er tekin með tryggingu, þá sé áhætta vegna einnar bifreiðar 75.000 krónur. Þetta hefðu þeir átt að greiða fyrir hvora bifreið en gerðu ekki. Vitnið kvaðst ekki hafa séð þá færa dót á milli bifreiða. Bifreiðarnar séu alltaf læstar og ekki geti staðist að þær hafi verið í gangi þegar ákærðu komu að sækja þær. Vitnið sagði ákærða Alvar ekki hafa sýnt sér 150.000 krónur í peningum heldur sagt að hann væri með peninga í bifreiðinni. Aðspurður hvenær bifreiðarnar voru pant aðar sagði vitnið að hann myndi ekki hvort Alvar hefði hringt daginn áður eða nokkrum klukkustundum áður en þeir komu. Þá sagði vitnið einnig hugsanlegt að ákærðu hefðu mætt án þess að panta bifreiðar áður. Bifreiðunum hefði verið lagt fyrir aftan skrifsto funa við bílskúr. Sendibifreiðinni sem þeir komu á hefði verið lagt í hornið milli bílskúra bílaleigunnar, tíu til tuttugu metra frá bifreiðunum sem þeir voru að taka á leigu. hrærivél í brúðkaupsgjöf, svarta KitchenAid - vél, sem hefði svo verið skipt út fyrir hvíta vél. 41 Aid - hrærivélar vera vinsælar og geta nokkurn veginn fullyrt að hann hefði selt fleiri en þrjár hvítar. Vörunúmerið á þeim sé númer framleiðanda sem segi til um gerð á vél og lit. Allar hrímhvítar vélar séu með sama vörunúmer. Serialnúmer véla sé ekki merkt á kvittun. Módelnúmer geti verið mismunandi eftir eintökum, geti náð yfir allar vélarnar óháð lit. Vitnið staðfesti að framlögð kvittun væri frá Elko í Lindum og væru kaup alltaf miðuð við útgáfu reiknings og ekki væri vafi á því að sú vél sem var keypt h efði verið hvít. Allir kassar fyrir þessar hrærivélar séu eins, að undanskildum litlum, kringlóttum miða til hliðar vinstra megin á kassanum þar sem litur vélarinnar komi fram. III Niðurstaða, I. kafli ákæru Ákærðu eru í I. kafla ákærunnar ákærðir fyrir b rot gegn lögum um ávana - og fíkniefni, með því - og dreifingarskyni, samtals 206 kannabisplöntur, 111,50 g af kannabisstönglum, og að hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað greind ar plöntur. Ákærði Margeir hefur skýlaust játað þá háttsemi sem honum er gefin að sök í I. kafla ákærunnar. Játning ákærða fær fulla stoð í gögnum málsins. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem ho num er gefin að sök í l. lið ákærunnar og er brot hans þar rétt heimfært til refsiákvæða. Ákærði Alvar hefur játað minni háttar aðild að brotinu og lýsti hann því að hann hefði verið ráðinn fyrir tiltekið tímakaup til að sinna ræktuninni, m.a. á þeim tíma þegar eigendur ræktunarinnar voru erlendis. Þá telur ákærði að ekki séu forsendur til að sakfella hann fyrir vörslur plantnanna 7. júní þar sem hann hafi ekki farið í ræktunina þann dag. Rannsóknargögn lögreglu benda til þess að hann hafi ítrekað farið í ræktunina og er það í samræmi við framburð hans sjálfs. Þó liggur ekkert fyrir um að ákærði hafi farið þangað 7. júní. Þá fylgdi hann ákveðnum reglum um það hvernig skyldi staðið að umsjón með ræktuninni, m.a. að fara ekki á staðinn með eigin síma og nota ekki eigin bifreiðar. Fyrir liggur að ákærði Alvar fékk vitnið A til að vera skráður milliliður hans við ræktunina. Afhenti Alvar sjálfur A fé til að g reiða tryggingar vegna bifreiðarinnar samkvæmt framburði þeirra beggja. Þá má af framburði Alvars ráða að hann hafi keypt aðföng fyrir ræktunina og aðstoðað við að setja hana upp. Fyrir liggur endurrit af upptöku af samtali milli ákærða og, að því er talið er, Z sem hljóðritað var í bifreiðinni. Þar segist ákærði ætla að koma með gaskúta, og það hefur ákærði sjálfur staðfest. Þá liggur fyrir hljóðritun úr sömu bifreið frá 3. júní 2019 þar sem ákærðu Alvar og Margeir eru ásamt Y og má af því ráða að ákærði A lvar hafi verið fullur þáttakandi og komið að skipulagningu og ákvarðanatöku vegna ræktunarinnar á sama hátt og hinir og samrýmist það sem þar kemur fram að miklu leyti framburði ákærða. Ákærði tók samkvæmt eigin framburði m.a. þátt í að setja ræktunina up p og fór þangað a.m.k. 20 sinnum. Sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag hvílir á ákæruvaldinu og metur dómari hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, sé fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála . Þó að ákærði neiti að haft lagt til fé og telji sig hafa verið launamann hjá eigendum ræktunarinnar er ljóst að hann lagði til einhver aðföng samkvæmt hans eigin framburði. Í ljósi framangreinds er það niðurstaða dómsins að ákærði hafi ræktað plönturnar eins og í ákæru greinir, enda ljóst, eins og rakið er hér að framan, að ákærði kom að öllum þáttum ræktunarinnar. Er það mat dómsins, í ljósi magns og um fangs ræktunarinnar, að ræktunin hafi farið fram í sölu - og dreifingarskyni. Ákærði er einnig ákærður fyrir vörslur efnisins 7. júní. Fyrir liggur að ákærði bjó ekki á staðnum og engin gögn hafa verið lögð fram um að hann hafi komið þangað þennan dag. Þrát t fyrir að ætla megi að ákærði hafi þennan dag haft sama aðgang að efninu og annars verður ekki á það fallist að hugtakið varsla í 1. mgr. 2. gr. laga nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni taki til þessara aðstæðna. Er ákærði því sýknaður af því að hafa haft efnið í vörslum sínum þennan dag, en að öðru leyti þykir sannað, gegn neitun ákærða, að hann 42 hafi framið brot það sem lýst er í I. kafla ákærunnar og verður ákærði því að öðru leyti sakfelldur fyrir brotið og er háttsemin þar rétt færð til refsiákvæða. Ákæ Samkvæmt framburði hans sjálfs fór hann inn í útihúsið en ekki inn í ræktunina. Ákærði Einar bar um að tilgangur hans með því að fara á bæinn hefði verið að athuga með hest fyrir dóttur sína. Er framburður ákærða Alvars um framangreint í samræmi við framburð ákærða Einars. Ekki eru fram komin önnur gögn sem styðja það að ákærði hafi átt þetta erindi á bæinn í umrætt sinn og samkvæmt framburði Z, sem bar um að ákærði Einar he fði haft samband við hana út af hesti, gerðist það fyrir einu til einu og hálfu ári. Þá svo virtist sem ábúendur hefðu þá ekki verið heima. Verður frambur ður ákærða Einars um þetta atriði metinn ótrúverðugur en hann fær ekki stuðning í öðru en framburði ákærða Alvars sem telja verður að sé ótrúverðugur hvað þetta varðar með hliðsjón af vinatengslum ákærðu og málsatvikum. Þá bar Þ það um fyrir dómi að frambu rður hans hjá lögreglu um að ákærði Einar væri einn af eigendum ræktunarinnar væri rangur og um einhvers konar misskilning væri að ræða. Kvaðst hann ekki vita hvort ákærði Einar væri einn eigenda ræktunarinnar og gat ekki staðfest að hafa séð hann í tengsl um við hana. Loks verður að líta til framburðar ákærða Alvars, sem bar um það fyrir dómi að hann hefði verið að sinna ræktuninni á meðan eigendur hennar voru erlendis um það leyti sem ákærði Einar kvaðst hafa verið erlendis. Ekki liggja fyrir nein gögn sem styðja það að ákærði Einar hafi farið inn í ræktunarrýmið þó sannað þyki í ljósi framangreinds að hann hafi farið inn í útihúsið. Jafnvel þó fyrir lægi að ákærði Einar hefði farið inn í það rými eru ekki fram kominn önnur tengsl ákærða við ræktunina og yr ði slík ferð ákærða inn í ræktunarrýmið því ekki talin vera til sönnunar um að ákærði hafi framið brot það sem lýst er í 1. kafla ákærunnar. Þá er ekkert fram komið sem bendir til þess að ákærði hafi farið í ræktunina 7. júní sl. eða á annan hátt verið með vörslur ræktunarinnar þann dag. Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála skal dómur reistur á þeim sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð málsins fyrir dómi. Verður þannig ekki byggt á framburði Y hjá lögreglu sem hann staðfest i ekki í skýrslu sinni fyrir dómi. Gegn neitun ákærða verður því að telja ósannað að ákærði hafi átt þátt í ræktuninni. Með vísan til framangreinds, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008, verður ákærði því sýknaður af broti því sem honum er gefið að sök í I. kafla ákæru. IV Niðurstaða, II. kafli ákæru Í II. kafla ákæru eru ákærðu ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa 7. júní 2019, - og dreifing arskyni, samtals 8.592,36 g af amfetamíni, með á bilinu 43 - 57% styrkleika, sem samsvarar 58 - 78% af amfetamínsúlfati. Ákærðu hafa allir neitað sök. Ákærðu gagnrýna rannsókn málsins og byggja m.a. á því að þar sem gögnum hafi verið haldið frá þeim geti þeir ekki sýnt fram á sakleysi sitt með því að sýna fram á að þeir hafi verið annars staðar í einhverjum tilvikum. Ákærðu hafa hins vegar ekki bent á einstök atriði þessu til stuðnings eða rökstutt nánar. Ljósi þess er því hafnað að þessi sjónarmið ákærðu hafi áhrif á sönnunarfærslu vegna málsins. Ákærðu hafa allir viðurkennt að hafa verið á vettvangi þennan dag en gefið á því aðrar skýringar en þær að þeir hafi staðið að því að framleiða efnið. Þá liggur fyrir að vitnið B hefur gefið sig fram við lögreglu og sagst hafa átt fíkniefnin og framleitt þ au úr amfetamínbasa. Vitnið lýsti tildrögum þess að hann ákvað að framleiða efnið, leiðinni að sumarhúsinu og framleiðslu efnanna hjá lögreglu og fyrir dómi. Framburður hans tók nokkrum breytingum fyrir dómi. Bar vitnið m.a. um það hjá lögreglu að hafa rat að í fyrir dómi, sagðist hafa notað forritið til að rata í Borgarnes en framhaldið hefði verið auðvelt og lýsti hann þeirri leið sem hann ók. Kvaðst hann e kki hafa slegið heimilisfanginu inn í síma sinn ef vera skyldi að fylgst væri með honum. Framburður vitnisins getur staðist að ýmsu leyti hvað varðar framangreindar aðstæður og hvernig amfetamínsúlfat er framleitt úr basa, en annað ekki. Þó verður að meta framburð hans 43 hvað þetta varðar í ljósi þess að þarna er um að ræða upplýsingar sem hægt er að afla sér annars staðar frá og staðfesta þannig ekki einar og sér frásögn vitnisins. Þá nefndi hann hvorki þurrís né hrærivél að eigin frumkvæði hjá lögreglu þrát t fyrir mikilvægi þess vegna þess magns sem var framleitt og nefndi aldrei notkun á undirþrýstingsdælu til að ná vökva úr efninu en sagði hjá lögreglu að hann hefði notað kaffipoka til þess. Ákærðu staðfestu að einhverju leyti frásögn B og einnig staðfestu vitnin E og G samskipti B við ákærðu Einar og Alvar. Í ljósi atvika og tengsla ákærðu við vitnin E og G verður að telja að framburðir þessara aðila hafi hvað þetta varðað takmarkað gildi. Þá kom fram hjá vitninu að hann hefði fengið lánaðan búnað til að n ota við að breyta basanum hjá pólskum félaga sínum, en þeir munir voru á heimili vitnisins við húsleit og því ljóst að þeir voru ekki notaðir við framleiðsluna. Þá tók frásögn hans af aðstæðum í sumarhúsinu og framleiðsluferli efnisins nokkrum breytingum f yrir dómi. Þá breytti hann lýsingu sinni bæði á framleiðsluferli efnisins og leiðrétti þá lýsingu á aðstæðum í sumarhúsinu sem hann hafði teiknað upp við skýrslutöku hjá lögreglu en alls er ósannað að þeir lögreglumenn sem tóku af honum skýrsluna hafi á no kkurn hátt haft áhrif á þá teikningu vitnisins. Þá var vitninu fyrir dómi sýnd mynd af tveimur kaffipokum sem fundust í húsinu og voru með handskrifuðum útreikningum og var hann tvísaga um það hvort hann hefði ritað á annan pokann. Auk þess gat hann ekki ú tskýrt útreikningana. Einnig mundi hann illa tímasetningar og bar um að hafa verið í slæmu ástandi eftir að hann fór úr sumarhúsinu. Gögn um notkun á greiðslukorti vitnisins og framburðir annarra vitna benda til þess að hann hafi verið á ferðinni og í betr a ástandi eftir 7. júní en vitnið lýsti. Þá bar vitnið um það að þegar hann fór úr bústaðnum hafi efnið átt eftir um tólf klukkustundir til að verða tilbúið en af málsgögnum má ráða að einungis hafi átt eftir að þurrka það. Ákærði Einar kvaðst hafa farið í bústaðinn einum til tveimur dögum eftir að hann hitti vitnið. Ákærðu hefðu verið í húsinu hátt í átta klukkustundir þar efnin voru haldlögð og báru um að hafa tekið plastpoka ofan af þeim ílátum sem efnið var í þegar þeir komu. Þá liggur fyrir að efnið va r enn blautt við haldlagingu. Má af þessu ráða að ólíklegt sé efnið sem haldlagt var hafi verið framleitt af vitninu. Loks gaf vitnið ekki upp neinar upplýsingar sem hægt er að staðreyna og renna þannig stoðum undir framburð hans. Þá gaf vitnið sig fyrst f ram eftir að ákæra vegna málsins hafði verið gefin út og ákærðu höfðu verið nokkra mánuði í gæsluvarðhaldi vegna þess án þess að vitnið gæti gefið á því trúverðugar skýringar. Telur dómurinn þannig að framburður vitnisins sé í ljósi alls framangreinds ótrú verðugur og til þess fallinn að afvegaleiða við úrlausn málsins. Verður niðurstaða dómsins ekki á honum byggð. Ákærðu voru undir eftirliti lögreglu 7. júní, sem upphaflega var tilkomið vegna grunsemda um að ákærði Alvar stæði að framleiðslu og dreifingu fí kniefna. Var ákærða Alvari og Margeiri þannig fylgt eftir til Keflavíkur um morguninn og ákærða Alvari og Einari í sumarhúsið, auk þess sem ákærða Margeiri á kærðu tóku sér fyrir hendur. Þannig sáust þeir taka bifreiðarnar á leigu og flytja a.m.k. einn kassa yfir í fylgdust með ákærðu flytja kassa á milli bifreiða auk þess sem aðrir lögreglumenn báru um að hafa heyrt þetta tilkynnt í talstöð og hefði þetta orðið til þess að þeirri bifreið var fylgt áfram. Er þetta í samræmi við framburð ákærða Margeirs hjá lögreglu, en hann bar um að bæði hann og ákærði Alvar hefðu flutt eitthvað á milli, en fyrir dómi sagði hann að einungis hann hefði gert það. Með vísan til þess telur dómurinn sannað að ákærðu hafi flutt muni milli bifreiðanna umrætt sinn. Ekki liggja fyrir skýringar á því hvernig m.a. bakpoki og moldug skófla, se m vitnið Æ lánaði ákærða Einari fyrr um daginn, komst í aðra bílaleigubifreiðina, en fyrir liggur að lögreglumenn höfðu ekki sýn á ákærða Einar þegar hann hitti ákærða Alvar á stæðinu við kirkjuna né heldur voru lögreglumenn komnir með sýn á sumarhúsið þeg ar ákærðu komu að því. Af hálfu ákærðu er á því byggt að þeir lögreglumenn sem fylgdust með húsinu hefðu ekki getað séð bæði inngang á pall og aðalinngang hússins, en ákærðu byggja á því að þeir hafi verið úti á pallinum allan daginn. Samkvæmt framburði lö greglumanna nr. 0804 og 0933 voru þeir á sjónpósti við sumarhúsið þennan dag, en lögreglumaður nr. 0528 var við veginn niður í sumarhúsalandið og nr. 0907 hefði einnig séð ferðir til og frá sumarhúsalandinu að einhverju leyti. Af framlögðum gögnum má ráða að hægt sé að hafa útsýni yfir báða framangreinda innganga og er sérstaklega vísað til þess á að í framburði lögreglumanns nr. 0933 benti hann á að mynd liggur fyrir í málsgögnum sem sýnir nokkurn veginn það 44 útsýni sem hann hafði, annars vegar yfir aðalinn gang hússins og hins vegar inngang pallsins og inn á pallinn í gegnum innganginn. Í ljós þessa er því hafnað að vitnin hafi ekki haft það útsýni á húsið sem þeir bera um. Þá má einnig af framlögðum yfirlitsmyndum yfir Grænásveg ráða að hægt var að hafa úts ýni yfir stæðið við bílaleiguna frá ýmsum stöðum. Framburður framangreindra lögreglumanna er skýr á þann veg að ákærðu Alvar og Einar hafi verið einir í húsinu þangað til ákærði Margeir kom þangað með matarbakka. Þá töldu þeir að ákærðu hefðu verið inni í húsinu að mestu þangað til Margeir kom þangað og byggðu það á því að einungis hefði heyrst ómur af tali þeirra þangað til en mannamál og hlátur heyrst þegar þeir voru á pallinum eftir að ákærði Margeir kom. Þá sögðu ákærðu Einar og Alvar frá því að ákærði Margeir hefði fengið mikið áfall þegar hann kom á staðinn og honum varð ljóst hvað hefði verið að gerast í húsinu. Sagði ákærði Einar m.a. að Margeir hefði þrammað um pallinn. Er þetta ekki í samræmi við framburð þeirra lögreglumanna sem á hlýddu og að ein hverju leyti sáu samskipti þeirra þegar þeir hittust. Þá kom fram í framburði lögreglumanna að þeir hefðu farið inn í húsið fljótlega eftir að ákærðu fóru þaðan og þá fundið fíkniefnin. Þá fannst inni í húsinu Nocco - dós með fingraförum ákærða Alvars, en ö nnur eins dós fannst utandyra. Á tveimur af þremur öndunargrímum sem rannsakaðar voru og fundust í húsinu reyndust tvær þeirra vera með hvítum efnisleifum á og einnig fundust í tveimur þeirra DNA - erfðaefni sem ekki var nægilegt til að hægt væri að nota það til samkenningar. Í framburði sérfræðings tæknideildar kom fram að því lengur og oftar sem einhver notaði grímu, þeim mun líklegra væri að viðkomandi skildi eftir sýni. Í ljósi þessara gagna má ætla að tvær af grímunum hafi verið notað grímurnar skömmu áð ur en þær voru haldlagðar. bifreiðinni búnaði á grundvelli úrskurðar héraðsdóms. Sáu lögreglumenn þá í bifreiðinni tvær rauðar KitchenAid - hrærivélar, og voru í skálum þeirra hvítar efnisleifar, öndunargrímur og annar búnaður sem þeir töldu að nota mætti til framleiðslu amfetamíns. Er ekkert fram komið sem styður að þeir munir sem voru í bifreiðinni hafi verið á vegum vitnisins B. Þær grímur sem fundust í sumarhúsinu voru í útliti eins og þær sem voru í bifreið ákærða Alvars 10. maí sl. Þá var hrærivélin sem var í sumarhúsinu, og á voru efnisleifar, að sama lit og með sama serial - og módelnúmer og sú sem ákærði Einar hefur viðurkennt að hafa keypt daginn áður en ber um að hafa síðar gefið sem brúðargjöf. Við meðferð málsins kom fram að um vinsælar vélar sé að ræða og ekki liggja fyrir tæmandi gögn um sölu þeirra hér á landi á þessu tímabili. Fyrir liggja gögn sem benda til þess að viðtakandi g jafarinnar hafi 15. ágúst sl. skipt eins hrærivél í sama lit yfir í svarta vél en þau verða þó ekki eins og á stendur vera til sönnunar um að það sé vélin sem ákærði keypti umrætt sinn. Ekki liggja fyrir gögn um að sá fatnaður sem ákærðu voru í við handtök u hafi verið rannsakaður, enda óljóst samkvæmt framburði vitna hvort efni sem þetta loðir við fatnað, auk þess sem ákærðu hafa sjálfir borið um að hafa verið í húsinu og fært til muni, þannig að rannsókn á fatnaði yrði ekki ótvírætt gagn til sönnunar um at vik. Þá liggja fyrir framburðir, m.a. vitnisins K, um að hægt sé að framleiða efnið úr basa án notkunar hlífðarfatnaðar, en málsgögn benda til þess að ákærðu hafi verið með hanska á sér við handtöku auk þess sem kassi undan hönskum fannst í ruslapoka sem á kærðu settu í gám þegar þeir fóru úr húsinu. Fyrir liggur að ákærðu fóru í sumarhúsið á bílaleigubílum en ekki eigin bifreiðum. Af hálfu ákærða Alvars og Margeirs er því haldið fram að bílaleigubílarnir hafi verið teknir á leigu til að nota við uppskeru á ákveðið að fara þangað á Toyotu - bifreiðinni. Voru bifreiðarnar þannig ekki notaðar í einu ferðinni sem farin var þangað eftir að þær voru teknar á leigu. Þá var notku n bílaleigubifreiðana við ræktunina í andstöðu við þá ætlun Margeirs að nýjar bifreiðar við bæinn vektu frekar eftirtekt. Framburður ákærðu og starfsmanns bílaleigunnar, vitnisins H, er mjög óljós um það hvenær samband var haft við bílaleiguna. Tóku þeir t il tímabilsins frá þriðjudegi til þess að hugsanlega hefðu þeir ekki pantað bifreiðarnar heldur komið við um morguninn. Er það mat dómsins að þetta samrýmist illa yfirlýstum tilgangi ákærðu með leigu bifreiðana. Einnig má af gögnum málsins ráða að enginn á kærðu hafi verið með farsíma sinn á sér þennan dag, en ákærði Alvar bar um að sú regla hefði gilt að þeir væru ekki með farsíma sína þegar þeir voru að sinna erindum er vörðuðu ræktunina til að forðast að lögregla fengi í gegnum síma þeirrar 45 upplýsingar um hana. Þá hefur ekki komið fram trúverðug skýring á því hvers vegna ákærðu fóru á tveimur bifreiðum í sumarhúsið þennan morgunn ef ekki til að skapa fjarlægð á milli ákærðu, og tækja og basa, ef lögregla hefði afskipti af þeim. Svipuð sjónarmið réðu notkun þeirra á tveimur bifreiðum í tengslum við ræktunina samkvæmt framburði ákærða Alvars. Loks má af lýsingum lögreglumanna á hegðun ákærðu áður en þeir fóru í sumarhúsið þennan dag, m.a. akstri og athugunum þeirra á því hvort einhver fylgdist með þeim, ráða að þeir vildu vita hvort fylgst væri með þeim. Fyrir liggur að lögregla náði ekki að fylgjast með öllum ferðum þeirra þennan morgun og því ljóst að þeir höfðu möguleika á að koma frekari búnaði í bifreiðina áður en þeir óku í sumarhúsið. Framburður ákærða Margeirs var fyrir dómi um margt ólíkur þeim sem hann gaf hjá lögreglu. Í þeim þremur skýrslum sem hann gaf hjá lögreglu minntist hann ekki á B, né heldur að hann hefði átt von á meðákærðu í húsið þennan dag til að þrífa það og aðstoða ákærða vegna sölu hú ssins eða að ákærði Einar hefði verið með lykil að húsinu. Hann bar um það fyrir dómi að hafa farið í húsið til þess eins að skilja eftir lykil að því fyrir meðákærðu, þrátt fyrir að mega ætla að ákærði Einar væri með lykil. Síðan kvaðst hann einnig hafa v erið að kanna ástand hússins, sem hann hefði ekki farið í síðan síðasta sumar, en þá einungis að utan. Bar ákærði um að hafa skilið lykilinn eftir á gólfi pallsins en ekkert er fram komið um að meðákærðu eða þeir sem önnuðust rannsókn málsins hafi fundið l ykilinn. Þá bar ákærði um að hann hefði tvisvar farið í sumarhúsið þegar hann kom aftur þangað seinni partinn og þá í seinna skiptið með matarbakka. Þetta er í andstöðu við framburði þeirra lögreglumanna sem fylgdust með húsinu. Svo virðist sem við rannsók n málsins hafi í einhverju tilviki ranglega verið á því byggt að ákærði hefði farið tvisvar í húsið, en engin gögn liggja fyrir um það önnur en framburður ákærðu. Þá er framburður ákærða Margeirs um að hann hafi komið í sumarhúsið til að opna fyrir vatnið og skoða húsið að utan ótrúverðugur í ljósi þess að hann vissi að meðákærðu voru á leiðinni þangað og hann ætlaði sjálfur að fara í húsið síðar um daginn. Þá bar hann sjálfur um að húsið hefði verið í notkun og að meðákærðu hefðu verið á leiðinni þangað ti l að taka til og er því ótrúverðugt að við þær aðstæður hefði hann ekki litið inn í húsið. Er það mat dómsins, í ljósi alls framangreinds, að framburður ákærða Margeirs hafi verið óstöðugur í gegnum meðferð málsins og sé ótrúverðugur og verði ekki á honum byggt að því leyti sem hann er í andstöðu við annað sem fram er komið. Ákærði Alvar og Einar lýstu atvikum fyrst í skýrslu sinni fyrir dómi og er framburður þeirra um margt samhljóða og fellur einnig að mörgu leyti að framburði vitnisins B. Þegar ákærðu gá fu skýrslu sína fyrir dómi hafði vitnið B þegar gefið skýrslu hjá lögreglu vegna málsins og ákærðu voru með aðgang að henni sem framlögðu gagni í málinu. Samkvæmt framburði þeirra eyddu þeir deginum í það að ræða hvað þeir ættu að gera en engu að síður fór u þeir með rusl í gám þegar þeir loks fóru af staðnum. Þá voru þeir í húsinu hátt í átta klukkustundir þennan dag, sem samkvæmt framburði lögreglumanns nr. 0232 er nægilegur tími til að framleiða amfetamín úr basa. Ákærðu lýstu allir því að Margeir hefði k omið tvisvar í húsið seinni part dagsins en ákveðið misræmi er á milli framburða ákærðu hvað þetta varðar. Lýsti Einar því svo að ekki væri ólíklegt að Margeir hefði fengið taugaáfall og hefði þrammað um og þeir því stungið upp á því að hann næði í mat og þannig slakaði á en Margeir kvaðst sjálfur hafa stungið upp á því. Þá lýstu bæði Alvar og Einar því að þeim hefði brugðið þegar þeir komu í bústaðinn og sáu hvað var þar og verður ekki annað ráðið af framburði þeirra en þeir hafi strax áttað sig á því hvað við þeim blasti. Þá var ákærði Alvar með vakúmpakkað efni á sér þegar hann var handtekinn sem hann sagði sjálfur að kæmi úr húsinu og samkvæmt framburði lögreglumanns nr. 0933 var vél í húsinu til slíkrar innpökkunnar heit skömmu eftir að ákærðu yfirgáfu húsið. Telur dómurinn einnig að framburður ákærðu Alvars og Einars sé ótrúverðugur og verður ekki lagður til grundvallar í málinu í ljósi þeirra gagna sem annars eru fram komin. Amfetamínbasi er í olíuformi samkvæmt framburði lögreglumanns nr. 0323 og lýst i hann því að til að hægt sé að neyta efnisins þurfi að breyta því í amfetamínsúlfat og við það ferli sé vökvanum breytt í kristalla. Í þessu tilviki hafi verið um blautt efni að ræða sem að mati dómsins eitt og sér geti verið vísbending þess að um framlei ðslu hafi verið að ræða. Við íblöndun efna verði hins vegar ekki breyting á eiginleikum efnisins, heldur sé þá almennt að því miðað að drýgja það, en rannsókn á því amfetamíni sem fannst hafa sýnt að í því var koffein. Er það engu að síður mat dómsins að u m framleiðslu hafi verið að ræða og því hafnað að einungis hafi farið þarna fram íblöndun efnis. Byggist sú niðurstaða á aðstæðum, 46 efnum og búnaði á vettvangi og framburði lögreglumanns nr. 0323 um það mat lögreglu að fram hafi farið framleiðsla efnis úr a mfetamínbasa. Þá er ekkert fram komið sem bendir til þess að framleiðslan hafi farið fram áður en ákærðu komu í sumarhúsið þennan dag. Í húsinu var m.a. undirþrýstingsdæla, hrærivél og ummerki fundust um að þurrís hefði verið notaður, sem allt bendir til þ ess að um skipulagt og undirbúið verk hafi verið að ræða sem hægt hefði verið að framkvæma þá þeim tíma sem ákærðu voru í húsinu. Hvað varðar ákærða Margeir, þá liggur fyrir að hann var í sumarhúsinu um morguninn og síðan aftur seinni partinn. Ákærði byggi r á því að hann hafi ekki verið þátttakandi í brotinu, hann var ekki í húsinu megnið af deginum, lagði ekki til tæki, ósannað sé að hann hafi flutt amfetamínbasann í bústaðinn og ekki sé hægt að benda á neinn verknað sem hann framkvæmdi og telja verði að s é þáttur í brotinu. Framburður ákærða hjá lögreglu var á þann veg að hann hefði lánað húsið mönnum þennan dag og þeir ætlað að skila því aftur seinni partinn. Fram kom hjá honum að það hefðu verið meðákærðu og gaf hann í skyn að hann hefði vitað hvað þeir hefðu ætlað að gera. Fyrir dómi bar hann um að hann hefði átt von á meðákærðu til að þrífa húsið og þá fyrst bar hann um það að ein ástæða þess að hann fór í húsið um morguninn hafi verið sú að opna fyrir vatnið. Ákærði fór með ákærða Alvari að sækja bílal eigubifreiðarnar þennan morgun og færði muni á milli bifreiða, fylgdi meðákærða aftur í Kópavog og fór síðan í sumarhúsið. Þá var hann með ákærðu í um tvær klukkustundir í húsinu áður en þeir fóru allir. Hann bar sjálfur um að hafa þrifið skál á þessum tím a en fjöldi íláta voru, samkvæmt málsgögnum, notuð til að dreifa úr efninu til þurrkunar. Dómurinn hafnar alfarið þeirri skýringu ákærðu að bílaleigubifreiðarnar hafi verið teknar vegna ræktunarinnar og að sú regla, sem ákærðu Alvar og Margeir báru um, að þeir væru ekki með eigin farsíma meðferðis hefði einungis átt við um ræktunina. Ljóst er að ef framburður ákærðu um að þeir hafi eftir að ákærði Margeir kom verið hátt í tvær klukkustundir á pallinum og rökrætt um það hvað til bragðs skyldi taka væri rétt ur hefðu þeir lögreglumenn sem fylgdust með húsinu heyrt til þeirra. Þá lýsti ákærði Margeir því að hann hefði hellt úr skál á pallinn og þrifið þá skál, sem hann sagði tilheyra húsinu. Einnig lagði hann til sumarhúsið undir framleiðsluna, fór a.m.k. tvisv ar þangað þennan dag, notaði einungis bílaleigubifreiðina til að fara á staðinn og var án eigin farsíma þennan dag, einnig þegar hann fór í sumarhúsið og vissi af meðákærðu í húsinu. Af því sem liggur fyrir telur dómurinn sýnt fram á að um einhvers konar v erkaskiptingu hafi verið að ræða milli ákærðu og gerir það ekki þátt ákærða Margeirs minni þó hann hafi ekki verið allan daginn í húsinu. Dómurinn metur framburði ákærðu og skýringar þeirra á veru sinni í húsinu þennan dag ótrúverðugar og í andstöðu við an nað sem fram er komið í málinu. Með vísan til alls framangreinds, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008, er það mat dómsins að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi framleitt fíkniefni eins og greinir í ákæru. Í ljósi magns efnis og tækjakostar t il pökkunar sem fannst í húsinu er það mat dómsins að framleiðslan hafi farið fram í sölu - og dreifingarskyni Verða ákærðu sakfelldir samkvæmt ákæru og er háttsemin þar rétt færð til refsiákvæða. V Niðurstaða, III. kafli ákæru Ákærði Alvar er í III. kafla ákærunnar ákærður fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni, amfetamíni, sem lögregla fann við leit á ákærða. Ákærði hefur játað að hafa haft efnið í vö rslum sínum en kvaðst hafa tekið þau með sér úr sumarhúsinu fyrir mistök. Hann var með efnið í vasa sínum og vissi af því þar og er því fullnægt huglægum refsiskilyrðum fyrir því að ákærði verði sakfelldur fyrir brotið. Í ljósi þess og með vísan til játnin gar ákærða og málsgagna þykir sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í III. kafla ákærunnar og er brot hans þar rétt heimfært til refsiákvæða. VI Niðurstaða, V. kafli ákæru Ákærði Margeir er í V. kafla ákæru ákærður fyrir vopnalagabrot, með því að hafa, á heimili sínu krefst þess að kröfu um upptöku verði hafnað. Hann viðu rkennir að hafa haft hlutinn í vörslum sínum en 47 byggir sýknukröfu sína á því að ekki sé um vopn að ræða heldur beltissylgju og styður sýknukröfu sína m.a. við 5. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Vísar hann til þess að af myndum af hlutnum megi ráða að á honum sé gat með skrúfgangi sem ætlað sé til að skrúfa hann á belti. Samkvæmt c - lið 2. mgr. 30. gr. laga nr. 16/1998 er bannað að hafa í vörslum sínum m.a. hnúajárn. Fyrir liggur að munurinn fannst á heimili ákærða og samkvæmt framburði lögreglumanns nr. 0907 var það í geymslu eða litlu herbergi. Þá taldi hann að hluturinn hefði verið úr einhvers konar málmi og að um raunverulegt hnúajárn hefði verið að ræða. Í málinu liggja fyrir myndir af hlutnum. Er það mat dómsins í ljósi framangreinds að um hnúajárn hafi veri ð að ræða, sem bannað er að hafa í vörslum sínum samkvæmt framangreindu lagaákvæði. Breytir engu um þá niðurstöðu þó að á því kunni að vera skrúfgangur sem hægt er að nota til að festa það við aðra muni eins og belti. Þá eru engar forsendur til að fallast á að vörslur hlutarins séu heimilar á grundvelli 5. gr. laga nr. 16/1998, eins og ákærði byggir á. Í ljósi framangreinds þykir sannað, gegn neitun ákærða, að hann hafi framið brot það sem lýst er í V. kafla ákæru. Verður ákærði sakfelldur samkvæmt ákæru og er háttsemin þar rétt færð til refsiákvæða. IV Ákærði Alvar er fæddur árið 1982. Samkvæmt framlögðu sakavottorði nær sakaferill hans aftur til ársins 2004, en þá var hann dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi vegna brots gegn 244., sbr. 20. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá var ákærði dæmdur í þriggja mánaða fangelsi 23. janúar 2007 vegna líkamsárásar sem talin var varða við 1. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, umferðarlagabrot og brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni. Þ ann 28. júní 2007 var ákærði dæmdur í 45 daga fangelsi vegna líkamsárásar sem einnig var talin varða við 1. mgr. 218. gr. laga nr. 19/1940 og var brot ákærða talið vera hegningarauki, sbr. 78. gr. sömu laga, vegna dómsins frá 23. janúar 2007. Loks var ákær ði dæmdur í sjö ára fangelsi 15. febrúar 2008 vegna brots gegn 173. gr. a í lögum nr. 19/1940. Samkvæmt sakavottorði ákærða hlaut hann reynslulausn 24. júlí 2012 í tvö ár á eftirstöðvum refsingar, 885 dögum, og aftur 28. febrúar 2016 í tvö ár á eftirstöðvu m refsingar, 295 dögum. Samkvæmt 3. mgr. 71. gr. sömu laga falla ítrekunaráhrif brota niður ef liðið hafa fimm ár frá því að sökunautur hefur tekið út fyrri refsinguna, eða frá því að hún hefur fallið niður eða verið gefin upp, þangað til hann fremur síðar a brotið. Þegar refsing er gefin upp í formi reynslulausnar sem bundin er skilyrðum, eins og hér er, telst refsingu fullnægt þegar dómþoli fékk eftirgjöf refsingar, sem telja verður að hafi verið 28. febrúar 2016 eins og atvikum er hér háttað, sbr. 4. mgr. 82. gr. laga nr. 15/2016 um fullnustu refsingar. Verður dómurinn frá 15. febrúar 2008 því talinn hafa ítrekunaráhrif við ákvörðun refsingar hvað varðar ákærða Alvar. Ákærði Margeir er fæddur árið 1981. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur hann ekki áður sætt refsingu. Ákærði Einar er fæddur árið 1980. Samkvæmt framlögðu sakavottorði var ákærði með dómi héraðsdóms 27. febrúar 2001 dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna brots gegn 254. gr. laga nr. 19/1940. Þá var ákærði 28. júní 2004 dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi vegna brots gegn 244. gr. sömu laga og 15. febrúar 2008 í fangelsi í níu ár og sex mánuði vegna brots gegn 173. gr. a í sömu lögum. Loks gekkst ákærði undir sektargerð vegna tollalagabrots 3. mars 2018. Samkvæmt sakavottor ði ákærða fékk hann 16. desember 2013 reynslulausn í þrjú ár á eftirstöðvum refsingar, 1140 dögum, vegna dómsins frá 15. febrúar 2008. Verður sá dómur ekki talinn hafa ítrekunaráhrif í máli þessu, en við ákvörðun refsingar ákærða er engu að síður litið til hans með vísan til 5. töluliðar 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Ákærðu í máli þessu eru sakfelldir fyrir stórfella framleiðslu sterkra fíkniefna auk þess sem ákærðu Alvar og Margeir eru sakfelldir fyrir umfangsmikla ræktun kannabis. Af hálfu ákærð u hefur útreikningi á magni efnis samkvæmt II. kafla ákæru verið mótmælt sem röngum þar sem byggt sé á því að efnið hafi verið vigtað blautt en styrktarmælt þegar búið var að þurrka það. Í ákæru er magn amfetamíns tilgreint miðað við þyngd þess við haldlag ningu og byggt á því að styrkleiki þess sé í samræmi við það sem mældist í sýnum sem búið var að þurrka. Við þurrkun rýrnar efnið, eins og ráða má af framburði vitnisins K, og verður það virt ákærðu til hagsbóta við refsiákvörðun. Verður við ákvörðun refsi ngar þeirra, auk þess sem þegar hefur verið rakið, litið til 1., 3., 6. og 7. töluliðar 1. mgr. 70. gr. sömu laga, en brot 48 ákærðu voru þaulskipulögð en sérstaklega er litið til þess hvað ákærða Margeir varðar að hann játaði skýlaust brot sitt samkvæmt I. k afla ákæru. Að öðru leyti eiga ákærðu sér engar málsbætur. Brot ákærðu voru unnin í félagi og er því einnig litið til 2. mgr. sama lagaákvæðis og hvað varðar ákærðu Alvar og Margeir einnig til 77. gr. sömu laga. Í ljósi alls framangreinds þykir refsing ákæ rða Alvars hæfilega ákveðin fangelsi í sjö ár, ákærða Margeirs fangelsi í sex ár og ákærða Einars fangelsi í sex ár. Til frádráttar komi gæsluvarðhaldsvist ákærðu eins og í dómsorði greinir, sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga. Með hliðsjón af sakarefni má lsins eru ekki efni til að skilorðsbinda refsingu ákærðu. V Upptæk eru gerð til ríkissjóðs 206 kannabisplöntur, 111,50 g af kannabisstönglum og 8.600,14 g af amfetamíni, samkvæmt heimild í 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr . 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002, og hnúajárn samkvæmt heimild í 1. mgr. 37. gr. vopnalaga nr. 16/1998. Þá eru einnig gerðir upptækir munir sem notaðir voru við framkvæmd brotanna, 6 gaskútar, 36 gróðurhúsalampar, 39 viftur, 7 vatnshitablásarar, gas ofn, kolasía, 2 gróðurtölvur, 55 straumbreytar, 4 rafmagnstöflur, 60 ljósaperur, 4 hitamælar, 8 þurrkgrindur og skilvinda (munir 489188 - 489198, 489276 og 489278, munaskrá 138188), 5 rafmagnssnúrur, 5 viftur, 15 kolasíur, 4 hitablásarar, þrýstijafnara, 32 g róðurhúsalampar, vatnshitablásari og 4 þurrkgrindur (munir 489265 - 189268 og 489271 - 489275, munaskrá 138214) sem lögregla lagði hald á í tengslum við rannsókn þess brots sem greinir í I. kafla ákærunnar, samkvæmt heimild í 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Einnig er gerð upptæk skál, glerskál, 2 leysimælitæki, hræra úr KitchenAid - hrærivél, 2 glermælikönnur, skófla, plastskál, 5 rannsóknarmæliglös, ausa, 3 sleikjur, 2 öryggisgleraugu, 2 glerglös, skál og 4 glerpinnar (munir 489242 - 489255, munaskrá 138205), etanól - brúsi, aceton - brúsi, rauð trekt, sveppaeyðir og rúlla af lofttæmingarpokum (munir 489228 - 489233, munaskrá 138203), 2 vogir, kaffipokar og innpökkunarvél (munir 489224 - 489227, munaskrá 138202), kaffipokapakki, 7 50 ml sprautur, 2 6 ml sprautur, 10 ml sprauta, 5 sprautunálar, 3 dropateljarar, poki af plastskeiðum, 2 PH - sýrustigsmælistrimlar (munir 489234 - 489241, munaskrá 138204), vog, 4 rúllur af plastpokum, 16 rúllur af loftþéttum pokum, 2 sellofanrúllur, 4 kas sar af smelluláspokum, öryggisgleraugu og einnota hanskar (munir 489217 - 489223, munaskrá 138201), tveir svartir ruslapokar ásamt öllu því sem í þeim var (munir 489173 og 489174, munaskrá 138179) og lögregla lagði hald á í tengslum við rannsókn þess brots s em lýst er í II. kafla ákærunnar, samkvæmt heimild í 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Þá er samkvæmt heimi ld í 1 tl. 1. mgr. 69. gr. a í almennum hegningarlögum nr. 19/1940. Þá er gert upptækt haldlagt hnúajárn með vísan til 1. mgr. 37. gr. laga nr, 16/1998. Af hálfu allra ákærðu er þess krafist að kröfu ákæruvaldsins um upptöku haldlagðra fjármuna verði vísað frá dómi þar sem krafist sé haldlagningar þeirra í ákæru en ekki upptöku og verði slíkt ekki leiðrétt með bókun í þingbók, eins og gert var við þingfestingu málsins. Til vara er þess krafist að kröfunum verði hafnað. Af hálfu ákærða Alvars var bókuninni s trax mótmælt. Samkvæmt 1. mgr 153. gr. laga um meðferð sakamála er með framhaldsákæru hægt að leiðrétta augljósar villur eða ef upplýsingar sem ekki lágu fyrir þegar ákæra var gefin út gefa tilefni til. Vegna samhengis þessarar kröfu í ákæru og tilvísunar til viðeigandi lagaákvæðis verður ekki fallist á að um villu í ákæru hafi verið að ræða heldur augljósa misritun sem vart verður talið að ákærðu hefðu getað misskilið eða að hafi haft áhrif á möguleika þeirra til að verjast kröfunni. Verður því kröfu ákærð u um frávísun kröfunnar hafnað. Krafa ákæruvaldsins um að ákærðu verði gert að sæta upptöku á fjármunum er byggð á 1. mgr. 69. gr. b í lögum nr. 19/1940. Samkvæmt ákvæðinu má gera upptæk verðmæti, að hluta eða í heild, sem tilheyra einstaklingi sem gerst h efur sekur um brot sem er til þess fallið að hafa í för með sér verulegan ávinning og um er að ræða brot sem varðað getur að minnsta kosti sex ára fangelsi. Í greinargerð með ákvæðinu kemur fram að á grundvelli þess, að greindum skilyrðum uppfylltum, megi gera upptæk verðmæti sem tilheyra viðkomandi, nema hann sýni fram á að þeirra hafi verið aflað með lögmætum hætti. Sé því gert ráð fyrir fráviki frá meginreglunni um sönnunarbyrði ákæruvaldsins við þessar aðstæður. Brot 49 samkvæmt 173. gr. a í almennum hegni ngarlögum varða allt að 12 ára fangelsi og er því síðara skilyrði 1. mgr. 69. gr. b uppfyllt. Þá er það mat dómsins að ætla megi að brot það sem ákærðu hafa nú verið sakfelldir fyrir sé, með hliðsjón af tegund efna og magni, til þess fallið að hafa veruleg an ávinning í för með sér fyrir ákærðu. Ákærðu hafa ekki lagt fyrir dóminn gögn sem sýna fram á að þeir hafi á undanförnum árum aflað tekna með lögmætum hætti eða að eignarhald á þessum tilteknu fjármunum sé þannig tilkomið. Nægir ekki í því skyni að sýna fram á að viðkomandi hafi átt sambærilegar fjárhæðir áður á bankareikningum. Er því fallist á kröfur ákæruvaldsins um að ákærðu sæti upptöku á fjármunum eins og nánar greinir í dómsorði. VI Eftir úrslitum málsins, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður ákærði Alvar dæmdur til að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, er teljast alls hæfilega ákveðin 5.200.000 krónur, auk 24.200 króna vegna aksturskostnaðar. Þá greiði ákærði Einar 2/3 málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, Ólafs Vals Guðjónssonar lögmanns, er teljast alls hæfilega ákveðin 4.300.000 krónur. Einnig greiði ákærði Einar 2/3 málsvarnarlauna skipaðra verjanda sinna á rannsóknarstigi, Odds Ástráðssonar lögmanns, sem alls eru á kveðin 2.500.000 krónur, og Friðleifs Guðmundssonar lögmanns, 1.000.000 króna. Greiðist 1/3 hluti málsvarnarlauna skipaðra verjenda ákærða Einars úr ríkissjóði. Ákærði Margeir greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Steinbergs Finnbogasonar lögmanns, er teljast alls hæfilega ákveðin 5.400.000 krónur, auk 14.925 króna vegna útlagðs kostnaðar. Við ákvörðun málsvarnarlauna hefur verið tekið tillit til virðisaukaskatts. Ákærðu Alvar og Margeir greiði hvor um sig 300.588 krónur í annan sakarkostnað samkvæmt framlögðu yfirliti ákæruvaldsins, en 300.588 krónur greiðist úr ríkissjóði. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Dagmar Ösp Vésteinsdóttir aðstoðarsaksóknari. Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, Alvar Óskarsson, sæti fangelsi í sjö ár. Frá refsingu dregst óslitið gæsluvarðhald ákærða frá 8. júní 2019, með fullri dagatölu. Ákærði, Margeir Pétur Jóhannsson, sæti fangelsi í sex ár. Frá refsingu dregst gæsluvarðhald ákærða frá 8. júní 2019, með fullri dagatölu, að undanskildum 20. - 24. júní 2019. Ákærði, Einar Einarsson, sæti fangelsi í sex ár. Frá refsingu dregst óslitið gæsluvarðhald ákærða frá 8. júní 2019, með fullri dagatölu. Upptækar eru gerðar 206 kannabisplöntur, 111,50 g af kannabisstönglum og 8.600,14 g af amfetamíni, 6 gaskútar, 36 gróðurhúsalampar, 39 viftur, 7 vatnshitablásarar, gasofn, kolasía, 2 gróðurtölvur, 55 straumbreytar, 4 rafmagnstöflur, 60 ljósaperur, 4 hitamælar, 8 þ urrkgrindur og skilvinda, 5 rafmagnssnúrur, 5 viftur, 15 kolasíur, 4 hitablásarar, þrýstijafnari, 32 gróðurhúsalampar, vatnshitablásari og 4 þurrkgrindur, skál, glerskál, 2 leysi - mælitæki, hræra úr KitchenAid - hrærivél, 2 glermælikönnur, skófla, plastskál, 5 rannsóknarmæliglös, ausa, 3 sleikjur, 2 öryggisgleraugu, 2 glerglös, skál og 4 glerpinnar, etanól - brúsi, aseton - brúsi, rauð trekt, sveppaeyðir og rúlla af lofttæmingarpokum, 2 vogir, kaffipokar og innpökkunarvél, kaffipokapakki, 7 50 ml sprautur, 2 6 ml sprautur, 10 ml sprauta, 5 sprautunálar, 3 dropateljarar, poki af plastskeiðum, 2 PH - sýrustigsmælistrimlar, vog, 4 rúllur af plastpokum, 16 rúllur af loftþéttum pokum, 2 sellófanrúllur, 4 kassar af smelluláspokum, öryggisgleraugu og einnota hanskar, tveir hnúajárn. Ákærði Alvar sæti upptöku á 150.000 krónum. Ákærði Einar sæti upptöku á 320.000 krónum, 2.120 bandaríkjadölum og 3.775 evrum. Ákærði Margeir sæti upptöku á 85.000 krónum. Ákærði Alvar greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Stefáns Karls Kristjánssonar lögmanns, 5.200.000 krónur, 24.200 krónur vegna aksturskostnaðar lögmanns og 300.588 krónur í annan sakarkostnað. 50 Ákærði Margeir greiði málsvarnarlaun skipaðs v erjanda síns, Steinbergs Finnbogasonar lögmanns, 5.400.000 krónur, 14.925 krónur vegna útlagðs kostnaðar lögmanns og 300.588 krónur í annan sakarkostnað. Ákærði Einar greiði 2/3 málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, Ólafs Vals Guðjónssonar lögmanns, sem s amtals eru ákveðin 4.300.000 krónur, og málsvarnarlaun skipaðra verjanda sinna á rannsóknarstigi, Odds Ástráðssonar lögmanns, 2.500.000 króna, og Friðleifs Guðmundssonar lögmanns, 1.000.000 króna. Greiðist 1/3 hluti málsvarnarlauna verjenda ákærða Einars ú r ríkissjóði auk sakarkostnaðar að fjárhæð 300.588 krónur.